Page 1

JAFNAÐAR MAÐURINN

Mánaðarlegt félagsrit Samfylkingarinnar í Reykjavík - Desember 2013

Á

Leiðari

tímum flokksblaðanna var heimurinn töluvert einfaldur. Heiminum var einfaldlega skipt í tvennt. Vondu á móti góðu. Með eða á móti. Farsæld eða tortíming. Í heimi heimspekinnar er svona ástand kallað „klassísk tví-hyggja“ og kemur upp öðru hvoru. Þetta ástand er í sjálfu sér engin öfugþróun því tvíhyggja er sennilega mesti áhrifavaldur í vestrænni menningu. Þetta er t.d kjarnaatriði í kristindómnum sem gengur m.a út á baráttu Satans og Guðs. Svo ekki sé minnst á himnaríki og helvíti. Flokksblöðin endurspegluðu þessa tvíhyggju ágætlega. Hægra megin var Morgunblaðið og Tíminn, en til vinstri var Þjóðviljinn og Alþýðublaðið. Þessi tvöfalda tvíhyggja reyndist ágætis eldsneyti fyrir þá pólitísku gremju sem einkenndi áratugina eftir stríð en svo gerðist það að þetta kerfi hrundi eins og gengur. Eina sem lifir eftir að þessu er Morgunblaðið sem haldið er á lífi í hjarta og lungnavél. Besta blaðið á þessum tíma var Alþýðublaðið. Það var að vísu svolítið fáar blaðsíður en oft og tíðum náði þetta litla blað að leiða þjóðmálaumræðuna og hin blöðin lufsuðust á eftir. Margir snjallir blaðamenn stóðu í stafni Alþýðublaðsins undir ritstjórn manna eins og Hannibals Valdimarssonar, Helga Sæmundssonar, Gísla J. Ástþórssonar, Benedikts Gröndals, Gylfa Gröndals, Sighvats Björgvinssonar, Árna Gunnarssonar, Jóns Baldvins Hannibalssonar, Guðmundar Árna Stefánssonar, Ingólfs Margeirssonar, Sigurðar Tómasar Björgvinssonar, Hrafns Jökulssonar, Sæmundar Guðvinssonar

og að lokum Össurar Skarphéðinssonar. Undir lokin var útgáfan frekar lausbeisluð og reksturinn erfiður. Margir líta þó á að Alþýðublaðið undir ritstjórn Hrafns Jökulssonar hafi skinið skærast enda var blaðið frábært þrátt fyrir að það hafi bara verið 4 - 8 síður. Kunnugir segja að tíminn undir stjórn Hrafns hafi verið ógurlega skemmtilegur enda mátti stundum heyra hressilega djasstónlist innan úr húsnæði ritstjórnarinnar á fullu blasti. Þá skipti engu hvort klukkan hafi verið 12 að hádegi eða 12 um miðnætti. Illar tungur herma að stundum hafi heyrst hávaðarifrildi út um glugga ritstjórnar sem fylgt hafi verið eftir með þjótandi bjórdós og hurðarskellum. Mig langar að hafa þennan raf-bleðil svolítið þannig. Mig langar að hafa hann svolítið lausbeislaðan og skemmtilegan. Ég vil að hann sé einhverskonar upplýsingaveita fyrir Samfylkingarfólk í Reykjavík og vettvangur fyrir áhugaverðar greiningar á pólitíkinni og ekki síst okkur sjálfum. Í þessu tölublaði er Dagur B. Eggertsson oddviti reykvísks Samfylkingarfólks með áhugaverða grein. Hér er líka að finna hugleiðingu um hugsjónir okkar í Samfylkingunni og þær miklu hugmyndafræðilegu áskoranir sem við verðum að bregðast við. Þessi raf-bleðill mun koma út mánaðarlega og vonandi styrkir hann böndin milli okkar og skerpir á hugmyndafræðinni sem sameinar okkur. Teitur Atlason Ritstjóri

Jafnaðarmaðurinn er félagsrit Samfylkingarfélagsins í Reykjavík gefið út á vefnum. Ritstjóri: Teitur Atlason Ábyrgðarmenn: Stjórn SFFR Umbrot og hönnun: Stefán Rafn Sigurbjörnsson

MYNDIR ´ UR STARFI SFFR


Dagur, Tarzan, Stockhausen og kartöfluengillinn

Þ

Viðtal við Dag B. Eggertsson

að var kalt og það var hált þegar ég fetaði mig varfærnislega upp tréstigann við innganginn hjá Degi B. Eggertssyni. Ég þrýsti á hnappinn og heyrði umgang. Til dyra kom Eggert nokkur Dagsson sem var í miðjum Tarsanleik. Hann opnaði fyrir mér og þaut upp annan stiga. Ég elti drenginn.

Þegar inn var komið blasti við mér leiksvæði nokkurra barna og angurvær hljómur úr raf-orgeli fyllti hlustina. Þar var að verki bróðir Tarsans sem minnti á sjálfan Stochausen og vinur hans úr næsta húsi. Innan um þessa orgel tóna og playmobil dót, kom á móti mér enginn annar en húsbóndinn sjálfur, Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann hélt á lítilli telpu í fanginu sem gat einhverra hluta vegna ekki verið neins staðar annarsstaðar en hjá fanginu á pabba sínum. Meðan að kaffið var að bruggast, fórum við aðeins yfir stöðuna og ræddum þversnið hverskonar og hið ramma íhald sem kasta vill skugga á allt hið góða í veröldinni. Ekki er laust við að á meðan þessu stóð hafi gustað nokkuð um enda gaman að geta blaðrað stundum undir léttleikandi hulu hins lausbeislaða gyss. TA: Hvernig hefur samstarfið við Besta flokkinn gengið? Dagur: Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Betur heldur en flestir bjuggust við. Sértaklega fjármálunum. Við byrjuðum á því að helga okkur fjármálum Orkuveitunnar. Við höfðum reyndar bent á þetta í kosningabaráttunni og fengum þarna samstarfsflokk sem hafði algerlega sömu sýn á málið og við. Þetta tókst vonum framar. Það sama á við um fjármál borgarinnar og þótt það hljómi klisjukennt, þá hefur ábyrg fjármálastjórn einkennt þennan meirihluta. En í raun og veru og af fyllstu einlægni þá tókum við í Samfylkingunni mikinn sjens með Besta flokknum því við vissum

ekkert við hverju var að búast. TA: Þannig að þegar þið Jón Gnarr stóðuð á þakinu á Æsufellinu og staðfestuð þetta samstarf, var alveg óljóst hvernig þetta myndi ganga.

Dagur: Þetta var byggt á innsæi og trausti sem myndaðist á nokkrum dögum og það var fljótlega ljóst hvað var mikilvægast að gera. Við einsettum okkar að viðhafa heiðarleg samskipti og gagnvart borgarbúum. Við ætluðum að segja hvern hlut eins og hann væri og það hefur reynst farsælt. Þetta var ekki tveggja flokka samstarf heldur einn hópur og við höfum verið blessunarlega laus við að einhver hafi verið að spila sóló og hlaupist undan ábyrgð á því sem er erfitt. Við höfum líka staðið saman um það sem hefur verið gaman.

hellti mér aftur í bollann meðan Dagur seildist eftir playmobil peningum sem fyrir einhverjar furður voru komnir upp í systur Tarsans. Dagur: Mjög mikið af pólitíkinni okkar kemur saman í aðalskipulaginu sem nýlega var samþykkt. Þar er að finna mjög skýra og sterka umhverfissýn og praktísk sjálfbær þróun í borg getur gengið upp. Við gáfum okkur tíma og rýndum í þetta út frá allskonar þáttum. T.d hvernig stytta mætti ferðalag frá heimili til vinnu. Hvernig er hægt að tryggja þjónustu í hverfum sem ætti að vera í göngu færi. Síðan er heilmikil hugsun um hvernig ná má fram félagslegu réttlæti.

TA: Jón Gnarr getur verið ofboðslega skemmtilegur. Hefur þetta verið eins og í þætti með Tvíhöfða eða hefur Jón brugðið sér í annað hlutverk og valdið því eins og raunin virðist vera? Dagur: Þetta hefur verið vinna. Það er líka skemmtilegt. Það er svo sem ekkert nýtt fyrir okkur í Samfylkingunni. Það hefur alltaf verið býsna góður andi í flokknum okkar. Í húmornum erum við Jón eins og Halli og Laddi. Og hann er óneytanlega Laddi. En eins og allir vita þá er Halli fyndnari.

málin í dag og þau snúist meira og minna um að skrapa saman hópi af frægu fólki. Ef maður skoðar lista Bjartar framtíðar er þetta mjög greinilegt. Hvernig hefur Samfylkingin staðið vörðu um og framkvæmt gildin okkar um frelsi, jafnrétti og bræðralag? Hina alþjóðlegu tengingu og hina sögulegu tengingu?

Ekki er laust við að blaðamaður hafi flissað töluvert við þetta svar og ásjóna Halla og Ladda hafi brotist fram í hugskotsjónir með tilheyrandi ærslum. En Dagur hélt áfram: Dagur: Þetta hefur liðið ótrúlega hratt og merkilegt að þetta sé að verða búið. Margir á hægri kantinum og Mogginn sérstaklega hefur verið að bíða eftir að eitthvað klikki, en það hefur ekkert gerst. Ef að Hofsvallagatan er stærsta klúðrið á kjörtímabilinu, þá getum við farið nokkuð sátt í kosningar. TA: Stundum er sagt að það vanti allt pólitískt inntak inn í stjórn-

Dagur: Pólitík þessa meirihluta er mjög innihaldsrík. Þegar við þurftum að loka 5000 milljóna króna gati á rekstri borgarinnar,

Ef að Hofsvallagatan er stærsta klúðrið á kjörtímabilinu, þá getum við farið nokkuð sátt í kosningar

þá hækkuðum við lægstu bæturnar upp í það sem skilgreint sem framfærslulágmark. Við erum eina sveitarfélagið sem hefur gert þetta. Það er lögð mikil áhersla á mannréttindamál. Bæði innanlands og alþjóðlega. Við höfum reynt að spara í yfirstjórninni en ekki inn í skólastofunni og okkur hefur tekist það. Það sem var sagt fyrir kosningar að það skipti engu máli hverjir stjórna því allir vilja velferð og skynsamlega atvinnustefnu. Það segir þetta enginn í dag. Nýja ríkisstjórnin er þrátt fyrir allt að undirstrika það að það skiptir máli hverjir stjórna. Við höfum búið til s.k atvinnutorg fyrir fólk sem á engan rétt og komið þeim í allskonar átök. Þannig hefur tekist að koma atvinnulausu fólki inn í skólana eða inn í störf sem við höfum skapað hjá borginni. Þetta hefur ekki síst gagnast fyrirtækjum sem fá meðgjöf frá borginni. Það sem er svo gaman að sjá í þessu samhengi er að við hjá borginni höfum verið að fá frábæra starfskrafta. Í stuttu máli höfum við verið pólitísk lagt stund á jafnaðarmannastefnu eins og hún gerist hvað skýrust. Þegar hér var komið sögu þurfti Tarsan að tala við föður sinn og við gerðum hlé á samtalinu. Ég

TA: Í aðalskipulaginu? Dagur: Já, það hljómar örugglega dálítið undarlega en við erum að skilgreina hverju nýju uppbyggingarhverfi, líka á þessum dýru eftirsóttu stöðum, verði íbúðir fyrir lágtekju fólk og millitekju fólk. Þannig getum við komið fyrir það að borgin þróist í „fín hverfi“ og „slömm“. Við leggjum mikið upp úr því að Reykjavík sé borg fyrir alla allstaðar. Hafnarhverfið okkar sem er auðvitað æðisgengið, má ekki bara vera fyrir suma sem eiga peninga. Við höfum komið þarna inn litlum og meðalstórum íbúðum fyrir allskonar fólk. Svo erum við með mjög gott prógramm um eflingu leigumarkaðar. Við viljum 2500 til 3000 nýjar leiguíbúðir og búseturéttareignir fyrir Reykvíkinga framtíðarinnar. Þessu viljum við koma í framkvæmt á næstu 3 til 5 árum. Þetta er ein aðal ástæðan fyrir því að ég gef kost á mér áfram í stjórnmál og fyrir Samfylkinguna. Ég veit að þetta er ekki sjálfsagt. Okkar ágætu félagar í Sjálfstæðisflokknum eru að finna að því núna að við afhendum ekki einhverjum verktökum þessar lóðir og þeir byggi síðan þessar leiguíbúðir. Við vitum bara af sögunni að það mun ekkert gerast. Það mun verða misnotað og þessu mun verða klúðrað og tjónið mun lenda á borginni.


Áskoranir jafnaðarstefnunnar Eftir Teit Atlason

Ö TA: Fyrst við tölum um verktaka og skrýtna hluti, hvaða skoðanir hefur þú á því að Framsókn stillir upp Óskari Bergssyni og Guðlaugi G. Sverrissyni í framlínuna? Dagur: Ég hef enga skoðun á því en það kom mér svolítið á óvart. TA: Ef þú teldir saman það sem þú telur hafa heppnast best á þessum 4 árum. Hvaða atriði myndir þú draga saman? Dagur: Í fyrsta lagi myndi ég nefna fjármálastjórn borgarinnar og sú fests sem hefur einkennt starf meirihlutans. Í öðru lagi tókst okkur að verja skólastofuna og nánasta umhverfi barna þrátt fyrir niðurskurð. Við höfum lagt áherslu á velferð og þá sem standa höllum fæti í samfélaginu. Í þriðja lagi erum við með afar skýra framtíðarsýn í skipulagsmálum, umhverfismálum og loftslagsmálum og fleira. Öll þessi mál eru mál sem fá hjarta jafnaðarmannsins til að slá hraðar. Þess vegna er ég svo ánægður með þennan meirihluta. Okkur hefur gengið vel að vinn að hugsjónum jafnaðarmannastefnunnar. Þetta höfum við fundið og sterkt og það er alveg hægt að segja að hugsjónin okkar um jöfnuð og velferð eigi góðan hljómgrunn í öðrum flokkum. Þess vegna eigum við svo auðvelt með að hleypa að minnihlutanum fyrir mikilvægum ákvörðunum. Eftir því sem vinnubrögðin eru opnari verður sterkari samstaða allra borgarfulltrúa. TA: En flokkstarfið í Samfylkingunni? Hvernig væri hægt að bæta það? Hvernig getur við opnað hurðarnar fyrir þetta fólk sem er jú bakbeinið í öllu starfinu og hugmyndir þess inntak allrar stefnunnar hvorki meira né minna. Dagur: Þetta er góð spurning.

Við þurfum einhvernvegin að standa saman um að koma því áleiðis að koma því til skila að sveitarstjórnarmál skipta gríðarlegu máli hvernig þetta land þróast. Það hefur verið þannig frá hruni að landsmálin og efnahagsmálin og fjármálin og viðfangsefni ríkisins hafa yfirskyggt alla pólitíska umræðu. Það mikla og þróttmikla flokkstarf sem einkennt hefur borgarmálapólitíkina hefur sjálfsagt þjáðst fyrir það. Það er jú sama fólkið sem hefur áhuga á borgarmalum og landsmálum. Við þurfum að blása í þessar glæður og láta alla finna að styrkur okkar er þetta flokksfólk og þeir sem eru sammála okkur. Og á í raun að vera í forystunni jafnvel þótt það eigi ekki sæti í borgarstjórn. Við komum vel nestuð inn í síðustu kosningar. Vorum með tugi funda og málefnateymi og komum geysilega vel undirbúin í kosningarnar. Þetta þýddi að þegar meirihlutaviðræðurnar áttu sér stað, gátum við bara stungið í samband og vélin fór bara af stað. Ég hugsa að ef fólk fer í gegnum það sem við mótuðum með flokksfólki fyrir síðustu kosningar og þær efndir sem þessi meirihluti hefur gert, sést ótrúlega mikil samsvörun. Það er hægt, fyrir hvern sem er, að hafa áhrif á það hvernig borgin þróast. -Til þess er leikurinn gerður. Þetta voru fín lokaorð hjá Degi. Leikurinn er einmitt gerður til að hafa áhrif. Pólitísk afskipti hafa að sjálfsögðu þann tilgang að koma einhverju í verk. Að láta drauminn um gott, réttlátt og fagurt samfélag verða að veruleika. Ég sá að Tarsan var orði þreyttur og hafði búið sér bæli undir tölvuborðinu. Systir hans var að stinga niður kartöflum sem hún hafði aftan á vörubíl. Uppskeran kemur í vor. Viðtalið tók Teitur Atlason

ll þráum við að sjá inn í framtíðina. Svo mjög að það er enginn vandi að færa fyrir því sannfærandi rök að stór hluti allra vísindastarfa veraldarinnar miði að því með einum eða örðum hætti að skyggnast inn í framtíðina. Færustu vísindamenn eyða starfsævinni sinni í að svara spurningum um hvernig framtíðin muni koma til með að líta út. Og þá er ekkert endilega átt við næstu 100 eða 1000 ár, heldur kannski bara næsti mánuður eða næsta vika. Já eða morgundagurinn í öllu sínu veldi.

Málið er að við vitum ekkert hvernig hann verður. Framtíðin er óskrifað blað. Sem er frábært. Það gefur nefnilega fyrirheit um að við getum breytt henni og mótað eftir því sem við teljum æskilegast. Þótt að vísindamenn og samfélagspælarar loki sig af inn í hátimbruðum stafkirkjum vísindanna í þeim tilgangi að kíkja inn um rifu hins óliðna, eru til staðir sem veita jafnvel betri innsýn inn í framtíðina en hin merkustu fræði. Strætisvagnar geta vel virkað sem véfréttir í þessu samhengi. Fátt er betra fyrir mannsálin að sitja í strætó og taka „hringinn“ eins og var stundum gert í gamla daga. Stundum er sagt í pólitískum ræðum að „við stöndum á tímamótum“ sem svo er fylgt eftir með einhverri samtengingu við annan frasa. „Sögulegt tækifæri“ gæti sá hljómað. Þetta er búið að segja svo oft að tónninn er orðin holur. Upplifun margra jafnaðarmanna á hinum „sögulega tækifæri“ er sá að því var klúðrað. Hvað varðar tímamótin þá er óhætt að segja að því miður hafa jafnaðarmenn á Íslandi ekki skynjað tímamótin sem stundum hafa blasað við okkur og haldið áfram á sömu braut og mörkuð var þegar sósíalisminn var að slita barnsskónum. Á síðustu árum höfum við horft á mestu hræringar í íslensku stjórnmálakerfi brjótast um fyrir framan okkur en aldrei

náð að svara þeim. Já eða skilja þær. Hreyfingar eins og Píratar eða Björt framtíð hafa rifið af okkur fylgið enda hafa þær rifið af okkur hið pólitíska frumkvæði í leiðinni. Við erum ekki einu sinni ásættanlegur vettvangur fyrir náttúruverndarfólk. Hugum að því. Við í Samfylkingunni höfum aldrei svarað því kalli sem þessar mótuðu þessar hreyfingar. Sé þetta fattleysi síðan sett í samhengi við eina merkilegustu hreyfingu vestrænna stjórnmála síðustu 100 ár, Occupy-hreyfinguna, er ljóst að við erum ekki ennþá búin að fatta. Þessar hreyfingar gætu vel rúmast inn í Samfylkingunni og við ættum að opna upp á gátt fyrir allar hugmyndir úr þessu áttum. Við eigum að sitja, horfa og hlusta. Og læra. Og við getum lært. Inntak þessara hreyfinga er ættað að stórum hluta úr sögu okkar jafnaðarmanna. Við þekkjum þessa sögu og við erum stolt af henni. Það er því nánast illþolandi að sjá nýjabrumið í stjórnmálalflórunni taka upp mál sem við gjörþekkjum og vinna okkur á heimavelli. Stærsta pólitíska áskorun næstu áratuga verða málefni sem tengjast hlýnun jarðar og málefni sem tengjast ójafnri skiptingu gæðanna. Þessi mál verðum við að tækla. Það þýðir ekki að tala í kross, og styðja aðgerðir um minnkun gróðurhúsalofttegunda og náttúruvernd og mæla um leið fyrir eiturspúandi álveri með tilheyrandi náttúruspjöllum. Það þýðir ekki heldur að mæla fyrir jöfnu aðgengi að gæðum landsins og ávöxtum þess, en um leið að opna fyrir allskonar skattafiff sem sérhönnuð eru fyrir gráðugt fólk sem tímir ekki að borga skatta. Við eigum að taka þennan slag af öllu hjarta. Við eigum að taka þátt í og móta stefnu til framtíðar. Og við eigum að taka frumkvæðið í því. Við eigum að setja línurnar sem aðrir elta. Reisa upp viðmiðin sem aðrir reyna að ná. Við eigum að vera hugrökk og við eigum að þora.

Þannig verður framtíðin. Ég veit það. Ég tók strætó


Krati mánaðarins E

Hjalmar Branting

inn merkilegasti stjórnmálamaður Norðurlanda er Svíinn Hjalmar Branting. Hann var fæddur árið 1860 og lést árið 1925. Hann var formaður sænskra sósíaldemókrata frá 1907 til 1925 og forsætisráðherra í þrígang á tímabilinu 1920 til 1925, en það voru miklir átakatímar í sænskum stjórnmálum. Branting gaf vísindaferil upp á bátinn og gerðist blaðamaður árið 1884. Hann varð fljótt ritstjóri og stýrði blaðinu „Tíminn“ (Tiden) og svo síðar „Sósíaldemó kratinn“(Socialdemokr aten). Á því blaði birti hann grein eftir Axel Daníelsson sem var harðsoðinn sósíalisti. Greinin olli fjaðrafoki vegna afstöðu til trúmála og andstæðingar Brantings og Daníelson nýttu sér það til hins ýtrasta. Leikar foru svo að þessir tveir voru dæmdir fyrir guðlast og látnir dúsa í fangelsi í þrjá mánuði. Branting stóð í stafni í mótun sósíaldemókratismans í Evrópu og studdi í rauninni marxíska heimsmynd, en taldi að markmiðum ætti að ná með lýðræðislegum hætti en ekki byltingu eins og kommúnistar aðhylltust. Branting trúði á samninga manna í milli og sannfærður um að í flókinni stöðu væru alltaf uppi möguleikar á því að báðir aðilar gætu gengið sáttir frá borði. Þessi eiginleiki Brantings kom sér vel þegar sjálfstæðishreyfingin í Noregi óx fiskur um hrygg og spenna magnaðist hratt milli landanna tveggja. Norðmenn vildu aðskilnað frá Svíþjóð en sænski aðallinn og herinn var aldeilis ekki á þeim buxunum. Branting

las stöðuna örðuvísi en flestir og sá að báðum þjóðum væri fyrir bestu að vaxa í sundur og þrífast frekar sem jafnstæðar vinaþjóðir heldur en að Noregur yrði einskonar undirsáta Svíþjóðar. Í þessum anda hratt Branting af stað undirskriftasöfnun meðal Svía sem hvatti til aðskilnaðar

muna að allt hefði rokið í bál og brand.

og uppsögn sambandsins milli landanna.

Hjalmar Branting kom því til leiðar að Svíar urðu meðlimir í Þjóðabandalaginu (forvera Sameinuðu Þjóðanna) og vann að því að flókin staða á Álandseyjum var sett upp í hendurnar á því ágæta bandalagi til úrlausnar. Niðurstaðan heldur enn í dag því eyjarnar tilheyra Finnlandi, en með sjálfstjórn innfæddra (sem eru flestir sænskir að uppruna).

Samhliða vann Branting að því innan þingsins og stjórnkerfisins að lausn á þessu máli og fann upp slagorðið „Norge ur dina händer, konung“, sem allir Norðmenn þekkja . Noregur fékk síðan sjálfstæði árið 1905 þar sem 99.95% aðspurðra var hlynntur aðskilnaðir. (368 208 á móti 184) Á þessi tímabili var spennan gríðarleg innan hersins og aðalsins og sænsk setulið út um allan Noreg voru í viðbragðsstöðu. Ekki hefði mátt miklu

Þessi árangur, að afstýra stríði við Noreg, hefur stundum verið nefndur sem fegursta rósin í grasagarði sósíaldemókrata í Svíþjóð.

Hjalmar Branting er einn virtasti stjórnmálamaður Svíþjóðar og sagt stundum í hálfkækingin að ekki sé til það þorp í Svíþjóð sem

ekki hafi að minnsta kosti eina Brantinggötu. Í Gautaborg er stórt torg kennt við Branting og í Stokkhólmi er minnismerki um Branting. Í Kaupmannahöfn er þessu svolítið öðruvísi farið en þar er heitir ein fínasta gata

borgarinnar Hjalmar Brantings Plats en þar eru að finna dýrustu íbúðir Kaupmannahafnar. Það er svolítlu ósamræmi við sósíalistann Hjalmar Branting. Hjalmar er einn merkilegasti stjórmálamaður Norðurlanda og ævi hans og sigrar ættu að vera okkur öllum til innblásturs og eftirbreytni. Hann fékk friðarverðaun Nóbels árið 1921 sem hann deildi með Norðmanninum Christian Lous Lange.


Róa skynskiptingar? Jafnaðarmenn eru almennt ágætir í stafsetningu. Reglunar eru tiltölulega skýrar og flestir tileinka sér réttan hátt á framhaldsskólaaldri. Sumar setningar eru þó erfiðari en aðrar.

S

tafsetning er oft kennd og prófuð á þann hátt að kennari les upp texta sem nemendur rita svo niður. þetta er hin hefðbundna prófaaðferð í stafsetningu og hefur reynst ágætlega eftir því sem næst verður komist. Eins og geta má, lögðust kennarar í stafsetningu

sig fram við að búa til erfiðar setningar og setningahluta. Hér fyrir neðan fara nokkrir setningabútar sem vakið hafa óttablandna undrun meðan nemenda í framhaldsskólum á Reykjavíkursvæðinu.

Deigið flezt út Holblekkta lækjarsytran seytlaði fram hjá örreytiskotinu Signý fékk signa ýsu með víum. Við sjálft lá að hin aldna gýgur rymdi Reiðstu ekki húsfreyjunni þótt grauturinn sé sangur.

Flokksval vegna framboðslista Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar fara fram dagana 7. til 8. febrúar næstkomandi. Frestur til að skila inn framboði, studdu undirskrift 30 félagsmanna, er til kl. 19, föstudaginn 17. janúar. Kjörstjórn óskar sérstaklega eftir að félagsmenn sendi tilnefningar og ábendingar um vænlega frambjóðendur því uppstilling sigurstranglegs lista jafnaðarmanna er sameiginleg ábyrgð okkar. Vinsamlega sendið kjörstjórn tilnefningarnar í netfangið flokksval2014@gmail.com fyrir 11. janúar.

Brynki litli yppti öxlum og kvað einu gilda í hvorri Keflavíkinni slíkir skynskiptingar reru eða yfirleitt hvorum megin hryggjar þeir lægju. Myldinn jarðvegur Sjaldan sést mývetnsk reyður á borðum rauðsenzkra bænda Flest flezt út á vorum dögum. Kisu hryllti við leifum Þorleifs kaupmanns Þau hefðu kysstzt hefðu þau hittstzt undir hvítfyssandi fossinum

Tillögur um tvíburanöfn: Örn og Örlygur Ingibjörg og Sólrún Gro og Harlem Páll og Óskar Eiður og Smári

Jafnadarmadurinn122013  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you