__MAIN_TEXT__

Page 1

GREINAGERÐ Maí 2014

ÚT VIÐ LYGNAN STRAUM

1

Ms. Skipulagsfræði Magnús Halldórsson Sigurborg Ósk Haraldsdóttir


Skóli: Landbúnaðarháskóli Íslands Braut: Ms. Skipulagsfræði Áfangi: Heildstætt og hagnýtt skipulag Kennarar: Sigríður Kristjánsdóttir og Erla Margrét Gunnarsdóttir Nemendur: Magnús Halldórsson og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Maí 2014

2


Inngangur.....................................................................4 Forsendur.....................................................................7 Íbúar og auðlindir jarðar...........................8 Líffræðilegur fjölbreytileiki...................10 Loftslagsbreytingar...................................11 Húsnæði í reykjavík..................................12 Aðalsk. Rvk. 2010-2030..........................13 Afmörkun svæðis.......................................14

Greiningar..................................................................16 Íbúar og samfélag......................................18 Íbúafjöldi........................................................21 Náttúrufar......................................................24 Veðurfar..........................................................27 Markmið.....................................................................29 Framtíðarsýn................................................30

Skipulagstillaga......................................................33 Unnið með anda staðar............................34 Lestarkerfi.....................................................35 Korpugarður.................................................36 Keldur .............................................................38 Samgöngur.....................................................40 Byggingar.......................................................42 Veðurfar..........................................................45 Gróðurframvinda.......................................46 Kirkjugarður.................................................47 snið 1...............................................................48 snið 2...............................................................49 snið 3...............................................................50

3

snið 4...............................................................51 Efri byggð......................................................52 Neðri byggð..................................................53

Niðurstöður..............................................................55 Markmiðum náð.........................................56

Veggspjöld..................................................................61 Viðauki........................................................................67 Greiningar sem ekki voru nýttar.........68 Heimildaskrá...........................................................70

myndaskrá.................................................................71


Verkefni þetta er hluti af áfanganum Heildstætt og hagnýtt skipulag. Áfanginn er hluti af meistaranámi í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Í nýsamþykktu aðalskipulagi Reykjavíkur er lögð áhersla á þéttingu byggðar og uppbyggingu samgönguáss frá miðbæ og upp á höfða/Grafarvog. Í aðalskipulaginu er þó lítil áhersla lögð á svæðið við Grafarvoginn og á uppbygging ekki að hefjast þar fyrr en eftir 2024. Miðbærinn hefur sterkt aðdráttarafl sem endapunktur á þróunarásnum en í þessu verkefni leitast nemendur við að svara spurningunni, hvert er aðdráttarafl svæðisins á hinum enda þróunarássins?

Í vinnu við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðið er einnig lögð mikil áhersla á þéttingu byggðar sem og efling almenningssamgangna meðfram helstu umferðaræðum og er þá talsverð vinna lögð í að skoða hraðvagna- og léttlestakerfi fyrir höfuðborgarsvæðið. Á svæðinu í dag er ýmisskonar starfsemi en engu að síður er það vannýtt að miklu leyti og sjá nemendur mikil tækifæri fyrir svæðið.

Í vinnu við verkefnið var lagst í rannsóknarvinnu á helstu vandamálum á svæðinu, í hnattrænum og staðbundnum skilningi. Ráðist var í ýtarlega greiningarvinna og skipulagsstillaga unnin út frá þeim. Í greinagerð þessari verður farið yfir þá þætti sem nemendur unnu.

4


5


6


7


ÍBÚAR OG AUÐLINDIR JARÐAR Aldrei hafa jafn margir búið á plánetunni Jörð og í dag en það eru rúmlega 7 milljarðar manna. Áætlað er að um árið 1000 hafi minna en hálfur milljarður manna búið á jörðinni og sú tala byrjaði að hækka verulega upp úr aldamótum 1500 eftir svarta dauða og í kjölfar iðnbyltingarinnar. Ef fólksfjölgun heldur áfram með sama hraða verða um 16 milljarðar manna á jörðinni árið 2100, en dekkstu spár segja að fólksfjölgunin muni einungis halda áfram til ársins 2050 og eftir það mun mannkyninu fækka um 2 milljarða og árið 2100 verða því færri en eru í dag, eða 6 milljarðar manna (Sameinuðu þjóðirnar, 2012). Öll þessi fólksfjölgun hefur aukið álag á auðlindir jarðar gríðarlega.

Ekki er til hráefni í heiminum í óendanlegu magni. Mynd fengin af www. firstpeoples.org

8

FÓLKSFJÖLGUN Í HEIMINUM


Lífsmáti alls mannkyns

ESB lífsmáti

Amerískur lífsmáti

Íslenskur lífsmáti Samanlagt er allur heimurinn að nýta eina og hálfa jörð því endurnýjunarkrafturinn hefur ekki við neyslunni, vistkerfin eru að hnigna og auðlindirnar hverfa. Mannkynið er að nota of mikið miðað við hvað jörðin gefur. Ef allir íbúar jarðar lifðu sama lífsstíl og íbúar innan ESB þyrfti þrjár jarðir og ef miðað er við lífsstíl íbúa í Norður Ameríku þyrfti fimm jarðir. En ein af neyslufrekustu þjóðum í heimi eru Íslendingar. Ef allir íbúar jarðar lifðu sama lífstíl og Íslendingar þyrfti tíu plánetur til að anna eftirspurn. Íslendingar eru nýjungagjörn þjóð og setja ríka kröfu á að eignast nýjasta símann, tölvuna, flatskjáinn og margt fleira. Hráefni í þessar vörur fæst á fáum stöðum á jörðinni, framleiðslan kostar vatn, orku og aðrar auðlindir og ávallt er brennt jarðefnaeldsneyti við að flytja vöruna til landsins (Kristín Vala Ragnarsdóttir, 2013).

9


LÍFFRÆÐILEGUR FJÖLBREYTILEIKI Maðurinn reiðir sig á líffræðilegan fjölbreytileika. Hann t.d. er nýttur við landbúnað, lyfjaframleiðslu, urðun og matvælaframleiðslu. Í dag er þessi fjölbreytileiki undir miklu álagi vegna loftslagsbreytinga, skógareyðingar, einhæfrar matvælaframleiðslu og vegna aðfluttra tegunda. Þjóðgarðar og verndarsvæði geta einungis viðhaldið litlu broti af líffræðilegum fjölbreytileika í heiminum. Það er því mikilvægt að öll landnotkun sé skipulögð á þann hátt að hún viðhaldi sem best vistkerfum jarðar (Jonathan Atteberry, áá).

Mynd 1. Skógareyðing á Borneó Mynd fengin af www. science.howstuffworks.com

Mynd 1. Lúpína er aðflutt tegund á Íslandi

10


LOFTSLAGSBREYTINGAR

Afleiðingar loftslagsbreytinga á jörðinni verða meðal annars þær að gróðurbelti færast til, yfirborð sjávar hækkar og flóðahætta eykst á ýmsum frjósömum og þéttbýlum svæðum. Auk þess kunna að verða breytingar á lífsskilyrðum í sjó vegna breytinga á straumum, sýrustigi og seltu. Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra munu auka mjög á vandann sem nú þegar steðjar að mannkyninu vegna mikillar fjölgunar jarðarbúa. Bruni jarðefnaeldsneytis hefur leitt til mikillar losunar koldíoxíðs. Helstu tækifæri Íslands felast í að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum (Vedurstofa Íslands, áá).

Mynd 1. Hækkun hitastigs á Íslandi Mynd fengin af www. vedur.is

Mynd 1. Samgöngumannvirki á skipulagsvæðinu

11


HÚSNÆÐI Í REYKJAVÍK

Margar vísbendingar benda til þess að mikill skortur sé á höfuðborgarsvæðinu af minna og ódýrari húsnæði, þar sem lítið var byggt af smærri íbúðum á árunum fyrir hrun (Vísir.is, 2011). Íbúðum undir 80m2 á hverja 1000 íbúa hefur fækkað jafnt og þétt síðan 1991 á meðan lítil breyting hefur verið á hlutfallslegum fjölda íbúða á bilinu 80-90 m2. Íbúðum á bilinu 90-120m2 hefur fjölgað á hvern íbúa yfir sama tímabil en þeim fjölgaði hlutfallslega mest eftir 2003 (Egill Þórarinsson, 2012). Samsett mynd af fréttamiðlum

Heimilum í leiguhúsnæði á almennum markaði hefur fjölgað umtalsvert síðan 2007. Það ár voru 15,4% heimila í leiguhúsnæði á almennum markaði en 24,9% árið 2013. Samsetning leigjenda hópsins hefur einng breyst hvað varðar aldur, heimilisgerðir og tekjur. Einnig þykir ljóst að bráðavandi ríkir á leigumarkaðnum. Samtök leigjenda telja að það vanti alls um 3.500 leiguíbúðir í Reykjavík. (Vísir. is, 2013). Hlutfall fólks á aldrinum 25-34 ára hefur aukist hraðar en í eldri aldurshópum. Einnig hefur hlutfall leigjenda í lægsta tekjubilinnu fjölgað hraðar en á hærra tekjubilinu. Þrátt fyrir að heimilum á leigumarkaði hafi aukist, annar framboðið ekki eftirspurninni (mbl.is, 2014). Vegna mikillar eftirspurnar á leigumarkaði hefur leiga hækkað mikið síðastliðin ár og er ekki óalgengt að helmingur ráðstöfunartekna fólks fari í að greiða húsaleigu. Alvarlegur skortur er á félagslegum íbúðum og árið 2013 biðu um 1.500 einstaklingar og fjölskyldur eftir að fá félagslegt húsnæði á höfuðborgar-svæðinu og í Reykjanesbæ. Um 2.600 félagslegar leiguíbúðir eru nú á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ hafa mörg sveitarfélög ekki ráð á að byggja fleri íbúðir vegna slæmrar fjárhagsstöðu (Mbl.is, 2013). Einnig er mikil þörf á húsnæði til langttímaleigu, forsenda nauðsynlegrar uppbyggingar er lækkun lóðaverðs, minni kvaðir sem hækka byggingarkostnað af hálfu hins opinbera og lækkun fjármagnskostnaðar. Hár byggingarkostnaður kemur í veg fyrir byggingu lítilla íbúða sem mikil eftirspurn er eftir á markaðnum (Sa.is, 2014).

12


AÐALSKIPULAG REYKJAVÍKUR 2010-2030 Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010–2030 er gert ráð fyrir því að að minnsta kosti 90% allra nýrra íbúða á skipulagstímabilinu rísi innan núverandi þéttbýlismarka. Markmiðið er að skapa heildstæðari og þéttari borgarbyggð og nýta þar með betur land og fjárfestingar í gatna- og veitukerfum og þjónustustofnunum. Til að framylgja þessu markmiði er uppbygging á miðlægum svæðum í algjörum forgangi. Þrjú svæði gegna lykilhlutverki í þróun Reykjavíkur á næstu áratugum, Vatnsmýri, Elliðaárvogur og Miðborgin-Gamla (Reykjavíkurborg, 2013).

Aðalskipulag Reykjavíkur ásamt skipulagssvæði áfangans Mynd fengin úr Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030

13


AFMÖRKUN SVÆÐIS

Svæðið er staðsett austan Elliðaár á milli tveggja hverfa, Grafarvogs og Grafarholts. Það er hluti af jaðarbelti umhverfis höfuðborgarsvæðið og er flokkað samkvæmt nýlega samþykktu aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 - 2030 sem miðsvæði og íþróttasvæði. “Í aðalskipulaginu 2010-2030 er lögð áhersla á þróunarás sem tengir miðborgina við þéttingarsvæði til vesturs og austurs. Á þessum ás verður lögð sérstök áhersla á almenningssamgöngur, hjólastíga og greiðar og þægilegar leiðir fyrir gangandi vegfarendur. Ásinn er um 10 km að lengd og á að hafa einkenni borgargötu þar sem vistvænir ferðamátar eru í fyrirrúmi. Miðað er við mestan þéttleika og blöndun byggðar næst ásnum og við lykilbiðstöðvar strætisvagna (Reykjavíkurborg, 2013).”

Svæðið sem unnið er með er við austurenda þróunarássins og er þarf að virka sem segull líkt og miðbærinn gerir við hinn enda ássins. Svæðið er í dag hálfgerður bakgarður borgarinnar og er að miklu leyti vannýttur sem slíkur. Höfuðborgarsvæðið samanstendur af 6 sveitarfélögum og er Reykjavík þeirra stærst með um 120.000 íbúa (Hagstofa Íslands, 2014).

Byggð svæði

Þétting við þróunarásinn

Sveitarfélagsmörk

14


Þróunarásinn samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 ásamt afmörkun svæðis

15


16


17


ÍBÚAR OG SAMFÉLAG

LEIKSKÓLAR Leikskólar - GRAFARVOGUR 13 Leikskólar - GRAFARHOLT & ÚLFARSÁRDALUR 4 Leikskólar Samtals fjöldi

17

GRUNNSKÓLAR Grunnskólar - GRAFARVOGUR Foldaskóli Hamraskóli Húsaskóli Kelduskóli/Korpa 125 Keldurskóli/Vík 332 Rimaskóla Vættaskóli

500 225 270 577 525

- GRAFARHOLT & ÚLFARSÁRDALUR Dalsskóli 110 Ingunnarskóli 450 Sæmundarskóli 415 Heimild: Hagstofa Íslands, 2014.

Samtals nemendur

18

3531


FRAMHALDSSKÓLAR Framhaldsskólar

- GRAFARVOGUR Borgarholtsskóli

1522 nemendur

Mynd fengin af www.ja.is

ELDRI BORGARAR Eldri borgarar - GRAFARVOGUR Eir 155 hjúkrunarrými Eirborgir 111 íbúðir - GRAFARHOLT & ÚLFARSÁRDALUR Þórðarsveigur 50 íbúðir Samtals fjöldi 161 íbúð 155 hjúkrunarrými

Heimild: Hagstofa Íslands, 2014.

Mynd fengin af www.ja.is

19


ÍÞRÓTTIR & AFÞREYING Íþrótta- og afþreyingarsvæði - GRAFARVOGUR Korpúlfsstaðir Egilshöll Fjölnir æfingasvæði Sundlaug Grafarvogs Skíðalyfta - GRAFARHOLT & ÚLFARSÁRDALUR Æfingasvæði Fram Mynd fengin af www.ja.is

VERSLUN OG ÞJÓNUSTA Verslun og þjónusta - GRAFARVOGUR Spöngin Rimar Foldatorg - GRAFARHOLT & ÚLFARSÁRDALUR Gullhamrar Kirkjustétt

Mynd fengin af www.ja.is

Heimild: Hagstofa Íslands, 2014.

20


ÍBÚAFJÖLDI

GRAFARVOGUR

GRAFARHOLT & ÚLFARSÁRDALUR

Heimild: Hagstofa Íslands, 2014.

21


ÍBÚAFJÖLDI 3 KJARNAR

Hlutfall þeirra af Íslandi 10 %

Heimild: Hagstofa Íslands, 2014.

22


GRAFARHOLT & ÚLFARSÁRDALUR

GRAFARVOGUR

0 -9 ára 13 % 14 % 20 % 10 - 19 ára

15 % 12 % 13 %

20 - 29 ára

14 % 15 % 13 %

30 - 39 ára 12 % 14 % 17 % 40 - 49 ára 14 % 13 % 13 % 50 - 59 ára 15 % 13 % 9 % 60 - 69 ára 8 % 9 % 9 % 70 - 79 ára 4 % 6 % 4 % 80 - 89 ára 2 % 4 % 1 %

Heimild: Hagstofa Íslands, 2014.

23


NÁTTÚRUFAR

BRÚNJÖRÐ Brúnjörð er eldfjallajarðvegur. Hún er 0,5 til 2,0 m þykk. Gróið þurrlendi. Er líkleg til að innihalda leir og talsvert af lífrænum efnum. Getur hentað vel til ræktunar (Náttúrufræðistofnun Íslands, áá).

GRÓÐURFAR Mólendi er þurrt gróðurlendi og gjarnan þýft, en þýfið getur verið misjafnlega stórgert. Mismunandi tegundahópar háplantna geta verið ríkjandi í mólendi, t.d. grös, jurtir, lyng eða runnar og jafnframt því er gróðurinn misjafnlega samfelldur (Náttúrufræðistofnun Íslands, áá). Mólendi Tún

Trjágróður

24


BLÓMLENDI Kjörlendi lúpínu eru melar, áreyrar og rýrt mólendi. Hún er dugleg að koma sér á legg þar sem lítill gróður er fyrir og græðir þannig upp ógróin svæði en getur einnig dreift sér inn í gróin svæði og eytt úr þeim öllum öðrum gróðri (Flóra Íslands, áá). Lúpína

ÚLFARSÁ Úlfarsá er frábær laxveiðiá í landi Reykjavíkur. Áin er algjörlega sjálfbær og engar seiðasleppingar fara þar fram sem er nær einsdæmi hérlendis (Hreggnasi, áá) .

25


VISTFRÆÐI HRINGÖND

SPÓI

Buffer zone Hverfisvernd

HAGAMÝS

-GrafarvogurLeirurnar, nánasta umhverfi vogsins, Grafarlækur og ísaldarminjar í Grafargili eru skilgreind sem hverfisverndarsvæði. Leirurnar eru mikilvægar fæðustöðvar fyrir fugla.

Svæðið býr yfir mjög fjölbreyttu landslagi, svo sem lyngmóum, holti, óspilltri fjöru og ræktuðum svæðum. Deiliskipulag liggur ekki fyrir. Það þarf að vinna vegna mikilvægis svæðisins sem útvistarsvæðis og til að tryggja lífríki í voginum og við hann.

-ÚlfarsáLífríki árinnar hefur verið raskað með framræslu og hrossabeit. Þetta eru þættir sem auðveldlaga má laga með litlum tilkostnaði. Neðan Vesturlandsvegar liðast Úlfarsá lygn um land sem er að mestum hluta ræktað og mótað af landnotkun allt til ósa. Á Úlfarsársvæðinu hafa verið skráðar 127 tegundir háplantna. Fuglalíf árinnar er fjölskrúðugt og eru 45 fuglategundir skráðar. Þar af er um 21 tegund árviss sem varpfugl og þrjár til viðbótar óreglulegir varpfuglar. A.m.k. 13 tegundir eru árvissir vetrargestir. Andfuglar, mófuglar og máffuglar einkenna fuglalíf Úlfarsár. Minkur, hagamús og húsamús eru þau spendýr sem finnast við ána.

Lífríki árinnar, gróðurfarið og fuglalífið mynda náttúrufarslega heild. Úlfarsá fellur undir borgarvernd. Úlfarsá, ásamt 200 metra breiðum bakka báðum megin árinnar er á Náttúruminjaskrá. (Kristbjörn Egilsson, 1999)

26


VEÐURFAR

VINDUR Ríkjandi vindátt á svæðinu er austan, það er einnig sú vindátt sem hefur mestan vindstyrk. Einstaka sinnum blæs að vestan og þá oftast með einhverri úrkomu (Veðurstofa Íslands, 2009).

Þegar módel af svæðinu við Keldur var sett í vindhermi kom í ljós sterkur vindstrengur sem kemur úr austri og ferðast niður hæðina í áttina að voginum.

27


28


29


30


Yfirgripsmestu markmiðin snúa að minni útblæstri gróðurhúsalofttegunda, minna álagi á auðlindir jarðar og aukin stuðning við líffræðilegan fjölbreytileika. Þessi atriði eru undirliggjandi í allri stefnumótun og vinnu í verkefninu. Ein af forsendum þess að svæðis byggist upp er efling á almenningssamgöngum og uppbygging fjölbreyttra samgöngumáta. Þannig skapast aðstæður fyrir styttingu á ferðatíma og möguleikar fólks til að spara sér fjárfestingu í einkabíl aukast mikið. Einnig teljum við að ákveðinn grundvöllur skapist fyrir því að fólk telji það vera ákjósanlegt að búa í rólegu úthverfi höfuðborgarsvæðisins ásamt því að nýta svæðið í heild sinni sem náttúrulega og vistvæna útivistarparadís á jaðri borgarinnar.

Við viljum leggja áherslu á að skapa heildstætt og heilbrigt samfélag sem að okkar mati yrði andstæðan við þá félagslegu einangrun sem bíllinn hefur skapað nútíma samfélagi. Það er markmið okkar með íbúahverfinu að Keldum að skapa hverfi sem saman stendur af ólíkum þjóðfélagshópum. Stúdentar, aldraðir og fólk sem þarf á félagslegri aðstoð að halda ásamt fjölskyldu fólki eru þeir hópar sem við viljum að myndi íbúamynstur hverfisins. Hverfið á að færa fólk saman, fólk hittist og getur myndað félagsleg tengsl í fólkvænu umhverfi. Stefnt er að því að vinna markvisst með félagsleg rými í skipulaginu, bæði formleg og óformleg. Rýmin yrðu opin og aðgengileg þar sem enginn greinarmunur yrði gerður á ólíkum félag- efnahagseða menningarlegum bakgrunni fólks. Með byggðinni viljum við endurspegla félagsleg gildi samfélagsins og í leiðinni koma í veg fyrir félagslega skiptingu þar sem allir íbúar hverfisins munu upplifa sömu gæði. Markmiðið er að skapa byggð með smærri íbúðahúsum en almennt þekkist, enda skortur á þannig húsnæðisgerðum á húsnæðismarkaðnum. Stefnt er að því að 70% af því húsnæði sem í boði verður sé leiguhúsnæði og 30% eigið húsnæði, þannig sjáum við fyrir okkur að unnið sé með þau vandamál sem samfélag okkar stendur frammi fyrir á leigumarkaðnum. Við viljum bjóða upp á fjölbreytni og val fyrir einstaklinga og fjölskyldur í sem flestu, húsnæði, byggðarformi og samgöngumálum. Markmið okkar er að tengja fólk aftur við náttúruna, með daglegri umgengni, ræktun á eigin matvælum, sjáanlegum vistvænum lausnum á hreinsun ofanvatns og fjölbreyttum náttúrulegum svæðum. Náttúran og glæst útsýni verður hluti af daglegu lífi fólks og allir íbúar njóta sólar og skjóls eins og best verður á kosið, en það teljum við vera ákveðin lífsgæði. Einnig er markmið okkar að skapa skilyrði þar sem nærþjónusta þrífst og dafnar innan íbúabyggðarinnar.

31


32


33


Í dag er svæðið hluti af bakgarði borgarinnar þar sem einstaka byggingum hefur verið komið fyrir inn á svæðinu líkt Korputorg og Egilshöll. Ákváðum við að halda í þann anda og þróa svæðið í heild sinni sem einn garð með góðu bili á milli bygginga og sem andstæðu við miðbæinn og andann sem þar ríkir.

34


Við sjáum fyrir okkur uppbyggingu lestarkerfis á höfuðborgarsvæðinu.Það myndi auka val íbúa á samgöngumátum til muna. Einnig væri það mikilvægt skref í átt að sjálfbærum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Lestarkerfið eða “Borgarlestin” tengir saman stóran hluta höfuðborgarsvæðisins og skapar grundvöll fyrir þéttari og mannvænni byggð. Borgarlestin tekur tillit til þeirra byggðar sem er til staðar fyrir og hefur möguleika á að vera á götunni þar sem er rými, neðanjarðar þar sem ekki er rými og á stöplum þar sem það hentar. Lestarkerfið tengist mögulegri fluglest til Keflavíkur.

Á götunni

Neðanjarðar

Á stöplum

FERÐATÍMI

35


KORPÚLFSSTAÐIR Við Korpúlfsstaði sjáum við fyrir okkur samfélag listamanna, Kolonigarða leigjenda, golfara og matjurtargarðaeigenda. Aðstaða listamann verður í Korpúlfsstöðum eins og hún er í dag en þar sjáum við einnig fyrir okkur að þar verði bakarí og kaffihús. Golfvöllurinn verður á sínum stað og aðstaða golfara verður enn við Korpúlfsstaði. Á svæðinu verða Kolonihús eins og þekkist til dæmis í Kaupmannahöfn þar sem fólk getur leigt skika sér til yndisauka. Við Korpúlfsstaði verða einnig matjurtargarðar þar sem fólk úr getur leigt sér garð og ræktað grænmeti til einkaneyslu. Hugmyndin með matjurtargörðunum er sú að fólk úr miðbæ Reykjavíkur eða af öðrum svæðum þar sem ekki er pláss fyrir matjurtargarða geti komið og átt sinn skika.

36


KORPA Í dag er staðsett við Korpu rannsóknarsvæði Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar eru gerðar allskyns tilraunir á ræktun tengd landbúnaði. Okkar hugmyndir fyrir þetta svæði er að opna það almenningi, þar sem við á og auka fræðslu tengda ræktun. Þar geta leik- og grunnskólahópar komið og fræðst en svæðið í dag er frekar falið og ekki margir sem vita af staðsetningu þess eða hvað fer þar fram.

EGILSHÖLL Við sjáum ekki fyrir okkur að þörf sé á því að breyta miklu við Egilshöll. Þar er aðstaða til íþrótta og afþreyinga í hæsta gæðaflokki. Fótbolti, skautasvell, keilusalur, líkamsrækt, kvikmyndahús, tónleikaaðstaða og veitingastaður samankomin í eitt hús teljum við vera fullnægjanlegt og þjónar húsið tilgangi sínum sem félagsmiðstöð hverfanna í Grafarvogi mjög vel. KORPUTORG Korputorg gengur í gegnum róttækar breytingar með hugmyndum okkar. Þar mun núverandi starfsemi víkja fyrir lífhvolfi. Þar fer fram stórtæk framleiðsla og sala á ferskum ávöxtum og kaffi. Við sjáum fyrir okkur að íbúar höfuðborgarsvæðisins munu flykkjast að lífhvolfinu þar sem endastöð lestarinnar nær að Korputorgi. Inn í lífhvolfinu verður sannkölluð frumskógarstemmning með Gibbon öpum, framandi lífverum og jurtum. Tilvalið fyrir fjölskylduna að gera sér glaðan dag og næla sér í ferska ávexti og eða kaffi í leiðinni, enda tekur ferðin úr miðbænum niður að Korputorgi aðeins 15 mínútur. KELDNAHOLT Þar sjáum við fyrir okkur að rísi atvinnuhúsnæði og skrifstofur. Við teljum að með styttri ferðatíma vegna skilvirkari almenningssamgangna sé lítið mál fyrir fólk að sækja sína vinnu að Keldnaholti jafnvel þótt að fólk búi ekki í hverfunum í kring.

KELDUR Þar mun rísa íbúabyggð og er þetta svæði eins og áður hefur komið fram okkar aðal áherslu svæði. Landið er frábærlega staðsett fyrir íbúabyggð í fallegu umhverfi. Þar verður verslun og þjónusta, ný nálgun að kirkjugarði og matjurtargarðar staðsettir í blandaðri íbúabyggð þar sem allir njóta skjóls og sólar. Aðal áherslan er lögð á að íbúar séu úr ólíkum þjóðfélagshópum eldri borgarar, stúdentar og fjölskyldufólk allir saman í fallegu íbúðahverfi á einum allra besta stað í Reykjavík.

37


Íbúðarhús Verslun og þjónusta Götur Göngustígar Svæðið að Keldum var okkar áherslusvæði þar sem við skipulögðum íbúabyggð með 12 áherslupunkta að leiðarljósi.

Reiðstígar Vatn Gróður

38


Íbúabyggð

Sólríkt

Verslun

Sérstakar götur

Þjónusta

Skjólsælt

Kirkjugarður

Matjurtagarðar

Minna húsnæði

Blandaðir hópar

Ofanvatnslausnir

Vistfræði

39


Gata

Reiðstígur

Sérstök gata

Lest

Göngustígur

Lestarstöð

40


Sérstakar götur Innan svæðisins er skilvirkt samgöngunet sem saman stendur af fjölbreyttum leiðum. Bílagötum sem tengjast stærri bílaumferðaræðum. “Sérstakar götur” eins og við kjósum að kalla þær eru þær götur sem eru innan Kelduhverfisins, þessar götur hafa blandaða notkun og engin hefur sérstakan forgang heldur er hugmyndin að bíllinn og gangandi vegfarendur noti veginn í sameiningu. Þetta er gert til að auka öryggi allra sem um götuna ferðast og til að fella hana betur að byggðinni. Göngustíganet liggur um Kelduhverfið og tengir nærliggjandi hverfi saman við okkar hverfi ásamt því að tengjast þeim göngustígum sem eru fyrir á Korpugarða svæðinu. Reiðstígar liggja einnig um hverfið en að okkar mati skapar það sérstaklega skemmtilega stemmningu að hafa hesta í návígi við íbúahverfi. Lestarstöð er staðsett inn í miðju íbúahverfinu þar sem við sjáum fyrir okkur að þjónustukjarninn mun rísa, en lestin sem stoppar við þessa stöð gengur fram og til baka á milli miðbæjar Reykjavíkur og Korputorgs og tekur 15 mínútur að ferðast með henni á milli Korputorgs og miðbæjarins.

Einnig viljum við bjóða upp á bílaleigu og hjólaleigu við þjónustukjarnann í miðju hverfisins. Enda sjáum við fyrir okkur að almennri bílaeign mun fækka með tilkomu öflugra almenningssamgangna. Þá hefur fólk kost á því að leigja bíl í stað þess að eiga bíl og getur þá nýtt þessa bílaleigu til ferða á milli bæjarhluta ef nauðsyn krefur og skilið bílinn eftir við aðra bílaleigu sem staðsett yrði við þjónustukjarna, verslanir, vinnustaði, lestarstöðvar og eða strætóstöðvar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þegar þessi þróun nær fram að ganga mun fækkun á almennri bílaeign leiða til fækkunar bílastæða og þess vegna gerum við ráð fyrir því að bílastæði innan hverfis okkar verði af skornum skammti. Fólk hefur samt sem áður þann möguleika að leggja bílum sínum, í efri byggðinni hefur fólk möguleika á að leggja við sérstöku göturnar og í neðri byggðinni verða bílastæði á völdum stöðum innan hverfisins. Allt er þetta gert til þess að auka val íbúa og losa þá undan þeirri þungu fjárhaglegri byrði að kaupa og reka bíl. Þetta mun draga stórlega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Með því að ganga og hjóla meira en almennt gerist í Reykjavík tengjast íbúar betur nærumhverfi sínu og upplifa náttúruna í mun meiri mæli.

41


Eignaríbúð

Grunnskóli

Leiguíbúð

Verslun og þjónusta

Leikskóli

360 eignaríbúðir 840 leiguíbúðir

42


Verslun Íbúabyggð

Þjónusta

Í Kelduhverfi verða 1200 íbúðir, 30% af þessum íbúðum verða seldar sem eignir eða 360 íbúðir, en 70% af íbúðunum verða til leigu eða 840 íbúðir. Í efri byggðinni verða staðsett raðhús á þremur til fjórum hæðum og í neðri byggðinni verða stakstæð íbúahús allt frá einnar hæðar húsum til þriggja hæða húsa. Tveir leikskólar verða innan hverfisins ásamt þeim er gert ráð fyrir einum grunnskóla. Staðsetning verslunar og þjónustu verður í miðju hverfinu.

Raðhúsalengjur Stærri stakstæð hús

Minni stakstæð hús

43


Blandaðir hópar Minna húsnæði

Skjólmyndun í efri byggð

Skjólmyndun í neðri byggð

44


Skjólsælt Sólríkt

Í hönnunninni á Kelduhverfi lögðum við mikið upp úr því að allir íbúar nytu skjóls og sólar eins og best er á kosið. Við gerðum módel af íbúabyggðinni í skalanum 1:500 og gerðum tilraunir með skjól fyrir vindi með hjálp vindhermis. Þar komumst við að því að til þess að skýla byggðinni fyrir ríkjandi suðaustan-, norðaustan- og austanátt var nauðsynlegt að koma fyrir skjólbelti ofarlega í byggðinni. Einnig þurftum við að láta raðhús í efribyggðinni standa eins þétt saman og mögulegt er til þess að vindur sem sækir að húsunum leiti yfir þau og ekki á milli þeirra með tilheyrandi vindstrengjum. Á milli efri og neðri byggðar er einnig nauðsynlegt að koma fyrir skjólsælum trjám og gróðri. Neðri byggðin er staðsett mjög þétt saman og húsin snúa sitt á hvað til þess að vindurinn brotni auðveldlega og skjólsælt sé innan hverfisins. Allir garðar sem fylgja íbúahúsum snúa mót suðri svo að allir hafi jafnan aðgang að sólarljósi og nauðsynlegum skammti af D-vítamíni.

45


Vistfræði

Við þróuðum gróðurskema til þess að ná fram sem náttúrulegustum gróðri á svæðinu og með þessari aðferð mun umhirðustigið lækka til 20 ára eða þar til gróðurinn getur að mestu leyti séð um sig sjálfur. Aðgerðirnar hefjast með útrýmingu á lúpínu, gróðursetningu birkis, gulvíðis og loðvíðis. Síðar fylgir gróðurstetningu á lyngtorfum og svo staðsetning fuglahúsa til að ná ákveðinni sjálfbærni í gróðurframvindu á 20 ára tímabili. Þessar aðgerðir eru hluti af því meginmarkmiði verkefnisins að stuðla að líffræðilegum fjölbreytileika.

46


KIRKJUGARÐUR Kirkjugarður

www.urnabios.com

Hugmyndin af nýstárlegum kirkjugarði er sú að garðurinn sé ekki eiginlegur garður í þeirri mynd sem við þekkjum kirkjugarða nú til dags. Askan þín verður að tré þar sem fræi verður komið fyrir í öskuhylkinu og hægt verður að gróðursetja hylkið hvar sem er innan hverfisins. Með þessari aðferð stuðlum við að sjálfbærari landnotkun þar sem kirkjugarðurinn verður í raun hluti af hverfinu en er ekki skilgreindur sérstaklega í skipulagstillögunni. Okkar mat er það að þessi leið sé falleg og frambærileg þar sem að sá einstaklingur sem fellur frá verður aftur hluti af umhverfinu og tengingu er aftur náð við jarðlífið.

47


SNIÐ 1 Ofanvatnslausnir

1A

Sólríkt

Vistfræði

Sérstakar götur

Minna húsnæði

1B

1A 1B

48


SNIÐ 2

2A

2B

2A 2B

49


SNIÐ 3

3A

3B

3B 3A

50


SNIÐ 4

4A

4B 4A

4B

51


EFRI BYGGÐ

Í efri byggð Keldna eru fjölbreyttir félagslegir innviðir áberandi þar sem byggðin ýtir undir heilbrigðara samfélag þar sem íbúarnir njóta þeirra lífsgæða sem þar felast.

52


NEÐRI BYGGÐ

Í neðri byggð Keldna undirstrikar byggðin þar mannvæna samfélag sem þar þrífst og íbúarnir njóta þeirra lífsgæða sem felast í að búa í þéttu samfélagi þar sem einstaklingurinn þarf ekki að eyði stærstum hluta af fjármuna sinna í húsnæði og farartæki.

53


54


MARKMIÐUM NÁÐ

Í upphafi spurðum við hvert væri aðdráttarafl svæðisins við hinn enda þróunarássins. Með tillögu okkar höfum við skapað svæði sem inniheldur þá þætti sem þarf til að gera svæðið spennandi líkt og val fyrir einstaklinginn í formi húsnæðis, byggðarforms og samgöngumáta. Byggðin að Keldum nær til breiðs hóps og fullnægir ekki bara þörfum hátekjufólks, heldur allra. Félagslegir innviðir eru áberandi þar sem byggðin ýtir undir heilbrigðara samfélag þar sem íbúarnir njóta þeirra lífsgæða sem þar felast. Með smærri lóðum, þéttari byggð og meiri nánd hafa íbúarnir meiri tækifæri til að hittast og mynda tengsl. Þessi tengsl eru mikilvæg í að skapa heildstætt samfélag og stór hluti af því byggja upp og viðhalda nærþjónustu. Okkur fannst mikilvægt að bjóða uppá byggð þar sem fólk þarf ekki að eyða stórum hluta fjármuna sinna í húsnæði og farartæki. Í því felst gríðarlegur sparnaður og mikil frelsi. Sömu sögu er að segja um stærð húsnæðis þar sem ekki er pláss fyrir stórar búslóðir og samnýting hluta verður meiri milli nágranna.

Við sköpum skilyrði þar sem fólk nær tengingu við umhverfi sitt og umgengst náttúruna í daglegu lífi, hjólandi á leið til vinnu, gangandi með barnið í leikskólann, á spjalli við nágrannann og í þeirri almennri upplifun sem felst í því að búa á svæðinu. Svæðið í heild sinni, Korpugarður, býður upp á aðdráttarafl fyrir íbúa alls höfuðborgarsvæðisins meðal annars með tilkomu lífhvolfsins, kolonigarða og opnun á rannsóknarsvæðinu Korpu. Að ógleymdu þeim fjölmörgu afþreyingarmöguleikum sem eru þar fyrir, líkt og golfvöllurinn, Úlfarsáin og Egilshöllin hafa upp á að bjóða. Það er okkar mat að með þeim tillögum sem hér eru kynntar hafi aðdráttarafl og gæði svæðisins aukist til muna, mönnum og náttúrunni til handa. Verkefnið kemur með skýrar línur fyrir möguleika svæðins til að þróast sem “hinn endinn” á þróunarásnum og sem heild af höfuðborgarsvæðinu.

55


Flóra Íslands, áá. Flóra Íslands. Sótt af vef 24.03’14 á: http://www.floraislands.is

Guðrún Nína Petersen, 2009. Veðurmælingar á Geldinganesi. Veðurstofa Íslands, Reykjavík.

Hagstofa Íslands, 2014. Rýnigögn um íbúafjölda eftir póstnúmerum. Sótt á vef Hagstofunnar þann 14.04’14 á http://hagstofan.is/Hagtolur/Mannfjoldi/Byggdakjarnar,-postnumer,-hverfi Hreggnasi, áá. Úlfarsá, Korpa. Sótt á vef veiðifélagsins Hreggnasa þann 14.03.14 á http:// hreggnasi.is/en/ulfarsa-korpa.html

Jonathan Atteberry, áá. What’s the Earth’s biggest threat to biodiversity? How stuff works. Sótt 22.03’14 á: http://science.howstuffworks.com/environmental/conservation/issues/biggestthreat-to-biodiversity.htm Kristbjörn Egilsson 1999. Náttúrufar með sundum í Reykjavík. Náttúrufræðistofnun Íslands, Reykjavík

Kristín Vala Ragnarsdóttir, 2013. Menntun til sjálfbærni. Háskóli Íslands. Sótt 22.03’14 á: http:// www.google.com/url?sa=t&rct=j&q=&esrc=s&source=web&cd=30&cad=rja&uact=8&ved=0CGs QFjAJOBQ&url=http%3A%2F%2Fwww.uwestfjords.is%2Fskraarsafn%2Fskra%2F328%2F&ei=r ed0U Náttúrufræðistofnun Íslands, áá. Helstu gróðurgerðir. Sótt af vef Náttúrufræðistofnunar Heimild: http://www.ni.is/grodur/grodurfar/Helstugrodurgerdir/

Reykjavíkurborg, 2013. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Sótt á vef Reykjarvíkurborgar þann 12.04’14 á: http://reykjavik.is/thjonusta/adalskipulag-reykjavikur Sameinuðu þjóðirnar, 2012. Sótt af vef Sameinuðu Þjóðanna þann 22.03’14 á: http://www. un.org/apps/news/story.asp?NewsID=45165#.U1Uo8XByQ6g

Veðurstofa Íslands, áá. Er loftslag að breytast? Sótt á vef veðurstofu Íslands 28.03’14 á: http:// www.vedur.is/loftslag/loftslagsbreytingar/breytast

60


Allar myndir sem notaðar eru í skýrslunni eru í eigu höfunda nema annað sé tekið fram.

61


Á ÍSLENZKA DRAUMNUM https://www.youtube.com/watch?v=xH9EtpJZapM

62

Profile for sigurborg_osk

KORPUGARÐUR  

Verkefnið er hluti af meistarnámi í Skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslandi

KORPUGARÐUR  

Verkefnið er hluti af meistarnámi í Skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslandi

Advertisement