Page 1

Baby bene


Ritstjórn Babybeneventi: Atli Arnarsson Baldvin Snær Hlynsson Jara Hilmarsdóttir, gjaldkeri Ronja Mogensen Sigrún Perla Gísladóttir, ritstjóri Styrmir Hrafn Daníelsson

Umbrot og hönnun: Sigrún Perla Gísladóttir

Ljósmyndir: Atli Arnarsson

Prentun: Litróf

Útgáfa og ábyrgð: Benedict

2


3

Kæri MHingur. Við í framboðinu Benedict höfum hug á því að verða næsta ritstjórn hins háttvirta Beneventi. Beneventum er okkur öllum ótrúlega kært og höfum við stórar hugmyndir og drauma um innihald þess. Við eru sex ólíkir einstaklingar með ólík áhugasvið sem við trúum að gætu myndað hin fínustu Beneventumblöð. Við erum mönnuð listrænum ljósmyndurum, málefnalegum pennum, hressum smásagnahöfundum og flinkum photoshoppurum. Saman lofum við ykkur að leggja okkur fram eftir fremsta megni og skapa með blöðunum góða samantekt af skólaárinu og andanum sem þið nemendur kærir getið átt um ókomna tíð. Þetta litla blað er bara örlítið sýnishorn af því sem okkur langar að gera og vonandi sýnir það þér það sem kom skal. Eina sem við þurfum svo þetta allt rætist er þitt atkvæði og þú munt fá góða minningu af komandi skólaári innbundið í þínar hendur. Góðar stundir, Benedict


Atli Arnarsson 29.11.1995

Atli er tónelskur ljósmyndari úr Hlíðunum með fallegan fatasmekk. Hann reynir eftir fremsta megni að klæðast sokkum, nærbuxum og peysu í stíl, en það þykir okkur ágætis merki um mikinn metnað. Þið þekkið hann kannski af brosinu sem þið fenguð þegar þið keyptuð ykkur súpu í þágu góðs málefnis í Sómalíu! Baldvin Snær Hlynsson 15.12.1997

Baldvin er píanóstrákur alla leið frá Vatnsenda. Hann er einn þeirra fáu sem þorðu að stökkva á nýendurvakta tónlistarbraut MH enda mjög hæfileikaríkur strákur á mörgum sviðum. Honum þykir afskaplega vænt um treflana sína sjö en þekkið hann kannski af ljósu lokkunum sem alltaf eru vel greiddir. Jara Hilmarsdóttir 05.01.1995

Jara er kjarnakona af mörkum miðbæjarins. Með sinni blíðu rödd syngur hún með öllum helstu kórum landsins og er því einstaklega skipulögð stúlka. Þið þekkið hana kannski af frábærum störfum sem varaforseti þetta árið og í Pésa árið á undan svo nú er komið að henni að láta ljós sitt skína í „hinu skólablaði MH“.

4


Ronja Mogensen 01.07.1997

Ronja er málefnaleg ung kona úr Laugardalnum. Hún er fagurkeri með ákveðnar skoðanir. Hún er dansari með meiru og er á listdansbraut. Ronja er afbragðs ljósmyndari með góðan smekk á lífinu. Þið þekkið hana kannski af því að hún var í busi í MORFÍs liði MH og rökræddi þar við mann og annan. Sigrún Perla Gísladóttir 15.02.1996

Perla er kýrskýr listagyðja. Hún á ballettferil að baki og leggur stund á fiðlunám. Hún er kvenskörungur mikill og lætur ekki yfir sig ganga. Á fyrsta ári sínu í MH var hún svo heppin að vera valin sem busi í Beneventum og kemur hún því uppfull af reynslu og hugmyndum í þetta framboð. Þið þekkið hana kannski af síða, rauða hárinu sem margar stelpur MH öfunda hana af.

Styrmir Hrafn Daníelsson 29.04.1996

5

Styrmir er einn glaðlyndasti maður sem maður kynnist. Hann er peppkóngur þessa framboðs og alltaf jafn jákvæður. Hann er áhugamaður um kontrabassaleik og skrifar skemmtilegar smásögur. Hann fer á facebook 1x í mánuði og svarar sjaldnast sms-um. Þið þekkið hann kannski af orkumiklu gleðislangri (í stærðfræðitíma).


Myndaþáttur eftir Atla

ENDUR

MEÐ

6


HENDUR

Framhald í næsta blaði

ef við fáum þitt atkvæði..

7

Ð


MEÐMÆLI Högna Jónsdóttir Beneventum ráð sem samanstendur af þessum sex ótrúlega hæfileikaríku og duglegu einstaklingum? Er mig nokkuð að dreyma? Nei í alvöru talað, þegar Ronja sagði mér frá fullskipaða ráðinu þá hreinlega gapti ég. Allt þetta flotta og ólíka fólk sameinað í eitt ráð. Ég gæti ekki beðið um betra ráð. Ég er strax orðin spennt fyrir Beneventum blöðunum þeirra því ég veit að þau munu koma með skemmtilegt, áhugavert og fallegt blað. Auk þess er ég handviss um að þau munu leggja fáránlega mikinn metnað í blaðið. Þess vegna ætla ég að kjósa X-Benedict og ég rétt að vona að þú gerir slíkt hið sama. Tryggvi Björnsson Ég hef gaman af að lesa og rýna vel í snyrtilega fram setta og skemmtilega texta og ber Beneventum af þegar litið er til málgagna framhaldsskólanna hér á landi hvað varðar fagmennsku og fegurð í útliti sem og innihaldi. Ég get með sanni sagt að ég veit að hver einasti meðlimur þessa hóps sem um ræðir býr tvímælalaust yfir þeim töfrum, þeim framkvæmdavilja og því frumkvæði sem þarf til þess að standa sig með einstakri prýði í því fallega starfi sem Beneventum sinnir. Ég ætla að treysta á þann fjölbreytileika sem þessir fjörugu krakkar bera með sér. Ég ætla að treysta á þeirra gleði og gáfur. Ég ætla að treysta á þeirra vit fyrir því besta í bókmenntum. Ég ætla að treysta á Benedict í Beneventum.

8


Sölvi Rögnvaldsson

Beneventum er í senn uppskera mikillar og metnaðarfullrar vinnu og sannkallað listaverk. X-Benedict skortir hvorki hæfileika né sköpunargleði, þar eru meðal annars tónlistarfólk, dansari, ljósmyndarar, tískuspekúlantar svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki leggja þau hart að sér í því sem þau taka sér fyrir hendur. Mér þætti mjög spennandi að sjá afrakstur X-Benedict framboðsins og gef því þeim mín bestu meðmæli.

Móeiður Kristjánsdóttir

9

Beneventum er snilld, ég get ekki orðað það á fagmannlegri hátt! Og ég skal segja ykkur það að ef við kjósum öll X-BENEDICT þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því að Beneventum á næsta ári verði ekki magnað, við þurfum frekar að vera hrædd um að þetta verði allt of flott. Ég meina það er alltof mikill metnaður í þessu liði, þau eru svo dugleg og fyndin og frábær að ég er bara svolítið stressuð yfir hvað þetta verði flott blað! They got it all eins og Ameríkaninn myndi segja, þau kunna að taka myndir, þau eru fyndin, þau kunna að skrifa (villulaust og hratt) og þau eru fáranlega frumleg, þau geta allt! Pant alltaf að mæta í sunnudagsbrunch með þessu fólki þar sem ég fæ greinar beint í æð (og mat). ÉG KÝS X-BENEDICT ÞVÍ ÉG ELSKA BENEVENTUM!


Brot úr Ljóðmæli Beneventi 2003-2004:

Er kvelur þig lífvana lestur og löngun þín athygli brestur, þá eitrast hvert orð og innantómt morð málar skýin. Röðull er sestur. Þú, ofdrykkju áfengisvöðull og allsherjar skáldskaparböðull; þú ættir að ríða til Öskjuhlíða Hross þitt vínið. Festur er söðull. Árni Kristjánsson Jakob Tómas Bullerjahn Birt í Beneventum 38. árg. 1. tbl. 2004

10


STUÐNINGSMANNALISTI Agnes Sólmundsdóttir Alex Jónasson Alexis Garcia Alma Ágústsdóttir Anna Elísabet Sigurðardóttir Antonía Lárusdóttir Apríl Helgudóttir Arnar Már Kristinsson Assa Borg Þórðardóttir Álfgrímur Aðalsteinsson Björk Ingvarsdóttir Emil Gunnarsson Erna Kanema Eygló Káradóttir Eyþór Trausti Jóhannsson Fjóla Gautadóttir Friðgeir Ingi Jónsson Gestur Sveinsson Guðrún Kara Gunnhildur Ýrr Gunnarsdóttir Gylfi Þorsteinn Hinrik Steindórsson Hrefna Björg Gylfadóttir Iðunn Jónsdóttir Ingólfur Gylfason Ísak Hinriksson Jakob van Oosterhout Jóhanna Rakel Jónasdóttir Jónas Þór Rúnarsson Júlía Tómasdóttir

Jökull Smári Jakobsson Karin Sveinsdóttir Kolbeinn Arnarson Kolbeinn Hamíðsson Kristján Steinn Kristjánsson Lárus Jakobsson Leó Augusto Martins Magnea Magnúsdóttir Magnea Óskarsdóttir Margrét Lóa Stefánsdóttir Marína Gerða Bjarnadóttir Marta María Arnarsdóttir Páll Einarsson Ragnhildur Þrastardóttir Rannveig Marta Sarc Rosemarie Huld Tómasdóttir Sigmundur Páll Freysteinsson Signý Jónsdóttir Silfrún Una Guðlaugsdóttir Sindri Dýrason Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir Steinn Helgi Magnússon Steinunn Ólína Hafliðadóttir Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir Sölvi Kolbeinsson Thea Atladóttir Una Hallgrímsdóttir Vera Hjördís Matsdóttir Þorsteinn Óskarsson

Litróf umhverfisvottuð prentsmiðja

11

Sími 563 6000 · litrof@litrof.is · www.litrof.is


benedict Ă­ beneventum

2 01 4 - 2 01 5

BABYBENE  

BENEDICT í BENEVENTUM

BABYBENE  

BENEDICT í BENEVENTUM

Advertisement