Hvolfspegill Upside dome

Page 1

HVOLFSPEGILL UPSIDEDOME


Forsíðumynd: Sigurjón Ólafsson, Lágmynd I (hluti af lágmynd), 1970. Lágmynd úr áli, 40x160x8 cm. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, LSÓ 257. Birt með góðfúslegu leyfi Birgittu Spur. Front Page: Sigurjón Ólafsson, Relief I (detail), 1970. Aluminum relief, 40x160x8 cm. Sigurjón Ólafsson Museum, LSÓ 257. Courtesy of Birgitta Spur.


HVOLFSPEGILL UPSIDEDOME Samstarfsverkefni Listasafns Íslands í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og MA myndlistarnema Listaháskóla Íslands og MA nema Háskóla Íslands í listfræði. Verkefnið er unnið undir stjórn Bryndísar Snæbjörnsdóttir prófessors við Myndlistardeild LHÍ og Hlyns Helgasonar lektors í Listfræðideild HÍ. The project enables MA students in Fine Art at the Icelandic Academy of Art to make an artwork to be exhibited in the Sigurjón Ólafsson Museum in collaboration with student curators at the department of Art History & Theory at the University of Iceland. The project is directed by Bryndís Snæbjörnsdóttir Professor in Fine Art at the Icelandic Art Academy and Hlynur Helgason Lecturer in Art History and Theory at the University of Iceland.

Sýning í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 2. desember - 11. desember 2016 An exhibition at the Sigurjón Ólafsson Museum December 2 - 11 2016



EFNISYFIRLIT

Kynningarorð / Foreword

1

Andreas Brunner

3

Arnar Ómarsson

7

Clara Bro Uerkvitz

11

Einar Örn Benediktsson

15

Florence Lam

19

Guðrún Tara Sveinsdóttir

23

Juliane Noelle Foronda

27

Maija Liisa Björklund

31

Marija Šaboršinaitė

35

Steinunn Önnudóttir

39

Vilde Løwenborg Blom

43

Verkaskrá / List of artworks

47


KYNNINGARORÐ / FOREWORD

Orðið hvolfspegill er sótt úr nýyrðasafni Jónasar Hallgrímssonar (1807-1845) og merkir íhvolfur spegill sem safnar saman ljósgeislum í einn punkt líkt og notaður er í stjörnukíkjum. Orðið hefur einnig verið notað um kúlulagaðan strúktúr ratsjárstöðva (e. radome) en gegnir þá öfugu hlutverki þar sem radargeislarnir sem eiga upptök í einum punkti innan hvelfingarinnar sundrast þaðan út í allar áttir. Hvolfspegillinn getur því virkað í báðar áttir. Titillinn á sýningunni vísar þannig í speglun annars vegar og að snúa hlutunum á hvolf hins vegar. Hann var valinn með það fyrir augum að sýningin myndi hýsa verk ellefu listnema í því rými sem Sigurjón vann verk sín, en þar stendur fyrir sýning verka hans. Sigurjón fór ungur í læri til Einars Jónssonar myndhöggvara, en þar gaf lærimeistarinn aðstoðarmanni sínum leir, endurgjaldslaust, og varð það hinum unga Sigurjóni dýrmæt hvatning til áframhaldandi listsköpunar. Segja má að sú samstarfs-sýning list- og

The title of the exhibition Hvolfspegill derives from a collection of neologisms by Jónas Hallgrímsson (1807-1845) and denotes a concave mirror that collects rays of light into a single point, similar to the mechanism of telescopes. The term has also been used to describe an orb-shaped radome, in which case it serves the opposite function, with radars emanating from a single point inside the dome, bursts into all directions. The upsidedome thus works in both ways. The title alludes to mirroring, on the one hand and, on the other, turning things upside down. This title was chosen with the fact in mind that the exhibition would include eleven art-students in the space where Sigurjón used to work, and where his works are now on display. Sigurjón entered into apprenticeship in the studio of Einar Jónsson (the only working sculptor in Iceland at the time) in his youth. Einar provided him with clay without charge. This


listfræðinema sem stendur nú yfir í gömlu vinnustofu Sigurjóns sé í anda af þess gjörnings að láta af hendi rými og tíma handa unnendum lista. Þannig má útmá kynslóðabil og nágrannar tengjast í samstarfi yfir lengri tíma.

encouraged the young Sigurjón to continue in his artistic endeavor. It could be said that the collaboration between art- and art-theory students, in the space of Sigurjón is in the same spirit. By providing space and time to other art-lovers, the gap between generations gets blurred and neighbors connect through teamwork over an extended period of time.

Sýningarstjórar / Curators



ANDREAS BRUNNER Lucerne

Á undanförnum árum hefur Andreas Brunner skoðað hvernig sameiginleg menningarminni geta veitt möguleika til að túlka og endurskilgreina upplifun okkar á raunveruleikanum og sögunni. Með því að bera saman og raða upp táknrænum minjum sem gætu talist til menningarminna vekja verk hans upp hugmyndir um framtíðarsýn. Það gera þau með því að endurheimta ákveðna þætti fortíðar sem ná að kalla fram hugmyndir um fjölþjóðlega samvitund. Verk Andreasar eiga það til að vera áreynslulaus og bera með sér sérstaka kyrrð sem gæti knúið hugmyndir áhorfandans svo úr myndast ákveðin lykilorð sem mögulega raðast saman í frásögn. Í vídeóinnsetningu sinni vinnur Andreas með leir sem mögulegt ílát, sem myndhverft fley sem flytur með sér minningar og æviverk listamannsins Sigurjóns Ólafssonar. Hugmyndin er sprottin úr endurminningu Sigurjóns þar sem hann segir frá því hvernig hann hóf listnám í kjölfar þess að Einar Jónsson myndhöggvari hafi gefið sér leirklump að gjöf. Endurminningin

For the past few years, a main focus of Andreas Brunner’s work has been on our collective cultural memory and its potential to reinterpret and redefine our perception of our own reality and history. Through the reconnection and juxtaposition of artefacts, coded in terms of our collective cultural memory, his works often evoke a sense of prediction of the future. They do this through recollection of certain aspects from the past, attempting to offer the viewer a trans-national sense of awareness. Andreas’ works tend to carry a sense of effortlessness and internal tranquility, something that generates ideas and implement concepts and keywords for the viewer make up possible buildingblocks of a narrative. In the video-installation on exhibit here Andreas works with clay as a potential container, a vessel and metaphor for the memory and achievements of the artist Sigurjón Ólafsson. The idea for the work has its origins in a chapter in Sigurjón’s biography, where he describes having initially started his artistic education after having been given


um gjöfina er hér orðin hluti af ensdurskapaðri minningu sem birtist í nýju verki, í nýrri minningu. Verkið er vídeóverk í tveimur hlutum sem varpað er á tvo stöpla sem bera verk Sigurjóns Ólafssonar. Í öðrum hluta verksins er leirnum kastað á flötinn þannig að för hans þekja að lokum hlið stöpulsins. Í hinum hlutanum er leirinn hnoðaður með hnúum þar til slóð hans er mörkuð um allan flöt stöpulsins. Andreas vinnur með hugmyndir um að menningararfleið sé heilstætt og símótandi ferli. Út frá þeim hugmyndum er það ekki endanlegt form leirsins sem býr yfir hugmyndafræðinni um látinn listamann heldur er það frekar massi efnisins sem þegar geymir sögu Sigurjóns. Í þessu samhengi má því segja að leirinn er notaður er til að byggja við og varpa ljósi á þann hugmyndafræðilega grunn sem verk Sigurjóns hvíla á, bæði í orði og á borði. Nálgun Andreasar minnir áhorfandann á þá staðreynd að skynjanir, skoðanir og upplifanir eru byggðar á fyrirframgefnum skoðunum með einum eða öðrum hætti. Myndlist hans á það sameiginlegt með annarri hugmyndalist að merking getur verið á reiki án skýrra tenginga. Í verkinu

a chunk of clay as a present from Icelandic sculptor Einar Jónsson. It is a physical “recall” of this memory that manifests itself in the chunk of clay Andreas works with in his performative video-installation. The story is now a part of a recreated memory that has its expression in the new work; a new memory. The installation is made of two matching video-projections onto different pedestals bearing the works of Sigurjón Ólafsson. In one projection a chunk of clay appears to be thrown onto the surface of the pedestal until it becomes covered with traces of clay. The other projection shows a chunk of clay being kneaded and rolled by hand over the surface of the pedestal, leaving traces until the side is covered with imprints. Andreas works with the idea of cultural heritage as a continuous and formative process. In this sense, it is not the final shape of the clay that possesses the ideology of the deceased artist, but rather it is the mass of material that already has the story of Sigurjón embedded inside of it. In this context, one might say that the clay is used to add to and highlight the creation ideological foundation that the works of Sigurjón depend upon, both conceptually and litterally.


Alter má finna nokkuð skýr blæbrigði hugmynda sem þróast eftir því sem áhorfandinn greinir þær ímyndir sem um ræðir. Í kjölfarið má vænta þess að áhorfandinn finni sig knúinn til að fylgja þeim slóða hugmynda sem listamaðurinn býður honum upp á. Ef sú leið er farin getur áhorfandinn vænst þess að geta með skýrum hætti greint samtalið sem á sér stað á milli Andreasar og Sigurjóns Ólafssonar.

The approach of the artist is to remind the viewer of the fact that perceptions, opinions, and experiences are based on previous judgments in one way or another. Andreas’s work shares this with conceptual art in general, the sense that ideas are able to fluctuate without clear connections being necessary. In this particular work some clarity will evolve as the viewer gets to make some sense of the ideas involved. Through this one can hope that the viewer feels compelled to follow the footpath of ideas the artist has to offer. If that occurs, hopefully the viewer will manage to see the clarity of the conversation between the work and the spirit of Sigurjón Ólafsson.

Sigríður Nanna Gunnarsdóttir



ARNAR ÓMARSSON Reykjavík

Arnar Ómarsson titlar sig listamann, forsprakka og könnuð. Eftir að hafa lokið BA-gráðu frá University of Arts í London hefur Arnar starfað við myndlist í Danmörku og á Íslandi. Hann hefur á ferli sínum unnið út frá ólíkum forsendum, yfirleitt byggðum á fjölbreyttri nálgun hugmyndalistar. Forvitni hans og þrá eftir áþreifanlegum raunveruleika og eftir möguleikanum til að skilgreina það „sem er“ gefur honum tækifæri til takast á við hugmyndir að verkum sem eru annað hvort ekki til eða óraunveruleg, eða einfaldlega endurgerðir. Á svipaðan hátt og vísindamaður kortleggur litningaraðir, byggja verkfæri Arnars á aðferðafræðilegum þáttum hinna ólíku svæða tilverunnar. Í myndlist sinni leitast hann við að draga fram það ferli sem kann að dyljast á bakvið tjald sjónarspilsins, þar sem hver aðgerð er eftirlíking raunverulegs kerfis eða fullunninnar afurðar raunveruleikans. Vísindalegar tilfærslur Arnars á náttúrulegum og mennskum atriðum gera honum kleyft að skilja virkni þeirra betur. Á meðan verk hans

Arnar Ómarsson titles himself as an artist, instigator, and explorer. He studied in the University of Arts in London and has since then worked as an artist in Denmark and different locations in Iceland. Arnar has over the years pursued a very diverse practice and has an extensive career working as a conceptual artist. His curiosity and further craving for a more tangible actuality and an attempt to form a definition of “what is” allows him to reflect upon the idea of work as either non-existence or mere reproduction. Just as a scientist has to work methodologically in order to analyse a DNA-sequence, Arnar’s methodological tools materialise in work made up of segments from different categorical realms. Arnar’s work enacts the process of simulation, where every operation is an imitation of a real system or an already existing product of reality. A scientific modelling of natural or human systems enables him to gain further insight into their functionality. At the same time the space his work creates exposes the unnaturalness of


skapa sér sess í rýminu, draga þau fram hið ónáttúrulega í hinu stafræna og bjóða áhorfendum upp á persónulegan könnunarleiðangur um raðbrigði, tilbúning og allt það sem ólíkt er náttúrulegum ferlum. Arnar heillast af hinu stafræna þar sem endurvinnsla þyngdarafls og náttúrulögmála er unninn inn í tómarúm, án hliðstæðu í raunveruleikanum. Raðbrigði er hugmyndafræðilegt verk sem vekur forvitni um það að kanna nýjar slóðir. Í verkinu rannsakar Arnar rýmið sem verður til á milli stafræns og hliðræns hversdagsleika, þar sem hann leggur sérstaka áherslu á „hið forritaða“ í samhengi mannfræðilegs náttúrukóða. Sem könnuður varpar Arnar ljósi á ólíka staði og ólíka miðlun og ber þau atriði saman við samhljóm og óendanleika fjölföldunar. Í verkinu Raðbrigði leitast Arnar við að greina það rými sem verður til mitt á milli sýndar- og raunveruleika, líkt og það væri sniðmengi tveggja hringja.

the digital and allows the audience to pursue a personal exploration of a recombinant, artificially made and therefore different from the creation made by natural processes. Arnar is fascinated by the digital, where gravitation and the natural laws can be reproduced in the void, but do not really exist as in nature. Arnar’s work examines the space between the digital and non-digital in everyday life, focusing especially on the idea of “the programmed”. In this process he adopts an anthropological mindset, when he explores the everyday and the natural of coded entities. As an explorer his efforts are an attempt to expose different places and different media in contrast with ideas of harmony and infinite reproduction. Recombinant is a conceptual piece of work that invokes curiosity and adventurous feelings for further research towards any selected investigation. Recombinant tries to address the antithesis of the natural and non-natural in a neutral way, in order to try to wake up the observer and remind him of the fact that perception is personal and that “reality” is what one accepts as true.

Hildur Margrétardóttir Rúrí Sigríðardóttir Kommata




Clara Bro Uerkvitz Odense

„Á göngum mínum um hálendið verður mér það ljóst af hvaða efni ég er komin.“

“When I am walking in mountains it becomes very clear what I am made of.”

Clara Bro Uerkvitz fléttar saman andstæðum krafts og viðkvæmni í notkun sinni á myndmáli sínu sem leiðir spurnir að því hvernig upplifun okkar af náttúrunni sé háttað. Við eigum það til að skynja öfgar náttúrunnar sem andstæða póla, ekki síst hér á Íslandi þar sem andstæður fara oft öfganna á milli en tilheyra samt sem áður samverkandi kerfi. Clara hefur fengist við ólíka miðla í listsköpun sinni en lengst af hefur landslag í málverki og teikningu verið henni mikilvægur vettvangur til að takast á við þá umhverfisvá sem steðjar að heiminum í dag.

Clara Bro Uerkvitz highlights in her work the contrasts of power and frailty in our natural environment, which brings into question how we experience nature and our relationship to it. The contrasts of nature may seem incompatible, particularly in Iceland where they frequently appear in the most extreme form but these seemingly opposing elements are nevertheless an integral part of a unified system. For Clara, who has previously worked with performance and various media, landscape painting continues to be a critical way to respond to the environmental crisis of today.

Fagurfræðileg upplifun af náttúru hefur tapað vægi sínu jöfnum skrefum frá því á 19. öld. Huglægt gildi landslags hefur mátt sín lítils andspænis efnahagslegum sjónarmiðum. Samhliða þessari þróun komu fram yfirlýsingar um „dauða fegurðarinnar“ í myndlist 20. aldar. Nú virðist sem fagurfræðin sé að ganga í endurnýjun lífdaga, bæði í myndlist sem og í almennri

Aesthetic appreciation of nature gradually became less significant from the turn of the 19th century. The subjective value of landscape lost ground to an economic viewpoint. Parallel to this line of thought in the field of art in the 20th century, came declarations of „death of beauty“. Now aesthetics seem to be gaining some ground


náttúruupplifun, sem að hluta má skýra með aukinni meðvitund fólks um mikilvægi umhverfismála. Í fínlegum verkum Clöru líkt og Sylvestris er það fagurfræðin sem bjargar okkur frá drungalegri framtíðarsýn. Við erum beðin um að íhuga þá valmöguleika sem við stöndum frammi fyrir og hvað gæti hugsanlega áunnist ef sjónarhorninu yrði örlítið hnikað til. Í framhaldi af landslagsverkum sínum hefur Clara að undanförnu tileinkað sér vefnað og jurtalitun þar sem hún gerir tilraunir með náttúrleg litarefni af ólíkum uppruna, meðal annars úr þangi og steinmulningi. Efniviður náttúrunnar tengist tilteknum stað og persónulegri sögu sem á sér jafnframt víðtækari samsvörun. Laugarnestangi er einn þeirra staða á Íslandi sem Clara hefur sótt sér innblástur til. Hvönnin í Sylvestris er harðger planta sem er algeng á þessum litla landskika í útjaðri borgarinnar. Hvönnin hefur verið ræktuð hér á landi allt frá landnámi, en auk þess að vera notuð sem matjurt var hún eftirsótt fyrir lækningarmátt sinn. Samkvæmt þjóðtrúnni var það heillamerki að strá hvönn réttsælis umhverfis híbýli manna en tilgangurinn var jafnframt sá að varna illum vættum inngöngu. Á sumrin vex plantan í þykkum og skjólsælum runnum en á haustin visna stönglar og blöð á

as a general appreciation of nature as well as in the arts, which is connected in part to increased environmental awareness. In Clara’s more delicate works, such as Sylvestris, it is the aesthetic appeal that rescues us from a dystopic view of the future by asking us to consider what could be gained by a minor shift in perspective. As a continuation of her painting practice, she has started to utilise plant dying and weaving methodically, in addition to experimenting with pigments made from natural resources such as seaweed and ground rock. The source of her working materials connects them to a specific place and a personal story, which expands the scope of the work in general. During her stay in Iceland, Clara has been drawn to specific sites such as Laugarnestangi, where she has observed the environment in this natural patch in the outskirts of Reykjavík city and translated her experience into a series of artworks. The angelica in Sylvestris is a plant that is common to Laugarnestangi. It is best known for its tough nature and potency as a medical herb and has been cultivated in Iceland since the settlement. According to popular belief it is a good luck charm that can be used to ward off evil foes, by spreading it in a clockwise circle


meðan rætur og fræ leggjast í dvala neðanjarðar yfir veturinn. Í Sylvestris stendur nákvæm blýantsteikning á máluðum bakgrunni til vitnis um hring árstíðanna þar sem líf og hrörnun helst í hendur. Við sjáum aðeins daufa endurómun af sterkbyggðri plöntunni á meðan fræin fá meira vægi þar sem ævi þeirra er rétt að hefjast. Með því að losa málverkið úr viðjum blindrammans dregur Clara fram efniskennd málarastrigans. Leit hennar að jafnvægi andstæðuþátta sem birtist í túlkun hennar á viðfangsefninu finnur sér þannig samsvörun í meðförum efnisins þar sem undirlag og málverk fá jöfn hlutskipti. Í ofna verkinu kristallast sú tvenndarhugsun sem einkennir ekki aðeins upplifun okkar af náttúru og menningu heldur einnig listina sjálfa þar sem kvenlegur textíll hefur gjarnan verið settur skör lægra en karllægir frumkraftar málverksins. Vefurinn tekur á sig táknræna merkingu þar sem ólíkir þræðir vinna saman og mynda heild.

around ones abode. During the summer it grows in thick sheltering bushes, in winter the stalks wither while its roots and seeds go dormant underground. in Sylvestris, the detailed pencil drawing on the painted surface are a reminder of the seasonal cycle of growth and decay, making a vague impression of the plant‘s sturdy frame while the seeds are given more prominence, suggesting the vigour of the next generation. By liberating her paintings from confines of the stretcher Clara draws attention to the materiality of the canvas itself. Her subject matter accentuates the attempt to balance the opposites of culture and nature, this being mirrored as a reference to gender politics where feminine textiles engage painting as a more masculine form of expression. This is explored in the weave where the different threads of warp and weft work together to create a unified object.

Sigrún Halla Ásgeirsdóttir



EINAR ÖRN BENEDIKTSSON Reykjavík

Tveir fuglar sitja á kletti; bárurnar hamra á brúnum bjargsins. Stormurinn er ógnvekjandi, það er eitthvað á seyði í háloftunum. Annar fuglinn virðist búa yfir reynslu frá fornum og goðsögulegum tíma. Hann hvíslar óþekktar og dularfullar yrðingar í eyru þeirra sem ætlað er að hlusta, dýpri og rammari en stormurinn. Þeirra sem hlutu náðargáfuna, endrum og sinnum, þeirra sem fæddust þegar saga mannkyns brast og hamfarakenndur sköpunarkraftur leystist úr læðingi líkt og skapandi eldar logandi vítis eða algleymi nautna sannrar Paradísar. Hann hvíslar enn. Mannkynið sá hann fyrir sér í hugskoti sínu í hinsta sinn, stígandi á svið framúrstefnunnar. Sumarið 1953, á milli letterista og bragðdaufrar rökhyggju þeirra, er hinir útvöldu upphöfðust að þungamiðju Situationismans. Annar andófsmaður valdboðunar. Sigurjón var þeirra á meðal. Hinn fuglinn rannsakar af forvitni sinn eigin guðdóm og helgileika. Bergnuminn, en sjálfsöruggur líkt og hver annar örn. Hann ætti ekki þekkja tungumálið sem hann heyrir

Two birds are sitting on a cliff, the waves are crashing on the edge of the cliffs. The wind is terrifying, there is something happening in the skies. One bird appears to be endowed with knowledge from ancient and mythological times. He whispers unknown and mysterious phrases to those who are meant to listen, deeper and stronger than the wind. Those that have been given the gift from time to time, those that were born when the history of mankind cracked to open with creative apocalypses that were like fire from burning hell or the euphorical hedonisms of true Paradise. He keeps on whispering. Man envisioned him the last time, walking on avant-garde stages. In the summer of 1953, in-between the letterists and their bland intellectualism. when the chosen ones became elevated to the centre of the situationists. Another antiauthoritarian artist. Sigurjón was there as well. The other one, curiously explores his deity and divinity. Entertained by the glory, attracted by its conviction. Mesmerized, but confident as every


en gerir það samt. Hann veit að sá sem hvíslar boðaði hann á þennan fund. Hann veit hann er sá útvaldi. Hann beið eins og hermaður allan þennan tíma eftir Stormfuglinum. Með byltingarkenndum hætti minnir Einar Örn okkur á að það er engin sérstök hugmyndafræði, aðeins að það er ekkert á bak við óhlutbundið algildi og tálsýnir, rétt eins og hann hefur ítrekað gert á ferli sínum sem listamaður hljóðs og hugmynda. Gjörningurinn er eigin staðfesting hugsjóna hans. Mynd-hverfingin og raunveruleikinn. Hann er helgisiður. Verk Einars Arnar er gild og mótsagnarkennd hugmynd um samskipti. Verkið er í reynd andóf gegn sjónarspilinu, þar sem hann er sjálfskipaður málamiðlari. Verkið samanstendur af gleri og plexígleri sem búið er að þekja með ósjálfráðum og kvikum línum, teiknuðum með akrýl filt penna. Hann er að hripa niður hvíslið sem berst frá verki Sigurjóns, Stormfuglinum. Einar Örn er hefur aðgang að æðri vitneskju sem Stormfuglinn reynir að færa mannkyninu, hlæjandi að því hversu áhrifaríkri harðstjórn tálsýnarinnar er. Þetta er leikur. Hvort sem verk Einars kalla fram persónulega trú eður ei, þá sýna þau fram á að yfir okkur býr æðri vitund sem vinnur

other örn (e. eagle). He should not know the language he hears, but he does. He knows that the whisperer has summoned him to his meeting. He always did. He knows that he is the chosen one. He has awaited the Storm Petrel as a warrior, all this time. In a revolutionary way, Einar Örn, as he has done many times throughout his extended career as a sound and conceptual artist, reminds us that there is no specific ideology, only abstract universality and illusions. The performance is a signature of his beliefs. It is a statement of the enmirrored connection between the two. The metaphorical and the real. It is a ritual. Einar Örn’s work of art is a legitimate self-contradictory concept of communication. In it he counteracts with the spectacle, as the chosen mediator. The work is made up of glass and plexiglass covered with an instant and spontaneous drawing made with acrylic felt tip pens. He is notating the whispers from Sigurjón’s work, the Storm Petrel. Einar Örn has access to the higher knowledge that the Storm Petrel is attempting to equip mankind with, laughing at the effective dictatorship of illusion. It is an act. Whether or not it invokes personal beliefs, the work of Einar


skemmdaverk á hugmyndafræði einræðisins. Hann notar málverkið sem táknmynd fyrir möguleika samskipta þess augljósa og ó-augljósa.

Örn illustrates that there is a higher consciousness above us, vandalising authoritarian ideologies. He uses his drawings to symbolize the possible communication of the obvious and the non-obvious.

Hildur Margrétardóttir Rúrí Sigríðardóttir Kommata



FLORENCE LAM Hong Kong

“Ég hlusta á efnið og leyfi því að segja það sem það vill segja”

“I listen to my materials and let them say what they have to say.”

Verk Florence Lam vekja upp forvitni og furðu þegar hversdagslegir hlutir eru settir í nýtt samhengi eða fá nýtt hlutverk. Í list sinni rannsakar hún hvernig persónulegt og sameiginlegt minni tengist tiltrú og skynreynslu. Í verkum hennar blandast hið varanlega og hið hverfula. Meðhöndlun hennar snýr fremur að því að ýta undir eiginleika efnisins fremur en að umbreyta því og þátttaka áhorfenda er mikilvægur liður í merkingarsköpun verkanna. Nálgun hennar setur spurningamerki við höfundarétt listamannsins; er hann einn að verki eða verður listaverk aðeins til í samvinnu þess sem skapar, því sem skapað er úr og þess sem tekur við því?

An element of curiosity and pure wonder is evoked by the works of Florence Lam, who investigates how personal and collective memories interact with our senses and beliefs. Notions of mind and matter meet and cross by her simultaneous use of durable and transient materials that she partially manipulates or leaves for others to investigate. Her means of approaching art questions the myth of artistic autonomy, suggesting instead that the meaning and creation of art derives from the interaction between the artist, material and audience.

Í aðferðum Florencar má greina áhrif frá Flúxus hreyfingunni sem spratt fram í byrjun sjöunda áratugarins og lagði áherslu á að lífið sjálft gæti orðið viðfang listarinnar. Hugmyndafræði Flúxus einkennir til að mynda þátttökuverk Yoko Ono, sem ganga út frá því að allir geti verið listamenn.

In her working methods Florence is influenced by the Fluxus movement that came to the fore at the beginning of the sixties with its emphasis on life itself as an artistic practice. The ideology of Fluxus is apparent in the participatory works of Yoko Ono where everyone can become the artist. Florence’s conceptual performances and installations explore the whole definition of art by maintaining a


Gjörningar og innsetningar Florencar sem eiga rætur að rekja til hugmyndalistarinnar lýsa ennfremur viðleitni til endurskilgreiningar á listhlutnum þar sem rými og efniskennd kemur fram á annan hátt en við eigum að venjast. Hljóðinnsetning tekur á sig þrívíða mynd þegar hljóði er beint um rýmið og við skynjum uppsprettu þess sem ekki er til staðar — ímyndað líf. Það er þetta sem gerist í Minnisvarða um köttinn Loka, en titillinn vísar í samnefndan skúlptúr eftir Sigurjón Ólafsson og þá sögu sem býr að baki því verki. Loki var Sigurjóni og fjölskyldu hans kær og fékk að fara frjáls allra ferða á tanganum. Vinnustofa Sigurjóns sem nú hýsir aðalsal listasafnsins, var þó einn fárra staða sem Loka var meinaður aðgangur að. Sem tákn um virðingu sína fyrir hinum ferfætta félaga, reisti Sigurjón honum minnisvarða sem svipar mjög til sköpulags kattar og en minnir einnig um margt á gestaþraut eða ævintýralegan kattaleikturn. Í hljóðinnsetningu Florencar er síðasta vígi Loka fallið. Hann malar ánægjulega og trítlar um salinn sem hann fékk aldrei leyfi til að kanna og virðist vera dágóður með sig. Fagurfræði hversdagsins er sterkur þráður í verkum Florencar. Hversdagslegur atburður eins og

sculptural quality usually prescribed to objects. A sound installation becomes three-dimensional when sound is directed around a room and the presence of its source is felt but not seen, creating an illusion of life. This occurs in her present work, In the Memory of the Cat Loki, that she names after a sculpture by Sigurjón Ólafson in reference to the story behind that particular artwork. Loki was a beloved family pet in the Ólafson’s household, but was strictly kept from entering the sculptor’s studio, which now serves as the main hall of the museum. Loki’s memory is honoured in an assemblage dedicated to him by Sigurjón Ólafsson that takes on some attributes of a cat’s physique while simultaneously resembling a wooden mind game or even a cat’s play tower. In Florence’s sound installation, Loki’s spirit roams the forbidden grounds of the museum’s grand hall. We listen the content purring of Loki, who seems almost smug in his trespassing and the gentle tap of his paws while investigating his master’s restricted domain. The subject of everyday aesthetics has a strong resonance in Florence’s work. An ordinary event such as hearing the sound of a cat purring


mal í ketti eða létt fótatak hans getur framkallað persónulegar minningar og tilfinningar. Fagurfræði hversdagsins tekur tillit til til samhengis hluta og staða, virkni hluta og afstöðu þess sem upplifir hana. Florence spinnur nýja frásögn í kring um viðfangsefni sín með því að færa þau inn í nýtt samhengi en leyfa þó upprunalegri merkingu þeirra að skína í gegn. Áhorfendur fá þannig tækifæri til að upplifa venjubundin fyrirbæri á nýjan hátt.

and its pitter-patter of tiny feet can evoke fond feelings for some, or even recall personal memories in other cases. Everyday aesthetics is defined by its relationship to the appropriate place of things, function and the perspective of the receiver. Florence creates a new narrative for the subject matter by referencing the known meaning through a different context, giving the audience a fresh experience of otherwise familiar subjects.

Séu hlutir færðir úr stað, getur óvenjulegt samhengi gefið þeim annað sjónarhorn sem ýmist nær að breyta hugarástandi og dýpka reynslu okkar eða er álitið óviðeigandi og því hafnað með öllu. Nærvera Loka getur virst tvíbent en í hljóðunum felast sterk tengsl við þá leikgleði sem einkennir samskeytingar Sigurjóns og titla verka hans. Það er tilfinning sem erfitt er að henda reiður á og sleppur undan skilgreiningum orða, það má kannski kalla hana sjötta skilningarvitið — ef nokkuð.

Things out of place is an example of such unusual juxtapositions where we either gain greater appreciation by seeing them from a different perspective and state of mind or we might reject the notion altogether. The ‘presence’ of Loki might be ambivalent, but there is also a strong sense of bond between the playfulness of the sounds and the assemblages of Sigurjón and their quirky titles. It is a feeling that bypasses the realm of words, call it the sixth sense — if anything at all.

Sigrún Halla Ásgeirsdóttir



GUÐRÚN TARA SVEINSDÓTTIR Reykjavík

„Fangi hugans. Ólga, togstreita, réttlætiskennd, depurð, sársauki, þráhyggja, strit, ástríða, auðmýkt, uppljómun.“

„A captive of the mind. Turmoil, sense of equity, sadness, feeling conflicted, going through travail, blessed with enlightenment, expansion of the horizon. Ever dispersed…“

Ástand heimsins, óréttlæti, mismunur, umhyggja um velferð dýra, náttúran, móðurást, femínismi og tilfinningar eru allt stef sem sjá má í verkum Guðrúnar Töru og hefur hún oft velt fyrir sér stöðu sinni sem aktívisti. Hún tekst á við áleitin málefni sem tengjast andlegri upplifun á sammannlegum tilfinningum. Í verkunum sínum vinnur Guðrún Tara aðalega með gjörninga og skúlptúra til að miðla hugmyndum sínum.

The state of the world, injustice, inequality, concern for the welfare of animals, nature, maternal love, feminism and emotions, are recurring themes in the works of Guðrún Tara, who has often explored her area as an activist. Her works deal with poignant subject matters related to spiritual experience and feelings. She delivers her art primarily through performances and sculptures.

Gjörningurinn The woman in the house, varpar ljósi á sýn Guðrúnar Töru á konur í gegnum skáldskap og túlkun. Hún skáldar inn í fast form reynslu og sögu, þannig verður form gjörningsins marglaga vísun til kvenna og þeirra persónulega lífs. Í verkinu ímyndar hún sér Laugarnesið og fólkið sem hér 
bjó, hugmyndir þeirra sem lifðu og hrærðust í myndlistarumhverfinu á þeim tíma tanginn festi sig í sessi sem staður listamanna. Tengsl Guðrúnar Töru

The performance of Guðrún Tara, The woman in the house, reflects her view of women through her interpretation and her poetry. Her researched is presented in a complex performance about the women, their private lives and that of their contemporaries. She makes a connection to them through her experience of their passion for life. In a subtle and honest way she shows how life and art is intertwined with reality. Guðrún Tara puts herself


við staðbundna ímynd kvenna birtist í túlkun hennar á þeirra lífi; á viðkvæman, hráan og heiðarlegan hátt sýnir hún hvernig líf og list samtvinnast raunveruleikanum. Hún setur sig í spor hinnar konunnar, með einlægni að vopni; í þessu augnabliki skín ástin, ástin á lífinu og listinni. Í gjörningnum miðlar hún upplifun sinni og skoðun, þannig vottar hún þeim konum sem ruddu veginn virðingu sína. Guðrún Tara gerir tilraunir til að miðla því hvernig tilfinningar birtast á mismunandi hátt út frá því hvernig konur hafa oft þurft að gefa list sína upp á bátinn í kjölfar barneigna. Hún skoðar arfleið kvenna í íslenskri myndlist með því að setja sjálfan sig í samhengi sem íslenska myndlistarkonu sem starfar nú á tímum. Með því að vekja upp andrúmsloft Laugarnessins á sjónrænt fallegan hátt veltir hún því fyrir sér hvernig líf og fjör fylgdi staðnum; þeirri draumsýn um veruleika þar sem myndlist var raunveruleg og úr varð lifandi safn sem konan í húsinu mæðraði. „Vægi þess sem þú veist, en getur ekki látið uppi, af því sem þú finnur, en verður að leyna.“ „Ein í þokukenndum óbyggðum. Ein með alla þá ást sem þú átt til að gefa.“

in the shoes of the other woman, armed with sincerity, in the moment love shines, a love for life and art. In the performance she deals with her research and honours the women in art. She examines how emotions appear in different ways, and how women have had to give up their art-practice when they established a family. She deals with the legacy of past Icelandic women artist by putting them in the context of a contemporary Icelandic female artist. By availing herself of the atmosphere in Laugarnes, she shows the life and merriment teemed in Laugarnes in a visually appealing way. The performance gives a brief look into a past reality where art was real and resulted in a living museum, nurtured by the woman of the house. „The weight of what you know, but can not show, of what you feel, but have to conceal.“ „Alone on the misty moor. Alone with all the love she has to give.“ In the performance she projects a video onto a curtain, while the musician Ingunn Huld Sævarsdóttir plays the piano. It is a harvest feast with living music, singing, recitals and video, held in honour of the


Í gjörningnum varpar hún vídeóupptöku á tjald og flytur tónlist í félagi við píanóleik tónlistarkonunnar Ingunni Huld Sævarsdóttur. Með lifandi tónlist, söng, upplestri og vídeói verður til uppskeruhátíð sem heiðrar konurnar sem ruddu veginn, þeirra arfleið og fórnir.

women who cleared the road, their legacy and their sacrifices.

Svana Björg Ólafsdóttir



JULIANE FORONDA Toronto

Þú færð yfirleitt einungis að taka minningu um listaverk með þér, hugsanir þínar og tilfinningu um það. Juliane Foronda sýnir hér verkið traces, sem vísar bæði í teikningu og rými. Gesturinn fær að taka hluta þess með sér heim sem tímabundið húðflúr. Form húðflúranna eru tilvísanir í rýmið sjálft; línur á gólfinu, form glugga og svo framvegis. Þeir eru rannsóknir litar og lögunar forma í rýminu. Með þessum hætti fær áhorfandinn að taka hluta rýmisins með sér heim, hafa rýmisskipti á þeim. Um leið og tveir hlutir eru settir saman og fá nafn geta þeir öðlast vægi sem listaverk. Heimur Juliane er þrívíður á dýpri hátt en hjá mörgum öðrum. Hún byrjaði listnám sitt í málaradeild en meðhöndlaði efniviðinn ávalt sem væri hann þrívíður hlutur en ekki myndflötur. Sólarljós og veggir ekki síður en innsetningin sjálf, allt verður Juliane hráefni í samsetningum hennar og umhverfisstúdíum; þó verk hennar séu samklipp í tvívíðu fer hún með þau sem þrívíð verk. Viðbrögð Juliane við Sigurjóni

You usually get to take away the memory of an artwork, thoughts about it and the feeling of it. Juliane Foronda presents traces, where she uses temporary tattoos to explore the feeling of a space. She derives the shapes of them from the museum itself: lines on the floor, shapes of the windows, shadows on the wall, and so on. The ephemeral nature of the work allows the viewer to take a piece of the space to print onto themselves, but just for a moment. Even though they appear flat, they have a sense of three dimensionality about them. Once two objects are placed together and are given a name, they can achieve recognition as an artwork. Juliane’s world has a deeper perspective than many other’s through her studies in the play of materials. Her work is concerned with when a thing becomes something and if it can exist in this space forever. She employs spatial and architectural elements, such as sunlight, walls, as well as the objects themselves; for her they become tools and materials to navigate through this notion.


Ólafssyni, vinnustofu hans og umhverfi á Laugarnestanga, koma fyrst og fremst fram í arkitektúr vinnustofu hans sem nú þjónar sem sýningarsalur. Samtal hluta, hrás byggingarefnis, náttúrulegrar birtu og tilfinningu rýmisins, er hennar efniviður. Verk hennar eru minimaliskar stúdíur á umhverfinu og hinu stutta núi, hinu tímabundna ástandi sem birtist hverju sinni. Verk Juliane eru lágstemmd en hafa samt mikil áhrif á umhverfið. Þau ríma vel inn í kenningar þýska heimspekingsins Edmunds Husserl (1859-1938) um fyrirbærafræði. Hann fjallaði um reynsluna sjálfa út frá fyrstu persónu og hvernig vitund hvers og eins upplifir ólík fyrirbæri svo sem hluti, reynslu og viðburði. Juliane vill að áhorfandinn upplifi verk hennar fremur en að taka eftir þeim. Hugmyndir Juliane hafa tekið á sig nokkur form í ferli undanfarinna vikna. Fyrstu hugmyndirnar voru að festa lágstemmdar viðbætur við þakið úti fyrir gluggum á efri hæð eða inni í neðri salnum. Eitthvað sem gestir hefðu séð, nú eða misst af, það skipti ekki meginmáli. Þá kom fram hugmynd þar sem hún vildi fjalla um umhverfið, sjóndeildarhringinn og fjöllin. Hún ákvað að teikna eina bláa línu utan á húsið með vatnsleysanlegum lit. Hún sá fyrir

Juliane’s response to Sigurjón Ólafsson lies in the architecture of the studio and the environment at Laugarnestangi. Her works are a making of a conversation between building materials, natural light, and the sense of space. Her work is very minimal, but at the same time responds to the environment and the current show, the temporary condition that appears in every moment. Juliane´s work is often subtle but still has a great impact on the environment. It harmonises well with the phenomenology of German philosopher Edmund Husserl (1859-1938), which is about phenomena that appear through acts of consciousness. He talked about the experience itself from the perspective of the first person; how each individual experiences phenomena in a different way dependent on their own point of view. Juliane’s work are to be experienced rather than noticed. Her process in deciding what she wanted to exhibit was somewhat a rocky path. Juliane’s prior ideas were to fix subtle sculptural interventions to the interior or exterior of the house. She also proposed the idea of drawing a blue line around the outside of the building with watersoluble colour to reference the


sér að þessi lína yrði jafnvel horfin í rigningu þau dægur sem sýningin stendur, ekki allir sæju sama verkið og það myndi breytast yfir sýningartímann. Ekki fékkst leyfi fyrir framkvæmd þessara hugmynda, þær voru of mikið inngrip í húsnæðið. Verkið sem hér lítur dagsins ljós er áframhald af fyrri hugmyndum hennar. Gestum gefst kostur á að taka með sér hluta rýmisins sem tímabundið húðflúr á húð sér. Í stað þess að upplifa breytingar í rýminu hefur gesturinn val um að taka hluta rýmisins með sér á húð sinni ef þeir svo kjósa.

nature of the surroundings, the horizon line, and the mountain range. Not everyone would see the same work, for it would change over the exhibition; the rain would gradually wash it away. Or perhaps people would not have noticed the work altogether. None of these ideas were approved, they were too much of an intervention with the premises of the museum building. The work Juliane exhibits here is a continuation of these studies of space; the guests of the exhibition can take a piece of it with them. If the work is saved, it acts as a memento. If used, it becomes a performative act when placed onto the skin, though it lasts for only a moment.

Anna Leif Elídóttir



MAIJA LIISA BJÖRKLUND Tromsø

Menningarheimar og samfélög manna standa skamma stund í víðu samhengi tímans. Stofnanir okkar, eins og söfn, miða að því að varðveita og sýna gildi okkar og hluti sem eru gerðir til að endast. Hér eru verk Sigurjóns sett á stöpla, sem eru tákn um stöðugleika og tíma. Súlan sem við sjáum hér minnir á stöplana á safninu, en hún er úr pappír, viðkvæm og hana á einungis að sýna í stuttan tíma. Hún vekur þá tilfinningu að hún gæti fallið hvenær sem er (þó hún sé fest við fötu fylltri steinum). Það vekur upp spurningar: Hvað stenst tímans tönn? Hvað gefur hlutum gildi?

Human societies and civilisations are temporary in the wider scope of time. Our institutions, like the museum, aim to preserve and display our objects and values, intended to last. In the museum the works of Sigurjón are put on pedestals, a symbol of stability and timelessness. So is the column, but the one we see here, is made of paper, fragile and intended for display only briefly. It gives the impression that it could fall at any time (although it is mounted to a bucket filled with rocks). It begs the question: What is timeless? What has value?

Maija Liisa hefur unnið verk með blandaðri tækni, en undanfarið einbeitt sér að því að teikna. Hún vinnur oft með teikningu sem er opin fyrir mismunandi möguleika og túlkun, teikningu sem er í því ferli að verða rými eða vettvangur þar sem eitthvað óvænt er að gerast eða gæti mögulega gerst. Hún endurspeglar hvernig við túlkum orð og myndir og muninn á milli. Við finnum í verkum hennar tilfinningu án frásagnar.

In the past Maija Liisa has worked with mixed media, but lately concentrated on drawing. She frequently works with drawings that are open to different possibilities, drawings that are in the process of becoming, a space where the unexpected is about to happen or could happen. She reflects on how we interpret words and images and the difference between the two and we find in her works emotions without narration. The work on display here in a sense relates to

Verkið Tími tengist bæði teikningum


og skúlptúr þar sem hún sýnir pappírsrúllu sem alla jafna er ætluð til teikninga en kallast hér á við skúlptúra Sigurjóns í þrívídd sinni, standandi á miðju gólfi. Verkið er ekki teikning, pappírinn er aðeins hráefni í skúlptúr. Hin þrívíða súla vísar í arkitektúrinn, eins og leikmunur í rými, hún verður að einhverju umfangsmeira en einungis súlu. Helsti kostur efnisins sem hún notar er hvernig það verður stöðugt við það að standa svona upprúllað. Holrými, hellar og óhugnaður sem erfitt er að festa hendur á eru eins og rauður þráður í gegn um verk Maiju Liisu. Holrýmið getur vísað til óhugnaðar. Það á ágætlega við hér, því verk Sigurjóns í rýminu hafa líka ákveðna þætti sem ógna, svo sem gadda, nagla og teina. Súlunni, sem augljóslega er hol að innan, er hér ætlað að tákna hvað allt er háð tíma og hverfult, jafnvel brothætt. Allt það manngerða, svo sem arkitektúr og menning, verður hér að sviðsmynd, eins og í leikhúsi. Verk hennar tengist frekar líkamlegri reynslu en sjónrænni og hefur frásögn án þess að vera myndskreytt. Hol súlan getur þannig skoðast sem sjálfgert rými; hægt er að skoða hana frá öllum hliðum. Súlan er líka að sjálfsögðu tilvísun í grískar súlur, aldagamlar, sem minna okkur á hve íslensk listasaga er stutt,

both the sculptural and the twodimensional and generates an interplay with the heavy materiality of the works of Sigurjón. The work of Maija Liisa in this context is less about drawing and rather about the paper itself as a material. It is more about the sculptural and visual asset of the column, how in that setting it becomes something else and more—one can experience it as an architectural prop in the space. Hollow spaces and caves are a recurring theme in Maija Liisa’s work. Hollow spaces can be unsettling, which is fitting, since unsettling elements abound in Sigurjón’s works, such as spikes, nails and skewers. The obvious hollowness of the column raises uncomfortable questions about the inevitable temporality of everything we see around us. The human world, our architecture and culture as a fragile theatre set. Maija Liisa’s work deals with bodily experience to a greater extent than visual experience and has a narration that appears without being directly illustrated. The empty spaces can thus be seen topographically, that is, one can not only look into them, but also onto them. The way in which the pillar resembles the Greek columns of course also reminds us of how recent Icelandic art history


miðað við þá alþjóðlegu. En kannski þarf ekki alltaf að vera að bera það saman.

is compared to its international counterpart—but is the latter any more worthy or “stable”—in a wider timeframe?

Anna Leif Elídóttir



MARIJA ŠABORŠINAITĖ Vilnius

Marija Šaboršinaitė er nemandi á öðru ári í MA-námi við ljósmyndaog fjöllistadeild Listaakademíunnar í Vilníus. Hún er í skiptinámi við LHÍ þessa önn. Verk hennar samanstanda jafnan af ljósmyndum og texta. Myndirnar eru ýmist fundnar eða hennar eigin. Myndir Mariju vekja upp þekkingarfræðilegar spurningar um ljósmyndun, hvers konar upplýsingar eru varðveittar í ljósmynd og hvernig við skynjum þessar upplýsingar almennt. Fólk á það til að líta á þessar upplýsingar sem góðar og gildar einungis sökum þess að miðill þeirra er ljósmynd. Verk Mariju vekja efa um þessa trúgirni. Myndir hennar fást við hið óvænta, þær óútskýranlegu leiðir sem hugurinn nýtir til að mynda tengingar og fjölbreytni skynjunar. Verkið á þessari sýningu, Reimagining, tengist óbeint langtímarannsóknar Mariju sem staðið hefur í tvö ár og á sér stað á skurðpunkti fyrirbærafræðar og ljósmyndunar. Athuganir hennar byggja að hluta til á leit í ljósmyndagagnabönkum og

Marija Šaboršinaitė is a student in her second year of her MA-studies at the Photography and Media Art department at the Vilnius Academy of the Arts. She is an exchange student at LHI, for this semester. Her work consists mainly of photographs, both her own and found images, that she presents with accompanying text. Marija’s images bring to mind epistemological questions about photography, what kind of information is stored in a photograph and how this information is perceived in general. People tend to take this information at face value simply because it is presented in photographic form. The rationality or justification of this belief is called into question when confronted with Marija’s artwork. Her images concern themselves with the unexpected, even inexplicable, ways our minds make connections and the diversity of perception. The present work, Reimagening, was made especially for this venue and is related only indirectly to Marija’s research, ongoing for two years


-söfnum sem geyma vísindalegar ljósmyndir. Efirgrennslan af þessu tagi krefst oftar en ekki að slegin séu inn leitarorð sem leiða til spurninga sem tengjast sambandi tungumáls og mynda, nokkuð sem á tíðum virðist nokkuð handahófskennt. Aðrir safnavettvangar sem koma við sögu í stúdíu Mariju eru lista- og bókasöfn, arkívur og myndasöfn (ágætt dæmi er geymsla Listasafn Íslands þar sem meðfylgjandi ljósmynd var tekin). Verk hennar lyfta gjarnan blæjunni af huldum eða fáförnum stöðum. Áhuginn á því lítt þekkta og hluda eða hvarvetna að finna í verkum hennar, þar sem hún leitast við að beina sjónum okkar að því sem samfélagið telur að sé úr sér gengið og vill ekki halda lengur halda á lofti. Þessari þverfaglega nálgun Mariju fylgir jafnan texti, sem bætir öðru lagi við þegar margrætt svið ljósmyndunar.

now, which is an enquiry on the intersection between photography and phenomenology. It is to some extent based on photographic databases and collections of scientific photographs. Mining these archives in some cases requires typing in key-words or searchphrases that yield certain results, raising questions of the often arbitrary relationship between language and images. Other archival sites for her work include museums, libraries, and archives (a case in point is the Iceland’s National Gallery Archive where the adjoining photograph was taken). In short, her work lifts the veil to hidden, or invisible, places. It is permeated by a sense of fascination for the obscure, as it aims to point our attention to information or imagery that our society deems obsolete and not worthwhile retaining. She favours an interdisciplinary approach, presenting her images in conjunction with text. The text is not meant to explicate or define, but rather adds another layer to imagery that is already multi-layered.

Þrándur Þórarinsson




STEINUNN ÖNNUDÓTTIR Reykjavík

Í verkum Steinunnar er það tengingin á milli efnis og hugsunar sem er henni hugleikin. Hvað felst í merkingu hluta, áferða, lita og forma? Hvernig sprettur persónuleg tjáning og túlkun fram í ólíkri notkun áferða og efna? Hver er hin efnislega orsök hlutarins, eða íhugun um hið áþreifanlega og hinn ytri veruleika samþættum hinu óútskýrða? Að þar sé eitthvað gegnheillt að finna, rétt utan seilingar efnisheims okkar, forvitni, draugar, hjátrú, galdrar og dulspeki. Í Mausoleum fangar Steinunn upplifun sína af Listasafni Sigurjóns Ólafssonar sem var stofnað af Birgittu Spur ekkju listamannsins. Heiti verksins er skírskotun í þann veruleika að listamaðurinn sé liðinn. Eftir stendur listasafnið, umvafið anda listamannsins, sem mikilfenglegt grafhýsi. Spor Sigurjóns sjást hvarvetna, hlutar af sál hans eru varðveittir í hinum ýmsu efnum og formum innan veggja safnsins. Steinunn veltir því fyrir sér, hvort listaverk Sigurjóns liggi á milli þess að vera eigur eða leifar hans: „Hvað verður um verkin, standa þau eftir sem minnisvarðar um mann

It is evident in Steinunn’s works that she emphatically involved with the dualism between mind and matter. What is the significance of objects, texture, colour and form? How does her personal expression and interpretation emerge from different textures and use of materials? What is the material cause of object? How does physical external reality intertwine with the unfathomable? Where can you find something tangible, barely out of reach of our physical universe, inquisitition, spirits, superstition, sorcery, and mysticism. Mausoleum captures Steinunn’s experience of the Sigurjón Ólafsson Museum and to the fact that the artist has died. The Museum remains, imbued by the spirit of the artist, as a magnificent mausoleum, which was founded by Birgitta Spur the artist´s widow. Traces of Sigurjón can be felt throughout, as pieces of his soul that reside in the various materials inside. Steinunn’s reflections deal with issues such as where Sigurjón’s art lies: is it property or is it his remains? The big questions she asks are: “What


sem var og liðna tíð?“ „Á forsendum hvers og hversu ríka kröfu má gera til þess að slíkum leifum sé haldið til haga? “„Verður það um ókomna tíð og hverjir eru það sem fá að gera slíkar kröfur?“ Hverfulleikinn er umlykjandi í Mausoleum; yfirbreiðslur verkanna gefa mjög sterkt til kynna að listamaðurinn sé fallinn frá. Þær þjóna þó ákveðnu hlutverki umfram allt annað í augum Steinunnar, hlutverki varðveislu. Þá vekja þær upp hugmyndir um safnið; tilgang, ábyrgð og skuldbindingu þess um forvörslu verka. Skúlptúrar Sigurjóns undir yfirbreiðslunum mynda óræða umgerð sem má líkja við líkamsform en einnig vekja yfirbreiðslurnar forvitni: hvað er hulið og afhverju? Í fyrirúmi er hárbeitt íhugun Steinunnar um listaverk sem eru falin í geymslum og tilveru listar, sem ekki er hægt að njóta; hvort allt sé þá unnið fyrir gýg. Í aðalrými listasafnsins var áður vinnustofa Sigurjóns, þar sem hann vann öll verk sín í höndunum; þar féll efnið sem var umfram og hefur verið sópað upp. Steinunn gerir verkið The making of úr fægiskóflu og sóp og gerir nýtt verk úr þeim í sínu upprunalegu formi. Þannig skoðar hún hvar skilin liggja á milli skúlptúrs og málverks. Fægiskóflan sem málverk, fæst að forminu til við

happens to the pieces, do they stand as a memorial of a man that was and things that have passed?” “Who is responsible and how far can you go in demanding the preservation of the art?” “Will that be left forever and who can make such claims?” A sense of evanescence infiltrates the Mausoleum; the coverings over the art strongly remind one that the artist is no longer. But in Steinunn’s mind it has a significant function, that of preservation. The coverings evoke ideas about the museum, its purpose, responsibility, and commitment to the conservation of the artworks. Sigurjón’s sculptures that have been covered suggest something comparable to the human form but also raises curiosity: what is hidden and why? Above it all lie Steinunn’s reflections on artworks that have been hidden in storagespaces and about the meaning of art that people can’t see; whether in the end it is all for nothing. The old studio of Sigurjón, where he made all of his sculptures by hand, is now the the main hall of the museum, and all the excess material that fell to the floor has been swept away. In the work the making of Steinunn takes a readymade, a broom and a dustpan to be specific, and remakes it in its original form. Thus examining the


málverkið sem vídd og það hvort að hlutur geti verið annaðhvort eða hvort hann fái að vera bæði. Það varpar rómantísku ljósi á almenna merkingu þessa nytjahlutar. Rammar hann inn í hversdagsleika sínum, opnar fyrir skírskotanir í þær athafnir sem fylgja hlutnum, tilgang þeirra og hver gerði þær. Verkið The making of fjallar líka um sýningarrýmið og þá umbreytingu sem á sér stað þegar því er breytt úr nytjarými listamannsins yfir í hið heilaga og óræða sýningarými listaverka. Það fjallar um viðkvæmt jafnvægi sem þarf að viðhalda svo gestir öðlist trú á verkunum og geti upplifað þau í heild sinni, þegar þeir rjúfa þessar brothættu aðstæður með tilvist sinni á staðnum. Ennfremur notar verkið aðferð frásagnar til að tjá umbreytinguna frá ólíkum aðstæðum, við sköpun verka annars vegar yfir í framsetningu þeirra hins vegar og þær aðgerðir sem þurfa að eiga sér stað í þeirri umbreytingu. Steinunn segir: „The making of er verk fyrir Birgittu sem skapaði heim utan um listamanninn og veitir okkur aðgengi að honum.“

distinction between sculpture and painting. The dustpan as a painting, deals in form with painting as a dimension, and weather an object can simultaneously be a painting and not. The work sheds a romantic light on the significance of this commonplace tool, and frames it in its mundaneness. The work opens up possibilities of references to certain acts that go along with an object, the significance of these acts, and to the people who performed them. The making of also deals with the exhibition space, and the alteration that takes place when a studio is adopted into a museum, a sacred place where art is exhibited. It deals with the delicate balance that must be maintained so that the guest believe in the works and experience their total force. Furthermore the work uses the method of narration to express the conversion from a different situation, from creating a work, on the one hand, to exhibiting them, on the other, and the necessary steps that must be taken for the conversion to succeed. Steinunn says: “The making of is a work for Birgitta who created a world around the artist and allows us to access it.”

Svana Björg Ólafsdóttir



VILDE LØWENBORG BLOM Oslo

Vilde L. Blom vinnur með höggmyndalist, innsetningar og gjörninga. Áhugasvið hennar liggur í efni og áferð ásamt nytsemi ólíkra efna sem við neytum dagsdaglega, svo sem sælgætis. Gjörningar hennar felast gjarnan í því að rannsaka umbreytingar þessara efna og hvernig þau virka í mismunandi magni. Aðferðir hennar byggja á því að búa til reiðinnar ósköp af brjóstsykri, með skírskotun til hörmulegra áhrifa sem geta hlotist af ofáti þess. Á sama tíma kannar Vilde á listrænan hátt aðferðir við brjóstsykursgerð. Aðferðum hennar í gjörningum sínum svipar til vinnuaðferða efnafræðinga þegar hún blandar saman ólíkum efnum við gerð síðustu freistingarinnar. Vilde sýður saman sykur og glúkósa við vatn og edik í stórum potti og blandar í lausnina bragðefnum og rauðum lit. Rauði liturinn er eftirlætis litur hennar á sælgæti, en minnir hana einnig á hold. Rauður vekur ólíkar þrár í huga hennar, sér í lagi í tengslum við ferlið í kringum að borða. Vilde hefur rannsakað ferli brjóstsykursgerðar og tekið eftir

Vilde Løwenborg Blom works with sculpture, installation and performance. Her main interest lies in the materiality and utility of diverse materials that we consume in our everyday lives, such as sweets. In her performances, she explores the various forms that these materials can take, while also experimenting with varying amounts. One of her methods deals with working with a great amount of sweets, in reference to the catastrophic effects that can result from their over-consumption. These also explore the methods used for the production of candy. In her performances, Vilde works like a chemist, combining different materials in order to produce the final work. She boils sugar, water, glucose, and vinegar together in a large saucepan, then mixes in flavouring and red food colouring. She explores this process in order to captivate the physicality of making the sweets. Red is her favourite colour of candy, but it is also reminiscent of flesh. Red invokes different cravings in the mind and the body, especially as it relates to the act of eating. Vilde has done much research into


að mikið magn af brjóstsykri líkist höggmynd á meðan á framleiðslunni stendur. Verk hennar á þessari sýningu er bæði í senn, gjörningur og höggmynd, þar sem ferlið snýst um brjóstsykur, umbreytingu lítilvægra og saklausra hráefna yfir í stærðarinnar sykurhlunk, sem eins og ófreskja heltekur skapara sinn. Hugmyndir hennar eiga rætur sínar að rekja til fjölmiðla sem hrella fólk í sífellu með fréttum af „skaðsemi sykurs“. Það er á þeim grunni sem Vilde kannar brjóstsykurinn, ólíka fagurfræði hans og líkamlega efniskennd. Brjóstsykurinn líkamnast og getur þá ýmist orðið hluti af mannslíkamanum eða einskonar vírus sem fer inn í líkamann og sýkir hann. Gjörningurinn birtir okkur ferlið við brjóstsykursframleiðslu á myndrænan hátt, í stað þess að sýna endalega afurð. Brjóssykursöngullinn og brjósstykkurshlunkurinn sem einskonar höggmynd skipta meginmáli í ferlinu. Vilde bregður ýmist á leik eða leggst til atlögu við bræddan efniviðinn þegar hún hnoðar því saman. Aðferðin fæðir af sér höggmynd sem ekkert er hægt að nefna annað en ógeð. Þetta felur í sér blöndu þess sem heillar og veldur óbeit á sama tíma, nokkuð sem er að sönnu gróteskt. Vilde lætur heillast af skrifum

the process of candy-making and has noticed that big amounts of hard candy look like sculptures while they are in process of being formed. Her work for this exhibition is both performative and sculptural. She will be working with transforming candy from small and innocent materials to a large mass of sugar that consumes its creator like a monster. Taking cues from “the dangers of sugar”, Vilde will explore the different aesthetics of it as a material and its physicality as a body. It references the human body or a kind of viral intrusion, in terms of biology. The performance creates an object representing the final process of sweet-making. The candy hook and the mass of candy as a sculpture are of great importance in the process. Vilde interacts physically with the melted sugar, in an examination of the physical differences of the material, its possible repulsion, but most definitely its relation to herself. She will simultaneously be playing with and fighting against the candy, and the resulting sugar sculpture will be born only to be named abject. The combination of attraction and aversion in this is grotesque. Attracted by the way Julia Kristeva writes on abjection and eating, Vilde explores the physicality of her body and its interaction with an excessive


Juliu Kristevu um ógeð og át. Hún rannsakar efniskennd líkama síns í samspili við yfirgengilegt magn brjóstsykurs. Þetta leiðir á vissan hátt til fyrirlitningar, fyrirlitingar á matnum þegar listamaðurinn skoðar yfirborð brjóstsykursins ítarlega. Áhorfandinn gæti fundið fyrir ógleðistilfinningu við að sjá hendur listamannsins leika um sælgætisdeigið. Ólík skynfæri áhorfandans eru virkjuð við það að vera vitni að gjörningnum, nokkuð sem kann að leiða til hryllings vegna þess að áhrifin eru í reynd skelfileg. Þetta á sér stað vegna þess að gjörningurinn er endurómum af líffræðilegri aðgreiningu manns frá öðrum í frumbernsku, nokkuð sem stundum getur virkað sætlega en getur um leið verið afar skaðlegt.

amount of candy. It is in a way a loathing; a loathing of food that the artist observes on the surface. Her hands play with the dough in a way that might be nauseating for the viewers. It is the different senses that are being invoked in terms of the performance that may horrify the audience when they realise that its effect is appalling. The individual experiences the result of the physical separation from the other. Even though sometimes it can be sweet, it can at the same time be ever so harmful, but most of all it is personal.

Hildur Margrétardóttir Rúrí Sigríðardóttir Kommata


VERKASKRÁ / LIST OF ARTWORKS

Andreas Brunner, Alter, 2016. Vídeóinnsetning / Video installation. Arnar Ómarsson, Recombinant / Raðbrigði, 2016. Innsetning, blönduð tækni / Installation, mixed media. Clara Bro Uerkvitz, Sylvestris (The truth is in the name), 2016. Strigi, akrýl, þarasýróp, blýantur, steinn, hvannarstilkar / canvas, acrylic paint, seaweed syrup, pencil, stone, Angelica stem, cotton thread. Sylvestris (Hvönnlopi), 2016. Ofið úr íslenskri ull litaðri með hvönn, hvönn, bómullarþráður / Woven Icelandic Wool dyed with Angelica, Angelica stem, cotton thread. Einar Örn Benediktsson, Stormfuglinn hvíslar / The Storm Petrel whispers, 2016. Akrýl filt penni á gler og plexigler / Acrylic Felt Tip Pen on glass and plexiglass, 88cm x 183cm. Florence Lam, Minnisvarði um köttinn Loka / In the Memory of the Cat Loki, 2016. Hljóðinnsetning / Sound installation. Guðrún Tara Sveinsdóttir, The woman in the house, 2016. Gjörningur / Performance.


Juliane Foronda, traces (of the window, the roof, the ceiling, the ground, the banister, the outside, the light), 2016. Skyndihúðflúr á pappír / Temporary tattoos. Maija Liisa Björklund, Timeless, 2016. Upprúllaður pappír / Paper column, 250 x 30 x 30 cm. Marija Šaboršinaitė, Reimagining. 2016. Ljósmynd og texti / Photograph and text, 58,8x 20,4 cm. Steinunn Önnudóttir, Mausoleum. 2016. Innsetning: bómullarlök, léreft, snæri, merkimiðar / Installation: cotton sheets, string, labels. The making of, 2016. Skúlptúr-málverk: Fægiskófla og sópur / Sculpture-painting: broom and a dustpan. Vilde Løwenborg Blom, Þegar dropar af sýrópi mynda harða og stökka þræði í köldu vatni / When drops of syrup form hard brittle threads in cold water, 2016. Gjörningur og innsetning með sælgætiskrók / Performance and installation with a candy hook.


Sýningarstjórn / Curators Anna Leif Elídóttir Hildur Margrétardóttir Rúrí Sigríðardóttir Kommata Svana Björg Ólafsdóttir Sigríður Nanna Gunnarsdóttir Sigrún Halla Ásgeirsdóttir Þrándur Þórarinsson Ritsjórn / Editor Hlynur Helgason Textar og þýðing / Texts and translation Sýningarstjórn / curators Ljósmyndir frá listamönnum / Photography from artists bls./p. 3, 7, 11, 15, 19, 23, 27, 31, 35, 39, 43. Umbrot / Layout Sigrún Halla Ásgeirsdóttir Prentun / Print Hvíta Örkin Þakkir / Thanks Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Birgitta Spur, Geirfinnur Jónsson, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Hlynur Helgason, Sindri Leifsson, Listasafn Íslands, Listaháskóli Íslands, Háskóli Íslands og styrktaraðilar. Textar / Texts © Höfundar / Authors Forsíðumynd / Front page © Birgitta Spur ISBN 978-9935-24-120-7


Sérstakar þakkir fá eftirtaldir aðilar fyrir veittan stuðning:

Listaháskóli Íslands Loftmyndir ehf. Lýsi hf. Myndform ehf.


LISTAMENN / ARTISTS Andreas Brunner Arnar Ómarsson Clara Bro Uerkvitz Einar Örn Benediktsson Florence Lam Guðrún Tara Sveinsdóttir Juliane Noelle Foronda Maija Liisa Björklund Marija Šaboršinaitė Steinunn Önnudóttir Vilde Løwenborg Blom