Page 1

Uppskriftir og ljóð Margrétar og Hjartar

Sigríður Guðnadóttir


Margrét Bjarnfríður Þorsteinsdóttir og Hjörtur Sigurður Jóhannsson

Laugaskarðslíf

2


Uppskriftir og ljóð Margrétar og Hjartar

Sigríður Guðnadóttir

3


© Sigríður Guðnadóttir, 2014 © Myndir: Sigríður Guðnadóttir, Óskar Guðmundsson og Halldór Sigurðsson

Myndataka: Sigríður Guðnadóttir og Óskar Guðmundsson Fjölskyldumyndir: Halldór Sigurðsson og fleiri Hönnun og útlit: Sigríður Guðnadóttir Letur á meginmáli: Chaparral Pro 12 pt Prentun:

Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hjóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda.

Laugaskarðslíf

4


Efnisyfirlit Inngangur��������������������������������������������������������������������� 7 Formáli������������������������������������������������������������������������� 8 Borðsiðir��������������������������������������������������������������������� 10 Húsráð������������������������������������������������������������������������12 Uppskriftir�����������������������������������������������������������������13 Súkkulaðismákökur������������������������������������������������������������� 14 Hálfmánar����������������������������������������������������������������������������15 Uppáhaldsterta Halldórs�����������������������������������������������������16 Heimilisfriður����������������������������������������������������������������������19 Fiskigratín með rækjusósu��������������������������������������������������21 Rækjusósa�����������������������������������������������������������������������������21 Hassí�������������������������������������������������������������������������������������22 Snjóbúðingur, eftirlæti Hjartar�������������������������������������������24 Appelsínudesert�������������������������������������������������������������������25

Hjartarljóð������������������������������������������������������������������ 26 Afmæliskveðja til Möggu ����������������������������������������������������27 Magga fertug������������������������������������������������������������������������28

5


Karlmenn vantar������������������������������������������������������������������ 29 Hugleiðingar eftir mexíkanskan kirkjusöng���������������������� 30 Árstíðaóður��������������������������������������������������������������������������� 31 Eldur í Eyjum������������������������������������������������������������������������ 32 Fyrri hluti ársins 1979��������������������������������������������������������� 33 Raunir bóndans á rosasumri����������������������������������������������� 34 Álfaborgir����������������������������������������������������������������������������� 35 Hestavísur���������������������������������������������������������������������������� 36 Lipurtá���������������������������������������������������������������������������������� 37 Seifur������������������������������������������������������������������������������������� 37 Afmælisljóð�������������������������������������������������������������������������� 38 Laxinn����������������������������������������������������������������������������������� 39 Ester þrítug��������������������������������������������������������������������������� 43 Þorsteinn 25 ára�������������������������������������������������������������������44 Jóhanna Margrét fimm ára������������������������������������������������� 47 Jóhanna aðeins eldri������������������������������������������������������������ 47 Kolur Erilsson����������������������������������������������������������������������� 48 Hugleiðingar um veður�������������������������������������������������������� 49 Mögguljóð���������������������������������������������������������������������������������� 50 Í hestaleiðangri��������������������������������������������������������������������� 51 Kosningar����������������������������������������������������������������������������� 51 Afmælisljóð�������������������������������������������������������������������������� 52

Laugaskarðslíf

6


Inngangur Í haust byrjaði ég í tveggja ára diplómanámi í margmiðlunarhönnun við Borgarholtsskóla í Reykjavík. Lokaverkefni seinni önnina var að búa til bók tilbúna til prentunar eftir eigin höfði. Ég spurði Ester Hjartardóttur, vinkonu mína, hvort ég mætti nota í bókina ljóð eftir föður hennar Hjört S. Jóhannsson, gamlar uppskriftir frá móður hennar Margréti B. Þorsteinsdóttur og gamlar myndir úr lífi fjölskyldunnar í Laugaskarði í Hveragerði. Hún varð glöð við bón minni og lét mig fá ljóð, uppskriftir og myndir. Um páskana fór ég með fjölskyldunni í Stykkishólm og sá mér leik á borði að prófa uppskriftirnar hennar Margrétar og taka myndir til að setja í bókina. Fjölskyldan sýndi mikla þolinmæði þegar myndatakan fór fram, því hún fékk ekki að borða fyrr en henni var lokið. Ég vil þakka henni fyrir að aðstoða, hvetja og umbera mig. Myndirnar í bókinni, fyrir utan þær sem fylgja uppskriftunum, eru skannaðar úr myndaalbúmum þeirra hjóna Esterar Hjartardóttur og Halldórs Sigurðssonar. Ég vil þakka þeim fyrir að leggja til efnið í bókina. Þorlákshöfn, í maí 2014 Sigríður Guðnadóttir

7


Formáli Laugaskarð er staðsett á fallegum stað í fallegum bæ, Hveragerði. Laugaskarð er nafn á sundlaug staðarins en Laugaskarð er líka nafn á íbúðarhúsi sem stendur fyrir ofan sundlaugina. Það íbúðarhús byggðu foreldrar mínir árið 1954. Í Laugaskarði var oftast líf og fjör. Að sundlauginni kom mikið af gestum sem tóku ástfóstri við staðinn og eyddu þar mörgum stundum. Foreldrar mínir urðu vinir þessa fólks enda unnu þau við sundlaugina í tugi ára. Margir kíktu við heima og margir urðu heimagangar. Í Laugaskarði var oft glatt á hjalla og mikið hlegið. Þegar fjölskyldan var saman komin vildu allir hafa orðið og sá náði orðinu sem talaði hæst. Makar okkar systkina urðu yfirleitt hissa þegar þeir urðu fyrst vitni að orðaskiptunum en gerðu sér þó fljótlega grein fyrir því að þrátt fyrir hávaða var engin óvinátta í gangi og enginn erfði neitt ósamkomulag við neinn. Mamma var mjög myndarleg húsmóðir og bæði hún og pabbi voru góðir gestgjafar. Þeir voru ófáir ættingjar og gamlir vinir og nemendur pabba sem komu í Laugaskarð og þáðu kaffi og eitthvað gott með.

Laugaskarðslíf

8


Pabbi og mamma voru ákaflega félagslynd og voru oft hrókar alls fagnaðar í þeim félögum sem þau voru í. Pabbi kastaði iðulega fram vísu þannig að eftir var tekið og þegar var farið að skoða gamla pappíra í Laugaskarði, þegar þau voru bæði látin, kom í ljós að mamma hafði líka samið vísur. Margar góðar minningar eru tengdar Laugaskarði. Oft var talað um Laugaskarðssysturnar og hrökkvum við Jóhanna ennþá í kút þegar við heyrum það en Laugaskarðssysturnar núna eru þrjár dætur Þorsteins bróður og Ernu sem keyptu íbúðarhúsið í Laugaskarði og búa þar, okkur systrum til ómældrar gleði. Áfram er glatt á hjalla í Laugaskarði og áfram getum við tekið þátt í fjörinu þar þrátt fyrir að foreldrar okkar séu báðir látnir. Takk fyrir Þorsteinn og Erna, það er mjög notalegt að heimsækja ykkur þar. Í þessari bók eru ýmis minningabrot úr uppvexti okkar systkina sem vonandi reynist ykkur skemmtilesning og einnig fróðleikur fyrir alla okkar afkomendur. Ester Hjartardóttir

9


Borðsiðir • Komið ætíð hrein og snyrtilega klædd til máltíða. Mætið stundvíslega og setjist ekki á undan foreldrum ykkar eða húsbændum. • Sitjið rétt og hæfilega langt frá borðinu og hafið fæturna við stólinn, leggið handleggina ekki á borðið. • Takið ekki of mikið af fatinu í einu og ekki eingöngu það sem ykkur finnst gott eða bestu bitana. • Skiljið ekkert eftir. • Takið hóflega af eftirmat og öðrum réttum sem ekki eru ætlaðir til að borða sig sadda af, jafnvel þó ykkur falli ekki sá réttur sem fram er borinn eða þið þekkið ekki. Prófið allt — takið lítið í einu. • Matist eins hljóðlega og hægt er og tyggið með lokuðum munni.

Laugaskarðslíf

10


• Ekki má blása á matinn til að kæla hann og ekki taka diskinn upp með hendinni. • Súpan er borðuð úr hlið skeiðarinnar en grauturinn úr henni beinni. • Sötrið ekki. • Látið hnífinn aldrei upp í ykkur. Notið gaffalinn til að taka út úr ykkur bein og annað og látið á diskbarminn. • Talið ekki með munninn fullan af mat. • Bannað er að teygja sig yfir borðið eða sessunautinn. Biðjið um að ykkur sé rétt það sem þið óskið eftir.

11


Húsráð • Ef skórnir þínir verða blautir skaltu troða þá út með dagblaðapappír og þurrka síðan við hægan hita. Berðu á þá áburð um leið og þeir eru orðnir þurrir. • Mundu þegar þú hreinsar hvíta skó, einkum barnaskó að þvo líka reimarnar. • Þegar þú raðar diskum eftir uppþvott, raðaðu þeim þá eftir stærð. Þannig muntu síður brjóta þá. • Það er hægt að sjóða sprungið egg ef það er nuddað vel með salti áður en því er stungið í vatnið. • Málningarslettum er hægt að ná af gluggum með volgu ediki.

Laugaskarðslíf

12


Uppskriftir Hér eru nokkrar uppskriftir sem fylgt hafa fjölskyldunni í Laugaskarði í gegnum tíðina.

13


Súkkulaðismákökur 200 g hveiti 100 g kókósmjöl 1 /4 tsk hjartarsalt 200 g smjörlíki 125 g sykur 3 tsk kakó Vanilludropar 1 egg

Laugaskarðslíf

14

Hveitinu og hjartarsaltinu sáldrað í skál og smjörlíkið mulið saman við. Þar í er blandað sykri, kókósmjöli og kakói. Vanilludropar látnir út í. Deigið hnoðað með egginu þar til það er jafnt. Rúllað í lengjur sem skornar eru í jafna bita. Hver biti er hnoðaður á milli handanna í kúlur, sem gott er að dýfa ofan í sykur með söxuðum möndlum. Bakað við jafnan hita.


Hálfmánar 250 g hveiti 190 g sykur 75 g smjörlíki 2 msk rjómi 1 /2 tsk kanill 2 egg 1 /2 tsk kardimommur 1 /2 tsk hjartarsalt

Hveiti og lyftidufti sáldrað saman, kanill og hjartarsalt sett í. Smjörlíkið er mulið í, sykrinum bætt saman við. Vætt í með eggi (og jafnvel koníaki). Hnoðað fljótt saman og kælt. Flatt út og tekið undan glasi. Sulta sett á hverja köku, hún síðan klemmd tvöföld saman með gaffli. Smurð með eggi eða mjólk. Bakað við 200 gráður.

15


Uppáhaldsterta Halldórs 1 bolli sykur 3 egg 1 bolli hveiti 1 tsk lyftiduft 1 bolli brytjað súkkulaði 1 bolli saxaðar hnetur Rjómi

Laugaskarðslíf

16

Sykur og egg hrært vel saman. Þurrefnunum blandað saman við með sleif. Sett í 2 tertuform og bakað við 175 gráður í um það bil 20 mín. Þeyttur rjómi með súkkulaðispæni settur á milli botnanna og þeyttur rjómi ofan á. Hægt er að blanda bönunum í rjómann eða jarðarberjum.


17


Laugaskarðslíf

18


Heimilisfriður 1 bolli bráðið smjör 1 bolli sykur 1 bolli hveiti 1 bolli haframjöl 1 bolli brytjaðar döðlur 1 tsk lyftiduft 1 egg vanilludropar

Öllu blandað saman í skál. Bakað í einni köku við 170­-180 gráður. Þessi kaka er mjög góð með þeyttum rjóma.

19


Laugaskarðslíf

20


Fiskigratín með rækjusósu 300-500 g fiskur 75 g smjörlíki 75 g hveiti 2 ½ dl mjólk Múskat Salt og pipar 3 egg

Smjörið brætt og hveitið sett út í. Þynnt út með volgri mjólkinni. Kryddað með múskati, salti og pipar og látið kólna. Eggin skilin og hvíturnar þeyttar. Rauðunum hrært saman við og þá hvítunum. Gratínform smurt og þar í er sett sósa, síðan fiskur og aftur sósa. Gott að setja rasp yfir. Bakað í 175 gráðu heitum ofni í u.þ.b. 30 mín.

Rækjusósa 125 g rækjur 25 g smjör 2 msk hveiti 4 dl fiskisoð 2 msk tómatsósa 1 msk sítrónusafi Salt og pipar

Sósan bökuð upp og krydd og rækjur settar í.

21


Hassí 4 - 500 g kjöt, soðið 1 laukur, skorinn í bita 4-500 g kartöflur, soðnar og afhýddar 2 msk smjör eða smjörlíki 3 msk hveiti 1 bolli kjötsoð eða mjólk nýmalaður pipar salt (ef ekki er notað saltkjöt) sósulitur, ef vill

Laugaskarðslíf

22

Hassírétturinn er gerður úr afgöngum af reyktu eða söltuðu kjöti. Í Laugaskarði var notað saltkjöt eða reykt hrossakjöt. Kjöt, kartöflur og laukur er hakkað saman eða brytjað smátt. Gert er uppstúf, má sykra örlítið. Öllu síðan blandað saman.


23


Snjóbúðingur, eftirlæti Hjartar 1 ½ msk sykur 50 g ljósar smákökur 1/4 stöng vanilla 3 blöð matarlím 1/2 l rjómi berjamauk eða ávextir

Laugaskarðslíf

24

Matarlímið er lagt í bleyti og brætt. Rjóminn er linþeyttur, sykur og vanilla látið í eftir bragði og að síðustu matarlímið sem áður er kælt með 2 msk af köldu vatni. Kökurnar látnar í botninn á glerskál, rjóminn næst, þá berjamauk og þannig alltaf til skiptis, efst rjómi. Skreytt með ávöxtum eða berjamauki..


Appelsínudesert 6 appelsínur 6 bananar 100 g valhnetukjarnar 2,5 dl þeyttur rjómi

Appelsínur og bananar skorið niður í teninga. Sykrað eftir smekk. Látið bíða í hálftíma. Valhnetur og þeyttur rjómi sett í. Hægt er að bera þetta fram í körfu úr appelsínuberki.

25


Hjartarljóð

Hjörtur Sigurður Jóhannsson

Laugaskarðslíf

26


Afmæliskveðja til Möggu Þótt árum okkar fjölgi fljótt er firn af enn að taka. Þú ert hin sama unga drótt, illan hlaustu maka. Hann fitnar eins og feitur sauður, furðulegt við slíkan mann. Nærri var um daginn dauður, dásamleg þú varst við hann. Þótt hann hafi þúsund galla, þá man hann stundum eftir þeim. Hjartaróskir frúnni falla og fullt af kveðjum sendir heim.

27


Magga fertug Þú hefur gefið börn og bú og baslað gegn um árin. Fertug ertu frú mín nú og fjarri bernskutárin. Óskir færum, þökkum þér þessar liðnu stundir. Þig heilladís á höndum ber um hamingjunnar grundir. Verðirðu ætíð vinastór vaxi þér ávallt gengi. Í lífsins stóra kirkjukór kyrjaðu vel og lengi.

Laugaskarðslíf

28


Karlmenn vantar Karlmenn vantar í kórsöng nú, konur í angist kveina. Kannski er það einmitt þú sem ættir þetta að reyna. Jón H. taktinn lemur eins og ljón öngum magnast hans gassi. Konurnar elska samt allar hann Jón en Sólveigu tenór og bassi. Á fimmtudögum við saman svo syngjum, tröllum og leikum. Áfram kyrjum við tímana tvo og tónglaðir burtu þá reikum. Tónstigann fetum upp eftir öllum og æðir svo bassinn niður á við. Undir þá tekur í fjarlægum fjöllum fljúga þar tónar um himinsins svið. Ragnar, Þorsteinn og Halldór

29


Hugleiðingar eftir að hafa hlýtt á mexíkanskan kirkjusöng

Laugaskarðslíf

30

Konur vantar í kórinn nú karlinn fylgja mætti. Meiri söngur, magnast trú, að mexíkönskum hætti.

Lúlla má nú trompet taka, trommar best hann Sigurbjörn. Tómas má yfir trúnni vaka og troða í sín sóknarbörn.

Á kontrabassa kann að leika Kristján Wiium, það er gott. Tóna háa tekur veika, titrar loft svo angurflott.

Hornið blása Helga ætti og hringla í æði Stína Mikk. Sigurlaug með sínum hætti setja á lagið andahnykk.

Þar er gleðisöngvasveit, sælt er þar að búa. Á nú samt hér enginn veit hvað íbúarnir trúa.

Flest við tökum létt nú lög, líkast þá þeim mexíkönsku. Magga leikur sálm á sög og syngja hin á ensku og frönsku.


Árstíðaóður Hátt upp til fjalla er haustþokan köld hrímar á frostköldum nóttum. Árið senn liðið og komið þess kvöld. Kveðja send hölum og dróttum. Veturinn fagnandi vefur sín lín, voðina breiðir á foldu. Ísklónum beitir og kemur til þín, kúrir þá lífið í moldu. Heilsar þér vorið og hitnar þín brá, hörpunnar vorglaði ómur, kemur að sunnan með klæðin sín blá kvakandi vorfugla hljómur. Barnabörn Margrétar og Hjartar, árið 1994

Sumarið kemur með sólgeisla fans og syngjandi lífshljómakliðinn. Náttúran vaknar, sig drífur í dans við dunandi fjalllækjaniðinn.

31


Eldur í Eyjum Eldlogar glampa, ógnir að kalla, enginn heyrist lengur bárukliður. Eldstólpar hníga, eldtungur falla, ægihraunsstraumur hendist niður.

Þungir í sinni, þrotnir af kröftum, þrumugnýr eldhafs með æpandi hvini. Blýþungt er loftið með blikandi kjöftum, brostnar vonir í dagsólarskini.

Hvað er til ráða er hamslausu flóðin hrannast og eldmóðan yfir fellur. Andar hér vindblærinn, æsist þá glóðin, ofan á fyrstu húsin nú skellur.

Lagt er frá bryggju, til hafs er nú haldið, hópurinn þögull er leggur úr vör. Ótti þótt ríki, von hefur valdið vilji og styrkur býr framtíðarkjör.

Íbúar flýja og fara til báta, í flýti skal sigla á rjúkandi öldum. Eldstólpar blika, ýmsir hér gráta, ógnir frá myrkum himintjöldum.

Laugaskarðslíf

32


Fyrri hluti ársins 1979 Janúar hér fer nú fyrstur með frost og kulda og vetrarhríð. Alla daga er hann byrstur aldrei hlýja en stöðug hríð.

Apríl er með ýmsu móti oftast kalt um móður jörð. Ekkert sést af grund og grjóti gerist vetrartíðin hörð.

Febrúar er fjandi svalur fönnin leggst á glugga og dyr. Ill er vistin, minnkar malur meira en nokkru sinni fyrr.

Mikið er hann maí nú kaldur meðalhiti lægsti á öld. Norðankuldinn nítjánfaldur næðir um vor rekkjutjöld.

Mars er kaldur í meira lagi mikill snjór og oftast hríð. Minnkar stabbinn heys og hagi er heldur rýr í svona tíð.

Í júní glaðnar, sést nú sólin svo kom regn með lífsins yl. Grænkar nú um hæð og hólinn, hjalar blær við glugga og þil.

33


Raunir bóndans á rosasumri Aldrei þurrkur, ekkert hey allt í stóra strandi. Blikna grös og fúna fley fölnar yfir landi. Ekkert sumar, vor né haust enginn heldur vetur. Ólánsveður endalaust að mér hrollinn setur. Ennþá rignir, ei mér líst á þann flaum af vatni. Alltaf er nú vonin víst að veðrið aðeins batni. Á vetrarforðann horfir hljóður heyið ónýtt bráðum er. Hvar er þú nú, Guð minn góður? Geturðu ekki hjálpað mér?

Laugaskarðslíf

34

Erna og Þorseteinn núverandi húsbændur í Laugaskarði


Álfaborgir Álfaborgir gefa fró og frið, í ferskum reit, við sumarfuglaklið, lífið angar, ljúfur andar blær, ljóssins geisli skín svo undurskær. Hér er líf, en áður var hér autt, ógn og fegurð og fyrrum gróðursnautt. Gróðurilmur berst um loftið blátt og best oss sýnir lífsins undramátt.

Margrét með barnabörnum sínum Fríðu Margréti og Aðalbjörgu

Fuglar koma, fagna sumaryl, fljúga um loftið, Álfaborga til. Í skjóli greina byggja þeir sitt bú og börnum sinna, líkt og ég og þú

35


Hestavísur Stundum þó mér Stormur hossi stendur Elding fremst á Foldu. Æðislegur er hann Blossi enginn fremri finnst hér Moldu. Fyljaði Moldu í fyrstu runu folinn Hörður úti í mýri. Yndislega áttu Þrumu eftir þetta ævintýri. Hér er talið hrossastóðið Hjartar og hans „familíu“. Komið er að lokum ljóðið líklega fjölgar samt að nýju.

Laugaskarðslíf

36


Lipurtá Ljóst er hár á Lipurtá lúmskum augum gýtur. Létt í skapi, fótafrá fim um völlinn þýtur

Seifur Seifur, hann er sómahestur svífur um völl á öllum gangi. Vitið, skap né vilja ei brestur þótt voðalega í brauð hann langi.

37


Afmælisljóð Létt á ævifáknum fer þótt fylgi varla mínum. Ylur vorsins ylji þér með öllum mætti sínum. Haltu áfram bjarta braut bregðist þér ei lukkan. Allt þér fegurst falli í skaut svo flýi ellihrukkan.

Margrét í Laugaskarði

Laugaskarðslíf

38


Laxinn Hann stekkur fossa og strauminn klífur stingur sér niður og lyftist á ný. Hátt upp í loftið hann syngjandi svífur svona er lífið, fögnum við því. Öngullinn vekur ógn og kvöl ævinnar fjötur, lífsins böl.

Hjörtur í friðarhlaupi

39


Systkinin frá Laugaskarði ásamt börnum árið 1988

Sjö elstu barnabörnin í Laugaskarði

Núverandi Laugaskarðssystur, ásamt Þórönnu dóttur Álfhildar

Laugaskarðslíf

40


Fjölskylda Esterar og Halldórs

Fjölskylda Ernu og Þorsteins

Fjölskylda Jóhönnu og Ragnars

41


Ester Hjartardóttir

Laugaskarðslíf

42


Ester þrítug Þrjátíu ára þitt er skeið, þín er lífsins saga. Verði æ þín gata greið með gæfusama daga.

Heima oftast höldum jól hvern annan virkan dag. Skín nú sól um byggð og ból og bætir sérhvers hag.

Ættjörð fjarri ertu nú, unir í Danaveldi. Augnalaus er ásýnd sú aðeins glens að kveldi.

Áfram nú gakktu á ævinnar braut æskunni haltu til haga. Gæfa og farsæld þér falli í skaut fram yfir ellinnar daga.

Á knæpunum er kannski fjör í Kaupmannahafnarborg. Margur býr við kröppust kjör og kynnist hungri og sorg.

Hamingjuskari og heill fylgi þér og hjartkærar kveðjur við sendum. Ísland þig þráir, við unum best hér á ættjarðar víðfeðmu lendum.

43


Þorsteinn 25 ára Þótt ellin reyni að elta þig og æskan senn að baki. Er allt þitt lífsins ævistig ylur, sól og raki. Fimmtung aldar, fimm ár betur farið hefur lífsins slóð. Alltaf sólskin, aldrei vetur ævi þinnar, leggðu í sjóð.

Laugaskarðslíf

44


Ăžorsteinn Georg Hjartarson

45


Jóhanna Margrét Hjartardóttir

Laugaskarðslíf

46


Jóhanna Margrét fimm ára Yfir syndir undralétt öldufaldinn klýfur. Óðum stækkar, er samt nett ofan af palli svífur.

Jóhanna aðeins eldri Sofðu vært, til morguns, mær mörgu er þá að sinna. Sólin mun þér skína skær í skjóli vina þinna.

47


Kolur Erilsson Kankvís löngum Kolur er, kann hann nærri að tala. Við skottið ætíð skemmtir sér, og skammast út á bala. Upp á fótum aftur stendur, eins og honum boðið er. Notar fætur fyrir hendur, flestum hundum betur hér. Á kvöldin er hann latur, lúinn leggur sig og sofnar rótt. Í draumaheima er Kolur knúinn, kynnist mörgu hverja nótt. Snemma morguns, eins og örin æðir hann og rekur frá. Góð eru búin Koli kjörin, kjöt á beini elskar sá.

Laugaskarðslíf

48


Hugleiðingar um veður Nú er frost og fjandi kalt, fönn og klaki yfir allt. Á stéttir allar settu salt, síðan anda léttar skalt. Regndropar falla, rennur um stéttir, rok er á miðum, snjónum léttir. Daginn senn lengir, lífsvinna kallar, lækirnir syngja, úr fjöllum falla. Árdagsins röðull sig reynir að nýju og vandar sinn vorsöng um sólskin, vor og hlýju.

Garðurinn bakdyramegin í Laugarskarði

49


Mögguljóð

Margrét Bjarnfríður Þorsteinsdóttir

Laugaskarðslíf

50


Í hestaleiðangri Gestir voru á griðastöðum, garpar tveir á förum, hröðum. Utangarðs í opnum tröðum, öldungarnir lágu í röðum.

Kosningar Kannski mun ég kjósa Bé kröpp þó reynist spáin, þótt hugarfarið hulið sé. Hvar er stefnuskráin?

51


Afmælisljóð Þótt færist þér á herðar fimmtíu árin, þú finnur ekki nokkurn kuldahroll. Nú hlýjar hendur mýkja magasárin og mata þig á fæðu sem er holl. Nú bústinn muntu mosaþúfur ganga og mæna eftir lífsins undravífi. Þótt vetargolan leiki létt um vanga, þú vonaraugum starir eftir lífi. Náttúran af nætursvefni rís og nærir allt með sínum daggartárum. Eins er heill og hamingja þér vís og hagnaður á næstu æviárum. Hjörtur við sundkennslu

Laugaskarðslíf

52


Gamla sundlaugarhúsið

53


Laugaskarð er staðsett á fallegum stað í Hveragerði. Laugaskarð er nafn á sundlaug staðarins og íbúðarhúsi sem hjónin Margrét Þorsteinsdóttir og Hjörtur Sigurður Jóhannsson byggðu sér og bjuggu í allan sinn búskap. Margrét og Hjörtur störfuðu við sundlaugina í tugi ára og kynntust mörgum sundlaugargestum sem urðu góðir kunningjar og heimilisvinir þeirra hjóna. Margrét var myndarleg húsmóðir og átti alltaf eitthvað til með kaffinu enda eins gott því gestagangur var mikill í Laugaskarði. Hjörtur var mjög hagmæltur og kastaði fram vísu við ýmis tækifæri og einnig Margrét þó það færi minna fyrir því. Í bókinni Laugaskarðslíf er að finna uppskriftir sem Margrét notaði í gegnum tíðina og bar á borð í Laugaskarði, ljóð eftir Hjört og nokkrar vísur eftir Margréti.

Laugaskarðslíf  
Laugaskarðslíf  

Uppskriftir og ljóð Margrétar og Hjartar í Laugaskarði, Hveragerði

Advertisement