Page 1

Suðvesturkjördæmi

Flokksval 2012

Tíu einstaklingar gefa kost á sér í flokksvali Samfylk­ing­­ar­innar í Suðvesturkjördæmi um 5 efstu sæti á fram­­­boðs­lista flokksins við næstu alþingiskosningar.

2.–3. sæti Amal Tamimi

52 ára framkvæmdastjóri

2.–4. sæti Anna Sigríður Guðnadóttir

1. sæti Árni Páll Árnason

5. sæti Geir Guðbrandsson

1. sæti Katrin Júlíusdóttir

2. sæti Lúðvík Geirsson

2.–3. sæti Magnús Orri Schram

3.–4. sæti Margrét Gauja Magnúsdóttir

3.–4. sæti Margrét Júlía Rafnsdóttir

3.–5. sæti Stefán Rafn sigurbjörnsson

53 ára alþingismaður

53 ára deildarstjóri Heilbrigðisvísindabókasafns LSH

40 ára alþingismaður magnusorri.is

46 ára alþingismaður arnipall.is

35 ára bæjarfulltrúi og kennari

21 árs vaktstjóri

52 ára verkefnastjóri hjá Barnaheillum

Flokksvalið fer fram rafrænt og verður opið öllum félög­ um Samfylkingarinnar og stuðningsmönnum sem hafa lög­heimili í kjördæminu. Kosningin hefst á miðnætti föstu­daginn 9. nóvember og lýkur laugar­daginn 10. nóv­ember kl. 17:00. Áætlað er að birta niðurstöður laugardaginn 10. nóvember um kl. 19 í sal Samfylkingarinnar í Kópavogi.

38 ára alþingismaður og ráðherra

23 ára nemi


Samfylkingin /// Suðvesturkjördæmi /// Flokksval 2012

Geir Guðbrandsson

Geir er 21 árs Hafnfirðingur. Hann er stúdent frá Menntaskólanum Hraðbraut af Náttúrufræðibraut og stundar nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Skilaboð til kjósenda

Mörg af brýnustu málum komandi kjör­ tímabils eru þau er snúa að ungu fólki. Hvernig ætlum við að fyrirbyggja landflótta þeirra sem ljúka námi á næstu árum, halda út á vinnumarkaðinn og ætla að koma undir sig fótunum? Bráðnauðsynlegt er að skapa störf í þjóð­ félaginu til að taka á móti auknu vinnuafli svo ekki komi til fyrrnefnds landflótta en eins og allir vita er hann þegar hafinn. Tryggja þarf að þau störf sem skapast séu fjölbreytt. Við megum ekki setja öll eggin í sömu körfuna, það ætla ekki allir að vinna við sjávarútveg og álútflutning. Auk þessa er nauðsynlegt að halda áfram þeirri vinnu sem þegar er hafin við að setja upp nýtt húsnæðisbótakerfi og koma í eitt skipti fyrir öll upp aðstæðum fyrir eðlilegan markað fyrir leigjendur og jafna hlut þeirra gagnvart lánþegum. Takist þetta ekki er fyrirséð að lítið lát verður á landflóttanum sem þegar er hafinn. Ég bið um stuðning í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kraganum.

Anna Sigríður Guðnadóttir

Anna Sigríður er 53 ára, deildarstjóri Heilbrigðis­vísindabókasafns LSH. Hún er nefndarmaður í fræðslu­nefnd Mosfellsbæjar. Sat í framkvæmda­stjórn Samfylkingarinnar 2007–2009, var formaður stjórnar kjördæmisráðs SVkjördæmis frá 2009–2011. Varabæjar­ fulltrúi 2006–2010 og hefur setið í stjórn Samfylkingarfélags Mosfellsbæjar um árabil, m.a. sem formaður, en er varamaður nú. Ritari aðalstjórnar Umf. Aftureldingar, Mosfellsbæ. Það hefur reynt mikið á innviði sam­félags­ ins í kreppunni. Ríkisstjórn og Alþingi hafa glímt við flókin og erfið mál sem snerta alla innviði samfélagsins. Í mínum störfum á sveitarstjórnarstigi hef ég lagt áherslu á málefni barna og ungs fólks sem eru dýrmætasta „eign“ hvers samfélags. Skólakerfið er einn þessara innviða sem hlúa þarf að. Það þarf að þjóna fjölbreyttum þörfum nemenda og við verðum að gæta þess að jafnrétti til náms sé í hávegum haft. Efla þarf samtal skólakerfis og atvinnulífs til að unga fólkið sem kemur úr námi hafi tækifæri til að láta hæfileika sína blómstra. Stjórnvöld þurfa að hafa mótaða framtíðarsýn svo unga fólkið okkar sjái sína framtíð og tækifæri á Íslandi. Ég hef starfað að hagsmunum barna og ungmenna innan íþróttahreyfingarinnar og sit í stjórn Aftureldingar. Þátttaka í upp­­ byggilegu tómstundastarfi þar sem jafn­ ingjar koma saman og sinna áhuga­málum af ýmsum toga byggir upp félags­auðinn á hverju svæði fyrir sig og styrkir þannig innviði samfélagsins alls. Stjórnvöld þurfa að standa vaktina með þeim samtökum sem sinna þessum störfum fyrir okkur. Janfnréttis- og lýðræðismál eru mér hugleikin. Nýjustu fréttir um að enn sé glímt við kynbundinn launamun eru áhyggjuefni og mikil þörf á að stjórn­mála­ fólk finni orsakirnar og uppræti vand­ann. Jafnréttismálin eru að mínu viti burðarstoð í allri lýðræðisumræðu og þróun. Ég sat í lýðræðisnefnd Mos­fells­bæjar sem stýrði mótun fyrstu lýð­ræðisstefnu bæjarins og er stolt af því. Opin umræða, gegnsæi í ákvörðunum og aðgangur að upplýsingum auka traust og ég hef trú á að sterk og ábyrg umræða styrki innviði samfélagsins og félags­auð­ inn. Umræða þar sem virð­ing er borin fyrir gagnstæðum sjónar­miðum og fólk ræðir saman af heil­indum. Það er þörf á aukinni sam­vinnu þvert á stjórn­ málaflokka. Ég sækist eftir að nýta mína reynslu og þekkingu í þeirri samfélagslegu uppbyggingu sem framundan er nú þegar mestu erfiðleikarnir eru að baki og bið um stuðning í 2.–4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kraganum.

Amal Tamimi

Amal er framkvæmdastýra Jafnréttis­húss, var formaður lýðræðis- og jafnréttis­nefnd­ar í Hafnarfirði, vara­formaður Innflytj­enda­ ráðs, í stjórn kvennahreyfingar Sam­fylk­­ ingarinnar og einn af stofnendum Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Hún varð íslenskur ríkisborgari árið 2002 en hún flutti til Íslands frá Palestínu árið 1995. Amal er Hafnfirðingur og sex barna móðir. „Ég vil beita mér fyrir því að styrkja afkomutryggingu fyrir tekjulága hópa, s.s. aldraða, öryrkja og einstæðra foreldra, að bæta stöðu ungbarnafjölskyldna og vinna í þágu fólksins sem á um sárt að binda í kjölfar efnahagsörðugleikanna sem á okkur hafa dunið. Fjöldi fólks hefur misst atvinnu undanfarið og sá hópur fer sístækkandi. Þeim hópi þarf að sinna,“ segir Amal. Amal þekkir það af eigin raun að tilheyra minnihlutahópum í þjóðfélaginu. „Þegar ég flutti til Íslands þurfti ég að vinna hörðum höndum til þess að brauðfæða fjölskyldu mína. Ég vann m.a. í fiski og við ræstingastörf en árið 2000 varð ég öryrki, en sneri mótlætinu upp í tækifæri til þess að öðlast meiri þroska og reynslu. Ég hóf þá nám í félagsfræði við Háskóla Íslands og lauk þar BA-prófi árið 2004. Árið 2002 hlaut ég íslenskan ríkisborgararétt – dagur sem ég mun seint gleyma. Ég varð hluti af þessu landi og öðlaðist öll þau réttindi sem tilheyra Íslendingum, t.a.m. að fá að kjósa og að bjóða mig fram. Ég hef alltaf stefnt að því að taka virkan þátt í samfélaginu og ég vil beita mér fyrir uppbyggingu á réttlátu og sanngjörnu samfélagi,“ segir Amal. Amal hefur tvisvar sinnum verið á Alþingi. Í fyrra skiptið sem varaþingmaður fyrir Lúðvík Geirsson, og Katrínu Júlíus­ dóttur. Það var mikil reynsla fyrir Amal og hún telur sig tilbúna til þess að þjóna þjóðinni sem fulltrúi á Alþingi íslendinga. Amal gefur kost á sér í 3.–4. sæti. Nánari upplýsingar veitir hún í síma 899 2301 og amal@jafn.is

Lúðvík Geirsson

Lúðvík er 53 ára Hafnfirðingur. Hefur verið í forystusveit jafnaðarmanna um árabil, átt sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í nær 2 áratugi og var þar bæjarstjóri í 8 ár. Lúðvík hefur setið á Alþingi frá 2011. Hann er 2. varaformaður fjárlaganefndar og á jafnframt sæti í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Samstaðan er styrkur Samfylkingarinnar

Samfylkingin hefur tekist á við risavaxið verkefni síðustu fjögur ár, að reisa íslenskt samfélag úr rústum efnahagshrunsins. Það hefur hvorki verið auðvelt verkefni né til vinsælda fallið. Árangur þessarar vinnu okkar jafnaðar­ manna hefur sýnt sig með skýrum hætti. Réttar og ábyrgar ákvarðanir eru að skila þjóðfélaginu á braut framfara og farsældar. Nú horfum við til framtíðar með bjartsýni í huga. Samfylkingin hefur sýnt og sannað í forystuhlutverki sínu í ríkisstjórn að þar fer ábyrgur flokkur sem hefur bæði dug og getu til að takast á við vandasöm verkefni. Grunnur okkar er sterkur og hann byggir á víðtækri reynslu og þekkingu þess breiða hóps sem hefur starfað vel saman og staðið þétt að baki forystusveit okkar á Alþingi og í ríkisstjórn. Við þurfum að tryggja að áfram verði til staðar víðtæk reynsla í okkar forystusveit á Alþingi. Það er mikilvæg forsenda fyrir trausti og tiltrú kjósenda á starfi okkar og stefnu. Trausti sem við höfum byggt upp með samstöðu, samvinnu og víðtæku samráði. Ég er reiðubúinn að leggja áfram mitt af mörkum í þessum efnum og nýta þá reynslu sem ég bý yfir til að efla og styrkja stöðu jafnaðarmanna enn frekar. Víðtæk reynsla mín af fjölþættum störfum í sveitarstjórn og landsmálum er dýrmætt veganesti í þeirri mikilvægu vinnu sem framundan er við frekari mótun og framtíðaruppbyggingu samfélagsins út frá grunngildum jafnaðar, lýðræðis og réttlætis. Ágætu Samfylkingarfélagar! Ég óska eftir stuðningi í 2. sætið á framboðslista flokksins okkar í flokksvalinu þann 10. nóvember n.k. Lúðvík Geirsson, alþingismaður.


Samfylkingin /// Suðvesturkjördæmi /// Flokksval 2012

Margrét Gauja Magnúsdóttir Margrét Gauja Magnúsdóttir er með BA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands auk kennsluréttinda. Hún er oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, forseti bæjarstjórnar og formaður Umhverfis- og framkvæmdaráðs þar í bæ. Jafnframt situr Margrét í stjórn Sorpu fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar. Margrét er gift Davíð Arnari Stefánssyni landfræðingi og eiga þau saman 3 börn.

Ýmis teikn eru nú á lofti um að íslenska þjóðin sé að vinna sig út úr hremmingum liðinna ára. Fjármála- og atvinnulíf sýna batamerki og endurreisn samfélagsins er framundan. Nú gefst tækifæri til að móta nýtt samfélag sem byggir á nýjum hugmyndum um lífsgæði. Í mínum huga felast lífsgæði í jöfnuði og margbreytileika. Beina þarf sjónum að öllum hliðum mann­ lífsins til að ná fram jafnara, réttlátara og arðbærara samfélagi. Efla þarf menntakerfið og beina sjónum í ríkara mæli að gæðum menntunarinnar fremur en magni. Þá þarf að endurskoða hefðbundið bóknám og efla verknám. Fjöl­­breytt námsval skilar sér í fjölbreyttu atvinnulífi. Sátt þarf að nást um nýtingu náttúru­auð­ linda og tryggja þarf að ekki sé gengið á rétt komandi kynslóða til að njóta þess sama og við höfum. Minnka þarf vægi einkabílsins og stuðla að fjölbreyttara samgöngumynstri með auknum almenningssamgöngum og bættum aðstæðum fyrir bæði gangandi og hjólandi vegfarendur. Úrgangur er vannýtt auðlind sem huga þarf betur að með tilliti til flokkunar og förg­unar. Alþingi þarf að vera leiðandi í þeim efnum og marka stefnu sem miðar að hug­myndum um sjálfbærni. Æskulýðslögin þarfnast endurskoðunar og stjórnvöld verða að axla meiri ábyrgð á málefnum barna og unglinga og vinna í anda Barnasáttmálans til að tryggja rétt ungmenna og möguleika þeirra á innhaldsríkri æsku. Treysta þarf stoðir Fæðingarorlofssjóðs og lengja fæðingarorlofið. Fæðingarorlof er jafnréttismál allra sem því tengjast – beggja foreldra og barna. Á undanförnum 6 árum hef ég tekið virkan þátt í pólitísku starfi félagshyggju- og jafnaðarfólks og verið í forystuhlutverki í sveitarstjórnarmálum. Á þeim tíma hef ég öðlast dýrmæta reynslu sem mun nýtast vel – nái ég kjöri. Á þeim forsendum og með hugmyndum mínum um jafnara og réttlátara samfélag býð ég mig fram til starfa fyrir Samfylkinguna. Ég hvet allt Samfylkingarfólk til að mæta á kjörstað og taka þátt í prófkjörinu þann 10. nóvember.

Katrín Júlíusdóttir

Stefán Rafn Sigurbjörnsson

Magnús Orri Schram

Bjartsýni og baráttuþrek

Áherslur mínar undanfarin ár hafa verið af ýmsum toga. Sem jafnaðarmaður hef ég lagt áherslu á umhverfismál, alþjóða­mál, mannréttindamál, lýðræðismál, vel­ferð, öryggi, jafnrétti, einstaklings- og athafna­ frelsi. En það sem er mér sérstaklega hug­ leikið um þessar mundir eru hagsmunir ungs fólks, orðræða stjórnmálanna og Evrópusambandsumræðan.

Skýr framtíðarsýn

Katrín er gift Bjarna Bjarna­syni rithöf­undi og eiga þau fjóra stráka. Hún býr í Kópavogi á æskuslóðunum við Fossvogsdalinn. Hún hefur setið á Alþingi síðan 2003, var iðnaðarráðherra 2009–2012 og gegnir nú embætti fjármála- og efna­hagsráðherra. Áður starf­aði hún í upplýsingatækni­geir­ anum. Þá rak hún um tíma barnafata­ verslanir með eigin innflutning. Við jafnaðarmenn höfum staðið í ströngu undanfarin ár við að leysa einhver erfiðustu verkefni seinni tíma í okkar samfélagi, hrun bankakerfisins og hrun gjaldmiðilsins. Nú tæplega fjórum árum síðar sýna jákvæðar hagtölur okkur að verk okkar hafa skilað árangri. Með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi höfum við komist í gegnum versta storm­ inn. Ríkisfjármálin hafa verið tekin föstum tökum og brátt mun okkur takast að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Þá höfum við samhliða náð að hrinda í framkvæmd mörgum mikilvægum umbótamálum ásamt breytingum á stjórnsýslunni sem ætlað er að tryggja gagnsæi og yfirsýn í anda þess sem Rannsóknarskýrsla Alþingis kallaði eftir. Verkefnin framundan eru þó svo sannarlega ærin. Við höfum lagt mikilvægan grunn til að sækja fram á öllum sviðum. Nú þurfum við að tryggja áframhaldandi ábyrgð og festu við stjórn efnhagsmála. Við þurfum að treysta starfsumhverfi lít­ illa og meðalstórra fyrirtækja. Ýta undir frekari nýsköpun og stórefla fjárfestingu á öllum sviðum. Við þurfum að tryggja öllum viðunandi lífskjör og tækifæri til fjöl­breyttra starfa sem skila góðri afkomu. Við eigum að efla enn frekar velferðarkerfið og styðja sérstaklega við barnafjölskyldur, eldri borgara og öryrkja. Tryggja konum og körlum sömu laun og sömu tækfæri. Til að ná þessum árangri þurfum við að byggja samfélagið á traustum grunni og standa föstum fótum í alþjóðasamfélaginu. Eitt stærsta verkefni næsta kjörtímabils er því að vinna okkur í átt að upptöku gjaldmiðils sem getur skilað okkur bættum lífskjörum og öflugra atvinnulífi. Ég vil vinna með öllum jafnaðar­mönn­ um að því að skapa sterkt samfélag rétt­ lætis og tækifæra. Samfélag sem er reynsl­ unni ríkara og sameinast um öryggi og traust í samskiptum. Samfélag sem nýtir markaðsöflin en er ekki ofurselt valdi þeirra. Samfélag sem treystir sínar meginstoðir og horfir með bjartsýni og baráttuþreki til framtíðar. Ég gef kost á mér til þess að skipa 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvestur­ kjördæmi í alþingiskosningunum í vor.

Stefán Rafn er 23 ára Álftnesingur. Hann er með stúdentspróf í listnámi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Hann stundar nú nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og starfar sem verk­efna­ stjóri fyrir Samband íslenskra fram­halds­ skólanema. Stefán er jafnframt for­maður Ungra jafnaðarmanna og hefur starfað með Ungum jafnaðarmönnum um árabil.

Ungt fólk í forgrunn

Samfylkingin á að vera flokkur sem höfð­ar til allra í samfélaginu. Störf mín og hug­ sjónir undanfarin ár hafa beinst að þörfum og hagsmunum yngstu kjósend­anna. Sem formaður Ungra jafnaðarmanna tel ég afar mikilvægt að Samfylkingin verði leiðandi í málefnum ungs fólks. Ég er staðráðinn í að tala fyrir bættum kjörum námsmanna, ungra einstaklinga sem eru að fóta sig á húsnæðis- og leigumarkaði sem og ungra barnafjölskyldna. Aldurshópurinn 16–30 ára hefur sérstakar þarfir á sviði velferðar-, mennta- og atvinnumála og styðja þarf betur við æskulýðsstarf og lýðræðisþátttöku ungmenna. Samfylkingin þarf að eiga fulltrúa sem talar um þarfir yngsta aldurshópsins. Upprætum óvinavæðinguna

Stjórnmál undanfarinna ára hafa markast af einkenni­legri heift og andúð á and­stæð­ um sjónarmiðum. Margir ein­staklingar eru hættir að gæta hófs í samfélags­umræðunni og öfgakennd orðræða hefur fengið að dafna í andrúmslofti ófriðar. Ég vil stuðla að opnari og málefnalegri umræðu og samvinnu um samfélagsmál þvert á flokka og pólitíska hugmyndafræði. Þannig vil ég auka virðingu og trúverðugleika íslenskra stjórnmála í augum almennings, sér í lagi ungmenna. Evrópusambandið fyrir alla

Tryggja þarf virka og upplýsta umræðu um aðild Íslands að Evrópusambandinu, sér í lagi á meðal yngsta aldurshópsins. Samfylkingin þarf að taka virkan þátt í þeirri umræðu. Minna þarf á að aðild að ESB er stefna sem er lausn við nokkrum brýnum vandamálum sem steðja að þjóðinni; s.s gjaldeyrismálum, lánamálum, verðbólgu, gjaldeyrishöftum o.fl. Trú mín er sú að Ísland eigi heima í nánu samstarfi við nágranna sína. Aðild að ESB tryggir okkur stöðugt og opið samfélag og Samfylkingin verður að halda áfram að tala fyrir því.

Magnús Orri hefur verið þingmaður frá 2009 og hefur m.a. verið formaður þingflokks, varaformaður viðskipta-, atvinnuvega-, efnahags- og skattanefndar þingsins. Hann er 40 ára og með BA-próf í sagnfræði og með meistaragráðu (MBA) í stjórnun og viðskiptum frá HR. Þá hefur hann stundað doktorsnám og kennslu í frumkvöðlafræðum við sama skóla. Framundan er lífskjarasókn hér á landi og nú er mikilvægt að gæta að samkeppnis­ hæfni atvinnulífsins. Þar gegnir lykilhlut­ verki bætt ytri skilyrði með aðild að Evrópu­sambandinu og hvetjandi skattkerfi sem laðar fram nýsköpun og framþróun. Verkefni stjórnmálamanna er að skapa aðstæður fyrir nútíma atvinnulíf sem byggir á þekkingu og býr til störf og verðmæti í sátt við náttúruna. Ég vil sjá Samfylkinguna birtast kjós­ end­um sínum sem alþjóðasinnaður flokkur nútíma atvinnulífs. Við eigum að taka um­hverfis­mál upp á okkar arma, enda er verndun náttúrunnar lykilatriði í sjálfbærri eflingu lífskjara næstu ár og áratugi. Þannig höfnum við einangrunarstefnu en viljum styðja við nútíma atvinnulíf í sátt við umhverfið. Samfylkingin er flokkur nýsköpunardrifins hagkerfis. Velferð og jafn réttur allra til þjónustu verður ekki til án verðmætasköpunar, hæfni atvinnulífsins og frelsis til athafna. Á sama hátt byggir sterkt atvinnulíf á sterku velferðarkerfi og góðri menntun. Þetta er kjarni jafnaðarstefnunnar – og verður ekki í sundur slitið. Til að ná þessum markmiðum má beita skattkerfinu til að auka jöfn­uð, styrkja nýsköpun og frumkvæði atvinnu­ lífsins. Samfylking jafnaðarmanna verður að tryggja að hún sé valkostur þeirra sem staðsetja sig á miðju íslenskra stjórnmála og leggja þessi sjónarmið að jöfnu. Ágæti kjósandi, ég óska eftir stuðningi í 2.–3. sæti lista Samfylkingar í flokksvalinu 10. nóvember næstkomandi. Með kveðju, Magnús Orri Schram.


Samfylkingin /// Suðvesturkjördæmi /// Flokksval 2012

frAmkvæmd kosninGAr

Um er að ræða flokksval í samræmi við skuldbindandi reglur Samfylkingarinnar um val á framboðslista og geta þeir flokksmenn og stuðningsmenn sem lokið hafa skráningarferli kl. 23:59 föstudaginn 2. nóvember næstkomandi, tekið þátt í flokksvalinu.

mArGrét júlíA rAfnsdóttir

Margrét Júlía er grunnskólakennari og með meistarapróf í umhverfisfræði. Hún starfar sem verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, er varabæjarfulltrúi í Kópavogi, fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfisog samgöngunefnd og var formaður nefndarinnar frá 2010–2012. Jafnframt sinnir hún ráðgjöf og fræðslu um umhverfis- og mannréttindamál. ÁGæti íbúi suðvesturkjördæmis

Á starfsferli mínum hef ég starfað við kennslu, að umhverfismálum, mannrétt­ indamálum, velferðar­, mannúðar­ og þróunarmálum. Þar hef ég séð margar brotalamir sem mikilvægt er að lagfæra svo allir þegnar landsins njóti velferðar, búi við jöfn tækifæri og jafnræði í nútíð og framtíð. Ég tel að sú þekking mín og reynsla ætti að nýtast vel á þeirri vegferð sem framundan er og býð fram krafta mína. Ég legg áherslu á mikilvægi þess að endurreisn íslensks samfélags verði áfram byggð á jafnaðarstefnunni og að uppbygging atvinnulífsins taki mið af grænu hagkerfi og umhverfisvernd þar sem nýting auðlinda er með sjálfbærum hætti. Nauðsynlegt er að tryggja að allir hópar samfélagsins geti lifað með reisn á öllum æviskeiðum. Því þarf að uppræta fátækt, standa vörð um menntun og heilbrigði og einnig þær stofnanir sem eiga að tryggja landsmönnum slíkt. Þar má nefna nauðsyn þess að tannlæknaþjónusta barna verði hluti af heilbrigðiskerfinu þannig að öll börn geti notið hennar, en tannheilbrigði íslenskra barna er nú í 6. neðsta sæti af OECD ríkjunum. Bæta þarf aðstæður aldraðra og tryggja þeim þá þjónustu sem þeim ber. Ég vil leggja sérstaka áherslu á málefni ungs fólks, þess fólks sem er í námi eða að ljúka námi. Jafnrétti til náms á að vera einn af hornsteinum íslensks samfélags. Mikilvægt er að minnka brott­ fall úr framhaldsskólum og tryggja að efnahagur eða aðrar aðstæður fólks hindri ekki nám eða hafi áhrif á námsval eða námsframvindu. Jafnframt þarf að gera verulegar úrbætur í húsnæðis­ og atvinnumálum ungs fólks. Allir þjóðfélagshópar eiga að hafa tæki­ færi til að hafa áhrif á mótun samfélagsins og til að taka þátt í ákvörðunum um þau málefni sem þá varðar. Þetta á jafnt við um börn sem fullorðna, aldraða, fatlaða, innflytjendur og aðra hópa. Íslenskt sam­ félag er samfélag tækifæra, mannauðs og náttúrugæða. Ég vil virkja mannauðinn, gefa fólki tækifæri og að virðing sé borin fyrir umhverfi og náttúru Íslands. Slíkt er til heilla fyrir landsmenn alla um ókomna framtíð.

Árni PÁll ÁrnAson

Árni Páll er 1. þingmaður Suðvesturkjördæmis og gegndi embættum félagsmálaráðherra og efnahagsráðherra á kjörtímabilinu. Hann hefur starfað með Samfylkingunni og forverum hennar frá barnsaldri. Hann er 46 ára lögfræðingur. Kona hans er Sigrún Eyjólfsdóttir og þau eiga samtals þrjú börn og þá á Árni Páll einn dótturson. íslAnd stendur Á krossGötum

Okkur hefur tekist vel að vinna úr erfið­ leikum undangenginna ára, en framundan eru margar vandasamar ákvarðanir um framtíð þjóðarinnar. Við höfum öll – hvert með sínum hætti – glímt við afleiðingar Hrunsins undanfarin ár. Fall krónunnar og glötuð framleiðslugeta hefur valdið því að laun hafa lækkað, skuld­ ir hækkað og kaupmáttur minnkað. Árangurinn af endurreisnarstarfinu er ótvíræður. Ríkissjóðshallinn á árinu verður talinn í milljörðum – ekki hundr­ uðum milljarða eins og var við upphaf kjörtímabilsins. Hagkerfið er aftur tekið að vaxa og störfum fer hægt fjölgandi. Atvinnuleysi minnkar og gjaldþrotum fyrirtækja fer fækkandi. Við þurfum að festa þennan árangur í sessi og auka þau verðmæti sem við sköp­ um. Við höfum dregist verulega aftur úr nágrannaþjóðum í lífskjörum. Okkur skortir fleiri arðbær störf og þau verða ekki til nema með efnahagslegum stöðugleika og lágum vöxtum. Þau eru forsenda þess að okkur takist að tryggja norræna velferð til framtíðar. Þau eru líka forsenda þess að ungt fólk finni sér framtíðarbúsetu á Íslandi. Við erum í höftum og efnahagsumhverf­ ið hefur aldrei verið jafn óvisst. Hagkerfi íslenskrar krónu er ávísun á meiri óstöðug­ leika, einangrun og lakari lífskjör. Höft verða ekki afnumin án þess að við séum í sterkum tengslum við nágrannaþjóðir. Við getum ekki í dag uppfyllt EES­samninginn og erum alls óviss um hvort hann fullnægi þörfum okkar, eftir höft og bankahrun. Með aðildarumsókn erum við að leggja grunn að þátttöku í evrópsku samstarfi á öðrum grunni en hingað til. Í því felast tækifæri – en auðvitað líka hættur. Við þurfum sjálfstraust til að takast á við hætturnar og nýta tækifærin. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að halda öllum dyrum opnum á þessum víðsjárverðu tímum. Það er auðvelt að taka rangar ákvarðanir. Við þurfum styrka forystu, atorku og skiln­ ing á þeim flóknu viðfangsefnum sem fram­ undan eru. Samfylkingin getur kallað til samvinnu ólík öfl og skapað samstöðu um leiðina áfram – því við erum sterkari saman.

hvAr Get éG kosið?

Hægt er að kjósa rafrænt hvar sem er, frá miðnætti 8./9. nóvember til kl. 17:00 þann 10. nóvember. Aðgangskóðar fyrir kjörið verða aðgengilegir í heimabanka hvers og eins. Kjörstaðir verða einnig opnir laugardaginn 10. nóvember og geta þeir sem ekki hafa aðgang að heimabanka fengið aðstoð við að kjósa rafrænt auk annarrar aðstoðar við kosninguna lendi fólk í vandræðum. Heitt verður á könnunni og kosningastemning. Kjörstaðir verða opnir frá kl. 10:00–17:00 á eftirfarandi stöðum: Garðabær: Lyngási 9, jarðhæð Hafnarfjörður: Strandgötu 43 Kópavogur: Hamraborg 11, 3. hæð Mosfellsbær: Hlégarði Seltjarnarnes: Í hliðarsal bókasafnsins, annarri hæð á Eiðistorgi.

hverniG Gerist éG stuðninGsmAður? – eðA flokksmAður?

Skráning fer fram á vefsíðu Samfylkingarinnar www.samfylking.is – undir flipanum „Taktu þátt“.

frAmboðsfundir – hvAr Get éG hitt frAmbjóðendur? Vikuna 4.–8. nóvember verða haldnir fimm kynningarfundir fyrir áhugasama með öllum 10 frambjóðendum um allt kjördæmið. FUNDIRNIR VERÐA HALDNIR Á EFTIRFARANDI STÖÐUM: 4. nóvember kl. 16 Seltjarnarnes: Norðurpólnum við Sefgarða 3 5. nóvember kl. 20 Kópavogur: Hamraborg 11, 3. hæð 6. nóvember kl. 20 Garðabær/Álftanes: Garðatorgi 7 – Inngangur austan megin 7. nóvember kl. 20 Mosfellsbær: Hlégarði 8. nóvember kl. 20 Hafnarfjörður: Strandgötu 43

Fylgstu með okkur á facebook: facebook.com/Samfylkingin/Kraginn

Flokksval Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi  

Upplýsingar um frambjóðendur í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you