Page 1

Öruggt og gott samfélag

Flytjum stöðugleikann inn Heilbrigðari forgangsröðun Ódýrara húsnæði alla ævi Líf í lit


Flytjum stöðugleikann inn

Heilbrigðari forgangsröðun

Ódýrara húsnæði alla ævi

Á næstu árum þurfa heimili og fyrir­ tæki á Íslandi umfram allt stöðug­ leika og efnahagslegt skjól fyrir gengis­­sveiflum, fjármálabólum og verðbólgu. Þannig bætum við lífskjör, fjölgum störfum og aukum fjárfest­ ingu í atvinnulífinu.

Það er mikilvægt að eyða ekki meiru en við öflum. Það þýðir að við verðum að forgangsraða.

Samfylkingin vill aukið húsnæðis­ öryggi, rétt allra til að eiga heimili án sligandi byrða, áhættu og óvissu, hvort sem fólk kýs að leigja eða kaupa.

Við verðum að binda enda á óvissuna. Við getum ekki áfram búið við ótta um sífellt hækkandi skuldir og lækkandi laun. Stöðugur gjaldmiðill skapar grunn fyrir fleiri störf, hemur verðbólgu og leysir okkur undan verðtryggingunni og höftunum, íslenskum heimilum til hagsbóta. Þessi leið, með aðild að ESB, er ábyrg, örugg og skynsamleg. Stöðugri gjaldmiðil strax!

Samfylkingin vill forgangsraða fyrir fólk - því velferð, heilbrigði og menntun býr til betra og öruggara samfélag. Þetta viljum við gera án þess að leggja nýja skatta á fyrirtæki eða heimili. Nú greiðir ríkið 90 milljarða í vexti af lánum á hverju ári. Við viljum greiða niður skuldir og nýta frekar þessa peninga í velferðarmál og menntun. Við viljum afnema tekjutengingar barnabóta og hækka þær. Við viljum jöfn laun fyrir karla og konur og við munum áfram standa vörð um lífskjör lífeyrisþega. Við munum byggja nýjan Landspítala og tryggja gott og skilvirkt heilbrigðiskerfi. Nýtt almannatryggingakerfi – betri barnabætur

Ef húsnæðislán á Íslandi og í evrulöndum eru borin saman kemur í ljós að dæmigerð íslensk fjölskylda borgar heimili sitt að jafnaði tvisvar á meðan fjölskyldan með evrulánið borgar sitt bara einu sinni. Það þarf nýtt húsnæðiskerfi að norrænni fyrirmynd sem dregur úr áhættu venjulegs fólks á húsnæðismarkaði. Við viljum byggja upp öruggan leigumarkað, fjölga leiguíbúðum og innleiða nýjar húsnæðisbætur fyrir alla, bæði þá sem kaupa og leigja húsnæði. Við viljum líka afnema stimpilgjöld og uppgreiðslugjöld til að auðvelda fólki að komast í öruggt húsnæði.


Líf í lit En við þurfum líka að leiðrétta ósanngjarnar byrðar þeirra sem keyptu húsnæði á versta tíma fyrir hrun og sitja uppi með stökkbreyttar skuldir verðtryggðra lána. Við viljum nota skattkerfið til að mæta þessu fólki með sanngjörnum hætti. Það á ekki að vera veðmál að kaupa íbúð!

Við viljum að allir njóti fjölbreyttra og áhugaverðra tækifæra til að blómstra. Við viljum öruggt og gott samfélag. Allir þurfa að geta notið hæfileika sinna, lært það sem þá langar og því þarf fjölbreytt nám við allra hæfi. Það er líka efnahagsleg nauðsyn. Við þurfum að geta unnið við það sem okkur langar. Þess vegna þarf fjölbreytt atvinnu­líf um allt land sem nýtir ólíka þekkingu og sköpunarkraft okkar allra, án þess að ganga á náttúruperlur landsins. Þess vegna höfum við aukið stuðning við alls konar nýsköpun og setjum fjárveitingar til verk- og tæknináms í öndvegi. Þess vegna leggjum við áherslu á lækkun tryggingagjalds, því það leggst þyngst á þekkingarfyrirtæki.

Við viljum gott samfélag þar sem við höfum öll frelsi til að vera við sjálf. Við erum kvenfrelsisflokkur, flokkur umhverfis- og náttúruverndar og berjumst fyrir rétti minnihlutahópa. Við viljum frelsi til að búa þar sem við kjósum og til að fræðast og tjá sig á netinu. Við viljum líf í öllum regnbogans litum. Náttúruperlur landsins eru öruggar í höndum okkar jafnaðarmanna. Við munum virða rammaáætlun um nýtingu orkuauðlinda, byggja upp í þágu ferðaþjónustu og grænnar atvinnusköpunar. Við viljum frelsi til að vera við sjálf, frelsi til fræðast og tjá sig á netinu. Við viljum líf í öllum regnbogans litum. Við eigum að vera jöfn og frjáls!


• • • • •

Nýjar húsnæðisbætur fyrir alla Bætum kjör barnafólks Útrýmum launamun kynjanna Aukum fé í heilbrigðismál og menntun Fjölbreytt atvinnulíf í sátt við umhverfið Samfylkingin er eini flokkurinn með örugga og útfærða lausn hvað varðar gjaldmiðilinn. Kynntu þér málið og aðrar hugmyndir Samfylkingarinnar á kosningamiðstöð okkar á netinu: www.xs.is

Öruggt og gott samfélag  
Öruggt og gott samfélag  

Öruggt og gott samfélag

Advertisement