Page 78

skoða það eitthvað, en svo bara leggur maður sig og þá líður það hjá. Vignir: Eru þetta hundruð manna jafnvel í heildina? Tóti: Ég er ansi hræddur um það. Menn eru mjög lífseigir í þessu, þ.e.a.s. að halda mjög vel áfram. Við þekkjum það allir hér. Svanur: Þetta er eina nefndin sem hefur verið. Þetta er fyrsta nefndin sem var. Tóti: Það hefur ekki verið skipt um nefnd í þessu síðan nefndin var stofnuð. Svanur: Hún hefur verið svona skipuð í einhver 35 ár. Vignir: Hefur aldrei komið mótframboð? Svanur: Við erum ekki einu sinni spurðir orðið. Það kemur bara góðlátlegur hlátur. Gummi: Það er bara klappað. Tóti: ,,Þá á að kjósa jólasveina- og þrettándanefnd” og allir hlæja og klappa. Þar með er það afgreitt. Búið. Meira að segja, eins og Svanur segir, við erum ekki einu sinni spurðir hvort við ætlum að vera áfram. Svanur: Við höfum ekki verið spurðir í það minnsta í tíu ár. Vignir: Myndi það einhverju breyta að spyrja ykkur? Tóti: Nei, nei, en allt hefur sinn tíma. Gummi: Einhvern tímann kemur að því að við skiptum. Þegar við förum að hrörna. Vignir: Munið þið eftir einhverjum sögum, einhverjum skemmtilegum atvikum sem hafa gerst á þessum fjörutíu árum? Gummi: Það eru til margar sögur, til dæmis eins og frá fyrstu árunum. Þá fóru menn frá Tryggvaskála á gömlum heyvagni sem var tengdur við Bronco sem Addi í Skálanum (Árni Brynjólfsson) átti. Það var keyrt eftir Austurveginum, einn hringur og til baka aftur. Á þessum vagni voru Grýla og Leppalúði náttúrlega í einhverjum fínum búningi. Það var 16 stiga frost þegar þetta var, alveg svakalega kalt, og ég man eftir því þegar þeir komu til baka eftir Austurveginum, að nefið og hakan á Grýlu voru frosin saman. Svanur: Já, það var svolítið magnað. Nefið og hakan frosin saman, en kúplingin hjá Adda í Skálanum brunnin (hlær). Gummi: Það var svo mikil kúplingslyktin þegar hann fór upp brekkuna hjá Skálanum að þetta ætlaði varla að hafast. Svanur: Svo var það kannski ekki endilega skemmtilegt eitt skiptið niður við Pylsuvagninn þegar það slitnaði stag og tréð hrundi yfir fólkið. En það var í restina og það voru margir farnir. En það lenti krakki undir þessu. Vignir: Er það kannski það erfiðasta sem þið hafið tekist á við? Tóti: Það slapp vel, en það má eflaust segja að þetta hafi verið það. En svo auðvitað lentum við í því að Þröstur brenndist einu sinni. Það er nú eiginlega það versta sem við höfum lent í. Gummi: Það er í raun og veru eina slysið þar sem einhver hefur meiðst af okkur. Þá sprakk brennan við Gesthús á þrettándanum. Svanur: Það var stafalogn og olían búin að hafa tími til þess að gufa upp og hreiðra um sig í kestinum og svo þegar eldurinn kemur að kom bara sprenging. Gummi: Hann stóð bara akkúrat í skotlínu af sprengingunni. Það myndaðist bara eins og gassprengja eða gufusprenging út og beint framan í hann og hann brenndist svolítið illa í andliti. Síðan þá höfum við lært af

78 BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss

þessu og nú erum við búnir að gjörbreyta hvernig við kveikjum í bálkesti. Nú kveikja ekki jólasveinarnir í. Núna erum við bara í eldvarnargalla með andlitshlífar og hjálma. Það er alltaf slökkvitæki á staðnum og allur búnaður, þetta er allt saman græjað. Þetta er partur af þessum undirbúningi sem kannski margir fatta ekki hvað mikill tími fer í. Svanur: Þetta kom okkur algjörlega í opna skjöldu. Við breyttum verklaginu en þá fréttum við að þetta hefði gerst annars staðar. En það var bara heppni að jólasveinarnir kveiktu ekki í, þeir voru ekki komnir að. En það var kannski góð hlíf að vera með skeggið.

Jólasveinarnir taka „Í skóginum stóð kofi einn“. / ÖG.

Vignir: Það hefur þá verið sjúkrabíll á staðnum? Tóti: Nei, nei. Ég man að Þröstur kom hingað í Tíbrá. Gummi: Hann húkkaði bíl hérna úti á götu og beint upp á sjúkrahús. Svo bara beint í bæinn, á brunadeild þar sem hann var í einhverja tíu daga undir hitalampa. Vignir: Svo gengur nú ýmislegt á. Það eru sumir sem hafa alltaf sama búninginn og hann er alltaf rifinn. Gummi: Já, já, það eru allskonar hefðir sem myndast í þessu. En þetta var ægilegt bras á okkur þegar þeir voru uppi á hóteli á þeim árum sem var alltaf verið að gera tilraunir. Við tjölduðum meira að segja uppi á Selfossbíói. Svanur: Bjuggum til svið.

Það er alltaf gaman þegar jólasveinarnir koma. / ÖG.

Tóti: Fluttum heilu ljóðabálkana þarna uppi. Svanur: Það voru samin ný lög. Gummi: Já, já, það er búið að semja ný lög og texta. Svanur: Það er náttúrulega ein sérstaðan hjá okkur, að við eigum tvö lög eða einn texta og eitt lag. Lag sem að Labbi í Glóru bjó til við jólasveinakvæði og texta sem Ingimundur Einarsson gerði við Eyjalag. Vignir: Hversu langt ferli er þetta á hverju ári? Gummi: Við byrjum auðvitað um leið og við hættum á hverju ári (hlær). Tóti: Nei, það má eiginlega segja að við hittumst svona um miðjan nóvember. Svanur: Sko, það er búningafundur annan fimmtudag í desember. Þá eru allir kallaðir saman, en þá erum við búnir að koma einu sinni saman, kannski hálfum mánuði fyrr. Tóti: Og fara yfir hlutina. Svanur: Og í aðdragandanum að því er Gissur, framkvæmdastjóri ungmennafélagsins, og umboðsmaðurinn búnir að gera eitthvað. Svo er umboðsmaðurinn daglega að gera eitthvað fram á þrettándann nema á jóladag, gamlársdag og nýársdag - það eru einu dagarnir sem ekkert er verið að gera. Gummi: Það eru dagar þar sem ekkert er gert. Tóti: Svo lýkur þessu á þrettándanum og þá tökum við einn lokafund þar sem við förum yfir, vegum og metum og gerum svo skýrslu. Gummi: Hvort það þurfi að gera fleiri búninga og hvernig staðan sé á því. Tökum allt og förum með það í hreinsun, þvott og viðgerðir. Það þarf að ganga frá því öllu og koma því svo öllu saman og pakka í geymslu fyrir næsta ár. Vignir: Þannig að þetta er svona tveggja mánaða ferli. Gummi: Já, já, það er smá svona aksjón í því. Svanur: Við erum mjög harðir á því að ná inn öllum búningum og þrífa alla búningana og þess háttar. Umboðsmaðurinn þarf að hringja tíu sinnum í sama manninn og það eru nokkrir svoleiðis, það er bara vitað fyrirfram hverjir það verða. En það er bara hringt og svo aftur eftir tvo, þrjá daga eða viku. Svo kemur að því að umboðsmaður-

Profile for Ungmennafélag Selfoss

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Profile for selfoss
Advertisement