Page 77

hérna á malarvellinum og erum komnir núna yfir á Gesthúsasvæðið. Einu sinni vorum við niðri við á. En þetta er orðið í fastari skorðum. Tóti: Á tímabili vorum við alltaf í einhverri tilraunastarfsemi. Svo sögðum við bara að þetta væri komið gott. Þá var bara kominn stíllinn og þá var því bara haldið. Þannig er það búið að vera í nokkur ár. Vignir: En kallar þessi fjöldi sem mætir á þessa viðburði ekki á að þið þurfið að gefa fólki það sem það býst við? Gummi: Mikil ósköp. Svanur: En við erum ekkert að reyna að toppa okkur eða að gera þetta einhvern veginn óviðráðanlegt. Gummi: En þetta er auðvitað heilmikil vinna. Undirbúningsvinna fyrir þrettándann, bæði blysin, brenna, olía, flugeldasýning, þetta kallar orðið á hellings mannskap og menn eru að gera þetta oft á vinnutíma. Svanur: Við höfum lagt metnað okkar í það að bjóða upp á það sem fólkið þekkir, vera alltaf á sama tíma og fólk veit að þetta er búið eftir þrjú korter frá því að gangan leggur af stað og þar til að flugeldasýningin er búin. Tóti: Það kemur eiginlega engum á óvart. Þetta er bara svona.

Gummi og Þröstur fylgjast með brennunni. Svanur: Í sjálfu sér hefur þetta verið meitlað niður eins og við viljum hafa þetta. Vignir: En það hefur líka heilmikið komið út úr þessu starfi? Gummi: Já, já, þetta er fjáröflun fyrir félagið. Þó að nefndin sé með sjálfstæðan fjárhag þá renna allir fjármunir sem koma inn í ungmennastarfið. Svanur: Það gutlar ekkert út. Við erum fastheldnir á peningana. Það verða til peningar og við höfum sett pening í þetta hús, Tíbrá, og það sem er hérna inni. Þetta fer í verkefni sem nýtast félaginu í heild, öllum deildum, þá er mjög upplagt að styrkja framkvæmdir hér, í þessu húsi. Það fer ekki í daglegan rekstur heldur til að byggja upp þjónustuna, búninga, kerrur og dót. Gummi: Allt sem við þurfum. Tóti: Og svo inn í Ungmennafélagið. Svanur: Það fer enginn í þennan pening öðruvísi en að tala við okkur.

Vignir: Ykkar hlutverk hafa kannski breyst aðeins. Saknið þið þess að vinna mjög náið með þessum sveinum? (allir hlæja) Tóti: Ég segi fyrir mig nei. Ég sakna þess ekkert. Það var bara kominn tími á það, fann ég bara. Það var komið nóg þegar maður var búinn að vera öll þessi ár í þessu þá fann maður bara það að aðrir taka við því og að ég myndi bara vera í einhverju öðru til stuðnings, að hella upp á kaffi og fleira. Gummi: Ég setti mér það þegar starfið var orðið svo mikið í kringum þetta að maður mátti eiginlega ekki vera að því að vera með körlunum sjálfur. Þá hjó ég á hnútinn sjálfur þegar það voru komin 25 ár í röð. Þá var það bara fínt. Svanur: Það hættu allir á sama tíma. Gummi: Það er bara þannig þegar þróunin hefur orðið svona og þetta er orðið mikið stærra, að það þurfa að vera einhverjir sem eru að halda utan um dæmið. Öðruvísi gengur þetta ekki upp. Vignir: Það er auðvitað hellings reynsla í þessu hópi. Hvernig hefur ykkur gengið að miðla henni til nýrra kynslóða? Gummi: Ég get ekki annað sagt en að mér hafi gengið það mjög vel. Ég á fjóra peyja og þeir eru allir í þessu og búnir að vera alveg af lífi og sál... og barnabörn meira að segja líka. Svanur: Það hafa orðið til, hvað eigum við að segja, einhverjir taktar, hefðir og brandarar. Það er ýmislegt til og þetta lifir ennþá þessi þróun. Hún skilar sér til yngri kynslóða. Tóti: Við leggjum áherslu á að það séu haldnar í heiðri þessar reglur sem að tengjast þessu og það er það sem við erum að flytja til yngri kynslóða og leggjum áherslu á það. Við höfum orðið að taka á svona málum sem tengjast einhverju sem við vorum í raun ekki sáttir við. Þannig að við leggjum áherslu á það að þetta sé alvöru og að þetta séu góðir menn. Svanur: Ef okkur finnst eitthvað athugavert þá förum við í það mál. Tóti: Sem betur fer er mjög lítið um að upp komi eitthvað sem menn eru ekki sáttir við.

Krakkarnir bíða spennt eftir að jólasveinarnir birtist. / ÖG.

Vignir: Er það ekki svolítið magnað að svona skemmtimennska geti gert svona hluti, hent milljónum í Ungmennafélagið á þennan hátt? Gummi: Jú, jú, en það er líka geysilegur velvilji. Maður sér það á þátttökunni í öllu. Maður sér það á pakkaþjónustunni, þá streymir liðið inn því það vill fá jólasveina í heimsókn á aðfangadag. Það kemur hingað með 600 pakka, það þýðir 600 börn. Við höfum alltaf haldið kostnaði í lágmarki. Svanur: 600 krakkar. Þá er verið að heimsækja 1800-2000 manns.

Vignir: Þetta eru ansi marga fjölskyldumyndir sem hópur tengist. Svanur: Fólk á orðið minningar þessu tengt. Fólk sem fékk jólasveina í heimsókn þegar það var börn, það á orðið börn og jafnvel barnabörn. Gummi: Þau verða að halda þeim sið gangandi. Tóti: Þetta er orðið það gamalt. Svanur: En samt sama stjórnin. Gummi: Alveg bráðung. Svanur: Þetta er auðvitað mjög þakklát starf. Þetta er svo ofboðslegur velvilji og svo koma líka tekjur út úr því. Gummi: Þetta er auðvitað bónus á það. Auðvitað er voðalega gaman að fá klapp á bakið í kringum þennan þrettánda og jólin og allt saman, að við skulum nenna þessu endalaust. En þetta er auðvitað gaman. Maður væri ekki að þessu ef þetta væri leiðinlegt. Það er bara svoleiðis. Tóti: Það er partur af þessu og þeir sem koma að þessu, þessi hópur sem er þarna, þetta er bara skemmtilegur hópur. Þetta eru menn sem koma með jákvæðu hugarfari og eru ekkert að koma til að vera bara hundleiðinlegir og vera með vesen. Þetta er skemmtun og þannig horfa allir á þetta. Það er það sem skiptir máli, að njóta þess. Gummi: Svo tökum við alltaf eitt gigg á ári núna, búnir að gera í nokkur ár, alveg fyrir utan þessa jólasveinavertíð. Þá hittumst við einu sinni, bara svona frjálst, grillum saman, höfum gaman og búum til hátíð. Þar mæta þetta 20–30 hausar og hafa gaman eina kvöldstund. Svanur: Svona haustgrill. Gummi: Það styrkir hópinn. Vignir: Hversu margir koma að þessu? Gummi: Þetta er náttúrulega orðið í svolítið föstum skorðum núna og búið að vera það í nokkur ár, dálítið mörg. En það er alveg ótrúlegur fjöldi sem kemur að þessu öllu saman. Það eru yfirleitt um 40 hausar sem eru skráðir í þetta og koma að þessu á hverju ári. Það er allavega hátt í það sem aðstoða hérna á aðfangadagsmorgun. Vignir: Er eitthvað vitað hversu margir hafa komið að þessu frá upphafi? Gummi: Nei, en það er alveg óheyrilegur fjöldi. Svanur: Okkur hefur verið dottið í hug að

77

BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss

Profile for Ungmennafélag Selfoss

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Profile for selfoss
Advertisement