Page 74

Nýir svartbeltingar, Sigurjón Bergur (t.v.) og Ólöf (t.h.) ásamt Daníel Jens yfirþjálfara.

Ingibjörg Erla sýnir listir sínar.

Kritstín Björg og Ingibjörg Erla á EM í Sviss.

TAEKWONDO

Árið hjá taekwondodeild Selfoss var mjög viðburðaríkt og starfið í miklum blóma um þessar mundir. Við byrjuðum tímabilið á því að fylla alla krakkaflokka hjá okkur og stefnum við á að fjölga æfingum næsta haust. Við ætlum að efla samstarf okkar við Einherja í Mudo gym sem er félag meistara deildarinnar Sigursteins Snorrasonar en þangað sækjum við reglulega æfingabúðir og aðrar æfingar sem henta vel fyrir lengra komna iðkendur. Samstarf okkar við Einherja gerir okkur einnig kleift að sækja æfingabúðir með Team Nordic og fórum við meðal annars með keppendur til Króatíu, Danmerkur og Svíþjóðar til að æfa með því frábæra liði. Við eignuðumst tvö ný svört belti á tímabilinu þau Ólöfu Ólafsdóttur 1. dan og Sigurjón Berg Eiríksson 2. dan. Óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn. Á næstu árum er takmarkið að fjölga svörtum beltum enn frekar. Við héldum stærstu æfingabúðir ársins, í samstarfi við Mudo gym, með Aaron Cook og Bianca Walkden ólympíuförum en Bi-

Kristín Björg og Brynjar Logi ásamt Sigursteini meistara á Riga Open.

Sigurður Hjaltason brýtur með sparki í beltaprófi.

anca vann til bronsverðlauna á leikunum í Ríó. Þátttakendur í æfingabúðunum voru yfir 100 talsins og höfðu allir gagn og gaman af. Deildin er eins og vanalega með keppendur í landsliðum bæði í bardaga og formum. Nú eru margir upprennandi iðkendur okkar farnir að banka á dyrnar hjá landsliðum TKÍ. Iðkendur deildarinnar unnu fjöldann allan af verðlaunum á mótum bæði innanlands sem utan á árinu og ber hæst að nefna sex Íslandsmeistaratitla í bardaga. Ein af okkar aðalkempum, Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, landaði þriðja sæti á European University Games og keppti hún einnig á Evrópumótinu fyrir Íslands hönd þar sem hún endaði í níunda sæti. Einnig landaði Brynjar Logi Halldórsson þriðja sæti á Riga Open G1 og varð þar með fyrstur íslenskra keppenda að vinna til verðlauna á G-class móti í flokki unglinga í bardaga. Frábær árangur frá okkar fólki. Daníel Jens Pétursson, yfirþjálfari.

Þátttakendur í beltaprófi í maí 2016.

74 BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss

Profile for Ungmennafélag Selfoss

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Profile for selfoss
Advertisement