Page 7

Viðburðaríkt 80 ára afmælisár Ungmennafélags Selfoss

S

tarfsár Ungmennafélags Selfoss sem nú er að ljúka var heldur betur viðburðaríkt og ber þar hæst að haldið var upp á 80 ára afmæli félagsins með glæsilegri afmælishátíð laugardaginn 28. maí. Þar voru sex einstaklingar og afar góðir félagar okkar sæmdir gullmerki félagsins auk þess sem einstakir félagar okkar, fyrrum formenn og ávallt drifkraftar félagsins Sigurður Jónsson og Björn Ingi Gíslason voru gerðir að heiðursfélögum Umf. Selfoss. Við sama tækifæri voru níu glæsilegir einstaklingar sæmdir silfurmerki félagsins og á starfsárinu hafa 26 frábærir félagar okkar bæst í þann hóp. Flestir þessara einstaklinga hafa verið heiðraðir á aðalfundum deilda og er það hluti af stefnu félagsins að veita silfurmerki á aðalfundum deilda en gullmerki verða afhent og heiðursfélagar kosnir á aðalfundi félagsins. Jafnframt er stefnt að því að veita heiðursmerki félagsins árlega í stað þess sem verið hefur að einskorða afhendingu við stórafmæli félagsins. Þú ert nú með í höndunum nýjan árgang af Braga, ársriti Umf. Selfoss. Í fyrra varð sú breyting að gefa ársrit félagsins út árlega í stað hefðbundinnar ársskýrslu félagsins. Mæltist þetta vel fyrir og var blaðið í fyrra glæsilegt og ekki síður merkileg söguleg heimild um starf félagsins á víðum grunni. Ritnefnd Braga var og er skipuð þeim Erni Guðnasyni, Guðmundi Karli Sigurdórssyni og Vigni Agli Vigfússyni og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf við efnissöfnun, greinaskrif og uppsetningu blaðsins. Líkt og í fyrra inniheldur Bragi ársskýrslur deilda sem lagðar voru fram á aðalfundum þeirra fyrr á árinu. Er stjórnum deilda færðar þakkir fyrir að færa skýrslurnar samviskusamlega til bókar. Ársreikningar, lög

félagsins og fundargerð síðasta aðalfundar verða í fundargögnum aðalfundar Umf. Selfoss en eru hins vegar ekki í ritinu. Þess í stað er nánari umfjöllun um einstök afrek ásamt viðtölum við iðkendur, afreksmenn og þjálfara. Af nógu er að taka í því metnaðarfulla og faglega starfi sem unnið er innan félagsins og ljóst að ekki er hægt að gera öllu fullkomin skil í ritinu, þótt veglegt sé.

Til nokkurra ára hafa verið starfandi átta deildir innan Ungmennafélags Selfoss og varð engin breyting á því starfsárið 2016– 2017. Ásamt framkvæmdastjórn mynda formenn deilda þrettán manna aðalstjórn sem fundaði átta sinnum á starfsárinu en framkvæmdastjórn félagsins hélt ellefu fundi á sama tímabili. Engar breytingar urðu á akademíum sem deildir félagsins reka í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Frjálsíþróttaakademía var rekin annað árið í röð af frjálsíþróttadeild og er fjöldi þátttakenda stöðugur. Þá reka handknattleiksdeild og fimleikadeild akademíur við skólann sem sjálfstæðar rekstrareiningar og eru akademíurnar rótgrónar í starfi deildanna og skólans. Þá á knattspyrnudeildin sem fyrr gott samstarf við Knattspyrnuakademíu Íslands á Suðurlandi sem starfar einnig við skólann. Eins og mörg undanfarin ár er íþróttaog útivistarklúbbur Ungmennafélags Selfoss starfræktur í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg yfir sumarmánuðina og hélt fimm námskeið sl. sumar. Virkar nefndir eru íþróttavallarnefnd og jólasveina- og þrettándanefnd. Þá eru skipaðar af aðalstjórn; mannvirkjanefnd, minjaverndarnefnd og afmælisnefnd félagsins en hún vann einmitt gott starf í tengslum við 80 ára afmæli félagsins á seinasta ári.

Stjórn og deildir

Bætt aðstaða og þjónusta

Skýrsla stjórnar 2016–2017

Guðmundur Kr. Jónsson, formaður Umf. Selfoss.

Engin breyting varð á framkvæmdastjórn félagsins á seinasta aðalfundi þar sem Guðmundur Kr. Jónsson var endurkjörinn formaður félagsins, Sverrir Einarsson gjaldkeri og Viktor S. Pálsson ritari ásamt Hjalta Þorvarðarsyni og Jóhanni Helga Konráðssyni meðstjórnendum.

Breytingar voru gerðar á skrifstofuaðstöðu félagsins í félagsheimilinu Tíbrá sem miða að því að halda enn betur utan um og þjónusta allt starfsfólk félagsins. Á skrifstofu Umf. Selfoss starfa sem fyrr framkvæmdastjóri félagsins, Gissur Jónsson, og bókari, Aðalbjörg Skúladóttir, auk þess sem Svein-

7

BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss

Profile for Ungmennafélag Selfoss

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Profile for selfoss
Advertisement