Page 62

skiptið hafi verið erfiðara. „Ég grét allan sunnudaginn og var bara í þunglyndiskasti þegar ég áttaði mig á því að þetta væri bara búið. En í fyrra skiptið var maður að njóta þess. Ég var ekkert viss um að ég myndi einhvern tímann spila úrslitaleik með Selfossi á Laugardalsvelli með 2.000 Selfyssinga að horfa á mann,” segir Guðmunda.

hef þurft að gera. Það er mjög skrýtið og ég er enn að venjast því að mæta á æfingar án þess að ég sé að fara að hitta bestu vinkonur mínar og skrýtið að vera ekki að hanga í klefanum og að sjá stelpurnar ekki á hverjum degi. Það er það sem er erfiðast og maður er alltaf með smá heimþrá á Selfoss.” Hún segir að félagið og fólkið á Selfossi hafi sýnt þessari ákvörðun skilning. „Bæði hefur félagið stutt við bakið á mér og ég kem reglulega hingað og er að chilla með Sveinbirni (Mássyni) og eitthvað,” segir Guðmunda og bætir við að samherjar hennar hafi skilið þetta líka. „Þær vissu hvert ég er að stefna og ég hef fengið ótrúlega góð viðbrögð. Fólk skilur þetta sem er ótrúlega gott og gott að geta komið hingað án þess að það séu leiðindi.” Guðmunda hefur nú verið í nokkra mánuði hjá Stjörnunni og segist hún enn vera að venjast nýju félagi og nýjum samherjum. „Við erum að æfa oftar en ég var vön sem hentar mér vel. Æfingalega séð þá eru öðruvísi áherslur heldur en voru á Selfossi. Selfoss hefur alltaf verið meira skyndisóknarlið, meira varnarlið. Á meðan Stjarnan er meira að sækja og halda bolta. Það er alveg smá nýtt fyrir mér og ég þarf að skipta um leikstíl sem er bara gott því þá er ég komin með tvö leikstíla sem ég get nýtt mér,” segir Guðmunda. Eitt hefur ekki breyst þótt hún sé komin í nýtt félag. Hún er þegar byrjuð að skora mörk. „Það gengur aðeins betur núna í Lengjubikarnum heldur en í Faxaflóamótinu og svo er ég bara aðeins byrjuð að þekkja inn á stelpurnar og þær að þekkja inn á mig. Vonandi er þetta eitthvað sem heldur áfram,” segir Guðmunda.

Ætlar að vera í EM-hópnum

Guðmunda Brynja spilaði sinn fyrsta leik fyrir A-landsliðið árið 2013 gegn Serbíu. „Það var gott ár fyrir mig. Við Gunni unnum mjög vel saman og það var sameiginlegt markmið okkar að ég myndi komast í landsliðið. Ég var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar það ár og það hjálpaði mér mjög mikið,” segir Guðmunda og rifjar upp leikinn. „Ég spilaði síðustu tíu mínúturnar og kom inn fyrir Hörpu Þorsteins. Ég man bara að við vorum 2-0 yfir og vorum bara að fara að halda þessu. Ég ætlaði að hlaupa eins og ég gat og sýna mig. Ég var ógeðslega þreytt. Mér leið eins og ég hefði hlaupið 90 mínútur.” Hún var fyrst valin í landsliðshóp þegar hún var 17 ára og viðurkennir að það hafi verið sérstakt. Ekki síst vegna þess að hún var komin á æfingu með fyrirmyndinni sinni, Hólmfríði. „Það var smá sjokk. Það er allt öðruvísi að fá að umgangast hana heldur en að sjá hana í sjónvarpinu. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér fyrst, ég er nýbyrjuð að vera kúl í kringum hana,” segir Guðmunda og hlær. „Þá voru þarna Edda Garðars, Margrét Lára og fleiri stelpur sem maður var búin að líta upp til. Það var mjög óraunverulegt. Ég man ég var í reit og ég kloppaði Eddu Garðars og ég held að það sé án gríns eins og að skora landsliðsmark fyrir mig, mér leið svo vel eftir það.” Eins og þekkist í íþróttaliðum fara nýir leikmenn í gegnum vígslu. Guðmunda var engin undantekning en viðurkennir þó að hafa verið nokkuð heppin með sína vígslu. „Það voru ótrúlega margar nýjar valdar þegar ég var valin í hópinn gegn Serbíu. Það var vígsla fyrir þjálfarann og svo voru margar nýjar,” segir Guðmunda og lýsir vígslunni á þennan hátt: „Ég og Anna Björk Kristjánsdóttir fengum að gera þetta saman og áttum að gera nútímadans við Wrecking ball. Það fóru tveir eða þrír tímar í að semja dans og æfa hann. Þessi dans er mjög flottur, hann er til einhvers staðar á myndbandi. Það var sett upp „dance-off“ með átta, níu leikmönnum og þjálfurum og við unnum þessa keppni.” Þegar hún er spurð um framtíðarmarkmið sín með landsliðinu er Guðmunda ekki lengi að svara. „Það er klárlega að vera í EM-hóp og það er markmið sem ég hef verið að vinna að síðan ég gat byrjað aftur að æfa. Það er gerandlegt markmið ef ég stend mig vel. Ef þú ert duglegur, ert að borða vel og gera allt sem á að gera þá fer það ekkert framhjá þjálfaranum,” segir Guðmunda.

Að fara frá Selfossi

Guðmunda segir að hún hafi fengið tilboð um að fara frá Selfossi á hverju ári síðan hún

62 BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss

Efri mynd: Guðmunda Brynja fer auðveldlega framhjá varnamanni Ísraels. Mynd: KSÍ Neðri mynd: Guðmunda Brynja með landsliðinu í Algarve. Mynd: KSÍ.

byrjaði að spila með meistaraflokki en hún hafi aldrei viljað fara. „Það er eitthvað sem ég sé ekki eftir. Við áttum frábær tímabil,” segir Guðmunda. En eftir að liðið féll vissi hún að tíminn væri kominn. „Við féllum á föstudegi, slúttið var á laugardegi, svo var hringt í mig á sunnudegi og eftir það stoppaði ekki síminn hjá mér. Ég fékk fullt af tilboðum frá liðum hérlendis og svo fékk ég eitt tilboð erlendis.” Hún ákvað á endanum að semja við Stjörnuna sem hefur verið stórveldi í knattspyrnu á Íslandi undanfarin ár. „Það sem Stjarnan hafði fram yfir öll hin liðin var að liðið er að fara í Evrópukeppnina og ég taldi að það væri besti kosturinn fyrir mig að geta notað þann glugga til að vera sýnileg öðrum liðum utan Íslands. Líka upp á reynslu og ef ég meiðist eða hætti í fótbolta get ég sagst hafa spilað í Evrópukeppni - það eru ekkert allir sem geta sagt það,” útskýrir Guðmunda, en auk þess þekkir hún þjálfara liðsins vel. Jafnvel þótt hún hafi vitað að hún þyrfti að fara frá Selfossi, segir Guðmunda að ákvörðunin hafi verið erfið. „Það er ömurlegt að þurfa að skilja við þær í þessari stöðu. Maður hefði alltaf viljað skilja við liðið í toppstöðu í efstu deild og að spila vel,” segir Guðmunda en hún þurfti að hugsa um sinn ferli. „Það er EM-ár og ég gat ekki verið að spila í 1. deildinni, en þetta er klárlega eitt það erfiðasta sem ég

Ætlar í atvinnumennsku

Guðmunda er ekki lengi að svara þegar hún er spurð hvert markmið hennar sé með Stjörnunni í sumar. „Að vera Íslandsmeistari, það er eitthvað sem mig langar að gera,” segir Guðmunda og bætir við að hún hafi einnig sett sér persónuleg markmið. „Markmiðið mitt er að bæði skora og leggja upp meira en ég hef gert áður. Það er hægt því ég mun komast í fleiri færi með Stjörnunni en ég hef gert áður.” Það hefur lítið breyst varðandi langtímamarkmiðið hennar. Hún stefnir enn á atvinnumennsku. „Ég fékk náttúrlega að prófa að vera atvinnumaður í sex vikur. Fá að æfa tvisvar á dag, þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu og fá borgað fyrir það. Á meðan líkaminn leyfir, af hverju ekki að taka nokkur ár og gera það sem þér finnst gaman að gera,” segir Guðmunda. Hún hefur þó alls ekki útilokað að koma einn daginn aftur á Selfoss og spila með gamla félaginu. „Ég hugsaði um það þegar ég fór, að ég get alltaf komið til baka. Það kitlar alveg að koma til baka eftir nokkur ár og láta Sveinbjörn borga mér aðeins meira,” segir Guðmunda og hlær. „Vonandi verður Selfoss komið aftur í úrvalsdeild og ef ekki að hjálpa því að komast þangað. Geta þá miðlað minni reynslu til yngri leikmanna sem vonandi geta nýtt sér það,” segir Guðmunda Brynja.  Viðtal: Vignir Egill.

Profile for Ungmennafélag Selfoss

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Profile for selfoss
Advertisement