Page 60

Hún var 12 ára þegar hún áttaði sig á því að hún gæti mögulega gert góða hluti í boltanum. „Ég held að það hafi verið á Pæjumótinu í Eyjum. Ég var valin í landslið Pæjumótsins og gekk mjög vel. Ég skoraði mark í úrslitaleiknum, skoraði mikið á mótinu og var svo valin efnilegasti leikmaðurinn á mótinu,” segir Guðmunda. Tveimur árum síðar komst Ísland á EM og það sýndi Guðmundu að það væri í lagi að setja markið hátt. „Á þessum árum, frá 2006 til 2008, var mikill uppgangur í kvennaknattspyrnunni á Íslandi, landsliðið okkar orðið gott og stelpur að fara út í atvinnumennsku, og þá áttar maður sig á því að maður gæti gert þetta að atvinnu.”

Grét þegar hún missti af landsliðsæfingu

Að finna fyrirmyndir í íslenskum knattspyrnustelpum reyndist Guðmundu mikilvægt. „Þá var ég ekkert lengur bara að líta upp til Beckham eða Giggs, þetta voru fyrirmyndir sem ég náði að tengja meira við. Kvenmenn og Íslendingar,” segir Guðmunda og bætir við að hennar helsta fyrirmynd hafi komið frá Hvolsvelli. „Ég hef alltaf verið mikill Fríðuaðdáandi, Hólmfríður Magnúsdóttir var sú sem ég leit mest upp til.” Þegar hún var 14 ára gömul var búið að velja hana í unglingalandslið Íslands. „Þá var ég valin á U16 ára æfingu og missti af henni því ég var í útlöndum,” segir Guðmunda og viðurkennir að það hafi verið erfitt að komast ekki á þá æfingu. „Það var mikið grátið og það voru mikil vonbrigði að komast ekki á hana. Svo um haustið var ég valin aftur. Þá var kominn nýr hópur og ég hélt mér þar inni og keppti með öllum yngri landsliðunum.” Guðmunda Brynja hefur góð ráð fyrir þá krakka sem vilja verða efnilegt knattspyrnufólk. „Það sem hefur hjálpað mér mjög mikið er að ég fer á æfingu til að bæta mig. Ég fer ekki á æfingu bara til að vera með. Ef það er einhver keppni þá vil ég vinna hana,” segir hún. „Ef það er eitthvað sem ég er léleg í þá reyni ég að bæta mig. Ég mæti oft fyrr á æfingar núna og æfi sendingar og aðrar auka æfingar.”

Þroskaðist mikið sem leikmaður

Guðmunda fékk sitt fyrsta tækifæri með meistaraflokki í Lengjubikarnum árið 2009, þá 15 ára gömul. „Dóri Björns (Halldór Björnsson) var þá að þjálfa liðið og við vorum að spila á móti Haukum. Við unnum, að mig minnir, 2-0 og ég skoraði,” rifjar hún upp. (Innskot blaðamanns: leikurinn tapaðist reyndar 2-1 en að sjálfsögðu skoraði Guðmunda Brynja). „Svo tók Dóri mig inn á æfingar og ég fæ að æfa alveg með meistaraflokknum og það var gert í samstarfi við Gumma Sigmars (Guðmund Sigmarsson), sem var þá að þjálfa mig í 3. flokki, að ég fengi bara að æfa með meistaraflokki.” Hún segir að Selfossliðinu hafi gengið ágætlega þetta sumar. Liðið komst í úrslitakeppnina þar sem það tapaði gegn Haukum. „Það var skrítið sumar. Ég byraði á því að skora og skoraði svo bara ekki neitt. Ég

60 BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss

missti Selfoss af sæti í efstu deild í úrslitakeppni og nú eftir að hafa klúðrað vítaspyrnu á lokakafla leiksins. „Ég held að það hafi verið gott að við komumst ekki upp í úrvalsdeild þá. Við vorum bara tveggja ára gamalt lið og höfðum ekkert erindi í efstu deild.”

Annar hugsunarháttur

held að ég hafi skorað tvö mörk yfir allt tímabilið, en var mjög duglega að klúðra dauðafærum. Ég myndi kenna því um að ég hafi verið ung og reynslulaus,” segir Guðmunda. Hún er á því að liðið hafi verið ágætt þrátt fyrir að vera ungt og óreynt. „Við vorum bara nýbyrjaðar. Þetta voru mikið af stelpum sem voru á 2. flokks aldri og stelpur sem voru bara nýgengnar upp úr 2. flokki og höfðu því enga reynslu af því að spila í meistaraflokki. Það er mikil munur á því að spila í 2. flokki og meistaraflokki. Svo vorum við með gamlar kempur, Hafdísi Jónu (Guðmundsdóttur) og Arnheiði (Ingibergsdóttur), sem voru að spila með okkur og voru góðar,” rifjar hún upp. Eftir tímabilið hætti Halldór Björnsson með liðið og Selfoss fékk reyndan þjálfara, Helenu Ólafsdóttur, til að taka við þjálfun liðsins. „Það sýndi metnaðinn hjá félaginu að ráða svona stórt nafn á þessum tíma. Þá sýndi Selfoss að það var tilbúið að gera mikið fyrir kvennaboltann og hjá okkur gekk líka mjög vel,” segir Guðmunda. Fyrir tímabilið sleit Katrín Ýr Friðgeirsdóttir krossband og þá var fengin inn önnur kempa í Olgu Færseth. „Það var eitt idolið mitt. Manneskja sem er markahæsti leikmaður Íslandsmótsins frá upphafi og kom bara á Selfoss í 1. deildina að spila með okkur,” segir Guðmunda og hlær. Aftur

Guðmunda Brynja, fyrirliði Selfoss, ásamt Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur fyrirliða Stjörnunnar fyrir úrslitaleikinn 2015.

Byrjunarlið Selfoss í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ 2015. Efri röð f.v.: Guðmunda Brynja, Eva Lind, Bríet Mörk, Dagný, Heiðdís og María Rós. Neðri röð f.v.: Donna Key, Anna María, Chanté, Thelma Björk og Erna. Mynd: GKS.

Eftir tímabilið hætti Helena með liðið og þær fengu þriðja þjálfarann á þremur árum þegar Björn Kristinn Björnsson, Bubbi, var ráðinn. „Hann kom inn með hugmyndir og við náðum markmiðum okkur og fórum upp um deild. Þá vorum við tilbúnari með sterkara lið en við höfðum verið með. Margar ungar og efnilegar sem höfðu orðið Íslandsmeistarar árið áður með 3. flokki að spila,” segir Guðmunda. Liðið þurfti að hafa fyrir því að komast upp. „Við töpuðum 3-2 gegn Keflavík í útileik og þær komu svo hingað í viðbjóðslegu veðri og við unnum 6-1. Þá tryggðum við okkur upp í fyrsta skipti. Þá fannst mér við vera orðnar tilbúnar og svo var gott að halda þjálfaranum. Þá vorum við með sömu áherslurnar og ekki alltaf verið að skipta.” Hún viðurkennir að fyrsta ár liðsins í efstu deild hafi verið mjög áhugavert. „Við settum ekki met, en við fengum á okkur 77 mörk í deildinni. Þetta voru að meðaltali 4,3 mörk í leik sem við fengum á okkur, en við töpuðum leikjunum sem við áttum að tapa og unnu bara réttu leikina,” segir Guðmunda. Liðið náði að halda sæti sínu í deildinni sem var gríðarlega mikilvægt. „Ég held að það hefði skemmt kvennaboltann hér á Selfossi ef við hefðum fallið þá aftur. Það er ekkert víst allar sem voru þá hefðu haldið áfram.” Eftir tímabilið var Gunnar Borgþórsson ráðinn þjálfari. „Hann kom með áherslur varðandi annað og meira en fótbolta. Hann fer að pæla meira í hópnum, með að mæta á réttum tíma og mæta í réttum æfingafötum. Það kom meiri agi og þetta var ekki bara hobbý lengur,” segir Guðmunda um Gunnar.„Það kom allt öðruvísi hugsun í liðið.”

Profile for Ungmennafélag Selfoss

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Profile for selfoss
Advertisement