Page 59

Enginn meistaraflokkur fyrstu árin

BRYNJA

Ein af minningum Guðmundu frá fyrstu árum sínum í boltanum eru frá íþróttahúsinu í Gagnheiði. „Við æfðum í sal sem lak á veturnar og það var fata á miðju gólfi,” rifjar hún upp. „Við gátum oft bara notað hálfan völlinn eða að það var bannað að fara á miðjuna þegar við vorum að spila. Síðan vorum við bara að æfa á malarvellinum eða grasinu á sumrin,” segir Guðmunda. Hún segir að árgangarnir á undan henni, stelpur fæddar árin 1989, 1990 og 1991, hafi gert gríðarlega mikið fyrir knattspyrnuna á Selfossi. „Þær ýttu á að næsti flokkur yrði stofnaður á Selfossi. Það var ekki meistaraflokkur fyrr en ég er á eldra ári í 3. flokki, þá var fyrst stofnaður meistaraflokkur og eldri stelpurnar eru frumkvöðlarnir að því,” segir Guðmunda. Hún viðurkennir að það hafi verið skrýtið að æfa íþrótt sem hafði engan meistaraflokk. „Það var búið að velja mig í landsliðið og þá hugsaði ég að það væri ekkert til að stefna að hérna. Eftir 2. flokkinn var þetta kannski bara búið fyrir mig hérna og ég þyrfti að skipta um lið,” segir Guðmunda. En sem fyrr voru það eldri stelpurnar sem urðu til þess að það breyttist. „Það hefur skilað mörgum efnilegum stelpum og gott fyrir ungu stelpurnar hérna að vita að þær þurfi ekki að skipta um lið, að þær geti spilað upp með sínu liði sem er auðvitað mikill kostur.” Þrátt fyrir að það væri enginn meistara-

flokkur þegar Guðmunda var í yngri flokkunum á Selfossi varð það ekki til þess að hún færi að æfa aðrar íþróttir. „Ég prófaði flest allt og fór á eina og eina æfingu, en ég myndi ekki segja að ég hafi verið að æfa aðrar íþróttir,” segir Guðmunda og viðurkennir að það hafi verið nóg að gera í fótboltanum. „Ég var oft að æfa með þremur flokkum, þannig að maður var á vellinum frá kl. 10 til 16 alla daga á sumrin. Þannig að það var alveg nóg að gera að vera í fótbolta.“

Þekkir það að vera sigurvegari

Árgangurinn hennar Guðmundu á Selfossi varð fljótt með þeim bestu á landinu. „Við vorum Íslandsmeistarar í 3. flokki og vorum í verðlaunasæti á flest öllum mótum sem við fórum á. Við vorum alltaf með ótrúlega sterkt lið og vorum alltaf að stríða þessum stóru liðum, Breiðablik og FH, við vorum oft að keppa við þær,” segir Guðmunda og bætir við að liðið hafi alltaf staðið í stærri félögum. „Upplifunin mín var alltaf sú að við værum með mjög gott lið miðað við liðin á höfuðborgarsvæðinu sem voru með 100 stelpur að æfa. Við vorum ekkert síðri en þær sem segir að það var unnið mjög gott starf á Selfossi og þar var gert margt rétt í þjálfun.” Liðið stóð sig gríðarlega vel og stelpurnar kynntust sigurtilfinningunni vel. „Maður þekkir það að vera sigurvegari og svo að tapa í úrslitaleik. Maður er með góða reynslu af því,” segir Guðmunda og hlær.

Ég allavega fékk að spila með A-liðinu í marki. Þannig að ég var í A-liðinu í marki og var svo útileikmaður í B-liði. Það var alltaf nóg að gera hjá mér á mótum,” segir Guðmunda. Þetta breyttist þó þegar hún var 12 ára. Hún lagði hanskana á hilluna og breyttist fljótt í markvarðahrelli. „Ástæðan af hverju ég hætti í markinu var að við vorum þrjár í markinu, tvær í mínum árgangi og önnur sem er einu ári eldri en ég, og við vorum allar svipað góðar. Þannig að ég ákvað bara að leyfa þeim að vera í marki og fór þá bara að einbeita mér að því að vera útileikmaður,” segir Guðmunda og þarf hún sennilega ekki að sjá mikið eftir þeirri ákvörðun. Gumunda Brynja í landsleik. Mynd: KSÍ.

59

BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss

Profile for Ungmennafélag Selfoss

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Profile for selfoss
Advertisement