Page 58

GUÐMUNDA

Guðmunda Brynja leiðir lið Selfoss inn á Laugardalsvöll í úrslitaleik bikarkeppninnar 2015. Henni til aðstoðar eru Sóldís Malla Steinarsdóttir (t.v.) og Alexía Björk Þórisdóttir (t.h.) leikmenn 6. flokks Selfoss. Mynd: KSÍ.

58 BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss

„Ég get alltaf komið til baka”

H

ún er einn besti knattspyrnumaður sem Selfoss hefur alið. Frá unga aldri fór hún fyrir Selfossliðinu í knattspyrnu á þeim tíma þegar liðið steig hvert skrefið á fætur öðru í leið sinn á toppinn í íslenskri knattspyrnu. Hún hafði ung spilað sinn fyrsta A-landsleik og ekki leið á löngu þar til þessi mikli markaskorari hafði skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark. Guðmunda Brynja Óladóttir ræðir hér um ferilinn, mörkin, sigra, vonbrigði og það að fara frá Selfossi.

„Ég byrjaði að æfa með Selfossi þegar ég var sex ára hjá Ásdísi Viðars. Ég byrjaði að æfa vegna þess að eldri frændi minn, Magnús Borgar, var búinn að vera að æfa í einhvern smá tíma,” segir Guðmunda Brynja um sín fyrstu skref á knattspyrnuvellinum. „Við vorum mjög góðir vinir og vorum alltaf að leika. Þannig að hann kannski smitaði mig af þessum fótboltaáhuga. Þegar við hittumst var alltaf farið í fótbolta en ekki eitthvað annað sem mig langaði að gera.” Hún var byrjuð að sparka bolta tveimur árum áður en hún mætti á sína fyrstu æfingu, en þegar hún loksins byrjaði að æfa var hún markvörður. „Ég var ágætur markmaður, fannst mér, til að byrja með.

Profile for Ungmennafélag Selfoss

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Profile for selfoss
Advertisement