Page 36

FYRSTI KOSTURINN AÐ KOMA HEIM Einar Sverrisson

S

íðasta vor tryggðu Selfyssingar sér sæti í Olís-deild karla í handbolta eftir dramatíska viðureign gegn Fjölni. Stuttu síðar var tilkynnt um að þrír af bestu fyrrum leikmönnum Selfoss síðustu ár ætluðu að snúa til baka og spila með liðinu að nýja. Þetta voru þeir Árni Steinn Steinþórsson, sem spilaði með SønderjyskE í Danmörku, Einar Sverrisson, sem spilaði með ÍBV, og Guðni Ingvarsson, sem spilaði með Gróttu. „Mér fannst það liggja beint við þegar maður sá að þeir komust upp,” segir Einar Sverrisson um ástæðu þess að hann ákvað að snúa aftur heim á Selfoss. „Það var í rauninni fyrsti kosturinn minn,” bætir hann við. Guðni tekur í sama streng. „Það var svo sem allan tímann vitað áður en ég byrjaði á þessu flakki að ég myndi enda aftur á Selfossi. Svo náttúrulega fóru þeir og konan fékk góða vinnu hérna fyrir austan,” segir

36 BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss

· Guðni Ingvarsson · Árni Steinn Steinþórsson

„Starfið hérna er komið á allt annað plan, nú er þetta orðið allt saman mjög prófessional” Guðni. „Mér fannst þetta mikil rómantík.” Árni Steinn var sá sem kom lengsta leið, alla leið frá Danmörku, og segir helstu ástæðuna fyrir því að hann valdi Selfoss vera þær taugar sem hann ber til félagsins og staðarins. „Það er ekkert betra að vera einhvers staðar annars staðar á Íslandi í dag og ekkert lið á hærri standard en Selfoss. Þannig að þegar ég ákvað að koma heim var ekkert sem mælti gegn því að ég kæmi aftur hingað,” segir Árni. Strákarnir viðurkenna þó að það hafi hjálpað til að vita til þess að gömlu félagarnir ætluðu líka á Selfoss. „Við vorum að

spjalla saman á Facebook og hringja í hvorn annan og við töluðum saman hvort við ættum ekki að drullast í þetta. Það voru allir klárir og ég held að það hafi alveg ýtt undir tilhlökkun að það væru fleiri, eins og Árni og Guðni, að koma,” segir Einar. Það hafi þó skiljanlega skipt miklu máli að liðið komst upp um deild. „Eftir að hafa verið í efstu deild og í góðum liðum þá var ég alltaf að fara að vera í efstu deild. Það náttúrulega hjálpaði gríðarlega að þeir komu upp. Það var auðveld ákvörðun fyrir okkur alla,” segir Guðni.

Topp fjórir innan fárra ára

Þeir eru allir sammála um að félagið og starfið sem er unnið í kringum liðið hafi batnað mikið á þeim árum síðan þeir spiluðu síðast á Selfossi. „Starfið hérna er komið á allt annað plan, nú er þetta orðið allt saman mjög prófessional,” segir Árni. Það munar ekki síst um þá sem vinna í kringum

Profile for Ungmennafélag Selfoss

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Profile for selfoss
Advertisement