Page 34

Mikill heiður að fá þessi verðlaun

Á

uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands í október fékk Þuríður Ingvarsdóttir, frjálsíþróttaþjálfari, hvatningarverðlaun FRÍ. Þau voru veitt þremur aðilum sem hafa stuðlað að framgangi íþróttarinnar með áberandi hætti. Selfyssingurinn Þráinn Hafsteinsson, þjálfari hjá ÍR, og íþróttadeild RÚV fengu sömu viðurkenningu.

Mikilvægt að frjálsar séu öflugar á svæðinu

„Mér fannst persónulega mikill heiður að fá þessi verðlaun og gaman að það sé tekið eftir því sem vel er gert. Mér finnst mikilvægt að frjálsar íþróttir séu öflugar hér á svæðinu og góður valkostur fyrir krakka,“ segir Þuríður en hún hefur þjálfað börn og unglinga á Selfossi í rúm 15 ár. „Ég byrjaði að þjálfa frjálsar aðallega vegna þess það einfaldlega vantaði þjálfara hjá deildinni á þeim tíma og mér var mjög annt um starf deildarinnar. Síðan fóru krakkarnir mínir að æfa og þá var tilvalið að vera að þjálfa þau og fylgja þeim þannig, frekar en að sitja uppi í stúku.“ Sem keppandi á sínum tíma var Þuríður sjöþrautarkona og meðal annars öflugur grindahlaupari. Hún segir að það birtist kannski aðeins í þjálfuninni hjá sér.

Þuríður ásamt dætrum sínum, Thelmu Björk (t.v.) og Hildi Helgu. Þuríður og Einar Guðmundsson eiga einnig Teit Örn og Bryndísi Emblu. Dæturnar æfa allar frjálsar íþróttir og það gerði Teitur Örn einnig, þangað til hann var kominn á fullt í meistaraflokki karla í handbolta. / TBE.

„Hér á Selfossi erum við með gríðarlega efnilegan hóp ungmenna 15 ára og eldri um þessar mundir og það er einlæg ósk mín að þau geti haldið áfram að æfa á fullu og keppa stolt fyrir Selfoss í framtíðinni.“ leiðsögn þjálfara við hæfi. Kannski var hreyfingin einmitt ekki nógu vakandi fyrir þessu en undanfarin ár hafa tvö stór félög, sem hafa bestu aðstöðuna innanhúss, verið afgerandi sterkust í fullorðinsflokki. Fólk er samt búið að átta sig á því að það er skemmtilegra að hafa fleiri öflug félög. Hér á Selfossi erum við með gríðarlega efnilegan hóp ungmenna 15 ára og eldri um þessar mundir og það er einlæg ósk mín að þau geti haldið áfram að æfa á fullu og keppa stolt fyrir Selfoss í framtíðinni.“

Reyni að kenna allar greinar

„Það hefur verið talað um hvað Selfosskrakkarnir séu flink í grindahlaupum þrátt fyrir hálf bágborna innanhússaðstöðu, a.m.k. miðað við félögin af höfuðborgarsvæðinu. Reyndar hafa þau líka náð góðum árangri í öðrum greinum eins og til dæmis spjótkasti, sem var klárlega ekki mín sterkasta grein. En ég reyni að kenna þeim allar greinar frjálsra íþrótta eins og tök eru á, það er mikilvægt til að viðhalda áhuga og að sem flestir fái að njóta sín.“

Lykillinn að hafa gaman að þessu

Mörg mjög efnileg ungmenni

Þuríður hefur þjálfað á fullu í fimmtán ár en hún segir erfitt að svara því hvort hún sjái sig í þjálfuninni í mörg ár í viðbót.

Selfoss á fáa fullorðna frjálsíþróttakeppendur í dag en mörg mjög efnileg ungmenni. Þuríður segir að það hafi lengi verið vandamál hjá landsbyggðarfélögunum þegar iðkendur fara í háskólanám eða flytja tímabundið af svæðinu. „Þá sækja þau þjálfun annarsstaðar og skipta oft um félög, eins þurfa þau oft að fá þjálfun við betri aðstæður en hér eru í boði. Undanfarið hefur verið vakning innan hreyfingarinnar á þessum málum og við höfum í meira mæli getað samið um að okkar iðkendur fái að æfa við bestu aðstæður hérlendis og fengið aðstoð og

34 BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss

Hvatningarverðlaun FRÍ var ekki eini heiðurinn sem Þuríði hlotnaðist á árinu því á ársþingi Héraðssambandsins Skarphéðins voru hún og Sigríður Anna Guðjónsdóttir sæmdar silfurmerki HSK. Báðar hafa þær látið mikið að sér kveða á landsvísu og innan héraðs og var þar sérstaklega nefndur til sögunnar þeirra þáttur í framkvæmd landsmótanna á Selfossi árin 2012 og 2013. / EO.

„Ég er fyrst núna, síðan 2008, að þjálfa og á ekki barn sjálf í hópnum. En á meðan ég hef gaman að þessu þá held ég áfram því það er það sem er lykillinn að þessu. Það endist enginn í þjálfun sem hefur ekki gaman af því að vinna með krökkunum og er tilbúinn að gefa endalaust af sér. Svo er önnur spurning hvenær er kominn tími á nýtt blóð og breytingar fyrir deildina,“ segir Þuríður létt að lokum. Viðtal: Guðmundur Karl.

Profile for Ungmennafélag Selfoss

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Profile for selfoss
Advertisement