Page 33

leiðandi náði ég ekki alveg að sýna hvað í mér bjó. Ég var í betra formi en tölunar sýndu. Tímarnir voru þó betri en þeir voru 2015. Þegar maður kemur til baka eftir meiðsli og veikindi þarf maður að horfa á að maður sé í framförum - ekki alltaf bara að einblína á sinn besta árangur,” segir Fjóla en þetta var fyrsta keppnisárið hennar með nýjum þjálfara, Einari Þór Einarssyni. „Ég er mjög ánægð með hann og við náum vel saman. Keppnistímabilið var eitt skref áfram í að komast aftur í mitt fyrra form og ná enn lengra í frjálsum. Þetta tekur svo mikla þolinmæði og ég held að það taki alveg tvö til þrjú ár til viðbótar þangað til ég er orðin algjörlega aftur á sama stað og ég var fyrir bílslysin. Það er ekki fyrr en ég er búin að bæta minn besta árangur að ég verð almennilega búin að koma mér á fyrri stað.“ Fjóla náði samt ágætum árangri á árinu og ber þar helst að nefna mótin sem hún keppti á í Svíþjóð. „Ég byrjaði og endaði tímabilið á að keppa á Folksam mótaröðinni og lenti í bæði skiptin í 3. sæti í 400 m grind. Það var ótrúlega gaman að hitta gamla æfingafélaga og keppa í hita og sól. Ég hef alltaf sterka tengingu við Svíþjóð og líður afskaplega vel þegar ég kem þangað.“

Fylltist eldmóði í Amsterdam

Einn af hápunktum ársins hjá Fjólu var þátttaka hennar í málstofu ungra leiðtoga í frjálsum í Evrópu, sem haldin var samhliða Evrópumeistaramótinu í frjálsum í Amsterdam. „Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Ég var alla vikuna að horfa á mótið, umgangast fólk sem hefur jafn mikinn áhuga á frjálsum og ég og skapa tengslanet út um alla Evrópu. Ég fékk að fara með íslensku keppendunum á æfingu á vellinum og gisti með þeim eina nótt. Þetta er umhverfi sem ég vil vera í, á meðal atvinnumanna í greininni. Fagfólk allt í kring og allt snýst um frjálsar. Ég fylltist eldmóði sem dugar mér í mörg ár til viðbótar. Það var ólýsanleg tilfinning og kraftur sem ég fékk eftir þessa viku. Ég hlakka svo til þegar ég mun sjálf keppa á þessu móti.“ Í málstofunni hittust ungmenni á aldrinum 18–27 ára frá öllum Evrópulöndunum og Fjóla segir að hugmyndin sé að virkja ungmenni í hreyfingunni en mikilvægt sé að hafa fólk á fjölbreyttum aldri þegar kemur að ákvarðanatöku og skipulagningu í kringum íþróttina. „Málstofan er hugsuð til að skapa tengslanet um alla Evrópu og virkja samstarf milli þjóða, deila hugmyndum, reynslu og skapa eitthvað nýtt. Evrópusambandið býður einum fulltrúa frá hverju landi til ráðstefnunnar og eitt af markmiðum hennar er að kynnast hugmyndum ungra leiðtoga og búa þá undir framtíðar verkefni innan hreyfingarinnar.“

Akademían er algjör snilld

Selfoss á ekki marga keppendur í frjálsum í karla- og kvennaflokkum en mjög marga efnilega unglinga og ungmenni. Fjóla segir að unglingarnir þurfi að passa sig á því að flýta sér ekki of mikið og brenna bara út. Þau þurfi að hafa gaman af því að æfa og keppa. „Helsta vandamálið við brottfall unglinga úr frjálsum er að þau hætta að æfa því æfingarnar stangast á við vinnu og skóla. Þess vegna er frjálsíþróttaakademían sem nú er búið að stofna við Fjölbrautaskóla Suðurlands algjör snilld. Selfoss er flottur íþróttabær fyrir unglinga. Það er hins vegar erfiðara að halda áfram á Selfossi þegar komið er í háskóla. Eftir framhaldsskólann flytja krakkarnir yfirleitt frá Selfossi og það vantar eitthvað til þess að halda þeim heima. Það er heldur ekki mikill sveigjanleiki í háskólanum til þess að æfa íþróttir og þá detta iðkendur út. Þau vita oft ekki hvert þau eiga að snúa sér ef þau vilja æfa áfram.“ Fjóla Signý eftir keppni á Sayo-mótinu í Stokkhólmi þar sem hún vann bronsverðlaun í 400 m grindahlaupi. ekki FH. FH þarf bara engan veginn eins mikið á mér að halda og Selfoss. Ég er ánægð með Selfoss og HSK/Selfoss og er stolt af mínu liði. Ég fæ góðan stuðning frá Selfossi, HSK og Árborg hefur veitt styrki á hverju ári sem munar öllu fyrir mig. Ég geri mér líka grein fyrir því að ég er miklvæg í mínu liði þegar kemur að stórmótum. Ég er stolt af því og þykir mikill heiður að vera fyrirliði HSK/Selfoss í frjálsum. Ég sé einfaldlega enga ástæðu af hverju ég ætti að skipta um lið.“ Einar Þór, þjálfari Fjólu, er FH-ingur og Fjóla segir að áður en þau byrjuðu að vinna saman hafi það verið alveg á hreinu að hún ætlaði ekki að skipta um lið. „Ef það væri vandamál myndi ég leita annað. Ég skil líka ef þeir hefðu ekki viljað þjálfa iðkendur úr öðru liði. En þetta var ekkert vandamál og þjálfararnir þar hafa aldrei pressað á mig að skipta.“

Frjálsíþróttafólk toppar ekki 18 ára

Fjóla segir að góðir hlutir gerist hægt og það sé miklu skynsamlegra að bæta sig smátt og smátt frekar en í stórum stökkum. „Það er mikilvægt að njóta þess að geta verið með. Maður þarf að læra að vinna og tapa. Þeir frjálsíþróttamenn sem ná lengst eru ekki að toppa þegar þeir eru 18 ára. Þeir eru 26 til 30 ára. Ég ráðlegg krökkum að hlusta ekki á mótlætið, það verða alltaf einhverjar hindranir á veginum og einhverjir sem trúa ekki á allt sem maður ætlar sér. En það er enginn sem ákveður hvað þú getur gert nema þú sjálfur!“ Fjóla er svo sannarlega ein af þeim sem hefur yfirstigið hindranirnar og lætur ekkert stoppa sig. Hún þarf þó að taka sér hlé frá keppni árið 2017 af ánægjulegri ástæðu. „Um jólin 2016 fékk ég þær gleðifréttir að ég er ófrísk. Þá var ég búin að æfa ótrúlega vel, var að lyfta þyngstu þyngdum sem ég hef gert og var nálægt mínu besta í sprengikrafts prófum. En ég er viss um að óléttan eigi eftir að gera mér gott og ég komi sterkari til baka.“ 

Viðtal: Guðmundur Karl.

Heiður að vera fyrirliði

Sem fyrr segir býr Fjóla í Reykjavík og æfir við bestu aðstæður í frjálsíþróttahöll FH í Kaplakrika í Hafnarfirði. En hún keppir ennþá undir merkjum Selfoss. „Æfingafélagarnir hafa alveg spurt mig út í það af hverju ég keppi fyrir Selfoss, en

Frá vinstri: Sólveig Sara Samúelsdóttir, Guðrún Heiða Bjarnadóttir, Fjóla Signý, Harpa Svansdóttir og Helga Margrét Óskarsdóttir koma í mark í 100 m hlaupi á Héraðsmóti HSK á Selfossi. Ljósmynd: GKS.

33

BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss

Profile for Ungmennafélag Selfoss

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Profile for selfoss
Advertisement