Page 32

FJÓLA

SIGNÝ

Fjóla Signý var fánaberi Íslands við setningarathöfnina í Amsterdam.

Mikilvægt að njóta þess að geta verið með

F

jóla Signý Hannesdóttir kom til baka inn á frjálsíþróttavöllinn árið 2016 eftir erfið meiðsli. Þrátt fyrir að hafa ekki æft og keppt af fullum krafti var árið viðburðaríkt hjá henni og í lok árs fékk hún gleðifréttir sem hún telur að eigi eftir að gera sér gott sem íþróttamaður. Síðla árs 2013 lenti Fjóla í tveimur umferðarslysum með skömmu millibili. Í byrjun október var ekið á hana þar sem hún var að hjóla heim af æfingu og í desember var hún farþegi í kyrrstæðum bíl sem lenti í harðri aftanákeyrslu. Fjóla segir að slysin og afleiðingar þeirra hafi reynt mikið á sál og líkama og í raun sé hún enn að vinna sig upp eftir allar hremmingarnar.

Komin í ofþjálfunarástand

„Eftir slysin var ég bara í sjúkraæfingum í fjórar klukkustundir á dag og svo í hvíld. Í febrúar 2014 byrjaði ég að æfa meira og vinna meira en þjálfarinn minn fann út að ég væri byrjuð að fá ofþjálfunareinkenni

32 BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss

og lét mig æfa minna, en þá vann ég bara meira því ég á erfitt með að slaka á,“ segir Fjóla en hún bjó þá í Svíþjóð. Hún flutti heim í maí 2014 og byrjaði strax að vinna langa vinnudaga auk þess sem hún stóð í flutningum í nýja íbúð í Reykjavík og hélt áfram að æfa eins og hún gat. „En ég hljóp hægar og hægar, ég reyndi að hlaupa hratt en komst ekki áfram. Ég hætti að geta sofið, svaf nánast ekkert í sex vikur og var mjög verkjuð, með hjartsláttartruflanir og fleira. Í lok júní var það komið á hreint að ég var komin í ofþjálfunarástand svo að ég þurfti að hætta að æfa og keppa. Ég minnkaði vinnuna en ég lagaðist ekki fyrr en ég skipti um vinnu. Þarna náði ég alveg botninum. Ég gat ekki einu sinni skokkað rólega í fimmtán mínútur. Þá byrjaði ég að fara eftir Checkmylevel tæki sem hjálpaði mér að átta mig á mínum takmörkum og ég hef notað það síðan með góðum árangri.“

Er bara áfram með slitið liðband

Keppnistímabilið 2015 gekk ekki sem skyldi en Fjóla var greind með vefjagigt í janúar þetta ár og tengir það við umferðarslysin. Hún var engu að síður dugleg að æfa og keppa, komst aftur í landsliðshópinn en í júlí sleit hún liðband í upphitun fyrir langstökk á Meistaramóti Íslands. „Ég kláraði keppnina og hljóp mitt hraðasta hlaup það árið í 100 m grindahlaupi sama dag og sex vikum síðar hraðast í 400 m grindahlaupi. Ég vissi ekki að liðbandið væri slitið. Ég var bara alltaf bólgin og verkjuð. Þar sem ég er vön að halda áfram þrátt fyrir langvarandi verki þá áttaði ég mig ekki á þessu og ekki sjúkraþjálfarar heldur, ekki fyrr en sex mánuðum síðar þegar enginn bati var. Þá var of seint að laga þetta og ég er bara áfram með slitið liðband.“

Hef alltaf sterka tengingu við Svíþjóð

Í upphafi árs 2016 náði Fjóla aftur að komast á smá skrið í æfingum og keppni, hún æfði betur um veturinn en veiktist af lungnabólgu í febrúar og því var stefnan sett á að koma rólega inn í sumarið og toppa í lok sumars. „Ég skar á mér hnéð í grindahlaupi tíu dögum fyrir Meistaramót Íslands og þar af

Profile for Ungmennafélag Selfoss

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Profile for selfoss
Advertisement