Page 31

F.v.: Dagný Katla, Eydís Arna og Anna María á Héraðsleikum stóð á hjálpsemi foreldra við framkvæmd þess. Yngstu íþróttamennirnir kepptu í langstökki, 60 m hlaupi og kúluvarpi. Að móti loknu fékk hver og einn keppandi viðurkenningarskjal með skráðum árangri og síðan gæddu allir sér á grilluðum pylsum. Sú hefð hefur skapast að veita viðurkenningu fyrir bestu ástundun í flokki 7 ára og yngri. Ástundunarverðlaun fyrir sumarið 2016 hlýtur ung frjálsíþróttastelpa, Bryndís Embla Einarsdóttir.

Framfarabikar 2016

Harpa Svansdóttir og Helga Margrét Óskarsdóttir eru handhafar framfarabikars frjálsíþróttadeildar Selfoss 2016. Harpa

keppti í flokki 16–17 ára en Helga Margrét í flokki 15 ára stúlkna árið 2016. Þær kepptu á öllum helstu mótum ársins, frá Meistaramótum og Unglingalandsmóti til HSKmóta og innanfélagsmóta og stóðu sig mjög vel. Þær unnu til fjölda verðlauna á stórmótum sumarsins í sínum aldursflokki. Helga Margrét varð m.a. Íslands-, bikar-, unglingalandsmóts og Gautaborgarmeistari í spjótkasti og setti nýtt HSK-met. Harpa varð Íslandsmeistari í sjöþraut. Þær voru máttarstólpar í Selfossliðinu bæði í sínum flokki og flokki fullorðinna á HSK-mótunum. Þær Harpa og Helga stunduðu æfingar af kappi á árinu og uppskáru miklar bætingar. Helga Margrét setti m.a. fimm HSKmet í spjótkasti. Aðalgreinar Hörpu eru langstökk, þrístökk þar sem hún var við HSK-met í sínum flokki bæði innan- og utanhúss, spretthlaup og kúluvarp. Á þessu sést að Harpa er mjög fjölhæf enda lét hún á það reyna á MÍ í fjölþrautum þar sem hún varð Íslandsmeistari. Helga Margrét er líka fjölhæf en hefur náð mjög góðum tökum á spjótkastinu þar sem hún varð til að mynda í þriðja sæti á bikarkeppni fullorðinna og bætti sig hressilega með kvennaspjótinu sem er HSK-met í flokki 15 ára og 16-17 ára.

Afreksmaður frjálsíþróttadeildar

Í upphafi árs 2016 gekk millivegalengdarhlauparinn og afreksmaðurinn Kristinn Þór Kristinsson úr Umf. Samhygð í raðir Umf. Selfoss. Kristinn Þór náði að vanda glæsilegum árangri á frjálsíþróttavellinum. Hans aðalgrein er 800 metra hlaup og

stendur hann þar fremstur Íslendinga. Hann er öflugur í fleiri greinum eins og t.a.m. 1500 m hlaupi þar sem hann var með bestan tíma Íslendings á síðasta ári. Hann keppti með landsliðinu á Smáþjóðaleikunum í báðum þessum greinum. Kristinn Þór hefur átt fast sæti í landsliði Íslands í frjálsíþróttum undanfarin ár. Hann keppti á meistaramóti smáþjóðanna á Möltu í byrjun júní í 800 m hlaupi og einnig á nokkrum mótum erlendis á eigin vegum með það að markmiði að reyna að bæta sig. Besta tíma sínum utanhúss náði hann á móti í Kaupmannahöfn í lok júní, 1:51,92 mín og var það hraðasti tími Íslendings á árinu. Þess má geta að Íslandsmetið er 1:48,83 mín sem Kristinn stefnir að sjálfsögðu á að slá sem fyrst. Innanhúss hljóp Kristinn Þór á besta tíma ársins í 800 m í mars á 1:51,28 mín sem er alveg við hans besta. Kristinn Þór er Íslandsmeistari í 800 m hlaupi utanhúss og í 5 km götuhlaupi. Hann sigraði í 800 m hlaupi á RIG leikunum innanhúss í janúar, sem og á stórmóti ÍR. Þá sigraði hann á JJ móti Ármanns í maí í sömu vegalengd. Kristinn Þór sigraði af öryggi í 1500 m hlaupi á bikarkeppni FRÍ. HSK varð í þriðja sæti í stigakeppni félaga og stimplaði sig inn á meðal þeirra bestu eftir tvö frekar mögur ár í bikarkeppni. Kristinn Þór hefur uppskorið ríkulega síðustu ár og má með sanni segja að það eigi vel við að nefna hann konung millivegalengdahlaupa á Íslandi. Kristinn stefnir enn hærra og lengra og hraðar á hlaupabrautinni. Hannr hefur verið valinn í landsliðshópinn fyrir árið 2017.

Aukakrónur Þú getur keypt næstum hvað sem er fyrir Aukakrónur Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

31

BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss

Profile for Ungmennafélag Selfoss

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Profile for selfoss
Advertisement