Page 30

Framfararbikar 14 ára og yngri

Mikið var um bætingar hjá hópnum á árinu. Eftir mikla yfirlegu voru tveir einstaklingar valdir, stúlka og piltur, sem hafa sýnt miklar framfarir á árinu. Auk þess hafa þau mætt samviskusamlega á æfingar, gera allar æfingar vel og eins og lagt er upp með, jákvæð og alltaf tilbúin að keppa. Unnur María Ingvarsdóttir er einstaklega dugleg að mæta á æfingar og mjög ósérhlífin. Hennar sterkustu greinar eru lengri hlaupin. Hún setti HSK-met í 1000 m hlaupi innanhúss á árinu en hún er liðtæk í öllum greinum. Á árinu bætti Unnur María sig mest í öllum hlaupagreinunum auk langstökks og spjótkasts. Jónas Grétarsson hefur vaxið gríðarlega á síðustu tveimur árum. Í ár sýndi hann gríðarlegar framfarir í öllum hlaupagreinum og stökkum. Á árinu sýndi hann einnig mikinn styrk með því að keppa í fleiri og fleiri greinum þó áhugi hans sé mestur á hlaupum.

Afreksmaður 14 ára og yngri

Í þessum aldursflokki á Selfoss mikið af efnilegum krökkum og valið því vandasamt eins og alltaf. Hákon Birkir Grétarsson setti Íslandsmet í 80 m grindahlaupi 11,88 sek sem setur hann um leið í efsta sæti á afrekaskránni frá upphafi í sínum flokki og einnig í 60 m grindahlaupi innanhúss á 8,93 sek. Á afrekaskrá ársins er hann þrisvar í efsta sæti, í 80 m grind, 100 m hlaupi og þrístökki ásamt því sem hann er ofarlega í fleiri greinum. Hákon Birkir varð þrefaldur Íslandsmeistari utanhúss, í 100 m, 80 m grind og hástökki. Á MÍ innanhúss varð hann tvöfaldur Íslandsmeistari í 60 m hlaupi og 60 m grind. Á Unglingalandsmótinu varð hann landsmótsmeistari 80 m grind, fékk einnig tvenn silfur og eitt brons. Hann setti landsmet í 100 m grind og 60 m grind (innanhúss) og HSK metin urðu þrjú talsins auk þess að vera í boðhlaupssveit sem setti HSK met.

Á móti í Kaplakrika. Ýmir, Jónas, Ingibjörg Hugrún, Dagur Fannar, Unnur María, Hildur Helga, Íris og Hákon. Hildur Helga í kúluvarpi á Bikarkeppni 15 ára og yngri sl. sumar.

var flottur hópur nærri 23 barna sem stundaði æfingarnar í sumar. Hópurinn gerði ýmislegt til tilbreytingar, fór í íþróttaratleik, á vatnsæfingu auk þess sem hin vinsæla fjölskylduæfing var haldin í bongóblíðu þar sem börn og fullorðnir sýndu flotta takta í helstu greinum. Einnig var farið í helstu greinar frjálsíþrótta og vinsælt var að hita upp í leikjum í „ævintýraskóginum“ eins og hann var kallaður. Sunnudaginn 12. júní keppti hluti hópsins á héraðsleikum HSK í Þorlákshöfn. Keppt var í helstu greinum sem hæfði hverjum aldursflokki, 60 m spretthlaupi, langstökki og 400 m hlaupi og fékk elsti árgangurinn (10 ára) einnig að keppa í kúluvarpi og hástökki. Börnin stóðu sig frábærlega í blíðviðri. Sumaræfingum var svo slúttað með lokamóti á vellinum fimmtudaginn 25. ágúst og var stemning á meðal fólksins góð. Foreldrar aðstoðuðu við mælingar og annað og börnin fengu viðurkenningu og grillaðar voru pylsur í allan mannskapinn. Vel tókst til og var flottur árangur sem náðist hjá börnunum og einhverjar bætingar sem litu dagsins ljós. Mörg börn mættu vel á æfingar í sumar en ein stúlka sem mætti þó langbest af öllum, Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir, en

það vantaði bara upp á eina æfingu hjá henni allt sumarið.

Sumarstarfið hjá 7 ára og yngri

Sumaræfingar hjá yngsta frjálsíþróttafólkinu hófst í lok maí í beinu framhaldi af vetrarstarfinu. Gaman var að komast út í vorið í þá fínu frjálsíþróttaaðstöðu sem völlurinn á Selfossi hefur upp á að bjóða. Hressir og skemmtilegir frjálsíþróttakrakkar æfðu tvisvar í viku, fóru í hlaupaleiki, tóku sprettinn, stukku og köstuðu. Sumarið var hefðbundið og viðraði misvel til æfinga eins og gengur. Héraðsleikar HSK fóru fram í Þorlákshöfn 12. júní og áttu Selfyssingar þar fyrirmyndar fulltrúa sem kepptu í langstökki, 60 m spretthlaupi og 400 m hlaupi. Á sólríkum ágústdegi var blásið til fjölskylduæfingar og var einstaklega vel mætt á þá æfingu. Þar spreyttu sig í hinu ýmsu frjálsíþróttagreinum mömmur, pabbar, ömmur, afar, systkini, frændfólk og svo mætti lengi telja. Gaman var að sjá unga sem eldri saman að leik og ánægjan skein úr hverju andliti. Gott sumar endaði á innanfélagsmóti, sumarslúttmóti Selfoss 14 ára og yngri. Tókst mótið með miklum ágætum og ekki

Hildur Helga Einarsdóttir er í efsta sæti á afrekalista ársins í kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti og kúluvarpi innanhúss. Á afrekalista yfir bestu afrek frá upphafi í sínum flokki er hún í fjórða sæti í kúluvarpi innanhúss, sjötta sæti utanhúss, áttunda í kringlukasti og tíunda í spjótkasti. Hildur Helga varð HSK-meistari í kúluvarpi (inni og úti) og í spjótkasti. Íslandsmeistari í kúluvarpi (inni og úti) og í spjótkasti og unglingalandsmótsmeistari í kúluvarpi og spjótkasti. Bikarmeistari í kúluvarpi 15 ára og yngri. Að lokum setti Hildur Helga tvö HSK-met, í kringlukasti með 750 g kringlu og í kúluvarpi innanhúss.

Sumarstarf 8–10 ára

Veðrið lék heldur betur við krakkana á sumaræfingunum þetta árið. Fyrsta æfing var í júníbyrjun og rigndi einungis á einni æfingu allt sumarið og þá rigndi líka svo mikið að hreyfingin var færð inn í hús. Það

30 BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss

Æfing á laugardegi í Baulu.

Profile for Ungmennafélag Selfoss

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Profile for selfoss
Advertisement