Page 27

deild

frjálsíþrótta

Á

rið 2016, var glæsilegt starfsár hjá frjálsíþróttadeildinni, jafnt utan vallar sem innan. Iðkendum deildarinnar fjölgar enn á milli ára, í öllum aldursflokkum. Meistaraflokkurinn stækkaði verulega þegar stór hópur iðkenda færðist upp um flokk á árinu og hefur hann ekki verið svona fjölmennur til margra ára og æfingar stundaðar af kappi. Einnig hefur fjölgað í hópi yngri iðkenda og starfið þar blómstrar. Ekki má gleyma starfi frjálsíþróttaakademíunnar við Fjölbrautaskóla Suðurlands sem enn styrkir sig í sessi með þátttöku 17 iðkenda um þessar mundir. Er það von okkar að hún sé komin til að vera og muni enn frekar efla sig á komandi árum. Góð þátttaka iðkenda og öflug æfingasókn hefur síðan skilað sér í mjög góðum árangri á mótum, með fjölda sigra og öflugum bætingum iðkenda. Árangur 11–14 ára flokksins heldur áfram að vekja athygli, en þau ásamt iðkendum HSK í sama aldursflokki, sigruðu á Meistaramóti Íslands bæði innanhúss og utan, undir merkjum HSK/ Selfoss. Svo sannarlega frábær árangur og framtíðin björt. Rekstur deildarinnar er áfram í góðum málum og afkoma hennar góð. Fjárhagsstaðan er góð og gefur möguleika á enn frekari þjónustu við iðkendur og þjálfara varðandi námskeiðahald og fleira, fyrir utan hefðbundnar og reglubundnar æfingar. Má þar t.d. nefna fyrirlestra og námskeið um næringu og svefn, andlega líðan, samskipti o.fl. Eitt af því sem hvað ánægjulegast hefur verið að fylgjast með er aukinn áhugi foreldra og forráðamanna iðkenda á að mæta á mót og aðra viðburði og fylgjast með

börnum sínum. Mikil breyting hefur orðið á undanförnum árum og er það vel. Það skiptir börnin miklu máli að finna fyrir áhuga foreldra sinna, að fylgjast með þeim og styðja þau í því sem þau gera. Einnig hafa foreldrar verið duglegir að bregðast við og hjálpa til við ýmsa fjáröflunarviðburði og mótahald deildarinnar. Um leið og stjórn deildarinnar er þakkað fyrir gott samstarf á árinu, er einnig þakkað þjálfurum, foreldrum og forráðamönnum iðkenda fyrir frábært samstarf. Einnig ber að þakka öllum þeim fyrirtækjum og stofnunum sem stutt hafa við starf deildarinnar fyrir þeirra stuðning. Helgi Sigurður Haraldsson, formaður

Meistaraflokkur Umf. Selfoss

Sumarið 2016 gekk með miklum ágætum hjá iðkendum meistaraflokks frjálsíþróttadeildar. Nýji frjálsíþróttavöllurinn á Selfossi er nú þegar búinn að margsanna gildi sitt og hefur gjörbylt aðstöðumálum deildarinnar. Árangur sumarsins var enda glæsilegur og óteljandi héraðs- og Selfossmet litu dagsins ljós hjá iðkendum deildarinnar. Iðkendur meistaraflokks unnu Íslandsmeistaratitla auk unglingalandsmótstitla og héraðsmeistaratitla. Æfingar voru reglulega fjórum til fimm sinnum í viku með þjálfara allt sumarið. Þjálfarar sumarsins voru þeir Ólafur Guðmundsson og Rúnar Hjálmarsson.

Helstu mót sumarsins

Vormót HSK fór fram laugardaginn 21. maí á Selfossvelli í blíðuveðri. Þetta var fyrsta mót sumarsins. Alls mættu 94 keppendur til leiks víðsvegar af landinu sem er þátttökumet. Selfoss átti 15 keppendur á mótinu. Góður árangur náðist hjá okkar fólki og var afraksturinn tvö gull, fjögur silfur og fjögur brons ásamt því að mikið var um bætingar. Vormót Ármanns í frjálsum, svokallað JJ mót Ármanns var haldið á Laugardalsvelli miðvikudaginn 25. maí í frekar köldu veðri. Umf. Selfoss átti þar vaska sveit sem vann þrjú gull, þrjú silfur og tvö brons og var landsliðsfólkið okkar þar í broddi fylkingar.

Frá vinstri: Fjóla Signý, Agnes, Harpa og Guðrún Heiða. Boðhlaupssveit kvenna á bikar sumarið 2016.

Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram á Selfossvelli 28.–29. maí í ágætu veðri. Góð þátttaka var en 30 keppendur reyndu með sér í fimmtarþraut og tugþraut í fjórum flokkum karla og fimmtarþraut og sjöþraut í þremur flokkum kvenna. Afrakstur helgarinnar hjá Selfossi var Íslandsmeistaratitill hjá Hörpu Svansdóttur auk tveggja bronsverðlauna. Vormót ÍR var haldið 15. júní þar sem Selfoss átti fimm keppendur. Afraksturinn eitt silfur og eitt brons. Héraðsmót HSK var haldið á Selfossvelli 21.–22. júní. Selfyssingar komu sterkir til leiks með 15 keppendur skráða. Þeir sigruðu stigakeppni félaganna með miklum yfirburðum, fengu 155 stig en Umf. Gnúpverja varð í öðru sæti með 90 stig. Selfossliðið krækti sér í 14 gull, 6 silfur og 5 brons.

Bikarlið HSK/Selfoss sumarið 2016.

Gautaborgarleikarnir fóru fram 1.–3. júlí. Selfoss, ásamt Þór Þorlákshöfn, Dímoni, Hrunamönnum og Laugdælum, fór með stóran hóp þátttakenda, 54 að tölu. Kepp-

27

BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss

Profile for Ungmennafélag Selfoss

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Profile for selfoss
Advertisement