Page 26

Silfurhanskinn á jólasýningunni – Kolbrún Jara. / IHH.

Guðrún Birna, Auður, Sara María, Hugrún Birna, Perla Dís og Ragnhildur Elva. / IHH.

Á vormánuðum var haldið okkar árlega minningarmót til minningar um Magnús Arnar Garðarsson sem þjálfaði hjá fimleikadeildinni þegar deildin var á sínum æskuárum. Mótið er innanfélagsmót okkar Selfyssinga og nýta keppnishópar sér það sem undirbúning fyrir Íslandsmótið. Subway Íslandsmótið 2016 var haldið á Selfossi helgina 20.-22. maí. Þetta mót er jafnframt það síðasta á tímabilinu fyrir iðkendur á miðstigi. Þar mættu til leiks allir yngri flokkar í hópfimleikum frá öllum landshlutum og kepptu en um 1.000 keppendur voru skráðir til leiks og átti Selfoss þar um 120 keppendur. Mótið gekk vel og voru flottar æfingar sýndar. Selfoss vann til þriggja Íslandsmeistaratitla á þessu móti. Það var gaman að sjá skiptinguna á Íslandsmeistaratitlunum en þeir voru í öllum flokkum þ.e. stúlkna, pilta og í flokki blandaðra liða. Þetta voru stúlkur sem kepptu í 3. flokki fæddar árið 2003 og blandað lið Selfoss sem einnig keppti í 3. flokki en þau eru fædd á árunum 2003–2004. Ennfremur tryggðu drengir fæddir á árunum 2005–2006 sér þennan titil. Það var augljóst að sjá á síðasta móti vetrarins að félagið er að vinna vel með alla sína flokka og mátti sjá marga unga

og efnilega krakka stíga sín fyrstu skref á stórmóti. Sumaræfingar gengu vel og var nokkuð góð aðsókn í þær. Allir iðkendur fóru í sumarfrí í júlí og komu ferskir til baka eftir gott frí og voru tilbúnir að hefja nýtt tímabil.

Lars Möller hvetur Benjamín Arnar og Jón Tryggva. / IHH.

26 BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss

Sally Ann Vokes

Skýrsla elsta stigs

Viðurkenningar ársins. F.v.: félagi ársins, Haraldur Gíslason, Aníta Sól Tyrfingsdóttir efnilegasti unglingur kvenna, Rúnar Leví Jóhannsson og Hekla Björt Birkisdóttir, framfarir og ástundun og Tryggvi Þórisson, efnilegasti unglingur karla. /OB.

Fyrri hluti ársins 2016 var mjög viðburðaríkur og jafnframt árangursríkur á efsta stigi. Þar bar hæst að við eignuðumst þrefalda meistara í fullorðinsflokki blandaðra liða. Blandað lið Selfoss gerði sér lítið fyrir og landaði deildarmeistara-, bikarmeistaraog Íslandsmeistaratitlum í þessum flokki. Þetta er annað áríð í röð sem lið frá Selfossi hampar þessum titlum í fullorðinsflokki og því ber að fagna. Hópurinn sem stofnaður var haustið 2014 fyrir iðkendur á elsta stigi og kjósa að keppa ekki í greininni, heldur enn velli og gengur vel. Fjölmargir iðkendur úr þessum hópi ásamt fleiri iðkendum deildarinnar tóku þátt í Eurogym-fimleikahátíðinni í sumar og gekk það vonum framar. Bikarmót unglinga var haldið hjá Gerplu helgina 26.–28. febrúar en deildin sendi þrjú lið til keppni á elsta stigi en þau eru, 1. flokkur kvenna, 2. flokkur kvenna og 2. flokkur blandaðra liða. Liðin höfnuðu öll í 2. sæti í sínum flokki. Liðin voru til mikils sóma og það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. Deildin sendi einnig þessi þrjú lið til keppni á Subway Íslandsmót unglinga sem haldið var á Selfossi helgina 20.–22. maí. Fyrsti flokkur kvenna lenti í meiðslum á mótinu en þær sýndu mikinn karakter og tóku bronsið. 2. flokkur kvenna færðist úr B-deild yfir í A-deild og höfnuðu í 5. sæti þar. 2. flokkur blandaðri liða stóð sig vel og urðu þau í 2. sæti. Evrópumótið í hópfimleikum var haldið í Slóveníu í október 2016. Selfyssingar áttu átta iðkendur í landsliðshópunum og unnu þau hörðum höndum allt sumarið með landsliðum Íslands. Tanja Birgisdóttir

Konráð Oddgeir stekkur hátt. Þjálfararnir Mads og Tanja fylgjast með. / IHH.

Profile for Ungmennafélag Selfoss

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Profile for selfoss
Advertisement