Page 13

„Plís, plís, plís, klárið þetta” Jóni Daða var skipt út af þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum eftir að Austurríkismenn höfðu jafnað. „Við vorum bara í nauðvörn eftir að við skoruðum og komumst yfir. Ég man að ég og Kolli vorum gjörsamlega búnir á því og það var orðið erfitt að hreyfa sig nánast. Það endar með því að ég var tekinn út af og Theodór Elmar (Bjarnason) kom inn á fyrir mig með ferskar lappir. Síðan þegar ég kom á bekkinn fékk ég að kynnast því hvernig þjálfurum líður. Þetta var svo stressandi að vera þarna á bekknum með enga stjórn á neinu. Eina sem maður getur gert er að horfa,” segir hann. Íslenska liðið gerði allt sem það gat til þess að halda í stigið sem myndi tryggja þeim sæti í 16 liða úrslitunum. „Síðan einhvern veginn komumst við í þessa skyndisókn og maður var alveg, „plís, plís, plís, klárið þetta”. Svo sá ég Arnór Ingva skora og þá hoppaði ég upp og fagnaði. Svo sá ég bara einhverja vera að hlaupa inn á völlinn og ég fór bara með þeim. Þetta var bara eins og einhver grínþáttur. Þetta var bara rugl, ógeðslega gaman. Það sem kom mér svo á óvart, því að leikurinn var ekki alveg búinn, þá var ég ekkert tilbúinn að allir myndu bara hlaupa inn á völlinn að fagna. Ég var alveg eftir á þar og hljóp svo bara með þeim,” rifjar hann upp og hlær. Við tók mikill fögnuður leikmanna og stuðningsmanna á vellinum þar sem var sungið og trallað góða stund. „Eðlilega var ég og allir á bleiku skýi og líka þegar þú skorar á EM þá er erfitt að ná sér niður á jörðina,” segir Jón Daði um stundirnar eftir leik. En þeir þurftu að ná sér niður enda beið þeirra annar leikur, nú gegn Englendingum í 16 liða úrslitum EM. Þá steig reynslumesti leikmaður liðsins upp. „Mig minnir að við höfum fundað og farið yfir leikinn. Þá spyr Eiður Smári: „Nú vil ég bara vita, strákar, eruð þið saddir? Erum við sáttir?”. Hann bara spurði og lét okkur hugsa þetta aðeins. Við vorum komnir upp úr riðlinum okkar og þetta var fáránleg upplifun og allt það, en hann sagði bara: „Viljiði meira? Viljið þið ekki ná ennþá lengra?”,” rifjar Jón upp. Hann segir að menn hafi tekið þetta til sín og að leikmenn hefðu með þessu náð að viðhalda hvatningunni, ástríðunni og lönguninni. „Hún var auðvitað til staðar en hann einhvern veginn náði okkur á jörðina með þessari stuttu spurningu sinni. Það voru náttúrulega allir sammála með það og þá var bara full einbeiting á næsta verkefni og menn gerðu hvað sem þeir gátu til þess að jafna sig og gera sig klára, andlega og líkamlega, fyrir þennan stórleik,” segir Jón.

Fögnuðu sigri gegn Englendingum með Skímó Jón Daði segist ekki hafa geta beðið eftir leiknum gegn Englendingum. „Við vorum að fara að spila á móti leikmönnum sem maður hefur alltaf fylgst með og maður þekkir svo vel til. Mann hafði alltaf langað að spila við Englendinga og Íslendingar

Ljósmynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð.

„Þá spyr Eiður Smári: Nú vil ég bara vita, strákar, eruð þið saddir? Erum við sáttir?“ hafa alltaf viljað sjá landsliðið spila á móti Englandi, hvað þá á stórmóti. Þannig að maður fór í þennan dag hugsandi að sama hvernig fer þá getur maður labbað af vellinum stoltur og glaður. Við fórum í þennan dag með taugarnar rólegar og öruggir og afslappaðir, en samt mjög einbeittir. Síðan fórum við í þennan leik vitandi það að þeir voru stórliðið, við vorum liðið með enga pressu á okkur og þeir vissu að það var pressa á þeim,” segir Jón. Aftur náðu leikmenn íslenska liðsins að toppa sig og sigurinn gegn Englendingum verður lengi í minnum hafður, eins og í raun allt mótið. Undir lok leiksins voru Íslendingar að reyna að halda eins marks forystu og það tók á taugarnar, fyrir alla Íslendinga. „Ég man að ég var kominn á bekkinn síðustu mínúturnar og þeir áttu hornspyrnu og maður var alveg að deyja úr stressi. En þeir ná að klúðra því, dómarinn flautar til leiksloka og ég hljóp inn á völlinn með einhverja vatnsflösku og kastaði henni eitthvað. Ég hljóp eitthvað að stuðningsmönnunum og faðmaði bara einhverjar, bara hvern sem er. Síðan vorum við bara á vellinum eins og brjálæðingar,” rifjar Jón upp. Einhver hefði haldið að menn hefðu haldið fagnaðarlátunum áfram þegar inn í klefa var komið, en svo var ekki. „Þá var bara frekar rólegt og menn voru bara að reyna að átta sig á hlutunum. Svo þegar við vorum búnir að komast yfir ákveðið sjokk reyndu menn bara að ná andanum. En þegar það var búið minnir mig að við höfum spilað Skítamóral. Ég held að ég og einhver annar höfum beðið um það og við

fengum Hannes (Halldórsson) til að setja Skímó á fóninn,” segir Jón Daði og hlær. Þetta verður ekki mikið meira Selfoss en það. Jón Daði viðurkennir að þeir hafi komið sjálfum sér á óvart með þessum árangri. „Auðvitað var markmiðið að komast upp úr riðlinum, það var fyrst og fremst það sem við vildum gera. Við vildum ekki bara vera þarna til þess að taka þátt og búið. Metnaðurinn er svo mikill í öllum að við vildum komast lengra og koma öllum á óvart. Samt sem áður kom það okkur sjálfum á óvart hversu langt við komumst. Ég man að Aron Einar sagði eftir Englandsleikinn á miðjum vellinum: „Hvaða rugl er í gangi? Hvaða kjaftæði er í gangi hérna?”. Við skildum auðvitað sjálfir ekkert í þessu, hvað okkur gekk vel,” segir Jón og hlær. Sigur Íslands á Englendingum komst í fréttirnar um allan heim og ekki síst fagnaðarlæti liðsins og stuðningsmanna eftir leik. Jón Daði segist þó lítið hafa velt umfjölluninni fyrir sér. „Mér fannst reyndar mjög gaman að skoða fögnuðinn á Íslandi af því við náttúrulega upplifðum það ekki. Þannig að maður sá þessi myndbönd frá Arnarhóli og öðrum stöðum og það var ógeðslega flott. Maður sá bara að það var svakaleg karnival-stemmning á Íslandi. Maður hugsaði að við værum að gera fólkið stolt og hamingjusamt þarna heima. Þegar maður sá svoleiðis þá var maður rosalega stoltur,” segir Jón Daði og bætir við að það hafi verið þeim mikil hvatning. „Algjörlega. Hinir og þessir voru líka að senda manni skilaboð, fjölskylda og vinir, og það gaf manni líka mikið.”

Drullusár og svekktur inni í klefa Eftir að strákarnir náðu sér niður á jörðina eftir sigurinn á Englendingum tók við undirbúningur fyrir næsta leik. Þeir myndu mæta heimamönnum, Frökkum, á Stade de France. Jón Daði segir að undirbúningur fyrir þann leik hafi verið eins og fyrir alla hina. „Það var nákvæmlega sama rútína og venjulega. Þeir bara gerðu vel, Frakkarnir,” segir Jón Daði, en Frakkarnir gerðu út um leikinn strax í fyrri hálfleik. „Hvert einasta færi sem þeir fengu, þeir náðu að skora úr því. Eftir það var róðurinn orðinn rosalega erfiður. Það var auðvitað smá sjokk fyrir okkur að fá þetta allt í andlitið.” Staðan var 4-0 í leikhléi fyrir Frakka og Jóni Daða var skipt út af ásamt Kára. „Það var náttúrulega leiðinlegt að enda það þannig að hafa verið tekinn út af í síðasta leiknum, en maður sýndi því skilning. Ég man bara að menn voru ósáttir í hálfleik, en voru samt staðráðnir í að klára mótið með stæl. Mér fannst við gera það í seinna hálfleik á móti þessu, að mínu mati, besta liði mótsins og örugglega besta liði í heiminum. Mér fannst við ganga frá þessum leik stoltir þótt þetta hafi farið illa. Við unnum síðari hálfleikinn sem var bara plús,” rifjar hann upp. Þrátt fyrir að ganga stoltur af velli viðurkennir þessi mikli keppnismaður að það hafi verið erfitt að sætta sig við að vera skipt út af. „Þeir urðu að gera eitthvað, þeir urðu að breyta einhverju og það hefði alveg

13

BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss

Profile for Ungmennafélag Selfoss

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2017  

Í Braga, ársriti Umf. Selfoss 2017 er farið yfir starf ungmennafélagsins fyrir árið 2016.

Profile for selfoss
Advertisement