Frummatsskýrsla -Markaðsrannsókn á eldsneytismarkaðnum

Page 37

Í kafla 2.3.1 er þeim vörum sem seldar eru á íslenska eldsneytismarkaðnum lýst auk þess sem í köflum 2.3.2 til 2.3.4 er nánari umfjöllun um helstu stig eldsneytismarkaðarins.

2.3.1 Vöruframboð Það eldsneyti sem íslensku olíufélögin kaupa inn er að mestu leyti unnið úr hráolíu.43 Eðli þess er mismunandi og fer að mestu eftir því hversu mikið hráolían hefur verið eimuð. Bensín er t.d. létteimuð hráolía á meðan skipagasolía er þungeimuð. Þær olíuvörur sem seldar eru á íslenska eldsneytismarkaðnum eru að mestu leyti innfluttar.44 Í ákvörðun samkeppnisráðs nr. 21/2004 var fljótandi eldsneyti skipt í fjóra meginflokka eftir notkun: 1. Bílabensín 

Undir þetta falla nú 95, 98 og 99 oktana blýlaust bensín. Áður voru einnig 92ja oktana blýlaust bensín og 98 oktana blýbensín á markaðnum, en sölu þessara tegunda hefur verið hætt hér á landi.

2. Gasolíutegundir 

Þessum flokki tilheyra dísilolía, gasolía, skipagasolía / flotaolía, MD- og SDskipaolíur.

3. Svartolía 4. Flugeldsneyti 

Flugeldsneyti skiptist í flugsteinolíu eða þotueldsneyti (öðru nafni „jet“) og flugbensín (öðru nafni „avgas“).

Til viðbótar fyrrgreindum eldsneytistegundum nota bílar á Íslandi einnig metangas sem selt hefur verið í Reykjavík frá 2006 og á Akureyri frá 2014. Metanið er framleitt á sorphaugunum í Álfsnesi en framleiðslan á árinu 2012 var um 2 milljónir rúmmetra sem samsvarar um 2,24 milljónum lítrum af 95 oktana bensíni. Sú sala nemur um 1,2% af heildarsölu bensíns sama ár.45

2.3.2 Innflutningur og heildsala Öll íslensku olíufélögin semja við erlenda birgja um kaup á eldsneyti til endursölu á Íslandi. Erlendu birgjarnir eru annað hvort heildsalar eða framleiðendur eldsneytis en mismunandi er hversu mikið

43

Undantekningin er endurnýjanlegt eldsneyti sem flutt er inn til landsins en skv. lögum nr. 40/2013 ber olíufélögunum skylda til þess að

tryggja að ákveðið hlutfall eldsneytissölu hvers og eins sé endurnýjanlegt eldsneyti. Nánar er fjallað um lög um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á Íslandi nr. 40/2013 í kafla 8.5. 44

Þær vörur sem framleiddar eru innanlands eru t.d. lífdísill sem Orkey framleiðir og er notað sem bætiefni í eldsneyti fiskiskipa (sjá

http://www.ruv.is/frett/lifdisill-nyttur-sem-baetiefni-i-eldsneyti), Carbon Reycling International framleiðir einnig metanól til íblönundar bensíns. Olíudreifing endurvinnur einnig úrgangsolíu sem til fellur og selur hana áfram til brennslu innanlands. 45

„Að koma metani í umferð – Kynning fyrir Grænu orkuna 13. mars 2013“ (2013). Metanorka.

37


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.