Frummatsskýrsla -Markaðsrannsókn á eldsneytismarkaðnum

Page 216

tímabilsins en 2,5% er sá mismunur sem var að meðaltali á milli áhættulausu vaxtanna og meðalfjármagnkostnaðar hvers félags á árunum 2012-2014.312 Kosturinn við þessa nálgun er sá að með henni er komist hjá því að taka tillit til þess hvernig of mikil skuldsetning, sem í raun mátti aðeins að takmörkuðu leyti heimfæra til kjarnastarfsemi, og síðar gengishrun brenglaði fjármagnsskipan fyrirtækjanna. Ókostirnir eru þeir að ekki er hægt að gefa sér að álagið hefði átt að vera óbreytt meðaltal áranna 2012-2014 yfir allt tímabilið jafnvel þótt fjármagnsskipanin hefði verið stöðug. Í annan stað er ekki hægt að gefa sér að fjárhagsstaða fyrirtækjanna eins og hún raunverulega var árin 2008-2011 hafi ekki haft áhrif á verðlagningu og arðsemi bundins fjármagns. Að þessum fyrirvörum fram settum er hægt að sýna hver niðurstaðan hefði verið miðað við framangreinda forsendu um 2,5% álag á árunum 2001-2011: 25% 20% 15% 10% 5% 0% -5%

2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

Arðsemi bundins fjármagns

2009

2010

2011

2012

2013

2014

Áætlað WACC

Mynd 58. Arðsemi bundins fjármagns og áætlaður veginn fjármagnskostnaður.

Sjö ár af fjórtán var vegin meðalarðsemi olíufélaganna hærri en áætlaður veginn meðalfjármagns-

„[…] virðast þessir útreikningar, með öllum fyrirvörum, ekki benda til þess að olíufélögin hafi skilað umframarðsemi að staðaldri eftir árið 2001.“

kostnaður en hin átta árin var arðsemin lægri. Ef borið er saman meðaltal allra áranna fyrir áætlaðan veginn meðalfjármagnskostnað

(10,60%)

og

vegin

meðalarðsemi bundins fjármagns (10,20%), fyrir árin 2001-2014, þá var nánast enginn munur þar á, eða um 0,40%. Eftir sem áður virðast þessir útreikningar, með öllum fyrirvörum, ekki benda til þess að olíufélögin

hafi skilað umframarðsemi að staðaldri eftir árið 2001.

312

216

Mismunurinn var á bilinu 1,9% til 3,7% á fyrrgreindu árabili.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.