Frummatsskýrsla -Markaðsrannsókn á eldsneytismarkaðnum

Page 196

Reykjavíkur frá janúar 2015. Það að álagning á bifreiðaeldsneyti sé nú sambærileg eða jafnvel hærri en á samráðstímabilinu styrkir kenningar um að fyrir hendi séu aðstæður eða háttsemi fyrirtækja á eldsneytismarkaðnum sem séu skaðlegar samkeppni og neytendum.272 Fyrir liggur að samráð getur gefið vísbendingu um hvort aðstæður á markaðnum séu hagfelldar samhæfðri hegðun. 273 Mikil lækkun á álagningu í sölu á eldsneyti til stórnotenda sýnir hins vegar bættan hag þeirra viðskiptavina í samanburði við samráðstímabilið og gefur til kynna að samkeppni sé virkari á þeim hluta markaðarins og að sá hluti markaðarins leyfi mun síður þegjandi samhæfingu milli olíufélaganna.

„Niðurstöður greiningar á tjóni neytenda gefa til kynna að íslenskir neytendur hafi á árinu 2014 greitt 4,0 – 4,5 milljörðum króna meira fyrir eldsneyti en ef virk samkeppni hefði ríkt í sölu bifreiðaeldsneytis.“

Álagning á bensín hefur haldist nokkuð stöðug, og sveiflurnar verið innan við 5 krónur á verðlagi ársins 2012, þegar horft er til tímabilsins 2003 til 2012. Álagning á dísilolíu lækkaði árin 2003 til 2005 en hækkaði gríðarlega mikið frá árinu 2005 til 2012 eða um tæplega 50%. Á sama tíma jókst notkun einstaklinga á dísilolíu. Haldast þær niðurstöður í hendur við þróun bifreiðaeldsneytisverðs á Íslandi í samanburði við

Bretland, en munur á bensínverði breyttist lítið á meðan verð á dísilolíu hækkaði umtalsvert meira hér á landi en í Bretlandi. Álagning á eldsneyti í smásölu á Íslandi er hærri en búast mætti við, sama hvaða viðmið er notað. Hún er hærri en gera mætti ráð fyrir jafnvel ef miðað er við heildsöluálagningu á einokunarmarkaði, smásöluálagningu sjálfstæðra smásala í Bretlandi og raunkostnað við kaup, innflutning, birgðahald og dreifingu. Niðurstöður greiningar á tjóni neytenda gefa til kynna að íslenskir neytendur hafi á árinu 2014 greitt 4,0 – 4,5 milljörðum króna meira fyrir eldsneyti en ef virk samkeppni hefði ríkt í sölu bifreiðaeldsneytis.

6.4 Afkomuþróun og arðsemi Í langtímajafnvægi ættu fyrirtæki á virkum samkeppnismarkaði ekki að skila betri afkomu en sem svarar til „eðlilegs hagnaðar“ (e. normal rate of profit) sem er sá hagnaður sem nægir til að halda ráðstöfun framleiðsluþátta óbreyttri til lengri tíma. Í þessu sambandi svarar eðlilegur hagnaður til þeirrar arðsemi fjármagns sem er jafn fórnarkostnaði fjármagnsins í viðkomandi starfsemi. Með fórnarkostnaði í þessu samhengi er átt við þá arðsemi sem fjármagnið gæti skilað ef það væri nýtt í annarri starfsemi með sambærilega áhættu. Með hliðsjón af framangreindu gæti arðsemisþróun

Það er í varhugavert að skoða álagningartölur eftir að samráðstímabili olíufélaganna lauk og bera þær saman við álagningartölur á samráðstímabilinu. Í sögulegu samhengi má færa rök fyrir því að álagning sé nú há vegna samráðstímabilsins og tímabilsins þar á undan þar sem ríkisafskipti einkenndu markaðinn. 272

273

Á samráðstímanum gátu olíufélögin þróað með sér tilteknar aðstæður og skapað umhverfi í rekstri félaganna sem var til þess fallið að

auðvelda þeim þegjandi samhæfingu, eftir að samráðinu lauk, á þeim hluta markaðarins þar sem gagnsæi í verðlagningu var mest. Á það sérstaklega við um sölu á bifreiðaeldsneyti úr dælu. Hefur þetta án efa a.m.k. gert samhæfingu þá sem skýrsla þessi sýnir auðveldari en ella.

196


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.