Page 1

Bls. 15

Sinnti kosninga­ eftirliti í Úkraínu -Átakanlegt að horfa upp á mis­skipt­­ inguna í landinu. -Kosningar í skugga stríðsátaka í austur­hluta landsins.

Berst fyrir hinsegin­ fræðslu -Eva Lín er ánægð með að bæjarstjórn samþykkti tillögu hennar.

Bls. 6

Vinnur að þróunar­ málum í Malaví -Ný stjórnarskrá er lykilatriði í því að betrumbæta íslensk stjórnmál.

Bls. 8-9

Samfylkingin

Bærinn okkar Myn

dag áta

á ba

Gleðileg jól

ksíð u


2 Viðtal á bls.7

Stöndum vörð um skólana Í

Hinseginfræðslan í höfn

Hafnarfjarðarbær hefur undirritað samkomulag við Samtökin ’78 um hinseginfræðslu í grunnskólum bæjarins. Efni samkomulagsins var samþykkt í fræðslu­ráði bæj­ arins fyrr í vetur. Eva Lín Vil­ hjálms­dóttir, varabæjarfulltrúi Sam­fylkingarinnar, lagði tillöguna fram á fyrsta bæjarstjórnarfundi sínum síðastliðið vor. Tillagan vakti mikil viðbrögð í samfélaginu og voru sum ummælin sem féllu í kommentakerfunum kærð til lög­ regl­unnar af Samtökunum ’78 á grundvelli laga um hatursorðræðu. Í kjölfarið af tillögu Evu Línar hafa fulltrúar Samfylkingarinnar fengið sambærilegar tillögur samþykktar í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Árborg og Hveragerði. Lesa má viðtal við Evu Lín á bls. 6 í blaðinu. Þar má einnig lesa hvað felst í samkomulaginu við Samtökin ’78.

Hugmyndasmiðjur Sam­ fylkingar­innar

Hugmyndasmiðjur Sam­fylkingar­ innar hafa hafið störf. Þær eru vettvangur fyrir stefnumótun flokksins fyrir næstu alþingis­kosn­ ingar. Facebook hópar hafa verið opnaðir til að halda utan um starfið og svo verða fyrstu fundir strax í janúar. Þetta starf er öllum opið. Hugmyndasmiðjurnar eru fimm: Sköpum framtíð fyrir ungt fólk á Íslandi; Heilbrigði og opinber þjónusta í litlu landi; Sköpum ný og spenn­andi störf; Baráttan fyrir mann­réttindum heldur áfram; og Meira lýðræði. Hægt er að finna þær á Facebook eða skrá sig með því að senda póst á samfylking@ samfylking.is.

viðtali við Öddu Maríu Jóhannsdóttur, bæj­ ar­fulltrúa Samfylkingarinnar og full­trúa í fræðsluráði, kemur fram að sú for­gangs­ röðun, sem birtist í ákvörðunum meirihlutans í skóla­málum, hugnist henni ekki. „Við í minnihlutanum höfum átt gott sam­ starf og höfum staðið gegn áformum meiri­ hlutans um niðurskurð í skólamálum. Við viljum standa vörð um hafnfirska leik- og grunnskóla og tryggja að öll börn í Hafnarfirði eigi kost á góðri menntun. Jafn aðgangur að menntun er ein af grunnstoðum samfélagsins og kjarni jafnaðarstefnunnar“. Í umræðum um fjárhagsáætlun næsta árs var ekkert hlustað á raddir foreldra varðandi lokun Kató. „Þrátt fyrir að safnast hafi yfir 1000 undir­ skriftir í mótmælum gegn lokun Kató ákvað meirihluti Bjartrar Framtíðar og Sjálf­stæðis­ flokks að hafa þessar raddir að engu“, segir

Adda María og er ekki skemmt yfir þessum vinnbrögðum. Einnig segir Addar María að svo virðist vera sem meirihlutinn vilji hlífa einkareknu skól­ un­um á meðan farið er fram á niðurskurð og hagræðingu í hinum skólunum. „Enn fremur virðist eiga að nýta svigrúmið sem þessi hagræðing skapar í almenna kerfinu til þess að styðja við stofnun og starfrækslu nýs einkarekins grunnskóla fyrir elstu bekki grunn­skólans. Ef þessar hugmyndir ná fram að ganga munu nemendur í þeim skóla sem Framsýn skólafélag ehf. ætlar að setja á lagg­ irnar verða rukkaðir um tvö hundruð þús­ und krónur í skólagjöld á hverju ári“, segir bæjarfulltrúinn og bætir við að þá séum við sennilega að sjá vísi að tvöföldu skólakerfi í Hafnarfirði.

Adda María Jóhannsdóttir Bæjarfulltrúi og fulltrúi Samfylkingarinnar í fræðsluráði.

Að horfa til betri áttar Árni Páll Árnason:

Í

aðdraganda jóla hugsum við til boð­skap­ar­ ins sem fylgir fæðingarhátíð frelsara krist­ inna manna. Fyrirheitið um frelsun mann­ anna, kærleika og fyrirgefningu er kjarni þess boðskapar og sá boðskapur á erindi við alla heimsbyggðina. Óháð því hvaða trú við játum eða hvort við játum yfir höfuð einhverja trú, eru þau skilaboð algild og hafa sjaldan verið mikilvægari en nú. Sagan um Jesúbarnið flytur margháttuð skilaboð inn í veruleika okkar sem höfum séð fordæmalausan flóttamannastraum og illvirki hryðjuverka á síðustu mánuðum. Jesú­ barnið fæddist allslaust í fjárhúsi, því það var ekki rúm fyrir það í gistihúsi, ekki frekar en það finnst rúm í dag fyrir flóttafólk sem flýr hörmungar og morðóðar hersveitir og leitar skjóls í Evrópu. Jesúbarnið varð ógn mestu valdamönnum heimsins, sem freist­ uðu þess með vopnavaldi að kveða niður þann friðarboðskap sem fylgdi þessu alls­ lausa barni, en án árangurs. Það sem þér gerið ein­um þessara minnstu, það gerið þér mér, sagði hann svo. Við stöndum nú frammi fyrir stór­um spurn­ing­um um hvernig við viljum bregð­ ast við, þegar meira reynir á góðvilja okk­ ar og náunga­kærleik en oftast áður. Nú eru landa­mæri Íslands við Miðjarðarhaf og land­ fræði­leg einangrun veitir ekki lengur falskt skjól fyrir alvöru spurningum. Hingað leita flótta­menn, hér býr fólk af öllu þjóðerni og ját­ar fjölbreytta trú. Við þurfum að velja hvernig við mætum ótta um hryðju­verk á nýjum tímum. Einangr­un er ekki val­kostur, því Ísland er nú vinsælt ferða­ manna­land og gríðarlegur fjöldi flugferða til og frá landinu gera öllum kleift að koma til landsins. Í Schengen-samstarfinu er frekar

Skötuhlaðborð á Þorláksmessu

Minnum á okkar geysivinsæla skötuhlaðborð í hádeginu á Þorláksmessu. Í boði verður kæst skata, saltfiskur, plokkfiskur, síld og fl.

Með jólakveðju frá starfsfólki Kænunnar ÓSEYRARBRAUT 2 � S: 565 1550

Árni Páll Árnason Formaður Samfylking­ arinnar.

vörn en ógn í því samhengi. Hvernig tök­ umst við á við þá hættu sem er óumflýjanleg? Gerum við það með fölsku öryggi vopna, eða með kærleik og virðingu fyrir mannhelgi? Og hvernig lærum við af reynslu nágrannlanda, sem bendir til að félagsleg einangrun ungra pilta sé það sem líklegast er til að gera þá ofur­­selda boðskap mannhaturs og morð­­æðis? Þegar hingað hraktist flóttamaður frá Serbíu fyrir réttum 22 árum og leitaði hælis voru við­brögð stjórnvalda útlendinga­mála að vísa honum burt eins og öllum öðr­ um flótta­mönn­um alla 20. öldina. Sigur­

björn Einarsson bisk­up skrifaði þá grein í Morgunblaðið hon­um til varnar og sagði meðal annars: „Löngum er auðvelt að taka afstöðu til þess, sem er nógu fjarlægt. Hitt reynist tor­ veld­ara að bregðast á réttan hátt við því, sem er við dyrnar hjá manni sjálfum og skírskotar beint til eigin samvisku og krefst persónulegra að­gerða. En viðbrögð í slíkum sporum og það, sem við gerum þá, er prófsteinn á það, hvort við erum þeim megin í tilverunni, þar sem horft er og stefnt til hinnar betri áttar.“ Í sömu grein minnti Sigurbjörn á að við hefð­um „haft tilhneigingu til að láta sem ver­ öldin komi Íslandi ekki við nema að því leyti sem við getum haft gott af öðrum.“ Það er rétt, enn þann dag í dag. En við getum ekki lengur hrakið flóttamenn af höndum okkar jafn auðveldlega og við gerðum áður. Nú eru grannríki okkar að þrotum komin og við þurf­ um að taka jafn stóran skerf og þau. Með því móti gerum við tvennt: Við stöndumst prófið og sýnum að við erum réttu megin í tilverunni og við vinnum gegn útlendingahatri í þeim löndum sem best hafa staðið sig í móttöku flóttamanna. Ef sum lönd skerast úr leik er ekki að furða að fólk í þeim löndum sem mest leggja af mörkum spyrji sig hvers vegna þau eigi að gera meira en aðrir. Framlag í mót­ töku flóttamanna til samræmis við þau lönd sem fremst standa er því ekki bara mannleg skylda okkar sjálfra, heldur líka framlag okkar til að draga úr víðsjám og útlendingahatri í grannlöndunum og í Evrópu allri. Við getum þannig sótt innblástur til góðra verka í boðskap og andblæ jó­lanna. Ég óska ykk­ur öllum gleðilegrar og frið­sællar jóla­hátíð­ ar.

Niðurskurður í grunnþjónustu Á

takalínurnar í bæjarstjórn Hafnar­fjarð­ ar í dag snúast fyrst og fremst um ólíka forgangsröðun flokkanna. Meirihluti Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokks fer fram með harkalegum niðurskurði í grunn­ þjón­ustu þrátt fyrir að hagur bæjarins sé að vænkast. Á sama tíma eru framlög til einkarekstrar stóraukin. Svo virðist því sem meiri­hlutinn í Hafnarfirði hafi til­eink­að sér pólitíska hugmyndafræði ríkis­stjórnar­flokk­ anna, þar sem allt kapp er nú lagt á að veikja grunn­þjónustuna í þeim tilgangi að réttlæta aukinn einkarekstur. Á næsta ári er gert ráð fyrir verulegri fækkun kenna­ra í leik- og grunnskólum sem reknir eru af Hafnarfjarðarbæ. Samanlagt jafngildir fækk­unin rúmlega 26 stöðugildum miðað við óbreyttan nemendafjölda. Á sama tíma

leggur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Fram­tíðar til að fjárframlög til Barnaskóla Hjalla­stefnunnar verði hækkuð umtalvert á milli ára. Engin niðurskurðarkrafa er gerð til Barnaskóla Hjallastefnunnar eða annarra einka­rekinna skóla í Hafnarfirði.

Útgefandi: Samfylkingin í Hafnarfirði | Skrifstofa: Strandgötu 43 | Ábyrgðarmaður: Ómar Ásbjörn Óskarsson | Ritstjórar: Árni Rúnar Þorvaldsson og Óskar Steinn Ómarsson Umbrot: Alexandra Sharon Róbertsdóttir | Myndir: Sigtryggur Ari Jóhannsson | Auglýsingar: Ómar Ásbjörn Óskarsson | Prentun Ísafold | Dreifing: Pósthúsið


5

4

Saga kjörtímabilsins

Fjölskyldan Paul og Rosmary með börnum sínum.

- Stiklað á stóru

Nú þegar kjörtímabilið er tæplega hálfnað er ekki úr vegi að líta aðeins yfir farinn veg. Af mörgu er taka þegar litið er til gagnrýnisverðra vinnubragða og ákvarðana núverandi meirihluta Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokksins. Upp úr stendur að hið stóra loforð Bjartrar Framtíðar um bætt vinnubrögð í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur algjörlega orðið undir innan meirihlutans og honum er nær algjörlega stýrt á forsendum Sjálfstæðisflokksins. Það þýðir að þjónusta við bæjarbúa er skert, t.d. með lokun leikskólaúrræða. Á sama tíma eru laun bæjarstjóra hækkuð um tugi prósenta. Áform um

Júní 2014

Júlí 2014

Tilkynnt um andlát „þjóðstjórnar“ Bjartrar Framtíðar í Mogganum

Gjöf Íslendinga til Kenía ómetanleg - Paul og Rosmary opnuðu leikskóla að íslenskri fyrirmynd í Kenía

Þ

að muna flestir eftir sögu Paul Ramses og eiginkonu hans Rosmary Atieno Odhiambo sem fengu pólitískt hæli á Ís­landi árið 2010, eftir langa baráttu. Paul og Rosmary, sem í dag búa á Völl­ un­um með börnum sínum tveimur, sögðu sögu sína á Bærinn okkar síðasta sumar. Þar sögðu þau frá því hvernig þau opnuðu leik­ skóla að íslenskri fyrirmynd fyrir 150 nem­ endur í þorpi í Kenía fyrir peninga sem þau unnu sér inn með því að safna flöskum og selja afríska listmuni sem ekkjur úr þorpinu bjuggu til. Síðustu misserin hafa þau svo verið að stefna að því að opna grunnskóla fyrir 320 nem­endur í sama þorpi og hafa staðið vakt­ ina í Kolaportinu, Firði og á fleiri stöð­um þar sem þau selja muni til þess að safna peningum fyrir verkefninu. Fleiri Ís­lend­ing­ ar hafa komið að fjáröfluninni með ýmsum hætti og í september fóru Paul og Rosmary ásamt sjö öðrum til Kenía að opna nýja grunn­skól­ann. ,,Það fóru fjórir ungir íslenskir náms­ menn með okkur út til að hjálpa til við und­ir­búninginn, og tvær þeirra hafa verið í sjálf­boða­starfi Kenía síðan þá, en koma heim núna fyrir jólin. Síðan fóru þrjár aðrar íslenskar konur með okkur út sem hafa verið okk­ur stoð og stytta í allri skipulagningu og fjár­öflun,“ segir Paul um ferðina. ,,Skólinn heitir Versló Primary School, en nemendur úr Verslunarskólanum hafa hjálpað okkur í gegnum tíðina með fjár­öfl­ un,“ bætir Rosmary við. ,,Það var ýmislegt sem þurfti að klára fyrir opnunina sem við aðstoðuðum við. Við fórum einnig í heim­ sókn í fátækrahverfin og heimsóttum tólf skóla og færðum krökkum skólatöskur og reiknivélar sem Íslandsbanki gaf. Krakkarnir voru svo hrærðir og þakklátir. Við hittum einnig ekkjurnar sem búa til listmunina fyrir okkur og heyrðum frá þeim hverjar þeirrar þarfir eru og hvað við gætum hjálpað þeim frekar með í framtíðinni. Við aðstoðuðum

Ráðning „ópólitísks“ bæjarstjóra Meirihlutinn kynnti ráðning­una sem ópóli­tíska. Síðar kom í ljós að nýr bæjar­stjóri er virkur í starfi Sjálf­stæðis­flokks­ins og hefur gegnt trún­aðar­ störf­um fyrir hans hönd á und­an­förnum ár­um. Í starfi sínu hefur hann heldur ekk­ert farið leynt með skoðanir sínar og áhersl­ur og grímu­laust tekið skýra afstöðu með meirihlutanum í öll­um mál­um í bæjar­stjórn.

Bílastyrkur bæjarstjóra rýkur upp um 90% Minnihlutinn spurðist fyrir um launakostnað vegna embættis bæjarstjóra. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hafa laun bæjarstjórans í Hafnarfirði hækkað um tæp 28 prósent meðan mikill niðurskurður hefur átt sér stað í rekstri bæjarins. Þar af hefur bílastyrkurinn hækkað um tæp níutíu prósent á undanförnum mánuðum. Hún virðist vera löng leiðin úr Garðabænum í Hafnarfjörðinn.

Desember 2015 Áfram þrengt að leikskólum - Kató lokað

Skólinn Fjölmenni var við hátíðlega opnun nýja skólans. einnig eina þeirra við að byggja hús, en íslensku stúlkurnar sem komu með okkur tóku heldur betur til hendinni við það og við kláruðum verkið á mettíma.“ Um 1200 manns voru viðstaddir opn­unina á nýja grunnskólanum Versló Primary School. Þeirra á meðal voru þorps­búar, með­limir úr héraðsstjórninni og þingmenn. ,,Einn þingmannanna sem var við­stadd­ur, Ababu Namwamba, sem heimsótti Ísland síð­asta sumar og hitti m.a forseta Íslands,

Ólaf Ragnar Grímsson, hélt ræðu og þakkaði Ís­lend­ingum sérstaklega fyrir gjafmildina og sagðist vonast til þess að tengslin á milli Íslands og Keníu myndu styrkjast enn frekar í fram­tíð­inni. Ísland væri kannski lítið land en gjöf Íslendinga til Keníu væri ómetanleg,“ segir Paul en þau hjónin eru Íslendingum afar þakklát fyrir allan sinn stuðning við verk­efnið. ,,Með fénu sem við söfnuðum í sumar, þ.m.t. féð sem við söfnuðum á frá­ bær­um fjár­öflunarkvöldverði, tókst okkur að

klára skólabygginguna sjálfa. Nú erum við hins vegar að safna peningum til að borga raf­magn, stóla og borð. Við verðum alla daga fram að jólum að selja listmuni í Firði, Kola­ port­inu og Mjódd og vonumst til þess að safna nægum peningum til þess að eiga fyrir því í janúar þegar nýtt skólaár hefst,“ segir Paul að lokum og óskar Hafnfirðingum gleði­legra jóla og þakkar allan stuðning­inn.

Launahækkun bæjarstjóra

Björt Framtíð vann góðan sigur í bæjar­stjórn­ar­kosningum vor­ið 2014 og fékk tvo full­t­rúa kjörna. Lof­orð­ið um bætt vinnu­brögð í bæjar­stjórn­ar Hafnar­fjarð­ar hefur vafa­lítið fleytt flokkn­um langt. Hug­mynd um „þjóð­ stjórn“ bæjar­stjórn­ar var eitt af bar­áttu­mál­um Bjartrar Fram­tíðar í því augna­miði einmitt að bæta vinnu­brögðin. Við­brögð full­trúa Sam­fylkingar­ innar voru þau að lýsa því yfir að þeir væru til­búnir að ræða við full­trúa Bjartrar Fram­tíðar og annarra flokka um til­raun til samstarfs þvert á flokka án skipt­ingar bæjarstjórnar í meiri­hluta og minnihluta. Eftir nokk­urra daga bið eftir frum­kvæði Bjartr­ar Fram­tíðar birti Morgunblaðið minning­ ar­grein um þjóð­stjórnar­hugmynd Bjartr­ar Fram­tíð­ar þegar blaðið birti til­kynn­ingu þess efnis að náðst hefði sam­komu­lag milli Guð­laugar Kristjáns­dótt­ur og Rósu Guð­bjarts­dóttur um meiri­hluta­mynd­un Sjálf­ stæðis­flokks og Bjartrar Framtíðar.

Ágúst 2015

Í tillögum til fjárhagsáætlunar næsta árs lagði meirihluti Sjálf­ stæðisflokks og Bjartrar Framtíðar til að starfsstöð Brekkuh­ vamms við Hlíðarbraut (Kató) yrði lokað í hagræðingarskyni. Þrátt fyrir að tölur sýni að mikill skortur sé á leikskólaplás­ sum í hverfinu og að sparnaðurinn með lokuninni sé mun minni en fullyrt hefur verið hafa fulltrúar meirihlutans þráast við og haldið þessari tillögu til streitu þannig að Kató mun að öllu óbreyttu verða lokað næsta vor. Hugur fulltrúa meirihlutans virðist lengi hafa staðið til að loka þessu leikskólaúrræði þó það hafi ekki fengist formlega staðfest fyrr en við gerð fjárhagsáætlunar. Foreldrar barna á Kató, ásamt öðrum íbúum hverfisins, hafa barist af krafti gegn þessum áformum meirihlutans og m.a. söfnuðust yfir 1000 undirskriftir gegn lokuninni. Fulltrúar meirihlutans kusu hins vegar að hlusta ekkert á þessi kröftugu mótmæli og héldu sínu striki. Þar með eru þau orðin fjögur leikskólaúrræðin sem meir­ ihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar hefur lokað á einu ári. Í sömu tillögu var lagt til að loka Kaldárselsdeild Víðivalla. Fyrr á árinu var Ungbarnaleikskólanum Bjarma lokað og sömuleiðis 5 ára deild sem starfrækt hafði verið í Hvaleyrarskóla.

byggingu nýs hjúkrunarheimils í Skarðshlíð, sem stenst allar nútímakröfur um aðbúnað, eru lögð til hliðar vegna pólitískra æfinga Sjálfstæðisflokksins. Metnaður Sjálfstæðisflokksins til að slá pólitískar keilur bitnar auðvitað mest á því fólki sem þarf á þjónustu og aðstöðu nýs hjúkrunarheimilis að halda. Í eftirfarandi upptalningu er einungis stiklað á stóru í þeim fjölmörgu málum sem Samfylkingin hefur veitt meirihluta Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokksins málefnalegt, kröftugt og nauðsynlegt aðhald.

Meirihluti Bjartrar Framtíðar og Sjálf­ stæðis­flokksins lagði til að heildar­laun bæjar­stjóra, að með­töld­um starfs­tengd­um greiðsl­um, yrðu hækk­uð úr 1.125 þúsund krón­um á mán­uði í 1.480 þúsund krón­ur, eða um 31.5%. Niður­staða kjara­samninga á almenn­um vinnu­markaði hafði þá verið 2,8% almenn launa­hækkun og sam­bæri­legir samn­ingar gerðir milli sam­taka opin­berra starfsmanna og ríkis­ins nokkr­um vikum áður. Minni­hlutinn gagnrýndi þessa ráð­stöf­ un harkalega og benti á að það væri ekki siðferðislega rétt að hækka laun launahæsta starfsmanns bæj­ar­ins um tugi prósenta á meðan öðr­um væri boð­ið uppá allt önn­ur kjör, þar með talið þeim sem lægstu launin hefðu. Til­laga meiri­hlut­ans var samþykkt með at­kvæð­um fulltrúa meirihlutans. Á kjör­tíma­bilinu nemur hækkunin ein og sér um 20 milljónum króna, sem er einnig at­ hyglisvert í ljósi orða­flaums fulltrúa meir­ ihlutans um nauð­synlegt aðhald í rekstri og niður­skurð á ýmsum sviðum í bæjar­ félaginu.

Janúar 2015 Meirihlutinn stöðvar byggingu nýs hjúkrunarheimilis Í janúar ákvað meirihlutinn að hætta við upp­bygg­ ingu nýs hjúkrunarheimilis í Skarðs­hlíð. Bæjar­ stjóra var falið að semja við Hrafnistu um að byggja við heimili félagsins og annast rekstur þeirra 60 hjúkrunarrýma sem samið hefur verið um að Hafnar­ fjarðarbær byggi og reki. Nú er hins vegar stefnt að frekari uppbyggingu á Sól­vangs­reitnum. Þessi óvissa sem uppi er um verkefnið er sérstaklega sorgleg í ljósi þess að ef staðið hefði verið við áfomin upp­byggingu í Skarðshlíð væri verið að opna nýtt og glæsilegt hjúkrunarheimli þar innan nokkurra mánaða. Það sem gerir þessa vegferð meiri­hlutans enn sorg­legri er að undirbúningur upp­bygg­ing­ar hjúkrunarheimilis í Skarðs­hlíð var unninn í góðri sátt og í þver­pólitískri samvinnu. Í staðinn bjóða Sjálf­stæðis­flokkurinn og Björt Framtíð okkur upp á óvissu um skipu­lags­leg­­ar og fjár­hagslegur forsendur verkefnis­ins.

Ungbarnaleikskólanum Bjarma lokað – bara byrjunin Fræðsluráð samþykkti tillögu meiri­hluta Bjartrar Fram­tíðar og Sjálf­stæðis­flokks um niðurskurð í rekstri leik­skóla í Hafnar­firði og lokun eina sérhæfða ungbarnaleikskólans í bæn­um. Fulltrúar minni­ hlutans greiddu atkvæði gegn tillögu meiri­hlut­ans og sögðu með henni stigið skref aftur á bak í mál­ efnum leik­skóla­stigsins og þvert gegn vilja for­eldra sem í könnun­um hafi sýnt skýran vilja um að lækka inn­töku­aldur á leik­skóla. Hér var þó einungis um fyrsta skref meiri­hlut­ans á árinu að ræða hvað lok­ anir á leikskólaúrræðum varðar.

Ágúst 2014 Hafnarfjarðarbær skilar einna bestri afkomu allra sveitarfélaga á árinu 2013 Á árinu 2013 var mestur við­snún­ing­ur í rekstri Hafnar­fjarðar­bæjar og Reykja­ víkurborgar. Af 74 sveitarfélögum sem eru á Íslandi lækkuðu skuldir á síðasta ári mest hjá Reykjavíkurborg, um 47% á milli ára og skuldir Hafnarfjarðarbæjar næst mest, eða um 32%. Þá batnaði afkoma Hafnarfjarðarbæjar um rúma fjóra milljarða frá árinu 2012. Aðgerðir fyrri meirihluta, Sam­fylk­ ing­ar og Vinstri grænna, á árunum eftir hrun eru þannig farnar að skila lang­ þráðum og sýnilegum árangri.

Nóvember 2014 Meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks leggst gegn því að VG fái áheyrnafulltrúa í nefndum bæjarins „Við sjáum ekki tilganginn í því að hafa einhvern hluta þessarar ellefu manna bæjarstjórnar í frystikistunni ef svo má segja. Við viljum að allir rói í sömu átt.“ Þetta sagði oddviti Bjartrar Framtíðar og forseti bæjarstjórnar í viðtali við Vísi þann 3. júní 2014. Skömmu seinnar var svo einum hluta þessarar ellefu manna bæjarstjórnar skellt í frystikis­ tuna – ef svo má segja. Fyrst hrundi hugmyndin um þjóðstjórnina en svo var gengið lengra og komið í veg fyrir aðkomu lýðræðislega kjörinna fulltrúa að nefndum bæjarins.

Desember 2014 Börnum meinað að mæta í leikskóla vegna vanskila Fulltrúar minnihlutans í Fræðsluráði lögðu fram fyrirspurn um hvort dæmi séu um að börnum sé úthýst af leik­ skólum bæjarins vegna van­gold­inna leik­skóla­gjalda. Einnig var spurt hvort ein­hver dæmi séu um slíkt hið sama í heils­ dagsskólunum. Adda María Jóhanns­­dóttir, fulltrúi Sam­fylking­ar­ inn­ar í Fræðslu­ráði, mótmælti því harð­ lega að börnum væri beitt með þess­um hætti í innheimtuaðgerðum bæjar­yfir­ valda. Leikskólinn er orðinn svo þýð­ ingarmikill þáttur í lífi íslenskra barna að það er fyrir löngu orðið nauð­synlegt að skilgreina sjálfstæðan rétt barna til þess að ganga í leikskóla


7

6

Ungu fólki á að líða vel í eigin skinni - Eva Lín lagði fram tillögu um eflingu hinseginfræðslu í grunnskólum í bæjarstjórn

E

va Lín Vilhjálmsdóttir sat sinn fyrsta bæjar­stjórnarfund fyrir Samfylk­ing­ una í Hafnar­firði síðastliðið vor. Þeg­ ar hún lagði fram tillögu um efl­ingu hin­ segin­fræðslu í grunn­skólum bæjar­ins, óraði hana ekki fyrir þeim harkalegu við­brögð­um sem fylgdu í kjölfarið. Nú liggur endan­ leg útfærsla hinseginfræðslunnar fyrir og samningur Hafnarfjarðarbæjar við Sam­ tökin ’78 í höfn. Samfylkingarblaðið ræddi við Evu Lín og spurði hana hvaða augum hún lítur niður­stöðuna. „Ég er mjög ánægð. Það er nauðsynlegt að fræða börn og unglinga um að fjölbreytt fjöl­skyldu­líf sé í lagi og að þau þurfi ekki að skammast sín fyrir kynhneigð sína eða kyn­vitund. Það er mikilvægt að öllu ungu fólki líði vel í eigin skinni“. Endanleg útfærsla á tillögu Evu er í fjórum liðum: � Samtökin ’78 veiti starfsfólki grunn­skól­ anna fræðslu um kynhneigð, kynvitund og mál­efni intersex fólks. � Hafnfirsk ungmenni fái aðgang að ráðgjöf Samtak­anna ’78 án endurgjalds. � Samtökin ’78 annist fræðslu fyrir alla nem­ endur í 8. árgangi grunnskóla Hafnarfjarðar. � Samtökin ’78 veiti Hafnarfjarðarbæ ráð­gjöf við námskrárvinnu um kynhneigð, kyn­vit­ und og málefni intersex fólks.

Eva Lín telur að þetta vera mjög mikil­vægt skref fyrir bæinn. Hún vill að fleiri sveitar­ félög fari sömu leið og Hafnar­fjarðar­bær svo öll börn og ungmenni fái þessa mikilvægu fræðslu og ráðgjöf. Tillagan vakti mikla athygli og umræðan um hana kom mörgum á óvart. Bjóst Eva Lín við svona ofsakenndum viðbrögðum? „Viðbrögðin við tillögunni komu mér ekki mikið á óvart, en umræðan á Útvarpi Sögu var fráleit. Hvernig datt fólki í hug að ég ætlaði að eðla mig fyrir framan börn­in í einhvers konar sýnikennslu í hins­egin­fræðslu? Nemendur eru ekki krossfestir í kristni­fræði“. Eva Lín tók þátt í prófkjöri Sam­fylkingar­ inn­ar fyrir sveitar­stjórnar­kosning­arnar í Hafn­ar­firði og hafnaði í 7. sæti. Hún varð vara­bæjarfulltrúi, líklega sá yngsti í sögu bæjar­ins. En af hverju ákvað hún að fara í próf­kjör? „Ég var búin að vera virk í Ungum jafn­ aðar­mönnum í Hafnar­firði og vildi kynnast stjórn­málunum betur. Ég var alltaf að heyra að stjórn­málin skiptu engu máli og að allt gengi svo hægt í stjórnsýslunni svo ég vildi bara kynnast því sjálf“. Eva Lín hefur mikinn áhuga á um­hverfis­ mál­um og tók sæti fyrir Samfylkinguna í um­ hverfis- og framkvæmdaráði. Hún segir það að vissu leyti rétt að hlutirnir gangi stund­um hægt í stjórnsýslunni en að það sé líka mjög auðvelt að hafa áhrif. Hún segir stemning­ una í ráðinu góða, allir vinni vel saman þvert á flokka.

Áhyggjur af þróun skólamála í Hafnarfirði

Eva Lín Vilhjálmsdóttir Ánægð

með að tillaga henn­ar um eflingu hinseginfræðslu hafi verið samþykkt í bæjarstjórn.

- Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi er fulltrúi Samfylkingarinnar í fræðsluráði

Á Eva Lín er komin í pásu frá íslenskum stjórn­mál­um, en hún flutti til Kaup­manna­ hafnar í byrjun nóvember. Þar ætlar hún að vinna fyrir sér fyrst um sinn og fara svo í háskóla næsta haust. En af hverju Köben? „Ég bjó í Kaupmannahöfn þegar ég var yngri svo ég kann tungumálið vel og þekki aðeins til. Mig langar aðeins að breyta um

Kæru Hafnfirðingar Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar

umhverfi. Svo er eiginlega orðið það dýrt að búa á Íslandi að maður getur alveg eins farið út“. Samfylkingar­blaðið þakkar Evu Lín fyrir spjallið, óskar henni velfarnaðar í Kaup­ manna­höfn og vonast til að sjá hana sem allra fyrst aftur.

kjör­tímabilinu hefur töluvert verið tek­ist á um áherslur í skólamálum í Hafnarfirði. Gildir þá einu hvort horft er til leikskólans eða grunn­skól­ans. Undan­ farnir dagar og vik­ur hafa ekki verið nein undantekning. Við fjárhagsáætlunargerð næsta árs var mest tekist á um lokun Kató en nú á allra síðustu dög­um hefur meiri­ hluti Bjartrar Framtíðar og Sjálf­stæðis­flokks í fræðsluráði ákveðið að ganga til samninga við einkafyrirtæki um rekstur grunnskóla fyrir elstu bekki grunn­skólans. Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi Sam­fylkingarinnar og fulltrúi í fræðslu­ráði segir að sú forgangsröðun sem birtist okkur í ákvörð­un­um meirihlutans í skólamálum hugn­ist sér ekki ekki. „Við í minnihlutanum höfum átt gott sam­starf og við höfum staðið gegn áform­ um meirihlutans um niðurskurði í skóla­ mál­um. Við viljum standa vörð um hafn­ firska leik- og grunnskóla og tryggja að öll börn í Hafnarfirði eigi kost á góðri mennt­ un. Jafn aðgangur að menntun er ein af grunn­stoðum samfélagsins og kjarni jafn­ aðar­stefnunnar“.

Ekki hlustað á raddir íbúa Adda María segir að áherslur meiri­hlut­ ans birtist í því að þjónusta sé skert og leik­ skólaúrræðum fyrir hafnfirskar fjöl­skyld­ur sé lokað og að ekkert sé gert með mótmæli íbúa. „Lokun Kató olli okkur verulegum von­ brigð­um vegna þess að með þeirri ákvörðun

er verið að skera niður grunnþjónustu í einu af hverf­um bæjarins, hverfi þar sem verulega skortir leikskólapláss. Vel hefði verið hægt að kom­ast hjá þessari lokun hefði meirihlutinn haft minnsta áhuga á því að koma til móts við fjölskyldur í Suðurbænum, en svo var ekki. Þrátt fyrir að safnast hafi yfir 1000 undir­skriftir í mótmælum gegn lokun Kató ákvað meirihluti Bjartrar Framtíðar og Sjálf­ stæðis­flokks að hafa þessar raddir að engu. Til að bíta svo höfuðið af skömmunni hélt bæjarfulltrúi Bjartrar Framtíðar því fram í bæjarstjórn að þeir sem stæðu að undir­ skriftar­söfnuninni væru þátttakendur í póli­ tískum leik. Það voru mikil vonbrigði að heyra kjörinn fulltrúa í bæjarstjórn afgreiða bæjar­búa, sem nýta sinn lýðræðislega rétt til þess að koma skoðunum sínum á framfæri, með þessum hætti“. En má ekki á móti segja að fjárhagsstaða Hafnar­fjarðarbæjar sé þannig að nauð­syn­ legt er að grípa til niðurskurðar og að­halds­ aðgerða? „Auðvitað er það rétt að hrunið reyndist Hafnarfjarðarbæ, eins og flestum öðrum sveitar­félög­um, mjög erfittt og nauðsynlegt var að grípa til sársaukafullra aðgerða. Það var gert á síðasta kjörtímabili og árang­ur­inn af þeim aðgerðum sáum við svo í stórbættri af­komu bæjarins árið 2013. Áherslurnar í þeim aðgerð­um voru þó allt aðrar en þær sem við sjáum í dag. Þá var lögð höfuð­áhersla á að verja grunnþjónustuna og ég leyfi mér að full­yrða að undir okkar stjórn hefði aldrei verið ráðist í það loka leik­skóla­úrræð­um í

ein­stökum hverfum og mis­muna þannig íbúum. Þess vegna kem­ur það á óvart þegar hag­ur bæjarfélags­ins er að vænkast að það skuli vera í for­gangi að skerða grunnþjónustu með því að loka leikskólaúrræðum og draga úr kennslu­úthlutun í leik- og grunn­skól­um bæjar­ins. Og það er algjörlega á tæru að ef staða sveitar­félagsins væri svo alvarleg ráð­ ast þyrfti í þennan iðurskurð og segja upp starfs­fólki, þá hefði Samfylkingin ekki byrj­ að á því að hækka laun bæjarstjóra um tugi prósenta“.

Bæjarbúar fjármagna tvöfalt skólakerfi Síðustu daga hafa verið sagðar fréttir af því að meiri­hluti Bjartrar Framtíðar og Sjálf­ stæðis­flokks í fræðsluráði hafi sam­þykkt erindi frá Framsýn skólafélagi ehf. um stofn­ un nýs einkarekins grunnskóla í Hafnar­firði fyrir elstu árgangana. Adda María segir að minnihlutanum í fræðslu­ráði lítist ekki vel á þessa þróun en hún sé í samræmi við þær áhersl­ur sem birtust í fjárhagsáætlun meiri­ hlutans fyrir næsta ár. Þar var lagt upp með skera niður grunnskólum Hafnar­fjarðar­ bæjar á meðan einkareknu skólunum var hlíft. „Enn fremur virðist eiga að nýta svig­rúm­ ið sem þessi hagræðing skapar í almenna kerf­inu til þess að styðja við stofnun og starf­ rækslu nýs einkarekins grunnskóla fyrir elstu bekki grunn­skólans. Ef þessar hugmyndir ná fram að ganga munu nemendur í þeim skóla

sem Framsýn skólafélag ehf ætlar að setja á laggirnar verða rukkaðir um tvö hundruð þús­und krónur í skólagjöld á hverju ári. Skattar íbúa í Hafnarfirði verða því notaðir til þess að koma á tvöföldu skóla­kerfi í bæn­ um. Öðru fyrir þá sem hafa efni á því að senda börnin sín í skóla Framsýnar og hinu fyrir þá sem ekki búa við þannig aðstæður. Þetta er upplegg málsins og þetta er pólitísk forgangs­röðun sem okkur í Samfylkingunni hugnast ekki. Við óttumst að þetta sé ekki síðasta skref­ið á þeirri einkavæðingarbraut sem Sjálf­stæðis­ menn boða á grunnþjónustunni. Það er svo sorg­legt að sjá fulltrúa Bjartrar Fram­tíðar dingla með eins og stefnulaust rek­ald í þess­ um einkavæðingar­áformum sem ég held að þeir standi ekki fyllilega á bak við. Það má eiginlega segja aðstefnuleysi Bjartrar Fram­ tíðar hafi orðið óþægilega augljóst þegar fulltrúi þeirra í fræðsluráði lagði fram til­ lögu um frestun á afgreiðslu málsins svo minni­hlutanum gæfist tækifæri til þess að leggja fram málamiðlunartillögu. Sum sé við í minni­hlutanum áttum að bjarga þeim úr þeim vanda sem flokkurinn var búinn að koma sér í. Afstaða okkar lá hins vegar alveg skýr fyrir. Við vorum á móti þessum áform­um og sjáum engin rök fyrir því að bæjafélagið styðji sérstaklega við bakið á einka­reknum skóla á sama tíma og farið er fram á niðurskurð hjá öðrum skól­um bæjarins“.

Breyttur afgreiðslutími í desemBer 20. des. 21. des. 22. des. 23. des. 24. des.

Snertilausar greiðslur

- Tilvalið gjafakort

Sun. 10:00 -18:00 Mán. 9:00 -22:00 Þri. 9:00 -22:00 Mið. 9:00 -22:00 Fim. 9:00 -12:30

25. des. 26. des. 27. des. 28. des. 29. des.

Fös. LOKAÐ Lau. LOKAÐ Sun. LOKAÐ Mán. 10:00 -18:00 Þri. 9:00 -18:00

30. des. 31. des. 1. jan. 2. jan. 3. jan.

Fylgstu með okkur á Facebook

Mið. 9:00 -19:00 Fim. 9:00 -13:00 Fös. LOKAÐ Lau. 10:00 - 17:00 Sun. LOKAÐ


9

8

Hef alltaf verið bjartsýnn maður Guðmundur Rúnar Árnason yfirgaf hafnfirska bæjarpólitík þar sem hann hafði gegnt ábyrgðarstörfum um árabil og vinnur nú að þróunarmálum í einu af fátækustu ríkjum heims. Hann segir þá reynslu hafa breytt honum sem manneskju, fjarlægðin hafi gefið honum nýja sýn á lífið og pólitíkina og jólin í Malaví séu frábrugðin neyslubrjálæðinu á Íslandi enda fátæktin allsráðandi.

Eftir að hafa verið virkur í bæjarmálunum um langt árabil og bæjarstjóri í Hafnar­firði á síðasta kjörtímabili skiptir þú má segja algjörlega um starfsvettvang og fluttir til Afríku. Hvað kom til? Það stóð þannig á því, að ráðningar­ samning­ur minn um starf bæjarstjóra rann út á miðju ári 2012 og ég var farinn að líta út­undan mér á atvinnuauglýsingar um vorið. Það var reyndar ekki ekki um margt að ræða á þessum tíma, fá störf auglýst. Ég sá auglýsingu í Fréttablaðinu, í apríl að mig minnir, um starf verkefnisstjóra hjá Þróunar­samvinnustofnun í Malaví. Ég hugs­ aði samt ekki mikið um hana til að byrja með. Mér fannst þetta eitthvað svo fjarlægt – ekki bara landfræðilega. En af einhverjum ástæðum lét þessi auglýsing mig samt ekki í friði og varð ágengari eftir því sem tíminn leið. Eftir að hafa ráðfært mig við konuna mina og ráðningastjóra ráðningarstofunnar sem hafði með málið að gera, sendi ég inn umsókn. Margir hæfir einstaklingar sóttu um. Ég tók að minnsta kosti fjögur skrifleg próf og fór í nokkur viðtöl um sumarið, en það var ekki fyrr en daginn eftir verslunar­ mannahelgi sem framkvæmdastjóri hringdi í mig og bauð mér starfið.

Mannslíf í húfi Í hverju felst starf þitt í Malaví? Starf Þróunarsamvinnustofnunar í Malaví felst í að aðstoða stjórnvöld við upp­bygg­ingu grunn­stoða. Við vinnum í einu fátæk­asta héraði landsins, Mangochihéraði, þar sem um ein milljón manna býr. Verkefnin eru á sviði heilbrigðismála, grunn­menntunar og vatnsveitu, á tímabilinu frá miðju ári 2012 til 1. júlí 2016. Í stórum dráttum fjár­ mögnum við uppbyggingu og endurbætur í tólf grunnskólum (af um 250), 350 ný eða endurbætt vatnsból og margvíslegar fram­ kvæmdir og þjálfun í heilbrigðismálum, þar á meðal fimm fæðingardeildir, allmargar heilsugæslustöðvar, fimm nýja sjúkrabíla og þar fram eftir götum. ÞSSÍ sér ekki um framkvæmdirnar, heldur héraðsstjórnin í Mangochi. Auk þess að fjármagna höfum við eftirlit með framkvæmdum og því að fjármunir séu nýttir í það sem ætlað er. Mitt starf er ekki síst í eftirlitinu. Ég fer að jafnaði tvisvar í mánuði til Mangochi, en það er um 350 km. akstur frá höfuðborginni Lilongwe. Yfirleitt er ég 2-4 daga í hverri ferð, fer á milli staða þar sem framkvæmdir eru í gangi og sannreyni að áætlunum sé fylgt. Í flest­um tilvikum hitti ég einhverja af lykil­starfsmönnum héraðsins í þessum ferðum. Auk þess hef ég umsjón með um­ fangsmiklum rannsóknum á viðhorfum og sjónarmiðum íbúanna á svæðinu, í tengsl­ um við það sem verið er að gera, og það sem er framundan. Þetta er ótrúlega gefandi og skemmti­ legt starf. Það er sérstaklega ánægjulegt þegar maður sér árangur af starfinu, árang­ ur sem felst í auknum lífsgæðum, minni mæðradauða, minni ungbarnadauða, betri heilsu og þar fram eftir götum. Þetta eru allt mælanlegir hlutir og tölurnar tala sínu máli. Svona nokkuð gerist auðvitað ekki á einni nótttu, en ég held að ég geti leyft mér að fullyrða að íslenskir skattpeningar hafi bjargað ótal mannslífum í Malaví. Það er góð tilfinning.

Á leiðarenda Hópurinn kominn ofan af Mulanjefalli, með leiðsögumönnum.

Les Laxness í Afríku Unir fjölskyldan hag sínum vel? Þessi tími hefur ekki bara verið gefandi fyrir mig. Ingibjörg, kona mín, hefur tekið þátt í fjölmörgum sjálfboðaliðaverkefnum, svo sem stuðningi við móðurlaus börn og fleira í þeim dúr. Dætur okkar fá þó ekki síst mikið út úr verunni hér. Þær ganga í góðan alþjóðlegan skóla, hafa eignast marga vini, víðsvegar að úr heiminum og ég er sann­færður um að þeir eiga eftir að búa að þessari reynslu alla ævi, verða víðsýnir heims­borgarar. Hvað með frístundir? Ég upplifi það núna, að ég á miklu fleiri frí­stundir en ég hef vanist, sér­stak­ lega meðan ég tók þátt í pólitíkinni. Þá voru frístundir fágætar. Ég þurfti hreinlega að setja mig í stellingar þegar við komum hing­ að, til að fylla frítímann. Hér er ekki kvik­ mynda­hús og sjónvarpsdagskráin ó­spenn­ andi. Ég keypti mér notað hjól og fór að hjóla í vinnuna. Fyrir síðustu áramót strengdi ég þess heit að hjóla 4000 kílómetra á árinu. Ég er dálítið á eftir áætlun, en stefni enn að því að ná þessu marki. Ég strengdi þess líka heit að ganga á hæsta fjall Malaví. Það gerði ég í nóvember, ásamt Ágústu dóttur minni, belgískum vini hennar og tveimur Íslendingum sem eru hér við störf. Hæsti tindurinn er 3002 metrar og við vorum þrjá daga á fjallinu. Ég get ekki neitað því að þet­ ta tók talsvert á mig, en auðvitað minna á yngra fólkið. Ég fann þarna í nokkra daga að ég er ekki 25 ára lengur, en er búinn að gleyma því aftur og ætla aftur á fjallið á næsta ári, þótt það verði annars staðar frá og ekki á sama tind. Vinir mínir gera grín að því að ég, annálaður antisportisti, sé á gamals aldri orðinn forfallið sportidjót. Síðan les ég mjög mikið. Það er ein bóka­ verslun í borginni, sem aðallega þjónar fólki í framhaldsskólum, en þar er einn rekki með almennum bókum, sem aðalle­ ga tengjast Afríku. Ég er reyndar búinn að afgreiða hann að mestu. Þá koma rafbækur og hljóðbækur inn í myndina. Ég hlusta mikið á hljóðbækur á hjólinu og þegar ég er einn að keyra langar leiðir. Mér var boðið að gerast meðlimur í #1 Lilongwe Mens’ Book Club, þar sem menn koma saman

ótta og of­ beldi fær það til baka fyrr eða síðar. Mogg­inn hafði heilmikil áhrif með því að segja ekki frá sumu – stund­um jafn­vel mei­ ra en í gegnum það sem hann sagði frá. Ef það er ekki í Mogganum – þá gerðist það ekki var stundum sagt. Núna skiptir Mogginn hérumbil engu máli, í samanburði við fyrri tíð. Menn hafa verið að kaupa miðla í seinni tíð, augljóslega til að reyna að stýra umræðu. Ég hef enga trú á að þetta virki til lengri tíma litið. Fólk lætur ekki bjóða sér svona nokkuð lengur. Núna erum við með þúsundir virkra blaðamanna og ritstjóra á samfélagsmiðlunum á hverjum degi. Það er auðvitað ekki allt gáfulegt sem þar er borið á borð, en framboð af heilbrigðum sjónarmiðum er meira og fjölbreyttara en áður. Þau finna sér leið til lesenda, þótt hefðbundnir miðlar þegi eða matreiði eftir uppskriftum eigendanna.

held að “égÉggeti leyft

mér að fullyrða að íslenskir skattpeningar hafi bjargað ótal manns­ lífum í Malaví.

Samfélag “sem elur á

Tónlist og dans Malavar eru fallegt og glaðsinna fólk og halda í fornar hefðir í dansi og tónlist.

mánaðarlega og ræða eina bók í senn, allskonar bækur. Þarna eru 10-15 skem­ mtilegar karlar, víðsvegar að, en eiga það sameiginlegt að hafa ensku að móðurmáli – nema ég vitaskuld. Ég lét þá lesa Sjálfstætt fólk og þeir lögðust allir í þunglyndi á eftir, eru enn að tala um bókina hálfu ári síðar.

Öðruvísi jól Hvernig eru jólin í Malaví? Almennt verður maður ekkert mikið var við jólatilstand. Í þeim fáu verslunum sem hér eru, er leikin jólatónlist og eitthvað skreytt, en ekki mikið meira en það. Þet­ ta er lágstemmt hjá Malövunum sjálfum, flestir þeirra eru svo fátækir að þeir geta ekki leyft sér mikið og síðan eru auðvitað um 30% múslimar. Undanfarin jól höfum við alltaf fengið gesti og það hefur sett svip sinn á jólin. Núna eigum við ekki von á nei­ num. Þeir útlendingar sem eyða jólunum í Malaví reyna að hittast eitthvað um jól og áramót. Hér er svo til ekkert hægt að kaupa, þannig að það verða ekki margir pakkar undir gervijólatrénu þetta árið, því ferðir eru strjálar og það borgar sig ekki að senda í pósti.

Á hæsta tindi Malaví Sapitwa, þar sem enginn fer.

Breytt landslag í pólitíkinni Ísland og stjórnmálin - Hvernig blasir þetta við þér? Það er dálítið öðru vísi að horfa á íslensk stjórnmál úr fjarlægð, en þegar maður er í hringiðunni. Vissulega fylgist ég sæmi­lega með, en get leyft mér að láta gjamm og gaspur dagsins renna framhjá, án þess að það hafi mikil áhrif á mig. Ég er mjög bjart­ sýnn á framtíðina – hef reyndar alltaf verið mjög bjartsýnn maður. Ég held að í ekki svo fjarlægri framtíð séu stórkostleg tækifæri – ef menn koma auga á þau og ber gæfa til að lesa rétt í skilaboðin í skoðanakönnum og samtölum við fólk. Margir kjósendur urðu fyrir gríðarlegum vonbrigðum með uppgjör hrunsins og það er enn bakslag hjá þjóðinni vegna þess. Það er mikil gerjun í gangi í þjóðfélag­ inu, mikil umræða og fjölbreytt. Það hefur margt breyst í fjölmiðlun, svo dæmi sé tekið, frá því að ég stúderaði fjölmiðlafræði fyrir margt löngu. Þá var internetið til dæmis ekki komið til sögu. Áður var hægt að hafa umtalsverð áhrif á umræðu í gegnum prent­ miðla með því að þegja um suma hluti.

En fyrir utan breytt fjölmiðlaumhverfi, af hverju ertu bjartsýnn? Ef maður ýtir til hliðar deilum um keisar­ ans skegg og minni háttar dægurmál, þá er einn gegnumgangandi klofningsás í póli­ tíkinni. Annars vegar erum við með sérhags­ muni – og þá sem beita sér fyrir þeim. Hins vegar erum við með almannahagsmuni – og þá sem beita sér fyrir þeim. Ef þau öfl sem láta sér annt um almannahagsmuni koma sér saman um það, undanbragða­ laust, að þau ætli að klára nokkur lykilmál – t.d. stjórnarskrármálið, láta kjósa um fram­hald ESB viðræðna og auðlindamá­ lin, þá er mikið unnið. Ég er þess fullviss að íslensk stjórnmál breyttust til hins betra í kjölfarið. Ný stjórnarskrá er lykilatriði í því að betrumbæta íslensk stjórnmál og draga úr valdi sérhagsmunahópa. Almennt er ég talsmaður samráðs og sátta, en það má ekki ganga svo langt að færa talsmönnum sérhagsmuna neitunarvald. Sátt við þjóðina er svo miklu mikilvægari en sátt við þing­ menn sérhagsmunanna. Þetta er ekki bara tækifæri fyrir talsmenn almannahagsmuna, heldur ber þeim beinlínis skylda til að leiða þessi mál til lykta og setja flokkadrætti til hliðar. Hvað með hafnfirsk stjórnmál? Það er mikilvægt, að þeir sem taka við kef­ linu fái frið til að vinna sína vinnu, án þess að fyrrverandi forystumenn séu að anda ofan í hálfsmálið hjá þeim. Tvennt rennur mér þó sérstaklega til rifja. Mér fannst dapurlegt að horfa upp á að nú­verandi stjórnarflokkar keyptu sér excelráðgjöf til að kasta fyrir róða þeirri sátt í bænum sem hafði verið byggð upp í kringum nýtt hjúkrunarheimili. Margir höfðu lagt á sig miklu vinnu vegna þess. Hitt málið er framkoman við fjölmarga starfsmenn bæjarins. Þetta tvennt hryggir mig meira en orð fá lýst, en lýsir ákveðnu viðhorfi til viðfangsefnisins – og kemur mér reyndar ekki mjög á óvart.

Það fæðist enginn vondur Flóttamannastraumurinn –hvers vegna og hvað er til ráða? Það er mikilvægt að vestræn ríki og þau sem eru aflögufær, geri það sem þau geta. Þeir flóttamenn sem nú hafa streymt til Evrópu eru ekki í neinni lystireisu. Í flest­ um tilvikum er um að ræða fólk sem er að flýja hörmungar heima fyrir, hættir lífi sínu og skilur allt sitt eftir – vini, ættingja og eigur. Það er siðferðileg skylda okkar að leg­ gja okkar af mörkum. Ég er svosem eng­ inn sérfræðingur í því hvernig og að hvaða marki, en það er augljóst að það eru allmörg nýleg dæmi um að við tökum ekkert sérlega vel á móti fólki. Eins og það sé ekki nóg á fólkið lagt, þótt það þurfi ekki líka að mæta

Jólin Það var ekki jólalegt um að litast í Malaví 24. desember 2014 “computer says no” viðhorfi á Íslandi. Eftir hryðjuverkin í París hefur athygli heims­byggðarinnar beinst að öfgahópum á borð við ISIS og þeirri ógn sem íbúum vestur­ landa stafar af hryðjuverkum þeirra. Hvað skýrir þessa þróun að þínu áliti og telur þú við­brögð Vesturlanda rétt? Það fæðist enginn vondur eða illa inn­ rættur. Innrætingin byrjar ekki fyrr en eftir fæðingu. Mannvonska er innrætt – hún er kennd eða numin af samfélaginu. Sam­ félag sem elur á ótta og ofbeldi fær það til baka fyrr eða síðar. Ef opið samfélag byggir á barnalegri einfeldni, eins og einhver mun hafa sagt, þá skortir heiminn marg­falt fleiri barnalega einfalda stjórnmála­menn, í stað klækjarefa og stríðsherra. Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar fólk fer í gegn­um lífið með því að flokka fólk í “við og hinir”, hvaða skilgreining sem er notuð til að draga í dilka. Auðvitað á að taka það alvarlega og bregðast við þegar öfgamenn ógna lýðræðinu, en að ætla að gera það með því að draga allt það fólk sem á eitt­ hvað sameigin­legt með öfgamönnunum – t.d. uppruna eða trúarbrögð – í sama dilk, það finnst mér óboðlegt. Í Malaví eru 30% múhameðstrúar og 70% kristnir. Í héraðinu sem við vinnum í eru músli­ mar 70%. Trúarlíf er mjög virkt, flestir fara reglulega í bænahús og fólk er virkilega trúað. Hér eru kirkjur og moskur stun­ dum hlið við hlið, eða sitt hvorum megin götu. Ég hef aldrei heyrt að það hafi leitt til neinna vandræða. Mörg þorp og margir skólar eru blönduð. Besti vinur minn er múhameðstrúar. Vænsta fólk. Nú eru forsetakosningar hér á landi á næsta ári og óvíst hvort sitjandi forseti muni bjóða sig fram að nýju. Skiptir forsetaembættið máli? Já og meira nú en oft áður, jafn­vel meira en nokkru sinni. Núverandi forseti hefur ger­breytt embættinu, úr því að vera ópólitískt sameiningartákn og virðing­ arstaða, í að vera virkur þátttakandi í st­ jórnmálum. Hann hefur tekið til sín vald, sem fáir töldu fylgja þessu embætti. Mér finnst gott að hann skuli hafa virkjað málskotsrétt­inn, en um leið fráleitt að slíkt vald sé háð geðþótta eins einstaklings, hversu vandaður sem hann kann að vera.

Þröngt á þingi Inni í svona stofu eru stundum 200 börn. Þennan rétt vil ég færa til þjóðarinnar sjál­ frar, líkt og drög að nýrri stjórnarskrá gera ráð fyrir. Það þarf að vera eitthvað kerfi á galskapnum. Það er alls ekki úr vegi að minna á ákvæðið sem við settum í samþyk­ ktir Hafnarfjarðar árið 2002 um íbúakosnin­ gar. Það hefur reynst mjög vel, enda skýrt hvernig með það skuli farið. Íslendingar þurfa forseta sem still­ir sér ekki upp með sér­hagsmun­um, gegn lýð­ ræðis­umbótum og þannig gegn almanna­ hags­munum. Við þurfum forseta sem sam­ einar, í stað þess að ala á sundrungu. Gangi það eftir, þá er embættið mikil­vægt. Niðurstöður nýlegra rannsókna á kosnin­ gaþátttöku á Íslandi staðfesta dvínandi ko­ sningaþátttöku, sérstaklega á meðal ungs fólks. Er lausnin fólgin í því að fjölga ungu fólki á framboðslistum eða í ábyrgðarstöðum innan flokkanna? Almennt er ég þeirrar skoðunar að breiðir framboðslistar, sem endurspegla kyn, aldur og félagslegan bakgrunn séu eftirsóknar­ verðir. Ég hef aftur á móti alltaf verið held­ur tortrygginn á kvóta í því sambandi.

Ef við ætlum að bæta aldurskvótum ofan á kynjakvóta – hvar endar það? Góð blanda af reynslu og endurnýjun er affarasælust. Fólk getur svo verið ósammála um hvað góð blanda er. En það er engin patentlausn til. Dvínandi kosningaþátttaka er ekki sér­ íslenskt fyrirbrigði, en engu að síður varð snörp niður­sveifla eftir hrun, sérstaklega meðal ungs fólks. Ég held að þátt­takan endur­spegli að vissu leyti ákveðið von­leysi margra og vonbrigði með uppgjör hrunsins. Stjórnmálin og stjórnmálamenn töpuðu trú­verðug­leika. Umræðan á alþingi er ekkert sérstaklega líkleg til að endurreisa trú­verðugleikann. Það að áhrifafólk í stjórn­ málum tali í gátum og segi annað en það meinar – til dæmis fyrir kosningar og eftir kosningar – er ekki til þess fallið að auka traust og trúverðugleika. Sjálfum finnst mér mest til um þá stjórnmálamenn sem tala hreint út – segja hlutina eins og þeir eru. Pólitísk klækjabrögð og útúrsnúnin­ gar gagnvart mótherjum eru dapurleg, en þegar þeim er beitt gagnvart kjósendum og almenn­ingi, þá þarf enginn að vera hissa þótt illa gangi að endurheimta traust.


10

Gleðileg jól

“erSkáldskapurinn í raun útrás sem

ég fæ fyrir hávað­ anum í hjartanu og höfð­inu.

Fjarðargötu 17 - Hafnarfirði Sími 520 2600 - Fax 520 2601 Netfang: as@as.is - Heimasíða: www.as.is

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17

Er herskár í eðli mínu Valur Grettisson gaf út sína fyrstu skáldsögu á árinu sem ber heitið Gott fólk. Á sínum unglingsárum var Valur virkur í starfi Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði þar sem hann gegndi stöðu marskálks, hélt menningarkvöld, barðist fyrir menningarhúsi ungs fólks, og las upp ljóð á börum bæjarins. Samfylkingarblaðið tók þetta rómaða Hafnarfjarðarskáld tali.

Fyrsta bókin þín, Gott fólk, fjallar um mann sem er sakaður um kynferðisbrot og þarf að ganga í gegnum „ábyrgðarferli“, eins­konar réttar­höld utan réttarkerfisins. Hver var kveikjan að þessari sögu? „Einfalda svarið er að segja að kveikjan að sög­unni hafi verið fréttir sem ég las fyrir nokkrum árum hér á landi um ábyrgðar­ ferlið. Það væri þó frekar gróf einföldun. Því bókin fjallar á engan hátt um raunverulega at­burði eða fólk. Hún fjallar um þessi ógreini­legu átök sem við upplifum og verð­ um svo oft vitni að án þess að festa fingur á þau. Mörg okkar fara í gegnum allt lífið án þess raunverulega að skilgreina þessi átök sem birtust í umræddu máli þar sem ung kona þvingaði mann til þess að gangast í gegnum ábyrgðarferlið. Sem voru í raun óljós­ar háttvísisreglur. Einhverskonar um­ gengniseglur eða krafa um virðingu fyrir til­ finningalífi manneskjunnar. Þessi átök urðu svo skýr með til­komu sam­skipta­miðlanna þar sem við rífumst og skeytum engu um tilfinningar eða skoðanir annarra.“ Finnst þér mikilvægt að fjalla um málefni líðandi stundar í verkum þínum? „Það er í sjálfu sér ekki mikilvægt. Það er frekar gert af praktískum ástæðum. Ég er

einfaldlega ekki nægilega áhugasamur né fróð­ur um fyrri tíð, og hef meira gaman af framtíðarkvikmyndum en Sci-fi bókum, þó auðvitað séu undantekningar þar á. Sam­ tím­inn hefur það þó umfram fortíðina, svona oftast allavega, að vera ókannaður. Jafn­vel jarðsprengjusvæði ef vel er að gáð. Þar líður mér oftast best, í miðju stríðinu. Annars fjalla allar góðar sögur um hið sam­ mannlega. Þannig það skiptir ekki öllu máli hvenær sögurnar gerast.“ Hvernig hafa viðtökurnar verið? „Það er varla hægt að segja annað en að þær hafi verið góðar. Ef við setjum kapí­tal­ íska mælistiku á velgengnina þá hefur bókin selst vel og vonandi vonum framar að mati út­gefandans. Ef við lítum á bókina út frá af­þreyingargildinu, þá hefur bókin fengið góða dóma. Ef við lítum til innihaldsins þá er sagan kennd við menntaskóla á höfuð­ borgar­svæðinu. Ég er stoltur af því, það þýðir að bókin innihaldi einhverskonar merk­ingu, einhvern athyglisverðan fróðleik. Í það minnsta athyglisvert sjónarhorn á ver­ öldina. Eins hefur ókunnugt fólk verið dug­ legt að hrósa mér fyrir söguna. Mér þykir það eig­in­lega skemmtilegast. Þá er ekki verra að Þjóð­leikhúsið heillaðist af bókinni og mun

setja hana upp sem leikrit á næsta leikári. Það er mikill heiður.“

Ertu skáld eða blaðamaður? „Skáldskapurinn er í raun útrás sem ég fæ fyrir hávaðanum í hjartanu og höfðinu. Því stundum virka hugleiðingarnar, setn­ ingarnar og sögurnar eins og hávær síbylja. Maður verður að setjast niður og skrifa þær. Slík skrif eru meira í ætt við sáluhjálp. Og stund­um þarf sálin sinn fréttaritara. Blaða­mennskan hinsvegar heldur mér á tán­um. Hún skerpir öll vit. Það má segja að hún brýni pennann. Stundum er maður hepp­inn, og nær að stinga á kýlum. Þá fær maður ákveðinn frið í huganum í nokkurn tíma. Svo ágerist hávaðinn á ný og maður fer að leita að næstu frétt, næstu sögu, næstu orrustu, eins villuráfandi rándýr. Því þannig virkar hungrið, það er óseðjandi. Þá hefur maður allavega vel brýndan penna til þess að reka skepnuna á hol, hver sem hún verður.“ Þú berð víst ennþá titillinn marskálk­ur, hvaða hlut­verki gegndi hann í ungliðastarf­ inu? Ertu pólitískur í dag? „Er það? Er ég ennþá Marskálkur? Ég vissi það ekki. Eg stofnaði vissulega em­ bætt­ið fyrir um áratug síðan. Þá vorum við á einhverju enn einu fylleríinu í gamla Al­ þýðu­húsinu. Ég fékk orðið á einhverjum aðal­fundi, draugfullur að vísu, og hélt, að því mér skilst, einhverja lengstu ræðu sem hefur verið haldin í húsinu. Það var svo alveg í lok­in, einhvern tímann á milli sjötta og sjö­unda bjórs, þrettándu sígarettunnar og tuttug­ asta frammíkallsins, sem ég lagði til að við myndum búa til eitthvað

sem héti Mar­skálkur. Bæði vegna þess að ég var herskár í eðli mínu, en einnig vegna þess að einhver yrði að samræma aðgerðir í neyðarástandi í land­inu. Líklega var það samt bara til þess að þagga niður í mér sem tillagan var sam­þykkt, en það breytti því ekki að við vorum ansi stoltir af titlinum. Því við skárum okk­ur verulega úr að þessu leyti. Tiltillinn gaf til kynna að værum tilbúnir fyrir næstu bylt­ingu. Í það minnsta næsta bjór. En ég er vinstrisinnaður. Það er staðreynd sem ég fel ekki né ræð við. Ég er ekki póli­ tískur í þeirri merkingu að ég sé að stunda eitthvað flokkastarf. Ekki frekar en að ég horfi á línulegt sjónvarp. Flokkshollusta, og þessi íslenska flokkatrú, er löngu dauð, og óskiljanleg fyrir mína kynslóð. Ég iðka hinsvegar pólitík alla daga í mínu lífi. Ég reyni að ala drengina mína upp í þeirri trú að þeir eigi að vera góðir við náungann, en ekki að líta svo á að ef við getum ekki hjálpað öllum, þá eigum við að sleppa því að hjálpa. Ég held með fólki, ekki peningum. Það er birtingamynd minnar pólitíkur.“ Hefurðu fundið efni í næstu bók? „Ég átta mig ekki á því. Ég er með efni í næstu tuttugu bækur og tvö leikrit, en það er eins og ekkert þeirra hafi náð að hertaka hjarta mitt. Stundum líður mér eins og mig vanti einhverskonar samhengi. Hina stund­ ina líður mér eins og ég sé með þetta allt saman á hreinu. Akkúrat núna er ég ein­ hvern veginn mitt á milli. Og það er ágæt til­finning; því það er hljóðlátt í logninu.“ 

FM-Hús ehf. Bæjarhraun 8

Trefjar ehf Hvalur hf HAGTAK Rafrún ehf


13

12

Andlit Bæjarbíós

Jólahugvekja

Það er mikil gróska í Bæjarbíói þessa dagana en þar er iðulega á fjölum fjöl­breytt menningar­dagskrá og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Reglu­leg­ar bíósýningar, leikrit, uppistand, tón­leikar og myndlistarsýningar eru fátt eitt af því sem hefur verið á döfinni síðustu vikurn­ar. Brynjólfur Helgi Reynisson, eða Binni eins og hann er alltaf kallaður, er einn af þeim sem sett hefur svip sinn á starfið í þessu 70 ára gamla bíói en hann tekur ávallt á móti gestum í gamla, rauða Bæjar­bíós­búningn­um. Við tókum hann tali. Hefur þú búið lengi í Hafnarfirði? Ég er fæddur árið 1979 hér í Hafnarfirði og gekk í Víðistaðaskóla fyrstu árin. Þegar ég var 8 ára flutti ég til Svíþjóðar þar sem ég kláraði mína skólagöngu og lærði m.a að verða þjónn og bakari. Þegar ég var 17 ára flutti ég aftur til Hafnarfjarðar og hef búið hér síðan. Það var gott að koma aftur heim og ég vil hvergi annar staðar búa en í Hafnarfirði.

Í Bæjarbíói Binni létt­

ist um 20 kíló svo hann kæmist í búninginn.

Hvað gerir þú þegar þú ert ekki að taka á móti fólki í Bæjarbíói? Eftir að ég kom aftur heim fór ég að vinna fyrir Appaló í gömlu lakkrís­gerðinni. Svo keypti Góa lakkrísgerðina og þá færði ég mig yfir í Góu. Ég hef því unnið við það í 18 ár að búa til lakkrísinn sem allir Hafnfirðingar þekkja svo vel og svo hef ég verið að róta fyrir þær hljómsveitir sem Heiðar Örn Kristjáns­son hefur verið í, m.a Pollapönk. Hvernig kom það til? Ég og Heiðar erum æskuvinir. Mæður okk­ar eru vinkonur og ég ólst að miklu leyti til heima hjá Heiðari. Ég hef verið að róta fyrir nánast allar þær hljómsveitir sem hann hef­ur verið í. Skemmtilegast finnst mér að róta fyrir Pollapönk. Þeir leyfa mér að vera einn af hópnum, ég er svarti polli, en ég á minn eiginn svarta-pollapönksgalla. Ég keyri fyrir þá, ber inn græjurnar, set allt upp og aðstoða við allt sem ég get. Kanntu þá ekki einhverja skemmtilega sögu úr rótarabransanum? Jú, jú, t.d á 17. júní í hitt í fyrra þegar Polla­ pönk var nýbúin að taka þátt í Eurovision þá vorum við bókaðir á öll hátíðar­höld á stór­höfuð­borgar­svæðinu. Dagskráin var sett þannig upp að við höfð­um korter til að kom­ast á milli staða. Ég lagðist yfir kort og fann hjáleiðir þar sem væri minni umferð þannig að við kæmumst sem hraðast á milli staða. Síðan notaði ég GPS tæki til að keyra eftir. Ég fékk aðstoð frá björgunarsveitunum og lögreglu til þess að allt gengi upp. Og þegar ég kom til Reykjavíkur voru meira að segja slökkviliðsmenn sem beindu okkur stystu leið að sviðinu. Ég þurfti að hlaupa eins hratt og ég gat með græjurnar og seta allt upp á mettíma. En sem betur fer er ég mjög skipulagður maður svo þetta var bara áskorun. En svo ertu sjálfur eitthvað að grúska í tón­ list, er það ekki rétt? Jú, á fermingarárinu mínu kom ég til Íslands og var einn vetur í Öskjuhlíðar­skóla til að rifja upp íslenskuna. Þar var boðið upp á trommukennslu og mig hafði alltaf lang­að til þess að læra að tromma. Svo ég skráði mig í trommukennslu og þegar ég fór aft­ur til Svíþjóðar gekk ég í skólahljómsveit. Eftir að ég kom aftur til Íslands fór ég að hafa mikinn áhuga á íþróttum og fór að tromma fyrir Haukana á leikjum. Síðan árið 2010 bað HSÍ mig að koma og tromma fyrir lands­liðið og í kjölfarið fór ég að tromma fyrir ís­hokkífélagið Björninn og síðan fyrir lands­liðið í íshokkí. Í dag tromma ég einnig á öllum leikjum FH, bæði í karla- og kvenna­ deildum, svo lengi sem ég kemst. Ég er alltaf að reyna að búa til góða stemmningu og þarna fæ ég tæki­færi til þess. Hvenær byrjaði svo Bæjarbíósævintýrið? Það var þannig að Pollapönk var að spila í Bæjarbíóí og ég var að róta fyrir þá. Kiddi Bæjarbíósstjóri sá hvað ég var góður að róta og spurði mig bara á staðnum hvort ég væri á lausu. Ég sagði já, og síðan var ekki aftur snúið. Nú sé ég alveg um græjurnar, en ég er t.d sá eini sem kann á bíógræjurnar og ég kveiki á öllum bíómyndunum.

Hjá jólabarninu er ekki allt sem sýnist Ég vil vera þar “sem stemmn­ ingin er og ef það er ekki stemmning þá reyni ég að skapa hana. Nú hefur þú vakið athygli fyrir að taka á móti fólki í gamla, rauða Bæjar­bíós­búningn­um og jafn­vel verið kallaður andlit Bæjar­bíós? Við vissum að þessi búningur var til. Þetta er upprunalegi Bæjarbíósbúningurinn og hann er orðinn 70 ára, eins og bíóið. Hann var lengi í glerskáp til sýnis og svo hvarf hann. Við fréttum að hann væri kominn til Ameríku. Við höfðum upp á honum en þá kom í ljós að hann var of þröngur á mig. Ég var staðráðinn í að komast í hann en til þess þurfti ég að léttast um 20 kíló. Ég fékk aðstoð frá læknum, einkaþjálfara og lands­ liðsmönnum, en þeir deildu með mér stífu æfingar­prógrammi og matar­pró­grammi. Ég er nefnilega búinn að eignast nokkra góða vini í landsliðinu síðan ég fór að tromma fyrir þá og þeir gáfu mér góð ráð. Ég hætti að borða gos og nammi, sem var mjög erfitt þar sem ég er umkringdur gómsætu sælgæti allan daginn í vinnunni. En ég ætlaði mér að komast í búninginn svo ég gafst ekki upp. Alltaf þegar mig langaði í snakk þá fékk ég mér t.d popp í staðinn. Á endanum náði

Séra Bára Friðriksdóttir skrifar:

ég markmiðinu, 20 kílóin fuku og ég komst í búninginn. En af hverju skipti búningurinn svona miklu máli? Ef ég tek mér eitthvað fyrir hendur þá vil ég fara með það alla leið. Eins og þegar ég er að róta með Pollapönk, þá er ég ekki bara einhver rótari, ég er svarti pollinn og ég á mér minn eiginn búning. Þegar ég er í Bæjarbíósbúningnum þá lít ég á mig sem leikara. Ég verð hluti af 70 ára gömlu uppi­ standi og eins konar framhald af húsinu. Ég skapa steminguna hér alveg eins og á íþrótta­leikjunum og endurspegla andann í húsinu. Þetta hús á sér mikla sögu. Hér er t.d draugagangur, en hér býr draugur sem heitir Muggur og við erum orðnir góðir vinir. Mér var ekki um sel fyrstu skiptin sem ég varð var við hann. Einu sinni var ég einn í húsinu að þrífa salinn. Þá allt í einu fóru tjöldin að færast fram og aftur. Takkinn til að hreyfa tjöldin er uppi í tækja rýminu en þar var enginn. Ég hljóp út og hringdi í vin minn sem kom strax og kíkti með mér inn en þá var allt með kyrrum kjörum. Síðan þá hef ég oft orðið var við hann, ég hef heyrt garg og gól, fótatak, séð hluti detta og færast úr stað fyrir framan mig. Einu sinni vorum við meira að segja nokkrir saman í miðasölunni þegar það er allt í einu bankað á sjoppugluggann. Við litum þangað en þar stóð enginn, en glugginn hélt samt áfram að banka. Í dag er ég löngu hættur að vera hræddur við hann, mér finnst það bara gefa húsinu lit að hafa hann þarna. Hvað gerir þú í Bæjarbíói? Bara allt sem þarf að gera. Ég er í miða­ söl­unni, í sjoppunni, ég kveiki á bíó­græjun­ um, róta þegar eru tónleikar, plögga viðburði og bara allt sem til fellur. Mér finnst gaman hvað koma inn mismunandi hópar og flest­ir taka mann bara inn í hópinn og inn í mór­

alinn þegar þeir eru hérna. Eins og þegar MR og aðrir mennta­skólar hafa ver­ið að sýna leikrit hérna þá varð ég bara strax einn af hópnum. Svo var nú algjört stuð þeg­ar Stuð­ menn voru hérna með sína tón­leika. Þeir voru eitthvað að æfa sig og voru svona að djamma. Einhver byrjaði að spila Póst­urinn Páll og allir tóku undir og fóru að spila lagið. Ég hélt á þráðlausum mígra­fón og ég hugsaði með mér ,,það er nú eða aldrei.“ Og ég lét slag standa og fór að syngja lagið með þeim. Í lokinn þá fögnuðu þeir og hrósuðu mér fyrir og nú get ég sagt að ég hef sungið með Stuðmönnum, það hefðu ekki allir þor­að því. Þú virðist hafa mjög mikið að gera, tekur þú þér einhvern tíma frí? Nei eiginlega ekki. Ég upplifi samt ekki eins og ég hafi mikið að gera. Ég forgangs­ raða, það skiptir miklu máli svo allt gangi upp og ég skipulegg mig mjög vel. Ég vil hafa mikið að gera. Ég vil vera innan um fólk. Mér leiðist ógurlega þegar ég er einn. Ég hreinlega þoli ekki að vera einn. Ég vil vera þar sem stemmningin er og ef það er ekki stemmning þá reyni ég að skapa hana, eins og þegar ég er að tromma á leikjum. En stundum hefur fólk áhyggjur af því að ég geri of mikið og Kiddi Bæjarbíósstjóri reynir stundum að senda mig heim til að hvíla mig, ef það er búið að vera mjög mikið að gera. En ef ég hefði ekki svona mikið fyrir stafni þá væri ég bara í tölvunni innilokaður, það væri ekkert líf. Eitthvað að lokum? Það er æðislegt að fá að taka þátt í svona mörgu skemmtilegu eins og verkefn­um í Bæj­ar­bíói, Pollapönki og öllum þess­um íþrótta­leikjum. Lífið er frábært ef mað­ur lif­ir því bara eins og maður kemur að því. Mað­ur lifir bara einu sinni og þess vegna er um að gera að vera með.

Þ

að er lenska að klæða jól og jóla­undir­ búning í sykursætan hjúp. Þá er allt þakið fallegum kyrrum snjó, börnin að leik, pabbi að bjástra við jólaséríu á trénu, mamma að huga að mat, einhversstaðar er klukkna­hljómur og fallegur barnasöngur. Það eru allir glaðir og myndin svífur inn í rósrautt sólarlag. Við vitum hins vegar að veröldin er ekki alltaf svona. Jólaboð­skapurinn er gjarnan settur í slík­ an sykurhjúp. Þegar grannt er skoðað er raun­veruleikinn þar að baki órafjarri upp­ höfnum skýjaborgum. Mig langar í þessu greinar­korni að fara aðeins niður fyrir glass­ úrinn og skoða félagslegan veruleika. Koma Jesú í heiminn var fyrir það fyrsta ekki létt. Jósef Jakobsson, heitmaður Maríu upp­götv­ aði nefnilega að hún væri orðin ófrísk áður en þau þekktu hvort annað eins og elstu rit Biblíunnar orða kynlíf. Þeim var báðum vandi á höndum en henni sýnu meiri. Hún gat ekki varið sig á neinn sannfærandi hátt. Hún hafði engin haldbær rök. Hún hafði ekki rétt til að halda í unnusta sinn, hún var búin að kalla smán yfir sig. Hún var eigin­lega útlæg úr sínu samfélagi því ekki var tekið létt á mæðrum lausaleiksbarna. Jósef sem nefndur er valmenni var í þeirri klemmu að hann elskaði Maríu en hann gat ekki tekið á sig þessa hneisu. Út úr sinni krísu afréð hann að skilja við hana í kyrrþey til að valda henni sem minnstum skaða. Við getum rétt ímynd­að okkur uppnámið. Það var allt í kalda koli hjá þeim. Þá var það sem Guð snerti við Jósef í draumi og sagði hon­um að taka Maríu að sér því barnið væri í sér­stöku samhengi við sig, barnið væri hvorki meira né minna en frelsari heimsins. Jósef hefur átt trú því hann tók bendingu draumsins til greina og hann tók Maríu til sín. Þetta voru fyrstu hremmingarnar sem þau María og Jósef gengu í gegnum. Áður en hún tók létta­ sótt dundu næstu erfið­leikar yfir því þau

Séra Bára Friðriksdóttir þurftu vegna skrásetningar heims­byggðar­ innar að fara í fæðingarborg Jósefs og láta skrá­setja sig. María var komin nærri fæðingu og þetta var nokkurra daga ferðalag. Það hefur reynt á hana að sitja asnann þessa leið og fyrir Jósef að ganga í humátt og sjá um mat og finna þeim náttstað. Þegar inn í Bethle­hem kom var þar slíkur aragrúi af fólki því allir voru á faraldsfæti að láta skrá­ setja sig. María og Jósef gengu úr gisthúsi til gisti­húss, hún komin á steyp­irinn, með alla móður­legu þörfina til hreiður­gerðar og þau fengu ekki einu sinni inni á eins stjörnu hóteli. Það segir ekki af frændfólki Jósefs eða lítilli gestrisni þeirra. Þarna stóð um­ komu­laust par, tímalaust, þau áttu hvergi höfði sínu að halla nema upp að hvort öðru. Þetta var nötur­leg staða, þetta klingir ein­ hverjum bjöll­um við nútímann. Unga fólkið

“Jesúbarnið kom inn í heim­ inn eins og hann er þar sem er fullt af illsku og höfn­un en líka fullt af fegurð og elsku. átti þröng­an kost, þau voru farin að sjá fyrir sér fæð­ingu úti í Guðs grænni náttúru. Þá var það sem einhver miskunnaði sig yfir þau og vísaði þeim á gripahús að dveljast í. „Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu.“ Engin ljósmóðir, enginn læknir bara þau tvö, barnið, dýrin og myrkrið. Þau voru í fögnuði foreldra yfir nýfæddu barni þegar him­in­inn varð uppljómaður og fögnuður engl­anna tók undir með þeim og söng fyrir fjár­hirða út í haga „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum.“ Engillinn sagði fjárhirðunum að óttast ekki því hann flytti gleði­boðskap sem væri handa öllu mannkyni. Boðskap um að þeim væri frelsari fæddur, sem væri Kristur Drott­ inn, í borg Davíðs. Og fjárhirðarnir fundu barnið og veittu því lotningu. Næst komu vitring­ar frá fjarlægum löndum og vottuðu

barn­inu, konunginum virðingu sína. Þetta er svo lýgileg umbreyting frá móttökunum sem Jósef og María fengu þegar þau komu inn í Bethlehem að það virkar hálf súrrealískt. Já það er nefnilega óraunverulegt að sjálfur höfundur lífsins, Guð, komi inn í mann­heim í litlu varnarlausu og úthýstu barni. Á sama hátt er það undarlegt að á himni birti um miðja nótt og englar syngi barninu lof. Þegar sagan er tekin lengra birtist hroll­ kaldur veruleiki mannlífsins. Heródes kon­ ung­ur þoldi ekki að einhver gæti ógnað veldi hans. Er hann heyrði um væntan­legan kon­ ung í litlu barni innan sinna landa­mæra þá lét hann myrða öll sveinbörn tveggja ára og yngri. Hvílík grimmd, en þessi grimmd kallast á við ýmis voðaverk í nútímanum. Jesú­barnið ásamt foreldrum sínum lagði á flótta á fyrsta ári sínu undan grimmd og of­ríki konungsvalds. Með ákveðinni heimfærslu er eins og verið sé að lýsa högum fólks í Sýrlandi og víðar. Jesúbarnið kom inn í heiminn eins og hann er þar sem er fullt af illsku og höfnun en líka fullt af fegurð og elsku. Jesús gekk inn í hlutskipti mannsins alla leið, bæði inn í ör­ byrgð, flótta, ótta, já nefndu það. Jesús upp­ lifði snertifleti þess til að geta verið til staðar fyrir þig hvar sem þú ert í lífinu. Ert þú til staðar til að greiða Jesú leið inn í aðstæður þínar svo að óraunverulegur himneskur frið­ur fái yfirskyggt þig á jólum? Þá koma gleðileg jól. Guð veiti Hafnfirðingum blessun um að­ ventu og jól og farsæld á nýju ári, Bára Friðriksdóttir, prestur og varafulltrúi Sam­fylkingar­innar í umhverfis- og fram­ kvæmda­ráði


14

Land í fjötrum misskiptingar

Handverkskonur Hópurinn saman­

kominn sem vinnur að búningi Rannveigar.

15

- Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi tók þátt í kosningaeftirliti í Úkraínu

G

Gefa faldbúning á Rannveigu Sívertsen - Annríki býður upp á fjölbreytt námskeið tengd íslenska þjóðbúningnum

F

yrirtækið Annríki – Þjóðbúningar og skart var stofnað í júní 2011 af hjónunum Guð­rúnu Hildi Rosenkjær, klæðskera og sagn­fræðingi, og Ásmundi Kristjánssyni, vél­virkja og gullsmiði. Í febrúar 2014 voru 270 ár liðin frá fæðingu Rannveigar Filipus­ dóttur Sívertssen eiginkonu Bjarna riddara. Af því tilefni ákváðu þau hjónin að gefa Hafnar­fjarðarbæ faldbúning sem verður til sýnis á Byggða­safni Hafnarfjarðar.

og ættingjar og vinir mæta til að samfagna þeim. Útskriftin hér í Hafnarfirði fór fram í Hafnar­fjarðarkirkju að lokinni messu þar sem nemendur tóku þátt í messuhaldinu. Þetta er þriðja árið sem við höfum þenn­an hátinn á og er þetta mjög hátíðleg stund. Við viljum gjarnan vera sýnileg í bæjar­ líf­inu og höfum því verið tilbúin að taka þátt í menningarstarfi hér í bæ, tekið þátt í Björtum dögum, Safnadögum á Byggða­ safn­inu og fleiri uppákomum“.

Áhuginn kviknaði snemma Hildur segir að þjóðbúninga­áhugi henn­ ar hafi kviknað snemma. Móðir hennar, Guð­ríður Karlsdóttir (Rúrí), var handa­ vinnu­kennari og saumaði upphluti á Hildi og systur hennar þegar þær voru 6-7 ára. Hild­ur lærði klæðskurð í Iðnskólanum í Reykja­vík og þá fékk hún fyrst tækifæri til að sauma sér búning. Árið 1996 sótti hún námskeið hjá Vilborgu Stephensen kjóla­ meistara sem þá kenndi búningasaum hjá Heimilis­iðn­aðar­félag­inu og eftir það varð ekki aftur snúið. Þegar Vilborg hætti að kenna tók Hildur við keflinu og kenndi í 14 ár þar sem fjöldi nem­enda naut leiðsagnar hennar. Árið 2008 þróuð­ust málin enn frekar þegar Hildur hóf nám í sagnfræði við Háskóla Íslands og fór að vinna við rannsóknir bæði á Þjóð­minja­safni og Þjóð­ skjala­safni. Ási er vélvirki að mennt en með árunum hefur áhugi hans á þessum menningararfi aukist. Árið 2010 hóf hann nám í gullsmíði í Tækniskólanum og lauk því 2013. Hann þjónustar fólk sem oft þurfa að láta laga, hreinsa og gylla gamla ættarsilfrið og endur­ gerir t.d. millur þegar vantar inn í settin. Nýsmíði er líka talsverð og verkefnin fjöl­ breytt og þannig bætist líka við hans þekk­ ingu á mynstrum og aðferðum sem hafa tíðkast í gegnum tíðina. Ása er nauðsynlegt að kynna sér allt þetta handverk sem smám saman glatast ef við ekki gætum að okkur.

Fjölbreytt námskeiðaflóra Þau hjón segja að hugmyndin með stofnun fyrirtækisins hafi verið að koma með nýjar áhersl­ur hvað varðar rannsóknir og fræðslu á íslenskum búningum. Fyrirtækið rekur

Gengur vel að vinna saman

Hjónin Hildur og Ási með Rannveigu á milli sín.

sauma­stofu, gullsmíðaverkstæði, verslun og skóla. „Fjöldi nemenda hefur aukist með hverju árinu sem líður og á síðasta skóla­ ári útskrifuðust um 50 nemendur af bún­ inga­námskeiðum auk allra þeirra sem sóttu önnur námskeið. Einnig hefur upp­lýs­inga­ gjöf stóraukist með virkri heima- og fés­ bókar­síðu. Þannig teljum við að við séum að ná markmiði okkar um aukna þekk­ ingu og áhuga Íslendinga á þessum merka menn­ingar­arfi“. Fjöldi þátttakenda á fjölbreyttum nám­ skeið­um hjá Annríki fylla nú þegar nokkur hundr­uð og að undanförnu hefur þátttakan verið að aukast bæði hér í Hafnarfirði og á lands­byggðinni. „Námskeiðin sem við höfum verið að bjóða uppá eru t.d. þjóðbúningasaum­ur, baldýring og svo lengri námskeið í gerð fald- og skautbúninga. Á þessari önn luku 19 konur við gerð búninga og við leggjum áherslu á að enda námskeiðin á útskrift þar sem nemendur klæðast búningunum

Hildur og Ási segja að áhugi Íslendinga á búning­unum og sögu þeirra hafi sannar­ lega aukist og telja víst að því sé að þakka aukinni fræðslu og opinni umræðu. „Ef búningarnir okkar eiga að halda áfr­ am að þróast og lifa góðu lífi með þjóð­inni þá er nauðsynlegt að „ræða og fræða“ frekar en að „banna og skamma“ sem því miður hefur svolítið einkennt umræðuna síðustu áratugi. Við hjónin höfum nú unnið saman í næst­um 6 ár og ef satt skal segja þá gengur það bara vel og raunar bætum við verk hvors annars. Verkefnin eru fjölbreytt hjá okkur báðum og oftar en ekki erum við að vinna verkefni varðandi sama búninginn og fyrir við­skipta­vinina er það óneitanlega góð­ur kostur að geta fengið alla þjónustuna á sama stað“.

Mörg járn í eldinum Það er mikið um að vera í starfi fyrirtækisins og á næsta ári verða fimm ár liðin frá stofn­ un þess. Verkefnunum fjölgar jafnt og þétt sem og nem­endunum. „Fyrirtækið hefur stækkað gríðarlega á undan­förnum árum og nú er svo komið að við okkur blasir bæði tímaleysi og þörf fyrir starfs­fólk en ekki síst húsnæðisskortur sem þarf að leysa sem fyrst. Það er fyrst og fremst þekk­ing á þessum mikilvæga menningararfi sem við hjá Annríki bjóðum upp á og höfum mik­inn áhuga á að deila með þeim sem hafa áhuga. Þekkingin er stöðugt að aukast og til að skapa vett­ vang og ramma utan um hana hefur nú verið stofnað Fræðafélag um íslenskan

handverksarf sem er skipað áhuga­fólki um þessi mál. Félaginu er í upp­hafi aðallega ætlað að byggja upp og styðja við bakið á nokkurs konar miðstöð eða Fræðasetri um íslenska búninga, skart og handverk“.

Faldbúningur Rannveigar Sívertsen Rannveig Filipusdóttir Sívertsen var eigin­ kona Bjarna Riddara og fædd árið 1744. Hún var mikil merkiskona og þau hjón­in ráku verlsun, útgerð og fyrstu skipa­smíða­­ stöð landsins. Annríki er núna að vinna rannsóknarverkefni sem snýst um endur­ gerð á faldbúningi Rannveiga Sívert­sen. „Hús þeirra Bjarna og Rannveigar, sem var byggt um 1805, og er nú hluti af Byggða­ safni okkar Hafnfirðinga og er það þakkar­ vert að það skuli hafa varðveist í réttri mynd. Í húsinu eru fjórar brúður í fullri stærð, Bjarni, Rannveig, Sigurður sonur þeirra og vinnustúlka og eru þau öll búin búning­ um sem eiga að sýna þeirra tíma og stand. Fyrirmyndin að búningi Bjarna er tekin af mál­verki af honum sem hangir í hús­inu en Hildi hefur alltaf fundist búningur Rann­ veigar skrýtinn og þegar hún fékk tækifæri til að halda erindi á afmælishátíð í tilefni þess að 250 ár voru liðin frá fæðingu Bjarna 2013 ákvað hún að kynna sér málið. Það leiddi svo til þess að við ákváð­um þann 26. febrúar 2014, í tilefni af því að 20 ár voru liðin frá fæðingu Rannveigar, að gefa Byggðasafninu og Hafnar­fjarðar­bæ fald­ búning á Rannveigu. Þar sem slíkur bún­ing­ ur er langtímaverkefni var gerður samn­ingur við bæjarstjóra og forsvarsmenn Byggða­ safnsins um að búningurinn yrði af­hentur að tveimur árum liðnum eða 26. febrúar 2016. Verkinu hefur miðað mjög vel áfram og búningurinn er nánast tilbúinn og verður af­hentur á tilsettum tíma. Það er von okk­ar allra sem að þessu verki koma að bún­ing­ur­ inn veki áhuga gesta á íslenskum búningum sem og sögu og stöðu kvennanna sem báru slíka búninga. Þetta er auðvitað ekki neinn hvers­dags­búningur enda verðmæti hans um 5 milljónir að núvirði, en hann er heldur ekkert einsdæmi því konur í efri stéttum sam­félagsins áttu og báru slíka búninga, það sanna allar heimildir“.

unnar Axel Axelsson oddviti Sam­ fylkingar­inn­ar í Hafnarfirði tók þátt í al­þjóð­legri sendi­nefnd sem tók út fram­kvæmd kosn­inga í Úkraínu í októ­ber síðast­liðn­um. Hann er fulltrúi íslenskra sveitar­félaga á Sveitar­stjórnar­þingi Evrópu­ ráðs­ins en eitt af mikilvægustu verkefn­um þess er að styðja við þróun lýðræðis og mann­rétt­inda í aðildar­ríkjum ráðsins. „Eftirlit með framkvæmd kosninga og stuðn­ingur við aðildarríkin í lýð­ræðis­mál­ um er eitt af meginverkefnum ráðs­ins. Því verk­efni er síðan skipt á milli sveitar­stjórnar­ þings­ins og þing­manna­vett­vangs­ins eftir því hvort um er að ræða þingkosningar eða stað­bundnar kosningar,” segir Gunnar Axel Axels­son bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. “Í þessu tilviki, vegna umfangs verkefn­ isins og mikil­vægi þess var sendi­nefnd­ in skip­uð bæði sveitarstjórnarmönnum og þing­mönnum sem sæti eiga á öðrum hvor­um vettvangnum en ég á sæti á sveit­ar­ stjórnar­þinginu fyrir hönd íslenskra sveit­ar­ félaga. Sendinefndin var að stærstum hluta skipuð kjörnum fulltrúun en auk þeirra eru að sjálfsögðu starfsfólk þingsins og aðrir sérfræðingar sem koma að skipulagningu.“ Gunnar segir kosningarnar hafa gengið að mörgu leyti vel fyrir sig. „Í raun betur held ég en flestir höfðu búist við. Stjórnskipulagið er flókið í Úkraínu og það bætti ekki úr skák að ný kosningalög voru samþykkt aðeins nokkrum vikum áður en kosningarnar fóru fram. Kannanir sem voru gerðar dagana sem við vorum þarna sýndu að aðeins minnihluti kjósenda áttaði sig á hinu nýja fyrirkomulagi og víða var uppi mikill vandræðagangur við undirbún­ ing framkvæmdarinnar.”

Brothætt ástand „Undirbúningur fyrir svona verkefni felst fyrst og fremst í því að kynna sér viðkomandi land og stöðu lýðræðismála þar. Í þessu til­ viki er um að ræða stórt land sem er í miðju umbótaferli í lýðræðismálum og að­koma og stuðn­ingur Evrópuráðsins mjög marg­ þætt­ur. Auðvitað er stjórnmálaástandið í landinu sömuleiðis brothætt, tvær byltingar hafa átt sér stað á aðeins örfáum árum og

Við eftirlitsstörf Gunnar Axel ásamt

Gudrun MOS­LER-TOERNSTROEM, vara­forseta sveit­a­rstjórnarþingsins og yfirmanni sendi­nefnd­ar­innar til Úkraínu.

stríðs­­ástand í hluta landsins. Átökin eru ekki bara á milli hreyfinga innanlands, heldur einnig og ekki síður við ytri krafta, þ.e. stóra nágrannaríkið í austri. Ástand sem ómögu­ legt er að segja til um hvert muni á endan­um leiða.“ Gunnar Axel segir þátttöku í svona verk­efni gefa tækifæri til að að sjá og upplifa meira en það sem gestir gera öllu jöfnu í nýju landi. „Hluti af svona úttekt er að hitta fulltrúa allra sem teljast til lykilaðila í lýðræðis­mál­ um. Þar erum við meðal annars að tala um full­trúa stjórnvalda, stjórnmálaflokka og annarra frjálsra félagasamtaka, fræðimenn, embættisfólk og sendiherra erlendra ríkja. Ég var í Úkraínu í tæpa viku og dvaldi bæði í höfuðborginni Kiev og svo í borg í vestur­ hlut­anum sem heitir Ivano frankivsk. Ég heim­sótti þar stjórnarstofnanir og á sjálfan kosn­inga­daginn heimsótti ég auðvitað fjölda kjör­staða, sem líkt og hér á landi eru yfir­leitt í skól­um eða öðrum opinberum byggingum. Það var ekki síst lærdómsríkt að skoða skóla­ byggingarnar. Allar byggingar sem við fór­ um í áttu það sameiginlegt að vera í mik­illi niðurníðslu. Þær báru það með sér að hafa fengið lítið sem ekkert viðhald í áratugi. Það sama má segja um híbýli fólksins á þeim

Í Kiev Átökin eru ekki bara á milli hreyfinga innanlands, heldur einnig og ekki síður við ytri krafta, þ.e. stóra nágrannaríkið í austri. Ástand sem ómögulegt er að segja til um hvert muni á endanum leiða

svæðum sem við heimsóttum, gömlu Sovét­ blokkirnar eru allsráðandi og ástand þeirra yfirleitt skelfilegt.”

Tíminn staðið í stað Gunnar heldur áfram. „Það var eins og tím­ inn hefði stöðvast við fall Sovétríkjanna. Og þannig held ég að stöðu almennings sé líka ágæt­lega líst, því miður. Laun venjulegs fólks eru svo lág að þau standa engan vegin undir lífs­kjörum sem eru sambærileg þeim sem við þekkjum. Þetta er í raun ótrúlega sorgleg staða sem almenningur í Úkraínu er í nú nærri aldarfjórðungi eftir að landið öðlaðist sjálf­stæði að nýju. Olígarkarnir, svokölluðu,

eiga allt sem einhverju máli skiptir og stjórna land­inu í gegnum auð sinn. Stjórnmálin stýr­ast af þeirra hagsmunum og spillingin er allsráðandi. Það er átakanlegt að horfa upp á misskiptinguna sem blasir við í þessu auð­ linda­ríka landi. Landi sem öldum saman var ein helsta matarkista Evrópu og ætti ef allt væri eðlilegt að geta tryggt íbúum sínum öll­ um miklu betri lífsskilyrði en raunin er. Og í raun er það líka misskiptingin sem stend­ ur land­inu og efnahagslegum vexti þess og styrk fyrir þrifum. Hin stóra millistétt sem heldur uppi eftirpurn og einkennir vest­ræn velferðarsamfélög fyrirfinnst ekki í Úkraínu.“

Lækkum kosningaaldurinn Óskar Steinn Ómarsson

É

g var svo heppinn að fá að fara á Sveitar­ stjórnar­þing Evrópuráðsins í Strassborg í haust. Ég fór sem fulltrúi ungs fólks og fékk að starfa með hópi ungmenna frá öll­um löndum sem aðild eiga að þinginu (alls 47 lönd). Eðlilega voru málefni flótta­ fólks ofarlega í huga þingfulltrúa, enda er þjón­usta við flóttafólk að miklu leyti á ábyrgð sveitar­félaga. Þá var kynnt skýrsla um kosti og galla þess að veita 16 og 17 ára ungmenn­um kosn­inga­rétt til sveitarstjórna. Niðurstöð­ ur skýrsl­unnar sýna að tilraunir evrópskra sveitarfélaga með lækkun kosningaaldurs hafa gefist vel. Ýmis rök eru færð fyrir lækk­ un kosn­inga­aldurs, t.a.m. að í dag hefur ungt

fólk mun meiri aðgang að upp­lýsingum en áður og því betri forsendur til að taka upp­ lýst­ar og sjálfstæðar ákvarðanir. Þá sýna rann­sókn­ir að því yngra sem fólk er þegar það kýs í fyrsta skipti, þeim mun líklegra er að það haldi áfram að kjósa. Ungt fólk hefur heldur betur látið til sýn taka undan­farin misseri. Byltingar á borð við #freethenipple og #égerekkitabú hafa ver­ ið um­fangs­miklar í þjóðfélagsumræðunni og haft mikil áhrif á samfélagið. Ljóst er að íslensk ung­menni hafa sterkar skoð­anir, mikla orku og ríka réttlætiskennd. Ekk­ert á að vera því til fyrirstöðu að gefa þess­um ung­menn­um réttinn til að kjósa í sam­ræmi við skoð­anir sínar. Ungt fólk og kraftur þess er vannýtt auð­lind í íslensku samfélagi. Orkuna sem við sjáum á Twitter væri hægt að beisla í svo miklu meiri mæli á öllum svið­um sam­félagsins. Efla þarf lýð­ræðis­vit­und

Ungliðar í Evrópuráðinu Á

þinginu voru ungir fulltrúar frá 47 aðildarríkjum Evrópuráðsins.

og lýð­ræðislega þátttöku þessa hóps til muna. Til þess þurfum við sam­eiginlegt

átak skólakerfisins, fjölmiðla og stjórn­ málamanna.


Myndagáta Úrslit myndagátunnar verða tilkynnt 15. janúar næstkomandi á Facebook síðu Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Glæsileg verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið. Úrlausnir sendist á samfylkingin.hafnarfjordur@gmail.com

Profile for Samfylkingin í Hafnarfirði

Samfylking jolablad 2015  

Jólablað Samfylkingarinnar í Hafnarfirði 2015

Samfylking jolablad 2015  

Jólablað Samfylkingarinnar í Hafnarfirði 2015

Profile for samf.hfj
Advertisement