Page 46

TIL UMHUGSUNAR VIÐ LESTUR Á TEXTA OG TÖFLUM Einn megintilgangurinn með útgáfu Árbókar sveitarfélaga, fyrir utan að birta yfirlit um fjárhagslega stöðu sveitarfélaga, er að gefa möguleika á samanburði á rekstri og fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga við önnur áþekk sveitarfélög svo og greiningu á rekstri og fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga. Þó ber ætíð að hafa í huga að slíkan samanburð verður að gera af varfærni þannig að tryggt sé að bornir séu saman sambærilegir hlutir. Á hinn bóginn getur samanburður upplýsinga um fjárhag sveitarfélaga eins og þær birtast í árbókinni gefið verðmætar vísbendingar sem geta orðið grundvöllur að dýpri og vandaðri samanburðarvinnu. Þær lykiltölur sem hér eru birtar draga því ekki fram allt sem máli skiptir varðandi starfsemi hvers sveitarfélags og undirstofnana þess. Upplýsingar um ákveðin grunnatriði, s.s. þjónustu, gæði og virkni hennar, eru mikilvæg atriði í slíkri greiningu, en það er erfitt að ná utan um slíkt í framsetningu upplýsinga af þessum toga. Vegna þess er mikilvægt að halda áfram með eigin útfærslu á þeim mismun sem kemur fram í einstökum lykiltölum. Með hliðsjón af þeim fjölda þátta sem eru grunnur þeirra talnalegu upplýsinga sem hér eru birtar er ekki hægt að útiloka að villur leynist á einstaka stað. Til aðstoðar við greininguna hafa sveitarfélögin verið flokkuð niður í flokka eftir stærð þeirra. Í texta við hverja töflu finnst útskýring á þeim lykiltölum sem eru settar fram fyrir viðkomandi sveitarfélag.

SPURNINGAR OG HUGSANLEG SVÖR Hér á eftir hafa verið teknar saman nokkrar spurningar og hugsanleg svör til skýringar á þeim breytileika sem er á einstökum lykiltölum milli sveitarfélaga. NIÐURSTAÐ A R E K S T R A R R E I K N I N G S Hvers vegna er rekstrarkostnaður sveitarfélaga mismunandi á hvern íbúa? Mikill mismunur er í stærð og innri gerð sveitarfélaga. Þar til viðbótar kemur mismunandi aldurssamsetning íbúanna, félagsleg staða þeirra eða landfræðileg lega sveitarfélagsins. Rekstur sveitarfélags með marga byggðakjarna er flóknari og dýrari á hvern íbúa en rekstur sveitarfélags með sambærilegan íbúafjölda en með einungis einn byggðakjarna Sveitarfélög veita íbúunum mismunandi mikla þjónustu. Gæði og virkni þjónustunnar er mismunandi. Hvers vegna eru skatttekjur sveitarfélaga og tekjur frá jöfnunarsjóði mismunandi? Íbúar sveitarfélaganna hafa mismunandi háar tekjur að jafnaði og einnig er nokkur breytileiki í álagningarhlutfalli útsvars.

46

Profile for Samband islenskra sveitarfelaga

Árbók 2010  

Árbók sveitarfélaga kemur nú út í tuttugasta og sjötta sinn. Í henni eru birtar upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggð...

Árbók 2010  

Árbók sveitarfélaga kemur nú út í tuttugasta og sjötta sinn. Í henni eru birtar upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggð...

Profile for samband
Advertisement