Page 44

Veltufjármunir

Eigið fé

Til veltufjármuna teljast peningar og þær eignir, sem ætlað er að megi breyta í peninga eða aðrar eignir innan árs. Næsta árs og gjaldfallnar afborganir verðbréfaeignar eru einnig taldar til veltufjármuna, þ.e. þær fjárhæðir sem eiga að innheimtast næstu 12 mánuði. Eigið fé er mismunur eigna og skulda

Skuldbindingar

Hér eru færðar þær skuldbindingar sem sveitarfélagið þarf að standa skil á gagnvart öðrum aðilum s.s. lífeyrisskuldbindingar og skuldbindingar vegna einkaframkvæmdarsamninga og eða samninga vegna sölu og endurleigu fasteigna. Á móti skuldbindingum vegna einkaframkvæmdasamninga eða samninga um sölu og endurleigu fasteigna skal færa viðkomandi eign eignamegin í efnahagsreikningi.

Langtímaskuldir

Langtímaskuldir eru þær skuldir, sem eru til lengri tíma en eins árs frá uppgjörsdegi.

Skammtímaskuldir

Skammtímaskuldir eru þær skuldir, sem gjaldfalla innan árs frá uppgjörsdegi. Til skammtímaskulda teljast einnig næsta árs og gjaldfallnar afborganir langtímaskulda.

Veltufjárhlutfall

Veltufjárhlutfall er hlutfallið milli veltufjármuna og skammtímaskulda. Þegar hlutfallið er 1,0 eru veltufjármunir jafnir skammtímaskuldum. Best er að hlutfallið sé hærra en 1 því ef skammtímaskuldir eru hærri en veltufjármunir (hlutfallið lægra en 1) aukast líkurnar á að lausafé geti verið af skornum skammti á einhverjum tímum ársins.

Sjóðstreymi

Í sjóðstreymi sést hvernig fé sveitarfélagsins hefur verið ráðstafað til fjárfestinga (fjárfestingarhreyfingar) og hvernig fjárfestingar hafa verið fjármagnaðar (fjármögnunarhreyfingar). Niðurstaða þess er hækkun eða lækkun á handbæru fé sveitarfélagsins sem segir til um hvort lausafé sveitarfélagsins hafi minnkað eða vaxið á árinu.

Handbært fé frá rekstri Veltufé frá rekstri

Handbært fé frá rekstri segir til um hvað mikið lausafé verður eftir af rekstri sveitarfélagsins þegar búið er að borga alla reikninga. Handbært fé frá rekstri er meðal annars notað til að greiða afborganir lána og til fjármögnunar á fjárfestingum. Þeim mun meira sem handbært fé er frá rekstri, þeim mun meiri er fjárhagsleg geta sveitarfélagsins til að standa undir skuldbindingum sínum og að takast á við sveiflur í rekstri þess. Veltufé frá rekstri er mjög áþekk stærð sem segir í öllum aðalatriðum hið sama. Við útreikning á veltufé hefur ekki verið tekið tillit til breytinga á rekstrartengdum eignum og skuldum eins og gert hefur verið við útreikning á handbæru fé.

44

Profile for Samband islenskra sveitarfelaga

Árbók 2010  

Árbók sveitarfélaga kemur nú út í tuttugasta og sjötta sinn. Í henni eru birtar upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggð...

Árbók 2010  

Árbók sveitarfélaga kemur nú út í tuttugasta og sjötta sinn. Í henni eru birtar upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggð...

Profile for samband
Advertisement