Page 43

tekjur, sem lagðar eru á ákveðinn gjaldstofn, án þess að þeim sé ætlað að mæta afmörkuðum kostnaðarþáttum sveitarsjóðs. Þannig er t.a.m. framleiðslugjald stóriðjufyrirtækja flokkað með skatttekjum. Þjónustutekjur eru nú færðar meðal tekna sveitarfélaganna en ekki dregnar frá útgjöldum einstakra málaflokka eins og áður. Þannig fæst gleggri yfirsýn yfir fjárstreymi í rekstri sveitarfélaganna. Í yfirliti um rekstur einstakra málaflokka koma fram tekjur málaflokksins, gjöld hvers málaflokks og hlutdeild launa og launatengdra gjalda af heildargjöldum málaflokksins. Brúttó rekstrargjöld sveitarfélaga koma hér fram að undanskildum fjármunatekjum og fjármagnsgjöldum. Þeim er skipt upp í laun og launatengd gjöld, annan rekstrarkostnað og afskriftir. Afskriftir eru nú reiknaðar út og færðar rekstraruppgjör sveitarfélaga. Taka verður tillit til þess þegar fjárhagsstaða sveitarfélaganna er metin.

Gjöld

Óvenjulegir liðir eru skilgreindir sem tekjur eða gjöld sveitarfélaga sem koma sjaldan eða einu sinni fyrir, en flokkast ekki undir hefðbundinn árlegan rekstur sveitarfélaganna. Sem dæmi um það sem fellur undir þennan lið má nefna söluandvirði hlutabréfa eða lands eða óvenjulega kostnaðarliði eins og vegna náttúruhamfara. Hafa ber í huga þegar áhrif þessa liðar eru metin inn í heildarafkomu sveitarfélagsins hvort um sé að ræða færslu sem kemur einungis einu sinni fyrir.

Óvenjulegir liðir

Þessi fjárhæð sýnir það fjármagn, sem er til ráðstöfunar eftir að rekstrarkostnaður hefur verið greiddur og tekið tillit til óvenjulegra liða.

Niðurstaða án fjármagnsliða

Hér kemur fram staða uppgjörs fyrir fjármunatekjur annars vegar og fjármagnsgjöld hinsvegar. Í þeim miklu efnahagssveiflum sem átt hafa sér stað á árunum 2008 og 2009 hefur þessi liður víða tekið miklum breytingum milli ára. Við gengisfall krónunnar þá hækkar fjármagnskostnaður verulega þar sem erlend lán eru til staðar í lánasafni sveitarfélagsins. Á hinn bóginn hækka fjármunatekjur þegar krónan styrkist á nýjan leik. Þetta ber að hafa í huga við mat á áhrifum fjármagnsliða. Áhrifa af verðbótaþætti innlendra lána gætir síðan verulega við hátt verðbólgustig.

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld

Hér kemur fram hvaða fjármuni sveitarfélagið hefur til ráðstöfunar þegar tekið hefur verið tillit til reksturs, óvenjulegra liða og fjármagnstekna/gjalda. Það fjármagn sem eftir stendur að þessu uppgjöri loknu gefur til kynna hvaða fjármuni sveitarfélagið hefur til ráðstöfunar í aukinn rekstur, nýjar fjárfestingar eða niðurgreiðslu skulda.

Rekstrarniðurstaða af hefðbundnum tekjustofnum

Í efnahagsreikningi kemur fram yfirlit um eignir og skuldir sveitarfélagsins.

Niðurstaða án fjármagnsliða

Til varanlegra rekstrarfjármuna teljast varanlegar eignir svo sem húseignir, stærri vélar og annað sem er afskrifað.

Varanlegir rekstrarfjármunir

Undir þennan lið færist það áhættufé og þær skuldbindingar sem sveitarfélagið hefur lagt í annan rekstur (hlutafé) og þær kröfur sem sveitarfélagið gerir á aðra aðila og greiðast upp á lengri tíma en einu ári.

Áhættufjármunir og langtímakröfur

43

Profile for Samband islenskra sveitarfelaga

Árbók 2010  

Árbók sveitarfélaga kemur nú út í tuttugasta og sjötta sinn. Í henni eru birtar upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggð...

Árbók 2010  

Árbók sveitarfélaga kemur nú út í tuttugasta og sjötta sinn. Í henni eru birtar upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggð...

Profile for samband
Advertisement