Page 42

Allar tölur í uppgjöri fyrir einstök sveitarfélög eru brúttótölur, þannig að heildartekjur eru færðar sér og heildarútgjöld sér. Notuð er svokölluð brúttóuppgjörsaðferð þar sem heildarvelta sveitarfélaganna kemur fram fyrir rekstur sveitarfélagsins í heild sinni og einnig hvern málaflokk en horfið hefur verið frá því að nota svokallað nettóuppgjör þar sem sértekjur hvers málafloks fyrir sig voru dregnar frá heildarkostnaði við hvern málaflokk. Fjárfestingu er heldur ekki lengur skipt upp í eignfærða og gjaldfærða fjárfestingu eins og áður, heldur er nú einungis um einn flokk fjárfestingar að ræða, fjárfestingu sem hægt er að afskrifa. Undir liðinn jöfnunarsjóður eru færð þau framlög jöfnunarsjóðs til sveitarfélaganna sem tengjast rekstri þeirra en stofnframlög eru færð á viðkomandi fjárfestingarliði sem tekjur. Sérstakur kafli er í bókinni um skiptingu framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til einstakra sveitarfélaga ásamt ítarlegum skýringum. Ef misræmis gætir í þeim tölum, sem færðar eru í ársreikningum sveitarfélaga og þeim tölum sem jöfnunarsjóður gefur upp, getur ástæðan m.a. verið sú, að sumar greiðslur jöfnunarsjóðs greiðast beint til viðkomandi grunnskóla. B.

ÁLAGT ÚTSVAR OG FASTEIGNASKATTUR

Útsvar

Um er að ræða álagningu útsvars 2010 á tekjur ársins 2009 samkvæmt álagningarskrá skattstjóra. Heildar álagningarfjárhæð er sýnd fyrir hvert sveitarfélag og einnig sem krónur á hvern íbúa. Einnig koma fram upplýsingar um álagningarprósentu sveitarfélaganna og álagningarstofn þeirra í sérstakri töflu.

Fasteignaskattur

Gefnar eru upplýsingar um álagningu A og B liðar fasteignaskatta samkvæmt 3. mgr. 3. gr. tekjustofnalaga nr 4/1995 með síðari breytingum. Fasteignaskattar samkvæmt A-lið eru m.a. vegna íbúðarhúsnæðis, en samkvæmt B-lið vegna atvinnuhúsnæðis o.fl.. Um er að ræða álagningu 2009 samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélögunum. Sýnd er álagningarfjárhæð fyrir hvern lið fyrir sig ásamt álagningarprósentum og álagningarstofni. Fram kemur heildarfjárhæð álagðs fasteignaskatts og einnig sem krónur á hvern íbúa. C.

REKSTUR, EFNAHAGUR OG LYKILTÖLUR ÚR ÁRSREIKNINGUM

Hér fara á eftir skýringar með töflum um rekstur, efnahag og lykiltölur úr ársreikningum sveitarfélaganna.

Rekstrarreikningur

Í rekstrarreikningi kemur fram yfirlit um rekstur sveitarfélagsins á árinu. Reksturinn skiptist í tekjur, gjöld, óvenjulega liði og fjármagnstekjur og fjármagnsgjöld.

Tekjur

Skatttekjur eru tekjur samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga, þ.e. útsvör, fasteignaskattar og framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að undanskildum stofn-framlögum og öðrum sérframlögum, sem færð eru á viðeigandi málaflokka sem tekjur. Undir liðinn skatttekjur falla einnig þær

42

Profile for Samband islenskra sveitarfelaga

Árbók 2010  

Árbók sveitarfélaga kemur nú út í tuttugasta og sjötta sinn. Í henni eru birtar upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggð...

Árbók 2010  

Árbók sveitarfélaga kemur nú út í tuttugasta og sjötta sinn. Í henni eru birtar upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggð...

Profile for samband
Advertisement