Page 175

9

LANDSHLUTASAMTÖK SVEITARFÉLAGA

Í 86. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 eru ákvæði um það, að sveitarfélög geti „stofnað til staðbundinna landshlutasamtaka sveitarfélaga er vinni að hagsmunamálum íbúa í hverjum landshluta“. Nú eru starfrækt átta landshlutasamtök sveitarfélaga sem flest sveitarfélög eiga aðild að. Í flestum tilvikum fara starfssvæði landshlutasamtakanna eftir kjördæmaskipaninni. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, ná þó yfir Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélög hennar í Suðvesturkjördæmi. Landshlutasamtök sveitarfélaga voru mörg hver stofnuð fyrir tilstuðlan Sambands íslenskra sveitarfélaga. Landshlutasamtökin eru frjáls samtök sveitarfélaganna og hafa þau öll sérstakan framkvæmdastjóra og skrifstofu. Samkomulag er milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtakanna um tiltekna verkaskiptingu milli þessara aðila í meginatriðum þannig, að sambandið annast samskipti við ríkivaldið um löggjafarmál og þau málefni er snerta sveitarfélögin í heild, en landshlutasamtökin fara með byggðamál og sérstök hagsmunamál hvers landshluta. Gott samstarf er milli aðila og fulltrúar sambandsins sitja jafnan aðalfundi landshlutasamtakanna og formenn og framkvæmdastjórar þeirra eiga samkvæmt lögum Sambands íslenskra sveitarfélaga sæti á landsþingum með tillögurétti og málfrelsi. Reglulega eru fundir haldnir með fulltrúum landshlutasamtakanna og stjórn sambandsins. Hér fer á eftir listi yfir landshlutasamtökin átta: SSH Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Hamraborg 9, 200 KÓPAVOGUR Sími 564 1788 Bréfsími: 564 2988 Netfang: ssh@ssh.is Veffang: http://www.ssh.is/ Framkvæmdastjóri: Páll Guðjónsson. SSS Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum Iðavöllum 12, 230 REYKJANESBÆ Sími: 420 3288 Bréfsími: 421 3766 Netfang: sss@sss.is Veffang: http://www.sss.is/ Framkvæmdastjóri: Berglind Kristinsdóttir.

175

Profile for Samband islenskra sveitarfelaga

Árbók 2010  

Árbók sveitarfélaga kemur nú út í tuttugasta og sjötta sinn. Í henni eru birtar upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggð...

Árbók 2010  

Árbók sveitarfélaga kemur nú út í tuttugasta og sjötta sinn. Í henni eru birtar upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggð...

Profile for samband
Advertisement