Page 174

hlutabréfa um 27% mælt í (USD) og um 32% mælt í íslenskum krónum. Ríkistryggð skuldabréf skiluðu góðri ávöxtun á árinu og á það bæði við um verðtryggð og óverðtryggð skuldabréf. Lítil velta var með aðra flokka íslenskra skuldabréfa.

AÐILD Þeir sem hafa verið ráðnir hjá sveitarfélagi eða stofnun sveitarfélags og eru félagsmenn í BSRB eða BHM eiga rétt á að vera í LSS og eru sjálfkrafa sjóðfélagar samkvæmt kjarasamningum. Sjóðurinn starfar í þremur fjárhagslega aðskildum deildum, almennri deild eða A–deild, valdeild eða V–deild og séreignadeild eða S–deild.

STJÓRN LSS Stjórn sjóðsins er skipuð sex mönnum. Samband íslenskra sveitarfélaga skipar þrjá stjórnarmenn í samráði við þau sveitarfélög sem eiga aðild að sjóðnum, BSRB skipar tvo og Bandalag háskólamanna skipar einn. Jafnframt skulu sömu aðilar skipa jafnmarga menn til vara. Fulltrúar stofnaðila eiga sæti í stjórn sjóðsins og allir sjóðfélagar eiga rétt á setu á aðalfundum lífeyrissjóðsins með málfrelsi og tillögurétt um hvaðeina er varðar starfsemi sjóðsins. Stjórn LSS 2010–2014 er skipuð á neðangreindan hátt: Karl Björnsson af hálfu sveitarfélaga Kristbjörg Stephensen af hálfu sveitarfélaga Gerður Guðjónsdóttir af hálfu sveitarfélaga Salóme Þórisdóttir af hálfu BHM Elín Björg Jónsdóttir af hálfu BSRB Garðar Hilmarsson af hálfu BSRB Nánari upplýsingar um starfsemi sjóðsins, samþykktir, ársreikninga og þjónustu má finna á heimasíðu LSS: www.lss.is Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, LSS Sigtúni 42, 105 Reykjavík Sími: 540 0700 Bréfsími: 540 0701 Netfang: lss@lss.is Heimasíða: www.lss.is Skrifstofan er opin alla virka daga milli kl. 9:00-12:00 og 12:30-16:00

174

Profile for Samband islenskra sveitarfelaga

Árbók 2010  

Árbók sveitarfélaga kemur nú út í tuttugasta og sjötta sinn. Í henni eru birtar upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggð...

Árbók 2010  

Árbók sveitarfélaga kemur nú út í tuttugasta og sjötta sinn. Í henni eru birtar upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggð...

Profile for samband
Advertisement