Page 170

samþykkt fjárhagsáætlunar skal stjórnin samþykkja rammaáætlun til næstu þriggja ára þar á eftir. Stjórnin skal fyrir lok febrúarmánaðar hafa samþykkt reikninga sambandsins fyrir næstliðið ár. Stjórnin getur skipað fastanefndir til að fjalla um einstök mál eða málaflokka. Umboð slíkra nefnda fellur niður við stjórnarskipti.

STJÓRN OG VARASTJÓRN Á XXIV. landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldið var á Akureyri dagana 29. september til 1. október 2010, var kosin ný stjórn fyrir sambandið. Í henni eiga sæti: Halldór Halldórsson, Ísafjarðarbæ, formaður Dagur B. Eggertsson, Reykjavíkurborg Hanna Birna Kristjánsdóttir, Reykjavíkurborg Óttarr Ólafur Proppé, Reykjavíkurborg Guðríður Arnardóttir, Kópavogsbæ, Gunnar Einarsson, Garðabæ Elín R. Líndal, Húnþingi vestra Eiríkur Björn Björgvinsson, Akureyrarkaupstað Gunnlaugur Stefánsson, Norðurþingi Aldís Hafsteinsdóttir, Hveragerðisbæ og Jórunn Einarsdóttir, Vestmannaeyjabæ. Varamenn voru kosnir í sömu röð: Björn Bjarki Þorsteinsson, Borgarbyggð Oddný Sturludóttir, Reykjavíkurborg Júlíus Vífill Ingvarsson, Reykjavíkurborg Björk Vilhelmsdóttir, Reykjavíkurborg Guðmundur R. Árnason, Hafnarfjarðarkaupstað Haraldur Sverrisson, Mosfellsbæ Sigríður G. Bjarnadóttir, Borgarbyggð Arnbjörg Sveinsdóttir, Seyðisfjarðarkaupstað Stefán Bogi Sveinsson, Fljótsdalshéraði Böðvar Jónsson, Reykjanesbæ og Bjarni Harðarson, Sveitarfélaginu Árborg.

SKRIFSTOFA SAMBANDSINS Skrifstofa sambandsins og Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. er til húsa á fimmtu hæð að Borgartúni 30 í Reykjavík. Símanúmer er 515 4900. Framkvæmdastjóri sambandsins er Karl Björnsson.

170

Profile for Samband islenskra sveitarfelaga

Árbók 2010  

Árbók sveitarfélaga kemur nú út í tuttugasta og sjötta sinn. Í henni eru birtar upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggð...

Árbók 2010  

Árbók sveitarfélaga kemur nú út í tuttugasta og sjötta sinn. Í henni eru birtar upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggð...

Profile for samband
Advertisement