Page 169

6

SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA

Samband íslenskra sveitarfélaga var stofnað 11. júní 1945. Að stofnun þess stóðu 53 sveitarfélög, þar á meðal höfuðborgin og átta stærstu kaupstaðir landsins. Frá árinu 1970 hafa öll sveitarfélög landsins verið aðilar að sambandinu.

HLUTVERK SAMBANDSINS OG STJÓRNAR ÞESS Hlutverk sambandsins er tilgreint í 2. gr. samþykkta þess og er það eftirfarandi: Að vera sameiginlegur málsvari sveitarfélaganna í landinu og vinna að sameiginlegum hagsmunamálum þeirra og samstarfi. Að þjóna sveitarfélögum á sviði vinnumarkaðsmála, annast kjarasamningsgerð og hafa fyrirsvar í kjaramálum fyrir þau sveitarfélög sem veita umboð sitt til þess, hafa frumkvæði að rannsóknum og sinna upplýsingagjöf til sveitarfélaga um kjaramál. Að vera fulltrúi íslenskra sveitarfélaga gagnvart ríkisvaldinu og öðrum innlendum aðilum, eftir því sem við á. Að vera fulltrúi íslenskra sveitarfélaga gagnvart erlendum samtökum um sveitarstjórnarmál, alþjóðastofnunum og öðrum þeim aðilum erlendis, er láta sig sveitarstjórnarmálefni skipta. Að vinna að almennri fræðslu um sveitarstjórnarmál með ráðstefnu-, námskeiða- og fundahaldi og útgáfu- og upplýsingastarfsemi fyrir sveitarstjórnarmenn og starfsmenn sveitarfélaga. Landsþing hefur æðsta vald í málefnum sambandsins. Öll sveitarfélög eiga rétt á að senda fulltrúa á landsþing, mismarga eftir íbúafjölda. Á landsþingi er stefna sambandsins og starfsáætlun samþykkt og á landsþingi sem haldið er að hausti á sama ári og sveitarstjórnarkosningar fara fram er kosin 11 manna stjórn þess. Í 14. gr. samþykkta sambandsins er kveðið á um verkefni stjórnarinnar, en þau eru eftirfarandi: Stjórnin fer með yfirstjórn sambandsins milli landsþinga. Stjórnin er í forsvari fyrir sambandið út á við og ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Stjórnin heldur fundi að jafnaði einu sinni í mánuði og skal til þeirra boðað bréflega með hæfilegum fyrirvara. Stjórnin skal fyrir lok desember ár hvert samþykkja starfsáætlun og fjárhagsáætlun sambandsins fyrir næsta ár. Innan tveggja mánaða frá

169

Profile for Samband islenskra sveitarfelaga

Árbók 2010  

Árbók sveitarfélaga kemur nú út í tuttugasta og sjötta sinn. Í henni eru birtar upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggð...

Árbók 2010  

Árbók sveitarfélaga kemur nú út í tuttugasta og sjötta sinn. Í henni eru birtar upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggð...

Profile for samband
Advertisement