Page 15

eignastöðu. Vextir hafa auk þess hækkað umtalsvert og aðgengi að lánsfé takmarkast verulega. Heimilin hafa brugðist við þessu með því að draga einkaneyslu saman í meira mæli en dæmi eru um í þá hálfu öld sem gögn Hagstofunnar ná yfir. Vöxtur hennar var að vísu gríðarlega mikill á síðustu árum á meðan gengi krónunnar var skráð óeðlilega hátt og kaupmáttur launa jókst verulega. Mynd 8. Þróun einkaneyslu á árunum 1997–2010 og spá fyrir árin 2011–2013. Heimild: Hagstofa Íslands.

15% 10% 5% 0% -5% -10% -15% 2013

2012

2011

2010

2009

2008

2007

2006

2005

2004

2003

2002

2001

2000

1999

1998

1997

-20%

Á mynd 8 kemur fram hver þróun einkaneyslu hefur verið á árunum 1996– 2010. Eins og sést hefur vöxtur einkaneyslu verið á milli 5–8% flest árin fram til ársins 2007 á þessu tímabili að undanskildum árunum 2001 og 2002. Einkaneyslan vex gríðarlega á árinu 2005, sem orsakast meðal annars af vaxandi kaupmætti launa og sterkri stöðu krónunnar. Áhrifin af hruni efnahagslífsins koma síðan í ljós á árunum 2008–2010. Vonir eru bundnar við að einkaneyslan taki aftur að aukast frá og með árinu 2011. Það er vitaskuld háð mögum óvissuþáttum eins og komið hefur fram hér að framan.

SAMNEYSLA Samneysla hins opinbera, ríkissjóðs, almannatrygginga og sveitarfélaga, dróst saman um 3,0% árið 2009. Samneysla ríkissjóðs dróst saman um 4,1%, sveitarfélaga um 2,1% og almannatrygginga um 0,6%. Laun eru stærsti hluti samneyslunnar. Árið 2009 námu þau 57,3%, árið 2008 var hlutfallið 58,9% og 61,1% árið 2007. Á fyrsta ársfjórðungi árið 2010 dróst samneyslan saman um 3,8% samanborið við fyrsta ársfjórðung 2009 skv. óárstíðaleiðréttum tölum Hagstofunnar. Gert er ráð fyrr að samneysla dragist áfram saman á komandi árum. Í spá Hagstofu Íslands er talið að samneysla dragist saman að raunvirði árið 2010 og að samdrátturinn nemi 3,8% milli ára. Árið 2011 er reiknað með að raunsamdrátturinn nemi 3,8% og 1,8% árið 2012. Er það mjög breytt niðurstaða frá fyrra ári en þá hljóðaði spá fjármálaráðuneytisins um að samneysla hins opinbera myndi aukast um 0,3% að magni til árið 2010 og 0,4% árið 2011. Gagnrýnt hefur

15

Profile for Samband islenskra sveitarfelaga

Árbók 2010  

Árbók sveitarfélaga kemur nú út í tuttugasta og sjötta sinn. Í henni eru birtar upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggð...

Árbók 2010  

Árbók sveitarfélaga kemur nú út í tuttugasta og sjötta sinn. Í henni eru birtar upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggð...

Profile for samband
Advertisement