Page 14

árið áður og á síðasta fjórðungi ársins nam samdrátturinn um 34% miðað við árið á undan. Eftirspurn á fasteignamarkaði jókst verulega á árinu 2005, fyrst og fremst í kjölfar þess að bankarnir tóku að veita hagkvæmari íbúðalán en áður. Það fylgdi í kjölfar þess að Íbúðalánasjóður jók lánshlutfall húsnæðislána upp í 90%. Um ákveðinn tíma fór lánshlutfall einstakra banka til íbúðakaupa upp í 100%, sem er það hæsta sem þekkst hefur. Mikil hækkun íbúðaverðs varð byggingarfyrirtækjum m.a. hvati til að auka framboðið því verðið hækkaði mun meir en sem nam byggingarkostnaði. Afleiðing þess varð ein mesta verðbóla á húsnæðismarkaði sem þekkst hefur hérlendis sem gat ekki endað nema á einn veg. Árið 2008 var lokið við nær 3.000 íbúðir á landinu öllu og var það litlu færra en árið á undan. Á sama tíma voru taldar nær 6.500 íbúðir í byggingu á öllum byggingarstigum eða rúmlega tvöfalt fleiri en lokið var við á árinu auk þess sem byrjað var á um 3.200 íbúðum það ár. Bankahrunið hafði síðan í för með sér hrun á fasteignamarkaði. Viðskipti með fasteignir hafa minnkað gríðarlega og raunverð lækkað mikið. Mjög víða stöðvuðust framkvæmdir við húsnæði sem var í byggingu. Það kemur til vegna þess að áhvílandi fjármögnun hefur hækkað mikið, verð byggingarvara hefur hækkað og fáir kaupendur finnast að íbúðum sem eru til sölu. Niðurstaða þessa er sú að ekki er hægt að gera ráð fyrir öðru en að mikill samdráttur verði á fasteignamarkaði og í íbúðabyggingum á næstu árum. Fækkun landsmanna hefur áhrif á þessa stöðu. Fyrir viðkomandi sveitarfélög skiptir þróun húsnæðismarkaðar miklu máli fyrir fjárhag þeirra. Verðlag fasteigna hefur áhrif á tekjur sveitarfélaganna af fasteignaskatti og fjölgun íbúðabygginga þýðir yfirleitt fjölgun íbúa. Íbúafjölgun hefur í för með sér auknar skatttekjur til lengri tíma litið en einnig kallar hún á aukið framboð þjónustu, nýframkvæmdir og fjárfestingar. Sveitarfélög geta ekki frestað lagningu veitukerfis, uppbyggingu gatna, skóla eða annarra þjónustumannvirkja þegar hverfin eru farin að byggjast upp. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur veruleg áhrif á framkvæmdaþörf sveitarfélaga, lántökur þeirra og fjárhagslega stöðu á meðan á uppbyggingartíma stendur. Það hefur veruleg áhrif á fjárhag sveitarfélaga til lengri tíma ef þau sitja uppi með ónotaðar fjárfestingar í hverfum sem voru skipulögð en hafa ekki byggst upp. Fyrir liggur að lækkun fasteignamats komi fram af fullum þunga á næsta ári. Óvíst er hvernig sveitarfélögin geta brugðist við þeirri stöðu vegna fallandi kaupmáttar alls almennings og aukinnar skattheimtu ríkisvaldsins.

EINKANEYSLA Mikils samdráttar tók að gæta í einkaneyslu fyrir mitt ár 2008 og síðan herti verulega á honum á fjórða ársfjórðungi ársins. Fjölmörg heimili í landinu hafa orðið fyrir miklum fjárhagslegum skakkaföllum í kjölfar hruns bankanna og alþjóðlegrar efnahagslægðar sem þrengir að einkaneyslunni. Þar munar mest um kaupmátt ráðstöfunartekna, skuldsetningu og nettó

14

Profile for Samband islenskra sveitarfelaga

Árbók 2010  

Árbók sveitarfélaga kemur nú út í tuttugasta og sjötta sinn. Í henni eru birtar upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggð...

Árbók 2010  

Árbók sveitarfélaga kemur nú út í tuttugasta og sjötta sinn. Í henni eru birtar upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggð...

Profile for samband
Advertisement