Ísland 2010, atvinnuhættir og menning - Bók 3

Page 1

Ă?sland

AtvinnuhĂŚttir og menning 2010

3Ă?sland AtvinnuhĂŚttir og menning 2010Efnisyfirlit

Sjávarútvegur

Iðnaður og orkumál

129

Flutningar og samgöngur

229

231

Íslandsmið og sjávar­útvegur í aldarbyrjun

Flug á Íslandi fyrsta áratug nýrrar aldar

Nafnaskrá er aftast í fjórðu bók.

9 10


PavelSvoboda / Shutterstock.com


Sjávarútvegur


10 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Íslandsmið og sjávar­ útvegur í aldarbyrjun Jóhann Sigurjónsson Vistkerfi hafsins við Ísland Straumar Ísland er á mótum neðansjávarhryggja sem afmarka hafsvæðin við landið, Íslandsdjúp fyrir sunnan land, Grænlandshaf milli Íslands og Grænlands, Grænlandssund milli Vestfjarða og Grænlands, og Íslandshaf fyrir norðan land og austan (sjá mynd 1). Hnattstaða landsins og neðansjávarhryggirnir valda því að Ísland er við straumamót kaldra og heitra hafstrauma. Hinn hlýi Golfstraumur (atlantssjór) kemur að sunnan, kaldur Austur Grænlandsstraumurinn (pólsjór) að norðan og Austur Íslandsstraumurinn (svalsjór) kemur upp að landinu norðaustanverðu. Á landgrunninu er strandstraumur sem fer réttsælis í kringum landið og myndast er úthafsstraumarnir blandast við ferskt vatn frá landinu.

Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.

Úti fyrir Suðurlandi sveiflast hitastig við yfirborð frá því að vera 5-6°C í kaldasta mánuði að vetri allt að 10-11°C að meðaltali í ágúst, en fyrir norðan land eru sveiflurnar frá 1-3°C að vetri og allt að 7-9°C að sumri. Árstíðasveiflur eru mestar næst landi og grunnt, t.d. á fjörðum vestanlands og norðan, fer hiti í allt að -1°C að vetri og yfir 12°C að sumri. Hitastig og selta sjávar (eðlisþyngd) ráða miklu um blöndun og endurnýjun næringarsalta frá neðri lögum sjávar og þar með framleiðni einstakra hafsvæða. Samspil meginstraumanna og neðansjávarhryggjanna við landið, ásamt gnægð ljóss frá vori til hausts, skapa hagstæð skilyrði fyrir vöxt gróðurs og viðgang dýrastofna á Íslandsmiðum, svo hagstæð að við landið eru ein auðugustu fiskimið heims. Íslenska efnahagslögsagan er líka stór að flatarmáli eða um 758 þúsund km2, sem er liðlega sjöfalt flatarmál landsins.

Mynd 1. Straumakerfið umhverfis Ísland

(Héðinn Valdimarsson/MBL).


Sjávarútvegur | 11

Mynd 2. Fæðuvefurinn.

(Þór Ásgeirsson/MBL)

Fæðuvefurinn Undirstöðu lífsins í sjónum eða fyrsta fæðuþrepið (mynd 2) mynda þörungar sem nýta orku sólarinnar til þess að framleiða lífrænt efni úr ólífrænum, þ.e. úr vatni, koltvíildi og ýmsum næringarefnum. Botnþörungar eru flestir stórvaxnir og vaxa með ströndum. Þeir þörungar sem mynda undirstöðu afkomu megin hluta sjávardýra eru hins vegar örsmáir svifþörungar, sem kallast plöntusvif, vegna þess að þeir hafa takmarkaða hreyfigetu og berast aðallega með straumum í efri lögum sjávar. Dýrasvifið eða átan (t.d. krabbasvifdýr svo sem rauðáta og ljósáta) myndar annað fæðuþrepið og étur svifþörungana sér til vaxtar, en er svo sjálft fæða ýmissa annarra lífvera í sjónum. Þannig má segja að dýrasvifið flytji frumframleiðslu til fiskanna sem ekki geta nýtt sér hana beint. Þriðja þrepið í fæðuvefnum mynda dýrasvifstegundir sem eru rándýr og lifa á öðru dýrasvifi, svo og fisklirfur, uppjávarfiskar og hvalir. Efst í fæðuvefnum eru ránfiskar, eins og t.d. þorskurinn í hafinu við Ísland. Botndýrin (t.d. rækjur, krabbar og skeldýr) nýta nær eingöngu lífrænar leifar sem fallið hafa úr efri lögum sjávar. Dauðar lífverur og lífrænar leifar eru brotnar niður af bakte­ríum. Við það leysast næringarefnin aftur upp og berast síðan til yfirborðslaganna þar sem þau endurnýtast við frekari frumframleiðslu. Hafa ber í huga að fæðuvefur sjávar er yfirleitt mun flóknari en hér er sýnt, t.d. er fæðuval fiska oft mjög breytilegt eftir aldri, hafsvæði og tíma.

Hrygningar- og uppeldisslóð nytjafiska Flestir mikilvægustu nytjastofnar við landið hrygna seinni hluta vetrar eða snemma vors. Egg, lirfur og seiði eru sviflæg vor og sumar, en leita síðar til botns. Stærstu hrygningarstöðvar nytjastofna við landið eru fyrir sunnan og suðvestan land og berast egg, lirfur og seiði með straumum vestur, norður og austur fyrir land. Mikilvægasta uppeldisslóðin er talin vera úti fyrir Norðurlandi. Áramunur streymis hlýs atlantssjávar norður fyrir Vestfirði, sem m.a. ræðst af samspili Golfstraums og Austur Grænlandsstraums, ræður því afar miklu um afkomumöguleika fiskungviðis á uppeldisslóð og þar með árgangastyrk nytjafiska, auk þess sem aðstæður á hrygningarslóðinni hljóta alltaf að vega þungt.


12 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Framleiðni Íslandsmiða Gerð hefur verið tilraun til að áætla heildarframleiðni Íslandsmiða með mælingum á framleiðslu svifþörunga yfir árið á öllu íslenska hafsvæðinu. Mest er framleiðslan við straumskilin norðvestan- og suðaustanlands. Þar sem atlantssjórinn kemur að ströndinni suðvestan við landið er framleiðnin einnig mikil, mest í sunnanverðum Faxaflóa. Framleiðnin er mest á grunnslóð og einnig meiri í hlýsjónum suður og vestur af landinu en í kaldari sjónum norðanlands. Í heild er áætlað að á íslensku hafsvæði séu framleidd um 310 milljón tonn af lífrænu efni á ári sem svara til fjögurra milljarða tonna lífmassa. Úti fyrir Norðurlandi benda niðurstöður til allt að tvisvar sinnum meiri ársframleiðni þörunga þegar þar ríkir hlýr atlantssjór heldur en þegar þar er að finna kaldan pólsjó. Svipaða sögu er að segja um lífmassa dýrasvifs; meðal átumagn að vori í hlýju árferði er um helmingi meira en í köldu árferði. Hér koma þó til fleiri þættir en hitastig eitt og sér, svo sem breytilegir eðliseiginleikar vatnsmassa og aðgengi gróðurs að næringarefnum og flutningur þeirra.

Langtímabreytingar í hita og seltu – nýtt hlýskeið

Hiti (°C)

Verulegar langtímasveiflur á aðstæðum í sjónum við Ísland hafa verið á síðastliðinni öld. Á tímabilinu 1920 til 1960 var sjór tiltölulega hlýr fyrir Norðurlandi á vorin og sumrin vegna reglubundins innstreymis atlantssjávar inn á Norðurmið. Á tímabilinu 1965 til 1970 urðu hér miklar breytingar á og lítið sem ekkert streymi var af atlantssjó norður fyrir land. Þess í stað barst ískaldur pólssjór með Austur Grænlandsstraumi inn á Norðurmið með tilheyrandi hafís. Í kjölfarið fylgdi tímabil þar sem skilyrði voru breytileg frá ári til árs, en allt frá miðjum tíunda áratugnum hafa skilyrði breyst í líkingu við tímabilið á fyrri hluta síðustu aldar með áberandi sterku streymi af atlantssjó norður fyrir land og með miklum breytingum á lífríki allt í kringum landið. 4 3 2 1 0 −1 −2 −3 −4 −5 1952 0.4

1960

1970

1980

1990

2000

0.2 Selta

0 −0.2 −0.4 −0.6 −0.8 Ár Year

Mynd 3. Frávik hita og seltu á Siglunessniði 1952 – 2012. Breytingar á samsetningu lífríkis með hlýnun sjávar. Breytileikinn í hita og seltu kemur vel fram í samfelldum mælingum Hafrannsóknastofnunarinnar að vori síðustu hálfa öld allt í kringum landið svo sem á röð athugunarstöðva norður af Siglunesi (sjá mynd 3, frávik hita og seltu á 0-200m dýpi frá meðaltali áranna 1961-1980). Á hafísárunum 1965-1971 var sjávarhiti lægri og selta minni en áður. Árin 1998-2011 hefur sjávarhiti og selta oftast verið yfir meðallagi, sér í lagi að vetrarlagi. Flæði atlantssjávar inn á Norðurmið ber þangað varma, selturíkan sjó og næringarsölt sem eru nauðsynleg svifþörungum. Auknu flæði atlantssjávar inn á Norðurmið fylgir því aukin frumframleiðni þörunga og hagstæðari skilyrði fyrir framleiðslu dýrasvifs og vöxt fiskungviðis á uppeldisslóð (mynd 4). Athuganir á Norðurmiðum á árunum 1961-1994 sýndu að meðalfrumframleiðni þörunga var allt að tvisvar sinnum meiri þegar þar ríkti hlýr selturíkur atlantssjór að vorlagi heldur en þegar sjór er þar kaldur og ferskur. Svipaða sögu má segja um lífmassa dýrasvifs, en meðalátumagn fyrir Norðurlandi að vori í hlýju árferði er um tvöfalt meira en í köldu.


Sjávarútvegur | 13

Mynd 4. Breytingar í átumagni að vorlagi út af Siglunesi árin 1961-2011 (súlur sýna meðaltal; rauður ferill sýnir 5 ára keðjumeðaltal). Hafrannsóknastofnunin, 2012. Samfara skeiði hlýviðris á Norður Atlantshafi fram yfir miðja síðustu öld, urðu breytingar á sjávardýrafánunni. Hrygningar- og fæðuslóð suðlægra tegunda stækkaði og færðist norður á bóginn með auknum hlýindum. Margar suðlægar tegundir urðu algengari og hrygning þorsks, sem fram til 1920 var nánast einskorðuð við suðurströndina, varð vart allt í kringum landið. Þá breyttust einnig uppvaxtarskilyrði þorsks við Grænland sem mikil áhrif hafði á nýliðun þorsks við Ísland. Merkingar sýndu að þorskur, sem óx upp í kalda sjónum fyrir Norður- og Austurlandi, hafði vaxið mun hægar en sá fiskur sem dvaldi í hinum tiltölulega hlýja sjó fyrir suðurströndinni. Á hinn bóginn hafði hlýnunin þau áhrif að loðnan, sem er kaldsjávarfiskur, hætti hrygningargöngum sínum í hlýsjóinn fyrir sunnan land og hrygndi einungis fyrir norðan og austan land.

Mynd nr. 6. Fisktegundir sem fundist hafa í fyrsta skipti (t.h. svartdjöfull efst og kjáni neðst) eða í auknum mæli á undanförnum árum (t.v. efst fjólumóri, litla brosma og sænál). Á hlýindatímabilinu sem hófst árið 1996 hefur orðið vart greinilegra breytinga í útbreiðslu og stofnstærð nokkurra botnlægra nytjafiska á Íslandsmiðum sem mjög líklega tengjast hlýnuninni. Þannig hafa t.d. suðlægir botnfiskar eins og ýsa, lýsa, skötuselur og ufsi sýnt

Myndir Jón Baldur Hlíðberg (www.fauna.is).

Á kuldaárunum eftir 1965 breyttust göngur loðnunnar og hún hóf á ný að hrygna við suðurströndina. Sviptingar í ástandi sjávar og í lægstu þrepum fæðukeðjunnar í sjónum á þessum árum eru talin hafa leitt til lítillar frumframleiðni og hruns átustofna fyrir norðan land í lok sjöunda áratugarins sem stuðlað hafi að breyttum göngum og seinna hruni norsk-íslenska síldarstofnsins er hann gekk á Norðurmið í ætisleit.

Mynd 5. Útbreiðsla og magn (kg/togklst) ýsu í stofnmælingu botnfiska í mars árið 1996 og 2012, þ.e. fyrir og eftir að síðasta “hlýskeið” hófst.


14 | Ísland – Atvinnuhættir og menning aukna norðlæga útbreiðslu og á sama tíma hafa stofnar þeirra einnig stækkað (sjá mynd 5). Í hlýindum undanfarinna ára eru einnig mörg dæmi um það að vannýttar tegundir sem aðallega héldu sig undan suðurströndinni á árum áður hafi nú veiðst í auknum mæli norðar við landið. Af tegundum sem hér um ræðir má nefna fjólumóra, litlu brosmu og sænál (mynd 6). Einnig hafa tiltölulega sjaldgæfir suðrænir flækingar svo sem augnasíld og sæsteinsuga fundist í auknum mæli. A.m.k. 26 áður óþekktar fisktegundir hafa veiðst innan 200 sjómílna lögsögunnar í kjölfar hlýnunarinnar. Nær allar þessar tegundir eiga sér megin heimkynni sunnar í Atlantshafi og rannsóknir hafa sýnt að margar þeirra hafa verið að auka útbreiðslu sína til norðurs.

Fyrir 2000

Eftir 2000

Mynd Hjálmar Vilhjálmsson.

Mynd 7. Útbreiðsla og göngur loðnu fyrir og eftir aldamótin 2000 í hafinu í kringum Ísland. Rautt sýnir hrygningarsvæði; blátt uppeldisslóð og grænt ætisgöngur/-svæði. En hlýnun síðustu ára hefur ekki síst áberandi áhrif á útbreiðslu uppsjávarstofna á borð við norsk-íslenska síld, kolmunna og makríl á austanverðu Norður Atlantshafi. Þeir eru afar stórir og geta lagað sig að breyttum skilyrðum með því að breyta gönguhegðun og útbreiðslu, þó samkeppni þeirra um rými og fæðu setji þeim vissulega skorður. Breytt skilyrði hafa einnig greinileg áhrif á loðnustofninn, sem er einn helsti nytjastofn Íslendinga af norrænum uppruna og hefur að því er virðist hopað fyrir hlýindunum á undanförnum árum. Stofninn hefur með hlýnuninni undanfarin ár haldið sig lengra norður í höfum og vestar yfir grænlenska landgrunninu (sjá mynd 7). Jafnframt hefur dregið úr nýliðun og loðnustofninn hefur minnkað. Mikil breyting hefur orðið á útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar síðustu tvo áratugina, sem m.a. hefur gengið vestar og norðar líkt og áður var á hlýviðrisskeiði síðustu aldar. Þá breyttust ætisgöngur kolmunna fyrir síðustu aldamót og samfara stækkun stofnsins varð hans mun meira vart innan íslenskrar efnahagslögsögu en um árabil.

Magnmæling kg/klst.

Makríll N-Í síld Kolmunni Lax Annað

Mynd 8. Útbreiðsla markríls (rauðir hringir), norsk-íslenskrar síldar (blátt), kolmunna (gult) og annars uppsjávarfisks í alþjóðlegum leiðangri í júlí-ágúst 2012 (úr leiðangursskýrslu, sjá www.hafro.is).


Sjávarútvegur | 15 Mest breytingin hefur þó verið í markílgengd síðustu árin, en um miðjan síðasta áratug fór makríls að verða mikið vart innan fiskveiðilögsögunnar. Áður voru göngur hans oft skráðar þó í minna mæli, einkum á hlýskeiði síðustu aldar. Makríllinn er hlýsjávartegund og heldur til í minnst 8°C heitum sjó. Að vetri heldur hann til og hrygnir að mestu í Norðursjó og suður með vestanverðum Bretlandseyjum og í Biskajaflóa, en gengur í ætisleit norður á bóginn að vorlagi og fram á haust að ströndum Færeyja, Íslands og með ströndum Noregs. Ætisgöngurnar á Íslandsmið hafa verið afar kröftugar (sjá mynd 8) síðustu árin og reiknaðist magnið í lögsögunni í árlegum fjölþjóðlegum mælingum í júlí árin 2010-2012 á bilinu 1,1-1,5 milljón tonn, sem er umtalsvert hlutfall stofnsins (2030%) þegar hann leitar norður í ætisleit. Ljóst er að göngur makríls síðustu árin tengjast hlýnun sjávar og að svo mikið magn makríls hefur veruleg áhrif á lífríkið á grunnslóð þó það hafi ekki verið metið til hlítar.

Göngur þorsks og stofneiningar Allt frá því að land byggðist hefur þorskurinn verið langmikilvægasta fisktegundin í þjóðarbúskap Íslendinga. Þorskstofninn við Ísland er talinn sjálfstæður stofn þó svo að tengsl séu bæði við þorsk við strendur Grænlands og á Færeyjahrygg. Merkingar sýna að þorsk­ ur gengur mjög sjaldan frá Íslandi, en aðeins örfáir fiskar hafa endurheimst við Grænland, Noreg, í Norðursjó og við Nýfundnaland. Göngur þorsks til Íslands frá Grænlandi eru hins vegar vel þekktar, t.d. frá merkingatilraunum á árunum 1930-1934. Reynslan hefur sýnt að þegar stórir árgangar hafa verið í veiðinni við Vestur-Grænland og/eða Austur Grænland hafa þeir skilað talsverðum afla hér á land. Mest var þetta áberandi á fyrri hluta síðustu aldar og einnig á árunum 1953-56 er einn stærsti árgangur, sem þekkt­ ur er í þorskveiðum okkar, árgangur 1945, kom í umtalsverðum mæli til hrygningar á Íslandsmiðum. Þótt kynþroska þorskur gangi sennilega ekki nema í afar takmörkuðu mæli frá Íslandi til Grænlands berast seiði þangað þegar þau lenda í straumnum sem sveigir frá Íslandi yfir til Austur-Grænlands. Því má telja þann þorsk sem kemur frá Grænlandi í raun af íslenskum uppruna og að hann leiti til hrygningarstöðvanna við kynþroska. 1500

Fjöldi nýliða Grænlandsganga

Milljónir fiska

1000

500

0 1917

1930

1940

1950

1960

1970

Árgangur

1980

1990

2000

2011

Mynd 9. Nýliðun í þorskstofni (3ja ára þorskur), árgangar 1915 – 2011 (síðustu 3 árgangar áætlaðir). Frá 1980 hafa Grænlandsgöngur hins vegar einungis átt sér stað þrisvar að merkja má, þ.e. árin 1980-1981 og 1990 og 2003 (mynd 9). Ástæða þessa er að hluta til lakara ástand íslenska þorskstofnsins á seinustu áratugum og því minna lirfurek til Grænlands, en þó ekki síður kólnun við Grænland, sem varð upp úr miðjum sjöunda áratugnum og bág vaxtarskilyrði fyrir þorsk á svæðinu. Einnig kann minna rek á þorsklirfum til Grænlands hin síðari ár að tengjast breytingum í straumakerfinu fyrir vestan Ísland.


16 | Ísland – Atvinnuhættir og menning Þó stærstu hrygningarstöðvar þorsks séu undan suður og suðvesturströndinni, hrygnir þorskur allt í kringum landið. Rannsóknir beinast nú að því að greina framlag einstakra landshluta til heildarhrygningar, m.a. með erfðatækni. Langt er þó í land að unnt verði að stjórna veiðum á grundvelli undirstofna þorsks. Bæði skortir til þess þekkingu til þess að það geti orðið, en einnig og ekki síður virðist mikil blöndun mismunandi hrygningareininga eiga sér stað á mismunandi tímum árs, sem rannsaka þarf nákvæmlega svo skýr mynd fáist.

Mynd 10. Þorskveiðar á Íslandsmiðum árið 2011 – dreifing afla (tonn á fermílu).

Ástand þorskstofnsins Viðmiðunarstofn þorsks á Íslandsmiðum (þ.e. 4 ára fiskur og eldri) er áætlaður hafa verið 2-2,5 milljónir tonna á árabilinu 1941-1944, en 1,6-1,8 milljónir tonna árabilið 19451952. Þá gekk árgangurinn frá 1945 í miklu mæli á Íslandsmið svo að veiðistofninn árin 1953 og 1954 var 2,5-2,7 milljónir tonna. Næstu ár minnkaði stofninn ár frá ári og var hann kominn í rúmlega 1 milljón tonn árið 1965 (mynd 11). Stofninn stækkaði svo aftur um 1970 vegna gangna frá Grænlandsmiðum, minnkaði á ný árin 1973-1976, og fór aftur í 1,5 milljón tonn árið 1980, minnkaði í kjölfarið og náði lágmarki árin 1992-1995 (5600 þús. tonn). Hann hefur svo farið hægt vaxandi síðustu ár og er nú metinn um 1070 þúsund tonn. Viðmiðunarstofn Hrygningarstofn

1600 1400

Þús. tonn

1200 1000 800 600 20% Aflaregla

400

25% Aflaregla

200 0 1965

1970

1980

1990

Ár

Mynd 11. Þorskur: Þróun stofnstærðar árin 1965 – 2012.

2000

2012


Sjávarútvegur | 17 600

3−5 ára 6−8 ára 9−11 ára +12 ára

500

Afli (Þús. tonn)

400

300

200

100

0 1928

1940

1950

1960

1970 Ár

1980

1990

2000

2010

Mynd 12. Þorskur: Landaður afli (þyngd í tonnum) eftir aldri 1928-2011. Skiljanlega hefur slakt ástand þorskstofnsins undanfarin ár sett mark sitt á umræðu um sjávarútvegsmál og fiskveiðistjórnun. Stöðu hans í dag má rekja til slakrar nýliðunar um árabil (sjá mynd 9), sem án efa að hluta til orsakast af lélegum aðstæðum fyrir uppvöxt þorsks við Grænland og þar af leiðandi takmarkaða nýliðun þaðan, en einnig hafa rannsóknir sýnt að of lágt hlutfall stórþorsks í hrygningarstofni undanfarin ár kann að hafa skipt sköpum þar sem stórar hrygnur eru taldar gefa af sér afkvæmi með meiri lífslíkur en litlar hrygnur. Í öðru lagi kunna skilyrði fyrir þorsk og hugsanlega aðrar mikilvægar botnfisktegundir á Íslandsmiðum að hafa skerst að hlýviðrisskeiðinu loknu uppúr miðjum sjötta áratugnum. Síðast en ekki síst var sóknin um árabil meiri en veiðiþol þorskstofnsins gaf tilefni til og var stöðugt yngri fiskur í veiðinni besti vitnisburðurinn þar um (fiskurinn veiddur áður en hann nær að vaxa og skila hagkvæmri þyngd). Þetta kemur skýrt í ljós á mynd 12 sem sýnir hve aflinn samanstendur af mun yngri fiski í dag en áður fyrr. Það verður líka að segjast eins og er að veiðar á þorski við Ísland undanfarna áratugi hafa að jafnaði farið verulega fram úr ráðleggingum fiskifræðinga. Mikil breyting þar á varð hins vegar með setningu aflareglu árið 1996 (sjá myndir 11 og 26). Aðrir þættir sem vert er að nefna en eru lítt rannsakaðir og kunna að hafa átt hlut að máli, er hugsanleg aukin samkeppni þorsks og annarra lífvera t.d. hvala, um fæðuna í sjónum, langvarandi veiðar á miðunum við Ísland (skark) svo sem á viðkvæmri hrygningarslóð nytjafiska og e.t.v. fleiri þættir. Tilkoma aflareglu í þorskveiðunum fiskveiðiárið 1995/1996 setti skorður á hina óhóflegu sókn í þorskstofninn. Þó svo að markmið um að halda veiðihlutfalli hvers árs innan við 25% af viðmiðunarstofni þorsks (4ra ára og eldri) hafi ekki náðst (veiðihlutfallið fór úr 40-50% í liðlega 30% á árabilinu 1992-2004), þá tókst að spyrna á móti óheillavænlegri þróun. Með ákvörðun um lækkun veiðihlutfalls árið 2007 og formlega breyttri aflareglu árið 2009 hefur hins vegar náðst skjótur árangur þannig að veiðihlutfallið hefur lækkað í um 20% af viðmiðunarstofni eins og að var stefnt. Þessi þróun hefur haft í för með sér að árgangar endast betur í stofninum og er hrygningarstofninn nú meira en tvöfalt stærri en hann var lengst af síðustu áratugina og hefur ekki verið stærri síðan á fyrri hluta sjöunda áratugs síðustu aldar. Hlutdeild eldri fisks í afla hefur aukist og áhrif þessa gætir í verulega auknum afla á sóknareiningu og meiri hagkvæmni við að ná í úthlutaðar aflaheimildir. Segja má að þetta séu dæmigerð einkenni þess að stjórn veiðanna og ástand stofnsins séu að færast í gott horf. Það sem mest er um vert er að eftir röð slakra árganga árin 2001–2007 eru árgangar 2008, 2009 og 2011 metnir vera nálægt langtíma meðatali sem er um 175 milljónir nýliða. Þegar þessir meðalstóru árgangar koma í veiðina (2008 árgangurinn 2012) eru horfur á að stofninn muni áfram styrkjast ef nýting hans verður með sama hætti og verið hefur undanfarið. Með því skapast forsendur fyrir auknum veiðum.


18 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Sjávarútvegurinn Floti og veiðar frá landnámi til nútíma Þó svo að landnámsmenn á Íslandi hafi fyrst og fremst verið bændur, óx fiskveiðum og öðrum sjávarnytjum stöðugt ásmegin í aldanna rás. Lengst af eða fram yfir 1800 voru veiðarnar þó stundaðar á árabátum og voru árabátar alls um 2000 í byrjun 19. aldar, en flestir 70 árum síðar, liðlega 3000, er þeim fór að fækka. Veiðar Íslendinga á eigin miðum takmörkuðust því lengi vel af litlum afköstum flota landsmanna á sama tíma og aðrar þjóðir svo sem Englendingar, Frakkar, Hollendingar og Þjóðverjar komu langt að á betur búnum og öflugri skipum, og veiddu mun meira af miðunum við landið en Íslendingar sjálfir. Fyrstu þilskipin í eigu Íslendinga komu til veiða um aldamótin 1800, en blómatími þilskipaútgerðar eða “skútuöldin” var seinni hluta 19. aldar og þar til skömmu eftir aldamótin 1900. Þá voru þilskipin flest eða um 170 talsins, en síðustu þilskipin hættu veiðum um 1930. Með þilskipaútgerð má segja að sjávarútvegur verði sjálfstæð atvinnugrein á Íslandi. Það var hins vegar vélvæðingin í sjávarútvegi uppúr aldamótunum 1900 sem gerði þessa atvinnugrein að megin lyftistöng íslenska þjóðarbúsins og aflvaka atvinnubyltingarinnar sem fylgdi í kjölfarið. Árið 1902 var sexæringurinn Stanley á Bolungarvík fyrstur íslenskra báta vélvæddur, en fyrsti togarinn í eigu Íslendinga, “Coot”, kom til landsins árið 1905. Til marks um vöxtinn í sjávarútvegi á fyrri hluta síðustu aldar voru árið 1912 að veiðum 1238 árabátar, 414 vélbátar, 121 þilskip, 4 gufuskip og 20 togarar. Árið 1930 hafði árabátum fækkað í 171, þá voru vélbátar orðnir 1011 talsins, gufuskip 35 og 41 togari. Á árabilinu 1905-1930 nær sexfaldaðist botnfiskafli landsmanna, fór úr 50 þúsund lestum í 285 þúsund lestir. Var þorskur langmikilvægasta tegundin þá sem endranær, en strax á fyrstu áratugum aldarinnar fór mikilvægi síldveiðanna að aukast. Um og eftir 1940 varð mikil uppbygging hraðfrystingar í landinu sem jók mjög á fjölbreytni í vinnslumöguleikum og vinnslu fleiri fisktegunda. Í kjölfarið fylgdi tilkoma svokallaðra nýsköpunartogara á árunum 1947-50, öflugra síðutogara sem miklu munaði um í botnfiskveiðunum. Á næstu áratugum urðu einnig miklar framfarir og uppbygging í síldveiðiflotanum og síðar í loðnuveiðiflota landsmanna, bæði hvað fjölda og stærð skipa varðar, en ekki síður tækjabúnað og veiðiaðferðir. Mestu munaði þar um kraftblokkina og fisksjána (Asdic-leitartæki) sem komu til sögunnar uppúr 1960. Afl togara Afl vélbáta

Fjöldi togara Fjöldi vélbáta 800

300

600

200

400

100

200

Fjöldi

Afl (þús. kW)

400

0

1999

2001

2003

2005 Ár

2007

Mynd 13. Þróun togara- og vélbátaflotans tímabilið 1999 – 2011.

2009

2011

0

Heimild: Hagstofa Íslands


Sjávarútvegur | 19

Um 1970 þegar fyrsti skuttogarinn kom til landsins er metið að fiskiskipastóll landsmanna hafi verið um 80 þúsund brúttólestir (brl), að undanskildum smábátum. Hófst þá mikil endurnýjun og efling skipastólsins. Í lok síðustu aldar hafði þessi tala liðlega tvöfaldast að stærð, en samanlagt vélarafl jókst verulega á árunum 1970-1990. Sóknargeta flotans jókst mikið við skuttogaravæðinguna, en árið 1975 voru skuttogarar orðnir 53 talsins, en 106 árið 1985. Flestir voru þeir að veiðum 121 talsins árið 1996, en árið 2011 voru 58 togarar í íslenska flotanum (sjá mynd 13). Á síðari árum hafa orðið umskipti í togaraflotanum í þá veru að frysting hefur að nokkru færst um borð í fiskiskipin. Einnig hefur útflutningur ferskfisks aukist. 1200

1000

Fjöldi

800

600

400

200

0

2000

2002

2004

Ár

2006

2008

2010

Heimild: Hagstofa Íslands

Mynd 14. Fjöldi og stærð opinna báta við veiðar á Íslandsmiðum 1999 – 2011. Nokkur aukning var á fjölda smábáta í veiðum á árabilinu 1980-1990, en síðan fækkaði þeim þó svo að brúttórúmmál smábátaflotans hafi aukist nokkuð s.l. tvo áratugi. Í ljósi mikilla tækninýjunga í smábátaútgerð hér á landi s.l. ár hefur sóknargetan vaxið, en hlutdeild smábáta í heildarbotnfiskafla hefur aukist verulega undanfarin ár. Nokkur aukning í tölu smábáta hefur orðið frá 2009 er strandveiðar hófust (sjá mynd 14). 2500

Annað Hryggleysingjar Makrill Kolmunni Loðna Síld Karfi Ufsi Ýsa Þorskur

2000

Afli (Þús. tonn)

1500

1000

500

0

1910

1920

1930

1940

1950

1960

Ár

1970

Mynd 15. Fiskveiðar Íslendinga árin 1905 – 2011 (ICES).

1980

1990

2000

2010


20 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Aflinn á 20. öld Mynd 15 sýnir fiskafla Íslendinga frá upphafi síðustu aldar fram á þennan dag. Á þessu tímabili fór aflinn úr rúmum 50 þúsund tonnum í kringum tvær milljónir tonna árin 2000-2003, en langmestur hluti aflans var á Íslandsmiðum. Eftir 2005 hefur heildarafli Íslendinga verið mun minni eða á bilinu 1,1 – 1,3 milljónir tonna og afli á Íslandsmiðum verið einungis á bilinu 730 þúsund til 1 milljón tonn, en þar munar mestu um samdrátt í loðnuveiðum. Engu að síður hefur þessi mikli afli fest Ísland í sessi meðal mestu fiskveiðiþjóða heims. Árið 2009 var heimsaflinn tæpar 90 milljónir tonna og var Ísland í 18. sæti með 1,3% aflans, en var í 11. sæti með 2,1% aflans um síðustu aldamót þegar loðnuveiðar voru meiri en síðustu árin. Fyrstu áratugi síðustu aldar byggðist aflinn á botnlægum tegundum og var hann fram undir miðja öldina vel innan við 400 þúsund tonn. Þorskur var lang mikilvægasta tegundin, en þar á eftir komu ýsa og ufsi. Síldveiðar fóru svo að skipa stóran sess að lokinni fyrri heimsstyrjöldinni. 2000

Afli (Þús. tonn)

1500

Makríll Kolmunni Loðna Norsk−Ísl. síld Vorgotsíld Sumargotsíld

1000

500

0 1951

1960

1970

1980 Ár

1990

2000

2010

Mynd 16. Veiðar Íslendinga á uppsjávarfiski árin 1951 – 2010. Á síðari hluta 20. aldar var þorskur sem fyrr mikilvægasta botnfisktegundin og áfram var ýsan eftirsótt, en mikil aukning varð í karfa og ufsaveiði landsmanna. Mest aukning var þó í veiðum á uppsjávarfiski (sjá 16. mynd ), fyrst síld (íslensk vor- og sumargotssíld, og norsk-íslensk vorgotssíld), sem þó stóð aðeins fram undir lok sjöunda áratugarins er stofnarnir nánast hrundu. Eftir 1970 hófust stórtækar loðnuveiðar sem mestar urðu á aðra milljón tonn árin 1996 og 1997. Auk Íslendinga skipta Norðmenn og Grænlendingar aflahlutdeild úr loðnustofninum og er hlutur Íslands samkvæmt samningi þjóðanna 81% aflans. Eftir hrun síldastofnanna tók við endurreisn þeirra uppúr 1970 og jukust veiðar úr stofni sumargotssíldar á Íslandsmiðum jafnt og þétt næstu áratugina og voru á bilinu 90 – 150 þúsund tonn árin 1990 – 2009 eða þar til mikil afföll af völdum sýkingar kölluðu á samdrátt í veiðum árið 2009. Á árunum fyrir aldamótin hófust stórtækar veiðar á ný úr norsk-íslenska síldarstofninum á grundvelli samkomulags strandríkja við Norður Atlantshaf, þar sem hlutdeild Íslands er 14,5% heildaraflans, síðustu árin á bilinu 100 – 200 þúsund tonn. Fyrir aldamótin fóru Íslendingar í vaxandi mæli að veiða kolmunna. Var aflinn um 10 þúsund tonn árið 1997, en fór hraðvaxandi og varð mestur um 500 þúsund tonn árið 2003. Aflinn fór í kjölfarið hraðminnkandi vegna stjórnlausrar og alltof mikillar sóknar, og minnkandi stofns. Samkomulag strandríkja náðist árið 2005 um stjórn veiðanna, sem leiddi til hóflegri sóknar, en hlutdeild Íslands er 17,6% af ákvörðuðum heildarafla. Vegna bágs ástands stofnsins var hlutdeild Íslands aðeins um 6 þúsund tonn árið 2011, en horfur eru á aukningu næstu árin.


Sjávarútvegur | 21

Grunnslóð Djúpslóð

Þús. tonn

60

40

20

0

1964

1970

1975

1980

1985

Ár

1990

1995

2000

2005

2011

Mynd 17. Rækja: Heildarafli Íslendinga 1964 – 2011. 70 60

Íslendingar Aðrir

Afli (Þús. tonn)

50 40 30 20 10 0 1961

1970

1980

Ár

1990

2000

2010

Mynd 18. Grálúðuveiðar á Íslandsmiðum 1961 – 2011.

30

Afli (Þús. tonn)

25

Stórkjafta Þykkvalúra Langlúra Skrápflúra Sandkoli Skarkoli Lúða

20 15 10 5 0 1950

1960

1970

1980 Ár

1990

Mynd 19. Veiðar á flatfiski öðrum en grálúðu við Ísland 1950 – 2011.

2000

2010


22 | Ísland – Atvinnuhættir og menning Á árunum fram undir aldamótin 2000 minnkaði þorskafli (sjá mynd 20), en á sama tíma varð mikil aukning í rækjuafla á djúpmiðum (mynd 17), veiði flatfiska, einkum grálúðu fram undir árið 1990 (sjá mynd 18), og skarkola, sandkola, skrápflúru og langlúru (sjá mynd 19). Flatfiskaflinn snarminnkaði um aldamótin sem rekja má að hluta til of mikillar sóknar. Eftir miðjan síðasta áratug stórminnkuðu rækjuveiðar einnig á öllum miðum við landið, en þar fór saman stórfellt afrán þorsks á rækju og léleg nýliðun sem líklega má rekja til hlýsjávaráhrifa. Humarveiði var stunduð við landið frá síðari helmingi síðustu aldar og hafa veiðarnar verið stöðugar á bilinu 1500-3000 tonn á ári. Nokkur hluti afla Íslendinga á síðari hluta 20. aldarinnar var veiddur í Norðursjó (síld), á Grænlands- og Nýfundnalandsmiðum (m.a. karfi) og á Flæmingjagrunni (rækja), en á síðasta áratug einnig í Barentshafi (botnfiskur) og í Noregshafi (síld, kolmunni og markríll). 600

500

Íslendingar Aðrir

Afli (Þús. tonn)

400

300

200

100

0 1905

1920

1940

1960

Ár

1980

2000

2011

Mynd 20. Þorskafli á Íslandsmiðum 1905 – 2011. Á fyrri hluta 20. aldar var verulegur hluti aflans á Íslandsmiðum veiddur af erlendum fiskveiðiflota og samanstóð aflinn af botnfiski, einkum þorski, ýsu, ufsa, karfa og flatfiski. Á mynd 20 sést hvernig þorskaflinn skiptist á milli Íslendinga og erlendra veiðiþjóða á síðustu öld. Sem fyrr segir eru horfur á að aukning verði á þorskafla á næstu árum. Á styrjaldarárunum minnkaði sókn útlendinga á Íslandsmið, en möguleikar útlendinga til botnfiskveiða skertust svo um munaði við útfærslu íslensku efnahagslögsögunnar í 50 sjómílur árið 1972. Þær lögðust svo nánast af við útfærslu lögsögunnar í 200 sjómílur árið 1975, þó með þeirri undantekningu að Belgar, Færeyingar, Norðmenn og Evrópusambandið hafa fengið takmarkaðar veiðiheimildir innan efnahagslögsögunnar. Á myndum 21-24 er sýndur heildarafli ýsu, ufsa, karfa og steinbíts á síðustu áratugum, þar sem hlutur útlendinga í veiðum á Íslandsmiðum var enn verulegur hluti heildaraflans fyrir útfærslu fiskveiðilandhelginnar. Þó svo að afli landsmanna hafi heldur aukist síðustu áratugina, hefur heildar botnfiskaflinn á Íslandsmiðum dregist saman við brotthvarf erlends flota um miðjan sjöunda áratuginn. Þetta er þó breytilegt milli tegunda og á t.d. ekki við um ýsuveiðarnar, en mikil aukning var á ýsuafla eftir aldamótin vegna sterkra árganga um og uppúr aldamótum, en fyrirsjáanlega minnkar aflinn mikið næstu árin.


Sjávarútvegur | 23 140 120

Íslendingar Aðrir

Afli (Þús. tonn)

100 80 60 40 20 0 1950

1960

1970

1980 Ár

1990

2000

2010

Mynd 21. Ýsuveiðar á Íslandsmiðum 1950 – 2011. 140

Íslendingar Aðrir

120

Afli (Þús. tonn)

100 80 60 40 20 0 1955 1960

1970

1980

Ár

1990

2000

2010

Mynd 22. Ufsaveiðar á Íslandsmiðum 1955 – 2011. 180 Íslendingar Aðrir Úthafskarfi

150

Afli (Þús. tonn)

120

90

60

30

0 1950

1960

1970

1980 Ár

1990

2000

2010

Mynd 23. Karfaveiðar (gull- og djúpkarfi) á Íslandsmiðum 1950 – 2011 ásamt veiðum á úthafskarfa frá árinu 1992 (ICES).


24 | Ísland – Atvinnuhættir og menning 30

Íslendingar Aðrir

25

Afli (Þús. tonn)

20

15

10

5

0 1950

1960

1970

1980

1990

Ár

2000

2010

Mynd 24. Steinbítsveiðar á Íslandsmiðum 1950 – 2011.

Aflinn, verðmæti og útflutningur síðustu tvo áratugi Hér á eftir er sýndur heildarafli íslenskra fiskiskipa í þúsundum tonna (Tafla 1) og aflaverðmætin á verðlagi hvers árs (Tafla 2) eftir tegundum árin 1995, 2000, 2005 og 2010.

Afli alls Botnfiskur

Uppsjávarfiskur

Rækja Annað

Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Flatfiskur Annar botnfiskur Síld Loðna Kolmunni Makríll+annar uppsj.afli

1995 1.608 512 203 60 48 119 53 29 1.000 284 716 0,369 0 84 12

2000 1.980 494 238 42 33 116 30 35 1.439 288 892 259 0 34 13

2005 1.670 519 212 97 68 78 27 37 1.136 265 605 266 0,363 9 6

2010 1.064 455 179 65 54 71 24 62 595 254 114 87 140 8 6

Heimild: Hagstofa Íslands

Tafla 1: Heildarafli íslenskra fiskiskipa (þús.tonn) árin 1995, 2000, 2005 og 2010. Eins og fram hefur komið hefur aflinn verið á bilinu 1,0-2,0 milljónir tonna undanfarin ár og er uppsjávarafli um 1/2 til 2/3 hluti aflans. Heildarverðmæti aflans á verðlagi hvers árs fór úr 54 milljörðum króna í 133 milljarða frá 1995 til 2010. Sem fyrr er botnfiskaflinn mikilvægastur í verðmætum talið. Þótt þorskstofninn sé nú í lægð, er aflaverðmæti hans langmest og telur árið 2010 um þriðjung heildarinnar.


Sjávarútvegur | 25

Verðmæti alls (milljarðar kr) Hlutfall (%) Botnfiskur Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Flatfiskur Annar botnfiskur Uppsjávarfiskur Síld Loðna Kolmunni Makríll+annar uppsj.afli Rækja Annað

1995 53.646

2000 60.370

2005 67.920

2010 132.979

69,7 26,5 8,1 4,1 14,5 13,3 3,1 10,0 3,4 6,6 0,0 0,0 19,3 1,1

80,4 42,6 9,2 2,6 14,0 7,7 4,3 11,7 3,0 6,6 2,0 0,1 6,7 1,2

77,0 36,7 13,1 4,5 10,5 7,5 4,7 20,8 10,5 8,1 2,2 0,0 1,3 0,9

77,3 33,5 11,5 6,4 11,8 6,9 7,2 20,7 8,2 3,9 2,5 6,2 1,1 0,9 Heimild: Hagstofa Íslands

Tafla 2: Heildarverðmæti (í milljörðum króna) afla íslenskra fiskiskipa (öll mið) og hlutfall (%) af verðmætum árin 1995, 2000, 2005 og 2010. Uppsjávarfiskur gaf um 20% aflaverðmætis árin 2005 og 2010, en mikil aukning hefur verið í vinnslu uppsjávarafla til manneldis og munar þar miklu vinnsla makríls, sem varð árið 2011 næst verðmætasta tegundin á eftir þorski með 11,7% verðmæta. 70

70

2000 2010

a)

60

50

40

40

Annað

Mjöl/lýsi

Hertur fiskur

Ferskur/ísfiskur

0

Saltfiskur

0

Annað

10

Mjöl/lýsi

10

Hertur fiskur

20

Ferskur/ísfiskur

20

Saltfiskur

30

Frystar afurðir

30

Frystar afurðir

%

50

%

2000 2010

b)

60

Mynd 25. Hlutfallsleg skipting útflutnings sjávarafla eftir verðmæti (a) og þyngd (b). Útflutningur sjávarafurða hefur ávallt verið snar hluti heildarútflutningsins. Fyrir aldamótin síðustu var hlutdeildin rétt innan við 70%, en minnkaði í 36,7% árið 2008 og árið 2011 40,6%. Alls nam útflutningur sjávarafurða 726 þúsund tonnum árið 2000 að andvirði 95 milljarða króna til samanburðar við 632 þúsund tonn að andvirði 220 milljarða króna árið 2010. Mynd 25 sýnir hlutfallslega skiptingu útflutningsafurða í þyngd og verðmætum árin 2000 og 2010 og má sjá hve vægi frystra afurða jókst og vægi mjöls og lýsis minnkaði að sama skapi, sem skýrist af lélegri loðnuvertíð árið 2010. Um 73% verðmætis útflutnings sjávarafurða árið 2010 var til landa á evrópska efnahagssvæðinu, þar af 21,2% til Stóra Bretlands. Eftir koma Spánn með 9,4%, og Holland, Frakkland og Þýzkaland með 4,7-6,2% hlutdeild af útflutningi sjávarafurða. Bandaríkin voru með 4,7% hlutdeildar (var með 14% árið 2000) og Japan, stærsta útflutningslandið í Asíu, með 5,3% af heildinni.


26 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Fiskvernd og stjórn fiskveiða Útfærsla landhelginnar árin 1952 í 3 sjómílur, 1958 í 12 mílur, 1972 í 50 mílur og loks 200 sjómílur árið 1975 voru ótvírætt afar mikilvæg skref í átt til verndunar fiskstofnanna og fiskveiðistjórnunar á Íslandsmiðum. Áttu útfærslurnar sér stoð í lögum frá árinu 1948 um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins. Um og uppúr 1970 var ljóst að þessar takmarkanir nægðu ekki, jafnvel þó takmarkanir á möskvastærð, stærð landaðs afla o.fl. kæmu að auki, en til marks um það var hrun síldarstofnsins rétt fyrir 1970 og bágt ástand botnfisksstofna, einkum þorskstofnsins, um svipað leyti. Aflamarkskerfi var tekið upp í hringnótaveiðum á síld árið 1975 (aflamark framseljanlegt frá 1979) og í loðnuveiðum árið 1980 (framseljanlegt frá 1986). Frá árinu 1975 hefur Hafrannsóknastofnunin á hverju ári gert tillögur um hámarksafla komandi árs. Því er ekki að leyna að oft var veiðin fjarri tillögum stofnunarinnar og oftast talsvert meiri, þó þess séu dæmi að aflinn hafi verið minni en lagt var til (sjá mynd 26). Reynt var að takmarka sóknina í þorskinn á árunum 1977-1983 með svonefndu skrapdagakerfi sem var fólgið í því að takmarka sóknina við ákveðinn dagafjölda á hverju ári. Jafnframt var möskvastærðin í vörpu aukin úr 120 mm árið 1976 í 135 mm og ári síðar í 155 mm. Þá voru ýmis svæði utan 12 mílna friðuð tímabundið fyrir togveiðum og komið var á svonefndum skyndilokunum, þ.e. tímabundnum svæðalokunum á svæðum þar sem hlutfall ungfisks í afla fer yfir ákveðin viðmiðunarmörk. En þrátt fyrir þessar verndaraðgerðir dugðu þær engan veginn til þess að rétta við þorskstofninn, jafnvel þó að síðustu bresku fiskiskipin hafi yfirgefið íslensk fiskimið í lok árs 1976 og Þjóðverjar árið eftir. Árið 1983 var veiðistofn þorsks kominn niður í 800 þús. tonn og ljóst orðið að grípa yrði til frekari takmarkana ef ekki ætti ver að fara. Ákveðið var árið 1984 að reyna takmörkun aflamagns með settu aflamarki í stað sóknarmarks skrapdagakerfisins sem ekki hafði skilað tilætluðum árangri. Þannig skyldi aflamark ákveðið af stjórnvöldum til eins árs í senn. Í gildi voru undanþágur fyrir skip er kusu að vera að hluta til í hinu nýja kerfi og að hluta til á sóknarmarki. Frá 1991 var síðan sóknarmarkskerfið lagt endanlega af hjá öllum skipum og að fullu tekið upp aflamarkskerfi með framseljanlegum aflaheimildum til þess að stjórna veiðum fiskiskipa umfram 15 brt. Margvíslegri stjórnun var beitt gagnvart veiði smábáta á s.l. áratugum, þar sem flókið sambland sóknartakmarkana (dagafjöldi), veiðarfæratakmarkana og aflamarks hefur gilt. Frá því á vertíðinni 2006/2007 starfa allir bátar (þ.m.t. bátar undir 15 brt.) samkvæmt aflamarkskerfinu, að undanskildum bátum sem stunda strandveiðar, en frá 2009 hafa strandveiðibátar haft takmarkað leyfi til útgerðar í maí-ágúst. Mikil átök hafa verið um fiskveiðistjórnunina s.l. þrjá áratugi, sem litast hefur af efnahags- og byggðalegum hagsmunum. Einnig hafa komið til mismunandi sjónarhorn hagsmunaðila í sjávarútvegi. Þá kom fram hávær krafa um greiðslu auðlindagjalds fyrir afnot af auðlindinni sem var til lykta leidd með lagasetningu um veiðigjald sem fyrst var lagt á í september 2004. Langt var þó í frá að þessi ráðstöfun hafi fært fullan frið um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunnarinnar. Á árunum 2009-2012 hafa verið til umfjöllunar á Alþingi frumvörp til laga um stjórn fiskveiða, sem stefnt hafa í átt róttækra breytinga hvað varðar aðgang, gjaldtöku og fyrirkomulag stjórn fiskveiða. Ljóst er að brýnt var að takmarka sóknina í fiskstofnana eftir að sókn Íslendinga jókst eftir útfærslu fiskveiðilögsögunnar og að nokkuð hefur áunnist þar. Hins vegar er jafn ljóst að vegna undanþága frá aflamarksákvörðunum var kerfið alltof lengi “lekt” þannig að aflinn var oftast umfram það sem æskilegt var (sjá mynd 26). Með löggjöfinni í dag, því eftirlitskerfi sem stjórnvöld hafa sett á laggirnar, m.a. með tilkomu Fiskistofu, ásamt meiri reynslu og skilningi á eðli aflamarkskerfis svo sem með setningu aflareglu fyrir þorskveiðar (tók gildi 1995), er full ástæða til að ætla að betri árangur náist á komandi árum. Æskilegt er þó að stjórnvöld móti langtíma stefnu um nýtingu allra mikilvægustu fiskistofnanna svo meiri stöðugleiki og festa náist í nýtingu stofnanna.


Sjávarútvegur | 27 400

300

ve ið ih lu tfa ll

Tillaga Aflamark Afli

Afli (þús. tonn)

Læ kk

25% Aflaregla

20% Aflaregla

200

2011/12

2009/10

2004/05

Ár

1999/00

1994/95

1990

0

1985

100

Mynd 26. Tillaga Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla í þorski, aflamark sett af stjórnvöldum og heildarafli árin 1984 – 2011.

Fiskeldi Vöxtur fiskeldis sem atvinnugreinar á Íslandi hefur verið afar hægur þó ýmsar tilraunir til styrkingu eldis hafi verið uppi um áratuga skeið. Heildarframleiðslan var aðeins nokkur hundruð tonn á árunum uppúr 1980 og fór í rúm 3000 tonn um 1990. Næsta áratuginn hélst framleiðslan á bilinu 3-4000 tonn, en lunginn úr framleiðslunni var lax og bleikja. Á mynd 27 er sýnd framleiðslan á þremur mikilvægustu tegundunum, laxi, bleikju og þorski s.l. áratug. Framleiðslan komst mest í tæp 10.000 árið 2006, þar af um 6.900 tonn af laxi, en árið eftir hrapaði laxframleiðslan vegna sjúkdóma. Árið 2011 nam útflutningsverðmæti allra eldisafurða um 3,1 milljarði króna.

Heimild: Landssamband fiskeldisstöðva

Mynd 27. Fiskeldi: Framleiðsla á laxi, bleikju og þorski árin 2003-2011 og áætlun fyrir 2012. Víða er hafinn undirbúningur að sjókvíaeldi á laxi í stórum stíl. Þó verð á mörkuðum sé nú fremur lágt, eru bundnar vonir við þessa uppbyggingu, einkum á Vestfjörðum, og er áætlað að framleiðslan árið 2012 verði yfir 3.000 tonn. Talið er að eldi á laxi geti farið yfir 20 þúsund tonn næsta áratuginn. Stöðug aukning hefur verið í bleikjueldinu á síðustu árum og er áætlað að framleiðslan árið 2012 verði meiri en áður eða um 3.200 tonn. Þorsk­eldi hefur verið í þróun síðasta áratuginn. Annars vegar áframeldi, þar sem


28 | Ísland – Atvinnuhættir og menning smáfiskur er veiddur og hann alinn áfram í kvíum í hagkvæma slátursstærð. Hins vegar aleldi. Aðrar tegundir sem eru í eldi á árinu 2012 voru regnbogasilungur (200 tonn), lúða (30 tonn) og sandhverfa (21 tonn), ásamt kræklingi og sæeyra. Segja má að athyglin hér á landi hafi í nokkur ár beinst einna mest að þorski sem eldistegund, en þorskur er talinn áhugaverð tegund á Íslandi m.t.t. vinnslu afurða, gæða og markaðsþekkingar og þar með betri nýtingar á tækjabúnaði og öðru sem nú tengist þorskveiðunum sjálfum. Enn eru ekki forsendur fyrir arðbæru þorskeldi, en unnið er að kynbótum og öðrum úrlausnarefnum sem leysa þarf svo tegundin geti orðið raunhæfur eldiskostur. Aðrar tegundir sem nú er verið að hefja eldi á hérlendis eru beitarfiskur og Senegalflúra, en síðarnefnda eldið mun verða byggt upp í tengslum við Reykjanesvirkjun, m.a. með nýtingu afgangsvarma frá orkuverinu í huga. Ljóst er, að þó svo að uppbygging eldis hér á landi hafi ekki gengið sem skyldi undanfarna áratugi og aðstæður hér á landi til eldis séu lakari en í nágrannalöndunum þrátt fyrir hlýrri sjó á síðustu árum, hefur á þessum tíma byggst upp þekking og reynsla. Það, ásamt markvissu þróunar- og rannsóknarstarfi svo sem á sviði kynbóta og eldistækni, er ein forsenda þess að hér geti vel til tekist á komandi árum. Hafa verður í huga við uppbyggingu fiskeldisins takmarkanir aðstæðna og nauðsynlega aðgæslu við staðsetningu eldisstöðva, sem vissulega setur uppbyggingunni vissar skorður. Hrefna Hnúfubakur Steypireyður Búrhvalur Sandreyður Langreyður

600 500

Fjöldi

400 300 200 100 0 1948

1960

1970

1980

Ár

1990

2000

2010

Mynd 28. Hvalveiðar við Ísland 1948 – 2011 (vantar gögn um hrefnuveiðar fyrir 1973).

Hvalveiðar Stórhvalveiðar hér við land voru stundaðar með hléum frá landstöðvum í liðlega eina öld eða til ársins 1989. Að meðaltali voru veiddar 234 langreyðar og 68 sandreyðar á ári tímabilið 1948-1985 og 82 búrhvalir árin 1948-1982 (sjá mynd 28). Þá voru stundaðar hrefnuveiðar á litlum vélbátum hér við land mestan hluta síðustu aldar. Á árunum 1977-1985 veiddu Íslendingar árlega um 200 hrefnur. Árið 1986 gekk í gildi ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins um tímabundna stöðvun hvalveiða í atvinnuskyni. Í samræmi við ákvæði hvalveiðisáttmálans var veiddur takmarkaður fjöldi lang- og sandreyða í rannsóknaskyni árin 1986-1989 og hrefnu árin 2003-2005. Árið 2006 hófu Íslendingar atvinnuveiðar að nýju með veiðum á hrefnu og langreyði. Árið 2009 settu stjórnvöld reglugerð um leyfilegan heildarafla á langreyði og hrefnu árin 2009–2013 og skal hann vera í samræmi við veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Veiddar voru 125 langreyðar í atvinnuskyni árin 2009 og 148 árið 2010, en ársveiðin 2006-2011 var á bilinu 38-60 hrefnur. Samkvæmt hvalatalningum er gerðar voru árið 2007 eru um 20 600 langreyðar á hafsvæðinu Austur-Grænland/Ísland/Jan Mayen og er stofninn talinn þola veiði á 154 dýrum. Alls var fjöldi sandreyða áætlaður árið 1995 um 10500 dýr. Samkvæmt talningum 2007 eru tæplega 21 þúsund hrefnur á íslenska landgrunninu. Sá fjöldi er talinn standa vel undir 216 dýra veiði.


Sjávarútvegur | 29

MYND VANTAR Mynd 29. Íslenskt merki fyrir ábyrgar fiskveiðar.

Framtíðarhorfur Sjávarútvegur á Íslandi hefur borið uppi mikla velmegun á liðinni öld. Ekkert bendir til annars en að svo verði um hríð ef vel er á málum haldið. Atvinnugreinin hefur þróast með stórkostlegum hætti þar sem aukin afköst í veiðum og vinnslu hafa skilað hágæða afurðum og mikilli arðsemi, og góð þekking á markaðssetningu afurða hefur fært okkur hagstætt verð. Þá hafa verið stigin mikilvæg skref í átt til bættrar stjórnunar veiða og fiskverndar. Mikil afköst fiskiskipaflotans og nútímatæknin gerir hins vegar kleift að skaða auðlindina, fiskistofnana og umhverfi þeirra, ef ekki er farið að með gát. Til þess að svo verði ekki, er þörf á að fyrir liggi sem áreiðanlegust þekking á hverjum tíma, að stundaðar séu öflugar rannsóknir og þekkingin notuð til að varða veginn. Rannsóknirnar þurfa að beinast að öflun grunnþekkingar um lífríki hafsins, fiskistofnana og samspil tegundanna, jafnt sem áhrif veiða á stofnana og umhverfi þeirra. Mikil áhersla hefur verið lögð á þróun vistvænna veiðiaðferða undanfarin ár og munu verkefni á því sviði án efa skipa stóran sess í framtíðinni. Eins liggur fyrir að á komandi árum þarf fiskveiðistjórnunin og undirliggjandi rannsóknir að taka heildstæðara á málefnum hafsins. Svo unnt verði að takast á við þessi nýju viðhorf og svo árangur náist, er mikilvægt að landsmenn séu sammála um túlkun niðurstöðu rannsókna, um nýtingarstefnuna og aðra grundvallarþætti fiskveiðistjórnunarinnar. Grundvallaratriði fyrir atvinnugreinina er að meiri friður og framtíðarsýn skapist í samfélaginu um greinina og að deilur hjaðni. Lengi hefur verið sagt að ekki verði meiri hagvöxtur sóttur í fullnýtta fiskistofna við landið þó staðreyndin sé sú að verðmætasköpunin hefur stöðugt aukist með nýjum framleiðsluaðferðum og hagræðingu. Án efa mun betri aflanýting færa viðbótar ávinning af veiðunum á komandi árum. Þó veiðiálagið hafi almennt verið of mikið á botnfiskstofnunum á undangengnum áratugum, verður með hóflegri sókn og skynsamlegri stjórn unnt að tryggja a.m.k. jafn mikinn afla úr þessum verðmætu stofnum. Sjálfbær nýting hinna stóru og gjöfulu uppsjávarstofna er ávísun á góðan hag, þar sem sviptingar í umhverfi hafsins geta þó haft og munu hafa mikil áhrif á samspil stofnanna, atferli og afrakstur þeirra. Mikilvægt er að góð samvinna sé með þeim þjóðum sem nýta sameiginlega fiskistofna svo veiðum sé stillt í hóf. Ekki þarf að taka fram að hófleg sókn og ábyrg nýting allra fiskstofna er augljóslega hagkvæm fyrir sjávarútveginn, en er einnig kall tímans, þar sem neytendur um allan heim gera kröfur um að afurðir úr sjó komi úr sjálfbærum veiðum. Síðustu árin hafa aðilar í sjávarútvegi á Íslandi ásamt stjórnvöldum komið á legg formlegri umhverfismerkingu og vottunarkerfi fyrir fiskistofna á Íslandsmiðum undir merki ábyrgra fiskveiða (Iceland – Responsible Fisheries, mynd 29), en ýmis önnur vottunarmerki um sjálfbærar veiðar eru á alþjóðlegum markaði. Sem fyrr er fiskeldi mikið í deiglunni á Íslandi. Í ljósi þess hve fiskistofnar heims eru takmarkaðir að stærð og með tilliti til mikillar þróunar í fiskeldi í heiminum til að anna eftirspurn eftir fiskmeti, má e.t.v. álykta að þar liggi mikilvægir vaxtarmöguleikar í sjávarútvegi hér á landi. Stórfelld laxeldisuppbygging á sér nú stað, bleikjueldi í smáum stíl hefur verið að dafna vel og tilraunaeldi á þorski og fleiri tegundum stendur yfir. Ekki er á þessari stundu ljóst hversu hratt fiskeldi mun vaxa hér á landi næstu árin, en mikilvægt er að fara að gát og byggja á fyrirliggjandi þekkingu og reynslu. Einnig er forsenda þess að hér geti vel til tekist að unnið verði markvisst þróunar- og rannsóknarstarf svo sem á sviði kynbóta og eldistækni.


30 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Nokkrar heimildir Allar myndir í þessari grein eru unnar á grundvelli gagna og/eða birtra skýrslna Hafrannsóknastofnunarinnar nema að annað sé tekið fram í texta myndar.

Jóhann Sigurjónsson. 2007. Vistkerfis­ nálgun við stjórn fiskveiða: Breyttar áherslur í haf- og fiskirannnsóknum. Hafrannsóknir Fjölrit nr 130: 18-20.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið: http://www.atvinnuvegaraduneyti.is/. Sjá líka upplýsingavef ráðuneytisins um sjávarútveg og fiskveiðar http://www.fisheries.is/

Jóhann Sigurjónsson. 2007. Frá fiskileit til vistkerfisnálgunar við stjórn fiskveiða – breyttar áherslur í haf- og fiskirannsóknum. Ægir 100(3): 38-42.

Ástþór Gíslason. 2002. „Hvers vegna eru ein auðugustu fiskimið jarðarinnar í kringum Ísland?“. Vísindavefurinn 25.11.2002. Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. 2006. Íslenskir fiskar. Vaka-Helgafell, Reykjavík, 334 bls.

Jón Þ. Þór. Saga sjávarútvegs á Íslandi, 1 – 3 bindi, Akureyri, 2002, 2003, 2005. Karl Gunnarsson, Gunnar Jónsson og Ólafur Karvel Pálsson. 1998. Sjávarnytjar við Ísland. Mál og Menning (í samvinnu við Hafrannsóknastofnunina), 282 bls.

Hafrannsóknastofnunin, heimasíða: www. hafro.is.

Kristinn Guðmundsson. 2011. Rannsóknir á frumframleiðslu svifþörunga í hafinu umhverfis Ísland, fyrr og nú. Hafrannsóknir Fjölrit nr 158: 47-52.

Hafrannsóknastofnunin. 2012. Þættir úr vistfræði sjávar 2011. Hafrannsóknastofnun Fjölrit nr 162: 9-20.

Ólafur S. Ástþórsson. 2008. Veðurfar og lífríki sjávar á Íslandsmiðum. Hafrannsóknastofnun Fjölrit nr 139: 29-34.

Hafrannsóknastofnunin. 2012. Nytjastofnar sjávar 2011/2012. Aflahorfur fiskveiðiárið 2012/2013. Hafrannsóknastofnun Fjölrit nr 88, 186 bls.

Ólafur K. Pálsson, Sveinn Sveinbjörnsson, Héðinn Valdimarsson, Ástþór Gíslason og Hjálmar Vilhjálmsson. 2012. Lífshættir loðnu í Íslandshafi. Hafrannsóknir Fjölrit nr 164: 119-134.

Hagstofa Íslands, heimasíða: www.hagstofan.is. Halldór Björnsson, Árný E. Sveinbjörnsdóttir, Anna K. Daníelsdóttir, Árni Snorrason, Bjarni D. Sigurðsson, Einar Sveinbjörnsson, Gísli Viggósson, Jóhann Sigurjónsson, Snorri Baldursson, Sólveig Þorvaldsdóttir og Trausti Jónsson. 2008. Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi – Skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar. Umhverfisráðuneytið, 118 bls. Héðinn Valdimarsson, Höskuldur Björnsson og Kristinn Guðmundsson. 2005. Breytingar á ástandi sjávar við Ísland og áhrif þeirra á lífríkið. Hafrannsóknastofnunin Fjölrit 116: 23-28. Iceland-Responsible Fisheries, heimasíða: www.responsiblefisheries.is/. ICES (Alþjóða hafrannsóknaráðið), heimasíða: http://www.ices.dk/fish/ CATChSTATISTICS.asp. Jóhann Sigurjónsson. 2003. Breytingar á ástandi sjávar og afrakstur fiskistofna: Hvað getum við lært af reynslunni ? Fiskifréttir, 19. des. 2003, 38-43.

Sigfús A. Schopka. 1992. Þorskur. Námsgagnastofnun-Hafrannsóknastofnunin, 14 bls. Sigurður Snævarr. 1993. Haglýsing Íslands. Heimskringla Háskólaforlag Máls og Menningar, 505 bls. Sjávarútvegsklasinn, 2012. http://www. sjavarklasinn.is/klasarnir/fiskeldi/. Sjávarútvegsráðuneytið, heimasíða: http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/ Steinunn Hilma Ólafsdóttir og Julian Mariano Burgos. 2012. Friðun kóralsvæða við Ísland og í Norður Atlantshafi. Hafrannsóknir Fjölrit nr 163: 30-35. Svend-Aage Malmberg. 1992. Sjórinn og miðin. Námsgagnastofnun-Hafrannsóknastofnunin, 6 bls. Unnsteinn Stefánsson. 1994. Haffræði II. Háskólaútgáfan, Reykjavík. 541 bls.


Sjávarútvegur | 31


32 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

akraborg ehf.

A

www.akraborg.is

kraborg ehf. var stofnað á Akranesi sumarið 1993, þá undir nafninu Jón Þorsteinsson ehf. af Jóni Þorsteinssyni, föður hans Þorsteini Jónssyni og eiginkonum þeirra beggja. Tilgangurinn var framleiðsla á hágæða niðursoðinni þorskalifur til útflutnings. Starfsemin hófst í 250m2 húsnæði við Ægisbraut þar sem sett voru upp einföld tæki til niðursuðu sem keypt voru víðsvegar um landið. Framleiðsla á niðursoðinni þorskalifur hófst nokkrum mánuðum síðar, í febrúar 1994, með hráefni frá Valafelli í Ólafsvík. Var það upphafið að afar farsælum viðskiptum fyrirtækisins við útgerðir og fiskvinnslur á Snæfellsnesi. Fyrstu afurðirnar voru seldar til Kanada og Ísraels gegnum útflutningsfyrirtækið Triton í Reykjavík. Salan jókst og framleiðslan að sama skapi. Tekin var skóflustunga að nýju verksmiðjuhúsnæði að Kalmannsvöllum 6 þann 24. mars árið 1997 en starfsemin var flutt þangað af Ægisbrautinni þá um haustið. Húsið var 447 m2 verksmiðja ásamt húsi undir gufuketil. Hluti hússins er á tveimur hæðum og er efri hæð nýtt undir skrifstofur og kaffistofu. Með sífellt stækkandi starfsemi var bætt við húsnæðið öðrum 130 m2 ári seinna.

Einar Víglundsson verksmiðjustjóri.

Á næstu árum átti Jón Þorsteinsson farsælt samstarf m.a. við Lýsi og Þorbjörn Fiskanes sem bæði gerðust hluthafar í fyrirtækinu. Framleiðsla hófst á ýmsum vörum til niðursuðu, s.s. kúffiski, rækju, hörpuskel, þorskasvilum og einni vinsælustu vöru fyrirtækisins, þorsklifrarpaté. Árið 2003 keypti danska framleiðslufyrirtækið Bornholms ráðandi hlut í fyrirtækinu. Bornholms hafði verið leiðandi í framleiðslu og sölu á þorskalifur í Evrópu og hafði leitað leiða til auka við starfsemi sína og tryggja sér aukna framleiðslugetu. Eftir farsæl viðskipti við Jón Þorsteinsson ákvað Bornholms að kaupa stóran hlut í verksmiðjunni á Íslandi.

Niðursoðin þorsklifur fyrir franskan markað.

Framleiðsla Akraborgar fyrir innanlandsmarkað.


Sjávarútvegur | 33

Snyrtilína.

Árið 2005 var enn komið að þolmörkum sístækkandi starfsemi og var verksmiðjuhúsnæðið tvöfaldað. Var viðbyggingin notuð sem lagerhús og pökkunarsalur og var fullkomin sjálfvirk pökkunarlína keypt til landsins. Með nýrri pökkunarlínu var útskipunarhraði aukinn og stórt skref stigið í átt að nútímavæðingu framleiðslunnar. Ári seinna seldu Jón Þorsteinsson og fjölskylda hluti sína útflutningsfyrirtækinu Triton, litlu fjölskyldufyrirtæki í Reykjavík. Triton hafði selt fyrstu framleiðslu Jóns og samstarfið því langt og farsælt. Á árunum 2007-2009 gekk fyrirtækið gegnum mikið endurnýjunarferli þar sem húsnæði og starfsaðstaða voru uppfærð og breytt til muna. Með hjálp góðra fyrirtækja á Skaganum voru hannaðar og smíðaðar nýjar vinnslulínur sem skiluðu mikilli aukningu í afköstum og nýtingu. Á sama tíma var stór hluti vélbúnaðar endurnýjaður. Í tilefni þessarar endurnýjunar og andlitslyftingar, ef svo má segja, hlaut fyrirtækið nýtt nafn og merki, Akraborg. Nýja nafnið var tekið í notkun í árslok 2009. Hjá Akraborg starfa nú um 40 manns og nemur heildarframleiðsla fyrirtækisins um 11 milljónum dósa á ári. Akraborg kaupir hágæðahráefni af mörgum öflugustu og framsæknustu fiskvinnslum og útgerðum landsins en birgjarnir dreifast vítt og breitt um landið. Ávallt hefur verið lögð rík áhersla á gæðamál innan fyrirtækisins og hefur verið kappkostað að uppfylla kröfur kaupenda um gæðastaðla og styrkja þar með samkeppnisstöðu á alþjóðlegum mörkuðum. Árið 2011 voru stigin tvö stór skref í þeim málum þegar Akraborg fékk bæði MSC-vottun (vottun um nýtingu úr sjálfbærum stofnum) og IFS- vottun (leiðandi gæðastaðall stærstu smásöluaðila í Evrópu)


34 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

auðbjörg ehf.

A

uðbjörg ehf. var stofnað 1970 og hefur frá upphafi einbeitt sér að rekstri útgerðar og að framleiða saltfisk. Einar Sigurðsson skipstjóri keypti sig inn í fyrirtækið 1974 ásamt Bjarna Baldurssyni vélstjóra. Þriðji eigandinn með þeim var Árni Hermannsson, sem hafði verið einn af upprunalegu stofnendum fyrirtækisins. Breytingar hafa orðið í eigendahópnum síðan því árið 1981 hætti Árni Hermannsson í fyrirtækinu og árið 1987 hætti Bjarni Baldursson einnig. Einar Sigurðsson og fjölskylda hafa því átt og rekið fyrirtækið síðan 1987. Í fyrstu var eitt skip í rekstri, Arnar ÁR-55 og saltfiskvinnsla hófst árið 1981. Síðan þá hefur bæst við skipaflotann og kvóti hefur verið keyptur til að auka slagkraftinn. Í desember árið 2007 var fyrirtækið Atlantshumar ehf. keypt og því fylgdi eitt skip og humarkvóti sem og gott fiskvinnsluhúsnæði og vélar. Atlantshumar sameinast svo frá árinu 2012 inn í Auðbjörgu ehf.

Ljósmynd: Örn Einarsson.

Í dag eru 4 skip í eigu Auðbjargar. Það eru Arnar ÁR-55 (236 brl.) sem er á dragnótaveiðum og frystir m.a. kola um borð. Arnarberg ÁR-150 (158,1 brl.) sem gert er út á línu með beitningavél. Skálafell ÁR-50 (148,9 brl.) sem gert er út á humar- og netaveiðar. Ársæll ÁR-66 (196,9 brl.) sem gert er út á humar- og netaveiðar.

Arnar ÁR-55.


Ljósmynd: Örn Einarsson.

Sjávarútvegur | 35

Arnarberg ÁR-150.

Ljósmynd: Hallgrímur Erlendsson.

Fyrirtækið er nú rekið með þessa fjóra báta ásamt fiskverkun og frystihúsi. Hjá fyrirtækinu starfa á bilinu 70-120 manns til sjós og lands, en fjöldinn er mestur yfir humarvertíðina.

Ljósmynd: Sigurgeir Jónasson.

Ársæll ÁR-66.

Skálafell ÁR-50.


36 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

sjávarlíftæknisetrið biopol ehf. www.biopol.is

Í stjórn félagsins eru: Adolf H. Berndsen formaður Hjörleifur Einarsson Steindór R. Haraldsson Sigríður Gestsdóttir Magnús B. Jónsson

S

jávarlíftæknisetrið BioPol ehf. var stofnað þann 5. júlí 2007 en hóf formlega starfsemi þann 1. september 2007.

Forsaga Sveitarfélagið Skagaströnd stofnaði sjávarlíftæknifyrirtækið BioPol í framhaldi af undirbúnings- og stefnumótunarvinnu sem unnin var í samstarfi við Hjörleif Einarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Stofnfé BioPol ehf. er 7.000.000 kr. og var sveitarfélagið eini hluthafinn. Halldór Gunnar Ólafsson sjávarútvegsfræðingur var ráðinn sem framkvæmdastjóri BioPol ehf. Á fyrstu misserum voru undirritaðir samstarfssamningar við Háskólann á Akureyri og Scottish Association for Marine Science SAMS sem hafa styrkt mjög fræðilegan grunn félagsins.

Markmið og stefna Kjarnastarfsemi setursins byggist á rannsóknum á lífríki Húnaflóa. Markmið rannsóknanna eiga m.a. beinast að möguleikum á nýtingu sjávarfangs sem ekki hefur haft skilgreind not eða eiginleikar ekki verið þekktir. Einnig er rannsóknastarfinu ætlað að beinst að umhverfisvöktun með sérstaka áherslu á að fylgjast með breytingum á lífríkinu, áhrifavöldum og afleiðingum. Við rannsóknir á vettvangi sjávarlíftækni verði lögð áhersla á að kortleggja þau verðmæti sem þekkt eru ásamt því að leita nýrra verðmæta, nýsköpunar og nýrra möguleika til verðmætasköpunar úr sjávarfangi. Frá undirritun samstarfssamnings í Skotlandi.

Væntanlegur ávinningur og framtíðarsýn Við stofnun félagsins var horft til þess að ávinningur með rekstri BioPol yrði margvíslegur. Þess er vænst að BioPol muni á næstu árum ná að byggja upp nauðsynlega þekkingu og færni til að fyrirtæki og sjóðir telji fýsilegt að fjárfesta enn frekar í rannsóknum og þróun á sviði líftækni. Þá er þess vænst að niðurstöður verkefna setursins „leiti út á markað“ og að í framhaldinu myndist sprotafyrirtæki í tengslum við setrið sem hefji framleiðslu á ýmsum vörum til neytenda eða til áframhaldandi vinnslu. Þannig er þess vænst að setrið leggi sitt af mörkum til að tryggja forystu Íslands á nýtingu verðmæta úr sjó og sjávarfangi.

Mannauður og starfsmannafjöldi Í byrjun árs 2012 voru starfsmenn Sjávarlíftæknisetursins BioPol ehf. á Skagaströnd átta í 7,8 stöðugildum. Halldór Gunnar Ólafsson sjávarútvegsfræðingur, Jacob Kasper líffræðingur, Bjarni Jónasson M.Sc. í fiskeldisfræðum, Linda Kristjánsdóttir rannsóknamaður, Sarah Nebel líffræðingur, Bjarni Jónsson fiskifræðingur, Svana Lára Hauksdóttir umhverfisfræðingur og dr. Magnús Örn Stefánsson stofnerfðafræðingur. Einnig hafa háskólanemar frá hinum ýmsu háskólum tengst verkefnum setursins ýmist sem sumarstarfsmenn eða í gegnum einstaka verkefni sem tengst hafa námi viðkomandi. Sjö af átta núverandi starfsmönnum eru með háskólagráðu.

Aðsetur Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf. rekur stafsemi sína á tveimur stöðum á Skagaströnd. Félagið leigir aðstöðu fyrir skrifstofuhald að Einbúastíg 2 en rannsóknastofur félagsins eru að Einbúastíg 1. Félagið leigir aðstöðuna en hefur staðið straum af kostnaði við breyt-


Sjávarútvegur | 37

Halldór G. Ólafsson framkvæmdastjóri við rannsóknastörf.

ingar á innréttingum og kaupum á rannsóknatækjum. Rannsóknastofurnar voru teknar í notkun í byrjun árs 2010 en áður hafði félagið notað aðstöðu hjá fiskmarkaðnum Örva ehf.

Fjármögnun, rekstur og veltutölur Frá upphafi hefur BioPol ehf. fjármagnað rekstur sinn með styrkjum úr opinberum samkeppnissjóðum ásamt því að vera á fjárlögum allt frá upphafi. Mikilvægustu sjóðirnir eru Verkefnasjóður sjávarútvegsins á samkeppnissviði og AVS sjóðurinn. Einnig hefur félagið tengst Evrópuverkefnum, m.a. í gegnum tengsl sín við SAMS í Skotlandi.

Starfsemi og helstu samstarfsaðilar Frá upphafi hefur starfsemi BioPol ehf. snúið að rannsóknum á lífríki sjávar. Félagið hefur tekið þátt í fjöldamörgum rannsóknaverkefnum í samstarfi rannsóknastofnanir á Íslandi og erlendis. Má þar nefna umfangsmiklar rannsóknir á hrognkelsum, rannsóknir á útbreiðslu skötusels og fæðunám hans á nýjum búsvæðum, úttekt á ástandi hörpudisks og veiðanleika beitukóngs í Húnaflóa. Einnig hafa verið framkvæmdar rannsóknir á fæðunámi sela og jafnframt hefur starfsfólk BioPol ehf. tekið þátt í talningum á landsel og útsel. Félagið hefur jafnframt tengst verkefnum sem snúa að kræklingarækt. Fylgst hefur verið með fjölda og tegundum eitraðra svifþörunga í Miðfirði og fyrir utan Skagaströnd ásamt því að fylgjast með fjölda og stærð kræklingalirfa í sjó. Einnig hefur félagið skoðað nýtingarmöguleika skjótvirkra aðferða við mælingar á þörungaeitri. Unnið er að verkefni sem snýr að rannsókn á bandormssýkingu í ufsa á Íslandsmiðum og jafnframt verkefni sem á að rannsaka hugsanleg áhrif dragnótar á lífríki á og við sjávarbotn. Hjá BioPol ehf. er jafnframt búið að einangra 40 stofna af tegund smáþörunga sem eru meðal frumframleiðenda á fitusýrum í hafinu. Gert er ráð fyrir að í framtíðinni verið hægt að hagnýta lífverurnar til lýsisframleiðslu með sjálfbærum hætti. Helstu samstarfsaðilar BioPol ehf. hafa verið: Háskólinn á Akureyri, Hafrannsóknastofnun, Veiðimálastofnun, Tilraunastöð Háskóla Íslands í Meinafræðum að Keldum, Vör Sjávarrannsóknasetur við Breiðafjörð, Matís ohf., Hringormanefnd, Erlingur Hauksson, Landssamband smábátaeigenda, Náttúrufræðistofnun Íslands, Skelrækt, Náttúrustofa Vestfjarða, SAMS í Skotlandi og Havstofan í Færeyjum. Einnig hafa flest verkefni félagsins verið unnin í mjög góðu samstarfi við sjómenn um land allt.

Sarah Nebel við eiturmælingar.


38 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

blakknes ehf.

Ljósmyndir: Ágúst Svavar Hrólfsson.

B

Áhöfn á sjó og í landi ásamt eigendum. Myndin er tekin eftir síðasta róður fiskveiðiárið 2011/2012 og fiskaði Einar Hálfdáns 1.406.768 kg á fiskveiðiárinu.

lakknes ehf. er í Bolungarvík en var stofnað árið 2003 á Patreksfirði. Félagið var keypt af núverandi eigendum til Bolungarvíkur 2005. Með félaginu fylgdi í kaupunum 22 tonn af þorskkvóta. Þann 3.11.2006 kaupir Blakknes ehf. lítinn bát. Ásdísi ÍS, og er hún gerð út sumarið 2007 á færi og síðan seld vorið 2008. Sumarið 2007 var leigður til félagsins annar bátur, Auður, sem róið var á línu. Árið 2008 var nýr bátur, Einar Hálfdáns ÍS-11, sk.sk.nr. 2557, keyptur og gerður út á línu til loka október 2009 og er þá seldur, en þá fékk félagið afhenta nýsmíði, Einar Hálfdáns ÍS-11, sk.sk.nr. 2790, sem smíðaður var hjá Trefjum ehf. í Hafnarfirði. Samhliða útgerð á heilsársbátnum Einari Hálfdánssyni ÍS-11 er gerður út strandveiðibátur sumarið 2009 og 2010. Fyrra árið er það Ásdís sem keypt var 2009 og seld 2010 og sumarið 2010 er það Albatros ÍS-111, sk.sk. nr. 2519, sem tekinn var upp í við sölu Einars Hálfdáns ÍS-11, sk.sk.nr. 2557. Í dag hefur Blakknes ehf. afnotarétt af 685 tonna aflaheimildum í þorskígildum talið. Blakknes ehf. og tengd félög, gera í dag út tvo báta Einar Hálfdáns ÍS-11 og Albatros ÍS111. Einar Hálfdáns er dagróðrabátur sem veiðir á línu en Albatros var keyptur til strandog handfæraveiða og hefur verið nýttur sem slíkur undanfarin ár. Vorið 2012 var tekin í notkun ný beitningaraðstaða þar sem umhverfi og vinnuaðstæður beitingarfólks breyttust mikið til batnaðar auk þess sem balaburður sjómanna í upphafi sjóferðar, heyrir nú sögunni til (mynd). Blakknes ehf. hefur að mestu selt afla sinn á fiskmarkað og til Fiskvinnslu Jakobs Valgeirs ehf., en einnig hefur verið reynt fyrir sér með beinan útflutning Blakknes ehf. keypti árið 2009 húsnæði við Árbæjarkant 3 í Bolungarvík. Húsnæði þetta er að stórum hluta leigt undir Fiskmarkað Suðureyrar og Bolungarvíkur auk þess sem ný beitningaraðstaða útgerðarinnar var færð þar inn vorið 2012. Eigendur Blakkness ehf. eru tveir, Guðmundur og Jón Einarssynir. Þeir hafa allt sitt líf tengst sjónum og sjómennsku á einn eða annan hátt. Guðmundur var stýrimaður, skipstjóri á togurum og bátum til margra ára með mikla og góða reynslu. Jón var sjómaður, beitningamaður og starfaði í frystihúsi í sumarvinnu á námsárum sínum en hefur starfað sem endurskoðandi í aldarfjórðung.

Nýi beitningaskúrinn.

Eigendurnir Guðmundur Einarsson skipstjóri og Jón Þorgeir Einarsson endurskoðandi eru jafnframt stjórnendur félagsins. Skipstjórar eru Pétur Jónsson og Einar Guðmundsson en á Einari Hálfdáns starfa fjórir fastráðnir sjómenn, en í gangi eru frískipti, þar sem tveir eru á sjó og tveir í landi. Í beitningu er Hrólfur, bróðir Guðmundar og Jóns, landformaður sem hefur yfirumsjón með allri þeirri starfsemi sem þar fer fram. Hrólfur býr yfir 40 ára reynslu í öllu sem viðkemur beitningu. Undir hans umsjón starfa 6 manns. Markmið félagsins er að stunda vistvænar fiskveiðar, til að afla tekna sjálfum sér, starfsfólkinu og samfélaginu til góðs. Til að það sé mögulegt þarf félagið að hafa afnotarétt af aflaheimildum sem duga Einari Hálfdáns ÍS-11 út fiskveiðiárið. Félagið hefur á síðustu árum fjárfest mikið í aflaheimildum og í dag hefur félagið yfir að ráða aflaheimildum sem duga fyrir ¾ hluta veiði bátsins.

Albatros ÍS-111.

Útgerð Einars Hálfdáns ÍS-11 hefur gengið vonum framar. Það stefnir í að þegar báturinn verður þriggja ára í lok október 2012 verði afli hans kominn yfir rúmlega 4 þús. tonn. Árleg velta félagsins um 400 millj. kr.


Sjávarútvegur | 39

H

borgarhöfði ehf.

jónin Henning Jóhannesson og Guðrún Gísladóttir hófu saman útgerð á Hjalteyri árið 1970. Þau eignuðust nýjan bát og gerðu út í nokkur ár með saltfiskvinnslu að aðaltakmarki. Árið 1985 fluttu þau norður í Grímsey og hófu að gera út þaðan og gera enn með góðum árangri. Upp úr 1994-95 komu sonur þeirra, Jóhannes Henningsson og tengdadóttir, Ída Jónsdóttir, inn í fyrirtækið með þeim og taka nú fullan þátt í rekstrinum. Jóhannes byrjaði sem sjómaður hjá foreldrum sínum 16 ára að aldri og gerði einnig sjálfur út bát í nokkur ár. Jóhannes og Ída áttu útgerð sem sameinuð var við Borgarhöfða árið 2006. Borgarhöfði hefur í dag yfir að ráða kvóta sem nemur 540 þorskígildistonnum og sótt er á sjóinn á tveimur 15 tonna bátum. Það eru Gyða Jónsdóttir EA og Björn EA. Þá eru eftir ónefndir smábátarnir tveir Gísli Bátur EA 208 og Gauja EA 118. Annar þeirra er gerður út á strandveiðar. Fjölskyldan rekur Fiskmarkað Grímseyjar en þar landar Borgarhöfði ehf. öllum afla bátanna og þar er aflinn slægður og seldur á uppboði. Að jafnaði eru 12 manns í vinnu við veiðar og fiskvinnslu allt árið um kring hjá Borgarhöfða í Grímsey, ýmist á sjó eða við uppstokkun á línu. Heildaraflinn er í kringum 800 tonn upp úr sjó (óslægður). Allur afli er veiddur á línu og færi en að auki eru lögð grásleppunet að vori þegar gæftir eru.

Gyða Jónsdóttir EA-20.

Björn EA-220 er plastbátur af gerðinni Cleopatra.


40 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

brim hf.

B

www.brimhf.is

rim hf. er stofnað 1998 þá sem Útgerðarfélagið Tjaldur ehf. þegar þeir feðgar, Kristján Guðmundsson, Hjálmar Kristjánsson og Guðmundur Kristjánsson, skiptu upp rekstrinum á Rifi. Guðmundur var þá fluttur til Reykjavíkur og tók alfarið við rekstri Útgerðarfélagsins Tjalds ehf. Upphaflega var félagið til húsa að Tryggvagötu 11 í Reykjavík en flutti höfuðstöðvarnar í gamla Bakarí Jóns Sím við Bræðraborgarstíg 16 í lok árs 2007. Árið 2005 var nafni Útgerðarfélagsins Tjalds ehf. breytt í Brim hf. Áður gerði félagið út einn línubát, Tjald SH-270. Báturinn stundaði línuveiðar og landaði aflanum ýmist ferskum á fiskmarkaði og frystum afurðum á erlenda markaði. Starfsmenn félagsins voru í upphafi um 20. Árið 2001 hóf félagið togararekstur og gerði út tvo rækjufrystitogara, Eldborg RE og Orra ÍS og línubátinn Tjald SH-270. Erfiður rekstur var í rækjuútgerð á þessum árum og hætti félagið rekstri rækjuskipanna á árunum 2002 til 2003. Frystitogarinn Guðmundur í Nesi RE-13 var keyptur til landsins í ársbyrjun 2004 frá Færeyjum. Togarinn hefur nær eingöngu stundað grálúðuveiðar við Ísland.

Guðmundur Kristjánsson forstjóri.

Á þessum árum lagði félagið aðaláherslu á grálúðuveiði á djúpslóð, með línuveiðum, togveiðum og netaveiðum. Ýmsar ástæður voru fyrir því að fyrirtækið varð að hætta línuveiðum á grálúðu, meðal annars sú að búrhvalurinn komst á lag með að éta grálúðuna af línunni þegar verið var að draga hana af miklu dýpi. Í framhaldi af því fór Tjaldur SH á grálúðuveiðar með net og var það í fyrsta skipti sem þær veiðar voru stundaðar við landið. Í janúar 2004 keypti félagið í samvinnu við KG fiskverkun á Rifi og Útgerðarfélag Akureyringa af Eimskip hf. Í upphafi var rekstur ÚA sjálfstæður á Akureyri en á árinu 2005 var ÚA sameinað inn í Brim hf. Í framhaldi var Brim með víðtæka starfsemi í sjávarútvegi um allt land og gerði út frystitogarana Guðmund í Nesi RE-13, Sléttbak EA-4, línu- og netabátinn Tjald SH 270, ferskfisktogarana Harðbak EA-3, Kaldbak EA-1, Árbak EA-5,

Húsnæði Brims að Bræðaborgarstíg 16.


Sjávarútvegur | 41

Brimnes RE-27.

Sólbak EA-7 og snurvoðarbátinn Sólborg RE-270. Í lok árs 2007 bættist í flotann einn tæknivæddasti frystitogari landsins, Brimnes RE-27. En á þessum árum rak fyrirtækið fullkomna fiskvinnslu á Akureyri og í Grenivík og var auk þess með tilraunaþorskeldi í Eyjafirði jafnt í eldisþorski og áframeldi á villtum þorski. Loks var dótturfélag Brims, Laugafiskur, með öfluga fiskþurrkun á Laugum í Þingeyjarsýslu og á Akranesi. Árið 2005 störfuðu tæplega 400 manns hjá fyrirtækinu og félagið hafði aflaheimildir sem námu um 25.000 þorskígildum í hinum ýmsu fisktegundum. Á síðasta ári, eða árið 2011, seldi Brim fiskvinnslu félagsins á Akureyri og fiskþurrkun á Laugum til dótturfélags Samherja hf. Einnig voru ísfiskstogararnir Sólbakur og Árbakur og töluverðar aflaheimildir seldar líka.

Guðmundur í Nesi RE-13.


42 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Um borð í Guðmundi í Nesi RE-13. Ísjaki í augsýn.

Um þessar mundir gerir fyrirtækið út 3 frystitogara, Brimnes RE-27, Guðmund í Nesi RE-13, Kleifaberg RE-7 og dragnótarbátinn Sólborg RE-270. Í upphafi árs 2012 starfa 150 manns hjá Brimi hf. Í september 2012 kaupir Brim frystitogarann Esperanza del Sur (ex Skalaberg) til veiða í Norður-Atlantshafi. Eitt af aðalstefnumálum Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda og forstjóra Brims hf. á síðustu árum, hefur verið að einfalda samskiptaleiðir sjómanna og útgerðarmanna. Í þeirri baráttu hafa komið upp harðvítugar deilur við stéttarfélög og hinar ýmsu launþegahreyfingar landsins. Sólbaksdeilan sem kom upp haustið 2004 endurspeglaði þessi átök mjög vel. Verkföll og miklar deilur höfðu verið mjög algeng hjá sjómönnum og útgerðarmönnum og hafa valdið bæði sjómönnum og útgerðinni á Íslandi miklum skaða. Til að leysa þennan hnút er það skoðun og trú Guðmundar að útgerðarmenn verði að vera í nánara sambandi við sjómenn sína þannig að útgerðin og sjómennirnir geti aðlagað sig fljótt og vel að breyttum aðstæðum á hverjum tíma, til hagsbóta fyrir báða aðila. Stéttarfélög og hagsmunasamtök gætu þannig beitt sér frekar í ráðgjafahlutverki bæði við sjómenn og útgerðir og sinnt stærri stefnumálum og hagsmunamálum eins og lífeyrismálum og tryggingamálum svo nokkuð sé nefnt. Það hefur ætíð verið stefna Brims og Guðmundar að skip félagsins séu sem nýjust og búin bestu tækni sem völ er á á hverjum tíma og séu jafnframt traust og örugg í rekstri. Skipin verða að geta svarað kröfum nútímans um hagkvæman rekstur, gæði hráefnis, aðbúnað sjómanna og kröfur samtímans um umhverfismál. Umhverfismál og gott starfsfólk skipa mikilvægan sess í stefnu Brims hf.


Sjávarútvegur | 43

Kleifaberg RE-7.

Sólborg RE-270.

Skálaberg.


44 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

danica sjávarafurðir ehf. www.danica.is

D

Jan B. Thomsen framkvæmdastjóri.

Starfsstöð Danica að Suðurgötu 10.

anica sjávarafurðir ehf. var stofnað í Reykjavík árið 1993 af hjónunum Jan Bernstorff Thomsen og Laufeyju Jóhannsdóttur. Í upphafi voru viðskipti með ferskar sjávarafurðir í flugi til Danmerkur. Á umliðnum árum hefur fyrirtækið verið í stöðugum vexti og eru viðskiptaaðilar beggja vegna Atlantshafsins. Helstu viðskiptalönd nú eru Bretland, Holland, Þýskaland, Írland, Sviss, Frakkland og Bandaríkin. Flutningaleiðir félagsins eru fyrst og fremst í flugi í samstarfi við Icelandair Cargo, Bluebird Cargo og Cargo Express. Einnig er fiskur sendur sjóðleiðina í samstarfi við Samskip og Eimskip. Félagið hefur verið þátttakandi í að þróa gæðamerki fyrir íslenskar sjávarafurðir um ábyrgar fiskveiðar og nýtingu sjávarafurða sem á ensku nefnist, „Responsible Fisheries“ Þetta er að mati fyrirtækisins lykillinn að erlendum mörkuðum í framtíðinni. Það er skylda okkar Íslendinga að umgangast þessa matarkistu með varúð og virðingu. Þegar flestir Íslendingar eru enn í fasta svefni hefja starfmenn félagsins störf við að þjónusta markaði víðs vegar um Evrópu og undirbúa sendingar flugleiðis. Markmið félagsins er að afhenda ferskan fisk á sem skemmstum tíma til neytenda. Sökum hnattstöðu Íslands mitt á milli Evrópu og Ameríku svo og öflugra tengileiða milli þessara staða hefur félaginu tekist að standa við sett markmið. Góð samvinna við framleiðendur er lykillinn að frábæru hráefni. Framleiðendur eru dreifðir vítt og breitt um landið en hafa það sameiginlega markmið með fyrirtækinu að gæði og ferskleiki er hafður í fyrirrúmi. Allur fiskur sem fluttur er úr landi í nafni Danica sjávarafurða ehf. er fullunninn hér á landi. Má ætla að hundruð manna hafi atvinnu af því að þjónusta félagið. Danica sjávarafurðir ehf. er í Suðurgötu 10, 101 Reykjavík, í hjarta Reykjavíkur. Félagið flutti í núverandi húsnæði um vorið 2009 en var áður á Laugavegi 44. Þegar félagið byrjaði starfsemi var skrifstofan í Hafnarstræti 15 í Reykjavík og var þar til ársins 2001 er fest var kaup á húsnæði að Laugavegi 44. Má því segja að stjórnendur félagsins hafi haft það að markmiði að efla atvinnustarfsemi í miðborginni. Núverandi húsnæði var byggt árið 1896 og býr yfir góðum anda og tilheyrir sögu um uppbyggingu Reykjavíkur. Starfsmenn félagsins eru sjö.


Sjávarútvegur | 45

jávarútvegur hefur lengi verið stærsta og arðbærasta atvinnugreinin í Bolungarvík líkt og í fleiri bæjum á landsbyggðinni. Slíkum bæjum er afar mikilvægt að eiga sterk og stöndug fyrirtæki sem aukið geta verðmæti aflans með því að verka hann og selja áfram til kaupmanna eða neytenda. Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar er eitt slíkra fyrirtækja og skipar því mikilvægan sess í atvinnulífi bæjarins. Árið 2004 keyptu Karl Ágúst Gunnarsson og Ólafur Þór Benediktsson meirihluta í fyrirtækinu Amstur ehf. sem þá var með uppboðsmarkað á Suðureyri. Þeir víkkuðu starfsemina til Bolungarvíkur og störfuðu eftir það undir merkjum Fiskmarkaðs Bolungarvíkur og Suðureyrar. Fyrirtækið tekur á móti afla í Bolungarvík, á Suðureyri og á Ísafirði og verkar hann sjálft í Bolungarvík, en á Ísafirði sér fyrirtækið Stál og hnífur um þá þjónustu. Allur verkaður afli er síðan seldur frá höfuðstöðvunum í Bolungarvík. Fyrstu árin voru höfuðstöðvar fyrirtækisins að Hafnargötu 12 í Bolungarvík en á vormánuðum 2010 fluttist starfsemin um set að Árbæjarkanti 3. Flutningurinn auðveldaði reksturinn til muna þar sem skrifstofurnar og verkunin eru nú undir sama þaki. Hjá fyrirtækinu starfa tíu manns, einn á Suðureyri og níu í Bolungarvík. Stjórn fyrirtækisins er þannig skipuð: Stjórnarformaður: Hafsteinn Hörður Gunnarsson Stjórnarmaður: Karl Ágúst Gunnarsson Varamaður: Kristján Arnarson

Ljósmyndir: Baldur Smári Einarsson.

S

fiskmarkaður bolungarvíkur og suðureyrar www.fmbs.is


46 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

eskja hf.

E

www.eskja.is

skja hf., sem áður hét Hraðfrystihús Eskifjarðar, var stofnað 8. maí 1944 og var tilgangurinn með stofnun þess að skjóta stoðum undir fábreytt atvinnulíf bæjarins. Stofnendur félagsins voru nokkuð á þriðja hundrað einstaklingar og fyrirtæki á staðnum. Fyrsti framkvæmdastjóri félagsins var Leifur Björnsson. Fljótlega eftir stofnun félagsins var hafist handa við byggingu frystihúss og hófst vinnsla þar 1947. Fyrstu starfsárin fékk félagið hráefni frá bátum er stunduðu aðallega veiðar með línu frá maí á vorin og fram eftir hausti en fóru á vertíð suður með sjó á vetrum. Einnig kom töluvert hráefni af smábátum yfir sumartímann. Á seinni hluta 6. áratugarins hafði rekstur Eskju hf. gengið erfiðlega og leiddi það til þess að tveir aðilar komu með nýtt hlutafé inn í félagið árið 1960, þeir bræður Aðalsteinn og Kristinn Jónssynir, eignuðust 2/3 hlutafjár í félaginu og tóku við stjórn þess. Ingólfur Hallgrímsson, sem verið hafði framkvæmdastjóri félagsins frá 1949, lét af störfum. Aðalsteinn Jónsson tók þá við starfi forstjóra og Kristinn varð stjórnarformaður. Það er ekki ofsögum sagt að forstjóratíð Aðalsteins hafi verið tími mikillar uppbyggingar hjá fyrirtækinu þar sem kjarkur og áræði eldhugans breyttu nánast gjaldþrota félagi sem aðeins átti frystihús í fjörukambinum á Eskifirði, í eitt stærsta og öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með fjölbreytta og sterka starfsemi. Aðalsteinn gegndi forstjórastarfinu tiláramóta 2000/2001 eða alls í 40 ár sem án vafa eru mestu uppgangsár í sögu Eskifjarðar og enginn efast um að af öðrum ólöstuðum er þáttur Aðalsteins þar stærstur.

Hólmaborg SU-11.

Árið 1959 eignaðist félagið sitt fyrsta skip, Hólmanes, sem var 130 tonna stálbátur smíðaður í Noregi, og var gert út á línu- og netaveiðar, svo og á síldveiðar. Á árunum 19621970 eignaðist félagið nokkur skip að stærðinni 150-260 tonn, sem gerð voru út á línuog netaveiðar, síldveiðar og togveiðar. Árið 1970 voru skipin seld og keyptur í staðinn skuttogari frá Frakklandi sem fékk nafnið Hólmatindur, og var hann annar af 2 fyrstu skuttogurum sem komu til landsins. 1980 var honum skipt út fyrir stærri togara sem fékk sama nafn. Árið 1972 var gengið til samstarfs við Kaupfélag Héraðsbúa um kaup á öðrum skuttogara er byggður var á Spáni. Var stofnað sérstakt hlutafélag um rekstur hans, Hólmi hf. Skipið kom til landsins í ársbyrjun 1974 og fékk nafnið Hólmanes. Hvort félag fékk helming afla skipsins til vinnslu, en Eskja hf. sá um rekstur þess. Þessu félagi var skipt upp 1996 og sameinað rekstri Eskju hf. Árið 1952 var tekin í notkun hjá félaginu fiskimjölsverksmiðja fyrir fiskúrgang, en hún gat einnig unnið síld í smáum stíl. Á síðustu árum 6. áratugarins jukust síldveiðar við Norður-og Austurland til muna og 1963 var verksmiðjan stækkuð og endurbætt fyrir síldarbræðslu og var eftir það stór liður í rekstri félagsins. Árið 1966 var síðan reist ný og afkastamikil verksmiðja á nýju hafnarsvæði fyrir botni fjarðarins. Verksmiðjan hefur síðan verið endurbætt og afköst aukin, fyrst á árunum 1977-1978 og síðan árin 19941995. Var þá komið fyrir loftþurrkun á mjöli og um leið hvarf að mestu leyti mengun frá verksmiðjunni. Byggðir voru 6 tankar til geymslu á mjöli. Öll framleiðsla verksmiðjunnar í dag er hágæðamjöl sem nýtt er til fiskeldis. Afköst hennar eru 1.100 tonn á sólarhring. 1967-1968 hvarf síldin af Íslandsmiðum en fljótlega þar á eftir hófust veiðar á loðnu til bræðslu. Eftir því sem þær veiðar jukust var talið nauðsynlegt að félagið eignaðist skip til hráefnisöflunar og árið 1978 keypti félagið 780 tonna skip er fékk nafnið Jón Kjartansson SU-111. 1982 keypti félagið annað skip, 360 tonn, er fékk nafnið Guðrún Þorkelsdóttir SU-211. Þá stækkaði flotinn enn er Hólmaborg SU-11 var keypt.


Sjávarútvegur | 47

Aðalsteinn Jónsson SU-11

Á árunum 1997-1999 voru skipin endurbyggð og stækkuð í Póllandi og settar stærri vélar í Jón Kjartansson og Hólmaborg ásamt öflugum flottrollsbúnaði sem er nauðsynlegur fyrir kolmunnaveiðar sem hafa aukist mjög síðustu árin. Árið 1998 keypti félagið allt hlutafé í Útgerðarfélaginu Triton hf., sem átti bolfisk- og rækjuveiðiskipið Gest SU. Skipið heitir nú Votaberg SU-10. Triton hf. var sameinað Eskju hf. að fullu í ársbyrjun 2000. Um áramótin 2001/2002 var allt hlutafé í Útgerðarfélaginu Vísi í Sandgerði keypt. Bátur félagsins var seldur en allur kvóti sem félagið átti, um 550 þorskígildi, runnu til Eskju hf., í sameiningu félaganna. 2002 eignaðist Eskja hf. síðan 47,48% hlutafjár í Tanga hf. á Vopnafirði en hann var seldur aftur um leið og gengið var frá kaupum á öllum hlutabréfum í Hópi ehf. og Strýthóli ehf. í Grindavík. Með þeim kaupum eignast Eskja hf. umtalsverðan þorskkvóta. Á aðalfundi 2003 var samþykkt að breyta nafni félagsins úr Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. í Eskja hf. Var þetta gert til að svara kröfum um þjálla nafn til að nota í samskiptum við erlenda viðskiptaaðila og til að auka möguleika félagsins á að selja framleiðslu sína undir eigin vörumerki. Í ársbyrjun 2003 var ákveðið að selja annan skuttogara félagsins, Hólmatind og hætta starfsemi rækjuvinnslunnar. Henni var lokað í janúarlok og í framhaldi af því var hætt að gera út skipin Votaberg og Guðrúnu Þorkelsdóttur vegna kvótaleysis á þau skip. Þessar eignir, ásamt skuttogaranum Hólmanesi voru síðar lagðar inn í rækjuvinnslufyrirtækið Íshaf á Húsavík en Eskja fékk í staðinn nýlegan skuttogara, Ask, sem fékk nafnið Hólmatindur. Íshaf hf. lagðist af 2005 og í kjölfar aflaskerðingar í þorski 2007 var Hólmatindur seldur en línuskipið Hafdís SU-220 keypt í staðinn. Í ársbyrjun 2006 keypti Eskja hf. fjölveiðiskip með frystingu um borð. Skipið fékk nafnið Aðalsteinn Jónsson SU-11. Það var byggt í Noregi 2001, er 70 metra langt og 1.700 brúttórúmlestir. Þetta skip er útbúið sem vinnsluskip og getur sjófryst uppsjávarfisk, loðnu, kolmunna, makríl og síld auk þess að veiða fyrir mjöl- og lýsisvinnslu. Í dag eru aðaleigendur Eskju hf. hjónin Þorsteinn Kristjánsson og Björk Aðalsteinsdóttir. Fyrirtækið starfrækir í dag mjöl- og lýsisvinnslu, bolfiskvinnslu og fjölveiðiskipin Aðalstein Jónsson SU-11, Jón Kjartansson SU-111 og línubátinn Hafdísi SU-220. Stjórn fyrirtækisins skipa: Erna Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Kristjánsson og Einar Örn Ólafsson.

Hafdís SU-220.


48 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Fiskiðjan bylgja hf.

Ó

www.bylgja.is

lafsvík hefur löngum þjónað hlutverki sínu vel sem öflugur sjávarútvegbær með góðri hafnaraðstöðu, þar sem stutt er í fengsæl fiskimið úti fyrir Breiðafirði og á Faxaflóa. Í dag er Fiskiðjan Bylgja eitt umfangsmesta fiskvinnslufyrirtækið í bænum. Þar er unnið úr fjölbreyttri flóru sjávarafurða sem að stærstum hluta fara lausfrystar og fullunnar á búðamarkað á meginlandi Evrópu. Fyrirtækið er mjög tæknivætt og vinnur samkvæmt skýrt skilgreindum verkferlum samkvæmt vottuðu HACCP-gæðakerfi af BRC-staðli. Slíkt fyrirkomulag hefur tryggt aukna samkeppnisfærni, meiri afköst og betri nýtingu aflans í heild sinni. Hjá Fiskiðjunni Bylgju starfa í dag um 45 manns og er meðaltalsveltan á ársgrundvelli á bilinu 600-700 milljónir króna.

Söguágrip Fiskiðjan Bylgja var stofnuð árið 1977 af Ívari Baldvinssyni, tæknifræðingi frá Akureyri, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækisins til margra ára. Starfsemin tók á sig mynd inni í litlum beitningaskúr við höfnina í Ólafsvík. Þar hóf Ívar, við annan mann, að verka fisk með sérstakri áherslu á að vinna úr tegundum sem áður þóttu ekki gjaldgengar til manneldis. Nærtækt dæmi um þetta var nýting tindabikkjunnar sem var börðuð, roðrifin og snyrt og átti fljótlega eftir að hasla sér völl á skötuuhlaðborðum landsmanna á Þorláksmessu. Árið 1978 færðist rekstur Fiskiðjunnar Bylgju úr beitningarskúrnum yfir í litlu stærra hús í dalnum fyrir innan Ólafsvík. Þar fór starfsemin fram alveg til ársins 1985 þegar flutt var inn í fyrsta áfanga núverandi húsnæðis að Bankastræti 1 en gólfflötur þess var upp á 800 fm. Með stærra athafnasvæði var búið í haginn fyrir betra skipulag fyrirtækisins og með því skapaðist aukið olnbogarými fyrir aðskildar deildir móttöku, vinnslu, snyrtingar, pökkunar og frystingar. Með tilkomu fiskmarkaða átti reksturinn síðan eftir að njóta enn frekari umsvifa enda þar kominn réttur vettvangur fyrir stöðugt framboð á fjölbreyttum tegundum ferskra sjávarafurða. Árið 1995 reis 815 fm viðbygging við húsnæðið að Bankastræti 1. Þar var sett upp fullkomin aðstaða undir mjög tæknivæddan vinnslusal á meðan aðrir hlutar starfseminnar urðu eftir í eldri hlutanum. Árið 2009 bættust síðan 100 fm við húsnæðið og með því skapaðist bætt aðstaða til fiskmóttöku auk þess sem öll útiplön voru stækkuð til mikilla muna. Heildargólfflöturinn í dag er því upp á um 1.700 fm. Frá árinu 1998 hefur sonur stofnandans, Baldvin Leifur Ívarsson, gegnt starfi framkvæmdastjóra Fiskiðjunnar Bylgju. Hann fer jafnframt með 75% eignarhlut í fyrirtækinu en annar hlutur er í eigu Marine Harvest – Pieters Ltd. í Belgíu.

Þrautseigur framgangur Fiskiðjan Bylgja býr að langri vegferð sem hefur byggt upp starfsemi sína á miklu breytingaskeiði í íslenskum sjávarútvegi. Þar hefur tilkoma kvótakerfis, fiskmarkaða og almennrar samþjöppunar í greininni haft sín jákvæðu og neikvæðu áhrif. Framan af rekstrinum var mjög örðugt að afla erlendra markaða enda vann fyrirtækið töluvert að vöruþróun vannýttra tegunda. Afurðasöluhafar SH og SÍF töldu alltof mikla fjárhagslega áhættu liggja í slíkum verkefnum og því var lítinn bakstuðning að hafa úr þeirri áttinni. Af þeim sökum átti framgangur fiskiðjunnar eftir að ganga í gegnum mikla öldudali en segja má að þrjóska og þrautseigja eigenda sé drifkrafturinn sem dugað hefur fram á þennan dag.


Sjávarútvegur | 49

Fiskiðjan Bylgja, Ólafsvík.

Vinnsla og framleiðsluferill Á nýju árþúsundi hefur rekstur Fiskiðjunnar Bylgju verið í mjög föstum skorðum. Þar er í dag unnið úr um 2.800 tonnum af sjávaraafla á ársgrundvelli. Hann skiptist á milli 1516 fisktegunda en um helmingur framleiðslunnar eru afurðir úr algengum bolfiski ýsu, þorsks og ufsa. Hinn helmingurinn samanstendur af fjölbreyttri flóru sjávarfangs á borð við langlúru, lýsu, löngu, sandkola, skrápflúru og steinbít. Stærstur hluti aflans kemur frá fiskmörkuðum á Suðurnesjum, á Höfn og í Vestmannaeyjum. Þar verslar fyrirtækið daglega og þrátt fyrir miklar vegalengdir er séð til þess að halda kælingu sjávarfangsins stöðugu alla leið. Í móttöku er ferskleikinn metinn og innihaldið lagt í ísvatn í vinnslukörum í kæligeymslu. Síðan er fisknum forgangsraðað til vinnslu þannig að elsti hlutinn er unninn fyrstur. Eftir það taka við fastir og skilgreindir verkferlar uppþíðingar, hausunar, roðrifs, hand- og vélflökunar, snyrtingar, pökkunar og frystingar. Um 90% afurða eru lausfryst og fullunnin í almennar neytendapakkningar. Lokahnykkurinn er síðan flutningur til Reykjavíkurhafnar þar sem vörunum er skipað í millilandaskip og enda þær síðan á smásölu-, mötuneyta- og veitingahúsamarkaði í Belgíu og Svíþjóð.

Vöruþróun Eins og fyrr er greint frá hefur Fiskiðjan Bylgja lagt mikla áherslu á hvers kyns vöruþróun, t.d. í formi aukinnar sjálfvirkni framleiðslunnar og með hagnýtingu óþekktra fisktegunda ásamt öflun erlendra markaða fyrir þær. Að þessu leyti hefur flatfiskvinnslan markað fyrirtækinu mikla sérstöðu. Ein af lykilafurðunum eru fullunnar og fylltar kolarrúllur með laxi, tilbúnar í neytendapakkningum. Framleiðsla þeirra hófst árið 1998 og í því skyni var þróuð sérstök kolahausningavél sem er hin eina sinnar tegundar sem er í notkun hérlendis. Vélin afkastar því sama og fimm manns gerðu áður og skilar nákvæmlega sama handbragði. Galdurinn felst í því að eftir hausun er roðrifið og síðan flakað en ekki öfugt. Þetta gerir að verkum að hvert flak gefur tvo bita, þannig að úr einum kola koma alltaf fjórir flakbitar og því verður hráefnisnýtingin enn betri. Til gamans má geta að téðri kolahausningavél var gefið formlega heitið Hinni 007 eftir Hinriki Pálssyni sem löngum starfaði sem hausari hjá fyrirtækinu. Allar nánari upplýsingar um Fiskiðjuna Bylgju má nálgast á heimasíðunni: www.bylgja.is


50 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

fiskmarkaður suðurnesja hf. www.fms.is

Á

síðasta aldarfjórðungi hafa miklar framfarir átt sér stað í miðlun sjávarafurða frá fiskiskipum yfir til neytenda. Söluferlin eru skilvirkari og miða að því að stytta allar boðleiðir til mikilla muna, þannig að ferskleiki og gæði vörunnar haldist óskert alla leið. Í dag eru afurðir boðnar upp á frjálsum fiskmarkaði og geta viðskiptavinir í því skyni nýtt sér fullkomin uppboðskerfi á Internetinu. Þetta gerir að verkum að stærstur hluta viðskipta fer fram úti á rúmsjó, jafnskjótt og spriklandi fiskurinn er kominn inn fyrir borðstokkinn. Þegar skipin ná landi á ný, bíða starfsmenn fiskmarkaða við bryggju og eru reiðbúnir að taka við aflanum og miðla honum yfir til framleiðenda. Í dag er Fiskmarkaður Suðurnesja næststærstur sinnar tegundar hér á landi. Megintilgangur starfseminnar er að reka öflugt miðlunarnet sjávarafurða um land allt auk þess að stýra reglulegum uppboðum í landi. Aðalskrifstofa fyrirtækisins er að Hafnargötu 8 í Sandgerði en útstöðvar eru reknar við fjórar aðrar hafnir sem er að finna í Grindavík, á Ísafirði, á Höfn á Hornarfirði og í Hafnarfirði. Fiskmarkaður Suðurnesja fer jafnframt með hlut í Fiskmarkaði Siglufjarðar (55%), Umbúðamiðlun (24,5%) og Reiknistofu Fiskmarkaða (53%). Hjá Fiskmarkaði Suðurnesja starfa 28 manns sem sinna fjölþættum hlutverkum um land allt. Fyrirtækið þykir eftirsóttur vinnustaður en meðalstarfsaldur þar er um 15 ár. Meðaltalsvelta á ársgrundvelli er um 360 milljónir króna.

Samræmd uppboð Innsiglingin í Sandgerði.

Fiskmarkaður Suðurnesja er sá elsti sinnar tegundar sem enn er starfsræktur. Starfsemin hófst þann 24. maí 1987 og fór fyrsta uppboðið fram þann 14. september sama ár. Strax í upphafi var ákveðið að halda uppboð á nýveiddu sjávarfangi á tveimur stöðum samtímis, í Njarðvík og Grindavík. Þetta var fyrir tíma Internets og farsíma og því notuðust kaupendur og seljendur við þá einföldu aðferð að hringja hver í annan úr borðsímum. Þrátt fyrir frumstæða tækni til að byrja með tóku fleiri fiskmarkaðir að bætast við eins og Hafnarfjörður, Þorlákshöfn og Sandgerði. Árið 1992 stóð Fiskmarkaður Suðurnesja í fyrsta skipti fyrir rafrænu uppboði með samræmdri tækni síma og tölvu. Með því var stigið mikilvægt skref í stofnun Reiknistofu fiskmarkaða sem einnig kemur við sögu í þessu ritverki. Meginhlutverk hennar er að tengja saman alla fiskmarkaði landsins í gegnum sölu- og uppgjörskerfið Boða ásamt umsjón með sérhæfðri uppboðsklukku. Reiknistofa fiskmarkaða sér jafnframt um alla umsýslu uppboðskerfa og greiðslumiðlun, auk þess að hafa auga með hvort allar ábyrgðir séu í lagi. Þetta fyrirkomulag samræmdra uppboða hefur vakið athygli út fyrir landsteinana og þykir í raun einsdæmi í heiminum, sem fleiri þjóðir hafa tekið upp þó í litlum mæli sé.

Þjónusta við sjávarútveginn Þegar starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja hófst var þjónustuhluti fyrirtækisins frekar ómótaður. Engar móttökustöðvar voru starfræktar og var ætlast til þess að kaupendur kæmu sjálfir upp að skipshlið og vitjuðu afurða sinna. Brátt kom í ljós að við þessar aðstæður væri full þörf á að mynda heppilega tengingu á milli seljenda og kaupenda. Í kjölfarið þróaðist þetta fyrirkomulag hjá Fiskmarkaði Suðurnesja þar sem tekið er móti nýveiddum sjávarafurðum við bryggju. Þar eru fiskikörin til reiðu og afurðir vigtaðar og ísaðar og teknar í hús áður en þeim er komið til nýbakaðra viðskiptavina. Einnig gefst möguleiki á því að láta útvega fyrir sig ákveðna fisktegund eða vissa aflasamsetningu og er þá unnið að því að finna seljanda fyrir viðkomandi. Í öllu þjónustuferlinu verður síðan


Sjávarútvegur | 51

Fiskmarkaður Suðurnesja, Sandgerði.

að hafa í huga að ferskleiki og útlit vörunnar búa til virði hennar gagnvart neytendum og því er lögð rík áhersla á að allur flutningur og afhending gangi snögglega og snyrtilega fyrir sig.

Framsækin miðlun sjávarafurða Fiskmarkaður Suðurnesja er nútímlegur og framsækinn vinnustaður þar sem gagnvirk tölvuvæðing hefur orðið til þess að staðsetning athafnasvæða er ekki lengur nein fyrirstaða. Seljandinn er úti á sjó og kaupandinn er í landi en saman iðka þeir blómleg viðskipti í gegnum uppboðskerfi á Internetinu og hittast jafnvel aldrei í eigin persónu. Af þessu má ráða að liðin er sú tíð þegar hafnarverkamenn á eyrinni eyddu morgninum við uppskipun eða útskipun og komu síðan að aðgerðarvinnu eftir hádegi. Í dag er fyrirkomulagið með þeim hætti að frá bátunum berast nákvæmar sundurliðanir á magni, samsetningu og stærð aflans ásamt tilkynningum um löndunarstað og komutíma. Stöðvarstjórar í hverri höfn sjá um að mata upplýsingunum inn í uppboðskerfið. Síðan er það hlutverk Fiskmarkaðs Suðurnesja að sjá um að miðla aflanum yfir til væntanlegra viðskiptavina með milligöngu Reiknistofu Fiskmarkaða. Þróunin hefur orðið sú að um 65-70% sjávarafurða eru þegar seld áður en skipin ná landi. Sá fiskur sem eftir stendur er boðinn upp í móttökuhúsum fyrirtækisins og fara uppboð fram alla daga vikunnar, nema sunnudaga kl. 13:00 að staðartíma. Á ársgrundvelli fara í gegnum fyrirtækið um 25.000 tonn af sjávarafurðum. Tæplega helmingur hefur viðkomu í tveimur móttökuhúsum. Annað þeirra er 1.700 fm og er í höfuðstöðvunum í Sandgerði en hitt er upp 1.400 fm og er að finna í Grindavík. Hið síðarnefnda var tekið í notkun árið 2008 og hlaut þetta sama ár sérstaka viðurkenningu frá Grindavíkurbæ fyrir snyrtilegt umhverfi. Að öðru leyti eru öll athafnasvæði fyrirtækisins hringinn í kringum landið eins og best verður á kosið.

Starfsemin á nýrri öld Á nýrri öld hefur starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja verið í sífelldri endurskipulagningu og mikið verið hagrætt í rekstrinum en á sama tíma unnið hörðum höndum að því að efla skilvirkni og minnka allan rekstrarkostnað. Fyrirtækið hefur ýmist sameinast félögum sem það átti stóran hlut í eða selt önnur út úr rekstrinum. Dæmi um hið síðarnefnda er sala fiskmarkaða í Bolungarvík og hlutur í Fiskmarkaði í Þorlákshöfn en þar þótti reksturinn óhagkvæmur. Á sama tíma hefur rekstrinum á öðrum stöðum verið breytt eins og í Hafnarfirði þar sem í dag er rekin miðlæg vöruflutninga- og dreifingarmiðstöð fyrir sjávarafurðir úr öllum landshlutum. Þá hefur jafnframt mikil áhersla verið lögð að hlúa vel að öllum vaxtarbroddum í rekstrinum en þegar þetta er ritað hefur t.d. markaðurinn á Höfn á Hornarfirði komið mjög vel út á ársgrundvelli. Í farsælum rekstri Fiskmarkaðs Suðurnesja er framtíðin uppfull af ferskum tækifærum.

Fiskmarkaður Suðurnesja, Grindavík.

Starfsmenn að störfum.


52 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

fiskval ehf.

F

www.fiskval.is

iskval ehf. sérhæfir sig í vinnslu og útflutningi á ferskum og frosnum afurðum úr íslensku sjávarfangi. Þungamiðja starfseminnar felst í vinnslu á flatfiski en afurðir eru fluttar út á smásölumarkað í gegnum endursöluaðila í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar í Evrópu. Í dag er Fiskval ehf. rekið sem hluti af alþjóðlega markaðs- og framleiðslufyrirtækinu Icelandic Group.

Upphafið Fiskval ehf. var stofnað árið 1984 af Sæmundi Hinrikssyni, útgerðarmanni frá Ólafsvík og konu hans, Auði Árnadóttur, en þau ráku fyrirtækið, ásamt börnum sínum, í rúm 20 ár eða til ársins 2005. Starfsemin hófst í raun þegar Sæmundur festi kaup á gamalgrónu fiskbúðinni að Hringbraut 94 í Keflavík, en hún hafði þá til margra ára verið rekin af hjónunum Hansínu Gísladóttur og Þorkatli „Kela“ Guðmundssyni og börnum þeirra. Þar fór starfsemi Fiskvals fram fyrstu tvö árin en sagan segir að afraksturinn eftir fyrsta daginn í nóvember 1984 hafi verið heilar sjö þúsund krónur. Meðfram rekstri fiskbúðarinnar hófst síðan fljótlega smávægilegur útflutningur á ferskum og handhreinsuðum ýsuflökum til Bandaríkjanna og með því lagður grunnurinn að öflugu útflutningsfyrirtæki.

Framgangurinn Að reka fiskútflutningsfyrirtæki á Suðurnesjum eru viss forréttindi, en þar spilar nálægðin við flugvöllinn stórt hlutverk. Undir lok níunda áratugarins var Flugeldhús Flugleiða orðinn einn stærsti viðskiptavinurinn, auk þess sem áherslurnar í rekstrinum voru nær eingöngu farnar að snúast um útflutning á ferskfiski í gegnum flugfragt. Árið 1990 fluttist stafsemi Fiskvals nær Vallarheiði eða að Iðvöllum 8 og þar farið af stað með öflugt vinnsluhús. Fyrstu 10-12 ár starfstímans var nær eingöngu verkað úr bolfiski af fiskmörkuðum. Þegar líða tók á tíunda áratuginn tók eigandinn Sæmundur Hinriksson að gera út á flatfisk á snurvoðarbátnum Árna KE-89. Fiskval var þá eina fyrirtækið á landinu sem sérhæfði sig í útflutningi á slíkum afurðum, en aflheimildir dugðu venjulegast til veiða um 11 mánuði ári.

Nýtt vinnsluhús og nýir eigendur Fiskval naut mikil uppgangs í rekstrinum fram eftir tíunda áratugnum. Til að anna aukinni eftirspurn eftir afurðum var núverandi 1.100 fm vinnsluhús og söluskrifstofa fyrirtækisins reist að Iðavöllum 13. Húsnæðið var tekið í notkun árið 2000 og er sérhannað samkvæmt skilyrðum erlendra kaupenda um vinnuaðstöðu og hreinlæti. Árið 2005 urðu þau kaflaskil í sögu fyrirtækisins að Sæmundur Hinriksson dró sig í hlé sem framkvæmdastjóri og seldi reksturinn til hóps fjárfesta sem Ingvar Eyfjörð fór fyrir. Lengi vel var fyrirkomulagið í sölumálum Fiskvals með þeim hætti að hérlendir milliliðir sáu um öll útflutningsmál. Með tilkomu nýrra eigenda hefur dæmið snúist við og útflutningur að mestu leyti í höndum söludeildar fyrirtækisins, sem einnig hefur tekið að sér að afla og þjónusta kaupendr fyrir aðrar fiskvinnslur á suðvesturhorni landsins. Um 50-60% af útfluttum afurðum eru verkuð í vinnsluhúsi Fiskvals, en það sem eftir stendur er selt fyrir aðra aðila.


Sjávarútvegur | 53

Reksturinn í dag Í dag kemur megnið af afurðum Fiskvals frá fiskmörkuðum, en fyrirtækið er þó í föstum viðskiptum við þrjá báta: Aðalbjörgu RE-5, Aðalbjörgu II RE-236 og Geir ÞH-150. Flatfiskvinnslan er enn í dag umfangsmesti hluti rekstrarins og ekki óalgengt að um 1.0001.200 tonn séu afgreidd til útflutnings á hverju ári. Árið 2006 var var bolfiskllínu bætt inn í framleiðsluferlið en hún hefur þó ekki náð að skáka flatfiskinum í framleiðslumagni. Þær flatfisktegundir sem helst er verkað úr í dag eru skarkoli, sólkoli og langlúra. Slíkar afurðir þykja mikið kjarnafæði hjá stórmörkuðum eins og Marks & Spencer í Bretlandi og hjá Whole Foods í Bandaríkjunum en öðru leyti endar sjávarfangið ýmist inni á borðum fínni veitingahúsa eða í sérhæfðum fiskbúðum beggja vegna Atlantsála.

Starfsmenn og velta Framkvæmdastjóri Fiskvals er Elfar Bergþórsson og framleiðslustjóri er Björgvin Gunnarsson. Eftir að fyrirtækið varð hluti af rekstri Icelandic Group varð Ingvar Eyfjörð stjórnarformaður félagins en hann hafði áður starfað sem framkvæmdastjóri þess. Starfsmannafjöldinn hjá Fiskvali ehf. er um 25 manns, en meginuppistaða þess er fólk af erlendum uppruna, sem hefur fest rætur á Suðurnesjum. Meðaltalsvelta fyrirtækisins á ársgrundvelli er um einn milljarður króna. Allar nánri upplýsingar um fyrirtækið má nálgast á heimasíðunni www.fiskval.is.


54 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

frostfiskur ehf.

F

www.frostfiskur.is

rostfiskur ehf. var stofnaður árið 1992. Félagið er í dag í eigu afkomenda Leifs Halldórssonar, þeirra Steingríms, Þorgríms, Úlfhildar og Matthildar Leifsbarna.

„Fyrirtækið hefur það að markmiði að eiga góða og trausta viðskiptavini og geta sinnt þeim af kostgæfni. Við búum við þann kost að geta unnið margar ólíkar tegundir og stærðir samtímis, brugðist skjótt við þörfum markaðarins og uppfyllt pantanir fljótt og vel til fyrirtækja víðsvegar um heiminn.“ Þetta segja bræðurnir Steingrímur og Þorgrímur Leifssynir. Félagið var stofnað eftir að einokun á fisksölu frá landinu var aflétt og fiskmarkaðir urðu að veruleika. Með því var fiskverkendum tryggður óheftur aðgangur að fiski sem var grundvöllur stofnunar Frostfisks. „Við höfum verið í fararbroddi á þessum vettvangi frá upphafi og vorum leiðandi í því að gera ferskfiskiðnaðinn að heilsársatvinnugrein hér á landi,“ segja bræðurnir. Alls vinna um 140 starfsmenn hjá Frostfiski, þar af eru 30 manns á starfsstöð félagsins í Ólafsvík, sem er nefnd Klumba, við að þurrka fiskhausa, bein og niðurskorinn bolfisk. Í starfsstöð félagsins í Þorlákshöfn vinna um 110 manns við vinnslu á ferskum og frystum sjávarafurðum. „Við höldum í þær aðferðir sem hafa reynst best og þá skiptir engu hvort um er að ræða handflökun eða vélflökun. Lykilatriðið er að lesa markaðinn og bregðast skjótt við þörfum hans,“ segja þeir Steingrímur og Þorfinnur. Aðalviðskiptavinur vinnslu Frostfisks í Þorlákshöfn er verslunarkeðjan Waitrose í Englandi og láta má nærri að þriðjungur afurðanna sé seldur þangað. Einn þriðji afurða fer á Ameríkumarkað og þriðjungur til meginlands Evrópu. Frá Klumbu er öll framleiðsla seld inn á Nígeríumarkað.

Starfsstöð Frostfisks í Þorlákshöfn.


Sjávarútvegur | 55

Duglegir starfsmenn í snyrtingu.

„Við erum bjartsýnir á framtíðina því okkur hefur tekist að koma gæðavöru inn í veitingahús og verslunarkeðjur erlendis. Það skiptir meginmáli að komast nær neytandanum. Á einokunartímabilinu fyrir árið 1990 tíðkaðist það hjá stóru sölusamtökunum að selja fisk í mötuneyti, til hersins og í fangelsi. Það að færa fiskinn nær neytandanum var brautryðjendaverk af okkar hálfu og það hefur skilað sér í mun hærra afurðaverði fyrir þjóðina. Það eru mikil verðmæti og rómantík í ferskum, villtum fiski veiddum af dagróðrarbátum; svo sem þorski, ýsu og ufsa. Í dag er líka mikill markaður fyrir dagveidda síld og makríl og við höfum áhuga á að prófa okkur áfram á þeim vettvangi,“ segja bræðurnir. Bræðurnir eru sannfærðir um að næstu tuttugu ár verði mun skemmtilegri í bransanum en síðustu áratugir. „Þegar fram líða stundir verður litið á tímabilið frá 1984 til 2012 sem svartan blett í fiskveiðisögu Íslands. Ástæðan er sú að pólitíkin og bankarnir hafa verið of mikið með puttana í greininni. Kerfið hefur verið í stöðugri mótun og við vonum að eðlilegir viðskiptahættir og samkeppnislög verði virt í framtíðinni því það kemur íslenskri þjóð til góða.“

Þurrkaðar afurðir í Ólafsvík.


56 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Geir ehf.

V

Jónas og Þorbjörg, við heimkomu nýjasta Geirs. Séra Sveinbjörn blessaði bátinn og kom mikill fjöldi fólks að skoða hann.

ið austanverðan Lónafjörð á Langanesi stendur hið fallega sjávarþorp Þórshöfn, sem dregur nafn sitt af alkunnum þrumuguði norrænnar goðafræði. Þar er gott skipalægi og náttúruleg höfn sem mun hafa hvatt til þess að þéttbýli tók að myndast á svæðinu rétt fyrir aldamótin 1900. Þórshöfn tilheyrir sveitarfélagi Langanesbyggðar og telur íbúafjöldi þess í dag um 520 manns. Eins og að líkum lætur er útgerð og fiskvinnsla helsti atvinnuvegur þorpsbúa og er rekstur hafnarinnar á staðnum einn sá allra umsvifamesti á gervöllu landinu. Hið rótgróna sjávarútvegsfyrirtæki Geir ehf. hefur verið starfrækt í plássinu um langan aldur. Þungamiðja starfseminnar í dag hverfist í kringum útgerð hins vel búna 115 tonna dragnóta- og netaveiðiskips Geirs ÞH-150. Skipstjóri þess er Jónas Jóhannsson, sem jafnframt stýrir rekstrinum ásamt fjölskyldu sinni. Hjá Geir starfa í dag 11 manns og þar af eru átta á sjó. Stærstur hluti þeirra hefur starfað hjá fyrirtækinu í meira en 20 ár og því er meðalstarfsaldur með því hæsta sem viðgengst hjá íslenskri útgerð. Meðaltalsveltan á ársgundvelli er um 330 milljónir króna.

Sagan og bakgrunnurinn

Veitt í þorsknót í Þistilfirði sumarið 1974. Mikill floti stundaði þær veiðar, allt að 40 bátar.

Jónas Jóhannsson er fæddur á Þórshöfn árið 1956 og er kominn af sjómönnum á svæðinu langt aftur í ættir. Faðir hans var sá kunni útgerðarmaður Jóhann Jónasson (1925–1992) frá Skálum á Langanesi. Aðeins tvítugur að aldri, árið 1945, fjárfesti Jóhann í sinni fyrstu trillu og nefndi hana Hrönn en nafni hennar var fljótlega breytt yfir í Magna. Sama heiti átti einnig eftir að festast við nokkra af næstu smábátum útgerðinnar. Þeir voru allir gerðir út á heimamiðum á sumrin og haustin, á meðan vetrarvertíðir voru sóttar suður til Vestmannaeyja. Á einni slíkri kynntist Jóhann verðandi konu sinni, Guðlaugu Pétursdóttur (1928) frá Kirkjubæ í Eyjum. Þau settust að á Þórshöfn 1947 og eignuðust þar fjögur börn og ólu einnig upp eitt kjörbarn. Eftir að hafa gert út trillur og smábáta kom að því árið 1960 að Jóhann keypti átta tonna bát af frænda sínum, Sigurgeiri. Ætlunin var að hann yrði einnig skírður Magni en þá var samnefndur dráttarbátur Reykjavíkurhafnar kominn í fulla notkun og borgin því með einkaleyfi á nafninu. Því var brugðið á það ráð að nefna nýja bátinn Geir í höfuðið á fyrri eiganda. Árið 1973 var honum skipt út fyrir 36 tonna skipið Glað frá Húsavík sem gerður var út sem Geir ÞH-150 og var hann í fullri notkun til ársins 1982. Nafnið átti einnig eftir að festast við næstu báta og varð síðar að opinberu heiti útgerðarinnar þegar hún tók formlega á sig mynd á áttunda áratugnum.

Jónas tekur við

Tekið á í ufsaveiðum norður af Melrakkasléttu haustið 1992. Mjög góð ufsaveiði var oft á þeim árum.

Strax á unglingsaldri átti sonurinn Jónas Jóhannsson eftir að hella sér út í útgerðina við hlið föður síns og tók hann alfarið við rekstri Geirs ehf. árið 1979. Jónas er kvæntur Þorbjörgu Þorfinnsdóttur (1957) frá Neskaupstað en hún sér um bókhald fyrirtækisins. Þau eiga þrjú börn og er eitt þeirra, Jóhann Jónasson yngri, starfandi stýrimaður hjá útgerðinni. Í félagi við föður sinn ásamt Árna Helgasyni, útgerðarmanni frá Þórshöfn, stofnaði Jónas hlutafélagið Þór árið 1982. Tilgangur þess var að festa kaup á 70 tonna línuveiðiskipinu Eskey SF-54 frá Hornarfirði, sem einnig hlaut nafnið Geir ÞH-150. Árið 1986 keyptu feðgarnir út allan hlut Árna Helgasonar í Þór og var reksturinn sameinaður Geir. Árið 1994 bættist síðan 74 tonna skipið Hringur frá Ólafsvík inn í útgerðina.


Sjávarútvegur | 57

Geir, nýsmíði, siglir í heimahöfn 16. september 2000.

Sérsmíði dragnóta- og netaveiðiskips Árið 1999 var haldin viðmikil sjávarútvegssýning í Kópavogi. Þar handsalaði Geir ehf. mikilvægan samning við Véla- og skipaþjónustuna Ósey hf. í Hafnarfirði um sérsmíði á 115 tonna dragnóta- og netaveiðiskipi. Skrokkur þess kom hingað fullbúinn frá Póllandi en síðan var það hlutverk starfsmanna Óseyjar að smíða innviði eins og stýrishús, millidekk og káetur. Hönnun skipsins var algerlega dregin upp samkvæmt forskrift og hugmyndum Jónasar Jóhannssonar skipstjóra enda þar byggt á langri reynslu. Meðal helstu kosta skipsins er sá að nú er sjómönnum gert kleift að notast við fleiri en eina gerð af veiðarfærum samtímis, í stað þess að eyða dýrmætum og löngum vinnustundum í að skipta þeim út. Þá eru sjálfvirk færibönd í lestum og fyrirliggjandi vélbúnaður sem framleiðir krapa úr sjó til kælingar. Að öðru leyti er öll vinnuaðstaða um borð mjög úthugsuð og allur aðbúnaður sjómanna til fyrirmyndar. Skipið varð hið fimmta í röðinni sem hlaut nafnið Geir ÞH-150 og fór sjósetning þess fram með viðhöfn aldamótaárið 2000. Upp frá því hefur útgerðin notið mikillar farsældar enda um að ræða mjög gott sjóskip með sérlega lágri bilanatíðni.

Karlarnir um borð! Meðalstarfsaldur 2010 var 20 ár.

Starfsemin í dag Geir ÞH-150 er í dag eina skipið í sinni stærð sem gert er út á öllu svæðinu sunnan frá Hornafirði og norður til Þórshafnar. Veiðarfæri þess eru tvenns konar; þorskanet og dragnót. Á vetrarvertíðum er veitt í hefðbundin 8 tommu þorskanet og við vertíðarlok á vorin er skipt yfir í dragnót (snurvoð) og með henni veidd ýsa, steinbítur, ufsi og koli. Aflaheimildir nema um 700 þorskígildum og til að halda starfseminni gangandi stærstan hluta ársins, er hluti heimildanna leigður til fyrirtækisins. Skipið er á stöðugum veiðum 7-8 mánuði á ári og gerir gjarnan hlé á þeim í desember, janúar og í nokkrar vikur eftir vertíðarlok. Heildaraflinn á ársgrundvelli nemur um 1.100 tonnum. Um 70-80% hans eru flutt óunnin til frekari ferskfiskvinnlu og þá ýmist til Húsavíkur eða til Suðurnesja. Annar hluti aflans er síðan sendur beint á markað til Grimsby í Bretlandi. Árið 2010 fór fram sérstök gæðakönnun á vegum Matís á afla íslenskra skipa á markaði í Bretlandi. Þar lenti Geir í efsta sæti, þrátt fyrir að staðsetning útgerðar sé í eins mikilli fjarlægð frá markaði og hægt er. Þetta segir meira en mörg orð um rótgróna kunnáttu og þekkingu Geirs ehf. við að varðveita ferskleika og gæði vörunnar, allt frá skipsdekki og upp á disk neytandans.

Guðlaug og Jóhann Jónasarbörn. Partur af góðu uppeldi er að kenna vinnubrögðin snemma!


58 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

GPG Fiskverkun ehf.

G

www.gpg.is

PG fiskverkun ehf. er meðal stærstu og umfangsmestu framleiðenda saltfisks hér á landi. Fyrirtækið stundar jafnframt útgerð skipa og báta, ýmist í eigin nafni eða í félagi við aðra og er sá floti ýmist gerður út á línu net eða troll. Meginhluti starfseminnar hefur frá upphafi verið til húsa að Suðurgarði 4-6, við höfnina á Húsavík. Reksturinn fer einnig fram á Raufarhöfn auk þess sem dótturfélagið Þórsnes er starfrækt í Stykkishólmi. Hjá GPG starfa í kringum 120 manns.

Bakgrunnurinn og upphafið GPG fiskverkun dregur nafn sitt annars vegar af upphafsstöfum útgerðarfyrirtæksins Geira Péturs og hins vegar frá Gunnlaugi Karli Hreinssyni sem frá upphafi hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Frá árinu 2005 hefur hann farið með 100% eignarhlut í fyrirtækinu. Gunnlaugur er fæddur á Húsavík árið 1966 og ólst þar upp við sjómennsku og fiskvinnslu. Árið 1990 útskrifaðist hann úr Stýrimannaskólanum og Fiskvinnsluskólanum. Eftir að námi lauk bjó Gunnlaugur í nokkur ár á Þórshöfn við Langanes og starfaði þar sem verkstjóri í hraðfrystihúsinu á staðnum. Eftir það var aftur sest að á Húsavík þar sem Gunnlaugur hóf starfsemi GPG fiskverkunar árið 1997 og þá í félagi við Sigurð Olgeirsson, útgerðarmann á rækjufrystitogaranum Geira Péturs ÞH-344.

Söltun og þurrkun Alveg frá upphafi hefur meginhlutverk GPG fiskverkunar snúist um að verka saltfisk úr þorskafurðum sem síðan fara á markað á meginlandi Evrópu. Einnig stundar fyrirtækið þurrkun hausa og hryggja sem send eru til Afríku auk fiskvinnslu á Raufarhöfn. Við stofnun GPG fiskverkunar árið 1997 voru fest kaup á 1.100 fm húsnæði, sunnanmegin við Húsavíkurhöfn og átti eftir að bætast þar við 500 fm viðbygging sem fór að mestu undir kæliklefa. Þurrkun hausa og hryggja hófst árið 1999 og til að byrja með fór hún fram í leiguhúsnæði í Reykjahverfi í S-Þingeyjarsýslu. Árið 2001 færðist sú starfsemi yfir í nærliggjandi húsnæði GPG fiskverkunar, þar sem áður hafði verið starfrækt Netagerð Húsavíkur.

Erlend markaðssetning Sérstök söludeild var sett á legg innan fyrirtæksins árið 2002 en hennar helsta hlutverk er að stýra markaðssetningu afurða á erlendri grundu. Samfara góðum söluárangri var ákveðið árið 2003 að stofna fjárfestingafélagið GPG Investment sem, í beinu framhaldi, stýrði kaupunum á 40% hlut í norska saltfiskrisanum Vanna. Í sama mund var nafni þess fyrirtækis breytt í GPG Norge og með því varð til stærsti saltfiskframleiðandi í heimi sem rak fjögur verkunarhús í Noregi og eina þurrkunarstöð í Portúgal ásamt starfsemi í Alaska og Rússlandi. Þegar best lét náði veltan um 10 milljörðum króna á ári og með ársframleiðslu upp á 20-30.000 tonn af hausuðum og slægðum fiski. Þrátt fyrir það áttu of miklar fjárfestingar fyrirtækisins eftir að reynast þungur baggi á rekstrinum og ekki hjálpaði til sterk staða norsku krónunnar á móti veikum dollar ásamt háu hráefnisverði. Við þessar aðstæður var grundvellinum kippt undan starfseminni og því fór svo að GPG Norge var úrskurðað gjaldþrota á miðju ári 2008.


Sjávarútvegur | 59

Jökull ÞH-259.

Stykkishólmur og Raufarhöfn Samfara útrás GPG á alþjóðlegum markaði, stækkaði fyrirtækið einnig hröðum skrefum hér heima. Árið 2004 voru fest kaup á sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsnesi í Stykkishólmi og fylgdu þar með nokkrir vertíðarbátar og veiðiheimildir ásamt vinnsluhúsnæði og búnaði. Rekstur þess í dag fer fram í formi dótturfélags og starfa þar um 40 manns. Árið 2005 var fiskvinnsla Jökuls á Raufarhöfn keypt af GPG. Þar starfa nú um 15-20 manns. Gerðir eru út þrír bátar á Húsavík og einn bátur á Raufarhöfn sem afla fiskvinnslu félagsins hráefnis. Því er óhætt að segja að stoðir undirstöðuatvinnuvegar þjóðarinnar séu styrkar við upphaf annars áratugar hins nýja áraþúsunds. Háey II ÞH-275.

Afurðavinnslan Vinnsla og verkun saltfisks hjá GPG fer fram með aldagömlu fyrirkomulagi, nema hvað að pökkunar- og framleiðslulínan hefur orðið sífellt fullkomnari í seinni tíð. Þorskurinn er flattur út, lagður í saltvatn (pækil) og er loks „lageraður“ í sérstökum saltkörum. Síðan tekur við tölvustýrt vinnsluferli með nákvæmum flæðivogum sem vigta og flokka hverja afurð eftir þyngd, útliti og gæðum. Helstu kaupendur á meginlandi Evrópu eru Miðjarðarhafsþjóðir eins og Spánn, Portúgal, Grikkland og Ítalía. Mikil áhersla er lögð á fullnýtingu allra afurða hjá GPG. Þannig er hrogna- og lifrartaka fastur þáttur í vinnslunni. Vinnsla hrogna fer fram á Raufarhöfn. Hrognin koma að mestu úr loðnu, þorski og grásleppu og eru þau söltuð og fryst til útflutnings á Evrópu-, Ameríku- og Asíumarkað. Öll lifur sem til fellur er send til frekari vinnslu hjá ýmsum framleiðendum innanlands. Allir hausar og hryggir sem falla til við vinnsluna eru þurrkaðir í sérútbúnum þurrkklefum sem sjá til þess að vörugæðin séu hin sömu árið um kring. Vinnulagið er með þeim hætti að afurðir eru lagðar á sérstakar grindur sem raðast hvor ofan á aðra og þannig eru þær keyrðar í gegnum klefana. Þar er heitu lofti blásið í gegn og þannig viðhelst stöðugt hitastig allan tímann. Þurrkunarferlið tekur um 6 daga. Að því loknu hefst hefðbundin pökkun tilbúinna afurða í strigapoka og er þær sendar með flutningaskipum á Afríkumarkað. Heildarmagn unnins hráefnis hjá GPG fiskverkun nemur um 10.000 tonnum á ársgrundvelli. Fyrirtækið er þó aðeins með aflaheimildir (kvóta) upp um 4.000 tonn og því þarf að leigja töluverðan hluta aflaheimilda til rekstrarins ásamt því að kaupa hráefni á fiskmörkuðum. Með því móti er starfseminni haldið gangandi allt árið.

Lágey ÞH-265.


60 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

guðmundur runólfsson hf. www.grun.is

Stjórn fyrirtækisins: Runólfur Guðmundsson formaður Kristján Guðmundsson Páll G. Guðmundsson Ingi þór Guðmundsson Unnsteinn Guðmundsson Eiður Björnsson Móses G. Geirmundsson Framkvæmdastjóri er Guðmundur Smári Guðmundsson

S

aga G.RUN hf nær yfir 65 ár og er að öllu leyti samofin sögu og vexti Grundarfjarðar sem byggir afkomu sína á auðlindum hafsins. Útgerðarfélagið Runólfur hf. var stofnað 1947 í þeim tilgangi að smíða 37 tonna trébát á Norðfirði, sem var seldur 1960 og nýr 115 tonna stálbátur smíðaður í Noregi, sem var útbúinn kraftblökk og astiki. Meðeigendur Guðmundar voru bræðurnir Jón og Guðmundur Kristjánssyni. Báðir þessir bátar báru nafnið Runólfur SH 135. Árið 1969 kaupir félagið annan stálbát nokkru stærri ásamt Birni Ásgeirssyni skipstjóra, og fékk báturinn nafnið Ásgeir Kristjánsson SH. Þegar ráðist er í smíði skuttogarans Runólfs 1972 eru báðir þessir bátar seldir og var Guðmundur Runólfsson og fjölskylda þá orðin einu eigendurnir. Eftir harða glímu við kerfið tókst hinn 19. janúar 1975 að sigla heim 47 m glæsilegum skuttogara, Runólfi SH135, sem var búinn öllum tækjum og búnaði eins og þá var völ á. Mikil umskipti urðu í atvinnulífinu í Grundarfirði með komu togarans, enda jukust tekjur manna og stöðugleiki fiskvinnslunnar að sama skapi. Sæfang hf. var stofnað 1979 þegar útgerðin eignaðist þriðjungshlut í litlu frystihúsi, en var sameinað 1993 í eitt fyrirtæki undir nafninu Guðmundur Runólfsson hf. Með þessari sameiningu var lagður grunnur að öflugum og fjölbreyttum rekstri félagsins í Grundarfirði.

Runólfur stjórnarformaður og Guðmundur Smári framkvæmdastjóri. Að baki þeim eru málverk eftir Baltasar af foreldrum þeirra, Guðmundi Runólfssyni og Ingibjörgu Kristjánsdóttur.


Sjávarútvegur | 61 Ljósm. Guðjón Elísson

Tveir togarar við innri höfnina, Runólfur og Hringur og tvö „skjaldamerki“ Grundarfjarðar, Kirkjufellið og Guðmundur Runólfsson.

Í dag gerir félagið út skipin Hring SH-153 og Helga SH-135 og rekur öfluga fiskvinnslu og netaverkstæði. Það er meðeigandi í ísverksmiðjunni Snæísi ehf. og frystihótelinu Snæfrosti ehf., auk þess á það 43,5% í Fiskimarkaði Íslands ehf. Í fyrirtækinu starfa að jafnaði um og yfir 80 manns á sjó og landi. Félagið hefur keypt og selt skip eftir því sem hentað hefur hverju sinni. Skuttogarinn Runólfur var seldur 1998 eftir 23ja ára farsæla þjónustu og má fullyrða að ekkert annað skip hafi komið að landi með annað eins verðmæti til Grundarfjarðar. Skipstjóri nær allan tímann var Runólfur Guðmundsson. G.RUN veiðir og vinnur aðallega þorsk, ýsu og karfa fyrir kröfuharða viðskiptavini innan lands og utan. Áhersla er lögð á að afurðir félagsins innihaldi engin aukaefni og eru umbúðir merktar sértöku einkenni til þess að draga fram þann eiginleika vörunnar. G.RUN er fjölskyldufyrirtæki, sem er einn af máttarstólpum byggðarlagsins, búið nýjustu tækjum, þar sem allir leggjast á eitt og eru sífellt leitandi að nýjum tækifærum, úrræðum og framförum.

Fiskiskipin Helgi og Hringur á siglingu inn Grundarfjörð. Eyrarfjall í baksýn.

Íslenskur aðall við störf í Sæfangi.

Skuttogarinn Runólfur SH-135 var einstakt happafley.


62 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Guðmundur á kunnuglegum stað uppi í bassaskýlinu á Hring SI-34 að leita að síldarvöðu eða mori.

Frumkvöðullinn Guðmundur Runólfsson, skipstjóri og útgerðarmaður og sjávarplássið Grundarfjörður voru samgróin og uxu úr grasi með líkum hraða. Hann fæddist árið 1920 í litlu húsi niðri við fjöruborðið í sárri fátækt eins og var hlutskipti allt of margra á öndverðri 20. öld. Þorpið tók að myndast um og eftir árið 1940 og Guðmundur lét snemma muna um sig í útgerð og atvinnulífinu og hóf eigin útgerð árið 1947 ásamt félögum sínum með því að láta smíða fyrir sig nýjan tæplega 40 tonna bát austur á Norðfirði, svokallaðan „Landssmiðjubát“ sem var eins konar raðsmíði, sem ríkið beitti sér fyrir og notaði hluta stríðsgróðans til þess að styðja við þetta þarfa verkefni. Báturinn fékk nafnið Runólfur SH-135, en þeir áttu eftir að verða fleiri. Síðan lét Guðmundur smíða eða kaupa mörg stærri skip og var frumkvöðull í skuttogaraútgerð við Breiðafjörð, þegar nýr 47 metra skuttogari, Runólfur SH-135, kom til Grundarfjarðar 19. janúar 1975. Skipinu var fagnað með viðeigandi hætti og þetta skip reyndist í hvívetna mikil happafleyta og hafði mikil áhrif í að efla atvinnulífið í Grundarfirði til framtíðar. Guðmundur var fengsæll skipstjóri og þótti einkar snjall síldarskipstjóri og var eftisótt að komast í pláss hjá honum, enda maðurinn höfðingi í allri framgöngu og skemmtilegur. Líklega skein sól hans skærast þegar hann var með Hring SI-34 á síld fyrir norðan þar sem hver dagur var ævintýri. Guðmundur var ákaflega virkur í samfélaginu og tók víða til hendi. Hann sat í sveitarstjórn um tíma og gegndi formennsku í hafnarnefnd svo eitthvað sé nefnt. Það gustaði af Guðmundi Runólfssyni hvar sem hann var og það kunnu sveitungar hans vel að meta og gerðu hann að heiðursborgara Grundarfjarðar fyrir merkilegt framlag hans til framfara og atvinnulífsins. Guðmundur og kona hans, Ingibjörg Kristjánsdóttir, eignuðust níu börn en komu á legg átta börnum sem halda áfram og bæta við það mikla starf sem þau hjónin unnu í þágu Grundarfjarðar.


Sjávarútvegur | 63 Ljósm. Hilmar Snorrason

Nútíma síldveiðar.


64 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

gullberg ehf.

Ú

www.sax.is

Stjórn Gullbergs ehf 2012: Árni Tómasson formaður Adolf Guðmundsson stjórnarmaður Margrét Jónsdóttir stjórnarmaður Framkvæmdastjóri: Adolf Guðmundsson Skipstjórar á Gullver NS-12 : Axel J. Ágústsson og Jónas P. Jónsson

tgerðarfélagið Gullberg ehf. var stofnað árið 1959. Stofnendur þess voru Ólafur Marel Ólafsson og kona hans Elísabet Hlín Axelsdóttir og eru þau bæði látin; Jón Kristinn Pálsson sem er látinn og kona hans Helga Þorgeirsdóttir sem býr á Seyðisfirði og Hjalti Níelsen sem er látinn. Það mun hafa verið árið 1959 sem Ólafur Marel Ólafsson, íþróttakennari á Seyðisfirði, ákvað að venda kvæði sínu í kross og gerast útgerðarmaður á Seyðisfirði. Samhliða þeirri ákvörðun gerði Ólafur Marel sér grein fyrir því að til þess að útgerðin mætti blómstra þyrfti góðan skipstjóra í brúna og til þess mikla ábyrgðarstarfs valdist Jón Kristinn Pálsson sem upp frá þeim degi varð einn farsælasti skipstjóri þjóðarinnar. Fyrsti Gullver trébátur 70 tonn, var smíðaður í Friðrikshöfn í Danmörku 1958.

Skipin

Ljósm. Ómar Bogason.

Ljósm. Guðjón Harðarson.

Útgerð Gullbergs ehf. fór vel af stað, enda mikil uppgangstíð í íslenskum sjávarútvegi á sjöunda áratugnum, þar sem síldarævintýrið spilaði stórt hlutverk í sögu félagsins. Árið 1965 var félagið með tvo báta í rekstri. Gullberg NS-11, 162 tonna trébát sem var smíðaður í Vestmannaeyjum árið 1964 og hinsvegar Gullver NS-12, 260 tonna stálbát sem var smíðaður í Austur-Þýskalandi. Báðir bátarnir voru voru í fullum rekstri fram til ársins 1972, þegar þeir voru seldir til Vestmannaeyja og Hafnar í Hornafirði. Þeir fengu síðan nöfnin Glófaxi og Skógey. Þá kom félagið að útgerð Hannesar Hafsteins og Emelí um tíma. Fyrsti skuttogari félagsins, Gullver NS-12, kom til Seyðisfjarðar frá Danmörku árið 1973. Hann var seldur árið 1983. Í maí árið 2000 skrifaði félagið undir samning við kínverskt skipasmíðafyrirtæki um smíði á nýjum ísfisktogara. Þeim samningi var rift. Í dag á og rekur Gullberg ehf. Gullver NS-12 sem smíðaður var í Flekkefjord í Noregi árið 1983. Skipið er 50 metra langur skuttogari 423 smálestir að stærð.

Skrifstofur Gullbergs ehf. að Langatanga 5 á Seyðisfirði.

Gullver á leið út Seyðisfjörð, nýmálaður árið 2012.


Ljósm. Guðjón Harðarson.

Sjávarútvegur | 65

Löndun í frystihús Brimbergs ehf. á Seyðisfirði.

Rekstur

Ljósm. Ómar Bogason.

Gullberg ehf. hefur í rúmlega fimmtíu ára útgerðarsögu komið að fjölmörgum fyrirtækjum í skyldum rekstri á Seyðisfirði. Traust og gott samstarf er til dæmis milli Gullbergs ehf. og Brimbergs ehf. sem rekur fiskvinnslu á Seyðisfirði, en í þeirri góðu samvinnu eru kostir fiskveiðistjórnunarkerfisins nýttir til hins ýtrasta. Hjá þessum tveim fyrirtækjum í sjávarútvegi starfa í dag um 75 til 80 manns eða um 25 til 30% atvinnubærra manna samfélagsins. Á þessum tölum má glögglega sjá hversu mikilvægur sjávarútvegur er byggðarlaginu. En Gullberg ehf. hefur ekki aðeins í gegnum tíðina haldið uppi öflugri atvinnustarfsemi á Seyðisfirði. Það hefur einnig verið metnaður hjá eigendum og forsvarsmönnum fyrirtækisins og hugsjónin um samfélagslega ábyrgð verið rík og sterk. Það er áhugavert að sjá hversu mikið fyrirtækið hefur lagt til samfélagsins í þau rúm 50 ár sem það hefur starfað en þá tölu verður aldrei hægt að reikna út á blaði svo fjölbreyttur og mikill er sá stuðningur. Í dag eru það afkomendur og makar sem eiga og reka félagið en gildin eru þau sömu og var lagt upp með hjá stofnendum fyrir rúmum 50 árum.

Seyðisfjörður á fallegum vordegi. Gullver NS-12 við bryggju.


66 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

hafgæði sf.

F

iskvinnslufyrirtækið Hafgæði er stærsti framleiðandi á ferskum ýsuflökum hér á landi en hjá því er unnið úr 3.000-3.500 tonnum af heilum fiski á hverju ári. Starfsemin hefur staðið yfir óslitið í meira en 20 ár og á þeim tíma hefur fyrirtækið byggt upp farsælt orðspor fyrir vandaðar og eftirsóttar vörur á erlendum mörkuðum. Hafgæði er með aðsetur í eigin húsnæði að Fiskslóð 47 í Reykjavík. Húsnæðið er um 700 fm og var tekið í notkun árið 2005. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði um 18 manns.

Frá innanlandsmarkaði til útflutnings Stofnendur og núverandi eigendur Hafgæða eru þeir Grétar Finnbogason (1962), vélstjóri og iðnrekstrarfræðingur frá Fáskrúðsfirði og Guðmundur Birgisson (1965), stýrimaður og útgerðartæknir frá Breiðdalsvík. Kynni þeirra hófust upphaflega í gegnum sameiginleg vensl. Um haustið 1990 festu þeir Grétar og Guðmundur kaup á gamalgróinni fiskbúð að Langholtsvegi 174. Ætlunin var að nýta aðstöðuna til þess að fullvinna ferskar og frystar sjávarafurðir í neytendapakkningar fyrir lágvöruverslanakeðjuna Bónus, sem þá hafði nýhafið starfsemi í næsta nágrenni í Vogahverfinu. Með þessu hófst starfsemi Hafgæða opinberlega seinni hluta árs 1990. Starfsemin varð snemma nokkuð umsvifamikil enda nutu Bónusverslanir mikilla vinsælda sem skilaði sér í stígandi fisksölu. Þannig urðu Hafgæði, strax á öðru starfsári, meðal stærstu aðila í framleiðslu á fiski á innanlandsmarkaði. Árið 1993 var ákveðið að endurskipuleggja starfsemi fyrirtækisins en hluti þeirra breytinga var að selja fiskbúðina að Langholtsvegi út úr rekstrinum. Í beinu framhaldi fóru Hafgæði að sérhæfa sig í handflökun á afhreistruðum, beinlausum ýsuflökum sem send voru með flugi til Bandaríkjanna. Til að byrja með var húsnæði undir starfsemina leigt á ýmsum stöðum í Reykjavík og Hafnarfirði, þar sem öflugur hópur handflakara sá um að skila af sér úrvals vöru til sífellt stærri neytendahóps.


Sjávarútvegur | 67

Fersk og handflökuð ýsa allan ársins hring

Sjálfbærni og ótvíræður rekjanleiki Eftir að hafa náð góðri fótfestu á Bandaríkjamarkaði kom að því árið 1995 að Hafgæði fjárfestu í eigin húsnæði að Fiskislóð 26 í Reykjavík. Í sama mund dró fyrirtækið mikið úr sölunni á innanlandsmarkaði og tók að einbeita sér af enn meiri krafti að erlendum mörkuðum. Árið 1996 sendu Hafgæði fyrstu prufur af framleiðslunni til Bretlands. Með því hófst farsælt viðskiptasamband við breska fiskvinnslumerkið Sealord og þá ekki síst starfsmann þess, Keith Brown, sem hefur séð um að kynna og selja afurðir fyrirtæksins á Bretlandsmarkaði. Fyrir hans atbeina komust á viðskipti við stórmarkaðskeðjuna Marks & Spencer og síðar Waitrose-keðjuna en hjá þeim hefur innflutningurinn staðið óslitið síðan 2000. Bæði þessi fyrirtæki sérhæfa sig að ákveðnu leyti í umhverfisvænum vörum með sjálfbærni að leiðarljósi og ótvíræðum rekjanleika til uppruna síns. Þetta þýðir að kaupandinn getur ávallt nálgast skýrar upplýsingar, með sérstakri merkingu, þar sem fram kemur hver uppruni vörunnar er. Að auki getur hann alltaf t.d. komist að því hvaða útgerð veiddi fiskinn og hvaða fyrirtæki flutti afurðirnar á markað. Bandaríkin og Bretland gera sífellt meiri kröfur um þessi atriði og hafa þau oft úrslitavaldið í því hvort viðkomandi sjávarfang rati til kaupenda eða ekki. Að þessu leyti leggja Hafgæði sérstaka rækt við á öflugt og strangt gæðaeftirlit í allri sinni framleiðslu. Á sama hátt er lykilatriði að allar samskipta- og boðleiðir á milli framleiðenda og viðskiptavina séu skilvirkar og skjótar. Þessi stefna hefur í raun myndað kjölfestuna í farsælum rekstri Hafgæða, með stöðugri eftirspurn og hækkandi verðum á mörkuðum. Þrátt fyrir þetta, er þess ávallt gætt að fyrirtæki hafi yfir sér trausta og góða yfirbyggingu sem hlúir vel að öllum starfsmönnum sínum og viðskiptavinum.

Meirihluti hráefnisins hjá Hafgæðum er fenginn hjá íslenskum fiskmörkuðum. Tilkoma þeirra hefur blásið nýju lífi í markaðssetningu og dreifingu íslensks sjávarfangs og í raun umbylt fyrirkomulagi þeirra viðskipta frá því sem áður var. Þannig hefur framboðið orðið jafnara allan ársins hring, þjónustan er betri, flutningsferlið er skilvirkara og með þróaðri kælingaraðferðum er ferskleikinn tryggður alla leið. Í dag er mjög algengt að eingöngu líði örfáar klukkustundir frá því að sjávarafurðir eru veiddar og þangað til að þær skila sér inn í kæli hjá kaupandanum. Styttri og öflugri flutningsleiðir hafa gert að verkum að markaðurinn er sífellt móttækilegri fyrir alls kyns nýjungum í sjávarfangi. Þar er okkar alkunna og íslenska ýsa nærtækt dæmi. Hún er viðkvæmur fiskur með minni þéttleika í vöðvum en margar aðrar tegundir og þolir vélræna vinnslu mun verr en t.d. þorskur. Af þessum sökum er um 80% afurðanna hjá Hafgæðum handflökuð á mjög vandvirkan hátt af þrautþjálfuðu starfsfólki. Eins og fyrr greinir frá snerist útflutningurinn upphaflega um afhreistruð ýsuflök en í dag hefur þróunin orðið sú að roð- og beinlaus flök mynda nú uppistöðuna í framleiðslunni. Allur afskurður og bein fara í þurrkun og eru seld til manneldis. Þvi er hráefnið ávallt fullnýtt og ekkert fer til spillis. Í allan þann tíma sem Hafgæði hafa stundað útflutning á ferskum sjávarafurðum, þá hefur Jan Thomsen hjá Danica séð um sölu- og markaðsmál fyrir Hafgæði á erlendum mörkuðum. Síðustu árin hafa einnig Bylgja Hauksdóttir og Sigurður Björnsson hjá Sæmarki sinnt dyggilega sömu störfum. Samstarfið við sölufyrirtækin hefur reynst farsælt enda hafa flestir erlendir viðskiptavinir haldið trú sinni á Hafgæði í tæpa tvo áratugi.


68 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

hafrannsóknastofnunin www.hafro.is

H

af- og fiskirannsóknir eru nauðsynlegur grundvöllur skynsamlegrar nýtingar lifandi auðlinda sjávar. Því verður ekki undan vikist hjá þjóð sem á stóran hluta lífsafkomu sinnar undir auðlindum sjávar að stunda öflugar rannsóknir á hafinu og lífríki þess. Ísland er þar að auki á mótum kaldra og heitra hafstrauma sem áhrif hafa á lífríkið og kalla því á stöðuga vöktun. Samkvæmt lögum er hlutverk Hafrannsóknastofnunarinnar einkum þríþætt: • Að afla sem víðtækastrar vitneskju um hafið, sjávarbotninn og lífríki sjávar. • Að stuðla að hámarksafrakstri Íslandsmiða, auka fjölbreytni sjávarfangs og kanna áhrif umhverfis, veiða og annarrar nýtingar á nytjastofna. • Að koma upplýsingum og ráðgjöf um auðlindina á framfæri við almenning, hagsmunaaðila og stjórnvöld, landi og þjóð til heilla.

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson RE-200.

Saga og uppbygging Hafrannsóknastofnunin hefur starfað frá árinu 1965 og heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Stofnunin á rætur að rekja til Fiskideildar Atvinnudeildar Háskólans sem sett var á laggirnar 1937 er hún yfirtók fiskirannsóknir á vegum Fiskifélags Íslands. Starfseminni er skipt í þrjú megin rannsóknasvið, þ.e. Sjó- og vistfræðisvið, Nytjastofnasvið og Veiðiráðgjafarsvið. Tæknideild ásamt bókasafni eru einnig mikilvægir þættir starfseminnar. Þá er Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna rekinn í umsjá stofnunarinnar en frá stofnun hans árið 1998 hafa um 220 nemendur frá 41 landi útskrifast að loknu 6 mánaða námi. Árið 2011 nam velta Hafrannsóknastofnunarinnar 2.478 millj. kr. Um 160 manns starfa hjá stofnuninni, þar af um 30 í áhöfnum rannsóknaskipanna tveggja. Höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunarinnar eru í Reykjavík og forstjóri er Jóhann Sigurjónsson.

Útibú og rannsóknaskip

Kvarnir lesnar í smásjá til aldursgreiningar.

Hafrannsóknastofnunin rekur fimm útibú (í Vestmannaeyjum, Ólafsvík, á Ísafirði, Akureyri og Höfn í Hornafirði). Þá rekur stofnunin tilraunaeldisstöð í eldi sjávarfiska að Stað við Grindavík. Stofnunin gerir út tvö rannsóknaskip, Bjarna Sæmundsson (55 m, smíðaár 1970) og Árna Friðriksson (70 m, smíðaár 2000), en jafnframt eru stundaðar ýmiss konar haf- og fiskirannsóknir um borð í fiskiskipum í samvinnu við sjómenn og útgerðaraðila.

Starfsemin Hafrannsóknastofnunin rekur starfsemi sína á verkefnagrunni, þ.e. sérhvert rannsóknaverkefni er unnið eftir fyrirfram gerðri rannsóknaáætlun undir verkefnisstjórn. Vörður fyrir verkáfanga og/eða verkskil eru ákveðnar fyrir sérhverja áætlun. Alls eru rannsóknaverkefnin um 150 talsins sem sinnt er á hverju ári og eru þau misjöfn að umfangi. Stærstu verkefnin, eins og t.d. svokallað togararall (stofnmæling botnfiska) þarfnast bæði mikils skipatíma og mannafla og kostar árlega um 180 millj. kr. Önnur verkefni eru minni að umfangi, kostnaður við þau minnstu er um 1 millj. kr. Rannsóknir Sjó- og vistfræðisviðs beinast að umhverfisskilyrðum í sjónum, jarðfræði og vistfræði sjávargróðurs, dýrasvifs, fisklirfa, fiskseiða og botndýra. Á Nytjastofnasviði felst verulegur hluti starfsins í stofnstærðarrannsóknum og mati á áhrifum veiða á nytjastofna. Þá er unnið að margvíslegum líffræðirannsóknum á nytjastofnum, samspili þeirra svo og stofnum sem hugsanlega verða nýttir á komandi árum, fiskeldi og rannsóknum á veiðarfærum. Veiðiráðgjafarsvið annast undirbúning ráðgjafar til stjórnvalda um aflahámark og sér um árlega útgáfu skýrslu um nytjastofna sjávar og aflahorfur.


Sjávarútvegur | 69

Útgáfa Hafrannsóknastofnunin gefur út ritið Íslenskar hafrannsóknir (áður Fjölrit Hafrannsóknastofnunarinnar) þar sem meðal annars er birt árleg skýrsla um ástand og horfur nytjastofna, en einnig árleg skýrsla um vistfræði sjávar á Íslandsmiðum. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunarinnar birta einnig niðurstöður rannsókna víða á öðrum vettvangi, bæði innan lands og utan. Á undanförnum árum hefur fjöldi greina og skýrslna sem sérfræðingar birta árlega verið um 100 talsins. Þar af er um fjórðungur í ritrýndum erlendum vísindaritum. Ítarlegar upplýsingar um útgáfumál og starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar er að finna á netfanginu www.hafro.is.

Áherslur í rannsóknum Á hverjum tíma miðast val verkefna við það að ná þeim markmiðum sem stofnuninni eru sett. Allir stærstu nytjastofnar við landið eru nú fullnýttir. Sóknarfæri felast því í skynsamlegri nýtingu helstu nytjastofnanna og frekari nýtingu úthafs- og djúpfiskategunda, brjóskfiska, hryggleysingja og hugsanlega hvala. Á síðari árum hefur mest áhersla verið lögð á að sinna rannsóknaverkefnum sem tengjast veiðiráðgjöf og mun svo áfram verða. Þar er um að ræða reglubundnar stofnmælingar, nýliðunarrannsóknir og rannsóknir á umhverfisaðstæðum. Mikilvægt er á næstu árum að efla þessar rannsóknir en jafnframt þarf að gera sérstakt átak á öðrum sviðum svo sem að auka rannsóknir á áhrifum veiða á vistkerfið, þróa vistkerfisnálgun við stjórn fiskveiða og innleiða langtíma nýtingarreglur. Efla þarf einnig grunnrannsóknir í fiskifræði og efla rannsóknir á eldi sjávarlífvera. Þá verður og á næstu árum að gera ráð fyrir aukinni starfsemi á sviði umhverfisrannsókna með eflingu líkanagerðar af hafstraumum og vistkerfi íslenska hafsvæðisins, kortlagningu sjávarbotnsins og búsvæða, og frekari vistfræðirannsóknum á fjörðum og grunnslóð. Hér að neðan eru taldir upp mikilvægustu verkefnaflokkar í haf- og fiskirannsóknum á næstu árum: • Sjálfbær nýting helstu nytjastofna. Markmiðið er að bæta þekkingu og ráðgjöf um veiðar á nytjastofnum. Megin áhersla verður lögð á að tryggja að beitt sé bestu rannsóknaraðferðum við mat á stofnstærð, en jafnframt að vinna að grunnrannsóknum á líffræði og stofngerð fiska til að bæta líkön og líkingar sem liggja til grundvallar útreikningunum. • Rannsóknir á vannýttum tegundum. Efla þarf líf- og vistfræðirannsóknir á þeim sjávarlífverum sem lítt hefur verið sinnt með hugsanlega nýtingu þeirra í huga. • Vistkerfisnálgun við stjórn fiskveiða. Auka þarf þá þekkingu sem nauðsynleg er til að hægt sé að taka tillit til vistkerfisins í heild við stjórnun fiskveiða. Hér er m.a. um að ræða skilning á áhrifum langvarandi friðunar á fiskistofna og lífkerfi, áhrif botnvörpu á samfélög lífvera, kortlagningu búsvæða og fæðuvistfræði spendýra og sjófugla, svo fátt eitt sé nefnt. • Rannsóknir á veiðitækni. Kröfur aukast sífellt um að veiðarfæri og veiðiaðferðir séu vistvænar. Sem fiskveiðiþjóð ber Íslendingum að stunda ábyrgar fiskveiðar og lágmarka neikvæð áhrif veiða. Veiðitæknirannsóknir í þessu skyni beinast að því að skilja betur atferli sjávarlífvera og virkni og kjörhæfni veiðarfæra. • Kortlagning sjávarbotns og búsvæða - rannsóknir á botndýrum. Stefnt er að því að kortleggja á nákvæman hátt lögun hafsbotnsins, botngerð og flokkun lífríkis á botni innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Sú þekking sem við þetta fæst mun nýtast við fiskveiðar, rannsóknir og verndun lífríkis á hafsbotni. • Eldi sjávardýra. Efla þarf vísindalegan grunn fyrir eldi sjávardýra. Þekking á eldistækni, eldisdýrunum, viðbrögðum mismunandi tegunda og stofna þeirra við breytilegu umhverfi, fæðu og sjúkdómum er forsenda þess að hægt verði að þróa sjávardýraeldi og minnka hættu á áföllum. • Veðurfarsbreytingar og sveiflur í lífríki og umhverfisþáttum. Afla þarf aukinnar þekkingar á tengslum veðurfars- og sjófræðilegra þátta og þróunar lífríkisins. Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi þeirra veðurfarsbreytinga sem þegar eru að eiga sér stað og breytinga sem vænta má á hafsvæðunum við Ísland.

Rannsóknir á hrygningu þorsks í netaralli.

Kafað í tengslum við rannsóknir á þörungum.


70 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

haraldur böðvarsson & co.

Ú

tgerðarfélagið Haraldur Böðvarsson & Co. er ekki gamalt félag. Það var stofnað af Sveini Sturlaugssyni og eiginkonu hans, Halldóru Friðriksdóttur, árið 2005 um ýmsan rekstur þeirra hjóna, en 2009 var keyptur smábátur í krókaaflamarkskerfinu. Fyrst var um að ræða bát af gerðinni Cleopatra 31. Hann var síðan seldur og smíðaður nýr hjá fyrirtækinu Siglufjarðarseigur sem var 15 tonn að stærð, útbúinn til línuveiða á handfæri og veiða á grásleppu. Báturinn hét Ingunn Sveinsdóttir AK-91 eftir ömmu Sveins. Sá bátur var síðan seldur og keyptur annar minni af sömu gerð og fyrsti báturinn, 8,5 tonn og ber hann sama nafn. Hann er gerður út frá Akranesi, en sækir reyndar norður fyrir land líka, bæði á grásleppu og línu. Nafn fyrirtækisins er hins vegar miklu eldra, en afi Sveins, Haraldur Böðvarsson, stofnaði fyrirtæki með því nafni árið 1906. Það rann svo síðar inn í Granda og hlaut sameinað fyrirtæki nafnið HB Grandi.

Hjónin Sveinn Stulaugsson og Halldóra Friðriksdóttir.

Fyrirtækið á einnig húseignir, meðal annars hluta í útgerðarmiðstöð við Faxabraut á Akranesi með einkahlutafélaginu Akrabergi, sem einnig er í smábátaútgerð. Þar er aðstaða fyrir útgerðina til beitningar og geymslu veiðarfæra og beitu og er nú verið að huga að því að bæta við það pláss. Þá á fyrirtækið ríflega 300 fermetra í húsnæði við Askalind í Kópavogi, sem leigt er út. Loks á félagið 100 fermetra húsnæði við Hlíðarsmára í Kópavogi þar sem Halldóra rekur eigin tannsmíðastofu. Báturinn er gerður út á línu, handfæri og grásleppu og er með 35 tonna kvóta í þorski og nýtir sér heimildir til línuívilnunar. Þannig aukast heimildirnar um 18%. Ungir Akurnesingar eru með bátinn fyrir fyrirtækið að mestu leyti en synir Sveins og Halldóru, sem báðir eru sjómenn, hafa einnig verið með hann. Sá eldri, Albert, er skipstjóri á uppsjávarveiðiskipinu Faxa RE, en sá yngri, Sturlaugur Friðrik, er háseti á frystitogaranum Höfrungi III AK.

Ingunn Sveinsdóttir AK-91 smíðuð á Siglufirði.

Sveinn með sonum sínum, Alberti og Sturlaugi Friðrik, ásamt bátnum.


Sjávarútvegur | 71

Ingunn Sveinsdóttir AK-91 kemur til hafnar.

Sveinn segir að fiskveiðistjórnunarkerfið og þá sérstaklega óvissan, sem um framkvæmd þess hefur ríkt, sé útgerð smábáta ekki hagstæð. Á grásleppunni megi aðeins róa 50 daga á ári, þrátt fyrir að úthaldið eins og netin sé mjög dýrt. Þá megi þessir bátar ekki stunda veiðar í þorskanet, en það takmarki möguleika þeirra verulega, til dæmis til að leggja sig eftir þorski. Það sé nauðsynlegt, þegar ýsukvóti sé til dæmis lítill eða enginn. Fyrirtækið hefur verið að kaupa aflaheimildir í smáum stíl, en þær eru dýrar og sama á við um leiguna, sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur útgerðar sem ekki er með aflaheimildir sem dreifast þokkalega á helstu fisktegundir. Þá fái þessir báta ekki leyfi til að leigja til sín skötuselskvóta og veiða þann fisk, þrátt fyrir að hið opinbera leigi hann út. „Það er hrein mismunun,“ segir Sveinn. Það var bæði vegna þessara aðstæðna og óvissunnar um framkvæmd fiskveiðistjórnunarinnar í framtíðinni að 15 tonna báturinn var seldur. Ekki gengur að reka mjög skuldsetta útgerð á takmörkuðum aflaheimildum og óvissri framtíð. Reyndar kom til greina að byggja yfir bátinn og fara með hann til Noregs, þar sem varanlegar aflaheimildir fást á mun lægra verði en hér og auk þess fá smábátar þar meðaflaheimildir á móti eigin kvóta. Útgerðin hefur annars gengið vel og öllum bolfiski er landað á fiskmörkuðum. Grásleppu og hrognum hefur hins vegar verið landað til vinnslu á Akranesi. Útgerðarmunstrið er í stórum dráttum á þá leið að frá áliðnum vetri er róið á grásleppu en annars með línu ýmist frá Akranesi eða Norðurlandi eins og Siglufirði og Dalvík. Seinnipart sumars og um haustið er lítil fiskigengd í Faxaflóanum og þá er haldið norður og verið þar fram í nóvember. Stefnan er að sjá hvað gerist í fiskveiðistjórninni og, fáist til þess friður, að auka kvótann með kaupum á aflaheimildum. Verð á aflaheimildum, bæði varanlegum og innan fiskveiðiársins, er allt of hátt eins og er. Útgerðarkostnaður hefur hækkað mikið, sérstaklega olíuverð svo það er að mörgu að huga. Veiðistjórnunin gengur heldur ekki upp hér eins og er að minnsta kosti. Það verður því að fara varlega og stíga hverja tröppu fyrir sig hægt og hljótt.


72 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

hb grandi hf.

G

www.hbgrandi.is

randi hf. varð til við sameiningu Bæjarútgerðar Reykjavíkur og Ísbjarnarins hf. árið 1985. Árið 1988 keyptu Hvalur hf., Fiskveiðahlutafélagið Venus, Hampiðjan hf. og Sjóvátryggingafélag Íslands hf. hlut Reykjavíkurborgar í Granda. Hraðfrystistöðin í Reykjavík hf. var sameinuð Granda árið 1990. Árið 1989 var Faxamjöl hf. stofnað með sameiningu Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar hf. í Reykjavík og Lýsis og mjöls hf. í Hafnarfirði. Faxamjöl var síðan sameinað Granda árið 2002. Árið 2004 keypti Grandi allt hlutafé í Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi af Eimskipafélaginu og voru félögin sameinuð sama ár. Var nafni félagsins þá breytt og er nú HB Grandi hf. Loks sameinuðust Tangi hf. á Vopnafirði og Svanur RE 45 ehf. Granda árið 2004.

Höfuðstöðvar HB Granda í Norðurgarði, Reykjavík.

Með þessum sameiningum varð til öflugt og fjölhæft sjávarútvegsfélag, sem gerir út 12 skip og starfrækir fiskvinnslu í Reykjavík, á Akranesi og á Vopnafirði, en höfuðstöðvar félagsins hafa frá upphafi verið við Norðurgarð í Reyjavík.

Starfsemi

Starfsstöð á Akranesi.

Starfsstöð á Vopnafirði.

HB Grandi stundar veiðar og vinnslu á botn- og uppsjávarfiski og markaðssetur afurðir sínar víða um heim. Frystitogarar HB Granda eru 5: Helga María, Höfrungur III, Venus, Þerney og Örfirisey. Áhafnir þeirra veiða og vinna þorsk, ýsu, karfa, ufsa, grálúðu og ýmsar aðrar fisktegundir. Aflinn er ýmist flakaður eða hausskorinn, en síðan er honum pakkað og hann frystur. Afurðirnar koma þannig til hafnar tilbúnar til útflutnings. Ísfisktogarar HB Granda eru 3: Ásbjörn, Ottó N. Þorláksson og Sturlaugur. Þeir veiða einkum þorsk, ufsa og gullkarfa, sem unninn er í landi. Landvinnsla félagsins í Reykjavík vinnur ufsa og karfa, en á Akranesi er unninn þorskur. Áhersla er lögð á vinnslu kældra afurða, sem fluttar eru með flugi til Evrópu. Uppsjávarskip HB Granda eru 4: Faxi, Ingunn, Lundey og Víkingur. Þau veiða loðnu, kolmunna, síld og makríl. Aflinn er frystur í uppsjávarfrystihúsi félagsins á Vopnafirði, auk þess sem loðnuhrogn eru unnin og fryst þar, sem og á Akranesi. Sá afli sem ekki er frystur, auk þess sem flokkast frá við flokkun og vinnslu, er unninn í fiskimjöl og lýsi í fiskmjölsverksmiðjum HB Granda á Vopnafirði og á Akranesi. Markaðsdeild HB Granda markaðssetur allar afurðir félagsins. Stærstu markaðssvæðin eru í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Félagið leggur mikla áherslu á tengingu veiða og vinnslu við markaðsstarfið og viðskiptavini sína. Með því móti er unnt að laga fyrirtækið að kröfum markaðanna og hámarka þau verðmæti, sem unnin eru úr þeirri auðlind, sem eru fiskimiðin í kringum Ísland. Kapp er lagt á ábyrga umgengni um fiskimiðin og hefur félagið fengið vottun óháðra aðila um ábyrgar fiskveiðar undir merkjum Iceland Responsible Fisheries. Einnig hefur félagið fengið vottun erlendra óháðra úttektarfélaga á gæðastýringarkerfi sínu, s.s. IFS, HACCP og FEMAS. HB Grandi á 65% hlut í Stofnfiski hf., sem stundar kynbætur, framleiðslu og sölu hrogna og seiða fyrir lax- og bleikjueldi. HB Grandi á 20% hlut í sjávarútvegs- og fiskeldisfélaginu Friosur í Síle.


Sjávarútvegur | 73

Þerney RE-101.

Stjórn og starfsfólk Hjá HB Granda starfa rúmlega sjö hundruð manns, sem skiptast nokkuð jafnt á milli sjávar og lands. Starfrækt er öflugt starfsmannafélag, sem rekur orlofshús og skipuleggur skemmtanir og ferðalög. Stjórn HB Granda skipa Árni Vilhjálmsson, fyrrverandi prófessor, formaður, Kristján Loftsson, Halldór Teitsson, Iða Brá Benediktsdóttir og Jóhann Hjartarsson. Varamaður er Hanna Ásgeirsdóttir. Forstjóri er Vilhjálmur Vilhjálmsson.

Rekstur og efnahagur Félagið birtir ársreikning sinn í evrum. Séu meginniðurstöður ársins 2011 reiknaðar í íslenskar krónur voru tekjur 29,6 milljarðar, EBITDA 9,1 milljarðar og hagnaður 6,0 milljarðar. Heildareignir í árslok námu 51,1 milljörðum, skuldir 23,3 milljörðum og eigið fé því 27,8 milljörðum. Heildarlaunagreiðslur námu 9,3 milljörðum. Árið 2011 veiddu skip félagsins 54 þúsund tonn af botnfiski, þar af 17 þúsund tonn af karfa og 9 þúsund tonn af ufsa. Það ár veiddu uppsjávarskipin 106 þúsund tonn, þar af 27 þúsund tonn af síld og 62 þúsund tonn af loðnu.

Vinnsla í Norðurgarði.

Vinnsla á Vopnafirði.


74 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

hjálmar ehf.

S

jávarútvegsfyrirtækið Hjálmar ehf. á Grundarfirði dregur nafn sitt af útgerðarmanninum Hjálmari Gunnarssyni sem fæddist á bænum Eiði í Eyrarsveit árið 1931. Eftir að hafa áunnið sér vélstjóraréttindi hjá Fiskifélaginu árið 1950 og hjá Stýrimannaskólanum árið 1953, hóf hann að gera út í heimabyggð sinni árið 1954. Gunnar Stefánsson, faðir Hjálmars, fór af stað með harðfiskvinnslu á Grundarfirði árið 1950. Þegar hann lést árið 1980 var sú starfsemi yfirtekin af útgerð Hjálmars. Sama ár opnaði fyrirtækið fiskverkunarstöðina Tanga, en eftir andlát Hjálmars Gunnarssonar í mars 2001 var sú starfsemi rekin í nokkur ár af eftirlifandi eiginkonu Helgu Þóru Árnadóttur og börnum þeirra. Árið 2003 var nafni fyrirtækisins opinberlega breytt yfir í Hjálmar ehf., til að heiðra minningu stofnandans, en sonurinn Gunnar Hjálmarsson hefur sinnt starfi framkvæmdastjóra upp frá því. Rekstur nýja fyrirtækisins er á sama grunni og Tangi, þannig að útgerðarblóðið hefur haldist óskert innan fjölskyldunnar í heila þrjá ættliði.

Fjölbreytt sjávarfang Haukaberg SH-20

Meginhluti starfseminnar hjá Hjálmari ehf. felst í fullvinnslu á fjölbreyttum tegundum sjávarfangs fyrir innanlandsmarkað. Frá árinu 1994 hefur Kolaportið verið meginútsölustaðurinn, þar sem að um 30-40 tonn hafa verið afgreidd yfir borðið á ári og þá undir vörumerki Tanga. Þar geta allir sannir sælkerar komist í ferskt og sértækt sjávarfang á borð við rauðmaga, gellur, kinnar, kinnfisk tindabikkju og fleira ásamt úrvalsrækju í hentugum pakkningum. Einn helsti aðall Hjálmars ehf. er síðan fjöldaframleiddur harðfiskur í neytendaumbúðum sem byggir á meira en 50 ára handbragði fjölskyldunnar. Að öðru leyti hefur saltfiskvinnsla alltaf verið mjög fyrirferðarmikil hjá Hjálmari ehf., en allar slíkar afurðir, ásamt öðrum afla sem ekki er gert að í húsi, eru gjarnan seld á fiskmarkaði.

Á sjó og í landi

Hluti af áhöfn Haukabergs SH-20 árið 2006.

Tangi, vinnsluhús.

Hjá Hjálmari ehf. starfa í dag að jafnaði á bilinu 10-15 manns og þar af 10 sjómenn á 105 tonna bátnum Haukabergi SH-20 sem hefur þjónað starfseminni dyggilega síðan 1974 og endst vel á löngum tíma, enda fleyinu verið vel viðhaldið með reglulegu millibili, í gegnum árin. Í landi starfa að jafnaði um fimm manns, allt starfsfólk sem býr að langri reynslu í breytilegri verkun ólíkra afurða og hefur tamið sér vandasöm vinnubrögð sem ekki eru á allra færi. Meðaltalsvelta fyrirtækisins á ársgrundvelli er um 150 milljónir króna.

Haukaberg SH-20 að vetrarlagi.


Sjávarútvegur | 75

M

Kristinn J. Friðþjófsson ehf. www.sjavaridjan.is

iðja vegu milli Hellissands og Ólafsvíkur á Snæfellsnesi, í þorpinu Rifi hefur Kristinn Jón Friðþjófsson sinnt sjávarútvegi og sjósókn og þannig þjónað dyggilega hlutverki sínu sem öflugur vinnuveitandi á svæðinu. Kristinn Jón var til margra ára mjög aflasæll skipstjóri, en starfrækir í dag ásamt fjölskyldu sinni útgerð og fiskvinnslu í Rifi. Samanlagður starfsmannafjöldi beggja fyrirtækja er um 50 manns.

Kristinn J. Friðþjófsson ehf. Sjávariðjan Rifi hf.

Útgerðin

Kristinn Jón Friðþjófsson er fæddur í Rifi árið 1941 og hóf snemma að stunda sjómennsku ásamt bróður sínum, Sævari, og föður, Friðþjófi Guðmundssyni. Árið 1974 hóf Kristinn Jón útgerð í eigin nafni, ásamt konu sinni Þorbjörgu Alexandersdóttur. Skipið var 235 lesta stálskip, Hamar SH-224, sem hann gerir enn út. Í útgerðartíð Kristins Jón hafa verið stundaðar almennar bolfiskveiðar á línu, net og troll á skipinu. Á fyrstu árum útgerðarinnar voru stundaðar síld- og loðnuveiðar á haustin og nokkrar sumarvertíðar voru stundaðar rækjuveiðar. Árið 1997 var bætt við útgerðina tveimur smábátum, Jarlinum og Litla-Hamri sem báðum var róið af sonunum Alexander og Halldóri. Jarlinn var gerður út á handfæri tvö sumur og síðan seldur, en Litli-Hamar hefur verið gerður út á línu fram til dagsins í dag. Á sama tíma var byrjað að kaupa veiðiheimildir í aflakrókamarkskerfi og hafa þær vaxið jafnt og þétt. Árið 2005 var smíðaður 15 lesta línubátur, Sæhamar SH-223 og er hann enn í dag gerður út. Í dag telur flotinn í heild sinni fimm báta sem eru; Hamar SH-224, Litli-Hamar SH-222, Sæhamar SH-223 og Stakkhamar 1 SH-220.

Kristinn Jón Friðþjófsson og Þorbjörg Alexandersdóttir ásamt börnum sínum þeim Erlu, Halldóri og Alexander.

Fiskvinnslan Árið 1994 stofnuðu hjónin fiskvinnslufyrirtækið Sjávariðjuna Rifi, ásamt börnum sínum. Erla hefur lengst af verið framkvæmdastjóri vinnslunnar, Halldór skipstjóri á Sæhamri og Alexander vélstjóri en hann starfar einnig sem framleiðslu- og útgerðarstjóri. Kristinn og Þorbjörg eiga einnig dæturnar Bergþóru og Kristjönu, sem unnu í vinnslunni fyrstu árin. Starfsemi Sjávariðjunnar Rifi felst í fullvinnslu á fyrsta flokks sjávarafurðum úr þorski. Stærstum hluta afurðanna er pakkað ferskum í frauðplastkassa og þær sendar flugleiðis á áfangastaði í Evrópu. Um 1.700 tonn af hráefni fara í gegnum vinnsluna á hverju ári.

Sæhamar SH-223.

Hamar SH-224.

Úr vinnslusal.


76 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

hraðfrystihús hellissands hf. www.hellissandur.is

Ú

tgerðarfyrirtæki Hraðfrystihúss Hellissands hf. á að baki yfir 60 ára sögu og er því eitt af elstu og rótgrónustu fyrirtækjum á sínu sviði hér á landi. Reksturinn hefur á löngum ferli farið í gegnum marga öldudali sem styrk stjórn fyrirtækisins hefur ávallt staðið af sér. Óhætt er að segja að Hraðfrystihúsið sé burðarásinn í atvinnulífi Hellissands og Rifs því fjöldi heimila og þjónustufyrirtækja byggir afkomu sína á tilvist þess og velgengni.

Söguágrip Stjórn Hraðfrystihúss Hellissands hf. : Eiríkur Tómasson formaður Örvar Ólafsson Ólafur Rögnvaldsson

Vinnsluhúsið.

Hraðfrystihús Hellissands hf. var stofnað á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar árið 1941. Fyrir þann tíma hafði ekki verið fyrir hendi nein aðstaða til fullvinnslu sjávarafurða. Slæmar samgönguleiðir einangruðu plássið mjög mikið og því var erfitt um vik að koma aflanum burt. Ekki voru fyrir hendi neinir vegir fyrir Ólafsvíkurenni né fyrir jökul og því þurfti venjulegast að sæta sjávarföllum til að geta ekið fjöruleiðina fyrir Ennið. Eina úrræðið í stöðunni var að íbúar og útgerðarmenn á staðnum mundu taka höndum saman og setja á fót frystihús, en á þessum tíma voru þau óðum að setja svip sinn á sjávarútveginn í landinu. Á fyrstu árunum gekk fyrirtækið í gegnum mikla erfiðleika og lá við gjaldþroti hvað eftir annað. Um miðbik aldarinnar gegndi Sigurður Ágústsson starfi þingmanns fyrir Snæfellinga. Hann tók málið upp á sína arma og fékk vin sinn, Rögnvald Ólafsson frá Brimilsvöllum, til þess að taka við rekstrinum. Með tilkomu Rögnvaldar árið 1950 var hafist handa við að leita eftir auknu hlutafé í Reykjavík. Það gekk eftir og meðal nýrra hluthafa var Kristján Jóhann Kristjánsson hjá Kassagerð Reykjavíkur sem ásamt fleiri fjárfestum lagði fé í fyrirtækið. Hlutafjáraukningin varð til þess að skjóta styrkari stoðum undir reksturinn og koma honum á réttan kjöl. Með bættari samgöngum, stærri bátum og betri hafnaraðstöðu á Rifi fóru málin að snúast til betri vegar. Meiri afli barst að landi sem skilaði sér í tryggari atvinnu á svæðinu. Á sjöunda áratugnum var svo komið að nauðsynlegt þótti að fullnýta afurðirnar betur með fjölbreyttari vinnsluaðferðum. Samhliða frystingu var farið út í skreiðar- og saltfiskverkun auk þess sem fiskimjölsverksmiðja hafði verið starfrækt frá árinu 1952. Þrátt fyrir dafnandi hag gekk reksturinn oft í gegnum miklar þrengingar. Árið 1983 varð fyrirtækið fyrir sviplegu tjóni þegar fyrstihúsið brann til grunna. Eftir það var tekin ákvörðun um að byggja nýtt frystihús á hafnarbakkanum við Rif og var það tekið í notkun árið 1984.

Vinnsla Árið 1987 hóf fyrirtækið að einbeita sér enn frekar að rækjuveiðum, enda Vesturlands- og Vestfjarðamiðin annáluð veiðisvæði að þessu leyti. Rækjuvinnslan varð mjög umfangsmikil á tímabili og var í því skyni byggð upp fullkomin verksmiðja til að fullvinna afurðirnar. Á síðari hluta tíunda áratugarins kom mikið bakslag í rækjustofninn hér við land sem varð þess valdandi að veiðiheimildir minnkuðu til mikilla muna. Í kjölfarið lagði sjávarútvegsráðuneytið fram reglugerð um bann við veiðum án svokallaðrar seiðaskilju og hefur hún gilt fram á þennan dag. Þetta varð til þess að rækjuveiðar lögðust af hjá Hraðfrystihúsinu. Samdrátturinn lét einnig á sér kræla á öðrum sviðum vinnslunnar. Vegna áherslubreytinga á markaði kom að því í kringum 1990 að skreiðar- og saltfiskverkun lagðist af ásamt rekstri fiskmjölsverksmiðjunnar. Á árunum 1990-2002 snérist vinnslan nær alfarið um útflutning á ferskum og frystum þorskflökum á Bandaríkjamarkað. Megnið af afurðunum er flutt flugleiðina yfir til meginlandsins og er unnið eftir þeirri þumalfingursreglu að aldrei líði meir en sólahringur


Sjávarútvegur | 77

Rifsnes SH-44.

frá því að vöru er pakkað og þangað til að hún er afhent dreifingaraðila ytra. Þorskveiðiheimildir fyrirtæksins á ári nema um 2.100 tonnum en aðrar tegundir á borð við ýsu, ufsa og steinbít skipta með sér um 500 tonnum á ári.

Floti Hraðfrystihúsið fór frekar seint út í eigin bátaútgerð. Árið 1980 keypti fyrirtækið ásamt Baldri Kristinssyni 230 tonna skip, Rifsnes SH-44, sem er útbúið öllum helstu veiðarfærum en hefur þó að mestu verið gert út á troll. Hlutur Baldurs var keyptur út árið 1999 og eignaðist Hraðfrystihúsið þá skipið að fullu. Undanfarin ár hefur verið lögð aðaláhersla á útflutning á ferskum fiski til meginlandsins. Til að tryggja betur öflun hráefnis festi Hraðfrystihúsið kaup á 668 brúttótonna skipi árið 2008, það fékk nafnið Örvar SH-777 og leysti eldra skip með sama nafni af hólmi en það skip var keypt árið 1993. Þess má geta að bæði skipin eru í fullri notkun hjá fyrirtækinu í dag og starfa á þeim 28 manns. Í landvinnslu starfa hinsvegar 45 manns.

Stjórnendur og hluthafar Árið 1974 hóf núverandi framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins, Ólafur Rögnvaldsson (f. 1954), störf hjá föður sínum, en hann hafði þó verið viðloðandi fyrirtækið frá barnsaldri. Rögnvaldur Ólafsson féll frá árið 1994 og hefur Ólafur stjórnað rekstrinum upp frá því. Rögnvaldur og Örvar, synir Ólafs, hafa komið í auknum mæli að stjórn fyrirtækisins, Rögnvaldur hóf störf árið 1998 og Örvar árið 2012. Ólafur Rögnvaldsson og fjölskylda hans eru eigendur alls hlutafjár í Hraðfrystihúsi Hellissands hf.

Örvar SH-777.


78 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

hraðfrystihúsið – gunnvör hf. www.frosti.is

H Einar Valur Kristjánsson framkvæmdastjóri.

raðfrystihúsið – Gunnvör hf. er vestfirskt sjávarútvegsfyrirtæki sem stundar útgerð, fiskvinnslu og fiskeldi. Það gerir út frystitogarann Júlíus Geirmundsson ÍS-270 og ísfisktogarana Pál Pálsson ÍS-102 og Stefni ÍS-28. Afli þeirra undanfarin ár hefur verið 11−12 þúsund tonn á ári. Auk þess hefur báturinn Valur ÍS-20 stundað rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi. Bolfiskvinnsla fyrirtækisins er í Hnífsdal og á Ísafirði þar sem aðallega er unninn þorskur, ýsa og ufsi en aðrar fisktegundir eru seldar á markaði. Fyrirtækið er með umsvifamikið eldi á þorski í Álftafirði og Seyðisfirði. Það á auk þess stóran hlut í fiskeldisstöðinni Háafelli ehf. á Nauteyri í Ísafjarðardjúpi þar sem seiði eru alin áður en þau fara til áframeldis í sjókvíum. Um 500–1.000 tonnum af eldisfiski hefur verið slátrað árlega og er stefnt að því auka það magn í allt að 7.000 tonn á næstu árum. Ein af hliðargreinum fiskeldisins er niðursuða á þorsklifur og er sú starfsemi í Súðavík. Rannsóknir og þátttaka í þróunarstarfi hefur verið stór þáttur í fiskeldinu og farið vaxandi. Undanfarinn áratug hefur fyrirtækið einnig lagt aukna áherslu á bætta meðferð hráefnis og hefur kæling með ískrapa leikið þar lykilhlutverk. Í tengslum við það hafa verið unnin ýmis þróunarverkefni með Matís og 3X Technology. Velta fyrirtækisins hefur undanfarin ár verið 4–5 milljarðar króna á ári. Starfsmenn eru um 200 í 140 stöðugildum og launakostnaður um 1,5 milljarðar á ári.

Sagan

Starfsstöðin í Hnífsdal.

Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. varð til við sameiningu Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal og Gunnvarar hf. á Ísafirði árið 1999. Hraðfrystihúsið hf. var stofnað 19. janúar 1941 er nokkrir Hnífsdælingar tóku sig saman um stofnun þess. Fyrstu stjórnina skipuðu Páll Pálsson formaður, Elías Ingimarsson og Hjörtur Guðmundsson. Fyrirtækið hóf fljótlega móttöku afla til frystingar og á sjötta áratug síðustu aldar gerðist það hluthafi í útgerðarfélögum til þess að hægt væri að kaupa stærri báta. Skuttogarinn Páll Pálsson ÍS-102 bættist í flota Hnífsdælinga í ársbyrjun 1973 og varð þá meðferð aflans með öðrum hætti en verið hafði. Ís var framleiddur um borð í skipinu og fiskurinn ísaður í kassa sem auðveldaði alla vinnu við löndun og vinnslu. Fyrirtækið Gunnvör hf. var stofnað á Ísafirði 7. október 1955 og voru stofnendur Jóhann Júlíusson, Margrét Leósdóttir, Þórður Júlíusson, Bára Hjaltadóttir, Jón B. Jónsson og Helga Engilbertsdóttir. Fyrirtækið lét byggja 47 tonna bát hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar á Ísafirði og var hann tilbúinn til veiða í febrúar 1956. Hlaut hann nafnið Gunnvör ÍS-270. Fyrsti skuttogari Gunnvarar hf. var Júlíus Geirmundsson ÍS-270 sem kom til landsins árið 1972. Nýr frystitogari, er bar sama nafn, var smíðaður í Póllandi árið 1989. Árið 1957 keypti Gunnvör hf., ásamt fjórum öðrum útgerðarfélögum, stóran hluta í Íshúsfélagi Ísfirðinga hf. sem stofnað var árið 1912. Hafði því fyrirtæki reynst erfitt að afla hráefnis til vinnslu en það breyttist með aðild útgerðanna og á næstu árum varð mikil uppbygging á húsakosti félagsins við Eyrargötu á Ísafirði. Um 1990 keypti Íshúsfélagið togarana Framnes ÍS-708 frá Þingeyri og Gylli ÍS-261 frá Flateyri, sem hlaut nafnið Stefnir ÍS 28. Árið 1994 eignaðist Gunnvör hf. nær allt hlutafé í Íshúsfélaginu.


Sjávarútvegur | 79

Páll Pálsson ÍS-102.

Framleiðsla og markaðsmál Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. byggir á gömlum merg og hluti aflaheimilda fyrirtækisins er tilkominn vegna aflareynslu fyrir daga kvótakerfisins. Aflaheimildir hafa hins vegar dregist saman vegna minni heildarafla og tilfærslu til annarra skipaflokka. Til að koma í veg fyrir samdrátt í starfsemi fyrirtækisins voru keyptar aflaheimildir og þær sameinaðar á færri skip. Var sú fjárfesting nauðsynleg til að nýta betur afkastamikil skip og fiskvinnslustöðvar, tryggja atvinnu og verja mikilvæg viðskiptasambönd í sölu sjávarafurða. Áratuga gömul viðskiptasambönd við kaupendur erlendis eru félaginu dýrmæt. Þannig hafa t.d. í meira en tvo áratugi verið framleidd sjófryst þorskflök fyrir ensku skyndibitakeðjuna Fish’n´Chick´n á Bretlandseyjum. Þá hefur talsverður hluti framleiðslu fyrirtækins verið léttsaltaðar þorskafurðir sem grundvallast á markaðsstarfi um árabil í samstarfi við Icelandic Iberica, dótturfyrirtæki Icelandic Group á Spáni. Forsendan fyrir velgengni á þessum mörkuðum byggist á gæðum hráefnis og vinnslu jafnframt því að geta ávallt tryggt afhendingu á réttum tíma.

Vinnsla í Hnífsdal.

Stjórn og starfsfólk Stjórn félagsins skipa: Kristján G. Jóhannsson formaður Gunnar Jóakimsson Guðmundur A. Kristjánsson Varastjórn: Inga S. Ólafsdóttir Kristinn Þ. Kristjánsson Ólafur Gunnlaugsson Framkvæmdastjóri: Einar Valur Kristjánsson Aðrir helstu stjórnendur eru: Kristján G. Jóakimsson, framleiðslu- og markaðsstjóri Sverrir Pétursson útgerðarstjóri Jón Grétar Kristjánsson fjármálastjóri Helga Jóakimsdóttir skrifstofustjóri Sveinn Guðjónsson, verksmiðjustjóri fiskvinnslu Starfsmannafélag Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. var stofnað árið 2001 og hefur J. Andrés Guðmundsson verið formaður þess frá upphafi.

Fiskeldi í Ísafjarðardjúpi.


80 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

huginn

Ú

www.huginn.is

Kristín Pálsdóttir og Guðmundur Ingi Guðmundsson.

Huginn VE-56, fyrsti Huginn 1959.

Huginn II VE-55, smíðaður í Noregi 1964.

Huginn VE-55, smíðaður í Mandal 1975.

tgerðarfyrirtækið Huginn er með höfuðstöðvar sínar í Vestmannaeyjum. Fyrirtækið gerir út 1135,7 brúttórúmlesta nóta- og togveiðiskipið Huginn VE-55. Saga fyrirtækisins hófst árið 1959 þegar Guðmundur Ingi Guðmundsson og Óskar Sigurðsson keyptu 41 tonna trébát sem hlaut nafnið Huginn VE-65. Fimm árum síðar, eða árið 1964 létu þeir smíða fyrir sig nýtt 200 tonna stálskip í Noregi, Huginn II VE-55, sem reyndist mikið happaskip. Gamla trébátinn seldi fyrirtækið hins vegar til Suðurnesja. Með Guðmund Inga við stjórnvölinn var Huginn II oft aflahæst og Guðmundur oft Fiskikóngur Vestmannaeyja og aflakóngur Íslands. 1968 keyptu Guðmundur Ingi og eiginkona hans, Kristín Pálsdóttir, hlut Óskars í útgerðinni og alla tíð síðan hefur útgerðin verið í meirihlutaeigu fjölskyldunnar. Nafn útgerðarinnar og skipa þess, Hugin má finna í goðafræðinni. Huginn var annar hrafna Óðins en eins og hrafninn forðum, skiluðu skip útgerðarinnar sínu verki með sóma og áhöfn heilli í land. Huginn aflaði frétta fyrir húsbónda sinn en skip útgerðarinnar afla með öðrum hætti en með jafn góðum árangri og hrafninn. Nafnið hefur reynst útgerðinni farsælt. 1973 var nýtt skip smíðað fyrir útgerðina í Mandal í Noregi og afhent útgerðinni ári síðar. Skipið fékk nafnið Huginn VE-55 og reyndist útgerðinni vel, eins og önnur skip í eigu þess. 1998 var svo ráðist í smíði á myndarlegu skipi í Chile, núverandi skip útgerðarinnar sem fékk sama nafn, Huginn VE-55 en eldra skipið var selt til Rússlands árið 2003. Útgerðin gerði bæði skipin út um tíma, m.a. á loðnuvertíð 2002. Núverandi skip er eitt af öflugustu skipunum í íslenska fiskiskipaflotanum, vel búið tækjum og sérstaklega útbúið til nóta- og flotvörpuveiða. Það var þó ekki fyrr en um mitt árið 2001 sem skipið var afhent en ytri aðstæður, m.a. gengi íslensku krónunnar, urðu til þess að tafir urðu á afhendingu og smíði skipsins. Við þessar aðstæður breyttist eignarhald útgerðarinnar. SR mjöl bættist í hluthafahópinn með 14% eignaraðild, sem síðar var aukin í 43% árið 2002. Seinni hlutafjáraukningin var notuð til að setja niður vinnsludekk í nýja skipið. Eftir að Síldarvinnslan eignaðist svo SR-mjöl varð uppi ágreiningur um stefnu útgerðarinnar, sem endaði með því að fjölskylda Guðmundar Inga keypti hlut Síldarvinnslunnar vorið 2005 og seldi Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum 48% hlut. Á sama tíma breyttist hluthafahópur fjölskyldu Guðmundar Inga Guðmundssonar. Eftir þetta var eignaraðild þannig að Vinnslustöð Vestmannaeyja á 48% hlut í útgerðinni, Guðmundur Ingi Guðmundsson, Kristín Pálsdóttir og synir þeirra, Guðmundur Huginn, Páll Þór og Gylfi Viðar áttu 52%. Þannig er eignarhald Hugins í dag. Guðmundur Ingi lést 14. júní 2006 á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Guðmundur Ingi greindist með Parkinson veikina tíu árum áður og var vistmaður á Heilbrigðisstofnuninni síðasta rúma árið. Útgerðarfyrirtækið Huginn ehf. er gott dæmi um rekstur í sjávarútvegi þar sem yfirbygging er ekki að sliga fyrirtækið. Þar er meira hugsað um hagnýta hluti en ytra útlit. Stjórnendur fyrirtækisins hafa ekki leitast eftir því að vera í sviðsljósinu með rekstur sinn, heldur einblínt á að auka afköst og aflanýtingu og bæta aðbúnað starfsmanna sinna. Páll Þór Guðmundsson hefur verið framkvæmdastjóri útgerðarinnar frá árinu 2001 en auk þess eru við stjórnvölinn bræður hans, þeir Guðmundur Huginn og Gylfi Viðar. Guðmundur Huginn hefur starfað hjá fyritækinu frá 17 ára aldri en hann útskrifaðist frá Stýrimannaskólanum 1980 og varð strax stýrimaður og afleysingaskipstjóri. Síðan 1995 hefur hann verið aðalskipstjóri Hugins VE-55 og jafnframt setið í stjórn útgerðarinnar.


Sjávarútvegur | 81

Huginn VE-55, smíðaður í Cile 2001.

Gylfi Viðar hefur einnig starfað lengi hjá útgerðinni, eða frá 18 ára aldri. Hann lauk námi í Stýrimannskólanum 1989 og hefur verið stýrimaður og afleysingaskipstjóri síðan 1995. Páll Þór útskrifaðist frá Stýrimannskólanum 1986 og starfaði sem stýrimaður og afleysingaskipstjóri á togurum áður en hann tók við sem framkvæmdastjóri Hugins. Bræðurnir hlutu gott uppeldi Guðmundar Inga og hafa erft hæfileika föður síns til að fiska. Stjórn fyrirækisins er þannig skipuð að Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson er stjórnarformaður en aðrir stjórnarmeðlimir eru Páll Þór Guðmundsson, Sindri Viðarsson, Guðmundur Huginn Guðmundsson og Gylfi Viðar Guðmundsson Fyrirtækið hefur undanfarin ár nær eingöngu stundað uppsjávarveiðar á síld, loðnu, makríl og kolmunna. Þá fór útgerðin fremst í flokki í tilraunaveiðum á makríl og gulldeplu, sem reyndist ágæt búbót. Hjá útgerðinni starfa rúmlega 30 manns, langflestir í áhöfn skipsins.

Áhöfn Hugins II 1972, aflakóngar og fiskikóngar.

Huginn II.

Netaveiðar 1970.


82 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

jakob valgeir ehf.

Ú

www.sax.is

tgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir ehf. í Bloungarvík er gott dæmi um fyrirtæki sem vex upp af litlum sprota. Lítil skel verður að stærra fleyi sem ber meiri afla að landi og skapar smám saman atvinnu fyrir fólk og verðmæti fyrir byggðarlagið og þjóðina til lengri tíma. Bræðurnir Flosi og Finnbogi Jakobssynir komu fyrirtækinu á laggirnar. Þeir höfðu áður stundað sjómennsku fyrir vestan en undir niðri blundaði löngun til að geta orðið sjálfstæður og sjálfum sér nægur. Ekki var það hugmyndin í upphafi að koma upp stórfyrirtæki heldur einungis að hafa í sig og á án þess að vera öðrum háður. Flosi var stýrimaður til margra ára á togara en vildi hefja útgerð á eigin spýtur og fór að leita sér að trillu.

Húsnæði félagsins.

Í apríl 1985 var svo fyrirtækið formlega stofnsett og serist starfsemin í kringum að reka einn Bátalónsbát, Jakob Valgeir ÍS-84. Ekki leið þó á löngu þar til þeir hófu að reka litla fiskvinnslu í leiguhúsnæði til að vinna þann afla sem kom að landi en tveimur árum síðar var búið að koma henni fyrir í eigin húsnæði að Grundarstíg 5. Þar er fyrirtækið enn til húsa og er starfrækt þar að mestu. Fyrstu árin störfuðu 6 manns hjá Jakobi Valgeiri ehf. Þegar fyrirtækið var farið að vaxa var orðið brýnt að finna einhvern traustan meðeiganda inn í félagið þar sem umsýsla og utanumhald fór að verða talsvert flóknara og verið að færa út kvíarnar. Finnbogi fékk þá Jakob Valgeir til liðs við sig til að sjá um reksturinn. Hann hafði verið meðeigandi frá árinu 1997 en árið 2004 keyptu þeir feðgar hlut Finnboga í félaginu. Flosi og fjölskylda eiga nú 81% í félaginu. Framkvæmdastjóri er Jakob Valgeir Flosason en bróðir hans, Guðbjartur Flosason, er vinnslustjóri. Flosi Valgeir Jakobsson er útgerðarstjóri. Félagið hafði á síðasta kvótaári til ráðstöfunar um 4.300 þorskígildistonn. Félagið gerir út beitningarbátinn Þorlák ÍS-15 og tvo línubáta, þá Guðmund Einarsson ÍS-155 og Sirrý ÍS-84. Ef ekki hefði verið fyrir tiltrú Sólbergs Jónssonar, sparisjóðsstjóra í Bolungarvík, á fyrirtækinu er ekki víst að það hefði farið eins vel af stað og raun ber vitni. Flosi hefur verið honum afar þakklátur í gegnum árin. Í dag starfa um 100 manns hjá fyrirtækinu sem telja um það bil 73 ársverk. Við vinnsluna starfa um 40 manns, áhöfnin á Þorláki telur 16 manns, 6 manns eru á dag­ róðrabátunum tveimur, 21 við beitningu og 3 á skrifstofunni.

Fiskvinnsla.


Sjávarútvegur | 83

Bátafloti félagsins.

Fyrirtækið hefur sérhæft sig í vinnslu léttsaltaðra þorskafurða sem fluttar eru nær eingöngu út til Suður-Evrópu. Einnig er þar unnin ýsa og steinbítur sem fer að mestu til Bretlands og Frakklands. Langflestir starfsmenn fiskvinnslunnar hafa sótt sérhæft fiskvinnslunámskeið og hefur það stórbætt bæði vinnslu, vinnuaðferðir og afkastagetu. Starfsmannafélag Jakobs Valgeir ehf. var stofnað árið 2006 og hafa félagsmenn farið í tvær utanlandsferðir. Ýmsar uppákomur eru reglulega og er virkni starfsmannafélagsins til þess fallin að auka á starfsánægju þeirra sem vinna hjá fyrirtækinu. Jakob Valgeir ehf. styður dyggilega við bakið á félaginu. Það má vera ljóst að fyrirtækið Jakob Valgeir ehf. lætur grunnatvinnuveg þjóðarinnar vaxa og dafna og á sinn stóra þátt í uppbyggingu samfélagsins fyrir vestan.

Snyrtilína.

Beitning.


84 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Kg fiskverkun ehf.

S

ögu KG má rekja til ársins 1955 þegar Kristján Guðmundsson samdi um nýsmíði á fiskiskipi við skipasmíðastöð í Esbjerg í Danmörku sem fékk nafnið Tjaldur SH-175 sem kom til landsins í febrúar 1956. Árið 1964 hóf Kristján að verka fisk á Rifi þar sem hann hafði stundað útgerð um skeið. Árið eftir reisir hann fiskverkun þar sem bæði var verkuð skreið og saltfiskur. Á þessum árum er keypt nýlegt stálskip byggt á Ísafirði, í samstarfi við aðra, sem einnig fékk nafnið Tjaldur. KG fiskverkun er stofnuð árið 1989 upp úr einkarekstri Kristjáns af honum sjálfum og sonum hans, Hjálmari og Guðmundi. Við upphaf kvótakerfisins var félagið aðeins með einn bát í rekstri og fékk mjög lítinn kvóta úthlutaðan á þann bát. Fiskverkunin hafði að mestu byggst upp á því að kaupa fisk af norðlenskum vertíðarbátum sem stundað höfðu veiðar í Breiðarfirði. Eftir upptöku kvótakerfisins hættu Norðlendingar að koma á vertíð í Breiðarfjörð og var það ein ástæða þess að félagið hóf kaup á varanlegum aflaheimildum. Árið 1991 var tekin ákvörðun um að láta smíða tvö stór og fullkomin línuveiðiskip í Noregi sem komu til landsins árið eftir og fengu nafnið Tjaldur og Tjaldur II. Þetta voru fyrstu skipin sem voru smíðuð fyrir Íslendinga sem sérhönnuð línuveiðiskip. Fyrirtækinu er skipt upp árið 1998 af Hjálmari og Guðmundi og tók Hjálmar þá aflarið við rekstri KG fiskverkunar á Rifi en Guðmundur við rekstri Tjalds. Keyptur var bátur sem fékk nafnið Faxaborg og var hann í notkun til ársins 2007 þegar Tjaldur var aftur keyptur til KG fiskverkunar.

Saltfiski pakkað.


Sjávarútvegur | 85

Tjaldur SH-270. Á bakvið bátinn má sjá í húsnæði fyrirtækisins.

Í dag er KG fiskverkun sérhæft saltfiskverkunarfyrirtæki með sérhæfingu á gæðasaltfiskflökum á Spánarmarkað í nánu samstarfi við kaupendur. Árið 2007 var nýtt og fullkomið fiskverkunarhús tekið í notkun við höfnina á Rifi. Nú starfa um 45 manns hjá félaginu, þar af 21 á sjó. Hjálmar er forstjóri og eiginkona hans, Lydía Rafnsdóttir, er stjórnarformaður KG fiskverkunar og eru þau einu eigendur fyrirtækisins. Hjálmar ásamt sonum sínum Fannari og Daða sjá um allan daglegan rekstur félagsins, útgerð, vinnslu og sölu á saltfiski til Spánar.

Fiskurinn saltaður.

Saltfiskurinn skoðaður og metinn.


86 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

klofningur ehf.

S

www.kl.is

jávarþorpið Suðureyri stendur við Súgandafjörð, sem er nyrstur svokallaðra Vesturfjarða á Vestfjarðakjálkanum. Fjörðurinn er langur og þorpið stendur yst í honum að sunnanverðu og stendur Suðureyri ásamt Bolungarvík á elsta bergi Íslands. Suðureyri er hluti af Ísafjarðarbæ sem m.a. er myndaður af þorpunum Þingeyri við Dýrafjörð og Flateyri við Önundarfjörð, auk Ísafjarðar, sem stendur við Skutulsfjörð í Ísafjarðardjúpi. Árið 1996 voru fyrrnefnd byggðarlög í Ísafjarðarbæ tengd saman með jarðgöngum, sem eru samtals um tíu kílómetrar að lengd. Upphaf fastrar byggðar á Suðureyri við Súgandafjörð má rekja til aldamótanna 1900 þegar fyrsta húsaþyrpingin myndaðist. Samgöngur við Suðureyri voru þá nánast eingöngu bundnar skipaferðum. Á þessum árum kom sér vel að eiga jörð, sem var í senn hentug til sauðfjárbúskapar og sjóróðra. Nálægðin við gjöful fiskimið hefur gert Suðureyri að eftirsóknarverðum útgerðarstað.

Vistvænn staður – sjálfbærar veiðar Sjávarþorpið Suðureyri er vistvænt þorp. Þaðan er gerður út fjöldi smábáta sem sækir á hin gjöfulu fiskimið svæðisins. Fiskurinn er ýmist veiddur á línu eða handfæri og unninn að mestu leyti í Fiskvinnslunni Íslandssögu, nýr og ferskur, strax og honum hefur verið landað. Nú býðst gestum, sem heimsækja Sjávarþorpið Suðureyri, að gerast hásetar á smábát, til að upplifa alvöru veiðiferð, og einnig að kynna sér vinnubrögðin í beitningaskúr og sjá hvernig línan er undirbúin fyrir veiðiferðina.

Ferskt hráefni – nútíma fiskvinnsla Eftir fengsæla dagsferð koma smábátarnir að landi með glænýjan fisk til vinnslu í Sjávarþorpinu Suðureyri. Hjá Fiskvinnslunni Íslandssögu eru í boði skipulagðar skoðunarferðir fyrir þá sem vilja kynna sér nútíma, hátækni fiskvinnslu. Þar er fiskurinn fullunninn á örstuttum tíma og pakkaður í neytendaumbúðir fyrir erlenda markaði. Aðeins 36 stundum frá því að komið er með fiskinn að landi í sjávarþorpinu, er hann kominn í söluborð stórmarkaða víða um Evrópu. Sjómenn í Sjávarþorpinu Suðureyri kappkosta að stunda sjálfbærar, vistvænar veiðar, í fullkominni sátt við náttúruna. Þeir vita að með því tryggja þeir framtíð sína og barna sinna. Allir, sem heimsækja Sjávarþorpið Suðureyri, ættu að nota tækifærið og upplifa og gæða sér á framleiðsluvörum þorpsins, á sjávarréttaveitingahúsinu Talisman.

Ekkert til spillis Mikil áhersla er lögð á fullvinnslu þess afla sem komið er með að landi í Sjávarþorpinu Suðureyri. Fyrirtækið Klofningur hefur sérhæft sig í úrvinnslu aukaafurða úr fiski og náð afar athyglisverðum árangri. Það sem ekki er unnið í Fiskvinnslunni Íslandssögu, svo sem hausar og afskurður, fer til frekari vinnslu í fyrirtækinu Klofningi. Þar eru fiskhausarnir þurrkaðir við jarðvarma og síðan fluttir til Nígeríu þar sem þeir eru notaðir í súpur. Það sem ekki fer til manneldis er hakkað og fryst í dýrafóður og m.a. flutt út til Danmerkur. Ekki er nauðsynlegt að nota vörubretti við flutninginn á fóðrinu, þar sem dýrafóðrið er í frystingunni mótað á sérstakan hátt sem bretti, og sparast þar með umbúðir, sem síðar þyrfti að farga með ærnum kostnaði og tilheyrandi mengun.


Sjávarútvegur | 87

Súgfirðingar hafa lagt metnað sinn í að fylgja þeirri nútímalegu umhverfisstefnu að nýta helst endurnýjanlega orku, þar sem því verður við komið, spara aðra orkugjafa, svo sem olíu, og lágmarka úrgang og mengun. Þannig vilja þeir byggja upp Sjávarþorpið Suðureyri.

Orkan úr firðinum Sjávarþorpið Suðureyri er eini þéttbýliskjarninn í Ísafjarðarbæ sem býr við þau forréttindi að njóta jarðvarma. Rétt innan við þorpið eru borholur, sem úr kemur nægilegt vatn til að hita öll húsin í þorpinu og auk þess sundlaugina, sem er eina útisundlaugin í Ísafjarðarbæ og öll hin glæsilegasta. Í botni Súgandafjarðar er einnig að finna vatnsaflsvirkjun, sem m.a. framleiðir rafmagn fyrir Súgfirðinga. Sjávarþorpið Suðureyri er því nokkurn veginn sjálfbært hvað orkuöflun varðar. Það má því segja að erfitt sé að finna vistvænna sjávarþorp en Suðureyri við Súgandafjörð. Á Vestfjörðum finnst jarðhiti á mörgum stöðum, en óvíða svo nálægt þéttbýli að hagkvæmt sé að nýta hann til húshitunar. Súgandafjörður er eini þéttbýlisstaðurinn í Ísafjarðarbæ sem getur nýtt jarðhitann til húshitunar. Sundlaugar hafa verið byggðar á Vestfjörðum í nágrenni við jarðhita, svo sem í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi, í Tálknafirði og í Strandasýslu. Sundlaugin í Sjávarþorpinu Suðureyri hefur mikið aðdráttarafl og þangað koma íbúar víða að úr Ísafjarðarbæ auk ferðamanna, sem heyrt hafa af lauginni. Það er þægilegt að geta skroppið í laugina og heitu pottana eftir annríki dagsins og slappað þar af í heilnæmu vatninu.


88 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

loðnuvinnslan hf.

L

www.lvf.is

oðnuvinnslan hf. (LVF) var stofnuð 29. október 2001 og er dótturfélag Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga (KFFB) sem var stofnað 6. ágúst 1933. Þessi breyting, að færa reksturinn í hlutafélag, var m.a. gerð til þess að skapa atvinnustarfsemi kaupfélagsins betri rekstrarmöguleika til framtíðar litið og ekki síst til þess að reksturinn hefði möguleika á því að taka inn áhættufé í formi hlutafjár þegar um stærri verkefni væri að ræða. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga er í dag eitt af fáum kaupfélögum sem enn lifir á Íslandi og hefur það því staðið af sér stjórsjóa í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi í tæp 80 ár. Í fyrstu stundaði félagið eingöngu verslunarrekstur, en smátt og smátt varð sjávarútvegurinn stöðugt stærri þáttur í starfsemi félagsins. Fiskverkun hófst þegar á fyrstu árum félagsins, en útgerð árið 1953. Kaupfélagið hefur með dótturfyrirtækjum sínum verið um áratugaskeið langstærsti atvinnurekandinn á Fáskrúðsfirði. Frá 1. janúar 2002 hefur kaupfélagið nánast verið rekið sem eignarhaldsfélag eftir að sjávarútvegs- og iðnaðarstarfsemi þess var flutt yfir í hið nýja félag Loðnuvinnsluna hf. Á árunum 1994 til 2001 var starfandi hlutafélag með sama nafni sem rak fiskimjölsverksmiðju sem byggð var árið 1995 og tók til starfa í janúar 1996. Kaupfélagð átti 42% eignarhlut í umræddu félagi. Þetta félag var einnig sameinað hinu nýja félagi sem tók til starfa 1. janúar 2002 og hélt nafninu Loðnuvinnslan hf. Þessi nýja fiskimjölsverksmiðja hafði nokkra sérstöðu á sínum tíma, t.d. voru byggðir við hana fyrstu mjöltankarnir af stærri gerðinni sem byggðir voru hér landi. Frá þeim var komið fyrir sjálfvirkum losunarbúnaði sem flutti mjölið um borð í flutningaskip. Þá

Stjórn Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga, kaupfélagsstjóri og fulltrúi kaupfélagsstjóra. Fremri röð f.v.: Gísli J. Jónatansson kaupfélagsstjóri, Steinn B. Jónasson formaður, Kjartan Reynisson, fulltrúi kaupfélagsstjóra. Aftari röð f.v.: Elvar Óskarsson varaformaður, Elínóra K. Guðjónsdóttir ritari, Jónína G. Óskarsdóttir, Lars Gunnarsson, Magnús B. Ásgrímsson varamaður, Smári Júlíusson varamaður, Ármann Elísson varamaður.


Sjávarútvegur | 89

var sjálfvirkni verksmiðjunnar umtalsverð, því hún bjó yfir stærsta tölvukerfi sem sett hafði verið í slíka verksmiðju hérlendis. Rekstur fiskimjölsverksmiðju var ekki nýr fyrir Fáskrúðsfirðingum, því kaupfélagið hafði rekið fiskimjölsverksmiðju frá árinu 1951. Í dag á Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga um 83% eignarhlut í Loðnuvinnslunni hf., en 17% eiga um 180 hluthafar. Loðnuvinnslan hf. rekur í dag tvö frystihús, annað fyrir bolfisk og hitt fyrir uppsjávarfisk, fiskimjölsverksmiðju, síldarsöltun, gerir út ísfisktogarann Ljósafell SU 70 og fjölveiðiskipið Hoffell SU 80. Þá rekur LVF vélaverkstæði, rafmagnsverkstæði og trésmíðaverkstæði. Einnig starfrækir félagið frysti- og kæligeymslu sem er á viðlegukanti og ísframleiðslu með sjálfvirkri afgreiðslu. . Gísli J. Jónatansson hefur verið kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga frá því í desember árið 1975 og um leið framkvæmdastjóri dótturfélaga þess. Kaupfélagsstjórarnir hafa í gegnum tíðina jafnframt sinnt störfum framkvæmdastjóra í dótturfélögum KFFB með einni undantekningu þó, því Vilhjálmur Björnsson var fyrsti framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar hf., sem stofnað var 1940. Þau dótturfélög sem áður störfuðu en búið var að sameina kaupfélaginu voru m.a. þessi: Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar hf. (HFF) (1940-1993), Hvalbakur hf. (1977), Rósa hf. og Ragnaborg hf. Aðaltilgangur Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga er að beita sér fyrir öflugu atvinnulífi á Fáskrúðsfirði, en þó er félaginu heimilt að eiga aðild að atvinnustarfsemi utan félagssvæðisins. Kaupfélagið og Loðnuvinnslan hf. hafa með rekstri sínum tryggt heimamönnum atvinnu og ásættanleg búsetuskilyrði. Þá hefur náðst að tryggja eignarhald heimamanna á atvinnustarfseminni og þar með aflaheimildum. Félagsmenn í Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga eru tæplega 200. Starfsmenn Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslunnar hf. eru um 150 talsins.

Stjórn Loðnuvinnslunnar hf., framkvæmdastjóri og útgerðarstjóri. Fremri röð f.v.: Gísli J. Jónatansson framkvæmdastjóri, Friðrik M. Guðmundsson formaður, Kjartan Reynisson útgerðarstjóri. Aftari röð f.v.: Lars Gunnarsson varaformaður, Steinn B. Jónasson ritari, Elínóra K. Guðjónsdóttir, Elvar Óskarsson, Jóhannes Sigurðsson varamaður, Björn Þorsteinsson varamaður.

Hoffell SU-80.


90 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Lýsi hf.

L

www.lysi.is

ýsi hf. er stofnað árið 1938 af Tryggva Ólafssyni og Þórði bróður hans. Markmiðið var í upphafi að flytja út lýsi.

Fyrst um sinn var lýsi flutt á tunnum til Noregs en skömmu síðar var farið að flytja út þorskalýsi til Bandaríkjanna. Þar voru menn farnir að gera sér grein fyrir mikilvægi A- og D-vítamína þannig að í byrjun var D-vítamín einangrað úr lýsinu og því sem eftir sat var fleygt. Á þeim tíma var eins og menn hefði ekki hugmynd um möguleika þeirrar afurðar sem þeir voru með í höndunum. Þekking á vítamínum fór mjög vaxandi frá aldamótunum síðustu og margir farnir að gera sér grein fyrir mikilvægi þeirra í fæðunni. Íslendingar höfðu til margra ára notað lýsi í ýmsum tilgangi. Ekki aðeins til neyslu heldur sem smurningu á skinnstakka til sjós og roðskó eða til að lægja öldurnar við kinnunginn þegar á þurfti að halda eins og t.d. við að draga afla um borð. Fyrir nú utan nýtingu lýsis sem ljósgjafa í híbýlum manna hér á landi. Fáum sem engum A- og D-vítamíngjöfum var til að dreifa á þeim tíma áður en neysluvenjur Íslendinga fóru að verða meira í ætt við það sem þær eru nú til dags. Það er ekki fyrr en árið 1979 að mikilvægi Omega3 fitusýra verður ljós. Það uppgötvast meðal annars að líkami mannsins vinnur ekki Omega3 fitusýrur úr neinni annarri fæðu en þær eru aftur á móti bráðnauðsynlegar fyrir okkur. Omega fitusýrur skiptast í Omega6 sem eru jurtafita, Omega9 sem eru dýrafita og Omega3 sem eru fiskifita. Neysla á feitum fiski tryggir okkur nægilegt magn af þessum fjölómettuðu fitusýrum en lýsi er sú fiskafurð sem inniheldur mest af Omega3 og enn eru rannsóknir að leiða í ljós hvað þessar fitusýrur gera fyrir t.d. heilann í okkur. Árið 1979 gerðu danskir læknar þá uppgötvun með rannsóknum sínum að neysla lýsis dregur verulega úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum. Fullyrða má að lýsi sé það bætiefni sem hvað mest hefur verið rannsakað í heiminum. Frá því byrjað var að selja kaldhreinsað þorskalýsi í neytendaumbúðum á Íslandi um 1960 var sett á laggirnar rannsóknastofa og síðan hefur lýsi verið rannsakað og enn er það að sanna gildi sitt. Mjög athyglisverðar niðurstöður eru væntanlegar sem lúta að áhrifum lýsis á einstaklinga með athyglisbrest, ofvirkri, dyslexíu og ýmislegt sem tengist andfélagslegu hegðunarmynstri einstaklinga gæti breyst við neyslu á lýsi. Vöxtur og viðgangur Lýsis er nátengdur þessum rannsóknum og fyrirtækið hefur verið leiðandi í heiminum hvað varðar gæði þessarar vöru. Í áranna rás hefur orðið til gríðarlega þekking og reynsla hvað varðar vinnsluaðferðir lýsis og útflutningur á því hefur aukist stórlega hin síðustu ár. Fyrirtækið hefur alla tíð einbeitt sér að ná hámarksgæðum út úr framleiðslu sinni. Þar sem verið er að vinna með vöru sem flokkast undir náttúrulega heilsuvöru eða náttúrulyf, eru að sjálfsögðu gríðarlega kröfur gerðar um gæði. Því hefur fyrirtækið komið sér upp gæðaeftirlitskerfi sem stenst ítrustu kröfur samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Lýsi fékk m.a. svokallaða ISO 9001 vottun árið 1992, fyrst íslenskra fyrirtækja. Lýsi hlaut einnig útflutningsverðlaun Forseta Íslands sem framsækið útflutningsfyrirtæki árið 2007.


Sjávarútvegur | 91

Straumhvörf urðu í rekstri fyrirtækisins árið 2005 þegar starfsemin fluttist af Grandaveginum yfir í nýtt húsnæði við Fiskislóð. Þá var tekin í notkun ný verksmiðja með tvöfalda afkastagetu á við þá gömlu. Fór þá úr 3.500 tonnum á ári í 7.000 tonn og nú árið 2012 bættist önnur ný verksmiðja við og enn tvöfaldaðist afkastagetan og fór í 14.000 tonn. Nýja verksmiðjan var 3 ár í undirbúningi. Sú þekking sem hefur orðið til innan fyrirtækisins nýttist við hönnunina og þykir verksmiðjan með þeim fullkomnustu í heiminum í dag. Grunnstoðir fyrirtækisins eru afar traustar. Lýsi hefur lyfjaframleiðsluleyfi og það rekur eina fullkomnustu rannsóknastofu sem völ er á í þessum iðnaði. Sú rannsóknastofa er vottuð á hverju ári af samtökum rannsóknastofa. Ekki síst býr fyrirtækið að miklum mannauði þar sem hver einasti starfsmaður leggur sín lóð á vogarskálina til að fyrirtækið nái sem bestum árangri. Þekking á vinnslu lýsis fleygir stöðugt fram og fyrirtækið hefur aðstoðað aðra utan landsteinanna með ráðgjöf og kennt öðrum aðferðir til að vinna lýsi. Það er hins vegar hreinleika landsins, sjávarins umhverfis og hreinleika framleiðsluvörunnar sjálfrar að þakka hversu góðum árangri Lýsi hefur náð í útflutningi á þessari bráðnauðsynlegu fiskafurð. Einungis 25% af þeirri fiskiolíu sem unnin er hjá Lýsi eru unnin úr íslensku þorskalýsi. Annað kemur erlendis frá: Omega Lýsi úr ansjósu og sardínu, túnfisklýsi, laxalýsi og hákarlalýsi svo nokkuð sé nefnt. Framleiðsluvörur Lýsis eru nú fluttar til 70 landa og markaðir fyrir þær eru að opnast enn frekar og þar er horft er þá til fjölmennari samfélaga í Asíu. Lýsi hefur mjög gott orðspor víða um heim. Það er nútímalegt fyrirtæki á heimsmælikvarða sem stendur á gömlum merg. Þar er valinn maður í hverju rúmi og starfsmannastefnan rekin á jafningjagrunni þar sem þekking og reynsla eru metin að verðleikum. Sótt er fram af krafti og að baki býr íslenskt hugvit sem hefur náð langt í aðferðum við vinnslu á viðkvæmri vöru sem er öllu mannkyni nauðsynleg til að viðhalda góðri heilsu, andlega og líkamlega.


92 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

marz sjávarafurðir ehf.

M

www.marz.is

arz Sjávarafurðir ehf. var stofnað 1. maí 2003 af hjónunum Erlu Björgu Guðrúnardóttur og Sigurði Ágústssyni. Erla Björg er framkvæmdastjóri félagsins og stjórnar daglegum rekstri þess auk þess að sjá um sölumál. Tilgangur félagsins var að leita nýrra leiða til að færa framleiðendur og neytendur nær hver öðrum með það að leiðarljósi að hámarka arðsemi beggja aðila. Frá stofnun félagsins hefur ávallt verið lögð áhersla á nána samvinnu við viðskiptavini víða um heim og helgar starfsfólk Marz Sjávarafurða ehf. sig því hlutverki að sinna þörfum markaðarins í síbreytilegu umhverfi með áherslu á vöruþróun og nýjungar. Fyrstu árin var skrifstofuaðstaða í litlu leiguhúsnæði að Hamraendum í Stykkishólmi þar sem starfsemin dafnaði vel fram til ársloka 2009 þegar full þröngt var orðið um starfsmenn og starfsemina í heild. Áramótin 2009-2010 festi fyrirtækið því kaup á gamla pósthúsinu við Aðalgötu 5 í Stykkishólmi og í kjölfarið hófust endurbætur á húsinu sem lauk í byrjun sumars og fluttist skrifstofan þá úr leiguhúsnæði við Hamraenda og niður í miðbæ þar sem starfsemin þrífst vel. Fyrirtækið hefur vaxið stöðugt og örugglega frá stofnun þess. Í fyrstu var Erla Björg eini starfsmaðurinn en svo má nánast segja að einn starfsmaður hafi bæst við um það bil árlega. Í dag eru samtals átta starfsmenn hjá Marz Sjávarafurðum ehf., sex á aðalskrifstofu í Stykkishólmi og tveir á söluskrifstofu sem er í Álaborg í Danmörku. Þessir átta starfsmenn skipta störfum sínum þannig að þrír eru í söludeild, þrír í útskipunardeild og tveir í fjármálum og bókhaldi en annars er lögð áhersla á að allir starfmenn þekki starfsemi fyrirtækisins frá toppi til táar og geta því flestir gengið í störf hver annars ef því er að skipta.

Karfi.

Ýsa.


Sjávarútvegur | 93

Allir starfsmenn fyrirtækisins eru konur, sem sennilega er óþekkt í þessum geira atvinnulífsins. Hópurinn er samheldinn og gerir fleira en bara að vinna saman og hefur m.a. farið saman í maraþon, þríþrautarkeppni og gert fleira skemmtilegt sem gefur lífinu gildi og þjappar hópnum enn frekar saman. Marz Sjávarafurðir ehf. hafa tekið þátt í Sjávarútvegssýningunni í Brussel síðustu ár með góðum árangri en sýningin er góður vettvangur til að hitta framleiðendur og viðskiptavini og efla þannig tengsl fyrirtækisins. Skemmst er frá því að segja að árið 2010 hlutu Marz Sjávarafurðir ehf. og Agustson a/s í Danmörku viðurkenningu á sjávarútvegssýningunni fyrir samstarfsverkefni sitt um þróun nýrrar vöru þegar fyrirtækin hlutu fyrstu verðlaun í flokknum bestu nýju hollustuvörurnar á markaði fyrir heitreykta tilapiu í samkeppninni The Seafood Prix d‘Elite sem haldin er árlega. Þróun heitreyktu tilapiunnar var samstarfsverkefni fyrirtækjanna tveggja sem fór af stað í kjölfar hugmyndar sem kviknaði í Brussel vorið 2009 og er því gott dæmi um góðan árangur þegar horft er til vöruþróunar og nýjunga. Fyrirtækið er með MSC-vottun í þeim tilgangi að þjóna kröfum markaðarins þar sem ákveðnir viðskiptavinir vilja eiga viðskipti með MSC-vottaðar vörur. Þá er fyrirtækið jafnframt með IRF-vottun sem er upprunamerki fyrir íslenskt sjávarfang en tilgangur þess er að tryggja rekjanleika og veita upplýsingar um að íslenskar sjávarafurðir eigi uppruna sinn í ábyrgum fiskveiðum Íslendinga. Að endingu má nefna að Marz Sjávarafurðir ehf. er aðili að stofnsamningi Iceland Sustainable Fisheries ehf. á Íslandi sem stofnað var sumarið 2012 en tilgangur félagsins er umsýsla og þjónusta vegna vottana samkvæmt staðli Marine Stewardship Council („MSC“) um sjálfbærni veiða þorsks og ýsu í íslenskri lögsögu. Marz Sjávarafurðir ehf. hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á að vera í góðu samstarfi við íslenska framleiðendur um allt land og hefur aðaláherslan frá upphafi verið á að selja íslenskan fisk. Fyrirtækið selur jafnframt vörur með erlendan uppruna og á í viðskiptum við fyrirtæki í öllum heimsálfum þar sem helstu markaðir eru Evrópa, Asía og SuðurAmeríka. Hér eftir sem hingað til verður áherslan lögð á heiðarleika í viðskiptum, sanngirni og góða þjónustu en jafnframt að stýra vexti félagsins til þess að unnt sé að viðhalda sama þjónustustigi á komandi árum.


94 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

nesfiskur ehf.

N

www.nesfiskur.is

esfiskur hf. í Garði er í dag eitthvert umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki á Suðurnesjum. Félagið gerir út sjö báta og þrjá togara. Fyrirtækið var stofnað árið 1986 af Baldvini Njálssyni og fjölskyldu hans. Baldvin var fæddur í Garðinum þann 30. ágúst árið 1937. Fyrstu beinu afskipti Baldvins af útgerðarrekstri urðu árið 1976, þegar hann keypti hraðfrystihús og saltfiskverkun af föður sínum, Njáli Benediktssyni. Hann starfrækti hraðfrystihúsið ásamt fjölskyldunni í eigin nafni um 10 ára skeið eða þar til Nesfiskur hf. var stofnaður. Árið 1986 setti Baldvin á fót útgerðarfyrirtækið Njál hf., sem hafði það hlutverk að sinna rekstri bátaflotans. Njáll hf. sameinaðist Nesfiski árið 2000 ásamt Eldey hf., sem einnig var í eigu sömu einstaklinga. Baldvin Njálsson lést þann 12. september árið 2000, en síðan þá hefur rekstinum verið stjórnað sameiginlega af fjölskyldunni.

Sagan

Steini GK-45.

Við stofnun Nesfisks var ráðist í kaup á einu elsta frystihúsi landsins; Hraðfrystihúsi Gerðabræðra í Garði, en það rekur rætur sínar allt aftur til aldamótanna 1900. Öll starfsemi hins nýja fyrirtækis flutti í hið nýkeypta húsnæði á meðan gamla aðsetrið var leigt út. Þann 18. nóvember árið 1987 dundi mikið reiðarslag yfir Nesfisk þegar húseignir fyrirtækisins brunnu til kaldra kola og er þar með talinn vinnslusalur ásamt afurðageymslum sem voru fullar af fiski. Strax var hafist handa við að koma hluta starfseminnar í gang að nýju. Eldra húsnæðið sem leigt hafði verið út var tekið undir saltfiskverkun, en önnur aðstaða var tekin á leigu undir frystingu. Jafnframt var ráðist í byggingu á nýju 4.000 fm húsi á grunni þess sem brann. Framkvæmdir hófust í febrúar 1988 og lauk þeim í október sama ár. Mestöll starfsemi fyrirtækisins fer enn í dag fram í því húsnæði og er um að ræða vinnslu, pökkun og saltfiskvinnslu. Þá var á síðusta ári byggð 400 fermetra viðbygging við húsið. Hausaþurrkun er í húsnæði við Iðngarða.

Bergur Vigfús GK-43.

Ísfiskstogarinn Berglín GK-300.

Ísfiskstogarinn Sóley Sigurjóns GK-200.


Sjávarútvegur | 95

Arnþór GK-20.

Frystitogarinn Baldvin Njálsson GK-400.

Siggi Bjarna GK-5.

Flotinn

Framkvæmdastjóri: Bergþór Baldvinsson Aðstoðarframkvæmdastjóri: Bergur Þór Eggertsson Framleiðslustjóri: Ævar Jónasson Verkstjórar: Arnbjörn Eiríksson Þorsteinn Þorsteinsson Sigurður Jóhannsson Hrönn Bergsdóttir Útgerðarstjóri: Ingibergur Þorgeirsson

Eins og áður segir býr Nesfiskur hf. að myndarlegum fiskiskipaflota af ýmsum stærðum og gerðum. Skipin eru: Frystitogarinn Baldvin Njálsson GK-400, ísfiskstogararnir Sóley Sigurjóns GK-200 og Berglín GK-300, dragnótaskipið Sigurfari GK-138 (140 tonna), dragnótabátarnir (undir 100 tonnum) Siggi Bjarna GK-5, Benni Sæm GK-26, Arnþór GK-20 og línubátarnir (undir 15 tonnum) Dóri GK-42, Steini GK-45 og Bergur Vigfús GK-43.

Starfsfólk Nesfiskur hf. er öflugt útgerðarfyrirtæki með litla yfirbyggingu, en því til sönnunar má nefna að einungis er um þrjú og hálft stöðugildi á skrifstofu. Þegar á heildina er litið telur starfsmannafjöldinn um 300 manns sem skiptist til helminga til sjós og landvinnslu. Eitt af keppikeflum Nesfisks hf. er að halda góðu starfsfólki með stöðugri vinnu. Einnig rekur Nesfiskur fiskverkun í Sandgerði undir nafninu Fiskverkun Ásbergs en þar starfa 50 manns. Rekstrarstjóri er Hlynur Jensson og verkstjóri er Bozena Kolka.

Benni Sæm GK-26.

Dragnótaskipið Sigurfari GK-138.

Dóri GK-42.


96 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

O. jakobsson ehf.

O

www.ojak.is

ttó B. Jakobsson er í dag einhver kunnasti útgerðarmaður Dalvíkur. Hann er fæddur árið 1942 og hefur stundað sjómennsku svo að segja frá barnsaldri enda búinn að öðlast skipstjórnarréttindi fyrir tvítugt. Ottó tengdist lengstum útgerðarfyrirtækinu Blika sem hann stofnaði árið 1971 ásamt bróður sínum Matthíasi Jakobssyni og Ægi Þorvaldssyni og mökum þeirra. Á tíunda áratugnum átti sér stað mikil uppstokkun í íslenskum sjávarútvegi, þar sem fjöldamargir smærri útgerðaraðilar runnu saman við stærri fyrirtæki í greininni. Bliki sameinaðist Samherja á Akureyri ásamt fleirum og eftir önnur sameiningarferli og hrók­ eringar, sem ekki verða raktar hér, kom að því að Ottó B. Jakobsson fjárfesti í Fiskverkun Oturs sem þá hafði aðsetur að Ránarbraut 4 á Dalvík, en þar var fyrirtækið O. Jakobsson ehf. opinberlega sett á laggirnar haustið 1999.

Aðföng Starfsemi O. Jakobssonar ehf. byggir á hefðbundinni flökun og frystingu á ýsu og þorski ásamt hrognavinnslu. Ýsan fer að mestu fersk eða fryst á Bretlandsmarkað en þorskflökin eru léttsöltuð, ýmist heil eða skorin í bita. Heilflökin eru ýmist seld til Spánar eða Frakklands, en bitaframleiðslan fer eingöngu inn á veitingahús á Spáni og borin þar fram sem sælkerafæða. Ottó B. Jakobsson ásamt barnabarni sínu árið 2005.

Valur Jónsson framkvæmdastjóri með þorskhrogn.

Stelpurnar á línunni.


Sjávarútvegur | 97

Valur framkvæmdastjóri í vinnslusal O. Jakobson ehf.

Hrognavinnsla

Hrogn

Hjá O. Jakobssyni ehf. fer fram þorskhrognavinnsla á vetrarvertíðum, sem standa frá janúar til loka maí. Hrognin (gotan) koma ýmist beint af markaði eða frá aðilum sem slægja sjálfir. Hráefnið er afar viðkvæmt í vinnslu. Sekkir geta auðveldlega rifnað með rangri meðhöndlun, en lykillinn að góðum og verðmætum afurðum er rétt umgengni, kæling og þvottur.

Hrogn eru egg fiska sem hafa náð fullum þroska. Við hefðbunda meðhöndlun hér á landi eru þau oftast soðin í saltvatni við lágan hita og síðan snædd með fiski og lifur. Aðrir möguleikar eru að skera soðin hrogn í sneiðar og steikja á pönnu, eða reykja hráefnið og snæða ósoðið. Matreiðsla hrogna er mismunandi eftir heimshlutum. Þau eru t.d. nauðsynleg sem uppistaða í grísku taramasalati og hrá ígulkerjahrogn eru eftirsótt lostæti í Japan, en í Kína þykja söltuð og þurrkuð rækjuhrogn tilvalin í að skreyta súpur og fleiri rétti. Eftirsóttustu hrogn heims kom frá A-evrópskum hússtyrjum sem eru stærstu ferskvatnsfiskar heims. Styrjan er í mikilli útrýmingarhættu og því er rússneskur styrjukavíar einhver dýrasta matvara sem til er, en á heimsmarkaði er ekki óalgengt að þurfa að greiða, á bilinu, 4.-5.000 dali fyrir kílóið.

Hrognasekkirnir eru af ýmsum stærðum, allt frá 20 g upp í 7 kg, en sjálf vinnslan felst í snyrtingu og flokkun. Afurðirnar eru ýmist fluttar út lausfrystar eða millilagðar í blokkir.

Fólkið og veltan

Núverandi framkvæmdastjóri O. Jakobssonar ehf. er Valur Júlíusson. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði á bilinu 18-20 manns. Ársvelta undanfarinna ára er að meðaltali 500-600 milljónir króna.

Daníel og Jerzy að raða á lausfrysti.


98 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

oddi hf.

O

www.oddihf.is

ddi hf. er stærsta sjávarútvegsfyrirtækið á sunnanverðum Vestfjörðum í dag. Starfsemin felst í útgerð og vinnslu ásamt markaðssetningu á dýrmætu íslensku sjávarfangi á erlendri grund. Sérhæfingin byggir á framleiðslu á ferskum, frystum og söltuðum afurðum undir mjög ströngum gæðastöðlum. Þessi stefna hefur skilað sér í traustu orðspori Odda fyrir ófrávíkjanleg gæði og ferskleika vörunnar. Fyrirtækið er með aðsetur að Eyrargötu 1 á Patreksfirði og starfa hjá því um 75 manns á sjó og í landi.

Upphafið og framgangurinn

Sigurður Viggósson framkvæmdastjóri.

Jón Magnússon, fv. skipstjóri og stofnandi félagsins.

Oddi er gamalgróið fyrirtæki á Patreksfirði en rekstur þess hófst árið 1967. Stofnendur voru skipstjórinn Jón Magnússon og stýrimaðurinn Hjalti Gíslason ásamt eiginkonum sínum Lilju Jónsdóttur og Helgu Pálsdóttur auk Sigurgeirs Magnússonar bankastarfsmanns. Rekstur Odda hófst í smáum stíl en upphaflegur tilgangur starfseminnar var að vinna afla af 100 lesta bátnum Vestra BA-63. Samfara því fór fyrirtækið af stað með skreiðar- og saltfisksverkun í 600 fm nýbyggingu við höfnina á Patreksfirði. Með auknu umfangi var húsnæðið stækkað og náði um 2.600 fm árið 1981. Sökum hruns á erlendum mörkuðum, lagðist skreiðarverkun alfarið af árið 1982. Saltfiskurinn stendur þó fyrir sínu og hefur jafnan haft forskotið í afurðaframleiðslunni en ferskar og frystar sjávarafurðir fylgja þar strax á eftir. Líkt og önnur íslensk sjávarútvegsfyrirtæki gekk Oddi í gegnum rekstarörðugleika á níunda áratug síðustu aldar. Í lok ársins 1989 var uppbygging fyrirtæksins stokkuð upp. Ákveðið var að opna eignarhaldið með stofnun almenningshlutafélags sem nyti stuðnings og þátttöku sveitarfélagsins ásamt öðrum fjárfestum. Markmið þessara aðgerða var að rífa starfsemi Odda upp sem kjölfestuna í atvinnulífi Patreksfjarðar, eftir mikil áföll árin á undan. Áhrifin af þessari umbreytingu létu ekki á sér standa. Hlutafé var aukið verulega og gerði félaginu kleift að fjárfesta í nýbyggðri fiskvinnsluaðstöðu Hraðfrystihúss Patreksfjarðar við Patrekshöfn auk þess sem skipakosturinn var endurbættur. Oddi er nú stærsti atvinnuveitandinn á Patreksfirði. Velta fyrirtækisins á ári er um 1.600 milljónir króna og hefur hún vaxið talsvert á undanförnum árum

Lykilmenn Odda

Útgerðin

Stofnandi: Jón Magnússon Stjórnarformaður: Einar Kristinn Jónsson Framkvæmdastjóri: Sigurður Viggósson Útgerðarstjóri: Sverrir Haraldsson Framleiðslu- og markaðsstjóri: Skjöldur Pálmason Yfirvélstjóri í landi: Smári Gestsson

Útgerð Odda hefur að meginmarkmiði að stunda ábyrgar veiðar á íslenskum fiskistofnum, í fullri sátt og virðingu við lífríki sjávar á miðunum umhverfis landið. Einnig er sífellt unnið að því að auka aflaheimilidir félagsins og hámarka nýtingu þeirra. Á síðustu árum hafa skipin gengið í gegnum miklar endurbætur, sem miða að betri aðbúnaði um borð og hagkvæmari rekstri útgerðarinnar. Öllu hráefni hennar er nú landað til eigin vinnslu en um 60% aflans koma frá skipi fyrirtækisins, Núpi BA-69. Vestri BA-63 er einnig mikilvægur hlekkur í öflun hráefnis, auk aðkeypts sjávarfangs af fiskmörkuðum og af ýmsum krókabátum.

Skipstjórar Jón Bessi Árnason – Núpur BA Þorsteinn Ólafsson – Brimnes BA Jón Árnason – Vestri BA

Vinnslan Hjá Odda er unnið úr um 3.500 tonnum af hráefni á ári, einkum úr þorski, steinbít og ýsu. Um ¾ hlutar aflans eru þorskur en hann er unninn jöfnum höndum í saltfisk, ferskan flugfisk og frystar afurðir. Félagið var lengi vel einn af stærstu framleiðendum steinbítsafurða hér á landi.


Sjávarútvegur | 99

Skipasaga Odda

Núpur BA-69.

Vinnslusalur félagsins er vel búinn hraðvirkum og háþróuðum tækjabúnaði sem hefur vakandi auga með framleiðslunni og gæðum hennar. Samkeppnishæfni vinnslunnar felst í sveigjanleika, afköstum og hagkvæmri framleiðslu.

Markaðssetning og önnur starfsemi Oddi heldur úti sjálfstæðri markaðsstarfsemi ásamt því að eiga í samstarfi við sölusamtök og fagaðila um sölu afurða á erlendri grundu. Helstu afurðaseljendur í dag eru Sæmark ehf., Nastar ehf., Iceland Seafood og Icelandic. Oddi fer einnig með hlut í nokkrum öðrum hlutafélögum sem tengjast t.d. útgerð, vinnslu aukaafurða og fasteignum. Þá eru einnig í gangi ýmis samstarfsverkefni við opinbera aðila og fleiri til að styrkja atvinnulífið á svæðinu. Að auki lætur Oddi reglulega eitthvað af hendi rakna til ýmissa góðgerðarmálefna og átaksverkefna í heimabyggð. Nánari upplýsingar um starfsemi Odda má nálgast inni á heimasíðunni: www.oddihf.is

Séð yfir höfnina á Patreksfirði.

Oddi var stofnaður árið 1967 sem hlutafélag um fiskvinnslu til að vinna afla af 100 lesta bátnum Vestra BA-63 í eigu sömu aðila. Annað samnefnt 200 lesta fley kom til heimahafnar frá Sauðárkróki árið 1972 en þá hafði Jón Magnússon ásamt fleirum stofnað í kringum þann rekstur útgerðarfélagið Vestra hf. Umrætt skip var selt árið 1993 og í staðinn keyptur 30 lesta bátur undir sama nafni. Árið 2000 létu Oddi hf. og Vestri ehf. smíða tvö 100 lesta skip í Kína. Oddi seldi sitt skip árið 2004 og Vestri sitt árið 2005 og í staðinn keypti Vestri 230 lesta skip frá Stykkishólmi. Jón Magnússon og félagar komu að stofnun fleiri útgerðarfélaga á áttunda áratugnum. Eitt þeirra var Patrekur hf., stofnað 1975, sem keypti þann gamla 180 lesta stálbát Garðar BA-64, upphaflega smíðaður árið 1912, en hann var lagður í sátur í Patreksfirði árið 1980. Sama félag lét smíða fyrir sig í Stykkishólmi 172 lesta stálskipið Patrek BA-64 sem kom til heimahafnar árið 1982. Öll þessi fyrirtæki voru rekin sem ein heild undir stjórn Jóns Magnússonar og var afli bátanna meginuppistaðan í hráefnisöflun Odda hf. Árið 1977 kom fyrirtækið ásamt Ólafi Magnússyni skipstjóra og Leifi Halldórssyni stýrimanni að stofnun útgerðarfélagsins Blakks. Félagið keypti og gerði út 230 lesta bátinn Pálma BA-30 sem seldur var burt árið 1982. Eftir að Odda var breytt í almenningshlutafélag árið 1989 bættust við þrjú skip; 172 lesta fjölveiðiskipið Patrekur BA-64, 231 lesta togskipið Látravík BA66 og Núpur BA-69 sem er sérútbúið til línuveiða. Skipafloti tengdur Odda í dag samanstendur af fyrrgreindum 230 lesta Vestra BA-63 ásamt línubátunum Núpi BA-69 og línu- og dragnótabátnum Brimnesi BA 800. Að auki fer félagið með hlut í útgerðarfélaginu Gef ehf. sem gerir út 15 lesta smábátinn Birtu BA 72.


Ljósm. Hilmar Snorrason

100 | Ísland – Atvinnuhættir og menning


Sjávarútvegur | 101

R

reiknistofa fiskmarkaða hf. www.rsf.is

eiknistofa fiskmarkaða er hlutafélag í eigu Fiskmarkaðar Suðurnesja, Fiskmarkaðar Íslands og Fiskmarkaðar Vestmannaeyja. Meginhlutverkið er að tengja saman, undir einu umboðsneti, 15 fiskmarkaði á 27 stöðum víðsvegar um landið. Á hverjum degir stýrir RSF rafrænum fiskuppboðum þar sem 200-300 kaupendur hvaðanæva að úr heiminum fjárfesta í ferskum sjávarafurðum. Starfsemin felst einnig í eftirfylgni viðskipta og umhaldi peningaflæðis á milli útgerða, kaupenda, fiskmarkaða og hins opinbera. Á hverju ári fara um 100.000 tonn af íslensku sjávarfangi í gegnum uppboð RSF. Söluandvirðið á árinu 2008 var rúmir 16 milljarðar króna.

Upphafið og þróunin Á níunda áratugnum áttu sér stað veigamiklar breytingar í íslenskum sjávarútvegi, sem t.d. miðuðu að því að verðmæti sjávarafurða skyldi algerlega vera háð lögmálum framboðs og eftirspurnar, frá degi til dags. Þetta skapaði grundvöll fyrir fyrstu fiskmarkaðina sem tóku til starfa hér á landi árið 1987. Til þess að byrja með var fyrirkomulagið með þeim hætti að kaupendur eða fulltrúar þeirra söfnuðust saman á mörkuðunum og buðu í með sérstökum númeraspjöldum. Við slíkar aðstæður ganga viðskiptin mjög hratt fyrir sig og því skapaðist brýn þörf fyrir hagkvæmri og sameiginlegri umsýslu reikninga. Þar með var lagður grunnurinn að Reiknistofu fiskmarkaða sem hóf opinberlega rekstur sinn árið 1992.

Uppboðskerfin Með tilkomu RSF hafa viðskipti á íslenskum fiskmörkuðum alfarið færst yfir á Internetið, þar sem kaupendur nýta sér aðgang að hátæknilegum og gagnvirkum uppboðskerfum, beint úr eigin borðtölvu. RSF hefur í þessu skyni þróað og keyrt áfram tvö mismunandi kerfi, Fisknet og Fjölnet. Uppboðskerfið Fisknet samanstendur af sölu- og uppgjörskerfinu Boða og uppboðsklukku. Hugbúnaðurinn er hannaður af Aucxis Trading Systems í náinni samvinnu við RSF. Í Boða er haldið utan um allar upplýsingar og söluskráningar viðskiptamanna ásamt útprentun reikninga og afreikninga. Uppboðsklukkan gerir þátttakendum kleift að nálgast, með einföldum og skýrum hætti, alla mögulega vitneskju um þær afurðir sem eru í boði hverju sinni. Fjölnet stendur fyrir „fjölbreytt viðskipti á Internetinu“. Markmiðið með uppboðskerfinu er að opna fyrir möguleika á fjölþættari viðskiptum með sjávarafurðir ásamt tengdri vöru og þjónustu á sínu markaðssvæði. Kerfi sem þetta er ætlað fyrir stærri farma t.d. með gámaskipum og með því er innlendum fiskkaupendum gefið færi á því að bjóða í afurðir sem annars væru sendar beint á erlenda fiskmarkaði. Segja má að Fjölnet sé ekki ólíkt að uppbyggingu og uppboðsvefurinn E-Bay þar sem hægt er að senda inn tilboð í takmarkaðan tíma. Uppboð á íslenskum fiskmörkuðum fara fram kl. 13:00 hvern dag vikunnar, nema sunnudaga. Allar nánari upplýisngar má nálgast inni á heimasíðunni www.rsf.is

Helga Halldórsdóttir, Erlingur Þorsteinsson og Bjarni Áskelssson, starfsmenn RSF.


102 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

samherji hf.

S

www.samherji.is

amherji hf. er stórt sjávarútvegsfyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Reksturinn byggist á veiðum ísfiskskipa, landvinnslu á bolfiski, sjófrystingu á uppsjávarafla og stöku tegundum bolfisks, fiskeldi og markaðs- og sölustarfsemi. Afurðir fyrirtækisins eru framleiddar undir vörumerkinu ICE FRESH SEAFOOD og skiptist velta fyrirtækisins því sem næst jafnt á milli útgerðar og landvinnslu. Styrkur Samherja felst í þátttöku í flestum greinum sjávarútvegsins og því að sem matvælaframleiðslufyrirtæki annast félagið sjálft ferlið frá veiðum til markaðar. Um 60% umsvifa Samherja og dótturfélaga er utan Íslands, bæði í útgerð, vinnslu í landi og markaðsmálum.

Sagan

Árið 1983 hóf Samherji hf. rekstur frystitogara sem bar nafnið Akureyrin EA-10. Það ár er því talið formlegt stofnár Samherja hf. go MAIN VERSION on light background Árið 1985 átti Samherji þátt í stofnun fyrirtækisins Hvaleyri hf. í Hafnarfirði sem s logo when it’s good breathing space, especially for medium size fine prints and big prints keypti eignir Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Ári síðar átti Samherji hlut að stofnun Oddeyrar hf. um kaup og rekstur samnefnds skips. Árið 1990 keypti Samherji meirihluta í Söltunarfélagi Dalvíkur þar sem rækja var unnin. Akureyrin EA á siglingu. Fyrsta nýsmíði félagsins, togarinn Baldvin Þorsteinsson EA, hóf veiðar í árslok 1992.

go MAIN VERSION on dark background

s logo when it’s good breathing space, especially for medium size fine prints and big prints

Kristina EA og Vilhelm Þorsteinsson EA á siglingu inn Eyjafjörð.

Mynd: Pedromyndir.


Sjávarútvegur | 103

Samherji hefur rekið öfluga landvinnslu á Dalvík frá árinu 2000.

Árið 1993 stofnaði Samherji ásamt öðrum Strýtu hf. Strýta var lagmetis- og rækjuverksmiðja og pökkunarstöð á Akureyri og var rekin sem slík til ársins 2008. Haustið 2000 var annað nýsmíðaskip Samherja, fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA, tekið í notkun og markaði það þáttaskil í uppsjávarveiðum og -vinnslu Íslendinga. Í lok þess árs sameinuðust Samherji og sjávarútvegsfyrirtækið BGB Snæfell á Dalvík. Frá þeim tíma hefur Samherji rekið öfluga fiskvinnslu á Dalvík. Árið 2003 hlaut Samherji Útflutningsverðlaun forseta Íslands, sem eru veitt í viðurkenningarskyni fyrir markvert framlag til eflingar á útflutningsverslun og gjaldeyrisöflun íslensku þjóðarinnar. Tveimur árum síðar hlaut félagið Íslensku sjávarútvegsverðlaunin fyrir framúrskarandi fiskvinnslu. Árið 2007 var sölufyrirtækið Ice Fresh Seafood stofnað og tók það yfir alla sölustarfsemi Samherja, með starfsstöðvar á Akureyri, í Reykjavík og í Póllandi.

Mynd: BÍG.

Séð yfir sýningarsvæði Samherja á sjávarútvegssýningunni í Brussel 2012.

Árið 2011 stofnaði Samherji hf. Útgerðarfélag Akureyringa ehf. um fiskvinnslu á Akureyri og á Laugum í Reykjadal ásamt rekstri ísfisktogara til hráefnisöflunar. Reksturinn var keyptur af þáverandi eiganda, Brimi ehf.

Samherji keypti fiskvinnslu Brims á Akureyri og á Laugum vorið 2011 og breytti nafni starfsstöðvanna í upprunalegt horf. Frá þeim tíma eru þær reknar undir nafni Útgerðarfélags Akureyringa, ÚA. Mynd: BÍG.


104 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Björgúlfur EA og Björgvin EA í heimahöfn á Dalvík.

Mynd: BÍG.

Í fararbroddi Höfuðstöðvar Samherja eru á Akureyri en að auki er félagið með skrifstofu í Reykjavík. Samherji rekur landvinnslu á fjórum stöðum á landinu: á Dalvík, Akureyri, Laugum og í Grindavík. Starfsstöðvar félagsins í fiskeldi eru einnig fjórar: í Grindavík, í Öxarfirði, Vatnsleysuströnd og Núpum í Ölfusi. Starfsmenn Samherja á Íslandi eru tæplega 600 talsins í um 550 stöðugildum en um 200 fleiri yfir sumartímann. Hluti fiskeldismannvirkjanna á Stað í Mynd: BÍG. Grindavík.

Snæfell EA við bryggju.

Útgerðarfélag Akureyringa.

Samherji hf. hefur á að skipa hæfu og framtakssömu starfsfólki og stjórnendum, öflugum skipaflota, miklum aflaheimildum, fullkomnum verksmiðjum í landi og eigin sölustarfsemi. Með þetta í farteskinu stefnir félagið að því að vera áfram í fararbroddi í sjávarútvegi, bæði á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi.

Mynd: BÍG.

Mynd: BÍG.


Sjávarútvegur | 105

Áhöfnin á Kaldbaki EA ásamt Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja og Kristjáni Vilhelmssyni, framkvæmdastjóra útgerðarsviðs.

Mynd: BÍG.

Ein fjögurra starfsstöðva Samherja í landvinnslu er í Grindavík. Mynd: BÍG.

Samherji hefur tekið virkan þátt í samfélagsverkefnum af ýmsum toga, ekki síst á sviði íþrótta- og æskulýðsstarfs. Myndin var tekin í desember 2012 og sýnir fríðan hóp fólks sem tók við fjárstyrkjum fyrir hönd síns félags. Á myndinni eru einnig forsvarsmenn Samherja sem og forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, sem heiðruðu samkomuna með nærveru sinni.

Oddeyrin EA var lengd haustið 2012 og er sem slík nýjasta viðbótin í fiskiskipaflota Mynd: HÖK. Samherja.


106 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

síldarvinnslan hf.

S

www.svn.is

Aðalstjórn: Þorsteinn Már Baldvinsson formaður Freysteinn Bjarnason Ingi Jóhann Guðmundsson Halldór Jónasson varamaður

Framkvæmdastjórn: Gunnþór Ingvason forstjóri Jón Már Jónsson framkvæmdastjóri landvinnslu Axel Ísaksson fjármálastjóri

íldarvinnslan hf. í Neskaupstað var stofnuð 11. desember 1957. Helsta ástæðan fyrir stofnun fyrirtækisins var aukin fengsæld á miðunum úti fyrir Austfjörðum og var það einkum aukin síldveiði sem réði för. Síldarsöltun hafði hafist í Neskaupstað árið 1952 eftir langt hlé en vöntun á afkastamikilli síldarverksmiðju reyndist dragbítur á þá starfsemi. Fyrir lá að ef Neskaupstaður ætti að bæta samkeppnisstöðu sína á sviði síldarvinnslu yrði ekki hjá því komist að reisa þar verksmiðju sem tæki við úrgangi frá söltunarstöðvunum auk afla sem ekki reyndist hæfur til söltunar. Litlar líkur voru á að slíka verksmiðju myndi skorta hráefni því Neskaupstaður lá vel við síldarmiðunum þegar þarna var komið sögu og eins voru á annan tug síldarbáta gerðir þaðan út. Stærsti hluthafinn í Síldarvinnslunni í upphafi var Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað (Sún) með 60% hlut. Bæjarsjóður Neskaupstaðar lagði fram 10% hlutafjár og Dráttarbrautin hf. í Neskaupstað 6%. Aðrir hluthafar voru 32 talsins. Samkvæmt stofnsamningi var megintilgangur hlutafélagsins að reisa og reka síldarverksmiðju, síldarverkun og annan skyldan atvinnurekstur í Neskaupstað.

Starfsemin í upphafi Viku eftir stofnun Síldarvinnslunnar var tekin ákvörðun um að fyrirtækið léti reisa 2.400 mála síldarverksmiðju í Neskaupstað og þegar var hafist handa við að undirbúa framkvæmdir. Vélsmiðjan Héðinn í Reykjavík var fengin til að annast gerð teikninga en verksmiðjuvélarnar voru keyptar notaðar frá síldarverksmiðju á Dagverðareyri við Eyjafjörð. Í aprílmánuði 1958 hófust framkvæmdir við byggingu verksmiðjunnar og hinn 17. júlí hófst móttaka síldar til vinnslu í henni. Segja má að sá dagur hafi markað tímamót í atvinnusögu Neskaupstaðar því frá og með honum mátti með réttu kalla Neskaupstað síldarbæ. Á fyrstu vertíðinni tók hin nýja síldarverksmiðja á móti 4.000 tonnum af hráefni til vinnslu en á komandi árum átti starfsemi hennar eftir að skila góðum arði og leggja þannig grunn að öflugri atvinnustarfsemi og sterku fyrirtæki. Síldarverksmiðjan var síðan stækkuð og endurbætt á komandi árum og voru oft slegin met á sviði móttekins hráefnis. Þessi verksmiðja tók á móti mestu hráefni til vinnslu árið 1966, 107.533 tonnum.

Upphaf útgerðar Í lok árs 1963 ákvað stjórn Síldarvinnslunnar að fyrirtækið hæfi útgerð. Þegar var ákveðið að láta smíða tvö 264 lesta síldveiðiskip í Austur-Þýskalandi og átti rekstur þeirra að tryggja enn frekar hráefnisöflun fyrir síldarverksmiðju fyrirtækisins. Skipin tvö komu til heimahafnar í mars- og maímánuði 1965 og gekk útgerð þeirra afar vel frá upphafi. Ekki leið á löngu þar til fjölgaði í flota Síldarvinnslunnar. Síldveiðiskipið Börkur kom nýtt til landsins árið 1966 og Birtingur árið eftir en bæði þessi skip voru smíðuð í Noregi og liðlega 300 lestir að stærð.

Kvíarnar færðar út Í marsmánuði 1965 var gengið frá kaupsamningi á milli Sún og Síldarvinnslunnar sem fól í sér að Síldarvinnslan festi kaup á eftirtöldum framleiðslutækjum Sún: Hraðfrystihúsi, fiskimjölsverksmiðju, lifrarbræðslu, ísframleiðslutækjum, fiskhjöllum og helmingshlut í síldarsöltunarstöð. Með þessum kaupum varð mikil breyting á starfsemi Síldarvinnslunnar og hóf fyrirtækið að sinna fiskiðnaði með fjölbreyttum hætti auk þess sem starfsmannafjöldinn jókst til mikilla muna. Kaupin voru líka athyglisverð að því leyti að þarna var dótturfélagið að yfirtaka meginþátt þeirrar starfsemi sem móðurfélagið hafði sinnt.


Sjávarútvegur | 107

Síldarverksmiðja Síldarvinnslunnar hf. að morgni 17. júlí 1958 en þann dag hófst móttaka síldar til vinnslu. Eins og sjá má á myndinni er verksmiðjan ekki fullgerð.

Þegar veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum brugðust færðust áherslurnar í starfsemi Síldarvinnslunnar yfir á botnfisk- og loðnuveiðar. Árið 1970 festi fyrirtækið kaup á fyrsta fullbúna skuttogara Íslendinga, Barða, og gerðist brautryðjandi í útgerð slíkra skipa. Annar skuttogari, Bjartur, bættist síðan í flota fyrirtækisins árið 1973 og síðan þriðji togarinn, Birtingur, árið 1977. Loðnuvinnsla hófst hjá fyrirtækinu árið 1968 og varð brátt mikilvægur þáttur í starfsemi þess. Sama ár hóf Síldarvinnslan saltfiskverkun í allstórum stíl þannig að starfsemin varð sífellt fjölbreyttari. Árið 1973 festi fyrirtækið kaup á stóru nótaskipi, Berki, sem var hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi sem gat borið yfir 1.000 lestir af loðnu. Talið var mikilvægt að slíkt skip væri til staðar til að tryggja loðnuverksmiðjunni hráefni á loðnuvertíð sem stóð í stuttan tíma ár hvert. Árið 1981 var annað loðnuskip keypt sem hlaut nafnið Beitir. Ári síðar voru gerðar breytingar á Beiti þannig að hann gat lagt stund á loðnu- og botnfiskveiðar jöfnum höndum. Beiti var síðan breytt í frystitogara árið 1987 og 1989 var þriðji skuttogarinn sem bar nafnið Barði keyptur en hann hafði möguleika til að heilfrysta aflann um borð. Árið 1996 var Barði síðan útbúinn sem frystitogari með flökunarlínu. Rækjufrystitogarinn Blængur var keyptur árið 1993 og var hann fyrsti sérútbúni rækjufrystitogarinn sem komst í eigu Íslendinga. Vegna samdráttar í rækjuveiðum var Blængur seldur árið 1998. Á framansögðu sést að Síldarvinnslan var sífellt að aðlaga sig breyttum aðstæðum og tók starfsemi fyrirtækisins því sífelldum breytingum eftir því hvernig veiði þróaðist og hvernig hagstæðast var að hagnýta aflann.

Áfallið mikla Föstudagurinn 20. desember 1974 líður Norðfirðingum seint úr minni. Þann dag féllu tvö snjóflóð innarlega í bænum og lögðu helstu framleiðslutæki bæjarbúa í rúst og stórskemmdu önnur. Tólf manns týndu lífi í flóðunum. Fyrra flóðið féll á helsta athafnasvæði Síldarvinnslunnar og gereyðilagði loðnuverksmiðjuna ásamt áföstum mjölgeymsluhúsum auk smærri húsa og tanka sem stóðu í grenndinni. Flóðið olli einnig miklum skemmdum á fiskvinnslustöðinni og braut í spón starfsmannahús sem stóð norðan hennar. Á meðal þeirra sem létust í flóðunum þennan örlagaríka dag voru sjö fastir starfsmenn Síldarvinnslunnar. Tjón Síldarvinnslunnar af völdum þessara náttúruhamfara var gífurlegt og þrátt fyrir fögur fyrirheit fór því fjarri að Viðlagasjóður bætti allt það tjón sem fyrirtækið hafði orðið fyrir. Strax eftir flóðin var hafist handa við að tryggja að hjól atvinnulífsins færu að snúast

Útskipun á mjöli í Neskaupstað árið 2000.


108 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði.

Frystri síld landað úr Hákoni EA í frystigeymslu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað sumarið 2004.

á ný. Niðurlagningaverksmiðja Síldarvinnslunnar var gangsett, en vinnsla í henni hafði hafist árið 1971. Allur báta- og togarafiskur var saltaður í fyrstu en hinn 20. mars 1975 gat vinnsla hafist við hraðfrystingu á ný. Sökum hamfaranna var ljóst að engin loðnuvinnsla yrði í Neskaupstað á árinu 1975 og snör handtök þurfti að hafa ef slík vinnsla ætti að eiga sér stað á árinu 1976. Í ársbyrjun 1975 var tekin ákvörðun um að reisa nýja loðnu- og síldarverksmiðju við nýju höfnina sem gerð hafði verið fyrir botni fjarðarins. Hafnarsvæðið þurfti að skipuleggja, hanna verksmiðjuna og gera þá uppfyllingu sem verksmiðjan skyldi rísa á. Í júlímánuði hófust framkvæmdir við byggingu verksmiðjunnar og þann 12. febrúar 1976 var fyrstu loðnunni landað til vinnslu í henni. Með gangsetningu nýju verksmiðjunnar þótti mikill sigur unninn enda var þá fyrst hægt að segja að atvinnulíf byggðarlagsins væri komið í eðlilegt horf eftir snjóflóðin.

Fyrirtæki í sókn

Löndun úr frystitogaranum Barða NK.

Segja má að tímabilið sem hófst að afloknum áhrifum snjóflóðanna og fram yfir 1990 hafi lengst af einkennst af varnarbaráttu og erfiðum rekstri. Að vísu voru keypt skip á þessu tímabili en allar fjárfestingar reyndust fyrirtækinu erfiðar. Á þessum árum var afurðaverð oft lágt og rekstrarskilyrði óhagstæð. Undir lok tímabilsins þóttust menn þó eygja bjartari tíma framundan. Árið 1994 urðu þáttaskil í sögu Síldarvinnslunnar. Þá var tekin ákvörðun um að skrá hlutabréf fyrirtækisins á markaði og mikið vaxtarskeið hófst. Þetta vaxtarskeið stendur að flestu leyti enn þó Síldarvinnslan hafi verið skráð úr Kauphöllinni árið 2004. Þetta tímabil hefur einkennst af hlutafjáraukningu, góðri afkomu og auknum styrk fyrirtækisns á flestum sviðum. Jafnframt hafa miklar breytingar orðið á eigendahópi þess. Þá ber að nefna að veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum hófust á ný á þessu tímaskeiði og eins hófu kolmunnaveiðar og síðar makrílveiðar að skipta miklu máli. Síldarvinnslan hefur fjárfest mikið á þessu tímabili. Sem dæmi um fjárfestingar má nefna endurbætur á síldar- og loðnuverksmiðju, endurbætur á skipum og skipakaup, byggingu nýs fiskiðjuvers, kaup á veiðiheimildum og byggingu stórra frystigeymsla. Þá hefur fyrirtækið vaxið mikið á tímabilinu vegna uppkaupa á fyrirtækjum og samruna við fyrirtæki. Í þessu sambandi vegur samruni Síldarvinnslunnar og SR-mjöls þyngst. Einnig hefur Síldarvinnslan efnt til og tekið þátt í þróunarverkefnum á sviði fiskeldis í nokkrum mæli.

Síaukin tækni Síldarvinnslan hefur ávallt lagt áherslu á að hagnýta sér fullkomnustu tækni sem völ er á við veiðar og vinnslu. Í sumum tilvikum var fyrirtækið fyrst til að innleiða nýjungar eins og til dæmis á sviði útgerðar skuttogara og stærri loðnuskipa og eins þegar það reisti nýtt fiskiðjuver sem sérstaklega var útbúið til vinnslu á uppsjávarfiski. Ekkert fyrirtæki vex og dafnar án góðs starfsfólks og Síldarvinnslan hefur svo sannarlega notið duglegra og samviskusamra starfsmanna sem margir hverjir hafa sýnt fyrirtækinu mikla tryggð. Á fyrstu starfsárunum, eða allt til ársins 1965, annaðist Síldar-


Sjávarútvegur | 109

Athafnasvæði Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

vinnslan einungis rekstur síldarverksmiðju og þá voru fastir starfsmenn tiltölulega fáir en þeim fjölgaði um nokkra tugi yfir sumartímann á meðan á síldarvertíðinni stóð. Á árinu 1965 urðu þáttaskil en þá hóf fyrirtækið útgerð tveggja síldveiðiskipa auk þess að hefja rekstur þeirra framleiðslutækja sem Sún hafði áður átt. Við þessi tímamót fjölgaði starfsmönnunum mikið en í fiskvinnslustöðinni störfuðu gjarnan 70-100 manns auk þeirra sem störfuðu við síldarbræðslu og síldarsöltun eða voru í áhöfnum skipanna. Áfram hélt þróunin og áfram fjölgaði starfsmönnunum. Skipum í eigu fyrirtækisins fjölgaði og voru orðin fimm talsins 1981. Þá hófst saltfiskverkun í ríkum mæli árið 1968 og óx starfsemi á sviði saltfisk- og skreiðarverkunar næstu árin. Þegar mest var störfuðu á annað hundrað manns í saltfiskverkunarstöðinni. Þá ber að nefna að Síldarvinnslan hóf að reka Dráttarbrautina á árinu 1972 en þar störfuðu á bilinu 20-40 manns. Á áratugnum 1987-1997 voru starfsmenn Síldarvinnslunnar yfirleitt um 360 en upp úr því fór þeim að fækka verulega vegna tæknivæðingar og ýmissa breytinga á sviði útgerðar og vinnslu. Við endurbætur á loðnuverksmiðjunni 1996 fækkaði störfum þar verulega og eins fækkaði störfum við síldarsöltun vegna aukinnar sjálfvirkni og með tilkomu nýja fiskiðjuversins árið 1997 fækkaði störfum mikið bæði við frystingu á uppsjávarfiski og bolfiski. Þá var saltfiskverkun hætt árið 1999 og síldarsöltun að mestu hætt 2002. Eins hætti Síldarvinnslan rekstri vélaverkstæðis árið 2002. Þegar samruni Síldarvinnslunnar og SR-mjöls átti sér stað um áramótin 2002-2003 störfuðu 284 hjá Síldarvinnslunni en 172 hjá SR-mjöli eða samtals 456 manns. Þegar var hafist handa við að fækka loðnuverksmiðjum, einfalda starfsemina og selja ýmis stoðfyrirtæki þannig að tveimur árum eftir samrunann voru starfsmennirnir 260 talsins. Á síðustu árum hefur tæknivæðingin og breytingar á starfsemi enn stuðlað að fækkun starfsmanna og árið 2007 voru starfsmennirnir 202 að tölu. Alls voru þá 175 starfsmenn í Neskaupstað, þar af um 70 sjómenn. Starfsmenn í loðnuverksmiðjunni á Seyðisfirði voru 18 talsins, 7 í Helguvík og einungis einn starfsmaður á Siglufirði og Raufarhöfn. Þegar þetta er ritað, í marsmánuði 2012, eru starfsmenn Síldarvinnslunnar um 230 talsins.

Eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins Síldarvinnslan er eitt af öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og án efa hið öflugasta þegar einungis er litið til veiða og vinnslu á uppsjávarfiski. Meginþættir starfseminnar á árinu 2012 eru eftirtaldir: - Loðnu- og síldarverksmiðjur í Neskaupstað, Seyðisfirði og Helguvík - Fiskiðjuver í Neskaupstað, sérhæft til vinnslu á uppsjávarfiski - Útgerð þriggja uppsjávarveiðiskipa, Barkar, Beitis og Birtings - Útgerð tveggja togara, frystitogarans Barða og ísfisktogarans Bjarts - Frystigeymslur í Neskaupstað - Hlutdeild í ýmsum fyrirtækjum, til dæmis útgerðarfélögunum Runólfi Hallfreðssyni ehf. sem gerir út Bjarna Ólafsson og East Greenland Codfish AS sem gerir út Eriku. Einnig á Síldarvinnslan hlut í Fjarðaneti hf., fóðurverksmiðjunni Laxá hf. á Akureyri og útgerðarfyrirtækinu Atlantic Coast í New Bedford í Bandaríkjunum sem gerir út þrjá hörpuskelsbáta.

Í frystigeymslum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað er oft geymt mikið magn frystra afurða.

Nýjasta skip Síldarvinnslunnar, Börkur, á loðnuveiðum í febrúar 2012.


110 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

skinney – þinganes hf.

S

www.sth.is

kinney – Þinganes var stofnað árið 1999 með samruna þriggja fyrirtækja, Borgeyjar hf., Skinneyjar hf. og Þinganess ehf. Borgey var elst þessara fyrirtækja, stofnað af Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga og um 20 einstaklingum árið 1946, en Skinney og Þinganes voru fjölskyldufyrirtæki með að baki um 30 ára sögu. Skinney var stofnuð árið 1968 en Þinganes fjórum árum síðar. Bæði fyrirtækin gerðu út vertíðarbáta og frá árinu 1987 rak Skinney einnig saltfiskverkun, humarfrystingu, síldarsöltun, síldar- og loðnufrystingu og niðurlagningu á síld. Borgey gerði lengi vel út einn vertíðarbát en frá og með árinu 1975 voru þeir tveir, Hvanney SF 51 og Lyngey SF 61. Um miðjan níunda áratuginn var starfsemin aukin með kaupum á skuttogara, Þórhalli Daníelssyni SF-71. Síðar voru keyptir tveir vertíðarbátar til viðbótar og eftir sameiningu við útgerðarfélagið Samstöðu hf. árið 1992, undir nafni Borgeyjar, bættist annar skuttogari í flotann, Stokksnes SF-89. Sama ár tók Borgey yfir allan sjávarútvegsrekstur Kaupfélags Austur-Skaftfellinga og var þar með komið í hóp stærri sjávarútvegsfyrirtækja landsins. En róðurinn var þungur og í árslok 1992 var reksturinn kominn í þrot. Borgey varð að sjá á eftir báðum togurum sínum ásamt miklum bolfiskkvóta. Að lokinni greiðslustöðvun, nauðasamningum og endurfjármögnun lagði fyrirtækið megináherslu á veiðar og vinnslu á síld og loðnu. Fyrst í stað virtist þetta ætla að skila góðum árangri en á árunum 1997 og 1998 fjaraði hratt undan rekstrinum. Þá hófust viðræður um sameiningu við önnur sjávarútvegsfyrirtæki á Höfn eða aðkomu utanaðkomandi fyrirtækja. Í janúar 1999 samþykkti meirihluti eigenda Borgeyjar tilboð Skinneyjar og Þinganess um kaup á rúmlega helmingi hlutafjárins og í kjölfarið voru fyrirtækin þrjú sameinuð. Frá upphafi hefur Skinney – Þinganes lagt áherslu á að endurnýja skipaflota sinn og auka kvóta fyrirtækisins til að styrkja rekstrargrundvöll þess. Þetta hefur meðal annars verið gert með samvinnu við önnur sjávarútvegsfyrirtæki, kaupum á minni útgerðarfélögum og nýsmíði skipa. Jafnframt hafa verið gerðar margvíslegar úrbætur á búnaði fiskvinnslunnar. Skinney – Þinganes rekur saltfiskverkun árið um kring auk þess að frysta í stórum stíl humar, loðnu, makríl og síld. Þá er ótalin hrognavinnsla, sundmagaverkun og vinnsla á fleiri aukaafurðum. Við þessa starfsemi vinna 110–130 manns í landi. Fyrirtækið gerir út sjö fiskiskip með 90 manna áhöfn alls. Heildarfjöldi starfsmanna er því á bilinu 200–220 manns.

Skipin.


Sjávarútvegur | 111

Árið 2002 keypti dótturfyrirtæki Skinneyjar – Þinganess, Skeggey ehf., fiskimjölsverksmiðjuna á Höfn en frá árinu 2007 hefur verksmiðjan verið í eigu Skinneyjar – Þinganess. Einnig má nefna að árið 2010 tók fyrirtækið yfir starfsemi netaverkstæðis Ísfells á Hornafirði. Að öllu samanlögðu telst Skinney – Þinganes vera um það bil tólfta stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins.

Aðaleigendur Útgerðarfélagið Skinney var stofnað í maí 1968 af Ásgrími Halldórssyni (1925–1996) kaupfélagsstjóra, Birgi Sigurðssyni skipstjóra og Ingólfi Ásgrímssyni skipstjóra, syni Ásgríms. Birgir og Ingólfur eru meðal aðaleigenda Skinneyjar – Þinganess hf. ásamt bræðrunum Gunnari og Ingvaldi Ásgeirssonum en þeir stofnuðu útgerðarfélagið Þinganes árið 1972 í félagið við mág sinn, Sverri Guðnason (1937–1988). Birgir, Ingólfur, Gunnar og Ingvaldur sitja allir í stjórn Skinneyjar – Þinganess ásamt Katrínu Ásgrímsdóttur. Gunnar er jafnframt starfandi stjórnarformaður. Sonur Ingólfs, Aðalsteinn, er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og hefur hann gegnt því starfi frá upphafi. Birgir, Ingólfur, Gunnar og Ingvaldur hafa allir verið skipstjórar á skipum fyrirtækja sinna í áratugi.

Vinnslan Vinnslulínur fyrirtækisins eru í grunninn sjö talsins og öll vinnslan fer fram í landi. Unninn er uppsjávarfiskur, bolfiskur og humar. Ólíkar vinnslulínur gera fyrirtækinu kleift að hafa tiltölulega jafna starfsemi allt árið, auk þess sem fjölbreytt vinnsla dregur úr rekstraráhættu. Allar vinnslulínur eru í húsnæði fyrirtækisins í Krossey að undanskilinni fiskimjölsverksmiðjunni sem er í Óslandi. Flestar vinnslulínurnar eru sérsmíðaðar fyrir fyrirtækið.


112 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Afurðirnar Afla báta fyrirtækisins má í grunninn skipta í þrennt: Uppsjávarfiskur (síld, loðna, makríll), bolfiskur (t.d. þorskur, ýsa, ufsi) og humar. Aflinn er unninn með ýmsu móti enda eftirspurn eftir fjölbreyttum afurðum víðs vegar um heiminn. Á innlendum markaði eru afurðir fyrirtækisins seldar og markaðssettar undir merkinu Skinney – Þinganes en Blumaris á erlendum vettvangi. Langstærstur hluti afurða fyrirtækisins er seldur úr landi til Kanada, Spánar, Portúgals, Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Noregs, Egyptalands, Kína, Japan og Suður-Kóreu, auk Rússlands og fleiri landa í Austur-Evrópu. Uppsjávarfiskur er einkum frystur og seldur þannig úr landi, ýmist flakaður eða heill. Þar er hann unninn áfram, t.d. reyktur eða kryddleginn. Hluti uppsjávaraflans er unninn í mjöl og lýsi í fiskimjölsverksmiðjunni. Bolfiskur er seldur frosinn, saltaður og ferskur. Saltfiskur er að stórum hluta fluttur til Portúgals og Spánar. Ríkar hefðir skapast í kringum matvæli. Eftir margra ára viðskipti Hornfirðinga og Portúgala með saltfisk gera portúgalskir neytendur miklar kröfur til afurðanna. Upprunamerking hornfirska fisksins, EHD, er nú vel þekkt í Portúgal og álitin gæðastimpill. Skinney – Þinganes leggur sig því fram um að bjóða viðskiptavinum þá vöru sem þeir þekkja best. Verðmætasta afurð fyrirtækisins er humarinn. Hann er flokkaður í verðflokka og ræður stærð og útlit humarsins mestu um flokkunina. Heilir stórir humarhalar lenda í hæsta verðflokki.

Starfsfólkið Fjöldi starfsfólks hefur verið svipaður frá stofnun fyrirtækisins. Hjá því starfa hátt í 250 manns, bæði á sjó og landi og fást við ólík verkefni. Mikil þekking á ólíkum sviðum er til staðar innan fyrirtækisins. Lögð er áhersla á að tryggja góðan aðbúnað starfsfólks og eru öryggismál í fyrirrúmi.


Sjávarútvegur | 113

Seint verður sagt að starfsmannahópurinn sé einsleitur. Bakgrunnur, þjóðerni, menntun og aldur starfsfólksins er ólíkur og eru átta starfssvið skilgreind. Þrátt fyrir alla þessa fjölbreytni er hópurinn samhentur. Starfsmannafélagið skipuleggur viðburði tvisvar sinnum á ári, að vori og í kringum jól. Sölufyrirtækið Iceland Pelagic er í eigu Skinneyjar – Þinganess (50%) og Ísfélags Vestmannaeyja (50%). Á vegum Iceland Pelagic eru tveir starfsmenn á erlendri grundu, annar í Póllandi og hinn í Litháen. Tækniframfarir hafa létt á mannaflaþörf en með auknum umsvifum og fjárfestingum hefur fyrirtækið getað haldið jöfnum fjölda fólks í vinnu. Yfir sumartímann hafa unglingar verið ráðnir til starfa, einkum í humarvinnslu.


114 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

soffanías cecilsson hf.

Ú

www.sax.is

tgerð og fiskvinnsla á rætur að rekja aftur til ársins 1936 þegar frumkvöðullinn Soffanías Cecilsson byrjaði að gera út ásamt Bæringi bróður sínum.Árið 1991 taka afkomendur Soffaníasar við fyrirtækinu og því er breytt í hlutafélag. Hjá félaginu starfa nú um 60 starfsmenn. Í Fiskverkun félagsins að Borgarbraut 1 eru nú eingöngu unnar saltfiskafurðir fyrir Spánar- og Ítalíumarkað. Yfirverkstjóri er Mjöll Guðjóndóttir. Útgerð félagsins saman stendur af 3 bátum en þeir eru Grundfirðingur SH-24 (1202) á línuveiðum, skipstjóri Kjartan Valdimarsson. Sóley SH-124 (1674) á trollveiðum, skipstjóri Rúnar Sigtryggur Magnússon. Sigurborg SH-12 (1019) á rækjuveiðum, skipstjóri Ómar Þorleifsson. Stjórn félagsins skipa nú : Rúnar Sigtryggur Magnússon formaður Garðar Gíslason og Sóley Soffaníasdóttir. Framkvæmdastjóri er Sigurður Sigurbergsson.

Fiskvinnslan.

Sigurborg SH-12.

Sóley SH-124.

Grundfirðingur SH-24.


Sjávarútvegur | 115

Ú

sólrún ehf.

www.solrun.is

tgerðarfyrirtækið Sólrún hefur verið starfrækt innan sömu fjölskyldunnar í hálfa öld og nær saga hennar yfir heila fjóra ættliði. Á þeim tíma hefur fyrirtækið gert út fjölda skipa og báta ásamt því að reka fiskverkun í 45 ár. Sólrún er með aðsetur á Sjávargötu 2-4 á Árskógssandi og starfa hjá fyrirtækinu um 20 manns ýmist á sjó eða við slægingu og beitningu í landi.

Upphafið Sameignafélagið Sólrún hóf starfsemi á Árskógssandi árið 1961. Stofnandi þess var Konráð Sigurðsson (1902–1994) ásamt sonum hans Sigurði og Alfreð. Fyrstu árin snerist reksturinn í kringum útgerð 12 tonna eikarbátsins Sólrúnar, sem smíðaður var á Akureyri. Hann var lengstum gerður út á línu, neta- og dragnótaveiðar á þorski og ýsu, auk hrefnu á tímabili. Ráðstöfun afurða fór fram með þeim hætti að ýsan var seld til nálægra frystihúsa á meðan þorskurinn var saltaður og flattur í eigin fiskverkun á Árskógsströnd. Þess ber að geta að sameiginleg nafngift fyrirtækis og báts kom upphaflega frá eiginkonu Konráðs, Soffíu Júníu Sigurðardóttur (1906–2000), sem fannst sem frá því stafaði friðsæl og falleg birta.

Frá vinstri; Haraldur Ólafsson, Kristján Freyr Pétursson, Ólafur Sigurðsson, Bára Höskuldsdóttir, Pétur Sigurðsson og Svavar Örn Sigurðsson.

Hlutafélagið Sólrún Árið 1971 var stofnað hlutfélag í kringum rekstur Sólrúnar. Fjórum árum síðar var gamli 12 tonna eikarbáturinn Sólrún seldur og í staðinn keyptur annar 27 tonna sem hlaut sama nafn. Mikil tímamót urðu síðan árið 1980 þegar 73 tonna tonna stálbáturinn Særún bættist við útgerðina. Á þeim tímapunkti hafði Sólrún hf. stundað hrefnuveiðar í nokkur ár í Eyjafirðinum og úti fyrir Norðurlandi, en þær voru mjög umfangsmiklar á tímabili og námu um helmingi heildarveltunnar þar til algert hvalveiðibann gekk í gildi árið 1986. Árið 1987 áttu sér stað veigamiklar breytingar í 10 manna eigendahópi Sólrúnar. Hann samanstóð þá af stofnandanum Konráði Sigurðssyni ásamt fjölskyldu hans og tengdafólki. Við uppskiptingu eignarhlutar fóru Gunnlaugur Konráðsson og fjölskylda hans út úr fyrirtækinu. Auk þess var báturinn Sólrún seldur og með honum um helmingur veiðiheimilda eða um 200 tonn. Eftir stóð Særún ásamt nýjum 10 tonna aflamarksbáti, Þyt EA-96.

Sigurður Tryggvi Konráðsson og Ingibjörg Þórlaug Þorsteinsdóttir.

Síðustu árin Árið 1990 var 73 tonna Særúnin seld. Í staðinn var keypt 150 tonna skip frá Þorlákshöfn sem hlaut gamla nafnið Sólrún, en um svipað leyti bættist lítill bátur við sem fékk hinsvegar nafnið Særún. Árið 1999 var Sólrúnu skipt út fyrir enn stærra og samnefnt skip upp á 200 tonn en það var selt árið 2003 og minnkaði þá kvótinn að sama skapi. Mikið skarð var síðan höggvið í reksturinn árið 2006 þegar Fiskverkun Sólrúnar hætti starfsemi, en við það misstu um 30 manns vinnuna. Þegar mest lét var unnið upp úr 2-3.000 tonnum hjá fyrirtækinu sem skilaði af sér framleiðsluverðmætum upp á 600-700 milljónir á ársgrundvelli. Í dag gerir fyrirtækið út þrjá 8-12 tonna báta undir krókaflamarki og er sameiginleg kvótastaða þeirra um 400 tonn, en þeir eru: Sólrún EA-151, Særún EA-251 og Rún EA-351. Eigendur fyrirtækisins í dag eru Sigurður Tryggvi Konráðsson, Ingibjörg Þórlaug Þorsteinsdóttir, Pétur Sigurðsson, Bára Höskuldsdóttir, Kristján Freyr Pétursson, Ólafur Sigurðsson, Haraldur Ólafsson og Svavar Örn Sigurðsson. Þau er öll virkir þátttakendur í rekstrinum í dag.

Særún EA-251.

Sólrún EA-151.


116 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

S

stálskip ehf.

tálskip ehf. var stofnað í Hafnarfirði 1970 af Ágústi Sigurðssyni, Guðrúnu H. Lárusdóttur, Sigurði Eiríkssyni o.fl. Tildrög að stofnun félagsins voru kaup á flaki síðutogarans Boston Wellvale, sem hafði strandað við Arnarnes í Ísafjarðardjúpi. Var skipið keypt á strandstað og endurbyggt frá grunni. Því var gefið nafnið Rán GK-42 og fór í sína fyrstu veiðiferð í ágústmánuði 1971. Á þessum rúmu 40 árum hefur félagið átt og gert út nokkur skip. Flest hafa verið keypt notuð erlendis frá og jafnan borið nöfnin RÁN og ÝMIR. Árið 1978 var keyptur fyrsti skuttogarinn, Ýmir HF-343(BEN LUI frá Aberdeen). Hann var gerður út til 1988 en þá seldur til Spánar til að fá úreldingu fyrir nýsmíði fullvinnsluskips sem fékk sama nafn. Það markaði tímamót hjá félaginu að fá þetta öfluga skip sem var byggt hjá Simek Flekkefjord Norge árið 1988, skip sem gat fullunnið aflann um borð. Ekki síst voru það tímamót að hefja úthafsveiðar á karfa fyrir utan 200 mílna lögsöguna og afla veiðireynslu fyrir fyrirtækið sem og Íslendinga, sem hefðu ekki þennan veiðrétt í í dag nema fyrir það að útgerðarmenn og sjómenn færðu fórnir til að ná í þennan veiðirétt. Sama má segja um veiðar utan landhelgi í Smugunni í Barentshafi þar sem skip félagsins fóru til veiða á alþjóðlegu hafsvæði í óþökk Norðmanna og algerlega á eigin ábyrgð. Þegar svo náðust samningar milli þjóðanna myndaðist veiðiréttur sem samið var um. 1989 er Sigurey BA-25 keypt á nauðungaruppboði og fékk nafnið Rán HF-4. Frystiskipið Otto Wathne er keypt 1994 og því breytt í fullvinnsluskip. Það fékk aflaheimildir Ránar HF-4 sem þá varð að víkja úr landi skv. þágildandi lögum. Nýja skipið fékk nafnið Rán HF-42 . Auk þessara tveggja skipa, sem bæði fullvinna aflann um borð, hafa verið keypt og gerð út tímabundið nokkur skip, sem hafa verið seld aftur en aflaheimildir þeirra fluttar á þessi tvö skip. Tjón varð á frystiskipinu Ými í ágúst 1999. Skipið var þá byggt upp aftur og gert út þar til það var selt til Kamtsjaka um áramót 2002/2003. Rán HF-42 var seld 2005 þar sem aflaheimildar höfðu skerst verulega og ljóst að þær stæðu ekki undir útgerð tveggja öflugra skipa. Fór skipið til Nesfisks ehf. í Garði og fékk nafnið Baldvin Njálsson. Þór HF-4 var keyptur í júni 2002. Hann var byggður í Danmörku, 1998 upphaflega sem samstarfsverkefni Rússa og Royal Greenland um veiðar í Barentshafi. Sá samningur hélt

Hjónin Guðrún H. Lárusdóttir og Ágúst Sigurðsson. Ýmir HF-343 og Rán HF-42 í Hafnarfjarðarhöfn.


Sjávarútvegur | 117

Þór HF 4.

Valgerður Guðrún gefur Þór HF-4 nafn.

ekki og skipið var þá sett á sölu. Það var happ Stálskipa ehf. að eignast þetta öfluga skip. Þór HF-4 er 58 m langur 13,5 brúttólestir, með 4.000 hestafla aðalvél. Skipinu var breytt úr heilfrystiskipi í fullvinnsluskip og gerir félagið út þetta eina skip í dag. Áhöfn Þórs telur 26 stöðugildi en í allt starfa 35-40 menn hjá félaginu á sjó og 3 starfsmenn í landi. Árið 1973 hóf félagið byggingu húsnæðis í Hafnarfirði. Þar er aðstaða fyrir skrifstofu en seinna var keypt samliggjandi húsnæði fyrir verkstæði og aðstöðu til netagerðar. Reksturinn hefur gengið nokkuð vel og félagið verið heppið með áhafnir. Skipstjórar á hinum ýmsu skipum hafa verið Ásgeir Gíslason, Gestur B. Sigurðsson sem var á flestum skipa félagsins þar til hann varð bráðkvaddur við skyldustörf um borð í Þór HF-4, Hafsteinn Stefánsson, og núverandi skipstjóri á Þór sem er Þorvaldur Svavarsson, sem var áður 1. stýrimaður á Rán, Ými og Þór. Þorsteinn Eyjólfsson, 1. stýrimaður bæði á Rán og Ými, er skipstjóri á Baldvini Njálssyni. Aflaverðmæti 2011 var tæpir 2 miljarðar króna. Þess má geta að Stálskip hafa undanfarin ár verið í 1.-3. sæti sem greiðendur hæstu launa á Íslandi. Aðalviðskiptalönd eru Japan, Bretland, Suður-Kórea, Kína og Rússland.

Hjónin Guðrún og Ágúst ásamt elsta barnabarni sínu Valgerði Guðrúnu Halldórsdóttir sem gaf Þór HF-4 nafn.

Núverandi hluthafar eru: Ágúst Sigurðsson, Guðrún Lárusdóttir, Jenný Ágústsdóttir, Ólafía L. Ágústsdóttir, Helga Ágústsdóttir og Þorsteinn Sigurðsson.

Ágúst og Guðrún ásamt dætrum Jenný Ólafíu, Helgu ásamt elsta og yngsta barnabarninu Valgerði og Katrín Helgu


118 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

toppfiskur ehf.

J

www.toppfiskur.is

ón Steinn Elíasson stofnaði fiskvinnslu- og fisksölufyrirtækið Toppfisk þann 1. nóvember 1979. Áður hafði hann rekið fiskbúðir allt frá árinu 1971, fyrst í Sörlaskjóli 42, Víðimel 35 og seinna á Sundlaugavegi 12. Það varð kveikjan að því að koma upp vinnslu við Fiskislóð, í húsnæði sem var í byrjun 134 fermetrar að stærð. Þegar starfsemin hófst að Fiskislóð jukust viðskiptin mikið og var aðallega unnið við að þjónusta verslanakeðjur á Íslandi. Þetta voru gullárin í verslun á Íslandi þegar mjólkurbúðir og aðrar sérverslanir fóru inn í stórmarkaði, eins og Hagkaup, Kron, Miklagarð, Nóatún, Víði, Hólagarð, Fjarðarkaup og JL-húsið, svo eitthvað sé nefnt. Þetta ævintýri stórverslana á Íslandi stóð stutt en árið 1987 voru margar þessara stórverslana komar í þrot. Þá var orðið talsvert af fólki í vinnu og mikil umsvif. Á þessum tíma var eiginkona Jóns Steins, Laufey Eyjólfsdóttir, búin að starfa hjá fyrirtækinu í nokkur ár og tók þátt í þeirri nýju útrás að selja fisk til útlanda og hætta algjörlega á innanlandsmarkaði. Á þessum árum komu börn Laufeyjar að rekstri Toppfisks. Anna Marta og Lovísa hafa tekið virkan þátt í daglegri starfsemi Toppfisks og gera það enn í dag. Kristján Berg hefur verið til taks við innkaup og fleira sem kemur að starfsemi félagsins. Þarna voru teknar stórar ákvarðanir sem ekki var hægt að bíða með. Á þessum tíma voru höft á útflutningi sjávarafurða og þar voru allsráðandi stóru fyrirtækin; Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Íslenskar sjávarafurðir og Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda. Þessi fyrirtæki höfðu algjöra sérstöðu og voru öll með framhaldsvinnslu erlendis. Það eina sem mátti flytja út óheft til að byrja með var ferskur fiskur. Þegar kom að frosnu og söltuðu voru ekkert nema höft.

Snyrtilína á 1. hæð í Fiskislóð.

Toppfiskur byrjaði á því að selja fersk flök til Danmerkur sem söltuð voru þar og seld áfram til Ítalíu. Síðan var sótt inn á Bandaríkjamarkað þar sem félagið náði góðum árangi, seldi mikið af grálúðuflökum, karfa og óhreistraðri ýsu sem var mjög óvenjulegt. Fyrirtækið náði góðum viðskiptum í Bretlandi sem hafa verið mjög farsæl í hartnær þrjátíu ár eða allt til enda árs 2011 þegar aðalviðskiptavinur þess fór í þrot. Það var mikið áfall en þar sem Toppfiskur var orðinn vel kynntur á breskum markaði stóðu víða opnar dyr og nú, tæpu ári síðar, eru viðskiptin að færast félaginu aftur í hag og verða fleiri stórir viðskiptavinir í Bretlandi í viðskiptum við Toppfisk. Toppfiskur er afar vel tækjum búið fyrirtæki og fer öll vinnsla fram í eigin húsnæði við Fiskislóð. Vinnsluhúsið er um 3.500 fermetrar að flatarmáli. Þar fyrir utan er 1.200 fermetra húsnæði undir verkstæði, lager og hugsanlega framhaldsvinnslu. Toppfiskur festi kaup á fiskvinnsluhúsnæði og þurrkun á Bakkafirði árið 2007. Þar er rekin saltfiskvinnsla, flökun og þurrkun, bæði inni- og útiþurrkun. Á Bakkafirði hafa farið fram miklar endurbætur á húsnæði og tækjabúnaði. Á Bakkafirði starfa 15-20 manns, og er Toppfiskur stór atvinnurekandi í bænum.

Bátur að koma til löndunar á Bakkafirði.

Um 100 manns eru að störfum hjá Toppfiski árið um kring og hefur starfsemin verið stöðug allt árið, enda hefur Toppfiskur að mestu þjónustað verslanakeðjur í Bretlandi með ferskan og frosinn fisk.


Sjávarútvegur | 119

Snyrtilína á 2. hæð í Fiskislóð.

Jón Steinn er eindreginn talsmaður þess að setja allan fisk á markað og er forsvarsmaður SFÚ sem vekur reglulega athygli á nauðsyn þess að fiskmarkaðir fái að þróast með eðlilegum hætti. Toppfiskur hefur lagt ríka áherslu á að höndla með fisk í hæsta gæðaflokki. Starfsfólk fyrirtækisins hefur metnað í að leggja sig fram og kappkostar að skila sem bestri vöru til neytandans. Einkunnarorð Toppfisks hafa verið: hraði, gæði, þjónusta. Enda hefur sérstaða fyrirtækisins einkum falist í því hversu góð þekking er á hráefninu, vinnslu þess og öflun og nauðsynleg þekking á mörkuðunum heima og erlendis. Toppfiskur hefur gríðarlega gott orðspor í Bretlandi. Viðskiptin eru örugg, pantanir standast og afgreiðslutíminn er skammur. Við það skapast trúverðugleiki sem slíku fyrirtæki er nauðsyn ef það ætlar að ná árangri. Jón Steinn hefur ekki legið á skoðunum sínum varðandi fiskveiðistjórnunarkerfi Íslendinga og þykir sumpart að stærri útgerðarfyrirtækin misnoti aðstöðu sína og þannig skapist veruleg hætta á því að fiskmarkaðirnir geti skaðast og lagst af. Hann, sem talsmaður SFÚ, hefur verið óþreytandi við að ræða við alþingismenn, ráðherra og aðra frammámenn í sjávarútvegi til að beina sjónum þeirra að því hvernig hægt væri að láta fiskmarkaði og sölu fiskafurða blómstra til hagsbóta fyrir þjóðina. Í grunninn er Toppfiskur fjölskyldufyrirtæki, þar sem fjölskyldan skiptir með sér verkum í rekstri fyrirtækisins. Toppfiskur sækir öflugt fram og getur, ef vel er á haldið, náð miklu lengra. Það eru aðstæður í fiskveiðistjórnunarkerfinu sem gera það að verkum að mikill samkeppnismunur er í greininni milli þeirra sem hafa aflaheimildir og geta skammtað sér verð og hinna sem þurfa að versla á frjálsum fiskmarkaði. Þar skilur himinn og haf á milli. Ráðamenn þjóðarinnar hafa ekki sýnt þessu nægan skilning og þurfa að taka sig verulega á til þess að sá árangur náist að við hámörkum arðsemi auðlindarinnar til þjóðarbúsins. Toppfiskur vinnur aðallega með þorsk og ýsu en það eru þær tegundir sem hingað til hefur verið best að selja á þeim markaði sem Toppfiskur þjónustar. Fyrirtækið leggur ofuráherslu á að gera það sem allra best enda er það ávísun á áframhaldandi viðskipti.

Ywadee við sporðalínuna, starfsmaður til margra ára.


120 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

vinnslustöðin hf.

V

www.vsv.is

innslustöðin hf. (VSV) er annað tveggja stærstu fyrirtækjanna í Vestmannaeyjum og eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Vinnslustöðin er hluti af sögu atvinnu- og mannlífs í Eyjum, félag með ríkar hefðir og ábyrgð gagnvart umhverfi sínu og samfélagi. Fyrirtækið gerir út skip til uppsjávarveiða, netaveiða, humarveiða og togveiða og eitt frystiskip að auki, alls 10 skip. Það starfrækir salfiskverkun, humarvinnslu, vinnslu fersks/frosins botnfisks og uppsjávarfisks, fiskimjölsverksmiðju, frystigeymslu, netaverkstæði og sölu- og markaðssvið. Fastráðnir starfsmenn eru nú um 330 talsins (febrúar 2012) en þegar umsvifin voru hvað mest á árinu 2011 voru starfsmenn mun fleiri. Þannig voru gefnir út yfir 500 launaseðlar í júlímánuði 2011, fleiri en nokkru sinni fyrr í 65 ára sögu fyrirtækisins. Samstæða Vinnslustöðvarinnar er mynduð af móðurfélaginu VSV og þremur dótturfélögum: sölufélögunum About fish ehf. og About fish GmbH og Skipaafgreiðslu Vestmannaeyja. Sigurgeir Brynjar Kristsgeirsson, framkvæmdastjóri VSV.

Vinnslustöðin og athafnasvæði hennar við höfnina í Vestmannaeyjum.

Eignarhald og stjórnendur Hluthafar í Vinnslustöðinni hf. voru alls 258 í desember 2011. Stærsti hluthafinn var Stilla útgerð ehf., félag í eigu Guðmundar Kristjánssonar, útgerðarmanns frá Rifi. Næststærsti hluthafinn var Seil ehf., félag í eigu Haraldar Gíslasonar, Kristínar Elínar Gísladóttur og Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar í Vestmannaeyjum. Félög í eigu Vestmannaeyinga sjálfra og einstaklingar í Eyjum áttu í lok árs 2011 liðlega tvo þriðju hlutafjár í Vinnslustöðinni en Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir frá Rifi áttu tæplega þriðjung sjálfir eða í gegnum félög í sinni eigu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og tók við starfinu í mars 1999. Hann er hagfræðingur að mennt og kom fyrst til starfa í fyrirtækinu 1996, þá með aðsetur í Þorlákshöfn. Aðrir æðstu stjórnendur fyrirtækisins eru (febrúar 2012): Sindri Viðarsson sjávarútvegsfræðingur (uppsjávarsvið), Jón Þór Klemensson sjávarútvegsfræðingur (bolfisksvið), Elís Jónsson, rafmagnstæknifræðingur með meistarapróf í verkefnastjórnun (rekstrarsvið), Andrea Atladóttir viðskiptafræðingur (fjármálasvið), Gunnar Aðalbjörnsson fisktæknir (umbóta- og gæðasvið) og Kristinn Hjálmarsson, heimspekingur með MBA-gráðu (sölu- og markaðssvið).

Rótgróið Eyjafyrirtæki

Benóný Þórisson.

Upphaf Vinnslustöðvarinnar er rakið til þess þegar 105 útvegsmenn í Eyjum komu saman 30. desember 1946 og stofnuðu Vinnslu- og sölumiðstöð fiskframleiðenda til hagsbóta fyrir sig og byggðarlagið. Nafninu var breytt í Vinnslustöðin árið 1952, um leið og félagið var gert að hlutafélagi. Félagið óx og dafnaði næstu árin en 23. janúar 1973 lagðist öll starfsemin óvænt af þegar eldgos hófst á Heimaey. Stjórn félagsins hittist í Reykjavík í maí 1973 og ákvað að Vinnslustöðin myndi byrja að taka á móti fiski til söltunar. Í október sama ár hófst svo fiskvinnsla til frystingar á ný í Vinnslustöðinni. Umtalsverðar sviptingar urðu í eignarhaldi félagsins þegar leið á 20. öldina. Þannig urðu Íslenskar sjávarafurðir hf., Olíufélagið hf. og Vátryggingarfélag Íslands hf. stærstu hluthafar þess árið 1992. Í lok árs 1996 sameinaðist Meitillinn hf. í Þorlákshöfn Vinnslustöðinni og fyrirtækið rak fiskvinnslu í Þorlákshöfn þar til í júní 1999 að það seldi hús og tæki. Vinnslustöðin glímdi við mikla rekstrarerfiðleika um þessar mundir og í maí 1999 var fjölda starfsmanna sagt upp. Af liðlega 300 á launaskrá þá mættu einungis 150


Sjávarútvegur | 121

Sighvatur Bjarnason VE-81, skip Vinnslustöðvarinnar, á leið til heimahafnar.

manns til starfa 1. september sama ár. Þetta voru afar erfiðir tímar en smám saman tókst að styrkja reksturinn og grunnstoðir félagsins á nýjan leik og í lok árs 2002 eignuðust Eyjamenn meirihluta í Vinnslustöðinni og hafa nú liðlega tvo þriðju eignarhaldsins á forræði sínu. Rekstartekjur VSV hafa farið stigvaxandi frá því að félagið tók að styrkjast eftir erfiðleika í lok síðustu aldar, eins og sést á meðfylgjandi línuriti um rekstrartekjur. Reksturinn hefur skilað hagnaði alla tíð síðan þá, að árinu 2008 undanskildu þegar íslenska fjármálakerfið hrundi.

Hulda Ástvaldsdóttir og Fanney Ósk Hallgrímsdóttir.

Nálægð við mið og markað Vinnslustöðin er vel í sveit sett gagnvart gjöfulum fiskimiðum og helstu mörkuðum sínum, á meginlandi og í norðanverðri Evrópu. Félagið seldi afurðir sínar áður í gegnum sölusamtök en hefur tekið sölu- og markaðsmálin í eigin hendur og annast sjálft nánast öll viðskipti og samskipti við erlenda viðskiptavini sína. Fjórar tegundir botnfiska eru teknar til vinnslu í fiskiðjuveri Vinnslustöðvarinnar: karfi, þorskur, ufsi og ýsa. Vinnslustöðin er umsvifamikil í veiðum og vinnslu loðnu, makríls og síldar og sömuleiðis í veiðum og vinnslu humars, verðmætustu sjávarafurðar sem Íslendingar flytja úr landi. Vinnslustöðin hafði frumkvæði að því að stofna til yfirgripsmikilla rannsókna á veiðisvæðum, veiðum, vinnslu og markaðsmálum humars í því skyni að auka arðsemi veiða og vinnslu en umgangast jafnframt þessa mikilvægu sjávarauðlind af virðingu og ábyrgð. Þetta var samstarfsverkefni Vinnslustöðvarinnar og Háskóla Íslands með þátttöku m.a. erlendra háskóla.

Anna María Cybulska.


122 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

vísir hf.

V

www.visirhf.is

ísir hf. er eitt af öflugustu og rótgrónustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og sinnir allt í senn útgerð, vinnslu og sölu. Höfuðstöðvar félagsins hafa ávallt verið í Grindavík, þar sem það hefur verið ein helsta kjölfestan í atvinnulífi bæjarins. Fyrirtækið hefur verið í örum vexti á undanförnum árum og rekur nú starfsstöðvar í þremur öðrum byggðarlögum, á Djúpavogi, Húsavík og Þingeyri. Unnið er úr fjölbreyttri flóru fisktegunda sem nemur um 16.000 tonnum á ári. Vísir rekur í dag umfangsmestu línuútgerð landsins og telur flotinn 5 línuskip. Hjá fyrirtækinu starfa í dag um 300 manns.

Sagan Vísir hf. hefur verið starfrækt innan sömu fjölskyldunnar í tæplega hálfa öld, en fyrirtækið hóf opinberlega starfsemi í Grindavík þann 1. desember árið 1965. Aðalstofnandi þess og forstjóri til margra ára var útgerðarmaðurinn Páll Hreinn Pálsson sem fæddist í Reykjavík árið 1932. Páll var alinn upp á Þingeyri við Dýrafjörð þar sem fjölskylda hans bjó alla tíð í hjarta þorpsins að Aðalstræti 4. Foreldrar hans voru Jóhanna Daðey Gísladóttir og Páll Jónsson skipstjóri. Faðirinn, Páll eldri, gerði út bátana Fjölni og Hilmi, en fórst sviplega með þeim síðarnefnda á Faxaflóa árið 1943. Þrátt fyrir þetta mikla andstreymi hélt fjölskyldan ótrauð áfram. Móðirin, Jóhanna, gerði Fjölni út áfram til síldveiða og fiskflutninga en hann sökk eftir árekstur við enskt póstskip árið 1945. Segja má að sonurinn Páll yngri hafi verið alinn upp til sinnar iðju, en aðeins 11 ára gamall hóf hann störf sem léttadrengur á fyrrnefndum Fjölni. Síðan leiddi eitt af öðru í sjómennskunni og árið 1953 útskrifaðist Páll Hreinn úr Stýrimannaskólanum. Sama ár keypti hann, í félagi við aðra, 100 tonna bát sem hlaut nafnið Fjölnir ÍS-177 sem gerður var út á línu. Árið 1955 kvæntist Páll Hreinn Pálsson konu sinni Margréti Sighvatsdóttur. Þau settust upphaflega að í Keflavík, en fluttu til Grindavíkur eftir stofnun fyrirtækisins árið 1965. Til gamans má geta að árið 2005 urðu þau skemmtilegu tímamót að hjónin héldu bæði upp á 50 ára brúðkaupsafmæli sitt og 40 ára afmæli Vísis. Börn Páls og Margrétar eru þau Margrét, Páll Jóhann, Pétur Hafsteinn, Kristín Elísabet, Svanhvít Daðey og Sólný Ingibjörg. Öll hafa þau á einn eða annan hátt komið nálægt rekstri fyrirtækisins og er Pétur Hafsteinn framkvæmdastjóri þess í dag. Páll Hreinn Pálsson var forstjóri félagsins allt fram til ársins 2000 og eftir það stjórnarformaður þess. Árið 2001 var hann sæmdur Heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í sjávarútvegi og fiskvinnslu.

Útgerðin Vísir hf. gerir út fimm línuskip með sjálfvirkum beitningarvélum. Þau eru Fjölnir SU-57, Jóhanna Gísladóttir ÍS-7, Kristín ÞH-157, Páll Jónsson GK-7 og Sighvatur GK-57. Skipin eru 41-57 m löng og smíðuð á sjöunda áratugnum, en hafa verið mikið endurbyggð á undanförnum árum. Gert er út allan ársins hring til þess að markaðurinn hafi stöðugan aðgang að afurðunum. Markmiðið er að vinna hágæða afurðir úr sjálfbærum stofnum, enda er línuveiddur fiskur af miklum gæðum og því verðmæt sjávarafurð. Í þessu skyni er mikil áhersla lögð á ábyrgt og umhverfisvænt vinnsluferli, af miðum og á markað, en þar er unnið sérstaklega með innra kerfi sem byggir m.a. á því að ávallt sé hægt að rekja uppruna allra sendinga til ákveðinna veiðisvæða og veiði- og vinnslutíma afurðanna. Auk þess er HACCP-gæðastjórnunarkerfið notað.


Sjávarútvegur | 123

Vinnslan og verkunin Kröfur viðskiptavina um fjölbreyttar afurðir, umbúðir og afhendingartíma geta verið mismunandi. Af þeim sökum hefur Vísir byggt framleiðslu sína upp á fjórum sérhæfðum vinnsluhúsum, með ótal möguleikum, þar sem úrval sjávarafurða er fullunnið úr fyrsta flokks hráefni. Algengustu tegundirnar sem unnið er úr eru þorskur, ýsa, keila og langa ásamt blálöngu og steinbít. Undirstaða framleiðslunnar er söltun á þorski, keilu og löngu ásamt bitavinnslu á ýsu Að auki er framleitt töluvert magn af léttsöltuðum og lausfrystum flökum. Aukaafurðir í saltfiskvinnslunni eru forvitnilegar á margan hátt. Þar er um að ræða t.d. fés, lundir, sundmaga, gellur, þunnildi og klumbur. Þó svo að saltfiskurinn sé enn í öndvegi hjá Vísi, þá státar fyrirtækið af fjölbreyttum tegundum frosinna, ferskra og þurrkaðra afurða þar sem nær allir hlutar fisksins eru nýttir. Þurrkaðar afurðir eru, að megninu til, hausar og hryggir úr framleiðslunni ásamt skreið sem unnin er úr þorski, keilu og löngu og hengd á hjalla. Vísir á helmingshlut á móti Þorbirni í þurrkfélaginu Haustaki hf., sem er með þurrkverksmiðjur á Reykjanesi og Egilsstöðum.

Útflutningurinn Helstu markaðir Vísis fyrir saltfisk eru í S-Evrópu, einkum á Spáni, Ítalíu og Grikklandi ásamt Portúgal. Frosnar og ferskar afurðir eru að mestu fluttar til Bretlands, Bandaríkjanna, og N-Evrópu. Þurrkaðar afurðir fara flestar á Nígeríu. Stærstum hluta saltfisksins er pakkað í 25 kg kassa, þar sem allar söluumbúðir eru tryggilega merktar með gæðastimplinum „Long Line Caught“. Á undanförnum árum hafa verðmæti sjávarafurða stigið hröðum skrefum á alþjóðlegum markaði og fiskurinn breyst úr hefðbundnum hversdagsmat yfir í eftirsótta og dýrmæta gæðavöru. Í þessu felast tækifæri Vísis að einbeita sér að því framleiða gæðavörur úr besta hráefni sem völ er á og skipa sér þannig á fremsta bekk í flokki sjávarútvegsfyrirtækja hvað varðar gæði og áreiðanleika.


124 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

þorbjörn hf.

Þ

www.thorfish.is

Stjórn: Formaður: Gunnar Tómasson Gerður Sigríður Tómsdóttir, Eiríkur Tómasson Forstjóri: Eiríkur Tómasson

Tómas Þorvaldsson GK-10.

orbjörn hf. stundar mjög umsvifamikla útgerð og fiskvinnslu á fjölbreytilegustu tegundum sjávarfangs. Mikið starf hefur verið unnið í hagræðingu og tæknivæðingu framleiðslunnar og veiðanna og hefur mjög jákvæður árangur náðst. Fyrirtækið gerir út þrjú flakafrystiskip og fjögur línuskip. Í landi ræður Þorbjörn hf. yfir húsakosti sem nær yfir um 15.000 fm í Grindavík og Vogum. Hjá fyrirtækinu starfa í dag um 350 manns, en ársverkin eru í kringum 290. Starfsmannafjöldinn skiptist þannig að á sjó eru 180, í landvinnslu eru 74, á skrifstofu eru 7 og í þjónustudeildum eru 26. Keypt hefur verið umtalsverð aflahlutdeild í bolfiski en á móti seld í rækju og uppsjávarfiski. Er nú svo komið að aflahlutdeild fyrirtækisins hefur aukist um 1.200 þorskígildistonn frá árinu 2000 til dagsins í dag, þrátt fyrir að á sama tíma hafi með ákvörðun stjórnvalda verið færð frá fyrirtækinu aflahlutdeild sem nemur um 1.500 þorskígildistonnum til hraðfiskibáta og það þannig svipt hluta þess sem það hefur keypt og greitt fyrir. Raunaukning aflahlutdeildar hefur því verið um 3.000 þorskígildistonn á þessum tíma. (Hér eru þorskígildi reiknuð eftir þorskígildisstuðlum dagsins í dag.) Frá árinu 2000 hafa verið seld 15 fiskiskip. Er útgerð fyrirtækisins því komin úr 22 skipum niður í 7 fiskiskip, sem gerð eru út stöðugt og veita bæði fyrirtækinu og sjómönnum á þessum skipum öruggari og ábatasamari tilveru. Skipin eru með aflamark sem hefur verið safnað á þau af um 45 fiskiskipum, með kaupum á aflahlutdeild, tilfærslum og hagræðingaraðgerðum, í skjóli laga um stjórn fiskveiða. Þetta hefur verið mikið átak, sem treyst hefur grundvöll Þorbjarnar hf. og starfsmanna fyrirtækisins, sem koma af öllu landinu. Má geta þess að um 70% sjómanna félagsins eru búsett annarsstaðar en í Grindavík og Vogum. Stjórnendur fyrirtækisins hafa lagt sig fram um að byggja upp öflugt og nútímalegt fyrirtæki, sem er öflugur bakhjarl í atvinnulífinu þar sem það er starfrækt.

Landvinnsla

Sturla GK-12 og Hrafn GK-111.

Skipakostur: Frystitogarar: -Hrafn Sveinbjarnarson GK-255 -Hrafn GK-111 -Gnúpur GK-11 200 tonna línubátar: -Valdimar GK-195 -Tómas Þorvaldsson GK-10 -Ágúst GK-95 -Sturla GK-12

Saltfisk- og ferskflakavinnsla fyrirtækisins er í Grindavík og Vogum. Línuskip fyrirtækisins hafa verið á bolfiskveiðum og aflað fiskvinnslu fyrirtækisins hráefnis og selt hluta aflans á innlendum- og erlendum fiskmörkuðum. Fyrirtækið hefur nýtt sér ýmsar hagkvæmar lausnir í saltfiskverkun hér á landi. Þar ber hæst tölvustýrt flokkunar- og matskerfi sem hefur að stærstum hluta leyst mannshöndina af hólmi. Kerfið er í stakk búið til þess að flokka saltfiskinn niður eftir þyngd og gæðum. Þá eru fyrir hendi sérstakir rafknúnir saltdreifararar sem sinna sama starfi og skóflusaltarinn gerði áður. Meginuppistaðan í saltfiskframleiðslunni er söltun þorskflaka og er Spánn aðalmarkaðslandið fyrir þá vöru. Í ferskflakavinnslu fyrirtækisins eru notaðar nýjustu gerðir af tölvustýrðum fiskvinnsluvélum til að tryggja hámarksnýtingu og gæði. Á síðustu árum hefur töluvert magn verið framleitt af ferskum þorsk- og ýsuflökum, en góður markaður hefur skapast fyrir þá vöru í Bretlandi og víðar í Evrópu, einnig hefur hluti framleiðslunnar farið til Bandaríkjanna. Fersku flökin eru flutt héðan á erlenda markaði ýmist með skipum eða með flugvélum, þá eru flökin tilbúin til dreifingar í markaðslandinu daginn eftir vinnslu og frágang hér á landi.

Sjóvinnsla Flakafrystitogarar Þorbjarnar hafa verið á bolfisk- og grálúðuveiðum innan landhelgi og karfaveiðum bæði innan og utan landhelgi, auk þess sem eitt af skipum fyrirtækisins hefur gert túr í Barentshaf.


Sjávarútvegur | 125 Helstu tegundir eru þorskur, ýsa, ufsi, karfi og grálúða auk þess sem skipin hafa veitt töluvert af gulllaxi og markíl undanfarin ár. Þorsk-, ýsu-, og ufsaflök eru eingöngu unnin roðlaus og beinlaus fyrir Bandaríkjamarkað en bæði roðlaus með beini og með roði og beinum fyrir Evrópumarkað. Karfinn er ekki flakaður um borð en stærstur hluti hans er hausaður og unninn fyrir markaði í Evrópu og Asíu en Kórea hefur verið að taka nokkurt magn af heilfrystum karfa. Grálúðan er haus- og sporðskorin og er mest seld til Kóreu, Taiwans og Japans, en einnig til Evrópu. Grálúðuhausar og sporðar eru einnig seldir til Asíu á ágætu verði.

Markaðsmál Afurðir Þorbjarnar hf. eru seldar um mest allan heim. Afurðir frystiskipa félagsins hafa verið seldar til Evrópu, Bandaríkjanna og Asíu. Saltfiskur, þurrkaður og blautverkaður, hefur verið seldur til, Spánar, Ítalíu og Grikklands, en lítilsháttar til Portúgals, auk SuðurAmeríkulanda. Skreið hefur verið seld til Ítalíu og Nígeríu. Frystur fiskur hefur verið seldur til Bandaríkjanna, Asíu, Bretlands og annarra Evrópulanda.

Útflutningur Til þess að hráefnið nýtist sem best í vinnslunni, þá er mikið lagt upp úr þekkingu á neysluvenjum viðkomandi landa. Í Portúgal telst saltfiskur hátíðarmatur. Hæsta verðið fæst fyrir stóran, þykkan, flattan og saltaðan þorsk. Fiskurinn er fyrst þurrkaður, en rétt fyrir matreiðslu er hann útvatnaður og skorinn í hæfilega stór stykki. Í Miðjarðarhafslöndum á borð við Spán, Ítalíu og Grikkland tíðkast hvítur og þykkur saltfiskur af ýmsum stærðum og er hann snæddur bæði flattur og flakaður. Í öllum þessum löndum er fyrir hendi aldagömul hefð fyrir saltfiskneyslu og er þar leitað fyrst og fremst eftir verkunar- og fiskbragði. Í Bandaríkjunum eru fiskafurðir fyrirtækisins mest seldar til veitingahúsa, mötuneyta, sjúkrahúsa og skóla. Einstaklingar kaupa helst sjófrystan fisk sem skorinn hefur verið í hæfilegar stærðir þannig að hver biti passi á einn disk. Bandaríkjamenn hafa löngum viljað elda sjávarfangið í djúpsteiktu deigi eða í raspi, en upp á síðkastið hefur eftirspurnin orðið meiri eftir fiskmeti í sínum náttúrulega hvíta lit. Í Japan er sjófrysti karfinn unnin á fjölbreytilegasta máta. Hann er skorinn niður í litla „kótilettubita“, flattur og flakaður, en hryggurinn fylgir ávallt öðru flakinu. Karfinn er einnig settur í ýmsar sósur, en vinsælust þeirra er „sake lees“ sósa sem myndast sem afgangsafurð við bruggun á hrísgrjónavíninu „Sake“, þjóðardrykk Japana. Grálúðan er skorin í þunnar sneiðar og matreidd á svipaðan hátt eins og karfinn, en hún er einnig notuð hrá í ýmsa sushi-rétti. Í Bretlandi er mikil og sterk hefð fyrir fiskneyslu, þar er mikið selt af fiski í tilbúnum réttum. Markaður fyrir ferskan fisk í neytendapakkningum er vaxandi. En þekktastir eru Bretar án efa fyrir hinn fræga fiskrétt „Fish and Chips“. sem eru djúpsteikt þorskflök með steiktum kartöflum. Í dag eru nær eingöngu notuð sjófryst þorskflök í „Fish and Chips“. Þá er töluvert af fiskafurðum selt til fyrirtækja hér innanlands. Þar má helst nefna afskurð og heilfrystan fisk, sem fyrirtæki nýta sér til framhaldsvinnslu. Þá á fyrirtækið hlut í Fylgifiskum ehf. sem er sérverslun með ferskan fisk og ýmsa fiskrétti, sem hægt er að snæða á staðnum eða taka með sér heim. Fylgifiskar bjóða upp á ýmsa veislurétti úr fiski. Þorbjörn er einn af birgjum Fylgifiska.

Haustak hf. Þorbjörn hf. og Vísir hf. eiga saman fyrirtækið Haustak hf. Fyrirtækið sérhæfir sig í að þurrka og verka bolfisk, fiskhausa og fiskafskurð. Haustak selur afurðir sínar aðallega til Nígeríu. Fyrirtækið rekur tvær öflugar þurrkverksmiðjur, aðra á Reykjanesi og hina á Egilsstöðum. Haustak var stofnað haustið 1999. Hjá Haustaki starfa rúmlega 60 manns, um 30-35 á Reykjanesi og 25-30 á Egilsstöðum. Framleiðslan nam um 3.500 tonnum af þurrkaðri skreið, hausum og beinum á árinu 2011. Velta fyrirtækisins var um 1,7 milljarðar króna það ár.

Gæðamarkmið Gæðamarkmið í vinnsluferli fiskafurða er að framleiða ávallt vöru eftir kröfum viðskiptavina og að sinna gæðamálum af kostgæfni á markaðsvæðum fyrirtækisins. Settar hafa verið upp starfsreglur sem byggja á áhættugreiningu (HAACP) þar sem heilnæmi og gæði eru höfð að leiðarljósi. Lagt er upp úr virku gæðaeftirliti og við framleiðslu eru reglur um eftirlit og mat á sjávarafurðum lagðar til grundvallar, svo og gæðahandbækur og pökkunarreglur söluðaðaðila. Afurðir sem ekki teljast neysluhæfar eru aðgreindar og þeim eytt. Starfsfólki fyrirtækisins ber að fylgja gæðamarkmiðum og er því veitt kerfisbundin þjálfun til þess. Þorbjörn hf. er meðlimur í Ábyrgum fiskveiðum ses. (Iceland Responsible Fisheries) og notar merki félagsins á allar framleiðsluvörur sínar.


126 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

þórsberg ehf.

Í

www.sax.is

því vinalega bæjarfélagi Tálknafirði á sunnanverðum Vestfjörðum búa í dag um 300 manns. Stærstur hluti íbúanna hefur lifibrauð sitt af sjávarútvegi á einn eða annan hátt enda stutt að sækja í fengsæl fiskimiðin úti fyrir Vestfjörðum. Helsti og stærsti atvinnuveitandinn á Tálknafirði er útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Þórsberg, sem bæði veiðir og fullvinnur verðmætar sjávarafurðir og sendir á markað á meginlandi Evrópu. Frá upphafi hefur aðsetur þess verið að Strandgötu 23 og starfa þar í dag um 60 manns. Meðaltalsvelta þess á ársgrundvelli er um 1.300-1.400 milljónir króna.

Drifkraftur atvinnulífsins Þórsberg hóf starfsemi árið 1975. Stofnendur voru Magnús Kr. Guðmundsson og kona hans Jóna Sigurðardóttir ásamt sonum þeirra Guðmundi, Sigurði og Þór auk tengdasonarins Guðjóns Indriðasonar, núverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Magnús hafði áður getið sér gott orð sem aflasæll skipstjóri á síldarbátum eins og Guðmundi á Sveinseyri, Sæfara og Jörundi III. Allt frá upphafi hefur Þórsberg verið einn helsti drifkrafturinn í atvinnulífi Tálknafjarðar í útgerð og fiskvinnslu. Fyrirtækið rak jafnframt lengi vel, á níunda og tíunda áratugnum, umfangsmikið laxeldi á sjó og landi undir nafni Þórslax hf. en sú starfsemi hætti alfarið árið 1993. Frá upphafi og fram til ársins 1999 fóru einnig fram töluverðar kolaveiðar og voru afurðirnar fluttar ferskar á Bretlandsmarkað. Þá hefur Þórsberg frá árinu 2004, í samstarfi við sjávarútvegsfyrirtækið Odda á Patreksfirði, tekið þátt í þróunarverkefni á sviði þorskeldis. Um starfsemina var stofnað einkahlutafélagið Þóroddur sem í dag hefur verið selt Fjarðalaxi ehf. og var þorskeldi þar með hætt hjá Þórsbergi.

Starfsemin í dag Í dag vinnur Þórsberg jöfnum höndum ferskar, frystar og saltaðar sjávarafurðir úr þorski, ýsu og steinbít. Unnið er úr tæplega 2.500 tonnum af sjávarfangi á hverju ári og fara afurðir þess að stærstum hluta á markað í Evrópulöndum eins og Þýskalandi, Frakklandi,

Kópur BA-175.


Sjávarútvegur | 127

Spáni, Ítalíu og Grikklandi. Aflaheimildir á ársgrundvelli ná 1.000 þorskígildum og er þar miðað við slægðan afla. Til að hafa upp í 2.500 tonn á ársgrundvelli þarf fyrirtækið að leigja 300-400 tonn af kvóta en sá afli sem upp á vantar er fenginn á fiskmarkaði og í beinum viðskiptum við aðrar útgerðir. Helstu markaðsmilliliðir Þórsbergs í útflutningi eru Iceland Seafood International (ISI), Nastar og Sæmark.

Skipa- og bátaflotinn Á langri vegferð hefur Þórsberg gert út alls 18 báta og skip, sem sum hver búa að merkilegri sögu. Eitt þeirra var 108 tonna skipið Maríu Júlía BA-36 sem upphaflega var byggt sem björgunarskúta Vestfirðinga. Síðar þjónaði það Hafrannsóknastofnun og einnig Landhelgisgæslunni og tók m.a. þátt í fyrsta raunverulega þorskastríði Íslendinga árið 1958, þegar landhelgin var færð út um 12 mílur. Maríu Júlíu var breytt í fiskiskip árið 1968 og var lengi vel í eigu Skjaldar hf. á Patreksfirði, áður en Þórsberg eignaðist það árið 1983. Árið 2002 var skipið selt byggðasöfnunum á Hnjóti við Patreksfjörð og á Ísafirði. Frá stofnun Þórsbergs hefur einnig verið gerður út dragnótabáturinn Jón Júlí BA-157. Til margra ára þjónaði hann félaginu mjög vel en hefur nú verið settur í naust. Í dag gerir Þórsberg út þrjú skip á línu auk fjögurra smábáta. Þar af er stærstur 250 tonna Kópur BA-751 sem kom inn í útgerðina árið 2002. Önnur skip eru 15 tonna Indriði Kristins og 15 tonna Sæli BA-333 en hið síðarnefnda hefur fyrirtækið leigt til starfseminnar.

Húsakostur og tækjabúnaður Eins og áður er getið þá hefur aðsetur Þórsbergs frá upphafi staðið við Strandgötu 23, sem er á besta stað við höfnina á Tálknafirði. Við kaup á nærliggjandi byggingu Hraðfrystihúss Tálknafjarðar árið 2000 átti athafnasvæðið eftir að stækka töluvert. Byrjað var á því að breyta húsnæðinu að hluta, svo þar væri hægt að stunda saltfiskverkun. Einnig var búið svo um, að þar gæti farið fram verkun og vinnsla ferskra afurða. Á árunum 2006-2007 var stærstum hluta af eldri vélum og tækjum í vinnslusal skipt út fyrir nýrri og meðfærilegri búnað. Þar munar mestu um fullkomna vinnslulínu og gæðaeftirlitskerfi frá Marel sem hefur aukið afköst, hráefnisnýtingu og samkeppnishæfni fyrirtækisins til mikilla muna. Þá má einnig finna í vinnslusal nýja flökunarvél frá Fiskvélum ásamt hausningavél frá Baader og sprautusöltunarvél frá Raf á Akureyri. Þórsberg miðar öll sín vinnsluferli út frá MSC-umhverfis- og gæðavottun og fer hún fram í samstarfi við útflutningsfyrirtækið Sæmark í Reykjavík.Iรฐnaรฐur og orkumรกl


130 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

actavis www.actavis.is

A

ctavis sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og markaðssetningu á hágæða samheitalyfjum víða um heim. Þetta er annað stærsta fyrirtækið sem starfrækt er hérlendis og er móðurfélagið Actavis Group á meðal fimm stærstu í flokki samheitalyfjafyrirtækja á heimsvísu. Starfsemin fer fram í meira en 40 löndum. Starfsmannafjöldinn er um 10.000 og þar af eru um 750 á Íslandi. Actavis Group er skráð á Íslandi. Höfuðstöðvar þess ásamt verksmiðju eru að Dalshrauni 1 og að Reykjavíkurvegi 76-78 í Hafnarfirði. Forstjóri Actavis á Íslandi er Guðbjörg Edda Eggertsdóttir og gegnir hún jafnframt embætti forseta Samtaka evrópskra samheitalyfjafyrirtækja. Aðalskrifstofur móðurfélagsins Actavis Group eru í Zug í Sviss og er forstjóri Claudio Albrecht. Velta fyrirtækisins á ársgrundvelli nemur um 300 milljörðum króna.

Upphaf starfseminnar

Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson við hlið Claudios Albrechts forstjóra Actavis Group við opnun nýs hluta verksmiðju félagsins 14. janúar 2011.

Hvað þýðir orðið Actavis? Nafn fyrirtækisins er samsett úr tveimur latneskum orðum. Acta táknar framtakssemi og vis táknar styrk. Saman mynda þessi orð alla þá góðu eiginleika sem einkenna Actavis; hraða, metnað, kraft, frumkvæði, ábyrgð, gæði og þjónustulund.

Starfsemi Actavis og forvera þess nær aftur til sjötta áratugar síðustu aldar. Á þeim tíma ríkti langvinn hafta- og skömmtunarstefna hér á landi og miklar hömlur voru á fjárfestingum. Engin einkaumboð með lyf voru fyrir hendi eða ábyrgt birgðahald né dreifingarþjónusta. Þannig máttu apótekin sjálf standa og falla með sínum innflutningi og ollu þessar aðstæður oft tilfinnanlegum lyfjaskorti. Til að bregðast við brýnni þörf tóku sjö lyfsalar sig saman og settu á legg innkaupasamband apótekara Pharmaco hf. og var Ólafur Einarsson fyrsti framkvæmdastjóri félagsins. Opinber stofndagur þess er 2. febrúar 1956. Fyrstu árin hafði Pharmaco það meginhlutverk að sjá um innflutning og dreifingu til apóteka og lyfjafræðinga í landinu. Árið 1960 hóf fyrirtækið skipulega framleiðslu og pökkun á innfluttum töflum og stungulyfjum að Skipholti 3 í Reykjavík en þaðan færðist aðsetrið fljótlega yfir í Stórholt 1. Á meðan stoðir starfseminnar voru styrktar var umfangið smátt í sniðum en mjakaðist þó upp á við. Ekki leið á löngu þar til ungir og vel menntaðir lyfjafræðingar gengu til liðs við Pharmaco. Þar fór fremstur Guðmundur Steinsson sem sinnti starfi framleiðslustjóra frá 1964 til ársins 1979. Hann varð þróunarstjóri fyrirtækisins fram til 1983 þegar Delta hóf starfsemi og vann þar merkilegt og samviskusamt brautryðjendastarf í íslenskum lyfjaiðnaði. Árið 1970 flutti Pharmaco í nýtt aðsetur að Skipholti 27 en þar fékk einnig inni hið nýja dótturfyrirtæki Kemikalía sem annaðist meðal annars kaup á hjúkrunarvörum og lyfjaumbúðum til apóteka. Árið 1972 voru samþykkt lög um að einkaumboðsaðilar lyfja væru jafnframt ábyrgir fyrir birgðahaldi þeirra. Í beinu framhaldi öðlaðist Pharmaco umboð fyrir fjölda þekktra lyfjafyrirtækja.


Iðnaður og orkumál | 131

Framleiðslan

Íslensk lyfjaframleiðsla Árið 1971 réðist lyfjafræðingurinn Reynir Eyjólfsson til starfa hjá Pharmaco. Hann varð forstöðumaður nýstofnaðrar og fullkominnar rannsóknarstofu en hafði þá sjálfur vakið athygli fyrir lyfjarannsóknir sínar. Reynir var jafnframt öflugur talsmaður innlendrar lyfjaframleiðslu á þeim tímum þegar kostnaðarsamur innflutningur skilaði sér í mjög hárri verðlagningu í íslenskum apótekum. Í viðtali við hann sem birtist í Tímanum 1973, segir: „...að litlu skipti hvar í veröldinni lyfjaverksmiðjur eru staðsettar. Með lyfjaverksmiðju og útflutningi væri hægt að renna enn einni stoð undir efnahag landsins“. Reynir Eyjólfsson átti síðar eftir að verða helsti hvatamaður að þróun samheitalyfja hér á landi og var deildarstjóri þróunardeildar Delta frá 1983-1999. Starfsferillinn varð langur og farsæll en hann lét af störfum hjá Actavis 2010, þá kominn á áttræðisaldur.

Sérlyfjaframleiðsla Delta Með fullkominni rannsóknarstofu bættum aðbúnaði og aukinni afkastagetu verksmiðju Pharmaco óx fyrirtækinu hratt fiskur um hrygg á áttunda áratugnum. Fram til ársins 1978 framleiddi fyrirtækið eingöngu lögbókarlyf samkvæmt viðurkenndum forskriftum. Sama ár gekk í gildi sérstök reglugerð þess efnis að öllum innlendum lyfjaframleiðendum yrði gert að skrá afurðir sínar sem sérlyf. Sindri Sindrason tók við sem framkvæmdastjóri Pharmaco árið 1983. Í desember sama ár var dótturfyrirtækið Delta stofnað með 67% eignarhlut móðurfélagsins en annar hlutur skiptist á milli ýmissa lyfjafræðinga. Megintilgangur hins nýja fyrirtækis fólst í þróun og framleiðslu sérlyfja á töfluformi. Reist var sérhönnuð verksmiðja undir starfsemina við Reykjavíkurveg 78 í Hafnarfirði og tók hún til starfa í upphafi árs 1983. Sama ár var Pharmaco flutt að Hörgatúni 2 í Garðabæ og uppfrá því urðu innflutningur, markaðssetning og dreifing að meginhlutverkum móðurfélagsins. Með þessu skerptust línurnar í rekstrinum þar sem markviss þróunarvinna samheitalyfja bjó í haginn fyrir framgang fyrirtækisins á alþjóðavísu. Fyrsti framkvæmdastjóri Delta var Ottó B. Ólafsson, lyfjafræðingur sem ásamt lyfjafræðingunum Árna Benediktssyni, Jóni Bergssyni, Guðbjörgu Eddu Eggertsdóttur og Reyni Eyjólfssyni stýrðu fyrirtækinu í fremstu röð, með góðum hópi vel menntaðra starfsmanna.

Í aðdraganda að árshátíð fyrirtækisins heimsótti Páll Óskar mötuneytið og skemmti starfsmönnum eins og honum er einum lagið.

Framleiðsla Actavis teygir anga sína víðsvegar um heim þar sem reknar eru 14 verksmiðjur í 12 löndum. Sérhæft hlutverk þeirra og verkaskipting er mismunandi og í samræmi við þarfir hvers markaðssvæðis fyrir sig. Þar er íslenska framleiðslusviðið leiðandi afl í framleiðslu nýrra samheitalyfja. Miðað við gefið gæðastig er unnið eftir þeirri meginreglu að lyf séu framleidd með lægsta mögulega tilkostnaði og að þau séu tímanlega tilbúin á markað. Verksmiðjurnar starfa samkvæmt sameiginlegri gæðahandbók sem er í stöðugri endurskoðun.


132 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Vöruþróun Hjá Actavis á Íslandi er rekið sérstakt þróunarsvið og starfa þar um 100 manns. Meginhlutverk þess er að stýra þróunarferlum lyfja og tryggja að þau standist ýtrustu kröfur. Vegferð lyfs frá hugmynd til fullbúinnar vöru er margþætt og flókin og ekki óalgengt að sú vinna geti tekið um fimm ár ef skráningarferlið er tekið með. Fyrst þarf að velja söluvænlega vöru úr miklum fjölda frumlyfja sem fara af einkaleyfi að ákveðnum tíma liðnum. Þegar búið er að kanna og áætla mögulega markaðshlutdeild hefst hið eiginlega þróunarferli. Finna þarf áreiðanlegan framleiðanda að virka efninu en þar þurfa gæðin að vera nákvæmlega þau sömu og finnast í frumlyfinu. Með samsetningu (lyfjablöndun) við hjálparefni þarf að tryggja að aðgengi viðkomandi lyfs sé fyllilega sambærilegt og hjá frumlyfinu. Við þessar aðstæður liggja oft að baki tugir samsetninga áður en jafngilt lyf næst fram. Samhliða því þarf að þróa nákvæmar mæliaðferðir og þegar því takmarki er náð, fara fram prófanir á geymsluþoli samsetningarinnar. Loks þarf að sýna fram á að aðgengið sé sambærilegt við viðmiðunarlyfið með því að framkvæma frásogspróf í mönnum.

Útflutningur hefst Delta stofnaði dótturfyrirtækið Medis árið 1985 sem hafði það hlutverk að auka arðsemi félagsins á alþjóðavettvangi með skipulegri markaðssetningu á lyfjum og lyfjahugviti. Sama ár voru fyrstu skráningarumsóknir sendar til Írlands. Þar var um að ræða einskonar markaðstilraun þar sem landið var bæði fámennt og enskumælandi auk þess að vera aðili að Evrópusambandinu með öllum þeim lögum og reglugerðum sem því fylgdi. Eftir ágætan meðbyr á markaði hófst útflutningurinn af fullri alvöru til Bretlands árið 1988. Danmörk fylgdi síðan í kjölfarið fjórum árum seinna og þar var stofnað dótturfyrirtækið Medis Danmark. Ári síðar seldi Pharmaco sinn hlut í Delta. Þannig var leitast við að fyrirbyggja mögulega hagsmunaárekstra en bæði félögin höfðu þá í sameiningu farið út í ýmsar fjárfestingar sem tengdust rekstrinum beint eða óbeint. Eftir þetta hélt Delta áfram útrás sinni til Evrópu upp á eigin spýtur. Vendipunktinum í markaðssetningu var náð árið 1994 þegar Þýskaland heimilaði innflutning á hjartalyfinu Kaptópríl og fljótlega bættust Frakkland og Holland í hópinn. Frá 1997-98 var útflutningurinn um helmingur af veltu fyrirtækisins. Þessi farsæli árangur átti síðan eftir að reynast gott veganesti þegar Delta sameinaðist framleiðslu- og þróunarsviði Lyfjaverslunar Íslands 1998. Við það fór ársveltan upp í 1.400 milljónir. Sama ár tók Delta í notkun nýja og afar tæknivædda 5.000 fm lyfjaverksmiðju við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði en þar átti afkastagetan eftir að sexfaldast. Árið 1999 tók Róbert Wessman við sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Í hans stjórnartíð stækkaði umfang starfseminnar töluvert mest með fjárfestingum í erlendum félögum. Þær hófust árið 2001 með kaupum á fyrirtækinu Pharmamed á Möltu en hér á landi voru til dæmis fest kaup á lyfjafyrirtækinu Omega Farma í Kópavogi. Róbert gegndi síðar hlutverki forstjóra hjá Actavis en hætti störfum þar árið 2008.

Jónína Guðmundsdóttir og Hildur Ragnars, framkvæmdastjórar hjá Medis ehf.


Iðnaður og orkumál | 133

Skráning og markaðssetning

Heiðar Gunnarsson, starfsmaður í lyfjaframleiðslu.

Actavis tekur á sig mynd Þegar líða tók að aldamótum fóru Pharmaco og Delta að láta til sín taka í fjárfestingum á alþjóðlegum markaði. Fyrir atbeina Deutsche Bank og athafnamannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar var árið 1999 gengið frá kaupum Pharmaco á búlgarska lyfjaframleiðslurisanum Balkanpharma. Í gegnum fjárfestingasjóðinn Icon eignaðist fyrirtækið þar jafnan 45% hlut á móti Deutsche Bank, afgangurinn var í höndum búlgarskra fjárfesta. Brátt kom að því að Björgólfur Thor, í samstarfi við föður sinn Björgólf Guðmundsson og viðskiptafélaga Magnús Þorsteinsson, keypti hlut Deutsche Bank í Balkanpharma og einnig hlut Búnaðarbankans í Pharmaco. Þar með eignuðust þeir ráðandi hlut í móðurfélaginu, á meðan Balkanpharma skyldi rekið sem dótturfélag. Björgólfur Thor var síðan kjörinn stjórnarformaður Pharmaco á aðalfundi þess árið 2000 og í beinu framhaldi náði gengi hlutabréfa í félaginu hæstri ávöxtun það árið eða 91%. Á fyrstu árum hins nýja árþúsunds þandist starfsemi Pharmaco enn frekar út á alþjóðlega vísu. Árið 2003 náði starfsemin til 14 landa með hátt í 8.000 starfsmenn innan sinna vébanda. Allar götur frá 1992 höfðu Delta og Pharmaco byggt upp sinn rekstur hvort í sínu lagi. Eftir mikla velgengnistíma við upphaf aldarinnar var starfsemi þeirra sameinuð á nýjan leik árið 2002 og jafnframt stokkað upp í rekstrinum á þann hátt að lyfjaheildsöluhlutinn var seldur. Eftir sat nokkurra fyrirtækja samstæða sem tók sér nafnið Actavis þann 17. maí 2004. Með því varð til kröftugt og áberandi vörumerki sem hefur teygt anga sína um allan heim. Í dag hafa á þriðja tug fyrirtækja sameinast undir hatti Actavis og er Medis ehf. auk Lotus Laboratories á Indlandi einu dótturfélögin sem rekin eru undir eigin nafni.

Actavis vinnur með um 1.100 lyfjaefni, og úr þeim eru framleidd mörg þúsund mismunandi lyfjategundir og pakkningar. Af því má ráða að gerð skráningargagna þarf að vera mjög nákæm og ítarleg. Hjá skráningarsviði Actavis á Íslandi starfa um 70 manns sem hafa það hlutverk að sækja um markaðsleyfi lyfja út um allan heim og byggjast þær á ítarlegum gögnum frá þróunarsviði. Skráningarferli slíkra umsókna geta tekið allt að tveimur árum. Heilbrigðis- og lyfjalöggjöf í hverju viðskiptalandi fyrir sig er gjarnan ströng og því liggur oft mikil vinna á bak við leyfisveitingar og markaðssetningu. Innan Evrópusambandsins er þó hægt að sækja sameiginlega um gagnkvæma skráningu á milli þeirra landa sem tilheyra svæðinu og eru allar þær umsóknir metnar samtímis. Viðkomandi lyf þurfa síðan að vera til reiðu nákvæmlega á þeim tíma sem einkaleyfi frumlyfs rennur út. Þau fyrirtæki sem fyrst eru tilbúin eru líklegri til að ná góðri stöðu á markaði og oft er samkeppnin gríðarleg.


134 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Hvað eru samheitalyf? Samkvæmt alþjóðlegum reglum eru einkaleyfi frumlyfja takmörkuð við 20 ár. Eftir þann tíma tekur hinn frjálsi markaður við og má hver sem er framleiða tiltekin lyf svo lengi sem viðkomandi uppfyllir öll skilyrði, til dæmis varðandi starfsfólk, framleiðsluhætti, gæðastaðla og tækjabúnað. Samheitalyfið þarf að vera algerlega jafngilt frumlyfinu í gæðum og virkni og innihalda nákvæmlega sama magn af virka efninu, svo að engu má skeika. Markmið Actavis er að framleiða jafn óskeikult lyf og frumlyfjaframleiðandinn og vera ávallt með þeim fyrstu í markaðssetningu þess eftir að einkaleyfið rennur út.

Guðbjörg Edda Eggertsdóttir flytur ræðu á árshátíð Actavis 2011.

Vöxturinn og velgengnin Vöxtur Actavis á alþjóðavísu fram eftir fyrsta áratug hins nýja árþúsunds var með hreinum ólíkindum. Þar munaði mestu þegar Bandaríkja- og Asíumarkaður opnaðist í kjölfar kaupa á alþjóðlega lyfjarisanum Alpharma árið 2005. Við þetta tvöfaldaði fyrirtækið sig í stærð og naut brátt gríðarlegrar eftirspurnar og hlutafjáraukningar á meðal skráðra félaga í Kauphöll Íslands. Í kjölfarið átti starfsemin eftir að víkka enn frekar út til dæmis með fjárfestingum í ýmsum löndum Austur-Evrópu. Árið 2007 keyptu félög í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar allt hlutafé Actavis. Kaupverðið var 5,3 milljarðar evra sem skiptist á milli hluthafa úr röðum fjárfesta, starfsmanna, stjórnenda og lífeyrissjóða. Þetta voru stærstu viðskipti Íslandssögunnar frá stríðslokum og eitthvert mesta innstreymi peninga í íslenskt hagkerfi á seinni tímum. Síðan þá hefur fyrirtækið ekki verið skráð í Kauphöll Íslands. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika í rekstri Actavis í kjölfar bankakreppunnar árið 2008 og einstaka gæðavandamála í verksmiðju í Bandaríkjunum hefur reksturinn verið á stöðugri uppleið við upphaf annars áratugar hins nýja árþúsunds.

Tertudagur hjá Medis: Helgi Þór Jóhannsson deildarstjóri, Erla Hrönn Diðriksdóttir, starfsmannastjóri Actavis á Íslandi og Hildur Ragnars, framkvæmdastjóri hjá Medis.


Iðnaður og orkumál | 135

Ábyrg öryggis- og umhverfisstefna Actavis er ábyrgt fyrirtæki sem starfar samkvæmt skýrt mótaðri umhverfisstefnu og ströngum öryggisreglum. Mikil áhersla er lögð á að starfsumhverfið sé öruggt og heilsusamlegt. Til að vinna að því markmiði eru öll neikvæð umhverfisáhrif lágmörkuð eins og frekast er kostur auk þess sem áhættumat er framkvæmt reglulega. Að sama skapi fer fram reglubundin fræðsla og þjálfun starfsmanna með það fyrir augum að efla vitund þeirra í öryggis-, heilsu og umhverfismálum. Actavis hefur hlotið ISO 14001 vottun fyrir umhverfisstjórnun og nær hún til þróunarvinnu, lyfjaframleiðslu og skráningar, auk OHSAS 18001 vottunar um vinnuöryggisstjórnun.

Vaskur hópur starfsmanna að lokinni gróðursetningu í svo kölluðum Actavis-lundi í Klifsholti í upplandi Hafnarfjarðar.

Mannauðurinn og hugvitið Fyrir þekkingarfyrirtæki eins og Actavis er mannauðurinn og hugvitið verðmætasta auðlindin enda hefur hún ráðið mestu í öflugum framgangi fyrirtækisins á undanförnum árum. Starfsmannafjöldinn á Íslandi er um 750 og býr allur sá hópur að fjölþættri menntun og bakgrunni enda koma störfin inn á mjög breytileg svið. Auk lyfja- og efnafræðinga má finna viðskipta- og verkfræðinga, hjúkrunarfræðinga og meinatækna auk vélstjóra, mjólkurfræðinga og tungumálasérfræðinga ásamt einstaklingum með fjölbreytt og nýtilegt nám að baki. Mikil áhersla er lögð á að innan raða Actavis veljist fólk sem er ánægt í starfi. Eitt af helstu stefnumiðum fyrirtækisins er að skapa notalegt starfsumhverfi sem laðar að hæft og metnaðarfullt starfsfólk sem vill efla hæfni og þroska við úrlausn krefjandi verkefna. Í því skyni býður Actavis upp á reglulega fræðslu og símenntun ásamt ýmsum tækifærum til starfsþróunar.


136 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Rio tinto Alcan á Íslandi hf. www.riotintoalcan.is

Álverið í Straumsvík tók til starfa árið 1969.

O

rkan sem býr í fallvötnum og jarðhita er ein af helstu náttúruauðlindum Íslendinga. En öll heimili landsins nota samtals ekki nema um 5% af því rafmagni sem framleitt er. Ef nýta á meira en lítið brot af auðlindinni þurfa því að vera til staðar aðrir kaupendur sem þurfa mikið rafmagn. Árið 1966 var ráðist í að reisa fyrstu stórvirkjunina hér á landi, Búrfellsvirkjun, til að útvega rafmagn fyrir ISAL, álverið sem svissneska álfélagið Alusuisse byggði um sama leyti í Straumsvík. Bygging virkjunarinnar og álversins voru stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar fram að þeim tíma. Störfin og tekjurnar sem þessu fylgdu voru kærkomin því kreppa var í landinu og atvinnuleysi eftir verðfall á fiski og hrun síldveiða. Álverið hóf starfsemi 1969 og hefur allar götur síðan verið öflugur og eftirsóttur vinnuveitandi. Í dag er ISAL hluti af Rio Tinto Alcan sem er álsvið alþjóðlega námafélagsins Rio Tinto. Höfuðstöðvar Rio Tinto eru í London en starfsemin er um allan heim, mest þó í Ástralíu og Kanada.

Framleiðslan Sumarið 2012 hófst framleiðsla á nýrri afurð í Straumsvík, svonefndum boltum, sem hér eru hífðir upp úr steypuvélinni.

Ál er þriðja algengasta frumefni jarðskorpunnar. Það er unnið úr bergtegund sem nefnist báxít, en úr báxíti er unnið svokallað súrál, sem er eins og hvítur fíngerður sandur og inniheldur aðeins ál og súrefni. Súrálið kemur til Straumsvíkur með skipi og er geymt í stóru sílóunum sem eru einkennandi fyrir svæðið. Þaðan fer það í kerskálana og ofan í ker þar sem rafstraumur er notaður til að kljúfa súrefnið frá álinu. Við það sekkur álið til botns í kerinu. Tappað er af hverju keri annan hvern dag og er álið þá sogað upp í deiglu og flutt yfir í steypuskálann. Í stað þess að steypa álið eins og það kemur úr kerunum er það hreinsað og öðrum málmum blandað við það til að gefa því tiltekna eiginleika, til dæmis hvað varðar styrkleika eða áferð eftir því í hvað á að nota það. Með þessu er verðmæti framleiðslunnar aukið til muna. Fjölmargar mismunandi álblöndur eru framleiddar í Straumsvík. Álið er steypt í sívalar stangir svokallaða bolta sem eru ein verðmætasta afurðin sem hægt er að framleiða í álveri. Þegar þetta er ritað er ISAL að hverfa frá framleiðslu á svonefndum börrum sem hafa verið framleiddir þar undanfarna áratugi og skipta alfarið yfir í boltaframleiðslu. Álið frá Straumsvík er einkum notað í margvíslegar vörur í byggingariðnaði og í bíla en líka ýmsar aðrar vörur, svo sem grindur utan um sólarsellur. Framleiðsla ISAL nemur yfir 500 tonnum af áli á dag og unnið er að því að auka hana í um 600 tonn á dag.

Fólkið Rannveig Rist, forstjóri álversins og Rúnar Pálsson sem unnið hefur hjá álverinu frá því það tók til starfa árið 1969, taka hér við viðurkenningu sem álverið hlaut fyrir sigur í hinu árlega átaki „Hjólað í vinnuna“.

Starfsmenn álversins eru um 500 og til viðbótar eru upp undir 100 verktakar á svæðinu á hverjum tíma. Störfin eru fjölbreytt: Auk framleiðsludeildanna í kerskála og steypuskála eru verkstæði, flutningadeild, lager, rannsóknastofa, tölvuþjónusta, mötuneyti, þvottahús og skrifstofur, svo nokkur dæmi séu tekin. Háskólamenntaðir starfsmenn eru um 70 og faglærðir iðnaðarmenn vel á annað hundrað. Starfsmannavelta er lág og meðalstarfsaldur um 14 ár. Laun í álverinu hafa löngum verið hærri en gengur og gerist fyrir hliðstæð störf annars staðar. Starfsfólk fær frítt fæði í mötuneytinu og fríar ferðir til og frá vinnu. Þá rekur fyrirtækið skóla fyrir ófaglærða starfsmenn, Stóriðjuskólann, þar sem kenndar eru bæði almennar greinar og sérútbúið námsefni um framleiðslu álversins.


Iðnaður og orkumál | 137

Heilbrigðis-, öryggis- og umhverfismál Um 70% af öllu áli sem framleitt hefur verið frá upphafi er í notkun enn þann dag í dag, enda er enginn málmur eins mikið endurunninn. Fyrir utan að nota græna orku - í stað orku frá kolum eða gasi líkt og gert er víða í heiminum - hefur ISAL tekist að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á hvert framleitt tonn um 75% frá árinu 1990 og er hún nú ein sú minnsta sem þekkist í nokkru álveri í heiminum. Öflugur hreinsibúnaður hreinsar yfir 99% af flúornum úr útblæstri verksmiðjunnar. Fylgst er með magni brennisteinstvíildis í andrúmslofti með mælingum á Hvaleyrarholti sem sýna að gildin eru ávallt langt undir heilsuverndarmörkum. Starfsmenn og stjórnendur hafa þá trú að hægt sé að koma í veg fyrir öll slys og kjörorðið er að ekkert verk sé svo mikilvægt að örygginu sé fórnandi fyrir það. Loftgæða- og hávaðamælingar í vinnuumhverfinu, áhættugreining starfa með tilliti til álags á líkamann og reglubundnar læknisskoðanir; allt eru þetta liðir í að tryggja heilbrigði starfsmanna. Boðið er upp á heilsusamlegt fæði og hvatt til þess að fólk stundi heilbrigðan lífsstíl. Mikil þátttaka er jafnan í hinu árlega landsátaki að hjóla í vinnuna og hefur álverið oftar en ekki farið með sigur af hólmi í flokki stærstu fyrirtækja.

Starfsmaður á höfn hugar að merkingum á álbarra áður en hann er settur í skip.

Efnahagsleg áhrif Álverið er einn stærsti útflytjandi landsins og starfsemi þess hefur mikla efnahagslega þýðingu. Það kaupir upp undir 20% af öllu rafmagni sem framleitt er á Íslandi, greiðir hundruðum starfsmanna laun og kaupir vörur og þjónustu af nokkur hundruð íslenskum fyrirtækjum fyrir marga milljarða króna á ári. Álverið eyðir um 40% af tekjum sínum hér á Íslandi, eða að jafnaði um einum og hálfum milljarði króna í hverjum mánuði. Tekjurnar koma allar erlendis frá, þannig að hér er um að ræða hreina innspýtingu á erlendum gjaldeyri í íslenskt efnahagslíf. Álverið hefur í gegnum tíðina verið vettvangur fyrir nýsköpun og sprotafyrirtæki. Dæmi um þetta er fyrirtækið Stímir, nú hluti af VHE í Hafnarfirði, sem þróað hefur margvíslegan búnað fyrir verksmiðjuna og framleiðir í dag tæki og búnað fyrir álver víða um heim.

ISAL er afar stolt af rekstri smiðjunnar en starfsmenn þar taka að sér mikilvæg verkefni sem krefjast ekki sömu líkamlegu áreynslu og gengur og gerist í verksmiðjunni.

Stuðningur við samfélagið Álverið í Straumsvík leggur sig fram um að starfa í sátt við umhverfi og samfélag. Samfélagssjóður álversins veitir allt að 20 milljónum króna á ári í styrki til margvíslegra verkefna, fyrirtækið hefur um árabil styrkt barna- og unglingastarf allra íþróttafélaga í Hafnarfirði og golfklúbburinn Keilir vökvar völlinn með kælivatni frá álverinu svo að dæmi séu tekin. Gagnsæi er lykilatriði í okkar starfsemi og fyrirtækið gefur árlega út Sjálfbærniskýrslu með helstu upplýsingum um frammistöðu hvað varðar umhverfi, samfélag og efnahagslega þætti.

Fjárfest til framtíðar Árið 2010 náðust mikilvægir áfangar í sögu álversins, þegar endursamið var við Landsvirkjun um raforkukaup til ársins 2036 og ákvörðun tekin um að verja um 60 milljörðum króna til að auka framleiðslugetuna, stórefla lofthreinsibúnað og breyta framleiðsluafurðinni úr börrum í bolta. Þessi ákvörðun kom á besta tíma fyrir íslenskt efnahagslíf, líkt og bygging álversins gerði á sínum tíma. Allar forsendur eru því til þess að álverið í Straumsvík verði áfram sá stöðugi og þýðingarmikli hluti af íslensku atvinnuog efnahagslífi sem það hefur verið í yfir 40 ár.

Kerskálarnir eru löngu byggingarnar þrjár sem einkenna athafnasvæðið. Í þeim eru framleidd 500-600 tonn af áli á dag og þar starfa ríflega 100 af 500 starfsmönnum álversins.


138 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

alcoa fjarðaál www.alcoa.is

Á

lver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði er stærsta álver landsins, en starfsleyfi fyrirtækisins hljóðar upp á 360.000 tonna ársframleiðslu. Helstu framleiðsluvörur fyrirtækisins eru álhleifar, álbarrar, melmisstangir og álvírar sem eru meðal annars notaðir í háspennustrengi. Árið 2010 nam verðmæti útflutnings frá Fjarðaáli 94 milljörðum íslenskra króna. Verðmæti útflutningsins þetta ár nam því 1,8 milljörðum króna á viku eða um 250 milljónum króna á dag. Rúmlega 30% af útflutningstekjum fyrirtækisins urðu eftir í landinu eða rúmlega 31 milljarður króna. Starfsmenn fyrirtækisins voru um 480 árið 2010, en til viðbótar þeim störfuðu að jafnaði um 320 manns á vegum verktaka á álverssvæðinu. Árið 2010 voru því um 800 manns að störfum á svæðinu.

Aðdragandi álversbyggingarinnar

Fyrsta skóflustungan tekin að álverinu í Reyðarfirði sumarið 2004.

Hreinsivirki álversins er afar öflugt.

Áhuga Austfirðinga á stóriðju má rekja allt aftur til ársins 1980, en þá var hafist handa við að kanna hvort unnt væri að reisa kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði og knýja hana orku sem unnin væri á Austurlandi. Þessar umleitanir báru ekki árangur og það var ekki fyrr en tveimur áratugum síðar, að uppbygging virkjunar og stóriðju á svæðinu komst aftur á dagskrá fyrir alvöru. Samtök sveitarfélaga á Austurlandi stóðu einhuga að baki þeim áformum. Í ályktun samtakanna frá í ágúst árið 2002 er fagnað því samstarfi sem tekist hafði milli íslenskra stjórnvalda og Landsvirkjunar annars vegar og bandaríska fyrirtækisins Alcoa hins vegar um virkjun og uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Austurlandi. Í ályktuninni segir ennfremur: „Áhersla er lögð á að kanna möguleika á að koma á fót verndarsvæði norðan Vatnajökuls og lýst yfir stuðningi við það viðhorf að virkjun og verndarsvæði geti vel farið saman. Vakin er athygli á jákvæðum áhrifum virkjunar og álvers á austfirskt samfélag og íslenskt efnahagslíf.“ Alþingi samþykkti lög um heimild til samninga um álverksmiðju á Reyðarfirði með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða vorið 2003, 41 þingmaður sagði já, 9 þingmenn sögðu nei, einn þingmaður sat hjá og 12 voru fjarstaddir atkvæðagreiðsluna. Samningar um byggingu álversins á Reyðarfirði voru undirritaðir í mars árið 2003. Alcoa Fjarðaál og Landsvirkjun gerðu raforkusamning til allt að 40 ára. Meðal þess fyrsta sem Alcoa beitti sér fyrir var að setja í gang ásamt Landsvirkjun, svokallað sjálfbærniverkefni sem fólst í að safna saman stórum hópi fólks með mismunandi sjónarmið og fá hann til að taka þátt í að móta mælikvarða til að mæla langtímaáhrif framkvæmdanna á umhverfi, samfélag og efnahag á Austurlandi. Verkefnið hefur vakið athygli á alþjóðavísu. Þótt mikill stuðningur væri við þessar framkvæmdir innan SSA, var ánægja íbúa í Fjarðabyggð jafnvel enn meiri en skoðanakannanir sýndu þá og sýna enn að íbúar þar eru afar jákvæðir í garð fyrirtækisins. Um 90% þeirra studdu byggingu álvers á Reyðarfirði í skoðanakönnun sem gerð var árið 2007. Á Austurlandi öllu var stuðningurinn rúmlega 82% árið 2006 og tæp 76% árið 2007. Þrátt fyrir að stuðningur heimamanna við virkjun og álver væri eindreginn, var ljóst að ýmsir hópar voru framkvæmdunum andvígir og í höfuðborginni var efnt til skipulegra mótmæla gegn þeim, mótmæla sem síðar fluttust austur á land, þegar framkvæmdirnar hófust. Samkvæmt skoðanakönnunum sem Gallup og seinna Capacent gerðu árlega fyrir Alcoa Fjarðaál á árunum 2004 til 2007 voru 50-65% landsmanna jákvæðir í garð álversuppbyggingarinnar á Reyðarfirði en þeir sem voru neikvæðir voru á bilinu 23-30%.


Iðnaður og orkumál | 139

Alcoa á heimsvísu Alcoa Inc. sem á og rekur Alcoa Fjarðaál er elsta álfyrirtæki heims. Árið 1886 fann stofnandi fyrirtækisins, Bandaríkjamaðurinn Charles Martin Hall, ásamt systur sinni, Juliu Hall, upp rafgreiningaraðferð við álframleiðslu. Á sama tíma fann Fransmaðurinn Paul Heroult upp þessa sömu aðferð, sem kölluð er Hall-Heroult aðferðin og er notuð við álframleiðslu enn þann dag í dag. Hall systkinin reistu ásamt fleirum fyrsta álver heims í Pittsburgh í Bandaríkjunum árið 1888. Í dag á og rekur Alcoa 22 álver í fimm heimsálfum. Alcoa er einnig í báxítnámuvinnslu og súrálsframleiðslu auk þess sem það á og rekur fyrirtæki sem leggja stund á frekari úrvinnslu málmsins. Um 60.000 manns vinna hjá fyrirtækinu víða um heim en höfuðstöðvar þess eru í New York. Ál finnst ekki hreint í náttúrunni heldur er það unnið úr báxíti. Úr fjórum tonnum af báxíti er hægt að vinna tvö tonn af súráli en það er hvítt duft sem er notað sem hráefni í álframleiðslunni. Til að framleiða eitt tonn af áli, þarf tvö tonn af súráli. Alcoa Fjarðaál fær um 700.000 tonn af súráli á ári til álframleiðslunnar. Það hefur ýmist verið flutt inn frá Ástralíu, Suður-Ameríku eða Evrópu. Um þessar mundir kemur súrálið frá Brasilíu.

Lögð var á það mikil áhersla að fá konur til starfa í álverinu.

Uppbygging álversins Alcoa réði bandaríska verktakafyrirtækið Bechtel til að byggja álverið á Reyðarfirði og fyrsta skóflustungan að byggingunni var tekin í júlí árið 2004. Alcoa og Bechtel völdu svo til samstarfs íslenskar verkfræðistofur og byggingaverktaka. Tæplega þriðjungur af byggingarkostnaði féll til á Íslandi og íslensk fyrirtæki lögðu jafnframt til um fimmtung heildarvinnustunda á framkvæmdatímanum. Þegar framkvæmdirnar náðu hámarki voru hátt í 2.000 manns í byggingavinnu á svæðinu og til þess að hýsa þá var reist 1.800 manna starfsmannaþorp á Haga við Reyðarfjörð. Framkvæmdir á byggingasvæðinu tókust afar vel og engin alvarleg vinnuslys urðu meðan á þeim stóð. Fjöldi útlendinga kom til landsins til að vinna við byggingu álversins. Raunar voru þeir fleiri en gert var ráð fyrir í upphafi vegna þess hversu mikil þensla var á íslenskum vinnumarkaði um það leyti sem framkvæmdir voru að hefjast. Um 80% þeirra sem unnu á framkvæmdasvæðinu þegar mest var voru útlendingar. Þar af voru Pólverjar um 70%. Af öryggisástæðum þótti ekki heppilegt að of mörg tungumál væru töluð á svæðinu og því fór Bechtel þá leið að setja upp ráðningaskrifstofu í Póllandi til að fá þarlenda verkamenn til starfa á Íslandi. Byggingu álversins lauk í desember árið 2007. Þar sem erlendir verkamenn voru fjölmennir við bygginguna kom mun minna af því fé sem lagt var í fjárfestinguna inní íslenskt hagkerfi en ella hefði orðið. Samkvæmt skýrslu Háskólans á Akureyri kostaði Kárahnjúkavirkjun 140 milljarða króna og af því rann um þriðjungur inní íslenska hagkerfið eða um 47 milljarðar króna. Kostnaður við álverið var um 126 milljarðar króna og af því fóru um 36 milljarðar inní íslenskt hagkerfi. Þannig runnu samtals 83 milljarðar króna inní hagkerfið vegna framkvæmdanna en fjárfesting atvinnuvega á Íslandi á þessu tímabili nam 1.500 milljörðum króna og einkaneysla jókst um 40%. Á byggingatímanum kom mikill fjöldi gesta til að skoða álversbygginguna, að meðaltali um 2.000 manns á ári, eða samtals um 8.000 manns. Anna Heiða Pálsdóttir skrifstofustjóri var fyrsti starfsmaður Alcoa á Íslandi en hún tók til starfa árið 2002. Árið 2004 var Tómas Már Sigurðsson ráðinn forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Ráðning starfsmanna hófst svo af fullum krafti árið 2006. Stórir hópar tilvonandi álversstarfsmanna fóru í þjálfun, margir hjá álveri Alcoa í Deschambault í Kanada. Mikil áhersla var lögð á að ráða konur til starfa og haldnir voru fundir til að kynna störfin í álverinu fyrir konum á Austurlandi. Sérstakur kvennadagur var haldinn í október árið 2006 og þá komu 350 forvitnar konur í heimsókn til að skoða álversbygginguna og fræðast um tilvonandi störf þar. Iðnaðarmenn komu einnig í hópum til að skoða byggingaframkvæmdir og fá upplýsingar um störfin. Upphaflega stóð til að ráða 420 starfsmenn en þegar upp var staðið urðu þeir 480. Gangsetning álversins hófst í apríl árið 2007 og þá var fyrsti málmurinn framleiddur. Þar sem orkan frá Kárahnjúkum skilaði sér heldur seinna til álversins en ráð var fyrir gert í upphafi, dróst gangsetningin örlítið á langinn, en í apríl árið 2008 var búið að gangsetja öll 336 kerin í álverinu og framleiðslan komin á fullt skrið. Raforkan til álversins er flutt frá Fljótsdalsstöð eftir tveimur 220kV háspennulínum og eru þær rúmlega 50 kílómetra langar. Opnunarhátíð álversins var haldin í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði 9. júní árið 2007. Þúsundir gesta komu og tóku þátt í hátíðarhöldunum sem stóðu allan daginn.

Vírarúllur, verðmætasta afurð álversins.


140 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Framleiðsla álversins Framleiðsla áls hjá Alcoa Fjarðaáli á sér stað í 336 rafgreiningarkerum í tveimur 1.100 metra löngum kerskálum. Á hverjum degi eru framleidd í álverinu nær 1.000 tonn af áli. Til þess að framleiða ál með rafgreiningu þarf súrál, kolefni, raflausn og rafstraum. Súrál er efnasamband súrefnis og áls (Al2O3). Kolefnið kemur úr forskautum sem eru látin síga niður í raflausnina. Uppistaðan í raflausninni er kríólít eða natríumálflúoríð (Na3AlF6). Þegar sterkum rafstraumi er hleypt í gegnum skautin verður raflausnin um 960 gráðu heit og bræðir upp súrál sem skammtað er jafnt og þétt í kerið. Undir botni forskautanna gengur súrefni úr súrálinu í samband við kolefni úr skautunum og myndar loftkenndan koltvísýring (CO2) sem fer út í andrúmsloftið. Eftir verður hreint ál sem tekur til sín rafeindir úr rafstraumnum og fellur til botns sem bráðinn málmur. Álið er svo tekið reglulega úr kerunum og flutt yfir í steypuskálann. Fjarðaál framleiðir álvíra í rafmagnskapla, tíu kílóa melmisstangir úr sérstökum álblöndum fyrir bílaiðnað og 680 kílóa svokallaða T-barra og hleifa úr hreinu áli. Afurðirnar fara allar í gáma og eru fluttar til Rotterdam í Hollandi þaðan sem þeim er dreift til viðskiptavina. Árið 2010 notaði Fjarðaál um 680.000 tonn af súráli til að framleiða 352.000 tonn af áli. Til þess að þurfti jafnframt um 565 MW af raforku og 190.000 tonn af kolefnisforskautum sem voru flutt inn frá Noregi. Skautin brenna upp í kerunum að fjórum fimmtu hlutum en leifarnar af kolefninu eru hreinsaðar í skautsmiðjunni og sendar til Noregs þar sem þær verða aftur að nýjum skautum. Fjarðaál hefur sett sér metnaðarfull umhverfismarkmið. Viðmiðunarmörk í starfsleyfi fyrir losun eru lág og fyrirtækið hefur í öllum tilvikum verið innan þeirra marka. Í hreinsivirkjum kerskálanna tekst að fanga og endurnýta næstum allan flúor sem losnar úr raflausninni og hefði annars farið út í umhverfið. Fyrir hvert tonn af framleiddu áli verða til um 1,5 tonn af ígildi koltvísýrings (CO2). Markmiðið er að enginn úrgangur fari í landfyllingu. Einungis 0,45% af föstum aukaafurðum voru urðuð árið 2010 og það var allt saman lífrænn úrgangur. Mikil áhersla er lögð á að tryggja öryggi og vernda heilsu starfsmanna. Markmiðið er að Fjarðaál sé slysalaus vinnustaður. Í álverinu er heilsugæsla fyrir starfsmenn þar sem tveir hjúkrunarfræðingar eru í fullu starfi og læknir kemur tvisvar í viku.

Samfélagsáhrif á Austurlandi Frá upphafi var gert ráð fyrir því að áhrifasvæði álversins yrði Mið-Austurland, eða Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað, auk Seyðisfjarðar. Á svæðinu eru 7 þéttbýlisstaðir. Nokkur umræða hefur verið um áhrif álversins á Austurlandi og skoðanir manna á þeim í opinberri umræðu hafa verið skiptar. Samkvæmt skoðanakönnunum Capacent á árunum 2008-2011 töldu um 90% íbúa á Mið-Austurlandi að álverið hefði haft jákvæð áhrif á búsetuskilyrði á svæðinu. Milli 3 og 5% töldu að það hefði haft neikvæð áhrif á búsetuskilyrðin. Stór hópur fólks starfar að jafnaði í álverinu eða á álverssvæðinu eða rúmlega 800 manns. Starfsmenn Fjarðaáls eru nær 500 og frá upphafi var gert ráð fyrir að um helmingur þeirra yrði heimamenn, en hinn helmingurinn myndi flytja inná svæðið til að vinna hjá fyrirtækinu. Þær áætlanir gengu nokkurn veginn eftir. Um 86 prósent starfsmanna Fjarðaáls áttu lögheimili á Austurlandi árið 2010. 58% bjuggu í Fjarðabyggð en 28% á Egilsstöðum og Héraði. Færri bjuggu annars staðar á Austurlandi en einungis 9% starfsmanna bjuggu utan Austurlands. Konur voru 24% starfsmanna árið 2010 en það er með því hæsta sem gerist hjá Alcoa. Erlendir ríkisborgarar í starfi hjá Alcoa Fjarðaáli voru 38, eða um 7,5%. Á meðan á uppbyggingu álversins stóð fækkaði störfum í sjávarútvegi í Fjarðabyggð um 300. Ástæða þess voru tæknibreytingar sem juku sjálfvirkni í fiskframleiðslunni og sérfræðingar telja líklegt að hefðu átt sér stað, hvort sem álver hefði risið á svæðinu eða ekki. Um 14% starfsmanna álversins komu úr landbúnaði, fiskveiðum og fiskvinnslu, samkvæmt rannsókn Háskólans á Akureyri um samfélagsleg áhrif framkvæmdanna á Austurlandi. Bygging álversins á Reyðarfirði hleypti lífi í aðrar framkvæmdir á svæðinu og mikið var um íbúðabyggingar. Samkvæmt mati á samfélagsáhrifum álversins sem gert var samhliða umhverfismati fyrirtækisins, var þörf fyrir íbúðabyggingar á svæðinu talin vera milli 70 og 80 þúsund fermetrar. Mun meira var hins vegar byggt eða 70% umfram áætlaða þörf og í lok framkvæmdatímabilsins stóðu stór fjölbýlishús auð bæði á Reyðarfirði og á Egils-

Starfsmenn Fjarðaáls í kerskála.

Sómastaðahúsið í Reyðarfirði. Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum styrkti endurbyggingu þess.


Iðnaður og orkumál | 141 stöðum. Vissulega var of mikið byggt, en hafa verður í huga að það átti ekki eingöngu við um Austurland. Miklar húsbyggingar voru í gangi á þessum tíma annars staðar á landinu, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Þar og á fleiri stöðum var einnig byggt langt umfram þörf. Fjarðabyggð þar sem álverið er staðsett réðist í miklar fjárfestingar á þessum tíma og skuldsetti sig mikið. Tekjur sveitarfélagsins af álverinu eru hins vegar stöðugar, um 600 milljónir króna á ári, auk tekna af útsvari starfsmanna sem búa þar. Eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins er einnig með höfuðstöðvar í Fjarðabyggð. Um fjórðungur af tekjum af vöruútflutningi landsmanna kemur úr þessu eina sveitarfélagi. Bygging álversins á Reyðarfirði skapaði ekki einungis störf í álverinu sjálfu. Önnur fyrirtæki nutu góðs af nálægðinni við álverið. Sem dæmi má nefna að sex austfirsk fyrirtæki sameinuðust undir heitinu Launafl sem er fyrirtæki sem sér um viðhald og viðgerðir í álverinu. Þar starfa nú um 100 manns. Annað dæmi er fyrirtækið Fjarðaþrif sem óx úr því að hafa einn starfsmann í þrjátíu.

Útflutningur og efnahagur Alcoa Fjarðaál er stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi og hlutur þess í heildarvöruútflutningi landsins árið 2010 var um 15%. Að mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands jókst landsframleiðsla um 1,3% með tilkomu álversins. Verðmæti álsins sem Alcoa Fjarðaál framleiddi og flutti út árið 2010 var 94 milljarðar króna, miðað við gengi dollars í desember það ár. Um 33% af útflutningstekjum fyrirtækisins urðu eftir í landinu eða rúmlega 31 milljarður króna. Þetta ár greiddi fyrirtækið 1,1 milljarð króna í opinber gjöld til ríkis og sveitarfélagsins Fjarðabyggðar. Árið 2009 var útflutningsverðmætið um 75 milljarðar króna og tæplega 40% af því urðu eftir í landinu, eða um 29 milljarðar króna og árið þar á undan, árið 2008, nam útflutningsverðmætið 73 milljörðum króna. Það ár urðu 43% þess verðmætis eftir hér á landi, eða rúmlega 30 milljarðar króna. Árið 2008 keypti Fjarðaál vörur og þjónustu fyrir 14,5 milljarða króna hér á landi, árið 2009 var þessi upphæð 13 milljarðar króna og 10,5 milljarðar árið 2010. Tölur um raforkukaup eru ekki inní þessum tölum en Fjarðaál kaupir 5.000 gigavattstundir frá Kárahnjúkavirkjun á ári hverju. Höfnin við álverið Mjóeyrarhöfn er nú önnur stærsta höfn landsins þegar miðað er við magn vöru sem um hana fer á hverju ári. Það er stefna Alcoa að vera góður nágranni þar sem fyrirtækið starfar og taka þátt í samfélaginu með ýmsum hætti. Frá því að Alcoa hóf starfsemi á Íslandi hefur Fjarðaál, ásamt Samfélagssjóði Alcoa í Bandaríkjunum, varið um 500 milljónum króna til að styrkja margvísleg verkefni í samfélaginu. Hæstu styrkirnir hafa farið til Vina Vatnajökuls, hollvinasamtaka Vatnajökulsþjóðgarðs en fyrirtækið styrkti einnig verulega byggingu Fjarðabyggðarhallarinnar á Reyðarfirði.

Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði.


142 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Blikkrás ehf. www.blikkras.is

B

Blikkrás er á Iðnaðarsafninu.

likkrás, kt. 620187-2329, er stofnuð á Akureyri 1986 og hefur aðsetur þar. Blikkrás varð 25 ára 2. janúar 2011. Blikkrás er einkahlutafélag í eigu Odds Helga Halldórssonar og fjölskyldu hans. Blikkrás er í eigin húsnæði að Óseyri 16 sem er um 660m². Blikkrás hefur mikla reynslu í allri blikksmíðavinnu, hvort sem er loftræstikerfi, klæðningar, þjónusta eða almenn blikksmíði. Blikkrás hefur einnig mikla reynslu í vinnu úti um allt land þó svo að Akureyri sé höfuðvígi fyrirtækisins. Vélakostur er mjög góður og flestar vélar nýlegar, því mikið hefur verið endurnýjað undanfarin ár. Þess má geta að Blikkrás er með tölvustýrða plasmaskurðarvél, sem gerir fyrirtækið mjög samkeppnisfært í loftræstifittings og klæðningum; einnig vél sem býr til spíralrör en eins sparar mjög mikinn flutningskostnað frá Reykjavík. Blikkrás hefur tekið í notkun að hluta gæðakerfi Samtaka iðnaðarins. Blikkrás hlaut jafnréttisviðurkenningu Akureyrarbæjar árið 2001, og viðurkenningu LAFÍ fyrir lofsamlegt lagnaverk árið 2003. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Oddur Helgi Halldórsson. Hjá Blikkrás starfa núna 15 manns.

Aðstaða og búnaður

Smíðum okkar jólaskraut sjálfir.

Eigið húsnæði, 450m² vinnslusalur, auk skrifstofu, kaffistofu og starfsmannaaðstöðu. Allar helstu vélar, m.a spíralröravél, tölvustýrð plasmaskurðarvél, tölvustýrð beygjuvél og tölvustýrðar klippur, vinnulyftur 8 m og 10 m, 2 pallbílar, lokaður sendill, þjónustubifreið, öll almenn verkfæri. Fullkominn tækjabúnaður til loftmagnsstillinga, lofthraði, þrýstingur, magn, rakastig, hljóðmælir.

Helstu verkefni

Tertuföt og fleira eftir hugmyndum viðskiptavinar.

Helstu verkefni eru tengd loftræstingum og klæðningum. Við bæði smíðum og setjum upp loftræstikerfi. Einnig höfum við mikla reynslu í viðhaldi og þjónustu á loftræstikerfum. Við gerum viðhaldssamninga og handbækur fyrir loftræstikerfi. Öll almenn blikksmíði og þjónusta í kringum það er mikill hluti okkar starfsemi. Það er nánast óþrjótandi hvað við tökum að okkur. Við vinnum mikið fyrir stóreldhús. Er það fyrst og fremst smíði á borðum, borðplötum, útsogsháfum og fleiru sem tengist því. Fjölbreytni er mikil og framleiðum við til dæmis skóhorn með löngu haldi úr ryðfríu stáli sem við teljum þau bestu á markaðnum. Mjög sterk og meðfærileg. Við smíðum tertuföt, bakaraofnsplötur, jólaskraut og nánast allt sem fólki dettur í hug að koma með til okkar. Stærstu verkefni okkar undanfarin ár hafa verið: • Becromal aflþynnuverksmiðja • loftræsting, klæðning lagna og tanka • Menningarhúsið Hof • loftræsting

Smíðum alls konar skábrautir fyrir sorptunnur eftir máli.


Iðnaður og orkumál | 143

B

Blikksmiðja Guðmundar ehf. www.blikkgh.is

likksmiðja Guðmundar ehf. var opinberlega sett á legg þann 1. apríl árið 1975. Eins og að líkum lætur er nafnið dregið af stofnandanum Guðmundi Jens Hallgrímssyni, blikksmið fæddum á Akranesi árið 1941. Fyrstu þrjú árin fór starfsemin fram í 100 fm bakhúsi við Laugarbraut en þaðan var flutt árið 1976 í 200 fm húsnæði að Merkigerði 18. Núverandi 360 fm aðsetur að Akursbraut 11b var síðan tekið í notkun, á tveimur hæðum árið 1992. Í dag er aðaleigandi og framkvæmdastjóri Blikksmiðju Guðmundar Sævar Jónsson. Hann hóf störf hjá fyrirtækinu árið 1996 og hafði þá áður unnið hjá Blikksmiðnum hf. í Reykjavík í ein 10 ár og lært sína iðn þar. Sævar keypti blikksmiðjuna af Guðmundi í upphafi ársins 2007 og rekur hana í dag. Þrátt fyrir þetta er stofnandinn Guðmundur Jens Hallgrímsson ennþá viðloðandi starfsemina sem tæknilegur ráðgjafi og almennur blikksmiður.

Sævar Jónsson blikksmiðameistari / framkvæmdastjóri.

Starfsemin Fyrir utan hefbundna og tilfallandi blikksmíði felst meginþungi starfseminnar í mótun og samsetningu loftræstikerfa fyrir hið opinbera á Skaganum og atvinnulífið þar í heild sinni. Einnig er um að ræða smíði og viðhald á þak- og utanhússklæðningum ásamt handriðum, rennum og niðurföllum fyrir öll þau fjölbýlishús sem risið hafa á svæðinu á undanförnum árum. Þó má segja að lykillinn að farsælli vegferð blikksmiðjunnar í dag hafi verið tilkoma Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga árið 1979 og síðar opnun álvers Norðuráls á sama svæði árið 1998 en 50% af rekstrinum fara í að þjónusta þessi tvö fyrirtæki. Aðrir stórir viðskiptavinir, næstir í röðinni, eru sjúkrahúsið á Akranesi, Fjölbrautaskóli Vesturlands og HB Grandi. Að öðru leyti nær þjónustusvæðið um allt suðvesturhorn landsins og í því tilliti hefur fyrirtækið t.d. tekið að sér klæðningu hitaveitulagna fyrir Nesjavallavirkjun og hitaveitustöðina í Svartsengi við Grindavík.

Sérsmíði Blikksmiðja Guðmundar ehf. er vel tækjum búin til að taka að sér verk af öllum stærðargráðum. Á smiðjugólfinu er t.d. nýbúið að taka í notkun afar fullkomnar plasmaskurðarvélar. Slík undratól hafa ekki síst nýst vel þegar inna þarf af hendi sérsmíði af ýmsum toga, sem geta spannað allt frá jötum fyrir húsdýr og upp í áhöld fyrir skurðstofur á sjúkrahúsum og allt þar á milli. Sérsmíði fyrir sumarbústaði á svæðinu hefur einnig verið sívaxandi þáttur starfseminnar en fyrirtækið þjónustar t.d. uppsetningar og frágang á reykrörum fyrir kamínur og arinstæði. Starfsmenn Blikksmiðju Guðmundar ehf. eru að þessu leyti þrautþjálfaðir í að laða fram hagkvæmar og skapandi lausnir varðandi hvaða sérsmíði sem er. Verkin eru leyst af hendi fljótt og örugglega og geta viðskiptavinir þá ýmist samið um fast verð eða tímavinnu.

Ómar Lárusson blikksmiðameistari.

Starfsmenn og meðaltalsvelta Hjá Blikksmiðju Guðmundar starfa í dag, að jafnaði um 10-12 manns. Meðaltalsvelta á ársgrundvelli er á bilinu 130-150 milljónir króna.

Hulda Helgadóttir bókari.


144 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

borgarplast hf.

U

www.borgarplast.is

pphaf þess að umbúðaframleiðslufyrirtækið Borgarplast hf. var stofnað má rekja til uppsetningar á frauðplastverksmiðju í Borgarnesi árið 1971. Hverfimótunardeild var svo stofnuð við Hafnarbraut í Kópavogi árið 1983 og var hún flutt í Sefgarða á Seltjarnarnesi árið 1988. Síðla árs 2008 voru verksmiðjurnar í Borgarnesi og Seltjarnarnesi svo sameinaðar og er starfsemi þeirra til húsa að Völuteigi 31 og 31A í Mosfellsbæ. Hjá fyrirtækinu vinna á bilinu 25-35 manns og fer fjöldi starfsmanna eftir verkefnastöðu hverju sinni.

Vörur úr polyethylene og polystyrene Árleg þátttaka á vörusýningum í Brussel.

Framleiðslulína Borgarplasts samanstendur annars vegar af vörum úr polystyrene (EPS), sem notað er í einangrunarplast og frauðplastkassa, og hins vegar úr polyethylene (PE) sem notað er í fiskiker, brunna, rotþrær o.fl. Framleiðslan er að lang mestu leyti notuð í matvæla- og byggingariðnaði.

Gæða- og umhverfisstefna Borgarplast hefur verið handhafi alþjóðlega gæðavottunarstaðalsins ÍST EN ISO 9001 frá því árið 1993. Fyrirtækið hefur einnig haft með höndum vottaða umhverfisstjórnunarkerfið ÍST EN ISO 14001 frá árinu 1999. Þar að auki framleiðir Borgarplast sex CE merkta vöruflokka fyrir byggingariðnaðinn. Árlega renna svo 6-8% af veltunni til gæða-, umhverfis- og vöruþróunarmála. CE merkt framleiðsla frá Borgarplasti.

Viðskiptavinir Auk þess að sinna heimamarkaði leggur Borgarplast mikla áherslu á að koma framleiðsluvörum fyrirtækisins á alþjóðlega markaði. Árlega flytur fyrirtækið að jafnaði út vörur til um 20-30 landa víðs vegar um heim og er þar einkum um einangruð ker og vörubretti að ræða. Markaðshlutdeild Borgarplasts á fiskikeramarkaði á Íslandi er yfir 80% af þeim 90 til 100.000 kerum sem eru í notkun. Einnig selur fyrirtækið vörur til byggingariðnaðar bæði á heimamarkaði og til nágrannalandanna, Færeyja og Grænlands.

Markaðshlutdeild Borgarplasts á fiskikeramarkaði á Íslandi er yfir 80%.

Borgarplast hf. við Völuteig 31 - 31A í Mosfellsbæ.


Iðnaður og orkumál | 145

E

Bruggsmiðjan ehf. www.bruggsmidjan.is

kki er það á hverjum degi sem ný íslensk bjórtegund lítur dagsins ljós. Slíkt gerðist þó á haustdögum 2006, norður á Árskógsströnd við Eyjafjörð, þegar tappað var á fyrstu 33cl flöskurnar af Kalda voru tappaðar hjá Bruggsmiðjunni ehf. Á stuttum ferli fyrirtækisins hefur Kalda-bjórinn náð mikilli útbreiðslu, eftirspurn og athygli en í dag eru bruggaðar fimm gerðir: dökkar og ljósar auk fjögurra árstíðabundinna afbrigða fyrir t.d. jól, páska og þorra.

Lítil og einföld viðskiptahugmynd Starfsemi Bruggsmiðjunnar ehf. á Árskógsströnd við Eyjafjörð er skólabókardæmi um hvernig hægt er að þróa farsælan rekstur út frá einfaldri viðskiptahugmynd. Stofnendur og núverandi meirihlutaeigendur eru hjónin Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson. Einhverntíma á árinu 2005 birtist lítil frétt í Ríkissjónvarpinu um rekstur lítillar bjórverksmiðju í Danmörku og þar með kviknaði hjá Agnesi á Árskógsströnd lítil hugmynd sem síðan var fylgt eftir út í hörgul. Eftir að hafa kynnt sér lauslega starfsemi bruggverksmiðja úti í Danmörku og fjárfest í fullkomnum tækjabúnaði úti í Tékklandi, kom að því undir lok ársins 2005 að Bruggsmiðjan ehf. var formlega stofnuð. Húsnæði undir framleiðsluna var reist á aðeins nokkrum mánuðum árið 2006 en fyrsta átöppun og formleg opnun fór síðan fram í september þetta sama ár.

Kaldi – Vönduð og bragðmikil íslensk framleiðsla Helsta markmið Bruggsmiðjunnar er að framleiða bragðmikinn og vandaðan eðalbjór þar sem aldagamalt tékkneskt handbragð mætir tærum keim íslenska lindarvatnsins án gerilsneyðingar, viðbætts sykurs eða rotvarnarefna. Allt hráefni, humlar, ger og bygg er sérinnflutt ferskt frá Tékklandi þar sem vinnsluhefðin er órofinn hluti af þjóðararfleifðinni. Fyrirtækið naut krafta reyndra bruggmeistara en annar þeirra er David Masa sem kominn er af fagfólki í sínum geira í heila fjóra ættliði og á að baki 9 ára nám í sinni grein. Hann starfaði í verksmiðjunni að jafnaði um fjóra mánuði í senn en sinnir jafnframt sambærilegri framleiðslu víða um heim. Að öðru leyti starfa að jafnaði tíu manns hjá Bruggsmiðjunni ehf.

Útbreiðslan og eftirspurnin Strax í upphafi gerði Bruggsmiðjan ehf. ráð fyrir að brugga og tappa á um 170.000 lítrum af Kalda á ári. Eftir lofsamlegar móttökur á markaði, kom fljótlega í ljós að með naumindum var hægt að anna eftirspurninni. Í dag hefur framleiðsluplássið verið stækkað til mikilla muna en þar eru nú framleiddir um 500.000 lítrar á ári. Fyrir þá sem vilja forvitnast frekar um Bruggsmiðjuna ehf. skal bent á að nú gefst smærri og stærri hópum kostur á að kynna sér framleiðsluferlið með skipulagðri heimsókn gegn vægu gjaldi en allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast inni á: www.bruggsmidjan.is


146 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

bm vallá

B

www.bmvalla.is

Höfuðstöðvar BM Vallár.

M Vallá er eitt þessara gamalgrónu íslensku fyrirtækja sem flestir kannast við í dag. Það var stofnað árið 1946 og hóf þá sölu á steypuefni frá Vallá á Kjalarnesi. BM Vallá var þungamiðja byggingariðnaðar á Íslandi um áratuga skeið og hefur ennþá mikilvægu hlutverki að gegna eftir hæðir og lægðir undangenginna ára. Vöxtur BM Vallár varð mikill fyrsta áratuginn eftir stofnun þess, meðal annars voru fyrirtækin Álfsnesmöl hf. og Steypumöl hf. keypt og sameinuð félaginu og árið 1956 var stofnsett steypustöð í Reykjavík. Allt jók þetta afköst og umsvif fyrirtækisins. Allar götur síðan hefur fyrirtækið haft það sérsvið að vinna með sementsbundnar vörur. Mikil þekking byggðist með tímanum upp á framleiðslu á steypu og vinnslu á íslenskum fylliefnum og árið 1978 hófst útflutningur á vikri sem þótti gott byggingar- og fylliefni en fyrirtækið vinnur vikur úr vikurnámum við Heklurætur. Árið 1986 var fyrirtækið Vikurvörur ehf. stofnað í kringum vikurvinnsluna sem fyrstu árin var starfrækt í Sundahöfn en starfsemin var síðan flutt í Þorlákshöfn árið 1994. Í millitíðinni hófst helluframleiðsla í Reykjavík árið 1984 og framleiðsla á garðeiningum í kjölfarið. Fyrirtækið fór síðan í framleiðslu á rörum og brunnum með kaupum á Pípugerðinni í Suðurhrauni árið 2001, auk framleiðslu á múrvörum með kaupum á Steinprýði árið 2002 og Sandi Ímúr árið 2003 en þessi fyrirtæki voru öll sameinuð BM Vallá. Á uppgangsárunum 2003 til 2007 varð BM Vallá eitt umsvifamesta fyrirtæki landsins á sviði byggingariðnaðar, fyrirtæki höfðu verið keypt og sameinuð BM Vallá og starfsstöðvar voru víða um land. Á Akureyri með kaupum á Möl og sandi og Reyðarfirði með uppsetningu á steypustöð og söluskrifstofu í tengslum við framkvæmdir við álver og Kárahnjúkavirkjun. Í Borgarnesi, á Flúðum og í Reykholti með kaupum á Límtré Vírnet og á Akranesi með kaupum á steypustöð og síðan Smellinn húseiningaframleiðslu. Starfsemin var ekki lengur einungis tengd við sementsbundin efni heldur voru boðnar heildarlausnir fyrir húsbyggjendur og verktaka. Fyrirtækið framleiddi á þeim tíma ásamt steypunni hellur og garðeiningar, húseiningar, vikur, múrefni, steypurör, þakjárn og glugga, yleiningar, nagla og sperrur úr límtré svo eitthvað sé nefnt. BM Vallá tók þátt í

Framkvæmdastjórn BM Vallár: Lárus Dagur Pálsson, Einar Einarsson, Hilmar Ágústsson, Pétur Hans Pétursson og Hólmsteinn Hólmsteinsson.


Iðnaður og orkumál | 147

umfangsmiklum verkefnum á Kárahnjúkum og við gangagerð í Bolungarvík, Ólafsfirði og Fáskrúðsfirði og einnig við brúargerð við Gígjukvísl þar sem settar voru upp færanlegar steypustöðvar. Þessum auknu umsvifum fylgdu miklar fjárfestingar og fyrirtækið varð skuldsett á þessum tíma. Árið 2008 varð efnahagshrun á Íslandi og eftirspurn eftir framleiðsluvörum fyrirtækisins féll með þeim afleiðingum að fyrirtækið lenti í rekstrarerfiðleikum sem lauk með gjaldþroti í maí 2010. Eftir gjaldþrot félagsins ákváðu tveir stærstu kröfuhafar í þrotabú þess að stofna tvö fyrirtæki og freista þess að endurreisa hluta af starfsemi félagsins. Félagið BM Vallá ehf. var stofnað af Arion banka um framleiðslu úr sementsbundnum efnum og félagið Límtré Vírnet ehf. var stofnað af Landsbankanum um aðra starfsemi þrotabúsins í Borgarnesi, á Flúðum og í Reykholti. Landsbankinn seldi Límtré Vírnet ehf. til fjárfesta haustið 2010. BM Vallá var nú mikið breytt fyrirtæki frá því sem áður var, skipulagi var breytt, starfsfólki fækkað og óhagkvæmar starfsstöðvar lagðar niður. Nýir stjórnendur tóku við. Hætt var framleiðslu á steypu og einingum á Akureyri, steypustöð og söludeild á Reyðarfirði var lokað, einingaframleiðslu og pípugerð var hætt í Garðabæ, höfuðstöðvar voru fluttar til. Aðgerðirnar tókust vel, fyrirtækið náði að skila hagnaði árið 2010 og síðan hefur verið markvisst unnið að því að byggja fyrirtækið upp og styrkja sem hefur gengið vel þrátt fyrir þung rekstrarskilyrði frá hruni. Fyrirtækið hefur haldið sinni stöðu á þeim mörkuðum sem það starfar á. Vorið 2012 var gengið frá sölu Arion banka á BM Vallá til hóps fjárfesta að undangenginni sölumeðferð. Að kaupunum stóðu Norcem frá Noregi og hópur innlendra fjárfesta. BM Vallá er nú stærsti framleiðandinn hér á landi á sementsbundnum efnum. Félagið starfrækir, auk færanlegra steypustöðva, steypustöðvar í Reykjavík og á Akranesi. Í Reykjavík eru einnig helluverksmiðja og smáeiningaverksmiðja. Í Garðabæ er múrverksmiðja félagsins auk þess sem húseiningaverksmiðjan Smellinn er starfrækt á Akranesi. BM Vallá flytur út vikur frá Þorlákshöfn þar sem fyrirtækið er með vikurvinnslu. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á athafnasvæði þess á Bíldshöfða auk lagers og söluskrifstofu. BM Vallá er auk þess með söluskrifstofu á Akureyri. Framleiðsluvörur sínar selur BM Vallá að stærstum hluta á innlendan markað hvort sem er beint til verktaka, verslana eða einstaklinga. En auk þess hefur fyrirtækið í samstarfi við erlenda aðila staðið fyrir þróun og sölu á eldvarnarmúr og skyldum vörum á erlenda markaði. Aðgreining BM Vallár frá samkeppnisaðilum felst ekki síst í því að innan fyrirtækisins starfar fjöldi sérfræðinga, með fjölþætta þekkingu og reynslu á sínu sviði, sem vinna við að leysa verkefni og hanna margbreytilegar lausnir fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Fyrir þeirra tilstilli hefur tekist vel til við að nýta íslensk jarðefni og fylliefni til að framleiða byggingarefni og vörur fyrir byggingariðnaðinn, vörur sem eru með því besta sem þekkist í heiminum. Þróunar- og rannsóknarvinna er því stór þáttur í starfsemi BM Vallár. Stjórn BM Vallár skipa: Gunnlaugur Kristjánsson stjórnarformaður, Guðmundur Ingi Karlsson meðstjórnandi, Hrólfur Ölvisson meðstjórnandi og Soffía Gunnarsdóttir meðstjórnandi. Í framkvæmdastjórn sitja eftirtaldir: Hilmar Ágústsson framkvæmdastjóri, Einar Einars­son, forstöðumaður steypuframleiðslu, Hólmsteinn Hólmsteinsson, forstöðumaður múr- og húseiningaframleiðslu, Pétur Hans Pétursson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs og Lárus Dagur Pálsson, forstöðumaður fjármála.

Bílakjallari Hörpu steyptur.

Steypubílstjóri við vinnu.


148 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Bústólpi ehf.

V

www.bustolpi.is

ið bryggjukantinn á Oddeyrartanganum á Akureyri er að finna aðsetur Bústólpa ehf. sem í dag er einhver öflugasta miðstöð kjarnfóðursframleiðslu til handa bústofni á Norður- og Austurlandi. Stærstur hluti afurðanna er nautgripafóður en einnig er framleitt fyrir sauðfé, svín og hross ásamt varp- og alifuglum. Bústólpi var upphaflega stofnaður sem einkahlutafélag árið 2000 en grunnur starfseminnar lá hjá Fóðurvörudeild KEA sem nú hefur verið aflögð. Fyrsti framkvæmdastjóri var Ólafur Jónsson, núverandi héraðsdýralæknir í Eyjafjarðar- og Skagafjarðarsýslu. Ólafur sinnti starfinu til ársins 2007 en arftaki hans, Hólmgeir Karlsson, hefur gegnt sömu stöðu upp frá því.

Kjarnmeira húsdýrafóður

Hólmgeir Karlsson framkvæmdastjóri.

Samkvæmt orðanna hljóðan þýðir kjarnfóður einfaldlega „kjarnmeira“ fóður og er tilgangurinn sá að með næringarríkri neyslu þess skili húsdýrin af sér efnameiri og verðmætari kjöt- og mjólkurafurðum. Á undanförnum árum hefur þróunin á þessu sviði verið mjög hröð og er í raun samofin uppgötvunum helstu næringarefnanna á síðustu öld. Skipuleg framleiðsla á köggla-kjarnfóðri hófst á Akureyri í kringum 1970 og þá hjá áðurnefndri Fóðurvörudeild KEA sem upphaflega var sett á legg á fjórða áratug 20. aldar. Á nýrri öld hefur Bústólpi ehf. tekið við kyndlinum á traustum grunni með leiðandi og umsvifamikilli kjarnfóðursframleiðslu og öruggri miðlun hennar til bænda á Norður- og Austurlandi.

Framleiðslan Framleiðsluferlið hjá Bústólpa ehf. er mjög úthugsað. Meginuppistaða hráefna eru hveiti, bygg, maís, fiskimjöl, vítamín og steinefni. Eftir mölun og sigtun eru þau blönduð eftir ákveðnum forskriftum, síðan hituð, sett í kögglun, kæld niður og loks afgreidd til bænda. Mikil áhersla er lögð á að öll næringarefni haldi eiginleikum sínum og gæðum alla leið. Við hitun hráefnanna er þess vandlega gætt að viðhalda lægsta mögulega hitastigi sem þarf til þess að eyða öllum hugsanlegum sjúkdómsvöldum en varðveita um leið efnagæði fóðursins. Frumgerð framleiðslunnar er, að mestu, sótt til Norðurlanda, en helstu breyturnar felast þó í aðlögun á íslenskum aðstæðum og næringarþörfum þeirra dýrastofna sem hér eru fyrir hendi. Nærtækt dæmi um slíkt liggur í þeirri staðreynd að hér á landi ríkir mun óstöðugra veðurfar heldur en í nágrannalöndunum. Af þeim sökum geta grasgæði breyst mikið á milli ára og þarf að taka mið af því í efnisinnihaldi kjarnfóðursins.

Verslun – Starfsmannafjöldi – Velta Fyrir utan umsvifamikla kjarnfóðursframleiðslu útvegar Bústólpi ehf. fjölþættar landbúnaðarvörur í verslun sinni við Oddeyrartangann. Hjá fyrirtækinu starfa í dag um 15 manns. Meðaltalsveltan á ársgrundvelli er um 1,2 milljarðar króna.


Iðnaður og orkumál | 149

Á

Efnamóttakan hf. www.efnamottakan.is

undanförnum árum hefur átt sér stað jákvæð hugarfarsbreyting hér á landi gagnvart meðhöndlun úrgangs og spilliefna. Almenningur og stjórnvöld eru kröfuharðari um að vernda dýrmæta náttúru landsins gagnvart óæskilegum og eitruðum efnum sem geta flotið með hefðbundnu sorpi. Í kjölfarið hafa heimili, fyrirtæki og stofnanir vaknað til aukinnar vitundar um að axla sameiginlega ábyrgð á umhverfinu en mikilvægur hluti þess felst í skynsamlegri meðferð á spilliefnum. Undir þessum merkjum hófst rekstur Efnamóttökunnar hf. í Gufunesi þann 17. desember árið 1998. Stofnendur voru fyrirtækin Sorpa og Aflvaki en núverandi eigandi er Gámaþjónustan hf. Starfsemi Efnamóttökunnar felst að stærstum hluta í móttöku, meðhöndlun og frágangi á spilliefnum og raftækjum til förgunar eða endurnýtingar hjá viðurkenndum aðilum erlendis, t.d. í Englandi, Danmörku og Svíþjóð. Fyrirtækið er einstakt í sinni röð og er hið eina sem sinnir slíkri sérhæfðri þjónustu hér á landi. Unnið er samkvæmt reglum gæðastaðalsins ISO 9002 og er mikil áhersla lögð á að öll móttaka og meðferð spilliefna og annars úrgangs uppfylli ströngustu skilyrði. Hjá fyrirtækinu eru að jafnaði 12 manns í fullu starfi sem búa yfir mikilli þekkingu og reynslu á sínu sérhæfða sviði. Efnamóttakan á og rekur dótturfélagið Sagaplast sem er móttökustöð á Akureyri. Framkvæmdastjóri beggja fyrirtækja er Jón H. Steingrímsson.

Margbrotin starfsemi Aðalstarfsemi Efnamóttökunnar felst í að flokka þann úrgang sem berst og koma honum í farveg endurvinnslu eða förgunar. Auk spilliefna tekur Efnamóttakan á móti endurnýtanlegum efnum sem geta spannað allt frá matarolíu, smæsta pappír og plasti yfir í hjólbarða og stærstu veiðarfæri. Móttaka og meðhöndlun notaðra raftækja er stór þáttur í starfseminni. Í ársbyrjun 2009 gengu í gildi ný lög um söfnun og förgun raftækjaúrgangs sem höfðu í för með sér að meginkostnaður vegna þessa færðist af herðum sveitarfélaga yfir á innflytjendur og framleiðendur raftækja. Efnamóttakan tók virkan þátt í innleiðingu þessa kerfis og er aðalsöfnunaraðili þessarar úrgangstegundar á landinu. Fyrirtækið tekur jafnframt að sér eyðingu trúnaðarskjala og förgun vöruafganga. Fyrir utan allt þetta er veitt ráðgjöf og lögð vinna í að hafa upp á sjálfum spilliefnunum og sjá til þess að leið þeirra sé greið að móttökustöðinni á sérútbúnum farartækjum. Hafa ber í huga að fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum er beinlínis skylt að koma spilliefnum til förgunar. Þeim er ýmist skilað beint inn á starfsstöðvar í Gufunesi og á Akureyri eða inn á söfnunarstöðvar sveitarfélaga um land allt. Allir farmar sem koma inn eru vigtaðir og þyngd þeirra með umbúðum og efnaheitum skráð á sérstaka móttökuseðla. Síðan er reikningur fyrir þjónustuna útbúinn samkvæmt þeim upplýsingum og vísað í númer hans við innheimtu. Eyðingargjald spilliefna sem bera sérstakt úrvinnslugjald er greitt af Úrvinnslusjóði en annars er förgunargjald greitt af úrgangshafa.

Sagaplast ehf. Efnamóttakan starfrækir einkahlutafélagið Sagaplast á Akureyri. Starfssvið þess er í sama anda og hjá móðurfélaginu þar sem rekin er móttökustöð auk söfnunar á spilliefnum, raftækjum og endurvinnsluefnum á Norðurog Austurlandi. Sagaplast er einn stærsti söfnunaraðili og útflytjandi landbúnaðarplasts hér á landi. Hjá Sagaplasti hafa að jafnaði starfað um 8 manns.


150 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

ccp hf.

T

www.ccp.is

ölvuleikjafyrirtækið CCP er einstakt fyrirbæri í íslensku atvinnulífi. Drifkraftur þess er mótaður af samræmingu raunvísinda, tölvutækni, grafískrar hönnunar og félagslegrar gagnvirkni. Á tiltölulega stuttri vegferð hefur þróunarvinna fyrirtækisins gefið af sér afþreyingarmöguleika á sviði sýndarveruleika, þar sem þungamiðjan byggist á landnámi geimsins og ímyndunaraflsins í alþjóðlega fjölspilunarleiknum Eve Online. Á undanförnum 10 árum hefur CCP notið mikils vaxtar á alþjóðlegum markaði. Fyrirtækið er nú starfrækt í fjórum löndum og hefur á bak við sig um 500 starfsmenn sem sinna um 400.000 notendum í um 200 löndum. Þar af starfa tæplega 300 manns hér á landi. Höfuðstöðvar CCP eru að Grandagarði 8 í Reykjavík. Dótturfélög eru rekin í Atlanta í Bandaríkjunum, Shanghai í Kína og í Newcastle á Englandi auk þess sem gagnaver er staðsett í Lundúnum á Englandi og minni skrifstofur í San Fransisco, New York og Akureyri.

Upphafið

Starfsmenn CCP á Íslandi eru um 300 talsins.

Starfsemi CCP tók á sig mynd á árunum 1995-96 þegar Reynir Harðarson starfaði hjá tölvufyrirtækinu OZ. Þetta var á þeim tíma þegar gagnvirk tækni Internetsins tók að hasla sér völl um gervalla heimsbyggðina. Reynir velti upp þeirri djörfu hugmynd að þróa fram þrívíddartölvuleik með áskrift sem leikinn yrði á rauntíma af öllum spilurum. Hugmyndin var annarsvegar fengin frá einmenningstölvuleiknum Elite sem snerist um geimbardaga og viðskipti og hinsvegar fjölnotendahugbúnaðinum OZ Virtual sem tölvufyrirtækið OZ hafði þróað. Um sumarið 1997 stofnaði Reynir Harðarson, í félagi við Ívar Kristjánsson og Þórólf Beck frumkvöðlafyrirtækið Loka margmiðlun. Tilgangur starfseminnar snerist um að leggja grunninn að EVE Online. Til að byggja upp höfuðstólinn tók fyrirtækið að sér ýmis minni verkefni eins og leturvinnslu og heimasíðugerð. Á vegum þess var jafnframt gefið út borðspilið Hættuspil sem kom á markað fyrir jólin 1998 og náði mikilli sölu. Spilið reyndi mikið á herkænsku og gagnvirkni á milli spilara en sömu eðlisþættir urðu síðar að helsta aðalsmerki EVE Online. Í kjölfarið tók fyrirtækið að sér þrívíddarhönnun fyrir sjónvarpsþættina um Latabæ og í því skyni var safnað saman hópi starfsmanna með góða þekkingu á sviði þrívíddarhönnunar. Þegar líða tók nær aldamótum var framgangur Loka margmiðlunar orðinn hægur og sígandi upp á við. Í ársbyrjun 1999 var ákveðið að gefa fyrirtækinu heitið Crowd Control Productions, sem fljótlega hlaut sína alkunnu styttingu sem CCP.

Fjármögnunin

Auk höfuðstöðvanna í Reykjavík er CCP með skrifstofur í Shanghai, Atlanta, Newcastle, San Fransisco, New York og á Akureyri.

Undir lok ársins 1999 opnberaðist fyrsta þrívíddarfrumgerð EVE Online en hún sýndi sjónarhorn þátttakanda á flugi um óravíddir alheimsins á geimskipi. Í beinu framhaldi fór fram fyrsta hlutafjárútboð CCP til „viðskiptaengla“ sem skilaði af sér lítilsháttar rekstrarfé frá áhættufjárfestum til þess að koma frumgerðinni lengra áfram. Í mars árið 2000 gekk Hilmar Veigar Pétursson til liðs við fyrirtækið sem tæknistjóri. Innkoma hans átti eftir að hleypa miklum drifkrafti í starfsemina. Í lokuðu hlutafjárútboði sem fór fram á vormánuðum 2000 náðist að safna nægjanlegu fé til þess að klára framleiðslu EVE Online, miðaðist sú spá við fyrirliggjandi áætlanir þess tíma. Útboðið gekk mjög vel og var eftirspurn fjórfalt umfram það sem í boði var.


Iðnaður og orkumál | 151

Bakgrunnur og sögusvið EVE Online

Þessi góði meðbyr var þó eingöngu skammgóður vermir. Þegar áhrifa netbólunnar tók að gæta hér á landi minnkaði mjög áhugi fjárfesta á fyrirtækjum sem hugðust nýta sér netið til viðskipta. Árið 2002 var nær allt fjármagn CCP til rekstrarins uppurið. Þannig varð starfsfólkið að sætta sig við algert launaleysi um tíma. Í sama mund fóru fram umræður um markmið og áherslur fyrirtækisins og varð úr að sumir af stofnendum og stjórnendum gengu úr skaftinu og nýir yfirmenn komu inn. Ívar Kristjánsson tók við sem framkvæmdastjóri og gegndi því starfi til ársins 2004 og varð síðan fjármálastjóri til ársins 2010. Hilmar Veigar Pétursson tók við sem framkvæmdastjóri af Ívari í byrjun árs 2004 og hefur gegnt því starfi allt fram á þennan dag.

Markaðssetningin Þróunarvinna tölvuleikjar er mikið þolinmæðisverk sem kostar ófáar tilraunir áður en lokaniðurstaða fæst. Við slíkar aðstæður þarf að hnýta marga lausa enda áður en varan er tilbúin. Framleiðendur þurfa sífellt að vera á tánum á kröfuhörðum markaði þar sem tækniþróunin er mjög ör. Ofan á allt bætist að fjármagnið getur þrotið í miðju vinnsluferli og tæknileg mistök geta reynst dýrkeypt. Um vorið 2002 landaði CCP stórum sölusamningi við margmiðlunardeild bandaríska útgáfurisans Simon & Schuster um alþjóðlega markaðssetningu á EVE Online. Samningurinn fól í sér fyrirframgreidd leyfisgjöld og þannig tókst að grynnka á skuldunum og treysta rekstrargrundvöllinn hjá CCP. Fyrsti opinberi útgáfudagur EVE Online rann síðan upp þann 6. maí 2003 og varð fljótlega merkjanlegt að lítið fór fyrir skipulegri markaðssetningu. Upp úr dúrnum kom að Margmiðlunardeild Simon & Schuster hafði verið lögð niður áður en leikurinn kom út. Útgáfurétturinn var í þeirra höndum og hann þá falur hæstbjóðanda til kaups. Á þeirri stundu var ákveðið að fara um öll markaðssvæðin og kaupa útgáfuréttinn til baka. Að lokum stóð CCP eftir með allan útgáfurétt að EVE Online og með því hófst markaðssetning sem fram til þessa hefur að stórum hluta farið fram á netinu.

Sögusvið EVE Online færir okkur fram í tíma um nokkur árþúsund þróunar­ sögunnar þegar vinnsla góðmálma úr loftsteinum himingeimsins hefur loks gert geimferðir hagkvæmar. Þarna er komin til sögunnar fullkomin geimstökkstækni sem gerir fólki og farartækjum þess kleift að ferðast á einu andartaki um víðáttur alheimsins og búa sér ból á fjarlægum plánetum. Á 28. öld hafa lönd verið numin í hundruðum sólkerfa og fer brátt svo að eftirspurn eftir nýlendum á eftir að bera framboðið ofurliði. Þá uppgötvast skyndilega náttúruleg ormagöng sem liggja til óþekktrar stjörnuþoku í annarri vídd og spyrst fljótt út að þar sé hægt að komast í algera paradís fyrir landnema. Göngin hljóta nafn fyrstu kvenkyns mannverunnar eða EVE. Þar er byggð fullkomin geimstöð sem gegnir hlutverki hliðvörslu og aðstoðar jafnframt geimskip við að komast þar í gegn. Í kjölfarið hefjast mikilir þjóðflutningar yfir í hinn nýfundna Edensgarð himingeimsins. Nokkrum áratugum síðar ríður þar yfir óstjórnlegur kraftur segulþyngdarsviðs sem eyðir öllu lífi á meginhluta hins eftirsótta nýlendusvæðis. Í kjölfarið lokast EVE göngin og fjöldi jarðarbúa verða strandglópar fyrir utan. Þá rennur upp tími ófriðar þar sem fjórar þjóðir berjast um yfirráðin yfir athafnasvæðinu. Eftirlifendur þurfa að læra að bjarga sér við erfiðar aðstæður og byggja sjálfa sig tæknilega upp og vera þátttakendur með öðrum í uppbyggingu samfélagsins frá grunni. Þar byggist markmiðið á að notandinn sé ávallt að uppgötva eitthvað nýtt í mannlegum samskiptum og að hann öðlist í leiðinni nýja reynslu á sviði herkænsku, stjórnmála og félagstengsla.

Að gerast þátttakandi í Eve Online

Bóka- og leikherbergi starfsfólks, CCP höfuðstöðvar Grandagarði 8.

Hægt er að skrá sig til leiks í gegnum heimasíðu EVE Online og hlaða leiknum niður gegnum síðuna. Nýjum notendum er boðið upp á prufuaðgang án endurgjalds í vissan tíma. Leikurinn fer síðan fram á Internetinu gegn föstum mánaðargreiðslum. Hver þátttakandi velur sér persónu úr flóru fjögurra þjóða og síðan er útlitið ásamt klæðnaði sett saman af notendanum. Jafnframt þarf að velja sér búsetu hjá einni af fjórum þjóðum sem há sífellda valdabaráttu í leiknum. Að loknum undirbúningi er haldið á vit hins fjölskrúðuga samfélags


152 | Ísland – Atvinnuhættir og menning EVE Online sem óneitanlega dregur dám af okkar eigin raunveruleika. Þetta er stór og margslunginn heimur þar sem hver er sinnar gæfu smiður. Leikmenn mynda oft bandalög og fyrirtæki stunda einhverja sérstaka iðju og geta haft af henni umtalsverðar tekjur. Þeim sem standa sig vel getur áskotnast mikill auður og verða eftirsóknarverðir meðspilarar í leiknum. Til dæmis með því stunda viðskipti og byggja upp sín eigin fyrirtæki, standa í flutningum á farmi inn á hættuleg svæði, berjast eða stunda rányrkju. Meðal atvinnuvega má nefna námagröft, sem er ásamt verslun, einn vinsælasti atvinnuvegurinn. Meðfram námagreftrinum fer fram ýmis sérhæfð starfsemi eins og rekstur geimskipaverksmiðja, varahlutaþjónustu og tryggingafyrirtækja auk þess sem verðbréfahöll er starfrækt. Með því að komast í álnir innan samfélagsins þýðir að þú getur eignast þín eigin geimskip með lítilli fyrirhöfn og gerst öflugur þátttakandi í leiknum. Reglan er sú að eftir því sem virðingarstiginn hækkar, því flóknari verða þrautirnar og verkefnin sem þarf að leysa. Hafa ber í huga að virðingin fæst hvorki keypt eða seld í samfélagi EVE Online. Mestu máli skiptir að byggja upp gott mannorð með friðsemd og sanngirni að leiðarljósi og vera umfram allt samkvæmur sjálfum sér. Á meðan á öllu þessu gengur eru alltaf einhverjir sem kjósa að efnast með öðrum hætti og leggjast í smygl, þjófnað og alls kyns glæpastarfsemi. Á meðal þeirra brjótast gjarnan út átök sem stundum leiða til styrjalda í samfélaginu. Þeir sem verða öðrum að bana á friðartímum eru eftirlýstir og réttdræpir hvar sem til þeirra næst. Hver þátttakandi sem lendir í að verða myrtur á alltaf tryggt klónað eintak af sjálfum sér sem hægt er að grípa til - en hann þarf þó að byrja algerlega frá grunni á nýjan leik. Hafa ber í huga að eina hlutverk CCP er að mynda rammann utan um allt samfélagið. Að því leyti er helsta hlutverk fyrirtækisins að leggja til fjármagn í formi ISK gjaldmiðilsins ásamt því að sjá til þess að allir nauðsynlegir fylgihlutir séu fyrir hendi. Sjálf framvindan er ávallt í höndum þátttakenda og úrlausnarefnin einnig. Á þeirri stundu reynir fyrst á hæfileikana, getuna, kænskuna og fyrirhyggjuna hjá hverjum og einum.

Geimskipaútgerð í Grandagarði.

Uppgangurinn Þann 3. desember 2003 hóf CCP í fyrsta skipti að opna fyrir aðgang að EVE Online upp á eigin spýtur. Um þetta leyti höfðu ADSL háhraðatengingar óðum rutt sér til rúms og samfara því tóku ýmsir tölvuleikir með fjölþátttöku að njóta meiri hylli. Þar með var fyrirtækinu gert fært að láta alla sölu fara fram í gegnum niðurhal á netinu og nam fyrsta mánaðargjaldið 12,95 bandaríkjadölum eða um 1.000 krónum. Fyrirtækið fetaði jafnframt nýjar slóðir í markaðssetningu. Þar munaði þó mestu um árið 2004 þegar sérstök reynslutíma útgáfa EVE Online kom á markað en hún leyfði spilurum að reyna sig við leikinn endurgjaldslaust í takmarkaðan tíma. Eftir þetta tók að birta til í rekstri CCP. Leikurinn vakti mikla athygli fyrir sérstöðu sína og þroskaða sýn á viðfangsefni sitt. Brátt tóku áskriftir á meðal netverja að aukast verulega. Á árunum 2004-2005 fór rekstur CCP að skila hagnaði og átti hann eftir að margfalda sig næstu árin á eftir. Jafnframt fjölgaði starfsmönnum töluvert á þessu tímabili. Árið 2006 festi CCP kaup á bandaríska fyrirtækinu White Wolf sem er einn stærsti útgefandi hlutverkaspila í heiminum. Um svipað leyti náðust samningar um útgáfu EVE Online í Kína. Mikil vinna hefur verið lögð í að þýða og staðfæra leikinn yfir á kínversku. Í dag rekur CCP sérstaka skrifstofu í Shanghai þar sem meðal annars framleiðsla DUST 514 fer fram.

Nýjungarnar Á undanförnum árum hefur CCP laðað til sín öfluga og hæfileikaríka einstaklinga sem kunna að draga upp raunsannar myndir af óravíddum alheimsins inni í áhrifamiklum sýndarveruleika. Að þessu leyti eru möguleikar himingeimsins jafn óendanlegir og stærð hans. Framþróunin er sífelld og einu sinni til tvisvar á ári koma á markað viðbætur við EVE Online. Þar geta helstu breyturnar snúist um allt frá yfirgripsmiklum félagsfræðiog hagfræðilegum þáttum yfir í ýmis afmörkuð atriði eins og nýja geimskipasmíði og bardagatækni. Þann 18. ágúst árið 2009 opinberaði CCP að fyrirtækið væri að vinna að tölvuleiknum DUST 514 sem eingöngu er hægt að spila í Playstation 3 leikjatölvu frá Sony. Þetta er svokallaður „fyrstu persónu skotleikur“ að viðbættri herkænskulist í anda EVE Online. Þátttakendur skipa sér í lið og geta áskotnast þungavopn, brynvagnar og loftför. Framvindan er hröð og kraftmikil þar sem barist er í návígi um yfirráð yfir landsvæðum. Bakgrunnurinn er að hluta íslenskt landslag þar sem t.d. náttúra Þórsmerkur gegnir veigamiklu hlutverki. Á útgáfuáætlun CCP er jafnframt fjölspilunarleikurinn World of Darkness. Heimur leiksins kemur úr smiðju White Wolf fyrirtækisins sem gefið hefur út teiknimyndabækur og hlutverkaspil frá árinu 1991 en CCP keypti rekstur þess árið 2006. Efniviður hans byggir á gotneskri rómantík en sögusviðið gerist þó í óskilgreindri stórborg í nútímanum þar sem vampírur stjórna heiminum að næturlagi á meðan hinir dauðlegu ráða ferðinni að degi til.


Iðnaður og orkumál | 153

Lýðræði spilara EVE Online

Útsýni frá höfuðstöðvum CCP.

Spilarar í EVE Online eiga þess kost að kjósa fulltrúa sína í lýðræðislegum kosningum til sérstaks ráðs, Council of Stellar Management (CSM), sem er tengiliður spilara við CCP. Ráðið sér meðal annars um að koma á framfæri óskum um breytingar og viðbætur við leikinn. CCP stóð að stofnun CSM ráðsins árið 2008 og vakti þessi lýðræðisvæðing í sýndarheimi töluverða athygli í alþjóðlegum fjölmiðlum, en BBC lýsti framtakinu á þann máta að fyrirtækið væri að taka „lýðræði til stjarnanna“ og gefa leikmönnum tölvuleiks tækifæri á að hafa áhrif á mótun leiksins sem þeir spiluðu gegnum fulltrúalýðræði sem væri einstakt. Fyrst um sinn var kosið til ráðsins á 6 mánaða fresti, en nú er kjörtímabil kjörina fulltrúa 12 mánuðir og því kostið árlega. Umfangsmikil kosningabarátta er í kringum hverjar kosningar þar sem frambjóðendur kynna sig og stefnumál sín.

Unnið að viðbót við tölvuleikinn EVE Online.

Fanfest hátíðin EVE Fanfest er árleg hátíð og ráðstefna CCP sem dregur hingað til lands mikinn fjölda spilara EVE Online, fjölmiðlafólk og starfsmenn tölvuleikjaiðnaðarins. Hátíðin var fyrst haldin 2004 og hefur síðan vaxið og eflst með hverju árinu. Hátíðin þjónar margvíslegum tilgangi fyrir CCP og samfélag EVE Online spilara. Leikmenn sem sumir hverjir hafa aldrei hist í raunheimum koma þá saman í Reykjavík, allstaðar að úr veröldinni, fagna og ráða ráðum sínum. Svarnir óvinir í leiknum fallast t.d. í faðma á börum borgarinnar og hið lýðræðislega kjörna CSM ráð leikmanna fundar. Samstarfsaðilar CCP, blaðamenn og starfsmenn úr tölvuleikja- og afþreyingariðnaðinum koma jafnframt á hátíðina til að fræðast fyrstir allra um framtíðaráætlanir fyrirtækisins, sem venja er að svipta hulunni af á Fanfest. Eftir farsæl ár í Laugardalshöll færði hátíðin sig yfir í Hörpu í mars árið 2011 og var þá stærsti viðburðurinn sem farið hafði fram í þessu glæsilega tónlistar- og ráðstefnuhúsi. Síðustu ár hafa vel yfir þúsund erlendir gestir sótt hátíðina heim auk mikils fjölda innlendra gesta og tugþúsunda sem fylgjast með beinni útsendingu frá hátíðinni gegnum sjónvarpsstöð CCP, EVE TV, á netinu. Dagskrá Fanfest er fjölbreytt og samanstendur m.a. af sýningum, pallborðsumræðum, fyrirlestrum og ýmsum óvæntum uppákomum. Árið 2010 var t.a.m. keppt í Skákhnefaleikum hérlendis í fyrsta sinn á hátíðinni og árið 2011 kynnti CCP geimferðaráætlun sína, Skyward Sphere. Hátíðin hefur síðustu ár staðið í 3 daga og endað á laugardagskvöldi með stórri samkomu og tónleikum, Party at the Top of the World, þar sem ekkert er til sparað í að gera upplifun gesta sem skemmtilegasta.


154 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Elkem Ísland ehf.

V

www.elkem.is

erksmiðja Elkem á Íslandi er á Grundartanga við Hvalfjörð. Þar eru þrír ljósbogaofnar. Í ofnunum hvarfast kvars og járngrýti við kolefni og myndar kísilmálm blandaðan járni það er kísiljárn. Árið 1977 hófust framkvæmdir við verksmiðjuna á Grundartanga í samvinnu íslenska ríkisins og norska stórfyrirtækisins Elkem. Ýtt var úr vör með byggingu tveggja ofna og var sá fyrri tekinn í notkun árið 1979 en sá síðari ári seinna. Þriðji ofninn og sá stærsti var tekinn í notkun árið 1999. Þegar fram liðu stundir urðu nokkrar breytingar á eignarhaldinu og um tíma var félagið skráð á hlutabréfamarkað á Íslandi. Elkem eignaðist félagið að fullu árið 2003 og 2008 var nafni fyrirtækisins breytt í Elkem Ísland ehf. Eigandi Elkem Ísland ehf. er Elkem AS í Noregi sem síðan 2011 hefur verið í eigu China National Bluestar.

Fjölbreytni í framleiðslu

Kísiljárn - helsta afurð Elkem á Íslandi.

Meginafurð Elkem á Íslandi er kísiljárn eitt af undirstöðuhráefnum stáliðnaðarins. Það er ýmist notað til hreinsunar á stálinu eða sem blendiefni til þess að fá fram ákveðna eiginleika og hefur þannig umtalsverð áhrif á eiginleika og gæði stálsins. Elkem á Íslandi hefur lengst af framleitt hefðbundið kísiljárn. Á undanförnum árum hefur félagið hins vegar aukið vöruframboð sitt einkum með framleiðslu á hreinna kísiljárni og býður viðskiptavinum sínum sérhæfðari vöru og þjónustu en fyrr. Með auknu úrvali er komið til móts við nýjar þarfir og kröfur viðskiptavina auk þess að þjóna framsæknum markaði með verðmætari afurð. Framleiðsla verksmiðjunnar er að langstærstum hluta seld til annarra Evrópuríkja.

Fagmennska í fyrirrúmi Helstu hráefni til framleiðslu kísiljárns eru kvars, kol, koks, járnoxíð og timburkurl. Flest eru þau innflutt nema kurlið sem Sorpa framleiðir úr úrgangstimbri og kemur að hluta í stað innfluttra kola. Framleiðsla kurlsins byggir á þróunarsamstarfi við Sorpu og er ein umfangsmesta endurvinnsla á Íslandi. Elkem á Íslandi leggur áherslu á gott samband við birgja og gerir kröfu til þess að þeir búi yfir ríkum faglegum metnaði og séu samfélagslega ábyrgir. Til þess að koma til greina

Meðal fremstu fyrirtækja í sinni röð.


Iðnaður og orkumál | 155

Fagmennska í stóriðju snýst um sátt.

Örugg handtök.

sem birgjar fyrir Elkem Ísland verða fyrirtæki m.a. að hafa skýra sýn á öryggis-, heilsuog umhverfismál, búa yfir öflugu gæðastjórnunarkerfi og hafa metnað til þess að vera leiðandi á sínu sviði.

Sátt við umhverfi og náttúru Elkem á Íslandi leggur áherslu á að fagmennska í stóriðju snúist um sátt. Sátt á hnattræna vísu og sátt við samfélagið í kring. Sátt við stjórnvöld, viðskiptavini og starfsfólk. Sátt við lífríki náttúrunnar og það jafnvægi sem ávallt þarf að ríkja á milli nýtingar náttúruauðlinda til verðmætasköpunar og verndunar þeirra fyrir ágangi og eyðileggingu. Þessu markmiði er m.a. fylgt eftir með sérstakri umhverfisvöktun sem staðið hefur yfir um árabil. Vöktunin er í senn víðtæk og nákvæm og byggir á reglubundnum mælingum á helstu umhverfisþáttum svo sem loftgæðum, ferskvatni, gróðri, búfé, fjöru og sjávarlífi. Þá hófst nýverið umfangsmikið verkefni sem miðar að því að helminga allan úrgang sem fer til urðunar. Fyrirtækið hyggst ná því markmiði með aukinni endurnýtingu, endurvinnslu og með því að huga sérstaklega að lágmörkun umbúða við innkaup og rekstur. Elkem á Íslandi vinnur einnig að því að endurbæta allt utanumhald á efnum og geymslu þeirra. Verkefnið er liður í að búa fyrirtækið undir vottun umhverfisstjórnunarkerfis samkvæmt staðlinum ISO 14001.

Traustur vinnustaður Við hjá Elkem trúum því að upphaf allrar velgengni í rekstri grundvallist á starfsfólki. Þess vegna er mikil áhersla lögð á aðbúnað starfsfólks og öryggi þess ásamt sterkri fyrirtækjamenningu, þjálfun og fræðslu. Með stöðugri tækniþróun og breytingum á starfsaðferðum er nauðsynlegt að starfsmenn viðhaldi hæfni sinni og fái jafnframt tækifæri til að öðlast nýja þekkingu til að geta sinnt sem fjölbreyttustum störfum innan fyrirtækisins.

Flaggskip Elkem Eftir ríflega þrjátíu ára rekstur verksmiðjunnar á Grundartanga er Elkem á Íslandi stolt af því að vera á meðal flaggskipanna í flota Elkem. Með öryggi og fagmennsku að leiðarljósi leggur fyrirtækið mikilvægt lóð á vogarskálar sáttar um framleiðslu hágæða málmblendis fyrir heimsbyggðina alla.

Vakandi augu - alla leið.

Framleiðsla í stöðugri þróun.


156 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Fóðurverksmiðjan Laxá hf. www.laxa.is

F

óðurverksmiðjan Laxá hf framleiðir og selur fóður til fiskeldis á Íslandi og í Færeyjum. Staðsetning fóðurverksmiðjunnar er í Krossanesi á Akureyri og þar fer fram framleiðsla á fóðurpillum fyrir eldisfisk.

Saga

Fóðurverksmiðjan Laxá hf. var stofnuð í júní 1991 og var megin tilgangur félagsins að framleiða og selja hágæða fiskeldisfóður. Rekstur fóðurverksmiðjunnar í Krossanesi var yfirtekinn úr þrotabúi Ístess en verksmiðjan var reist árið 1985 í samstarfi við Skretting í Noregi. Verksmiðjan var endurbætt árið 2001 og síðan aftur árið 2011.

Eignaraðild og stjórn Fóðurverksmiðjan Laxá hf. er dótturfélag Síldarvinnslunnar hf. á Neskaupstað sem jafnframt er stærsti hluthafinn með 67% eignarhlut. Aðrir hluthafar eru 14 talsins og er Akureyrarbær þeirra stærstur með 21% eignarhlut. Í stjórn Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf. sitja: Jón Kjartan Jónsson sem stjórnarformaður, Gunnþór Ingvason fyrir hönd SVN og Dan Jens Brynjarsson fyrir hönd Akureyrarbæjar. Framkvæmdastjóri er Gunnar Örn Kristjánsson sjávarútvegsfræðingur og verksmiðjustjóri er Ómar Valgarðsson vélfræðingur. Almennir starfsmenn í verksmiðju eru 6 talsins og vinna m.a. við keyrslu vélbúnaðar, afgreiðslu, vörulager, innmötun, pökkun og gæðaeftirlit.

Framleiðsla Framleiðsla árið 2011 var 8.000 tonn og nam veltan tæpum 1,5 milljarði. Mest er framleitt af fóðri fyrir bleikju og lax en auk þess er framleitt fóður fyrir regnbogasilung, þorsk og flatfisk. Framleiddar eru fóðurpillur frá 1,8 mm til 12 mm en það er fyrir eldisfisk frá 10 gr og að sláturstærð. Auk þess að framleiða fóður er flutt inn og endurselt startfóður fyrir seiði og ýmiss konar búnaður til fiskeldis.


Iðnaður og orkumál | 157

Aðföng Uppistaða hráefna er innlent fiskimjöl og lýsi sem er um 60% af hráefnanotkun en önnur grunnhráefni eru hveiti, vítamín og litarefni fyrir laxfiska. Til að lækka kostnað eru notuð ódýrari hráefni m.a. soyamjöl, maísmjöl, hveitigluten, repjumjöl og repjuolía. Jurtahráefnin eru keypt frá Evrópu, S-Ameríku og Asíu en hráefni frá fjarlægari heimsálfum eru flutt í gegnum Rotterdam.

Starfsemin Framleiðslumagn hefur í gegnum árin verið mjög sveiflukennt og í takt við fiskeldi á Íslandi. Eftir að hafa aukið framleiðslumagn úr 2.000 tonnum árið 1999 upp í 10.000 tonn árið 2007 kom niðursveifla í fiskeldinu sem varð til að markaður innanlands fór niður undir 4.000 tonn árið 2009. Á undanförnum tveimur árum hefur verið uppsveifla í fiskeldi á Íslandi og samhliða því hefur framleiðslumagn aukist og stefnir í 11.000 tonn árið 2012. Áætlanir eru um áframhaldandi vöxt í innlendu fiskeldi og stefnir í að árið 2014 verði afkastageta verksmiðjunnar fullnýtt með 18.000 tonna framleiðslu. Umtalsvert af laxafóðri hefur verið flutt út til Færeyja á liðnum árum og er markmið hvers árs að selja að minnsta kosti 2.000 tonn á erlenda markaði. Einnig hefur verið selt lítilsháttar af þorskfóðri til Noregs síðustu árin. Verksmiðja Laxár er byggð á styrkum grunni frá Skretting og eru vélbúnaður verksmiðju og fagleg þekking í fóðurframleiðslu að stærstum hluta komin frá Noregi. Fóðurfræðingur er Dr. Jón Árnason sem er fyrrum starfsmaður hjá Skretting og starfar hann hjá Laxá samkvæmt þjónustusamningi þess efnis við MATÍS. Á undanförnum árum hefur vélbúnaður verið endurbættur og er verksmiðjan nú tæknilega vel búin til að fylgja framþróun í eldisgreininni.


158 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Framtak ehf. Framtak-blossi ehf. www.framtak.is Yfir 20 ára reynsla Véla- og skipaþjónustan Framtak var stofnuð árið 1988 og býr því yfir meira en 20 ára reynslu við að veita lipra þjónustu gagnvart skipaflota landsmanna í formi vélaviðgerða og vélastillinga með sérhæfðum tækjabúnaði ásamt renni- og stálsmíðavinnu. Síðustu árin hefur þó meginþungi verkefna, auk skipaþjónustunnar tengst orkufrekum iðnaði og þá helst við uppsetningar gufuaflsvirkjana, ásamt þjónustu og rekstri vetnisstöðvar. Aldamótaárið 2000 keypti V/S Framtak fyrirtækið Blossa en þessi eining er nú rekin undir nafninu Framtak–Blossi ehf. Með því bættist inn í reksturinn stærsta sérhæfða dieselverkstæði landsins. Undir lok ársins 2006 voru bæði fyrirtækin keypt af Stálsmiðjunni. Þar með sameinuðust tvö af stærstu málm- og véltæknifyrirtækjum landsins undir einni yfirstjórn með samnýtingu mannafla, húsnæðis og tækjabúnðar, þó svo að fyrirtækin haldi enn séreinkennum sínum sem sjálfstæðar rekstrareiningar

Starfsfólk með víðtæka þekkingu Stjórn og framkvæmdastjóri. Sitjandi frá vinstri Hilmar Kristinsson aðalmaður, Óskar Olgeirsson stjórnarformaður, Björn Steingrímsson aðalmaður. Standandi frá vinstri Páll Kristinsson varamaður, Bjarni Thoroddsen framkvæmdastjóri, Snorri Guðmundsson varamaður.

Í dag eru fyrirtækin rekin í 2.400 fm húsnæði að Vesturhrauni 1 í Garðabæ. Þar starfa u.þ.b. 75 manns að mestu vélfræðingar, vélvirkjar, rennismiðir og suðumenn með viðurkennd hæfnisvottorð. Starfsmenn viðhalda hæfni sinni og þekkingu með því að sækja reglulega námskeið í sínu fagi og uppfylla með því nauðsynlega gæðastaðla.

Dieselþjónusta Í aðsetri Framtaks-Blossa ehf. er rekið eina sérhæfða dieselverkstæði landsins. Þar er að mestu sinnt viðgerðum og endurbótum á eldsneytiskerfum og minni túrbínum. Fyrirtækið er með umboð og þjónustusamninga fyrir heimsþekkt vörumerki eins og Bosch, Denso og Delphi sem öll hafa verið í fararbroddi hvað varðar þróun á sviði dieseltækni og eldsneytiskerfa.

Varahlutaverslun og Sölu- og markaðsdeild Varahlutaverslun Framtaks-Blossa ehf. sinnir öllum vöruflokkum sem fyrirtækið hefur umboð fyrir en þar er sérstök áhersla lögð á eldsneytiskerfi, afgastúrbínur, startara og alternatora, auk sérpantana fyrir viðskiptavini. Sölu- og markaðsdeild er með umboð fyrir fjölmörg heimsþekkt fyrirtæki sem framleiða sérhæfðan búnað fyrir sjávarútveg og iðnað. Til þess að hafa biðtíma sem stystan á þeirri vöru sem ekki er til á lager er mikil rækt lögð við hraða og örugga þjónustu með góðum samböndum við erlenda birgja og flutningsaðila.

Skrifstofu- og smiðjuhúsnæði Framtaks ehf


Iðnaður og orkumál | 159

Friðrik Skúlasonwww.frisk.is ehf.

H

ugbúnaðarfyrirtækið Friðrik Skúlason ehf. var formlega stofnað í júní 1993 af hjónunum Friðriki Skúlasyni og Björgu M. Ólafsdóttur en starfsemi þess hófst í raun 1987. Fyrirtækið leggur áherslu á að framleiða vörur sem tryggja og bæta tölvuöryggi. Helstu vörur fyrirtækisins eru veiruvörnin F-PROT Antivirus eða Lykla-Pétur og AVES póstsía. Fyrirtækið sér einnig um dreifingu á ritvilluvörninni Púka og bauð upp á ættfræðiforritið Espólín. Púki og Espólín voru hönnuð af Friðriki Skúlasyni. Púki ritvilluvörn var lokaverkefni Friðriks í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og Espólín kom til vegna mikils ættfræðiáhuga hans. Fyrirtækið náði strax góðum árangri með veiruvörn sína og naut þess forskots að fá veiruleitarforrit voru á markaðnum fyrir. Ýmsar nýjungar í tölvuöryggi hafa verið settar fram af fyrirtækinu og má þar nefna notkun reglusafnaleita (e. heuristics) til veiruskannana, tækni sem flest allar veiruvarnir byggja á nú til dags.

Eigendur/stjórnendur: Friðrik Skúlason tölvunarfræðingur, yfirmaður tæknideildar og eigandi Björg M. Ólafsdóttir viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri og eigandi Aðsetur: Þverholti 18, 105 Reykjavík

Vöruúrval fyrirtækisins er í stöðugri þróun og nú má nálgast útgáfu veiruvarnarinnar á ýmsum tungumálum og fyrir margs konar stýrikerfi. Samstarf Friðriks Skúlasonar við Íslenska erfðagreiningu, sem byggði á vinnu Friðriks við Espólín, leiddi eins og þekkt er til ættfræðigrunnsins Íslendingabókar. Íslendingabók er eini grunnur sinnar tegundar í heiminum þar sem heil þjóð getur rakið saman ættir sínar. Sala fyrirtækisins hefur frá upphafi verið að stórum hluta á erlendum markaði. Veiruleitartæknin að baki veiruvörn fyrirtækisins hefur verið sérstaklega eftirsótt og hafa stórir aðilar erlendis frá nýtt sér tæknina til þess að setja í eigin vörur. Slík sala hefur ávallt verið mikilvægur hluti af erlendum viðskiptum. Erlend smásala hefur aukist á seinustu árum vegna sölu í gegnum vefinn. Helstu markaðir hafa verið N-Ameríka og Evrópa en nýir markaðir eru sífellt að bætast við. Friðrik Skúlason ehf. hefur lengi verið framarlega í nýtingu veraldarvefsins til sölu, markaðssetningar og þjónustu. Fyrirtækið var eitt af fyrstu fyrirtækjunum í heimi til þess að dreifa vörum sínum einungis á netinu strax árið 1989. Samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila eru að miklu leyti tölvuvædd og fara fyrst og fremst fram í gegnum tölvupóst og heimasíðu. Helstu tekjur fyrirtækisins koma erlendis frá en kostnaður felst að stærstum hluta í greiðslu fyrir gagnamagn sem flutt er til og frá landinu og launakostnaði. Þar sem tekjur og útgjöld eru ekki í sama gjaldmiðli, hafa gengissveiflur mikil áhrif á afkomu fyrirtækisins. Fyrirtækið er þó fjárhagslega sterkt og hefur verið rekið með hagnaði frá upphafi ef undan eru skildir nokkrir ársfjórðungar á árunum 2006-2007. Starfsmenn fyrirtækisins eru kjarni starfseminnar en hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði um 40 manns. Stór hluti starfsmanna vinnur að þróun vörunnar en grunnurinn að árangri fyrirtækisins liggur í hönnun hennar og tækni. Flestir starfsmenn eru á Íslandi en nokkrir eru búsettir erlendis. Í upphafi var fyrirtækið rekið frá heimili eigendanna en fékk fljótlega aðsetur í Tæknigarði Háskólans. Þaðan fór fyrirtækið í Þverholt og hefur verið þar síðan. Núverandi aðsetur er í Þverholti 18. Með auknum umsvifum stækkaði fyrirtækið og bætti við sig starfsmönnum og flutti í hentugra húsnæði. Stækkun hefur að mestu verið fjármögnuð með eigin fé. Vörur Friðriks Skúlasonar ehf. eru í stöðugri þróun í takt við örar breytingar á tölvuveirum og auknum hættum sem steðja að tölvuöryggi. Eigendur fyrirtækisins hafa verið ötulir baráttumenn þess að gagnaflutningar til og frá landinu verði tryggðir enda gríðarlega mikilvægir fyrirtæki sem treystir á að dreifa vörum sínum í gegnum netið. Eins skiptir stöðugur gjaldmiðill miklu máli til að treysta rekstrargrundvöll og auðvelda áætlanagerð lítils fyrirtækis sem lítur á allan heiminn sem sitt markaðssvæði. Hugbúnaðarhluti Friðriks Skúlasonar ehf. var seldur út úr fyrirtækinu á haustmánuðum 2012 til Commtouch Software Ltd. Eftir breytingar starfar fyrirtækið fyrst og fremst í rekstri fasteigna.


160 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

GT Tækni ehf.

E

www.gtt.is

Hluthafar GT-Tækni Elkem Ísland ehf. (47%) Meitill ehf. (53%)

ftir opnun járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga árið 1979 hefur svæðið notið blómlegrar atvinnuuppbyggingar þar sem ýmis tengd fyrirtæki hafa skotið rótum. Eitt þeirra er GT Tækni sem tekur að sér nýsmíði og fyrirbyggjandi viðhald með ýmsum tækjabúnaði á iðnaðarsvæðinu við Grundartanga og nágrenni. Að öðru leyti snýst starfsemin einnig um reglubundið eftirlit og bakvaktir ásamt efnissölu. Helstu viðskiptavinir eru Elkem Ísland, Klafi, Norðurál, Spölur og Faxaflóahafnir.

Vaxandi fyrirtæki á öflugu athafnasvæði Eftir að Íslenska járnblendifélagið á Grundartanga var selt til norska fyrirtækisins Elkem ASA var starfsemin stokkuð upp með það fyrir augum að auka hagræðingu og skerpa línurnar í allri kjarnastarfsemi. Í þessu skyni voru nokkur sjálfstæð fyrirtæki stofnuð í kringum afmarkaðar rekstrareiningar. Þannig breyttist Tæknideild Íslenska járnblendifélagsins í nýtt einkahlutafélag, GT Tækni, þar sem upphaflega störfuðu um 25 manns. Í réttu hlutfalli við aukinn vöxt og viðgang Grundartanga sem öflugs athafnasvæðis hefur fyrirtækið vaxið og dafnað að umfangi. Starfsemin fer nú fram í rúmlega 3.000 fm húsnæði. Í dag er starfsmannafjöldi GT Tækni um 80 manns sem að mestu eru bifvéla-, raf-, rafeinda- og vélvirkjar. Meginhlutinn af þessum mannskap býr að áratuga reynslu og kunnáttu á sínu sviði. Hafa ber í huga að aðstæður í málmbræðslum eru ólíkar hefðbundnum iðnaði og byggist sérþekking starfsfólksins ekki síst á að vinna í umhverfi þar sem ríkir t.d. mikill geislahiti og ryk ásamt fljótandi málmslettum. Þegar þetta er ritað er GT Tækni að vinna að innleiðingu á gæðakerfi samkvæmt ISO 9001: 2008 vottun. Markmiðið er að þróa fram öfluga gæðastýringu þar sem í senn er unnið að aukinni framleiðni og öruggara starfsumhverfi.

Starfsemin

Bolli Árnason, framkvæmdastjóri GT Tækni.

Farartækjaverkstæði GT Tækni.

Starfsemi GT Tækni er skipt upp í vel tækjavædd vélasvið og rafmagnssvið ásamt mikilvægum stoðdeildum farartækjaverkstæðis og efnissölu. Vélasvið: Rekstur véla- og járnsmíðaverkstæða ásamt framleiðslu á skauthólkum fyrir rafskaut. Unnið er í 2.500 fm húsnæði með 10 m lofthæð og tólf stórum aðkeyrsludyrum. Þar eru fyrir hendi fjórir brúkranar sem eru með 5 tonna lyftigetu hver. Rafmagnssvið: Rekstur rafmagns- og rafeindaverkstæðis. Starfsmenn búa bæði að A og B löggildingu og eru því færir um að fást ýmist við há- eða lágspennu sem t.d. hefur nýst vel í Hvalfjarðargöngunum. Athafnasvæðið á verkstæðum er upp á 115 fm og er þar til staðar einn stór brúkrani auk stórra aðkeyrsludyra. Farartækjaverkstæði: Viðgerðir á öllum farartækjum af hvaða tagi sem er hvort sem um er að ræða reiðhjól, bifreiðar eða vinnuvélar sem ná allt upp í 40 tonna lyftara. Starfsmenn búa t.d. að mikilli sérþekkingu á glussadrifnum skörungsbílum sem eru endursmíðaðir til að standast álagið og aðstæðurnar sem ríkja í nálægð við málmbræðsluofnana. Efnissala: Innkaup á vörum og endursala þeirra, sem og sala á eigin framleiðslu ásamt lagerumsjón. Einnig er á verksviðinu framleiðsla á háþrýstislöngum ásamt tengdum búnaði auk þjónustu varðandi verkfæra- og vélaleigu.


Iðnaður og orkumál | 161

F

Henson hf. www.henson.is

lestir þeir Íslendingar sem á undanförnum 40 árum hafa stundað íþróttir af einhverju tagi hafa örugglega einhvern tímann skrýðst fatnaði með vörumerkinu Henson. Í dag er þetta merki samnefnari fyrir einhverja rótgrónustu og ástsælustu fataframleiðslu landsins. Reksturinn hefur á löngum ferli gengið í gegnum ófáa öldudali en þó hefur fyrirtækið ávallt haldið virðingu sinni á meðal þjóðarinnar fyrir vandaða framleiðslu á íþróttafatnaði úr bestu fáanlegum hráefnum.

Íþróttafatnaður í 40 ár Heitið Henson er samsett úr nafni upphafsmanns og eiganda fyrirtækisins Halldórs Einarssonar (1947). Hann var rétt skriðinn yfir tvítugt þegar starfsemin hófst árið 1969 en á þeim tíma var framleiðsla á íþróttafatnaði í raun óplægður akur hér á landi. Fyrsta aðsetrið var að Lækjargötu 6b. Strax í upphafi eins og nú hafði Halldór umsjón með öllu framleiðsluferlinu og þar með talið innflutningi á hráefnum, hönnun sniða, niðursneiðingu og samsaumun ásamt sjálfri markaðssetningunni. Brátt urðu öll helstu íþróttafélög landsins að dyggum viðskiptavinum Henson. Með tímanum áttu aukin umsvif fyrirtæksins eftir að kalla á enn stærra athafnasvæði. 300 fm húsnæði að Sólvallagötu 9 var tekið í notkun árið 1974. Árið 1979 fluttist starfsemin í 800 fm húsnæði að Skipholti 37. Á níunda áratugnum hófst útibúavæðing fyrirtækisins en þá voru í nokkur ár starfræktar saumastofurnar Hensel á Selfossi og Hennes á Akranesi. Jákvæður hróður framleiðslunnar átti síðan eftir að berast út fyrir landsteinana og er helsti vitnisburðurinn framleiðsla fyrir þrjú Evrópumeistaralið; Aston Villa í knattspyrnu og CSKA Moskva og Spartak Kiev í handbolta. Við upphaf tíunda áratugarins lenti Henson í töluverðum rekstrarörðugleikum en náði þó að vinna sig út úr þeim. Á fyrstu árum hins nýja árþúsunds hófst á ný markaðssetning á hinu sígilda sniði Henson-íþróttagalla frá áttunda áratugnum. Gallarnir hafa náð einstakri hylli ekki síst á meðal ungra kvenna og selst grimmt í öllum helstu tískuvöruverslunum landsins. Upp frá þessu hefur upprisa Henson verið mjög farsæl og starfsemin algerlega náð fyrri styrk í sérframleiðslu fatnaðar fyrir öll stærstu íþróttafélög landsins.

Þau eru mörg handtökin.

Þjónusta, þekking og þægindi Í dag fer starfsemi Henson fer fram í vistlegu, eigin 1.100 m2 húsnæði að Brautarholti 24 og starfa þar um 25 manns. Framleiðslulínan er mjög fjölþætt og endurspeglar í raun umsvifamikið íþróttastarf hjá öllum aldurshópum á Íslandi. Engan skal undra að þar er boltaíþróttafatnaður hvað fyrirferðarmestur og þá fyrir knattspyrnu, hand- og körfubolta ásamt blaki. Einnig er um að ræða klæðnað sem hentar fyrir frjálsíþróttir, fimleika og líkamsrækt. Í hönnunarferlinu er mikil áhersla lögð á gæði og vöruvöndun hráefna og að úr þeim séu mótuð smekkleg snið sem klæða hvern einstakling vel. Útlit framleiðslunnar ræðst að mestu af hönnun Henson en oft er fyrirkomulagið unnið í samvinnu við hvern viðskiptavin fyrir sig. Einn helsti vaxtarbroddur þjónustunnar síðustu árin er svonefnd heilprentun en þar miðar hönnunin að því að hver flík sé prentuð í einni umferð í hvaða litum sem er ásamt öllum smáatriðum eins og félagsmerki, auglýsingum, númeri og nafni. Þægindin felast í að notandinn finnur ekki fyrir merkingunni og hún hvorki dofnar eða molnar eins og gjarnt er með silkiprentaðar flíkur. Samhliða kjarnastarfseminni framleiðir Henson einnig ýmsar fjáröflunarvörur eftir pöntun ásamt fjölbreyttum útfærslum af sérhæfðum fatnaði handa fyrirtækjum og félögum. Einnig eru fjöldamörg innflutningsfyrirtæki þjónustuð með silkiprentun og myndasaum. Þær vörur sem ekki standa undir framleiðslukostnaði innanhúss eru fluttar sérstaklega inn.

Eigendurnir, hjónin Halldór Einarsson og Esther Magnússon.


162 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

héðinn hf.

N

www.hedinn.is

íutíu ára saga Héðins er samofin nútímavæðingu atvinnulífsins. Þjónusta við útgerð og fiskvinnslu hefur ávallt verið þungamiðjan í starfsemi fyrirtækisins en jafnframt sinnir Héðinn fjölbreyttum öðrum verkefnum í málmiðnaði og véltækni fyrir sveitarfélög, stóriðju, orkuframleiðendur svo og önnur málmiðnaðarfyrirtæki. Stofnun Héðins stendur á gömlum merg í fyrsta iðnaðarhverfi Reykjavíkur þar sem Skúli Magnússon landfógeti staðsetti Innréttingarnar. Bjarni Þorsteinsson vélfræðingur og Markús Ívarsson vélstjóri stofnuðu Héðin árið 1922. Starfsmenn voru fjórir við stofnun og húsnæði smiðjunnar 60 fermetrar. Helstu verkefni voru smíði og viðhald véla og áhalda. Starfsemi Héðins jókst jafnt og þétt með tilkomu stálskipa og innleiðingu vélbúnaðar í fiskiskipum. Árið 1942 flutti fyrirtækið í Héðinshúsið við Seljaveg. Þar var starfsemin til 1989 en þá var flutt að Stórási 6 í Garðabæ. Árið 2008 flutti Héðinn í núverandi húsakynni að Gjáhellu 4 í Hafnarfirði. Fram að inngöngu í EFTA árið 1970 voru Íslendingar sjálfum sér nógir um flestalla iðnframleiðslu. Héðinn gerðist umsvifamikill framleiðandi ýmiss konar véla og tækja í kringum miðja öldina. Árið 1948 voru flestir starfsmenn hjá Héðni, eða 474 talsins.

Starfsemi Héðins Héðinn hf. er eitt stærsta fyrirtæki landsins í málmiðnaði og véltækni. Starfsmenn eru 120 talsins og nam velta fyrirtækisins þremur milljörðum króna árið 2010. Höfuðstöðvar Héðins eru í 6 þúsund fermetra húsnæði að Gjáhellu 4 í Hafnarfirði en að auki rekur Héðinn þjónustuverkstæði á Grundartanga. Jafnframt annast Héðinn verkefni fyrir fiskvinnslufyrirtæki og útgerðir í Noregi, Færeyjum og Skotlandi. Starfsemin skiptist í Tæknideild, Véladeild, Plötuverkstæði, Renniverkstæði, skipaþjónustu og sölu tækja og búnaðar frá Rolls-Royce Marine. Ennfremur annast Héðinn sölu og uppsetningu bílskúrs- og iðnaðarhurða. Guðmundur S. Sveinsson framkvæmdastjóri og Sverrir Sveinsson stjórnarformaður fyrir framan þjónustuverkstæði Héðins hf. á Grundartanga.

Eigendur og stjórnendur Héðinn hf. er í eigu nokkurra stjórnenda fyrirtækisins. Í hópi eigenda eru afkomendur Markúsar Ívarssonar, annars stofnanda Héðins. Sveinn Guðmundsson rennismiður og vélfræðingur tók við framkvæmdastjórn Héðins árið 1941 og stýrði fyrirtækinu farsællega í rúm 40 ár. Sverrir Sveinsson tók þá við forstjórastöðunni og síðar formennsku í stjórn þegar Guðmundur S. Sveinsson tók við framkvæmdastjórn. Aðrir stjórnendur eru Guðrún Jónsdóttir fjármálastjóri, Ingimar Bjarnason rekstrarstjóri smiðja, Rögnvaldur Einarsson yfirmaður Tæknideildar og Gunnar Pálsson yfirmaður þróunarmála.

Íslenskur sjávarútvegur og Héðinn hafa átt trygga samleið frá stofnun fyrirtækisins árið 1922. Hér er unnið með eimingartæki fyrir fiskimjölsverksmiðju.


Iðnaður og orkumál | 163

Véladeild Héðins sá um endurnýjun á öðrum rafal Steingrímsstöðvar í Soginu. Verkefnið tók sex mánuði og var um mikla nákvæmnisvinnu að ræða.

Viðfangsefni Héðinn býður viðskiptavinum sínum heildarlausnir á sviði málmiðnaðar og véltækni. Oftar en ekki hafa verkefni viðkomu í öllum deildum fyrirtækisins, þar sem mismunandi þáttum þeirra er sinnt. Getan til að bjóða heildarlausnir í stórum sem smáum málmtækniverkefnum skapar Héðni sérstöðu á sínu sviði hér á landi.

Stór hluti af starfsemi Héðins felst í viðhaldi og viðgerðum á vélbúnaði frá Rolls-Royce í íslenskum jafnt sem erlendum skipum.

Nokkur dæmi um viðfangsefni: • Útgerðir – viðgerðir á vélbúnaði, spilbúnaði, öxlum og tromlum; viðhald og nýsmíði. • Fiskimjölsverksmiðjur – nýsmíði, viðhald, endurbætur og þróunarstarf. • Fiskvinnslufyrirtæki – sniglar, tankar og lagnakerfi. • Álver og gufuaflsvirkjanir – verkumsjón, nýsmíði og viðhald. • Skipaþjónusta: Öll viðhalds- og viðgerðaþjónusta fyrir Rolls-Royce skip og búnað, sem Héðinn hefur umboð fyrir.

Starfsfólkið Hjá Héðni starfa rennismiðir, plötusmiðir, tæknifræðingar, vélvirkjar, vélstjórar, verkfræðingar, vélfræðingar, skrifstofufólk og tæknimenn. Það hefur verið gæfa Héðins að haldast ávallt vel á starfsfólki sem hefur skilað sér í mikilli þekkingu á högum viðskiptavina og getu til að tryggja þeim ávallt bestu þjónustu. Mörg dæmi eru um starfsmenn sem hafa starfað hjá Héðni í hálfa öld eða lengur. Héðinn leggur mikið upp úr góðu starfsumhverfi og að öryggi starfsmanna sé ávallt í fyrirrúmi. Í Gjáhellu 4 er gott mötuneyti, líkamsrækt og aðstaða fyrir starfsmenn til að hvíla sig í dagsins önn og dreifa huganum. Í gegnum tíðina hefur Héðinn tekið þúsundir nema í rennismíði, vélvirkjun, málmsuðu og plötusmíði.

Viðfangsefni Héðins eru afar fjölbreytt og snerta öll svið málmiðnaðar og véltækni. Myndin er úr ryðfrírri deild fyrirtækisins.


164 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

hs veitur hf. hs orka hf. www.hsveitur.is / www.hsorka.is

H Reykjanesvirkjun.

Vélfræðingur í orkuveri að störfum.

itaveita Suðurnesja (forveri HS Veitna hf. og HS Orku hf.) var stofnuð af sjö sveitarfélögum á Suðurnesjum, þ.e. Keflavík, Njarðvík, Hafnarhreppi (síðar Reykjanesbær við sameiningu þessara sveitarfélaga), Grindavík, Garði, Sandgerði og Vogum og íslenska ríkinu. Lög þessa efnis voru undirrituð af forseta Íslands 31. desember 1974. Tilgangur fyrirtækisins var að byggja jarðvarmavirkjun í Svartsengi og framleiða heitt vatn til húshitunar fyrir íbúa á Suðurnesjum. Orkuverið í Svartsengi er fyrsta jarðvarmavirkjun sinnar tegundar í heiminum þar sem samtvinnuð er framleiðsla á heitu vatni og rafmagni en fyrirtækið fékk leyfi til að setja upp tvo 1 MWe gufuhverfla til framleiðslu á rafmagni til eigin nota. Það var árið 1981 með tilkomu orkuvers 3 (6 MWe) að fyrirtækið hóf sölu á rafmagni út á landsnetið. Upphafsárin einkenndust af mikilli rannsóknar- og þróunarvinnu og framkvæmdum við byggingu orkuvera í Svartsengi, lagningu aðveituæða frá orkuverinu og lagningu dreifikerfa í sveitarfélögunum á Suðurnesjum. Grindavík var fyrst sveitarfélaga á svæðinu að fá heitt vatn frá Svartsengi og var félagsheimilið Festi tengt 6. nóvember 1976 fyrst allra húsa á Suðurnesjum. Orkuverið í Svartsengi hefur verið byggt upp í áföngum frá árunum 1975–2008.Uppsett afl í Svartsengi er 75 MWe og 150 MWt. Byrjað var á framkvæmdum við byggingu Reykjanesvirkjunar í júlí árið 2004. Framleiðsla hófst í maí 2006. Uppsett afl í Reykjanesvirkjun er 100 MWe. Þróun fyrirtækisins: 1974 Fyrirtækið stofnað 1985 Sameinast bæjarrafveitum á Suðurnesjum 2001 Fyrirtækinu breytt í hlutafélag með samruna við Rafveitu Hafnarfjarðar 2002 Sameining við Bæjarveitur Vestmannaeyja 2003 Sameining við vatnsveitu Reykjanesbæjar 2004 Sameining við rafveitu hluta Selfossveitna 2005 Sameining við vatnsveitu Gerðahrepps 2006 HS hf. tekur að sér umsjón með veitukerfum á Keflavíkurflugvelli við brotthvarf varnarliðsins og árið 2008 keypti HS hf. veitukerfin. 2008 HS hf. skipt upp í tvö aðskilin fyrirtæki þann 1. desember, HS Orku hf. sem sér um framleiðslu og sölu raforku og HS Veitur hf. sem sér um dreifingu raforku, sölu á heitu og köldu vatni.

Eigendur og stjórnendur Eignarhald á fyrirtækinu hefur breyst mikið frá stofnun þess 1974. Í upphafi árs 2007 var fyrirtækið eingöngu í eigu sveitarfélaga og ríkis. Eftir uppskiptingu á fyrirtækinu eru HS Veitur hf. í opinberri eigu eins og lög kveða á um en HS Orka hf. að stórum hluta til í eigu erlendra aðila. Eignarhald á HS Veitum hf. þann 1. júlí 2010 Reykjanesbær 66,74 % Orkuveita Reykjavíkur 16,58% Hafnarfjarðarbær 15,41% Grindavíkurbær 0,50% Sandgerðisbær 0,32% Sveitarfélagið Garður 0,32% Sveitarfélagið Vogar 0,09%


Iðnaður og orkumál | 165

Eignarhald á HS Orku hf. þann 1. júlí 2010 Magma Energy Sweeden A.B. 98,51% Reykjanesbær 0,65% Grindavíkurbær 0,44% Sveitarfélagið Garður 0,28% Sveitarfélagið Vogar 0,08% Forstjóri fyrirtækjanna er Júlíus Jónsson viðskiptafræðingur og aðstoðarforstjóri er Albert Albertsson verkfræðingur. Bilanaleit í rafdreifikerfi.

Viðskiptavinir og aðföng Fyrirtækið vinnur orku úr jarðhita sem Íslendingar eiga í ríkum mæli. Alls eru um 64.500 einstaklingar í viðskiptum með rafmagn en 25.500 með heitt vatn og ferskvatn. Afurðir fyrirtækisins eru m.a. rafmagn, heitt vatn, ferskvatn, jarðsjór seldur Bláa Lóninu, jarðhitagufa til iðnaðar og jarðhitakolsýra sem nýtt er til framleiðslu á eldsneyti.

Vinnulag og framleiðsluferli Orkuvinnslan er í stöðugri þróun og hefur verið svo frá byrjun. Bygging fyrsta orkuvers sinnar tegundar í heiminum þar sem samtvinnuð er framleiðsla á heitu vatni og rafmagni úr gríðarlega heitum söltum vökva kallaði á mikla rannsóknarvinnu og frumkvöðlastarf. Marga hluti í vinnsluferlinu þurfti að hanna og sérsmíða og verklagið þurfti að hanna allt frá borholu til vinnslu. Frá borholum kemur gufa og jarðsjór við háan þrýsting og er gufu-vökvablandan leidd inn í skiljustöð þar sem gufan er skilin frá vökvanum. Vökvinn er notaður til forhitunar á ferskvatni. Gufan er leidd frá skiljustöð inn á gufuhverfla til framleiðslu rafmagns og/eða inn á varmaskipta til hitunar og afloftunar á ferskvatni. Orkusnauð gufan sem frá gufuhverflunum kemur er kæld og henni umbreytt í vökva nefnt þéttivatn. Þéttivatninu er blandað í ákveðnum hlutföllum í jarðhitavökvann sem frá skiljunum kemur og er það gert til að hafa hemil á útfellingu steinefna úr jarðhita-vökvanum. Hluti vökvablöndunnar fer til Bláa Lónsins en um 50-60% blöndunnar er komið niður í jarðhitageyminn til þess m.a. að viðhalda þrýstingi í honum.

Svartsengi.

Skipulag, aðsetur, mannauður og starfsmannafjöldi HS Orka hf. og HS Veitur hf. eru sjálfstæð og óháð hlutafélög með sjálfstæðar stjórnir sem hafa engin innbyrðis tengsl. Hvoru fyrirtæki um sig er skipt upp í starfsdeildir. Fyrirtækin reka alls 6 starfsstöðvar og eru höfuðstöðvar þeirra að Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbæ. Í höfuðstöðvunum vinna um 65 starfsmenn annars vegar við stjórnun og skrifstofuhald og hins vegar við rekstur veitukerfanna og þjónustu við viðskiptavini félaganna. Við orkuverin tvö í Svartsengi og á Reykjanesi starfa um 25 sérhæfðir starfsmenn. HS Veitur hf. eiga og reka dreifikerfi rafmagns í Hafnarfirði, Álftanesi og hluta Garðabæjar og reka starfsstöð að Bæjarhrauni 14 í Hafnarfirði með um 20 starfsmönnum. HS Veitur hf. eiga og reka rafdreifikerfið í Árborg og er starfsstöð þar með 4 starfsmönnum á Austurvegi 67 Selfossi. HS Veitur hf. eiga og reka dreifikerfi hita-, ferskvatns- og rafveitu í Vestmannaeyjum. Í starfsstöð HS Veitna hf. að Tangagötu 1 í Vestmannaeyjum starfa um 20 starfsmenn. Mannauður fyrirtækisins er mikill og er meðalstarfsaldur starfsmanna fyrirtækjanna um 14,5 ár. Um 17% starfsmanna eru konur. Heildarfjöldi starfsmanna í apríl 2010 var 135.

Velta og hagnaður HS Orka hf. velti alls 7,0 milljörðum árið 2010 í samanburði við 6,2 milljarða árið 2009. Rekstrarhagnaður var 1,9 milljarður en heildarhagnaður ársins var 710 milljónir. HS Veitur hf. veltu alls 4,2 milljörðum árið 2010 í samanburði við 4 milljarða árið 2009. Hagnaður ársins nam 321 m.kr. en árið 2009 var tap upp á 250 m.kr.

Vél 12 í orkuveri 6 Svartsengi.


166 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

ÍSA stál ehf.

J

www.isastal.is

árnsmíðafyrirtækið ÍSA stál ehf. sérhæfir sig í smíði og uppsetningum á allri sérhönnun úr ryðfríu stáli, járni, áli og kopar, með sérstakri áherslu á stiga- og svalahandrið fyrir einbýlis- og fjölbýlishús og stærri byggingar, ásamt bruna- og hringstigum. Í gegnum tíðina hefur vandað orðspor fyrirtækisins farið víða og skilað sér í fjölþættum verkum fyrir marglitan hóp viðskiptavina. Stofnendur og núverandi eigendur eru hjónin Sigurður Jón Ragnarsson vélvirki og vélfræðingur og Erla Alexandersdóttir, tækniteiknari. Hjá fyrirtækinu eru að jafnaði sex fastir starfsmenn auk undirverktaka en fjöldi þeirra fer eftir umfangi verkefna hverju sinni.

Mótun starfseminnar ÍSA stál ehf. er formlega stofnað árið 1989. Eins og hjá ekta samhentu fjölskyldufyrirtæki tók starfsemin á sig mynd sem „íslenskur heimilisiðnaður“ í rúmgóðum 70 fm bílskúr við heimili þeirra Erlu og Sigurðar að Hlíðarhjalla 47 í Kópavogi. Fyrstu verkefnin fólust í smíði á parketjárnum fyrir gólflagningamenn ásamt uppháum kertastjökum, dráttarbeislum á bíla og fleiru. Reksturinn fór fram í bílskúrnum í sex ár eða fram til ársins 1995 þegar flutt var í núverandi húsnæði að Skemmuvegi 28 L. Upp frá því tóku umsvifin að aukast. Fyrsta stóra verkefnið var mikið og smekklegt gatajárns- og plötuvirki í innviðum Húsaskóla í Grafarvogi. Síðan varð þróunin sú að fyrirtækið tók að sérhæfa sig í slíku ásamt stiga- og svalahandriðum, soðnum saman í löngum einingum sveigjanlegs stáls.

Fjölþætt og forvitnileg verkefni með listræna taug Of langt mál er að telja upp öll þau verk sem ÍSA stál hefur leyst af hendi í gegnum árin. Helstu viðskiptavinir hafa verið opinberir aðilar, byggingaverktakar ásamt ýmsum fyrirtækjum úr kvikmynda- og auglýsingageiranum. Segja má að stærstu opinberu verkefnin hafi t.d. tengst framkvæmdum við Perluna, Alþingishúsið, Smáraturn og Orkuveituhúsið, en í síðastnefnda húsinu sá ÍSA stál t.d. um uppsetningu á athyglisverða umhverfislistaverkinu „Sameind“ þar sem frosið, rennandi og bullandi vatn er geymt í þremur aðskildum hólfum. Annað nærtækt dæmi er samsetning á athyglisverðu myndverki eftir Baltasar Samper, utan á vegg Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Efniviðurinn sækir innblástur sinn í norræna goðafræði, en hráefnið er svonefnt Korten-Stál, sem hefur þann eiginleika að ryðga án þess að tærast upp og því tekur áferðin sífelldum breytingum með tímanum. Athyglisverðasta og alkunnasta sérverkefni Ísa stáls verður þó að teljast grófsmíði eldflaugar Íþróttaálfsins í sjónvarpsþáttunum um Latabæ. Af þessu má ráða að persónulegt og alúðlegt handbragð er lykilinn að velgengni fyrirtækisins og kemur til með að fleyta því í gegnum viðsjárverða tíma í íslensku atvinnulífi.


Iðnaður og orkumál | 167

Í

ísaga ehf. www. aga.is

SAGA ehf. var stofnað árið 1919 til að framleiða acetýlengas fyrir vita landsins. AGA var fremst í þróun í ljóstækni fyrir vita. Af þeim sökum var AGA valið sem samstarfsaðili og hluthafi við stofnun fyrirtækisins. Fyrsti vitinn hafði verið reistur hér árið 1878 og fyrstu AGA vitarnir hérlendis voru reistir árið 1909. Fyrst á Öndverðarnesi og Reykjanesi og seinna sama ár á Langanesi. Árið 1910 var reistur viti í Dyrhólaey sem var nokkuð stærri og lýsti 16 sjómílur. Vitinn á Rifstanga (1911) var fyrsti vitinn með sólarloka. Gustaf Dalén, stofnandi AGA, fékk árið 1912 Nóbelsverðlaun í efnafræði fyrir „uppfinninguna á sjálfvirkri stjórnun á vitum og baujum með gassafnandi hylkjum“. Það vildi svo til að hann gat ekki tekið við verðlaununum þar sem hann lá helsjúkur eftir sprengingu þegar hann var að gera tilraun með acetýlenmassa. Lengst af var hlutabréfaeign AGA í ÍSAGA breytileg en 1991 eignaðist AGA meirihluta í félaginu eftir að hlutabréf í ÍSAGA voru boðin til sölu á alþjóðlegum markaði. Árið 1999 var AGA keypt af Linde frá Þýskalandi. Linde keypti seinna gasfyrirtækið BOC frá Bretlandi. Linde Group er eitt stærsta gasfyrirtæki heims með starfsemi í yfir 100 löndum og 47 þúsund starfsmenn. Carl von Linde stofnandi Linde fann árið1902 upp aðferð til að skilja andrúmsloft í frumefni sín. Sjö árum áður hafði hann fundið upp aðferð til að fá loft yfir á fljótandi form. Hann fékk einkaleyfi fyrir þá aðferð. ÍSAGA ehf. hefur aðsetur að Breiðhöfða í Reykjavík. Þar eru súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðja fyrirtækisins, áfyllingastöð, skrifstofa, verslun o.fl. Þess utan er ÍSAGA ehf. með 7 afgreiðslustaði víðsvegar um landið. Hjá fyrirtækinu starfa um 27 manns. Súrefnisverksmiðjan (ASU) í Reykjavík vinnur 800 m3/klst. af súrefni og köfnunarefni. Að Hæðarenda í Grímsnesi er koldíoxíðframleiðsla. Þar er koldíoxíð unnið úr jarðhitavatni. Aðrar lofttegundir sem ÍSAGA ehf. selur, eru innfluttar eins og t.d. glaðloft, argon, helíum, acetýlen og própan. Fyrirtækinu er skipt upp í tvö viðskiptasvið, iðnaðarsvið og heilbrigðissvið. Undir iðnaðarsvið fellur m.a. málmiðnaður, málmvinnsla og matvælaiðnaður. Notkun lofttegunda í málmiðnaði er t.a.m. í logsuðu og logskurði en helsti vöxtur er í hlífðargasi fyrir MIG/MAG og TIG suðu. Í málmvinnslu er hinsvegar notast við súrefni í sér útbúnum brennurum við bræðslu málma og síðan köfnunarefni og argon í ferlinum til þessa að halda súrefni frá bráðnum málminum í framleiðslunni. Lyfjalofttegundir eru að langmestu notaðar á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, læknastöðvum og tannlæknastofum. Súrefni er einnig notað í heimahúsum. Algengustu lyfjalofttegundir eru súrefni og glaðloft. Í matvælaiðnaði eru lofttegundir í auknum mæli notaðar til að varðveita gæði og ferskleika, bæði við vinnslu og pökkun. Köfnunarefni er notað til að leifturfrysta matvæli, aðallega kjöt og fisk. Kolsýra er notuð í drykkjarvörur, gosdrykki, vatn og bjór. Úr kolsýru er einnig búinn til snjór til að snöggkæla matvæli, einnig er hægt að nota hana til frystingar á sama hátt og með köfnunarefni. Þurrís er framleiddur úr kolsýru sem notaður er við flutning á matvælum og fleira.


168 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

íslenskar orkurannsóknir www.isor.is

Í

slenskar orkurannsóknir, ÍSOR, annast rannsóknir, ráðgjöf, þjónustu og kennslu á sviði jarðhita, grunnvatns og kolvetna í jörðu. Það felur meðal annars í sér jarðfræðikortlagningu, jarðeðlisfræðilegar mælingar, jarðefnafræðilegar rannsóknir, hönnun borholna og ráðgjöf við boranir. Einnig sinnir ÍSOR mælingum og mati á borholum og afköstum þeirra, mati á jarðhitaforða, stýringu jarðhitavinnslu, nýtingartækni jarðhita og umhverfisrannsóknum. Að auki tekur ÍSOR að sér ýmis sérverkefni, svo sem jarðfræðikortagerð og jarðfræðirannsóknir vegna mannvirkjagerðar, skriðufalla, jarðskjálfta og eldvirkni. ÍSOR hefur á tæplega sjötíu ára ferli sínum sínum sannað sig sem traust og virt rannsóknarstofnun, jafnt hér á landi sem erlendis. ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir nú undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Hlutverk ÍSOR skv. lögum er að vinna að verkefnum og rannsóknum á sviði náttúrufars, orkumála og annarra auðlindamála. ÍSOR starfar á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði og fær tekjur sínar alfarið með sölu rannsókna og þjónustu og með öflun rannsóknarstyrkja.

Saga ÍSOR Upphaf jarðhitarannsókna ÍSOR má rekja til ársins 1945 er Gunnar Böðvarsson vélaverkfræðingur kom frá námi í Þýskalandi í stríðslok. Hann var þá ráðinn til að sinna jarðhitarannsóknum hjá Rafmagnseftirliti ríkisins sem tveimur árum síðar varð að embætti raforkumálastjóra. Embættið hófst þá handa við að kanna jarðhita víða um land fyrir bæjar- og sveitarstjórnir. Rannsóknir hófust þá m.a. á Nesjavöllum og víðar um Hengilinn. Um áratug síðar var sérstök jarðhitadeild stofnuð innan embættisins undir stjórn Gunnars Böðvarssonar og sá hún alfarið um jarðhita- og iðnaðarrannsóknir. Gunnar lét af störfum árið 1964 og tók Guðmundur Pálmason eðlisverkfræðingur við af honum. Árið 1967 var embætti raforkumálastjóra breytt í Orkustofnun. Hlutverk stofnunarinnar var að veita stjórnvöldum ráðgjöf á sviði orkumála og sinna orkurannsóknum, einkum á sviði jarðhita og vatnsorku. Jafnhliða sinnti hún alhliða rannsóknum á sviði jarðvísinda og varð helsta jarðvísindastofnun landsins. Árið 1997 urðu gagngerar breytingar á skipulagi Orkustofnunar. Opinbert stjórnsýsluhlutverk stofnunarinnar var þá skilið frá framkvæmd rannsókna og sölu á ráðgjöf. Sett var á laggirnar sérstakt rannsóknasvið úr því sem áður var jarðhitadeild og hluti vatnsorkudeildar og varð Ólafur G. Flóvenz jarðeðlisfræðingur forstöðumaður þess. Rannsóknasviðið var gert að sjálfstæðri ríkisstofnun, Íslenskum orkurannsóknum, ÍSOR, þann 1. júlí 2003. Grundvöllur þessarar nýju stofnunar var traustur og fékk hún aukið svigrúm til að hasla sér völl í ráðgjafarþjónustu og rannsóknum í orkumálum og auðlinda- og náttúrufarsrannsóknum. Jarðfræðikort af Suðvesturlandi í mælikvarðanum 1:100 000, gefið út af ÍSOR árið 2010.


Iðnaður og orkumál | 169

Árangur starfs ÍSOR Mjög mikill árangur hefur orðið af starfi ÍSOR og forvera þess sem birtist í einstæðum árangri Íslendinga í nýtingu endurnýjanlegra orkulinda. Þannig hefur ÍSOR skapað hinn jarðvísindalega grunn að nýtingu jarðhita til raforkuframleiðslu og hitunar ýmiss konar. Um 27% af allri raforkuframleiðslu í landinu kemur frá jarðhita. Jarðhitinn hefur leitt til mun ódýrari orku til húshitunar en völ er á annars staðar í heiminum og sparar landsmönnum útgjöld sem skipta tugum milljarða króna á ári og er þá umhverfisávinningurinn ekki meðtalinn. Þótt jarðhitarannsóknir hafi verið meginstarf ÍSOR gegnir stofnunin veigamiklu hlutverki á sviði grunnvatns og auðlinda hafsbotns. Þannig er ÍSOR ráðgjafi flestra vatnsveitna landsins um öflun og nýtingu vatns og aðalvísindaráðgjafi íslenskra stjórnvalda í olíuleit í íslenskri efnahagslögsögu. Þá hefur ÍSOR lagt til hin vísindalegu rök í baráttu Íslands fyrir hafsbotnsréttindum utan 200 mílna efnahagslögsögunnar.

Erlend starfsemi ÍSOR hefur öðlast sess meðal virtustu jarðvísindastofnana heims með jarðhitaverkefnum sínum víðs vegar um heiminn. ÍSOR hefur unnið í margvíslegum verkum erlendis við rannsóknir, þróun og uppbyggingu á jarðhitasvæðum. Árið 2012 komu um 40% tekna ÍSOR frá útlöndum. ÍSOR hefur einkum starfað í Mið-Ameríku og Austur-Afríku en einnig nokkuð í Evrópu og Asíu. Árið 2009 opnaði ÍSOR skrifstofu í Chile með verkfræðistofunni Verkís og bundnar eru vonir við uppbyggingu jarðhitans þar. ÍSOR hefur tekið virkan þátt í alþjóðasamstarfi á sviði jarðvísinda. ÍSOR er m.a. aðili að EuroGeoSurvey sem er samstarfsvettvangur jarðfræðistofnana Evrópu og European Geothermal Energy Council (EGEC). ÍSOR er einnig þátttakandi í European Energy Research Alliance Geothermal Programme (EERA-GP), á fulltrúa í stjórn Alþjóðajarðhitasambandsins, í stjórnarnefnd og vinnuhópum International Partnership on Geothermal Technology, í stjórnarnefnd orkurannsókna hjá Evrópusambandinu og í jarðhitasamstarfi Alþjóðaorkustofnunarinnar (IEA). ÍSOR hefur alla tíð lagt metnað í að miðla af reynslu sinni og þekkingu. Vísindamenn fyrirtækisins hafa frá fyrsta starfsári Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (JHS) árið 1979 skipað meginhluta þess hóps sérfræðinga sem kennir við skólann. Fyrsta árið voru 2 nemendur við skólann en í árslok 2012 höfðu verið útskrifaðir 515 nemendur frá 53 löndum eftir 6 mánaða nám. Auk kennslu við Jarðhitaskólann hefur ÍSOR tekið þátt í að halda þjálfunarnámskeið og málstofur um allan heim þar sem vísindamenn viðkomandi lands fá kennslu í jarðhitafræðum og jarðhitatækni. Á Íslandi hefur ÍSOR kennt jarðhitafræði við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, REYST (Reykjavik Energy Graduate School of Sustainable Systems) og RES (The School for Renewable Energy Science).

Efnafræðingur við störf á Dalloljarðhitasvæðinu í rekbelti norðurhluta Eþíópíu.

Starfsfólk Hjá ÍSOR starfar öflugur hópur fólks sem á hálfri öld hefur byggt upp einstæða þekkingu á jarðhita, eðli hans og aðferðum til að nýta hann. Hjá ÍSOR starfa um 75 manns og eru 85% starfsmanna með háskólamenntun.

Aðsetur ÍSOR Aðalskrifstofa ÍSOR er að Grensásvegi 9 í Reykjavík. Útibú er rekið að Rangárvöllum á Akureyri.

Borholumælingar á Hellisheiði.


170 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

jarðboranir hf.

J

www.jardboranir.is

arðboranir hf. voru stofnaðar árið 1986, en fyrirtækið á rætur allt aftur til ársins 1945. Tilgangur félagsins hefur verið að nýta hinar miklu jarðhitaauðlindir Íslands. Fyrirtækið hefur starfað að ýmsum verkefnum tengdum jarðborunum frá stofnun en aðaláherslan hefur ávallt verið lögð á jarðhitaboranir, bæði í leit að lághita til húshitunar og háhita til rafmagnsframleiðslu. Önnur verkefni hafa meðal annars verið boranir eftir neysluvatni og rannsóknarboranir í tengslum við mannvirkjagerð. Alls liggja eftir fyrirtækið á áttunda þúsund borholur og á tímabilinu hafa Íslendingar orðið stærstu notendur jarðhitaorku í heiminum. Jarðboranir hófu starfsemi erlendis snemma á níunda áratugnum og fyrirtækið hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegri starfsemi frá 1990. Kippur kom í markaðssókn erlendis í kjölfar nær algjörs samdráttar á innlendum verkefnum þegar borverk á Íslandi stöðvuðust árið 2008 í kjölfar efnahagshruns. Hefur sú markaðssókn skilað fyrirtækinu verkefnum á fjarlægum mörkuðum svo sem á Nýja Sjálandi. Viðamikil endurnýjun á borum fyrirtækisins átti sér stað árin 2004-2007 en þá voru keyptir þrír nýir jarðborar. Frá þeim tíma hefur fyrirtækið verið enn betur í stakk búið til að taka að sér krefjandi verkefni víða um heim. Árið 2006 voru Jarðboranir teknar af markaði þegar Atorka yfirtók félagið, en bréf félagsins voru fyrst skráð á verðbréfaþingi í janúar 1993. Geysir Green Energy eignast svo fyrirtækið árið 2007. Miðengi, eignarhaldsfélag, eignast Jarðboranir í kjölfar þrenginga árið 2011. Árið 2012 stendur eigendahópurinn saman af Miðengi hf. 18% og SF III slhf., félagi í umsjón Stefnis hf., 82%. Jarðboranir hf. eiga dótturfélög um víða veröld þar sem erlend starfsemi krefst slíks. Stærsta dótturfélagið er Hekla Energy GmbH í Þýskalandi en í gegnum það félag hafa Jarðboranir stundað borrekstur víða á meginlandi Evrópu undanfarin ár. Hekla Energy hefur sérhæft sig í jarðvarmaleit á lághitasvæðum í álfunni. Stjórn félagsins skipa fimm menn og eru þeir kjörnir til eins árs í senn. Í stjórn Jarðborana árið 2012 eru: Baldvin Þorsteinsson stjórnarformaður, Gunnar Guðni Tryggvason, Rannveig Rist, Ólafur Jóhannesson og Ingvar Júlíusson. Forstjóri Jarðborana er Ágúst Torfi Hauksson.

Hlutverk, stefna og gildi Hlutverk Jarðborana er að styðja viðskiptavini sína í að finna og virkja auðlindir á hagkvæman, umhverfisvænan og öruggan hátt.


Iðnaður og orkumál | 171

Stefna Jarðborana er að vera leiðandi á sviði háhitaborana á markaðssvæðum félagsins og vera eftirsóttur samstarfsaðili viðskiptavina. Gildi Jarðborana eru áreiðanleiki, metnaður og sveigjanleiki.

Framtíðarsýn Framtíðarsýn Jarðborana er að nýta þekkingu starfsmanna, sterkt orðspor og fullkominn tækjabúnað til að vera leiðandi í jarðhitaleit á heimsvísu. Meginviðfangsefnið er og verður að skapa í sífellu ný tækifæri og vinna úr þeim á framsækinn og arðbæran hátt.

Starfssvið og þjónusta Jarðboranir hafa valið að sérhæfa sig í jarðhitaborunum, bæði á rannsóknar- og vinnslustigi. Fyrirtækið hefur einnig skapað sér sérstöðu með því að bjóða viðskiptavinum uppá heildarlausnir í borverki, allt frá efnisöflun til lúkningar. Með fulltingi þrautreyndra starfsmanna býður fyrirtækið sérsniðnar lausnir á jarðvarmaborunum um allan heim á samkeppnishæfu verði. Fyrirtækið tekur að sér hvers kyns rannsóknir á auðlindum jarðar og tekur virkan þátt í þróunarvinnu sem lýtur að vinnslu og nýtingu jarðvarmaorku.

Fagleg ráðgjöf Jarðboranir veita viðskiptavinum sínum faglega ráðgjafarþjónustu varðandi boranir. Ráðgjöfin miðar að því að tryggja hagkvæmustu lausnir og hámarks vinnugæði í vali á tækjakosti og borunaraðferðum sem henta hverju svæði. Jarðboranir eru félagar í IADC, Alþjóðasamtökum borverktaka og IGA, Alþjóða jarðhitasamtökunum.

Umhverfi og samfélag Jarðboranir leggja metnað sinn í að starfa í sátt við umhverfi og samfélag. Áhersla er á að starfsemi fyrirtækisins hafi sem minnst áhrif á umhverfi, meðal annars með notkun hreinna orkugjafa þar sem því er við komið. Öryggismál starfsmanna eru forgangsmál Jarðborana. Jarðboranir starfa eftir ISO 9001 vottuðu gæðakerfi, ISO 14001 vottuðum umhverfisstjórnunarstaðli og ISO 18001 vottuðum öryggisstjórnunarstaðli. Það er markmið félagsins að áherslan á umhverfisstjórnun muni skila ríkulegum árangri þegar til lengri tíma er litið.


Copyright: mehmetcan


Iðnaður og orkumál | 173

Í

Vélsmiðjan Logiwww. ehf. logiehf.is

tæpa sex áratugi hefur Vélsmiðjan Logi ehf. verið einn rótgrónasti vinnuveitandi Patreksfjarðar en þar reiðir nær öll afkoma byggðarlagsins sig á sjávarútveg. Meginhlutverk fyrirtækisins er að veita útgerðar- og verktakafyrirtækjum á svæðinu nauðsynlega þjónustu í almennum skipa- og vélaviðgerðum ásamt tilfallandi viðhaldsvinnu. Meðfram því hefur farið fram ýmis sérsmíði og uppsetningarvinna fyrir ýmis sveitarfélög og opinberar stofnanir eins og Orkubú Vestfjarða og Vegagerðina. Þá er starfsemi N1 verslunar á Patreksfirði í höndum Vélsmiðjunnar Loga. Þar eru fyrirliggjandi fjölmargir og sérhæfðir vöruflokkar sem tengjast ýmsum atvinnugreinum á einn eða annan hátt og að auki er í boði breið lína af olíu- og hreinsivörum ásamt hlífðarfatnaði. Rekstur verslunarinnar hefur verið í mikill sókn á undanförnum árum enda þar verið að þjóna dyggum viðskiptavinum á víðfeðmu svæði. Unnið er eftir þeirri meginreglu að starfsemi fyrirtækisins móti sig ávallt að þörfum viðskiptavina hverju sinni.

Upphaf og framgangur starfseminnar Vélsmiðjan Logi var stofnuð sem hlutafélag árið 1955. Helsti hvatamaður að stofnun þess var Sæmundur Kristjánsson vélsmiður fæddur á Brekkuvöllum við Barðaströnd árið 1924. Aðrir hlutahafar ásamt honum voru Friðgeir Guðmundsson, Snorri Gunnlaugsson, Hlynur Ingimarsson, Þórður Helgason og Bogi Þórðarson kaupfélagsstjóri fyrir hönd Kaupfélags Patreksfjarðar sem til langs tíma fór með stærstan hlut í fyrirtækinu. Andvirði stofnfjárins rann í byggingu húsnæðis að Aðalstræti 112 auk þess sem fjárfest var í nauðsynlegum búnaði til vélsmiðjureksturs. Með tímanum hefur húsnæðið verið stækkað og endurbætt, í réttu hlutfalli við aukið umfang verkefna og er í dag um 540 fm að stærð. Húsið sjálft hefur öðlast sess sem eitt af helstu kennileitum Patreksfjarðar enda staðsett á gamalgrónu og snyrtilegu svæði við sjávarsíðuna. Á fyrstu árum Vélsmiðjunnar Loga sinnti Friðgeir Guðmundsson starfi verkstjóra en síðar átti Sæmundur Kristjánsson eftir að taka að sér þær skyldur og sinna þeim fram til dauðadags árið 1991. Síðan þá hefur sonur hans Barði Sæmundsson stýrt starfseminni en hann fer líka með stærstan eignarhlut í fyrirtækinu. Þar starfa að jafnaði um átta manns. Hina löngu vegferð Vélsmiðjunnar Loga ber að þakka traustum starfsmönnum sem margir hverjir hafa unnið þar til fjölda ára. Haldgóð iðnmenntun er mikið lykilatriði en fyrirtækið hefur í gegnum tíðina útskrifað fjölda nema í verklegum hluta vélvirkjunar.

Viðgerðir, endurbætur og nýsmíði Þróunin er sífelld í veiðum og vinnslu á sjávarfangi. Vélsmiðjan Logi hefur ávallt lagt sérstaka rækt við að endurnýja reglulega tækjabúnað sinn og er vel í stakk búin til að mæta öllum mögulegum kröfum í viðgerðum t.d. á véla-, lagna-, glussa- og kælikerfum auk endurbótavinnu af ýmsu tagi. Þá sinnir fyrirtækið einnig fjölbreyttri nýsmíði úr hvaða málmtegundum sem er. Nærtækt dæmi um slíkt er framleiðsla netaborða með dráttarkarli, ásamt tengdum búnaði til notkunar við netaveiðar. Umfangsmesta verkefnið á síðustu árum hefur falist í uppsetningum á vélbúnaði auk viðgerðaþjónustu fyrir nýlega verksmiðju Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal en þar fer fram lífræn hráefnisvinnsla til ýmissa nota. Allar nánari upplýsingar um starfsemina má nálgast inni á heimasíðunni: www.logiehf.is


174 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

landsnet hf.

L

www.landsnet.is

andsnet var stofnað árið 2005 á grundvelli nýrra raforkulaga frá 2003. Meginhlutverk fyrirtækisins er að annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfisins. Landsnet starfar undir eftirliti Orkustofnunar og setur hún fyrirtækinu tekjuramma sem það miðar gjaldskrá sína við. Stefna Landsnets er arðsamur og skilvirkur rekstur, virk samkeppni, skilvirk stýring raforkukerfisins og hagkvæm uppbygging raforkuflutningskerfisins. Á árinu 2010 námu rekstrartekjur fyrirtækisins tæpum 13 milljörðum króna. Landsvirkjun er stærsti eignaraðili Landsnets með tæplega 65% hlut. Rafmagnsveitur ríkisins (RARIK) eiga tæplega 23 prósenta hlut, Orkuveita Reykjavíkur tæp 7% og Orkubú Vestfjarða 6%. Aðalstöðvar Landsnets eru að Gylfaflöt 9 í Reykjavík.

Stjórnun, skipulag og starfsfólk Þrír aðilar skipa stjórn Landsnets. Árið 2012 er stjórnin svo skipuð: Geir A. Gunnlaugsson formaður stjórnar, Ómar Benediktsson stjórnarmaður og Svana Helen Björnsdóttir stjórnarmaður. Framkvæmdastjórn á þessum tíma skipa: Þórður Guðmundsson forstjóri, Guðlaug Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjármála og Guðmundur Ingi Ásmundsson aðstoðarforstjóri. Landsnet skiptist í fjögur meginsvið auk skrifstofu forstjóra og stoðdeilda. Sviðin fjögur sem heyra öll beint undir forstjóra eru: Kerfisþróun, Framkvæmdir, Netrekstur og Kerfisstjórn og markaður. Stoðdeildir eru: Fjármál, Skrifstofuþjónusta og rekstur, Upplýsingatækni, Gæða- og umhverfismál og Öryggismál. Fastir starfsmenn eru um 100 talsins með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Unnið er að jafnlaunavottun fyrir fyrirtækið, jafnréttisáætlun liggur fyrir og unnið er að mótun fjölskyldustefnu. Auk fastra starfsmanna veitir fyrirtækið fjölmörgum nemendum á háskóla- og framhaldsskólastigi sumarvinnu. Háskólanemar fá störf á kjarnasviðum fyrirtækisins á sviði raforku auk starfa í fjármálum, upplýsingatækni o.fl. Framhaldsskólanemar fá vinnu við ýmis viðhaldsverkefni, umhirðu og uppgræðslustörf.

Viðskiptavinir, hagsmunaðilar og samstarfsaðilar Helstu viðskiptavinir Landsnets eru raf­ orkuframleiðendur, dreifingaraðilar raf­ orku, stórnotendur og sölufyrirtæki. Sem dæmi um viðskiptavini Landsnets á sviði raforkuvinnslu og dreifingar má nefna: HS Veitur, Landsvirkjun, HS Orku, Norðurorku, Orkubú Vestfjarða, Fallorku, Orkuveitu Reykjavíkur, RARIK, Orkusöluna og Rafveitu Reyðarfjarðar. Landsnet leitast við að veita hagsmunaðilum á raforkumarkaði aðgengi að eigin gögnum og upplýsingum sem Fljótsdalslína í Fljótsdal.

Ljósmynd Emil Þór


Iðnaður og orkumál | 175

tengjast framleiðslu og sölu raforku. Gætt er ýtrasta öryggis og upplýsingaleyndar til að tryggja frjálsa samkeppni. Ennfremur veitir fyrirtækið viðskiptavinum sínum og hagsmunaðilum á markaði hagnýtar upplýsingar um raforkuflutning og ástand raforkukerfisins á hverjum tíma. Þannig hafa viðskiptavinir Landsnets aðgang að gagnabönkum þar sem þeir geta sent inn áætlanir um komandi framleiðslu og fengið aðgengi að mældum gildum raforkuframleiðslu eða notkunar sinnar fyrir ákveðin tímabil. Þessi aðgangur er um viðskiptavef Landsnets.

Framkvæmdir Hjá Landsneti er unnið að margvíslegum framkvæmdum, m.a. til að uppfylla samninga um aukna raforkuflutninga. Meðal nýlegra framkvæmda sem lokið er má nefna stækkun tengivirkis á Rangárvöllum fyrir verksmiðju Becromal, lagningu Nesjavallalínu 2 sem tryggir afhendingaröryggi orku frá Nesjavallavirkjun inn á meginflutningskerfi Landsnets og léttir jafnframt álagi af Nesjavallalínu 1 og lagningu Bolungarvíkurlínu sem styttir tenginguna milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur um 4,5 km og eykur afhendingaröryggi raforku á norðanverðum Vestfjörðum. Einnig má nefna endurbætur á Lagarfosslínu og vinnu við nýtt tengivirki á Ásbrú í Reykjanesbæ en því er ætlað að þjóna nýju gagnaveri Verne á Ásbrú. Mörg verkefni eru í undirbúningi. Má þar nefna Suðvesturlínur – endurnýjun flutningskerfis á Reykjanesi, flutningsvirki vegna orkufreks iðnaðar á Norðausturlandi, Blöndulínu 3 sem styrkja mun flutningskerfi á Norðurlandi, auk verkefna við Búðarháls og Klafastaði. Það síðastnefnda varðar tengivirki Landsnets á Brennimel í Hvalfirði sem er einn af mikilvægustu afhendingarstöðunum í flutningskerfinu, en tveir stórnotendur eru tengdir við það, Norðurál og Íslenska járnblendifélagið.

Unnið við línumastur. Ljósmynd Emil Þór

Umhverfismál og samfélagsleg ábyrgð Það er stefna Landsnets að lágmarka óæskileg áhrif starfseminnar á umhverfið og styðja verkefni sem tengjast starfsemi fyrirtækisins og efla samfélagið. Fylgst er með umhverfisáhrifum rekstursins og gripið er til aðgerða ef þörf krefur. Landsnet leggur metnað sinn í að umgangast landið af virðingu, að forðast óþarfa rask og að taka tillit til náttúru og umhverfis í allri starfseminni. Lögð er áhersla á gott samkomulag við sveitarfélög, jarðeigendur og ábúendur þeirra jarða sem línur Landsnets liggja um. Landsnet leggur ýmsum samfélagsmálefnum lið. Helstu samfélagsverkefni fyrirtækisins liggja á sviðum ferðamennsku, landgræðslu og rannsókna. Sem dæmi hefur fyrirtækið unnið að uppgræðslu á örfoka svæðum í nágrenni raforkukerfisins og lagt ferðamennsku lið með lagningu línuslóða meðfram háspennulínum en sumir þessara slóða hafa opnað almenningi aðgengi að landsvæðum sem áður voru óaðgengileg nema kunnugum. Ennfremur hefur Landsnet styrkt rannsóknir á fornminjum og menningarminjum á hálendinu í tengslum við línuframkvæmdir. Meðal slíkra verkefna sem fyrirtækið hefur styrkt er rannsókn á fornleifum á Búðarárbakka í uppsveitum Árnessýslu.

Úr stjórnsal Landsnets. Ljósmynd Emil Þór

Hlutverk, framtíðarsýn og gildi Landsnets Hlutverk Landsnets samkvæmt raforkulögum er að reka flutningskerfi raforku og annast kerfisstjórnun. Fyrirtækinu ber að tryggja og viðhalda hæfni flutningskerfisins til lengri tíma og tryggja rekstraröryggi raforkukerfisins. Landsnet á einnig að sjá til þess að jafnvægi sé milli framboðs og eftirspurnar rafmagns á hverjum tíma og stuðla að virkri samkeppni á raforkumarkaði. Framtíðarsýn Landsnets er að vera ábyrgt og framsækið þjónustufyrirtæki með öfluga liðsheild, sterka samfélagsvitund og í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Gildi Landsnets eru: Áreiðanleiki, framsækni, hagsýni og virðing. Gildin taka mið af hlutverki og framtíðarsýn fyrirtækisins og starfsmönnum ber að hafa þau að leiðarljósi í öllum störfum sínum og athöfnum.


176 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

landsvirkjun

L

www.landsvirkjun.is

andsvirkjun er fyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem framleiðir rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsafli og jarðvarma. Landsvirkjun vinnur 73% allrar raforku í landinu og er stærsti raforkuframleiðandi á Íslandi. Um leið er fyrirtækið leiðandi í sjálfbærri nýtingu orkugjafa og stuðlar að aukinni þekkingu, nýsköpun og tækniþróun. Stefna fyrirtækisins byggir á grunngildunum framsækni, ráðdeild og traust. Samkvæmt þeirri stefnu er hlutverk Landsvirkjunar að hámarka arðsemi af þeim auðlindum sem fyrirtækinu er treyst fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Landsvirkjun er þekkingarfyrirtæki sem leggur mikla áherslu á nýsköpun og þróun ásamt stuðningi við vísindasamfélagið. Nýting nýrra endurnýjanlegra orkulinda er í sífelldri rannsókn en meðal þeirra eru aukið rennsli úr jöklum í miðlunarlón fyrirtækisins sökum hnattrænnar hlýnunar auk rannsókna á nýjum orkulindum svo sem möguleikum vindorku á Íslandi. Auk þess er Landsvirkjun að rannsaka beintengingu Íslands við evrópska raforkumarkaðinn með sæstreng. Landsvirkjun er eitt stærsta fyrirtæki landsins með um 350 starfsmenn og um 4,5 milljarða dala efnahagsreikning. Helstu viðskiptavinir Landsvirkjunar eru alþjóðleg stórfyrirtæki og íslenskar orkuveitur sem þjóna heimilum og fyrirtækjum.

Saga Landsvirkjunar Landsvirkjun var stofnuð þann 1. júní árið 1965 í þeim tilgangi að byggja og reka raforkuver sem gætu selt raforku til stóriðju og séð almennum markaði fyrir raforku á hagkvæmu verði. Fram að þeim tíma hafði rafvæðing á Íslandi verið rekin af ríki og sveitarfélögum og stóð rekstur veitufyrirtækja ekki undir nýframkvæmdum í orkumálum. Eiríkur Briem var fyrsti forstjóri fyrirtækisins og fyrsti orkusamningur hins nýja fyrirtækis var við svissneska álframleiðandann Alusuisse árið 1966.

Bygging fyrstu virkjana og breyting á eignarhaldi Við stofnun Landsvirkjunar var ráðist í byggingu Búrfellsvirkjunar. Lögð var áhersla á að fyrirtækið yrði sjálfstætt og óháð stjórnvöldum ásamt því að öruggt tekjuflæði yrði tryggt strax frá stofnun. Með það að markmiði lagði íslenska ríkið Sogsvirkjun inn í fyrirtækið en Sogsvirkjun var á þeim tíma stærsti raforkuframleiðandi landsins ásamt vatnsréttindum í Þjórsá og fleira. Á fyrstu árum fyrirtækisins og fram undir lok 8. áratugar 20. aldar byggði fyrirtækið þrjár virkjanir í Þjórsá og Tungnaá. Eftir að byggingu Búrfellsvirkjunar lauk árið 1972 var ráðist í Sigölduvirkjun og síðan Hrauneyjafossvirkjun sem hóf rekstur 1981. Á þessum fyrstu árum óx sala til álversins í Straumsvík og samið var um sölu á raforku til Járnblendifélagsins á Grundartanga. Halldór Jónatansson tók við sem annar forstjóri fyrirtækisins árið 1983. Sama ár eignaðist Akureyrarbær hlut í Landsvirkjun og áttu þá Reykjavík og Akureyri helming í fyrirtækinu á móti ríkinu (Reykjavík 45%, Akureyri 5% og ríkið 50%). Laxárvirkjun sem var í eigu Akureyringa og ríkisins var sameinuð Landsvirkjun á þessum tíma. Við þetta varð Landsvirkjun raforkufyrirtæki á landsvísu en fram að því var starfsemin bundin við Suður- og Vesturland. Árið 1986 keypti svo Landsvirkjun Kröflustöð af ríkinu.


Iðnaður og orkumál | 177

Aukin raforkusala Á árunum 1995-1996 voru gerðir samningar um aukin raforkukaup álversins í Straumsvík, Járnblendifélagsins og nýs álvers, Norðuráls, en allir þessir samningar voru gerðir á tæpu ári. Í hönd fór mikið uppbyggingatímabil hjá Landsvirkjun sem jók framleiðslu sína um 60% á fimm árum. Blöndu-, Búrfells- og Kröfluvirkjanir voru stækkaðar og byggðar virkjanir við Sultartanga og Vatnsfell. Friðrik Sophusson var ráðinn þriðji forstjóri Landsvirkjunar á miðju þessu uppbyggingartímabili árið 1999, sama ár og Sultartangavirkjun var tekin í notkun. Árið 2002 voru gerðir samningar um sölu á raforku til Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði og samfara þeim var hafist handa við byggingu Kárahnjúkavirkjunar sem lauk haustið 2008. Aflstöð virkjunarinnar, Fljótsdalsstöð, hóf vinnslu rafmagns í lok mars 2007. Kárahnjúkavirkjun er stærsta framkvæmd Landsvirkjunar og fól hún í sér 60% aukningu í raforkuframleiðslu fyrirtækisins.

Ný raforkulög og auknar fjárfestingar Miklar breytingar áttu sér stað með setningu nýrra raforkulaga árið 2003 sem fela í sér markaðsvæðingu raforkugeirans. Í aðdragandanum, þegar á árunum 2000-2002 hófu starfsmenn Landsvirkjunar undirbúning að þessari breytingu með gagngerri endurskoðun á stefnu, skipulagi og starfsháttum fyrirtækisins. Vinna þessi miðaði að því að nýta væntanlegar breytingar við markaðsvæðingu orkumála til vaxtar og bætts rekstrar. Fram fór gagngert endurmat á vinnubrögðum í rekstri raforkukerfisins, markaðsstaða fyrirtækisins var greind og mótað var nýtt skipulag fyrir alla starfsemina. Í kjölfar hinnar nýju lagasetningar varð flutningssvið fyrirtækisins að Landsneti, sjálfstæðu hlutafélagi og dótturfélagi Landsvirkjunar. Landsnet á og rekur flutningskerfi landsins og stýrir raforkukerfinu. Frá og með 1. janúar 2007 yfirtók ríkið eignarhlut Reykjavíkur og Akureyrar í Landsvirkjun sem varð þar með sameignarfélag í fullri eign ríkisins og á forræði fjármálaráðuneytisins. Þetta sama ár voru dótturfélögin Landsvirkjun Power og HydroKraft Invest einnig stofnuð. Hörður Arnarson tók við sem fjórði forstjóri fyrirtækisins árið 2009 og í kjölfarið voru nýjar áherslur kynntar sem miða að aukinni áherslu á arðsemi og rekstur Landsvirkjunar sem markaðsdrifins fyrirtækis.

Hafist handa við gerð Búðarhálsvirkjunar og fleiri viðskiptavinir bætast í hópinn Gerður var nýr orkusölusamningur við Alcan á Íslandi árið 2010 um afhendingu viðbótarorku til álvers í Straumsvík sem áformað var að meðal annars skyldi koma frá nýrri virkjun við Búðarháls. Framkvæmdir við Búðarháls hófust í byrjun árs 2011 en gert er ráð fyrir afhendingu orku úr Búðarhálsstöð í árslok 2013. Nýtt gagnaver Verne Holding á Suðurnesjum tók til starfa snemma árs 2012 en samið var um sölu orku til gagnaversins árið 2008. Landsvirkjun hefur rannsakað orkuvinnslu á Norðausturlandi um nokkurra ára skeið en áætlaðar framkvæmdir eru við allt að 90 MW virkjun í Bjarnarflagi og 90 MW virkjun á Þeistareykjum. Árið 2009 keypti fyrirtækið 32% hlut Norðurorku í Þeistareykjum ehf. árið 2009 og ári síðar 28,771% hlut Orkuveitu Húsavíkur og 4,0% hlut Þingeyjarsveitar í Þeistareykjum ehf. Á árinu 2011 var samið við verkfræðistofurnar Mannvit og Verkís um ráðgjafaþjónustu vegna fyrirhugaðra jarðhitavirkjana á Norðausturlandi. Í mars 2012 eignaðist Landsvirkjun Þeistareyki að fullu með kaup á hlut Atvinnueflingar Þingeyjarsveitar og Orkuveitu Húsavíkur.


178 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

launafl ehf.

Þ

www.launafl.is

egar undirbúningur að byggingu álvers ALCOA Fjarðaáls á Reyðarfirði hófst veltu Austfirðingar því fyrir sér hvernig tilkoma þess gæti komið austfirskum iðnfyrirtækjum til góða. Umræðan leiddi til þeirrar niðurstöðu að mikilvægt væri að heimafyrirtækin tækju annað hvort upp náið samstarf eða sameinuðust til að þau gætu ráðið við hin umfangsmiklu verkefni sem sinna þurfti í væntanlegu álveri. Hinn 6. júní árið 2006 (06.06.06) var Launafl ehf. stofnað og var stofnun félagsins bein afleiðing áðurnefndrar umræðu. Að Launafli stóðu í upphafi sex austfirsk fyrirtæki: G. Skúlason, Myllan, Rafey, Rafmagnsverkstæði Árna, Stjörnublástur og Vélgæði. Megintilgangurinn með stofnun Launafls var að koma á fót sterku austfirsku fyrirtæki sem hefði burði til að gera viðhaldssamning við ALCOA Fjarðaál. Markmið stofnenda Launafls náðist og var viðhaldssamningur gerður á milli félagsins og álversins hinn 30. mars 2007. Samningurinn var til sjö ára en unnt verður að framlengja hann um fimm ár ef báðir aðilar eru sáttir við hvernig til hefur tekist. Viðhaldssamningurinn felur í sér að Launafl á að annast viðhald allra farartækja álversins, rafveitukerfið að miklu leyti, húsakost og hreinsivirki ásamt því að annast rekstur aðalverkstæðis og kranaverkstæðis.

Frá regnhlífarfélagi til fyrirtækis með sjálfstæða starfsemi Í upphafi var Launafl hugsað sem regnhlífarfélag sem skyldi annast skipulagningu þeirra verkefna sem viðhaldssamningurinn fól í sér en ætlast var til að fyrirtækin sem stóðu að stofnun Launafls myndu leggja til starfsmenn og búnað til að sinna verkefnunum. Í fullu samræmi við þetta var verkefnastjóri ráðinn til Launafls í febrúarmánuði 2007 og var hann í fyrstu eini starfsmaðurinn. Þegar á reyndi kom í ljós að þetta fyrirkomulag gekk ekki upp og nauðsynlegt reyndist að ráða starfsmenn beint til Launafls og taka upp sjálfstæða starfsemi á vegum þess. Ráðinn var framkvæmdastjóri Launafls í júlímánuði 2007 og fjármálastjóri í ágúst 2008 auk iðnaðarmanna til að sinna þeim verkum sem fyrirtækið hafði tekið að sér. Þó svo að Launafl tæki upp sjálfstæða starfsemi hélt víðtæk samvinna við aðildarfélögin áfram og styðja félögin hvert annað með ýmsum hætti.

Fjölbreytt starfsemi og víðtæk fagþekking Eins og viðhaldssamningurinn gefur til kynna sinnir Launafl fjölþættri starfsemi og hefur innan sinna vébanda iðnaðar- og tæknimenn sem búa yfir víðtækri þekkingu. Á vegum fyrirtækisins eru starfrækt eftirtalin svið: -Vélaviðgerðir -Málmsmíði -Rafvirkjun -Farartækjaviðgerðir – ALCOA Fjarðaál -Bifreiðaverkstæði -Pípulagnir -Byggingastarfsemi -Verslun-lager -Tæknideild


Iðnaður og orkumál | 179 Þá er Launafl í tengslum við aðildarfélögin eins og fyrr segir auk austfirskra verktakafyrirtækja sem gerir fyrirtækinu kleift að bjóða í fjölþætt verk og bjóða upp á enn fjölbreyttari þjónustu en þá sem félagið veitir almennt. Fyrir utan þá starfsemi sem tengist viðhaldssamningnum við ALCOA Fjarðaál hefur Launafl lagt álverinu til sérhæfða framleiðslustarfsmenn sem gegnt hafa ýmsum störfum við álframleiðsluna.

Starfsmannafjöldi Eftir að tekin var upp sjálfstæð starfsemi á vegum Launafls fjölgaði starfsmönnum mjög hratt. Um mitt ár 2008 voru starfsmennirnir orðnir rúmlega 140 en á meðal þeirra voru á milli 70 og 80 sérhæfðir framleiðslustarfsmenn. Á árunum 2011-2012 hafa starfsmennirnir verið um 120 talsins. Sérhæfðum framleiðslustarfsmönnum hefur fækkað mikið og hafa að undanförnu einungis verið á bilinu 15-20 en iðnaðarmönnum og tæknimönnum hefur aftur á móti fjölgað verulega. Fyrir utan þessa 120 starfsmenn hafa gjarnan 20 til 30 starfsmenn undirverktaka starfað að verkefnum sem Launafl sinnir. Launafl hefur ávallt kappkostað að vera sveigjanlegt fyrirtæki og lagt áherslu á að geta brugðist skjótt við þegar viðskiptavinurinn hefur þurft á þjónustu að halda. Þannig hefur fyrirtækið sinnt ýmsum verkefnum sem ekki er getið sérstaklega um í viðhaldssamningnum við ALCOA Fjarðaál. Starfsmenn Launafls hafa verið búsettir víða á Austurlandi. Flestir koma frá Reyðarfirði en annars hafa starfsmenn komið af svæðinu frá Breiðdalsvík í suðri til Seyðisfjarðar í norðri.

Húsakostur og þróun starfseminnar Í febrúarmánuði 2008 festi Launafl kaup á húsnæði G. Skúlasonar að Óseyri 9 á Reyðarfirði. Í húsinu, sem er liðlega 1.000 fermetrar, var fullkomið vélaverkstæði og verslun. Allir starfsmenn G. Skúlasonar á Reyðarfirði fluttu sig þar með um set og gerðust starfsmenn Launafls. Að Óseyri 9 er rekin verslun-lager, trésmíðaverkstæði, rafmagnsverkstæði og blikksmiðja. Árið 2008 festi Launafl síðan kaup á öllum hlutabréfum í Rafmagnsverkstæði Árna á Reyðarfirði og var það sameinað starfsemi Launafls 1. september það ár. Öll hlutabréf í Vélgæðum á Fáskrúðsfirði voru síðan keypt í júlí 2008 og félagið sameinað Launafli frá 1. janúar 2009. Í árslok 2007 réðst Launafl í byggingu 1.300 fermetra atvinnuhúsnæðis á Hrauni 3 á álverssvæðinu. Fullkomið farartækjaverkstæði var tekið í notkun í því húsi í september 2008 og í október 2009 tók þar til starfa vel búið vélaverkstæði auk þess sem skrifstofum, starfsmannaaðstöðu og mötuneyti var þar haganlega komið fyrir. Árið 2011 festi síðan Launafl kaup á jarðhæðum Austurvegs 20 og Austurvegs 20a á Reyðarfirði og þar hófst rekstur bifreiðaverkstæðis í febrúar 2012. Vélar og tæki Fjarðablikks ehf. á Reyðarfirði voru keypt í byrjun árs 2012. Á árinu 2011 var svo komið að einungis þrjú félög áttu eignarhluti í Launafli. Þetta voru G. Skúlason, Rafey og Myllan-Stál og Vélar en síðastnefnda félagið festi kaup á eignum Myllunnar sem var eitt þeirra félaga sem stóð að stofnun Launafls eins og fyrr segir. Með tímanum hefur viðskiptavinum Launafls fjölgað. Fyrirtækið sinnir til dæmis verkum fyrir sveitarfélagið Fjarðabyggð, Eimskip, Vegagerðina, Olíudreifingu og Samskip svo nokkrir viðskiptavinir séu nefndir. Hið vel útbúna farartækjaverkstæði gerir Launafli kleift að þjóna vel öllum þeim fyrirtækjum sem reka bílaflota. Rafvirkjar Launafls starfa að raflögnum og rafmagnsviðgerðum í húsum auk þess sem gert er við heimilistæki á verkstæði félagsins. Þá er Launafl með umboð fyrir hinar þekktu Siemens rafmagnsvörur.

Mikil áhersla á gæða- og öryggismál Innan Launafls er mikil áhersla lögð á gæða- og öryggismál. ALCOA Fjarðaál gerir miklar öryggiskröfur og því er brýnt að öll fyrirtæki sem þjóna álverinu móti skýrar og fullnægjandi reglur á því sviði. Gæðamálin hafa einnig verið tekin föstum tökum hjá Launafli og hefur fyrirtækið fengið B-vottun samkvæmt gæðakerfi Samtaka iðnaðarins og stefnt er að því að fá A-vottun á næstkomandi hausti. Þegar A-vottun er fengin þarf litlu við að bæta til að öðlast ISO-vottun.

Launafl ehf. Stjórn: Eyjólfur Jóhannsson formaður Guðmundur Skúlason Hrafnkell Guðjónsson Jón Már Jónsson Unnar Elísson

Framkvæmdastjóri: Magnús Helgason Fjármálastjóri: Ásgeir Ásgeirsson Verkefnastjóri: Jörgen Hrafnkelsson Starfsmannastjóri: Adda Ólafsdóttir Gæðastjóri: Kenneth Svenningsen Öryggisstjóri: Ásgrímur Ásgrímsson


180 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Límtré Vírnet ehf.

R

www.limtrevirnet.is

ekja má sögu fyrirtækisins aftur til miðrar síðustu aldar, en fyrirtækið Vírnet var stofnað í Borgarnesi þann 5. febrúar 1956. Límtré hf. var stofnað á Flúðum þann 30. apríl 1982. Leiðir þessara tveggja rótgrónu fyrirtækja liggja síðan saman árið 2000 en þá keypti Límtré hf. alla hluti í Vírneti hf. og síðar á því ári var fyrirtækið Garðastál hf. í Garðabæ keypt, framleiðslutæki þess flutt í Borgarnes og það fyrirtæki sameinað Vírneti í lok þess árs. Fyrirtækin Límtré hf. og Vírnet Garðastál ehf. voru sameinuð að fullu í lok ársins 2004 er innlend starfsemi þeirra var sett undir einn hatt og varð þá til fyrirtækið Límtré Vírnet ehf., en erlend starfsemi Límtrés hf. var sett undir sérstakt félag. Á miðju ári 2006 kaupir BM Vallá hf. síðan fyrirtækin en í maí árið 2010 fór BM Vallá hf. í gjaldþrot og í beinu framhaldi af því endurreisti Landsbankinn félagið Límtré Vírnet ehf. með sömu starfsstöðvar og áður og sömu meginstarfsemi. Félagið var síðan selt til nýrra eigenda í lok ársins 2010. Vírnet hf. var stofnað í Borgarnesi árið 1956 og hóf feril sinn með framleiðslu nagla. Stofnendur Vírnets voru m.a. framámenn í sveitarfélaginu og kunnugir aðilar, s.s. Halldór E. Sigurðsson, þáv. sveitarstjóri og síðar alþingismaður og ráðherra, Þórður Pálmason, þáv. kaupfélagsstjóri KB, Loftur Einarsson, tollvörður í Borgarnesi, Hannes Guðmundsson, þáv. starfsmaður Utanríkisráðuneytisins og fleiri aðilar. Upphaflega höfðu þessi frumkvöðlar í hyggju að reka iðnað, aðallega framleiðslu á vírneti, gaddavír, vírlykkjum o.þ.h. Af þessu varð þó ekki þegar ljóst varð að húsnæði félagsins dygði ekki fyrir þann vélakost sem þyrfti til framleiðslunnar og ákveðið að ráðast fremur í naglaframleiðslu. Framleiðslan var fyrst til húsa í fyrrum veitingaskála í Brákarey, kallaður „Fúsa-skáli“. Árið 1965 var framleiðslan flutt í núverandi húsnæði að Borgarbraut 74, Borgarnesi. Framleiðslan í Borgarnesi hefur með tímanum breyst og vaxið, m.a. var árið 1978 byrjað að báruvalsa galvaníserað þakstál og fjárfest í framleiðslulínu fyrir þá starfsemi sem síðan leiddi af sér framleiðslu á lituðu klæðningarstáli frá árinu 1983. Límtré hf. var stofnað á Flúðum árið 1982 með það að markmiði að framleiða burðarvirki úr límtré. Að baki stofnunar félagsins stóðu fjögur sveitarfélög í uppsveitum Árnes-

Höfuðstöðvar og verksmiðja í Borgarnesi.


Iðnaður og orkumál | 181 sýslu ásamt fyrirtækjum og einstaklingum, undir forystu Guðmundar Magnússonar. Tilgangurinn var fyrst og fremst að skapa atvinnutækifæri fyrir vaxandi fjölda íbúa í uppsveitum Árnessýslu. Einnig var horft til þess að jarðhitinn á Flúðum gæti skapað fyrirtækinu bætta aðstöðu, þar sem þurrkun á hráefni var talinn mikilvægur hluti af framleiðslukostnaði. Félagið byggði verksmiðju á Flúðum og hófst framleiðsla á límtré um miðjan júní 1983. Árið 1985 var komið á fót sölu- og tæknideild í Reykjavík til hönnunar á burðarvirki límtrésins og sölu á framleiðslunni. Árið 1990 tók Límtré hf. þátt í stofnun einingaverksmiðju í Reykholti Yleiningu hf. með Sæplasti á Dalvík og fleirum, en Yleiningar voru síðan sameinaðar rekstrinum í lok árs 1995. Markhópur félaganna var nánast hinn sami og í kjölfar þessarar sameiningar var aukin áhersla lögð á að bjóða viðskiptavinum fyrirtækisins heildarlausnir sem enn er einn af styrkleikum Límtrés Vírnets.

Límtrés-burðarvirki.

Eigendur og stjórnendur Í ársbyrjun 2012 voru hluthafar í Límtré Vírneti ehf. 24 talsins. Fimm stærstu hluthafarnir voru með yfir 93% af heildarhlutafé í félaginu. Aðrir hluthafar, sem eiga þá samtals tæplega 7% eru 19 talsins og í þeim hópi eru einstaklingar og sveitarfélög af Suður- og Vesturlandi, ásamt stjórnendum í félaginu. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Stefán Logi Haraldsson en hann hóf störf hjá Vírneti hf. í ágúst 1999 og hefur síðan stýrt starfsemi Vírnets-hlutans í Borgarnesi og á Reykjavíkursvæðinu, en frá árinu 2004 einnig Límtrés-hlutanum á Suðurlandi og á Reykjavíkursvæðinu. Stefán Logi útskrifaðist með viðskiptapróf frá Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1981.

Viðskiptavinir og aðföng Framleiðsluvörur fyrirtækisins úr völsunardeild, saumdeild, blikksmiðju og endursölu eru að langmestu leyti markaðssettar og seldar í gegnum söluaðila á byggingavörum í landinu og eru BYKO og Húsasmiðjan stærstu sölu- og dreifingaraðilar á þessum vöruflokkum fyrirtækisins. Eitthvað er síðan um að einstaklingar og verktakar kaupi þessa framleiðsluvöru beint. Markaðssetning og sala þjónustudeildanna er mest bundin við Vesturlandið og stærstu viðskiptavinir þeirra deilda eru stóriðjufyrirtækin á Grundartanga ásamt fleirum. Hráefni framleiðsluvara, s.s. stál, ál og naglavír koma frá Evrópu og Asíu, en hráefni til límtrés-framleiðslu kemur eingöngu frá Skandinavíu (Svíþjóð og Noregi). Endursöluvörur fyrirtækisins koma að mestu leyti frá Evrópu en einnig frá Bandaríkjunum og Asíu.

Vinnulag og framleiðsluferli – Skipulag, gerð og sérstaða Í dag er Límtré Vírnet fyrirtæki sem býður upp á flest allt sem hinn almenna húsbyggjanda vantar, vörur frá nöglum til burðarvirkis og klæðningarefna, ásamt því að hanna og reisa heilu byggingarnar, allt eftir óskum viðskiptavina. Í Borgarnesi fer fram framleiðsla og sala á klæðningarstáli og áli, milliveggjastoðum og leiðurum, naglaframleiðsla og samsetning og uppsetning á bílskúrshurðum. Þjónustudeildirnar, blikksmiðja, járnsmiðja og rafmagnsverkstæði, styðja vel við framleiðslueiningarnar, með nýsmíði, viðhaldi og þjónustu. Á Flúðum er framleitt límtré í ýmsum stærðum og gerðum. Framleiddir eru bæði beinir bitar og bogabitar allt eftir óskum viðskiptavina. Í Reykholti í Biskupstungum eru framleiddar samlokueiningar bæði úrethan- og steinullareiningar. Í Víkurhvarfi í Kópavogi er tækniog byggingadeild fyrirtækisins, hluti af söludeild og lagerhald fyrir endursöluvörur. Þar fer fram hönnun og sala á öllu burðarvirki sem framleitt er á Flúðum og einingum frá Reykholti, ásamt sölu á einstökum vörum og vöruflokkum, s.s. loftræstivörum, þakdúk, þéttingum og festiefnum.

Aðsetur Starfsemi fyrirtækisins er á fjórum stöðum á suðvesturhorni landsins. Í Borgarnesi eru aðalstöðvar fyrirtækisins, á Flúðum er límtrésverksmiðja fyrirtækisins, í Reykholti Biskupstungum er einingaveksmiðja fyrirtækisins og starfsstöð fyrirtækisins á Stór-Reykjavíkursvæðinu er að Víkurhvarfi 8, Kópavogi.

Mannauður og starfsmannafjöldi Einn meginstyrkur fyrirtækisins hefur í gegnum tíðina verið lítil starfsmannavelta. Þar með hefur safnast upp mikil starfsreynsla og þekking innan fyrirtækisins sem mikil verðmæti eru fólgin í. Í maí 2012 voru fastráðnir starfsmenn fyrirtækisins um 68 talsins í ca. 66 stöðugildum. Skipting starfsmanna eftir starfsstöðvum er þannig að í Borgarnesi starfa 44, í Víkurhvarfi Kópavogi 11, á Flúðum 9 og í Reykholti Biskupstungum 4. Starfsaldur starfsmanna fyrirtækisins skiptist þannig að af 68 starfsmönnum hafa 49 starfað í yfir 5 ár, 35 í yfir 10 ár, 21 í yfir 15 ár, 14 í yfir 20 ár, 8 í yfir 25 ár, 3 starfsmenn hafa yfir 30 ára starfsaldur og þar af einn þeirra með um 50 ár.


182 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

marel hf.

M

www.marel.is

arel er almenningshlutafélag sem á rætur sínar að rekja til rannsóknarstarfs í Háskóla Íslands, þar sem unnið var að hönnun á pökkunarvog fyrir fiskframleiðendur. Fyrstu skrefin voru tekin undir lok áttunda áratugarins en árið 1983 var fyrirtækið Marel stofnað. Það var skráð í Kauphöll Íslands árið 1992 og er það félag sem á lengsta sögu á íslenskum hlutabréfamarkaði. Árið 2002 flutti Marel starfsemi sína í nýjar glæsilegar höfuðstöðvar í Garðabæ þar sem fyrirtækið starfar enn. Marel er nú í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands og er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Marel er alþjóðlegt fyrirtæki með tæplega 4.000 starfsmenn, skrifstofur og dótturfyrirtæki í yfir 30 löndum auk um 100 umboðsmanna og dreifingaraðila um allan heim. Mikið vaxtarskeið hófst með yfirtöku á erlendum fyrirækjum árið 2006, en þá töldu stjórnendur félagsins að samþjöppun yrði í greininni á heimsvísu. Eftir kaup á nokkrum framúrskarandi erlendum fyrirtækjum nær vöruframboð fyrirtækisins yfir allt framleiðsluferlið í matvælaframleiðslu, frá frumvinnslu hráefnis til pökkunar í neytendaumbúðir. Marel býður upp á mikið úrval háþróaðra tækja og hugbúnaðar allt frá frumvinnslu til lokaafurðar. Þá býður fyrirtækið upp á samþætt heildarkerfi sem henta á öllum helstu sviðum matvælavinnslu ásamt lausnum sem eru sérsniðnar að þörfum viðskiptavina. Með stöðuga nýsköpun að leiðarljósi hefur Marel vaxið úr sprotafyrirtæki í heimsleiðtoga á sínu sviði. Fyrirtækið leggur að meðaltali 5-6% af veltu í rannsóknar- og þróunarstarf á ári hverju sem er með því hæsta sem fyrirfinnst í greininni. Framsæknar tækja- og hugbúnaðarlausnir gera framleiðendum kleift að hámarka nýtingu, afköst og arðsemi. Frá upphafi hefur Marel lagt sérstaka áherslu á gæði og áreiðanleika en árið 1997 fékk fyrirtækið ISO 9001 vottun á gæðakerfi sínu fyrir vöruþróun, sölu, framleiðslu og þjónustu við viðskiptavini. Hjá Marel í Garðabæ starfa tæplega 500 manns. Mannauður er sá kraftur sem nýsköpun og vöruþróun fyrirtækisins byggist á. Marel vill laða til sín hæft og vel menntað starfsfólk sem hefur tækifæri til að þróast í starfi. Þekking starfsfólks í tækni- og raungreinum er mikilvæg fyrir Marel en engu að síður er fjölbreytni lykilatriði hjá fyrirtækinu. Stjórnendateymi Marels er alþjóðlegt og býr yfir mikilli reynslu á sínu sviði. Helstu stjórnendur eru Theo Hoen forstjóri, Sigsteinn P. Grétarsson aðstoðarforstjóri og Erik Kaman fjármálastjóri en allir eiga þeir langan starfsaldur hjá fyrirtækinu. Stærsti hluti starfsfólks Marels starfar hér á landi, í Hollandi, Bretlandi, Danmörku, og Bandaríkjunum.


Iรฐnaรฐur og orkumรกl | 183


184 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

maritech ehf.

S

www.maritech.is

Hrannar Erlingsson, framkvæmdastjóri Maritech.

ögu Maritech ehf. má rekja til þess að stofnað var sjálfstætt fyrirtæki út frá viðskiptalausnasviði TölvuMynda árið 1995. TM Software var stofnað á Íslandi árið 1986 af Friðriki Sigurðssyni sem var forstjóri félagsins til ársins 2006. Í upphafi hét félagið TölvuMyndir en nafninu var formlega breytt í TM Software í byrjun árs 2005. Hlutverk og markmið félagsins var að framkvæma fjölbreytt og flókin verkefni á sviði upplýsingatækninnar. Maritech sérhæfði sig upphaflega í sjávarútvegi en jók fljótt vöruúrval sitt og varð öflugt á sviði sjávarútvegs, sveitarfélaga og viðskiptalausna. Árið 2000 varð Maritech sjálfstætt starfandi dótturfélag og árið 2001 var Maritech orðið stærsta alþjóðlega hugbúnaðarveitan fyrir sjávarútveg með sameiningu við norskt fyrirtæki. Árið 2003 rak Maritech þrjú dótturfyrirtæki, Maritech ehf. á Íslandi, Maritech í Kanada og Maritech í Noregi ásamt því að eiga hlut í fleiri hugbúnaðarfyrirtækjum s.s. í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hjá Maritech samstæðunni störfuðu um 170 manns, þar af rúmlega 50 á Íslandi. Forstjóri móðurfélagsins Maritech International á þeim tíma var Halldór Lúðvígsson. Árið 2004 varð Maritech svo aftur hluti af TölvuMyndum og voru skrifstofur opnaðar í Hollandi, Þýskalandi, Chile, Bandaríkjunum, Noregi og Bretlandi. Árið 2007 var Maritech selt til Akva Group norsks fyrirtækis sem er skráð á hlutabréfamarkað í Osló. Í dag er Maritech einn stærsti söluaðili Microsoft Dynamics NAV á Íslandi og er í fararbroddi í upplýsingatækni með sérstaka áherslu á ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingu hugbúnaðar ásamt persónulegri þjónustu.

Eigendur og stjórnendur Eigendur Maritech eru Akva Group ASA sem stofnað var 1985 með höfuðstöðvar í Bryne í Noregi og rekur skrifstofur í 8 löndum. Stjórnendur Maritech ehf eru: • Hrannar Erlingsson, framkvæmdastjóri • Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu-& markaðssviðs • Sigríður Helga Hermannsdóttir, sviðsstjóri þróunarsviðs • Margrét Gunnlaugsdóttir, sviðsstjóri þjónustu- & ráðgjafasviðs • Stefán Torfi Höskuldsson, fagstjóri .Net lausna • Steinunn Ragna Hjartar, fjármálastjóri Starfsfólk Maritech er hvatt til að auka við þekkingu sína með vottunum frá Mircosoft og öðrum námskeiðum sem kunna að efla starf þeirra.

Viðskiptavinir og aðföng Viðskiptavinir Maritech eru á fimmta hundrað víðs vegar um heiminn: Í Evrópu, Asíu, Bandaríkjunum og Eyjaálfu. Maritech býður staðlaðar Microsoft Dynamics NAV lausnir auk fjölda sérlausna fyrir íslenskan og alþjóðlegan markað með sérhæfingu á sviðum fjármála, viðskiptagreindar, verslunar og þjónustu, sveitarfélaga, sjávarútvegs og flutninga. Meðal stærstu viðskiptavina Maritech má nefna: Össur, HB Granda, CCP, MBP, Globus, 365, Tassal, Hafnarfjarðarbæ, Securitas, Sanford o.fl.


Iðnaður og orkumál | 185

Vinnulag og framleiðsluferli Maritech leggur mikið upp úr þróun lausna og að fylgjast með nýjungum á markaðnum til að geta veitt viðskiptavinum sínum lausnir sem veita forskot í samkeppni. Maritech er vottaður Gullsamstarfsaðili Micro­soft en hefur einnig hlotið fjölda viðurkenninga fyrir framúrskarandi lausnir og þjónustu m.a. „Samstarfsaðili ársins hjá Microsoft á Íslandi“ sl. 2 ár og „Fyrirmyndarfyrirtæki VR“ um margra ára skeið.

Skipulag, gerð og sérstaða Starfsemi Maritech er skipt niður í 4 svið: Þróunarsvið, Þjónustu- & ráðgjafasvið, Sölu- & markaðssvið og Fjármálasvið sem hverju um sig er stjórnað af sviðsstjóra sem sér um daglegan rekstur og utanumhald verkefna sviðsins.

Maritech hefur aðsetur í Reykjavík í nýlegu og rúmgóðu húsnæði að Borgartúni 26.

Nútíminn og framtíðin Maritech er stöðugt og vaxandi fyrirtæki sem hefur það markmið að auka vörulínur og þjónustu til viðskiptavina með frekari þróun lausna sinna til að fylgja eftir hraðri breytingu í heimi hugbúnaðarlausna og auknum kröfum neytenda.

Aðsetur Maritech rekur í dag þrjár skrifstofur, tvær á Íslandi og eina í Kanada undir nafninu WiseDynamics: Ísland: Borgartún 26, 105 Reykjavík og Hafnarstræti 102, 600 Akureyri Kanada: 5251 Duke Street 606, Duke Tower, Scotia Square, Halifax, NS – B3J Kanada

Innan Maritech er einnig öflugur gönguhópur sem kallar sig Garpana.

Mannauður og starfsmannafjöldi Innan Maritech starfar öflugur hópur sérfræðinga með áralanga reynslu í Microsoft lausnum. Starfsfólk Maritech er um 80 talsins: 70 á Íslandi og 10 í Kanada. Hlutfall háskólamenntaðra er hátt og samanlögð reynsla í árum talið af Dynamics NAV hugbúnaði telur um 500 ár.

Starfsmannafélag og félagslíf Maritech rekur öflugt starfsmannafélag sem kallast Startech og skipuleggur fjölda viðburða allt árið um kring við góðar undirtektir starfsmanna. Árlegir viðburðir eru: Keilumót, spurningakeppni, furðuleikar og annað skemmtilegt. Innan Maritech er einnig öflugur gönguhópur sem kallar sig Garpana.

Endurmenntun og starfsmannastefna Stefna Maritech í endurmenntun er skýr, en starfsfólk er hvatt til að auka við þekkingu sína með vottunum frá Mircosoft og öðrum námskeiðum sem kunna að efla starf þeirra. Almennt er leitað eftir hæfu starfsfólki með rétta menntun og/eða bakgrunn í störf hjá Maritech en persónuleiki skiptir einnig miklu máli við val starfsmanna.

Velta og hagnaður Maritech veltir um milljarði á ári og hefur skilað hagnaði undanfarin ár.


186 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

miðás ehf.

M

www.brunas.is

iðás ehf. var stofnað á Egilsstöðum árið 1990 og eru höfuðstöðvar þess þar. Markmið félagsins er að þjóna innréttingamarkaðnum með ráðgjöf, sölu, smíði og uppsetningu á innréttingum undir vörumerkinu Brúnás-innréttingar. Brúnásinnréttingar sem eru þekktar fyrir hönnun, góða þjónustu og vandaða smíði, byggja orðstír sinn á mikilli reynslu og þekkingu fólksins sem kemur að vörunni á öllum stigum. Fyrirtækið leggur metnað sinn í að vera leiðandi á innréttingamarkaði varðandi nýjungar í hönnun og um leið bjóða vandaða vöru og þjónustu. Söluskrifstofur eru í Ármúla 17a í Reykjavík og Miðási 9 á Egilsstöðum þar sem veitt er þjónusta fagfólks við val á innréttingum. Verkstæðið er að Miðási 9 á Egilsstöðum, í 2.000 m2 húsnæði. Frá upphafi hefur stöðugt verið leitast við að endurnýja og uppfæra tækjabúnað á verkstæði til að mæta sífellt auknum kröfum varðandi afköst og gæði. Gengið er út frá því að viðskiptavinir fyrirtækisins, sem eru bæði einstaklingar og verktakar, meti gæði vöru og þjónustu með hliðsjón af því hvernig fyrirtækinu tekst að uppfylla væntingar þeirra og þarfir. Því er lögð áhersla á að vanda öll störf frá pöntun til uppsetningar. Hráefni til vinnslu þarf að uppfylla gæðakröfu fyrirtækisins fyrst og síðar verðkröfu og þess er gætt að vörur uppfylli kröfur um hollustuhætti. Vöruþróun fyrirtæksins byggist á því að fylgjast vel með breytingum er hafa áhrif á efnisval, liti og form og hefur það frá byrjun verið í samstarfi vð innanhússarkitektana Oddgeir Þórðarson og Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur (GO-FORM) sem hönnuðu Brúnás-innréttingar í upphafi og hafa þróað þær áfram í samstarfi við starfsfólk Miðáss. Miðás ehf. er einkahlutafélag með 3 hluthafa og 22,5 milljónir króna í hlutafé. Velta ársins 2010 var kr. 243 milljónir og starfsmenn 21. Framkvæmdastjóri frá 2005 er Jón Hávarður Jónsson.


Iðnaður og orkumál | 187

N

Naust Marine ehf. www.naust.is

aust Marine ehf. er leiðandi fyrirtæki í þróun og framleiðslu stjórnbúnaðar í fiskiskip. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í stjórnun rafknúinna togvinda og er nú einn helsti framleiðandi stýribúnaðar fyrir rafknúnar togvindur í heiminum. Fyrirtækið var stofnað árið 1993 upp úr fyrirtækinu Rafboða. Síðan þá hefur það vaxið jafnt og þétt og starfsemin orðið sífellt umfangsmeiri. Fyrsta kerfi fyrirtækisins og aðalframleiðsluvara til þessa er sjálfvirka togvindukerfið ATW CatchControl (Autamatic Trawl Winch). Kerfið hefur verið í þróun nokkurra stofnenda Naust Marine frá árinu 1971 þá innan Rafboða. Það var fyrst smíðað árið 1981 og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Skip sem nota ATW kerfið eru nú farin að nálgast hundrað og hefur ekkert annað fyrirtæki í heiminum framleitt stýribúnað fyrir rafknúnar togvindur í jafn mörg skip og Naust Marine. Auk ATW kerfisins framleiðir Naust Marine AUTO GEN kerfið sem stjórnar álagi og samræmir kraft rafala, rafdrifið vírastýri og sjálfvirk eftirlitskerfi fyrir iðnað. Þá veitir Naust Marine ráðgjöf og þjónustu varðandi rafbúnað í skipum og hönnun þeirra. Fyrirtækið hefur einnig milligöngu um sölu á rafölum og rafmagnsmótorum. Stefna Naust Marine er að framleiða og þróa búnað sem stuðlar að umhverfisvænni uppbyggingu í sjávarútvegi og iðnaði. Mikilvægur áfangi á þeirri leið er að rafknúnar vindur taki sem fyrst við af glussadrifnum vindum í allri nýsmíði skipa. Fyrirtækið skiptist í skipadeild, iðnstýrideild og verslun. Iðnstýrideildin sérhæfir sig í sjálfvirknilausnum fyrir iðnfyrirtæki og þjónar m.a. olíufélögum og fiskvinnslum. Þá selur verslun Naust Marine ýmsan iðnstýribúnað. Naust Marine rekur einnig söluskrifstofu í Seattle í Bandaríkjunum. Eigendur fyrirtækisins eru nokkrir lykilstarfsmenn ásamt hópi lítilla hluthafa. Framkvæmdastjóri er Bjarni Þór Gunnlaugsson tæknifræðingur. Frá árinu 2008 hefur Naust Marine verið í glæsilegu húsnæði fyrirtækisins við Miðhellu 4 í Hafnarfirði. Þar eru skrifstofur, verslun og verkstæði fyrirtækisins undir einu þaki. Starfsmenn eru um tuttugu, allir með langa reynslu að baki hver á sínu sviði. Á meðal starfsmanna eru m.a. tæknifræðingar, sérhæfðir rafvirkjar og skipstjórar. Helstu viðskiptavinir fyrirtækisins eru íslenskar og erlendar útgerðir, m.a. stór fyrirtæki í Hollandi, Rússlandi, Bandaríkjunum, Kína og Japan. Helstu birgjar eru Ibercisa, Ansaldo, Answer og Omron. Veltuaukning hefur verið 10-15% á milli ára.

Starfsmenn Naust Marine takast á við ólíkar aðstæður í störfum sínum enda má finna skip með búnaði frá fyrirtækinu í fimm heimsálfum.

Frá verkstæði Naust Marine.

Rafdrifið vírastýri frá Naust Marine.


188 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Norðurál ehf.

N

www.nordural.is

Höfnin við Grundartanga.

orðurál rekur álver á Grundartanga við Hvalfjörð auk þess sem það er með annað álver í smíðum við Helguvík í Garði og Reykjanesbæ. Norðurál er í eigu Century Aluminum sem er með höfuðstöðvar í Monterey í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Century Aluminum rekur tvö önnur álver og á helmingshlut í því þriðja. Norðurál er með starfsstöðvar á Grundartanga, í Reykjavík og í Helguvík. Fyrirtækið leggur áherslu á gott samstarf við hagsmunaaðila, þjónustufyrirtæki, opinbera aðila og nærliggjandi samfélag. Century Aluminum festi kaup á Norðuráli í apríl 2004 en áður var fyrirtækið dótturfyrirtæki Columbia Ventures Corporation (CVC) sem er með höfuðstöðvar í Vancouver, Washington í Bandaríkjunum og er í eigu Kenneth D. Peterson Jr. Árið 1995 ákvað CVC að reisa nýtt álver. Eftir að ýmsir möguleikar höfðu verið athugaðir var ákveðið að álverið yrði reist utan Bandaríkjanna. Í ágúst 1996 varð ljóst að Ísland væri besti kosturinn og var fyrsta skóflustungan að Norðuráli á Grundartanga tekin í apríl árið 1997. Aðeins 14 mánuðum síðar eða í júní 1998 var fyrsta kerið gangsett. Framleiðslugeta Norðuráls var í fyrsta áfanga 60.000 tonn á ári og sumarið 2001 var hún aukin í 90.000 tonn á ári með gangsetningu annars áfanga. Á árinu 2006 var framleiðslugetan aukin í 220 þúsund tonn og í 260 þúsund tonn árið 2007. Norðurál ehf. er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi og er stofnkostnaður þess um 900 milljónir Bandaríkjadala og brúttóársvelta um 500 milljónir dollara. Allir hagnast á notkun áls. Þeim mun meira sem notað er af áli í bíla, þeim mun léttari eru þeir, eyða minna bensíni og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar ál er endurunnið þarf til þess 95 prósent minni orku heldur en við frumvinnslu efnisins. Með Norðuráli eru Íslendingar að breyta hluta þeirrar miklu orku sem Ísland býr yfir í útflutningsverðmæti og að ýta undir vistvæna orkunotkun í heiminum.


Iðnaður og orkumál | 189

Norðurál er einn af stærstu vinnustöðum á Vesturlandi.

Fólkið Starfsmenn Norðuráls eru hornsteinn velgengni fyrirtækisins og grunnur þeirrar framtíðarsýnar að vera í fremstu röð álframleiðenda í heiminum. Stuðlað er að stöðugri framþróun fyrirtækisins og því að skapa umhverfi sem leiðir til framúrskarandi árangurs á öllum sviðum. Starfsmenn Norðuráls fá tækifæri til að nýta hæfileika sína og þekkingu í daglegu starfi og njóta til þess fulls stuðnings fyrirtækisins. Framúrskarandi árangur einkennir allt sem við tökum okkur fyrir hendur.

Kerskálar Framleiðsla á áli í álverinu á Grundartanga fer fram í fjórum kerskálum. Í kerskálunum eru samtals 520 ker með forbökuðum kolaskautum. Kerin eru lokuð og tengd reykhreinsivirki sem hreinsar útblástur frá þeim. Lokað þéttflæðikerfi flytur súrálið frá geymslusílói við höfnina til keranna í kerskálunum. Rafmagnið sem fer um raflausnina í kerunum veldur því að súrál klofnar í súrefni og hreint ál. Kolaskaut í kerunum eyða síðan súrefninu með bruna. Þessu ferli í kerunum er stjórnað með VAW ELAS tölvustýrðu stjórnkerfi. Í kerskálunum eru þjónustukranar sem þjóna kerunum. Kranarnir eru notaðir til að skipta um skaut, við áltöku og við áfyllingu álflúoríðs.

Það er stefna Norðuráls að starfsumhverfi jafnt sem ytra umhverfi verði eins heilnæmt og kostur er, með velferð starfsmanna, nágranna og náttúru í huga.


190 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Skautsmiðja Í hverju keri eru 20 skaut sem skipt er um á 28 daga fresti. Hvert nýtt skaut er um 1.000 kg en eyðist smám saman og að notkun lokinni eru eftir um 250 kg af skautleifum. Skautleifarnar eru fluttar í skautsmiðjuna þar sem þær eru hreinsaðar, brotnar af skautgafflinum, muldar og sendar utan þar sem þær eru endurunnar sem hráefni í ný skaut. Síðan er nýtt skaut fest á skautgaffalinn og hefst þá ferlið á ný. Um 80% starfsmanna eru búsettir í nágrannasveitarfélögum.

Steypuferli Í hverju keri eru framleidd tæplega 1,4 tonn af áli á dag. Ál er tekið úr kerunum á hverjum degi og 960°C heitur málmurinn er fluttur í 8 tonna deiglum í steypuskálann. Þar er málminum safnað í steypuofna sem hver tekur um 60 tonn. Þegar málmurinn hefur náð kjörhitastigi fyrir steypu (720°C) er ofninum lyft og málmurinn rennur í steypumót og er steyptur í 22 kg hleifa. Hleifarnir eru síðan bundnir í stæður sem vega um 1 tonn og fluttir út á markað í gámum.

Öryggi og heilbrigði Hjá Norðuráli eru öryggi, slysavarnir, umhverfismál og heilbrigði starfsmanna forgangsatriði. Allir starfsmenn og verktakar eru upplýstir um skyldur sem varða heilsu þeirra og öryggi. Séð er til þess að allir fái næga fræðslu og þjálfun til að uppfylla þessar skyldur. Jafnframt er ætlast til þess að hver og einn leysi verk sín af hendi í samræmi við öryggiskröfur og sé ávallt hæfur til sinna starfa. Öryggi í starfi og árvekni gagnvart öryggi vinnufélaganna eru skilyrði til starfa hjá Norðuráli og forsenda góðs vinnuanda.

Öryggi í starfi og árvekni eru skilyrði til starfa hjá Norðuráli.

Markmið Norðuráls er að framleiða hágæða ál á samkeppnishæfan og sjálfbæran hátt.


Iðnaður og orkumál | 191

Norðurál er aðalstyrktaraðili Knattspyrnufélags ÍA. Samstarfið tekur til starfsemi allra knattspyrnuflokka kvenna, karla og barna innan vébanda félagsins.

Umhverfisstefna Norðuráls Það er stefna Norðuráls að starfsumhverfi jafnt sem ytra umhverfi verði eins heilnæmt og kostur er með velferð starfsmanna, nágranna og náttúrunnar að leiðarljósi. Tryggt er að varfærni í umhverfismálum verði eðlilegur þáttur í allri starfsemi og ákvarðanatöku. Með markvissri endurskoðun og sífelldum umbótum á starfseminni er ávallt stefnt að framúrskarandi árangri í umhverfismálum. Norðurál nýtir sér nýjustu tækni í mengunarvörnum með þeim árangri að losun efna frá álverinu er alls staðar vel undir þeim mörkum sem fyrirtækinu eru sett af íslenskum stjórnvöldum. Þetta hefur verið staðfest með umfangsmiklum rannsóknum óháðs aðila á ytra umhverfi verksmiðjunnar á Grundartanga. Norðurál stefnir að því að álver fyrirtækisins verði framúrskarandi á heimsmælikvarða sem allir, jafnt starfsmenn sem eigendur geta verið stoltir af. Í því skyni vill fyrirtækið gæta öryggis og velferðar starfsfólks og skapa því áhugaverð störf, ástunda ábyrga umhverfisvernd og leggja sitt af mörkum til íslensks efnahagslífs.

Starfshópurinn hefur fjölbreyttan bakgrunn hvað varðar menntun, reynslu og aldur.

Hagsýni, liðsheild og heilindi eru þau gildi sem Norðurál starfar eftir.


192 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Norðurorka hf.

S

www.no.is

aga Norðurorku hf. hefst með sögu forvera hennar, Vatnsveitu Akureyrar árið 1914, Rafveitu Akureyrar árið 1922 og Hitaveitu Akureyrar árið 1977. Árið 1986 voru stjórnir Vatnsveitu Akureyrar, Rafveitu Akureyrar og Hitaveitu Akureyrar sameinaðar í stjórn veitustofnana. Árið 1993 voru Hitaveita Akureyrar og Vatnsveita Akureyrar sameinaðar í Hita- og Vatnsveitu Akureyrar. Árið 2000 voru síðan Hitaog Vatnsveita Akureyrar og Rafveita Akureyrar sameinaðar. Hið nýja félag fékk nafnið Norðurorka og árið 2003 var því breytt í hlutafélag.

Hluthafar og stjórn Norðurorka er hlutafélag í eigu sex sveitarfélaga við Eyjafjörð: Akureyrar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar, Svalbarðsstrandarhrepps og Þingeyjarsveitar. Stjórn félagsins er kjörin á aðalfundi félagsins ár hvert en hana skipa (september 2012), Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður, Halla Björk Reynisdóttir varaformaður, Edward Hákon Huijbens ritari, Ásdís Elva Rögnvaldsdóttir og Njáll Trausti Friðbertsson.

Þjónustusvæði – vinnslusvæði Norðurorka hf. rekur hitaveitu og vatnsveitu í Hrísey, Hörgársveit, Akureyri, Eyjafjarðarsveit og á Svalbarðsströnd auk hitaveitu í Ólafsfirði, Grýtubakkahreppi og Þingeyjarsveit. Loks rekur Norðurorka hf. rafveitu á Akureyri. Vinnslusvæði vatnsveitu Norðurorku hf. eru í Hrísey, að Vöglum í Hörgárdal, Hesjuvallalindir í Hlíðarfjalli og Sellandslindir á Glerárdal, Grísarárlindir í Eyjafjarðarsveit og Halllandsból og Garðsvíkurlindir í Svalbarðsstrandarhreppi. Vinnslusvæði Norðurorku hf. fyrir hitaveitur félagsins eru í Garðsárdal og Laugarengi í Ólafsfirði, í Hrísey, á Arnarnesi og að Laugalandi á Þelamörk í Hörgársveit, á Glerárdal við Akureyri, á Laugalandi, Ytri-Tjörnum, Botni og Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit og Reykjum í Fnjóskadal. Norðurorka hf. hefur í samræmi við ákvæði raforkulaga aðskilið dreifingu rafmagns frá framleiðslu og sölu og því sér félagið eingöngu um dreifingu raforku á Akureyri.

Uppbygging og rekstur

Höfuðstöðvar Norðurorku hf. Rangárvöllum Akureyri.

Allt frá stofnun veitna Norðurorku hefur stöðugt verið unnið að uppbyggingu vinnslusvæða og nauðsynlegra dreifikerfa þeirra í samræmi við stækkun byggðar á Akureyri, en auk þess hafa hitaveita og vatnsveita stækkað til mikilla muna með því að veitur nágrannasveitarfélaga hafa runnið inn í veitur Norðurorku með sameiningu og eða kaupum á þeim. Þá hafa einnig komið til ný veitusvæði í Fnjóskadal og í Grýtubakkahreppi sem nýta jarðhitasvæðið að Reykjum í Fnjóskadal. Veitur sem runnið hafa inn í Norðurorku frá stofnun hennar eru Hitaveita Ólafsfjarðar, Hitaog vatnsveita Hríseyjar, Hita- og vatnsveita Eyjafjarðarsveitar og Hita- og vatnsveita Svalbarðsstrandarhrepps.


Iðnaður og orkumál | 193 Það sem einkennir reksturinn er ekki síst sú sérstaða að viðskiptavinurinn nýtir þjónustuna stöðugt allan sólarhringinn alla daga ársins. Öflug og traust kerfi eru forsenda þess að hægt sé að halda þjónustustiginu háu og að sem sjaldnast komi til þjónusturofs vegna viðhalds og bilana. Forsenda þess er öflugur hópur starfsmanna sem hefur yfir að ráða besta fáanlega tæknibúnaði til að sinna sínum störfum af nákvæmni og öryggi, jafnt í nýframkvæmdum og viðhaldi. Norðurorka hf. er með vottað gæðakerfi samkvæmt ÍST ISO 9001 staðlinum, þ.m.t. gæðaeftirlit vatnsveitu, GÁMES og öryggisstjórnunarkerfi rafveitu. Auk þess varð Norðurorka hf. fyrst veitufyrirtækja á Íslandi til þess að koma upp innra eftirlitskerfi sölumæla fyrir allar veitur fyrirtækisins. Þá hefur verið komið upp viðhaldsstjórnunarkerfi til þess að tryggja sem best rekstraröryggi fyrirtækisins með fyrirbyggjandi viðhaldi á öllum þáttum dreifikerfisins.

Stjórn Norðurorku 2012.

Aðsetur og skipulag Höfuðstöðvar Norðurorku eru við Rangárvelli á Akureyri þar sem öll meginstarfsemin er til húsa, þjónustuver, skrifstofur, teiknistofa, kerfisstjórn, verkstæði, lager, bifreiða- og tækjageymslur, mötuneyti o.s.frv. Öllum starfssvæðum fyrirtækisins er þjónað frá Akureyri. Félaginu er skipt í tvö megin rekstrarsvið, þjónustu- og fjármálasvið, sviðsstjóri Sigurður J. Sigurðsson og framkvæmdasvið, sviðsstjóri Stefán H. Steindórsson auk stoðsviðs sem nefnist þróun, forstöðumaður Baldur Dýrfjörð. Framangreindir yfirmenn ásamt forstjóra Helga Jóhannessyni mynda framkvæmdaráð félagsins. Þó svo að Norðurorka sé hlutafélag ber að hafa í huga að það hefur þá sérstöðu að öll meginstarfsemi þess fellur undir sérleyfisstarfsemi og er háð sérlögum þar að lútandi.

Markmið og framtíðarsýn Tilgangur Norðurorku hf. er rekstur rafveitu og dreifing á raforku, vinnsla, dreifing og sala á heitu vatni og neysluvatni. Þá stundar félagið nauðsynlegar rannsóknir og leit að nýtanlegum jarðvarma og neysluvatni til að mæta þörfum viðskiptavina á hverjum tíma. Einn af mikilvægustu þáttum í starfsemi félagsins er áætlanagerð og undirbúningur að þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins til framtíðar litið og öflun framtíðar vinnslusvæða fyrir heitt og kalt vatn. Með sama hætti þarf félagið reglulega að vinna að endurmati og endurhönnun á kerfum sínum að teknu tilliti til breytinga og stækkunar á þeim byggðarlögum sem félagið þjónar.

Mannauðsmál Starfsmenn Norðurorku eru 54 að tölu, 41 karl og 13 konur. Starfsmannavelta er mjög lítil og mikil og góð reynsla og þekking hefur því byggst upp og sérþekking á lausn þeirra verkefna sem reksturinn kallar á. Þá er ágæt breidd í menntun starfsfólks; rafvirkjar, rafiðnfræðingar, pípulagningamenn, vélstjórar, járniðnaðarmenn, tæknifræðingar, verkfræðingar, orku- og umhverfisfræðingur, lögfræðingur, tækniteiknari, bifreiðastjórar með vinnuvélaréttindi og meirapróf, auk fjölda starfsmanna sem með reynslu og sérhæfðum námskeiðum eru sérfræðingar hver á sínu sviði. Norðurorka hf. rekur í samstarfi við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar Norðurorkuskólann þar sem boðið er upp á sérhæfð námskeið fyrir starfsmannahópinn. Þá stendur starfsmönnum til boða árlegur styrkur frá fyrirtækinu til þess að sækja námskeið. Í starfsmannahandbók Norðurorku kemur fram starfsmannastefna og jafnréttisstefna félagsins auk kynningar á félaginu, gæðamálum, öryggismálum, starfsþróun, réttindum og skyldum, fræðslumálum, starfsmannafélaginu o.fl.

Efnahagur Norðurorka hf. gefur árlega út og birtir ársreikninga sína á heimasíðu sinni auk lögbundinna skila á þeim til fyrirtækjaskrár. Rekstur félagsins er stöðugur og staða félagsins mjög sterk. Eigiðfjárhlutfall er hátt (vel yfir 50% undanfarin ár) og vel hefur gengið að greiða niður skuldir félagsins þrátt fyrir efnahagsáfallið.


194 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Nýja kaffibrennslan ehf. www.kaffibrennslan.is

Á

miðju árinu 2000 sameinuðust tvö rótgróin iðnfyrirtæki, Kaffibrennsla Akureyrar og Ó. Johnson & Kaaber, og úr varð nýtt einkahlutafélag undir nafninu Nýja kaffibrennslan. Eftir það hafa orðið ýmsar eignarhaldsbreytingar en frá árinu 2004 hafa öll hlutabréf fyrirtækisins verið í höndum Ó. Johnson & Kaaber ehf. Verksmiðjuhluti starfseminnar er að öllu leyti starfræktur á Akureyri, en sölu og dreifingu er stýrt frá höfuðstöðvum Ó. Johnson & Kaaber í Reykjavík. Nýja kaffibrennslan er í dag umfangsmesta iðnfyrirtæki sinnar tegundar á landinu með ársframleiðslu upp á 400 tonn. Úr því myndast ótal kaffiafbrigði sem markaðssett eru ýmist undir vörumerkjunum Braga-, Kaaber- eða Rúbín. Hjá Nýju kaffibrennslunni starfa að jafnaði um 10 manns og meðaltalsvelta á ársgrundvelli er um 450 milljónir króna.

Sterkar rætur öflugs fyrirtækis Nýja kaffibrennslan er öflugt fyrirtæki með sterkar rætur sem eru samofnar iðnsögu Íslendinga. Eldri forverinn Ó. Johnson & Kaaber gangsetti sína fyrstu kaffibrennslu árið 1924, en hafði frá árinu 1906 staðið í innflutningi á kaffibæti. Höfuðstöðvar þess voru lengstum í stórhýsi við Sætún 8 í Reykjavík en verksmiðjuhlutinn flutti síðar upp á Tunguháls. Árið 1931 setti Stefán Árnason á laggirnar eigin kaffibrennslu á Akureyri en eftir að SÍS og KEA bættust við sem hluthafar árið 1936 var nafni fyrirtækisins breytt í Kaffibrennslu Akureyrar. Því var fundinn staður í byggingu uppi í Gili þar sem nú er starfrækt veitingahúsið Rub 23. Þaðan var síðan flutt árið 1957 í 1.200 fm verksmiðjuhús við Tryggvabraut á Gleráreyrum og þjónar það enn í dag mikilvægu hlutverki hjá Nýju kaffibrennslunni. Lengi vel ríkti mikil og hörð samkeppni á milli gömlu fyrirtækjanna um hylli neytenda. Slagurinn var stundum svæðisbundinn og fylktu menn sér að baki sínum framleiðendum eftir því hvar á landinu þeir voru búsettir. Þannig var Kaaberkaffið sjaldséð í hillum norðlenskra heimila, á meðan Bragakaffið sást varla fyrir sunnan. Með tímanum jókst þó umburðarlyndið á báða bóga. Eftir afnám innflutningstolla á níunda áratugnum tók ódýrt erlent kaffi að flæða inn á markaðinn og því þurfti að bregðast við af festu. Því fór svo að gömlu samkeppnisaðilarnir stilltu saman sína strengi, sameinaðir undir einu öflugu merki. Nýja kaffibrennslan byggir þannig á gömlum grunni með ferskum formerkjum sífelldrar vöruþróunar á sígildum kaffitegundum. Á allra síðustu árum hefur

Fyrsti munaðarvarningur Íslendinga Kaffi mun hafa verið einhver allra fyrsti munaðarvarningur sem við Íslendingar leyfðum okkur. Elstu heimildir má rekja til byrjunar 18. aldar þegar efnafólk af efri stigum tók að dreypa á rjúkandi sopanum og til eru frásagnir af heimóttarlegum alþingismönnum sem supu feimnir á þessum eðalvökva úr matskeið. Á 19. öld er kaffidrykkja búin að skjóta rótum á meðal almennings. Baunirnar voru innfluttar óunnar í sekkjum og sáu neytendur sjálfir um að brenna þær og mala t.d. í kaffikvörnum. Hér var þó um dýrt hráefni að ræða og því ýmsar aðferðir notaðar til þess að drýgja það, en þar má kannski helst nefna kaffibætinn svonefnda sem unninn var úr rót síkórí-jurtarinnar.


Iðnaður og orkumál | 195 fyrirtækið sótt fram með alls kyns nýjungar á neytendamarkaði t.d. með leigu á nýmóðins uppáhellingarvélum fyrir kaffistofur stofnana og fyrirtækja auk framboðs á allskyns tengdri sérvöru. Meginatriðið er þó að að halda háu þjónustustigi og gæðum alla leið inn í óráðna framtíðina þar sem nýjar efnahagsaðstæður hafa gert að verkum að framgangur íslensks iðnaðar er mikilvægari en nokkru sinni fyrr.

Flutningurinn Nýja kaffibrennslan fær sitt hráefni að mestu frá helstu kaffiræktarlöndum Mið- og Suður-Ameríku, en einnig er um að ræða innflutning frá Kenýa og Eþíópíu ásamt Indónesíu. Tilboða- og innkaupamálum er stýrt af danska fyrirtækinu Naf Trading en þar er Nýja kaffibrennslan hluthafi. Flutningsferlið frá ræktunarlandi til Íslands tekur um mánuð. Öllu hráefni er siglt til Rotterdam í Hollandi og þaðan er því skipað í gámaskip undir stjórn þarlenda fyrirtækisins Interland sem sér um að koma vörunni klakklaust til landsins. Áður en stórar sendingar fara af stað eru sendar prufur til brennslu og smökkunar hjá Nýju kaffibrennslunni og ef þær fullnægja settum kröfum eru gámarnir sendir af stað til Íslands. Um leið og sendingar eru komnar í hús fer sama brennslu- og smökkunarferli af stað og þannig tryggt að gæðin haldi sér alla leið.

Framleiðslan Framleiðsla Nýju kaffibrennslunnar fer fram í fullkomnum búnaði með fyrirtaks afkastagetu. Kaffibaunum er deilt niður eftir tegundum sem síðan er komið fyrir í ákveðnum sílóum. Þaðan tekur tölvustýrð brennsluvél við sem blandar og vigtar baunirnar eftir fyrirfram gefnum uppskriftum og brennir síðan yfir 200° C. Brennslan hefur úrslitavaldið um sjálft kaffibragðið og því lengur sem hún stendur yfir, því dekkra verður hráefnið. Að lokum er kaffinu síðan ýmist pakkað möluðu eða ómöluðu í loftskiptar umbúðir. Helsti aðall framleiðslunnar hjá Nýju kaffibrennslunni er vörulína Rúbín-kaffis sem blandað er samkvæmt kúnstarinnar reglum úr fjórum baunategundum sem koma frá Costa Rica, Kólumbíu, Brasilíu og Kenýa.

Leyndardómur Braga-kaffis Þegar Stefán Árnason gangsetti sína eigin kaffibrennslu á Akureyri árið 1931 voru afurðirnar settar á markað í ómerktum, brúnum bréfpokum. Árið 1936 var farið að merkja þessa poka sem Braga-kaffi, en hver sá Bragi var veit hinsvegar enginn með vissu. Til eru tvær kenningar um uppruna nafnsins. Sú fyrri er talin byggja á vísan í Braga, guð skáldskapar í norrænni goðafræði. Hin tilgátan þykir sennilegri og líklegast að Braga-kaffi kenni sig við borgina Braganca í Brasilíu, á svipaðan hátt og Ríó-kaffi er kennt við hina alkunnu hafnarborg Ríó de Janeiro

Hráefnið Allt kaffi heimsins er unnið úr ávöxtum blómgaðra kaffiplantna. Innan í hverjum ávexti mynda tvær kaffibaunir einskonar samloku. Blómin eru hvít og breytast fyrst í græn ber en þegar fullum þroska er náð verður yfirbragð þeirra rautt. Berin eru ýmist tínd beint af trjánum eða af jörðinni eftir að þau hafa fallið niður. Algengustu verkunaraðferðir kaffibauna eru tvær. Í Brasilíu er fyrirkomulagið t.d. með þeim hætti að berin eru þurrkuð og kjötið síðan mulið inn að baunum. Hin aðferðin er öllu algengari og byggir á því að berin eru gerjuð í tönkum og kjötið síðan þvegið utan af. Helstu þættir sem ráða bragðgæðum eru ræktunarskilyrði, verkunaraðferðir, stærð kaffibauna, meðhöndlun, lykt, brennsla, mölun og uppáhelling.


196 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

oddi ehf.

O

www.oddi.is

ddi er stærsta prentsmiðja á Íslandi og í hópi fullkomnustu og fjölhæfustu prentsmiðja á Norðurlöndum. Þó að tækninni hafi fleygt fram byggir reksturinn á sama grunni og í upphafi: Hæfu starfsfólki, vel menntuðu og metnaðarfullu fagfólki. Mikil tímamót urðu í rekstri fyrirtækisins 1. október árið 2008 en þá var rekstur Prentsmiðjunnar Odda, Prentsmiðjunnar Gutenbergs og umbúðavinnslu Kassa­gerðarinnar sameinaður undir merkjum Odda. Sameiningin styrkti stöðu Odda enn frekar á íslenskum prentmarkaði með betri og fjölbreyttari tækjakosti í umbúðaframleiðslu. Oddi býður nú alla helstu prentþjónustu og umbúðavinnslu fyrir fyrirtæki og einstaklinga á einum stað.

Saga Odda Oddi er eina fyrirtækið sem framleiðir bylgjuumbúðir á Íslandi. Öll framleiðsla Odda er Svansvottuð, bæði almenn prentun og umbúðir. Framleiðsludeild Odda er fyrsta prentsmiðjan í heiminum sem fær Svansvottun á sína framleiðslu þar sem bylgjuframleiðsla er innifalin.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að frumherjarnir hófu rekstur Prentsmiðjunnar Odda við þröngan kost í leiguhúsnæði við Freyjugötu. Það er til marks um stórhuginn, að nafnið er sótt í frægt menntasetur á Rangárvöllum, þar sem verið hefur kirkja frá öndverðri kristni og á meðal presta sem hafa þjónað þar fyrir altari eru Sæmundur fróði og þjóðskáldið Matthías Jochumsson. Í fyrstu voru einu starfsmenn Prentsmiðjunnar Odda aðeins eigendurnir þrír, Baldur Eyþórsson, Björgvin Benediktsson og Ellert Ág. Magnússon, og unnu þeir öll verk sem til féllu í prentsmiðjunni. Baldur Eyþórsson var forstjóri félagsins frá stofnun þess 9. október árið 1943 til dauðadags árið 1982. Eins og honum er lýst stóð allt sem stafur á bók sem hann tók að sér og hlýtur það að teljast kostur fyrir mann sem rekur prentsmiðju. Björgvin Benediktsson var annar af stofnendum félagsins, í upphafi eini stjórnandi prentvélar Odda og síðan yfirprentari fram að ævilokum. Hann sat í stjórn fyrirtækisins til dauðadags árið 1984 og síðustu árin sem stjórnarformaður. Gísli Gíslason gerðist svo hluthafi í Prentsmiðjunni Odda árið 1953 en hann og Baldur voru systrasynir. Hann var stjórnarformaður fyrirtækisins frá því hann gekk til liðs við félagið og til dánardags árið 1980.

Yfirstjórn Það hefur löngum verið höfuðstyrkleiki Odda að eftirlifandi eigendur hafa talið það hlutverk sitt að halda áfram starfi frumherjanna og vinna í þeirra anda. Um það hefur verið samstaða sem er hverju fjölskyldufyrirtæki nauðsyn. Til marks um það er að Þorgeir Baldursson, sonur stofnandans, hefur verið forstjóri Odda um áratugaskeið á miklum uppbyggingartímum. Og Baldur sonur hans stýrir starfseminni á Íslandi. Framkvæmdastjóri Odda er Jón Ómar Erlingsson, sölustjóri er Rúnar Höskuldsson og Birgir Jónsson er prentsmiðjustjóri. Höfðabakki 7. Fyrsta skóflustungan var tekin 25. ágúst 1979 og aðeins tuttugu mánuðum síðar var öll starfsemi Odda flutt í nýja húsið.


Iðnaður og orkumál | 197

Húsnæði Í upphafi var starfsemi Prentsmiðjunnar Odda í Ásmundarsal við Freyjugötu. Húsið var í eigu Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara og fékk prentsmiðjan til afnota hluta af vinnustofu hans. Eins og nærri má geta var þröng á þingi. Uppbyggingin var varkár og hvert skref þaulhugsað. Prentsmiðjan flutti sig nokkrum sinnum um set og loks var ákveðið að byggja eigið húsnæði á lóð við Höfðabakka. Fyrsta skóflustungan var tekin 25. ágúst 1979 og aðeins tuttugu mánuðum síðar var öll starfsemi Odda flutt í nýja húsið. Síðan þá má segja að húsnæðið hafi stækkað jafnt og þétt og hafa stækkunarmöguleikar verið nýttir til fulls. Starfsemin fer fram á 20 þúsund fermetrum, 10 þúsund á Höfðabakka og öðrum 10 þúsund á Köllunarklettsvegi.

Starfsemi Starfsemi Odda er fjölbreytt og skiptist í söludeild, forvinnslu, prentun, bylgjudeild og bókhald. Ein sérstaðan er bylgjudeildin en Oddi er eina fyrirtækið sem framleiðir bylgjuumbúðir á Íslandi. Annars veitir Oddi alhliða þjónustu sem nær yfir allt framleiðsluferlið, ráðgjöf, hönnun, forvinnslu, prentun, bókband, pökkun og dreifingu. Hvort sem þarf að prenta lítið eða stórt, einfalt eða flókið, þá er starfsfólk Odda reiðubúið að veita ráðgjöf, persónulega þjónustu og tryggingu fyrir vönduðum vinnubrögðum. Skjót og fagleg ráðgjöf stuðlar að því að framleiðsluferlið sé einfalt og gangi hratt fyrir sig.

Starfsfólk Fjöldi starfsmanna Odda er um 240 og teljast ársverk um 270. Starfsmannavelta er lítil og meðalstarfsaldur 15 ár. Í framleiðsludeildum er bæði fagmenntað og ófaglært starfsfólk en að mestu fagmenntað í söludeild og framleiðslustýringu. Í starfsmannastefnu Odda er mikil áhersla lögð á að efla fræðslu og þekkingu starfsmanna og sækja um 30% starfsmanna endurmenntun á hverju ári. Karlar eru mun fleiri en konur í starfsliði Odda eins og almennt hjá fyrirtækjum í greininni. Í starfsmannastefnu er kveðið á um að jafnréttissjónarmiða skuli gætt í hvívetna og starfsmenn ráðnir á grundvelli menntunar, starfsreynslu og færni.

Starfsemi erlendis Útflutningur er vaxandi hjá Odda og nemur um 15% af veltu fyrirtækisins. Söluskrifstofur eru reknar í Bandaríkjunum og Færeyjum. Þá var söluátak í Þýskalandi í tengslum við bókastefnuna í Frankfurt haustið 2011, þar sem Ísland var heiðursgestur og Oddi einn af helstu styrktaraðilum Sögueyjunnar Íslands. Vegna framúrskarandi aðstöðu jafnt heima sem erlendis getur Oddi lagað þjónustu sína að þörfum markaðarins á hverjum tíma og boðið meiri gæði og afköst á góðu verði. Þetta sýnir sig best á virtum hópi viðskiptavina, bæði innlendum og erlendum. Á meðal erlendra viðskiptavina eru Guggenheim Museum, McSweeney‘s Quarterly, Wolfsonian Museum og Rizzoli New York. Árið 2010 og 2012 hlaut Oddi Premium print awards fyrir bækur sem framleiddar voru fyrir USA markað.

Umhverfismál Umhverfismál hafa ávallt skipað stóran sess í rekstri fyrirtækisins. Áhersla er lögð á að fara vel með hráefni og hefur verið dregið úr umhverfisáhrifum með árangursríkum hætti. Öll framleiðsla Odda er Svansvottuð, bæði almenn prentun og umbúðir. Framleiðsludeild Odda er fyrsta prentsmiðjan í heiminum sem fær Svansvottun á sína framleiðslu þar sem bylgjuframleiðsla er innifalin. Þetta þýðir að allar þær vörur sem framleiddar eru hjá Odda koma frá umhverfisvottaðri prentsmiðju. Árið 1997 hlaut fyrirtækið umhverfisverðlaun Reykjavíkurborgar og árið 2010 Kuðunginn, umhverfisverðlaun Umhverfisráðuneytisins.

Öflug heimasíða Oddi hefur einnig haslað sér völl á netinu með öflugri heimasíðu, þar sem nálgast má helstu upplýsingar um þá alhliða þjónustu sem fyrirtækið veitir, hvort sem það á við um bækur, bréfagögn, bæklinga eða umbúðir. Einnig rekur Oddi öflugan og lifandi myndabókavef fyrir almenning, þar sem fólk getur búið til eigin dagatöl með mikilvægustu dagsetningum fjölskyldunnar, jólakort og spil með fjölskyldumyndum og auðvitað myndabækur. Þetta er nýjung sem vex stöðugt ár frá ári.

Stefna Stefna félagsins er skýr: „Við vitum að viðskiptavinir okkar eru ánægðir með þjónustuna, hraða afgreiðslu og gæði prentverksins. Við erum stolt af þeirri vitneskju, en það er okkur einnig hvatning til frekari dáða. Á komandi árum viljum við auka þann þátt starfsemi okkar sem lýtur að ráðgjöf til viðskiptavina. Við viljum hlusta á þá, læra af þeim og sníða okkar starfsemi að þörfum þeirra. Þetta eru okkar markmið - þetta er okkar stefna.”

Vegna framúrskarandi aðstöðu jafnt heima sem erlendis getur Oddi lagað þjónustu sína að þörfum markaðarins á hverjum tíma og boðið meiri gæði og afköst á góðu verði. Þetta sýnir sig best á virtum hópi viðskiptavina, bæði innlendum og erlendum. Hér má sjá sýningarskrá sem Oddi framleiddi fyrir Guggenheim safnið í New York.


198 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Pappír hf.

P

www.pappir.is

Pappír hf. er með mikið úrval pappírsburðarpoka á lager, og sérframleiðir poka ef óskað er.

appír er gjarnan notaður sem gagnkvæm staðfesting þess að viðskipti hafi farið fram og þá í formi hvers kyns reikningskvittana. Hér á landi er eingöngu eitt fyrirtæki hlutafélagið Pappír sem sinnir framleiðslu á posa- og kassarúllum fyrir sjóðvélar víða um landið. Starfsemin snýst einnig um innflutning og dreifingu á innkaupapokum og umbúðapappír af ýmsum toga. Viðskiptavinahópurinn er víðfeðmur og telur í dag um 4.000 lögaðila en stór hluti hans nýtir sér Fyrirtækjaþjónustu Pappírs sem snýst um alhliða heildarlausn í útvegun skrifstofuvara. Árið 2008 keypti fyrirtækið prentsmiðju Arnarprents og með því bættist við alls kyns sérhæfð þjónusta eins og prentun smærri pappírseininga ásamt sérstökum gyllingum, stönsunum og upphleypingum. Aðsetur starfseminnar er að finna í Kaplahrauni 13 í Hafnarfirði og eru þar sex fastráðnir starfsmenn. Meðaltalsveltan á ársgrundvelli er um 140 milljónir króna.

Söguágrip Rekstur Pappírs hefur frá upphafi haldist innan sömu fjölskyldunnar. Fyrirtækið var stofnað árið 1988 af Sigurði Jónssyni (1924-2005) en sonur hans Jóhannes er framkvæmdastjóri þess í dag. Um það leyti sem starfsemin hófst stóðu kreditkortaviðskipti í miklum blóma hérlendis auk þess sem debetkortin ruddu sér óðum til rúms. Því varð posa- og kassarúlluframleiðslan strax að mikilli kjölfestu rekstrarins. Árið 1987 fjárfesti fyrirtækið í pappírspokavélum O. Johnson & Kaaber en þær máttu síðan játa sig sigraðar fyrir aukinni verðsamkeppni erlendis frá. Upp frá því hafa allir pappírspokar ásamt umbúðapappír verið sérinnflutt. Ekki er óalgengt að viðskiptavinir láti síðan prenta nöfn fyrirtækja sinna eða verslana utan á pokana en þar hefur nýfenginn tækjabúnaður Arnarprents komið að góðum notum.

Starfsmenn Pappírs frá vinstri Jóhannes B. Sigurðsson - Jón E. Ingólfsson - Ævar Breiðfjörð - Arnór Guðmundsson - Björgvin U. Ólafsson - Ólafur Sverrisson.


Iðnaður og orkumál | 199

Fullkomin framleiðsla með fyrirtaks tækjakosti Verksvið Pappírs er háð kröfum um hámarks öryggi og hnökralaus vörugæði. Í því skyni hefur tækjabúnaðurinn verið endurnýjaður reglulega. Fyrirtækið er nú með í sinni þjónustu afar fullkomna vélasamstæðu sem framleiðir posa- og kassarúllur á miklum afkastahraða. Vélin er mötuð með hrárúllum og er einstaklega hraðsjálfvirk með fjölbreyttum stillingar- og notkunarmöguleikum hvað varðar prentun, hólkaskurð og klippingu hráefnisins. Á hverri rúllu eru um 15 km af pappír og eru um fjórar slíkar keyrðar á hverri vakt. Afraksturinn er að jafnaði um 10.000 rúllueiningar sem minnstar ná 28 mm en stærstar eru þær 113 cm. Starfsmenn Pappírs sjá síðan um að dreifa pöntunum til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu og miðast afgreiðslutími hverrar beiðni við einn sólarhring. Starfsmenn Póstsins sjá um að dreifa pöntunum á landsbyggðinni.

Umbúðapappír og innkaupapokar Eins og fyrr er frá greint sinnir Pappír innflutningi á pappírsvörum í mörgum áferðum ásamt viðeigandi áprentunum fyrir viðskiptavini. Hinn sígilda og fínlega umbúðapappír má gjarnan sjá í gjafavöruverslunum og blómabúðum en einnig er fyrirliggjandi einfaldur hvítur pappír sem hentar t.d. til innpökkunar í bakaríum, sem undirlag við málningarvinnu eða sem sníðapappír við saumakennslu. Pappír býr að náttúrulegra yfirbragði en plast og því hefur hann sífellt sótt í sig veðrið t.d. í formi innkaupapoka hjá fínni gjafavöru- og tískuverslunum ásamt apótekum. Á allra síðustu árum hefur innflutningur á slíkum pokum verið mikill vaxtarbroddur hjá Pappír enda boðið upp á viðeigandi áprentanir fyrir hvern viðskiptavin fyrir sig. Að því leyti eru möguleikar í framsetningu nær endalausir og samsama sig auðveldlega fjörugu ímyndunarafli hjá hverjum viðskiptavini fyrir sig.

Við rúlluframleiðsluna er notuð fullkomnasta tækni sem völ er á.

Fyrirtækið framleiðir kassa og posarúllur, hvítar eða áprentaðar, í öllum stærðum.


200 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Plastprent

A

www.plastprent.is

f öllum þeim aragrúa gerviefna sem komið hafa fram á sjónarsviðið eru plastefni algengust enda einstaklega sveigjanleg og endingargóð efni með lágan framleiðslukostnað. Á undanförnum 50 árum hefur útbreiðslan verið gríðarleg og náð inn í alla afkima mannlegs umhverfis enda erfitt að hugsa sér heiminn án plastefna. Tilvist þeirra er ómissandi hluti af daglegu lífi og eru nærtækustu dæmin að finna í heimilistækjum, búsáhöldum, bifreiðum, flugvélum og svo má lengi telja. Plastefni hafa jafnframt náð mikilli fótfestu í formi alls kyns umbúða. Í dag er meira en helmingi af öllum framleiðsluvörum pakkað inn í plastumbúðir. Í meira en hálfa öld hefur Plastprent verið leiðandi fyrirtæki í framleiðslu plastumbúða og plastfilma auk þess að bjóða ýmsar tengdar rekstrarvörur í endursölu. Helsta markmið Plastprents er að bjóða viðskiptavinum upp á vörur og þjónustu sem uppfyllir ströngustu kröfur um hámarksgæði og samkeppnishæft verð. Jafnframt er kappkostað að nýta nýjustu aðferðir og tækni við framleiðsluna og leitast við að vera stöðugt í fararbroddi í vörugæðum og þjónusturáðgjöf. Plastprent er íslenskt iðnfyrirtæki á umbúðamarkaði og hjá fyrirtækinu starfa í dag um 75 manns. Fyrirtækið byggir framgang sinn á ábyrgu og úrræðagóðu starfsfólki sem nýtur sjálfstæðis í starfi. Af þeim sökum er sérstök áhersla lögð á að byggja upp góðan starfsanda og vellíðan á vinnustað ásamt opnum skoðanaskiptum og góðri miðlun upplýsinga.

Söguágrip

Laminering.

Höfuðstöðvar Fosshálsi 17-25.

Helsti upphafsmaður Plastprents var Haukur Eggertsson (1913-2006) frá Haukagili í Vatnsdal í A-Húnvatnssýslu. Hann var menntaður útvarpsvirki og gegndi á sinni löngu ævi margvíslegum trúnaðarstörfum. Haukur, í félagi við Odd Sigurðsson, stofnaði Plastprent árið 1957. Starfsemin var smá í sniðum til að byrja með og fór fram í litlum bílskúr við Háteigsveg í Reykjavík en þar settu stofnendurnir tveir upp eina vél sem framleiddi


Iðnaður og orkumál | 201

Prentundirbúningur.

Gæði í gegn Árið 1994 var Plastprent í hópi fyrstu fyrirtækja á Íslandi til að öðlast ISO 9001 gæðavottun fyrir framleiðslu og sölu. BRC staðallinn var síðan innleiddur í Plastprenti í ársbyrjun 2005. BRC staðallinn byggir á HACCP og var þróaður af British Retail Consortium (BRC) ásamt Institute of Packaging (IOP) í Bretlandi til að mæta kröfum um öryggi umbúða fyrir matvæli. Þetta þýðir að reglulega er fylgst með hvort gæðakerfum sé framfylgt eins og þeim er lýst í rekstrarhandbók Plastprents. Allar deildir innan fyrirtæksins hafa sínar sértæku verklagsreglur undir samræmdri gæðastefnu og er lögð rík áhersla á að starfsmenn tileinki sér þær og læri út í ystu æsar. Plastprent var fyrsti handhafi Íslensku gæðaverðlaunanna árið 1997.

umbúðir utan um brjóstsykur. Þetta var í fyrsta skipti sem áprentaðar plastumbúðir litu dagsins ljós hér á Íslandi. Á meðan notkun plastumbúða festi sig í sessi hér á landi jókst umfang starfseminnar hjá Plastprenti. Að sama skapi stækkuðu athafnasvæðin sem brátt fluttust úr áðurnefndum skúr yfir í húsnæði í Skipholti og síðar á Grensásveg. Árið 1972 hætti Oddur Sigurðsson þátttöku í fyrirtækinu og seldi sinn hlut til fjölskyldu Hauks Eggertssonar. Oddur átti síðar eftir að róa á sömu mið með stofnun Plastos árið 1974. Ári síðar flutti Plastprent í um 3.500 fm leiguhúsnæði að Höfðabakka 9 en þá var starfsmannafjöldinn kominn upp í 30 manns sem stýrðu alls 18 vélasamstæðum. Um þetta leyti var reksturinn kominn í fastar skorður og var skipt í tvo meginflokka; annars vegar plastvörur til notkunar í fiskvinnslu, iðnaði og landbúnaði og hins vegar áprentaðir plastpokar í stöðluðum stærðum til notkunar í smásöluverslun. Á 30 ára afmæli Plastprents árið 1987 var núverandi aðsetur að Fosshálsi 17-25 tekið í notkun á gólffleti sem nær yfir 6.200 fm. Húsnæðið var sérhannað undir starfsemina og hefur uppfrá því verið helsti vettvangur fyrir tæknivæddustu plastframleiðslu landsins. Mikill kraftur hefur verið lagður í öfluga vöruþróun þar sem megináherslan er lögð á að móta vandaðar og áreiðanlegar plastafurðir sem eru allt í senn þynnri, fyrirferðarminni og slitsterkari. Í dag stendur Plastprent á styrkum fótum sem framsækið iðnfyrirtæki með mikla vaxtarmöguleika og býr að dýrmætum hópi viðskiptavina í öllum atvinnugreinum. Fyrirtækið rekur söluskrifstofu í Reykjavík og einnig á Akureyri.

Framleiðsludeildir Vinnusvæði innan Plastprents skiptast í Plastdeild, Prentdeild og Pokadeild. Þar geta framleiðsluferlin verið mislöng og fara þau eftir eðli hvers viðfangsefnis fyrir sig. Flestar vörur hafa þó viðkomu í öllum deildum áður en yfir lýkur. Plastdeild: Hér verða allar plastfilmur til. Plasthráefni er flutt inn í gámum frá Evrópu og er þeim umbreytt í plastfilmur í sérstökum tækjum sem eru kallaðir extrúderar. Þetta ferli gefur kost á að bæta mismunandi grunnlitum við inn í filmuframleiðsluna. Plastdeild sér einnig um móttöku á hráefnum ásamt rekstri á endurvinnsluvélum og slöngu­ lager. Í öllu framleiðsluferlinu fellur til mikið af plastafgöngum sem eru endurunnir og þeim umbreytt í plastkorn á nýjan leik. Prentdeild: Hér fer fram áprentun á plastfilmur og gildir einu hvort þær eru framleiddar innanhúss eða innfluttar. Prentdeild framkvæmir einnig svonefnda „lamineringu“ og er þar átt við samlímingu tveggja eða fleiri laga af plastfilmum yfir í eina filmu. Í slíku samhengi er líka stundum talað um marglaga eða fjöllaga filmur. Pokadeild: Þetta er síðasti áfangastaður flestra vara sem Plastprent framleiðir. Verksmiðjugólf deildarinnar geymir um 25 vélar sem ýmist poka, skera, rifgata, rúlla eða pakka vörunni. Nýverið hófst þar framleiðsla á pokum úr umhverfisvænu Mater-Bi efni sem er lífbrjótanlegt í öllu umhverfi sem inniheldur örverur. Pokadeildin er sú fjölmennasta sem starfrækt er hjá fyrirtækinu og er þar unnið á tvískiptum vöktum.

Þjónusta og sérframleiðsla Plastprent stendur fyrir fjölbreyttri sérframleiðslu á stöðluðum vörum sem eru fyrirliggjandi á lager og býður jafnframt upp á sérhönnun umbúða. Markmiðið er að skilgreina og leysa mismunandi þarfir viðskiptavina á sem hagkvæmastan hátt. Starfsmenn veita faglega ráðgjöf og leitast við að tryggja hámarks virði út úr hverri vöru fyrir sig. Að öðru leyti hefur þjónustuhluti Plastprents verið í örum vexti á undanförnum árum og er nærtækasta dæmið opnun Lagerverslunar Plastprents árið 2010 en hún er staðsett í höfuðstöðvunum að Fosshálsi. Áprentaðar matvælafilmur.


202 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

U

promens

www.promens.com

ppruna Promens má rekja aftur til ársins 1984 þegar Finnbogi Jónsson hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar kynnti nokkrum fjárfestum hugmyndir sínar um yfirtöku og flutning fyrirtækis úr Garðabæ sem hét Sæplast og framleiddi fiskiker úr plasti. Fyrirtæki þetta átti þá í verulegum greiðsluerfiðleikum og var falt. Á stofnfundi sem haldinn var í Sæluhúsinu á Dalvík í byrjun árs 1984 voru lagðar fram 3 milljónir af þeim fjórum sem hlutaféð átti að hljóða upp á. Þremur mánuðum eftir stofnun hins nýja félags var það flutt norður á Dalvík og hóf starfsemi sína í 330 m2 leiguhúsnæði skammt frá núverandi verksmiðju. Í upphafi voru framleiðsluvörurnar aðallega einangruð fiskiker og olli tilkoma þeirra byltingu í meðhöndlun og gæðum fiskafurða. Fljótlega var hafinn útflutningur og eru Sæplastsker enn ráðandi í fiskiðnaði um allan heim, auk þess að hafa haslað sér völl í kjötiðnaði og fleiri greinum matvælaiðnaðar. Árið 1996 var fyrsta dótturfyrirtækið stofnað á Indlandi og á árunum sem fylgdu hóf félagið innreið sína í Skandinavíu, Evrópu og Norður-Ameríku með kaupum á nokkrum félögum. Árið 2004 keypti Atorka Group félagið og breytti nafni þess í Promens.

Hluthafar, framkvæmdastjórn og skipulag Stærstu hluthafar Promens eru Horn Fjárfestingafélag með 49,9% eignarhlut og Framtakssjóður Íslands með 49,5%. Framkvæmdastjórn Promens er skipuð 11 einstaklingum frá 6 löndum. Samanlagður starfsaldur þeirra hjá Promens og öðrum fyrirtækjum í plastiðnaði er um 145 ár og liggur á bilinu 2-34 ár. Félaginu er skipt í 5 rekstrarsvið og 5 stoðsvið. Rekstrareiningarnar eru umbúðasvið fyrir efnavörur, matvæla og drykkjarvörur, snyrti og lækningavörur og stórumbúðasvið, auk farartækjasviðs. Stoðsviðin eru viðskiptaþróun, fjármál, rekstrarstjórnun, sölu- og markaðsþróun og innkaupasvið.

Viðskiptavinir og aðföng Meðal viðskiptavina félagsins má finna nokkur af þekktustu fyrirtækjum heims í hverjum geira fyrir sig og má þar nefna BP, Shell, Exon Mobile og Dow AgroSciences á sviði efnavara; Arla, Kavli og Tetra Pack á sviði matvælaumbúða; Unilever, Oriflame, L’Oreal, Estee Lauder og Johnson&Johnson á sviði snyrtivöruumbúða og Glaxo Smith Kline, Roche, AstraZeneca og Pfizer á sviði lækningaumbúða. Bifreiðaframleiðendur í viðskiptavinahópi Promens eru meðal annars Skoda, Volvo og Volkswagen á sviði einkabíla, Scania, Volvo, og Daimler á sviði vöru- og rútubifreiða og John Deer, Claas og Bomag á sviði landbúnaðar og þungavinnuvéla. Promens notar um 130.000 tonn af plasthráefnum árlega og helstu birgjar félagsins eru staðsettir í Evrópu og Mið-Austurlöndum.

Vinnulag og framleiðsluferli

Stjórn og yfirstjórnendur Promens. Frá vinstri, Jakob Sigurðsson forstjóri, Hermann M. Þórisson stjórnarformaður og stjórnarmennirnir Steinar Helgason, Herdís Fjeldsted, Elín Jónsdóttir, Magnús Gústafsson og Finnbogi Jónsson. Lengst til hægri er Adrian Platt fjármálastjóri. Auk ofantalinna eru Bergrún Björnsdóttir og Kristinn Pálmason varamenn í stjórn.

Promens hefur yfir að ráða flestum framleiðsluaðferðum plastiðnaðar, s.s. hverfisteypu, sprautusteypu, blásturssteypu og lofttæmimótun. Félagið hefur tekið miklum breytingum á undanförnum misserum einkum hvað varðar hagræðingu og framleiðniaukningu í verksmiðjum félagsins. Lengi má þó gera betur á þessu sviði og mun félagið halda áfram að vinna af krafti að því að bæta alla helstu ferla í framleiðslustýringu og dreifa því sem best gerist um alla samstæðuna. Einnig er lögð mikil áhersla á þjálfun söluteyma Promens sem og að nýta stærð samstæðunnar í innkaupum.


Iðnaður og orkumál | 203

Vöruþróun og nýsköpun Vöruþróun og nýsköpun skipar mikilvægan sess hjá Promens. Promens Innovation Awards er samkeppni sem haldin er árlega innan samstæðunnar og eru þar veitt verðlaun í þrem flokkum; fyrir bestu nýju vöruna, fyrir besta verkefnið á sviði framleiðsluhagræðingar og fyrir besta söluverkefnið. Félagið hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga á sviði nýsköpunar, s.s. WorldStar, StarPack, LuxPack umhverfisverðlaunin og Hollensku umbúðaverðlaunin.

Vinnulag og framleiðsluferli Promens hóf göngu sína sem sérhæft félag í þeirri framleiðsluaðferð sem kölluð er hverfisteypa og var um tíma stærsta félag þeirrar gerðar í heiminum. Þessi framleiðsluaðferð hentar einkum fyrir fyrirferðarmiklar vörur í tiltölulega litlu magni. Í dag ræður félagið hins vegar yfir flestum framleiðsluaðferðum innan plasts, s.s. sprautusteypu, blásturssteypu og lofttæmimótun.

EcosolutionTM snyrtivöruumbúðirnar sem komu á markað 2010 hafa hlotið fjölda viðurkenninga.

Aðsetur og starfsmannafjöldi Aðalskrifstofa Promens er að Hlíðasmára 1 í Kópavogi og þjónustumiðstöð í Ósló, Noregi. Verksmiðjur Promens eru 42 í 19 löndum og starfsmenn um 3.800. Á Íslandi eru starfræktar 2 verksmiðjur, á Dalvík og Promens Tempra í Hafnarfirði sem framleiðir EPS umbúðir og einangrunarplast. Í þessum verksmiðjum starfa 60 manns.

Starfsmenn eftir löndum: Belgía Noregur Eistland Spánn Holland Túnis Ítalía

57 172 177 75 458 122 51

Kanada Danmörk Rússland Frakkland Tékkland Ísland

55 299 116 495 247 69

Bretland Pólland Finnland Svíþjóð Indland Þýskaland

381 221 70 119 91 444

Promens framleiðir fjölda plasthluta innan í og utan á vöruflutningabíla eins og þennan Scania R480 vöruflutningabíl.

Velta og hagnaður Rekstrarafkoma félagsins jókst annað árið í röð og var árið 2011 hið besta frá því að fjármálakreppan skall á með fullum þunga 2009. Heildartekjur samstæðunnar námu 611,7 milljónum evra, sem er hækkun um 61 milljón evra frá árinu áður. Próforma rekstrarhagnaður (EBITDA) var 57,5 milljónir evra eða 9,4%, samanborið við 49,2 milljónir evra, 8,9% 2010. Eigið fé félagsins var 149 milljónir evra og vaxtaberandi skuldir 155,4 milljónir evra.

Framtíðarsýn Nýir og öflugir eigendur komu að Promens á árinu 2011 og hefur það styrkt félagið enn frekar. Á komandi misserum mun einkum verða lögð áhersla á frekari hagræðingu og innri vöxt, byggðan á nýsköpun og nánu samstarfi við lykilviðskiptavini, en augun þó höfð opin fyrir góðum tækifærum sem kunna að gefast til fyrirtækjakaupa. Einnig verður lögð aukin áhersla á vöxt á nýjum markaðssvæðum.

Promens framleiðir mikið úrval umbúða fyrir matvæli og drykkjarvörur.

2011 var hafist handa við að stækka verksmiðju Promens á Dalvík um 840m2 og er þá heildar flatarmál verksmiðjunnar orðið 4.500 m2. Hverfisteypuofn sem komið hefur verið fyrir í nýju álmunni eykur afköst verksmiðjunnar um allt að 60% og skapar 10 ný störf. Nýi ofninn brennir ekki olíu líkt og eldri ofnar heldur er rafdrifinn og nýtir því innlenda, umhverfisvæna orku.


204 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

rafal ehf.

www.rafal.is

R

afal ehf. var stofnað 26. nóvember 1983. Tilgangurinn með stofnun félagsins var að annast hvers konar þjónustu á rafbúnaði orkufyrirtækja og þeirra sem kaupa háspennta raforku. Meginverkefni Rafals hefur því frá upphafi verið að sinna uppbyggingu og þjónustu fyrir og við orkufyrirtækin í landinu. Verkefnin hafa spannað vítt svið, frá störfum rafvirkja og rafveituvirkja og yfir á fjarskiptasviðið. Þótt megináhersla hafi verið lögð á að þjónusta orkufyrirtækin hefur Rafal ávallt sinnt allri almennri rafverktöku. Rafal leggur sérstaka áherslu á rekstrarþjónustu, endurbætur og uppbyggingu háspennu- og lágspennukerfa fyrir raforkuöflun, dreifingu og iðnað. Þetta á einnig við um dreifikerfi fjarskiptafyrirtækja. Aðsetur Rafals að Hringhellu 9 í Hafnarfirði. Eigendur Rafals eru Kristjón Sigurðsson raffræðingur, sem jafnframt er stjórnarformaður, og fjölskylda. Helstu stjórnendur eru Valdimar Kristjónsson framkvæmdastjóri, Þórarinn Þór Magnússon rekstrarstjóri og Hjálmar Árnason verkefna- og öryggisstjóri. Fyrirtækið er til húsa í um 1.600 m2 húsnæði að Hringhellu 9 í Hafnarfirði. Starfsmenn eru rúmlega 40 og er í þeim hópi að finna rafvirkja, rafveituvirkja, rafeindavirkja, rafiðnfræðinga, raftæknifræðinga, járnsmiði o.fl. Að jafnaði eru 4-5 raf- og/eða rafveituvirkjar útskrifaðir hjá Rafal á hverju ári. Starfsmenn sækja einnig reglulega ýmis námskeið til endurmenntunar.

Verkefni Unnið að byggingu 220 kV háspennulínu.

Almennar raflagnir Starfsmenn Rafals hafa frá upphafi unnið við ýmiss konar raflagnavinnu svo sem við almennar raflagnir, tölvu- og fjarskiptalagnir o.fl. Ljósleiðaratækni Fyrirtækið er vel tækjum búið bæði til lagningar ljósleiðarastrengja og tenginga þeirra. Mælingar á gæðum tenginga eru mikilvægur hluti slíkra verka.

Lagning 220 kV háspennustrengs.

Háspenna Rafal annast uppsetningu, tengingar og prófanir á ýmiss konar háspennubúnaði svo sem háspennulínum, jarðstrengjum, virkjunum og aðveitustöðvum. Starfsmenn Rafals hafa langa reynslu af vinnu við slík verkefni. Hitamælingar Rafal býður fram sérfræðiþekkingu og hátæknibúnað til að skoða rafbúnað og lagnir með hitamyndavél. Með hitamælingum er hægt að finna óeðlilega hitamyndun í rafbúnaði og koma þannig í veg fyrir eyðileggingu og ófyrirséð rafmagnsleysi.

Tengivél fyrir ljósleiðara.


Iðnaður og orkumál | 205

400V stjórntafla.

Tæki fyrir olíugreiningu.

Olíuhreinsitæki.

Olíuhreinsun Starfsmenn Rafals annast hreinsun á olíu fyrir allar gerðir spenna og mæla gasmyndanir og vatnsmagn í olíu. Spennaviðgerðir Starfsmenn Rafals annast viðgerðir á afl- og dreifispennum af ýmsum stærðum og gerðum.

Framleiðsla Stjórnbúnaður Rafal hefur annast samsetningu og uppsetningu á stjórn- og aflkerfum allt að 100 MW virkjana, bæði hér heima og erlendis.

Viðgerðir á aflspennum.

Spennar (jarðstöðvar) Rafal framleiðir dreifispenna af ýmsum stærðum. Spennarnir eru aðallega af stærðunum 30-500 kVA, eftir óskum viðskiptavina hverju sinni. Ítarlegar prófanir fara fram áður en afhending til viðskiptavina fer fram en kaupendur eru aðallega íslensk orkufyrirtæki. Straumbeinir Straumbeinir sem Rafal framleiðir og selur tryggir að straumur í heimtaug rafveitu fari rétta leið og kemur þannig í veg fyrir rafsegulsviðsmengun sem rekja má til vandamála í jarðtengingum bygginga.

Straumbeinir.

Dreifispennir (jarðstöð).

Kennitölur 80% 60% 40% 20% 0% 2007

2008 EBITDA-hlutfall (%)

2009 Eiginfjárhlutfall

2010 Arðsemi eigin fjár

2011


206 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

RARIK ohf.

Á

www.rarik.is

rið 2003 voru samþykkt á Alþingi ný lög sem miðuðu að því að sala og framleiðsla á raforku yrði gefin frjáls en flutningur og dreifing yrði áfram háð einkaleyfi. Nýtt opinbert hlutafélag RARIK ohf. hóf síðan starfsemi þann 1. ágúst árið 2006 en grunnur þess byggir á fyrri rekstri Rafmagnsveitna ríkisins. Frá upphafi hefur meginverkefni fyrirtækisins falist í að afla, selja og dreifa raforku til almennings og atvinnuvega. Jafnframt er þess gætt að öll viðskipti fari fram á sem hagstæðastan hátt á báða bóga. Með þessu leggur RARIK sitt af mörkum við að stuðla að aukinni verðmætasköpun og farsæld í landinu.

Rafvæðing landsins

Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK ohf.

Um miðbik 20. aldar var rafvæðing Íslands enn skammt á veg komin. Aðeins lítill hluti af vatnsafli landsins hafði þá verið virkjaður og einungis um 10% íbúa í dreifbýli höfðu aðgang að rafmagni. Þann 2. apríl árið 1946 voru ný raforkulög samþykkt á Alþingi. Veigamesta atriði þeirra kvað á um stofnun Rafmagnsveitna ríkisins sem hófu starfsemi þann 1. janúar árið 1947. Lögin þóttu mikið framfaraspor sem miðuðu að skynsamlegri nýtingu auðlindanna í þágu atvinnulífs þjóðarinnar og aukinna lífsgæða hennar. Með sérstakri lagasetningu árið 1954 var farið af stað með 10 ára áætlun um skipulega rafvæðingu sveita landsins. Með því var Grettistaki lyft við að færa sveitaheimilum í landinu rafmagn og varð tilkoma þess m.a. til að tæknivæða landbúnað og jafna mjög aðstöðu fólks til búsetu.

Starfsemin í dag Í dag er yfirstjórn RARIK í höndum fimm manna stjórnar sem kosin er til eins árs í senn af fulltrúa eigenda en fjármálaráðherra fer með eignarhlut ríkisins sem er eini hluthafinn. Meginþungi starfseminnar felst í dreifingu raforku um eigið dreifikerfi til viðskiptavina. Framleiðsla og innkaup fara fram í gegnum dótturfélagið Orkusöluna ehf. þar sem orkan er seld til einstaklinga og fyrirtækja á frjálsum markaði. Þjónustan nær yfir allt landið að undanskildu höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Vestfjörðum, Akranesi, Akureyri, Reyðarfirði, Árborg og Vestmannaeyjum. Dreifikerfið nær

Árni Steinar Jóhannsson, stjórnarformaður RARIK ohf.

Unnið að lagningu jarðstrengs við erfiðar aðstæður.


Iðnaður og orkumál | 207

Aðsetur RARIK að Bíldshöfða 9.

Vaskir línumenn á Hvannadalshnjúk. til meginhluta dreifbýlis landsins og liðlega 40 þéttbýliskjarna en á öllu þessu svæði búa um 50.000 manns. Lengd háspennukerfisins er um 8.000 km sem samsvarar sexföldum hringveginum að lengd. Af því er nú (árslok 2012) um 45% í jarðstrengjum en sú þróun hófst á tíunda áratugnum eftir að eldri loftlínukerfin urðu fyrir miklu veðratjóni. Eigið fé RARIK er um 20 milljarðar en eignir í veitukerfum eru um 30 milljarðar (rafveituhluti, virkjanir og hitaveitukerfi) og heildareignir í árslok 2011 37 milljarðar. Fyrirtækið rekur fimm hitaveitur, þ.e. jarðvarmaveitur í Búðardal, á Blönduósi og Siglufirði ásamt rafkyntum fjarvarmaveitum á Seyðisfirði og Höfn í Hornarfirði.

Dótturfélög RARIK Á síðustu árum hafa orðið umtalsverðar breytingar á rekstri RARIK. Árið 1999 samþykkti Alþingi ný lög sem heimiluðu fyrirtækinu að gerast aðili að hlutafélögum í orkurekstri. Í kjölfarið voru stofnuð tvö ný félög, Sunnlensk orka ehf. og Héraðsvötn ehf. Tilgangurinn var að beisla orku annars vegar í Grændal við Hveragerði og hins vegar við Villinganes í Skagafirði. Samkvæmt orkulögum frá árinu 2003 var kveðið á um aðskilnað samkeppnis- og einkaleyfisþátta. Í því skyni var stofnað sérstakt dótturfélag til að annast alla framleiðslu og sölu raforku á vegum RARIK. Hið nýja félag Orkusalan ehf. tók opinberlega til starfa í ársbyrjun 2007. Helsta leiðarljós starfseminnar er að aðstoða heimili og fyrirtæki við að efla öryggi og ná fram hagstæðri orkunýtingu. Orkusalan starfrækir fimm virkjanir sem eru Grímsár-, Lagarfoss-, Rjúkanda-, Skeiðsfoss- og Smyrlabjargaárvirkjun. Uppsett afl þeirra er um 40 MW og er Lagarfossvirkjun þeirra stærst. Orkusalan rekur starfsstöðvar á þremur stöðum á landinu, í Reykjavík, á Akureyri og á Selfossi. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni www.orkusalan.is Þróun og uppbygging orkukerfa er hjá öðru dótturfélagi; RARIK orkuþróun ehf. og þriðja dótturfélagið Ljós- og gagnaleiðari ehf. hefur umsjón með ljósleiðurum sem lagðir hafa verið með jarðstrengjum.

Viðgerð háspennulínu.

Stærsta virkjun Orkusölunnar er Lagarfossvirkjun.

Með breyttum raforkulögum hafa fleiri tengd félög litið dagsins ljós. Þann 1. janúar árið 2005 tók Landsnet hf. til starfa og er hlutverk þess að sinna öllum meginflutningi raforku í landinu og stjórnun raforkukerfisins. Meirihluti stofnlínunets RARIK hefur verið seldur til Landsnets en eignahluti RARIK í félaginu nemur nú um 22%.

Aðsetur, starfsstöðvar og starfsmenn Aðalskrifstofa RARIK er að Bíldshöfða 9 í Reykjavík en þangað var starfsemin flutt sumarið 2007. Starfsstöðvar og aðsetur eru víða um land og svæðismiðstöðvar eru í Stykkishólmi, á Akureyri, Egilsstöðum og á Selfossi. Starfsmenn eru um 200 að dótturfélögum meðtöldum og starfar um fjórðungur þeirra á aðalskrifstofu en aðrir eru dreifðir á um 25 starfsstöðvar fyrirtækisins.

Borað eftir heitu vatni fyrir Siglufjörð.


208 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Samhentir umbúðalausnir www.samhentir.is

S

amhentir ehf. er í dag umsvifamesti miðlari umbúða og rekstrarvara í matvælaiðnaði á Íslandi. Á undanförnum árum hefur reksturinn verið í mikilli sókn og teygt anga sína víða um markaðssvæði N-Atlantshafsins. Fyrirtækið fer t.d. með helmings­hlut bæði í breska iðnfyrirtækinu Tri-Pack Plastics ltd. og í færeyska framleiðslu- og sölufyrirtækinu Vest Pack pf. Í dag hafa Samhentir ehf. á sínum snærum, um 160 birgja sem útvega vörur frá leiðandi umbúðaframleiðendum á Íslandi, Asíu, Bandaríkjunum og Evrópu. Fastir viðskiptavinir eru um 700 talsins en um 70% af veltu Samhentra kemur frá sjávarútvegsfyrirtækjum.

Upphafið Stofnendur Samhentra-Kassagerðar ehf. voru þeir Bjarni Hrafnsson, Finnur Björn Harðarson og Hjörleifur Gunnarsson. Um miðbik tíunda áratugarins kviknaði hjá þeim viðskiptahugmynd sem fólst í að flytja inn efni í svokallaða Tröllakassa og handlíma þá saman. Með ákveðinni hagræðingu í flutningum og framleiðsluaðferðum vörunnar náðist að lækka kostnaðinn um 50%. Þar með var markaðsstaðan tryggð og grunnurinn lagður að farsælum rekstri sem hófst með sex höndum tómum hjá þeim Bjarna, Finni og Hjörleifi. Eftir trausta lánveitingu frá Iðnlánasjóði komst starfsemin á rekspöl og fyrir milligöngu Reykjavíkurborgar fékkst fyrsta aðsetrið leigt í Faxaskála á sama stað og tónlistarhúsið Harpan hefur nú risið. Reksturinn var kominn á fullt skrið í upphafi ársins 1996 en verkaskiptingin byggði á lítilli yfirbyggingu og var með þeim hætti að að Bjarni sá um verkstjórn í framleiðslu og lager, Finnur sinnti innkaupum og Hjörleifur tók að sér bókhaldið. Hagkvæmar lausnir Samhentra í umbúðakostnaði áttu síðan eftir að skila sér í aukinni eftirspurn frá sjávarútvegsfyrirtækjum og þar með var lagður grunnurinn að blómlegum uppgangi starfseminnar.

Vöxturinn og viðgangurinn Um aldamótin síðustu var svo komið hjá Samhentum að aukin eftirspurn úr atvinnulífinu olli því að starfsemin jókst að umfangi sem aftur kallaði á stærra húsnæði undir reksturinn. Úr Faxaskálanum var flutt að Súðavogi 6 inní miðjuhluta af ókláruðu geymsluhúsnæði ætluðu Sláturfélagi Suðurlands. Þar voru hvorki til staðar gluggar né hurðir og þurfti að breyta húsnæðinu töluvert til þess koma því í ásættanlegt horf, en stofnendur inntu þau verk af hendi utan hefðbundins vinnutíma á kvöldin og um helgar. Árið 1999 fluttist starfsemin síðan enn á ný að Melabraut 19 í Hafnarfirði. Þaðan fluttist hún yfir á iðnaðarsvæðið í Molduhrauni í Garðabæ, fyrst í Suðurhraun 4, síðan í Austurhraun 7 og loks aftur í Suðurhraun 4. Á undanförnum árum hefur verið uppgangur í rekstri Samhentra og er hann ekki síst tilkominn vegna hagkvæmra sameininga og kaupa á öðrum fyrirtækjum. Ásgeir Þorvarðarson, Stephen Clarke meðeigandi, Tri-Pack Plastics í BretSegja má að nýtt vaxtarskeið hafi runnið upp árið 2002 landi, Bjarni Hrafnsson, Gísli Sveinsson, Thomas Thomsen, meðeigandi en þá áttu sér stað tvær veigamiklar sameiningar. Fyrri Vest Pack í Færeyjum, Jóhann Oddgeirsson og Joan Magnus, meðeigandi Vest Pack í Færeyjum


Iðnaður og orkumál | 209 part ársins kom inn í reksturinn fyrirtækið GS Maríasson ehf. í eigu Guðmundar Stefáns Maríassonar en með því komu inn nýir vöruliðir af fjölþættum límböndum og pökkunarvélum. Seinni part ársins bættist annað fyrirtæki við Innís ehf. í eigu Jóhanns Oddgeirssonar, núverandi framkvæmdastjóra Samhentra og Gísla G. Sveinssonar, sölustjóra. Með innkomu þeirra jókst vöruúrval á plastvörum sem gerði félagið enn sterkara þegar kom að heildarþjónustu og útvíkkun á markaðssvæði. Í kjölfar skipulagsbreytinga á árinu 2003 var starfsemin að stórum hluta hugsuð uppá nýtt þar sem viðskiptavinum var boðið upp á heildarþjónustupakka alla leið. Þetta sama ár kaupir Ásgeir Þorvarðarson 30% hlut í félaginu og þeir Finnur og Hjörleifur hætta. Frá þeim tíma hafa tekjur félagsins vaxið fimmfalt að innri og ytri vexti, enda hefur þátttaka fyrirtækisins í rekstri erlendis haft sitt að segja í þeim efnum. Árið 2006 keyptu Samhentir allt hlutafé í VGÍ ehf. sem áður hét Valdimar Gíslason – Íspakk. Við þau kaup jókst vöruúrvalið og viðskiptamannaflóran til muna.

Öflugt fyrirtæki Samhentir ehf. eru frumkvöðlar í því að bjóða íslenskum sjávarútvegs- og iðnfyrirtækjum umbúðir á verði sem er samkeppnishæft á alþjóðlegan mælikvarða. Á tímabili var innlendur framleiðslukostnaður alltof hár og því ódýrara að flytja vöruna inn erlendis frá en gengisþróun undanfarinna ára hefur bætt mjög samkeppnisstöðu innlendra framleiðenda. Ástæðan fyrir velgengni fyrirtækisins er fullnýting allra mögulega markaðssóknarfæra, hvatning frá viðskiptavinum auk farsælla fjárfestinga í öðrum fyrirtækjum sem róa á sömu mið í miðlun umbúða. Markmiðið til framtíðar er að vera ávallt samkeppnisfærir í gæðum, verði og þjónustustigi en gæta þess vandlega að halda jafnvægi í óútreiknanlegu rekstrarumhverfi íslensks atvinnulífs.

Jóhann Oddgeirsson framkvæmdastjóri og Bjarni Hrafnsson rekstrarstjóri.

Starfsmannafjöldi og velta Hjá Samhentum og tengdum félögum starfa að jafnaði um 100 manns þar af 32 á Íslandi, 20 í Færeyjum og 50 í Bretlandi. Meðaltalsvelta á ársgrundvelli er að nálgast fjóra milljarða á Íslandi og tvo milljarða erlendis. Vöxtur á milli ára hefur verið um 15% en varð þó sýnu mestur árið 2007. Í þessu samhengi er gaman að geta þess að þrátt fyrir öran vöxt í fjölþættum þjónustuliðum eru Tröllakassar enn í dag stærsta söluvara Samhentra.

Núverandi aðsetur Samhentra ehf. er að finna í tveimur stórum byggingum að Suðurhrauni 4 í Garðabæ, en heildarrýmið er yfir 5.000 fm og athafnasvæði um 20.000 fm. Uppsetningin er mjög úthugsuð þar sem öll aðföng koma inn í öðrum endanum og vörur síðan afgreiddar til viðskiptavina í hinum endanum. Lagerum er skipt upp þannig að fínni umbúðavara er í öðru húsinu en grófari vöru, t.d. fyrir sjávarútveg, er stillt upp í hinu húsinu. Í hverju rými ríkir ákveðið raka- og hitastig en yfir öllu svæðinu vakir síðan öflugt, tölvustýrt greiningarkerfi með fullkomnum upplýsingum um lagerstöðu og fleira. Að öðru leyti er mikið lagt upp úr því að starfsumhverfi sé þægilegt. Í stað þess að starfsmenn athafni sig einangraðir hver í sínu horni eru stórir gluggar á öllum innveggjum sem sjá til þess að allt afthafnasvæðið er ávallt innan seilingar.


210 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Ferro Zink

F

www.ferrozink.is

Nokkur dæmi um fjölþætta framleiðslu Ferro Zink - Vegrið - fyrir krappar beygjur og þverhnípta vegakafla á þjóðvegum - Ljósamöstur - fyrir íþróttaleikvanga, verslanir, iðnaðarhúsnæði og hafnir - Járngirðingar – í mismunandi útfærslum til handa fyrirtækjum og stofnunum sem vilja girða af sitt athafnasvæði. - Gámabrýr – skáhallandi rampur sem auðveldar ferðir gaffallyftara inn í gáma - Ristar – fyrir niðurföll, brunastiga, verksmiðjugólf og fleira - Snúrustaurar – í bakgörðum heimila

Verslun, lager og skrifstofa Akureyri.

erro Zink er stærsti stálsöluaðili landsins en grunnur starfseminnar byggir á meira en hálfrar aldar vegferð þjónustufyrirtækisins Sandblásturs og málmhúðunar á Akureyri. Reksturinn fer fram á tveimur stöðum á landinu að Árstíg 6 á Akureyri og að Álfahellu 12-14 í Hafnarfirði. Fyrir norðan ræður fyrirtækið yfir stærsta zinkhúðunarbúnaði landsins ásamt 92 fm sandblástursklefa. Helstu framleiðsluvörur Ferro Zink eru ljósastaurar, vegrið, girðingar, ristar og fleira fyrir ríki, sveitarfélög og einkaaðila. Fyrirtækið rekur jafnframt öfluga heildsölu og stýrir innflutningi á ýmsum gerðum stáls, áls og plasts ásamt tengdri rekstrarvöru til málmiðnaðarins í landinu. Í þessu skyni eru á báðum stöðum, reknar sérverslanir fyrir fagaðila. Vægi verslunar og efnissölu hefur aukist umtalsvert hjá Ferro Zink á undanförnum árum og er stefnt að því að svo verði áfram. Athafnasvæði fyrirtækisins í heild sinni norðan og sunnan heiða nær yfir 30.000 fm og þar af eru um 6.000 fm undir þaki. Hjá Ferro Zink starfa í dag um 50 manns og er meðaltalsveltan á ársgrundvelli um 1-2 milljarðar króna.

Farsæl uppbygging Upphaf starfseminnar má rekja til eyfirsku bræðranna Aðalgeirs, Jóhanns og Kristjáns Guðmundssona frá bænum Saurbrúargerði í Grýtubakkahreppi. Í febrúar árið 1960 hófu þeir rekstur á nafnlausu sameignarfélagi sem sinnti sandblæstri og sprautuzinkhúðun málma í litlum leigubragga við Sjávargötu 6 á Oddeyrinni á Akureyri. Með tímanum festist þó hið alkunna starfssvið við nafn fyrirtækisins sem uppfrá því nefndist einfaldlega: Sandblástur og málmhúðun. Árið 1965 var fyrsti hluti núverandi húsnæðis að Árstíg 6 tekinn í notkun. Með flutningum á nýjan stað opnaðist svigrúm til að setja upp járnsmiðju og upp frá því varð smíði ljósastaura að viðamesta hluta starfseminnar. Á næstu árum átti fyrirtækið eftir að njóta farsæls framgangs og stöðugrar uppbyggingar. Árið 1972 bættist við stór kerskáli undir heitzinkhúðun og með því stækkaði húsnæðið um helming og síðan enn frekar árið 1988. Innflutningur á stáli hófst árið 1989 og í kjölfarið reis lagerhúsnæði og nýr sandblásturs­ klefi á lóðinni. Lagerinn var síðan stækkaður um helming árið 1998 og þar sett upp


Iðnaður og orkumál | 211

Ljósastaurar, götumynd frá Akureyri.

Zinkhúðun á Akureyri, stálbiti fyrir Landeyjahöfn.

Ljósastaurar um land allt

söludeild með stál og ýmsar vörur tengdar málmiðnaði. Ári síðar var Íþróttaskemman á aðliggjandi lóð keypt en hún átti brátt eftir að hýsa verslun með rekstrarvörur auk lagers fyrir ál og ryðfrítt stál ásamt núverandi aðalskrifstofu fyrirtækisins.

Smíði ljósastaura er helsta kjölfesta framleiðslunnar hjá Ferro Zink og er fyrirtækið hið eina sem sinnir slíkri þjónustu hér á landi. Eins og að líkum lætur þjóna staurarnir að mestu því hlutverki að lýsa upp gatnakerfi sveitarfélaga ásamt þjóðvegakerfinu á ákveðnum vegaköflum víðsvegar um landið. Einnig fer töluverður fjöldi þeirra í að lýsa upp t.d. bílastæði, göngustíga, hafnir og íþróttaleikvanga. Ljósastaurarnir eru mótaðir í ýmsum lengdum og útgáfum en sverleiki topps er jafnan staðlaður svo hann passi við ljósker frá ýmsum aðilum. Helstu einingastærðir ná frá 4 m og upp í 12 m. Þær geta þó náð í allt að 20 m hæð og má gjarnan sjá slíka staura t.d. við hafnir, íþróttaleikvanga og á iðnaðarsvæðum. Áður fyrr voru algengustu afbrigðin þrepuð eða þar sem rörin eru soðin saman, sver neðst og síðan grennri ofan á. Í dag eru keilulaga ljósastaurar hinsvegar orðnir útbreiddastir og ræður þar mestu hversu meðfærilegir þeir eru í uppsetningu. Við framleiðsluna er þess vandlega gætt að staurar og búnaður komi til með að standast óútreiknanleg íslensk veðrabrigði. Styrkur þeirra er sérstaklega reiknaður út hjá Verkfræðistofu VST hf. og snúast helstu breyturnar um sveiflutíma og útbeygju ásamt álags- og efnisstuðlum. Samfara þessu sinnir Ferro Zink alls kyns tengdri sérsmíði á sínu sviði en nærtækustu dæmin eru bryggjumöstur og ljósapollar sem sett eru upp við hafnarmannvirki víða um landið. Framleiðsla ljósastaura fer í raun eftir óskum og þörfum viðskiptavina hverju sinni.

Nýtt fyrirtæki Árið 1991 stofnuðu eigendur Sandblásturs og málmhúðunar ásamt fleiri aðilum heildsöluna Ferro Zink hf. í Hafnarfirði. Í upphafi snerist verksvið þess um innflutning og endursölu á stáli á höfuðborgarsvæðinu auk þess að sinna hlutverki móttökustöðvar fyrir zinkhúðunina til og frá Akureyri. Árið 2001 keypti Ferro Zink stálsölufyrirtækið Damstahl hf. og sameinaði það rekstrinum. Árið 2008 bættist Sandblástur og málmhúðun inn í sömu flóru og síðan þá hefur starfsemin í heild sinni verið rekin undir einu öflugu merki Ferro Zink. Fyrri hluti nafnsins vísar í latneska heitið yfir stál sem er „ferrid“ en seinni hlutinn táknar síðan sjálfa kjarnastarfsemina á sviði zinkhúðunar. Þess ber að geta að örninn í sjálfu vörumerki fyrirtækisins er bein vísun í landvætt Norðurlands. Í febrúar árið 2010 hélt sameinuð starfsemi Ferro Zink upp á hálfrar aldar starfsafmæli. Á löngum tíma hefur fyrirtækið dafnað vel og náð ótrúlegum vexti í ófyrirsjáanlegum öldusjó íslensks atvinnulífs. Helsta leiðarljósið hefur byggst á óbilandi tryggð við upprunann og meginstoðir kjarnastarfseminnar auk þess að hlúa vel að fjölbreyttri þjónustu til handa málmiðnaðarfyrirtækjum og tengdum iðngreinum. Öll þessi vinna byggist á mikilvægustu kjölfestunni, sjálfum mannauðnum sem eins og áður segir telur í dag 50 manns nú 50 árum síðar.

Stálbirgðastöð í Hafnarfirði.


212 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Sementsverksmiðjan ehf.

S

www.sement.is

ementsverksmiðjan ehf. er með lögheimili á Akranesi. Árið 1948 voru samþykkt heimildarlög á Alþingi um byggingu sementsverksmiðju og var henni valinn staður á Akranesi. Þann 14. júní 1958 var í fyrsta sinn kveikt undir ofninum og þar með hóf verksmiðjan framleiðslu. Sementsverksmiðjan hafði því framleitt íslenskt sement í 50 ár á árinu 2008.

Sementsverksmiðjan.

M/S Skeiðfaxi.

Sementsverksmiðjan var í fyrstu eign íslenska ríkisins en var breytt í hlutafélag í eigu ríkisins frá og með 1. janúar 1994. Samþykkt var á Alþingi á árinu 2003 heimild til iðnaðarráðherra til að selja eignarhluta ríkissjóðs í Sementsverksmiðjunni hf. og eignaðist Íslenskt sement ehf. verksmiðjuna í framhaldi af því. Á árinu 2011 varð Sementsverksmiðjan einkahlutafélag og eru núverandi meirihlutaeigendur Björgun ehf. og norski sementsframleiðandinn Norcem AS. Sementsverksmiðjan framleiddi Portlandsement, Kraftsement og Hraðsement þar til í nóvember 2011. Helstu hráefni til sementsframleiðslu eru skeljasandur, líparít og basaltsandur sem allt eru innlend hráefni og gips sem er innflutt. Nokkrar tegundir íblöndunarefna voru notaðar og er helst að nefna kísilryk sem fengið var frá Elkem Ísland ehf. á Grundartanga. Verksmiðjan getur framleitt um 115 þúsund tonn af sementsgjalli á ári og möguleg mölunarafköst eru um það bil 180 þúsund tonn af sementi á ári. Búnaður verksmiðjunnar hefur verið mikið endurnýjaður og ýmiss konar nútíma tækni tekin í notkun í framleiðsluferlum. Frá því að hætt var að framleiða sement hefur Sementsverksmiðjan flutt inn og selt norskt sement frá Norcem AS. Starfsmönnum hefur fækkað verulega og eru þeir nú um 10 talsins. Mikil áhersla er lögð á gæði sementsins og gæðaeftirlit. Starfrækt er gæðakerfi sem samræmist kröfum gæðastaðalsins ÍST EN 9001:2000 en fyrirtækið fékk fyrst gæðavottun árið 1998. Íslenska sementið var fyrst íslenskra byggingavara til að fá evrópska samræmingarmerkið CE árið 2002 en það vottar að framleiðslan stenst kröfur evrópska sementsstaðalsins.

Gjallbrennsluofninn. Fyrsti framkvæmdastjóri Sementsverksmiðju ríkisins var dr. Jón E. Vestdal sem starfaði til 1967. Svavar Pálsson var framkvæmdastjóri 1968 til 1971 og fjármálalegur framkvæmdastjóri 1972 til 1977. Dr. Guðmundur Guðmundsson var tæknilegur framkvæmdastjóri frá 1972 til 1993. Gylfi Þórðarson var fjármálalegur framkvæmdastjóri frá 1978 til 1993 og framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar hf. frá 1994 til 2005. Gunnar H. Sigurðsson hefur verið framkvæmdastjóri frá 2005. Núverandi stjórn Sementsverksmiðjunnar ehf. skipa Gunnlaugur Kristjánsson formaður, Þorsteinn Vilhelmsson og Þórbergur Guðjónsson.


Iðnaður og orkumál | 213

S

Sjávarleður hf. www.atlanticleather.is

jávarleður hf. hefur frá árinu 1994 sérhæft sig í framleiðslu og markaðssetningu á hágæða fiskleðri og er eina fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi. Vinnsla hráefna er einstaklega umhverfisvæn og sjálfbær en þar er um að ræða hreinar aukaafurðir sem til falla við vinnslu á sjávarfangi. Framleiðsluvörur eru að stærstum hluta fluttar utan sem úrvals hráefni í hvers konar hágæðavarning. Fyrirtækið er rekið af hjónunum Gunnsteini Björnssyni og Sigríði I. Káradóttur en auk þeirra er í hluthafahópnum sterkur bakhjarl Norðurstrandar ehf. Með óbilandi trú, eljusemi og samhentu átaki margra aðila hefur tekist að byggja upp kröftuga starfsemi sem er í stöðugum vexti og teygir anga sína víða um heim. Sjávarleður leggur sérstaka áherslu á að sameina einstök vörugæði og alúðlega þjónustu í öllum sínum viðskiptum.

Laxaleður Fágun og glæsileiki lýsa best eiginleikum laxaleðurs sem er bæði þunnt og meðfærilegt en mjög sterkt miðað við önnur skinn í sambærilegri þykkt. Hreisturmynstrið er fínlegt og reglulegt, en mjó rönd eftir miðju skinni er helsta sérkennið. Eftir langt þróunarferli er nú hafin framleiðsla og markaðssetning á sérstöku afbrigði laxaleðurs sem er þvottekta og nær að halda mýkt sinni og lit eftir 30° C hita í þvottavél.

Náttúruleður úr hafdjúpunum Sjávarleður framleiðir skinn úr fjórum mismunandi fisktegundum en þær eru hlýri, karfi, lax og þorskur. Leður þeirra býr að einstökum eiginleikum frá náttúrunnar hendi og er allt í senn sterkt, notadrjúgt og meðfærilegt. Helsti kosturinn er sá að með hverri tegund er hægt að leika sér með áferðir, liti og yfirborðsmeðferðir. Af þeim sökum er mikill kraftur lagður í hvers kyns vöruþróun og hefur ávinningurinn skilað sér í sífellt fjölbreyttari afurðum. Árangur á markaði hefur ekki látið á sér standa og hafa vörurnar t.d. vakið mikla athygli og jákvætt umtal á vörusýningum víða um heim. Með tímanum hefur Sjávarleður eignast breiðan hóp viðskiptavina víða um heim en meðal þeirra eru þekkt vörumerki eins og Prada, Dior, Nike, Ferragamo og Puma.

Karfaleður Helsta einkennið eru stórgerðar hreisturflögur sem mynda hrjúft yfirborð og kalla auk þess fram hughrif hins villta og upprunalega. Karfaleður er mun þykkara en t.d. skinn úr laxaroði en hráefnið kemur frá afrískum Nílarkarfa sem veiddur er í Viktoríuvatni á mörkum landanna Kenýa, Tansaníu og Úganda.

Hlýraleður Óreglulegir svartir deplar gefa hlýraleðri frumlegan og afgerandi karakter. Helsta einkennið er slétt yfirborð þar sem hlýrinn er ekki hreistraður líkt og t.d. lax og karfi. Litamöguleikar eru óendanlegir en henta þó best í ljósu svo svörtu deplarnir fái notið sín.

Þorskleður Leður úr þorskroði er í hæsta máta óvenjuleg blanda af sléttu og grófu yfirborði. Hreistrið er fínlegra en í laxinum en þó mjög breytilegt, víða slétt, með grófum blettum inn á milli. Liturinn er að sama skapi blæbrigðaríkur.


214 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Slippurinn Akureyri ehf. www.slipp.is

S

lippurinn Akureyri ehf. er umfangsmesta og stærsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi. Meginhlutverkið er að sinna viðgerðum, viðhaldi og breytingum á fiskiskipaflotanum og tengdum búnaði ásamt nýsmíði úr ryðfríu stáli. Athafnasvæðið er á norðanverðum Oddeyrartanganum á Akureyri, nánar tiltekið að Naustatanga 2. Þar starfrækir fyrirtækið stærsta slipp á Íslandi en gólfflötur hans nemur um 6.000 fm. Steinsnar frá honum liggur 300 m bryggjukantur með dýpt upp á 8 m. Þaðan liggja tvær dráttarbrautir. Önnur þeirra er 80 m löng, 12 m breið og 6,8 m djúp en hin er 40 m löng, 9 m breið og 5 m djúp. Að auki er fyrirliggjandi stór flotkví sem er 122 m að lengd og 23,3 m breið.

Bakgrunnurinn og upphafið Tilkoma nýsköpunartogaranna árið 1946 átti eftir að stórefla fiskiskipaflota landsins og með því skapaðist nýr grundvöllur fyrir aukna viðgerða- og viðhaldsþjónustu í íslenskum sjávarútvegi. Fyrstu dráttarbrautirnar í Akureyrarhöfn litu dagsins ljós á árunum 1949-51 og árið 1952 var fyrirtæki Slippstöðvarinnar hf. hleypt af stokkunum. Á langri vegferð gekk sú starfsemi í gegnum mikla öldudali með tilheyrandi breytingum á eignarhaldi t.d. með innkomu ríkissjóðs, Akureyrarbæjar, KEA og Eimskips. Eftir mjög erfið rekstrarár fór svo að Slippstöðin hf. var lýst gjaldþrota á haustmánuðum 2005. Í sama mund stofnuðu tveir fyrrum starfsmenn nýtt einkhlutafélag Slippinn Akureyri sem hóf starfsemi í október þetta sama ár. Jafnframt var ákveðið að yfirbygging rekstrarins yrði minnkuð ásamt einföldun á öllu regluverki innanhúss. Í dag er stærsti hluthafi Slippsins Akureyri eignarhaldsfélagið Estia sem fer með 72% hlut og er í eigu fimm stofnenda fyrirtækisins. KEA fer með 10% hlut en restin skiptist á ýmsa smærri aðila.

Starfsemin í dag Slippurinn Akureyri er einn fjölmennasti vinnustaður Norðurlands og starfa þar í dag um 150 manns, að mestu stálsmiðir, vélvirkjar, trésmiðir og verkamenn auk undirverktaka. Þeir sinna fjölþættum verkefnum fyrir fiskiskip úr öllum landshlutum en þau koma inn til reglulegrar yfirhalningar að lágmarki á 2-3 ára fresti. Helstu viðhaldsverkin eru t.d. heilmálun frá kili upp í masturstopp, öxuldráttur, skrúfu-, stýris- og kerfisviðgerðir ásamt stálviðgerðum á helstu slitflötum. Samfara því hefur fyrirtækið sinnt tilfallandi og mjög fjölbreyttum verkefnum nýsmíða úr ryðfríu stáli. Starfsemin snýst um ýmis lagfæringaverkefni sem fela í sér alls kyns breytingar og endurnýjanir á innra byrði skipanna að viðbættri hönnun, smíði og uppsetningum á sérhæfðum tækjabúnaði. Eitt stærsta viðfangsefnið af slíkum toga fór fram á árunum 2008-2009 þegar tveimur fiskiskipum var umbreytt í rannsóknaskip. Verkið var unnið fyrir akureyrska fyrirtækið Neptune sem notar allskyns hátæknibúnað við hafsbotns- og neðansjávarrannsóknir á vegum erlendra aðila. Í þessu skyni voru t.d. settir sérstakir ásrafalar í skipið ásamt afar háþróuðum gálga sem sér um að hífa kafbát að og frá borði. Slippurinn stendur fyrir framleiðslu, sölu og þjónustu á alsjálfvirkum handfæravindum og línuspilum undir vörumerkinu DNG. Slíkir gripir þykja endingargóðir, öflugir og áreiðanlegir til notkunar við handfæraveiðar smábáta. Á næstunni er áætlað að frjálsar strandveiðar muni leysa byggðakvótann af hólmi og því mun búnaðurinn frá DNG hafa þar veigamiklu hlutverki að gegna. Þrátt fyrir stuttan líftíma hefur rekstur Slippsins notið mikllar farsældar frá fyrsta degi. Stöðugt er unnið að því að gera þjónustuna fjölbreyttari og sífellt reynt að sveigja verksviðin í takt við eðli atvinnulífsins hverju sinni.


Iðnaður og orkumál | 215

Stálsmiðjan 1933 – 2010 www.stalsmidjan.is

S

tálsmiðjan á sér langa og merkilega sögu. Í stofnsamningi frá 6. október 1933 segir í inngangi - fyrstu málsgrein: „Undirrituð fjelög, hlutafélagið Hamar og sameignarfjelagið Vjelsmiðjan Héðinn, í samningi þessum nefnd fjelögin, gjöra hjermeð sofelldan samning: Fjelögin stofna hjermeð sameignarfjelag, í samningi þessum nefnt firmað, sem beri firmanafnið s/f Stálsmiðjan.“ Undir samninginn skrifa Markús Ívarsson og Bjarni Þorsteinsson stofnendur Héðins og fyrir Hamar h/f Hjalti Jónsson (Eldeyjar Hjalti) Th.Krabbe og Steindór Gunnarsson. 24. ágúst 1940 var Stálsmiðjunni sf. falinn rekstur Járnsteypunnar hf. og var hún rekin undir stjórn Stálsmiðjunnar allt til ársins 1985 þegar Héðinn hf. eignaðist hana að fullu við samruna Hamars hf. og Stálsmiðjunnar. Fyrstu tveir framkvæmdastjórar voru að öllum líkindun þeir Sveinn Guðmundsson í Héðni tengdasonur Markúsar Ívarssonar og Benedikt Gröndal frá Hamri. En líklega var þó Ástmundur Guðmundsson (bróðir Sveins) sem í byrjun var titlaður skrifstofustjóri, hinn raunverulegi framkvæmdastjóri allt til ársins 1973 en það ár veiktist hann og átti ekki afturkvæmt til vinnu. Eftir það störfuðu sem framkvæmdastjórar þeir Gunnar Bjarnason 1973-1985 og Skúli Jónsson 1985-1994 en í stjórnartíð Skúla var rekstur og eignir Slippfélagsins í vesturhöfninni keyptar og þar með var lagður grunnur að rekstri dráttarbrauta á vegum Stálsmiðjunnar. Síðan komu þeir Ágúst Einarsson 1994-2000, Valgeir Hallvarðsson 2000-2001 og Ólafur Hilmar Sverrisson 2001, eða þar til núverandi eigendur tóku við það sama ár og Bjarni Thoroddsen tók við stöðu framkvæmdastjóra sem hann gegnir enn þann dag í dag.

Stjórn og framkvæmdastjóri. Sitjandi frá vinstri Hilmar Kristinsson aðalmaður, Óskar Olgeirsson stjórnarformaður, Björn Steingrímsson aðalmaður. Standandi frá vinstri Páll Kristinsson varamaður, Bjarni Thoroddsen framkvæmdastjóri, Snorri Guðmundsson varamaður.

Skipasmíðar Helstu verkefni á sviði skipasmíða: Smíði fyrsta stálskips á Íslandi, dráttarbátsins Magna fyrir Reykjavíkurhöfn. Undirbúningur hófst árið 1950 þegar Hjálmari R. Bárðarsyni skipaverkfræðingi í Stálsmiðjunni var falið af Valgeiri Björnssyni hafnarstjóra Reykjavíkurhafnar að gera teikningar af nýjum dráttarbáti. Samningur um smíði var undirritaður 28. apríl 1953 og báturinn afhentur þann 25. júní 1955. Tekið skal fram að hf. Hamar tók virkan þátt í öllum skipasmíðum Stálsmiðjunnar. Annað skipið var varðskipið Albert afhent árið 1957, einnig teiknað af Hjálmari. Þriðja nýsmíði Stálsmiðjunnar og fyrsta stálfiskiskipið smíðað á Íslandi var Arnarnes GK-52. Hér hafði Hjálmar hætt störfum hjá Stálsmiðjunni og gerst siglingamálastjóri og við tók Agnar Norðland, sem teiknaði Arnarnesið og tvö næstu skip sem smíðuð voru, Jón Gunnlaugsson og Frey, bæði sjósett 1972. Næsta nýsmíði var sjósett árið 1976, Sandey II smíðuð fyrir Björgun hf 671 tonns sanddæluskip, það eina sinnar gerðar sem smíðað hefur verið á Íslandi. Á árunum 1987-1990 voru smíðaðir þrír svokallaðir 10 tonna bátar, teiknaðir af Karli Lúðvíkssyni skipaverkfræðingi sem starfaði um árabil á tæknideild Stálsmiðjunnar. Fleiri hafa nýsmíðar ekki verið en ótal stærri endurnýjanir og breytingar á skipum hafa verið framkvæmdar sem of langt mál væri að telja upp hér.

Landverkefni Af landverkefnum ber helst að nefna: Smíði og uppsetning á þrýstivatnspípum fyrir virkjanirnar í Sigöldu, Hrauneyjafossi og Sultartanga, samtals um 3.000 tonn af stáli. Uppsetning á túrbínum, rafölum og öðrum búnaði fyrir Kröfluvirkjun og Sultartanga. Smíði og uppsetning á stórum hluta búnaðar fyrir álverin ISAL og Norðurál, ásamt uppsetningu allra hreinsistöðva fyrir þessi álver, ca. 4-5.000 tonn af stáli. Smíði og uppsetning á kæliog hreinsibúnaði fyrir ofn nr. 3 hjá Íslenska járnblendifélaginu, smíði á gömlu hitaveitugeymunum á Öskjuhlíð, þremur risatönkum í Helguvík, tveim brúm yfir Tungná, þaki Háskólabíós, amoníakgeymi fyrir Áburðarverksmiðjuna, uppsetning á gámakrana Eimskips, smíði á göngubrú Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, smíði á tugum gufukatla og skrúfuhringja, uppsetning sorpstöðva og hreinsistöðvar fyrir Elkem í Noregi og svo mætti lengi telja. Gífurlegur fjöldi starfsmanna hefur í gegnum árin unnið hjá Stálsmiðjunni og þeir eru ófáir ungu mennirnir sem lært hafa sitt fag hjá fyrirtækinu. Á tímabili má segja að Stálsmiðjan hafi verið „útungunarvél“ fyrir stálsmiði - og er það vel.


216 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Zinkstöðin

Z

inkstöðin gegnir mjög sérhæfðu en þó sérlega mikilvægu hlutverki í íslensku atvinnulífi. Fyrirtækið tekur að sér að galvanísera stóra og smáa stálhluti með ákveðinni meðhöndlun heitzinkhúðunar. Tilgangurinn er að lengja endingartíma hráefnisins og koma í veg fyrir tæringu þess sökum veðrunar. Zinkstöðin er með aðsetur í 1.000 fm verksmiðjuhúsnæði að Berghellu 2 í Hafnarfirði. Þar eru allir verkferlar í föstum skorðum og byggja mikið á sjálfvirkni framleiðslunnar enda aðeins fjórir fastráðnir starfsmenn hjá fyrirtækinu. Þeir afgreiða um 70-80 tonn af hráefni á hverju ári. Framkvæmdastjóri Zinkstöðvarinnar er Ragnar Pálmason en hann hefur verið viðloðandi starfsemina í rúman aldarfjórðung eða frá árinu 1983.

Söguágrip Upphafsmenn Zinkstöðvarinnar voru bræðurnir og athafnamennirnir Kristmundur og Pétur Sörlasynir sem til margra ára starfræktu hið umsvifamikla iðnfyrirtæki Stálver að Funahöfða 17. Þar hófst starfsemi Zinkstöðvarinnar árið 1982 og þá sem sérstök deild innan Stálvers. Þar var tekið til við heit- og kaldzinkhúðun ásamt sandblæstri, málun og járnsmíði. Í ársbyrjun 1983 ákváðu bræðurnir að skipta rekstri Stálvers upp í þrjú fyrirtæki. Við þetta lenti Zinkstöðin í höndum Péturs Sörlasonar sem hann rak í heil 18 ár ásamt syni sínum Vilhjálmi. Árið 1995 fluttu þeir starfsemina í rúmgott 1.000 fm húsnæði að Hagasmára 2 í Kópavogi. Samkvæmt þáverandi bæjarskipulagi var gert ráð fyrir væntanlegu iðnaðarhverfi í Hagasmáranum. Fljótlega riðluðust þessar áætlanir og leið ekki á löngu þar til verslunarmiðstöð Smáralindarinnar ásamt heilu fjölbýlishúsahverfunum lentu inni í túnfæti Zinkstöðvarinnar. Aldamótaárið 2000 var fyrirtækið keypt af Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar (VHE) og þremur árum síðar fluttist starfsemin á viðeigandi og núverandi athafnasvæði við Berghelluna í Hafnarfirði.

Framleiðsluferillinn Í dag hefur verksvið Zinkstöðvarinnar verið einfaldað til mikilla muna og snýst að mestu um heitzinkhúðun eða öðru nafni heitgalvaníseringu. Þessi þjónusta fer fram í þágu allra helstu vélsmiðja á höfuðborgarsvæðinu sem ýmist sjá sjálfar um að koma stáli til stöðvarinnar eða nýta sér flutningaþjónustu fyrirtækisins. Framleiðsluferillinn tekur um fjóra daga og byggist hann á skýrt afmarkaðri meðhöndlun. Ef málning er á hráefninu þarf að byrja á því að sandblása. Að öðrum kosti hefst hinn hefðbundni ferill á saltsýruhreinsun sem getur verið mjög tímafrek enda þarf að yfirfara efnið vel og kanna hvort einhver holrúm séu fyrir hendi. Að því loknu er stálinu dýft ofan í fljótandi zink sem er 460° C heitt en um 100 tonn af frumefninu eru þar jafnan fljótandi í einu. Eftir þetta fær hráefnið áferð zinkhúðunar sem er glansandi til að byrja með en mattast með tímanum og hefur líftíma sem spannar allt upp undir 60 ár. Þess ber að geta að allt zink sem nýtt er til framleiðslunnar er unnið úr jörðu í Svíþjóð, fer síðan til uppbræðslu í Noregi og er þaðan flutt yfir til Íslands. Öll úrgangsefni sem til falla eru flutt til Noregs þar sem þau eru endurunnin yfir í afurð zinkdufts sem notað er í málningu og snyrtivörur.


Iðnaður og orkumál | 217

VélavaL-Varmahlíð hf. VÉLAVAL ehf. www.velaval.is

F

yrir neðan þjóðveginn við Varmahlíð í Skagafirði nánar tiltekið í krikanum hjá beygjunni til Akureyrar er að finna hina myndarlegu verslun Vélavals–Varmahlíðar hf. nú Vélaval ehf. sem er ein af örfáum sinnar tegundar sem staðsett er inni í miðju sveitahéraði. Verslunin sérhæfir sig í varahlutum og rekstrarvörum til landbúnaðarins ásamt t.d. nýmóðins búnaði og innréttingum í sérstök lausagöngufjós auk ýmissa tengdra vara.

Sagan

Stofnandi Vélavals-Varmahlíðar hf. og fyrrverandi eigandi Kristján Sigurpálsson er fæddur árið 1943. Sama ár reisti faðir hans, Sigurpáll Árnason, fyrsta gróðurhúsið í Varmahlíð og tók að rækta þar og selja grænmeti, meðfram því sem hann rak sauðfjárbú á bænum Ípishóli í Skagafirði. Á sjöunda áratugnum var rekstur gróðurhússins seldur og þess í stað tekið til við að byggja upp verslun með landbúnaðarvélar, fóðurvörur og fleira. Kristján Sigurpálsson tók síðan við henni árið 1974 og reisti í félagi við aðra sérhúsnæði undir starfsemina sem eftir það hét einfaldlega Varahlutaverslun Kristjáns Sigurpálssonar. Þar var sett upp bílaverkstæði ásamt varahlutaþjónustu. Við upphaf níunda áratugarins breyttist reksturinn að því leyti að bílaviðgerðum var hætt og áherslunum að mestu beint að rekstrarvörum til landbúnaðarins auk þess sem innflutningur og endursala á varahlutum hófst af fullu afli. Hlutafélagið Vélaval-Varmahlíð hf. var síðan opinberlega stofnað árið 1994. Árið 1998 fluttist fyrirtækið í núverandi 330 fm verslunarhúsnæði við þjóðveginn í Varmahlíð. Kristján Sigurpálsson seldi fyrirtækið á vormánuðum 2012 og eru núverandi eigendur Arnar Bjarni Eiríksson og Berglind Bjarnadóttir og mun verslunin, Vélaval ehf. starfa áfram á svipuðum nótum.

Nútímaleg fjós með náttúrulegri loftræstingu Einn af athyglisverðustu þjónustuliðum Vélavals ehf. er búnaður og innréttingar fyrir nútímaleg fjós. Með því eru kýrnar ekki lengur bundnar við básana og eru því í lausagöngu um fjósrýmið á milli þess sem þær ná að hvílast á þægilegum básadýnum. Slíkt fyrirkomulag kallar á aukið pláss en reynslan hefur sýnt að með þessu líður skepnunum betur sem skilar sér í aukinni mjólkurnyt. Mikil framþróun hefur einnig átt sér stað í frárennslismálum fjósa og koma þar til t.d. sjálfvirkar flórsköfur og mykjuþjarkur, róbot sem skefur flórana sem eru í gangi allan sólarhringinn og veita mykjunni út í sérstaka haugtanka en þeir hafa að mestu leyst gömlu mykjuhúsin af hólmi. Af þessu má ráða að fjós eru í dag mun þrifalegri íverustaðir þar sem gamla fjósalyktin hefur mátt láta undan síga. Slíkt ber þó ekki eingöngu að þakka flórsköfum og þjörkum, heldur hugvitssamlegum innréttingalausnum á sviði náttúrulegrar loftræstingar. Þar koma til sérstakir vindnetsgluggar á hliðarveggjum fjósa. Netið sér um að brjóta vindinn niður um 90%. Mænir fjóssins er síðan hærri en þakið en þar er staðsettur opinn gluggi og með hitauppstreymi dregst loftið síðan upp og út um mæninn. Nánari útskýringar á þessu og ýmsu fleiru varðandi fyrirtækið er að finna inni á heimasíðunni www.velaval.is.

Lítil yfirbygging – Öflug þjónusta Þó svo að að verslun Vélavals ehf. sinni margháttaðari þjónustu fyrir landbúnaðinn í Skagafirði og nágrenni byggir starfsemin ekki á mikilli yfirbyggingu. Hjá fyrirtækinu eru í dag tveir fastráðnir afgreiðslumenn í verslun allt árið. Á veturna er opnunartími verslunar frá 9:00-17:00 og á sumrin frá 9:00-18:00 en í júlímánuði er opið á laugardögum frá 10:00-12:00.


218 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar – VHE ehf. www.vhe.is

V

élaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf. (VHE) er eitt umsvifamesta þjónustufyrirtæki landsins á sviði vélaviðgerða og vélsmíði auk uppsetningar og viðhalds tækja fyrir stóriðju á Íslandi. VHE hefur vaxið í kyrrþey en stærð fyrirtækisins kemur flestum sem kynnast því í fyrsta sinn á óvart. Helsti vaxtarbroddur starfseminnar hefur verið fólginn í sérhæfðum lausnum í véla- og rafmagnshönnun ásamt vöruþróun og hugbúnaðarvinnu. VHE hefur unnið markvisst að því að styrkja stöðu sína meðal annars með því að kaupa fjölmörg önnur fyrirtæki og sameina þau rekstri sínum. Þetta hefur verið gert til þess að efla reksturinn enn frekar, einfalda alla verkferla og gera þá skilvirkari. Það hefur verið haft að leiðarljósi að söfnun hugvits á einum stað skili sér í farsælum lausnum. Með þessum kaupum hefur komið sérþekking á ýmsum sviðum inn í VHE og má þar nefna t.d. þekkingu á ýmiss konar hönnun, rafmagnsvinnu og sérhæfðri smíði á íhlutum. Á undanförnum árum hefur mikil þekking safnast upp innan VHE og er nú unnið markvisst að því að koma þessari þekkingu á markað erlendis.

Skautkrabbi fyrir álver hannaður og smíðaður af VHE.


Iðnaður og orkumál | 219

Starfsemi í rúm 40 ár Hjalti Einarsson stofnandi VHE er fæddur á Siglunesi við Siglufjörð árið 1938 og kominn af útvegsbændum. Hann flutti til Hafnarfjarðar árið 1962 og öðlaðist meistararéttindi í vélvirkjun við Iðnskólann í Hafnarfirði. Hjalti og eiginkona hans Kristjana G. Jóhannesdóttir stofnuðu Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar árið 1971. Það var fyrst til húsa í 100 fermetra bílskúr við Suðurgötu 73 í Hafnarfirði. Fyrstu árin var mikið unnið í járna- og viðgerðarvinnu fyrir ýmis sjávarútvegsfyrirtæki í bænum. Einnig voru unnin fjölmörg verkefni fyrir Rafveitu Hafnarfjarðar. Fyrsta áratuginn unnu að jafnaði 3-4 starfsmenn hjá fyrirtækinu. Starfsemin fluttist í nýtt 300 fermetra húsnæði að Melabraut 23 í Hafnarfirði árið 1981. Það hús vék síðan fyrir nýju húsi og nú er starfsemi VHE í fjórum stórum stálgrindarhúsum við Melabraut 21-27. Hjalti Einarsson dró sig út úr rekstri VHE um áramótin 1997-98 og börnin hans þrjú tóku við. Unnar (fæddur 1964) og Einar Þór (fæddur 1977) hafa síðan sinnt framkvæmdastjórninni og Hanna (fædd 1967) hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra. Segja má að þau hafi öll alist upp með fyrirtækinu og unnið þar frá barnsaldri.

Alhliða verkþekking Innkoma bræðranna Einars Þórs og Unnars lagði grunninn að auknum umsvifum VHE. Stækkun álversins í Straumsvík á árunum 1995-96 var ákveðinn vendipunktur en þá fjölgaði starfsmönnum fyrirtækisins úr tíu upp í um þrjátíu manns. VHE hefur átt mjög farsælt samstarf við Alcan, síðar Rio Tinto Alcan, unnið að útboðsverkefnum í þeirra þágu auk þess að vera ráðgefandi um ýmsar lausnir og að fylgja þeim eftir alla leið. VHE hefur aflað sér mikillar verkþekkingar á sviði stóriðju og áliðnaðar á Íslandi á undanförnum 10-15 árum. Meðal þeirra sem hafa nýtt sér hana eru auk Rio Tinto Alcan bæði

Höfuðstöðvar VHE eru við Melabraut 21-27 í Hafnarfirði þar sem standa fjögur stór stálgrindarhús.


220 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Fyrirtæki sem hafa sameinast VHE ehf. og hlutverk þeirra: ÁB Lyfting - Bílkranar Grand Canal - Íbúðahótel Iðntölvutækni (ITT) - Hugbúnaður til iðnfyrirtækja Ístækni - Járnsmíða- og rafsuðuvélar, rafsuðuvír, slípirokkar, handverkfæri Landvélar - Varahlutir í vökvakerfi og drifbúnað Ljósaberg - Rafeindavirkjun PON (Pétur O. Nikulásson ehf.) - Innflutningur, sala og þjónusta á gaffallyfturum Prentrás - Rafverktaki Raf-X ehf. - Rafverktaki

Samvinna hönnuða og framleiðslu er ein sterkasta stoð VHE þar sem allt frá hugmynd að framleiddri vöru er undir sama þaki. Norðurál, Íslenska járnblendifélagið og Fjarðaál á Reyðarfirði. Fjarðaál er einn af stærri viðskiptavinum VHE í dag. VHE hefur tekið rækilegan þátt í atvinnuuppbyggingunni á Austurlandi og byggt um 5.000 fermetra verkstæðishús og um 4.000 fermetra vöruhús á Reyðarfirði. Auk þess hefur VHE fest kaup á 72 íbúðum fyrir austan til þess að hýsa starfsmenn sína. Auk vinnu fyrir stóriðjuna sinnir VHE fjölbreyttum verkefnum á sviði málmsmíði. VHE hefur á undanförnum árum reist mörg áberandi stálgrindarhús bæði sem aðalverktaki og undirverktaki. Þar má nefna stórhýsi Korputorgs við Vesturlandsveg sem var tekið í notkun haustið 2009, kerskála álvers Norðuráls í Helguvík, stækkun Ölgerðarinnar við Vesturlandsveg og burðarvirkið yfir Kópavogsgjá.

Sameiningar USH Sandblástur og málning - Sandblástur og málning Spilverk ehf. - Dælur, háþrýstivörur og vökvakerfi Stímir ehf. - Hönnun vélbúnaðar fyrir vélasamstæður í álverum Straumrás Akureyri - Dælubúnaður, gúmmíslöngur, vélar og verkfæri Vit ehf. - Kúlulegur og tengdur búnaður Zinkstöðin Stekkur - Heithúðun

Eins og fyrr sagði hefur VHE keypt og sameinað fjölmörg fyrirtæki rekstri sínum á undanförnum árum. Þetta ferli hófst af alvöru í kringum síðustu aldamót með kaupum á PON (Pétur O. Nikulásson ehf.), Zinkstöðinni Stekk og Sandblæstri og málningu. Ein stærsta sameiningin var árið 2005 þegar hið rótgróna fyrirtæki Landvélar ehf. kom inn í reksturinn. Undir það færðust síðar Ístækni ehf. og Vit ehf. Önnur félög sem hafa runnið inn í starfsemina eru t.d. ÁB Lyfting, Grand Canal, Iðntölvutækni (ITT), Ljósaberg, Prentrás, RAF-X, Spilverk, Stímir og Straumrás á Akureyri. Öll þessi fyrirtæki falla vel að starfsemi VHE og þeim markmiðum sem eigendur hafa sett sér. VHE hafði átt góð viðskipti við flest þessara fyrirtækja áður en þau voru keypt. Sum þessara fyrirtækja eru rekin sjálfstætt í dag en önnur hafa verið sameinuð öðrum fyrirtækjum í eigu VHE til að styrkja rekstur þeirra.

Skipulag athafnasvæðisins Athafnasvæði VHE við Melabraut 21-27 er vel skipulagt. Hvert hinna fjögurra húsa á svæðinu sinnir ákveðnu hlutverki í starfseminni. Í neðsta húsinu, Melabraut 21, er t.d. starfsmannaaðstaða og viðgerðarverkstæði fyrir vinnuvélar og vélbúnað eins og lyftara, krana, vörubíla, gólfhreinsi- og rafsuðuvélar ásamt vökva- og loftkerfum af ýmsum toga svo fátt eitt sé talið. Starfsmenn eru þrautþjálfaðir í að sinna fyrirbyggjandi viðhaldi og nákvæmu eftirliti. Næsta hús fyrir ofan, Melabraut 23, er nýtt undir lager og samsetningarverkstæði. Þar fer fram samsetning á ýmsum vélum og búnaði ásamt fínni smíðavinnu. Húsið er í raun byggt utan um stærstu tölvustýrðu fræsivélina (CNC) á Íslandi. Þar fara einnig fram prófanir á vökva- og loftkerfum og rafbúnaði eins og sérsmíðuðum rafmagnstöflum og forritanlegum stýribúnaði (PLC) fyrir vélar og tæki. Vélsmiðjan er til húsa að Melabraut 25 en hún hefur verið kjölfestan og grunnurinn


Iðnaður og orkumál | 221

Hjá fyrirtækinu starfa um 400 manns.

í rekstri fyrirtækisins allt til dagsins í dag. Smiðjan er mjög vel tækjum búin til þess að takast á við smíðaverkefni af öllum stærðargráðum. Fyrirtækið rekur einnig smurstöð sem stendur við sama hús og veitir hún þjónustu fyrir farartæki í öllum stærðarflokkum. Sjálfar höfuðstöðvarnar eru í efsta húsinu Melabraut 27. Þar er einnig hluti af renniverkstæði VHE þar sem m.a. eru smíðuð vökva- og loftkerfi. Einnig fer þar fram smíði á stálvirkjum og viðgerðarvinna. Í þessu húsi er einnig tækni- og hönnunardeild VHE sem er einn öflugasti vaxtarsproti fyrirtækisins í dag. Hún er helsti vettvangurinn fyrir hönnun og smíði á sjálfvirkum og hálfsjálfvirkum rafbúnaði fyrir flæðilínur iðnreksturs bæði hérlendis og erlendis. Deildin hefur byggst upp í kringum farsæla samvinnu þriggja rafhönnunarfyrirtækja, Stímis, Prentrásar og Ljósabergs. Í kjallara hússins er einnig verkstæði þar sem gert er við rafsuðuvélar, lyftara og ýmislegt fleira.

Starfsmenn og velta Starfsmenn VHE eru í dag um 400 talsins eða hundraðfalt fleiri en á upphafsárunum. Um þriðjungur starfsmanna er staðsettur í Hafnarfirði en hinir dreifast á þrjár starfsstöðvar í Kópavogi, á Akureyri og Reyðarfirði. Ársvelta VHE er að jafnaði um 5-6 milljarðar króna.


222 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Vélsmiðja Sandgerðis ehf.

Í

bæjarfélagi Sandgerðis á Reykjanesskaga búa í dag rétt rúmlega 1.700 manns. Framgangur þess hefur löngum byggst á öflugum sjávarútvegi og fiskvinnslu. Þaðan er í dag gerður út fjöldi báta allt frá stærstu frystiskipum og ísfiskstogurum niður í smæstu strandveiðibáta. Eins og að líkum lætur þarf allur þessi floti á traustri þjónustu að halda varðandi viðhald, viðgerðir og nýsmíði. Þeim þætti er dyggilega sinnt af Vélsmiðju Sandgerðis sem er hreinræktað fjölskyldufyrirtæki. Stofnandi þess og aðaleigandi er Valgeir Einarsson (1957) vélsmiður og við hlið hans hjá fyrirtækinu eru synirnir Einar (1977) vél- og rennismíðameistari og Þórður (1979) vélsmiður. Yngri börnin Siguróli (1991) og Agnes (1987) eru einnig farin að taka þátt í starfseminni á meðan eiginkonan Sveinbjörg Þórðardóttir sér um bókhaldið og afinn Einar Valgeirsson mætir fyrstur á morgnana og sér um að halda öllu í röð og reglu. Hjá Vélsmiðju Sandgerðis eru í dag átta fastráðnir starfsmenn og þar af eru aðeins tveir sem ekki koma úr fjölskyldunni.

Söguágrip Vélsmiðja Sandgerðis hefur verið starfrækt í núverandi mynd frá aldamótaárinu 2000. Fram til þess tíma hafði stofnandinn Valgeir Einarsson starfað sem vélsmiður hjá útgerðarfyrirtækinu Miðnesi í Sandgerði sem þá var með umsvifamikla starfsemi á sjó og í landi. Árið 1997 sameinaðist fyrirtækið Haraldi Böðvarssyni & Co á Akranesi. Í beinu framhaldi var allur floti Miðness ásamt veiðiheimildum seldur frá Sandgerði og öllum fyrri rekstri komið fyrir hjá móðurfélaginu uppi á Skaga. Á þeim tímapunkti þurfti Valgeir einfaldlega að velja á milli þess að finna sér nýja vinnu eða fara út í eigin rekstur. Seinni kosturinn varð fyrir valinu og þá tekið til óspilltra málanna og gengið frá kaupum á fyrri vélsmiðju Miðness við Strandgötu 2c en húsnæðið er um 450 fm. Þar hefur starfsemi Vélsmiðju Sandgerðis farið fram frá upphafi en fyrirtækið á einnig samliggjandi húsnæði sem áætlað er að muni sameinast núverandi athafnasvæði í náinni framtíð.

Starfsemin Eins og fyrr segir er megintilgangur Vélsmiðju Sandgerðis að sinna viðgerðum og viðhaldi hjá helstu útgerðarfyrirtækjunum í plássinu og nágrenni þess en einnig er um að ræða ýmis tilfallandi smáverk og tækjaviðgerðir t.d. fyrir Sandgerðisbæ og ýmsa smærri aðila. Stærsti einstaki verkkaupinn hjá Vélsmiðju Sandgerðis er sjávarútvegsfyrirtækið Nesfiskur í Garði sem býr að miklum flota. Þar er allra stærst 1.200 brúttótonna frystiskipið Baldvin Njálsson GK 400 en eitt allra vandasamasta verkefnið sem Vélsmiðjan hefur komist í tæri við var þegar skipt var um 2.200 kw rafal í því skipi. Að öðru leyti tengjast hin venjubundnu verk um borð í skipunum t.d. alls kyns lagnavinnu og uppsetningu togspila ásamt reglubundnum viðgerðum á toghlerum. Viðfangsefnin eru í raun jafn fjölbreytt og þau eru mörg enda hafa innviðir skipa orðið sífellt margbrotnari í seinni tíð. Segja má að Vélsmiðja Sandgerðis hafi gert marga góða hluti fyrir sjávaútveginn í sinni heimabyggð. Fram að sumrinu 2008 hafði N1 rekið útibú með olíuvörur í bænum. Eftir að tilkynnt var að sú starfsemi legðist af ákvað Valgeir Einarsson að kaupa upp lagerinn og taka við rekstrinum. Á sama stað við Vitatorg 5 er nú starfrækt Vélsmiðja SandgerðisVerslun þar sem t.d. er boðið upp á veiðarfæri, olíur, hreinsiefni og tengdar útgerðarvörur í miklu úrvali ásamt hlífðarfatnaði, verkfærum og ýmsu fleiru.


Iðnaður og orkumál | 223

Þ

Þrymur hf. www.thrymur.is

jónusta við sjávarútveg í tvo áratugi. Þrymur hf. vélsmiðja á Ísafirði var stofnuð 1. desember 1991 og fagnar því 20 ára starfsafmæli um þessar mundir. Félagið var stofnað til kaupa á húsnæði og tækjabúnaði Vélsmiðjunnar Þórs hf. sem fór í þrot sama ár eftir farsælan rekstur frá árinu 1942. Stofnendur Þryms hf. voru Jónas H. Pétursson vélvirkjameistari og synir hans, Pétur Þ. Jónasson vélvirkjameistari og Valgeir Jónasson vélstjóri ásamt Reyni Ragnarssyni vélstjóra. Aðal markmið stofnenda félagsins var að veita áfram þá góðu þjónustu sem veitt hafði verið af Vélsmiðjunni Þór til skipaflota landsmanna og varðveita fagkunnáttu og miðla henni til komandi kynslóða. Uppistaðan í rekstri félagsins hefur verið rekstur véla- og renniverkstæðis og þjónusta við sjávarútveg auk viðhalds vinnuvéla fyrir ýmsa verktakaþjónustu. Árið 1995 var fyrirtækið Brimeyri ehf. stofnað vegna kaupa á eignum Vélsmiðjunnar Kubba ehf. á Flateyri og tveimur árum síðar stofnaði Þrymur hf. fyrirtækið Frystikerfi ehf. ásamt þeim Hafþóri Svendsen, Jóni Valdimarssyni, Steinari Vilhjálmssyni og Vésteini Marinóssyni. Tilgangur félagsins var að þjónusta og hanna kælikerfi fyrir matvælaiðnað jafnt til sjós og lands.

Jónas H. Pétursson og Pétur Þ. Jónasson.

Árið 2010 festi Þrymur hf. síðan kaup á vörulager Skeljungs hf. í Bolungarvík og opnaði verslun að Suðurgötu 9. Þar eru til sölu allar helstu olíuvörur. Þá hefur starfsmaður Skeljungs hf. aðstöðu í húsnæði Þryms hf. til að annast olíuafgreiðslu á norðanverðum Vestfjörðum. Í dag eru eigendur hjónin Pétur Þ. Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir og eru starfsmenn sjö hjá Þrymi hf. og hefur fyrirtækið yfir að ráða 1.200 fermetra húsnæði að Suðurgötu 9 á Ísafirði auk 300 fermetra húsnæðis á Flateyri.

Starfsmenn frá vinstri; Freyr Björnsson, Friðrik Hagalín Smárason, Kristinn Ísak Arnarsson, Hilmar Hjartarson, Högni Gunnar Pétursson, Ebbe Moshagen, Gunnar Bjarni Ólafsson, starfsmaður Skeljungs, Pétur Þ. Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir.


224 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Ölgerðin Egill Skallagrímsson www.olgerdin.is

Ö

lgerðin Egill Skallagrímsson var stofnuð 17. apríl 1913. Tómas Tómasson var stofnandi fyrirtækisins en hann hafði áður starfað hjá gosdrykkjaverksmiðjunni Sanitas. Ölgerðin er því eitt rótgrónasta iðnfyrirtæki landsins og starfa um 300 manns hjá fyrirtækinu.

Saga og þróun Andri Þór Guðmundsson forstjóri, Pétur Kristján Þorgrímsson aðstoðarforstjóri, og Októ Einarsson stjórnarformaður.

Tómas var einkaeigandi allt fram til ársins 1932 en þá rann Ölgerðin Egill Skallagrímsson saman við Ölgerðina Þór. Tómast átti þó áfram ráðandi hlut. Eftir að Tómas féll frá árið 1978 ráku synir hans Jóhannes og Tómas Agnar Ölgerðina Egil Skallagrímsson í tæpan aldarfjórðung. Þeir ákváðu hins vegar árið 2000 að selja hlut fjölskyldunnar og var samið í árslok við Íslandsbanka-FBA eins og Glitnir hét þá og fjárfestingarfélagið Gildingu. Eigendaskipti urðu í apríl 2002 er Lind ehf. dótturfélag Danóls ehf. keypti Ölgerðina en Lind var í eigu Einars Kristinssonar og Ólafar Októsdóttur. Rekstur Lindar var sameinaður Ölgerðinni og við þann samruna jókst vöruúrval Ölgerðarinnar til muna, en Lind var einn stærsti heildsali landsins á sviði áfengis. Árið 2007 keyptu Andri Þór Guðmundsson og Októ Einarsson Ölgerðina ásamt Kaupþingi sem síðar seldi sinn hluta til nokkurra lykilstjórnenda fyrirtækisins. Í byrjun árs 2008 var Ölgerðin sameinuð Danól ehf. og úr varð eitt allra stærsta fyrirtæki landsins á sínu sviði. Var ákveðið að nafn hins sameinaða fyrirtækis skyldi vera Ölgerðin Egill Skallagrímsson og er starfsemi þess ákaflega víðfeðm. Eftir efnahagshrunið fór Ölgerðin í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og komu nýir hluthafar inn í fyrirtækið með aukið hlutafé annars vegar Arion banki og hins vegar Auður I fagfjárfestasjóður. Í dag er Ölgerðin eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði matvælaframleiðslu, -innflutnings og útflutnings. Í upphafi var lagt upp með að fyrirtækið væri fyrst og fremst iðnfyrirtæki, nú er áhersla lögð á að vera sölu- og markaðsfyrirtæki þar sem gildin eru jákvæðni, áreiðanleiki, hagkvæmni og framsækni.

Nýjar skrifstofur teknar í notkun 2009.

Byggingasaga Upphaflega var fyrirtækið í tveimur kjallaraherbergjum í Þórshamarshúsinu, flutti fljótlega í Thomsen húsið en 1917 flutti Ölgerðin í veglegt húsnæði að Njálsgötu. Var fyrirtækið á nokkrum stöðum í borginni fram á 9. áratug síðustu aldar. Árið 1977 fékk Ölgerðin úthlutað lóð við Grjótháls 7-11 og var húsnæði þar tekið að fullu í notkun 1988. Elsta húsið er þar stendur nú hýsir framleiðslu fyrirtækisins að áfengisframleiðslu undanskilinni. Árið 2000 var ölsuðuhús tekið til notkunar en það er eitt allra fullkomnasta ölsuðuhús í Evrópu. Átta árum síðar 2008 var tekin fyrsta skóflustungan að nýju húsi en ætlunin var að það hýsti alla starfsemi sameinaðs fyrirtækis Ölgerðarinnar og Danóls. Á þeim tíma var fyrirtækið með starfsemi á 8 mismunandi stöðum í borginni og myndi sameinuð starfsemi fela í sér mikið hagræði fyrir fyrirÚr ölsuðuhúsi Ölgerðarinnar.


Iðnaður og orkumál | 225

tækið. Í september 2009 var nýtt hús tekið formlega í notkun en það hýsir bæði vöruhús, skrifstofur og framleiðslu Ölgerðarinnar.

Framleiðsluafurðir og vöruþróun Fyrsta framleiðsluafurð Ölgerðarinnar var Egils Maltextrakt og er enn framleidd í dag. Upphaflega var Malti ætlað að vera eins konar heilsudrykkur og hlaut snemma miklar vinsældir, t.d. drekkur hver Íslendingur að meðaltali um 16 glös af Malti í desember ár hvert. Nokkrum árum síðar var Egils Pilsner settur á markað og líkt og Maltið sló í gegn og er enn framleiddur í dag. Framleiðsla á Egils Appelsíni hófst á 6. áratugnum en drykkurinn er einn allra vinsælasti gosdrykkur landsins. Sala á Malti og Appelsíni er mikil í kringum stórhátíðisdaga enda hefur blanda þessara tveggja drykkja öðlast sess á hátíðarborðum landsmanna. Árið 2007 festi Ölgerðin kaup á fyrirtækinu Sól ehf. Ásamt kaupum á vörumerkinu Floridana af Mjólkursamsölunni hófst nýtt skeið í safaframleiðslu Ölgerðarinnar. Ölgerðin leggur mikla áherslu á framleiðslu bjórs. Árið 2009 var settur á markað nýr bjór undir gömlu vörumerki. Polar beer sem áður var framleiddur fyrir bandaríska hermenn á Miðnesheiði sneri þá aftur. Eftir sem áður er Egils Gull vinsælasti bjór Ölgerðarinnar. Auk gos-, safa- og ölframleiðslu framleiðir Ölgerðin sterkt áfengi en sú starfsemi fer fram í Borgarnesi. Meðal framleiðsluvara eru Brennivín, Tinda Vodka, Reyka Vodka og ýmsar tegundir til útflutnings. Vöruþróun Ölgerðarinnar var öflug á síðasta áratug og hafa fjölmargar nýjar vörur litið dagsins ljós fyrir utan þær sem hafa þegar verið nefndar. Margar af þeim vörum hafa náð að skapa sér gott orð, t.d. Kristall, Kristall Plús og Floridana VIRKNI. Um leið og nýtt húsnæði var tekið í notkun var lítið örbrugghús opnað. Þar fá bruggmeistarar Ölgerðarinnar tækifæri til að prófa sig áfram með bjórstíla sem alla jafna sjást ekki á Íslandi sem íslenskir bjórar. Hlaut brugghúsið nafnið Borg Brugghús. Ölgerðin á hlut í fyrirtækinu Iceland Spring og sér um alla framleiðslu þess. Iceland Spring hefur náð að skapa sér góðan sess á austurströnd Bandaríkjanna og þykir einstaklega gott lindarvatn.

Egils Pilsner hefur verið framleiddur síðan 1917.

Úr Borg Brugghúsi.

Ölgerðin tekur á móti gestum allan ársins hring og býður upp á sérstakar skoðunarferðir. Annars vegar Bjórskólinn sem notið hefur gríðarlegra vinsælda meðal fróðleiksfúsra Íslendinga. Hins vegar er það Taste the Saga, en þar gefst útlendingum færi á að kynnast drykkjarmenningu Íslendinga.

Framleiðsla á Malt & Appelsíni.


226 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

össur hf.

Ö

www.ossur.is

ssur er alþjóðlegt stoð- og stuðningstækjafyrirtæki með forystu í þróun, framleiðslu, dreifingu, sölu og markaðssetningu á spelkum, stuðningsvörum og stoðtækjum. Sem frumkvöðull er fyrirtækið margverðlaunað fyrir hönnun á þessu sviði – þar á meðal fyrir þróun á sviði lífverkfræðilegrar hönnunar. Össur er í samstarfi við fagfólk á heilbrigðissviði sem nýtir sér framleiðslu fyrirtækisins til að ná árangri á sviði lækninga og viðskipta. Markmið fyrirtækisins er að vera helsti frumkvöðull í nýsköpun á sviði stoð- og stuðningstækja og gera fólki kleift að lifa lífinu án takmarkana. Össur hefur tæknilega forystu á stoð- og stuðningstækjamarkaði og stefnir að því að viðhalda stöðu sinni sem eitt af stærstu fyrirtækjum heims á sínu sviði. Stefna fyrirtækisins er að nýta sérhæfða tækni- og efnisþekkingu til að auka gæði og virkni vara fyrirtækisins til þess að auka hreyfigetu þeirra sem nota vörur félagsins. Össur leggur áherslu á að laða til sín hámenntað kunnáttufólk í lykilstöður ásamt því að nýta sér aðgang að þekkingu sérfræðinga utan fyrirtækisins.

Framleiðsludeild Össurar.

Sagan Össur hóf starfsemi sem stoðtækjaverkstæði árið 1971 og var stofnað af stoðtækjafræðingnum Össuri Kristinssyni ásamt nokkrum samtökum fatlaðra á Íslandi. Fyrirtækið var skráð í Kauphöll Íslands árið 1999 og í kauphöll NASDAQ OMX í Kaupmannahöfn 2009. Fyrst þjónaði Össur aðeins innanlandsmarkaði á Íslandi, útflutningur hófst 1986 sama ár og fyrirtækið fékk skráð fyrsta einkaleyfi félagsins. Í gegnum nýsköpun og fyrirtækjakaup hefur það þróast úr því að vera stoðtækjaverkstæði á Íslandi með örfáum starfsmönnum í eitt af stærstu fyrirtækjum á sínu sviði í heiminum. Össur er þekkt fyrir hönnun og framleiðslu á hátæknivörum í flokki stoðtækja og spelkur og stuðningsvörur. Fyrirtækið hefur verið í fremstu röð í rannsóknum og þróunarvinnu frá 1971. Frá árinu 2000 hefur Össur keypt fjölda fyrirtækja í stoðtækjaiðnaðinum og á árunum 2003-2005 bættust einnig við stór stuðningstækjafyrirtæki. Með því að taka höndum saman við önnur framsækin fyrirtæki í greininni, hefur Össur styrkt markaðshlutdeild sína, aukið vöruframboð fyrirtækisins og náð lengra í að bjóða viðskiptavinum sínum heildarlausnir.

Eigendur og stjórnendur Stærstu hluthafar í Össuri eða þeir sem eiga meira en 5% af hlutabréfum eru Willian Demant Invest, ATP, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi. Núverandi stjórnarformaður er Niels Jacobsen og forstjóri er Jón Sigurðsson.

Viðskiptavinir og aðföng Össur er alþjóðlegt fyrirtæki sem starfar á heilbrigðissviði. Össur hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur. Helstu viðskiptavinir fyrirtækisins eru stoðtækjafræðingar, læknar, sjúkraþjálfarar og aðrir hlutaðeigandi í heilbrigðisiðnaðinum.

Re-Flex Shock™ with EVO™.


Iðnaður og orkumál | 227

Skipulag og vinnuferli Höfuðstöðvar Össurar eru á Íslandi. Þar starfar framleiðslusvið, þróunarsvið og fjármálasvið. Össur starfar í 14 löndum víðs vegar um heiminn. Ein af stærstu framleiðsludeildum fyrirtækisins starfar í Reykjavík en þar eru allar helstu stoðtækjavörur fyrirtækisins framleiddar. Rannsóknar- og þróunarvinna stoðtækja fer einnig fram á Íslandi. Fjármálasvið sér um bókhald, áætlunargerð, fjárstýringu, fjárfestatengsl, mannauðsstjórnun og upplýsingatæknimál.

Nútíminn og framtíðin

Flex-Run™ with Nike Sole.

Framtíðarsýn Össurar er að vera forystufyrirtæki í stoð- og stuðningstækjaiðnaðinum. Í mörg ár hefur Össur verið í fremstu röð í hönnun og framleiðslu stoðtækja og stefnir að því að ná sama árangri innan stuðningstækjaiðnaðarins.

Mannauður og starfsmannafjöldi Hjá Össuri starfa um 1.850 starfsmenn, 350 starfsmenn á Íslandi og 1.500 starfsmenn á öðrum starfsstöðvum víðs vegar um heiminn. Nær allir starfsmenn fyrirtækisins eru í fullu starfi og fara því ársverk saman við fjölda starfsmanna. Um það bil helmingur starfsmanna Össurar er með háskólamenntun. Menntun starfsmanna er fjölbreytt en flestir eru útskrifaðir frá tækni- og verkfræðideild, viðskiptafræðideild og tölvufræðideild, það sama á við um stjórnendur. Kynjaskipting er 46% konur og 54% karlar. Starfsmannavelta hefur verið um 20% síðustu ár enda hefur vöxtur hjá fyrirtækinu og fjölgun verið um 10%.

Endurmenntun og starfsmannastefna Markmið Össurar er að fyrirtækið hafi yfir að ráða hæfu, áhugasömu og vel þjálfuðu starfsfólki sem axlar ábyrgð og sýnir frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Starfsfólk á að geta tekið virkan þátt í framþróun fyrirtækisins í alþjóðlegu umhverfi þess. Lögð er áhersla á að starfsmenn þekki hlutverk og gildi fyrirtækisins sem og gæðastefnu. Að starfsmenn tileinki sér markviss vinnubrögð og frumkvæði í starfi. Áhersla er lögð á að fyrirtækið sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem starfsfólk er búið undir krefjandi verkefni með markvissri og skipulagðri þjálfun. Fyrirtækinu er ljóst mikilvægi sí- og endurmenntunar. Til þess að fyrirtækið geti vaxið, þroskast og haldið samkeppnisstöðu sinni í síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi er mikilvægt að starfsfólk fái tækifæri til að auka við þekkingu sína og færni.

PROPRIO FOOT®.

Starfsmannafélag og félagslíf Hjá Össuri er starfandi starfsmannafélag sem sér um að halda árshátíð, jólagleði, vorferðir og annað sem til fellur. Hlutverk starfsmannafélagsins er að virkja félagsvitund starfsmanna. Einnig er í boði fyrir starfsmenn að leigja sumarbústað sem starfsmannafélagið sér um. Í stjórn starfsmannafélagsins eru kosnir 7 starfsmenn og eru þeir kosnir til tveggja ára í senn.

Velta og hagnaður Á árinu 2011 nam heildarsala fyrirtækisins 401 milljón Bandaríkjadala og söluvöxtur var 9%, mælt í staðbundinni mynt. Öll landsvæði og vörumarkaðir sýndu vöxt á árinu. Sala á spelkum og stuðningsvörum var sérstaklega góð og skilaði 15% söluvexti, mælt í staðbundinni mynt. Söluvöxtur í stoðtækjum var ágætur eða 4%, mælt í staðbundinni mynt. Arðsemi – EBITDA nam 76 milljónum Bandaríkjadala eða 19% af sölu. Framlegð nam 249 milljónum dala eða 62% af sölu og hagnaður nam 37 milljónum dala eða 9% af sölu.Flutningar og samgรถngurFlutningar og samgöngur | 231

Flug á Íslandi fyrsta áratug nýrrar aldar

S

Þorgeir Pálsson

íðasta áratug tuttugustu aldar var stöðug aukning í farþega- og vöruflutningum upp á 5-7 prósent á ári á heimsvísu. Vöxturinn var á nánast öllum sviðum flugsins. Teknar voru í notkun stærri og hagkvæmari flugvélar. Fram á sjónarsviðið kom þriðja kynslóð flutningaþota, sem skapaði mörg ný tækifæri með auknu langdrægi og sparneytni. Þetta varð til þess að mikið framboð var á góðum notuðum flugvélum á hagstæðu verði. Þessi þróun lagði grunninn að stofnun hinna svokölluðu lágfargjalda flugfélaga og flugfélaga, sem gera út á að þjóna öðrum flugfélögum með afkastagetu sinni og lágum tilkostnaði. Flug í heiminum stóð því að mörgu leyti á tímamótum um síðastliðin aldamót. Flugmálayfirvöld höfðu mestar áhyggjur af því að afkastageta flugsamgöngukerfisins, sérstaklega stærstu flugvallanna í Evrópu og Norður-Ameríku, væri ekki næg til að anna sívaxandi flugumferð. Jafnframt var ljóst að auka þyrfti afköst í flugumferðarstjórnun til að sinna vaxandi umferð með viðunandi hætti og án seinkana, sem voru farnar að valda erfiðleikum á annatímum bæði austan hafs og vestan. Þrátt fyrir að afturkippur yrði í flugi í heiminum í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum hinn 11. september 2001, töldu menn að farþegaflug mundi tvöfaldast á fyrstu 15 árum 21. aldar. Niðursveiflan sem varð í flugi um allan heim vegna fjármálakreppunnar, sem hófst árið 2008, og stöðugt hækkandi eldsneytisverðs urðu þó til að draga nokkuð úr þessum vexti. Þrátt fyrir þessa erfiðleika voru heildarflutningar í áætlunarflugi milli landa 52% meiri árið 2010 en þeir höfðu verið um aldamótin. Mest varð aukningin í Asíu, einkum í Kína og Indlandi en mun minni á Vesturlöndum. Þróunin á Íslandi Almennt var þróun íslenskra flugmála í takt við þróunina á Vesturlöndum á fyrsta áratug aldarinnar. Í flugi milli Íslands og annarra landa voru farþegar orðnir tæp 1,5 milljónir talsins um aldamótin en voru rúmlega 1,8 milljónir árið 2010. Þessi tala náði hinsvegar hámarki árið 2007 þegar farþegar í millilandaflugi urðu tæpar 2,3 milljónir. Mikill samdráttur varð í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 líkt og gerðist í öllum hinum vestræna heimi. Þessi þróun kom fram í alþjóðlegri flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið, sem dróst nokkuð saman eftir að hafa náð hámarki árið 2008 þegar um 110 þús. flugvélar komu inn á svæðið. Innanlandsflugið hafði aukist mikið undir lok tuttugustu aldar vegan óheftrar samkeppni. Farþegafjöldi náði hámarki árið 1999 og varð þá tæp hálf milljón. Síðan varð nokkur samdráttur og hefur fjöldi farþega í innanlandsflugi verið nær 400 þúsundum á ári að meðaltali fyrsta áratug aldarinnar.

Dr. Þorgeir Pálsson prófessors og fyrrverandi flugmálastjór.


232 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir stækkun.

Umsvif íslenskrar flugstarfsemi Árið 2012 var kynnt viðamikil úttekt á umfangi íslenskrar flugstarfsemi. Þessi úttekt var gerð að tilhlutan Alþjóðasambands flugfélaga (IATA), sem fékk fyrirtækið Oxford Economics (OE) til verksins. Samkvæmt skýrslu OE er niðurstaðan sú að árið 2010 hafi flugrekstur landsmanna skilað ríflega 102 milljörðum króna til vergrar landsframleiðslu (VLF), sem námu um 6,6% af heildinni. Jafnframt kom í ljós, að þessi starfsemi stendur undir um 9.200 störfum hér á landi og að verðmætasköpun hvers starfsmanns á sviði flugsamgangna var að meðaltali um 16 milljónir króna á ári. Er það um það bil 70% hærri upphæð en meðalframleiðni á Íslandi. Auk hinna beinu efnahagslegu áhrifa er ljóst, að flugsamgöngur til og frá landinu eru undirstaðan undir viðskiptum landsmanna við önnur ríki sem og hvers konar öðrum samskiptum við umheiminn ekki hvað síst á sviði ferðaþjónustu. Þessi áhrif eru í skýrslu OE mæld í svonefndum tengjanleika, sem hefur verið reiknaður út fyrir flest ríki í heiminum. Niðurstaðan er, að Ísland hafi verið með hæstan tengjanleika af öllum þessum ríkjum árið 2010. Næst á eftir koma Sameinuðu arabísku furstadæmin, Hong Kong og Singapore. Þessi öfundsverða staða landsins skapar mikla framtíðarmöguleika fyrir alþjóðleg viðskipti, erlenda fjárfestingu og hvers konar alþjóðlega starfsemi á Íslandi auk tækifæra fyrir íslensk fyrirtæki til að auka umsvif sín erlendis.


Flutningar og samgöngur | 233

2500000

2000000

1500000

1000000

500000

0 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 Bro/ararfarþegar

Komufarþegar

Áningafarþegar

Farþegar milli landa. Flugrekstur – millilandaflug Öflug flugstarfsemi, sérstaklega flugrekstur, skiptir miklu máli fyrir þjóðfélagið. Umsvif íslensku flugfélaganna jókust jafnt og þétt í upphafi 21. aldarinnar enda fóru flugfélögin ekki varhluta af hinni miklu uppgengni í atvinnulífi hér á landi og í nágrannalöndunum. Aukin kaupgeta einstaklinga hér á landi hafði líka mikil áhrif á eftirspurnina eftir flugi auk vaxandi fjölda erlendra ferðamanna. Þetta gerðist þrátt fyrir verulegan afturkipp í flugi í heiminum árið 2001 eftir árásirnar á tvíburaturnana í New York og aftur í kjölfar bankakreppunnar, sem skall á með fullum þunga í lok ársins 2008. Segja má að íslensk flugfélög hafi sýnt ótrúlega mikla getu til að standast fjárhagslega örðugleika á tímum, þegar mörg af stærstu flugfélögum heims börðust í bökkum og urðu jafnvel gjaldþrota. Á tímabilinu var nafni Flugleiða breytt í Icelandair og hélt félagið áfram að vera burðarásinn í flugsamgöngum milli Íslands og umheimsins. Tíð eigendaskipti og umbreytingar í yfirstjórn félagsins urðu ekki til að breyta þessu hlutverki og farþegaflutningur milli meginlandanna hélt áfram að dafna. Þannig efldist flug Icelandair gegnum Keflavíkurflugvöll


234 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

jafnt og þétt allan áratuginn en félagið flutti í lok áratugsins um það bil þrjá af hverjum fimm farþegum í millilandaflugi til og frá landinu. Má segja að hið nýja leiðakerfi, sem Flugleiðir innleiddu í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar og byggðist á að nota Keflavíkurflugvöll sem alhliða skiptistöð milli flugvalla í Evrópu og Norður-Ameríku, hafi endanlega sannað ágæti sitt og opnað nýja markaði í farþegaflugi milli heimsálfanna. Íslendingar voru þar með komnir í þá stöðu að njóta daglegra flugferða til helstu flugvalla í norðanverðri V-Evrópu og N-Ameríku. Árið 2012 var þannig nær daglegt flug allt árið um kring til átta stærstu flugvalla í V-Evrópu og til fimm áfangastaða í Norður-Ameríku og jafnvel fleiri en eitt flug á dag til Kaupmannahafnar og London. Yfir sumartímann fjölgaði áfangastöðum enn frekar og urðu vel á fjórða tug. Þessi þróun er mikilvæg undirstaða fyrir ferðaþjónustu landsmanna og forsenda fyrir auknum alþjóðlegum viðskiptatengslum og fjárfestingum erlendra aðila hér á landi. Þá byggist útflutningur á ferskum fiski á öruggum og tíðum ferðum til áfangastaða í Evrópu og N-Ameríku. Alls verður Icelandair með átján B 757 þotur í förum sumarið 2012 auk þess sem breiðþotur af B 767gerð hafa verið í leiguverkefnum erlendis.


Flutningar og samgöngur | 235

B 737-700 flugvél Primera Air í flugtaki á Akureyrarflugvelli.

Air Atlanta hefur frá upphafi fylgt því viðskiptalíkani að selja öðrum flugfélögum þjónustu með því að láta í té flugvélar ásamt áhöfnum og bera ábyrgð á flugrekstrinum. Upp úr aldamótunum var svo komið að félagið flutti um fjórar milljónir farþega á ári og var þar með orðið eitt stærsta flugfélag sinnar tegundar í heiminum. Árið 2005 voru Íslandsflug og Air Atlanta sameinuð undir nafni hins síðarnefnda og urðu hluti af Avion Group, sem þá hafði verið stofnað til að sinna alþjóðlegum flutningum á sjó og í lofti. Íslandsflug hafði þá um nokkurt skeið lagt áherslu á að hasla sér völl erlendis einkum í flutningaflugi fyrir erlend flugfélög. Hið sameinaða félag var því mjög stórt í sniðum og voru á fimmta tug stórra þota skráðar í flota félagsins þegar best lét. Á undanförnum árum hefur fyrirtækið hins vegar gengið í gegnum mikla endurskipulagningu eftir að félagið var keypt af stjórnendum þess. Aukin áhersla hefur verið lögð á vöruflutningaflug fremur en farþegaflug. Jafnframt drógust heildarumsvif félagsins verulega saman. Air Atlanta er þó enn stórt flugfélag, sem er með um tuttugu breiðþotur í flugflota sínum. Önnur íslensk flugfélög, sem hafa stundað millilandaflug, sinna fyrst og fremst leiguflugi með farþega og vörur. Hér má nefna Primera Air (áður JetX og MD flugfélagið), sem er í eigu ferðaskrifstofunnar Heimsferðir og Bluebird vöruflutningaflugfélagið. Árið 2010 flutti Primera Air skráningu flugflota síns, sem samanstóð af átta B 737-800 þotum, til Danmerkur til að nýta sér víðtækari réttindi til flugs út fyrir Evrópska efnahagssvæðið. Flugfélagið flutti einnig aðsetur sitt en er þó með starfsstöð hér á landi. Bluebird var stofnað árið 2000 og hefur hægt og bítandi unnið sér sess í vöruflutningaflugi til og frá Íslandi og innan Evrópu. Á einum áratug hefur flugflotinn stækkað í sex B 737 vöruflutningaþotur. Um tíma var Bluebird í eigu Icelandair, en það var selt árið 2010. Önnur þróun, sem varð á áratugnum var að stofnað var eins konar flugfélag árið 2003, sem nefnist Iceland Express. Þetta félag er þó ekki flugfélag í venjulegum skilningi heldur leigir það flugvélar af flugfélagi, sem hefur öll nauðsynleg réttindi til að stunda flutningaflug. Þessi starfsemi hefur þróast með þeim hætti að í árið 2011 flutti þetta félag nær einn af hverjum fimm farþegum á milli Íslands og annarra landa. Auk flugs um Keflavíkurflugvöll hefur Iceland Express haldið uppi nokkru millilandaflugi frá Akureyri yfir sumartímann. Annað flugfyrirtæki, WOW Air, var stofnað í byrjun árs 2012 á sama grundvelli og Iceland Express.


236 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

500000

450000

400000

350000

300000

250000

200000

150000

100000

50000

0 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011

Farþegar innanlands.

Innanlandsflug og almannaflug Eftir að flug innanlands var gefið frjálst árið 1997 hófst mikil samkeppni í innanlandsflugi milli Flugfélags Íslands og Íslandsflugs. Einkum var hún hörð á flugleiðunum frá Reykjavík til Akureyrar og Egilsstaða með miklum undirboðum á flugfargjöldum. Bæði flugfélögin voru rekin með verulegu tapi um þriggja ára skeið, en um aldamótin dró Íslandsflug sig að miklu leyti út úr innanlandsfluginu. Segja má að niðurstaðan sé sú að ekki sé grundvöllur fyrir því að fleiri en eitt flugfélag sé að sinna sömu flugleiðum vegan smæðar markaðarins. Flug á flugleiðum til minnstu flugvallanna (Bíldudals, Gjögurs, Sauðárkróks, Grímseyjar, Þórshafnar og Vopnafjarðar) hefur hins vegar verið styrkt af ríkinu og boðið út. Flugfélagið Ernir hóf flug frá Reykjavík árið 2007 einkum á styrktum flugleiðum en þetta flugfélag hafði áður annast flug frá Ísafirði í rúma þrjá áratugi. Flugfélag Íslands annaðist einnig slíkt flug frá Akureyri til áfangastaða á NA-landi og leiguflug til Grænlands eins og það hafði gert um árabil. Árið 2008 tók nýtt flugfélag, Norlandair,


Flutningar og samgöngur | 237

F50 flugvél Flugfélags Íslands í farþegaflugi.

við þessum rekstri. Frá Akureyri er einnig stundað sjúkraflug, sem Mýflug annast með samningi við heilbrigðisyfirvöld. Því má segja að á fyrsta áratug aldarinnar hafi innanlandsflugið náð ákveðnum stöðugleika hvað varðar skipulag og rekstur. Fjöldi flugfarþega hefur dregist nokkuð saman en slíkt hlaut að gerast þegar hömlulausri samkeppni linnti um aldamótin og eins þegar fjármálakreppan skall á árið 2008. Á móti þessari þróun vegur að flug Flugfélags Íslands og nú Norlandair til Grænlands hefur stöðugt aukist og styrkt stoðir þessara fyrirtækja. Þyrluflug hefur á undanförnum árum einnig verið að styrkjast þótt slíkur rekstur sé um margt erfiður hér á landi vegan smæðar markaðarins. Tvö fyrirtæki, Þyrluþjónustan og Norðurflug, hafa annast leiguflug með þyrlum um nokkurra ára skeið frá Reykjavíkurflugvelli, Umsvif þyrludeildar Landhelgisgæslunnar hefur einnig aukist mikið eftir brotthvarf varnarliðsins frá landinu árið 2006, sem hafði rekið öfluga þyrlusveit á Keflavikurflugvelli um áratuga skeið. Flugi hér á landi verða ekki gerð full skil án þess að geta þess, sem stundum er nefnt almannaflug. Í því samheiti felst m.a. einkaflug af ýmsum toga og flugkennsla auk svifflugs og flugs á mjög léttum flugvélum. Þessi tegund flugs hefur átt undir högg að sækja vegna íþyngjandi reglugerða, sem teknar hafa verið upp af Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA). Þetta stafar að hluta til af því að nýjar reglur um flutningaflug hafa gjarnan verið yfirfærðar á almannaflugið án tillits til aðstæðna. Þess er þó vænst að nokkrar breytingar verði á þessu ástandi í náinni framtíð. Öflug starfsemi flugskóla og gróskumikið einkaflug hefur frá upphafi verið mikilvæg undirstaða íslensks flugreksturs.


238 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

B 757-200 flugvél Icelandair.

Hlutur flugmálayfirvalda Frá upphafi flugsins í byrjun tuttugustu aldarinnar hefur aukið flugöryggi verið eitt helsta viðfangsefni þeirra sem að hönnun og rekstri loftfara hafa komið. Þetta hefur borið þann árangur að almennt er mun öruggara að fljúga með viðurkenndu flugfélagi milli tveggja staða en að aka á milli þeirra í bifreið. Þessi árangur hefur náðst með betri tækni, aukinni þjálfun, fullkomnari reglum og starfsaðferðum og með því að rannsaka og skilja orsakir flugslysa þannig að hindra megi eða koma í veg fyrir að þau endurtaki sig. Mikilvægur hluti þessa ferlis er að koma upp skilvirkum eftirlitskerfum bæði innra eftirliti flugrekenda jafnt og óháðu ytra öryggiseftirliti. Í þessu sambandi hafa íslensk flugmálayfirvöld ætíð lagt mikla áhersla á vera í nánu sambandi við Alþjóðaflugmálastofnunina (ICAO) í Montreal sem ber ábyrgð á að ríki heimsins fylgi þeim stöðlum og tilmælum, sem stofnunin setur. Þetta hefur m.a. verið gert með aðild að sendinefnd og skrifstofu Norðurlandanna hjá ICAO. Innleiðsla reglugerða Flugöryggissamtaka Evrópu (JAA), sem Flugmálastjórn vann að í samvinnu við samgönguráðuneytið á tíunda áratugnum, var mikið heillaspor fyrir íslensk flugmál. Þessar nýju reglur komu í stað reglugerðarumhverfis, sem var um margt óviðunandi, þótt það væri vissulega byggt á og uppfyllti staðla og tilmæli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO). Reglur ICAO eru hins vegar í eðli sínu rammi, sem gerir kröfu til að einstök ríki byggi upp reglugerðarverk innan þessa ramma og með tilvísun til hans. Þar sem Ísland hafði ekki burði til að skrifa fullkomið eigið regluverk af þessu tagi var um langt árabil stuðst við erlendar reglugerðir og þá gjarnan bandarískar reglur. Þessi ráðstöfun var um margt rökrétt enda voru flestir íslenskir tæknimenn á sviði flugsins menntaðir í Bandaríkjunum og stór hluti flugflotans framleiddur vestanhafs. Í sumum efnum var þó ekki hægt um vik að nota bandarískar reglur og voru þá valdar aðrar erlendar reglur eftir því sem skynsamlegt þótti. Gallinn var sá að engin þessara erlendu reglugerða hafði lagagildi samkvæmt íslenskum lögum. Úrræðin til að framfylgja þeim í íslenska réttarkerfinu voru því fremur fátækleg.


Flutningar og samgöngur | 239

Af þessari ástæðu voru JAA-reglurnar mikil framför sem helstu flugþjóðir Vestur-Evrópu komu sér saman um að setja og framfylgja. Ekki sakaði að grunnur JAA-reglugerðanna var fenginn frá Bandaríkjunum. Starfsmenn Flugmálastjórnar tóku virkan þátt í að smíða þessar reglugerðir á vettvangi JAA og gættu þess að tekið væri tillit til íslenskra aðstæðna. Þessar reglugerðir opnuðu möguleika íslenskra flugfélaga til að nýta sér til hins ýtrasta þau réttindi, sem felast í EES samningnum og gerðu íslenskum flugmönnum kleift að öðlast flugréttindi alls staðar í álfunni í krafti JAA-flugskírteina. Stimpill JAA varð jafnframt gæðastimpill í flugi utan Evrópu, sem auðveldaði flugrekstur fjarri heimaslóðum. Ein meginástæða þess hve þessi þróun gekk í raun hratt fyrir sig er sú að samhliða innleiðingunni var hafist handa um að gera allsherjar úttektir á frammistöðu flugmálayfirvalda í einstökum ríkjum. Slíkar úttektir voru gerðar af JAA samtökunum annars vegar og Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) hins vegar. Flugmálastjórn Íslands var þannig tekin út af ICAO í fyrsta sinn árið 2001 og fékk ágætan vitnisburð. Hér var um að ræða nýjung í starfsemi ICAO, en ekki hafði tíðkast að meta með formlegum úttektum hvernig einstök ríki stæðu sig í að innleiða og fylgja eftir alþjóðlegum öryggisreglum. Af hálfu ICAO var um að ræða viðbrögð við vaxandi gagnrýni á hvernig stofnunin hefði treyst á að ríkin stæðu við skuldbindingar sínar á sviði flugöryggismála án sérstaks eftirlits. Þá var ljóst að aukin flugumferð í heiminum mundi hafa í för með sér fleiri flugslys ef ekkert væri að gert til að draga úr tíðni slíkra slysa. Fjölmargar úttektir hafa verið gerðar á frammistöðu Flugmálastjórnar Íslands af JAA og síðar EASA í þessu ferli. Hafa þær undantekningarlaust verið mjög jákvæðar þótt að sjálfsögðu hafi verið gerðar ýmsar athugasemdir varðandi þætti sem betur mættu fara. Því er ljóst að því meginmarkmiði hefur verið náð að Ísland sé í flokki þeirra Evrópuríkja sem best standa sig í flugöryggismálum. Náin samvinna við Norðurlöndin hefur ætíð verið mikilvægur þáttur á þessu sviði. Hér á landi urðu miklar umræður í fjölmiðlum um þessi mál í tengslum við hörmulegt flugslys í Skerjafirði í ágúst árið 2000, þar sem eins hreyfils Cessna-flugvél fórst og með henni sex manns. Niðurstaða Rannsóknarnefndar flugslysa um að flugvélin hefði orðið eldsneytislaus var dregin í efa og upp hófst mikil umræða í fjölmiðlum um að flugmálayfirvöld, og þá sérstaklega Flugmálastjórn, hefðu brugðist eftirlitshlutverki sínu. Jafnframt var velt upp öllum atriðum, sem þóttu sýna fram á að orsök slyssins væri ekki sú sem Rannsóknarnefnd flugslysa hafði komist að. Að lokum fór sérstök rannsóknarnefnd, að stórum hluta skipuð erlendum sérfræðingum, yfir málið á nýjan leik í ljósi allra þeirra gagna og fullyrðinga, sem fram höfðu komið varðandi þetta slys. Niðurstaða þessarar rannsóknarnefndar varðandi orsakir slyssins voru hinar sömu og upphaflegu rannsóknarnefndarinnar að flugvélin hefði orðið eldsneytislaus. Þrátt fyrir framangreint slys má fullyrða að flugöryggi á fyrsta áratug hinnar nýju aldar hafi verið með besta móti þótt erfitt sé að sanna slíkt vegna hlutfallslega lítilla umsvifa, sem gerir erfitt er um vik að leggja marktækt tölfræðilegt mat á þennan þátt.


240 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

J-3 Piper Cup yfir Selfossi.

Endurskipulagning Flugmálastjórnar Í upphafi aldarinnar fóru breytingar að verða á skipulagi flugstarfsemi á vegum hins opinbera í mörgum nágrannalöndum. Flugmálastjórnir á Norðurlöndunum höfðu frá upphafi vega annast stóran hluta þessarar starfsemi, sem fólst einkum í að reka flesta flugvelli og flugleiðsöguþjónustu hver í sínu heimalandi auk þess að annast hvers konar stjórnsýslu og annast eftirlit á sviði flugöryggis. Danir riðu á vaðið árið 2001 með því að aðskilja flugleiðsöguþjónustuna frá stjórnsýslunni en áður höfðu flugvellirnir verið einkavæddir eða settir undir viðkomandi sveitarfélög. Hin Norðurlöndin fylgdu í kjölfarið, fyrst Norðmenn en síðar Svíar og Finnar. Árið 2007 var Flugmálastjórn Íslands skipt upp þannig að til varð stjórnsýslu- og eftirlitsstofnun með sama nafni. Þjónustustarfsemin fluttist hinsvegar í nýtt opinbert hlutafélag, sem hlaut nafnið Flugstoðir ohf.. Jafnframt var tekið upp alþjóðlega nafnið Isavia, þar sem fyrir lá að íslenska heitið gæti orðið útlendingum ókunnuglegt og óþjált í framburði. Með þessari uppskiptingu jókst formlegt eftirlit með flugvalla- og flugleiðsöguþjónustunni, sem jafnframt var nú á hendi sjálfstæðrar eftirlitsstofnunar. Eftir brotthvarf varnarliðsins frá landinu árið 2006 var jafnframt tekin ákvörðun um að stofna sérstakt opinbert hlutafélag, sem hlaut nafnið Keflavíkurflugvöllur ohf., til að annast rekstur Keflavíkurflugvallar. Ljóst var frá upphafi að verulegur ávinningur fælist í að sameina rekstur allra flugvalla á landinu annars vegar og rekstur flugleiðsöguþjónustu hins vegar, annaðhvort í tveimur sérhæfðum félögum eða einu stóru fyrirtæki. Varð síðari kosturinn fyrir valinu. Þannig var rekstur allra flugvalla og flugleiðsöguþjónustu á landinu sameinaður í einu opinberu hlutafélagi, Isavia, í maí árið 2010.

Uppbygging og rekstur innviða Ljóst er að flug með farþega og vörur verður ekki stundað nema til staðar séu góðir flugvellir sem uppfylla þá alþjóðlegu staðla, sem gerðir eru til slíkra mannvirkja. Sama gildir um flugleiðsögu, þar með talda fjarskiptaþjónustu, sem er nauðsynleg til að tryggja að loftför geti flogið milli staða með fullu öryggi þrátt fyrir mislynd veður og umferð annarra loftfara á sömu slóðum. Hér á landi eins og víða annars staðar í heiminum er það á hendi hins opinbera að sjá til þess að slíkir innviðir séu fyrir hendi og að þeir uppfylli alþjóðlega staðla. Þannig hafði ríkið frá upphafi rekið alla flugvelli landsins nema hvað sérstakt skipulag hafði ríkt á Keflavíkurflugvelli allar götur frá því að bandarískt varnarlið á vegum Norður-Atlantshafsbandalagsins kom til landsins í byrjun sjötta áratugs tuttugustu aldar. Utanríkisráðuneytið fór þá með yfirstjórn mála á flugvellinum, sem var að stórum hluta rekinn á kostnað bandarískra heryfirvalda. Aðrir flugvellir og stærsti hluti flugleiðsöguþjónustunnar var hins vegar byggð upp og rekin af Flugmálastjórn Íslands undir yfirstjórn samgönguráðherra í samræmi við stefnumótun samgönguáætlunar.


Flutningar og samgöngur | 241

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tekur við lykli að Kosovo-flugvelli árið 2004.

Keflavíkurflugvöllur Rekstur Keflavíkurflugvallar tók miklum breytingum á fyrsta áratug aldarinnar. Þessi stærsti flugvöllur landsins hafði um hálfrar aldar skeið verið undir stjórn utanríkisráðuneytisins ásamt öllum landsvæðum, sem töldust til varnarsvæða. Allan þann tíma hafði veruleg óvissa ríkt um hver bæri ábyrgð á stjórnsýslu borgaralegrar flugstarfsemi á flugvellinum. Eftir brottför varnaliðsins frá Íslandi árið 2006 var tekin sú ákvörðun að rekstur flugvallarins skyldi færast til samgönguráðuneytisins og hlíta eftirliti Flugmálastjórnar Íslands í einu og öllu. Jafnframt var mönnum ljóst, að finna yrði betra rekstrarform fyrir flugvöllinn en þann að hann væri hefðbundin ríkisstofnun. Um aldamótin hafði rekstri flugstöðvar Leifs Eiríkssonar verið breytt í hlutafélags. Fyrsta skrefið var því að stofna hlutafélag um rekstur flugvallar og flugstöðvar. Var það gert árið 2008 þegar Keflavíkurflugvöllur hf. varð til. Um aldamótin var ráðist í mikla stækkun flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, sem fólst í að koma upp nýrri byggingu við suðurenda landgangsins, sem tengir flughlið stöðvarinnar við aðalhluta hennar. Umferð um flugstöðina, sem tekin var í notkun árið 1987, hafði aukist langt umfram afköst hennar og því var nauðsynlegt að fjölga flugstæðum og flughliðum, þannig að hægt væri að koma farþegum til og frá borði án þess að nota flutningavagna sem grípa þurfti til um tíma. Þær breytingar sem urðu á rekstri Keflavíkurflugvallar við brottför varnarliðsins árið 2006 urðu til þess að mikill kostnaður féll á íslenska ríkið, sem áður hafði verið borinn af bandaríska hernum. Einnig höfðu verið tekin fjárfestingarlán vegna framkvæmdanna við flugstöðina, sem urðu þungur baggi í kjölfar hruns fjármálakerfisins í árslok 2008. Því var óhjákvæmilega að auka tekjur flugvallarins með hækkun hvers konar gjalda á flugfélögin og flugfarþega. Flugvöllurinn hlaut hinsvegar viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) sem besti flugvöllur í Evrópu með færri en 2 milljónir farþega árin 2010 og 2011. Í lok áratugarins var umferð um flugvöllinn farin að aukast á ný. Þannig var fjöldi flugfarþega, sem fór um Keflavíkurflugvöll árið 2011 orðinn 2,1 milljónir talsins, sem er nærri fyrra hámarki, sem náðist árið 2007. Útlit er fyrir áframhaldandi fjölgun á komandi árum með vaxandi straumi erlendra ferðamanna og auknum tengingum milli áfangastaða austan hafs og vestan. Vöruflutningar í flugi um Keflavíkurflugvöll jukust mjög um miðjan áratuginn og náðu hámarki árið 2007 þegar rúm 60 þús tonn af vörum fóru um flugvöllinn. Mikill samdráttur varð í þessum flutningum, einkum til landsins, eftir að efnahagskreppan skall á árið 2008. Þessir flutningar eru mun minni að umfangi en farþegaflutningarnir þar sem 100 þús. tonn af vörum og pósti samsvara um það bil einni milljón farþega.


242 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Reykjavíkurflugvöllur árið 2007.

Reykjavíkurflugvöllur Skömmu fyrir aldamótin hafði verið ákveðið af stjórnvöldum að ráðast í endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar enda ekki seinna vænna. Flugvöllurinn var byggður af breska hernum skömmu eftir að Ísland var hernumið og tekinn í notkun ári síðar vorið 1941. Framkvæmdin tók skamman tíma og augljóst að ekki var ætlast til að mannvirkið entist í marga áratugi. Þrátt fyrir nokkrar endurbætur sem gerðar voru á flugbrautum flugvallarins á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar var ljóst að endurbyggja þyrfti flugvöllinn frá grunni. Þetta var gert á árunum 1999 til 2002. Þrátt fyrir góða samvinnu við borgaryfirvöld um undirbúning þessarar framkvæmdar hófust miklar deilur um framtíð flugvallarins þegar verkefnið var nýhafið. Efnt var til atkvæðagreiðslu meðal kjósenda í Reykjavík, þar sem naumur meirihluti taldi að loka ætti flugvellinum og nýta landið til að reisa íbúðarbyggingar. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var þó aðeins rúm 37% í niðurstöður hennar því ekki marktækar. Í framhaldi af því var ákveðið af hálfu borgaryfirvalda að aðeins ein flugbraut yrði til staðar eftir árið 2016 og að flugvellinum skyldi lokað að fullu árið 2024. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu varð engin töf á framkvæmdum við endurbyggingu flugbrautanna og nýrrar akbrautar, sem lauk að fullu árið 2002. Áform um að byggja flugstöð, sem hluta af samgöngumiðstöð til að taka við af gömlu flugstöð Flugfélags Íslands og Umferðarmiðstöðinni, urðu hins vegar að engu þrátt fyrir ítrekað samkomulag borgar og ríkis þar að lútandi. Í lok fyrsta áratugar aldarinnar var því ástand mála í afgreiðslu farþega í innanlandsflugi og flugi til Grænlands og Færeyja óbreytt frá því sem verið hafði nánast frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar, þótt gerðar hafi verið ýmsar endurbætur á gömlu byggingunni og hún stækkuð lítillega. Engin áform eru um að breyta þessu ástandi, sem talið er alls óviðunandi fyrir vaxandi straum farþega ekki síst erlendra ferðamanna. Jafnframt halda deilur milli borgar- og samgönguyfirvalda um framtíð flugvallarins áfram, en hann gegnir lykilhlutverki í að tengja hinar fjarlægari byggði á Norður- og Austurlandi við höfuðborgina. Jafnframt er hann mikilvægur varaflugvöllur fyrir millilandaflug og aðaláfangastaður fyrir sjúkraflug af landsbyggðinni. Þá skiptir miklu máli frá almennu öryggissjónarmiði að tveir flugvellir séu á suðvesturhorni landsins, þar sem tveir af hverjum þremur landsmönnum eru búsettir.


Flutningar og samgöngur | 243 Aðrir flugvellir Árið 2008 var ráðist í að lengja og endurbæta flugbrautina á Akureyrarflugvelli, þannig að algengar farþegaþotur gætu hafið flug frá flugvellinum án þyngdartakmarkana. Þá var komið upp nýju blindaðflugi úr suðri, sem mun auka enn á áreiðanleika flugs til Akureyrar. Þessar framkvæmdir eru til þess fallnar að auðvelda millilandaflug um Akureyrarflugvöll auk þess að bæta hann sem innanlandsflugvöll og miðstöð sjúkraflugs á Íslandi. Auk þessara framkvæmda var flugstöðin á Egilsstöðum stækkuð og byggður nýr flugturn á Ísafirði. Aðrar framkvæmdir við flugvelli á Íslandi hafa fyrst og fremst beinst að viðhaldi flugbrauta, búnaðar og mannvirkja. Mörg brýn verkefni vegna aukinna evrópskra öryggiskrafna til flugvalla bíða þó úrlausnar. Hér er einkum um að ræða kröfur um hvers konar öryggissvæði kringum flugbrautir, en víða er erfitt að koma slíku við hér á landi vegna landfræðilegra aðstæðna. Þá þarf að bæta stórlega aðstöðu fyrir stórar flugvélar á varaflugvöllum landsins fyrir millilandaflug á Akureyri og Egilsstöðum. Rekstur flugleiðsöguþjónustunnar. Ísland hefur allar götur frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar veitt flugleiðsöguþjónustu fyrir alþjóðlegt flug á stóru alþjóðlegu svæði norðan 61. breiddargráðu á Norður-Atlantshafi. Þessi starfsemi, sem oftast er nefnd alþjóðaflugþjónustan, hefur allar götur frá 1948 verið rekin samkvæmt alþjóðlegum samningi á vegum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO). Hún hefur því um langt árabil verið ein af tryggustu útflutningsatvinnugreinum þjóðarinnar enda langmestur hluti kostnaðarins verið greiddur af alþjóðlegu flugi milli meginlandanna. Voru efnahagsleg áhrif þessarar starfsemi um aldamótin talin jafngilda rekstri fimm til sex skuttogara. Árið 2011 námu heildartekjur Íslendinga af þessari þjónustu um 35 milljónum bandaríkjadollara eða rúmum 4 milljörðum íslenskra krónna. Þessi starfsemi var lengst af rekin af þremur opinberum stofnunum þ.e. Flugmálastjórn, Pósti og síma og Veðurstofunni. Árið 2003 færðist fjarskiptaþjónustun frá Símanum til Flugmálastjórnar, sem stofnaði sérstakt fyrirtæki, Flugfjarskipti hf., til að annast þennan þátt, sem fer að stórum hluta fram í fjarskiptamiðstöðinni í Gufunesi. Árið 2007 tóku svo Flugstoðir ohf. við framkvæmd flugleiðsöguþjónustunnar eins og annarri þjónustustarfsemi Flugmálastjórnar og urðu Flugfjarskipti dótturfyrirtæki Flugstoða..

Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík.


244 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík er miðpunkturinn í starfsemi alþjóðaflugþjónustunnar og þeirrar flugleiðsöguþjónustu, sem veitt er vegna innanlandsflugsins og flugs til og frá landinu. Þessi starfsemi fluttist í nýja byggingu árið 1996 en áður hafði hún verið til húsa í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli í afar þröngu húsnæði. Mikil og stöðug þróunarvinna hefur verið í gangi þann tíma sem síðan er liðinn við að endurbæta og fullkomna kerfi og tæknibúnað flugstjórnarmiðstöðvarinnar. Árið 1997 var þróunarfyrirtækið Flugkerfi h.f. (Tern Systems) stofnað af Flugmálastjórn og Háskóla Íslands til að sinna þróun sérhæfðra hugbúnaðarkerfa fyrir flugstjórnarmiðstöðina en þessi starfsemi hófst á Kerfisverkfræðistofu Háskólans í byrjun áttunda áratugarins. Með því að ná tökum á þessari tækni varð Flugmálastjórn og síðar Flugstoðir mikið til óháð stórum erlendum fyrirtækjum um þróun þeirra kerfa sem þurfti til að gera flugstjórnarmiðstöðina eina fullkomnustu miðstöð sinnar tegundar fyrir stjórnun flugumferðar yfir úthafinu. Þessi aðferðarfræði við þróun flugstjórnarkerfa er óvenjuleg, þar sem nokkur stórfyrirtæki eru ríkjandi á þessum markaði í heiminum. Auk þess að gera flugleiðsöguþjónustuna hér á landi mun sjálfstæðari en ella hefur þróunarstarfsemin jafnframt skilað drjúgum tekjum í þjóðarbúið, sem að öðrum kosti hefðu runnið úr landi. Þá hefur Tern Systems nú þegar haslað sér völl erlendis og hefur þróað nokkur kerfi fyrir erlend fyrirtæki og stofnanir á sviði flugleiðsögu, m.a. aðflugsstjórnunarkerfi fyrir Jeju flugvöll í Suður-Kóreu og fyrir flugvöll í Indónesíu. Eins og áður segir er alþjóðflugþjónustan rekin samkvæmt sérstökum alþjóðlegum samningi, sem tuttugu og fjögur ríki eiga aðild að. Árið 2009 voru samþykktar mikilvægar breytingar á þessum samningi, sem fólu meðal annars í sér að allur kostnaður við að veita þjónustuna er greiddur af viðskiptavinum hennar, þ.e. flugfélögum og öðrum þeim sem fljúga um flugstjórnarsvæðið. Fram til þess tíma hafði íslenska ríkið greitt 5% af þessum kostnaði vegna óbeinna efnahagslegra áhrifa samningsins. Þessi breyting auk fjölda annarra lagfæringa á skilmálum samningsins eru til mikilla hagsbóta fyrir íslenska ríkið. Afar mikilvægt er að flugstjórnarþjónusta á flugleiðunum umhverfis landið sé staðsett hér á landi, þannig að tryggt sé að flug til og frá landinu gangi greiðlega. Jafnframt er þessi starfsemi afar arðbær, skapar vel borguð störf og tækifæri til að sinna krefjandi verkefnum í alþjóðlegu umhverfi. Sú staðreynd að samningurinn um alþjóðaflugþjónustuna hefur verið í gildi um meira en sextíu ára skeið er vitnisburður um að þjónustan sem veitt hefur verið af hálfu Íslands er hagkvæm og góð. Þetta var staðfest, þegar hagsmunasamtök stærstu viðskiptavina alþjóðaflugþjónustunnar, Alþjóðasamband flugfélaga (IATA), veitti Isavia mestu viðurkenningu samtakanna, „Eagle Award“, á ársfundi sínum í Berlín árið 2010 fyrir góðan árangur í þjónustu við alþjóðaflugið á Norður-Atlantshafi. Flugvöllurinn í Pristina Árið 2004 tóku íslensk flugmálayfirvöld að sér mikilvægt hlutverk fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Kosovo sem fólst í að gera flugvöllinn í Pristina að borgaralegum flugvelli, sem uppfyllti alþjóðlegar öryggisreglur og yrði rekinn af heimamönnum, þ.e. stjórnvöldum í Kosovo. Þessi flugvöllur hafði verið rekinn sem herflugvöllur af herliði SÞ eftir að stríðsátökum linnti þar árið 1999. Árið 2003 tók íslenska friðargæslan að sér að stjórna rekstri herflugvallarins og gegndi því hlutverki um eins árs skeið með átta manna harðsnúnu starfsliði. Svo vel tókst til að íslensk stjórnvöld voru í framhaldinu beðin um að taka að sér að breyta flugvellinum úr því að vera herflugvöllur í alþjóðlega viðurkenndan borgaralegan flugvöll í byrjun árs 2004. Ríkisstjórnin fól Flugmálastjórn Íslands að taka að sér þetta hlutverk og ganga frá samningi við stofnun Sameinuðu þjóðanna í Kosovo (UNMIK) um alla þætti þessa verkefnis. Þetta var upphafið að fimm ára verkefni, sem á áttunda tug Íslendinga komu að áður en upp var staðið. Heildarvelta verkefnisins var þá orðin 18 milljón evrur, sem samsvarar um 3 milljörðum króna á gengi ársins 2012. Verkefnið fólst í að annast flugumferðarþjónustu, byggja upp innviði flugvallarins í Pristina, þ.m.t. flugbrautir, slökkviþjónustu og flugturn auk þess að koma upp hvers konar rekstrarkerfum.


Flutningar og samgöngur | 245

B 747-200 flugvél Atlanta.

Flugrekstrarskírteini flugvallarins var gefið út af Flugmálastjórn sem hafði með höndum allt eftirlit með rekstri hans og uppbyggingu. Jafnframt gaf stofnunin út skírteini til handa innlendum flugumferðarstjórum á flugvellinum en níu þeirra höfðu hlotið þjálfun á Íslandi. Alþjóðasamtök flugvalla - Airport Council International - kaus Pristina flugvöllinn besta evrópska alþjóðaflugvöllinn með færri en eina milljón farþega árið 2006, þegar aðlögun flugvallarins var vel á veg komin. Verkefninu lauk svo í árslok 2008, þegar Flugmálastjórn Íslands gaf út varanlegt starfsleyfi fyrir Pristina flugvöll, sem markaði lokin á vel heppnuðu verkefni.

Niðurlag Þróun íslenskra flugmála hefur verið mjög jákvæð að flestu leyti á fyrsta áratugi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Þetta hefur gerst þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, sem orðið hafa í hinum vestræna heimi og valdið flugfélögum í nágrannaríkjunum búsifjum auk þeirra áfalla, sem urðu hér á landi við hrun bankakerfisins. Flugrekstur landsmanna hefur þrátt fyrir þetta styrkst og náð meiri stöðugleika en áður og var í örum vexti í byrjun annars áratugs aldarinnar. Sú staðreynd að flugstarfsemi stendur undir 6,6% af vergri þjóðarframleiðslu landsins er órækur vitnisburður um að vel hafi tekist til. Þetta er meðal annars ávöxturinn af markvissri uppbyggingu á starfsemi og stjórnun flugfélaganna og öflugri þróun og markaðssetningu þjónustunnar, sem þau veita. Þá hafa innviðirnir stöðugt verið að styrkjast. Flugvellir og mannvirki þeirra og búnaður hafa verið endurnýjuð og endurbætt og mikið átak gert í þróun flugleiðsögu- og flugstjórnarkerfa. Það sem skiptir líka miklu máli er að þekking og aðferðafræði hefur stóreflst jafnframt því sem nýtt evrópskt regluverk flugsins hefur verið innleitt á Íslandi í takt við þróunina á Evrópska efnahagssvæðinu. Þótt ýmsir erfileikar hafi verið samfara því að taka upp þessar nýju reglur eru þó flestir sammála um að íslensk flugfélög og flug hér á landi hefði ekki náð þeim árangri á alþjóðlegum mörkuðum sem raun ber vitni ef Íslendingar hefðu ekki orðið virkir aðilar að Flugöryggissamtökum Evrópu (JAA) og síðar Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA). Framangreindur vöxtur og efnahagsleg umsvif flugsins á Íslandi hefur fyrst og fremst legið í því að flugstarfsemi landsmanna í millilandaflugi hefur verið að aukast. Innanlandsflug hefur ekki breyst mikið á áratugnum enda er það mjög háð atvinnustarfsemi á landsbyggðinni. Það gerir hinsvegar hinum fjarlægari byggðum á norðaustanverðu landinu kleift að taka þátt í atvinnu- og viðskiptalífi höfuðborgarsvæðisins. Jafnframt er það ein af forsendum fyrir fjárfestingu í atvinnurekstri á þessum svæðum. Ein af helstu ástæðum þess að flug á Íslandi hefur dafnað með þeim hætti, sem raun ber vitni, er sú, að flugið hefur lengi heillað Íslendinga. Þetta er mjög skiljanlegt í ljósi þess að hér búa menn á eyju fjarri öðrum löndum. Flugið er því tenging landsins við umheiminn. Margir Íslendingar hafa líka kynnst fluginu af eigin raun í gegnum flugklúbba, flugskóla og aðra slíka starfsemi, sem oft gengur undir nafninu einkaflug. Mikilvægt er að hlúð sé að þessum þætti flugsins, m.a. með því að tryggja að hann hafi góða aðstöðu á flugvöllum landsins, ekki hvað síst á höfuðborgarsvæðinu.


246 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

icelandair group

E

www.icelandairgroup.is

ldgosið í Eyjafjallajökli setti framar öðru svip á starfsemi Icelandair Group á árinu 2010. Innan Icelandair Group eru fyrirtækin Icelandair, Flugfélag Íslands, Icelandair Cargo, Icelandair Ground Services, Icelandair Hotels, Iceland Travel, Loftleiðir-Icelandic og Fjárvakur. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagði í ávarpi sínu þegar uppgjör ársins var tilkynnt snemma árs 2011 að gott ár væri að baki. Það væri eitt það viðburðaríkasta og jafnframt gjöfulasta í sögu félagsins. „Farþegatekjur jukust vegna bættrar sætanýtingar og góðrar tekjustýringar í leiðakerfinu. Farþegum á Norður-Atlantshafsmarkaðnum fjölgaði mikið og námu þeir 38% af heildarfarþegafjölda félagsins samanborið við 28% árið 2009. Í annan stað sýndi félagið og starfsfólkið okkar fádæma sveigjanleika og áræðni í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli í apríl síðastliðnum. Á sama tíma og nær allar flugsamgöngur í Evrópu lömuðust í um vikutíma náðum við að halda okkar flugáætlun uppi með því að flytja tengibankann til Glasgow, ásamt því að fljúga til Akureyrar í stað Keflavíkur. Þrátt fyrir að eldgosið hafi verið félaginu kostnaðarsamt til skemmri tíma þá er það mín trú að landkynningin sem gosið olli muni til lengri tíma skila sér í fjölgun ferðamanna til landsins,“ sagði Björgólfur í greinargerð sinni í febrúar 2011. Hinum sögulegu atburðum sem áttu sér stað í rekstri Icelandair Group og íslenskri ferðaþjónustu í tengslum við eldgosið í Eyjafjallajökli eru nánar gerð skil í eftirfarandi greinargerð sem Gísli Freyr Valdórsson blaðamaður tók saman. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.

Eldgos í Eyjafjallajökli Klukkan sjö að morgni fimmtudagsins 15. apríl 2010 barst tilkynning frá stjórnstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli til allra stjórnenda félagsins. Þar kom fram að aðeins tvö flug myndu taka af stað frá Keflavík og töf yrði á öðru flugi þangað til annað yrði ákveðið. Rúmlega sólarhring áður hafði byrjað að gjósa í Eyjafjallajökli. Framundan voru tæpar sex vikur af áfallastjórnun þar sem allir starfsmenn félagsins þurftu að leggja sitt af mörkum til að halda vélum – og merki – félagsins á lofti. Framundan voru margar andvökunætur, langir fundir, erfið ákvarðanataka og tímabil sem átti eftir að reyna persónulega á marga starfsmenn fyrirtækisins.

Ekki fyrsta krísan

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.

Eldgosið í Eyjafjallajökli var ekki fyrsta krísan sem Icelandair hefur þurft að fara í gegnum. Síðustu tvö ár á undan voru að mörgu leyti afdrífarík og þá reyndi mikið bæði á stjórnendur og starfsmenn félagsins. Margir muna eflaust eftir hópuppsögnum í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin þann 11. september 2001 þegar um 250 manns var sagt upp. Í kjölfar árásanna varð mikill samdráttur í flugi í heiminum. Vorið 2008 var skipt um æðstu stjórnendur Icelandair Group móðurfélags Icelandair og Björgólfur Jóhannsson ráðinn forstjóri. Birkir Hólm Guðnason var í kjölfarið ráðinn framkvæmdastjóri Icelandair. Í lok júní sama ár var tilkynnt um stórfelldan niðurskurð hjá félaginu sem meðal annars fól í sér uppsagnir á um 500 starfsmönnum innan samstæðunnar. Nokkrum mánuðum síðar í október 2008 dundu önnur ósköp yfir þjóðina þegar þrír af stærstu viðskiptabönkum landsins hrundu eins og spilaborg á einni viku.


Flutningar og samgöngur | 247

Margir áhættuþættir í rekstri flugfélaga Líkt og hjá öðrum flugfélögum er starfandi svokölluð krísunefnd eða áfallanefnd (e. crisis commitee) hjá Icelandair. Hana mynda helstu stjórnendur og framkvæmdastjórar, fulltrúar flugrekstrarsviðs, markaðssviðs, tekjustýringar, leiðarkerfisstjórn, áhafnastjórn og samskiptasvið. Daglegur rekstur flugfélaga er að mörgu leyti viðkvæmur. Að ónefndum flugóhöppum má nefna verkföll, vopnuð átök, eldsneytishækkanir og loks náttúruhamfarir s.s. óveður, jarðskjálfta og eldgos. Eins og gefur að skilja eru óveður algengasti skaðvaldurinn. En 70 ára rekstrarsögu fylgir líka mikil reynsla af flugrekstri og allar grunnstoðir eru því þegar til staðar.

Kom ekki á óvart en samt á versta tíma Eldgosið í Eyjafjallajökli kom Íslendingum í sjálfu sér ekki á óvart. Nokkrum vikum áður, aðfaranótt sunnudagsins 21. mars, hófst gos í Fimmvörðuhálsi rétt upp úr miðnætti. Nú til dags tala flestir um „litla túristagosið“ þegar vísað er til eldgossins á Fimmvörðuhálsi. Gosið varði í nokkrar vikur og í kringum það varð til um tíma sjálfstæður ferðaiðnaður, s.s. vélsleðaferðir, þyrluflug og önnur útsýnisflug. Engin veruleg röskun varð á flugi til og frá landinu á meðan á gosinu stóð. Að kvöldi þriðjudagsins 13. apríl 2010 bárust þær fréttir að gosinu á Fimmvörðuhálsi væri lokið. Þá hafði engin virkni verið á svæðinu í rúman sólarhring. Rúmum ½ sólarhring síðar hófst gos í Eyjafjallajökli. Það var ekki túristagos og þarna byrjaði ævintýrið hjá Icelandair. Áður en gosið hófst var útlit fyrir gott sumar hjá Icelandair. Bókunarstaðan fyrir sumarið var mjög góð á öllum mörkuðum þ.e. bæði til og frá Íslandi og eins yfir Atlantshafið. Sumarið 2009 hafði verið besta ár ferðaþjónustunnar í manna minnum og allt stefndi í að sumarið 2010 yrði enn betra. Mesti háannatími ferðaþjónustunnar var framundan og því kom gosið á versta tíma, ekki bara fyrir Icelandair heldur fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. Eldgosið í Eyjafjallajökli átti eftir að valda mestu röskun á flugi í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld. Milljónir manna urðu strandaglópar fyrstu vikurnar þegar flest flugfélög í Evrópu aflýstu flugi ítrekað vegna öskudreifingar.

Sláandi líkan Þó svo að enginn hafi gert sér í hugarlund hvað var framundan kom gosið í Eyjafjallajökli stjórnendum Icelandair ekki í opna skjöldu. Fyrir það fyrsta hafði gosið í Fimmvörðuhálsi nokkrum vikum áður orðið til þess að starfmenn félagsins voru á tánum eins og það er kallað. Í öðru lagi hafði töluverð undirbúningsvinna átt sér stað hjá Icelandair árið á undan, eða frá því að Matthías Sveinbjörnsson, þá deildarstjóri rekstrarstýringar (síðar tekjustjóri), gekk á fund Birkis Hólm Guðnasonar og kynnti fyrir honum líkan sem sýndi mögulega dreifingu á gosmekki úr gosi úr Kötlu. Það var kynnt fleiri lykilstjórn­ endum félagsins og svo fór að áhrif af mögulegu eldgosi voru í fyrsta sinn skilgreind sem áhættuþáttur (e. risk factor) í rekstri félagsins á fjárhagsáætlun ársins 2010. Þetta gerði starfsmönnum félagsins jafnframt kleift að undirbúa sig í það minnsta að því marki sem hægt er að undirbúa sig fyrir eldgos.

Krísunefndin tekur til starfa Fátt markvert átti sér stað hvað flugumferð varðaði þann 14. apríl. Um kvöldið hófst þó mikið öskugos úr jöklinum sem átti eftir að hafa mikil áhrif á flugsamgöngur næstu daga og vikur. Eins og fram kemur í upphafi kom tilkynning morguninn eftir fimmtudaginn 15. apríl frá stjórnstöð félagsins á Keflavíkurflugvelli um að seinkun yrði á flugi til áfangastaða í Evrópu. Keflavíkurflugvöllur var að vísu opinn en samkvæmt kortum bresku veðurstofunnar hafði mikil aska dreift sér suðaustur til Evrópu. Búið var að loka flugsvæðum á Bretlandi og í Skandinavíu. Enn var hægt að fljúga til og frá Ameríku. Viðeigandi ráðstafanir voru gerðar af stjórnstöðinni í Keflavík en sama dag kom krísunefnd Icelandair saman til fundar til að ákvarða næstu skref. Krísunefndin átti eftir að hittast mikið næstu vikur eins og eðlilegt er í ástandi sem þessu. Þegar aflýsa þarf flugi eða breyta áætlunum er ákveðið ferli sem fer í gang. Í stuttu máli má segja að hver deild þekki sitt hlutverk og sín viðbrögð. Það eru því til ákveðnir


248 | Ísland – Atvinnuhættir og menning ferlar hjá félaginu um það hvernig bregðast skal við í óhefðbundnum kringumstæðum eða áföllum.

Vertíðarstemning og Facebook Eðli málsins samkvæmt setti fjöldi farþega sem áttu bókað flug hjá Icelandair sig í samband við félagið til að leita upplýsinga, breyta flugi eftir atvikum og svo frv. „Það skapaðist strax mikil vertíðarstemning í símaverinu og það gekk vel að manna vaktir í byrjun,“ segir Hólmfríður Júlíusdóttir, yfirmaður í síma- og þjónustuveri Icelandair. „Við þurfum að kalla út aukamannskap um leið og það byrjaði að gjósa. Það voru allir boðnir og búnir til að aðstoða.“ Það sem hins vegar létti mikið undir með síma- og þjónustuverinu var notkun samfélagsmiðlanna. Fólk sá skilaboð á Facebook og Twitter og gat gert viðeigandi ráðstafanir í kjölfarið. „Notkunin á samfélagsmiðlunum átti eftir að skipta höfuðmáli hjá okkur næstu vikurnar,“ segir Guðmundur Óskarsson, forstöðumaður markaðs- og viðskiptaþróunar. „Í því fólst þó nokkur áskorun þar sem við höfðum ekki gert það áður í sama mæli. Við þurftum að vakta Facebook og Twitter síður allan sólarhringinn til að svara spurningum viðskiptavina og koma upplýsingum áleiðis. Kosturinn við þessa miðla er þó sá að einn viðskiptavinur leggur fram spurningu en tugir eða hundruðir viðskiptavina sjá svarið og eru þá um leið komnir með svarið við sinni spurningu. Þessi aðferð gekk vel og almennt séð gekk vel að miðla upplýsingum til viðskiptavina.“

Flöskuháls myndast á Íslandi Að morgni föstudagsins 16. apríl barst tilkynning um að flugi Icelandair til sex borga í Evrópu yrði aflýst. „Strax á fyrstu dögum gossins breyttum við tugum fluga og endurútgáfum og breyttum þúsundum bókana, og allt gerðum við þetta þannig að engir hnökrar voru á innritun farþega,“ segir Árni Sigurðsson forstöðumaður dreifikerfa Icelandair. „Það kom greinilega í ljós að við höfðum allan þann sveigjanleika í kerfunum okkar til að eiga við áföll sem þessi,“ segir Árni. Áfram var þó flogið til Bandaríkjanna. Hafa skal í huga að stærsti hluti viðskiptavina Icelandair er á leið yfir Atlantshafið þ.e. á milli Evrópu og Ameríku. Öllum viðskiptavinum félagsins var gert ljóst að svo gæti farið að Icelandair myndi ekki koma þeim á upprunalegan áfangastað í ljósi aðstæðna. „Þetta varð til þess að það myndaðist nokkurs konar flöskuháls á Íslandi. Þeir farþegar sem áttu bókað flug til Evrópu komust ekki á áfangastað. Hótelin fylltust fljótt en fólk hélt áfram að koma til Íslands frá Bandaríkjunum. Þeim farþegum sem nýttu sér aukaflugin til Glasgow var einnig gert ljóst að það yrði lokaáfangastaður með Icelandair í bili. Eftir það þyrftu þeir sjálfir að koma sér áfram,“ segir Kjartan Jónsson, leiðarkerfisstjóri Icelandair.

Hugað að ímynd Íslands En það var fleira markvert sem átti sér stað laugardaginn 17. apríl. Þann dag sótti Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, samráðsfund stjórnvalda og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu í utanríkisráðuneytinu til að ræða samstarf og aðgerðir til að bregðast við erlendri fjölmiðlaumfjöllun um Ísland vegna eldgossins. Markmið hópsins var að tryggja að frá Íslandi „fari áfram réttar og yfirvegaðar upplýsingar um stöðu mála,“ eins og það var orðað í tilkynningu frá ráðuneytinu en nokkuð hafði borið á æsifréttastíl í umfjöllun í erlendum fjölmiðlum af gosinu. Mönnum var ljóst að huga þyrfti að ímynd Íslands í öllu þessu ferli. Samhliða því að halda starfsemi Icelandair gangandi var einnig unnið með stjórnvöldum og öðrum hagsmunaaðilum að því að sinna upplýsinga- og samskiptamálum við erlenda aðila og hefja átakið „Inspired by Iceland“. „Þegar gosið byrjaði var tvennt sem við vissum að við þyrftum að verja; annars vegar orðspor Íslands sem ferðamannastaðar og hins vegar góða bókunarstöðu okkar,“ segir Helgi Már Björgvinsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs.

Fyrsta vikan líður – samhugur starfsmanna Nú var vika liðin af gosinu. Þegar hafði náðst nokkur árangur við að halda uppi áætlunarflugi þótt mikil röskun hefði orðið á flugi til og frá Evrópu. Menn sáu að það var hægt að halda uppi starfsemi félagsins með öllum tilheyrandi leiðum og við það jókst sjálfstraust


Flutningar og samgöngur | 249

Flugvöllurinn í Glasgow lék stórt hlutverk þegar Keflavíkurflugvöllur lokaðist og hér eru 7 Boeing 757 þotur Icelandair í einu við flugstöðvarbygginguna.

starfsmanna til muna. Enginn vissi þó að þarna var aðeins ein vika liðin af sex. „Það sem gerðist í þessu og hefur áður gerst í Íslandssögunni, er að það myndast sameiginlegur óvinur. Sameiginlegi óvinurinn var þetta eldfjall,“ segir Svali Björgvinsson starfsmannastjóri Icelandair. „Það varð til rosaleg sameining innan fyrirtækisins, allir voru boðnir og búnir til þess að leggja mikið á sig og halda þessu gangandi. Fólk sem var í fríi var farið að hringja inn og bjóða fram starfskrafta sína, áhafnir lögðu það á sig að fara út og bíða í nokkra sólarhringa eftir því að geta tekið við flugvél, fólk bauðst til þess að taka aukavaktir í símaverinu og svo frv. Það þjöppuðu sér allir saman, líkt og í þorskastríðinu. Þetta var sameiginlegur óvinur og allir vildu taka slaginn.“

Kostnaðarsamar aðgerðir Öll þau aukaflug, t.d. til Þrándheims og Edinborgar sem ekki voru fyrir í leiðarkerfi Icelandair sem og aukaflug til Glasgow, Kaupmannahafnar, Gautaborgar og Stokkhólms, reyndust félaginu kostnaðarsöm þar sem vélarnar sneru í mörgum tilvikum hálftómar og jafnvel tómar heim. Það var þó lýsandi fyrir það ástand sem ríkti og þetta vissu stjórnendur Icelandair. Ljóst var að Icelandair þurfti að verja bókunarstöðu sína og að sama skapi er ljóst að enginn bókar flug með flugfélagi sem ekki er að fljúga. Það að halda vélunum á lofti eins og hægt var, þ.e. að halda leiðarkerfi félagsins yfir Atlantshafið gangandi með öllum mögulegum leiðum, var einnig liður í að verja góða bókunarstöðu félagsins. Önnur flugfélög í Evrópu gátu lítið hreyft sig og flest þeirra felldu niður öll flug innan Evrópu. Markaðurinn til Íslands hrundi svo að segja um leið og gosið hófst. Markaðurinn frá Íslandi var enn að jafna sig eftir bankahrunið en ferðalög Íslendinga höfðu aukist lítillega frá árinu áður. Sterk bókunarstaða Icelandair fólst fyrst og fremst í flugi yfir Atlantshafið, þ.e. á meðal farþega sem voru á leið á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Stjórnendur Icelandair sáu fljótt að tengimarkaðurinn yfir Atlantshafið væri mjólkurkú sumarsins og því nauðsynlegt að halda því flugi eins mikið gangandi og hægt var með öllum tiltækum leiðum.

Keflavíkurflugvöllur lokast Miðvikudaginn 21. apríl, gáfu öskuspár til kynna að Keflavíkurflugvöllur kynni að lokast á næsta sólarhring.

Innritun á Glasgowflugvelli.


250 | Ísland – Atvinnuhættir og menning Á reglulegum fundum krísunefndarinnar hafði verið gert ráð fyrir því að Keflavíkurflugvelli yrði á einhverjum tímapunkti lokað. En þá þurfti að taka ákvörðun og má segja að stjórnendur félagsins hafi haft um tvo möguleika að velja, annað hvort að leggja niður allt flug ef til þess kæmi eða að útvega flugvöll erlendis sem gæti virkað sem tengimiðstöð. Í raun komu einungis tveir flugvellir til greina, í Osló og Glasgow. Að vísu hefði mátt nýta flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum (sem báðir eru skilgreindir sem alþjóðaflugvellir) ef svo bæri undir en hvorugur þeirra þolir þann mikla fjölda fólks sem kemur á flugvöllinn yfir háannatíma. Auk þess er ekki pláss nema fyrir 3-4 Boeing flugvélar í einu á þessum flugvöllum. Á flugvellinum í Glasgow hefur starfsemin verið að dragast saman undanfarin ár. Það kom sér vel því Icelandair gat í raun tekið yfir heilan landgang sem lítið er nýttur á þessum árstíma. En þó ber að hafa í huga að það er ekki sjálfgefið að flytja tengistöð heils flugfélags á milli landa. Fyrir utan það að uppfæra öll kerfi félagsins, breyta flugnúmerum og uppfæra vefsíður, þá þurfti að huga að mörgum þáttum er varða þennan flutning.

Áhafnir sendar til Glasgow Miðvikudagskvöldið 21. apríl, kom Guðni Ingólfsson úr áhafnastýringu félagsins inn á krísufund en hann hafði heyrt að til stæði að færa tengimiðstöðina til Glasgow. Hann benti á að ef færa ætti tengimiðstöðina til Glasgow þyrfti að flytja út áhafnir strax daginn eftir á fimmtudagsmorgun til að eiga nægan mannskap og úthvíldar áhafnir á föstudagsmorgni. Þá um kvöldið var strax hafist handa við að safna saman áhafnarmeðlimum sem voru tilbúnir að fljúga út til Glasgow morguninn eftir og bíða eftir því að taka við vélum á föstudagsmorgni ef til þess kæmi. Öskuspár bresku veðurstofunnar fimmtudaginn 22. apríl staðfestu grun krísunefndarinnar, Keflavíkurflugvöllur myndi lokast morguninn eftir. Þá var tekin lokaákvörðun um að færa tengimiðstöðina til Glasgow. „Icelandair hefur aldrei flutt tengimiðstöðina með þessum hætti og ég efa að önnur og stærri flugfélög myndu fara þessa leið. Þetta er auðvitað séríslenskur hugsunarháttur og ég held að það hafi enginn velt því fyrir sér þarna hversu hugdjörf þessi ákvörðun var. Á meðan flestir voru bara fúlir yfir því að geta ekki flogið færðum við starfsstöðina á milli landa,“segir Tómas Ingason, forstöðumaður tekjustýringar á þessum tíma.

Mikið álag í Glasgow „Þetta gerðist hratt. Á skömmum tíma fylltist flugstöðin af fólki, en tæplega 1000 farþegar komu þangað með vélunum frá Bandaríkjunum,“ segir Júlíana Þórdís Stefánsdóttir, verkefnisstjóri. „Við höfðum komið út með dagsfyrirvara og það var í raun ekki búið að undirbúa mikið í Glasgow og fyrsti dagurinn var erfiður. Það tók tíma að keyra saman kerfin okkar en það urðu sem betur fer litlar tafir á tengifluginu.“ Næstu daga á eftir bættist í starfsmannahópinn þegar starfsmenn frá Icelandair Ground Services (IGS) voru fluttir út til Glasgow. Þar voru starfsmenn sem komu í innritun farþega, í hleðslu á farangri og fl. Á sama tíma og verið var að vinna við og undirbúa tengiflug yfir hafið í gegnum Glasgow voru líka regluleg flug til og frá Akureyri. Það jók enn á álagið hjá starfsmönnunum í Glasgow. „Ef á þurfti að halda tóku flugmennirnir að sér að þrífa klósettin í flugvélunum eða hlaða töskum. Það kom farþegum stundum á óvart að sjá manninn í gula vestinu, sem hafði verið að hlaða töskum, setjast svo inn í flugstjórnarklefann,“ segir Hilmar Baldursson, flugrekstrarstjóri Icelandair. Þriðjudaginn 27. apríl stóðu vonir til þess að hægt yrði að flytja tengimiðstöðina aftur til Keflavíkur daginn eftir, miðvikudaginn 28. apríl. Öskuspá bresku veðurstofunnar breyttist mikið og óljóst hvort flugvellirnir í Glasgow og Keflavík yrðu opnir. Svo fór þó að flugvöllurinn var opnaður um kvöldmatarleytið á miðvikudegi og seinna um kvöldið var stefnt á flug frá Glasgow til Keflavíkur auk þess sem nokkrar vélar fóru frá Keflavík til Evrópu.

„Icelandair rocks“ Það tók ekki nema sólarhring að koma leiðarkerfi Icelandair aftur í gang í gegnum Keflavík. Fimmtudaginn 29. apríl tveimur vikum frá því að fyrst varð röskun á flugi Icelandair


Flutningar og samgöngur | 251

Úlfar Eysteinsson Þúsundir farþega fóru um Akureyrarflugvöll þá daga sem alþjóðaflugi var beint um völlinn. vegna gossins í Eyjafjallajökli voru öll flug á áætlun og leiðakerfið komið í rétta mynd á ný. Þetta var tilkynnt í pósti til starfsmanna um morguninn og voru tímamót í þessu ferli. Tölvupósturinn var einfaldur og svohljóðandi í lauslegri þýðingu; „Búast má við að Keflavíkurflugvöllur verði opinn og öll flug á áætlun. Morgunflugin fóru frá Keflavík á réttum tíma. Leiðakerfið er komið í gang á ný og ekki er von á frekari töfum.“ Skilaboðin enduðu á eftirfarandi orðum sem ekki þarf að þýða; „ICELANDAIR ROCKS!“

Hugað að markaðsmálum Þrátt fyrir að engin röskun yrði á flugi næstu daga var mönnum ljóst að eldgosið gæti haft skaðleg áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi. Á Ferðamálaþingi þann 4. maí 2010 var skrifað undir samning um eitt mesta markaðsátak sem ráðist hefur verið í til kynningar á Íslandi erlendis. Ákveðið var að verja 700 milljónum króna til átaksins. Íslenska ríkið lagði til 350 milljónir króna en aðrir hagsmunaaðilar, þ.á m. Icelandair, lögðu til annað eins. Þetta markaðsátak varð síðar þekkt sem Inspired By Iceland herferðin. Eins og áður hefur komið fram varð hugmyndin að átakinu til hjá starfsmönnum Icelandair sem þó gerðu sér grein fyrir því að nauðsynlegt væri að fá fleiri aðila að verkefninu.

Vélarnar lokast inni í fyrsta sinn Föstudaginn 14. maí var liðinn einn mánuður frá því að gosið í Eyjafjallajökli hófst. Á þessum mánuði höfðu liðið sextán dagar þar sem breyta þurfti flugi og þar af hafði félagið flogið í gegnum Glasgow í níu daga. Þó vissulega hafi þetta á köflum reynst snúið er óhætt að segja að krísustjórnun félagsins hafi að mestu gengið upp. En nú varð breyting á. Líkt og deginum áður var gert ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur myndi lokast upp úr kl. 7 um morguninn. Því hafði brottförum til Evrópu líkt og daginn áður verið flýtt til kl. 5 um morguninn. En þá gerðist það óvænta vindáttin breyttist upp úr miðnætti og flugvellinum var lokað í kjölfarið mun fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Vélum félagsins sem voru á leið frá Bandaríkjunum var snúið til Akureyrar og vélarnar í Keflavík lokuðust inni. Þetta var í fyrsta sinn sem stærstur hluti flugflotans lokaðist inni með þessum hætti og félagið þurfti að aflýsa öllu flugi þann dag eða um 32 ferðum. Á fundum krísunefndarinnar daginn áður hafði mikið verið um það rætt hvort rétt væri að flytja tengimiðstöðina aftur til Glasgow í ljósi mikillar óvissu um það hvort og hvenær Keflavíkurflugvöllur yrði opinn. Að lokum var þó ákveðið að flýta flugi frá Kefla-


252 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Leiðakerfi Icelandair byggir á því að tengja saman á Keflavíkurflugvelli flug félagsins til Evrópu og Norður-Ameríku.

vík en með fyrrgreindum afleiðingum. Seinna á föstudeginum kom þó í ljós að lítið gagn hefði verið af því að flytja tengimiðstöðina til Glasgow, þar sem flugvöllurinn þar var einnig lokaður. Þarna varð Icelandair undir í baráttunni við náttúruöflin eftir að hafa unnið hverja orrustuna á fætur annarri. „Það var mjög svekkjandi að lokast inni með vélarnar á þessum tímapunkti, en við gerðum okkur grein fyrir því frá upphafi gossins að þannig gæti farið,“ segir Birkir Hólm. „Enginn gat séð fyrir skyndilegar breytingar á vindáttum og það var ekkert annað að gera en að sætta sig við orðinn hlut þennan dag og hefja aftur flug seinnipartinn.“ Laugardaginn 15. maí var þó eins og ekkert hefði í skorist og allt flug meira og minna með eðlilegum hætti. Það gaf þó augaleið að mikil ásókn yrði í flug þennan dag þar sem fjöldi manns hafði orðið strandaglópar daginn áður. Losað var um þann flöskuháls m.a. með því að bjóða upp á aukaflug til Kaupmannahafnar og Helsinki um morguninn.

Síðasta vikan Sunnudaginn 16. maí var flug einnig með hefðbundnum hætti. Sama dag bárust þó enn einu sinni dökkar öskuspár frá Bretlandi. Samkvæmt þeim myndi Keflavíkurflugvöllur lokast enn á ný morguninn eftir. Ekki kom til greina að flytja tengimiðstöðina aftur til Glasgow þar sem allt benti til þess að Keflavíkurflugvöllur myndi opnast aftur seinni part dags. Því var sem fyrr brugðið á það ráð að flýta brottför til Evrópu til kl. 5 um morguninn daginn eftir. Þannig var níu flugum til Evrópu flýtt auk þess sem síðdegisflugi til Kaupmannahafnar var flýtt til kl. 9 um morguninn sem jafnframt yrði síðasti möguleiki á að fljúga frá Keflavík. Gosinu lauk sunnudaginn 23. maí þó að vísindamenn hafi ekki verið tilbúnir að lýsa yfir goslokum með formlegum hætti fyrr en seinna um haustið.

Stríðinu lokið en mörg mál óleyst En þó að gosinu væri lokið voru mörg mál óleyst. Framundan var gífurleg vinna hjá félaginu þar sem huga þurfti bæði að starfsfólki og viðskiptavinum. Eins og gefur að skilja og áður hefur komið fram var starfsfólkið þreytt enda hafði stærsti hluti starfsmanna félagsins lagt á sig óheyrilega vinnu frá miðjum apríl. Þá þurfti að leysa ýmis praktísk atriði s.s. greiðslur vegna yfirvinnu. Ljóst var að þrátt fyrir að tekist hefði að halda starfsemi félagsins gangandi nær allan tímann sem gosið stóð hafði Icelandair orðið fyrir verulegum fjárhagslegum skaða á tímabilinu. „Á meðan gosinu stóð vakti það athygli mína að fólk spurði lítið um hvað það fengi greitt fyrir að vera hérna í yfirvinnu. Allir virtust vera með hugann við það að halda starfseminni gangandi með öllum mögulegum leiðum,“ segir Svali Björgvinsson. „Það þurfi þó að leysa úr þessu eftir á. Á sex vikum var fólk búið að vinna langt umfram starfsskyldu og auðvitað


Flutningar og samgöngur | 253

Í eldgosinu var tengistöðin færð frá Keflavíkurflugvelli til Glasgow og síðan var flogið með Íslandsfarþega milli Glasgow og Akureyrar.

þurfi að gera það upp við fólk. Það leystist þó farsællega. Við höfðum einnig samband við stéttarfélögin strax í upphafi og þau sýndu þessu öllu mikinn skilning og voru tilbúin að vinna með okkur.“

Spennufall Þegar gosinu lauk hvarf sameiginlegi óvinurinn sem áður var minnst á. Adrenalínið hætti að flæða, raunveruleikinn bankaði á dyrnar og við tók spennufall hjá mörgum starfsmönnum. Því var beint til yfirmanna að huga að sínu starfsfólki og veita þeim hvíld sem á þurftu að halda. „Menn voru að jafna sig eftir þetta fram á haust. Þegar gosinu lauk beið bara staflinn á skrifborðinu sem hafði verið þar áður en gosið hófst,“ segir Hlynur Elísson. „Maður fann eftir á að það tók alveg 2-3 mánuði fyrir fólk að jafna sig og ná aftur kröftum. Það var eiginlega ekki fyrr en um haustið sem menn kannski áttuðu sig á því. En þrátt fyrir þessa miklu erfiðleika sem stöfuðu af eldgosinu er árið 2010 besta rekstrarár í sögu félagsins. Því má þakka ásamt öðru að starfsemi félagsins stöðvaðist ekki og mönnum tókst með ótrúlegri útsjónarsemi að halda áfram flugi á milli Evrópu og Ameríku meðan eldgosið var í fullum gangi.“

Höfum hugarfarið og mannskapinn Það er óumdeilt að með aðstoð fjölmarga aðila var unnið kraftaverk á þeim tæpu sex vikum sem gosið stóð. Starfsmönnum Icelandair tókst að halda starfsemi félagins gangandi eins og hægt var á tímabilinu og nutu til þess aðstoðar fjölmargra aðila eins og fram hefur komið. Þrátt fyrir eldgosið var árið 2010 ár mikillar farþegaaukningar. Starfsemi Icelandair í gosinu vakti mikla athygli erlendis. Alveg frá því að gosinu lauk hafa þeir Birkir Hólm og Guðjón Arngrímsson reglulega flutt erindi og svarað spurningum um rekstur félagsins á tímabilinu á ýmsum fagráðstefnum og fundum erlendis.

Dýrmæt reynsla „Við drógum mikinn lærdóm af þessu öllu saman. Þetta er reynsla sem á eftir að nýtast vel í framtíðinni,“ segir Birkir Hólm. „Þegar upp er staðið styrkti þetta fyrirtækið. Við skynjuðum öll þann kraft og þá þekkingu sem býr í Icelandair og Icelandair Group og viljann hjá öllum til þess að vinna vel úr erfiðum aðstæðum. Okkur tókst að snúa vörn í sókn og samstarfið sem við í ferðaþjónustunni áttum við stjórnvöld skapaði nýjan grundvöll í markaðssetningu landsins. Ég er ákaflega þakklátur öllu starfsfólki félagsins fyrir það hversu vel tókst til þessar dramatísku vikur vorið 2010,“ segir Birkir að lokum.


254 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

BB og synir ehf.

F

yrirtækið BB og synir ehf. var stofnað í desember árið 1998 af tvíburabræðrunum Hafþóri Rúnari og Sævari Inga frá Saurum í Helgafellssveit ásamt föður þeirra Benedikt Benediktssyni. Í júní 2002 fékk fyrirtækið sjálfstæða kennitölu og hefur verið rekið á henni síðan.

Framkvæmdir í Lindarvirkjun.

Fyrsti bíllinn sem var keyptur í fyrirtækið var Renault af árgerðinni1993 og var þessi bíll í upphafi allt í öllu hjá þeim bræðrum. Þeir breyttu þessum bíl eftir þörfum. Ef þá vantaði vörubíl var honum breytt þannig, ef þá vantaði trailer var honum breytt til þess að draga vagna, ef þurfti að flytja gáma var hann líka með festingar fyrir það verkefni. Á þennan fjölhæfa bíl var líka fljótlega keyptur krani og þar með var hann kominn í kranavinnu. Þessi góði bíll var á götunni alveg þangað til síðasta haust (2008). Hann er samt ennþá gulls ígildi þar sem hann er notaður í varahluti í aðra Renault bíla sem fyrirtækið notar í rekstri sínum. Eftir að verkefnum fór að fjölga sáu þeir bræður fram á að þeir þyrftu að bæta öðrum vörubíl í flotann þannig að þá var keypt Scania af árgerðinni 1998. Fljótlega voru einnig keyptir fleiri vörubílar m.a. Renault árgerð 1997, Volvo árgerð 1998 sem gerði garðinn frægan vegna mikilla bilana og síðan árið 2003 var einnig keypt jarðýta af gerðinni Cat 5. Verkefnin hjá þeim bræðrum hafa alltaf verið æði mörg og fjölbreytt þannig að árið 2003 var keypt traktorsgrafa og gömul beltagrafa sem mikið hafa verið notaðar. Seinna árið 2005 var síðan keypt ný beltagrafa. Mesta byltingin hjá fyrirtækinu var árið 2006 þegar keypt var 700 m2 verkstæði og geymsluhúsnæði. Einnig bættust þá í hópinn tveir nýir MAN Five Star bílar auk nýrrar traktorsgröfu. Það sama ár var líka keyptur brotfleygur og ýmislegt fleira svo sem Camion veghefill. Ári síðar eða 2007 var síðan keypt önnur beltagrafa og einnig minigrafa sem hefur komið sér vel í garðvinnunni. Það sama ár fengu þeir einnig 12 tonna Bomag valtara og fyrsta 4 öxla MAN-bílinn. Þeir keyptu einnig ­annan 4 öxla MAN-bíl sem var tjónaður og gerðu þeir hann upp á verkstæði fyrirtækisins.

Beltagrafa á leið í uppmokstur á grunni.

Fyrsti skúflustungu af Skipavíkverslunnin.

Bílafloti þeirra bræðra hefur heldur betur tekið stakkaskiptum frá því í upphafi því nú eru bílarnir orðnir 8 og vagnarnir 12. Þrátt fyrir að hafa eignast þessa tvo nýju MAN bíla hafa þeir líka alltaf haldið sig við sína gömlu Renault bíla auk þess að eiga tvær gamlar Scaniur. Verkefni fyrirtækisins eru orðin mjög mörg og fjölbreytt en fyrirtækið hefur meðal annars séð um vegagerð, gatnagerð, húsgrunna, garðvinnu, vöruflutninga, húsflutninga, fiskflutninga, þökuvinnu, hellulagnir, allskyns gröfuvinnu, lagningu hitaveitu, skólplagna og ýmislegt fleira. Á góðæristímum voru hátt í 14 manns að vinna hjá fyrirtækinu. Í dag er fyrirtækið eitt af stærstu verktaka- og flutningafyrirtækjum á Snæfellsnesi með sjö fasta starfsmenn allt árið.


Flutningar og samgöngur | 255

B

Bifreiðastöð ÞÞÞ

ifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar hefur starfað óslitið á Akranesi síðan á þriðja áratug 20. aldar. Á öllum þeim tíma hefur fyrirtækið verið starfrækt innan sömu fjölskyldunnar á Akranesi og hið merkilega er að nafnið sem starfsemin er kennd við hefur svo að segja gengið í arf í karllegg á milli framkvæmdastjóra.

Upphafið og framgangurinn

Þórður Þorsteinsson Þórðarson (1899-1989) eða „Steini í Hvítanesi“ stofnaði bifreiðastöð sína á Akranesi árið 1927 en þá hafði hann fjárfest í forláta Ford vörubíl hjá Sveini Egilssyni bifreiðakaupmanni í Reykjavík. Strax í upphafi þjónaði farkosturinn því hlutverki að flytja fisk á milli bryggju og verkunar í landi en brátt bættust mjólkurflutningar við. Þetta var á þeim tíma þegar vegakerfið á Íslandi þótti ekki upp á marga fiska og lá að mestu í gegnum gamlar troðningaleiðir. Að þessu leyti varð Þórður að sannkölluðum „brautryðjanda“ sem þvældi sér í gegnum vegleysur og móa með mjólkurbrúsana á bílpallinum og miðlaði þeim á milli sveitar og kaupstaðar. Við upphaf fimmta áratugarins var í fyrsta skipti lagður akfær vegur um Hvalfjörðinn og í beinu framhaldi hóf Bifreiðastöð ÞÞÞ skipulega fólks- og vöruflutninga á milli Akraness og Reykjavíkur. Með tímanum fjölgaði í bílaflotanum samfara því sem reksturinn óx og dafnaði. Fyrirtækið var í mörg ár með sérleyfi fyrir föstum áætlunaferðum á milli Reykjavíkur og Akraness og í því skyni settir upp afgreiðslustaðir í Reykjavík. Í mestu uppgripatíðunum voru stundum leigðar rútur frá öðrum fyrirtækjum og þær t.d. nýttar til að ferja ferðafólk með Fagranesinu frá Akraneshöfn og upp að Hreðavatni í Borgarfirði sem þá var vinsæll útvistarstaður.

Farsælt fjölskyldufyrirtæki Þórður Þ. Þórðarson, eldri kvæntist Sigríði Guðmundsdóttur (1910-2012) og eignuðust þau fjögur börn. Sonur þeirra Þórður Þórðarson (1930-2002) var á yngri árum liðsmaður í þjóðfrægu gullaldarliði ÍA sem fyrst tók Íslandsmeistaratitilinn af Reykvíkingum. Árið 1973 tók Þórður við rekstri Bifreiðastöðvar ÞÞÞ og stýrði honum af miklum myndarbrag. Í höndum hans efldist starfsemin mikið og breyttist að sama skapi. Fólksflutningar minnkuðu á kostnað aukinnar þjónustu Akraborgarinnar en á sama tíma var auknum krafti hleypt í uppbyggingu vöruflutninga. Þórður Þórðarson hafði orð á sér fyrir að vera mikill og ósérhlífinn dugnaðarforkur með stórt hjarta sem setti sterkan svip á bæjarbraginn Akranesi. Ávallt var hægt að leita eftir aðstoð frá fyrirtækinu allan sólarhringinn alla daga ársins. Þórður kvæntist Ester Teitsdóttur og eignuðust þau sjö börn. Stórfjölskyldan telur í dag yfir 100 manns en óhætt er að segja að höfuð hennar sé Sigríður Guðmundsdóttir frá Hvítanesi sem varð 100 ára þann 4. febrúar árið 2010.

Starfsemin í dag Í dag hefur þriðja kynslóð í karllegg, Þórður Þorsteinsson Þórðarson (1949) tekið við rekstri Bifreiðastöðvar ÞÞÞ. Starfsemin er mjög umsvifamikil og snýst líkt og áður að stærstum hluta um vöruflutninga ýmist frá höfuðborgarsvæðinu eða beint frá Akraneshöfn. Helstu viðskiptavinir eru einstaklingar og fyrirtæki á Akranesi og Grundartanga. Meðfram því er boðið upp á ýmsa tengda þjónustu t.d. með kranabílum og gámalyftum. Þá eru einnig fyrirliggjandi sendibílar í ýmsum stærðum en meðal helstu hlutverka þeirra er að keyra öllum pakkasendingum til einstaklinga beint upp að dyrum. Að öðru leyti er tækja- og bílaflotinn mjög víðfeðmur og fjölbreyttur og telur allt frá stærstu tengivagna­ trukkum og niður í smæstu greiðabíla. Hjá fyrirtækinu starfa í dag 25 manns.


256 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

faxaflóahafnir sf. www.faxafloahafnir.is

Hafnarstjóri: Gísli Gíslason Stjórnarformaður: Hjálmar Sveinsson

S

ameignarfélag Faxaflóahafna tók til starfa þann 1. janúar 2005. Eigendur þess eru sveitarfélög Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar, Reykjavíkurborgar og Skorradalshrepps. Innan vébanda félagsins eru reknar fjórar hafnir en þær er að finna á Akranesi, í Borgarnesi, á Grundartanga og í Reykjavík. Með sameiningunni er haft að leiðarljósi að starfsemin sé tímabært skref til að byggja upp umhverfisvænar framtíðaraðstæður fyrir góð hafnasvæði og að skynsemissjónarmið ráði ferðinni í allri mögulegri landnýtingu. Hjá félaginu starfa í dag um 70 manns og meðaltalsveltan á ársgrundvelli er um 2 milljarðar króna.

Fæðing Reykjavíkurhafnar

Almenn þjónusta Faxaflóahafna Almennt þjónustuhlutverk Faxaflóahafna er margþætt. Veigamesti hlutinn er rekstur Hafnsöguvaktar í Reykjavík, Akranesi og á Grundartanga. Skyldur félagsins snúast einnig um almennt viðhald og umsjón með hafnarmannvirkjum. Að auki er um að ræða skipa- og bátaþjónustu af ýmsum toga eins og áfyllingu vatns, rafmagnshleðslu og losun sorps. Faxaflóahafnir ásamt Sjómannadagsráði hafa umsjón með Hátíð hafsins sem að venju er haldin fyrstu helgina í júní á hverju ári.

Höfuðborgin okkar býr að þeim heiðri að eiga stærstu og elstu hafnarmannvirkin í lögsögu Faxaflóahafna. Eins og að líkum lætur hefur hlutverk og tilgangur Reykjavíkurhafnar tekið miklum breytingum í tímans rás. Fyrir þremur öldum var róið til fiskjar frá Reykjavíkursandi þar sem Hafnarstrætið liggur nú en bátanaust voru staðsett vestur við Grófina. Stærri hafskip köstuðu akkerum í bátalægi úti fyrir Örfirisey og þaðan var vistum skipað yfir í smærri báta. Síðan var gjarnan siglt upp að litlum handsmíðuðum trébryggjum sem húseigendur við sjávarsíðuna lögðu beint út í flæðarmálið. Með aukinni fólksfjölgun í Reykjavík á ofanverðri 19. öld urðu skipakomur tíðari og þá ekki síst eftir að lög um verslunarfrelsi tóku gildi árið 1855. Í kjölfarið urðu þær raddir sífellt háværari að lagning sómasamlegrar hafnar í höfuðstaðnum væri beinlínis forsendan fyrir frekari framþróun þjóðarinnar. Hafnarnefnd var sett á laggirnar árið 1856 og næstu 50 árin á eftir var mikið rætt, þráttað og deilt um hagkvæmustu kostina við væntanlega hafnargerð. Meðal þeirra hugmynda sem kviknuðu var lagning gríðarlegra sjóvarnargarða, skipakvíar og stórskipahafnar úr stáli, en nýjar staðsetningar við Skerjafjörð og úti í Viðey komu einnig til greina. Róttækasta tillagan kom þó frá Sigurði Guðmundssyni málara sem vildi láta grafa skipaskurð frá sjó og upp í Reykjavíkurtjörn þar sem sjálft hafnarstæðið mundi liggja. Þrátt fyrir góðan hug stóð gríðarlegur kostnaður öllum hafnarframkvæmdum fyrir þrifum enda fyrirséð að þær yrðu hinar viðamestu í sögu landsins. Árið 1906 komust málin loks á rekspöl þegar hingað var fenginn norski verkfræðingurinn Gabriel Smith. Bráðabirgðaálit hans um heppilegasta fyrirkomulagið þótti mjög raunhæft. Þar sagði m.a. að þrátt fyrir mikinn kostnað við hafnargerð mundu langtímaáhrifin skila sér margfalt til baka og styrkja enn frekar stöðu Reykjavíkur sem verslunarstaðar. Segja má að veðurguðirnir hafi átt úrslitavaldið varðandi upphaf framkvæmda. Í febrúar 1910 skall á ofsaveður sem gerði að verkum að bróðurparturinn af flotanum ýmist slitnaði upp eða rak upp í fjöru og brotnaði í spón. Vinna við hafnargerðina stóð síðan yfir á árunum 1913-1917. Malar- og grjótvinnsla fór fram í Skólavörðuholti og Öskjuhlíð en í því skyni var gangsett fyrsta og eina járnbrautarlestin á Íslandi og náðu brautarteinar hennar yfir um 12 km.

Líflegt athafnasvæði Árið 1917 er opinberlega nefnt fyrsta starfsár Reykjavíkurhafnar en þá lauk byggingu viðamikilla skjólgarða. Framkvæmdir héldu þó áfram á næstu árum þar sem unnið var að gerð viðlegukanta ásamt bryggjum og hafnarbökkum. Einnig byggðist upp líflegt athafnasvæði tengdrar starfsemi í næsta nágrenni. Þar myndaðist t.d. aðstaða fyrir flutningafélög


Flutningar og samgöngur | 257

Austurhöfn.

og fiskverkunarhús ásamt ýmsum stofnunum á vegum sjávarútvegsráðuneytisins og meðfram því blómstraði alls kyns þjónustuiðnaður. Með tímanum þróaðist hafnarsvæðið yfir í helsta miðpunkt og lífæð atvinnulífsins í borginni. Stærstur hluti bæjarbúa bjó þar í næsta nágrenni, þangað áttu flestir erindi og þannig varð ysinn við höfnina mælikvarði á efnahagsástandið í þjóðfélaginu. Yfir svæðinu gnæfði síðan risavxni kolakraninn „Hegrinn“ en hann var helsta kennileiti svæðisins á árunum 1926-1967. Um miðbik síðustu aldar var svo komið að aukin umsvif Reykjavíkurhafnar tóku að bera sjálft athafnarýmið ofurliði. Þrengslin voru orðin gífurleg þar sem t.d. áhafnir fiskiskipa, hafnarverkamenn og millilandafarþegar tróðust hver um annan þveran. Til þess að ráða bót á þessu var á tímabili þróað mikið skipulag við höfnina. Inni í þeim áætlunum fólust bæði byggingar Faxaskála og Tollhússins en upphaflegur tilgangur hins síðarnefnda var að þjóna hlutverki fríhafnar fyrir millilandafarþega. Meðfram því átti að koma úthugsuð samgönguæð þar sem t.d. var gert ráð fyrir að ekið yrði beint úr skipunum ýmist upp á þak Faxaskála eða Tollhússins. Leifar framkvæmdanna voru lengi vel sýnilegar með bogabrúnni í austurenda Tollhússins en akvegurinn ofan þess stendur hinsvegar enn. Í dag er skipulag Reykjavíkurhafnar með þeim hætti að Austurhöfnin er eingöngu ætluð flutninga- og farþegaskipum, Vesturhöfnin fyrir fiskiskip og elsti hlutinn eða Ingólfsgarður fyrir opinber hafrannsókna- og varðskip. Að auki er stærsta olíulöndunarhöfn landsins starfrækt vestur í Örfirisey. Í náinni framtíð er áætlað að í Reykjavíkurhöfn verði áfram öflug miðstöð hafnsækinnar starfsemi í inn- og útflutningi auk þess sem hlúð verður enn betur að aðstæðum fyrir stærri farþegaskip. Í seinni tíð hefur ásýnd aðkomunnar tekið miklum stakkaskiptum þar sem í næsta nágrenni er boðið upp á blandað og líflegt athafnasvæði lista, menningar, verslunar og þjónustu.

Gamla Suðurhöfnin.

Sundahöfn.

Sundahöfn Á sama tíma og athafnarými við Reykjavíkurhöfn fór minnkandi tók hafntengd starfsemi að teygja anga sína í austurátt. Við Skúlagötu risu vöruskemmur Eimskips og árið 1950 stofnaði Tryggvi Ófeigsson frystihús á Kirkjusandi á þeim stað þar sem höfuðstöðvar Íslandsbanka komu síðar. Árið 1968 hófst uppbygging Sundahafnar og með því mörkuð mikil tímamót þar sem athafnasvæðið varð stærra en nokkru sinni fyrr. Þangað færðust allar millilandasiglingar hjá stærstu skipafélögunum, Eimskip, Hafskip og Samskip, auk þess sem flest stærri farþegaskip gátu lagst þar upp að. Með þessu var lagður grunnurinn að öflugu atvinnuhverfi við Sundahöfn þar sem skipulögð hafnarsvæði byggðust upp t.d. á Voga-, Holta- og Kleppsbakka. Á hinum síðastnefnda var stærsti gámakrani landsins gangsettur árið 1980 en hann er með lyftigetu upp á 140 tonn. Yngsta, stærsta og dýpsta hluta Sundahafnar er að finna á Skarfabakka sem tekinn var í notkun árið 2006 en þar var einnig tekið í notkun sérstakt þjónustuhús fyrir farþega og áhafnir. Árið 2009 lögðust um 80 skemmti-

Reykjavíkurhöfn og Íslandssagan - Hernám Breta 1940. - Heimkoma Halldórs Laxness með Nóbelinn 1955. - Endurheimt íslensku handritanna 1971.


258 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Akraneshöfn.

ferðaskip að Reykjavíkur- eða Sundahöfn og þá með um 80.000 manna farþegafjölda en í framtíðinni er áætlað að sú tala muni stíga töluvert uppávið. Þegar þetta er ritað eru á teikniborðinu viðamiklar breytingar á aðalskipulagi Sundahafnar, en þær miða m.a. að lengingu Skarfabakka auk frekari landfyllingar við Vatnagarða. Í náinni framtíð er áætlað að deiliskipuleggja nokkur nálæg athafnasvæði t.d. utan Klepps og við aðsetur Björgunar í Sævarhöfða.

Akraneshöfn Akraborgin Árið 1956 hóf fyrirtækið Skallagrímur hf. að gera út bílferju Akraborgarinnar sem um langan aldur var helsta samgöngutækið á milli Skagans og Reykjavíkur. Þetta þótti kærkomin vegabót og þá ekki síst fyrir þá sem vildu ýmist komast með skömmum fyrirvara upp í fjölmennar sumarhúsabyggðir í Borgarfirðinum eða stytta hjá sér leiðina út á land. Á starfstíma sínum gerði Skallagrímur hf. út þrjár ferjur undir nafni Akraborgarinnar sem tóku hver við af annarri, en eftir að reksturinn varð umsvifameiri var sérstök ferjubryggja reist við Akraneshöfn árið 1975. Með tilkomu Hvalfjarðarganga árið 1998 þótti ekki lengur þörf á áætlunarferðum Akraborgarinnar. Síðan þá hefur farkosturinn þjónað tilgangi sínum sem skólaskip í eigu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Akranes telst eitthvert elsta sjávarþorp á Íslandi. Þar hóf Brynjólfur Sveinsson biskup sína frægu útgerð um miðbik átjándu aldar þó svo að engin væri þar bryggjan. Á öndverðri nítjándu öld og framyfir þá tuttugustu voru reyndar ýmsar tilraunir til hafnargerðar. Árið 1874 lét skoski verslunarmaðurinn James M. Ritchie reisa miður heppnaða trébryggju við Lambhúsasund og í beinu framhaldi prófuðu menn sig áfram t.d. með færanlegar „búkkabryggjur“ sem settar voru niður að vori og teknar upp að hausti. Árið 1895 lét stórkaupmaðurinn Thor Jensen byggja fyrstu bryggjuna við Steinsvör og árið 1915 átti Bjarni Ólafsson skipstjóri frumkvæðið að því að móta fyrstu steinsteyptu bryggjuna út frá fiskverkunarhúsi sínu við Lambhúsasund. Að tilstuðlan hreppsnefndar Ytri-Akraneshrepps hófust framkvæmdir á núverandi hafnarmannvirkjum við Krossvík árið 1930. Árið 1945 voru þau formlega tekin í notkun með svonefndri Bátabryggju en líkt og hjá Reykjavíkurhöfn stækkaði athafnasvæðið hægt og bítandi með tímanum. Með tilkomu Sementsverksmiðjunnar árið 1958 var bæði sérsmíðuð höfn undir starfsemina og einnig farið út í að byggja upp traustan brimvarnargarð. Á árunum 1977-91 var stöðugt unnið að lengingu garðsins eða Aðalhafnargarðsins eins og hann er gjarnan nefndur. Á árunum 2003-2004 var hann breikkaður og dýpið aukið í 10 m. Með tilkomu Faxaflóahafna hefur verið unnið markvisst að því að efla sjávarútvegshluta Faxaflóahafna.

Grundartangahöfn Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga hóf starfsemi árið 1979 og samhliða framkvæmdunum var ákveðið að byggja nauðsynleg hafnarmannvirki. Helstu hreppar Mýraog Borgarfjarðarsýslu ásamt Akraneskaupstað stóðu straum af framkvæmdunum en árið


Flutningar og samgöngur | 259 2005 runnu eignahlutir þeirra inn í sameignarfélag Faxaflóahafna. Fyrsti áfangi Grundartangahafnar fól í sér 70 m viðlegukant ásamt baklandi. Fram undir aldamót þjónaði höfnin að mestu Járnblendiverksmiðjunni en meðfram var hún t.d. einnig notuð til uppskipunar á kolasalla fyrir Sementsverksmiðjuna. Faxaflóahafnir eiga um fjórðungshlut í Hvalfjarðargöngunum en opnun þeirra árið 1998 átti eftir að liðka mikið fyrir uppbyggingu á Grundartanga. Sama ár fór fram gangsetning álvers Norðuráls og í beinu framhaldi var bætt við um 250 m viðlegukanti og baklandi og síðan um annað eins á árunum 2004-2006 þannig að heildarlengdin í dag nær heila 570 m. Á hverju ári eiga um 250 skip leið um Grundartangahöfn og nema hráefnis- og afurðaflutningar um 1,1 milljón tonna. Frekari uppbygging er áætluð á svæðinu í náinni framtíð. Sú þróun hófst árið 2003 þegar Hafnarsjóður Grundartangahafnar keypti land bújarðarinnar Klafastaða. Árið 2006 fjárfestu Faxaflóahafnir síðan í landi Kataness ásamt nálægum lóðum, en fyrirtækið ræður nú yfir um 620 ha lands við Grundartanga. Þar verður m.a. gert ráð fyrir um 100 iðnðaðarlóðum ásamt lengingu viðlegumannvirkja og hafnarbakka um allt að 750 metra. Forsendan fyrir allri þessari uppbyggingu veltur þó á því hvort farið verði út í lagningu Sundabrautar í náinni framtíð.

Borgarneshöfn Allt fram undir 1930 var hafnaraðstaðan í Borgarnesi mjög bágborin enda lítil útgerð stunduð þar sökum örðugrar aðsiglingar. Fyrr árum voru þó svonefndir Flóabátar í föstum áætlunarferðum með fólk og vörur á milli bæjarins og Reykjavíkur með viðkomu á Akranesi. Árið 1926 voru samþykkt lög á Alþingi um hafnargerð í Borgarnesi. Henni var valinn staður vestur í Brákarey og fólu framkvæmdirnar í sér brúun Brákarsunds. Hafnargerðin hófst árið 1929 og var lokið árið 1930. Fyrsta áratuginn var veruleg umferð um Borgarneshöfn en þó dró töluvert úr henni eftir að Hvalfjarðarvegurinn var opnaður árið 1940. Um tíma var starfrækt útgerðarfélag í kauptúninu og á vegum þess gert út skipið Eldborg sem var eitt fengsælasta í íslenska flotanum fram undir 1950. Eftir þann tíma stóð reksturinn ekki undir sér og allt fram á þennan dag hefur öll útgerð í Borgarnesi farið fram á smábátum. Fram að opnun Borgarfjarðarbrúarinnar árið 1980 var höfnin töluvert nýtt undir vöruflutninga en í kjölfar bættra vegasamgangna hefur sá kostur þurft að láta undan síga. Í dag nýtist Borgarneshöfn að stærstum hluta undir smábáta sem sigla um með ferðamenn. Í framtíðinni áætla Faxaflóahafnir að efla enn frekar slíka afþreyingar­ möguleika enda er svæðið og nágrenni þess rómað fyrir einstaka náttúrufegurð.

Skýr framtíðarsýn Faxaflóahafnir ráða í dag yfir um 1000 ha lands. Eitt af veigamestu hlutverkunum er umsjón lóðaúthlutana á hafnarsvæðunum og innheimta gjalda þar að lútandi. Með hinu nýja sameignarfélagi hefur mótast skýr framtíðarsýn gagnvart uppbyggingu umhverfis- og skipulagsmála. Nærtækt dæmi um slíkt er hugmyndasamkeppni um nýtt skipulag gömlu hafnarinnar og Örfiriseyjar en þar var bæði fagfólki og leikmönnum boðið að koma með tillögur. Einnig ber að nefna að á 90 ára afmæli Reykjavíkurhafnar árið 2007 var húseignin að Grandagarði 9 gefin til rekstrar á Sjóminjasafninu Víkinni. Faxaflóahafnir eru sífellt að leita leiða til að hrinda góðum atvinnuhvetjandi hugmyndum í framkvæmd og vilja af öllum mætti skapa grundvöll fyrir hentugar fjárfestingar á hafnasvæðunum. Þegar þetta er ritað er t.d. unnið að undirbúningi og skipulagningu á land- og lóðagerð á Grundartanga, landfyllingu vestan aðalhafnargarðs Akraneshafnar, landgerð í Sundahöfn ásamt lengingu Vogabakka og landþróun á Mýrargötusvæðinu ásamt uppkaupum eigna í tengslum við skipulag á Ægisgarði og í Sundahöfn. Framkvæmdahraði verkefna hefur þó minnkað sökum efnahagshrunsins árið 2008. Lóðaeftirspurn er í lágmarki skipaferðum hefur fækkað og influtningur dregist saman. Þrátt fyrir andstreymið er undirbúningi mikilvægustu verkanna haldið áfram og farið af stað með þær framkvæmdir sem brýnastar þykja. Ljósi punkturinn í stöðunni er sá að hlutur sjávarafla er í mikilli uppsveiflu hjá Faxaflóahöfnum. Af þeim sökum stendur útflutningur afurða og gjaldeyrisöflun í miklum blóma nú við lok fyrsta áratugar hins nýja árþúsunds. Sóknarfæri ferskra vaxtarsprota í atvinnulífinu eru ávallt rétt innan seilingar og með hárréttri nýtingu þeirra verður rétti meðbyrinn knúinn inn á vit óráðinnar framtíðarinnar.

Gundartangahöfn.


260 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

flugfélagið ernir www.ernir.is

F

lugfélagið Ernir er rótgróið og framsækið ferðaþjónustufyrirtæki sem sinnir skipulögðu áætlunarflugi með reglulegum ferðum til fimm áfangastaða hér á landi. Að auki snýst þjónustan um tilfallandi leigu- og útsýnisflug ásamt opinberu sjúkraflugi hvert á land sem er eða á milli landa. Í þessu skyni býr félagið að vel útbúnum flugflota og hefur innan sinna raða þrautþjálfaða flugmenn sem búa að mikilli reynslu við að stýra öllum stærðum véla við fjölbreyttar aðstæður víða um heim.

Sagan

Flugfélagið Ernir býr að 40 ára sögu og var stofnað á Ísafirði árið 1970 af hjónunum Herði Guðmundssyni og Jónínu Guðmundsdóttur sem enn í dag stýra rekstrinum. Á þeim tíma voru vegasamgöngur á Vestfjörðum mjög ótryggar og því varð starfsemi félagsins snemma mjög mikilvæg á svæðinu. Póstflug var stundað á milli allra helstu bæja og þéttbýlisstaða í fjórðungnum auk þess sem félagið sinnti sjúkraflugi á öllu Vesturlandi. Mikil tímamót urðu í rekstrinum árið 1988 með tilkomu 19 sæta Twin Otter vélar undir reglulegt áætlunarflug. Yfir hana var byggt stórt og vandað flugskýli á Ísafjarðarflugvelli auk þess sem flugafgreiðsla var sett í gang á Reykjavíkurflugvelli. Með þessum hætti varð Flugfélagið Ernir hið fyrsta sinnar tegundar sem byggði starfsemi sína upp sjálfstætt án allrar íhlutunar frá hinu opinbera. Fram eftir öllum níunda áratugnum hljóp mikill vöxtur í hlut leiguflugs í starfseminni. Þar var einkum um að ræða ferðir með skipsáhafnir til Grænlands, Færeyja og Norðurlandanna auk tilfallandi ferða t.d. með varahluti í skip, verksmiðjur og frystihús. Í kringum 1990 hóf Flugfélagið Ernir síðan mjög mikilvægt samstarf við svissneska flugfélagið Zimex Avaition og fól það í sér að mestu allskyns þjónustuflug til Afríku fyrir ýmsar alþjóðlegar stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar og Rauða krossinn. Árið 1995 gengu í gegn ákveðnar breytingar í starfsumhverfi innanlandsflugfélaga sem fól t.d. í sér að opinberir samstarfsamningar gengu úr gildi. Í beinu framhaldi hætti Flugfélagið Ernir með starfsemi sína á Íslandi og einbeitti sér enn frekar að verkefnum í útlöndum. Vélar félagsins voru seldar og afgreiðslan á Reykjavíkurflugvelli leigð út til annarra aðila. Reksturinn hófst þó aftur í núverandi mynd með nýjum áherslum árið 2003.

Áætlunarflug Flugfélagið Ernir heldur úti föstu áætlunarflugi allan ársins hring til fimm áfangastaða innanlands. Þeir eru Vestmannaeyjar, Höfn í Hornafirði, Húsavík, Bíldudalur og Gjögur. Sumaráætlun gildir frá 1. júní – 31. ágúst og vetraráætlun alla aðra tíma ársins. Allar nánari upplýsingar t.d. um ferðatíma og verð má nálgast inni á heimasíðunni www.ernir.is.

Leiguflug Fyrir einstaklinga og hópa sem þurfa að komast á milli fjarlægra staða á skömmum tíma býður Flugfélagið Ernir upp á hagkvæma kosti í leiguflugi innanlands sem utan. Með þessu er t.d. hægt að komast til Akureyrar á 40 mínútum, til Egilsstaða á klukkutíma og til Vestmannaeyja á 18 mínútum. Dæmi um ferðatíma út fyrir landsteinana er einn og hálfur tími til Kulusuk á Grænlandi eða Þórshafnar í Færeyjum og fjórir tímar ýmist til London eða Kaupmannahafnar. Í öllum ferðum er boðið upp á einstaklega þægilega farkosti þar sem hægt er að raða sætum eftir þörfum hverju sinni. Einnig er hægt að uppfylla séróskir viðskiptavina varðandi fæði, ferðaáætlun og aðbúnað á áfangastað.


Flutningar og samgöngur | 261

Úlfar Eysteinsson

Sjúkraflug Sjúkraflug hvert á land sem er hefur alveg frá upphafi verið ein af kjölfestum starfseminnar. Boðið er upp á sérhannaðar og öflugar Jetstream 32 vélar með stórum hurðum og góðu aðgengi fyrir sjúkrabörur. Innanborðs er allur nauðsynlegur búnaður fyrir hendi. Læknar og sjúkraflutningafólk eru ávallt fyrir hendi sé þess óskað. Jetstream vélarnar eru jafnþrýstibúnar og geta því flogið ofar veðri til aukinna þæginda fyrir sjúklinga.

Útsýnisferðir Einn af helstu vaxtarbroddum starfseminnar hjá Flugfélaginu Erni er að bjóða forvitnum ferðalöngum að „sjá landið með augum arnarins“ eða upplifa það með ósviknu útsýnisflugi yfir athyglisverð náttúrufyrirbæri eins og eldfjöll, jökla og ýmis fræg kennileiti. Einnig er um að ræða vel skipulagðar ferðir sem vara allt frá nokkrum klukkutímum upp í heilan dag en þær geta falið í sér ýmsa forvitnilega afþreyingu eins og flúða- og bátasiglingar, snjósleða- og fjórhjólaferðir, hvalaskoðun, náttúruskoðun og útreiðartúra. Þetta er tilvalin leið til þess að veita íslenska náttúrufegurð beint í æð, með engum refjum, til erlendra viðskiptavina og samstarfsaðila. Í raun er hægt að sérsníða hverja slíka ævintýraferð að óskum hvers og eins. Hægt er að útvega allan þann búnað sem þarf eins og leiðsögumenn, aðbúnað, farartæki eða hvað sem er viðeigandi í hvert skipti. Hvað sem er, hvert sem er, þitt er valið.

Önnur þjónusta Fyrir utan allt ofangreint býður Flugfélagið Ernir upp á fjölbreytta flugþjónustu sem er sniðin að mismunandi þörfum viðskiptavina. Meðal helstu verkefna að þessu leyti eru flug með áhafnir fiskiskipa, starfsmenn fyrirtækja, ljósmyndara og heilu íþróttahópana, en flugvélarnar geta rúmað allt að 19 farþega og henta því sérlega vel fyrir keppnislið á leið til og frá leikjum utan heimavallar. Hægt er að lenda á flestum smærri flugbrautum. Ef koma þarf pósti eða smáhlutum til skila með skjótvirkum hætti er Flugfrakt Ernis mjög hagkvæmur kostur. Hægt er að flytja bréf, pakkasendingar, varahluti og nánast allt svo lengi sem það rúmast í vélunum. Aðstæður á áfangastað geta verið mismunandi og í því skyni er boðið upp á svonefnda „Vöruvörpun“ (Air Drop) þar sem t.d. varahlutum eða vistum er varpað úr lofti og niður til skipa á hafi úti. Helsta markmiðið við að uppfylla þessa þjónustu er hraði og öryggi.


262 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

flugsafn íslands

F

www.flugsafn.is

Svanbjörn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugsafns Íslands.

Úr sýningarsalnum.

Flugsafn Íslands er opið alla daga á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst frá kl. 13:00 til 17:00 en á öðrum tímum eftir samkomulagi við safnstjórann. Í tilefni af nýju og stærra húsnæði hefur verið tekinn í notkun nýr og betri vefur Flugsafns Íslands og er slóðin www.flugsafn.is.

lugsafn Íslands var stofnað árið 1999 og hét þá Flugsafnið á Akureyri. Aðalhvatamaður að stofnun safnsins var Svanbjörn Sigurðsson og hefur hann verið safnstjóri frá upphafi. Að stofnun Flugsafnins unnu ýmsir áhugamenn um íslenska flugsögu og varðveislu gamalla flugvéla en stofnaðilar safnsins voru Vélflugfélag Akureyrar, Svifflugfélag Akureyrar, Flugmódelfélag Akureyrar, Flugfélag Íslands, Flugfélagið Atlanta, Flugleiðir, Íslandsflug og Íslenska flugsögufélagið. Safnið var opnað með formlegum hætti þann 24. júní árið 2000. Þá var haldin í fyrsta sinn svokalluð „Flughelgi“ á vegum Flugsafnsins í samvinnu við Flugmálafélag Íslands. Var þá haldið Íslandsmót í listflugi og ýmislegt fleira var á dagskránni svo sem listflugsýningar, fallhlífastökk, módelflug, útsýnisflug með þyrlu og margt fleira. Þessi flughelgi safnsins og Flugmálafélagsins hefur verið árlegur viðburður síðan síðustu helgina í júnímánuði. Fyrstu árin var Flugsafnið til húsa í 450 m2 flugskýli sem leigt var af Íslandsbanka. Þetta húsnæði var síðar keypt. En það liðu ekki mörg ár áður en þetta flugskýli var orðið of lítið. Haustið 2006 var ráðist í að byggja nýtt 2.100 m2 hús og var það tekið í notkun sumarið eftir. Á Flugsafni Íslands er að finna yfir tuttugu flugvélar og loftför sem endurspegla þróun flugsins á Íslandi. Þar er að finna svifflugur, svifdreka, kennsluflugvélar, sjúkraflugvélar, farþegaflugvélar, björgunarþyrlu, heimasmíðar flugvélar og listflugvélar. Flugsafn Íslands er lifandi flugsafn og eru margar þeirra flugvéla sem þar eru til sýnis flughæfar og í reglulegri notkun. Elsta flugvélin á safninu er Klemm L25 TF-SUX sem smíðuð var árið 1934. Þessi flugvél kom til landsins árið 1938 og var m.a. notuð við að kanna hugsanleg lendingarstaði hingað og þangað um landið. Fyrsta flugtæki Svifflugfélags Akureyrar, Grunau IX rennifluga sem smíðuð var á Akureyri veturinn 1937 til 38 hangir úr loftinu og sést vel þegar inn er komið. Það var á þessari renniflugu sem margir af elstu flugstjórum Íslands lærðu undirstöðuatriðin í fluglistinni. Fleiri gamlar svifflugur eru svífandi í lausu lofti á safni m.a. Schweizer TG-3A sem Svifflugfélagið keypti árið 1946 og Rhönlerche II frá árinu 1962. Þar er einnig Stinson Reliant flugvél af samskonar tegund og fyrsta flugvél Loftleiða en Flugsafnið fékk þessa flugvél að gjöf frá Icelandair í tilefni af 70 ára afmæli Flugfélags Akureyrar árið 2007. Af gömlum sjúkraflugvélum má nefna Auster flugvélina TF-LBP, fyrstu flugvélina sem keypt var til landsins gagngert til að sinna sjúkraflugi og Piper Apache flugvél TF-JMH, sem Tryggvi Helgason keypti til landsins árið 1959. Þessi flugvél var notuð til leigu- og sjúkraflugs um árabil en var gerð upp fyrir nokkrum árum og er sem ný að sjá. Heimasmíði flugvéla er vaxandi tómstundaiðja meðal flugáhugamanna hérlendis og eru nokkrar slíkar flugvélar til sýnis á safninu. Ennfremur eru til sýnis gamlar kennsluvélar sem margir kannast e.t.v. við eins og Piper Cub TF-CUB og Cessna 140 TF-AST. Af nýjustu sýningargripunum má nefna Aerospatiale SA.365 Dauphin björgunarþyrluna TF-SIF sem þjónaði Landhelgisgæslu Íslands í rúmlega tvo áratugi og stjórnklefa Boeing 727 „Gullfaxa“, fyrstu þotu Íslendinga sem kom til landsins árið 1967. Á Flugsafninu er ennfremur til sýnis þotuhreyfill af gerðinni Rolls-Royce RB-211 sem eitt sinn knúði eina af TriStar breiðþotum Flugfélagsins Atlanta og Pratt & Whitney R-1830 stjörnuhreyfill, þeirrar gerðar sem notaður er á Douglas DC-3. Þessi hreyfill er í láni frá Þristavinafélaginu og Landgræðslu ríkisins. Framkvæmdastjóri Flugsafns Íslands er Svanbjörn Sigurðsson og með honum í stjórn starfar hópur virkra áhugamanna um varðveislu íslenskrar flugsögu. Stjórnarformaður safnsins er Arngrímur Jóhannsson og aðrir í stjórn eru Haukur Jónsson ritari, Þorsteinn Eiríksson gjaldkeri, Kristján Víkingsson, Orri Eiríksson, Friðrik Adolfsson og Svanbjörn Sigurðsson.


Flutningar og samgöngur | 263

H

hópferðabílar skagafjarðar

ópferðabílar Skagafjarðar voru stofnaðir í júlí 1999 með 2 bíla, eigendurnir eru Steinn Leó Sigurðsson og Salmína Sofie Tavsen. Upphaf fyrirtækisins er í raun árið 1973 en þá hóf Steinn skólaakstur með börn í Barnaskóla Staðarhrepps á einum litlum Land Rover. 1975 var keyptur 17 manna Benz og notaður í tvö ár eftir það stækkaði rútan þar til 1989 að stærð bílsins var komin í 44 sæti, þá var farið að keyra að sumri til hjá Hópferðamiðstöðinni í Reykjavík með erlenda ferðamenn og þá aðallega yfir hálendið. Árið 1992 var keypt rúta 41 sætis, eftir það hefur bílaflotinn stækkað í 9 bíla þar af eru tveir sérútbúnir fyrir fólk í hjólastólum, annarsvegar 46 sæta með lyftu getur tekið 10 stóla og 26 í sæti og hinn 19 sæta með ramp getur tekið 5 stóla og 9 í sæti. Hópferðabílar Skagafjarðar eru í dag með 3 bíla í skólaakstri fyrir Varmahlíðarskóla og 2 bíla í áætlunarakstri fyrir Sterna ehf. á leiðinni Siglufjörður – Sauðárkrókur – Varmahlíð. Starfsmenn eru 6 á föstum launum allt árið og 2-3 í verkefni í styttri tíma. Mikið af verkefnum fyrirtækisins eru fyrir félagasamtök á Norðurlandi vestra, Sveitarfélagið Skagafjörð og TREX. Mörg verkefni eru fyrir félagasamtök fatlaðra og dvalarheimili aldraðra, ekki bara á Norðurlandi vestra heldur einnig Vesturlandi og Reykjavík og einnig skemmtiferðaskip sem komið hafa til landsins vegna sérstöðu fyrirtækisins með sérútbúna bíla til flutnings fólks í hjólastólum.


264 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

mýflug hf.

Í

www.myflug.is

Reykjahlíð við bakka Mývatns í Suður-Þingeyjarsýslu búa um 200 manns. Helsti atvinnuvegurinn er þjónusta, ýmist við sveitahéruðin í kring og ferðamenn. Við útjaðar Reykjahlíðar liggur 1.000 m flugbraut og við hana er að finna aðsetur flugfélagsins Mýflugs hf. Meginhlutverk þess í dag er að sinna opinberu sjúkraflugi auk reksturs flugvélar Isavia.

Þróun starfseminnar Mýflug hf. var stofnað árið 1985 af Leifi Hallgrímssyni núverandi framkvæmda- og flugrekstrarstjóra félagsins og konu hans Gunnhildi Stefánsdóttur. Upphaflega byggðist starfsemin upp í kringum útsýnisflug með ferðamenn á sumrin. Til að halda rekstrinum gangandi allt árið var leiguflugi og sjúkraflugi sinnt árið um kring. Verkefnin voru oftast tilfallandi en á tímabili staðsetti félagið flugvél og áhöfn á Ísafirði til að sinna sjúkrafluginu. Á tíunda áratugnum stundaði Mýflug áætlunarflug frá Reykjahlíðarflugvelli til Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði. Lengst af var fluginu sinnt með 9 sæta Piper Chieftain flugvél. Áætlunarflugi óx fiskur um hrygg þegar Flugfélag Íslands hætti flugi til Húsavíkur haustið 1999. Mýflug hóf þá að fljúga frá Húsavík til Reykjavíkur með 19 sæta Dornier 228 vél sem leigð var af Íslandsflugi. Þessi rekstur stóð ekki undir væntingum og var hætt um aldamótin.

Sérhæft sjúkraflug Um haustið 2005 var sjúkraflug á Íslandi boðið út. Gerðar voru kröfur um að þjónustunni væri sinnt með sérútbúinni flugvél. Í upphafi ársins 2006 tók Mýflug þetta verkefni að sér. Samningurinn náði til svæðis sem í reynd er allt Ísland að Vestmannaeyjum undanskildum. Flugvélin, Beechcraft Kingair (TF-MYX) er jafnþrýstibúin skrúfuþota, staðsett á Akureyri. Hún er reiðubúin fullmönnuð í flugskýli allan sólarhringinn allt árið. Þungamiðja rekstrarins í dag er á Akureyri. Í tengslum við sjúkraflugið hefur Mýflug, í samstarfi við Flugskóla Akureyrar, reist flugskýli, skrifstofu og þjálfunaraðstöðu á Akureyrarflugvelli.

Flugvél Isavia Þann 1. febrúar 2008 var undirritaður samningur milli Mýflugs og Isavia ohf. þar sem Mýflug tók að sér rekstur flugvélar Isavia (TF-FMS) og framkvæmd þeirra flugverkefna sem hún hafði sinnt. Verkefnið er að mestu flugprófanir. Mýflug leggur til áhafnir og stýrir flugi á meðan verklegir þættir eru framkvæmdir af sérfræðingum Isavia. Vélin er einnig nýtt sem varavél fyrir sjúkraflug og tilfallandi leiguflugsverkefni. Flugvél Isavia er sömu gerðar og sjúkraflugvél Mýflugs og því mikið hagræði af notkun hennar.

Farsæl starfsemi Með stórbættri verkefnastöðu hefur velta Mýflugs margfaldast. Þrátt fyrir það hefur upphaflegi reksturinn útsýnis- og leiguflug haldist nánast óbreyttur. Af þeim sökum er nokkur árstíðasveifla í rekstrinum og starfsmannafjöldi því breytilegur en þó sýnu mestur yfir sumarmánuðina þegar um 15 manns eru í föstum störfum hjá Mýflugi. Útsýnis- og leiguflugi er sinnt með einni tveggjahreyfla Piper Chieftain flugvél (TF-MYV) og tveim einshreyfils Cessna 206 vélum (TF-MYY og TF-MYF). Allar nánari upplýsingar má nálgast inni á heimasíðunni www.myflug.is


Flutningar og samgöngur | 265

T

nanna ehf.

raustar samgöngur með greiðu þjóðvegakerfi eru meginforsendan fyrir því að byggð haldist á þéttbýlum og dreifbýlum svæðum hringinn í kringum landið. Helsta lífæðin byggist á flutningafyrirtækjunum sem t.d. sjá um að koma öllum nauðsynlegum aðföngum til byggðarlaganna og flytja þaðan dýrmætar framleiðlsuvörur til kaupenda á áfangastað. Í þéttbýliskjarna Patreksfjarðar á sunnanverðum Vestfjarðakjálkanum er flutningafyrirtækið Nanna rekið af hjónunum Sigurbjörgu Pálsdóttur og Helga Auðunssyni. Fyrirtækið er nefnt í höfuðið á móður Sigurbjargar, Nönnu Sörladóttur en eftirlifandi eiginmaður hennar er Páll Guðfinnsson húsasmiður. Þau hjónin bjuggu lengstum á svonefndu Klifi að Aðalstræti 37 á Patreksfirði og ólu þau þar upp 13 börn. Sjálft upphafið að starfsemi Nönnu má rekja til ársins 1989 þegar Sigurbjörg og Helgi tóku við rekstri Skipaafgreiðslunnar við höfnina í bænum. Þar fór fram svæðisbundin þjónusta við stærstu skipafélögin ásamt vörudreifingu. Eftir að strandsiglingar löguðst endanlega af á tíunda áratugnum og flutningar tóku að færast út á þjóðvegina ákváðu hjónin að söðla um með nýju fyrirtæki Nönnu sem hóf starfsemi aldamótaárið 2000.

Eigendurnir Helgi Auðunsson og Sigurbjörg Pálsdóttir.

Lífæð í heimabyggð Nanna er með aðsetur við höfnina á Patreksfirði. Á sama stað er einnig rekið umboð fyrir Olís ásamt tengdri verslun með ýmsar vörur. Hjá fyrirtækinu eru að jafnaði um 12 manns í fullu starfi. Meginhluti mannaflans er skipaður bílstjórum sem skiptast á að stýra sex risavöxnum flutningabílum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Í dag samanstendur sá floti af þremur stórum tengivagnstrukkum og þremur hefðbundnum 10 hjóla trukkum með kæli- og frystibúnaði. Veigamesti hluti þjónustunnar við almenning og fyrirtæki í heimabyggð snýst um vörudreifingu í þéttbýliskjörnum Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals ásamt nágrannasveitum. Verkefnin snúast einnig um reglulega birgðaflutninga fyrir ýmis fyrirtæki með fasta þjónustusamninga. Að öðru leyti býr Nanna að traustum og góðum tengslum við öll byggð ból á syðri hluta Vestfjarðakjálkans enda þar á ferðinni helsta lífæðin við heimabyggðina.

Hluti af starfsfólki Nönnu ehf.

Þráður þjónustunnar Fæstir gera sér grein fyrir þeim umsvifum og þeirri ábyrgð sem hvílir á einu litlu flutningafyrirtæki á Vestfjörðum. Slík starfsemi fer svo að segja fram allan sólarhringinn. Hefðbundinn dagur hjá Nönnu hefst kl. 8:00 að morgni en þá eru losaðir þeir bílar sem hafa komið um nóttina. Einnig er hringt út til viðskiptavina á Patreksfirði og þeir sækja sína vöru sjálfir. Á sama morgni eru bílar gerðir klárir í útkeyrslu til móttakenda á Tálknafirði og Bíldudal en þeir fara af stað um hádegisbilið. Lagt er af stað til Reykjavíkur um hálffimmleytið síðdegis og þá er venjulegast haldið að höfninni við Brjánslæk. Þar keyra bílarnir um borð í Breiðafjarðarferjuna Baldur sem siglir yfir til Stykkishólms. Síðan er komið til Reykjavíkur að kvöldlagi og fer losun fram strax. Daginn eftir eru bílarnir lestaðir með vörum og hefst heimferðin eftir lokun móttökustöðva kl. 16:00. Á þeim tímapunkti er ekki hægt að ná síðustu siglingu úr Stykkishólmi og því er algengt að ferðin landleiðina geti tekið um 7-8 klukkustundir að meðaltali. Við slíkar aðstæður þarf lítið út af að bera svo áætlanir misfarist. Oft er haldið af stað í mjög óstöðugu veðurfari á einni torsóttustu þjóðleið landsins og hafa þessar ferðir þegar tekið sinn toll í stuttri sögu fyrirtækisins. Nanna ehf. lítur þó ávallt björtum augum fram á þjóðveginn þar sem vonin býr um að lægra eldsneytisverð og betra vegakerfi muni brátt skila sér í hagkvæmari rekstrarkostnaði.

Hluti af flota fyrirtækisins með fjallið Skjöld í baksýn.

Á leið upp Kleifaheiði. Kleifakarlinn fylgist ávallt með að allt gangi vel.


266 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

skipafélagið nes hf.

S

www.nes.is

kipafélagið Nes hf. var stofnað 1. maí 1974 og keypti skip frá Noregi, sem fékk nafnið Svanur sem var 1.350 dwt og hóf siglingar í júlí sama ár. Að stofnun félagsins höfðu forgöngu þeir Pálmi Þór Pálsson skipstjóri og Jón Guðmundsson Kristinsson vélstjóri. Eigendur voru samtals 15 og þar af flestir starfandi sjómenn. Það var ekki tilviljun að fyrsta skip félagsins fengi þetta nafn því faðir Pálma Páll Þorleifsson frá Hömrum í Grundarfirði gerði út bát með þessu nafni. Svanur var happafley og dró að landi mikinn afla og verðmæti inn í samfélagið. Næst var Valur keyptur 1982 sem var systurskip Svans og hét áður Vesturland í eigu Nesskipa. 1983 var svo Haukur keyptur sem áður hét Freyfaxi í eigu Sementsverksmiðju ríkisins og flutti sement út um allt land frá Sementsverksmiðjunni á Akranesi. Núverandi skipastóll samanstendur af þremur skipum sem eru systurskipin Svanur og Lómur 2.150 dwt og Haukur 3.050 dwt. Félagið er til heimilis í Grundarfirði frá öndverðu. F.v. Pálmi Pálsson eigandi, Helgi Þórisson framkvæmdastjóri og Snorri Hauksson tæknilegur framkvæmdastjóri.

Pálmi var í senn skipstjóri á Svaninum og framkvæmdastjóri frá upphafi en kom í land árið 1980 og var framkvæmdastjóri félagsins í 37 ár eða til 30. júní 2011 en þá tók við Helgi Þórisson sem lengst af hafði starfað hjá Eimskipafélagi Íslands. Tæknilegur fram-

Myndatexti.

Haukur á Mikisfirði á Austur-Grænlandi í ágúst 2006 með vistir og útbúnað fyrir kanadíska gullleitarmenn. Á undanförnum árum hefur Haukur farið nokkrar ferðir fyrir bæði kanadíska og ástralska gullleitarmenn / málmleitarmenn til Mikisfjarðar og Scoresbysunds (ekki fer miklum sögum af árangri).


Flutningar og samgöngur | 267

Haukur á útleið frá Vestmannaeyjum með mjölfarm 10. júní 2008.

kvæmdastjóri er Snorri Hauksson, sem hóf störf sem yfirvélstjóri skipanna árið 1985 til ársins 2001 en þá tók hann við núverandi starfi. Stjórn félagsins skipa nú Guðmundur Ásgeirsson formaður, Pálmi Pálsson og Ólafur Guðmundsson. Skrifstofa félagsins var fyrst í Hafnarhúsinu í Reykjavik til 13. júní 1997 en fluttist síðan í Fjarðargötu 13-15 í Hafnarfirði og er þar enn í eigin húsnæði. Í upphafi var aðal útflutningur félagsins mjöl en síðan hefur tekið við kísiljárn, basalt, vikur og kalkþörungar. Alla tíð hefur innflutningurinn verið byggingavörur, stál og timbur og aðrar iðnaðarvörur, áburður og fóður. Félagið hefur frá upphafi séð um alla flutninga frá Þörungaverksmiðjunni á Bíldudal til Írlands og Frakklands. Nú eru horfur þannig að líklega eykst mjölvinnsla í landinu með vaxandi loðnuafla á ný og verkefni bjóðast hér og þar. Við þessu er félagið að bregðast með því að búa sig undir að efla skipastólinn.

Mótorbáturinn Svanur var í daglegu tali kallaður „HamraSvanur“.

Svanur á Ísafirði, Sv-Grænlandi í ágúst 2008. Skipin hafa farið árlega síðan 1995 til Sv-Grænlands með áburð, fóður og fleira til bænda á svæðinu. Flutningar eru aðallega fyrir Malik Trading.


268 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

nesskip

F

www.nesskip.is

lutningur heilfarma, umboðsþjónusta við skip og flutningaráðgjöf. Skipafélagið Nesskip var stofnað í janúar 1974. Félagið var stofnað af hópi áhugamanna um stórflutninga undir forystu Guðmundar Ásgeirssonar og voru hluthafar í upphafi 12 talsins. Guðmundur var framkvæmdastjóri félagsins frá upphafi og fram til ársins 2004. Á árinu 2006 urðu verulegar breytingar á eignarhaldi félagsins þegar samstarfsaðili Nesskipa til áratuga norska skipafélagið Wilson A/S í Bergen keypti meirihluta hlutafjár í félaginu. Síðan hefur Wilson aukið hlut sinn í félaginu og er á árinu 2011 eigandi félagsins að fullu. Stjórn Nesskipa skipa Oyvind Gjerde stjórnarformaður, Kristian Eidesvik og Már B. Gunnarsson. Starfsmenn Nesskipa eru átta talsins og hefur Garðar Jóhannsson verið framkvæmdastjóri félagsins frá árinu 2004. Nesskip festu kaup á sínu fyrsta skipi í febrúar 1974 og var því gefið nafnið Suðurland. Fyrstu starfsárin hafði félagið aðsetur í mið- og vesturbæ Reykjavíkur en frá árinu 1983 hefur aðsetur þess verið að Austurströnd 1 á Seltjarnarnesi en nafn félagsins er einmitt dregið þaðan. Í framhaldi af kaupum Wilson á meirihluta hlutafjár í Nesskipum voru skip þess síðarnefnda að mestu færð inn í flota norska félagsins sem telur um 115 skip. Til flutningaþarfa sinna í þurrvöruflutningum til og frá Íslandi hafa Nesskip ótakmarkaðan aðgang að flota Wilson og gera flutningasamninga hvort heldur er til lengri eða skemmri tíma við viðskipavini sína með fullum stuðningi Wilson og flota þess. Aðrir samstarfsaðilar Nesskipa í flutningum til og frá Íslandi eru m.a. hollenska skipafélagið Onego Shipping og norska tankskipafélagið Sea Tank Chartering. Elkem Ísland hefur frá stofnun verksmiðjunnar á Grundartanga árið 1979 verið stærsti viðskiptavinur Nesskipa og er enn í dag. Samstarf félaganna í hráefnis- og afurðaflutningum hefur verið farsælt og nær það yfir fjölda hafna á víðfeðmu svæði allt frá Múrmansk

Audre kemur með fóðurfarm til Reykjavíkur.


Flutningar og samgöngur | 269

Federal Franklin við komu til Mjóeyrarhafnar með súrál fyrir álver Alcoa á Reyðarfirði

í norðri til Miðjarðarhafsins í suðri auk Bandaríkjanna. Flutningur á áli, anóðum, fóðri, vikri, salti, fiskimjöli, lýsi og brotamálmum er og hefur verið stór þáttur í starfsemi Nesskipa. Flutningar sem Nesskip hafði milligöngu um til og frá Íslandi á árinu 2010 voru um 1 milljón tonna. Starfsemi Nesskipa hefur aukist jöfnum höndum undanfarin ár hvort heldur er í flutninga- eða umboðsþjónustu við skip. Umboðsþjónustan er viðamikill hluti af starfsemi félagsins þar sem Nesskip annast m.a. afgreiðslu skipa sem koma með súrál til Norðuráls á Grundartanga og Alcoa á Reyðarfirði. Þá sér umboðsþjónustan jafnframt um afgreiðslu skipa, s.s. frystiskipa, rannsóknaskipa, skemmtiferðaskipa, erlendra fiskiskipa og olíuskipa auk ýmissa stórflutningaskipa. Þá er skipamiðlun og flutningaráðgjöf til jafnt innlendra sem erlendra aðila ríkur þáttur í starfsemi félagsins.

Wilson Caen siglir með fullfermi af áli frá álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík.

Tankskipið Frigg sækir lýsisfarm til Vestmannaeyja.


norlandair

N

Ljósmynd © Daníel Friðriksson.

www.norlandair.is

Ljósmynd © Kristinn Smári Sigurjónsson.

Friðrik Adolfsson, framkvæmdastjóri Norlandair.

Frá vinstri: Jón Ólafur flugvirki og flugmennirnir Steindór, Ragnar, Hjálmar og Kristinn.

orlandair var stofnað 1. júní 2008. Þó svo að um ungt félag sé að ræða byggir það á gömlum merg. Sögu þess má rekja til Norðurflugs, síðar Flugfélags Norðurlands og ársins 1959. Strax árið 1975 varð til vísir að þeim markaði sem Norlandair sinnir enn í dag en það er leiguflug á Grænlandi. Hefur þessi markaður stækkað hægt og rólega fram á þennan dag í takt við vaxandi almenn umsvif á Grænlandi. Árið 1997 urðu breytingar á rekstrarumhverfi flugrekstraraðila, innanlandsflug var þá gefið frjálst en hafði áður verið bundið sérleyfum. Úr varð að Flugfélag Norðurlands sameinaðist innanlandsdeild Flugleiða með stofnun Flugfélags Íslands. Árið 2008 ákvað Flugfélag Íslands að selja Twin Otter vélarnar tvær sem höfðu komið inn í flugflota Flugfélags Íslands með samrunanum við Flugfélag Norðurlands. Með þessum breytingum leit út fyrir að umsvif flugreksturs á Akureyri myndu minnka stórlega en Twin Otter vélarnar höfðu fyrst og fremst verið gerðar út frá Akureyri frá því þær voru keyptar til landsins af Flugfélagi Norðurlands á sínum tíma. Friðrik Adolfsson, deildarstjóri leiguflugsdeildar Flugfélags Íslands og áður sölustjóri Flugfélags Norðurlands, ákvað þá að setja saman hóp fjárfesta og kaupa þessar vélar. Var markmiðið að halda áfram leigufluginu á Grænlandi með Akureyri sem heimahöfn. Með þessu var Norlandair stofnað. Nafnið er engin tilviljun því Flugfélag Norðurlands notaði Norlandair sem erlent heiti á sínum tíma og var ákveðið að halda í þessa tengingu við farsælan feril Flugfélags Norðurlands. En fleira kom til við stofnun á Norlandair því Fjarðarflug og Norðanflug voru einnig sameinuð inn í rekstur Norlandair. Fjarðarflug var lítið flugfélag með eina eins hreyfils flugvél í rekstri, GA8 Airvan, og var fyrst og fremst í útsýnisflugi ásamt leiguflugi innanlands. Norðanflug var hins vegar fyrirtæki í vöruflutningum sem var sett á stofn til að flytja út ferskan fisk. Þetta félag var ekki með eigin flugrekstur heldur notaðist eingöngu við leiguvélar. Við stofnun samanstóð flugfloti Norlandair af tveimur Twin Otter vélum og GA8 Airvan. Síðar meir var leigð til félagsins Beechchraft King Air, sem er 7 sæta hraðfleyg flugvél með jafnþrýstibúnaði. Hefur þessi vél fyrst og fremst verið í leiguverkefnum. Norlandair kom síðan að stofnun Arctic Maintenance sem sér um allt viðhald á vélum félagsins og eru höfuðstöðvar þess félags einnig á Akureyrarflugvelli. Með stofnun Norlandair og Arctic Maintenance tókst að halda þeim fjölda starfa í flugrekstri á Akureyri sem byggst hafði upp á löngum tíma.

Rekstur Ljósmynd © Karl Eiríksson.

00 K4 3

270 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Twin Otter á skíðum.

Stefna Norlandair er að sinna innanlandsflugi frá Akureyri og leiguflugi á Íslandi og Grænlandi ásamt nærliggjandi mörkuðum. Áætlunarflugi til Grímseyjar, Þórshafnar og Vopnafjarðar er sinnt allt árið í samstarfi við Vegagerðina og Flugfélag Íslands. Leiguflugsreksturinn er hins vegar töluvert umfangsmeiri og er kjarnastarfsemi félagsins. Þessi markaður er þó háður árstíðarsveiflum en mestu umsvifin eru frá mars til október ár hvert. Þó svo að félagið sinni almennu leiguflugi fyrir bæði innlenda og erlenda viðskiptavini er yfirgnæfandi meirhluti leiguflugsins á Grænlandi. Framan af voru þessi umsvif fyrst og fremst á austurströnd Grænlands, oftast er þá flogið um Constable Point (CNP) og þaðan á ýmsa áfangastaði á Grænlandi. Flugmenn Norlandair hafa margir áratuga reynslu og þekkja því aðstæður mjög vel. Reynslan hefur sýnt að það stenst engin flugvél Twin Otter snúning í krefjandi umhverfi Grænlands. Hægt er að útbúa Twin Otter flugvélarnar með stórum hjólum til að lenda á erfiðum lendingarstöðum og einnig er hægt að setja á þær skíði til lendingar á snjó eða jöklum.


Ljósmynd ©Karl Eiríksson.

Flutningar og samgöngur | 271

TF NLD og TF NLC á Forbindelses jökli á Austur-Grænlandi.

Viðskiptavinir Viðskiptavinir félagsins á Grænlandi eru margir og mismunandi en það má þó skipta þeim í tvo hópa: Annars vegar er um að ræða danskar opinberar stofnanir, s.s. háskóla, ráðuneyti, sjúkrarhús og herinn og hins vegar rannsóknarfyrirtæki sem vinna að leit verðmætra málma í jörðu. Flest rannsóknarfyrirtæki standa fyrir tilraunaborunum og koma upplýsingum síðar í verð til annarra fyrirtækja, til dæmis námufyrirtækja. Viðskiptavinir Norlandair í þessum síðar nefnda hópi eru fyrst og fremst aðilar frá Kanada, Ástralíu og Bretlandi.

Hluthafahópur og fjármálaupplýsingar

Helstu staðir á Grænlandi sem Norlandair hefur flogið á í gegnum tíðina.

Ljósmynd ©Karl Eiríksson.

Árið 2011 varð breyting í hluthafahópi Norlandair þegar Air Greenland bættist við sem hluthafi og samtímis eignaðist Norlandair eina Twin Otter vél til viðbótar. Með þessu efldist félagið og sá möguleiki opnaðist að taka að sér verkefni á vesturströnd Grænlands. Starfsfólki hjá Norlandair hefur fjölgað jafnt og þétt frá stofnun í takt við vaxandi umsvif. Árið 2011 voru átta fastráðnir flugstjórar allt árið og fimm til viðbótar yfir sumartímann. Að auki starfa sjö manns á skrifstofu félagsins. Velta félagsins fyrir árið 2011 var um 900 milljónir króna, þar af komu 87% frá erlendum viðskiptavinum í gegnum leiguflug og 13% af áætlunarflugi innanlands. Stjórnarformaður er Hans Peter Hansen, yfirmaður leiguflugsdeildar Air Greenland og framkvæmdastjóri er Friðrik Adolfsson.

Forvitinn ísbjörn í skugga af Twin Otter.


272 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

nýja sendibílastöðin

N

www.sendibilar.is

Stjórn: Hlynur Reimarsson formaður Stefán Búason Jón Þórólfur Guðmundsson Þórður Guðbjörnsson framkvæmdastjóri

ýja sendibílastöðin var stofnsett sem almennt flutningafélag þann 2. febrúar árið 1950 og er því orðin rúmlega sextug. Stofnendur voru sex framsýnir einstaklingar: Guðmundur Þórðarson skipstjóri, Guðmundur Jónatansson sundlaugavörður, Gunnar Hálfdánarson bifreiðastjóri, Halldór Snorrason síðar bílasali, Óskar Finnbogason starfsmaður tollstjóra, prestur og bifreiðastjóri og Hafsteinn Þorgeirsson bifreiðastjóri. Aðsetur stöðvarinnar á fyrstu árunum var í hrörlegu leiguhúsnæði í bakhúsi við verslun Silla og Valda við Austurstræti 16. Svo þröngt var um bílstjóra á þessum stað að húsið gekk vanalegast undir nafninu „Píanókassinn“. Árið 1956 var loks flutt í eigið húsnæði við Miklatorg. Þar var stöðin fram til ársins 1970 en þá færðist starfsemin upp í Skeifuna 8. Núverandi aðsetur að Knarrarvogi 2 var síðan tekið í notkun árið 1983. Þar eru skrifstofur, verkstæði, almenn bensínsala og félagsleg aðstaða fyrirtækisins í mjög rúmgóðu húsnæði. Floti Nýju sendibílastöðvarinnar eru upp á 75-90 bifreiðar allt eftir árstíma en flestar voru þær árið 1987 eða 172 stykki. Persónuleg og ábyrg þjónusta – Nýja sendibílastöðin hefur ávallt kappkostað að veita sem allra besta og fjölbreytilegasta þjónustu í öllum tegundum flutninga. Reynt er af fremsta megni að þjóna öllum séróskum viðskiptavina sem bílstjórar stöðvarinnar sinna af mestu kostgæfni. Persónuleg og ábyrg þjónusta er markmið Nýju sendibílastöðvarinnar. Fyrirtækið býður upp á ótal stærðarmöguleika af bílum sem henta sérstaklega vel mismunandi umfangi verkefna.

Greiðabílar Greiðabílarnir eru ódýrari valkostur við vörudreifingu og flutninga á smáum sendingum, bréfum, blómum, matarsendingum, sýnum frá sjúkrahúsum, boðsendingum, ferðum í tollinn, alla almenna farangurs- og ferðatengda flutninga, hverskonar samskipti við fraktflutningsaðila og fleira, auk þess að vera tilvaldir í allt almennt „snatt“.

Litlir bílar Litlir bílar veita sömu þjónustu og greiðabílar en auk þess hafa þeir meiri burðargetu og meira rými fyrir þyngri og rúmfrekari flutninga. Þeir eru liprir og þægilegir fyrir þröngar og erfiðar aðstæður og margir hafa fjórhjóladrif sem kemur sér vel þar sem færðin er þung. Þeir eru t.d. notadrjúgir í vörudreifingu, matarsendingum, efnisöflun iðnaðarmanna auk almenns flutnings.

Meðalstórir bílar Meðalstórir bílar eru ákjósanlegir til vörudreifingar í verslanir og til þjónustuaðila. Þeir henta einnig vel til allra almennra flutninga svo sem húsgagnaflutninga, flutinga á byggingarefnum, minni búslóðum og fleira. Þessir bílar eru með eða án vörulyftu.

Stórir bílar Stórir bílar sem eru hannaðir til stórræða. Bílstjórarnir eru þaulvanir og kunna skil á hverskonar þungaflutningum. Flutningur á brettavöru verður leikur einn hvort sem bíllinn er hlaðinn með lyftara um stórar hliðardyrnar eða brettin tekin á vörulyftuna með handlyftaranum sem er fastur fylgibúnaður. Mjög hentugir til búslóðaflutninga, vörudreifingar, stærri flutninga á byggingarefnum og annarra stórflutninga.


Flutningar og samgöngur | 273

Frysti- og kælibílar Frysti- og kælibílarnir eru tilvaldir til að flytja viðkvæma kælivöru, þeir eru til í öllum stærðum.

Þungaflutningar Boðið er upp á þungaflutninga sem eru í höndum þaulvanra fagmanna. Þeir eru vanalegast 4-6 saman í hóp og geta útvegað allan sérhæfðan flutningsbúnað ef sú þörf skapast. Þeir sem sjá um þessa flutninga eru ýmsu vanir og er óhætt að segja að þeir geta flutt hvað sem er. Sem dæmi um slíkt skal sérstaklega minnst á píanó- og flyglaflutninga en nokkrir aðilar innan vébanda stöðvarinnar hafa sérhæft sig í slíku. Yfirleitt þarf fjóra menn í slíka framkvæmd en það fer að sjálfsögðu eftir stærð hljóðfæris og aðstæðum hverju sinni.

Tilboðagerð, föst vinna – fast verð Þegar viðskiptavinurinn greiðir fyrir þjónustuna gefst honum kostur á að gera fasta samninga um allskonar staðlaða flutningavinnu eða þá hægt er að gera tilboð í allt verkið. Tekið skal skýrt fram að öll vörudreifing og heimsendingarþjónusta er eftir sem áður á föstu verði.

Þinn fulltrúi á staðnum Bílstjórar Nýju sendibílastöðvarinnar bjóða viðskiptavinum sínum ýmiss konar þjónustu í erindrekstri. Þeir eru þínir fulltrúar á staðnum og ávallt til þjónustu reiðubúnir. Þetta er sérstaklega hagkvæmt t.d. við ýmiss konar útréttingar varðandi vörukaup, samskipti við tollvörugeymslu og aðra flutningstengda aðila. Með aukinni tækni í beinum samskiptum milli fyrirtækja og þjónustuaðila hafa opnast miklir möguleikar á ódýrri og hraðvirkri þjónustu fyrir hverskonar erindrekstur við stofnanir, fyrirtæki og sveitarfélög. Faxtækin eru gott dæmi um fjölbreytta möguleika slíkrar þjónustu. Allt sem þarf er eitt símtal, 5685000. Starfsfólk Nýju sendibílastöðvarinnar aðstoðar við mat á umbeðinni þjónustu, t.d. varðandi hentuga stærð á bílum og þess háttar. Beiðni eða önnur nauðsynleg skjöl eru send með faxi og bílstjóri Nýju sendibílastöðvarinnar sér um erindreksturinn á þínum vegum. Þar með eru slík mál í öruggum höndum sem rata rétta boðleið.


274 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Primera air

P

www.primeraair.is

Jón Karl Ólafsson forstjóri.

rimera Air ehf. var stofnað í september 2003 og hét þá JetX. Fyrstu fimm árin í starfsemi var félagið skráð á Íslandi og flaug á íslensku flugrekstrarleyfi. Vegna fjármálakreppunnar árið 2008 og vegna aukinnar samkeppni á evrópskum flugmarkaði, var sú ákvörðun tekin að stofna danskt flugrekstrarleyfi sem í dag sér um flugrekstur félagsins. Flugvélar félagsins eru því allar skráðar hjá Primera Air Scandinavia A/S sem er dótturfélag Primera Air ehf. í Danmörku. Félagið byrjaði flugstarfsemi með tvær flugvélar af gerðinni MD82 leigðar af SAS í samvinnu við ítölsk ferðamálayfirvöld á Forlí á Ítalíu. JetX byrjaði svo að bjóða blautleigusamninga (ACMI) í Evrópu og árið 2005 leigði JetX inn þriðju vélina af gerðinni MD83. JetX gerði samning við Iceland Express árið 2005 og sá um áætlunarflug frá Keflavík með MD82 vélum um tveggja ára skeið. Gerður var samningur við Blue Line í Frakklandi um reglubundið flug fyrir MD83 vélina. Snemma árs 2006 keypti Primera Travel Group (PTG) hlut í félaginu og árið 2007 eignaðist það félagið að fullu. Á sama tíma var nafninu breytt í Primera Air. Þegar PTG gekk til samstarfs við félagið breyttist starfsemin mikið og Primera Air sér um mikið af flugstarfsemi systurfélaga sinna í PTG. Hér er um að ræða margar af stærstu ferðaskrifstofum á Norðurlöndunum. Félagið hóf flugstarfsemi með fulla þjónustu um borð (full charter) með flugvélum af gerðinni Boeing 737-800 árið 2008. Í dag rekur Primera Air fimm B737-800 vélar og tvær B737-700 af NG gerð sem er bæði hagkvæm í rekstri og hentar starfseminni tæknilega vel. Vélar félagsins fljúga frá Stokkhólmi, Malmö, Gautaborg, Osló, Helsinki, Kaupmannahöfn, Billund og Keflavík til yfir 55 áfangastaða. Primera Air hóf aftur leiguflug frá Keflavík sl. vor fyrir systurfélag sitt á Íslandi, Heimsferðir. Primera Air selur ennfremur flugsæti beint til neytenda á heimasíðu sinni www.primeraair.is Fyrir veturinn 2012-2013 verða flugsæti til sölu til áfangastaða s.s. Óslóar, Billund, Kaupmannahafnar, Tenerife, Malaga og Alicante. Hjá Primera Air ehf. og Primera Air Scandinavia A/S starfa um 270 manns að meðaltali. Um 65 þeirra starfa á skrifstofu félagsins á Íslandi um 17 starfa á skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn en áhafnir félagsins dreifast síðan á þá staði þar sem flugvélarnar eru staðsettar. Framkvæmdastjóri Primera Air Scandinavia A/S er Hrafn Þorgeirsson en forstjóri Primera Air ehf. er Jón Karl Ólafsson.


Flutningar og samgöngur | 275

M

reykjaneshöfn www.reykjaneshofn.is

eð sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna og stofnun Reykjanesbæjar árið 1994 varð til sameiginlegur lögaðili Reykjaneshafnar. Í dag nær umsýsla hennar yfir hafnirnar í Keflavík, Njarðvík og Helguvík ásamt smábátahöfnum í Höfnum á Miðnesheiði og í Grófinni við Bergið í Keflavík. Höfuðstöðvar Reykjaneshafnar eru staðsettar að Víkurbraut 11 steinsnar frá Keflavíkurhöfn en þar er hafnarvigtin einnig til húsa. Starfsmannafjöldinn telur Pétur Jóhannsson hafnarstjóra og sex hafnarverði sem einnig sinna störfum hafnsögumanna í öllum fimm höfnunum. Þeir sjá jafnframt um vigtun sjávarafla og stýra viðhaldi á hafnarmannvirkjum. Reykjaneshöfn á og rekur lóðsbátinn Auðun og ísafgreiðslustöð sem þjónustar notendur hafnarinnar. Keflavíkurhöfn.

Keflavíkurhöfn Höfnin í Keflavík var fyrrum líflegur vettvangur einnar umsvifamestu verstöðvar landsins. Hún hefur nýlega verið endurbyggð með góðum löndunarkrana og traustum grjótvarnargarði ásamt þægilegri innsiglingu á góðu dýpi. Viðlegukantur (165 m) er ætlaður fyrir skip með djúpristu að 7-13 m en einnig bjóðast ýmsir minni kantar fyrir smærri báta. Í dag hefur athafnasvæðið í heild sinni verið byggt upp á mjög aðlaðandi hátt með fyrirtaks aðstöðu fyrir bæði dagróðrabáta og skemmtiferðaskip t.d. til hvalaskoðunar. Hreinlegt skipulag hafnarsvæðisins miðar að skemmtilegri tengingu þess við íbúðahverfi, verslanir, hótel og veitingastaði. Njarðvíkurhöfn.

Njarðvíkurhöfn Njarðvíkurhöfn er ætluð togurum, fiski- og flutningaskipum í stærri kantinum. Innsiglingin er greiðfær á um 5,6 m dýpi og er viðlegukantur allt að 130 m með djúpristu að 7,5-9 m en fjöldi annarra kanta standur við Norður- og Suðurgarð. Aðstaða til fisklöndunar er til fyrirmyndar með góðum löndunarköntum og fullkominni ísafgreiðslustöð. Þá er einnig fyrir hendi rúmgott geymslusvæði sem nýtist jafnt far- og fiskiskipum. Í heild sinni bjóða Njarðvíkurhöfn og nágrenni upp á mikla möguleika undir alls kyns tengda atvinnustarfsemi en er nú þegar til staðar t.d. skipasmíðastöð, flutningaþjónustu og netaverkstæði ásamt ýmsu fleiru. Helguvíkurhöfn.

Helguvíkurhöfn Á árunum 1987-89 var byggð á vegum Varnarliðsins sérstök olíuhöfn í Helguvík. Reykjaneshöfn tók við þessum mannvirkjum olíuhafnar árið 2008. 150 m langur viðlegukantur með 10 m dýpi fyrir skip allt að 200 m var byggður 1994 sem almenn fisklöndunar- og flutningahöfn fyrir gáma og lausavöru. Nálægðin við Keflavíkurflugvöll gerir Helguvíkurhöfn að ótvíræðum kosti í inn- og útflutningi og eru vegatengingar eins og best verður á kosið. Á undanförnum árum hefur mikið iðnaðarhverfi byggst upp á svæðinu með fjölþættri atvinnustarfsemi og er þar fyrirliggjandi fjöldi lóða undir iðnaðar- og þjónusturekstur. Smábátahöfnin í Gróf.

Smábátahafnir í Gróf Innan vébanda Reykjaneshafna eru nú tvær smábátahafnir sem staðsettar eru í Grófinni við Bergið í Keflavík og í byggðarlaginu Höfnum við Miðnesheiði. Höfnin í Gróf hefur pláss fyrir 82 smábáta á þremur vel útbúnum flotbryggjum með rafmagnstengingum, olíuafgreiðslu, upptökubraut og löndunarkrana. Þarna er boðið upp á skjólgóða aðstöðu og hlýlegt umhverfi með kaffihúsum, söfnum og forvitnilegum vinnusmiðjum listamanna. Allar nánari upplýsingar má nálgast inni á heimasíðunni: www.reykjaneshofn.is


276 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

ragnar og ásgeir ehf.

Þ

www.roga.is

Fjölskyldan, Jóna Björk Ragnarsdóttir, Ragnar Ingi Haraldsson, Ásgeir Ragnarsson, Þórey Jónsdóttir og Ásgeir Þór Ásgeirsson.

að er óhætt að segja að Ragnar og Ásgeir sé eitt af þeim eldri og rótgrónari fyrirtækjum á Snæfellsnesi. Fyrirtækið er búið öllum þeim helst og fullkomnusta tækjabúnaði sem þörf er á til flutninga. Fyrirtækið sér um mest allan flutning til og frá Snæfellsnesi. Helsta ástæða mikils uppgangs fyrirtækisins eru gjöful fiskimið við Breiðafjörð. Óhætt er að segja að mörg fyrirtæki á Snæfellsnesi treysta á góða þjónustu Ragnars og Ásgeirs í sínum rekstri. Fyrirtækið á í dag tíu dráttarbíla með kælivögnum sem mega vera 49 tonn í heildarþunga, fimm flutningabíla með vagna sem mega vera 44 tonn í heildarþunga, fjóra skotbómulyftara, ásamt nokkrum minni lyfturum. Hjá fyrirtækinu vinna 28 manns í fullu starfi allt árið um kring. Bílar Ragnars og Ásgeirs eru á ferðinni allan sólarhringinn allan ársins hring. Fyrirtækið er í samstarfi við Eimskip/Flytjanda og Landflutninga/Samskip. Ásgeir Ragnarsson er framkvæmdastjóri hjá Ragnari og Ásgeiri ehf. og hefur hann umsjón með daglegum rekstri og öllum kaupum sem fyrirtækið þarfnast. Ásgeir hefur starfað við fyrirtækið nánast frá upphafi.

Sagan Vöruflutningafyrirtækið Ragnar og Ásgeir á sér sögu aftur til ársins 1970 þegar Ragnar Ingi Haraldsson og Rósa Björg Sveinsdóttir ákváðu að festa kaup á notuðum Bedford vöruflutningabíl. Þá var keyrt milli Grundarfjarðar og Reykjavíkur tvisvar til þrisvar í viku. Nánast frá upphafi vöruflutninga Ragnars og Ásgeirs hafa Volvo vörubifreiðar verið mikið viðloðandi. Fyrsti Volvoinn var keyptur 1973 en síðan þá hafa nokkrir tugir Volvo bifreiða verið keyptir. Þau hjónin voru saman í rekstrinum fyrst um sinn, Ragnar sá um að keyra og Rósa sá um fylgibréf og reikninga. Ragnar og Rósa konan hans eignuðust fjögur börn. Þau eru öll hluthafar/eigendur fyrirtækisins. Tvö af börnum þeirra hafa komið mikið við rekstur fyrirtækisins frá upphafi. Það má því með sanni segja að fyrirtækið sé fjölskyldufyrirtæki.


Flutningar og samgöngur | 277

Úlfar Eysteinsson

Bílafloti Ragnars og Ásgeirs ehf.

Viðskiptin Það má segja að viðskiptavinir Ragnars og Ásgeirs séu nánast öll fyrirtæki og einstakl­ ingar á Snæfellsnesi. Mjög stór hluti íbúa á Snæfellsnesi hefur flutt með fyrirtækinu. Með tilkomu fiskmarkaðanna upp úr 1990 hafi fiskflutningar aukist mikið. Ragnar og Ásgeir sjá um að flytja fiskinn af fiskmörkuðum og dreifa honum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Einnig er mikið flutt af afurðum frá fyrirtækjum á Snæfellsnesi. Þessar afurðir eru að stórum hluta saltfiskur, frosinn fiskur, ferskur fiskur í flug og ferskur fiskur í gámum til útflutnings.

Horfur fyrirtækisins Með niðurskurði í aflaheimildum og aðhaldi í byggingariðnaði hefur flutningur svolítið staðið í stað síðustu ár. Framtíðarhorfur fyrirtækisins teljum við mjög góðar vegna nálægðar við gjöful fiskimið Breiðafjarðar og góð búsetuskilyrði á Snæfellsnesi. Fyrirtækin á svæðinu eru mjög sterk og eiga þau vonandi eftir að dafna vel. Sterk staða Ragnars og Ásgeirs ehf. felst í að þeir eru með mjög góða starfsmenn sem hafa áratuga reynslu í flutningum, góð tæki og trygga viðskiptavini. Ef stjórnvöld verða okkur hliðholl verðum við fljót að koma okkur út úr þessari kreppu.


278 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

samskip

S

www.samskip.is

amskip eru öflugt alþjóðlegt félag sem býður flutninga og tengda þjónustu á sjó, landi og í lofti. Félagið var stofnað árið 1990 og tók þá við rekstri rótgróins sjóflutningafyrirtækis sem haldið hafði uppi farsælum millilandasiglingum í hálfa öld. Hjá Samskipum sameinast því þróttur og sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla ásamt þekkingu sem er dýrmæt á tímum örra breytinga. Hlutverk Samskipa er að veita eftirsóknarverðar og áreiðanlegar heildarlausnir á sviði flutninga og flutningatengdrar þjónustu sem koma til móts við metnaðarfullar kröfur viðskiptavina. Hjá Samskipum starfa um 1.100 manns og rekur félagið 46 skrifstofur í 24 löndum Evrópu, Asíu, Norður- og Suður-Ameríku. Heildarvelta félagsins 2011 var 84 milljarðar. Félagið rekur tíu gámaskip, vörumiðstöðvar og frystigeymslur og á ríflega 16 þúsund gáma og er með hundruð vöruflutningabíla á sínum snærum. Stærstur hluti samstæðu félagsins er rekinn undir merkjum Samskipa en einnig eiga Samskip eftirfarandi félög: Jóna Transport, Frigocare, Van Dieren, Landflutninga – Samskip og Samskip Icepak Logistics. Að auki eiga Samskip 50% hlut í Silver Sea As sem á og rekur fjölda frystiskipa. Stjórn félagsins skipa: Ólafur Ólafsson, Hjörleifur Jakobsson og Ragnar Þór Jónsson. Forstjórar félagsins eru Ásbjörn Gíslason, með aðsetur á Íslandi og Jens Holger Nielsen, með aðsetur í Hollandi, fjármálastjóri samstæðu félagsins er Kristinn Albertsson.

Norður-Atlantshafið Gámaflutningaskip sigla vikulega til og frá Íslandi. Viðkomustaðir þeirra eru Færeyjar, Bretland, meginland Evrópu og Skandinavía. Tekið er við vörum við dyr sendanda þær fluttar til áætlunarhafna Samskipa og þaðan í skip. Séð er um að aka vörunni heim að dyrum viðtakanda sé þess óskað.

Innanlandskerfið Samskip hafa byggt upp þéttriðið landflutningakerfi á Íslandi undir merkjum Landflutninga - Samskipa.

Vörumiðstöðvar og frystigeymslur Vörumiðstöð Samskipa er staðsett í höfuðstöðvum félagsins við Kjalarvog í Reykjavík. Hún er búin öflugum gæða- og upplýsingakerfum sem auðvelda viðskiptavinum að fylgjast með birgðum sínum á hverjum tíma. Í Reykjavík eiga Samskip og reka tvær frystigeymslur; Ísheima I og II.

Færeyjar Samskip bjóða upp á alhliða flutningaþjónustu í Færeyjum. Gámaflutningaskip félagsins hafa vikulega viðkomu í Kollafirði en þar rekur félagið m.a. frystigeymslu til þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki í Færeyjum. Samskip eiga 50% hlut í flutningsmiðlunarfélaginu Safari Transport.


Flutningar og samgöngur | 279

Hafnarsvæði Samskipa í Rotterdam.

Evrópa Frá árinu 2005 þegar Samskip eignuðust flutningafyrirtækin Geest og Seawheel og sameinuðu undir merkjum Samskipa hefur vegur félagsins vaxið og dafnað þannig að það er nú eitt stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Félagið á og rekur fjölda skipa sem eru í reglubundnum siglingum í Evrópu og veltir árlega um 40 milljörðum króna. Þjónusta Samskipa í Evrópu felur í sér að í boði eru margvíslegar flutningalausnir, á sjó og landi, jafnt með skipum, prömmum, lestum og flutningabílum, frá dyrum sendanda heim að dyrum móttakanda, allt eftir aðstæðum og óskum hverju sinni. Markaðssvæði spannar alla Evrópu, frá Skandinavíu í norðri til Spánar og Portúgals í suðri, frá Írlandi í vestri og allt austur til Mið-Asíu. Sömuleiðis bjóða Samskip VanDieren viðskiptavinum upp á flutninga með sérstökum flutningalestum eða flutningabílum. Í boði er öflugt flutninganet frá Skandinavíu til meginlandsins og Rússlands.

Frystiflutningar Félagið býður viðskiptavinum sínum heildarþjónustu á frystiflutningamarkaðnum, bæði flutninga með gámaskipum sem og frystiskipum, landflutninga, lestun og losun og geymslu afurða í frystivörumiðstöðvum sem og skjalagerð. Þjónustan byggist í grunninn á útflutningi á sjávarafurðum en Samskip reka fjórar frystigeymslur sem staðsettar eru í Rotterdam í Hollandi, Álasundi í Noregi, Kollafirði í Færeyjum og Reykjavík. Geymslurýmið er samtals um 45.000 tonn; 18.000 tonn í Noregi, 6.000 tonn á Íslandi, 7.000 tonn í Færeyjum og 14.000 tonn í Hollandi. Jafnframt bjóða Samskip flutninga á sjávarafurðum um allan heim undir merkjum Samskip Icepak Logistics. Á vegum Samskipa og Silver Sea undir merkjum SilverGreen eru frystiskip í siglingum, flest í flutningum frá Íslandi, Færeyjum, Noregi og Hjaltlandseyjum til meginlands Evrópu, Bretlands, Skandinavíu, Eystrasaltsríkjanna og Rússlands.

Arnarfellið.


280 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

sbk ehf.

S

www.sbk.is

Stjórn SBK: Gunnar M. Guðmundsson stjórnarformaður Ólafur Guðbergsson framkvæmdastjóri Sigurður Steindórsson rekstrarstjóri

BK ehf. er elsta fólksflutningafyrirtæki landsins og opinberlega stofnað sem Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur þann 20. desember 1942. Allt fram til dagsins í dag hefur reksturinn falist í umfangsmikilli samgönguþjónustu um Suðurnesin og tengingu þeirra við höfuðborgarsvæðið. Síðustu árin hefur starfssviðið þó tekið breytingum í ýmsar áttir t.d. með fjölþættri ferðaþjónustu fyrir hópa af öllum stærðargráðum.

Upphafið Tildrögin að stofnun SBK má reyndar rekja allt aftur til ársins 1930 þegar bifreiðastjórinn Skúli Hallsson hélt uppi föstum áætlunarferðum á milli Reykjavíkur og Suðurnesja og notaðist þar við forláta „coach“ Ford bifreið með rými fyrir 6-8 farþega. Brátt urðu farkostirnir fleiri og stærri og þegar Skúli seldi Hreppsfélagi Keflavíkur reksturinn árið 1942 fylgdu með í kaupunum 4 rútur sem hver um sig tók 22 farþega. Með því varð Keflavík fyrsta sveitarfélagið með sérleyfi til fólksflutninga. Starfsemi SBK gekk brösuglega fyrstu árin og fyrirtækið rekið með tapi og ýmsum skakkaföllum en þó ákveðið að gefast ekki upp. Til að byrja með voru aðeins farnar tvær ferðir á dag milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Á þeim tíma var engin malbikuð Reyjanesbraut fyrir hendi heldur aðeins torfær og skrykkjóttur malarvegur sem átti það til að skila bifreiðunum ansi grátt leiknum oft á tíðum.

Framgangurinn

Ólafur Guðbergsson framkvæmdastjóri SBK.

Fyrsta aðsetur SBK var til húsa að Túngötu 8 í Keflavík þar sem starfsemin fór fram við þröngan kost í allt of litlu húsnæði. Snemma varð ljóst að ef tryggja ætti rekstrargrundvöllinn þyrfti að ráða bót á húsnæðisvandanum, huga að fjölbreyttari verkefnum og stækka bílaflotann. Ekki rofaði til í húsnæðismálum fyrr en árið 1954 þegar flutt var í reisulegt og rúmgott húsnæði að Hafnargötu 12 þar sem bæjarskrifstofur fengu aðsetur á efri hæð. Síðar reis einnig verkstæðishús á vegum fyrirtækisins á Vesturbraut ásamt þvottastöð við Hafnargötu. Á þessum tíma var bandaríska herstöðin á Miðnesheiði í hraðri uppbyggingu og því mikil þörf á fólksflutningum milli vallarins og Keflavíkur. Í beinu framhaldi jókst bílaflotinn í réttu hlutfalli við umfangið. Árið 1968 fjárfesti SBK síðan í sérleyfum Steindórs Einarssonar bifreiðastjóra og þar með bættust við allar sérleiðir um minni þéttbýliskjarna Suðurnesja eins og Njarðvík, Voga, Garð og Sandgerði. Þegar komið var inn í áttunda áratuginn tók rekstur bæjarskrifstofanna að þrengja heldur betur að SBK og kom að því að starfsemin lenti hreinlega á hrakhólum. Af þeim sökum var brugðið á það ráð setja upp færanlegt bráðbirgðahúsnæði á lóðinni við Hafnargötu 12. Á síðari hluta níunda áratugarins endurheimti SBK þó aftur sitt gamla aðsetur þegar bæjarskrifstofurnar fluttu yfir í nýbyggingu Sparisjóðsins við Tjarnargötu 12-14.

Síðustu árin

Sigurður Steindórsson rekstrarstjóri SBK.

Mikil þáttaskil urðu í rekstri SBK þann 1. apríl 1989 þegar fyrirtækið keypti allan rekstur, sérleyfi og bílaflota Steindórs Sigurðssonar. Hann hafði þá um árabil sinnt ýmsum hópferðaflutningum ásamt skipulögðum vinnustaða- og skólaakstri en þar var akstur fyrir Fjölbrautaskóla Suðurnesja mjög umsvifamikill. Við samrunann jókst veltan til mikilla muna og lagði loks grunninn að traustum rekstri. SBK var í fyrsta sinn gert að hlutafélagi í upphafi ársins 1997 og ári síðar fluttist starfsemin í núverandi húsnæði í gömlu dráttarbrautinni við Grófina 2-4. Á þessari öld hafa síðan orðið mikil umskipti í eignarhaldi fyrirtæksins. Þrír starfsmenn SBK þeir Einar Steinþórsson, Ólafur Guðbergsson og


Flutningar og samgöngur | 281

Hluti af rútuflota fyrirtækisins fyrir utan húsið sem hýsir starfsemi SBK að Grófinni 2-4 í Reykjanesbæ.

Sigurður Steindórsson keyptu reksturinn af Reykjanesbæ árið 2001. Hann var síðan seldur til Kynnisferða árið 2005 og keyptur til baka þann 1. september 2007 af Ólafi Guðbergssyni og Sigurði Steindórssyni. Í upphafi ársins 2008 keypti SBA-Norðurleið 38% hlut í SBK. Á öllum þessum tíma víkkaði verksvið fyrirtækisins út t.d. með stofnun ferðaskrifstofu og bílaleigu en þeim rekstri hefur nú verið hætt. Á langri vegferð er rekstur SBK því kominn í mjög fastar skorður í dag þar sem kjölfestan byggir eftir sem áður á upphaflega verksviðinu eða föstum áætlunarferðum á milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja.

Úthugsað samgöngukerfi Skipulegar og fríar strætisvagnaferðir SBK hófust í Reykjanesbæ árið 1996. Meðfram því hefur verið byggt upp mjög úthugsað samgöngukerfi sem nær til allra helstu þéttbýliskjarna Suðurnesja að viðbættri Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Bláa lóninu. Sjálfan kjarna kerfisins er síðan að finna í miðlægri skiptistöð við Reykjaneshöll þar sem allir vagnar stoppa á heila tímanum og farþegum þannig gert auðvelt að koma sér fljótlega á milli áfangastaða. Allar leiðir ganga réttsælis sem tryggir beina gönguleið flestra farþega en skipulagning leiðakerfisins miðar að vissu leyti að því að þjóna vel skólanemum og eldri borgurum.

Starfsfólk SBK.

Hópferðaþjónusta Alveg frá því að rekstur Steindórs Sigurðssonar sameinaðist SBK hafa skipulegar hópferðir verið mjög veigamikill þáttur starfseminnar. Stór hluti þess er hefðbundin ferjun og leiðsaga erlendra ferðamanna um vinsæla áfangastaði á suðvesturhorni landsins. Að öðru leyti hafa svonefndar „Dekur-, djamm- og óvissuferðir“ notað sívaxandi hylli hjá t.d. smærri og stærri vinnustaðahópum, félagasamtökum eða skólafólki. Ferðaráðgjafar SBK hafa góða reynslu af því að teikna upp skipulagningu allra slíkra ferða og geta þeir í raun klæðskerasaumað þær að þörfum hvers og eins þar sem fléttað er saman afþreyingu, afslöppun og útvist. Að þessu leyti er mikill metnaður lagður í þjónustugæði fyrir sanngjarnt verð. SBK er með á sínum snærum sérútbúna hópferðabíla sem miða að því að öryggi og þægindi farþega séu í hávegum höfð en í flotanum er nú stærsta rúta landsins með rými fyrir 74 farþega. Allir bílarnir eru búnir öryggisbeltum, loftkælingu, salernum og stillanlegum sætum ásamt notalegum afþreyingarmöguleikum eins og geislaspilurum, myndbandstækjum og karaoke-kerfum ásamt nettengingum.

Starfsmannafjöldi og velta Hjá SBK eru 17 föst stöðugildi í dag og meðaltalsveltan á ársgrundvelli er um 200 milljónir króna.

Rútur SBK fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar.


282 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

spölur ehf.

S

www.spolur.is

pölur á og rekur Hvalfjarðargöngin sem opnuð voru formlega 11. júlí 1998. Félagið var stofnað á Akranesi 25. janúar 1991 og sama dag skrifuðu nýkjörnir forystumenn þess undir samning við íslenska ríkið um að • ljúka úttekt á því hvort veggöng væru „tæknilega eða fjárhagslega fýsileg“ samgöngubót. • annast framkvæmdir ef niðurstaðan yrði sú að veggöng gætu orðið „arðvænlegt viðskiptafyrirtæki“. • reka göngin þar til félagið yrði skuldlaust. Stofnendur Spalar voru tíu talsins, stærstir voru Grundartangahöfn, Sementsverksmiðja ríkisins, Íslenska járnblendifélagið, Vegagerð ríkisins, Skilmannahreppur og Akraneskaupstaður. Í ársbyrjun 2009 voru skráðir 46 hluthafar í Eignarhaldsfélaginu Spölur hf. og þeir sem áttu meira en 10% hlut voru Faxaflóahafnir (23,5%), ríkissjóður Íslands (17,6%), Íslenska járnblendifélagið hf. (14,7%), Hvalfjarðarsveit (11,6%) og Vegagerðin (11,6%). Aðrir hluthafar voru fyrirtæki, félög og einstaklingar. Hlutafé var samtals um 86 milljónir króna. Skrifstofa Spalar er að Mánabraut 20 á Akranesi og við norðurmunna Hvalfjarðarganga er gjaldskýli félagsins þar sem starfsmenn félagsins gæta öryggis vegfarenda allan sólarhringinn árið um kring og innheimta veggjald af þeim sem ekki standa skil á gjaldinu í rafrænu áskriftarkerfi Spalar. Stjórnarformaður Spalar ehf. er Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Gylfi Þórðarson er framkvæmdastjóri og Marinó Tryggvason er rekstrarstjóri og öryggisfulltrúi félagsins. Starfsmenn eru alls 16 í 14 stöðugildum, þar af 8 vaktmenn í gjaldskýli.

Almannavarnaæfing við Hvalfjarðargöng. Öryggi vegfarenda er forgangsmál í rekstri ganganna.

Þórunn Kjartansdóttir, starfsmaður í gjaldskýlinu, við afgreiðslu.


Mynd: Hreinn Magnússon.

Flutningar og samgöngur | 283

Gjaldskýli Spalar og gangamunninn norðan Hvalfjarðar. Mynd: Hreinn Magnússon.

Spölur hefur lögum samkvæmt heimild til að leggja gjald á umferðina í Hvalfjarðargöngum og nota tekjurnar annars vegar til að greiða niður skuldir vegna framkvæmdarinnar og hins vegar til að standa undir viðhaldi ganganna og rekstri félagsins. • Tekjur af veggjaldi námu 979 milljónum króna á rekstrarárinu 1. október 2007 til 30. september 2008 og höfðu dregist saman um 5,8% frá fyrra rekstrarári þegar þær voru 1.040 milljónir króna. • Rekstrartap eftir skatta nam 366 milljónum króna á rekstrarárinu 2007-2008 en á rekstrarárinu þar á undan var 282 milljóna króna hagnaður af rekstrinum. • Langtímaskuldir Spalar námu 3.929 milljónum króna í lok september 2008. Alls voru liðlega 14.750 áskriftarsamningar vegfarenda og Spalar í gildi í lok árs 2008. Tengdir þeim samningum voru um 36.300 veglyklar í bílum landsmanna og hafði fjölgað um 10% frá fyrra ári. Í desember 2008 höfðu 15 milljónir ökutækja farið um Hvalfjarðargöng frá því þau voru opnuð sumarið 1998 þar af liðlega tvær milljónir á rekstrarárinu 2007-2008 eða 5.484 að jafnaði á sólarhring. Umferðin jókst jafnt og þétt allt frá upphafi en í apríl 2008 fóru í fyrsta sinn færri ökutæki um göngin en í sama mánuði árið á undan og hliðstæða sögu var að segja af umferðinni í göngunum til loka árs 2008. Þannig birtust skyndilegar efnahagsþrengingar á Íslandi í umferðartölum Hvalfjarðarganga. Kveðið er á um það í samningi Spalar og ríkisins að félagið verði skuldlaust árið 2018 og að Hvalfjarðargöng skuli þá afhent ríkisvaldinu endurgjaldslaust til eignar. Umferðin var strax í upphafi mun meiri en reiknað hafði verið með. Áður en dimmdi yfir í efnahagslífi Íslendinga blasti við að Spölur myndi greiða upp skuldir sínnar mun fyrr en samningurinn kveður á um eða á árinu 2016 eða jafnvel árið 2015. Þetta gerðist þrátt fyrir að Spölur hefði ákveðið að láta viðskiptavini sína njóta mikillar umferðar og tilheyrandi tekna umfram áætlanir með því að lækka veggjaldið verulega á fyrsta áratugnum sem göngin voru opin bæði í krónum talið og miðað við verðlag. Tekjusamdráttur vegna minnkandi umferðar eftir efnahagshrunið breytir þeirri mynd og nú er við það miðað að Spölur reki göngin til 2018 og afhendi þau síðan ríkinu eins og um var samið.

Kjarnaborun á vegum Spalar í botni Hvalfjarðarganga til undirbúnings nýjum göngum sem gera má ráð fyrir að aukinn umferðarþungi kalli á fyrr en síðar.

Stöðugt er fylgst með því að öryggis- og tæknibúnaður virki eins og til er ætlast, þar á meðal loftblásararnir í göngunum.Flutningar og samgöngur | 285

Æ

ævar og bóas ehf.

var og Bóas ehf. er fólksflutningafyrirtæki sem gerir út frá Dalvík. Fyrirtækið var stofnað af Ævari Klemenzsyni árið 1969. Í kringum 1980 fór sonur hans Bóas Ævarsson að taka að fullu þátt í starfseminni en heiti fyrirtækisins er dregið af nöfnum þeirra feðga. Árið 2000 féll Ævar Klemenzson frá og síðan þá hefur Bóas ásamt konu sinni Soffíu Kristínu Höskuldsdóttir séð um reksturinn. Frá stofnun fyrirtækisins og allt til ársins 2006 var meginhlutverk þess að sjá um áætlunar­ ferðir milli Akureyrar og Ólafsfjarðar með viðkomu á Dalvík. Sömu ferðir voru einnig beintengdar við Grímseyjarferjuna í Dalvíkurhöfn og Hríseyjarferjuna frá höfninni á Árskógsströnd. Ásamt þessum verkefnum var einnig séð um skólaakstur, póstflutning og alla almenna hópferðaflutninga. Frá stofnun og fram til dagsins í dag hefur fyrirtækið séð um allan skólaakstur í Dalvíkurbyggð. Þar er um að ræða akstur yngri barna af Árskógsströnd í Árskógarskóla og elstu nemendum þaðan í grunnskólann á Dalvík. Skólabörnum er einnig ekið innan úr Svarfaðardal til sama skóla auk þess sem yngri börnum er ekið innan úr dalnum niður á leikskólana á Dalvík. Yfir skólaárið er um 90 börnum ekið með þessum hætti á hverjum degi.

Helgi og Ævar.

Ævar og Bóas ehf. hafa allt frá stofnun séð um almenna hópferðaflutninga sem henta vel smærri og stærri hópum hvert á land sem er. Viðskiptavinir geta pantað bíl í þeirri stærð sem hentar hverju sinni auk þess sem aðstoð við skipulagningu ferða er góðfúslega veitt. Hægt er að velja úr einum 13 manna bíl, tveimur 14 manna bílum, tveimur 20 manna bílum og tveimur 50 manna bílum. Hjá Ævari og Bóasi starfa í dag fjórir fastráðnir starfsmenn sem allir eru reyndir og farsælir í sínu fagi.

Rúta árgerð 1967 notuð sem brúðarbíll þegar dóttir Bóasar gifti sig 09.10.11.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.