Safnasafnið 2019

Page 1

Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Safnasafnið
2019

Safnasafnið var stofnað þann 17. febrúar árið 1995, af hjónunum Níelsi Hafstein myndlistarmanni og Magnhildi Sigurðar dóttur geðhjúkrunarfræðingi. Hafa þau byggt upp myndarlega sýningaraðstöðu sem samanstendur af gamla barnaskólan um, sem jafnframt var þinghús Svalbarðs hrepps, og kaupfélagshúsinu Gömlu-Búð sem reist var árið 1900 á Svalbarðseyri en flutt á safnlóðina árið 2006 og endurgert. Voru þessi tvö virðulegu hús síðan tengd saman með glæsilegri viðbyggingu og safnið opnað í núverandi mynd árið 2007 með 10 misstórum sölum og alls tæpum 500 fermetrum af sýningarrými.

Stofnendur hafa í rúm 30 ár safnað af ástríðu verkum helstu alþýðulistamanna landsins, listamanna sem af ýmsum

ástæðum hafa verið á jaðrinum eða utan veltu við meginstrauma, stundum kallaðir næfir eða einfarar í myndlistinni, en eru í raun beintengdir sköpunarverkinu; sannir, óspilltir og frjálsir.

Safnasafnið hefur þá sérstöðu meðal listasafna á Íslandi að safna jöfnum hönd um list eftir leika sem lærða, þó að megin stofni verkum sjálfmenntaðra listamanna. Safneignin telur um 6.000 listaverk, gerð af rúmlega 300 lærðum og sjálflærðum listamönnum, frá miðri nítjándu öld til dagsins í dag.

Einnig var sérstök safndeild stofnuð árið 2015, Kiko Korrirostofa, þar sem varðveitt eru um 120–130.000 verk eftir Þórð Guðmund Valdimarsson [1922–2002].

Safnið

The museum

The Icelandic Folk and Outsider Art Museum was founded in 1995 by artist Níels Hafstein and his wife Magnhildur Sigurðardóttir, who is a psychiatric nurse. The museum is located in North Iceland, at Svalbarðsströnd (about 10 minutes’ drive from Akureyri). It consists of two adjoining vintage buildings with a local history, one being the former elementary school and community centre, while the other was built in 1900 to house the district’s first coop. The museum was reopened after renovation in 2007 with 10 separate galler ies of various sizes, altogether 500 square metres of exhibition space.

For over 30 years the museum’s found

Artists who have a real and direct connec tion to an original creational spirit; true, unspoiled and free.

The Icelandic Folk and Outsider Art Museum is a unique art museum in Iceland, initially collecting artworks by all major contemporary folk artists and autodidacts in Iceland, whose works form the core of the collection, while also gradually acquir ing an excellent collection of art by profes sional artists. The base collection consists today of about 6,000 artworks by over 300 artists, dating from the mid 19th century to present times.

In addition a special department was founded in 2015, consisting of 120–130,000 works by Þórður Guðmundur Valdimarsson [1922–2002], alias Kiko Korriro.

Huglist Group 10 ára afmæli / 10 year anniversary

Bókasafn og fræðastofa Library and study centre

Í bókastofunni eru ógrynni fræðirita og bóka um flestar helstu listgreinar, svo sem myndlist, hönnun, arkitektúr, textíl og handverk. Fræðafólk og áhugamenn geta þar einnig fengið aðgang að upplýsingum um sýningarhald, safneign og rannsóknir Safnasafnsins á alþýðulist og sérstæðum listamönnum.

Í bókastofunni eru í ár sýnd leirverk eftir ókunna höfunda, gerð á vinnustofu Kleppsspítala árin 1980–1983. Stofnendur Safnasafnsins unnu bæði í Víðihlíð á þess um árum og fengu þau verkin að gjöf frá listafólkinu eða keyptu þau á árlegum basar. Á kápu sýningarskrárinnar má sjá nokkur þessara verka.

The museum library contains hundreds of books and vast source material about visual arts, design, architecture, textile and crafts. It also includes source material about the museum, its exhibitions since the outset, the collection and the museum’s own research on folk art and outsider artists.

In the library are displayed ceramic works by unknown artists who attended workshops at Kleppur mental hospital in 1980–1983. The founders of Safnasafnið both worked at the hospital’s department in Víðihlíð during that time, and received these works as gifts or bought them from the artists. A selection of the works are shown on the cover of the catalogue.

Atli Már Indriðason

Verslun Ásgeirs G. Gunnlaugssonar & Co var í eigu sömu fjölskyldu frá 1907 til 2006 þegar að hún var lögð niður. Safnasafnið keypti innréttingarnar og notar þær sem umgjörð um sýningar tengdar textíl og hannyrðum.

Í ár er sýndur upphlutur sem Magnhildur Sigurðardóttir saumaði samkvæmt hug mynd sem Sigurður Guðmundsson málari [1833–1874] kynnti 1870. Þá eru sýnd um 230 ilmvatnsglös sem Sara Hólm á Akureyri gaf safninu 2018. Glösin eru frá helstu tísku húsum veraldar og hönnuð af frægum lista mönnum, þar á meðal Pablo Picasso.

The Ásgeir G. Gunnlaugsson & Co shop was in the ownership of the same family from 1907 to 2006, when it closed down. The museum bought the interior fittings and has used them as a setting for its textile-related exhibitions.

This year’s exhibition in the shop shows a version of the Icelandic national cos tume for women, upphlutur by Magnhildur Sigurðardóttir. The costume is executed from ideas put forward in 1870 by Sigurður Guðmundsson, known as the Painter [1833–1874]. Also on display in the shop are 230 perfume-bottles, donated by Sara Hólm in 2018. The perfume-bottles are from major fashion brands of the world, designed by famous artists, among others Pablo Picasso.

Verslunin / The Store

Í svokallaðri Suðurstofu, sýnir Atli Már Indriðason í Reykjavík málverk og teikn ingar. Atli Már var kjörinn „Listamaður ársins 2019“ á hátíðinni List án landamæra. Hann notar fjölbreyttan efnivið í verk sín, m.a. málningu, tré- og tússliti á pappír, striga og tréplötur. Atli vinnur mikið með ofurhetjur og söguhetjur úr ævintýrum og kvikmyndum og hannar gjarnan sína eigin búninga og fremur gjörninga.

Í sama sal er einnig sýning á vefnaði sem Guðrún Hadda Bjarnadóttir frá Fífilbrekku í Eyjafjarðarsveit vann eftir stækkuðum teikningum sona sinna og sonarsona. Uppistaðan í vefnaðinum er lín og ívafið er litað ullarband, en aðferðin er damaskvefnaður sem Guðrún Hadda „plokkar“ svo teikningin komi fram.

In the the south wing is an exhibiton of paintings and drawings by Atli Már Indriðason. Atli Már has been elected “Artist of the year 2019” by the annual art festival Art Without Borders. Atli’s works are made from diverse materials; he uses for example paint, tusch and coloured pencils on paper, canvas and wood. Superheroes and characters from films and tales are a source of fascination and inspiration for Atli, and he often designs his own cos tumes for his acts and performances.

In the same exhibiton area are on display textile-works made by Guðrún Hadda Bjarnadóttir from Fífilbrekka in Eyjafjörður, inspired by enlargements of her sons’ and grandsons’ drawings. Guðrún Hadda uses linen for warp and dyed wool yarn for the

Valdimar Bjarnfreðsson – Vapen (1932–2018)

Valdimar Bjarnfreðsson var óvenjulegur myndlistarmaður, því við myndsköpun sína beitti hann sömu aðferðum og þegar spáð er í bolla. Hann hélt yfir tug málverkasýninga og bar ein þeirra hinn skemmtilega titil „Kaffibollinn er mitt Internet“. Tengsl Valdimars við dulræn öfl fór hann ekki leynt með og í kaffiboll anum birtust honum myndir þar sem fólgið var svar að handan við spurningum hans um hin ýmsu málefni. Auk annars bar þar hæst skýringar á uppruna og merkingu örnefna, en oft voru þessi svör algerlega andstæð viðurkenndum stað reyndum, m.a. um krossfestingu Krists, felustað Loch-Ness skrímslisins og Grýlu, sem í túlkun listamannsins bar á baki sér krókódílsunga með rauða jólasveinahúfu.

Verk Valdimars eru einföld og bernsk í framsetningu, litir skærir, formin einfölduð og fletir einlitir. Áhrifamáttur verkanna felst ekki í tækninni eða hversu vel máluð þau eru, heldur ósvikinni frásagnar gleðinni og þeirri einlægni sem einkennir góða listamenn.

Valdimar Bjarnfreðsson was a one-of-a-kind artist, since he found ideas for his artworks in the art of divination from coffee-cups, a method known as tasseography. He held over ten exhibitions in his lifetime, one of which bore the descriptive title: “The coffee cup is my Internet”. Valdimar was not shy to air his firm belief in otherworldly powers: after asking a certain question while drinking his coffee, he looked for patterns and images in the coffee residue in his cup, claiming they were answers from “the other side”. His questions were diverse in nature, but many were about the origin of certain placenames in Iceland. The answers he received were not always consistent with familiar knowledge – for instance about the crucifixion of Christ, the hiding place of the Loch Ness monster, or about the terrible troll Grýla, who in Valdimar‘s version carries on her back a baby crocodile wearing a red Santa hat.

Valdimar’s artworks are naive, with bright colours and simple forms. Their impact lies not in the technical skill or how well they are painted, but in the joyful narrative and the sincerity that is essential to all good artists and artworks.

Sýningar 2019

JAHÉRNA! Nordic Outsider Craft Sýningin JAHÉRNA! er norræn sýningarröð sem ferðast milli Finnlands, Danmerkur, Svíþjóðar, Íslands og Noregs frá 2018 til 2020. Sýningin opnar í Safnasafninu þann 13. júlí 2019.

Á sýningunni má sjá verk þar sem unnið er með hefðbundnar handverksaðferðir, til dæmis prjón, hekl og útsaum af ýmsu tagi, en einnig verk unnin úr plastpokum, leir og tré. Verkin á sýningunni eru valin af finnsku sýningarstjórunum Elina Vuorimies og Minna Haveri. Hver sýn ingarstaður krefst nýrrar nálgunar við uppsetningu verkanna, en markmið sýn ingarstjóranna er að sýna þá fjölbreytni og leikgleði sem fólgin er í verkum einfara og hvernig þeir nota tækni og efni á ný stárlegan hátt.

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eiga sér ólíkan bakgrunn, sumir eru fatlaðir eða með sérstakar þarfir, en aðrir ekki. Það sem sameinar þá er að vinna með hefðbundið handverk út frá eigin hug kvæmni og hugmyndaflugi.

The exhibition Nordic Outsider Craft is a Nordic cooperative project involving five of the Nordic countries; Finland, Denmark, Sweden, Iceland and Norway in the years 2018–2020. It will open at Safnasafnið on 13 July 2019.

The project focusses on outsider art made with handicraft techniques using soft materials like knitting, crochet and embroidery, as well as plastic bags, cer amics and wood sculpting. The works are selected by curators Elina Vuorimies and Minna Haveri. Each venue in the different countries demands a new approach by the curators, but their intention is to show the innovative and playful burst of Nordic outsider artisanship.

The participating artists come from different backgrounds; some are contemporary folk artists and some are disabled or with special needs, but what unites them is their boundless creati vity and truly innovative ways of using traditional techniques and methods.

Exhibitions 2019
Kenneth Rasmussen á vinnustofu sinni / Kenneth Rasmussen in his studio

Steingrímur Eyfjörð

Verkið Kynjamyndir var fyrst sýnt á Feneyja tvíæringnum árið 2007, þar sem Stein grímur var fulltrúi Íslands. Á sýningunni vann hann á skapandi hátt með ólík minni, tengd þjóðfræði og sögu Íslands. Í verkinu má meðal annars sjá ljósmyndir af klettaás á Þingvöllum, skýringarmyndir af leikjum í skák og viðtal við skákmeistara. Þunga miðjan í Kynjamyndum er taflborð með tafl mönnum, innblásnum af skuggamyndum sem lesa má úr klettóttum ásnum á Þing völlum – ámóta skapandi lestur og þegar myndir birtast manni skyndilega í skýja bólstrum. Fegurð leikja í skák felst fyrst og fremst óvæntu samspili skákmanna innan strangra marka skákborðsins. Á skákborði Steingríms eru taflmenn með sköpulag sem sprettur úr íslensku landslagi og gefur verkið til kynna að „fagrir leikir“ listarinnar séu fólgnir í samspili brota sem falla að sögu legri vitund áhorfandans.

The work Beautiful Move, made for the Icelandic Pavilion at the 2007 Venice Biennale, extended Steingrímur’s inter est in Icelandic folklore and history. The work includes photographs of a ridge at Þingvellir, diagrams of chess moves, and an interview with a chess champion. Central to Beautiful Move is a chess set with pieces inspired by images spotted in Þingvellir’s craggy ridge (much like pictures seen in clouds). The beauty of a chess move resides in the surprising interaction of the chess pieces within the chessboard’s strict limits. Steingrímur’s chessboard bears chessmen whose profiles are inspired by forms and fig ures spotted in the national landscape, suggesting that art’s “beautiful moves” resides in the interaction of fragments within the limits of the spectator’s histori cal knowledge and imagination.

Sýningar 2019

Eygló Harðardóttir

Eygló Harðardóttir vinnur gjarnan tví- og þrívíða abstrakt-skúlptúra, innsetningar og bókverk. Hráefni eins og nýr eða endur nýttur pappír, litríkt fundið efni, plast, viður, grafít og gler, leggja grunn að hugmyndum Eyglóar og eru drifkraftur til að kanna miðil inn hverju sinni.

Á sýningunni í Safnasafninu eru fjögur samsett verk sem heita Pappírsgrímur, Viðargríma, Glergríma og Teikningar.

Verkin eru sett saman úr teikningum og ýmsum afbrigðum af grímum sem eru gerðar úr við, álpappír, gleri, þráðum, sandpappír og pappír.

Eygló Harðardóttir often creates two- and three-dimensional abstract sculptures, as well as installations and book-works.

Materials such as new and recycled paper, colourful found material, plastic, wood, graphite and glass are the basis of her ideas and spark her experiments.

On show at Safnasafnið are four compound works, bearing the titles Paper Masks, Wood Mask, Glass Mask and Drawings. The works are made up of drawings and variations of masks, made from wood, aluminium foil, glass, threads, sandpaper and paper.

Auður Lóa Guðnadóttir

Auður Lóa Guðnadóttir er myndlistarmaður sem leikur sér á landamærum hins hlutlæga og huglæga, skúlptúrs og teikningar, listar og veruleika.

Á sýningunni í Safnasafninu eru verk úr skúlptúrseríunni Leikfimi sem Auður Lóa hefur unnið að síðastliðið ár, en þar tvinnast saman mörg hugðarefni hennar: fagurfræði, félagsleg hegðun, internetið og níundi ára tugurinn. Verkin byggja á heimildavinnu og raunverulegum og sviðsettum ljósmyndum.

Auður Lóa Guðnadóttir is an artist who plays on the borderline between the objective and the subjective, between sculpture and drawing, between art and reality.

At Safnasafnið Auður Lóa exhibits sculpt ures from her Sport series, which has been in the making since 2018. In the series, many of her recurring ideas come together: aesthetics, social structures, the Internet, and the 80’s. These sculptures are the result of her prolonged research and are based on photographs of real events and people, in situations that can only be described as staged.

Exhibitions 2019

Þ órður stundaði á nám í þjóðréttarfræði í Bandarí kjunum og Frakklandi en fékk á náms árum sínum áhuga á myndlist sem varð æ fyrirferðarmeiri í lífi hans. Þ órður var þó orðinn rúmlega sextugur þegar hann hélt sína fyrstu myndlistarsýningu, sem vakti athygli fyrir erótí k og fjörlega litanotkun. Þ órður tók upp listamanns nafnið Kiko Korriro og varð þekktur undir því nafni. Hann vann í ýmis efni, þ ó teikn ingar hans séu mestar að vöxtum og sýna oft fjölmörg tilbrigði við sama yrkisefni.

Árið 2015 gaf fjölskylda Þórðar Safnasafn inu um 120.000 verka hans. Var strax árið 2016 sett upp sýning sem sýndi umfang þessarar áhugaverðu nýju safneignar. Í ár eru sýndar klippimyndir fengnar að láni frá fjölskyldunni, auk verka úr safneign, m.a. teikningar, skúlptúrar og ljósmyndir sem voru teknar af Þórði þegar hann dvaldi í Los Angeles og hitti nokkrar af þekktustu kvik myndastjörnum þess tíma.

Undanfarin fjögur ár hefur Níels Hafstein kannað ítarlega myndverk Þórðar og birtist rannsókn hans í bók sem gefin er út í tengsl um við sýninguna.

As a young man Þórður studied interna tional law in the US and France, but during these years art gradually became his main interest. Yet it was not until he had turned 60 that his first solo show was held, and attracted great attention for its overt eroti cism and for Þórður’s untraditional use of colour. Þórður adopted the pseudonym Kiko Korriro and under this name became known as a visual artist. He worked in vari ous materials, although the bulk of his work consists of thousands of drawings, often multiple variations on the same motif.

In 2015 Þórður’s family donated a consider able part of his oeuvre to the Safnasafnið museum, around 120,000 pieces. To show the extent of Þórður’s work, a descriptive ex hibition was arranged in 2016 at Safnasafnið. This year a different selection of Þórður’s works is on display, consisting of collages on loan from his family, together with selected works from the collection; drawings, sculp tures, and photographs taken of Þórður when he stayed in Hollywood and met many of the most famous movie-stars of the time.

For the last four years Niels Hafstein has been making an exhaustive study of Þórður’s oeuvre, and the results will be published in a monograph about Þórður, in connection with the exhibition.

Þórður Guðmundur Valdimarsson – Kiko Korriro (1922–2002)
Sýningar 2019

Rúna Þorkelsdóttir

Bókverkið Paperflowers vann Rúna á vinnustofu sinni í Amsterdam á svokallaða Rotaprint-prentvél og var verkið gefið út í 100 árituðum og innbundnum bókum árið 1998. Jafnframt voru prentuð 10 aukaeintök af hverri mynd sem gefin voru út í lausblaðamöppum og seldist útgáfan fljótt upp. Árið 2007 keypti Tao Kurihara, hönnuður hjá tískuhúsinu Comme des Garçons, Paperflowers í bókverkabúð í Tokyo. Hafði hún samband við Rúnu og hófst þá skapandi samvinna þeirra við gerð fataefnis út frá verkunum. Þær völdu myndir og skeyttu saman beint án þess að nota myndvinnsluforrit, svo greinilega sést að myndirnar eru í upprunalegri A4-stærð með hvítum röndum á milli. Tao Kurihara hannaði síðan sumarlínu úr fataefnunum sem var kynnt á tískusýningu í verslun Comme des Garçons í París 2008. Fatalínan vakti athygli, var fjallað um hana í helstu tískutímaritum og meðal kaupenda úr línunni var Michelle Obama forsetafrú Bandaríkjanna.

The bookwork Paperflowers was made by Runa over a period of two years on a Rota print machine at her studio in Amsterdam. It was made in a print run of 100, bound into signed books. Ten copies of each picture where also printed and sold in special fold ers. Both editions rapidly sold out. In 2007 Tao Kurihara, a designer at fashion label Comme des Garçons, bought a copy of Paperflowers in a book-art shop in Tokyo. She got in touch with Rúna, and the two launched a creative collaboration, making fabric inspired by Rúna’s Paperflower works. They selected images from the work and spliced them together without using any graphic software, showing the original A4prints with white lines in between. Tao Kuri hara then designed a summer collection using the fabrics, which was launched at Comme des Garçons in Paris in 2008. The collection was a great success, and was fea tured in leading fashion magazines. Among purchasers of the garments was Michelle Obama, former First Lady of the USA.

Exhibitions 2019

Fuglar Birds

Sumarið 2018 ákvað Safnasafnið að setja upp tveggja ára sýningu á 360 fuglum úr safneign sinni, sem geymir um 600 fugla alls. Fuglar eru táknmyndir frelsis og boð berar sumars, þeir svífa yfir land og sjó, fjöll og firnindi og yfir úthöfin breið, og tengja með ferðalögum sínum stað við stað og land við land. Á sýningunni eru farfuglar, staðfuglar, skrautfuglar og ævintýrafuglar úr ólíkum hugmyndasmiðjum, en allir eiga þeir heima í Safnasafninu. Margir hafa dvalið þar frá stofnun 1995 en aðrir eru nýflognir í hús. Í tengslum við sýninguna hefur Safnasafnið gefið út nýja sýnisbók úr safneign, Sýnisbók III, þar sem sjá má úrval verka frá sýningunni og úr safneign.

In the summer of 2018 the Folk and Out sider Art Museum decided to launch a two-year exhibition displaying a selection of 360 birds from its collection of about 600 birds. Birds symbolize freedom and are harbingers of summer in Icelandic folklore. They fly over land and the great oceans, and connect with their travels place to place, land to land. The exhibition shows migrating birds, resident birds, dec orative birds and fairytale birds created in different ways. All these birds live in the Icelandic Folk and Outsider Art Museum. Many have been resident from the foun dation of the museum in 1995, but some have just flown in. In connection with the exhibition, Safnasafnið has published a new showcase book, Showcase III, with

Safnasafnið hefur vakið athygli fyrir sýn ingar sínar og óvenjulega nálgun, bæði hérlendis og erlendis, og um það verið fjallað í innlendum sem erlendum blöðum og tímaritum, m.a. hinu þekkta breska tímariti Raw Vision, sem helgað er alþýðu list, ITE í Finnlandi, sem sýnir list einfara og gefur út bækur og tímarit um sjálfsprottna list, og Dpi Magazine í Taipei á Taiwan, sem er öflugt í útgáfu og kynningu á alþýðulist frá öllum heimshornum. Safnasafnið var tilnefnt til safnaverðlauna Safnaráðs árið 2008 og hlaut Eyrarrósina árið 2012, en hún er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni.

Einnig var Safnasafnið í lokaúrvali tilnefn inga árið 2014 til hinna alþjóðlegu verð launa Dr. Guislain safnsins í Ghent, Belgíu, og á ný árið 2016, en sú stofnun er þekkt fyrir stuðning sinn í þágu einstaklinga með geðraskanir, og rekur m.a. þekkt listasafn í þeim tilgangi.

The Icelandic Folk and Outsider Art Museum has gained attention and recognition for its unique exhibitions and unusual approach, both in Iceland and abroad. Articles and reviews have been written and published in newspapers and magazines, among others the respected British magazine Raw Vision, dedicated to folk and outsider art, ITE in Fin land, an art institute and publisher of books and magazines about selftaught artists, and Dpi Magazine in Taipei, Taiwan, which showcases folk and outsider art from all over the world. In 2008 the Icelandic Folk and Outsider Art Museum was nominated for the Icelandic Museum Council Award and in 2012 it won the Eyrarrós Award, which was founded to focus on and encourage cultural diversity, innovation and development in the field of culture and art.

In addition the museum has twice been nominated for the Dr. Guislain Award, in 2014 and 2016, and has both times been selected as a finalist among the most prom ising nominees. The Dr. Guislain Museum is a respected institution in Ghent, Belgium, exhibiting artefacts from the history of psychiatry and an extensive collection

Samstarf við skóla

Að venju efnir Safnasafnið til samstarfs við grunn- og leikskóla við austanverðan Eyjafjörð. Þetta samstarf er hugsað til þess að efla listrænan áhuga og hugmyndaflug barnanna frá unga aldri, en einnig er safn inu heiður og ánægja af þátttöku þeirra, lífsgleði og sköpunarkrafti.

Haldið er upp á 20 ára samstarf safnsins

Collaboration with schools

True to custom the museum collaborates this summer with schoolchildren from the Eyjafjörður district. The purpose of this collaboration is to encourage from an early age the children’s imagination and interest in art; the museum is also honoured by their participation and takes pleasure in sharing their cheerfulness and joy of creation.

/ Doll Collection Málþing / Seminar

Í brúðusafni Safnasafnsins má sjá brúður íklæddar þjóðbúningum frá öllum heims hornum. Brúðurnar á sýningunni eru 400 talsins en í safneign eru alls um 800 gripir. Innlendir sem erlendir gestir hafa ánægu af að finna brúður frá heimalandi sínu og vilja um leið fræðast um aðrar þjóðir.

Safnasafnið holds a permanent collection of national costume dolls from all over the world. Of about 800 dolls in the collec tion, 400 are on display. The museum’s visitors enjoy finding dolls belonging to their homeland, as well as learning about other nations.

Þann 3. nóvember 2018 stóð Safnasafnið fyrir afar vel sóttu málþingi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, undir yfirskriftinni: „Frá jaðri að miðju: Þróun íslenskrar alþýðulistar og staða hennar í dag“. Fyrirlesarar og þátt takendur í pallborði voru: Eiríkur Þorláksson, Harpa Björnsdóttir, Harpa Þórsdóttir, Inga Björk Bjarnadóttir, Loji Höskuldsson,  Margrét M. Norðdahl, Níels Hafstein og Ragna Sigurðardóttir. Fundarstjóri var Unnar Örn J. Auðarson. Erindi málþingsins eru útgefin á prenti og einnig aðgengileg í net útgáfu á heimasíðu Safnasafnsins.

On 3 November 2018 Safnasafnið held a very well attended seminar on the theme: “From the Periphery to the Centre; Icelandic Folk and Outsider Art, past and present”, at the National Museum of Iceland in Reykja vík. Lecturers and participants in panel discussions were: Eiríkur Þorláksson, Harpa Björnsdóttir, Harpa Þórsdóttir, Inga Björk Bjarnadóttir, Loji Höskuldsson, Margrét M. Norðdahl, Níels Hafstein and Ragna Sigurðardóttir. The seminar was chaired by Unnar Örn J. Auðarson. The lectures from the seminar are available in print and also on Safnasafnið’s homepage.

Brúðusafnið

Í Safnasafninu er starfrækt fræðimanns íbúð. Íbúðin er 67 m2, með sérinngangi og útbúin húsgögnum og eldunaraðstöðu. Fræðimenn hafa aðgang að bókasafni og rannsóknum Safnasafnsins skv. samkomu lagi. Auk þess geta aðrir áhugasamir leigt íbúðina allt árið um kring, nánari upplýsingar eru á vefsíðu safnsins, www.safnasafnid.is

A scholar’s apartment at the Icelandic Folk and Outsider Art Museum is available to researchers. The residence is a 67 m2 apartment with private entrance, furnished and with a fully equipped kitchen. It can sleep 1–5 people. Scholars/researchers have access to the museum library and the museum’s own research material by agreement. The apartment is available for rent all year round, also by others than scholars when available. For more information see the museum website, www.safnasafnid.is

Fræðimannsíbúð
Scholar’s apartment

Safnasafnið

Svalbarðsströnd, 601 Akureyri

www.safnasafnid.is

© Safnasafnið 2019

Ritstjóri / Editor

Unnar Örn

Sýningarstjórar / Curators

Harpa Björnsdóttir, Níels Hafstein, Magnhildur

Sigurðardóttir, Margrét M. Norðdahl, Unnar Örn – Elina Vuorimies & Minna Haveri

Undirbúningur, aðstoð og þakkir / Preparation, assistance and thanks

Becky Forsythe, Bjarki Bragason, Eiríkur

Þorláksson, Gyða Dröfn Árnadóttir, Haraldur

Níelsson, Harpa Þórsdóttir, Inga Björk Bjarnadóttir, Laufey Jónsdóttir, Linda Stefánsdóttir, Loji Höskuldsson, Ragna Sigurðardóttir, Tao Kurihara, Þórður Sverrisson, Þórgunnur Þórsdóttir

Kynningarmál / Public Relations

Margrét M. Norðdahl

Textar / Texts

Harpa Björnsdóttir, Níels Hafstein Þýðing / Translation

Anna Yates, Harpa Björnsdóttir Prófarkalestur / Proofreading

Harpa Björnsdóttir

Eftirtaldir listamenn gáfu verk eftir sig til safnsins / The following artists donated works to the museum Anna Guðjónsdóttir, Anna Líndal, Gunnhildur Hauksdóttir, Guðný Kristmannsdóttir, Ívar Valgarðsson, Kees Visser, Margrét M. Norðdahl, Nini Tang, Ólafur Bernódusson, Óskar Árni Óskarsson, Rósa Sigrún Jónsdóttir, Rúna Þorkelsdóttir

Einnig bárust safninu verk eftir / other works by Sigurður Einarsson, gjöf frá Sveitarfélaginu Hornafirði /gift from municipality of Hornafjörður

Forsíðuverk / Work on cover

Leirverk eftir ókunna höfunda, gerð á vinnustofu Kleppsspítala árin 1980–1983 / Ceramics by unknown artists made in the studio at Kleppur mental hospital, 1980–83 Ljósmyndir / Photographs © Auður Lóa Guðnadóttir, Eygló Harðardóttir, Daníel Starrason, Harpa Björnsdóttir, Magnhildur Sigurðardóttir, Bifrost Prentun / Printing Litróf

Allar ljósmyndir, listaverk, texti og annað efni er verndað skv. íslenskum og alþjóðlegum höfundarréttarlögum. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfunda og útgefanda

All photographs, artworks and text are protected under Icelandic and International Copyright Conventions. All rights reserved, including the right to reproduce this publication or any portions thereof, in any form, except for brief quotations in a review or by written permission by the authors and publisher

Aðrar gjafir / Other donations by Anna Eyjólfsdóttir, Bjarnfreður Ólafsson, Bryndís Símonardóttir, Guðmundur Oddur Magnússon, Harpa Björnsdóttir, Hrafnhildur Schram, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Hjörleifur Sveinbjörnsson, Katrín María Sveinbjörnsdóttir, Magnhildur Sigurðardóttir, Rúrí, Sara Hólm, Sigrún Jónsdóttir, Unnar Örn J. Auðarson, Þórunn Elísabet Sveinsdóttir

Þakkir vegna samstarfs og stuðnings /

Thanks for collaboration and support

Listasafn Árnesinga / Inga Jónsdóttir

List án landamæra / Art without Borders

Mennta- og menningarmálaráðuneytið / Ministry of Education and Culture

Myndlistarsjóður / Art Council Iceland

María Hrönn Gunnarsdóttir

Norðurorka / Nordurorka Ltd.

Safnaráð / Museum Council of Iceland

Svalbarðsstrandarhreppur /

The Municipality of Svalbarðsströnd

Sveitarfélagið Hornafjörður /

The Municipality of Hornafjörður

Gefendur listgripa, listamenn, skólar, velunnarar, aðstoðarfólk, fjölmiðlar, gestir og listvinir / Donors of artworks, artists, schools, supporters, assistants, media, visitors and art lovers

Sýningarröðin Nordic Outsider Craft er styrkt af / The Nordic Outsider Craft project is supported by Nordic Culture Fond, Finnish Cultural FoundationUusimaa Regional Fund, Swedish Culture Foundation, Finnish-Norwegian Cultural Foundation, Nordic-Baltic Mobility Programme – Culture

Samstarfsaðilar / Cooperating institutions

Finland Craft Museum, Art School Bifrost, Inuti, Trastad Museum (Sör-Troms Museum), K.H. Renlunds Museum

Sýningar / Exhibitions 2019

Valdimar Bjarnfreðsson – Vapen + JAHÉRNA / Nordic Outsider Craft (13.07–08.09) +

Fuglar / Birds

360 verk / works – 60 listamenn / artists +

Hjalti Skagfjörð Jósefsson Ragnar Bjarnason + Rúna Þorkelsdóttir + Leikskólinn Álfaborg / Valsárskóli +

Brúðusafn / Doll collection

Safnasafnið

The Icelandic Folk and Outsider Art Museum + 354 461 4066 safngeymsla@simnet.is www.safnasafnid.is facebook / Safnasafnid

Opið / Open 11.05.–08.09.2019 Opnunartími / Opening hours 10:00–17:00

Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi

Visits for groups arranged by agreement

Auður Lóa Guðnadóttir

Eygló Harðardóttir

Steingrímur Eyfjörð + Þórður Valdimarsson – Kiko Korriro +

Magnhildur Sigurðardóttir + Atli Már Indriðason + Guðrún Hadda Bjarnadóttir + Leirverk / Ceramics – Kleppsspítali 1980–1983 + Huglist

Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.