Page 1

Bls.

1

Röskvublaðið 2012

With english summary

RÖDD STÚDENTA - WWW.ROSKVA.HI.IS

roskva_v1.indd 1

1/23/12 6:02 PM


Bls.

2

Útgefandi: Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 5000 eintök. Ritstjóri: Magnus Fagernes Ivarsen Ritstjórn: Anna Rut Kristjánsdóttir Iðunn Garðarsdóttir Margrét Helga Kristínar Stefánsdóttir Hönnun og Magnus Fagernes Ivarsen umbrot: Ljósmyndir: Guðfinnur Sveinsson Sindri Geir Óskarsson Forsíðumynd: Helgi Rúnar Olgeirsson Prófarkalestur: Iðunn Garðarsdóttir Tinna Jóhanna Magnusson Aðrir höfundar Brynhildur Bolladóttir efnis: Elva Dögg Brynjarsdóttir Guðfinnur Sveinsson Kristjana Björg Reynisdóttir Matthildur Bjarnadóttir gaman að taka þátt og vilja hafa Védís Eva Guðmundsdóttir

Röskva – rödd stúdenta

Hvað er Röskva? Röskva er samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, stúdentahreyfing í hagsmunabaráttu. Röskva var stofnuð árið 1988 og síðan þá hefur mikill fjöldi hugsjónafólks starfað innan raða samtakanna. Grundvallarstefna Röskvu hefur alltaf verið sú sama: jafn réttur allra til náms. Menntastofnun á borð við Háskóla Íslands á að vera sameign allra og mikilvægur hlekkur í menntakerfi þjóðarinnar. Allir eiga að hafa tækifæri til að sækja sér æðri menntun ef þeir óska. Háskólinn á að vera opinn öllum óháð efnahag, búsetu eða fötlun.

Hlutverk Stúdenta- og Háskólaráðs Í ár býður Röskva fram lista til Stúdentaráðs og Háskólaráðs. Stúdentaráð er samráðsvettvangur stúdenta. Það er skipað 20 stúdentum sem hafa það markmið að leiðarljósi að bæta hag stúdenta. Stúdentaráð einbeitir sér að því að efla Háskólann og bæta umhverfi nemenda í skólanum, t.d. með því að krefjast aukinna gæða í námi, berjast fyrir því að upptökupróf verði haldin í öllum deildum og krefjast þess að Háskólinn taki afstöðu í umhverfismálum. Þetta eru dæmi um málefni sem Röskva hefur beitt sér fyrir. Stúdentaráð stendur auk þess fyrir alls kyns skemmtilegum viðburðum fyrir nemendur Háskólans, t.d. Októberfest, próflokagleði og svo mætti lengi telja. Í Háskólaráði sitja tveir fulltrúar stúdenta og fulltrúar í ráðið eru kosnir annað hvert ár. Í lögum 85/2008 um opinbera háskóla segir í 5. grein: „Stjórn háskóla

er falin háskólaráði og rektor. Háskólaráð markar heildarstefnu í kennslu og rannsóknum og mótar skipulag háskóla. Háskólaráð fer með almennt eftirlit með starfsemi háskólans í heild, einstakra skóla og háskólastofnana og ber ábyrgð á því að háskóli starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli.“ Stúdentaráð sem þrýstiafl Hagsmunir stúdenta ættu ekki að takmarkast við veggi skólans. Stúdentaráð á að beita sér út á við ásamt því að stuðla að uppbyggingu innan veggja Háskólans. Stúdentaráð á að standa vörð um hagsmuni nemenda á öllum vígstöðvum, t.d. gagnvart einstaka kennurum, innan stjórnsýslu Háskólans og gagnvart stjórnvöldum. Stúdentar eru hluti af samfélaginu og margar mikilvægustu ákvarðanirnar sem snerta stúdenta eru teknar utan skólans. Því vill Röskva að Stúdentaráð sé þrýstiafl, veiti yfirvöldum aðhald og láti í sér heyra þegar réttindi stúdenta eru fótum troðin. Enginn annar stendur vörð um hagsmuni stúdenta en þeir sjálfir. Hagsmunir námsmanna Þrátt fyrir að nemendur Háskóla Íslands séu ólíkir hafa stúdentar sameiginlegra hagsmuna að gæta. Við viljum samfélag þar sem menntun er í hávegum höfð og virðing er borin fyrir menntun. Þess vegna er það hlutverk Stúdentaráðs að berjast fyrir hagsmunum þessa hóps og stuðla að samstarfi innan hópsins. Við áorkum meiru með því að vinna saman að stefnumálum okkar. Allir sem starfa með Röskvu eiga það sameiginlegt að finnast

áhrif á umhverfi sitt. Í dag samanstendur Röskva af ótrúlega fjölbreyttum hópi fólks úr öllum deildum háskólans. Að starfa með Röskvu er lærdómsríkt, gefandi og ótrúlega skemmtilegt. Allir stúdentar við Háskóla Íslands geta orðið félagar í Röskvu. Við bjóðum alla þá sem

eiga samleið með okkur velkomna. Áhugasamir geta kynnt sér málefnaskrá Röskvu fyrir kosningar til Stúdenta- og Háskólaráðs í febrúar 2012 á vefsíðu Röskvu: www.roskva.hi.is Röskva vill Stúdentaráð sem þorir að láta heyra í sér. Röskva er rödd stúdenta.

Kristjana Björk Traustadóttir 1. SÆTI TIL STÚDENTARÁÐS ALDUR: 23, AÐ LÆRA: KENNSLUFRÆÐI Hvert er hlutverk Stúdentaráðs í þínum huga? Í Stúdentaráði situr hópur nemenda sem er ekki sama um háskólann sinn. Þetta fólk er meðvitað um umhverfið og berst fyrir réttindum sínum og samnemenda sinna. Þessi hópur fólks vinnur að því að gera háskólasamfélagið að betri og skemmti-

legri stað. Hvernig er þinn draumaháskóli? Í draumaskólanum vinna nemendur meira á vettvangi og öðlast því meiri starfsreynslu á sínu námssviði. Í öllum byggingum skólans eru skemmtiálmur. Í þeim eru gólfin þakin gervigrasi og sandi og allir eiga að vera á tánum. Í draumaheimi myndu allir nemendur lesa tölvupóstinn sinn og því ekki kvarta yfir upplýsingaleysi.

Benóný Harðarson 2. SÆTI TIL STÚDENTARÁÐS ALDUR: 23, AÐ LÆRA: STJÓRNMÁLAFRÆÐI Hvers vegna valdir þú að taka þátt í starfi Röskvu? Ég hef mikinn áhuga á hagsmunabaráttu háskólanema og ég taldi mínar skoðanir rúmast best innan Röskvu. Það þarf einnig að benda á hvað það er skemmtilegt fólk í Röskvu og síðast en ekki síst sætar stelpur! Hvað er það vandræðalegasta sem hefur komið fyrir þig? Í fyrra starfaði ég sem framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar Grindavíkur og í starfinu fólst m.a. að sjá um fjóra Kana sem spiluðu með karla- og kvennaliði Grindavíkur. Það var oft mikið vesen á þeim og ég var orðinn mjög þreyttur á þeim. Ég varð fáranlega vandræðalegur þegar ein af stelpunum bað mig að redda neyðargetnaðarvarnarpillunni fyrir sig. Ég svaraði því sms-i aldrei og forðaðist hana það sem eftir var tímabils. Ég veit ekki hvort hún eigi barn í dag.

RÖDD STÚDENTA - WWW.ROSKVA.HI.IS roskva_v1.indd 2

1/23/12 6:02 PM


Bls.

3

The main aim of Röskva is to create a university society where everyone gets equal chances.

er institutions are private and are therefore permitted to charge their students high tuition fees, while at the same time being supported by the State. On the other hand, since the University of Iceland is the only state university, it has an obligation to keep its doors open for everyone and charges only very moderate enterence fees, although fees of any kind are always frowned upon among Röskva’s members. In addition, the University of Iceland receives the least money per student from the State of all the institutions for

Auður Tinna Aðalbjarnardóttir 3. SÆTI TIL STÚDENTARÁÐS ALDUR: 19, AÐ LÆRA: LÖGFRÆÐI Hvaða málefni finnast þér mikilvægust núna? Það eru ótrúlega mörg mikilvæg mál í gangi. Það er t.d. mikilvægt að tryggja nemendur í ólíkum deildum Háskólans hafi jafnan rétt til sjúkra- og endurtökuprófa. Það hvenær og sérstaklega hvort þau próf eru haldin skiptir öllu máli fyrir þá sem þurfa á námslánum að halda. Nú er tími til kominn að setja skýrar reglur um prófin til að gæta jafnræði milli nemenda. Hver er uppáhalds borgin þín? London. Ég elska breskan hreim og allar þessar litlu verslana- og kaffihúsagötur. Svo skemmir ekki fyrir að koma heim á hótel og horfa á Stephen Fry og fleiri meistara stjórna öllum þessum yndislega, fáránlegu spurningaþáttum.

What is Röskva higher learning. There are about a 1000 students in the University of Iceland that the state does not pay for. That number equals all the law students in the University for example. The situation has lead to the University fighting for raising the enterance fees or put access restrictions, which Röskva highly argues against. Röskva considers it is everybody’s right to get an higher education, regardless of financial and social status. How do we change things?

against all forms of discrimination and injustice within the University to the need for an effective environmental policy, capable of putting HÍ in line with other campuses around the world. The situation is bad The sad reality is that both financially and politically, the University of Iceland is in a rather bad situation. During the last few years, many new institutions of higher learning have been founded or opened, and are currently competing for students with the Universtity of Iceland. Those oth-

What is Röskva? Röskva is the student movement that fights for the rights and general welfare of all students. Röskva runs for the annual student elections, every year for the Student Council and every other year for Háskólaþing and Háskólaráð. Broadly speaking, the main aim of Röskva is to create a university society where everyone gets equal chances. The good people of Röskva come from various different backgrounds. What they have in common is lots of energy and a will to constantly improve the university. The people of Röskva are always on guard against drawbacks in student’s rights and are constantly watching for the interest of all students in the Uniersity, both icelandic and foreign students. What do we do exactly? A very large part of Röskva’s operations take place inside the Student Council – the most important representative body of students at the University of Iceland. In that setting, some fundamental institutional issues are daily confronted and possibly solved, ranging from better student loans to the enhancement of services and education facilities on the campus, from a crusade

By giving Röskva your vote in the annual elections, you are contributing to a brighter future for public education in Iceland.

Röskva believes that this can be changed, and one of the means of bringing about a change is to have a Student council which is outspoken and aggressive and not afraid of protesting against bad treatment. By giving Röskva your vote in the annual elections, you are contributing to a brighter future for public education in Iceland. We welcome you and anyone who is interested in joining our large and diverse group. You can contribute as much, or as little as you please, and we also greet you with open arms if you only want to have a drink with us. You can find us on facebook and www.roskva.hi.is.

Bergvin Oddson

4. SÆTI TIL STÚDENTARÁÐS ALDUR: 25, AÐ LÆRA: STJÓRNMÁLAFRÆÐI Hvaða málefni finnast þér mikilvægust núna? Mér finnast málefni landsbyggðarinnar mikilvægust. Háskóli Íslands verður að beita sér í miklu ríkari mæli fyrir því að fólki sem býr á landsbyggðinni standi til boða að stunda fjarnám. Aðgengismál fatlaðra í skólanum þarf að taka til gagngerra endurbóta. Auk þess er nauðsynlegt að hafa þarfir barna- og vaktavinnufólks í huga og sjá til þess að kennslustundir fari ekki fram um helgar og eftir kl 16.00 á virkum dögum. Hvar sérðu sjálfan þig eftir 5 ár? Mig langar að sinna litlu bókaútgáfunni minni áfram og hlúa að Magga mús sem eru bækur sem ég skrifaði og gaf út fyrir síðustu jól. Mig langar að komast á Alþingi og vera þjóðinni til gagns. Einnig væri draumur að vera sveitarstjóri í litlu sveitarfélagi á landsbyggðinni. Auk þess ætla ég að vera stjórnmálafræðingur og enn betri pabbi.

Ólöf Eyjólfsdóttir 5. SÆTI TIL STÚDENTARÁÐS ALDUR: 20, AÐ LÆRA: JAPÖNSKU Hvaða málefni finnast þér mikilvægust núna? Listinn er í rauninni alltof langur. Réttindi á endurupptökuprófum, námslán, samgöngur og hækkandi „skráningargjöld“ eru t.d. mikilvæg málefni. Hvert er hlutverk Stúdentaráðs í þínum huga? Með setu í Stúdentaráði fæst fyrst og fremst tækifæri til að bæta stöðu námsmanna. Sem dæmi má nefna mikinn skort á úrræðum og aðhaldi fyrir nemendur í japönskudeildinni og enginn virðist taka eftir því. Einmitt núna eru margir reiðir vegna óskipulags í skipulagi endurupptökuprófa. Auk þess hefur ströng mætingarskylda verið veikum einstaklingum til ama.

RÖDD STÚDENTA - WWW.ROSKVA.HI.IS roskva_v1.indd 3

1/23/12 6:02 PM


Bls.

4

Kristjana Björg Reynisdóttir, formaður Röskvu 2011-2012.

Þær hlýju móttökur sem ég fékk eru ómetanlegar. Ég varð hugfangin af starfinu strax. Þarna var ég búin að finna hóp af fólki sem var líkt mér og hugsaði á sömu nótum og ég. Ég fann að það var ekki aftur snúið og ég gat ekki beðið eftir að mæta aftur næsta dag. Ég var í kosningamiðstöðinni á hverjum einasta degi fram að kosningum, hjálpaði til við ýmis verkefni, sat í ritnefnd og mætti á alla viðburði. Að lokum sat ég í 3. sæti til Háskólaþings. Kosningabaráttan var erfið, tók mikinn tíma og kostaði mikinn svefn. En það var allt þess virði. Fólk lagði sig allt fram og vann vel saman. En þó er alltaf eitthvað sem má betur fara og af því lærum við. Úrslitin voru því miður ekki að okkar skapi. Fólk var að sjálfsögðu ósátt og auðvitað hefði ég sjálf viljað hafa úrslitin öðruvísi. En ég gleymi ekki að ég stóð og horfði yfir hópinn og brosti. Ég var svo stolt. Stolt af sjálfri mér, stolt af mínu fólki og stolt af því að tilheyra Röskvu. Þarna átti ég heima. Starfinu var ekki lokið þó kosningabaráttunni væri lokið. Ég tók að mér formannsstöðu og sat í stjórn

með mjög góðu fólki. Út vorið og fram á haust unnum við mörg góð störf ásamt því að virkja nýja sem gamla Röskvuliða á hinum ýmsu viðburðum. En nú er komið að kosningabaráttunni á ný. Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Eins og áður fyrr er maður farinn að hanga í miðstöðinni að vinna að hinum ýmsu verkefnum ásamt því að skemmta sér og hitta gott fólk. Við erum búin að fá til okkar marga nýja og frábæra einstaklinga sem standa sig mjög vel og ég vil bjóða þá hjartanlega velkomna. Allir vinna hörðum höndum og með þessu áframhaldi munum við standa okkur vel og ná okkar besta árangri. Ég veit að þegar þessari baráttu lýkur á ég aftur eftir að líta yfir hópinn og fyllast stolti yfir fólkinu mínu. Þetta ár hefur verið ómetanlegt! Ég sé ekki eftir einni mínútu sem ég hef lagt í Röskvu. Ég hef verið umkringd frábæru fólki sem hefur gert starfið auðveldara og skemmtilegra og ég hef eignast óteljandi góðar minningar frá þessu ári. Mörg vináttusambönd hafa myndast og ég hef eignast vini sem ég tel að munu fylgja mér út lífið. Ég er viss um að það eru fleiri þarna úti sem eru fullir áhuga en þora ekki að taka skrefið. Ekki vera hrædd. Ég lofa að það verður tekið á móti ykkur opnum örmum, eins og mér var tekið. Þið munið ekki sjá eftir því. English summary: Kristjana joined Röskva a little over a year ago and is currently the chairman of Röskva. She is proud of the campaign last year and she knows she will be as proud of her great friends this year. She doesn’t regret one minute in Röskva and she encourages you to join and take part in the ongoing adventure.

Sé ekki eftir einni mínútu Þórhallur Helgason 6. SÆTI TIL STÚDENTARÁÐS ALDUR: 21, AÐ LÆRA: HEIMSPEKI Hvaða málefni finnast þér mikilvægust núna? Mér hefur fundist ótrúlega gaman að sjá umhverfisvakningu í Háskóla Íslands undanfarið og almennt á landinu. Ég myndi vilja að það starf héldi áfram og sækti enn í sig veðrið. Ég er mjög stoltur af því að tilheyra stofnun með svo opinbera græna stefnuskrá. Jafnréttisbarátta er málefni sem er alltaf mikilvægt og mér finnst HÍ eiga að vera í broddi fylkingar á því sviði. Það finnst mér því skólinn stendur fyrir menntun á fjölbreyttum sviðum, upplýsingu og farveg að góðu samfélagi utan skólans. Hvar sérðu sjálfan þig eftir 5 ár? Ég hef bara ekki hugmynd og mér finnst það ágætt markmið fyrir stundarsakir. Ég verð vonandi kominn með bílpróf, það væri frábært. Mér finnst fínt markmið að eftir 5 ár muni ég vita hvar ég sjái sjálfan mig 5 árum seinna.

Iðunn Garðarsdóttir 7. SÆTI TIL STÚDENTARÁÐS ALDUR: 22, AÐ LÆRA: ÍSLENSKU OG LÖGFRÆÐI Hvernig er þinn draumaháskóli? Í draumaháskólanum mínum er kennt í minni hópum og kennararnir hafa meiri tíma fyrir hvern nemanda. Kennslan er fjölbreyttari og minna um einhæfar glærusýningar og meira um umræðu- og verkefnatíma. Auk þess er námsmat fjölbreyttara og engin 100% próf. Hvar sérðu sjálfa þig eftir 5 ár? Mér finnst mjög erfitt að sjá það fyrir mér því maður veit aldrei hvaða stefnu lífið tekur. Fyrir 5 árum hefði mér t.d. aldrei dottið í hug að ég væri á þeim stað í lífinu sem ég er í dag. Ég vona að ég verði glöð og kát með lífið og tilveruna, komin með góða menntun og bara á góðri leið í átt að almennri snilld.

F í t o n / S Í A

Þann 5. janúar 2011 labbaði ég inn í kosningamiðstöð Röskvu, sem þá stóð við Ingólfstorg. Ég þekkti engan, var feimin og hafði einungis nafn á manneskju sem ég átti að tala við. Ég var ein af þessum sem hafði bullandi áhuga en vantaði smá spark í rassinn til að taka skrefið og mæta á staðinn. Ég hafði í rauninni ekki hugmynd um hvað biði mín eða hversu mikinn tíma ég myndi gefa í starfið. Ég hafði hugsað mér að stoppa í eina klukkustund eða svo en endaði á því að taka síðasta strætó heim.

RÖDD STÚDENTA - WWW.ROSKVA.HI.IS roskva_v1.indd 4

1/23/12 6:02 PM


Bls.

5

Sindri Geir Óskarsson 8. SÆTI TIL STÚDENTARÁÐS ALDUR: 20, AÐ LÆRA: GUÐFRÆÐI Hvar sérðu sjálfan þig eftir 5 ár? Á Kúbu með kokteil að ljúka gráðu í hugmyndafræði bandarísks imperíalisma eða í Mið-Austurlöndum að læra arabísku. Kannski verð ég enn í HÍ að ljúka guðfræðinni, enginn veit. Hvers vegna valdir þú að taka þátt í starfi Röskvu? Til að byrja með er ég eins mikill félagshyggjumaður og hægt er. Auk þess vann ég með Röskvuliðum sumarið áður en ég hóf nám við HÍ og eftir lýsingar þeirra á starfseminni var ekki annað í stöðunni en að taka þátt.

Í ÞÍNUM HÖNDUM Náttúran er villt og lýtur eigin lögmálum. Það er því á okkar ábyrgð hvernig við umgöngumst hana. Látum þau áhrif sem við höfum á umhverfi okkar vera til hins betra.

F í t o n / S Í A

Sígarettustubbar eru mörg ár eða áratugi að eyðast í náttúrunni og hafa þar að auki fundist í maga fugla, fiska og sjávarspendýra.

roskva_v1.indd 5

RÖDD STÚDENTA - WWW.ROSKVA.HI.IS 1/23/12 6:02 PM


Bls.

6

Mikilvægt

að vera virk og vakandi Anna Rut Kristjánsdóttir skipar fyrsta sæti á framboðslista Röskvu til Háskólaráðs. Hún lýkur senn B.A. gráðu í lögfræði og hefur þegar hafið nám í heimspeki samhliða því. „Ég held að heimspekin sé eiginlega hin fullkomna blanda með lögfræðinni því lögfræðin er mjög niðurnjörvuð og föst í skorðum en heimspekin hjálpar manni að efast um hlutina, skoða sjálfan sig og vera gagnrýninn“. Aðspurð um framtíðaráform að loknu háskólanámi segist hún ríghalda í rómantískan draum um mannréttindalögfræðinginn sem býr í litlu risíbúðinni sinni og vill gjarnan láta gott af sér leiða þó það skili ekki miklu í vasann. Af hverju háskólapólitík og af hverju núna? Ég hafði kannski aldrei beint velt því fyrir mér að taka þátt en ég hef alltaf haft rosalegar skoðanir. Svo áttaði ég mig á því hvað það er mikilvægt að maður beiti sér fyrir hlutunum en djöflist ekki bara bak við hurð án þess að gera neitt í þeim. Ég er búin að

vera lengi í þessum skóla og held að ég hafi ágætis forsendur og grundvöll fyrir því að hafa skoðanir á hlutunum. Háskólaráð er eitt æðsta stjórnvald innan Háskólans og þar eru helstu ákvarðanir varðandi skólann teknar. Það er mikilvægt að hafa fulltrúa nemenda þar því það er mikilvægt að við séum virk og vakandi. Hvers vegna valdirðu Röskvu til að koma þessum skoðunum á framfæri? Margir benda á að lítill munur sé á Röskvu og Vöku og spyrja af hverju við skipum okkur í þessar fylkingar. Ég lít svo á að í fæstum málaflokkum vinnum við að ólíkum markmiðum. Á hinn bóginn bendi ég á að það er mikilvægt að hafa ákveðið bakland og það er ekki tilviljunum háð með hvaða fólki þú átt samleið. Röskva byggir á félagshyggjugrunni og þess vegna fannst mér í raun ekkert annað en Röskva koma til greina.

Fyrir liggur hækkun skrásetningargjalda við HÍ. Hefur Röskva tekið afstöðu til þess? Það er erfitt að taka beina afstöðu með eða á móti. Hins vegar finnst mér mjög mikilvægt að við látum nemendur vita af þessari hækkun og við séum meðvituð um að hún er mjög há, eða rúmlega 30%. Við erum öll meðvituð um að það eru þrengingar í þjóðfélaginu og það þurfa allir að sníða sér stakk eftir vexti. Þó margir skilji þessar hækkanir viljum við vera á varðbergi, passa að rétt sé staðið að málum og að þessi gjöld hækki ekki upp úr öllu valdi. Það þarf að myndast sterkari umræða í þjóðfélaginu um hvað Háskólinn býr við þröngan kost. Það er t.d. nauðsynlegt að vekja athygli á þeirri staðreynd að það eru um 1000 nemendur sem Háskólinn fær ekki greitt fyrir frá ríkinu. Við verðum einnig að gæta þess að gæði kennslu skerðist ekki. Skrásetningargjöldin eru ekki lánshæf, væri ekki betra að taka upp skólagjöld sem væru

lánshæf hjá LÍN? Í grunninn erum við á móti skólagjöldum vegna þess að þau brjóta gegn jöfnum rétti til náms. Burtséð frá því hvort þau séu lánshæf eða ekki er óvíst að allir hafi burði til þess að skuldsetja sig á þann hátt, ekki síst í dag þegar óvíst er hvort fólk fái vinnu eftir útskrift. Í ljósi hækkana á skrásetningargjöldum upp í 60.000 kr. er mikilvægt að við í Stúdentaráði knýjum fram að Háskólinn komi á einhvern hátt til móts við nemendur. Það væri hugsanlega hægt að skipta greiðslu á tvær annir eða jafnvel gera greiðsluna lánshæfa. Viðtalið tók Elva Dögg Brynjarsdóttir English summary:

Anna Rut Kristjánsdóttir studies law and philosophy. She leads Röskva´s list for the University Council. This is her fourth year in the University of Iceland and now she wants to use her experience and let her opinions be heard. The University Council is the supreme authority in the University of Iceland. In Anna´s opinion it is very important that students are alert and active and therefore it is vital that they have strong representatives in the council.

RÖDD STÚDENTA - WWW.ROSKVA.HI.IS roskva_v1.indd 6

1/23/12 6:02 PM


Bls.Bls.

77

RÖDD STÚDENTA - WWW.ROSKVA.HI.IS roskva_v1.indd 7

1/23/12 6:02 PM


Bls.

8

Röskva works for international students Eftir Jonathan Perron Clow

Skiptinema við HÍ og Röskvuliða veturinn 2008-2009

Though my time at the HÍ is over, I continue to remember it fondly. Right now, I’m looking at my Röskva poster on the wall beside me. It brings me back to the cold dark winter of 2008-2009 when I would get whipped by the wind to go and help the election campaign – and reminds me of how much we accomplished. It was of course an important time to be in Iceland – the crisis was hitting and many were worried for their savings and their future. Thankfully, the good people in Röskva were also worried about how the crisis would affect international students. We spent days talking to international students about the issues they faced and addressed how they could be improved. Despite the progress, there is still a lot to be done. Röskva has been advocating for more accessibility for international students for years especially regarding information in English, financial aid and dealing with the government.

One of the most important issues is of course access to information in English

university would need to cut and that perhaps the first place it would cut would be international students. Instead, Röskva’s hard work ensured that students from abroad would still not only be welcome, but brought in greater numbers to study. The bursaries available for Icelandic study have been maintained and it is slowly becoming easier to be an international student at HÍ. Röskva has also developed a comprehensive policy to further assist those willing to come to the country to study. While residents of EEA countries don’t have to deal with the paperwork and delays at the Directorate of Immigration, they can be quite discouraging for those travelling long distances to study in the most beautiful country in the world. By voting for Röskva, it will be easier to create a more direct link with the Directorate and change the rules to make HÍ more accessible for international students. What impressed me the most was how, even though we lost the election by a few votes that year, Röskva members elected to the University Forum and Student Council still worked tirelessly for international students. But there remains a lot of work to do! A vote for Röskva will help future students by making their experience that much easier. I am so impressed by the continued work, that I still help as much as I can three years later.

One of the most important issues is of course access to information in English. We discussed all of the services that students used and what type of information was necessary. After the election, we walked around campus taking note of all the places where there wasn’t any English. Despite those efforts, more change is needed and the work must continue. Another issue was of course money! The fear was that the

RÖDD STÚDENTA - WWW.ROSKVA.HI.IS roskva_v1.indd 8

1/23/12 6:02 PM


Bls.

9

Þátttaka í Stúdentapólítik - kjörið tækifæri til að láta gott af sér leiða.

Auður fagnar þeirri ákvörðun að Stúdentakjallarinn sálugi verði endurvakinn.

Auður er gædd ýmsum eftirsóknarverðum hæfileikum. Hún er ekki einungis snillingur í að svara spurningum heldur jafnframt skipulagsséni. Hún fer hvergi án þess að hafa gríðarstóra skipulagsdagbók meðferðis sér til halds og trausts.

Auður hóf laganám í haust og sér ekki eftir því. Aðspurð segist hún

Nú hefur Auður Tinna tekið að sér enn eitt verkefni því hún skipar 3. sætið á lista Röskvu til Stúdentaráðs. Þar með bætist enn einn liðurinn við skipulagsdagbókina. Henni fannst þetta tækifæri of gott til að sleppa því og frábært tækifæri til að kynnast fólki úr öðrum deildum skólans og jafnvel hafa jákvæð áhrif á Háskólann í leiðinni. Hún gekk til liðs við Röskvu eftir að hafa kynnt sér

Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er 19 ára lagastúdína á fyrsta ári. Auður er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, Gettu betur snillingur og Útsvarskeppandi fyrir hönd Reykjavíkur. Auði er margt til lista því hún er líka borðtennisþjálfari og fimmtánfaldur Íslandsmeistari í borðtennis. Auður situr í 3. sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs.

hafa ígrundað námsvalið vel áður en hún skráði sig í deildina en að hennar sögn var hún óhrædd við að takast á við þetta krefjandi nám. Hana dreymir um að geta nýtt laganámið til að hjálpa fólki og láta gott af sér leiða. Auður þakkar skipulagshæfninni það að geta tekið þátt í öllu því sem hana langar samhliða náminu og segir skipulagið algjört lykilatriði. Hún fer m.a.s. ekki að sofa fyrr en öllum verkefnum dagsins er lokið þó það þýði að hún ryksugi á nóttunni.

þau stefnumál sem samtökin hafa sett á oddinn. Henni varð strax ljóst að hún ætti heima í Röskvu, enda félagshyggjukona með

Auði finnst margt ábótavant í kaffistofumálum í ákveðnum byggingum skólans

mikinn áhuga á jafnréttismálum.

Talið berst að aðstöðumálum í Háskólanum og Auður fagnar þeirri ákvörðun að Stúdentakjallarinn sálugi verði endurvakinn. Auði finnst vanta vettvang fyrir fólk úr mismunandi deildum að hittast en með Stúdentakjallaranum batnar sú staða. Hún hefur háleit plön um að setja þar upp borðtennisborð og telur það kjörið að stúdentar geti leikið sér í borðtennis. Auði finnst margt ábótavant í kaffistofumálum í ákveðnum byggingum skólans. Sums staðar eru matsölur dýrari og lakari en

t.d. í Hámu og kaffistofum Félagsstofnunar Stúdenta og Auði finnst það sérstaklega slæmt í þeim byggingum þar sem langt er í næstu verslun. Hún tekur kaffistofumál í Kennaraháskólanum sem dæmi og vill að samræmis verði gætt í þessum málaflokki. Hún telur afar mikilvægt að stúdentar sem láglaunahópur eigi ávallt kost á ódýrum og góðum mat. Viðtalið tók Anna Rut Kristjánsdóttir English summary: Auður Tinna Aðalbjarnardóttir occupies the 3rd place on Röskva’s list to the Student Council. She is a law-student and is a member of Röskva because she wants to have a positive impact on the university society. Auður is happy about the new Students’ Basement which will open in December 2012. She is an award winning table tennis player and wants a table tennis table installed in the Students’ Basement.

RÖDD STÚDENTA - WWW.ROSKVA.HI.IS roskva_v1.indd 9

1/23/12 6:02 PM


Bls.

10

Fjölskyldumál í öndvegi

Það er mikilvægt að fólk hafi skoðanir á lífinu og þjóðfélagsmálefnum.

engar skýringar á því hvað hafi kveikt þetta óslökkvandi bál en bendir á hversu mikilvægt honum þykir að fólk hafi skoðanir á lífinu og þjóðfélagsmálefnum. Þennan áhuga hefur Beggi nýtt mikið enda ötull þátttakandi í pólitík og er einmitt að herja sína 18. kosningabaráttu í lífinu, að þessu sinni með Röskvu. Beggi er mikill húmoristi og hann þekkja margir undir nafninu Beggi blindi, en til hliðar við háskólanámið og ógrynnin öll af félagsstörfum

er hann uppistandari. Þar gerir hann óspart grín af sjálfum sér og öðrum. 15 ára gamall varð Beggi blindur og augljóslega var það ákveðinn vendipunktur í hans lífi. Hann segir að á þessum tímapunkti hafi hann skyndilega þurft að fullorðnast og takast á við hindranir sem fáir unglingar þurfa að takast á við. Því hafa jafnréttismál, og ekki síst málefni blindra í samfélaginu, eðlilega verið honum afar hugleikin og hann ljáð sínum hagsmunahóp mikilvæga rödd. Sem dæmi má nefna að Beggi hefur verið formaður Blindrafélagsins og sat í stjórn þess lengi og hann segir mikilvægi þess félags mikið. Aðspurður hvaða málefni hann vilji einna helst berjast fyrir í Stúdentaráði segir hann fjölskyldumál afar mikilvæg enda hefur Beggi talsverða reynslu af því hvernig er að vera foreldri í námi. Honum finnst að Háskólinn verði að koma betur til móts við foreldra og það gerist t.d með því að auka hið akademíska frelsi. Háskólinn verði að hætta allri kennslu seint á daginn og um helgar og draga úr mætinga-

skyldu sem getur leitt til þess að fólk falli í fagi. Hann segir við stúdentar séum öll fullorðið fólk og það eigi ekki að varða kennarann hvernig nemendur kjósi að eyða sínum tíma.

Bergvin Oddsson, eða Beggi eins og hann er oftast kallaður, er 25 ára stjórnmálafræðnemi, foreldri og félagsmálatröll. Áhugi hans á stjórnmálum er með ólíkindum ákafur enda segir hann ekkert annað nám hafa komið til greina þegar hann stóð frammi fyrir vali á háskólanámi. Beggi segir áhugann á stjórnmálum hafa kviknað á unga aldri, eða þegar hann var 5 ára gutti í Vestmannaeyjum að bera út Alþýðublaðið. Hann hefur þó

Bætt aðgengi blindra í dag mun létta blindum sem hefja nám við HÍ í framtíðinni lífið.

Jafnréttismál eru Begga afar hugleikin, enda þekkir hann af eigin reynslu hvernig það er að glíma við fötlun og stunda háskólanám við HÍ. Hann segir Háskólann vissulega eiga langt í land með margt. Á hinn bóginn hafi skólinn tekið sig mikið á og auðvitað gerist ekki allt á einni nóttu. Að sjálfsögðu þarf einhvern til að ryðja brautina en sem dæmi nefnir hann að það sé ekki svo langt síðan að fyrsti heyrnalausi nemandinn hóf nám við HÍ. Í dag eru heyrnarlausir nemendur orðnir miklu fleiri og njóta þeirrar aðstoðar sem gerir þeim kleift að stunda sitt nám. Nú er Beggi eini blindi neminn við HÍ og segir að svokallaðar leiðarlínur til þess að auðvelda blindum að komast leiðar sinnar vanti, sérstaklega

í víðáttumeiri byggingum skólans. Beggi segist finna að Háskólann langi að koma til móts við hann en þó vanti svolítið upp á að upplýsa fólk um mikilvægi þessara aðgengismála. Allir eru jafn mikilvægir og jafnvel þótt að í dag sé bara einn blindur nemi við skólann, þá myndi bætt aðgengi blindra í dag létta blindum sem hefja nám við HÍ í framtíðinni lífið. Beggi gekk til liðs við Röskvu þar sem hann er mikill félagshyggjumaður og finnur sterkan samhljóm með þeim málefnum sem Röskva vill standa fyrir. Innan Röskvu vinnur sterkur og fjölbreyttur hópur fólks af ólíku sauðahúsi. Þeim eru allir vegir færir. Viðtalið tók Anna Rut Kristjánsdóttir English summary:

Beggi studies political science and he aspires to become a congressman on Alþingi. He is a proud father and is the first blind member of Röskva. Therefore he is passionate about equality and equal access at the university. He preaches the importance of academic freedom and thinks the different needs of students should be taken into account.

RÖDD STÚDENTA - WWW.ROSKVA.HI.IS roskva_v1.indd 10

1/23/12 6:02 PM


Bls.

11

Fanney Benjamínsdóttir 9. SÆTI TIL STÚDENTARÁÐS ALDUR: 20, AÐ LÆRA: KYNJAFRÆÐI Hverjir eru helstu gallar Háskóla Íslands? Ákveðnar byggingar HÍ eru ekki hannaðar fyrir aðra en þá með fulla hreyfigetu, fjarnámi er mjög ábótavant, kennsla seint á daginn og um helgar er vandamál og þá sérstaklega fyrir foreldra í námi. Þar að auki eru kynjahlutföll skökk hjá bæði nemendum og starfsfólki. Svona mætti lengi telja en ég læt hér við sitja. Hvað er það vandræðalqegasta sem hefur komið fyrir þig? Ég er ekki mjög vandræðaleg týpa en þegar ég var svona tíu ára gömul rauk mamma mín með mig til læknis um miðja nótt því hún hélt að ég væri komin með æxli á bringuna. Læknirinn hló bara góðlátlega og sendi okkur heim enda var ég bara að fá brjóst.

Salka Margrét Sigurðardóttir 10. SÆTI TIL STÚDENTARÁÐS ALDUR: 19, AÐ LÆRA: STJÓRNMÁLAFRÆÐI Hvers vegna valdir þú að taka þátt í starfi Röskvu? Röskva er áhugaverður hópur stúdenta sem ég deili hugsjónum með og er vettvangur þar sem ég get tjáð mig og lagt eitthvað af mörkum. Röskva berst fyrir jafnrétti og í Röskvu taka allir taka þátt í því að móta stefnuskrá. Þar af leiðandi ríkir samstaða innan hópsins. Starfið í Röskvu er einstaklega skemmtilegt og fólkið sem starfar innan Röskvu er sérstaklega spennandi fólk. Hvernig er þinn draumaháskóli? Í mínum draumaháskóla er jafnrétti til náms tryggt. Draumaháskólinn býr yfir margbreytileika og í skólanum er sífellt unnið að því að bæta aðstöðu nemenda. Fyrst það má láta sig dreyma er frítt kaffi fyrir nemendur í draumaháskólanum. Stúdentar þurfa kaffi, líkt og stendur í stefnuskrá Röskvu.

RÖDD STÚDENTA - WWW.ROSKVA.HI.IS roskva_v1.indd 11

1/23/12 6:02 PM


Bls.

12

Okkur þykir öllum svo

vænt um Röskvu

Hvers vegna Röskva? Meðlimir Röskvu eru tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu fyrir félagið og vinna starf sitt af hugsjón. Benóný segir starfið í Röskvu vera ótrúlega skemmtilegt. Að hans sögn er magnað að vera í kosningamiðstöðinni og sjá alla vinna að sameiginlegum markmiðum. „Á þeim stundum finn ég hvað andinn er góður í hópnum. Það er gríðarleg stemning í Röskvu og ég hef kynnst mjög mikið af góðu fólki. Röskva varð fyrir valinu því ég er mikill félagshyggjumaður og hef trú á jöfnuði þegar kemur að háskólanámi. Ég hef trú á því að allir ættu að eiga kost á að mennta sig og það er markmið sem ég ætla að vinna að. Sjálfur

gæti ég ekki verið í háskóla ef námið væri mikið dýrara og því er ég þakklátur fyrir að geta stundað nám.“ Af hverju stjórnmálafræði? Ég hef alltaf verið áhugasamur um stjórnmál og hef líklegast fengið þann áhuga frá föður mínum sem var viðriðinn stjórnmál alla sína tíð. Ég hef ekki endilega hugsað mér að gera stjórnmálin að ævistarfi mínu en þrátt fyrir það er ég á réttri hillu í stjórnmálafræðinni. Í náminu er mikil áhersla lögð á umræður og það er að mínu mati skemmtilegasti hluti námsins. Þar af leiðandi hef ég þjálfun í því að tjá mína skoðun og hlusta á aðra, sem er ekki síður mikilvægt. Ég er sannfærður um að þeir eiginleikar muni koma að góðum notum í stúdentapólitíkinni og verða minn styrkleiki. Auk þess er ég mjög duglegur. Ég er sjómaður á sumrin svo ég kann vel að vinna. Benóný kom til liðs við Röskvu á þessu skólaári. Hvernig upplifir þú Röskvu sem nýr meðlimur? Það kom mér á óvart hvað Röskva er stórt batterý. Meðlimir

Benóný Harðarson er rauðhærður Grindvíkingur. Hann er stjórnmálafræðinemi, jafnréttissinni og meðstjórnandi Politica, nemendafélas stjórnmálfræðinema. Benóný situr í 2. sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs í kosningunum í ár. Benóný er glaðvært ljúfmenni sem hefur brennandi áhuga á stúdentapólitík.

Röskvu eru tilbúnir til að leggja á sig mikla vinnu fyrir félagið og vinna af hugsjón. Okkur þykir öllum svo vænt um Röskvu.

Að mínu mati ætti frekar að hækka frítekjumark námslána í stað grunnframfærslunnar.

Ég þekki m.a.s. fólk sem sefur ekki á nóttunni fyrir áhyggjum af félaginu. Ég er líka ánægður með hvað það er gaman og gott andrúmsloft í hópnum. Það er alltaf hlustað á skoðanir allra og tekið mark á þeim, þó að sjaldnast séu allir sammála. Að mínu mati starfar mikið af hugsjónafólki framtíðarinnar í Röskvu. Ég hef nú þegar fórnað miklu fyrir hugsjónina. Kristjana Björk sem leiðir listann tók ekki annað í mál en að ég hætti að taka í vörina. Ég treysti Kristjönu í einu og öllu enda er hún mjög sannfærandi og kraftmikil kona. Ég lofaði henni að ég skyldi hætta og þar sem ég svík aldrei loforð tyggi ég nikótíntyggjó allan daginn og pirra fólk með smjatti í staðinn fyrir að taka í vörina. Hvaða málefni eru þér sérstaklega hjartfólgin?

Það eru annars vegar LÍN-málin og hins vegar húsnæðismál stúdenta. Að mínu mati ætti frekar að hækka frítekjumark námslána í stað grunnframfærslunnar. Ef frítekjumarkið væri hækkað upp í milljón gætu stúdentar haft ágætar sumartekjur án þess að það bitnaði á námslánum þeirra. Húsnæðismál stúdenta þarfnast umbóta. Þrátt fyrir að nú séu í byggingu 300 nýjar íbúðir vantar margfalt fleiri íbúðir fyrir námsmenn. Staðsetning íbúðanna er einnig gríðarlega mikilvæg. Þær ættu að vera miðsvæðis og nálægt Háskólanum. Námsmannaíbúðir miðsvæðis gera það að verkum að nemendur nota almenningssamgöngur í ríkari mæli og taki þannig upp er bíllausan lífsstíl. Viðtalið tók Matthildur Bjarnadóttir English summary:

Benóný is a relatively new member of Röskva. He is really interested in student politics and he loves being a part of the group. He thinks it’s great to see so many people working toward a common goal. Benony says it is amazing that 300 apartments for students at HÍ are being built, but according to him that is not enough.

Þjónusta fyrir stúdenta við HÍ Bóksala stúdenta Kaffistofur stúdenta Leikskólar stúdenta Stúdentagarðar Stúdentamiðlun Háma

RÖDD STÚDENTA - WWW.ROSKVA.HI.IS

Félagsstofnun stúdenta Háskólatorgi Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is roskva_v1.indd 12

1/23/12 6:02 PM


r HÍ

Bls.

13 Í Stúdentaráði sitja 20 manns og af þeim eru tveir fulltrúar úr Háskólaráði, en kosið er í Háskólaráð annað hvert ár. Skipt er um níu Stúdentaráðsliða árlega, þannig að helmingur ráðsins kemur af listum ársins 2011 og hin helmingurinn af listum ársins 2012. Stúdentar eiga tíu fulltrúa á Háskólaþingi og sitja þeir í tvö ár í senn. Á þinginu hittist fólk úr öllum kimum háskólasamfélagsins um það bil tvisvar sinnum á ári og ræður og mótar ýmis mál er verðar háskólann og stenfu hans. Kosningarnar fara fram 1. og 2. febrúar og kosið er rafrænt á Uglunni

Sólveig Ingólfsdóttir 13. SÆTI TIL STÚDENTARÁÐS ALDUR: 27, AÐ LÆRA: FÉLAGSRÁÐGJÖF Hvað er Stúdentaráð í þínum huga? Stúdentaráð vinnur að því að gæta hagsmuna nemenda Háskóla Íslands. Ég held að það átti sig alls ekki allir á því hversu mikilvægt og víðtækt starf er unnið þar til þess að gera Háskólann að enn betri skóla. Hvaða málefni eru mikilvægust núna? Þau málefni sem snúa að LÍN eru efst á lista hjá mér. Það er ýmislegt í sambandi við námslánin sem mætti endurskoða til þess að auðvelda nemendum þann tíma sem þeir eru í námi.

Magnus Fagernes Ivarsen 14. SÆTI TIL STÚDENTARÁÐS ALDUR: 23, AÐ LÆRA: LIST- OG EÐLISFRÆÐI Hvað er stúdentaráð í þínum huga? Varðhundur sem talar máli stúdenta, líffæri sem vinnur hvíldarlaust að því að nemendum bjóðist sú þjónusta sem þeir eiga rétt á, á besta mögulegan hátt. Hvar sérðu sjálfan þig eftir 5 ár? Ég sé sjálfan mig sem eðlisfræðing, í fallegu húsi, með konu og tvö börn. Fyrir utan bíður fallegt veður, flottur Volvo og Labrador Retriever sem leikur sér. Líklega í Noregi, en hver veit.

Erla Karlsdóttir 11. SÆTI TIL STÚDENTARÁÐS ALDUR: 23, AÐ LÆRA: SÁLFRÆÐI Hverjir eru helstu gallar Háskóla Íslands? Ætli það séu ekki bara gallarnir sem ræstitæknarnir og starfsfólkið í Hámu eru í. Eða eru það kannski ekki heilgallar, bara skyrtur? Hvers vegna valdir þú að taka þátt í starfi Röskvu? Ég heillaðist af starfinu, fólkinu og fjölskyldustemningunni í Röskvu. Ég þráði að verða partur af þessu öllu saman og meira til og þess vegna tek ég þátt í starfi Röskvu.

Garðar Helgi Biering

Tinna Björg Úlfarsdóttir 15. SÆTI TIL STÚDENTARÁÐS ALDUR: 21, AÐ LÆRA: LIFEFNAFRÆÐI Hvað er það vandræðalegasta sem hefur komið fyrir þig? Þegar ég var 15 ára var ég að vinna sem pikkaló á hóteli í rosalega fínum bláum mittissíðum jakka og svörtum buxum. Einn daginn kom yfirmaðurinn minn til mín og benti mér á að ég væri með risastóra saumsprettu á rassinum svo allir gátu séð bleiku nærbuxurnar mínar. Það var rosalega pínlegt. Hverjir eru helstu gallar Háskóla Íslands? Að mínu mati hefur fjárskortur haft mjög neikvæð áhrif á kennslu nemenda. Á verkfræði- og náttúruvísindasviði hefur niðurskurðurinn bitnað verulega á náminu. Verklegir tímar hafa t.d. verið sameinaðir og þar með glatast einingar. Niðurfelling sjúkra- og upptökuprófa í janúar er líka stór galli.

12. SÆTI TIL STÚDENTARÁÐS ALDUR: 21, AÐ LÆRA: LÖGFRÆÐI Hver er uppáhalds borgin þín? Uppáhalds borgin mín er borgin þar sem ég dvaldi á æskuárunum, Austin í Texas. Ég naut mín þar í fimm ár á meðan foreldrar mínir voru í framhaldsnámi. Borgin er talin höfuðborg lifandi tónlistar í Bandaríkjunum, fólkið er yndislegt og veðrið dásamlegt. Hvar sérðu sjálfan þig eftir 5 ár? Ég sé sjálfan mig fyrir mér með háskólagráðu upp á vasann á ferð um heiminn. Ferðalög hafa löngum verið mín helsta skemmtun og ástríða. Því hlakka ég til að ljúka háskólanámi, pakka niður í tösku og leggja af stað á vit ævintýranna. Kannski er það bjartsýni að ætla að fara beint til útlanda að loknu háskólanámi, en skiptir ekki öllu að eiga sér draum?

Konráð Guðjónsson 16. SÆTI TIL STÚDENTARÁÐS ALDUR: 23, AÐ LÆRA: HAGDFRÆÐI Hverjir eru helstu gallar Háskóla Íslands? Viðmót skólans gagnvart nemendum mætti vera persónulegra. Hvar sérðu sjálfan þig eftir 5 ár? Það gæti verið efni í langa grein eða jafnvel bók

RÖDD STÚDENTA - WWW.ROSKVA.HI.IS roskva_v1.indd 13

1/23/12 6:02 PM


Bls.

14

Hugleiðingar um endurtökupróf og aðrar nauðsynjar

Röskva berst fyrir jafnrétti allra til náms.

regla innan skólans. Þetta þýðir að nemendur geta ekki gengið að því sem vísu að upptökupróf verði haldið í námskeiði þar sem nemandi stóðst ekki almennt próf. Þetta skipulag finnst mér ólíðandi. Meginreglan í dag er sú að stúdent er heimilt að þreyta próf sem hann stenst ekki næst þegar almennt próf í námskeiðinu er haldið (þú gætir semsagt þurft að bíða heilt námsár). Vonin sem stúdentar búa við er sú að deildin þeirra muni halda sérstök endurtökupróf. Þetta þarf deildin að gera í samráði við prófstjóra og er tímabil upptökuprófa að vori til. Stúdent getur sem sagt ekki gengið að því sem vísu að upptökupróf verði haldið í námskeiðum sem hann leggur stund á. Þó skal auglýst fyrir lok janúar og 25. maí hvaða próf í námskeiðum viðkomandi missera verða endurtekin. Í deildum Félagsvísindasviðs verður heimild til endurtökuprófa nýtt að vori til. Sama í Lyfjafræðideild. Hins vegar er það sama ekki uppi á teningnum í Sál-

fræðideild, þar sem endurtökupróf verða ekki haldin nema í Almennri sálfræði og Tölfræði I, sem kennd eru á fyrsta misseri BS námsins. Ég er svo reið og sár fyrir hönd sálfræðinema en finnst erfitt að koma almennilega orðum að því. Nei, bíðið við. Ég er fáránlega ósátt við þetta fyrirkomulag. Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, berst einmitt fyrir jafnrétti allra til náms. Ég, sem ábyrgðarlaus (en heilsteyptur) einstaklingur, á að hafa sama möguleika á að stunda mitt nám og einstaklingur sem á lítið yndisbarn og getur ekki sótt fyrirlestra eða verkefnatíma eftir kl. 16. Ég, sem laganemi á Félagsvísindasviði, á að hafa sama rétt til endurtökuprófa og sálfræðinemi á Heilbrigðisvísindasviði. Af hverju eru ekki samræmdar reglur um slík grunnréttindi námsmanna? Þessari mismunun þarf að útrýma. Einn, tveir og Geir, kæri rektor. Ég vil koma því á framfæri í þessari stuttu grein, að það þarf öflugt fólk innan raða Stúdentaráðs. Framboðslisti Röskvu til Stúdentaráðs og Háskólaráðs er prýddur glæsilegum krökkum.

Undirrituð hefur verið hluti af Röskvu frá því elskuleg vinkona dró mig með sér á fund í október 2010. Þá var ég á öðru ári í laganámi og hafði ákaft kitl í maganum – ég vildi fara að gera eitthvað af viti (fyrir utan gáfumannalestur um skaðabótaábyrgð fasteignareigenda). Aldeilis sem ég er ánægð með afskiptasemi vinkonunnar forðum daga. Betri félagsskap er vart hægt að finna. Þegar ég gerðist hluti af Röskvu gekk ég nánast samstundis inn í menntamálanefnd SHÍ sem fulltrúi hreyfingarinnar minnar en þar voru efst á baugi umræður um skipulag upptökuprófa í Háskólanum. Þessi mál eru áfram í deiglunni en nýlega voru upptökupróf afnumin sem megin-

Ég, sem laganemi á Félagsvísindasviði, á að hafa sama rétt til endurtökuprófa og sálfræðinemi á Heilbrigðisvísindasviði

Ég vil óska innilega eftir því að þú, kæri kjósandi, skoðir hann vandlega og kynnir þér málefni Röskvu árið 2012, sem hægt er að nálgast á www. roskva.hi.is. Nú, eða hjá frambjóðendunum okkar.

Védis Eva Guðmundsdóttir

English summary: Védís Eva Guðmundsdóttir has a place in the Student Council and she is a member of The Education Committee. Today, there is no coordination in the organization of remake and make-up exams. Students don’t have the same rights, and Védís thinks it is really important that all students are having the same rights.

Margrét Arnardóttir 17. SÆTI TIL STÚDENTARÁÐS ALDUR: 27, AÐ LÆRA: LIFEINDAFRÆÐI Hvers vegna valdir þú að taka þátt í starfi Röskvu? Mig langaði að taka virkan þátt í réttindabaráttu stúdenta og fann að ég ætti betur heima í Röskvu, bæði málefnalega og félagslega séð. Röskvuliðar búa yfir miklum drifkrafti og ákveðni og við höfum náð miklu í gegn síðan ég byrjaði í Röskvu. Sem dæmi mætti nefna háar fjárveitingar til skólans, haldið setuverkfall til að koma á sumarönnum, reddað kaffisjálfsala á Háskólatorg og lækkað kaffikortið úr 1500 kr. niður í 1000 kr. á Þjóðarbókhlöðunni. Núna styttist í að við fáum Stúdentakjallara á Háskólatorg og það er eitthvað sem stúdentar hafa þráð í langan tíma. Það er alltaf jafn ánægjulegt að fá baráttumál sín í gegnum síu Háskólans og ríkisins. Hverjir eru helstu kostir Háskóla Íslands? Endalaust úrval námskeiða og námsbrauta, komandi Vísindagarðar, Kampusstúdentagarðar og Stúdentakjallari, nálægð við Háskólasjúkrahúsið, Háskólatorg og hringstiginn (ég fer alltaf brosandi upp þennan stiga. Það er bara fyndið hvað kúlið deyr á þessu örstutta ferðalagi).

Þórunn Sveinbjarnardóttir 18. SÆTI TIL STÚDENTARÁÐS ALDUR: 47, AÐ LÆRA: SIÐFRÆÐI Hvers vegna valdir þú að taka þátt í starfi Röskvu? Ég tók þátt í að stofna Röskvu veturinn 1987-88 ásamt góðu fólki úr Félagi vinstri manna og umbótasinnaðra stúdenta. Röskva verður alltaf félagið mitt í HÍ. Hvernig er þinn draumaháskóli? Háskóli sem lætur ekki kúga sig.

RÖDD STÚDENTA - WWW.ROSKVA.HI.IS roskva_v1.indd 14

1/23/12 6:03 PM


Bls.

15

15% námsmannaafsláttur* *gildir ekki með öðrum tilboðum

Sneið og 33cl gos - 550 kr. 2 sneiðar og 0,5l gos - 1000 kr. Opnunartími: mán-fim 11-23, fös 11-06, lau 12-06 og sun 12-23

Sjáðu matseðilinn á www.gamlasmidjan.is

www.gamlasmidjan.is roskva_v1.indd 15

s. 578 8555

RÖDD STÚDENTA - WWW.ROSKVA.HI.IS

Lækjargata 8

1/23/12 6:03 PM


Bls. Bls.

16 16

RÖDD STÚDENTA - WWW.ROSKVA.HI.IS roskva_v1.indd 16

1/23/12 6:03 PM


Bls.

17

Umræður og gagnrýni eru lykillinn að framþróun Háskóla Íslands

vegi að jafnrétti til náms. Það er alveg ljóst að oft þarf að gera miklar kröfur og sía út þá nemendur sem ekki sinna náminu af fullum krafti. Besta leiðin til þess er þó ekki að halda inntökupróf. Kristjana vill frekar líka sjá fjölbreyttara námsmat. Hún segir ótækt að í mörgum fögum séu 100% lokapróf eða lokaverkefni án þess að nokkuð námsmat hafi farið fram fyrr á önninni Nú er Háskóli Íslands í samkeppni við aðra háskóla í landinu og því er sérstaklega mikilvægt að horfa til þess hvernig Háskóli Íslands geti þróast og haldið samkeppnishæfni sinni. Því vill Kristjana uppræta íhaldssamar kennsluaðferðir sem hún telur einkenna margt innan veggja Háskólans þó auðvitað eigi einnig að halda í gamlar og góðar hefðir. Það er ekki síst hlutverk stúdenta að benda á vankanta og Kristjana telur umræður og gagnrýni vera lykilinn að framþróun. Kristjana efast ekki um mikilvægi Stúdentaráðs sem hagsmunasamtaka. Stúdentar eru stór minnihlutahópur sem eiga sér rödd sem verður að heyrast. Hún

Kristjana Björk er 23 ára kennaranemi á öðru ári. Kristjana er í smíða- og myndmenntakennaranámi og segir það hafa legið beint við enda mikil áhugakona um listir. Í ár er hún formaður Kennó, nemendafélags kennaranema, og gegnir hinum ýmsu nefndarstörfum. Kristjana leiðir lista Röskvu til Stúdentaráðs og segir margt hafa spilað inn í þegar hún ákvað að láta til leiðast og demba sér af fullum krafti í hagsmunabaráttu stúdenta. Í ár situr hún í hinum ýmsu ráðum og nefndum innan sinnar deildar. Hún er m.a. fulltrúi nemenda í stjórn Menntavísindasviðs og þar hefur hún fengið innsýn í stjórnsýslu Háskólans. Það starf átti stóran þátt í að kveikja áhuga hennar. Kristjana ákvað að ganga til liðs við Röskvu og sér ekki eftir því. Hún segir jákvæðni og hlýju einkenna Röskvuliða og finnst frábært hvað það er auðvelt að koma inní hópinn. Þar sé öllum tekið með opnum örmum. Kristjönu finnst afar mikilvægt að Háskólinn sé opinn öllum og að spornað verði gegn því að settar verði á aðgangstakmarkanir sem

vill gera Stúdentaráð sýnilegra og aðgengilegra. Til þess að það gerist verður að auka upplýsingaflæðið. Nemendur verða að

Jákvæðni og hlýja einkenni Röskvuliða

vera betur upplýstir um það sem gerist innan veggja Háskólans og þegar breytingar verða sem snerta stúdenta þurfa þeir að heyra af því um leið. Draumaháskólinn hennar Kristjönu væri háskóli þar sem allir læsu e-mailin sín og enginn kvartaði yfir upplýsingaskorti. Eins og Kristjana hefur nefnt

er stuðningur nemenda gríðarlega mikilvægur. Því stærri hluta nemenda sem Stúdentaráð hefur á bak við sig því líklegra er að hlustað verði á ráðið og mark tekið á því sem þar fer fram. Því er ljóst að kosningarétturinn skiptir virkilega miklu máli Viðtalið tók: Anna Rut Kristjánsdóttir English summary: Kristjana Björk is 23 years old , studying to become an elementary school teacher. She leads Röskva’s list for the student council in the upcoming elections. Kristjana talks about the importance of equality and thinks it’s the University’s duty to welcome everyone. Kristjana encourages everyone to vote.

Anna Rut Kristjánsdóttir 1. SÆTI TIL HÁSKÓLARÁÐS ALDUR: 24, AÐ LÆRA: LÖGFRÆÐI OG HEIMSPEKI Hvers vegna valdir þú að taka þátt í starfi Röskvu? Það lá beint við enda stendur Röskva fyrir margt fallegt sem ég vil æst standa fyrir sjálf. Mér fannst líka lógískt að ganga til liðs við Röskvu sem hefur bara eintóma snillinga innanborðs. Hvaða málefni finnast þér mikilvægust núna? Ég hef miklar áhyggjur af fjárskorti Háskóla Íslands og nú þarf að vera sérstaklega mikið á varðbergi. Við viljum ekki að ástandið í þjóðfélaginu og fjársveltur háskóli leiði til þess að of langt verði seilst í vasa stúdenta og jafnvel að vegið verði að réttinum til náms með ýmiss konar mismálefnalegum aðgangstakmörkunum.

RÖDD STÚDENTA - WWW.ROSKVA.HI.IS roskva_v1.indd 17

1/23/12 6:03 PM


Bls.

18

Ólöf segir mikilvægt að allir stúdentar eigi rétt á upptöku- og sjúkraprófum óháð námsgrein.

horfa á bíómyndir. Framtíðaráform Ólafar eru á reiki en í náinni framtíð er förinni heitið í interrail með kærastanum. Jafn réttur allra til endurupptökuprófa „Í Háskólanum þurfa að gilda samræmdar reglur varðandi endurupptöku- og sjúkrapróf.“ Það er skoðun Ólafar að leggja þurfi sérstaka áherslu á að sú verði raunin á komandi misserum. Ólöf segir stöðuna í dag, þar sem hver deild hafi sína hentisemi í útfærslu endurupptöku- og sjúkraprófa, oft bitna á nemendum. Það sé gagnrýnivert að fall í fagi komi í veg fyrir útskrift hjá sumum nemendum skólans en ekki hjá öllum. Eitt þurfi yfir alla að ganga. Ólöf segir skort á skipulagningu einkenna þessi mál í dag. „Nemendur fá óljós svör um hvort, hvenær og hvernig þeir taka upptökupróf ef þeir falla. Á meðan er önnin er í algjöru rugli.“ Óásættanlegt sé að stúdentum sé haldið í lausu lofti fram á síðustu mínútu. Aðspurð um hverju samræmd stefna mynda skila nemendum Háskólans segir Ólöf að stefnunni myndi fylgja aukið öryggi fyrir nemendur. Ólöf segir

mikilvægt að allir stúdentar hafi rétt á upptöku- og sjúkraprófum, óháð námsgrein, og að ótal rök séu fyrir því að halda skuli slík próf eftir hverja einustu önn. Annað fyrirkomulag valdi óvissu varðandi greiðslu námslána og námsframvindu. Misræmi milli deilda varðandi lokapróf er óásættanlegt Ólöf tekur fram að ekki sé hægt að gefa sér að þeir sem ekki nái prófi séu slakir námsmenn, aðstæður fólks séu mismunandi og ótal margt geti spilað inn í. „Ef nemandi veit að honum gefst annað tækifæri til að þreyta lokapróf í áfanga og hvenær það próf verður haldið er komið í veg fyrir misræmi og óréttlæti.“ „Óréttlæti í menntakerfinu á ekki

yfir alla að ganga

Eitt þarf

Japönskuneminn Ólöf Eyjólfsdóttir skipar 5. sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs. Ólöf er tvítug og lýsir sjálfri sér sem nörd sem elskar japanskar teiknimyndir og ketti. Ólöf vinnur í Sambíóunum í Kringlunni og þó hún sé vinnualki veit hún fátt betra en að kúra og

Óréttlæti í menntakerfinu á ekki að viðgangast.

að viðgangast og Röskva er vettvangur fyrir stúdenta til að vinna að sameiginlegum málefnum og standa vörð um sameiginlega hagsmuni“ segir Ólöf þegar hún er spurð hvers vegna hún tekur þátt í hagsmunabaráttu stúdenta. Ólöf ítrekar að lokum að málefnið komi öllum stúdentum við. Viðtalið tók Margrét Helga Kristínar Stefánsdóttir

English summary: Ólöf Eyjólfsdóttir occupies the 5th seat on Röskva´s list for Student Council .Rules regarding retake and make-up exams in the University of Iceland are at present varied between departments and Ólöf thinks it very important to synchronize these rules to ensure equality and stability for students.

Einar Valur Sverrisson 2. SÆTI TIL HÁSKÓLARÁÐS ALDUR: 22, AÐ LÆRA: STJÓRNMÁLAFRÆÐI Hvernig er þinn draumaháskóli? Hann væri við hliðina á draumaheimili mínu. Tímarnir myndu byrja kl. 10 og ekki standa lengur en til kl. 15. Það væri alltaf frí á föstudögum og brjálað félagslíf. Í skólanum væri áður óþekktur internethraði og í mötuneytinu væri ókeypis matur og drykkir fyrir alla. Kennararnir væru allir í heimsklassa og námið mátulega krefjandi. Hvar sérðu sjálfan þig eftir 5 ár? Vonandi verð ég að klára mitt nám með prýði og á leiðinni til útlanda að lifa lífinu eins og á að lifa því!

RÖDD STÚDENTA - WWW.ROSKVA.HI.IS roskva_v1.indd 18

1/23/12 6:03 PM


Bls.

19

Háskóli Íslands ætti að vera

leiðandi afl í umhverfisvernd

Umhverfisvernd þarf að verða sameiginlegt markmið allra.

Nauðsynleg vitundarvakning innan Háskólans. „Í Háskólanum gefst kjörið tækifæri til að skapa heilbrigða stemningu í umhverfisverndarmálum sem mun skila sér margfalt aftur til samfélagsins“ segir Þórhallur um ástæðurnar fyrir því að Háskóli Íslands ætti að marka sér stefnu í umhverfisverndarmálum. Þórhallur segir það mikilvægt að samfélagseining sem er jafn stór og Háskóli Íslands veiti fræðslu á mun breiðari sviðum en eingöngu þeim sem snúa beinlínis að hinum dæmigerðu námsgreinum

sem eru kenndar innan skólans. „Háskólanum ber ekki einungis að taka þátt í, heldur vera leiðandi, á sviðum sem snerta samfélagið allt, t.d. í umhverfisvernd og jafnréttismálum.“ Þórhallur bætir við að aukin meðvitund innan veggja Háskólans um mikilvægi umhverfisverndar muni með tíð og tíma skila sér út í samfélagið. Í Háskólanum staldrar við breið fylking fólks sem fer út í lífið með þá þekkingu og þann hugsunarhátt sem það tileinkar sér í Háskólanum. Aukin samfélagsvitund stúdenta Þrátt fyrir að nú þegar hafi verið tekin mikilvæg skref í Háskólanum í umhverfisvernd segir Þórhallur að enn sé mikið verk fyrir höndum. Hann segir nauðsynlegt að bæta ímynd umhverfisverndar, t.a.m. endurvinnslu, og koma hlutum þannig fyrir að nemendum finnist ekki íþyngjandi að taka þátt í umhverfisvernd. „Með bættri ímynd og auknum sýnileika er hægt að skapa umhverfi á háskólasvæðinu þar sem stúdentar finna fyrir samtakamætti. Draumurinn er háskólasamfélag þar sem þú finnur fyrir ákveðinni skyldu sem þegn, bæði innan háskólasamfélagsins og í víðara samhengi, til að leggja þitt af mörkum. Umhverfisvernd þarf að verða

sameiginlegt markmið allra.“ Almenningssamgöngur Aðspurður um stöðu almenningssamgangna segir Þórhallur strætókerfið sem er við lýði í dag ekki hvetja fólk til þess að

Þórhallur Helgason skipar 6. sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs. Hann er 21 árs gamall og stundar nám við heimspekideild. Þórhallur spilaði á píanó í 11 ár og fiðlu í 6 ár. Hann er líka mikill söngmaður, hóf nýlega söngnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og hefur sungið bæði með MR-kórnum og Mótettukórnum. Umhverfisverndarmál hafa alla tíð verið honum ofarlega í huga.

Aukin meðvitund innan veggja Háskólans um mikilvægi umhverfisverndar mun með tíð og tíma skila sér út í samfélagið.

nýta sér almenningssamgöngur. Slæmt strætókerfi hefur letjandi áhrif á stúdenta. „Ef búast á við metnaði fólks til að notast við almenningssamgöngur er ljóst að koma verður í auknum mæli til móts við notendur þjónustunnar.“ Þórhallur segir góðar almenningssamgöngur hagsmunamál stúdenta og það sé m.a. hlutverk Háskóla Íslands að vera þátttakandi í vegferð í átt að bættri þjónustu fyrir stúdenta. Þórhallur telur að kanna þurfi möguleikann á frekara samstarfi milli Háskólans og Strætó. Til að mynda væri hægt að byrja á því að koma fyrir skjám á Háskólatorgi sem sýna rauntímakort sem fylgist með ferðum strætisvagna á háskólasvæðinu. Einnig er mikilvægt að fjölbreyttari möguleikar á aðgangsmiðum og aðgangskortum standi stúdentum til boða. „Leggja þarf vinnu í að gera

strætó aðgengilegri og sýnilegri innan Háskólans og þar með gera fólki auðveldara að nota strætó.“ Af hverju finnst þér hagsmunabarátta stúdenta vera mikilvæg? Þórhallur segir nauðsynlegt að til sé batterý sem starfi að hagsmunum stúdenta. Hann segir að stúdentafylkingarnar séu kjörið tækifæri fyrir stúdenta til að leggja sitt af mörkum til að bæta samfélagið, bæði innan veggja skólans og utan. Í Háskólanum sé að finna stórt og handahófskennt úrtak úr samfélaginu og með samtakamætti sé mögulegt að vinna gríðarlega mikilvægt starf. „Hagsmunafélag eins og Röskva gætir hagsmuna stúdenta og er jafnframt grundvöllur til að virkja fólk innan Háskólans til að vinna að því að greiða leiðina í átt að betra samfélagi.“ Viðtalið tók Margrét Helga Kristínar Stefánsdóttir English summary: Þórhallur heads for the sixth place of the Student Council. According to him, the university should be among the leading institutions when it comes to environmental issues. The popular opinion among students on environmental issues has to change, he says, and we all need to work together toward a green university.

RÖDD STÚDENTA - WWW.ROSKVA.HI.IS roskva_v1.indd 19

1/23/12 6:03 PM


Bls.

20 Ég trúi á mikilvægi menntunar og að það sé hagur okkar allra að ríkið haldi uppi menntastofnunum sem eru opnar öllum þeim sem langar að stunda nám. Þannig vil ég að samfélagið virki og jafnrétti allra til náms sé tryggt. Við í Röskvu eigum okkur hugsjón um jafnrétti til náms. Allir eiga að geta sótt sér þekkingu, burtséð frá kyni, efnahag, uppruna, búsetu, fötlun, eða stöðu. Í dag stöndum við vel á

Jafnrétti til náms

Sú fylking sem fer með meirihluta í Stúdentaráði á að mæta hækkun skrásetningargjalda með harðri hendi

skrásetningargjöld nemenda er kjarkleysi ríkisvaldsins í forgangsröðun til handa Háskóla Íslands ótrúlegt. Það skortir fjármagn með yfir 1000 nemendum við Háskólann, á sama tíma og greitt er með öllum nemendum

sjá www.jsb.is

“ Taktu ér tak! Ég, sem laganemi á Félagsvísindasviði, á að hafa sama rétt til endurtökuprófa og sálfræðinemi á Heilbrigðisvísindasviði

Viltu ná kjörþyngd og komast í form?

TT3 - öflug átaksnámskeið fyrir stelpur 16 - 25 ára

Líkamsrækt við skemmtilega tónlist, leiðbeiningar um mataræði, fundir, aðhald, vigtun og mælingar. Kvöldtímar • 6 vikna námskeið, 2 x í viku: mánud. kl. 18:25, miðvikud. kl. 19:25 og frjáls mæting í opna kerfið.

RÖDD STÚDENTA - WWW.ROSKVA.HI.IS roskva_v1.indd 20

Stúdentar eru lágtekjuhópur og með þessum breytingum er verið að sækja fjármuni í vasa þeirra, í stað þess að taka til í bókhaldi ríkisins og forgangsraða á eðlilegri máta. Það er varhugavert að hækka gjöld á nemendur

Dansstudio JSB

3 E F L I R a l m a n n a t e n g s l / H N OT S KÓ G U R g r a f í s k h ö n n u n

sem stunda nám við Háskólann í Reykjavík. Fyrir utan það sýna tölur um OECD ríkin að Ísland ver næstum tvöfalt minna til háskólamála en löndin sem við berum okkur saman við. Er þetta í lagi? Mitt svar er nei.

Dans fyrir alla!

flestum þessum vígstöðum og nálgumst sett markmið, en á einum stað fór lestin út af af sporinu. Þann 1. janúar í ár tóku gildi ný lög sem kveða á um hækkun skrásetningargjalds úr 45.000 kr. í 60.000 kr. Það er hækkun um 33% sem leggst beint á nemendur og er skref í ranga átt að mínu mati. Á sama tíma og Háskóli Íslands og Alþingi ákveða að hækka

NÁMSKEIÐUM FYLGIR FRJÁLS MÆTING Í TÆKJASAL

Munið ódýru námsmannkortin í Opna kerfið!

3.500 kr á mánuði, fríir prufutímar út janúar Sjá stundatöflu á jsb.is Velkomin í okkar hóp! Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is

1/23/12 6:03 PM


Bls.

Kristjana Björg Reynisdóttir

21

3. SÆTI TIL HÁSKÓLARÁÐS ALDUR: 23, AÐ LÆRA: KENNSLUFRÆÐI Hver er uppáhalds borgin þín? Berlín er mín uppáhaldsborg. Berlín á ótrúlega sögu að baki og það er gaman að sjá hvernig hún spilar fortíðina og nútímann saman. Í sumar ætla ég að eyða mánuð í borginni og njóta þess til hins ýtrasta! Hvar sérðu sjálfa þig eftir 5 ár? Ég man að í grunnskóla svaraði maður þessari spurningu svona: „Með eiginmann, tvö börn, stórt hús með sundlaug, sportbíl og hund.“ Það er nú aldeilis ekki planið lengur. Ég held að ég verði enn að fikra mig áfram í lífinu, búin að prófa margt en þó ekki nærri því allt. Lífið er leikur, maður á spila það eftir bestu getu og ég bíð spennt eftir því sem framtíðin býður upp á.

og er í mínum huga fyrsti vísir að skólagjöldum við Háskóla Íslands. Þessari stefnu verður Stúdentaráð að mótmæla, hátt og skýrt. Það er og á að vera hlut-

verk Stúdentaráðs að berjast fyrir hagsmunum stúdenta og standa vaktina, sérstaklega á tímum sem þessum. Sú fylking sem fer með meirihluta í Stúdentaráði hverju

sinni á að mæta hækkun skrásetningargjalda með harðri hendi. Stúdentaráð á að hafa kjark og þor til að taka slaginn, jafnt innan sem utan háskólans. Stúdentaráð á að benda á óréttlæti í stefnu stjórnvalda og láta í sér heyra. Rödd stúdenta verður að heyrast út fyrir Háskólann, hátt og skýrt. Lítið heyrðist frá Stúdentaráði undir stjórn meirihluta Vöku þegar hækkunin var samþykkt og það þykir mér alvarlegt mál. Ég vil

trúverðugan málsvara kröfunnar um jafnrétti til náms í forystu í Stúdentaráði. Þess vegna er ég í Röskvu. Guðfinnur Sveinsson English summary: Guðfinnur Sveinsson has a place in the Student council. Röskva stands for equality and we believe that financial status should not stand in the way of education. This year registration fees will go from 45.000 ISK. to 60.000 ISK. That is a step in the wrong direction, and Röskva intends to counteract the increase.

Jónsson & Le’macks

jl.is

sÍa

Það munar miklu að vera í Námunni Náman er vildarþjónusta fyrir alla námsmenn, 16 ára og eldri. Lögð er áhersla á þjónustu sem sniðin er að þörfum hvers og eins, betri kjör og fjölbreytt fríðindi. Kynntu þér Námuna á landsbankinn.is, í næsta útibúi eða í síma 410 4000.

Landsbankinn

roskva_v1.indd 21

landsbankinn.is

410 4000

RÖDD STÚDENTA - WWW.ROSKVA.HI.IS 1/23/12 6:03 PM


Bls.

22

RÖDD STÚDENTA - WWW.ROSKVA.HI.IS roskva_v1.indd 22

1/23/12 6:03 PM


Bls.

23

Stórir sigrar og smáir

Síðan ég man eftir mér hef ég haft áhuga á samfélaginu í kringum mig. Mikið hljómar það klisjulega, en klisjur verða til af einhverri ástæðu. Ég hef aldrei getað setið á skoðunum mínum eða þagað þegar ég er ósátt eða finnst eitthvað ekki vera eins og best verður á kosið. Þess vegna ákvað ég að taka þátt í því að móta og breyta samfélaginu í kringum mig, samfélaginu sem mér þykir svo vænt um – háskólasamfélaginu. Ég hef starfað í Röskvu síðan ég byrjaði í Háskólanum. Í þessum félagsskap hef ég kynnst ótrúlega mörgum, kynnst öllum manngerðum og eignast mína bestu vini. Ég trúi

Róm var ekki byggð á einni nóttu

því einlæglega að ég hafi eitthvað að segja og geti látið gott af mér leiða, bæði fyrir mig og fólkið í kringum mig. Fyrir utan þau fjölmörgu störf sem ég hef gengið í innan Röskvu hef ég setið í Stúdentaráði s.l. ár og verið formaður hagsmunanefndar. Mér þótti það afar skemmtilegt starf. Það er gaman að geta lagt starfið upp og ákveðið áherslur. Nefndin fór á fund sviðsforseta til þess tryggja að öll nemendafélögin fengju aðstöðu. Árangurinn var ekki mikill, enda húsnæðisskortur viðvarandi vandamál í háskólanum. Það þýðir þó ekki að leggja árar í bát, Róm var ekki byggð á einni nóttu. Það vill nefnilega gleymast að ýmis hagsmunamál verða ekki að veruleika fyrr en nokkru eftir að fyrir þeim var barist. Þannig virkar kerfið bara. Sigur ársins fyrir okkur öll er smár, en samt svo stór. Ekkert hafði gengið í viðræðum við Þjóðarbókhlöðuna undanfarin ár varðandi kaffiteríu nemenda og því var ákveðið að efna til

mótmæla. Hagsmunanefnd gaf kaffi og vakti athygli á ástandinu, sem hefur verið slæmt. Í kjölfarið lækkaði kaffikort stúdenta úr 1500 kr. í 1000 kr. sem verður að teljast ágætis árangur. Það eru svona litlir sigrar sem halda mér gangandi. Ég náði þessu allavega fram. Rétt eins og námslán eru til vegna baráttu einhverra á undan mér sem og svo margt annað sem við teljum sjálfsagt á hverjum einasta degi. Við vitum öll að fleiri mál munu koma upp í framtíðinni. Því þarf einhver að láta rödd stúdenta heyrast. Stúdentaráð getur það. Stúdentaráð er einhver mikilvægasti vettvangur okkar allra til að berjast fyrir okkur og vera með puttana í því sem enginn annar hugsar um á hverjum degi. Stúdentaráð gæti verið mun öflugra ef við hefðum fleiri kjósendur á bakvið okkur. Kjósið! Ég treysti Röskvu til þess að berjast fyrir mig og mínum hagsmunum. Ég er einlæg í minni baráttu, allir sem þekkja mig vita það. Ég hlakka til að starfa áfram í þágu stúdenta, ég hlakka til að sjá þig taka þátt og hafa áhrif. Saman getum við það. Brynhildur Bolladóttir English summary: Brynhildur Bolladóttir has a place in the Student Council and is the chairman of The Student Interest Committee. Brynhildur is very passionate about her role in the Student Council and she says that every little victory counts. The committe has, among other things, fought for a better and cheaper cafeteria in the University Library and last semester the price of coffee in the library cafeteria was decreased. The work the Student Council is doing for the students is invaluable.

Bjarni Þóroddson 4. SÆTI TIL HÁSKÓLARÁÐS ALDUR: 21, AÐ LÆRA: LÖGFRÆÐI Hvernig er þinn draumaháskóli? Þar er bara kenndur marxismi og fólk les ekkert annað en Rauða kverið. Hverjir eru helstu gallar Háskóla Íslands? Það er kennt fleira en marxismi og fólk les annað en Rauða kverið.

Signý Tindra Dúadóttir 5. SÆTI TIL HÁSKÓLARÁÐS ALDUR: 20, AÐ LÆRA: SAGNFRÆÐI Hvað er Háskólaráð í þínum huga? Vettvangur fyrir stúdenta til þess að hafa áhrif á háskólagöngu sína og framtíðar nemendur. Hvað er það vandræðalegasta sem hefur komið fyrir þig? Þegar ég var 11 ára var ég neydd til þess að syngja Krummavísu þrisvar sinnum í röð fyrir framan tékkneskan grunnskóla. Ég er mjög fölsk.

Fannar Freyr Ívarsson 6. SÆTI TIL HÁSKÓLARÁÐS ALDUR: 24, AÐ LÆRA: LÖGFRÆÐI Hvaða málefni er mikilvægast núna? Fjármál Háskólans, því aðgangstakmarkanir og skráningargjöld eru bein afleiðing slæmrar stöðu fjármála skólans. Það er gífurlega mikilvægt að þrýsta á stjórnvöld um að laga háskólakerfið á Íslandi og tryggja að Háskóla Íslands sé tryggt nægt fjármagn til þess að geta haldið uppi gæðakennslu og rannsóknum. Háskóli Íslands á að vera fremstur í forgangsröðinni. 8.Hvar sérðu sjálfa/n þig eftir 5 ár? Sem jakkafataklæddan lögfræðiplebba sem gerir fátt annað en að rifja upp "gömlu góðu dagana" í Röskvu og Háskólanum!

RÖDD STÚDENTA - WWW.ROSKVA.HI.IS roskva_v1.indd 23

1/23/12 6:03 PM


Bls.

E&Co. – Ljósmynd Ari Magg

24

Íslenzk framleiðsla – íslenzkt hráefni. Ullarsláin sem ungfrúin á myndinni klæðizt tilheyrir tízkulínu Geysis.

ÍSLENZKUM STÚDENTUM H Æ FIR

SMEKKVÍSI OG HLÝJA

RÖDD STÚDENTA - WWW.ROSKVA.HI.IS

Verið hjartanlega velkomin í verzlanir okkar. Geysir Skólavörðustíg 16, opið alla daga frá 10 til 19 og Geysir Haukadal, opið alla daga frá 10 til 18. Sími 519 6000.

roskva_v1.indd 24

1/23/12 6:03 PM

Röskvublaðið 2012  

Röskvublaðið 2012.

Röskvublaðið 2012  

Röskvublaðið 2012.

Advertisement