Sóknarfæri

Page 35

SÓKNARFÆRI | 35

annar á handfærum á ufsa og sá þriðji á strandveiðum. En verkefnin eru fleiri. „Við Harpa [Sigurðardóttir], eiginkona mín, erum með annað fyrirtæki hér í eynni, Muninn ehf. Þar erum við með jetsky fyrir ferðamenn, reiðhjólaleigu og höldum úti pylsuvagni. Þetta er að taka við sér núna, þegar COVID er búið.“ Hann segir að töluverður straumur ferðamanna liggi út í Grímsey og að tækifæri tengdum þeim séu til staðar. „Hingað koma mörgt skemmtiferðaskip auk þess sem ferjan gengur fimm daga í viku. Það er þess vegna mikið líf hérna á sumrin,“ segir Siggi að endingu.

Sigurður Henningsson hefur verið á sjó frá unga aldri. Hér er hann á góðri stundu.

Útgerðin fær nýja og glæsilega Cleopötru afhenta í júní.

kleift að einbeita sér að útgerð árið um kring. Þeir hafa hins vegar gert það gott á ufsaveiðum undanfarin misseri. „Ufsinn hefur komið mjög vel út. Það er glórulaust að ætla leigja þorskkvóta úr stóra kerfinu. Það verður ekkert eftir. Leiguverð á ufsanum hefur hins vegar verið um 25 krónur kílóið og meðalverð í sölu á bilinu 200 til 250 krónur. Það er alveg hægt að gera út á það,“ útskýrir Siggi og heldur áfram: „Í vetur vorum við oftast að fá þetta tíu til tólf tonn af ufsa á dag, þrír um borð. Á nýja bátnum verðum við sennilega með fjórða manninn og fleiri trossur,“ segir hann, spurður hvernig nýi báturinn muni nýtast þeim á ufsaveiðum. Með þeim bræðrum á sjónum er Haukur Hauksson, árið um kring.

Breytinga þörf á kvótakerfinu Kvótakerfið er Sigga hugleikið, eins og öðrum útgerðarmönnum. Hann segir að búið hafi verið þannig um hnútana að nýliðun sé nær ómöguleg. „Það verður eitthvað að breytast. Það getur enginn venjulegur maður keypt sér kvóta. Tonnið er á fimm milljónir og ef maður er heppinn fær maður 400 þúsund kall fyrir það. Það tekur því 15 ár að vinna sér inn fyrir kvótakaupunum. Ef maður ætlaði sér að kaupa 100 tonn og gera út af einhverju viti þá væri það hálfur milljarður. Enda eru það bara stærri útgerðir sem kaupa kvótann,“ segir hann. Siggi er líka alfarið á móti kvótasetningu á grásleppu, eins og hugmyndir hafa verið uppi um. „Þetta er eini möguleiki ungu kynslóðarinnar og á nýliðun; það er að gera út á grásleppu og strandveiðum. Það má ekki setja þetta í kvóta og loka endanlega á að ungir menn geti öðlast reynslu og byrjað með litla útgerð.“ Hann segist sjálfur hafa verið 14 ára gamall þegar hann fór að fara einn út á bát pabba síns til veiða. „Það ætti að leyfa ungum mönnum að taka pungaprófið fyrr og spreyta sig; prófa að afla sér tekna. Það er glórulaust að 14-15 ára krakkar geti í dag lært að fljúga en þeir mega ekki taka pungaprófið. Það er ekki einu sinni hægt að lögskrá menn um borð fyrir 18 ára aldur. Þessu verður að breyta og ýta undir nýliðun í greininni.“ Ferðaþjónustan lifnar við Sumarið er fram undan og bræðurnir eru fullir tilhlökkunar. Einn báturinn verður á ufsanetum,

ÖRYGGI OG ÞEKKING

RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS HEFUR STAÐIÐ VAKTINA Í 50 ÁR Félagar í Rafiðnaðarsambandi Íslands hafa alltaf verið í fararbroddi í þekkingu á raf- og tæknibúnaði og notkun hans. Tryggjum öryggi og skiptum við fagmenn RAFIÐNAÐARSAMBANDIÐ STENDUR VAKTINA og stendur vörð um réttindi þín, starfsumhverfi, vellíðan og starfsöryggi.

STOLTUR BAKHJARL

AÐILDARFÉLÖG RAFIÐNAÐARSAMBANDSINS

FÉLAG RAFIÐNAÐARMANNA SUÐURLANDI


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.