Leikskólinn okkar - 1. tbl. 2015

Page 1

R

A

FR

N Æ

T


Ljósmyndir bls 4, 6, 12, 18, 22 og 26: Harpa Hrund - aðrar myndir úr einkasafni.


i

30% afsláttur af flísteppum frá puzzled by iceland tilvalið í leikskólann

i

i

i

smelltu hér til að skoða teppin

AFSLÁTTARKÓÐI: NESTEPPI i

TILBOÐIÐ GILDIR Í ÁGÚST FRÍ HEIMSENDING INNANLANDS Í ÁGÚST

WWW.PUZZLEDBYICELAND.COM

i


KVEÐJA FRÁ LEIKSKÓLASTJÓRA

VIÐ HLÖKKUM TIL VETRARINS

Kæru foreldrar. Ég býð ykkur og börnin ykkar velkomin aftur í leikskólann eftir sumarleyfi sem ég vona að þið hafið notið til hins ýtrasta. Í samráði við foreldrafélag skólans var ákveðið að brydda upp á þeirri nýjung að senda rafrænt fréttabréf til foreldra en með því viljum við gefa ykkur færi á að kynnast starfsfólki skólans betur og auka upplýsingaflæði frá leikskólanum.

Á þessu skólaári verða 196 börn í skólanum sem er næststærsti leikskóli landsins. Þann 10. ágúst hófu 59 börn aðlögun sína að skólanum og dreifast þau á nánast allar deildir skólans. Það er gaman að segja frá því að yngsta barnið sem hefur leikskólagöngu sína í Holti er aðeins 14 mánaða gamalt og vil ég nota tækifærið hér til að bjóða nýja foreldra við leikskólann sérstaklega velkomna.


GILDI LEIKSKÓLANS

JÁKVÆÐNI - VIRÐING - FAGMENNSKA

Að þessu sinni hófst skólaárið á hálfum skipulagsdegi þannig að börnin komu í skólann klukkan 12:30 fyrsta daginn eftir sumarleyfi. Morguninn var nýttur til undirbúnings á deildum því við vildum að skólinn okkar liti vel út og að starfsfólk væri undirbúið þegar tekið var á móti börnum og foreldrum eftir langt frí.

Meðal nýjunga á skólaárinu er hringekjan sem byggir á hópastarfi og samvinnu á milli deilda í Sólbrekku tvisvar í viku. Þar verður boðið upp á átta mismunandi vinnustöðvar þar sem unnið er með hreyfingu, útikennslu, listsköpun, jóga, sögugerð, vísindi, umhverfismennt og tónlist. Þar fá börnin tækifæri til að vinna á öllum stöðvum og kynnast börnum og starfsfólki annarra deilda.

,,ÉG VONA AÐ ÞIÐ HAFIÐ GAGN

Að lokum langar mig að segja ykkur frá tveimur nýjum kennurum sem hófu störf í ágúst. Það eru J. Rut Hendriksdóttir deildarstjóri á Nesi og Bylgja E. Arnarsdóttir. Við bjóðum þær hjartanlega velkomnar og hlökkum til vetrarins með börnunum og ykkur.

OG GAMAN AF FRÉTTABRÉFINU OG MÉR ÞÆTTI VÆNT UM AÐ HEYRA

YKKAR SKOÐUN Á ÞVÍ”

Aðrir skipulagsdagar á haustönn voru hálfur dagur eftir hádegi föstudaginn 14. ágúst og fimmtudagurinn 19. nóvember. Þessir dagar haldast í hendur við starfsdaga í Grunnskóla Seltjarnarness eins og venja er.

Ég vona að þið hafið gagn og gaman af fréttabréfinu og mér þætti vænt um að heyra ykkar skoðun á því. Kær kveðja,

Soffía leikskólastjóri

Leikskóli Seltjarnarness 
 Suðurströnd I s: 5959-290

ÞETTA FRÉTTABRÉF ER UNNIÐ AF GAROU EHF. 
 RITSTJÓRN OG ÁBYRGÐARAÐILI: GAROU EHF.

www.leikskoli.seltjarnarnes.is

garouehf@gmail.com

leikskoli@nesid.is

s: 699-1663


SPURT OG SVARAÐ

STEINA Á BJARGI

„ÞAÐ ERU FORRÉTTINDI AÐ FÁ AÐ LEIKA SÉR MEÐ BÖRNUM ALLAN DAGINN“ Steina er deildarstjóri á Bjargi og hefur unnið í Leikskóla Seltjarnarness undanfarin 12 ár.

Flestir þekkja Margréti Steinunni Bragadóttur betur sem Steinu á Bjargi eða jafnvel sem mömmu Bjössa fótboltaþjálfara. Steina er leikskólakennari að mennt og hefur einnig lokið tveimur áföngum í sálgæslu frá HÍ.

Á BJARGI ERU 24 BÖRN FÆDD ÁRIÐ 2011. ÞAR STARFA EINNIG ELSA, SÓLVEIG, STEFANÍA 
 OG BERGÞÓRA.


SPURT OG SVARAÐ

Fjölskyldan:

Hvað vita fáir um þig?

Steina er gift Valdimari Ólafssyni sem margir þekkja frá Vallarhúsinu á Gróttuvelli. Þar vinnur hann á sumrin og sér einnig um Jólakakóið fyrir börnin og kennara leikskólans fyrir hver jól. Þau eiga soninn Björn Breiðfjörð.

Fyrri störf:

Fyrstu búskaparár okkar Valda var hann á sjó á millilandaskipinu Hofsjökli sem sigldi til Boston. Ég fór með honum þrjá túra sem starfsmaður um borð og það var mjög skemmtilegt. Ég er viss um að strákarnir um borð hafi lært heilmikið um mannleg samskipti og framkomu við konur á þeim túrum.

Áður en ég flutti suður vann ég á St. Franciskusjúkrahúsinu í Stykkishólmi, fyrst í eldhúsinu, leikskólanum og sumarbúðum, síðan upp á deildum á öllum vöktum. Eitt sumarið vann ég sem leikskólakennari á Brekkukoti, skóladagheimili Landakots, eitt ár vann ég á barnadeild Landakots og svo tók ég að mér að vera leikskólastjóri leikskólans Öldukots í fimm ár. Því næst hóf ég störf á barnadeild Landakots sem flutti svo á Borgarspítalann þar sem ég var í 10 farsæl ár áður en ég kom hingað.

Hvernig ræktarðu líkama og sál? Með því að fara í gönguferðir og hugsa um lífið og tilveruna. Hugsa um hvað hún er falleg og hvað hún gefur og hvað hún tekur. Hitta skemmtilegt fólk og vera ein með sjálfri mér. Hvað gefur starfið þér? 
 
 Mikla gleði og hamingju, það eru náttúrulega forréttindi að fá að leika sér með börnum allan daginn.

Vissir þú að Steina á tvíburasystur? 
 Þær fluttu saman til Reykjavíkur þegar þær voru 18 ára og gerðust báðar leikskólakennarar.

ÁHUGAMÁLIN 
 Manneskjan, alls konar hönnun, hannyrðir, box og trúarbrögð.

NÁTTÚRUPERLAN 
 Stykkishólmur og Breiðafjarðareyjarnar þaðan sem ég er ættuð.

ÁRSTÍÐIN 
 Hver árstíð hefur sinn sjarma en mér finnst ágúst/september mjög heillandi. Það gerir birtan og ekki birtan.

LAGIÐ

Ég er komin heim, lagið sem meistaraflokkur Gróttu í fótbolta notar mikið.


HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

VIÐBURÐARDAGATAL 
 HAUSTANNAR 2015 ÁGÚST

ÁGÚST

ÁGÚST

10

14

VIÐBURÐIR

Aðlögun hefst

Skipulagsdagur eftir hádegi

SEPTEMBER

SEPTEMBER

SEPTEMBER

VIÐBURÐIR

14

14-25

Aðalfundur foreldrafélagsins

Fjölmenningarvikur

SEPTEMBER

3

SEPTEMBER

16

Tónlistarstundir hefjast í samstarfi við Tónlistarskólann

Dagur íslenskrar náttúru

SEPTEMBER

8, 15, 22, 29

Námskeiðið Uppeldi sem virkar haldið á Mánabrekku á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

SEPTEMBER

16

Hringekjan hefst á Sólbrekku

Lesið, spjallað, hlustað á tónlist og rýnt í menningu hinna ýmsu þjóða sem börn og fullorðnir í leikskólanum koma frá. Þjóðfánar þeirra eru sýnilegir við hverja deild

SEPTEMBER

25

Samsöngur í sal í tilefni evrópska tungumáladagsins sem er 26. september


OKTÓBER

OKTÓBER 
 VIÐBURÐIR

OKTÓBER

14

23

Oddi og Skáli fara í Hreyfiland einu sinni í viku í sex vikur

OKTÓBER

6

OKTÓBER

OKTÓBER

Sameiginleg söngstund á Mánabrekku undir stjórn Ólafar Maríu tónmenntakennara

Heimsókn frá slökkviliðinu

26-30

27

Gul vika á Mánabrekku og Holti

Alþjóðlegi bangsadagurinn Uppáhaldsbangsinn og náttföt í leikskólann

NÓVEMBER 
 VIÐBURÐIR NÓVEMBER

3

NÓVEMBER

2-13

Sameiginleg söngstund á Mánabrekku undir stjórn Ólafar Maríu tónmenntakennara

NÓVEMBER

6

Baráttudagur gegn einelti

Áhersla lögð á íslenskt mál bæði ritað og mælt. Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur 16. nóvember. Dagskrá verður í sal 13. nóvember

NÓVEMBER

19

NÓVEMBER

23-27

Rauð vika á Mánabrekku og Holti

NÓVEMBER

27

Skipulagsdagur

Samsöngur í sal Byrjað að syngja jólalög


HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

DESEMBER

DESEMBER

DESEMBER 
 VIÐBURÐIR DESEMBER

1

Sameiginleg söngstund á Mánabrekku undir stjórn Ólafar Maríu tónmenntakennara

DESEMBER

11

Stekkjastaur kemur til byggða

7-11

?

Kaffihúsavika Deildir fara til skiptis í Vallarhús þar sem Valdi tekur á móti þeim. Boðið verður upp á kakó, kleinur og sögustund

Kirkjuheimsókn í Seltjarnarneskirkju á aðventunni

DESEMBER

?

DESEMBER

18

Jólatónleikar í Tónlistarskólanum á aðventunni

Litlu jólin

4

Dansað í kringum jólatré og jólasveinn kemur í heimsókn

JANÚAR

Skipulagsdagur

Ýmsir aðrir viðburðir eru framundan í leikskólanum sem ekki er komin nákvæm dagsetning á: Í september, október og nóvember verður þemað „Ég og fjölskyldan mín“ og „Árstíðirnar“. Á hverjum föstudagsmorgni fram á vor verður fagnaðarfundur í sal sem deildir skiptast á að skipuleggja. Auglýst er sérstaklega þegar foreldrum er boðið að koma. Í lok september verða kartöflur og grænmeti tekin upp úr matjurtarbeðum sem allir fá að njóta. Í október heimsækja nemendur 1. bekkjar Mýrarhúsaskóla leikskólann. Í nóvember koma nemendur úr Mýrarhúsaskóla og lesa fyrir börnin. Nemendur úr Tónlistarskólanum munu einnig koma í heimsókn og leika á hljóðfæri.


FÖNDRIÐ

NÁTTÚRAN OG RUSLIÐ ÖÐLAST NÝTT LÍF

Tilvalin jóla- 
 eða tækifærisgjöf sem litlir fingur geta útbúið fyrir afa og ömmur sem eiga arin.

GAMAN SAMAN

HRÁEFNI AF HEIMILINU

AÐFERÐ

• Tómar klósett- eða eldhúspappírsrúllur • Lóin sem safnast fyrir í þurrkaranum • Dagblöð

• Komið ykkur fyrir með gott vinnupláss. • Gefið ykkur tíma til að renna í gegnum

HRÁEFNI ÚR NÁTTÚRUNNI • Strá (fallegt að hafa margar týpur) • Könglar

blöðin með börnunum og leyfið þeim að velja myndirnar sem á að nota. • Setjið köngla og ló inn í tóma rúllu. • Vefjið rúllunni inn í dagblað. • Bindið um endana með stráum.


SILLA Á ÁSI

SPURT OG SVARAÐ

„LÍFSREGLAN MÍN ER AÐ GERA VEL ÞAÐ SEM ÉG GERI“ Silla er deildarstjóri á Ási og hefur unnið hjá Seltjarnarnesbæ undanfarin 34 ár.

Á ÁSI ERU 20 BÖRN FÆDD ÁRIÐ 2010. ÞAR STARFA EINNIG ANNA BJÖRK, STEINDÓR OG JÓHANNA.

Flestir þekkja Sigurlaugu Kristínu Bjarnadóttur betur sem Sillu á Ási en undanfarin ár hafa elstu börn leikskólans átt sínar síðustu leikskólastundir með henni og hennar fólki á Ási.


SPURT OG SVARAÐ Nefndu fimm atriði sem veita þér ánægju í lífinu:

Fjölskyldan: 
 Silla er gift Þresti Eyvinds Haraldssyni og saman eiga þau strákana Harald og Bjarna. Fjöldi barnabarna tvöfaldaðist í vetur þegar tvíburastelpur komu í heiminn og eru þau nú orðin fjögur talsins.

Eiginmaður, börn og barnabörn, vinir og vinnufélagar. Hvernig ræktarðu líkama og sál?

Hvað myndirðu gera ef þú værir forseti einn dag?

Með góðri hvíld.

Byggja nýjan leikskóla á Nesinu.

Áttu eftirminnilegt augnablik með nemanda sem þú ert til í að segja frá?

Hvaða sjónvarpsþáttur sem eitt sinn var sýndur myndirðu vilja að yrði endursýndur? Húsið á sléttunni. Silla vill sinnep, tómat og steiktan á pulsuna sína. Silla á afmæli 
 11. október.

Ég er bundin trúnaði. Hvað gefur starfið þér? 
 
 Ánægju og gleði. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera með nemendum þínum? Að kenna þeim og verða vitni að því þegar þau tileinka sér og skilja nýja hluti.

Vissir þú að börnin sem Silla kenndi fyrsta árið sitt sem leikskólakennari eru að komast á fimmtugsaldurinn?

LÍFSREGLAN 
 Að gera vel það 
 sem ég geri.

NÁTTÚRUPERLAN 
 Borgarfjörðurinn.

ÁHUGAMÁLIN 
 Fjölskyldan, ferðalög 
 og útivera.

LAGIÐ Mörg með Vilhjálmi Vilhjálms.

DRAUMAFERÐALAGIÐ Að komast í gott frí í að minnsta kosti tvo mánuði.

SELTJARNARNESIÐ Í ÞREMUR ORÐUM Mjög gott samfélag.


FORELDRAFÉLAGIÐ

HVAÐ GERÐI FORELDRAFÉLAGIÐ SÍÐASTLIÐINN VETUR?VIÐTAL VIÐ FORELDRI

„MÉR FINNST HÚN BEST Í HEIMI!“

Kristinn Ingvarsson er giftur Birnu Ósk Einarsdóttur og saman eiga þau Önnu Elísabetu sem er á Grund.

Kristinn á eina dóttur og starfar 
 sem framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Hann er jafnframt fráfarandi formaður foreldrafélagsins en því hlutverki hefur hann gegnt undanfarin tvö ár. Hvernig myndirðu lýsa dóttur þinni?

Anna Elísabet er kraftmikil, sjálfstæð, klár, hlý, félagslynd tilfinningavera, grallari, skemmtileg, hugmyndarík, hugrökk stelpa sem stendur með sjálfri sér. Mér finnst hún best í heimi!

Hvað finnst ykkur feðginunum skemmtilegt að gera saman?

Mamma Önnu Elísabetar keyrir hana yfirleitt í leikskólann og ég er svo heppinn að fá að sækja hana, sá tími er pabbatími. Við förum mikið í sund, hjólum og heimsækjum leikvelli eða kaffihús. Heima er mikið spilað, föndrað, lesið, sagðar sögur, setjum upp leiksýningar og spjöllum um hvað hefur drifið á daginn. Best finnst okkur að koma við í bakaríinu, kaupa okkur ostaslaufu og gæða okkur á henni yfir spjallinu. Þegar ég spurði hana hvað henni þætti skemmtilegast að gera svaraði hún „bara að vera með þér“.


Lumarðu á góðu ráði fyrir foreldra?

Ég las einhvers staðar fyrir löngu að það væri heilræði að ala barnið sitt upp eins og maður óskar sér að það verði þegar það verði fullorðinn einstaklingur en ekki eins og maður vill að það sé í augnablikinu. Ég óska mér þess að Anna Elísabet verði sjálfstæð, hafi skoðanir og standi með sér í framtíðinni - það er stundum flókið að hún hlýði ekki möglunarlaust en ég held að það sé vel þess virði. Hvað hefur starfið hjá Íslenskri ættleiðingu gefið þér?

Að starfa fyrir Íslenska ættleiðingu eru mikil forréttindi. Íslensk ættleiðing er félag sem vinnur að því að sameina munaðarlaus börn og umsækjendur sem dreymir um að eignast börn. Að fá tækifæri til þess að fylgja eftir verðandi foreldrum í þessu flókna, erfiða ferli og sjá þegar fjölskyldurnar sameinast og verða til eru forréttindi. Ættleiðingamálaflokkurinn er fullur af stórum tilfinningum, bæði sorg og gleði, starfið er því þannig að það lætur engan ósnortinn. Hvað er best við að vera pabbi? Að elska skilyrðislaust. Finnst þér sem foreldri mikilvægt að vera í góðu sambandi við foreldra annarra barna í leikskólanum? 
 Börnin okkar eru á fyrsta skólastigi og eru að taka stór skref í lífi sínu. Þau eru að mynda fyrstu vináttuna og sum eru að eignast vini sem munu fylgja þeim út lífið. Mér finnst mikilvægt að við foreldrar séum í góðu sambandi og reynum að vinna saman úr árekstrum sem upp koma og deila gleðinni af vináttunni. Virkt foreldrasamstarf verður mikilvægara með hverju árinu og best að huga vel að því í upphafi.

AF HVERJU FORELDRAFÉLAG? 
 Tilgangur foreldrafélagsins er m.a. að koma á framfæri sjónarmiðum og hugmyndum foreldra varðandi skólastarfið, stuðla að góðum félagsanda og stuðla að auknum kynnum barna og foreldra. Til að vinna að þessum markmiðum er félagið í miklum samskiptum við foreldra barna í skólanum og fundar með skólastjórnendum, foreldraráði, fræðslustjóra og bæjarstjóra til að kynna sjónarmið og áherslur foreldranna.

„VERKEFNIN DREIFAST MILLI OKKAR“ Stjórn foreldrafélagsins er samansett af deildarfulltrúum allra deilda skólans auk tveggja starfsmanna skólans. Hópurinn hefur verið kraftmikill, skemmtilegur og skapandi. Allir hafa mikinn metnað fyrir faglegu og góðu starfi innan leikskólans og verkefnin dreifast milli okkar. Það hefur því verið gefandi og skemmtilegur tími að taka þátt í starfi foreldrafélagsins.

„VERIÐ VIRK, TAKIÐ ÞÁTT BARNIÐ YKKAR Á ÞAÐ SKILIГ

AÐALFUNDUR FORELDRAFÉLAGSINS 
 verður haldinn í sal Mánabrekku mánudagskvöldið 14. september klukkan 20. Allir foreldrar eru 
 hvattir til að mæta.


ÁSLAUG Á SKÁLA

SPURT OG SVARAÐ

SKÚFFUSKÁLDIÐ Á SKÁLA Áslaug er deildarstjóri á Skála og hefur unnið í Leikskóla Seltjarnarness síðan 2013.

Áslaug Jóhannsdóttir nýtur samverustunda með börnum og samstarfsfólki á Skála en eftir vinnu hreinsar hún hugann ýmist með skokki eða lestri.

Á SKÁLA ER 21 BARN SEM ERU FÆDD ÁRIN 2012 OG 2013. ÞAR STARFA EINNIG LÍNA, LILJA, AUÐUR OG BYLGJA.


SPURT OG SVARAÐ

Fjölskyldan:

Hvað gefur starfið þér?

Áslaug er gift Ísfirðingi og á með honum þrjú uppkomin börn sem samtals eiga fjögur börn.

Ánægjulega samveru með góðum og skemmtilegum börnum og starfsfólki. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera með nemendum þínum?

Fyrri störf:

Áslaug er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræðum frá Kennaraháskóla Íslands og starfaði áður í leikskólum á Ísafirði og í Reykjavík. Hvað vita fáir um þig?

Ég er skúffuskáld.

Hvernig ræktarðu líkama og sál? Með því að hlaupa og lesa.

Að taka þátt í leik þeirra. Áttu etirminnilegt augnablik með nemanda sem þú ert til í að segja frá? 
 Lítill Skálverji sagði eitt sinn við annan starfsmann svo ég heyrði til: „Ég er svo glaður að Áslaug er komin aftur“ en ég hafði verið í löngu fríi. Ég varð jafn glöð og hann þegar ég heyrði þessi ummæli.

ÁHUGAMÁLIN 
 Bókmenntir, skokk 
 og handavinna.

NÁTTÚRUPERLAN 
 Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi.

ÁRSTÍÐIN 
 Vorið því það gefur fyrirheit um nýtt upphaf.

DRAUMAFERÐALAGIÐ Gönguferð í íslenskri náttúru, helst á Hornströndum.

BÓKIN

Ég mæli með Minningum Guðrúnar Borgfjörð af því að hún lýsir vel lífi ungrar konu á seinni hluta nítjándu aldar.

KVIKMYNDIN
 How to Kill a Mockingbird því hún lýsir vel kynþáttahatri í Bandaríkjunum á fyrri hluta síðustu aldar.

Áslaug setur allt á pulsuna sína. Vissir þú að pistillinn á næstu síðu er skrifaður af Áslaugu?


PISTILL FRÁ STARFSMANNI

LEIKLIST Í LEIKSKÓLA

KIÐLINGARNIR SJÖ Mig hafði lengi langað að bjóða börnunum að leika í leikriti en ég hafði aldrei látið verða að því. En einn kaldan vormorguninn kom andinn yfir mig. Rétti tíminn var kominn. Leikarahópurinn var skipaður tíu 3ja ára drengjum. Þeir voru allir strax til í að spreyta sig. Tímamótaverkið um „Kiðlingana sjö“ varð fyrir valinu. Fyrst kom að því að velja í hlutverkin. Einn drengurinn bauðst strax til þess að vera úlfurinn og var ákveðið að þiggja það. Ekki var hægt að hafa úlf sem hafði ekki lyst á kiðlingunum – eða þannig. Nú var úlfurinn sendur fram á gang á meðan kiðlingarnir földu sig. Mikil geðshræring greip um sig í kiðlingahópnum. Þeir hlupu allir hrópandi og skrækjandi út í eitt horn herbergisins. Ekki gekk það og var reynt að fela þá alla á skynsamlegum stöðum. Tveir fóru undir sitthvort borðið, einn undir stól, annar undir teppi en fjórir héldu enn til í horninu í miklu uppnámi. Hvert einn fór veit enginn en hann birtist löngu seinna. Kiðlingarnir í horninu voru ófáanlegir til að fela sig annars staðar. Þá kom úlfurinn ógurlegi inn og byrjaði að leita. Nokkrir kiðlingarnir spruttu strax fram en úlfurinn hafði engan áhuga á þeim – enda voru þeir

allt of auðveld bráð. Hann læddist lymskulega um herbergið. Allt í einu stóð úlfurinn hættulegi fyrir framan mig. Hann hvíslaði að mér með torkennilegri rödd: „vittu seta á mig keiti”. Ég skellti á hann hveitislettu og lagði hann síðan aftur til atlögu. Hann byrjaði á að gleypa báða kiðlingana undir borðinu og líka þann undir stólnum. Þá kom hann að kiðlingnum undir teppinu og byrjaði hann að toga í það. Þá var hrópað undan teppinu: „nei, nei, ég er kiðlingurinn í klukkunni“.

ALLT Í EINU STÓÐ ÚLFURINN HÆTTULEGI FYRIR FRAMAN MIG. HANN HVÍSLAÐI AÐ MÉR MEÐ TORKENNILEGRI RÖDD: 
 „VITTU SETA Á MIG KEITI“ Það tók mig dálitla stund að átta mig á hvað hann átti við en svo kviknaði ljós. Auðvitað var hann kiðlingurinn í Borgundarhólmsklukkunni sem úlfurinn fann aldrei. Já, þeir eru vel lesnir í fræðunum – drengirnir á Skála.

HÖFUNDUR ER DEIDLARSTJÓRI Á SKÁLA


i

i

BARNAKLIPPING Á GÓÐU VERÐI 0-2 ára 2.500 kr. 3-7 ára 3.000 kr. 8-10 ára 3.500 kr. Særa sítt hár 3.000 kr.

25% systkinaafsláttur i

Tímapantanir 
í síma 562 6065 www.salonnes.is Salon Nes I Austurströnd 12 I opið 9 - 17 virka dagai


SPURT OG SVARAÐ

SIGGA Á MÝRI

FINNST SKEMMTILEGAST AÐ SYNGJA MEÐ NEMENDUM SÍNUM Áður en Sigríður Elsa Oddsdóttir ákvað að gerast leikskólakennari aflaði hún sér réttinda sem lyfjatæknir og starfaði sem slíkur í gamla Nesapóteki okkar Seltirninga. Þessi störf eru afar ólík en nú er Sigga komin heim.

Sigga er deildarstjóri á Mýri og hefur unnið í Leikskóla Seltjarnarness síðan í ágúst 1998.

Á MÝRI ERU 18 BÖRN FÆDD 2013 OG 2014. ÞAR STARFA EINNIG SÓLFRÍÐ, ANETT,
 ERNA OG EMILÍA.


SPURT OG SVARAÐ Hvernig ræktarðu líkama og sál?

Fjölskyldan: 
 Sigga er gift Guðmundi Snorrasyni endurskoðanda og saman eiga þau fjögur börn. Berglindi sem býr í San Fransisco með eiginmanni og þremur börnum, Snorra sem býr í Kópavogi með eiginkonu og þremur börnum, Ástu Hrund sem býr í Noregi með eiginmanni og syni þeirra og Brynju sem er nýútskrifuð úr Versló og býr í foreldrahúsum.

Fer í ræktina, göngutúra með hundana og syng í kór með góðu fólki. Hvað gefur starfið þér? 
 
 Óendanlega gleði. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera með nemendum þínum?

Fyrri störf:

Syngja og segja þeim sögur.

Sigga starfaði áður sem sjúkraliði á Barnaspítala Hringsins og eitt ár í Noregi. Hún starfaði einnig sem lyfjatæknir í Nesapóteki en hefur unnið í Leikskóla Seltjarnarness frá því í ágúst 1998. Sigga vill sterkt sinnep og hráan lauk á pusluna sína.

Áttu eftirminnilegt augnablik með nemanda sem þú ert til í að segja frá? 
 Ég var eitt sinn að kenna börnunum um dýrin og spurði um dýr sem er hvítt og rosalega stórt og grimmt og býr á Norðurpólnum. Þá svarað einn snillingurinn að bragði „jólasveinninn!“

Vissir þú að Sigga á þrjá hunda af tegundinni King cavalier? Þeir heita Cleó, Belladonna og Myrkvi.

LÍFSREGLAN
 Hver er sinnar gæfu smiður.

ÁHUGAMÁLIN 
 Hundar, ferðalög og söngur.

NÁTTÚRUPERLAN 
 Ísland eins og það leggur sig.

ÁRSTÍÐIN Vorið. Ég elska þegar náttúran lifnar öll við og það birtir á ný.

KVIKMYNDIN Gone with the wind, stórkostlegt tímamótaverk.


VIÐTAL VIÐ FORELDRI

„BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÉG HEF TEKIÐ UM ÆVINA AÐ VERÐA MAMMA“ Svana Margrét Davíðsdóttir er gift Skúla Eiríkssyni og saman eiga þau Júlíönu Rós, 8 ára, og Elínu Svövu sem er á Ási.

Svana er tveggja barna móðir og starfar sem lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu. Hún er jafnframt formaður foreldraráðs og hefur verið undanfarin tvö ár. Hvernig myndirðu lýsa dætrum þínum?

Þær eru yndislegar báðar tvær, hvor á sinn máta eins og öllum foreldrum finnst um börnin sín. Þær reyna að vera skynsamar og góðar manneskjur og eru miklar félagsverur. Því er oft fjörugt og mikill umgangur heima og það finnst mér æðislegt.

Hvað leggið þið foreldrarnir mesta áherslu á í uppeldinu? Við reynum að innræta stelpunum að vera heiðarlegar og góðar manneskjur. Maður segir satt, er trúr sjálfum sér, vinur vina sinna, duglegur og æfir sig aðeins meira ef manni tekst ekki alveg nógu vel til í fyrsta skiptið. Hvað finnst ykkur mæðgunum skemmtilegt að gera saman?

Okkur finnst skemmtilegast að fara í sund, út að hjóla, leika í boltaleik eða spila. Reyndar finnst okkur oftast best að hafa pabbann með því hann er svo skemmtilegur. Einnig er kvöld-


lesturinn ómissandi og spjallið í kjölfarið af honum dýrmætar stundir. Ella elskar að ganga eða hjóla í leikskólann á morgnana og oft eru það okkar notalegustu stundir yfir daginn.

AF HVERJU FORELDRARÁÐ? 
 Foreldraráð á að virka sem málsvari barnanna og foreldra þeirra og halda hagsmunum þeirra á lofti sem við höfum gert með ýmsum hætti. Ég tel að foreldraráð eigi fyrst og fremst að styðja við stjórnendur leikskólans en jafnframt virka eins og aðhald fyrir skólann og bæjaryfirvöld sem eru rekstraraðili hans.

Lumarðu á góðu ráði fyrir foreldra?

Mér hefur reynst það vel að passa upp á svefn, bæði minn eigin og stelpnanna. Þá hef ég líka oft rekið mig á að ef allt er að fara í bál og brand þá er fólk orðið svangt. Þetta eru svona grunnþarfirnar, þ.e. svefn og matur. Þá hefur reynst mér vel að tala við stelpurnar eins og „lítið fólk“ en ekki smábörn. Nota stuttar, einfaldar setningar, beygja sig niður til þeirra, horfa í augun á þeim, hlusta á þær og skynja viðbrögð þeirra. Skildu þær það sem ég sagði eða fór þetta inn um annað og út um hitt?

HVETUR TIL FRAMBOÐA Ég hef upplifað ýmislegt ánægjulegt sem formaður foreldraráðs þann tíma sem ég hef sinnt því hlutverki. Mér þótti það sérstaklega ánægjulegt að okkur var boðið á fund starfsmanna leikskólans í vetur þar sem okkur gafst tækifæri til færa þeim þakkir foreldra fyrir vel unnin störf. Starfsfólk leikskólans sinnir á hverjum einasta degi ómetanlegu starfi. Ég sem foreldri er óendanlega þakklát fyrir það. Mér finnst það í raun forréttindi að fá að taka þátt í jafn mikilvægu starfi og foreldraráðið býður upp á. Það er mjög gott fyrirkomulag að láta setu í foreldraráði „rúlla“ á tveggja ára fresti þannig að ekki sé öllum skipt út á sama tíma. Þannig viðhelst þekking til næstu stjórnarsetu.

Hvað hefur komið þér mest á óvart við móðurhlutverkið? 
 
 Kannski hefur komið mér mest á óvart hversu miklar sveiflur geta verið í tilfinningum í samskiptum við börnin. Maður elskar þau auðvitað meira en lífið sjálft en svo geta þau líka verið að gera út af við mann! Þetta eru talsverðar öfgar í gagnstæðar áttir sem getur verið erfitt að ná utanum. Hvað er best við að vera mamma? T.d. að finna lítinn lófa læðast inn í hönd manns. Að fylgjast með þroska barns og sjá það vaxa og dafna. Að finna að einhver hefur þörf fyrir mann og sendir manni ást og hlýju. Það er fátt dýrmætara. Það er örugglega besta ákvörðun sem ég hef tekið um ævina að verða mamma. Þar að auki hef ég verið svo lánsöm að eiga tvö heilbrigð börn. Það er því miður ekki öllum gefið.

„ÉG HVET ALLA SEM HEFÐU ÁHUGA Á AÐ STARFA MEÐ FORELDRARÁÐI TIL AÐ BJÓÐA SIG FRAM“

i

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA FUNDARGERÐIR FORELDRARÁÐS SEM GEYMDAR ERU Á VEFSVÆÐI LEIKSKÓLANS

i


SPURT OG SVARAÐ

HELGA LOTTA Á HOLTI

„EINSTAKT AÐ GETA HAFT ÁHRIF Á SVONA MARGA“ Helga Lotta er deildarstjóri á Holti og hefur unnið í Leikskóla Seltjarnarness undanfarin 17 ár með stuttum hléum.

Á HOLTI ERU 15 BÖRN FÆDD ÁRIÐ 2014. ÞAR STARFA EINNIG KASJA, HEIÐRÚN RAGNHEIÐUR OG ÁGÚSTA.

Helga Charlotte Reynisdóttir er jafnan kölluð Helga Lotta en undanfarin tvö ár hafa yngstu börn leikskólans átt sínar fyrstu leikskólastundir með henni og hennar fólki á Holti.


SPURT OG SVARAÐ Eftirminnilegt augnablik með nemanda:

Fjölskyldan: 
 Helga Lotta á dóttur sem heitir Anna Birta og er 14 ára.

Fyrri störf:

Allir dagar í leikskólanum eru eftirminnilegir enda eru engir tveir dagar eins. En það er gaman að ganga í gegnum skólalóðina í Mýrarhúsaskóla og sjá þar annað hvert barn sem var á einhverjum tíma á deildinni minni. Einstakt að geta haft áhrif á svona marga.

Helga Lotta er menntaður leikskólakennari og hefur í gegnum tíðina bæði starfað á Mánabrekku og Sólbrekku. Hún tók við Holti þegar það opnaði í október 2013. Fimm atriði sem veita þér ánægju í lífinu: Fjölskyldan, vinnan, vinirnir, sund og samstarfskonurnar á Holti. Hvernig ræktarðu líkama og sál? Ég sef út um helgar og fer í sund. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera með nemendum þínum? Samverustundir og útivera.

Vissir þú að Helga Lotta fetaði í fótspor mömmu sinnar sem einnig er leikskólakennari, deildarstjóri og starfar í Leikskóla Seltjarnarness?

Hvað gefur starfið þér? 
 
 Gleði. Helga Lotta vill hráan lauk og tómat undir og yfir á pusluna sína.

SUNNUDAGURINN
 Vera í náttfötunum allan daginn og lesa góða bók.

ÁHUGAMÁLIN
 Mér finnst alltaf gott að skella mér í sund og svo finnst mér mjög róandi að baka og þrífa.

ÁRSTÍÐIN

Vetur þar sem ég elska jólin og allt tilstandið í kringum þau.

DEKRIÐ

Að fara í Sóley Natura Spa enda frábærar íslenskar vörur og frábært starfsfólk.


i i

Leikskóli Seltjarnarness 
 Suðurströnd I s: 5959-290

i

i

ÞETTA FRÉTTABRÉF ER UNNIÐ AF GAROU EHF. 
 RITSTJÓRN OG ÁBYRGÐARAÐILI: GAROU EHF.

www.leikskoli.seltjarnarnes.is

GAROUEHF@GMAIL.COM

leikskoli@nesid.is

s: 699-1663


Millions discover their favorite reads on issuu every month.

Give your content the digital home it deserves. Get it to any device in seconds.