Leikskólinn okkar - 1. tbl. 2016

Page 1

„ALLIR DAGAR ERU FULLIR 
 AF ÓVÆNTUM UPPÁKOMUM” MARGRÉT GÍSLADÓTTIR, DEILDARSTJÓRI Á GRUND

FAGNAR STÓRAFMÆLI Í VIKUNNI

ÞAKKAR FYRIR GÓÐA VINI ANNA STEFÁNSDÓTTIR DEILDARSTJÓRI Á EIÐI

LOVÍSA GEIRSDÓTTIR DEILDARSTJÓRI Á ODDA

„HOLLT OG GOTT AÐ BÚA 
 OG ALAST UPP Á ÍSLANDI” ANNA ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR MAMMA OG FORMAÐUR FORELDRAFÉLAGSINS


4

EFNISYFIRLIT 6 4
 Kveðja frá leikskólastjóra

6

Mandý á Grund

8

12

Viðburðardagatal

10

12

18

16

Hringekjan

16

Lovísa á Odda

Anna á Eiði

14

18

Bókakassinn

Anna Þorbjörg Jónsdóttir

15

20

Foreldrafélagið

Lena á Bakka

20 Ljósmyndir bls 4, 6, 12, 16 og 20: Harpa Hrund - aðrar myndir úr einkasafni.


i

30% afsláttur og frí heimsending

AF barnabapokum frá puzzled by iceland

i

i

ii ii ii ii ii ii ii ii ii ii ii ii i i

i

.

afsláttarkóði: NESBAKPOKI WWW.PUZZLEDBYICELAND.COM

.


KVEÐJA FRÁ LEIKSKÓLASTJÓRA

LÍFIÐ AÐ KOMAST Í FASTAR SKORÐUR

Kæru foreldrar. Við bjóðum ykkur og börnin ykkar velkomin aftur í leikskólann eftir jólafrí sem við vonum að þið hafið notið vel.

Með því viljum við auka upplýsingaflæði frá okkur og gefa ykkur tækifæri til að kynnast starfsfólki skólans betur.

Eftir rólega daga á milli jóla og nýárs er lífið í leikskólanum smám saman að komast í fastar skorður og farið að ganga sinn vanagang.

Í janúar byrjuðu tvö ný börn í skólanum og bjóðum við þau og foreldra þeirra hjartanlega velkomna.

Í haust var foreldrum í fyrsta sinn sent rafrænt fréttabréf og nú er komið að öðru tölublaði.


KVEÐJA FRÁ LEIKSKÓLASTJÓRA

GILDI LEIKSKÓLANS

JÁKVÆÐNI - VIRÐING - FAGMENNSKA

Framundan eru hinir ýmsu viðburðir og má þar nefna karlakaffi í tilefni af bóndadeginum 22. janúar, haldið verður upp á dag leikskólans 5. febrúar, furðufataball verður á öskudaginn þann 10. febrúar og síðan verður konukaffi í tilefni konudagsins haldið föstudaginn 19. febrúar. Starfsdagar á þessari önn eru þrír; 
 4. janúar, 16. febrúar og 6. maí og haldast þeir í hendur við starfsdaga í grunnskólanum 
 eins og venja er. Í haust var skrifað undir þjóðarsáttmála um læsi á Seltjarnarnesi og á starfsdeginum í febrúar verður unnið með kennurum Mýrarhúsaskóla að því verkefni. Við höfum verið svo lánsöm að hér hafa verið litlar breytingar í starfsmannahópnum á skólaárinu en í febrúar mun nýr kennari,

,,MEÐ FRÉTTABRÉFINU VILJUM 
 VIÐ AUKA UPPLÝSINGAFLÆÐI FRÁ OKKUR OG GEFA YKKUR TÆKIFÆRI TIL AÐ KYNNAST STARFSFÓLKI SKÓLANS BETUR” Olga Bergljót Þorleifsdóttir, leysa af tímabundið á Bjargi. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa. Ég vona að þið hafið gagn og gaman af fréttabréfinu og mér þætti vænt um að heyra ykkar skoðun á því. Kær kveðja,

Soffía leikskólastjóri

Leikskóli Seltjarnarness 
 Suðurströnd I s: 5959-290
 www.leikskoli.seltjarnarnes.is 
 leikskoli@nesid.is


SPURT OG SVARAÐ

MANDÝ Á GRUND

„ALLIR DAGAR ERU FULLIR AF ÓVÆNTUM UPPÁKOMUM” Flest þekkja börnin Margréti Gísladóttur betur sem Mandý á Grund. Mandý er gallharður Seltirningur sem bræðir hjörtu nemenda skólans en þau kalla hana iðulega vinkonu sína.

Mandý er deildarstjóri
 á Grund og hefur starfað á leikskólanum síðan 2004.

Á GRUND ERU 18 BÖRN FÆDD ÁRIN 2010 OG 2011. ÞAR STARFA EINNIG STELLA, SOFFÍA OG SIGRÍÐUR NANNA.


SPURT OG SVARAÐ

Fjölskyldan:

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera með nemendum þínum? Allir dagar eru skemmtilegir og fullir af óvæntum uppákomum, frá upphafi til enda.

Á fjögur frábær börn á aldrinum 14 til 25 ára.

Menntun:

Leikskólakennari í meistaranámi. Heitirðu í höfuðið á einhverjum? 
 
 Já, ömmu minni, Margréti Eiríksdóttur píanóleikara, sem var einstök kona. Fimm atriði sem veita þér ánægju í lífinu:

Börnin mín, systkini, vinir, vinnan og að læra eitthvað nýtt.

Hvað gefur starfið þér? 
 
 Ég væri ekki hér ef starf mitt væri ekki gefandi og uppfullt af nýjum áskorunum á hverjum degi. Sem sagt allt sem ánægjulegt starf getur gefið.

Vissir þú að Mandý ber eftirnafnið Blöndal og er ein af átta hálf- og stjúpsystkinum?

Að sögn ýmissa er Mandý forfallinn rapp og hipp hopp aðdáandi. Hún neitar því ekki.

ÁHUGAMÁLIN 
 Ég hef áhuga á veiði 
 en áhugamál mín eru tómstundir þ.e. tómar stundir! Hver dagur er upplifun sem býður 
 upp á ótal ævintýri.

DEKRIÐ 
 Ein með sjálfri mér í algjöru næði.

DRAUMAFERÐALAGIÐ 
 Er vitanlega ferðalagið sem ég hóf þegar ég 
 átti börnin mín.

MOTTÓ-IÐ

Það eru ekki til vandamál einungis lausnir.

KVIKMYNDIN

Four weddings and 
 a funeral, breskur húmor eins og hann gerist bestur.

ÁRSTÍÐIN

Veturinn með kertaljós 
 og brakið í nýföllnum snjónum.


JANÚAR Hringekjan hefst aftur á Sólbrekku

13

FEBRÚAR

22 Bóndadagskaffi Þorri byrjar og karlmenn velkomnir í morgunkaffi

6

Bolludagur
 fiskibollur í hádeginu og rjómabollur síðdegis að íslenskum sið.

Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur

8

Blá vika í Mánabrekku og Holti

JANÚAR

25-29

Börn fædd 2010 fara í heimsókn í Skólaskjól Mýrarhúsaskóla.

Öskudagur
 furðufataball og leikrit í flutningi kennara og starfsfólks

9 Sprengidagur í hádeginu er boðið upp á saltkjöt og baunir samkvæmt hefðinni.

10

JANÚAR

Foreldraviðtöl eru tekin í janúar og foreldrar eru boðaðir skriflega.

16 Skipulagsdagur

2 Sameiginleg söngstund í Mánabrekku
 Ólöf María tónmenntakennari stjórnar

Konudagskaffi
 í tilefni konudagsins 21. febrúar er konum boðið í morgunkaffi

19

MAÍ Græn vika í Mánabrekku og Holti

25-29

APRÍL Börn fædd 2010 fara 
 í þriðju heimsóknina 
 í Mýrarhúsaskóla.

Skipulagsdagur

6

MAÍ 
 Vorfagnaður á öllum deildum, foreldrum og aðstandendum boðið. Dagsetning auglýst síðar.

MAÍ

Útskriftarferð elstu barnanna (2010) að Úlfljótsvatni.

MAÍ

Útskriftarhátíð 2010 barna. Foreldrar og aðstandendur velkomnir.


HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

VIÐBURÐARDAGATAL 
 VORANNAR 2016

MARS

FEBRÚAR

FEBRÚAR

Börn fædd 2010 fara í aðra heimsókn í Mýrarhúsaskóla.

Börn á Odda og Skála fara í Hreyfiland

APRÍL

1 Sameiginleg söngstund í Mánabrekku
 Ólöf María tónmennta-
 kennari stjórnar

MARS

MARS

Börn í fyrsta bekk Mýrarhúsaskóla koma í heimsókn.

Nemendur úr tónlistarskólanum koma í heimsókn og spila á hljóðfæri.

JÚNÍ MAÍ

Sveitaferð að Bjarteyjarsandi með 2011 börn.

JÚNÍ

Vorferð með börn fædd 2012 og 2013.

JÚNÍ

Krakkahestar koma í heimsókn og sumarhátíðin verður haldin hátíðleg.

Bleikur dagur á öllum leikskólanum í tilefni af Kvenréttindadeginum þann 19. júní

20

5 Sameiginleg söngstund í Mánabrekku
 Ólöf María tónmenntakennari stjórnar

4. JÚLÍ Sumarfrí
 hefst og stendur til 2. ágúst.


HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

HRINGEKJAN HELDUR ÁFRAM Þann 13. janúar síðastliðinn hófst Hringekjan á ný í Sólbrekku en þar er um tilraunaverkefni að ræða sem fór af stað í haust. „Mikil ánægja var með þetta fyrirkomulag meðal barna og starfsmanna svo ákveðið var að halda áfram með það fram á vor,” segir Anna Harðardóttir, aðstoðarleikskólastjóri. Í Hringekjunni er boðið upp á átta mismunandi vinnustöðvar í Sólbrekku. Hringekjan fer fram tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum. Unnið er með hreyfingu, útinám, listsköpun, jóga, sögugerð, vísindi, grænfánaverkefnið og tónlist eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Öll börn í Sólbrekku taka þátt í Hringekjunni og fá tækifæri til þess að vinna á öllum vinnustöðvum. Um leið fá þau að kynnast bæði börnum og starfsfólki af öðrum deildum.

FRÁSÖGN KENNARA SEM SJÁ UM VÍSINDI SEM FER FRAM Á BJARGI
 
 „Við byrjum á því að kynna okkur með því að henda bandhnykli á 
 milli. Þegar allir eru búnir erum við komin með kóngulóarvef. Rætt er aðeins um tilgang kóngulóarvefs 
 og hvernig hann virkar.
 Við setjum appelsínu í vatn og sjáum hvernig hún flýtur með berkinum en sekkur ef við tökum hann af. Prófum hvaða hlutir sökkva og hvaða hlutir fljóta. Skoðum hvernig vatnið virkar eins og stækkunargler og hvernig hlutir sýnast stærri í vatni.
 Hvert barn fær síðan sitt box 
 með sápuvatni og við búum til sápukúlufjall. Skoðum hvernig
 fjallið stækkar eftir því hvað mikið 
 er blásið. Setjum matarlit út í svo að fjallið skipti um lit, þrykkjum á 
 pappír og búum til mynstur.
 Að síðustu skoðum við skugga 
 og hvernig hann breytist eftir því hvernig ljósið fellur á hlutinn. Notum gamlan myndvarpa til að varpa ljósi og skuggum á vegg. Börnin fá svo að koma og setja hendurnar sínar og/eða dót á myndvarpann. Þau leika sér með skuggana þar til vísindastundinni lýkur.”
 
 SOFFÍA Ó (GRUND) OG EYRÚN (ÁS)


BARNAKLIPPING Á GÓÐU VERÐI 0-2 ára 2.500 kr. 3-7 ára 3.000 kr. 8-10 ára 3.500 kr. Særa sítt hár 3.000 kr.

25% systkinaafsláttur Tímapantanir 
í síma 562 6065 www.salonnes.is

Salon Nes I Austurströnd 12 I opið 9 - 17 virka daga


SPURT OG SVARAÐ

LOVÍSA Á ODDA

FAGNAR STÓRAFMÆLI Í VIKUNNI Lovísa Geirsdóttir er einn af reynsluboltunum á Leikskóla Seltjarnarness en hún hefur starfað hjá bænum í áratugi. Hún fagnar hækkandi sólu, enda finnst henni afar gott að komast oftar með mannskapinn út undir bert loft.

Lovísa er deildarstjóri á Odda og hefur unnið hjá Seltjarnarnesbæ síðan áður en Fagrabrekka var opnuð.

Á ODDA ERU 22 BÖRN SEM FÆDD ERU 2013. ÞAR STARFA EINNIG GUÐRÚN, AIDA, ANNA SIF OG SIGRÍÐUR SOFFÍA.


SPURT OG SVARAÐ

Fjölskyldan: 
 Á tvö börn og eitt barnabarn. Menntun og fyrri störf:

Leikskólakennari og hef alla tíð unnið á leikskóla.
 Nefndu fimm atriði sem veita þér ánægju í lífinu: 
 Börnin mín og fjölskylda, vinnan, garðurinn minn, leikhús og út að borða. Hvernig ræktarðu líkama og sál? Ég les, fer út að ganga og skrepp í heimsóknir.

Áttu eftirminnilegt augnablik með nemanda sem þú ert til í að segja frá? Ég var einu sinni spurð að því hvar ég ætti heima og ég svaraði því að ég ætti heima „heima hjá mér”.
 „Áttu ekki mömmu” var ég 
 þá spurð. „Nei ekki lengur” svaraði ég. Þá kom eftir 
 smá umhugsun „En hver hugsar þá um þig?” Hvað finnst þér skemmtilegast að gera með nemendum þínum? Að sitja og spjalla við þau um allt milli himins og jarðar.

Vissir þú að Lovísa verður sextug þann 21. janúar næstkomandi?

NÁTTÚRUPERLAN 
 Þingvellir.

ÁHUGAMÁLIN 
 Lestur, prjónaskapur 
 og golf.

BÓKIN

Bókmennta og kartöflubökufélagið. Frábær bók með glettni, alvöru og rómantík í hæfilegum skömmtum.

KVIKMYNDIN

Saving Grace góður breskur húmor og góðir leikarar.

DRAUMAFERÐALAGIÐ Golfferð.

DEKRIÐ

Að komast í nudd, sérstaklega fótanudd.

ÁRSTÍÐIN

Sumarið, þá er bjart og (stundum) hlýtt, gróðurinn í fullum skrúða og útivera allsráðandi.

MOTTÓ-IÐ

Hugsa jákvætt.


FORELDRAFÉLAGIÐ

BÓKAKASSINN
 FRAMHALDSLÍF BÓKA Flestir kannast við það að sitja uppi með fjölda bóka heima hjá sér sem börnin eru hætt að skoða og lesa, hafa kannski vaxið upp eða eiga jafnvel fleiri en eitt eintak af. Í tengslum við umræðu í stjórn foreldrafélagsins um bókakost leikskólans, og takmarkað fjármagn til endurnýjunar hans, kom upp sú hugmynd að setja upp nokkra bókakassa í leikskólanum. Börnin gætu þá sjálf komið með og gefið leikskólanum bækur sem þau hafa ekki lengur not af en vilja leyfa öðrum börnum að njóta. Þannig væri hægt að ganga í kassana, skipta oftar út bókum á hverri deild og auka áhuga barnanna með því að bjóða upp á „nýtt“ lesefni örar.

NÚ HAFA VERIÐ SETTIR UPP
 ÞRÍR BÓKAKASSAR Á LEIKSKÓLANUM; 
 Á HOLTI, MÁNABREKKU OG SÓLBREKKU. Foreldrum og börnum er frjálst að koma með hvaða bækur sem er en gott væri ef þær væru þokkalega vel með farnar, þannig að ekki vanti í þær blaðsíður eða að þær séu of tuskulegar til að ganga á milli barna. Vonandi taka börnin vel í þetta og njóta þess að deila bókum sínum með öðrum á leikskólanum.

Ekki hika við að hafa samband við foreldrafélagið foreldrafelagls@nesid.is eða á facebook.


FORELDRAFÉLAGIÐ

NETFANG FÉLAGSINS:
 foreldrafelagls@nesid.is

EKKI HIKA VIÐ AÐ SENDA OKKUR
 PÓST EF ÞIÐ HAFIÐ ÁBENDINGAR 
 EÐA HUGMYNDIR SEM ÞIÐ VILJIÐ 
 KOMA Á FRAMFÆRI.

TENGILIÐIR DEILDA: MÝRI: Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir NES OG HOLT: Hlín Kristbergsdóttir HOLT OG BJARG: Ólöf Sunna Gissurardóttir BAKKI: Anna Þorbjörg Jónsdóttir og Dagbjörg Snjólaug Oddsdóttir

FORELDRARÁÐ Hildur Gylfadóttir (Holt) 
 Kristinn Ingvarsson (Grund) Ragnhildur Jónsdóttir (Bakki, Eiði og Holt)

BJARG: Rakel Viðarsdóttir HOLT: Ágústa Sif Víðisdóttir GRUND: Edda Björk Andradóttir ODDi: Anna Þorbjörg Jónsdóttir

ÁRGJALD FORELDRAFÉLAGSINS Í lok árs birtist valkrafa í heimabönkum foreldra við Leikskóla Seltjarnarness en ákveðið var á síðasta aðalfundi félagsins að árgjaldið yrði óbreytt 
 frá árinu áður. Árgjald fyrir eitt barn er 5.120 kr. Árgjald fyrir tvö börn er 8.620 kr. Frítt er fyrir þriðja barn.

Á DÖFINNI Þessa dagana er verið að ákveða hvaða leiksýning muni sækja skólann heim á næstu vikum. Þá mun sumarhátíðin einnig verða haldin hátíðleg ásamt fleiri skemmtilegum viðburðum.

EIÐI: Hildur Katrín Rafnsdóttir SKÁLI: Bryndís Héðinsdóttir ÁS: Guðrún Heimisdóttir

SÍMASKRÁ FORELDRA Símaskráin var send út í byrjun vikunnar og verður gerð aðgengileg á facebook 
 síðu foreldrafélagsins á næstunni.

FORELDRAFÉLAGIÐ 
 ER Á FACEBOOK 
 WWW.FACEBOOK.COM/GROUPS/667600319972454/

SMELLTU HÉR TIL AÐ 
 FARA Á FACEBOOK SÍÐU FORELDRAFÉLAGSINS


ANNA Á EIÐI

SPURT OG SVARAÐ

ÞAKKAR FYRIR GÓÐA VINI Á EIÐI ERU 19 BÖRN FÆDD 2011 OG 2012. ÞAR STARFA EINNIG ARNA, KRISTÍN SIF OG GUÐVEIG NANNA.

Anna er deildarstjóri á Eiði.

Anna Stefánsdóttir býr steinsnar frá vinnunni og er mikill göngugarpur.

ÁHUGAMÁLIN
 Gönguferðir, golf og garðyrkja.

BÓKIN 
 Ung á öllum aldri eftir Guðrúnu Bergmann.

KVIKMYNDIN 
 Vonarstræti.

MOTTÓ-IÐ

Vakna sátt og glöð.

LAGIÐ 
 Ást með Páli Óskari.

Fjölskyldan: 
 Anna er gift, á þrjú uppkomin börn og sex barnabörn. Menntun: 
 Útskrifaðist úr Fósturskóla Íslands árið 1974.

Hvernig ræktarðu líkama og sál? Stuttar gönguferðir og sund. Þín hugmynd að dekri? Slaka á og njóta hér og nú.

Hvað veitir þér ánægju í lífinu? Ég þakka fyrir að hafa góða heilsu, nána fjölskyldu og góða vini.

Vissir þú að Helga Lotta, deildarstjóri á Holti, 
 er dóttir Önnu?


.

.


VIÐTAL VIÐ FORELDRI

„HOLLT OG GOTT AÐ BÚA 
 OG ALAST UPP Á ÍSLANDI”

Anna Þorbjörg er gift Páli Gíslasyni og saman eiga þau synina Jón Bjarna 5 ára á Bakka og Gísla 3 ára á Odda Hvað er best við að vera mamma?

Að upplifa heiminn á ný í gegnum börnin sín er frábært. Að búa til góðar stundir og minningar með strákunum, bæði hversdags og í kringum hátíðir, að sjá þá gleðjast og vera hamingjusama er best í heimi. Hvað leggið þið foreldrarnir mesta áherslu á í uppeldinu? Við erum frekar afslöppuð og leggjum helst áherslu á ástríkt uppeldi. Við njótum þess að eiga saman góðar stundir, gerum okkar besta í að vera góð hvert við annað, sýnum tillitssemi og reynum að koma fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur.

Anna Þorbjörg er nýr formaður foreldrafélagsins en hún flutti nýverið aftur á Nesið ásamt eiginmanni sínum og sonum þeirra eftir að hafa búið í New York og Los Angeles í áratug. Anna Þorbjörg segir hversdagslífið hér heima hafa heillað hjónin, sér í lagi eftir að drengirnir komu í heiminn.

Hvað finnst ykkur mæðginunum skemmtilegt að gera saman?

Á veturna finnst okkur æðislegt að leika úti í snjónum, upp á síðkastið hafa verið margir góðir dagar með sleðana í Plútó-brekkunni. Eftir sund eða íþróttaæfingar strákanna á laugardags-morgnum er algjört trít að fara saman í Systrasamlagið og fá okkur croissant og heitt súkkulaði. Svo er líka ofarlega á vinsældalista fjölskyldunnar að poppa og horfa saman á bíómyndir. Hvað hefur komið þér mest á óvart við móðurhlutverkið? Ég breyttist í mömmu mína. Það kom mér 
 á óvart.


Hverjir eru helstu kostir þess að ala upp barn
 á Íslandi miðað við í Bandaríkjunum?

Almennt upplifðum við meira stress sem foreldrar í Bandaríkjunum. Við unnum bæði langan vinnudag og barnfóstran varði meiri tíma með syni okkar en við sem mér fannst erfitt. Nánast um leið og ég vissi að ég ætti von á öðru barni fór ég að huga að því hvernig ég gæti komið fjölskyldunni heim til Íslands og helst beinustu leið út á Seltjarnarnes. Ég ólst hér upp sjálf og átti góða æsku í öruggu umhverfi, naut frelsis til að fara út að leika, varð snemma sjálfbjarga og sjálfstæð, kom mér sjálf í skóla og tómstundir en það er ekki eitthvað sem ég sé fyrir mér að börn í stórborgum erlendis myndu gera fyrr en miklu seinna. Einnig finnst mér stór kostur að flestir hafa sömu tækifæri á Íslandi og mér finnst hollt og gott að búa og alast upp í slíku umhverfi. Hvað stendur upp úr þegar kemur að 
 tímanum með börnunum í Bandaríkjunum?

Margir kostir fylgja því að búa í stórborgum eins og Los Angeles og New York. Til að 
 mynda fjölbreytt menningarlíf fyrir alla fjölskylduna, Náttúrusögusafnið í New York, gagnvirk listasöfn og vísindasöfn fyrir börn, alls kyns leikvellir bæði úti og inni og margvíslegir skemmtigarðar sem dæmi. En hversdagslífið finnst okkur vera eftirsóknarverðara á Íslandi og auðvitað það að búa nálægt fjölskyldum okkar og vinum. Lumarðu á góðu ráði fyrir foreldra?

Eins og svo mörg börn þá eru strákarnir mjög orkumiklir og það skiptir sköpum að þeir fái að hreyfa sig nóg og hlaupa svolítið yfir daginn. Þannig að þegar ég finn að það er kominn einhver pirringur í mannskapinn þá er besta ráðið að fara með þá út að leika, hjóla eða í sund.

GOTT SAMBAND MIKILVÆGT Mér finnst gott að vera í góðu sambandi við foreldra barna við leikskólann og hafa góðan vettvang til samskipta við aðra foreldra. Það er bæði mikilvægt þegar kemur að vináttu barnanna og einnig til 
 að fylgjast með hvað er í gangi á leikskólanum og hjá börnunum. Mikilvægt er að stuðla að góðum skólaanda með því að efla félagslíf í tengslum við leikskólann, stuðla að auknum kynnum barna, foreldra og starfsmanna leikskólans. Þá sér foreldrafélagið einnig um að koma sjónarmiðum og skoðunum foreldra á framfæri við skólastjórnendur og foreldraráð sem er mjög mikilvægt.

„HLÖKKUM TIL AÐ SPJALLA“ Ég vil hvetja foreldra til að hafa samband við okkur í félaginu með hvers konar ábendingar eða hugmyndir að skemmtilegum uppákomum eða viðburðum sem gætu glatt og frætt börnin. Við erum með netfangið foreldrafelagls@nesid.is. Einnig vil ég minna á facebook-hóp félagsins sem gengur undir nafninu Foreldrafélag leikskóla Seltjarnarness 
 og hvetja alla foreldra til að bætast í hann. Við í foreldrafélaginu hlökkum til að spjalla við sem flesta foreldra á nýja árinu í leikskólanum.

FORELDRAFÉLAGIÐ 
 ER Á FACEBOOK 
 WWW.FACEBOOK.COM/GROUPS/667600319972454/

SMELLTU HÉR TIL AÐ 
 FARA Á FACEBOOK SÍÐU FORELDRAFÉLAGSINS


SPURT OG SVARAÐ

LENA Á BAKKA

SPILAR MEÐ SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÁHUGAMANNA Lena er deildarstjóri á Bakka og fagnar 10 ára starfsafmæli í Leikskóla Seltjarnarness á þessu ári.

Jelena Kuzminova er rússnesk en fædd í Litháen í maí árið 1972. Hana þekkja flestir 
 sem Lenu en hún undirbýr börn í elsta árgangi skólans undir skólagöngu sem á vel við, enda er hún grunnskólakennari að mennt.

Á BAKKA ERU 20 BÖRN SEM ERU FÆDD ÁRIÐ 2010. ÞAR STARFA EINNIG SESSELJA, MIRIAM OG HALLDÓRA.


SPURT OG SVARAÐ

Fjölskyldan: 
 Gift og á tvær dætur, einn son og svo hund.

Menntun:

Útskrifaðist sem grunnskólakennari frá kennaraháskóla í Litháen árið 1995 og stundar nú meistaranám í Háskóla Íslands í Menntunafræði leikskóla. Hvernig ræktarðu líkama og sál? Fer í ræktina með vinkonu, svo sauna og sushi á eftir. Sunnudagurinn í færri en 10 orðum? 
 
 Kaffi í rúminu, fiðluæfing, göngutúr, sunnudagsmatur.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera með nemendum þínum? Að fara með þeim í fjöruna í litlum hópi, upplifa og njóta náttúrunnar með þeim í góðu veðri. Heyra í þeim „sjáðu hvað ég fann!”, leika og slaka á. En skemmtilegast finnst mér að vinna í listaskálanum með börnum, það er mitt fag.

Vissir þú að Lena spilar á fiðlu með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna? Næstu tónleikar verða haldnir í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 14. febrúar kl 17 og það er frítt fyrir börn.

ÁHUGAMÁLIN 
 Tónlist, spila á fiðlu og píanó. Handavinna, krosssaumur, prjón, garðyrkja o.fl.

NÁTTÚRUPERLAN 
 Litháen.

BÓKIN 
 Rita Hayworth and Shawshank Redemption” eftir Stephen King.

DRAUMAFERÐALAGIÐ Fara til Baikalvatnsins í Rússlandi.

LAGIÐ

J.S.Bach „Brandenburg Concerto No.3” þetta er fyrir sálina.

MOTTÓ-IÐ
 Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life.

Vissir þú að amma Lenu valdi nafn hennar? 
 Nafnið er af grískum uppruna og merkir 
 valið eða björt en það 
 má einnig túlka sem 
 kyndil, eld eða ljós.


FRÍTT TIL TANNLÆKNIS Vissir þú að þann 1. janúar síðastliðinn voru tannlækningar 3 ára barna og barna á aldrinum 6 til17 ára greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands, að frátöldu 2.500 kr. árlegu komugjaldi? 
 
 Þetta þýðir að frá 3ja ára afmælisdegi þíns barns og þar til það verður 4 ára þarf eingöngu að borga komugjald hjá tannlækni. Þann 1. janúar 2018 verður svo 
 enginn aldur undanskylin og þá 
 þarf einungis að borga komugjald 
 fyrir börn að 18 ára aldri.

FORELDRAFÉLAGIÐ 
 ER Á FACEBOOK 
 WWW.FACEBOOK.COM/GROUPS/667600319972454/

SMELLTU HÉR TIL AÐ 
 FARA Á FACEBOOK SÍÐU FORELDRAFÉLAGSINS

GOTT AÐ VITA Tveir íslenskir læknar hafa tekið saman yfirlit yfir helstu smitsjúkdóma barna sem getur verið afar gagnlegt að rýna í. Yfirlitið má finna með því að smella hér:

YFIRLIT YFIR HELSTU SMITSJÚKDÓMA BARNA GEFUM 
 BÓKUNUM 
 NÝTT LÍF Nú getur þú gefið gömlu barnabókunum nýtt líf með því að setja þær í einn af bókakössunum (sjá bls 14) sem foreldrafélagið hefur látið koma fyrir í Holti, Mánabrekku og Sólbrekku.

EKKI GLEYMA 
 16. FEBRÚAR OG 6. MAÍ
 starfsdagar eru tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum okkar

Leikskóli Seltjarnarness 
 Suðurströnd I s: 5959-290
 www.leikskoli.seltjarnarnes.is 
 leikskoli@nesid.is

GAMAN SAMAN


Millions discover their favorite reads on issuu every month.

Give your content the digital home it deserves. Get it to any device in seconds.