Page 1

Móð urmá l - sam tök u m tví t y ngi

TVÍTYNGD BÓK Þema skó l aárs i ns: Saga

2 0 1 8


Móð urmá l - sa mtök um t vít yn g i

TVÍTYNGD BÓK Þema s kól a á rs i n s : Saga

2 0 1 8


Tvítyngd bók Móðurmáls – samtaka um tvítyngi

YFIRLIT

Þessi bók varð til eftir fyrirmynd International and Heritage Languages Association in Edmonton, Alberta. Verkefnið er styrkt af Borgarráði Reykjavíkurborgar. Bókin er birt undir Creative Commons Attribution. Rafrænt eintak ert birt á https://issuu.com Bókin er birt af Móðurmáli - samtökum um tvítyngi í mars 2019. SETT SAMAN AF Gísla Stefáni Björnssyni Gonzáles Renata Emilsson Peskova HÖNNUN OG UMBROT Sonia Petros YFIRLESTUR Anna Guðrún Júlíusdóttir MYND Á KÁPU 8 ára drengur úr frönskum móðurmálshóp

Kveðja formanns Móðurmáls - samtaka um tvítyngi .......................................... 4 Kveðja forsetahjóna ........................................................................................... 6 Kveðja borgarstjóra ........................................................................................... 7 Um Móðurmál – samtök um tvítyngi .................................................................. 8 Allir með – tölum saman um skólamenningu á Íslandi ...................................... 10 Bókasafn Móðurmáls ......................................................................................... 11 Arabískur móðurmálshópur ............................................................................... 12 Arabískt-íslenskt menningarsetur ...................................................................... 13 Búlgarskur móðurmálshópur ............................................................................. 14 Enskur móðurmálshópur ................................................................................... 15 Franskur móðurmálshópur ................................................................................ 16 Filippseyskur móðurmálshópur - Inangwika ...................................................... 17 Japanskur móðurmálshópur .............................................................................. 20 Kínverskur móðurmálshópur ............................................................................. 28 Lettneskur móðurmálshópur .............................................................................. 29 Litháískur skóli - Þrír litir .................................................................................... 32 Pólski skólinn ..................................................................................................... 36 Rússnesk menningarmiðstöð á Íslandi .............................................................. 42 Rússneskur móðurmálshópur ............................................................................44 Serbneskur móðurmálshópur / Serbnesk menningarmiðstöð á Íslandi ............. 46 Slóvakískur móðurmálshópur - SKÍS .................................................................50 Spænskur móðurmálshópur ............................................................................. 52 Tékkneskur móðurmálshópur - TÉKÍS .............................................................. 64 Tælenskur móðurmálshópur ..............................................................................68 Úkraínskur móðurmálshópur ............................................................................. 69 Þýskur móðurmálshópur ....................................................................................70 Samstarfsaðilar ..................................................................................................71 Lokaorð ..............................................................................................................72


KVEÐJA FORMANNS MÓÐURMÁLS - SAMTAKA UM TVÍTYNGI

Komið þið sæl Ég er mjög stolt af fyrstu tvítyngisbók Móðurmáls – samtaka um tvítyngi. Hún inniheldur sögur eftir fjöltyngda nemendur sem skrifuðu þær á sínu móðurmáli og á íslensku, með hjálp móðurmálskennara og foreldra/ forráðamanna. Þema sagnanna var SAGA en hún birtist á blaðsíðum hér á eftir í alls konar útgáfum. Þeir móðurmálshópar sem tóku ekki þátt í skrifum, kynna sig stuttlega í bókinni með myndum og orðum. Móðurmál – samtök um tvítyngi hafa starfað frá árinu 1994 og voru formlega stofnuð árið 2001. Samtökin standa fyrir móðurmálskennslu fjöltyngdra barna, en hafa það einnig að markmiði sínu að styðja við móðurmálskennara, móðurmálsskóla sína og foreldra af erlendum uppruna, og að stuðla að rannsóknum um tvítyngi og að aukinni umræðu í samfélaginu. Þetta er gert með reglulegri fræðslu, ríkulegu samstarfi og stöðugri þróun móðurmálskennslu.

x 4

Samtökin hafa hlotið hvatningarverðlaun Heimilis og skóla sem eru landssamtök foreldra árið 2018, foreldraverðlaun Heimilis og skóla árið 2016, samfélagsverðlaun Fréttablaðsins árið 2014, verðlaun Alþjóðahússins „Vel að verki staðið“ árið 2008. Öll þessi verðlaun eru mikið hrós til móðurmálskennara sem vinna metnaðarfullt sjálfboðaliðastarf í þágu fjöltyngdra barna. Verðlaunin eru einnig hvatning til foreldra/forráðamanna og barna sem stunda tungumálanám á laugardögum og auðga þannig menntun sína og fjölmenningarlega færni. Ekki síst, sýna verðlaunin að íslenskt samfélag er tilbúið að viðurkenna mikilvægi móðurmálskennslu og móðurmála og að það metur hátt menntun barna. Kæru lesendur, njótið þess að lesa um sögu barnanna, skoða teikningar og fræðast um starfsemi samtakanna, sem sprettur út frá þörfum foreldra/ forráðamanna að viðhalda og deila menningunni og tungumálinu með og fyrir yngri kynslóð. Þörfin var kveikja að stofnun Móðurmáls, en gleðin er eldsneytið sem rekur starfsemina ótrautt áfram. Með bestu kveðju,

5


KVEÐJA FRÁ FORSETAHJÓNUM ÍSLANDS

KVEÐJA FRÁ BORGARSTJÓRA

Við fögnum þessari bók um tvítyngi og fjöltyngi. Tungumál heimsins þarf að varðveita og efla, þau stuðla að fjölbreytni og frelsi í heimi hnattvæðingar og síaukinna samskipta. Framfarir í tækni, þar sem tæki og tól geta túlkað og þýtt ritað og mælt mál á svipstundu, breyta því ekki að við þurfum að læra ólík tungumál, eignast lykla að ólíkum menningarheimum. Mannréttindi felast jafnframt í því að mega læra og nota það tungumál sem hugurinn girnist. Brýnt er að foreldrar og forráðamenn geti talað við börn sín á eigin tungumáli, að börnin geti lært tungu þeirra og notað það mál sem þau kjósa, innan heimilis og utan. Þetta vita þeir Íslendingar sem hafa búið erlendis og þetta verður líka að vera einkenni þess alþjóðlega samfélags sem myndast hefur hér á landi undanfarna áratugi. Við þurfum að hjálpa þeim sem hingað flytjast að læra íslensku. Um leið þurfum við að geta lært önnur tungumál og haldið þeirri þekkingu við eftir eigin óskum og þörfum. Munum svo að þótt fólk verði að geta tjáð sig á þeirri tungu sem það kýs varðar innihaldið og boðskapurinn mestu, það sem fólk segir. Með því að stuðla að fjöltyngi og tvítyngi erum við að efla og verja umburðarlyndi, fjölbreytni og frelsi í samfélaginu. Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid Forseti Íslands

6

7


M MÓÐURMÁL – SAMTÖK UM TVÍTYNGI

Samtökin Móðurmál settu sér eftirfarandi markmið árið 2014: ● Að kenna börnum móðurmál þeirra

Móðurmál hefur boðið upp á móðurmálskennslu í fleiri en tuttugu tungumálum (öðrum en íslensku) fyrir fjöltyngd börn síðan 1994. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur og síðan Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, sem og aðrar stofnanir, hafa stutt við starfsemina fjárhagslega og á annan hátt. Sjálfboðaliðar og foreldrar/forráðamenn hafa unnið stærstan hluta þessarar dýrmætu vinnu. Móðurmál var stofnað árið 1994 sem Samtök foreldra tvítyngdra barna í þeim tilgangi að þróa faglega móðurmálskennslu með tungumálanámskrá og skýrum markmiðum. Samtökin Móðurmál eru þakklát frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta Íslands og talsmanni tungumála, fyrir að vera verndari samtakanna.

● Að styðja við móðurmálshópa og móðurmálskennara ● Að vinna með foreldrum fjöltyngdra barna til að skapa börnunum tækifæri til að læra þeirra móðurmál ● Að taka þátt í rannsóknum um fjöltyngi og móðurmál ● Að þróa móðurmálskennslu ● Að styðja við virkt tvítyngi í samfélaginu

Móðurmál þakkar einnig eftirfarandi verðlaun: 2008: “Vel að verki staðið”. Viðurkenning Alþjóðahússins fyrir vinnu í innflytjendamálum á Íslandi. Viðurkenningin var afhent af forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni. 2014: “Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins“ í flokki “Frá kynslóð til kynslóðar”. Viðurkenningin var afhent af forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni. 2016: “Foreldraverðlaun Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra” fyrir móðurmálskennslu tvítyngdra barna 2018: “Hvatningarverðlaun Heimilis og skóla” fyrir verkefnið “Allir með - tölum saman um skólamenningu á Íslandi” sem var unnið í samstarfi við SAMFOK - samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík

8

9


LLIR MEÐ – TÖLUM SAMAN UM SKÓLAMENNINGU Á ÍSLANDI

SAMFOK - samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, í samstarfi við Móðurmál - samtök um tvítyngi, einstaka móðurmálshópa, og WOMEN - samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, skipulögðu tíu fræðslukvöld fyrir foreldra af erlendum uppruna þar sem kynnt var samstarf Heimila og skóla auk mikilvægi frítímans og frístundar, og þjónusta við foreldra á vegum SAMFOK og Móðurmáls. Markmiðið með málþingunum var tvíþætt - í fyrsta lagi að veita foreldrum upplýsingar um mikilvæga þætti skólasamfélagsins á þeirra tungumálum, og í öðru lagi að gefa foreldrum/forráðamönnum tækifæri til að koma skoðunum og væntingum sínum á framfæri. Málþingin tíu áttu sér stað frá nóvember 2017 apríl 2018 og samtals tóku þátt um 250 foreldrar úr tíu málsamfélögum. Í seinni hluta hvers málþings ræddu foreldrarnir saman og svöruðu fjórum spurningum þar sem þeir tjáðu hugmyndir sínar, væntingar og gagnrýni á íslenska skólamenningu. Samtal skólans við foreldra af erlendum uppruna er mjög mikilvægt og hér gafst einstakt tækifæri að kynnast og vinna úr endurgjöf frá fjölda foreldra.

BÓKASAFN MÓÐURMÁLS

Bókasafn Móðurmáls - Bókasafn fyrir börn og ungt fólk með efni á erlendum tungumálum Móðurmál’s library - a library with foreign material for children and youth in Iceland Bókasafn Móðurmáls samanstendur af safnkosti (bækur, tímarit, dvd, cd, hljóðbækur o.fl.) ýmissa móðurmálsskóla innan Móðurmáls - samtaka um tvítyngi. Bækurnar eru aðallega barna- og unglingabækur, þó sumir móðurmálsskólar eigi líka bækur fyrir fullorðna, kennsluefni og annað fræðsluefni. Markmið bókasafns Móðurmáls er að gera safnkostinn sýnilegan og auka aðgengi fyrir börn af erlendum uppruna, t.d. með skráningu í landskerfi bókasafna, Gegni. Með því býðst börnum af erlendum uppruna tækifæri á að fá bækur lánaðar með millisafnaláni í skólann sinn. Þetta er í augnablikinu bara bundið við Reykjavík, en við stefnum að því að reyna að veita öllum börnum sama tækifæri. Þau geta því bætt lestarfærni sína og markmiðið er í samræmi við þjóðarsáttmála um læsi. Byrjað var að skrá safnkostinn í sjálfboðavinnu í desember 2016. Móðurmál er heppið að hafa sjálfboðaliða innan samtakanna sem er jafnframt með skrásetjararéttindi. Áætlað er að safnkosturinn sé um átta þúsund eintök og bætist jafnt og þétt í hann. Safnkosturinn er allur skráður undir nafni Móðurmáls og er hægt að skoða hann með því að fara inn á www.leitir.is og nota leitarorðið MODPG. Móðurmál leitar nú að samastað fyrir safnkostinn þar sem öll tungumál væru aðgengileg á einu stað bæði fyrir börn og fullorðna. Verkefnastjóri okkar ásamt sjálfboðaliðum gæti séð um alla starfsemi bókasafnsins. Vandamál okkar er því húsakostur.

10

11


ARABÍSKI | móðurmálshópurinn

ARABÍSKA Assalam Skólasamtökin Arabíska fyrir tvítyngd börn

‫مالسلا ةسردم‬

Um skólann Við viljum bjóða upp á menntun sem byggir heim með þekkingu, ást og friði. Börnin fá víðari skilning á heiminum. Í Assalamskólanum viljum við að allir nemendur viti að fólk í kringum þau þykir vænt um þau og um nám þeirra. Við viljum hjálpa nemendum okkar að verða virkir og afkastamiklir einstaklingar.

Arabískt-íslenskt menningarsetur Arabíska fyrir tvítyngd börn og unglinga

Staður: Hraunbær 58, Reykjavík Tími: Laugardagar 13:00-16:00 Umsjón: Jamil Kouwatli Tölvupóstur: jamil.kouwatli@sureican.org Heimasíða: https://www.facebook.com/arab.iceland/ https://www.facebook.com/Sureican.org/

Staður: Skógarhlíð 20, 105 Reykjavík Tími: kl. 16:00­-18:00 á laugardögum kl. 18:30-21:00 á föstudögum Umsjón: Karim Askari Tölvupóstur: karimaskari@hotmail.com Facebook: ‫ مالسلا ةسردم‬Assalam skólasamtökin

12

13


BÚLGARSKUR

ENSKUR

MÓÐURMÁLSHÓPUR

MÓÐURMÁLSHÓPUR

Staður: Kramhúsið Tími: Á hverjum sunnudegi, kl. 13:15-14:30 Umsjón: Veska A. Jónsdóttir Tölvupóstur: veska@fss.is Facebook: Българска Занималня Бърборино

Enskur hópur er nýbyrjaður eftir hlé í þeirri von að skapa öruggt umhverfi fyrir enskumælandi nemendur og þau sem óska eftir því að læra ensku sem annað mál. Félagið okkar styður við og styrkir tvítyngi og við viljum bjóða stuðning foreldrum/forráðamönnum enskumælandi barna eða barna sem vilja læra eða bæta ensku sína.

Staður: Fellaskóli Tími: Laugardaga kl. 12:30-14:45 Umsjón: Mahdya Malik Tölvupóstur: modurmalenglish@gmail.com Heimasíða: http://www.modurmal.com/groups/english Facebook: https://www.facebook.com/ModurmalEnglishIceland

14

15


FRANSKUR

filippseyskur

MÓÐURMÁLSHÓPUR

MÓÐURMÁLSHÓPUR

Franska fyrir tvítyngd börn og unglinga Staður: Leikskólinn Laufásborg Tími: kl. 16:00-17:30 börn 0 til 6/7 ára kl. 15:00-16:00 börn aldur 8 til 11 ára Umsjón: Sólveig Simha Tölvupóstur: foreldrar.fronsku.barna@gmail.com Facebook: Félagforeldra Frönskumælandibarna

Móðurmálskennsla: Móðurmálsfélagið hefur aðgang að formlegri námskrá um kennslu í filippseysku (Filipino) og öðrum filippseyskum málum (t.d. Tagalog og Cebuano) sem móðurmáli frá 1. – 3. bekk. Við höfum einnig prentaðar námsbækur og vinnubækur á filippseysku, Tagalog og Cebuano frá menntamálaráðuneyti Filippseyja (DepEd). Í kennslu er einnig notað óformlegt námsefni af netinu. Félagið á bókasafn með barnabókum á filippseysku og öðrum filippseyskum málum. Bækurnar eru geymdar í Hólabrekkuskóla. Hópurinn hefur farið í vettvangsferðir t.d. Listasafn Reykjavíkur, Árbæjarsafn og Gerðuberg, menningarmiðstöð. Sjálfboðakennarar hafa einnig tekið þátt í ráðstefnu og endurmenntun sem skipulagt er af Móðurmáli samtökum um tvítyngi. Markmið móðurmálshóps: Leik- og grunnskólabörn af filippseyskum uppruna eru næst stærsti nemendahópur af erlendum uppruna á Íslandi á eftir pólskumælandi börnum skv. Hagstofu Íslands. Þrátt fyrir það sækja mjög fá börn móðurmálskennslu á filippseysku. Með móðurmálskennslu viljum við efla jákvætt viðhorf barnanna og foreldra gagnvart tvítyngi á filippseysku og íslensku. Við viljum efla notkun filippseysku í samskiptum við ættingja og vini frá Filippseyjum. Við þjálfum nemendur í tali, hlustun, lestri og ritun á filippseysku. Að lokum hvetjum við börnin til að elska tungumál og menningu sína. Lýsing verkefnis: Á Filippseyjum eru töluð 187 tungumál en opinber mál eru filippseyska og enska. Langflestir Filippseyingar eru þar af leiðandi fjöltyngdir. Nemendur fengu tækifæri til að kortleggja tungumálafjölbreytni innan fjölskyldunnar sinnar. Þeir tóku viðtal við foreldra, ömmur og afa og uppgötvuðu hversu mörg tungumál þau kunnu. Nemendurnir skrifuðu einnig um af hverju það er mikilvægt að kunna mörg tungumál. Hér eru dæmi um okkar verkefni:

16

17


Filippseyski | móðurmálshópurinn

Filippseyski | móðurmálshópurinn

Móðurmálskennsla á filippseysku Nafn móðurmálshópsins: Inangwika: filippseyskt móðurmálsfélag

Staður: Hólabrekkuskóli Tími: Á laugardögum fyrir hádegi Umsjón: Kriselle Lou Suson Jónsdóttir Tölvupóstur: filipino@modurmal.com Heimasíða: www.modurmal.com/groups/filipino http://filipino.modurmal.com/

18

19


JAPANSKUR MÓÐURMÁLSHÓPUR

Sameiginlegt markmið ●Við höldum upp á fjölda hátíðisdaga: eins og tunglskinshátíð, íþróttadag, nýársveislu, vorhátíð, stelpudag og margt fleira. ●Lærum hvernig þessar hátíðir byrjuðu í Japan. ●Hver bekkur kynnir þemaverkefni þessa árs um “Sögu Japans”.

Staður: Neskirkja Tími: Laugardaga kl. 10:00-12:00 Umsjón: Asako Ichihashi Tölvupóstur: nihongokyoushitsu.is@gmail.com Facebook: http://www.modurmal.com/groups/japanese

20

Japanski | móðurmálshópurinn

Nálgun hvers hóps Tsubomi (Aldur 0-3) ● Að upplifa allskonar hefðbundin hátíðarhöld með foreldrum og eldri börnum. Tanpopo Class (Aldur 3-5) Verkefni: “Fyrir hvað mörgum árum byrjaði þín uppáhalds japanska hátíð?” ● Nemendur velja og teikna sína uppáhalds japönsku hátíðarhöld. ● Rannsaka uppruna hátíðar sem varð fyrir valinu með foreldrum. ● Skilja flæði helstu sögulegra atburða (bæði í heiminum og í Japan) í tímalegu samgengi, og staðsetja svo sinn eigin uppáhalds atburð byggðan á upphafi hátíða. Himawari Class (Aldur 7-9) Verkefni: “Jomon og Yayoi tímabil 14000 f.Kr.-300 e.Kr.” ● Nemendur rannsaka hvernig fólk klæddi sig á Jomon og Yayoi tímabilinu, búa til sinn eigin Jomon og Yayoi klæðnað, og kynna hann fyrir öllum skólanum. ● Læra um hvernig fólk lifði á Jomon og Yayoi tímabilinu borið saman við fólk á Íslandi í gamla daga. ● Skrifa stutta ritgerð um Jomon og Yayoi tímabilið á japönsku og á íslensku.

21


Japanski | móðurmálshópurinn

Japanski | móðurmálshópurinn

Sakura & Nadeshiko Class (11-17 ára)

Tanpopo Class (7-10 ára)

Lokaverkefni: “Sagan mín’’

“Hvað eru mörg ár liðin síðan uppáhalds japanska hátíðin þín byrjaði?”

● Nemendur búa til sitt eigið tímabil með því að skrifa niður eftirminnilegustu viðburði sína frá fæðingarári til dagsins í dag, og bæta síðan við stórum atburðum sem gerðust í Japan og í heiminum á sama tíma bæði á japönsku og á íslensku. Upplýsingum safnað saman með viðtölum, af internetinu, úr bókum, o.s.frv.

Tímalína af japönskum hátíðum

● Nemendur skrifa ritgerð um einn af eftirminnilegustu atburðunum úr tímalínunni á japönsku og íslensku. Tanpopo Class (3-5 ára): “Hvað eru mörg ár liðin síðan uppáhalds japanska hátíðin þín byrjaði?”

Nýársdagur (4 ára) Byrjaði fyrir ca. 1460 árum

22

Stelpudagur (5 ára) Byrjaði fyrir ca. 1000 árum

(7 ára Vorhátíð (5 ára) Byrjaði fyrir ca. 1312 árum

Barnadagur (5 ára) Byrjaði fyrir ca. 70 árum

Himawari Class (7-9 ára): “Jomon og Yayoi tímabil 14000 f.Kr.-300 e.Kr.”

23


Japanski | móðurmálshópurinn

Japanski | móðurmálshópurinn

Himawari Class (9 ára) “Jomon og Yayoi tímabil 14000 f.Kr.-300 e.Kr.”

Himawari Class (7 ára) “Jomon og Yayoi tímabil 14000 f.Kr.-300 e.Kr.”

Sakura & Nadeshiko Class (12 ára) “Sagan mín” Eftirminnilegur atburður: 2017

Himawari Class (8 ára) “Jomon og Yayoi tímabil 14000 f.Kr.-300 e.Kr.”

Sakura & Nadeshiko Class (12 ára) “Sagan mín” Tímaröðin mín

24

25


Japanski | móðurmálshópurinn

Japanski | móðurmálshópurinn

Universal Studios Japan ユニバーサルスタジオが2001年3月31日に開園し、 初日には、1,100万人が来ました。毎年800万人の 人が行きます。 沢山のアトラクションがあります。2016年に母、 姉と親せきの姉と一緒に行きました。とっても楽 しかったです。色々なアトラクションに行きまし た。 Universal studios Japan var opnað 31. mars árið 2001. Yfir 11 milljónir manns komu á staðinn á opnunar degi, núna koma um 8 milljónir manns á hverju ári. Þar eu margir rússíbanar og æðislegir staðir til að skoða. Ég fór þangað árið 2016 með mömmu, systur og frænku minni. Það var æðislega gaman og við fórum í mörg tæki og það sem var skemmtilegast af þessu öllu var að fara í Harry potter heiminn. Þar fórum við inn í Hogwarts skólann og inn í skólanum var rússíbani sem þú varst á töfrakústi inn í Harry potter heiminum. Sakura & Nadeshiko Class (11 ára) “Sagan mín” Eftirminnilegur atburður: Fór með pabba til Japans

Aron Daði Jónsson (市橋アロン)

Sakura & Nadeshiko Class (17 ára) “Sagan mín” Eftirminnilegur atburður: Universal Studios Japan

Sakura & Nadeshiko Class (17 ára) “Sagan mín” Tímaröðin mín

26

Sakura & Nadeshiko Class (11 ára) “Sagan mín” Tímaröðin mín

27


KÍnVERSKUR

LETTNESKUR

MÓÐURMÁLSHÓPUR

MÓÐURMÁLSHÓPUR

Um skólann

Staður: Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík Tími: Eftir samkomulagi Umsjón: Lovísa Sha Mi

Lettneski skólinn í Reykjavík býður börnum með tengsl við Lettland upp á þjálfun í lettnesku og fræðslu um Lettland. Markmiðum sínum hyggst skólinn ná meðal annars með því að:

Tölvupóstur: misha85@gmail.com Facebook: Samtök um kínverskukennslu á Íslandi

• Skipuleggja og sjá um kennslu á lettnesku • Fræða nemendur um sögu Lettlands, menningu, landafræði, siði. o.fl. • Stuðla að og efla samskipti nemenda við aðra sem tala lettnesku • Halda upp á lettneska hátíðisdaga.

Staður: Hólabrekkuskóli Tími: Aðra hverja viku á laugardögum kl. 10:00-12:00 Umsjón: Lauma Gulbe

Chinese Language

28

Tölvupóstur: latviesu.skolina@gmail.com Heimasíða: latviesuskolina.wordpress.com Facebook: Reikjavīkas Latviešu skola

29


LETTNESKI | móðurmálshópurinn

30

LETTNESKI | móðurmálshópurinn

31


LITHÁÍSKUR

LITHÁÍSKI | móðurmálshópurinn

MÓÐURMÁLSHÓPUR

Litháíski móðurmálsskólinn Þrír litir Staður: Hólabrekkuskóli Tími: Laugardaga fyrir hádegi Umsjón: Jurgita Milleriene Tölvupóstur: jurgita@internet.is Heimasíða: www.ltis.org

Litháíski móðurmálsskólinn Þrír litir var stofnaður 1. september árið 2004 í Alþjóðahúsinu. Stofnandi skólans og núverandi skólastjóri er Jurgita Millerienė. Árið 2008 var stofnað Félag Litháa á Íslandi http://www.ltis.org/ og þá varð skólinn hluti af starfsemi félagsins. Kennt er á laugardögum í Hólabrekkuskóla. Í skólanum eru um 55 börn sem skipt er í fimm aldurshópa: 2-3 ára, 4-5 ára, 5-6 ára, 7-9 ára, og 10 ára og eldri. Á undanförnum árum hefur orðið mikil vakning í samfélaginu varðandi mikilvægi móðurmálsins. Nú er það orðið viðurkennt að góð færni í móðurmálinu er undirstaða fyrir farsælu gengi í skólanum og eflir sjálfstraust nemenda. Við skólann kenna níu kennarar sem eru í sjálfboðavinnu, undanfarin ár hafa þeir sótt ýmiskonar námskeið hérlendis og erlendis. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsum menningarlegum og samfélagslegum atburðum og er aðili í samtökunum „Móðurmál“. Árið 2014 fagnaði skólinn 10 ára afmæli en núna erum við að undirbúa 15 ára afmæli skólans árið 2019. Eins og fram hefur komið stofnaði Jurgita Milleriené litháíska móðurmálsskólann Þrír litir þann 1. september, árið 2004. Dagsetningin var vel úthugsað. Skólaganga nemenda hefst alltaf þann 1. september í Litháen og er mikil hátíð menntunar og þekkingar. Nemendur mæta hátíðlega klæddir og halda á blómum við skólasetninguna.

32

33


LITHÁÍSKI | móðurmálshópurinn

34

LITHÁÍSKI | móðurmálshópurinn

35


PÓLSKI | móðurmálshópurinn

PÓLSKUR MÓÐURMÁLSHÓPUR

Um skólann Pólski skólinn í Reykjavík var stofnaður árið 2008. Hann var stofnaður af hópi kennara og foreldra sem vildu auka aðgengi að móðurmáli , pólskri sögu og landafræði Póllands fyrir pólsk börn sem dvelja á höfuðborgarsvæðinu. Grundvöllur til að skilja málfræði og stílfræði í erlendum tungumálum er að skilja það rétt á móðurmáli, því er mikilvægt að læra móðurmálið vel. Í pólska skólanum eiga börn möguleika á að auka orðaforðann, einnig að vera í hópi pólskra jafnaldra og tala við kennara um áhugamál sín eða vandamál. Skólinn er rekinn af vinafélagi Pólska skólans í Reykjavík. Til vinafélagsins teljast allir foreldrar barna sem stunda nám í Pólska skólanum og kennarar skólans. Í augnablikinu eru í skólanum um 361 nemendur á aldrinum 5 til 18 ára, þeir stunda nám í 5 ára bekk, 1.-8. bekk grunnskóla og 1.-3. bekk gagnfræðaskóla. Vinafélagið ræður kennara með viðeigandi menntun sem þarf til að kenna í skólanum. Staður: Fellaskóla, Norðurfelli 17-19, 111 Reykjavík. Vinafélag Pólska skólans Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík Tími: Kennslustundir eru á laugardögum á milli kl. 9.30-14.30 Umsjón: Hópur kennara og foreldra barna sem stunda nám í Pólska skólanum - Vinafélag Pólska skólans. Fax (00354) 511 11 20 Tölvupóstur: szkola@szkolapolska.is Heimasíða: www.szkolapolska.is Facebook: https://www.facebook.com/SzkolaPolskaReykjavik

36

Námskráin felur í sér: Grunnskóli Bekkur: aldur 0-3 – aðallega pólsku Bekkur: aldur 4-7 – pólsku, sögu og náttúrufræði Gagnfræðaskóli Bekkur: 3 – pólsku, sögu, landafræði og félagsfræði Kennslustundir eru á laugardögum á milli kl. 9:30-14:30 í Fellaskóla, Norðurfelli 17-19, 111 Reykjavík. Innskráning í skólann er frá maí til júlí. Borgað er fyrir kennslu mánaðarlega. Mánaðargjöld eru frá kr. 8000 - kr. 9000 fyrir fyrsta barn og svo er 50% afsláttur fyrir hvert barn innan sömu fjölskyldu. Þegar “Mikolajki” jólasveinninn heimsækir börnin, gefur hann sætar gjafir eða ef nauðsynlegt birkigreinar.

foreldra. Skólinn gefur út vottorð sem íslenskir skólar setja á einkunnaspjald með samþykki skólastjóra. Einkunnir í pólsku tungumáli eru sendar tvisvar á ári til íslenskra skóla þar sem okkar nemendur stunda nám. Það er mjög mikilvægt að sem flest sveitarfélög sem nemendur okkar koma frá sýni pólskunáminu stuðning. Nánari upplýsingar gefa: 822 09 25 – Justyna Gotthardt – skólastjóri 822 24 66 – Marta Wieczorek – aðstoðarskólastjóri 820 40 65 – Aneta Włodarczyk – umsjónarmaður bókasafns.

Árlega í janúar er skipulagt ball fyrir grunnskólann en fyrir gagnfræðaskólann er þekkingarkeppni. Skólinn býður einnig upp á: ● Bókasafn, þar sem allir geta gerst áskrifendur. Þar eru bækur, orðabækur, orðasöfn, barnabækur, geisladiskar og fleira (um 7000 bækur) ● Tónlistarkennslu, talþjálfun og sérkennslu. ● Skólasálfræðing með ráðgjöf fyrir nemendur og

37


PÓLSKI | móðurmálshópurinn

38

PÓLSKI | móðurmálshópurinn

39


PÓLSKI | móðurmálshópurinn

40

PÓLSKI | móðurmálshópurinn

41


RÚSSNESKI | móðurmálshópurinn

RÚSSNESKUR MÓÐURMÁLSHÓPUR

Skólinn MÍR hefur verið starfandi í 18 ár við góðar móttökur. Nemendur skólans koma frá ýmsum rússneskumælandi löndum: Rússlandi, Lettlandi, Úkraínu, Kasakstan, Moldavíu, Hvíta-Rússlandi, Armeníu og Georgíu. Skólinn er með margra ára reynslu í tvítyngiskennslu. Nemendur læra rússnesku, stærðfræði, bókmenntir, sögu, söng og hannyrðir. Nemendur þjálfast í samskiptum á rússnesku við vini, fullorðna og að bregðast við í fjölbreyttum aðstæðum.

Rússneskt tungumál hefur náttúrulegt hlutverk í samskiptum og sem miðill nýrrar þekkingar, það tengir fullorðna og börn í lærdómsferlinu. Þegar barn lærir móðurmál og erlent mál, lærir það um menningu annarra þjóða en það skilur einnig betur tengingar á milli þeirra og metur eigin arfleifð að verðleikum.

Á leikskólaaldri hafa börn góða hæfni til að þróa talmál. Þróun tvítyngis er áhrifaríkust á fyrstu æviárunum – börn eru opin gagnvart nýjungum, þekkja ekki hindranir og staðalímyndir.

Félagið MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands Staður: Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík Tími: Laugardaga Umsjón: Lioubov Rivina Ritari: Anna Valdimarsdóttir Nerman Facebook: Школа русского языка и студия детского творчества в “Мире” Учебная группа в помощь родителям и детям.

42

43


RÚSSNESKUR

RÚSSNESKI | móðurmálshópurinn

MÓÐURMÁLSHÓPUR

Um skólann Hópnum er skipt í þrjá aldurshópa: yngstu börnin (2-6 ára), miðhópur (7-11 ára) og elstu börnin og ungmenni (12-19 ára). Hóparnir eru ekki aðeins aldursskiptir, heldur líka getuskiptir. Rússneski móðurmálshópurinn var einn af stofnendum samtakanna Móðurmál, en árið 1994 hittust foreldrar úr fimm málsamfélögum. Árið 2001 stofnuðu foreldrar samtökin formlega. Aðalmarkmið rússneska móðurmálshópsins er að kenna rússneskumælandi börnum móðurmál þeirra, kynna rússneskar barna og unglingabókmenntir fyrir þeim og viðhalda tengslum þeirra við rússneska menningu.

Staður: Borgarbókasafnið í Kópavogi Tími: Þriðjudaga / fimmtudaga (til skiptis) kl. 16:00-18:00 (eldri börn og ungmenni 10-19 ára), Staður: Leikskólinn Ösp, Breiðholti Tími: Laugardaga: kl. 9:30-16:00, börn 3-12 ára Umsjón: Lyudmila Zadorozhnya Tölvupóstur: lyd70mi@mail.ru Facebook: Школа русского языка в Исландии “Родной Язык” “Móðurmál”

44

45


SERBNESKUR

SERBNESKI | móðurmálshópurinn

MÓÐURMÁLSHÓPUR

Um skólann Árið 2016 var stofnuð Serbnesk menningarmiðstöð á Íslandi (Српски Културни Центар на Исланду – СКЦИ). Eitt af meginhlutverkum hennar er að varðveita serbneska tungu, menningu, sögu og hefðir. Verkefnin eru fjölbreytt og eitt af þeim er verkefnið Serbnesk tungumál, saga og hefðir. Verkefnið Serbnesk tungumál, saga og hefðir fór af stað haustið 2016 og er fyrir börn á grunnskólaaldri. Frá skólaárinu 2018/2019 var börnum í elstu árgöngum leikskólans boðið að vera með. Verkefnið er ætlað öllum börnum sem vilja læra serbneska tungumálið og kyrillískt letur, kynnast serbneskri sögu, menningu og hefðum. Börnunum er skipt niður í tvo hópa eftir aldri, yngri (5-8 ára) og eldri (9-14 ára).

Í kennslunni er lögð áhersla á að börnin læri að skrifa og lesa serbnesku, kyrillíska letrið í gegnum fjölbreyttar kennsluaðferðir, serbneska menningu, sögu og hefðir, serbneskar barnabókmenntir, öðlist skilning og ræði um mismunandi texta sem tengjast hverju þema fyrir sig. Þemun eru mismunandi og tengjast bæði sögu en einnig hátíðum sem haldnar eru í Serbíu. Lögð er áhersla á að börnin læri sem mest í gegnum leik og er oft spilað og farið í leiki í kennslutímum. Okkur finnst einnig mikilvægt að börnin læri um menningu landsins sem þau búa í og það er gert með vettvangsferðum um höfuðborgina þar sem heimsóttir eru mikilvægir staðir og söfn en einnig með ferðum út á land þar sem íslensk menning er kynnt í gegnum serbneskt tungumál. Þannig er reynt að stuðla að þvermenningarlegum tengslum á milli þessara tveggja menningarheima. Við fögnum helstu hátíðum líkt og í heimalandi okkar, með skipulögðum menningarlegum atburðum eins og Hátíð töfra barna, Páska töfrar, Opinn dagur, Heilagur Sava og fleira þar sem börnin og foreldrar/ forráðamenn taka virkan þátt. Þetta verkefni er styrkt af menntamálaráðuneyti Serbíu sem er virkur þátttakandi og hluti af samtökunum Móðurmál. Hjá okkur eru engin skólagjöld og allir kennarar eru í sjálfboðavinnu.

Serbnesk menningarmiðstöð á Íslandi Staður: Foldaskóli – Reykjavík, og einu sinni í mánuði er tíminn kenndur í Fjölskyldusetrinu – Reykjanesbæ í stað Foldaskóla. Tími: Laugardaga kl.12:30-13:30 Umsjón: Nevena Novakovic, Danijela Zivojinovic Tölvupóstur: centarsrpskekulture@gmail.com Facebook: Srpski Kulturni Centar na Islandu - Serbnesk menningarmiðstöð á Íslandi

46

47


SERBNESKI | móðurmálshópurinn

48

SERBNESKI | móðurmálshópurinn

49


SLÓVAKÍSKUR

SLÓVAKÍSKI | móðurmálshópurinn

MÓÐURMÁLSHÓPUR

Staður: Fellaskóli Tími: Laugardaga kl. 9:30-11:00 Umsjón: Olga Kacianová, Linda Weberová Tölvupóstur: oli.cooli@gmail.com, lindusa.weber@gmail.com Heimasíða: http://www.modurmal.com/slovak-slovakiska/ Facebook: Slovenčina pre deti na ISLANDE

SLOVENČINA PRE DETI NA ISLANDE

50

51


SPÆNSKUR

SPÆNSKI | móðurmálshópurinn

MÓÐURMÁLSHÓPUR

Um skólann Móðurmálskennsla í spænsku hófst árið 2001 en árið 2016 var hópurinn formlega stofnaður og félagið Móðurmál-spænskur hópur var stofnað. Tilgangur félagsins er að skipuleggja og bjóða upp á kennslu á spænsku fyrir börn sem eiga spænsku að móðurmáli og / eða eru íslensku- og spænskumælandi. Hópurinn skiptist í fjóra aldurshópa: smábarna (1-3 ára), leikskóla (4-5 ára), grunnskóla yngri (6-9 ára) og grunnskóla eldri (10-12 ára). Hóparnir eru ekki aðeins aldursskiptir, heldur líka getuskiptir.

Staður: Hólabrekkuskóli Tími: Laugardaga kl. 11:00-13:00 Umsjón: Maria Sastre Tölvupóstur: modurmalhispano@gmail.com Heimasíða: http://www.modurmal.com/groups/spanish/ Facebook: https://www.facebook.com/groups/651102321596210

52

53


SPÆNSKI | móðurmálshópurinn

54

SPÆNSKI | móðurmálshópurinn

55


SPÆNSKI | móðurmálshópurinn

56

SPÆNSKI | móðurmálshópurinn

57


SPÆNSKI | móðurmálshópurinn

58

SPÆNSKI | móðurmálshópurinn

59


SPÆNSKI | móðurmálshópurinn

60

SPÆNSKI | móðurmálshópurinn

61


SPÆNSKI | móðurmálshópurinn

62

SPÆNSKI | móðurmálshópurinn

63


TÉKKNESKUR

TÉKKNESKI | móðurmálshópurinn

MÓÐURMÁLSHÓPUR

Um skólann Félagið Tékkneska á Íslandi (TÉKÍS) var stofnað árið 2011. Félagið rekur tékkneskan móðurmálsskóla sem sinnir tékkneskukennslu á þremur aldursstigum, sem og tékknesku barna- og unglingabókasafni. Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum fyrir börn, fjölskyldur og félagsmenn, og hefur haft samvinnu við Tékkneska skóla án landamæra. Félagið Tékkneska á Íslandi (TÉKÍS) Staður: Fellaskóli Tími: Laugardaga kl. 9:30-12:00 Umsjón: Zdeňka Motlová Tölvupóstur: cestina@modurmal.com Heimasíða: www.tekkneska.modurmal.com Facebook: Tékkneska fyrir börn á Íslandi

64

65


TÉKKNESKI | móðurmálshópurinn

66

TÉKKNESKI | móðurmálshópurinn

67


TÆLENSKUR

ÚKRAÍNSKUR

MÓÐURMÁLSHÓPUR

MÓÐURMÁLSHÓPUR

Um skólann

Um skólann

Boðið er upp á tælensku fyrir börn og unglinga, gítartíma, íslensku og ensku fyrir foreldra.

Börnin læra úkraínsku í gegnum leik, þjálfa tal og hlustun á úkraínsku og stutt er við byrjendalæsi. Kennararnir nota listir og sköpun, tónlist, hreyfingu og jóga til að styðja við þroska barna, virkni og gleði. Námið er hannað fyrir börn 3-10 ára. Aðalmarkmið úkraínska móðurmálshópsins er að kenna úkraínskumælandi börnum móðurmál þeirra, kynna úkraínskar barna- og unglingabókmenntir og viðhalda tengslum þeirra við úkraínska menningu.

Staður: Fellaskóli Tími: Laugardaga kl. 11:30-14:30 Umsjón: Phetchada Khongchumchuen Tölvupóstur: phetchada@gmail.com

Staður: Borgarbókasafnið í Kópavogi Tími: Þriðjudaga / fimmtudaga (til skiptis) kl. 16:00-18:00 (eldri börn og ungmenni 10-19 ára), Staður: Leikskólinn Ösp, Breiðholti Tími: Laugardaga: kl. 9:30-16:00, börn 3-12 ára Umsjón: Julia Zaharova, Lyudmila Zadorozhnya Tölvupóstur: zjs0906@gmail.com, lyd70mi@mail.ru Facebook: Школа русского языка в Исландии “Родной Язык” - “Móðurmál”

68

69


ÞÝSKUR MÓÐURMÁLSHÓPUR

SAMSTARFSAÐILAR Um skólann Tvítyngd börn á milli 5 og 12 ára eru velkomin til að skrá sig í skólann. Námið er hannað fyrir börn sem hafa þekkingu og skilning í þýsku, t.d. börn sem eiga annað eða báða þýskumælandi foreldra eða börn sem hafa búið í Þýskalandi í einhvern tíma.

Móðurmál – samtök um tvítyngi vinnur í samstarfi við ríkisstofnanir, sveitarfélög, mennta- og menningarstofnanir og alþjóðleg móðurmálssamtök. Helstu samstarfsaðilar Móðurmáls eru:

Staður: Bókasafnið í Hafnarfirði Umsjón: Valerie H. Maier, Christian Schultze Tölvupóstur: dis.netzwerk@gmail.com Heimasíða: http://netzwerk.weebly.com/deutschkurse.html Facebook: Deutsch-Isländisches Netzwerk

70

•Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar •SAMFOK - samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík •Menningarmiðstöðin Gerðuberg •Borgarbókasafn Reykjavíkurborgar •Miðja máls og læsis, Reykjavík •Innflytjendateymi •Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar •Veröld - alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar •Almannaheill – samtök þriðja geirans •International and Heritage Languages Association, Edmonton, Kanada •Modersmålscentrum í Lundi, Svíþjóð •Mother Tongues, Dublin, Írland

71


LOKAORÐ Hér lýkur vinnu við fyrstu tvítyngdu bók Móðurmáls - samtaka um tvítyngi. Vinnan að verkefnum í hópum hófst árið 2017, en það ár var helgað sögu í þeim hópum sem tóku þátt. Úrvinnsla bókarinnar tók lengri tíma en ætlað var, en það tókst loks að fá gott fólk til samstarfs, og verkefninu lauk í febrúar 2019. Ég vil þakka öllum þeim sem tóku þátt í að skapa bókina - börnum, móðurmálskennurum, foreldrum, hópstjórum, borgarstjóra Reykjavíkurborgar og forsetahjónunum fyrir góðar kveðjur, og þeim sem unnu að uppröðun og hönnun. Sérstakar þakkir fá móðurmálskennarar. Þeir eru gæðafólk með hjartað á sínum stað og með sterkar skoðanir um mikilvægi móðurmáls fyrir börn, fjölskyldur og samfélagið. Þær, því þær eru yfirleitt konur, eru tryggar starfinu sínu og metnaðarfullar í garð kennslu og árangurs barna. Það er mikill heiður að starfa með móðurmálskennurum.

Öll þessi dásamlega starfsemi væri ekki möguleg án stuðnings margra aðila. Fyrst og fremst vil ég þakka Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar (SFS), en án þeirra langtímastuðnings væri starfsemin ekki í þeirri mynd sem hún er í dag. SAMFOK hefur boðið Móðurmáli stuðning og samstarf í fræðslu til foreldra/ forráðamanna. Menningarmiðstöð Gerðubergs og Borgarbókasafn Reykjavíkurborgar hafa í mörg ár stutt samtökin með fallegum rýmum fyrir viðburði og fundi. Margir aðilar, einstaklingar og hópar, hafa lagt sitt af mörkum til að gera stóra þróunarverkefnið - Móðurmál - að lifandi menningar- og menntastofnun sem hefur öðlast fastan sess í fjölmenningarsamfélagi á Íslandi.

Í gegnum árin hafa mjög mörg verkefni, smá og stór, verið unnin í móðurmálshópunum og í samtökunum, en í gegnum þau kynnast börnin og fjölskyldur og læra mjög margt. Þau læra auðvitað móðurmálið, en líka margt um samskipti, vísindi, bækur, listir og tónlist, menningu, fjölmenningu, og samfélagið. Þetta eru ógleymanleg ár fyrir alla sem taka þátt. Börnin fá innsýn í nýja heima og styrkja sjálfsmynd sína sem fjöltyngdir einstaklingar. Móðurmálskennarar og hópstjórar öðlast rödd og þróa sig áfram sem fagfólk. Foreldrar læra um mikilvægi móðurmáls síns og hvernig það tengist lífi barnanna á Íslandi.

72

73


Profile for Renata Emilsson Peskova

Bilingual book of Móðurmál - the Association on Bilingualism (2017-2018)  

Tvítyngd bók Móðurmáls - samtaka um tvítyngi (2017-2018)

Bilingual book of Móðurmál - the Association on Bilingualism (2017-2018)  

Tvítyngd bók Móðurmáls - samtaka um tvítyngi (2017-2018)

Profile for renatape
Advertisement