Endurnýtt líf

Page 1

1. tbl. 2019

Joey Christ Alma Gytha

Ýrúrarí GEFUR GÖMLUM PEYSUM AUGU & JAFNVEL MUNN Flíkurnar SEM ÞÚ FINNUR

Í VERSLUNUM RAUÐA KROSSINS


Efnisyfirlit

Bls. 3 Pistill ritstjóra Edda Gunnlaugsdóttir skrifar. Bls. 4–9 Tíska Það leynast margar flottar flíkur í verslunum Rauða krossins. Bls. 10–15 Joey Christ & Alma Gytha Tískuþáttur og viðtal. Bls. 16–19 Bestu kaupin Tískufyrirmyndir segja frá sinni uppáhalds flík úr Rauða krossinum.

Bls. 3

Bls. 4–9

Bls. 20–23 Ýrúrarí Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir gefur gömlum peysum nýtt líf, augu og stundum munn. Bls. 24–25 Fólkið fer syngjandi út Vinkonurnar Helen og Margrét eru sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum. Bls. 27 Vala K. Leikkonan líflega situr fyrir svörum.

Bls. 10–15

Bls. 20–23

Bls. 16–19

Bls. 24–25 Forsíða Fyrirsætur: Jóhann Kristófer Stefánsson og Alma Gytha Huntington-Williams Ljósmyndari: Helga Laufey Ásgeirsdóttir Stílisti: Anika Laufey Baldursdóttir Förðun og hár: Kolbrún Anna Vignisdóttir Fatnaður úr verslunum Rauða krossins

Bls. 27

Endurnýtt líf Ritstjóri: Edda Gunnlaugsdóttir Hönnun/umbrot: Rán Ísold Eysteinsdóttir Ljósmyndarar: Guðmundur Þór Kárason, Hallmar Freyr Þorvaldsson Rauði krossinn á samfélagsmiðlum Instagram @raudakrossbudirnar Facebook raudakrossbudir

2

Endurnýtt líf


Pistill ritstjóra

→ Myndina tók Rakel Tómasdóttir

Tískublað eins og þetta hefur aldrei átt betur við en í dag: tímarit sem sýnir það og sannar að eldri föt eru spennandi kostur. Tískan fer í hringi og allt það, er það ekki annars? Föt snerta okkur öll, hvort sem við höfum áhuga eða ekki, og flestir vita að tísku- og textíliðnaðurinn er langt frá því að vera umhverfisvænn. Offramleiðsla á textíl helst í hendur við neysluvenjur fólks og líftími hverrar flíkur hefur styst gríðarlega á síðustu árum. Við Íslendingar erum alls ekki saklaus. Samkvæmt Umhverfisstofnun kaupir hver Íslendingur sautján kíló af nýjum fötum á hverju ári. Við erum ekki einungis að kaupa mikið, við erum jafnframt að henda miklu og hefur fatasóun aukist töluvert síðustu ár. Árið 2016 hentu Íslendingar rúmum 5.700 tonnum af textíl og skóm, sem er tvöfalt meira magn en árið 2012. Hvenær urðu fötin okkar einnota? Tískuheiminum fylgir ekki svo mikill hégómi að það þurfi að endurnýja svona oft. Það er vel hægt að hafa gaman af fötum og þykja vænt um umhverfið á sama tíma. Viðmælendur blaðsins eiga það allir sameiginlegt að láta umhverfisvernd sig varða en starfa meðal annars í heimi lista og tísku. Prjónahönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir endurnýtir peysur frá Rauða krossinum og með sínu fjöruga ímyndunarafli býr hún til fígúrur úr þeim. Ýr breytir og bætir og vill miðla þeirri kunnáttu áfram. Svo virðist sem sú hefð hafi gleymst og nú hendum við frekar fötum en að bæta þau.

3

Bæði á tískusíðum blaðsins og í tískuþætti má sjá flíkur úr verslunum Rauða krossins. Flíkurnar eru vel með farnar og myndu sóma sér vel innan um tísku dagsins í dag. Í liðnum Bestu kaupin má sjá flíkur í miklu uppáhaldi viðmælenda sem keyptar hafa verið í verslunum Rauða krossins. Parið Jóhann Kristófer og Alma Gytha, sem prýða forsíðuna og sitja fyrir í tískuþættinum, eru tryggir viðskiptavinir. Það var hressandi að heyra Ölmu tala um ákveðna hringrás þegar hún sagðist hafa séð sinn eigin fatnað til sölu í verslunum Rauða krossins. Þar sjáum við mikilvægi þess að endurnýta fatnaðinn okkar, því hann gæti nýst öðrum. Fatasöfnun er eitt mikilvægasta fjáröflunarverkefni Rauða krossins á Íslandi. Fötin sem gefin eru til Rauða krossins skapa verðmæti. Þau eru boðin til sölu í verslunum eða gefin í fataaðstoð og ósöluhæfar flíkur eru seldar hönnuðum sem hráefni til endurnýtingar. Viðmælendur blaðsins finna því einungis kosti við að versla við Rauða krossinn og því er ég hjartanlega sammála. Með þessu tímariti vill Rauði krossinn vekja enn meiri athygli á verkefninu og hvetja fólk til að leggja því lið. Hafðu Rauða krossinn í huga, hvort sem þú ert að losa þig við fatnað eða langar í „ný“ föt. Hver veit? Þú, eða einhver annar, gætir fundið þar einstaka flík sem fær nýtt líf.

Leiðari


Tíska

Dr. Martens 4.500 kr. Gullkeðja 1.000 kr. Prjónaður toppur 2.500 kr. Levi’s gallabuxur 2.500 kr. Jakki 3.500 kr. Taska 1.500 kr. Slæða 1.000 kr. 4

Endurnýtt líf


↑ Myndirnar tók Hallmar Freyr Þorvaldsson

5

Tíska


Prjónapeysa 4.000 kr. Burberry frakki 10.000 kr. Levi’s hvítar buxur 2.500 kr. Gucci belti 8.000 kr. Nike strigaskór 3.500 kr. 6

Endurnýtt líf


„Þegar við sinnum fólki í miðjum harmleik spyr það oft hvað það eigi að borga. Það slær mig. Því þú borgar ekki fyrir aðstoð.“ Gylfi, — sjálfboðaliði í viðbragðshópi Rauða krossins

Mannvinir eru mál Starf Gylfa er mögulegt vegna Mannvina. Með mánaðarlegu framlagi styður þú við mannúðar- og hjálparstarf innanlands og utan þar sem þörfin er mest.

Vilt þú vera Mannvinur? mannvinir.is

Brandenburg | sía

VERUM EFNILEG Í ENDURVINNSLU Í endurvinnslustöðvum SORPU og í grenndargámum Rauða krossins getur þú losað þig við föt og klæði sem eru hrein, þurr og pökkuð í lokaðan poka. Það sem er rifið og slitið nýtist líka í endurvinnslu. Á hverju ári hendum við u.þ.b. 15 kg af textíl og skóm á mann. Við skulum minnka það og endurnýta.

Nánari upplýsingar á sorpa.is

SORPA | Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa.is


Blómaskyrta 2.000 kr. Prada stígvél 7.000 kr. Sólgleraugu 1.000 kr. Leðurbuxur 4.000 kr. Kiss gallajakki 6.000 kr. 8

Endurnýtt líf


Mokkajakki 15.000 kr. Háskólapeysa 1.500 kr. Skyrta 2.000 kr. Ray-Ban sólgleraugu 3.000 kr. Levi’s gallabuxur 2.500 kr. Skór 4.000 kr. Grár jakki 5.000 kr. 9

Tíska


10

Endurnýtt líf


Mokkajakki 15.000 kr. Loðnir skór 3.500 kr. 11

Tíska


Joey Christ & Alma Gytha

→ Á myndinni eru Jóhann Kristófer Stefánsson og Alma Gytha Huntington-Williams

Alma Gytha Huntington-Williams og Jóhann Kristófer Stefánsson hafa verið saman í rúmlega níu ár og búa nú saman í miðbæ Reykjavíkur ásamt hundinum sínum. Þau sitja fyrir í tískuþætti blaðsins klædd fatnaði úr verslunum Rauða krossins en þar eru þau tíðir gestir. „Ég geng strax að litum sem ná athygli minni og skoða svo flíkurnar sjálfar. Stundum finnur maður fín merki, sem er plús, og það er oft sem það gerist,“ segir Alma þegar hún er spurð að því hverju hún leitar helst eftir í fatnaði úr Rauða krossinum. Jóhann tekur undir. „Líka einhverju sem passar, það er ekki sjálfgefið. En svo er ekki eitthvað eitt sérstakt sem ég leita að, bara öllu. Uppáhalds gallabuxurnar mínar eru til dæmis úr Rauða krossinum, þær eru bláar og hvítþvegnar. Það er líka gaman að sjá hvort það séu einhverjar húfur, hattar, belti eða skór. Ég leita að einhverju sem talar til mín, einhverju sem ég held að gæti passað mér á einhverjum tímapunkti.“ Alma segir einnig svo skemmtilegt að finna sérstakar flíkur í búðinni, fríkuð föt sem enginn annar á. Jóhann er tónlistarmaður, einn af eigendum útvarpsstöðvarinnar 101 og leikur um þessar mundir í óperunni Brúðkaup Fígarós eftir Mozart sem Íslenska Óperan sýnir í Þjóðleikhúsinu. „Þetta er grínleikrit og hefur fengið mjög góðar viðtökur. Það er erfitt að dæma þegar maður er sjálfur á sviði en fólki finnst þetta fyndið.“ Það er mikið að gera því ásamt leiklistinni er hann í útvarpinu og að búa til nýja tónlist í stúdíóinu. „Við vildum aðallega kynna fólki fyrir nýjum straumum, stefnum og list,“ segir Jóhann þegar hann er spurður um helstu markmið útvarpsstöðvarinnar. „Við erum meira en útvarpsstöð, en hún er kjarninn sem við vinnum út frá. Við vildum skapa einhvers konar samfélag, því við vinirnir

12

sem stofnuðum þetta höfum mikinn áhuga á listrænni stjórnun, svo það var pælingin til að byrja með.“ Jóhann segist ekki vita hvað hann geri í framtíðinni en getur vel séð fyrir sér að mennta sig meira. „Ég er svolítið fljótandi, geri eitt eina stundina og allt annað þá næstu.“ Ölmu finnst spurningin um framtíðina einnig erfið en er sammála Jóhanni um að meiri menntun komi til greina. „Ég hef nú ekki planað neitt lengra en fram að áramótum. Mig langar auðvitað að vinna við eitthvað skemmtilegt og gefandi, betra ef það væri eitthvað tengt jarðfræði eða umhverfinu. Hef verið að spá hvort ég ætti að fara í doktorsnám, hef spáð í það í langan tíma.“ Þau vona samt að framtíðin, hvernig sem verður, verði skemmtileg „Við höfum verið saman síðan við vorum átján ára og þroskast og vaxið saman og það hefur verið furðu lítið um árekstra,“ segir Jóhann. „Nú skiptir mestu máli að það verði gaman, framtíðin verður að vera skemmtileg hvernig sem hún verður.“ Alma útskrifaðist sem jarðfræðingur árið 2018 og hóf þá störf hjá Jarðvísindastofnun. Í sumar bauðst henni starf í jarðvarmaveri þar sem hún vinnur í umhverfis- og öryggismálum. „Það er lítið skref frá jarðfræðinni, en þetta er tímabundið starf fram að áramótum og því er ég meira í umhverfismálunum núna.“ Alma hefur mun umhverfisvænni lífsstíl nú en áður og telur góða hugmynd að taka lítil skref í einu. „Það er enginn að búast við að fólk stökkvi út í djúpu laugina og fari á fullt. Það er gott að vera meðvitaður og taka frekar lítil skref í einu. Við Jói höfum gert þetta smátt og smátt, fyrst byrjuðum við að flokka hitt og þetta og svo hefur það vaxið. Svo höfum við verið að minnka kjötneyslu, nú er ég alveg hætt að borða kjöt og ég býst við að Jói sé alveg að fara að hætta því, hann borðar allavega mjög takmarkað af kjöti.“ Endurnýtt líf


13

Myndaþáttur


14

Endurnýtt líf


15

Myndaþáttur


16

Endurnýtt líf


17

Myndaþáttur


„Bæði hönnuðir og verslanir eru að svara kalli neytandans svo mér finnst mjög flott að hafa áhuga á tísku og reyna að vera umhverfisvænn á sama tíma“

Jóhann segir allsherjar vitundarvakningu vera að eiga sér stað og tekur undir með Ölmu að það sé gott að vera meðvitaður. „Það er misjafnt hvaða skref fólk tekur en þetta eru allt persónulegar ákvarðanir. Sumir drekka mikið af orkudrykkjum, því fylgja dósir, aðrir keyra um á stórum bílum, en ég held samt að flestir í kringum okkur séu að hugsa um þetta.“ En er hægt að hafa áhuga á tísku og ætla að vera umhverfisvænn á sama tíma? „Já, mér finnst það. Þegar ég var yngri keypti ég mér mikið af fötum, mikið magn, en nú eyði ég frekar meiri pening í einhvern einn hlut, þegar ég fer til útlanda til dæmis, sem í sjálfu sér er kannski ekki umhverfisvænt. En hérna heima þá versla ég langmest í Rauða kross búðinni og á öðrum fatamörkuðum. En mér finnst tíska og hönnun snúast svolítið um þetta í dag, bæði hönnuðir og verslanir eru að svara kalli neytandans svo mér finnst mjög flott að hafa áhuga á tísku og reyna að vera umhverfisvænn á sama tíma,“ segir Jóhann. „Það er líka hægt að vera duglegri í að kaupa notuð föt, pæla í því sem maður kaupir og spyrja sjálfa sig að því hvaðan fötin eru að koma,“ segir Alma sem er sjálf dugleg að kaupa notuð föt. „Nú er mikið um fatamarkaði þar sem fólk getur gefið eða selt fötin sem ekki er verið að nota, sem er gott. Ég hef til dæmis oft lent í því að ég gefi föt í Rauða krossinn og sé flíkurnar síðan seinna meir í versluninni. Það er ákveðin hringrás,“ segir Alma og hlær. „En ætli okkar stærsta vandamál sé ekki það að við eigum aðeins of mikið af fötum. Það skemmtilega við tísku er maður getur

18

ákveðið hver maður vill vera, í rauninni, og sýnt eða reynt að túlka það með fatnaðinum sem maður klæðist.“ Jóhann hefur einnig mikinn áhuga á tísku og segist elska að fara í búðir. „Ég veit ekki hvað mér finnst nákvæmlega heillandi við tísku en mér finnst gaman að klæða mig. Mér finnst gaman að kaupa og versla,“ segir hann hlæjandi. „Ég get auðvitað misst mig en hef þokkalega sjálfstjórn. Í útlöndum finnst mér sérstaklega gaman að fara í búðir og þó að ég sé ekki að kaupa neitt þá finnst mér tískan áhugaverð. Fyrir mér er það oft eins og að fara á safn. Svo finnst mér einnig gaman að setja sjálfan mig í búning. Ég hef mikinn áhuga á sýningu og listrænni stjórnun og að kynna eitthvað fyrir fólki. Það liggur beinast við að nota sjálfan sig í það, tískuna og stílinn.“ Sem hann gerir, hvort sem það er á sviði eða úti í göngutúr með hundinn. „Mér finnst gaman að fara út í öfgar á sviði en mér finnst líka gaman að vera í einhverju rosalegu lúkki hversdags, ekki bara þegar ég er að spila. Það er svolítið gaman að vera alltaf klæddur eins og maður sé að fara á show, mér finnst bara flott að vera alltaf ferskur á því. En ætli ég eigi ekki allt of mikið af fötum í rauninni, en ég er reyndar duglegur að losa mig við það sem ég nota ekki. Það er auðvelt að setja þær flíkur í poka og í gám til Rauða krossins svo þær fái nýtt líf.“ Alma er á sama máli og kemur með punkt sem margir mega taka til sín. „Það á líka að nota fötin sem hanga upp í skáp, maður á miklu meira en maður heldur.“ Endurnýtt líf


Ljósmyndari: Helga Laufey Ásgeirsdóttir Fyrirsætur: Alma Gytha Huntington-Williams og Jóhann Kristófer Stefánsson Stílisti: Anika Laufey Baldursdóttir Förðun og hár: Kolbrún Anna Vignisdóttir

19

Myndaþáttur


Bestu kaupin

→ Myndirnar tók Guðmundur Þór Kárason í búðum Rauða krossins

Í verslunum Rauða krossins er hægt að finna gullmola, fínni merki og flíkur sem þú sérð hvergi annars staðar. Það borgar sig að kíkja við, helst sem oftast, og heppnin gæti verið með þér. Tónlistarkonan Bríet1, lögfræðineminn Helga Margrét2, kvikmyndagerðarmaðurinn Ágúst Elí3 og fleiri eiga það sameiginlegt að hafa fundið sínar uppáhalds flíkur í Rauða krossinum.

20

Endurnýtt líf

1

2

3


RÖNDÓTT SKYRTA

Sindri Dýrason 22 ára, vinnur í félagsmiðstöðinni Frosta og er á myndlistarbraut í Listaháskóla Íslands. „Mér finnst ég vera svo sætur í henni. Þetta er uppáhalds skyrtan mín í augnablikinu. Hún er svört og græn og er frá Versace. Annars á ég líka uppáhalds jakkaföt sem ég fann í Rauða kross versluninni á Skólavörðustíg. Ég fann aldrei nógu góð jakkaföt sem pössuðu mér fyrr en ég mátaði þessi.“

21

Bestu kaupin


RAUÐ DRAGT

Helga Margrét Agnarsdóttir 21 árs, lögfræðinemi í Háskóla Íslands.

BESTU KAUPIN

„Rauði jakkinn var keyptur í sumar. Mér finnst hann svo fallegur og einstakur og var búin að vera leita mér að rauðri flík, því ég á mjög fáar. Líka svo skemmtilegar boss/business-vibes frá honum sem ég elska.“

MARIMEKKO JAKKI

Ragnheiður Björk Aradóttir 21 árs, í BA námi í tísku- og markaðsfræðum í London College of Fashion. „Það var mjög erfitt að velja flíkur þar sem nánast allur fataskápurinn minn er úr Rauða kross búðunum. Valdi jakkann vegna þess að ég er búin að eiga hann lengi og verð ekki þreytt á honum. Þykir vænt um allar þessar flíkur og valdi flíkur sem eiga vel við mörg tilefni.“

HVÍTUR JAKKI

Högna Jónsdóttir 22 ára, vinnur í Þjóðleikhúsinu, ásamt því að vera á öðru ári í myndlist í Listaháskólanum. „Hvíta jakkann keypti ég á mjög sveittum og erfiðum degi í ágúst. Ég keypti hann af því hann var hvítur. Mig langaði í eitthvað hvítt. Líka af því að það voru engir blettir á honum. Svörtu buxurnar af því þær smellpössuðu, fallega sniðnar og voru með svo skemmtilegri áferð.“

22

Endurnýtt líf


BUCKLE JAKKI

Í RAUÐA KROSSINUM

Guðmundur Magnússon 22 ára, nemi í fatahönnun í Listaháskólanum.

RÚSKINNSJAKKI Ágúst Elí Ásgeirsson 21 árs, kvikmyndagerðarmaður.

„Stundum segir alheimurinn mér að fara í Rauða kross búðina á Skólavörðustíg. Þegar það gerist þá hlýði ég og alltaf bíður eftir mér einhver rugluð flík. Þetta var nákvæmlega það sem gerðist þegar ég keypti steingráa rúskinnsjakkann minn.“

„Ég hafði verið að skoða jakka í svipuðum stíl á netinu um þetta leyti en rakst síðan á þennan á Instagramminu hjá Rauða krossinum. Jakkinn er frá Issey Miyake og það var geggjað að finna flík frá þessum hönnuði á margfalt betra verði en ég hefði þurft að borga fyrir hana á netinu.“

EIMSKIPSJAKKI Bríet Ísis Elfar 20 ára tónlistarkona.

„Veturinn er að koma og mig vantaði úlpu. Ég keypti hana fyrir stuttu síðan og hef notað hana mikið undanfarið. Gallabuxurnar eru líka úr Rauða krossinum og ég valdi þær því mér fannst þær mjög nettar. Það er geggjað að versla í Rauða krossinum því þá færðu flíkur sem enginn annar á.“

23

Bestu kaupin


Ýrúrarí

„Ýrúrarí varð til árið 2012, eða þá byrjaði ég að hanna skrýtnar peysur og hefur þetta þróast mikið síðan þá. Þetta byrjaði í skapandi sumarstörfum í Kópavogi, þegar ég átti í rauninni að vera að gera eitthvað allt annað. Ég lærði fyrst að prjóna í grunnskóla og var mjög dugleg þegar ég var yngri, svo þarna byrjaði ég aftur,“ segir Ýr. Í framhaldinu lærði hún síðan á heimilisprjónavél og fór að prjóna peysurnar í vél, sem þróaðist síðar út í að endurnýta gamlar peysur. „Því fylgdu margir kostir, sérstaklega þar sem ég þurfti ekki að prjóna peysurnar frá grunni þar sem það fer rosalegur tími í það. Það kostar mikið efni, útreikninga og annað og það var ekkert endilega það sem ég eða aðrir sóttust eftir í peysunum mínum.“ Ýr segir að það sé karakterinn sem hún skreytir peysurnar með sem gerir merkið Ýrúrarí. „En svo fór ég út í það að skreyta eldri peysur því ég vildi hafa peysurnar mínar ódýrari. Á þessum tíma var ég aðallega að selja til vina minna eða námsmanna. En í staðinn fór ég að skreyta þær svo mikið að þetta fór aftur að taka langan tíma,“ segir Ýr

24

Endurnýtt líf


→ Ýr Jóhannsdóttir hannar undir merkinu Ýrúrarí og er þekkt fyrir skrautlegar prjónapeysur sínar. Undanfarna mánuði hefur hún unnið náið með Rauða krossinum þar sem hún endurnýtir peysur, gefur þeim nýtt líf og stundum augu, nef og eyru.

25

Ýrúrarí


„Ég vil fá kynslóðir til að hjálpast að við að búa til tískuvöruna sem þær langar í. Mér finnst stundum eins og þetta sé annað form af teikningu eða tjáningu.“

hlæjandi. Ýr segist alltaf þurfa að vera að gera eitthvað í höndunum og var það þess vegna sem prjónið heillaði hana. „Prjónið einhvern veginn náði mér þegar ég lærði það fyrst í textílmennt og ég var strax farin að prjóna húfur og peysur. Mér finnst ég alltaf þurfa að vera að gera eitthvað í höndunum, það er eitthvað svo róandi við það.“ Sem unglingur fann Ýr bæði efnisbúta, garn og föt á sjálfa sig í Rauða krossinum og segir verslunina í Mjódd vera sína uppáhalds verslun. „Þar er nefnilega líka fullt af garni og svo efnisbútum. Ég byrjaði svolítið þar, keypti efni sem unglingur og hef fundið flott garn þar líka. Starf Rauða krossins er auðvitað mjög mikilvægt og ég hef verslað við þau í mörg ár. Sem unglingur keypti ég mikið af fötum þar því þar var hægt að fá góð en ódýr föt. Ég hef alltaf verið með það hugarfar að ef ég kaupi til dæmis kjól en nota hann ekki það mikið þá má líta svo á að maður sé að leigja flíkina. Svo fer maður aftur með hana í Rauða krossinn, peningurinn fer þangað og maður er að gera góðverk. Það fylgja því bara kostir að versla þar,“ segir Ýr. Merkið Ýrúrarí hefur síðan þróast hratt eftir að hún fór að endurnýta eldri peysur. Rauði krossinn setti sig í samband við hana fyrr á árinu, en félagið hefur unnið með íslenskum hönnuðum áður. „Ég hef keypt margar peysur í Rauða krossinum til að endurnýta svo mér þótti vænt um að heyra frá þeim. Í verslunum þeirra hef ég fundið margar flottar peysur, en þá var ég að fara út um allan bæ að leita að þeim. Nú fæ ég peysur frá þeim sem eru þannig séð ósöluhæfar, kannski með götum og mikið rifnar. Þær peysur eru oft úr mjög fallegum efnum en þurfa nýtt líf.“ Hönnunarferli Ýrar er þó aðeins öðruvísi þegar hún fær gamlar peysur, en fyrsta skrefið er að skoða peysuna og athuga hvort eitthvað megi bæta. „Hvað ég geri við peysuna fer eftir því hversu fínt þær eru prjónaðar og hvort hægt sé að taka upp lykkjur, eða hversu auðvelt það er.“ Það er mismunandi hvað hver peysa tekur langan tíma og eru sumar peysur sem taka meira en heila vinnuviku. „Oft tek ég líka vinnuna með mér í boð eða í flugvél sem er þægilegt, en aðallega gerast hlutirnir í stólnum mínum á vinnustofunni.“

26

Peysur Ýrar hafa ekki einungis vakið athygli hér á landi, heldur einnig hjá amerískum stórstjörnum. „Það var ein peysa sem varð rosalega vinsæl og ég gerði litla uppskriftabók eftir. Stílistinn hennar Miley Cyrus setti sig í samband við mig og vildi fá peysuna fyrir hana. Einnig er tónlistarkonan Erykah Badu traustur kúnni og hefur keypt af mér margar peysur. Hún er meira að segja farin að hringja í mig endrum og eins til að spyrja hvernig ég hafi það,“ segir Ýr brosandi. „Ég var með vinnustofu og sýningarglugga í New York í vetur og við Erykah hittumst þar. Ég heimsótti hana á hótelið hennar og hún keypti nánast allar peysurnar sem ég var með í töskunni.“ Tækifæri sem þessi hafa opnað fleiri dyr fyrir Ýr og talar hún þá sérstaklega um athyglina sem hún hefur fengið á Instagram, þar sem Ýr er með rúmlega 22 þúsund fylgjendur. „Síðan mín á Instagram hefur eiginlega sprungið. Þar er reyndar mjög mikið um það að fólk biðji mig um að starfa með þeim, sem þýðir að ég eigi að gefa peysu í skiptum fyrir meiri athygli. Ýrúrarí er ekki stórt merki og ég þarf ekki svona auglýsingu. Það halda flestir að það sé verið að gera mér svakalegan greiða, en þar er einhver samfélagslegur misskilningur að eiga sér stað. Þetta eru peysur sem eru að taka mig marga daga að búa til og svoleiðis samstörf borga sig ekki fyrir mig. En svo eru auðvitað margir sem hafa fundið mig á Instagram og vilja kaupa af mér peysu.“ Álagið getur þó verið mikið á samfélagsmiðlum og verður Ýr oft þreytt á þeim. „Hins vegar prófaði ég að opna vefverslun um daginn. Ég tók mjög fínar myndir af peysunum og setti mikla vinnu í það. Peysurnar kostuðu aðeins meira en ég hef verið að selja þær á. Ég vissi auðvitað að þær myndu ekki allar seljast á einum degi en þær eru að seljast hægt og hægt. Flestar peysurnar eru að fara til útlanda og ég get alveg hugsað mér að gera þetta kannski einu sinni á ári, gera litla línu og selja í vefversluninni.“ Kennsla er einnig ofarlega í huga Ýrar og stefnir hún nú að því að fá kennararéttindi. Ýr hefur meðal annars gefið út litla uppskriftabók, kennt á prjónahátíðum og á námskeiðum. „Ég hef fengið tækifæri til að kenna svokölluð örnámskeið á prjónahátíðum, bæði hér Endurnýtt líf


á landi og erlendis. Það er gott að komast í þann hring, því á þessum stöðum hittir maður fólk sem er vel tengt. Þarna hittir maður bæði kennara og nemendur sem kunna að meta handverkið og alla klukkutímana sem fara í hvert verk.“ Ýr hefur einnig sérstaklega gaman af prjónahátíðum hér á landi þar sem hún hittir eldra fólk sem duglegt er að prjóna. „Það er svo gaman að sýna eldra prjónafólki hvað ég er að gera því þau eru kannski aðeins föst í kassanum, gera gömul mynstur og fara alltaf eftir uppskrift. Á námskeiðum með þeim reyni ég að draga þau aðeins út úr kassanum og það getur verið mjög skemmtilegt. Svo hef ég einnig verið með námskeið fyrir börn í Myndlistarskóla Reykjavíkur og það er frábært því þau fá svo mikið af skrýtnum hugmyndum. Þó að þau séu ekki jafn öflug í höndunum þá skreyta þau peysurnar á annan hátt, eins og til dæmis með fullt af dúskum, og gera nýjar, öðruvísi peysur.“

„Ég vona að það eigi eftir að verða meiri vitundarvakning þegar kemur að fötum og að fólk vilji finna leið til að bæta eldri flíkur. Ég get kennt þeim það.“ Þegar Ýr horfir til framtíðar þá stefnir hún á að halda Ýrúarí á lofti ásamt því að gera fleira fólk áhugasamt um endurnýtingu prjónafatnaðar. „Ég vil fá kynslóðir til að hjálpast að við að búa til tískuvöruna sem þær langar í. Mér finnst stundum eins og þetta sé annað form af teikningu eða tjáningu. Ég vona að það eigi eftir að verða meiri vitundarvakning þegar kemur að fötum og að fólk vilji finna leið til að bæta eldri flíkur. Ég get kennt þeim það. Ég vil koma því að í formi námskeiðahalds og í bókum. Ég held það yrði samt best að vera í föstu starfi samhliða, því það er erfitt að þurfa alltaf að vera að einbeita sér að einhverju sem maður veit að selst. Klukkutímarnir sem fara í handavinnuna eru líka svo margir og ég verð að vona að fólk kunni að meta handverkið, annars fer að vaxa smá biturð inn í manni. Með þessu gæti ég tekið Ýrúrarí á annað plan og einbeitt mér að listinni minni.“

← Myndirnar tók Guðmundur Þór Kárason

27

Ýrúrarí


28

Endurnýtt líf


29

Ýrúrarí


Fólkið fer syngjandi út

Vinkonurnar og sjálfboðaliðarnir Helen og Margrét hafa þekkst í meira en fjörutíu ár og standa nú vaktina í verslun Rauða krossins á Skólavörðustíg. Þetta er þeirra stund saman. „Við gerum þetta oftast, fáum okkur kaffi og morgunmat á morgnana og höfum svona kósístund áður en við mætum,“ segir Helen og Margrét tekur undir. „Já það er akkúrat þannig, vinkonustund. Síðan byrjum við að vinna og þá er nóg að gera. Eins og í dag erum við að taka upp vörur, gufa og merkja.“ Margrét hóf störf í verslun Rauða krossins síðasta haust og dró hún Helen með sér í framhaldinu. „Helsti kosturinn við að starfa hér, finnst mér, er sá að hér hitti ég fólk. Ég er ekki að vinna og þetta gerir vikuna mína skemmtilegri,“ segir Helen sem starfaði áður sem kennari. „Við erum hvorugar að vinna svo við nýtumst hér. Það er líka svo frábært að vera innan um öll þessi flottu föt, skemmtilegt fyrir okkur tvær að hittast því það er alltaf svo gaman hjá okkur,“ bætir Margrét við. Margrét vann bæði sem tanntæknir og innanhússstílisti en er nú hætt að vinna. „Það er svo gaman að sjá hvað fólk verður glatt þegar maður finnur eitthvað fyrir þau, einhverja gullmola. Svo eru allir svo kurteisir og hressir við okkur og mjög margir sem koma til að spjalla, alls konar fólk.“ Þær segja að alls konar fólk komi til þeirra og finnst þeim að áhugi ungs fólks hafi vaxið hratt á undanförnum mánuðum. „Þau vilja sérstök föt sem enginn annar á. Ungar stúlkur vilja föt úr góðum efnum, sem eru bæði smart og retró. Þær finna föt sem voru vinsæl í gamla daga og þær gjörsamlega svífa út. Svo koma karlarnir líka og það er hægt að gera mjög góð kaup í jakkafötum til dæmis,“ segir Margrét. „En svo er umhverfishugsunin líka orðin svo sterk hjá ungu fólki og það

30

er eins með útlendingana.“ Helen segir að útlendingar séu einnig mjög duglegir að heimsækja þær. „Ég veit ekki hvort að verslunin sé auglýst einhvers staðar, en útlendingarnir eru mjög duglegir að koma. Sérstaklega í sumar þegar það var mikið af skemmtiferðaskipum.“ Útlendingar vilja helst íslenskar vörur og eru þær vinsælastar í búðinni. „Lopapeysurnar eru alltaf mjög vinsælar. En margir útlendingar styðja við Rauða krossinn þar sem þeir búa og halda áfram að gera það hér, bæði vegna umhverfis- og góðgerðarsjónarmiða. Í sumar komu til dæmis breskar konur sem keyptu allar gjafir hérna. Ein önnur bresk kona, skartgripahönnuður, keypti fullt af skartgripum hjá okkur til að taka með sér, ætlaði að taka þá í sundur og búa til nýja. Hún var rosalega glöð með þetta.“ „Þetta er auðvitað búðin sem fær flottustu vörurnar,“ segir Margrét og blikkar öðru auganu. Verslanir Rauða krossins fá nefnilega oft inn merkjavörur. „Dýru og fínu merkin seljast best, þau einfaldlega rjúka út. Þau eru svo klassísk og oft eru flíkurnar lítið notaðar. Um daginn var ung stelpa sem fann hérna skó og pils frá KronKron og hún fór syngjandi út“ segir Margrét brosandi, en hún hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tísku og valdi þetta sjálfboðaliðastarf vegna þess. „Ég hef alveg ofboðslega gaman af fötum og ég þekki þennan bransa vel. Ég hef starfað sem stílisti og elska að hitta og vinna með fólki.“ Helen segist hafa smitast af tískuáhuga vinkonu sinnar. „Ég veit allt um mismunandi fatamerki núna eftir að ég fór að vinna með Möggu. Vinkonur mínar eru orðnar mjög öfundsjúkar út í mig, nú geng ég bara í merkjavöru,“ segir Helen hlæjandi. „En svo vill maður auðvitað geta gert eitthvað gagn, að láta gott af sér leiða.“ Endurnýtt líf

→ Á myndinni eru Helen Sjöfn Steinarsdóttir til vinstri og Margrét Jónsdóttir til hægri


31

Fólkið fer syngjandi út


Við erum öll hluti af náttúrunni Orka náttúrunnar er leiðandi í umhverfisvænum orkuskiptum á Íslandi og nýsköpun í nýtingu auðlindastrauma. Við höfum sett okkur metnaðarfull loftslagsmarkmið og viljum nýta auðlindir af ábyrgð og nærgætni til að bæta lífsgæði í nútíð og framtíð. on.is/umhverfid/hvad-getum-vid-gert

@orkanatturunnar · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is

Mér líður stundum eins og ég geti ekki meir. Hvernig veit maður hvort maður sé þunglyndur en er ekki bara get ég gert ef að fyrrveÞað nóg aðleiður? byrja Hvað á randi kærastinn minn se i myndir af mér á netið? Er ekki fáránlegt að líða illa þó það sé kannski ekkert augljóst að? Er í lagi að tala við ykkur ef það ekkert sérstakt vandamál, ef maður er bara einmana? Er hættulegt að skera sig, þó það sé bara grunnt? Ég vil bara hæ a en ég veit ekki hvernig ég hæ i. Er hægt að tala við ykkur út af vandræðum með vini, ef maður er bara einmana? Ég þori ekki að tala við foreldra mína um dálítið því ég vil ekki búa til stórmál. Hvað get ég gert ef mig langar bara stundum ekki að lifa lengur? Ég byrja stundum að hugsa hluti og ég næ Ekkert vandamál er of stórt ekki að stoppa hausinn á mér. Ég er alltaf að fá kvíðaköst yfir einhverju eða of lítið fyrir netspjall 1717 sem mér finnst vera fáránlegt og ég veit ekki hvað ég geti gert eða sagt.

Við erum alltaf til staðar

Um 95 manna hópur sjál oðaliða starfar við símsvörun og spjall hjá Hjálparsímanum 1717 og netspjalli Rauða krossins. Allir sjál oðaliðar hafa farið í gegnum yfirgripsmikla fræðslu, námskeið og þjálfun.


Vala K.

↙ Vala Kristín Eiríksdóttir er ung leikkona sem segir að fyrsta skrefið í átt að umhverfisvænni lífsstíl sé að nota minna af öllu, skoða neysluna sína og prófa sig áfram. Hver er Vala Kristín? Ég er dóttir, systir, kærasta, vinkona, leikkona, handritshöfundur, hundamamma og umhverfissinni með fleiru og geri mitt besta í að standa mig í ofangreindum hlutverkum sem gengur stundum brösulega en oftast vel.

Hvernig byrjar þú daginn? Á kaffi. Efst í forgangsröðuninni.

Hvaða bók ættu allir að lesa? The Road Less Travelled eftir M. Scott Peck. Svona andleg bók sem fjallar um að kljást við óumflýjanlegu erfiðleikana við það að vera manneskja.

Hvert er þitt mesta afrek?

↓ Myndina tók Guðmundur Þór Kárason

Að skrifa sjónvarpsseríuna Venjulegt fólk með Júlíönu Söru, Fannari Sveinssyni og Dóra DNA. Það er eitthvað alveg einstakt við að eiga í verkefni alveg frá grunni og sjá það stækka með fólkinu sem að því kemur. Þess má geta að sería tvö kemur út um miðjan október á Sjónvarpi Símans Premium en þættirnir eru í framleiðslu Glassriver. Ég er mjög spennt og stressuð að sjá hvernig fólk tekur seríu tvö.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er lausnamiðuð. Held að sá kostur sé ansi ofarlega á listanum.

Hvaða manneskju líturðu upp til? Ég lít mest upp til foreldra minna. Þau eru klár, yfirveguð, skynsöm, örlát, skemmtileg og styðja mig.

Hvaða vandamál finnst þér þurfa að fá mestu athyglina? Neysluhyggja og græðgi finnast mér stærstu vandamálin núna en athyglin ætti að vera á sjálfbærni og nægjusemi. Þ.e.a.s að tækla vandamálið með öllum lausnum og velja að vera í ljósinu með það en ekki bara velta okkur upp úr því sem er hræðilegt. Ef maður festist í neikvæðni og kvíða þá gerist ekkert.

33

Getur ein manneskja breytt heiminum? Já, í formi þess að brjóta ísinn. Stundum þarf eina hugrakka manneskju til að hrinda einhverju af stað og fá fólk með sér. En þegar margir leggjast á eitt geta ótrúlegir hlutir gerst.

Hvert er fyrsta skrefið í átt að umhverfis­vænni lífsstíl? Nota minna af öllu. Fyrsta skrefið er náttúrulega að skoða neysluna sína og eigið hugarfar gagnvart henni. Spyrja sig svo hverju þú ert tilbúin/n að sleppa eða draga úr. Byrja svo bara að prófa sig áfram.

Hvað gerir þú við fötin sem þú ert komin með leið á? Ég gef þau eða sel á nytjamörkuðum. Ég er samt nýfarin að nota annað trix, sem er að setja þau í poka og vera alltaf á leiðinni með þau. Svo þegar vænn tími er liðinn þá kíki ég í pokann og oftar en ekki hætti ég við að losa mig við fötin. Þurfti bara smá pásu.

Hvert er stærsta vandamál tískuheimsins? Ódýr fjöldaframleiðsla á kostnað gæða. En hún er líka bara afsprengi af hugmyndafræðinni sem við höfum búið til: að okkur vanti stöðugt eitthvað. Við segjum hverju öðru það, auglýsingar segja okkur það o.s.frv. Við höfum skipt út sögnunum að langa í föt og vanta föt. Það þarf alveg átak í að snúa við neyslunni því hingað til höfum við alltaf litið á aukinn hagvöxt sem farsæld. Ef öllum hættir að líða eins og þá vanti eitthvað þá fara bara ansi mörg fyrirtæki á hausinn. Sem þýðir að margir missa vinnuna og svo koll af kolli. Við þurfum öll að leggja okkur fram við að endurhugsa hugmyndina um farsælt samfélag.

Hvað er besta ráð sem þú hefur fengið? Ef þú veist ekki hvað þú átt að gera, bíddu. Tíminn svarar hlutunum oft fyrir mann.

Vala K.



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.