Page 1

ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ GERPLA

Skýrsla stjórnar Starfstímabil 2008 - 2009 Jón Finnbogason Tók saman efni í þessa skýrslu

Kópavogur, 28. september 2009.


Efnisyfirlit 1 2 3

ALMENNT ....................................................................................................................................................... 3 STJÓRN ......................................................................................................................................................... 3 ÁRANGUR ...................................................................................................................................................... 3 3.1 3.2 3.3 3.4 3.5

4 5 6 7

BROTTFALL IÐKENDA .................................................................................................................................. 4 EFNAHAGSÁSTAND...................................................................................................................................... 4 VIÐURKENNINGAR ....................................................................................................................................... 5 FIMLEIKAMÓT OG VIÐBURÐIR .................................................................................................................... 5 7.1 7.2 7.3 7.4 7.5 7.6 7.7 7.8 7.9 7.10 7.11

8 9 10

Markmið félagsins .................................................................................................................................................. 17 Framtíðar þróun ..................................................................................................................................................... 17

UPPSKERUHÁTÍÐ 2008 .............................................................................................................................. 18 16.1 16.2 16.3 16.4 16.5 16.6 16.7 16.8

17 18

Að skipta félaginu upp í deildir ............................................................................................................................... 11 Starfsmannabreytingar........................................................................................................................................... 11 Aukin áhersla á teymisvinnu .................................................................................................................................. 12 Starfsdagur laugardaginn 13. júní .......................................................................................................................... 12 Ölweusarverkefnið ................................................................................................................................................. 12 Upplýsingamiðlun .................................................................................................................................................. 12 Starfsþróunaráætlun .............................................................................................................................................. 13 Samskipti starfsmanna........................................................................................................................................... 14 Tæknilegar breytingar á innra skipulagi félagsins ................................................................................................... 15

FRAMTÍÐARÞRÓUN .................................................................................................................................... 17 15.1 15.2

16

Garpur ................................................................................................................................................................... 10 Símanúmer ............................................................................................................................................................ 10 Heimasíða ............................................................................................................................................................. 11 Búningarmál .......................................................................................................................................................... 11

INNRA SKIPULAG ........................................................................................................................................ 11 14.1 14.2 14.3 14.4 14.5 14.6 14.7 14.8 14.9

15

Farsælt samstarf við Kópavogsbæ ........................................................................................................................... 8 Gerpla með húsið 100%........................................................................................................................................... 9 Samstarf við önnur fimleikafélög .............................................................................................................................. 9 Eftirlit með starfssemi umhverfis húsið ..................................................................................................................... 9

SAGAN AF TRAMPOLÍNINU .......................................................................................................................... 9 FRÆÐSLA .................................................................................................................................................... 10 MARKAÐS OG ÁSÝNDARMÁL .................................................................................................................... 10 13.1 13.2 13.3 13.4

14

Norður Evrópumót ................................................................................................................................................... 6 Norðurlandamót drengja .......................................................................................................................................... 6 Þrepamót ................................................................................................................................................................. 6 Evrópumót í hópfimleikum........................................................................................................................................ 6 Garpamót................................................................................................................................................................. 6 Innanfélagsmót ........................................................................................................................................................ 7 Evrópumótið í áhaldafimleikum ................................................................................................................................ 7 Norðurlandamót unglinga í áhaldafimleikum ............................................................................................................ 7 Stockholm Teamgym Open 2009 ............................................................................................................................. 7 Íslandsmót í hópfimleikum í apríl .............................................................................................................................. 7 Vorsýning................................................................................................................................................................. 7

AFREKSSTYRKIR ÍSÍ..................................................................................................................................... 8 STYRKUR FRÁ VELFERÐARSJÓÐI BARNA ................................................................................................ 8 VERSALIR ...................................................................................................................................................... 8 10.1 10.2 10.3 10.4

11 12 13

Almennt ................................................................................................................................................................... 3 Áhaldafimleikar, innlent ............................................................................................................................................ 4 Hópfimleikar, innlent ................................................................................................................................................ 4 Áhaldafimleikar, erlendis .......................................................................................................................................... 4 Hópfimleikar, erlendis .............................................................................................................................................. 4

Keppnis- og æfingaferðir ........................................................................................................................................ 18 Afreksbikar Gerplu ................................................................................................................................................. 19 Félagsmálaskjöldur Gerplu .................................................................................................................................... 19 Hvatningarbikar Gerplu .......................................................................................................................................... 20 Félagsmálaskjöldur Gerplu .................................................................................................................................... 21 Gullmerki Íþróttafélagsins Gerplu ........................................................................................................................... 22 Útbreiðslustarf........................................................................................................................................................ 23 Aðrar viðurkenningar.............................................................................................................................................. 24

ÁRSREIKNINGUR, 1.6.2008 til 31.5.2009.................................................................................................... 25 ALMENNAR UPPLÝSINGAR ....................................................................................................................... 36

Bls. 2


1

ALMENNT

Starfstímabilið 2008 - 2009 einkenndist af mjög umfangsmiklu starfi á öllum vígstöðvum. Á tímabilinu náðu virkir iðkendur félagsins nærri 1500 og eru þá ekki allir taldir með, s.s. áhugahópur stúlkna í dansi, karlaleikfimi, piltar í karate og mömmuþrek fyrir konur í fæðingarorlofi o.fl. Starfsmenn félagsins hafa því með sínu góða starfi fest félagið enn frekar í sessi sem langstærsta fimleikafélagið á Íslandi. Í samræmi við það er almenn umræða um félagið oft á tíðum mikil og má til gamans nefna að starfsmaður félagsins heyrði móður sem var gestur í kvikmyndahúsi hér í borg tala hátt og skýrt með miklu stolti að barnið sitt væri komið á biðlista í Gerplu og mætti búast við því að komast að innan skamms. Jafnframt má nefna að í metsölumyndina „Algjör sveppi“ sem verið er að sýna núna í kvikmyndahúsum þá er ítrekað tekið fram að aðal kvenkyns söguhetjan æfi fimleika í Gerplu. Einnig má geta þess að sú einfalda staðreynd að Íþróttafélagið Gerpla haldi sinn aðalfund þann 28. september 2009 birtist sem íþróttafrétt á fréttavefnum www.vísir.is Skemmtileg tilviljun!

2

STJÓRN

Á tímabilinu voru haldnir 18 bókaðir fundir í stjórn félagsins. Auk þessara 18 funda voru haldnir allmargir óformlegir fundir um einstök málefni.

Í stjórn eru sjö fulltrúar kjörnir á

aðalfundi félagsins. Framkvæmdastjóri félagsins sat alla fundi stjórnar ásamt því að ýmsir aðrir starfsmenn sátu fundi stjórnar, s.s. þjónustustjóri, yfirþjálfarar og fleiri. Stjórn félagsins á tímabilinu var skipuð eftirfarandi aðilum:

Jón Finnbogason, formaður

stjórnar, Ásta Ísberg, Baldur Jónsson, Hjördís Friðriksdóttir, Karen Bjarnhéðinsdóttir, Jochum M. Ulriksson og Ragnheiður Margrét Ólafsdóttir.

3

ÁRANGUR

3.1

Almennt

Árangur iðkenda hefur verið mjög góður hjá þeim sem lengst eru komin.

Allir

Íslandsmeistaratitlar í áhaldafimleikum karla og kvenna ásamt hópfimleikum eru því til staðfestingar (í efsta keppnisflokk). Hins vegar er það okkur öllum ljóst að frekari yfirlega er þörf í yngri hópum félagsins þar sem árangur á mótum hefur sýnt að mörg önnur fimleikafélög eru að láta að sér kveða á fimleikamótum.

Aukin samkeppni frá öðrum

fimleikafélögum er það besta sem við fáum og þurfum við að nýta okkur hana til að gera enn betur. Varðandi nánari sundurliðun á árangri þegar kemur að verðlaunum og sætum þá má sjá eftirfarandi samantekt sem er ekki tæmandi:

Bls. 3


3.2

Áhaldafimleikar, innlent

Haustmót

2 gull af 3 í kvk og 1 gull af 2 í kk

Þrepamót

1 gull af 9 í kk og 3 gull af 9 í kvk

Þorramót

1-3 í kk

5. þrepsmót

1 gull á áhaldi

Bikarmót

4 titlar af 12

Íslandsmót

3 titlar af 4 í fjölþraut, 4 titlar af 4 kvk, 6 titla af 6 kk og 3 titla af 6 í drengja

Íslandsmót í þrepum

2 titlar af 10

Mílanó meistaramótið

2 titlar af 5

3.3

Hópfimleikar, innlent

Haustmót Íslandsmót unglinga

2. sæti 118 keppendur í landsreglum 2 lið inn á íslandsmót

Bikarmót

1.sæti kvk/1.sæti kk/3.unglingar

Íslandsmót 1

1. sæti kvk/1.sæti kk á öllum áhöldum

Íslandsmót 2

1.sæti kvk/1. sæti kk fjölþraut

Vormót

1 hópur í barnaflokki

3.4

Áhaldafimleikar, erlendis

Norður Evrópumót

3. sæti í fjölþraut kk/strákar í úrslitum á öllum áhöldum

Norðurlandamót ungl.

3. sæti í liðakeppni (stúlkur úr Gerplu uppistaðan í landsliðinu)

Evrópumót

33 - 36 - 49 kk og 49 -51 - 52 - 58 kvk

3.5

Hópfimleikar, erlendis

Evrópumót

4

2. sæti

BROTTFALL IÐKENDA

Ýmislegt hefur verið gert til að sporna við brottfalli iðkenda og hefur þar aukið samspil á milli áhaldafimleika, hópfimleika og almennri fimleikaiðkun spilað stórt hlutverk.

Nýir

unglingahópar voru stofnaðir sem leiddu til aukinnar þátttöku unglinga sem ekki hafa keppni sem meginmarkmið með æfingu íþrótta. Þá var stofnaður meistaraflokkur í hópfimleikum karla til mótvægis við sigursælan flokk stúlkna í P1. Strákarnir ætla líklega að gera upphafsstafina PG jafn þekkta innan fimleikahreyfingarinnar og upphafsstafirnir P1 eru nú orðnir. Ánægjuleg viðbót við öflugt starf hjá félaginu.

5

EFNAHAGSÁSTAND

Í kjölfar þeirra þrenginga sem ágerðust mjög sl. hausti og leiddu að lokum til gjaldþrots allra stóru viðskiptabanka landsins var sett upp sérstök aðgerðaráætlun innan Íþróttafélagsins Gerplu.

Í þeim efnum var m.a. litið til þess sem fram kom í skýrslu Íþrótta- og

Ólympíusambands

Íslands

(Nóvember

2008) Bls. 4

um

„Áhrif

efnahagsástandsins

á


Íþróttahreyfinguna“.

Má í þessu sambandi nefna að strax var ákveðið að ráðast ekki í

uppsagnir eða launalækkanir. Auk þessa var litið til annarra þátta eins og að: • • • • • •

6

Ákveðið var að yfirferð á mætingalistum yrði aukin. Skilvirkari vöktun á fjölda í hópum og biðlistum. Úthringingar í vanskilalista. Formaður félagsins kom inn í starfið með skipulagðari hætti en áður, m.a. vegna fyrirsjáanlegra breytinga á skrifstofu vegna fæðingarorlofa tveggja starfsmanna. Endurskoðun á innheimtuferli og fjölda í hópum á öllum sviðum félagsins, s.s. grunnhópa, framhaldshópa í áhaldafimleikum og hópfimleikum, GGG o.s.frv. Aukið eftirlit með nýtingu starfsmanna í mismunandi verkefnum o.fl. þ.h. Þessar áherslur voru kynntar á starfsmannafundi 7. október 2008.

VIÐURKENNINGAR

Stjórn félagsins tilnefndi Viktor Kristmannsson og Ásdísi Guðmundsdóttir sem íþróttamann og konu Kópvogsbæjar í eldri flokk og Brynjar Jochumsson og Thelmu Rut Hermannsdóttur í yngri flokk. Flokkur ársins var tilnefndur P1. Íþrótta og tómstundaráð valdi P1 í kjölfarið flokk ársins 2008 í Kópavogi, 3ja árið í röð auk þess sem hópurinn hlaut viðurkenninguna „afrek ársins“ hjá Fimleikasambandi Íslands.

Fimleikasamband Íslands valdi svo þau Viktor

Kristmannsson og Ásdísi Guðmundsdóttur sem fimleikamann og konu ársins 2008. Viktor var einnig fimleikamaður ársins 2007 ásamt Fríðu Rún Einarsdóttur. Í janúar 2009 var haldin uppskeruhátíð Íþróttafélagsins Gerplu í annað sinn.

Aftast í

skýrslunni má finna nánari umfjöllun um uppskeruhátíðina. Tókst vel til og mætti mikill fjöldi starfsmanna og iðkenda. Á hátíðinni voru eftirfarandi viðurkenningar veittar: • • • • • • • • Þrátt

Viðurkenningar til þeirra sem farið hafa erlendis á árinu 2008. Viktor Kristmannsson; Afreksbikar Gerplu í áhaldafimleikum. Ásta Ísberg; Félagsmálabikar Gerplu. Ása, Björn, Sólveig og Jörn; Hvatningarbikar þjálfara í hópfimleikum v/ P1(stúlkur fengu medalíu). Karen Bjarnhéðinsdóttur; Félagsmálaskjöld Gerplu. P1; Sparisjóðabikar Gerplu. Margréti Steinarsdóttur; veitt Gullmerki. Viðurkenningar fyrir myndbönd á YouTube.com fyrir erfitt haust var þó ákveðið að gefa starfsmönnum nokkuð veglegar jólagjafir, eftir

því hversu umfangsmiklum störfum þeir sinntu á tímabilinu.

Einnig fór fram hið árlega

jólahlaðborð starfsmanna og stjórnar með hefðbundnum hætti, þar sem jólapakkaleikurinn hennar Auðar Ingu átti viðeigandi sess sem hápunktur kvöldsins eftir að gestir höfðu snætt veitingar sem stjórn félagsins hafði útbúið eins og á undanförnum árum.

7

FIMLEIKAMÓT OG VIÐBURÐIR

Umfang starfssemi félagsins er orðið það mikil að í skýrslu sem þessari eru sett niður umfjöllun um einstaka mót en öðrum sleppt. Vísað er í umfjöllun á www.fimleikasamband.is

Bls. 5


7.1

Norður Evrópumót

Íþróttafélagið Gerpla annaðist framkvæmd á Norður Evrópumóti í áhaldafimleikum helgina 8. og 9. nóvember 2008. Á mótinu voru fulltrúar frá 9 þjóðum auk Íslands sem alls gerðu um 130 manns í keppendum (65), dómurum (26), þjálfurum (23) auk fylgdarfólks. Keppt var í liðakeppni og einstaklingskeppni í fjölþraut og svo var keppt til úrslita á áhöldum. Helst er frá því að segja að Viktor Kristmannsson var í þriðja sæti í fjölþraut karla og í úrslitum á öllum áhöldum.

Af keppendum á mótinu frá Gerplu í kvennaflokki voru; Dóra Sigurbjörg

Guðmundsdóttir, Sigrún Dís Tryggvadóttir, Thelma Rut Hermannsdóttir. Varamenn voru þær Tinna Óðinsdóttir og Viktoría Pétursdóttir. Af piltunum þá kepptu þeir Róbert Kristmannsson, Ingvar Jochumsson, Ólafur Garðar Gunnarsson og Viktor Kristmannsson.

Fengum við í

Gerplu hrós fyrir framgang okkar við mótshaldið þar sem öll umgjörð þótti til fyrirmyndar og almenn ánægja hjá erlendum gestum. 7.2

Norðurlandamót drengja

Á Norðurlandamóti drengja 13 – 16 ára í áhaldafimleikum sem fram fór Greve í Danmörku átti Gerpla tvo fulltrúa, þá Brynjar Wilhelm Jochumsson og Garðar Egill Guðmundsson. Mykola Vovk fór sem þjálfari og Yinian Ye sem dómari. Brynjar varð í 12. sæti í fjölþraut og komst í úrslit á bogahesti, hringjum og stökki. Garðar komist í úrslit á stökki. 7.3

Þrepamót

Það kom í hlut Gerplu að annast framkvæmd Þrepamóts Fimleikasambands Íslands sem haldið var 25. – 26. janúar 2009. mótsstjórar.

Karen Bjarnhéðinsdóttir og Baldur Jónsson voru

Hjördís Friðriksdóttir sá um eldhúsið líkt og á Norður Evrópumótinu.

Auk

mótsins sjálfs var haldin kvöldvaka í Salaskóla fyrir þátttakendur á mótinu. 7.4

Evrópumót í hópfimleikum

Stúlkurnar í P1 tóku þátt í Evrópumótinu í hópfimleikum 2008. Þær stóðu sig frábærlega og voru efstar í undankeppninni með 8,65 fyrir dans, 8,6 fyrir dýnu og 9,0 á trampolíni. Það var því mikil spenna í sjálfum úrslitunum. Þegar úrslit lágu fyrir var ljóst að stúlkurnar höfnuðu í 2. sæti á Evrópumótinu. Varð það í annað skiptið sem þær náðu þeim árangri. Frábært. Í úrslitum voru 3 föll og einkunin 8,05 fyrir dýnu, 8,8 á trampolíni og 8,9 fyrir dans. Fimleikasamband Íslands veitti Íþróttafélaginu Gerplu, og þar af leiðandi stúlkunum í P1, viðurkenninguna „afrek ársins 2008“ fyrir þessa glæsilegu framgöngu. 7.5

Garpamót

Veglegt Garpamót var bæði haldið í áhaldafimleikum og hópfimleikum. Auður Ólafsdóttir annaðist framkvæmd mótanna. Mótin tókust vel. Bls. 6


7.6

Innanfélagsmót

Innanfélagsmót Gerplu var haldið þann 16. apríl 2009 undir stjórn Auðar Ólafsdóttur, yfirþjálfara, en þar tóku þátt um 120 súlkur í 5. og 6. þrepi. Veitt voru verðlaun fyrir besta áhaldið hjá hverjum þátttakanda í 6. þrepi en í 5. þrepi var veitt verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sætið. 7.7

Evrópumótið í áhaldafimleikum

Íþróttafélagið Gerpla átti sína fulltrúa á Evrópumótinu sem fram fór í Mílanó á Ítalíu í apríl 2009.

Voru það piltarnir: Róbert Kristmannsson, Viktor Kristmannsson, Ólafur Garðar

Gunnarsson og Ingvar Jocumsson. Af stúlkunum þá voru það: Fríða Rún Einarsdóttir, Sigrún Dís Tryggvadóttir, Thelma Rut Hermannsdóttir og Sigurbjörg Dóra Guðmundsdóttir. Þá fór Heimir Jón Gunnarsson sem dómari og Gennady Zadorozhny sem þjálfari með piltum. Guðmundur Þór Brynjólfsson fór sem þjálfari og Berglind Pétursdóttir fór sem dómari. Okkar fulltrúar stóðu sem með miklum sóma. 7.8

Norðurlandamót unglinga í áhaldafimleikum

Íþróttafélagið Gerpla átti fulltrúa á Norðurlandamót unglinga í áhaldafimleikum sem fram fór í Stokkholmi Svíþjóð í apríl 2009. Af iðkendum úr Gerplu þá voru það þau Viktoría Pétursdóttir, Birta Sól Guðbrandsdóttir, Tinna Óðinsdóttir, Garðar Egill Guðmundsson og Brynjar Jocumsson sem kepptu á mótinu. Berglind Pétursdóttir fór sem þjálfari og Ásta Ísberg fór sem dómari á mótið. 7.9

Stockholm Teamgym Open 2009

Þá má einnig nefna að þjálfarinn okkar Jakob Melin tók þátt í „Stockholm Teamgym Open 2009“ í einstaklingskeppni á trampolíni fyrir hönd Gerplu. Sigraði hann keppnina. Er það í fyrsta skiptið sem iðkandi frá Gerplu sigrar á opnu landsmóti í Svíþjóð.

Sjá hér

http://www.youtube.com/watch?v=y_6L2OnXzsY 7.10 Íslandsmót í hópfimleikum í apríl Í apríl 2009 stóð Íþróttafélagið Gerpla fyrir framkvæmd á Íslandsmótinu í hópfimleikum. Sjónvarpað var frá mótinu í beinni útsendingu. Mikil ánægja var með þetta framtak hjá RÚV. Auður Ólafsdóttir var mótstjóri og Karen Bjarnhéðisndóttir var henni innan handar. 7.11 Vorsýning Að þessu sinni var Stella Rósenkranz ráðin sem sýningarstjóri. Skemmst er frá því að segja að strax í kjölfar fyrstu keyrslu af þremur þá var byrjað að skrifa á netinu að um væri að ræða

Bls. 7


flottustu fimleikasýningu sem sett hefur verið upp á Íslandi. Látum þau orð duga hér enda þekkjum við öll að sýningin var stórkostleg enda félagið troðfullt af snillingum.

8

AFREKSSTYRKIR ÍSÍ

Formaður Íþróttafélagsins Gerplu, Jón Finnbogason, átti fund með Kristjáni Erlendssyni, formanni Fimleikasambands Íslands ásamt Ólafi Rafnssyni, forsenda ÍSÍ, og Líney Rut Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra ÍSÍ, til þess að ræða um styrki til afreksiðkenda, þar sem Jón gerði grein fyrir stöðu einstakra iðkenda hjá félaginu. Afrekssjóður veitti eftirfarandi styrki til iðkenda í Gerplu: Viktor Kristmannsson, B-styrk að fjárhæð kr. 80.000 kr á mánuði og Róbert Kristmannsson hlaut eingreiðslustyrk að fjárhæð kr. 300.000. Úr sjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna hlutu þær Fríða Rún Einarsdóttir og Thelma Rut Hermannsdóttir styrk að fjárhæð kr. 200.000.

Þá fengu þær Sigrún Dís Tryggvadóttir, Dóra Sigurbjörg

Guðmundsdóttir og Harpa Dögg Steindórsdóttir styrk að fjárhæð 100.000 hver.

9

STYRKUR FRÁ VELFERÐARSJÓÐI BARNA

Íþróttafélagið Gerpla hlaut á tímabilinu styrk frá Velferðarsjóði barna að fjárhæð kr. 2.000.000. Um er að ræða stærsta einstaka styrk sem félagið hefur fengið sem eingreiðslu vegna tiltekins verkefnis. Það var Björn Björnsson, framkvæmdastjóri félagsins, sem áttu veg og vanda að undirbúningi umsóknar sem stjórn Velferðarsjóðs barna mat hæfa til að hljóta þennan veglega styrk.

Velferðarsjóður barna var stofnaður árið 2000 af Íslenskri

erfðagreiningu og Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Allt stofnfjármagn sjóðsins, rúmur hálfur milljarður, kom frá Íslenskri erfðagreiningu. Markmið sjóðsins er að hlúa að velferð og hagsmunamálum barna á Íslandi, m.a. með fjárframlögum til heilbrigðis-, velferðarog menntamála og samtaka og félaga á Íslandi sem hafa velferð og lækningar barna að megintilgangi. Stjórn Íþróttafélagsins Gerplu er þakklát fyrir þann stuðning sem félaginu var sýndur með þessum veglega stuðningi sem leiddi m.a. til þess að þátttökugjöld á sumarnámskeið hjá félaginu á sl. sumri voru lækkuð um 50% á milli ára.

10 VERSALIR 10.1 Farsælt samstarf við Kópavogsbæ Íþróttafélagið Gerpla á í umfangsmiklu samstarfi við Kópavogsbæ. Síðastliðni vetur er fyrsta heila starfsárið sem félagið annast alla þjónustu við salinn. Grundvallast það á samningi sem gerður var milli Kópavogsbæjar og Íþróttafélagsins Gerplu í ágúst 2008. Mikilvægt er að hafa í huga að sú góða samvinna sem ríkir á milli Kópavogsbæjar og Íþróttafélagsins Gerplu er Bls. 8


ekki sjálfssögð og hefur langt því frá ávallt verið með þeim hætti sem hún er nú. Þökkum við fyrir þann stuðning sem kemur frá Kópavogsbæ í þessum efnum og vísum til ársreiknings félagsins hvað þetta varðar en það er þó þannig að stærsti hluti af þeim stuðning sem félagið fær frá Kópavogsbæ kemur ekki fram í talnalegri framsetningu ársreiknings. Endurgjaldlaus afnot af jafn glæsilegu húsnæði og félagið hefur fyrir sína starfssemi segir alla söguna. Íþróttafélagið Gerpla þakkar starfsmönnum Kópavogsbæjar og bæjarfélaginu fyrir gott samstarf á árinu. 10.2 Gerpla með húsið 100% Haust 2009 fékk ekkert annað íþróttafélag í Kópavogi úthlutað tímum að Versölum. Umfang starfsseminnar er orðið svo mikið að ekki er laus tími aflögu fyrir aðrar greinar. Er hér mikilvægt að staldra við því ekki eru mörg ár síðan fulltrúi Kópavogsbæjar taldi ólíklegt að Gerpla gæti nýtt húsið nema að nokkuð óverulegu leyti. 10.3 Samstarf við önnur fimleikafélög Vegna umfangs starfsseminnar í Gerplu, fjölda af færum starfsmönnum sem og þeirrar staðreyndar að viðvarandi biðlisti er til að komast að hjá félaginu þá hafa komið upp hugmyndir um að auka enn frekar samstarf félagsins við önnur fimleikafélögum hér á höfuðborgarsvæðinu. Ýmis sjónarmið eru uppi í þeim efnum en engin ákvörðun hefur verið tekin. 10.4 Eftirlit með starfssemi umhverfis húsið Stjórn Íþróttafélagsins Gerplu ályktaði á tímabilinu að það væri óviðunandi að ítrekað þyrftu starfsmenn og gestir hússins að þola að það væri brotist inn í bifreiðar við vestanvert íþróttahúsið.

Slíkt kom upp a.m.k. þrívegis.

Formaður félagsins krafðist þess að

Kópavogsbær gripi til aðgerða vegna þessa.

11 SAGAN AF TRAMPOLÍNINU Oft er gott að skoða aðeins hversu margir það eru í raun og veru sem gera það að verkum að hlutirnir gerast í salnum hjá okkur. Það er oft þannig að það er mikill fjöldi einstaklinga sem er að hjálpa okkur án þess að við vitum af því og jafnvel án þess að þeim sé þakkað fyrir með tilhlýðilegum hætti. Tökum dæmi af trampolíninu sem var allt í einu komið í salinn til okkar. Dæmigerð saga. Það er þannig að Jörn Kristensen sannfærði skólastjóra í Flemming Efterskole, Ole Vind, sem samþykkti að Gerpla fengi trampolínið þeirra sem myndi þýða að ekkert trampolín væri í skólanum í um mánuð. Jörn og Björn Björnsson velta fyrir sér hvernig sé best að koma tramplíninu til Íslands og ræða málið við Jón Finnbogason. Jón talar við pabba sinn, Finnboga Aðalsteinsson, sem samþykkir að taka trampolínið með sér um borð í Bls. 9


Goðafoss. Jörn keyrir trampolínið til Aarhus frá Horsens sem er um 60 km. Rune Kristensen (ekki bróðir Jörns þó!), geymir trampolínið heima hjá sér í þrjá daga.

Svo keyrir Rune

trampolínið til Finnboga sem tekur við því á hafnarbakkanum og geymir trampolínið á ganginum um borð bundið fast til mæðu fyrir aðra starfsmenn um borð í skipinu. Þegar til Íslands var komið þurfti að leysa úr flækjum varðandi tolla og gjöld. Því næst keyrir Finnbogi trampolínið að Versölum þar sem Mangús Jónasson tekur á móti því.

Gormana keyrir

Finnbogi svo síðar um daginn heim til Jóns þar sem Þórarinn Reynir Valgeirsson (í PG) sækir þá og fer með inn í Gerplu þar sem strákarnir settu tramplolínið saman og byrjuðu svo að stökkva á því. Því næst munu piltarnir í PG finna út úr því hvernig þeir ætla svo að borga fyrir þann hluta (1/2) sem Jörn fékk ekki gefins. Svona gerast hlutirnir ekki af sjálfum sér heldur með samstilltu átaki margra aðila.

12 FRÆÐSLA Unnið hefur verið að því að koma á samstarfi við Ollerup íþróttaskólann í Danmörku, Svenborg. Jörn Kristensen hefur leitt þetta verkefni en það hefur nú þegar leitt til þess að tvisvar hafa hópar nemenda og kennarar við háskólann komið til Gerplu og dvalið í um viku tíma við æfingar og þjálfun. Málið hefur verið kynnt fyrir fulltrúm Kópavogsbæjar og eru þeir áhugasamir um þróun þessa samstarfs. Ákveðið hefur verið að leggja enn meiri áherslu á fræðslustarf innan félagsins. Sem fyrsta skref að því markmiði þá hefur Hlín Bjarnadóttir tekið að sér að annast þann starfa á tímabilið 2009 - 2010.

13 MARKAÐS OG ÁSÝNDARMÁL 13.1 Garpur Ákveðið hefur verið að blása lífi í útgáfumál félagsins og er fréttabréfið „Garpur“ afsprengi af þeirri ákvörðun. Stefnan er að gefa út blaðið 6 til 8 sinnum yfir árið. Mun Garpur þjóna þeim tilgangi að koma til fyllingar á almennri skýrslu stjórnar og verður útgáfa hvers árs þannig haldið til haga sem hluti af árskýrslu félagsins á hverju ári. 13.2 Símanúmer Skipt var um símanúmer á árinu en við kvöddum símanúmerið 557-4925 sem fylgt hefur félaginu lengur en elstu menn muna. Nýtt númer er 510-3000. Samhliða var tekið í notkun símkerfi sem gerir það að verkum að hver og einn starfsmaður á skrifstofu er einnig með beint innanhússnúmer.

Bls. 10


13.3 Heimasíða Heimasíða félagsins er að allra mati léleg.

Starfandi er verkefnahópur undir stjórn

framkvæmdastjóra og má búast við breytingum á næstunni hvað þetta varðar. 13.4 Búningarmál Nokkur umræða hefur verið um búningamál sem lauk með því að ákveðið var að skipta út núverandi keppnisbúningum fyrir nýja. Að þessu sinni var ákveðið að hafa þann háttinn á að sett var upp áætlun um að iðkendur í keppnishópum fái nýjan keppnisfatnað sem verður innifalin í æfingagjöldum. Einnig að var ákveðið að þjálfarar fái í auknu mæli íþróttaboli merkta félaginu til að nota í sinni vinnu fyrir félagið. Sama gildir um aðra hópa eftir atvikum en allt undir þeirri yfirskrift að auka sýnileika vörumerkisins „Gerpla“.

14 INNRA SKIPULAG 14.1 Að skipta félaginu upp í deildir Stjórn hefur rætt þá stöðu að huga þurfi að því að skipta félaginu upp í deildir þó svo að engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum. Félagið er orðið nokkuð fjölmennt fyrir eina deild, fimleikadeild. Auk þess eru áherslur og umfjöllunarefni mjög mismunandi milli þeirra hópa sem um er að ræða. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin enn í þeim efnum en málið er brýnt og þarf að skoða vel. 14.2 Starfsmannabreytingar Íþróttafélagið Gerpla er stór vinnustaður. Á tímabilinu voru helstu breytingarnar á okkar hóp þær að eftirtaldir hófu störf hjá félaginu við þjálfun: Aldís Eik Arnardóttir, Anne Marie Louise Iversen (Malou), Auður Ólafsdóttir, Benedikt Rúnar Valgeirsson, Björk Óðinsdóttir, Elísabet Einarsdóttir, Gennadyi Zadorozhny, Hans Christian Vagning (HC), Haraldur Sveinn Rafnar Karlsson, Jacob Melin, Rúnar Bogi Gíslason, Sigrún Lind Hermannsdóttir, Stella Rósenkranz Hilmarsdóttir og Þórarinn Reynir Valgeirsson. Í afgreiðslu: Björn Ágúst Sigurðsson, Heiðrún Klara

Johansen,

Jóna

Kristín

Friðriksdóttir,

Kristmannsson og Árni Björgvin Halldórsson.

Margrét

Tinna

Traustadóttir,

Viktor

Þeir sem hættu á tímabilinu voru: Jörn

Kristensen og Marlene Hansen, Gylfi Gylfason, Hans Christian Vagning, Rúnar Alexandersson, Árni Björgvin Halldórsson og Guðný Guðlaugsdóttir.

Þá má heldur ekki

gleyma því að okkar ástsæli þjálfari til áratuga hann Karol Czizmowski hætti eftir vorsýningu 2008. Þökkum við öllum þessu ágæta fólki vel unnin störf og bjóðum nýtt fólk velkomið.

Bls. 11


14.3 Aukin áhersla á teymisvinnu Á tímabilinu 2008 - 2009 hefur farið fram umræða um að auka áherslu á teymisvinnu meðal þjálfarana.

Sú umræða hefur m.a. leitt til þess að yfirþjálfurum var fjölgað á núverandi

tímabili (2009 – 2010) og hafa þeir m.a. umsjón með reglubundnum teymisfundum. 14.4 Starfsdagur laugardaginn 13. júní Tilgangur starfsdagsins var farið yfir vinnu vetrarins og leitað nýrra lausna til að bæta enn frekar okkar frábæra starf. Fjögur umfjöllunarefni voru tekin fyrir þar sem allir fengu tækifæri til þess að segja sína skoðun á hverju og einu þeirra. Fjórir hópstjórar stýrðu umræðum og söfnuðu svo saman niðurstöðum sem þeir kynntu svo fyrir öllum hópnum. Umfjöllunarefnin voru: • Einelti: Leitað leiða til að greina, koma í veg fyrir, stöðva og vinna úr eineltismálum. • Þjónusta: Hvernig getum við bætt þjónustustigið í félaginu. • Vinnuaðstaða: Hvernig er hægt að bæta vinnuaðstöðu, í sal og utan hans. • Árangur: Hvernig náum við meiri árangri. Hver og einn þjálfari tók þátt í um 20 mín í hverjum hópi þar sem farið var yfir hvert og eitt umfjöllunarefni. Hver hópstjóri verður með 4 blöð og skráir niðurstöður á þau: •

Grænt blað: Atriði sem eru að virka í starfinu hjá okkur og er nauðsynlegt að halda áfram að gera. • Rautt blað: Atriði sem eru ekki er að virka í starfinu hjá okkur og er nauðsynlegt að bæta. • Bleikt blað: Atriði sem geta hjálpað okkur að leysa vandamálin á rauða blaðinu. • Blátt blað: Atriði sem við erum ekki að gera núna en væru góð viðbót við starfið. Eftir vel heppnaðan dag var svo farið í hópeflisleiki í salnum og haldin grillveisla með til heyrandi spjalli. 14.5 Ölweusarverkefnið Fulltrúar Íþróttafélagsins Gerplu áttu fundi með Þorláki H. Helgasyni framkvæmdasjóra Ölweusarverkefnisins.

Málið hefur verið í vinnslu innan félagsins enda um að ræða

mikilvægt málefni er snertir einelti barna og unglinga. Sjá nánar: http://www.olweus.is/ 14.6 Upplýsingamiðlun Á tímabilinu 2008 – 2009 samþykkti stjórn félagsins að komið yrði á einstaklingsbundnum viðtölum í þeim tilvikum þar sem iðkendur æfa 12 tíma á viku eða meira hjá félaginu. Viðtalið yrði ætlað til upplýsinga fyrir iðkanda og forráðamenn iðkenda 18 ára og yngri um þeirra stöðu í víðu samhengi. Lögð var áhersla á að fyrstu viðtöl færu fram á vormisseri 2009. Í viðtölum ætti þjálfarar að fara yfir mál tengd viðkomandi iðkanda, framfarir, markmið, uppbyggingu hans til framtíðar hjá félaginu ásamt þeim þáttum sem bæta þyrfti úr. Markmið funda ætti einnig að vera að afla upplýsinga frá iðkanda og eða forráðamönnum um málefni sem kunna að skipta máli varðandi viðkomandi iðkanda. Því miður hefur ekki gengið jafn vel Bls. 12


að koma þessu starfsfyrirkomulagi á og vonir stóðu til en stjórn gerir ráð fyrir að málið sé í hefðbundnum farvegi hjá framkvæmdastjóra og yfirþjálfurum. 14.7 Starfsþróunaráætlun Íþróttafélagið Gerpla leggur áherslur á að fylgja stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um þjálfaramenntun en með hugtakinu þjálfari er átt við hvern þann sem kennir íþróttir og skipuleggur og stjórnar íþróttaæfingum en hins vegar er með hugtakinu aðstoðarþjálfari átt við aðila sem ekki fellur undir hugtakið þjálfari en tekur þátt í framkvæmd æfinga undir handleiðslu og á ábyrgð þjálfara. Það er og hefur verið mat stjórnar Íþróttafélagsins Gerplu að allir þjálfarar sem starfa fyrir félagið skulu hafa fullnægjandi og viðeigandi menntun til þeirra þjálfarastarfa sem þeir vinna að. Þannig skal samningum um starfskjör þjálfara og aðstoðarþjálfara taka tillit til menntunar þeirra, reynslu og annars sem aukið getur hæfni þeirra í starfi. Eitt mikilvægasta verkefni stjórnar félagsins er að félagið hafi á að skipa nægjanlegum fjölda af vel menntuðum og hæfum þjálfurum, til að tryggja öllum iðkendum félagsins sem réttastar þjálfunaraðferðir og sem bestan árangur. Krafa um innihald og gæði þess starfs sem fram fer á vegum Gerplu er kjarni alls þess sem félagið stendur fyrir, ekki síst vegna þess mikilvæga uppeldisstarfs sem fram fer á vegum félagsins. Þjálfarar eru mikilvægir áhrifavaldar í lífi ungs fólks sem er undir handleiðslu þeirra og þarf ekki að orðlengja um mikilvægi þess að þeir séu starfi sínu vaxnir, hvort sem þeir þjálfa okkar yngstu iðkendur, afreksfólk félagsins eða eldri iðkendur sem stunda íþróttir á vegum Gerplu sér til heilsubóta. Ein af forsendum þess að menntuðum og hæfum þjálfurum fjölgi innan Gerplu er að mikilvægi þjálfarastarfsins njóti verðskuldaðrar viðurkenningar innan starfsþróunaráætlunar Gerplu sem og að öllum hagsmunaaðilum sé kunnugt um hvers má vænta um nánari starfsþróun viðkomandi aðila innan Gerplu. Til þess að svo megi verða þarf starfsþróunaráætlun Gerplu að liggja fyrir á hverjum tíma fyrir sig. En með samþykkt markvissrar og ábyrgrar starfsþróunaráætlunar Gerplu varðandi menntun þjálfara og þær hæfniskröfur sem gerðar eru til þeirra var stigið stórt skref í átt til þess að efla og bæta starfsemi félagsins. Með framkvæmd starfsþróunaráætlunar munu Gerpla koma heildarstefnu sinni og gildismati á framfæri til félaga sinna og iðkenda, fyrir tilstilli vel menntaðra og hæfra þjálfara. Fræðslustarf innan ÍSÍ og FSÍ er undirstöðuvettvangur fyrir grunnmenntun þjálfara Gerplu. Fræðslunefnd ÍSÍ býður upp á þjálfaranámskeið í almennum þáttum, sem sameiginlegir eru öllum íþróttagreinum.

FSÍ hefur yfir að ráða öflugu þrepaskiptu fræðslukerfi um nánari

kennslu og tilhögun í fimleikaþjálfun. Hvað varðar almenn fræðslu er í starfsþróunaráætlun Gerplu miðað við að þjálfari ljúki námskeiðum ÍSÍ á þjálfarastigi 1 (eftir 16 ára) og 2 (eftir 18 ára). Valkvætt er hvort að þjálfari ljúki 3 stigi (eftir 20 ára). Varðandi nánari sérhæfingu við íþróttakennslu innan Gerplu er lagt Bls. 13


til grundvallar í starfsþróunaráætlun félagsins að aðstoðarþjálfari verði ekki þjálfari nema að viðkomandi hafi lokið þjálfaranámskeiði 1 og 2 á vegum FSÍ.

Þátttökukostnaður við

námskeið númer 1 og 2 hjá ÍSÍ og FSÍ er greiddur af Gerplu fyrir þjálfara sem hafa staðfest ráðningarsamning við félagið. Áhersla er lögð á að ráða til starfa hjá félaginu starfsmenn sem lokið hafa æðra námi tengdri íþrótta- og kennslufræðum (íþróttakennaranám eða nám sem veitir kennsluréttindi í grunn- eða framhaldsskólum) eða heilbrigðisþjónustu (t.d. sjúkraþjálfun). Framhaldsmenntun á framangreindum sviðum eru einnig þættir sem skipta máli. Eðli málsins samkvæmt er einnig litið til annarrar Háskólamenntunar sem skiptir máli við mat á hæfni viðkomandi starfsmanns. Í starfsþróunaráætlun er litið til aukinnar fræðslu á innri þáttum íþróttarinnar s.s. dómaranám o.fl. enda nauðsynleg forsenda fyrir þjálfun iðkenda sem taka þátt á mótum á vegum FSÍ.

Fræðsluöflun leikur lykilhlutverk í

starfsþróunaráætlun Gerplu. Af þeirri ástæðu er hluti af stefnu Gerplu að leitast við að styðja fjárhagslega við starfsmenn, sem hafa staðfest ráðningarsamning við Gerplu, ef þeir vilja afla sér frekari fræðslu sem nýtist í starfi á vegum félagsins. þjálfara- og dómaranámskeið hérlendis eða erlendis.

Er þar átt við framhaldsnám,

Hvað þetta varðar er tekið tillit til

aðstæðna hverju sinni hjá Gerplu. Hluti af markmiðum Gerplu er langtímasamband iðkanda og félags. Órjúfanlegur hluti þess er því þróun viðkomandi iðkanda innan félagsins þar sem þátttaka hans í starfi eykst með ári hverju. uppfylltum

ofangreindum

menntunar

Eftirfarandi starfsþróun gæti því átt við að

og

hæfisskilyrðum

heild

metið

sem

starfsþróunaráætlun Íþróttafélagsins Gerplu): 1. Aðstoðarþjálfari hjá yngstu iðkendum þar sem fjöldi almennra þjálfara er hærri en almennt gerist (krílahópar og 3 – 5 ára hópar). (1x í viku) 2. Aðstoðarþjálfari hjá grunnhópum (5 – 6 ára). (1x í viku) 3. Aðstoðarþjálfari hjá lengra komnum gunnhópum (7 – 9 ára). (2x í viku) 4. Aðstoðarþjálfari hjá almennum hópum 9 – 11 ára í áhalda og hópfimleikum. (2x / 3x í viku) 5. Aðstoðarþjálfari í íþróttaskóla og eða fimleikaskóla yfir sumarmánuði. 6. Þjálfari með grunnhópa (5 – 6 ára). (1x í viku) 7. Þjálfari hjá lengra komnum gunnhópum (7 – 9 ára). (2x í viku) 8. Þjálfari hjá almennum hópum 9 – 11 ára í áhalda og hópfimleikum. (2x / 3x í viku) 9. Þjálfari í íþróttaskóla og eða fimleikaskóla yfir sumarmánuði. 10. Þjálfari með hóp sem tekur þátt á mótum á vegum FSÍ eða fastráðinn starfsmaður. (4x / 6x í viku) 14.8 Samskipti starfsmanna Eftir því sem félagið verður stærra og umfangsmeira í allri starfssemi þá verða samskipti starfsmanna mikilvægari. Með hvaða hætti þau fara fram og hvernig mál eru sett fram eru jafnvel mikilvægari en efnislegt innihald þeirra upplýsinga sem verið er að fjalla um hverju Bls. 14


sinni. Þennan þátt þarf að bæta í félaginu, hvort heldur sem um er að ræða þjálfarar sína á milli, milli þjálfara og iðkenda sem og milli starfsmanna á skrifstofu og þjálfara eða iðkenda. Er það verkefni stjórnar að setja fram áætlun og stefnu í þessum efnum. 14.9 Tæknilegar breytingar á innra skipulagi félagsins Í ágúst 2009 var ákveðið var að ráðast í tæknilegar breytingar á innra skipulagi félagsins með það að markmiði að auka skilvirkni í daglegri starfssemi félagsins. Hjá íþróttafélaginu Gerplu starfa í dag um 70 - 80 starfsmenn með einum eða öðrum hætti. Verkefnin og ábyrgð þeirra er mismunandi. Þeir eiga það þó allir sameiginlegt að þyggja laun fyrir sín störf og þar af leiðandi eru margir þeirra með öll þau hefðbundnu „viðfangsefni“ sem fylgja starfsmönnum hjá „fyrirtækjum“ s.s. væntingar um starfsþróun, umræður um frammistöðu í starfi, kvartanir um eitt og annað o.fl. o.fl. Þessi starfsmannafjöldi sýnir að umfang starfssemi félagsins hefur aukist verulega á umliðnum árum. Því var við hæfi að huga að því með hvaða hætti innra skipulag félagsins hefur verið, s.s. hvað varðar daglegan rekstur m.t.t. verkefnastjórnunar o.fl. þ.h. Í þeim efnum var m.a. í umræðunni litið til þess sem fram kemur í bókinni „Stjórnun og rekstur félagasamtaka“ (2008) varðandi umfjöllun um þróun starfsmannamála hjá félagasamtökum. Þar er gert grein fyrir því að á vefsíðu Human Resources Council for the Voluntary/Non-profit Sector (2007) eru tilgreind fjögur skref í þróun starfsmannamála hjá félagasamtökum. Þau eru: „Fyrsta skref á einkum við um ný félagasamtök með starfsstjórn þar sem stjórnarmenn taka beinan þátt í daglegu starfi félagsins. Þessi félagasamtök hafa yfirleitt ekki starfsfólk á sínum vegum en ráða stundum starfsmenn tímabundið til ákveðinna verkefna. Sjálfboðaliðar í stjórn félagsins sjá um framkvæmdastjórn og vinna verkefnin. 2. Næsta skref er tekið þegar hópur sjálfboðaliða sem hefur séð um alla starfsemi ákveður að ráða starfsmann eða starfsmenn til að vinna hluta starfsins fyrir þeirra hönd. Viðkomandi starfsmenn vinna hins vegar undir daglegri verkstjórn stjórnar og stýra ekki verkefnum. 3. Þriðja skrefið er tekið þegar starfsmaður sem hefur unnið tiltekið starf fær það verkefni að stýra öðrum við að vinna tiltekið verk. Viðkomandi félagasamtök sem ekki hafa verið með starfsmann í hlutverki framkvæmdastjóra stækka og tiltekinn starfsmaður fær það hlutverk að stýra daglegum verkefnum félagsins sem framkvæmdastjóri. Stjórn er samt enn með ákveðin stjórnunarverkefni á sínum höndum. 4. Fjórða skrefið er síðan þegar félagasamtök hafa náð þeirri stærð að koma verður meiri formfestu á það hvernig samskipti og tengsl eru og hvernig ákvarðanir eru teknar. Þróuð félagasamtök hafa yfirleitt þann háttinn á að bein aðkoma sjálfboðaliða (stjórnar) að starfsmannastjórnun felst í þeim verkefnum sem snúa að því að ráð og fylgjast með störfum framkvæmdastjóra sem síðan annast starfsmannastjórnun gagnvart öðrum starfsmönnum.“ Að mati stjórnar félagsins var álitið að Íþróttafélagið Gerpla væri gott dæmi um félagasamtök 1.

á þriðja skrefi. Fyrir nokkrum árum fékk Auður Inga, sem áður hafði unnið í mörg ár hjá félaginu, það verkefni að stýra öðrum við að vinna tiltekin verk sem og að stýra daglegum verkefnum félagsins sem framkvæmdastjóri. Þegar Auður Inga fór í fæðingarorlof tók annar

Bls. 15


starfsmaður, Björn Björnsson, við hennar hlutverki en hann hafði einnig unnið áður hjá félaginu.

Eftir sem áður hélt stjórn félagsins ákveðnum „stjórnunarverkefnum í sínum

höndum“ og hefur það komið í hlut formanns stjórnar að leysa þau verkefni (með sambærilegum hætti og á umliðnum árum hjá félaginu).

Hafa þau einkum lotið að

starfsmannastjórnun (s.s. vinna úr væntingum um starfsþróun, umræður um frammistöðu í starfi, kvartanir um eitt og annað eins og að framan greinir), verkefnavali, skipulagningu stærri viðburða, samningagerð við starfsmenn, samskipti við helstu hagsmunaaðila og annað þess háttar. Á umliðnum þremur árum sem unnið hefur verið eftir einkennum sem fram koma í „þriðja stigi“ hefur starfssemi félagsins breyst. Aukningin hefur komið niður á auknum starfsskyldum sem fallið hafa á herðar formanns stjórnar og framkvæmdastjóra eftir atvikum. Oft þarf að taka skjótar ákvarðanir (ekki alltaf vinsælar) sem byggja á nærveru þeirra sem taka þarf viðkomandi ákvörðun. Sumar ákvarðanir þarf annað hvort að taka strax eða þær aðstæður sem voru uppi eru liðnar og hagsmunir þar af leiðandi ekki verið tryggðir eða verndaðir eins og best væri kosið. Önnur mál kunna að sitja á hakanum þar sem aðilar eru of uppteknir við að eltast við liðna atburði eða ræða mál „nánast endalaust“ í stað þess að taka án tafar ákvörðun og einbeita sér að fyrirbyggjandi og stefnumótandi ákvörðunum. Það fyrirkomulag sem hefur verið við lýði hjá Íþróttafélaginu Gerplu ber skýr einkenni „þriðja stigs“ en að sama skapi þá er það fyrirkomulag orðið þunglamalegt og á köflum mjög klunnalegt. Að mati stjórnar var því talið að nauðsynleg snerpa væri ekki til staðar og ætti félagið af þeim sökum á hættu að verða fyrir tjóni ef ekkert yrði að gert. Ákvarðanir „verða til“ í félaginu, þeim framfylgt án þess að þær hafa verið teknar af réttum aðilum og svo þegar aðstæður verða ljósar þá er oft of seint að snúa til baka. Því var það mat stjórnar félagsins að rétt væri að taka næsta skref og færa starfshætti félagsins nær því sem lýst er í „fjórða skrefi“" hér að framan. Eins og að framan greinir þá er stærð og umfang allrar starfssemi félagsins þannig að koma þarf á meiri formfestu á ákvarðanatöku og samskiptum. Bein þátttaka í starfsmannastjórnun færist þannig í þann farveg að framkvæmdastjóri beri raunverulega ábyrgð á starfssemi félagsins. Hlutverk stjórnar og formanns á milli funda færi þá í þann farveg að fylgjast með störfum framkvæmdastjóra, stefnumótun félagsins, gerð ítarlegri fjárhagsáætlunar en hingað til (enda hefur umfang rekstrarins margfaldast á stuttum tíma), innra skipulagi á bókhaldi og eftirliti, almanntengslum, upplýsinga og skjalastjórnun ásamt samskiptum við hagsmunaaðila. Það var því mat stjórnarinnar að aðkoma stjórnar og þá sérstaklega formanns að daglegri starssemi yrði þannig hætt í þeirri mynd sem við þekkjum nú. Aðgerðir framkvæmdastjóra, og þar með starfssemi félagsins, grundvallaðist á þeim ramma sem mótuð yrði í almennum fyrirmælum stjórnar er varðar stefnumótun og fjárhagsáætlun o.fl. þ.h. sem formaður hefði að megin markmiði að undirbúa og vinna að og eftir atvikum í samvinnu við aðra stjórnarmenn Bls. 16


og konur.

Önnur störf formanns væru þau „daglegu“ samskipti sem falla til við ytri

hagsmunaaðila, s.s. Kópavogsbæ, UMSK eða FSÍ o.fl. Samskipti við bæjarstjóra Kópavogs varðandi það að Gerpla taki yfir starfssemi líkamsræktarstöðvarinnar að Versölum er gott dæmi um slíka vinnu, eins og gert verður grein fyrir hér síðar í skýrslunni. Með þessum hætti var það mat stjórnar að tekið væri eðlilegt þroskaskref og sem eykur þar sem skilvirkni og samkeppnishæfni félagsins til að takast á við næstu misseri.

15 FRAMTÍÐARÞRÓUN 15.1 Markmið félagsins Starf Íþróttafélagsins Gerplu hefur verið að festa sig í sessi á umliðnum árum. Samfella í starfi félagsins í fimleikakennslu allt frá byrjendum til lengra kominna einstaklinga í greininni sem og til þeirra sem stunda íþróttina sér til heilsubóta hefur verið að mótast nokkuð þétt. Þessari samfellu hefur stjórn félagsins unnið að með eftirfarandi sjónarmið að leiðarljósi sem hluti af grunn markmiðum í starfssemi sinni. Þau eru: • Íþróttaleg markmið – Viðhalda afreksstefnu félagsins í áhalda- og hópfimleikum. – Hækka meðalaldur í 12 ára fyrir 2011, með fjölbreyttum áskorunum á íþróttalegum vettvangi. Þannig að byggja upp langtímasamband milli iðkanda og félags. – Veita fjölbreytta þjónustu á starfssviði félagsins þar sem iðkendum gefst kostur á að auka við tengslanet sitt og glíma við sína eigin íþróttalegu færni með ástundun almennrar líkamsræktar. Með þeim hætti að vera hluti af samfélaginu sem við störfum í.

• Rekstrarleg markmið – Eftirsóknarverður vinnustaður. – Lækka kostnað við iðkun íþrótta hjá félaginu. – Jafnvægi í rekstri.

15.2 Framtíðar þróun Nú þegar hefur stjórn félagsins byrjað fyrstu viðræður við yfirvöld í Kópavogi um að félagið taki yfir rekstur líkamsræktarstöðvar sem einnig er staðsett er að Versölum. Þegar betur er að gáð þá starfa íþróttafélög innan raða ÍSÍ fyrst og fremst á sviði “keppnisgreina”. Almenn líkamsrækt fer að mestu fram “utan” íþróttafélaga og eru einkahlutafélög fyrst og fremst það félagaform sem á við um þennan hluta að íþróttaiðkun þjóðarinnar. Öll þekkjum við að einkahlutafélög hafa það almennt að markmiði að skila eigendum sínum fjárhagslegum hagnaði ólíkt íþróttafélögum, s.s. Íþróttafélaginu Gerplu.

Íþróttafélagið Gerpla hefur á

umliðnum áratugum skapað sér sess fyrir að vera ekki alveg eins og öll önnur íþróttafélög á landinu. Þaðan fáum við okkar sérstöðu. Það að eitt af markmiðum Íþróttafélagsins Gerplu sé að byggja á “almennri líkamsrækt” er því eðlilegur undanfari þess að sækjast eftir þeirri Bls. 17


aðstöðu sem er nú þegar í húsnæði félagsins að Versölum. Erum við sannfærð um að stjórnendur Kópavogsbæjar veiti félaginu brautargengi hvað þetta varðar.

16 UPPSKERUHÁTÍÐ 2008 16.1 Keppnis- og æfingaferðir Á umliðnum árum hefur myndast hefð fyrir því að veita viðurkenningar til þeirra sem farið hafa á viðburði erlendis sem þú fulltrúar félagsins í landsliðum eða af öðru tilefni. Að þessu sinni voru eftirfarandi aðilar sem fengu viðurkenningar vegna ferða erlendis á árinu 2008: 1. Æfingabúðir P1 og P2 Silkeborg 16. -23. mars 2008 Anja Rún Egilsdóttir Guðbjörg Ægisdóttir Rakel Reynisdóttir Anna Guðný Sigurðardóttir Hafdís Jónsdóttir Rósa Benediktsdóttir Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir Rut Valgeirsdóttir Auður Björk Aradóttir Auður Ólafsdóttir Ingibjörg Antonsdóttir Sara Rut Ágústsdóttir Ásdís Dagmar Þorsteinsdóttir Íris Mist Magnúsdóttir Svava Björg Örlygsdóttir Ásdís Guðmundsdóttir Íris Svavarsdóttir Svava Björk Gunnarsdóttir Birna Eiríksdóttir Jóhanna Gunnarsdóttir Tanja Kristín Leifsdóttir Björk Guðmundsdóttir Karen Sif Viktorsdóttir Vilborg Ásta Árnadóttir Eva Dröfn Benjamínsdóttir Kristjana Sæunn Ólafsdóttir Yrsa Ívarsdóttir Gríma Þórðardóttir Magnea Rut Hákonardóttir 2. Evrópumót í áhaldafimleikum kvenna. Frakklandi 30. mars -7. apríl 2008 Dóra Sigurbjörg Linda Björk Árnadóttir Tinna Óðinsdóttir Guðmundsdóttir Sigrún Dís Tryggvadóttir Harpa Dögg Steindórsdóttir Thelma Rut Hermannsdótir 3. Norðurlandamót unglinga í hópfimleikum. Bergen 18. – 19. apríl 2008 Rakel Reynisdóttir Hafdís Jónsdóttir Anja Rún Egilsdóttir Anna Guðný Sigurðardóttir Karen Ósk Jónsdóttir Rósa Benediktsdóttir Vilborg Ásta Árnadóttir Karen Sif Viktorsdóttir Auður Björk Aradóttir Birna Eiríksdóttir Katrín Sara Jónsdóttir Yrsa Ívarsdóttir Kristjana Sæunn Ólafsdóttir Eva Dröfn Benjamínsdóttir 4. Norðurlandamót drengja 13 - 16 ára í áhaldafimleikum. Noregur 25. – 26. október 2008 Brynjar Wilhelm Jochumsson Garðar Egill Guðmundsson 5. Evrópumót í hópfimleikum. Ghent, Belgíu 24. – 26. október 2008 Auður Ólafsdóttir Guro Hansen Andersson Jóhanna Gunnarsdóttir Ásdís Dagmar Þorsteinsdóttir Hafdís Jónsdóttir Karen Sif Viktorsdóttir Ásdís Guðmundsdóttir Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir Rakel Reynisdóttir Björk Guðmundsdóttir Íris Mist Magnúsdóttir Svava Björg Örlygsdóttir Eva Dröfn Benjamínsdóttir Íris Svavarsdóttir Tanja Kristín Leifsdóttir 6. Malar Cup í áhaldafimleikum. Stokkhólmur 11. – 12. október 2008 Agnes Davíðsdóttir Eva Hlín Harðardóttir Rakel Tómasdóttir Andrea Ingibjörg Orradóttir Glódís Guðgeirsdóttir Viktoría Pétursdóttir Auður María Jónasdóttir Inga Rún Óskarsdóttir 7. Norðurlandamót fullorðinna í áhaldafimleikum. Elverum, Noregi 23. – 25. maí 2008 Benedikt Rúnar Valgeirsson Hróbjartur Pálmar Hilmarsson Sigrún Dís Tryggvadóttir Fríða Rún Einarsdóttir Ingvar Ágúst Jochumsson Valgarð Reinhardsson Garðar Egill Guðmundsson Magnús Heimir Jónasson Viktor Kristmannsson Harpa Dögg Steindórsdóttir Ólafur Garðar Gunnarsson 8. Þjálfaranámskeið í Gerlev, Danmörku 9. – 14. mars 2008 Berglind Elíasdóttir Karen Sif Viktorsdóttir Svava Björk Gunnarsdóttir Björk Guðmundsdóttir Sara Rut Ágústsdóttir 9. Eurogym fimleikahátíð. Albi, Frakklandi 10. – 19. júlí 2008 Aldís Eik Arnarsdóttir Ástrós Ýr Viðarsdóttir Harpa Lind Stefánsdóttir Berglind Brá Jóhannsdóttir Helga Kristín Gunnlaugsdóttir Aldís Ósk Sigvaldadóttir Andrea Valdimarsdóttir Bryndís Helga Jónsdóttir Hildur Sif Hilmarsdóttir Brynja Ásgeirsdóttir Hlín Helgadóttir Aníta Rós Rúnarsdóttir Davíð Már Sigurðsson Hrefna Björk Jónsdóttir Anna Borg Friðjónsdóttir Ashley María Friðsteinsdóttir Elísabet Einarsdóttir Ísól Rut Reynisdóttir Erika Dorielle Sigurðardóttir Jóna Valdís Benjamínsdóttir Auður Guðjónsdóttir Ásdís Huld Vignisdóttir Eyrún Telma Jónsdóttir Kristín Gyða Guðmundsdóttir Ástrós Steingrímsdóttir Guðbjörg Loftsdóttir Kristín Ýr Gísladóttir

Bls. 18


María Lovísa Viðarsdóttir Nanna Sveinsdóttir Ólöf Hafþórsdóttir Perla Ósk Young Rakel Másdóttir Salvör Rafnsdóttir Sandra Daðadóttir

Sara B Gröndal Sigrún Dís Hauksdóttir Sigrún Hrefna Sveinsdóttir Sigrún Lind Hermannsdóttir Stefán Birnir Stefánsson Steinunn Ása Sigurðardóttir Svavar Leó Guðnason

Sædís Bjarnadóttir Tómas Orri Birgisson Tómas Valur Þorleifsson Tómas Þórhallur Guðmundsson Unnur Karen Guðbjörnsdóttir Þórey Birgisdóttir

16.2 Afreksbikar Gerplu Afreksbikar Gerplu er árlega veittur einstaklingi, sem náð hefur bestum árangir af félagsmönnum í áhaldafimleikum í frjálsum æfingum. Handhafi Afreksbikar Gerplu hefur hann til varðveislu í eitt ár eða þar til honum er næst úthlutað. Jafnframt skal handhafi Afreksbikars Gerplu hljóta viðurkenningu til eignar. Ár 2008 var viðburðarríkt fyrir Viktor Kristmannsson. Hann varð í þriðja sæti í samanlögðu á Norður Evrópumóti í áhaldafimleikum karla á heimavelli var sérlega ánægjuleg stund bæði fyrir Viktor Kristmannsson og okkur öll í Gerplu. Jöfnun á fyrra meti hvað varðar fjölda sigra á Íslandsmóti í frjálsum æfingum var einnig ánægjulegt fyrir Viktor þegar hann sigraði titilinn í 7. skiptið. Viktor Kristmannsson hefur vaxið mikið á umliðnum árum sem fimleikamaður. Hann hefur stundað íþrótt sína hjá Íþróttafélaginu Gerplu í Kópavogi í 20 ár. Ávallt hefur íþróttin átt fyrsta sætið hjá honum þar sem æfingar og keppni eru í forgrunni. Viktor hefur átt fast stæti í landsliði Íslands í 13 ár. Viktor er fyrrverandi Íþróttamaður Kópavogs og ítrekað hefur hann verið valinn fimleikamaður ársins af Fimleikasambandi Íslands. Nýlega hefur Viktor enn og aftur sýnt frábæran árangur sem á sér fáar hliðstæður meðal íþróttamanna í einstaklingsgrein innan vébanda ÍSÍ.

Á nýafstöðnu Norður Evrópumóti í

áhaldafimleikum hafnaði hann í 3. sæti í fjölþraut og komst í úrslit á öllum áhöldum. Sýnir það hversu stekur hann er í fjölþrautarkeppni. Einnig má nefna að hann hafnaði í 13. sæti á síðastliðnu Evrópumóti í keppni í fjölþraut í áhaldafimleikum karla. Af þessu tilefni var Viktori Kristmannssyni veittur afreksbikar Gerplu í áhaldafimleikum 2008. 16.3 Félagsmálaskjöldur Gerplu Félagsmálabikar Gerplu, Garpur, er árlega veittur einstaklingi sem með framgöngu sinni við íþróttaiðkun eða þjálfun, hefur þótt skara fram úr öðrum í jákvæðum félagslegum áhrifum á umhverfu sitt. Ásta Ísberg hefur verið viðloðandi starf Íþróttafélagsins Gerplu í áraraðir. Bæði sem iðkandi, þjálfari og meðlimur í fimleikastjórn og aðalstjórn félagsins. Hún er vön því að málefni félagsins eru tíðrædd á heimili sínu enda var systir hennar Svanborg Ísberg í aðalstjórn félagsins á öðru ári starfsseminnar árið 1974 og móðir hennar Vilborg Bremnes í aðalstjórn

Bls. 19


félagsins árið 1975 en hún var jafnframt í um 20 manna hópi sem stofnaði félagið á sínum tíma. Vilborg Bremnes var jafnframt fyrsti framkvæmdastjóri félagsins. Ásta Ísberg hefur átt veg og vanda af þjálfun iðkenda með sérþarfir á umliðnum árum í samvinnu við aðra valinkunna þjálfara. Þá hefur hún einnig komið að þjálfun fjölda annarra hópa hjá félaginu. Hún hefur reyndar sigrað bæði systur sína og móður í fjölda ára í stjórn því hún hefur nú setið samfleitt í stjórn félagsins frá árinu 2003. Í fimleikastjórn 2003, 2004, 2005 og 2006. Aðalstjórn 2007 og 2008 og er núna á sínu 7. ári í stjórn á árinu 2009. Hér er þó rétt að halda til haga að í raun hefur hún á umliðnum árum átt skuldlaust sæti mótsstjóra á öllum mótum sem félagið hefur tekið að sér í áhaldafimleikum. Hvort heldur sem um er að ræða Bikarmót, Íslandsmót, Þrepamót, Norðurlandamót eða eins og nú síðast Norður-Evrópumót. Á uppskeruhátíð Íþróttafélagsins Gerplu vegna 2008 var Ástu Ísberg þakkað fyrir hennar framlag á umliðnum árum með að veita henni Félagsmálaskjöld Gerplu 2008. 16.4 Hvatningarbikar Gerplu Hvatningarbikar Gerplu er árlega veittur þjálfara í trompfimleikum, sem náð hefur athygliverðum árangri í starfi með tiltekinn hóp í trompfimleikum. Handhafi Hvatningabikars Gerplu hefur hann til varðveislu í eitt ár eða þar til honum er úthlutað næst. Jafnframt skal handhafi Hvatningabikars Gerplu og allir iðkendur í viðkomandi hóp hljóta viðurkenningu til eignar. Ásu Inga Þorsteinsdóttir, Björn Björnsson, Sólveig Jónsdóttir og Jørn Kristensen hafa sameiginlega átt veg og vanda af þjálfun á meistaraflokk stúlkna í hópfimleikum, P1. Á engan er hallað þó því sé haldið fram að fimleikalega sé P-1 dag sterkasti hópfimleikalið sem sést hefur á íslandi. Æfingarnar sem stúlkurnar gera hafa margar hverjar ekki sést áður á mótum hérlendis og er ekki að undra að hópurinn hafi gersigrað öll mót sem hann tók þátt í á Íslandi á umliðnum vetri. Skemmst er frá því að segja að fyrsta sæti í undanúrslitum Evrópumóti í hópfimleikum og 2. sæti í úrslitum var hvorutveggja sérlega ánægjulegar stundir fyrir okkur öll í Gerplu en stúlknahópurinn hafði áður tryggt sér sigur á Íslandsmóti bæði samanlagt og á öllum áhöldum ásamt því að bikarmeistaratitill var einnig kominn með lögheimili í Kópavogi. Einnig var ánægjulegt að afrek ársins að mati stjórnar Fimleikasambands Íslands hafi fallið í skaut stúlknanna sem tryggðu sér silfurverðlaun á Evrópumótinu. Þessar viðurkenningar er hugsanlega áminning til okkar um að innan Íþróttafélagsins Gerplu fari fram metnaðarfullt starf þar sem breiður hópur einstaklinga leggur mikið á sig. Ásu, Björn, Sólveigu og Jörn var af tilefni alls þessa veittur Hvatningarbikar Gerplu og stúlkur fengu medalíu. Bls. 20


16.5 Félagsmálaskjöldur Gerplu Félagsmálaskjöldur Gerplu er árlega veittur einstaklingi sem í mörg ár hefur starfað á ósérhlífinn hátt að félagsmálum innan Íþróttafélagsins Gerplu. Handhafi félagsmálaskjaldar Gerplu hefur hann til varðveislu í eitt ár eða þar til honum er næst úthlutað. Jafnframt skal handhafi Garps hljóta viðurkenningu til eignar. Frumkvöðlar Íþróttafélagsins Gerplu sýndu okkur hvað hægt er að gera með öflugu sjálfboðaliðastarfi. Því má segja að Gerpla hafi allt frá fyrsta degi byggt á sjálfboðaliðastarfi. Á því hefur ekki orðið nein breyting. Það er okkur afar mikilvægt að laða til okkar foreldra iðkenda og fá þá til þess að hjálpa til. Með tilkomu öflugs hóps GGG þá hafa einnig myndast ný tækifæri til þess að fá til starfa hjá félaginu þá snillinga sem tilheyra þeim skemmtilega hóp. Við höfum nú þegar starfandi innan félagsins fjölmarga einstaklinga sem leggja okkur lið við ýmiskonar verkefni.

Er hér um að ræða ýmiskonar störf svo sem skipulagningu

fjáröflunarverkefna, móta og sýningarhald, jólahlaðborð, uppskeruhátíð og ýmsilegt annað sem leikur lykilhlutverk í starfssemi félagsins. Á uppskeruhátíð vegna 2008 var Karen Bjarnhéðinsdóttur veitt viðurkenningu fyrir hennar mikilvæga framlag með stjórn félagsins á umliðnum árum.

Karen hefur ávallt verið

reiðubúinn til þess að hjálpa til við ýmiskonar verkefni. Á síðustu árum hefur hún komið sérlega sterk inn í mótaskipulagningu og einnig aðra skipulagning er snertir ýmsilegt en hennar hæfni er varðar veitingar s.s. vegna jólahlaðborðsins þekkja allir starfsmenn félagsins orðið nokkuð vel. Karen hefur verið í stjórn félagsins árin 2006, 2007, 2008 og er nú á sínu 4. ári í stjórn á árinu 2009. Félagið er þakklát fyrir hennar störf var henni veitt viðurkenning af því tilefni. Sparisjóðabikarinn "Sparisjóðsbikarinn" er veittur á Vorsýningu þeim iðkenda eða iðkendahóp sem sýnt hefur sérstakan árangur eða framfarir í áhaldafimleikum eða trompfimleikum en hlýtur ekki afreksbikarinn. Jafnframt skal veita viðkomandi iðkenda eða hverjum iðkenda úr viðkomandi hóp, minnispening til eignar. Á uppskeruhátíð Íþróttafélagsins Gerplu vegna 2008 stúlkunum í P1 veittur „Sparisjóðsbikarinn“. Stúlkurnar unnu það afrek á árinu 2008 að sigra í undanúrslitum á Evrópumótinu í hópfimleikum og tryggja sér svo silfurverðlaun í úrslitum. Það er annað skiptið í röð sem þessi hópur nær þeim árangri. Frammistaða þeirra var af Fimleikasambandi Íslands valin afrek ársins 2008. Tökum við undir mat stjórnar Fimleikasambandsins hvaða það varðar. Árangur hópsins var frábær.

Bls. 21


Mikilvægt er að veita því athygli þegar blað er brotið í sögu félagsins og það gerir þessi hópur nánast á hverju ári. Haldin var sérstök samkoma þegar heim var komið af Evrópumótinu þar semfélagið reyndi með veikum mætti að gera grein fyrir hve stolt félagið er af þessum ítrekaða árangri hópsins. Í raun er engu við það að bæta. Þær stúlkur sem um ræðir voru: Auður Ólafsdóttir

Guro Hansen Andersson

Jóhanna Gunnarsdóttir

Ásdís Dagmar Þorsteinsdóttir

Hafdís Jónsdóttir

Karen Sif Viktorsdóttir

Ásdís Guðmundsdóttir

Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir

Rakel Reynisdóttir

Björk Guðmundsdóttir

Íris Mist Magnúsdóttir

Svava Björg Örlygsdóttir

Eva Dröfn Benjamínsdóttir

Íris Svavarsdóttir

Tanja Kristín Leifsdóttir

16.6 Gullmerki Íþróttafélagsins Gerplu Gullmerki Gerplu má veita þeim, sem starfað hafa lengi innan félagsins og unnið þar mikilvæg störf af trúnaði og á ósérhlífinn hátt. Einstaklingur sem hlýtur gullmerki Gerplu, er jafnframt kjörinn heiðursfélagi Íþróttafélagsins Gerplu og fær skjal því til staðfestingar. Á uppskeruhátíð Íþróttafélagsins Gerplu vegna 2008 var Margréti Steinarsdóttur veitt Gullmerki. Sumar viðurkenningar veitum við árlega en aðrar sjaldnar. Að þessu sinni var gullmerki félagsins veitt í 6 sinn á 38 ára sögu félagsins. Á árinu 2008 lét Margrét Steinarsdóttir af störfum sem skoðunarmaður félagsins en hún hafði gengt því embætti undanfarin 12 ár (1997, 1998, 1999, 2000, 2001, 2002, 2003, 2004, 2005, 2006, 2007 & 2008) en þar áður hafði hann setið í stjórn félagsins í 4 ár (1985, 1986, 1987, 1988). Hún var fyrsti formaður Frístundar en sú nefnd var sett á laggirnar 1989 og tók virkan þátt í starfi hópsins á næstu árum og hlaut m.a. Félagsmálaskjöld Gerplu 1993 fyrir ötula þátttöku í félagsstarfinu. Fáir aðilar státa af jafn langri sögu í óslitinni þátttöku í starfinu og hún. Þátttaka sjálfboðaliða sem hófst 1985 og stóð meira og minna óslitið í 23 ár. Margrét hefur átt ófá samtölin um málefni félagsins við ýmsa aðila á umliðnum árum og hefur það verið okkur mikils virði að hlusta á hennar ráðleggingar og sjónarmið. Óhætt er að segja að Margrét ásamt hennar samstarfsfólki á umliðnum árum hafi leikið lykilhlutverk við að móta félagið að því sem það er í dag. Framlag hennar til félagsins er ómetanlegt. Af því tilefni veittum við henni, með þakklæti í huga, gullmerki félagsins. Margrét Steinarsdóttir er því heiðursfélagi Íþróttafélagsins Gerplu. 1985, Aðalstjórn 1986, Aðalstjórn 1987, Aðalstjórn 1988, Aðalstjórn 1989 Frístund 1990 Frístund 1993, Félagsmálaskjöldur

1997, Skoðunarmaður 1998, Skoðunarmaður 1999, Skoðunarmaður 2000, Skoðunarmaður 2001, Skoðunarmaður 2002, Skoðunarmaður 2003, Skoðunarmaður 2004, Skoðunarmaður

Bls. 22

2005, Skoðunarmaður 2006, Skoðunarmaður 2007, Skoðunarmaður 2008 Skoðunarmaður


16.7 Útbreiðslustarf Veittar voru viðurkenningar fyrir myndbönd sem höfðu verið birt á YouTube.com Umfjöllun um starf íþróttafélaga er í stöðugri mótun og tekur mið af breyttingum sem verða í samfélaginu.

Öll þekkjum við hversu erfitt það hefur verið á umliðnum árum að koma

íþróttinni á framfæri í sjónvarpi. Mikilvægt er að gefast ekki upp heldur halda áfram að reyna að koma jákvæðri umfjöllun til landsmanna og inn í stofu til þeirra í gegnum íþróttafréttir sjónvarpsstöðvanna og umfjöllun í blöðunum. Hitt er aftur á móti annað mál að með tilkomu internetsins og síðar heimasíðunnar YouTube.com þá gefst okkur tækifæri til þess að taka þátt í að móta dagskrá vinsælustu sjónvarpsstöðvar í heiminum ef svo mætti að orði komast. Af þeirri ástæðu voru veittar viðurkenningar til þeirra sem náð hafa athygliverðum árangri í fjölda „áhorfenda“ á myndbönd þeirra á YouTube, eitt eða fleiri saman sem öll falla að eftirfarandi skilyrðumen myndbandið þarf að; • • •

Tengjast Gerplu með einum eða öðrum hætti þannig að áhorfandanum verði ljós tenging við félagið, s.s. út frá staðsetningu (í Gerplusalnum), merki félagsins, búningum og fleiri viðlíka tengingum. Hjálpa til við að móta ímynd félagsins þar sem byggt er á jákvæðni, gleði, skýrum markmiðum og árangri svo dæmi séu tekin. Hægt sé að tengja myndbandið við félagið með skýrum hætti, s.s. til tiltekins iðkanda, starfsmanns eða foreldara iðkenda hjá félaginu.

Ef þátttakandi sem er „eigandi“ af tilteknum „Account“ hefur hlotið neðangreindan tiltekna fjölda „views“ á myndbönd á viðkomandi „Account“ (einum eða fleirum sem hann ber ábyrgð á) sem uppfyllir ofangreind skilyrði þá fær hann viðurkenningar sem hér segir: • • • • • • • •

Viðurkenningarskjal um að viðkomandi sé líklegur til vinsælda: 500 Brons viðurkenningarskjal ( + medalíu): 2.500 Silfur viðurkenningarskjal ( + medalíu): 5.000 Gull viðurkenningarskjal ( + medalíu): 10.000 Platiníum viðurkenningarskjal ( + skjöld): 25.000 Demants viðurkenningarskjal ( + platta): 100.000 Platiníum demants viðurkenningarskjal ( + bikar): 500.000 Gull Platiníum demants viðurkenningarskjal ( + stór bikar): 1.000.000

Viðurkenningu fyrir útbreiðslustarf á uppskeruhátíð félagsins 2009 voru sem hér segir: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.

GULL: Karen Sif Viktorsdóttir, iðkandi og starfsmaður (>12.376) BRONS: Auður Björk Aradóttir, iðkandi og starfsmaður (>8.839) BRONS: Michel Christensen, fyrrv. Starfsmaður (> 4.233) BRONS: Tómas Þórhallur Guðmundsson, Tómas Orri Birgisson, Davíð Már Sigurðsson, Stefán Birnir Stefánsson (>2.851) ((annað myndband yfir 300.000 views)) LÍKLEGT: Móðir iðkanda í Gerplu (>2.308) LÍKLEGT: Jón Finnbogason, í stjórn félagsins (>2.212) LÍKLEGT: Jacob Melin, iðkandi og starfsmaður (>1.982) LÍKLEGT: Aðalsteinn Finnbogason (>684)

Bls. 23


16.8 Aðrar viðurkenningar. Í tilefni af því að Viktor Kristmannsson og Ásdís Guðmundsdóttir voru krýnd fimleikamaður og fimleikakona ársins af stjórn Fimleikasambandi Íslands fengu þau blóm að gjöf frá félaginu. Sömu viðurkenningu fengu stúlkurnar sem fengu viðurkenningu fyrir afrek ársins, þeas P1.

Skýrsla stjórnar tímabilið 1. júní 2008 til 31. maí 2009.

Kópavogur, 28. september 2009.

Jón Finnbogason, formaður stjórnar

Bls. 24


17 ÁRSREIKNINGUR, 1.6.2008 til 31.5.2009

Bls. 25


Bls. 26


Bls. 27


Bls. 28


Bls. 29


Bls. 30


Bls. 31


Bls. 32


Bls. 33


Bls. 34


Bls. 35


18 ALMENNAR UPPLÝSINGAR Skýrsla stjórnar er aðgengileg á heimasíðu félagsins: http://www.gerpla.is/ Fyrirspurnir um þessa skýrslu eða almennt um starfssemi félagsins má koma áleiðis í netfangið: gerpla@gerpla.is Símanúmer Íþróttafélagsins Gerplu er: 510-3000 Kennitala Íþróttafélagsins Gerplu er: 700672-0429 Starfsstöð: Versalir 3, 201 Kópavogur Formaður stjórnar: Jón Finnbogason, jonf@gerpla.is Sími: 696-1855 Framkvæmdastjóri: Auður Inga Þorsteinsdóttir, audurth@gerpla.is Sími: 510-3000 (í fæðingarorlofi) Björn Björnsson, bjornb@gerpla.is Sími: 510-3000

Bls. 36

Ársskyrsla Gerplu 2008 2009  

Gerpla, ársskyrsla, 2008, 2009

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you