Page 1

Úllónolló

ÖMMUSÖGUR

RAGNAR ÞÓR PÉTURSSON


1

ÖMMUSÖGUR Amma mín er fædd árið 1929. Þegar hún var barn bjó hún á bænum Bakkagerði sem er einn af ystu bæjunum við Héraðsflóa á Austurlandi. Í dag býr hún á Brekkunni á Akureyri. Bærinn í Bakkagerði er löngu fallinn.

Sögurnar í þessu kveri eru nokkrar endurminningar hennar frá uppvaxtarárum fyrir austan. Þær gerast á árunum frá 1933 til 1944.


1

Bolinn og potturinn Þegar amma var fjögurra ára var hún einu sinni sem oftar lánuð að Fossvöllum til ömmu sinnar og afa. Þar dundaði hún sér langa sumardaga innanhúss og utan við eitt og annað og hjálpaði til eins og hún gat. Nú vildi svo til að mannýgur boli var á bænum, rauður á lit og ófrýnilegur. Hann var bundinn úti og líkaði það stórilla. Á andlit hans var fest trégríma sem gerði hann enn óhugnarlegri en ella.

Amma tók stefnuna á pottinn og tróð sér gegnum rifuna og undir pottinn. Lá hún þar í hnipri þegar bolinn kom að. Stóð hann öskrandi og beljandi og lamdi pottinn með fótunum. Í því bar þar að karlmennina á bænum sem séð höfðu aðfarirnar. Náðu þeir að koma böndum á bola og draga aftur í girðinguna.

Einhvernveginn tókst bolanum að losa sig og var hann í vægast sagt vondu skapi þegar hann sá ömmu valhoppa á túninu í leik. Tók hann þegar á rás í átt að barninu, öskrandi og froðufellandi. Þegar amma sá hann varð hún frávita af hræðslu. Hún tók þegar á rás burt frá bolanum en bolinn dró hratt á hana. Sá hún þá stóran, svartan ullarþvottapott sem lá á grúfu á túninu. Þetta var feykistór og þungur pottur úr pottjárni með stórum eyrum sem námu við jörðu. Á milli pottsins og jarðar var dálítil rifa öðrum megin.

2


Bolinn og balinn Könnun Question 1 of 5

Hver bjó á Fossvöllum?

A. Langafi mömmu höfundarins B. Afi mömmu höfundarins C. Amma höfundarins D. Mamma höfundarins

Check Answer

iii


Bolinn og balinn Hvað merkir feitletraða orðið / orðasambandið? Question 1 of 7

Nú vildi svo til að mannýgur boli var á bænum

A. veikur B. mannfælinn C. hræddur við menn D. hættulegur mönnum

Check Answer

iv


2

Selurinn og stígvélið Þegar amma var um fermingu var hún einu sinni send frá Bakkagerði út á sand til að veiða seli. Þrír bæir, Eyjasel, Ketilsstaðir og Bakkagerði, lágu að sandinum í mynni Héraðsflóa og skiptu bændurnir með sér dögum til veiðanna. Amma fór ein ríðandi á hesti en fór af baki nokkru áður en í fjöruna var komið. Hún læddist því næst varlega að selunum þar sem þeir lágu og sóluðu sig á sandinum. Hún fann dálitla rótarhnyðju sem hún gat notað sem barefli.

Þar sat amma ráðvillt nokkra stund. Nú voru góð ráð dýr. Ekki þýddi að skilja selinn eftir þarna. Bæði var hann sár og óvíst að hann myndi lifa það af en einnig var ekki í boði að snúa tómhent heim af selveiðum. Nú hafði hún ekkert barefli og selir eru ekki skepnur sem hægt er að drepa með berum höndum – ekki einu sinni kópar. Amma greip því til þess ráðs að fara úr öðru stígvélinu og þarna stóð hún svo í móanum og gekk frá selnum með því að berja hann með hælnum.

Unglingar á þessum tíma áttu ekki roð í fullvaxna seli og því setti amma stefnuna á selkóp sem lá sofandi og uggði ekki að sér. Ofurvarlega læddist hún að kópnum, reiddi hnyðjuna til höggs og rotaði selinn í einu föstu höggi.

Þegar hún var þess fullviss að selurinn væri dauður fór hún aftur á bak og reið heim að bænum. Þegar pabbi hennar fláði selinn þótti honum útlitið einkennilegt. Aldrei fyrr hafði hann fláð sel sem var svona útleikinn. Hauskúpan var öll sprungin. Þegar hann hafði það á orði við ömmu sagði hún honum alla söguna – en þótt einhverjum hafi þótt það frækilegt af hálfstálpaðri stúlku að drepa sel með stígvélinu sínu skammaðist hún sín alla ævi fyrir verknaðinn.

Amma tók dauðan selinn í fangið og bar að hestinum. Hún komst á bak og lagði bráðina fyrir framan sig á hestinn. Reið hún svo áleiðis heim. Ekki leið þó á löngu uns selurinn raknaði úr rotinu. Hann barðist um og ældi blóði yfir hestinn – sem varð viti sínu fjær af hræðslu og steypti bæði ömmu og selnum af baki.

5


Selurinn og stígvélið Könnun Question 1 of 8

Hvaða vopn tók amma með að heiman á selveiðarnar?

A. Hníf B. Stígvél C. Rótarhnyðju D. Engin

Check Answer

vi


Selurinn og stígvélið Hvað merkir feitletraða orðið / orðasambandið? Question 1 of 10

Þrír bæir, Eyjasel, Ketilsstaðir og Bakkagerði, lágu að sandinum í mynni Héraðsflóa

A. voru samsíða B. voru á sama stað C. voru utan við D. voru fjarri

Check Answer

vii


3

Bleiki folinn Þótt amma væri alin upp á sveitabæ var hún mjög mishrifin af dýrunum. Stóð henni sérstaklega stuggur af hænunum og öðrum fuglum. Raunar svo mjög að ef banna þurfti henni að fara út var nóg að leggja fjöður á þröskuldinn og þá þorði hún ekki nálægt dyrunum.

staðreynd. Amma hlyti að hafa farið í ána og drukknað. Gerð var dauðaleit við ána án árangurs.

Hesta elskaði hún hinsvegar. Það má eiginlega segja að hún hafi verið hestasjúk. Sérstaklega var hún hrifin af glæsilegum, bleikum fola sem geymdur var í kró við Fossvelli, bæ ömmu hennar og afa. Hún var sjö eða átta ára þegar bleiki folinn birtist á bænum. Eftir að hafa dáðst að honum úr fjarlægð í nokkurn tíma ákvað amma að tímabært væri að hún og fákurinn myndu kynnast nánar.

Þangað gekk hann meðan aðrir gerðu sig klára við árbakkann. Þegar hann kom í hesthúsið sá hann hvar amma sat berbakt á glæsta, bleika folanum sem gekk spakur um milli hinna hestanna.

Það var vondaufur hópur sem bjó sig til að slæða ána til að freista þess að finna líkið af ömmu. Það var þá sem afi hennar fékk þá hugdettu að kíkja í hesthúsið.

Það var sigri hrósandi afi sem leiddi dótturdóttur sína til hins fólksins – og ekki var ánægjan minni þegar hann lýsti því hvernig hann hefði fundið barnið þar sem það sat ótaminn hestinn eins og taminn væri.

Hún fór í hesthúsið og klifraði upp á hliðið og reyndi að ginna hestinn til sín. Nú leið og beið. Heimilisfólkið á bænum tók eftir því löngu seinna að amma var horfin. Gerð var leit um allan bæinn og þótt skimast væri um í næsta nágrenni fannst hvorki tangur né tetur af henni. Loks rann upp fyrir fólki óhugguleg

8


Bleiki folinn Könnun Question 1 of 5

Ornithophobia er fræðiheitið á fælni sem hrjáir sumt fólk (þar á meðal ömmu ef miðað er við lýsinguna á uppvexti hennar). Hvað óttast fólk með þessa fælni?

A. hesta B. ár og læki C. myrkur D. fugla

Check Answer

ix


Bleiki folinn Hvað merkir feitletraða orðið / orðasambandið? Question 1 of 7

Stóð henni sérstaklega stuggur af hænunum og öðrum fuglum

A. að standa einhverjum nærri B. að kunna vel að meta C. að þekkja lítið eða ekki D. að óttast / hræðast

Check Answer

x


4

Draugagangur? Þegar amma var um fermingaraldur lá enginn vegur út að Bakkagerði. Vegurinn endaði við Hlíðarhús en þaðan lágu troðningar sem hægt var að keyra út Héraðsflóann, yfirleitt í þurrum árfarvegum. Nú bar svo til eitt haustið að bændurnir í Bakkagerði og Ketilsstöðum fóru á Reyðarfjörð með sláturfé á bíl og voru væntanlegir aftur með slátrið en það voru mest innyfli og blóð til sláturgerðar.

Leið nú og beið uns ljósin voru komin alla leið að og heimreiðinni að Bakkagerði. Þar hurfu ljósin jafn skyndilega og þau höfðu birst. Nú biðu börnin þess að pabbi þeirra kæmi heim að bænum – en enginn kom. Því raunin var sú að pabbi þeirra og hinir bændurnir höfðu ekki lagt af stað heim þá um síðdegið heldur voru enn á Reyðarfirði. Daginn eftir sneru þeir heim og komu að Bakkagerði í björtu.

Það ríkti mikil spenna í Bakkagerði enda ferðalög sem þessi ekki daglegur viðburður. Þegar ömmu og bróður hennar fór að lengja eftir bílnum settust þau út við glugga og biðu þess að koma auga á bílinn.

Engin skýring fannst á ljósunum sem börnin sáu – en fleiri sáu þau þetta kvöld. Sumir töldu fullvíst að um draugagang væri að ræða, aðrir að þetta hefðu verið hrævareldar eða mýrarljós. Amma sjálf var í litlum vafa.

Brátt var orðið rökkvað en enn biðu börnin. Loks komu þau auga á bílljósin inn við Torfastaði. Kom nú ekki annað til greina en að fylgjast með ferðalaginu alla leið. Ferðin sóttist augljóslega hægt en áfram mjökuðust ljósin. Þegar þau komu nær sáu amma og bróðir hennar að einhver gekk á undan bílnum eftir troðningnum með lukt í hendi. Skugginn af fótleggjunum var greinilegur framan við ljósin.

11


Draugagangur? Könnun Question 1 of 5

Hvor bærinn var nær sjónum, Hlíðarhús eða Bakkagerði?

A. Hlíðarhús B. Bakkagerði C. Það kemur ekki fram D. Þeir voru báðir við sjóinn

Check Answer

xii


Draugagangur? Hvað merkir feitletraða orðið / orðasambandið? Question 1 of 6

Vegurinn endaði við Hlíðarhús en þaðan lágu troðningar

A. ummerki eftir fyrri ferðir B. vegir sem troðist hafa niður C. leið merkt með stikum D. þröng leið

Check Answer

xiii


5

Hugrakki drengurinn Pabbi hennar ömmu var farkennari. Þá var enginn skóli í sveitinni og þess í stað fór kennari á milli bæja og dvaldi á hverjum stað í ákveðinn tíma og kenndi börnunum af bænum og nærliggjandi bæjum, þ.e. ef fært var yfir árnar eða vegna veðurs.

Hún kíkti fram og sá hvar ungi maðurinn stóð þar efst í stiganum með sængina sína í eftirdragi og skelfingarsvip á andlitinu. Svaf hann þar uppi þá um nóttina.

Einn af uppáhaldsnemendum hans var ákaflega skarpur drengur. Löngu seinna varð sonarsonur hans landsfrægur söngvari. Einu sinni var pilturinn staddur á Bakkagerði og stóð til að hann myndi gista. Þetta var rökvís og raunsær strákur sem kallaði ekki allt ömmu sína og hló hjartanlega þegar ýmsir á bænum reyndu að hræða hann með sögum af stofudraugnum. Stofan á Bakkagerði var nefnilega alræmd fyrir draugagang á nóttunni. Nokkru eftir að allir gengu til náða hrökk amma upp við óskaplegan skarkala og læti. Lætin bárust neðan af neðri hæðinni þar sem stofan var – og ekki leist ömmu á blikuna þegar lætin bárust upp stigann og upp á efri hæðina.

14


Hugrakki drengurinn Könnun Question 1 of 6

Hvers vegna hélt pabbi ömmu sérstaklega upp á drenginn?

A. Því það var frægur söngvari í ættinni B. Því hann var góður námsmaður C. Því hann var svo kurteis D. Því þeir voru frændur

Check Answer

xv


Hugrakki drengurinn Hvað merkir feitletraða orðið / orðasambandið? Question 1 of 2

Þetta var rökvís og raunsær strákur sem kallaði ekki allt ömmu sína

A. hafði vit fyrir öðrum B. var afar skarpur C. hræddist fátt D. var vinamargur

Check Answer

xvi

Ömmusögur  

Sögur af ömmu þegar hún var barn

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you