Page 1

Sænsk einingahús frá Belkod

- meiri gæði - meira fyrir peninginn

Hafðu samband - www.Belkod.is


Mig langar að byggja! - hvar byrja ég og hvað geri ég? Fyrst af öllu kíkir þú á okkur hjá Belkod, á Suðurlandsbraut 30 í Reykjavík, eða hefur samband í gegnum heimasíðuna. Við sýnum þér hvað við getum boðið og förum yfir ferlið saman. 1.

Þú byrjar á að finna lóð í viðkomandi sveitarfélagi. Oft má finna upplýsingar um lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins. - Hafðu í huga að á lóðum eru kvaðir um hámarks grunnflöt hússins, hversu margar hæðir má byggja og fleira. - Ef lóðin hentar áformum þínum um húsnæði þá sækir þú um lóðina. - Umsóknin er í framhaldinu tekin fyrir hjá byggingafulltrúa viðkomandi sveitarfélags. Afgreiðslutími er misjafn en búast má við 3-12 vikum.


2. Á þessum tímapunkti væri ráð að finna sér löggiltan mannvirkjahönnuð, ef þú kýst að láta hanna fyrir þig húsið af utanað komandi aðila. En annar af eigendum Belkod er með löggildingu í mannvirkjahönnun þannig að við getum að sjálfsögðu leiðbeint þér varðandi hönnuná innra og ytrra skipulagi hússins, þannig getur þú lækkað kostnað. 3. Ef þú ert ekki enn með nokkuð mótaðar hugmyndir að teikningu á blaði þá gerum við það saman núna, svo hægt sé að teikna húsið og gefa þér verðtilboð. 4. Þegar allir eru sáttir við útlit, innra skipulag og verð hússins þá þarf að sækja um byggingaleyfi. Við, ásamt byggingafulltrúa, getum aðstoðað við útfyllingu pappíra. 5. Teikningar eru sendar til byggingafulltrúa til samþykktar. Upplýsingar um iðnmeistara þurfa að fylgja með. Síðan er byggingarleyfi veitt. 6. Nú geta framkvæmdir hafist. Allt ferlið, frá hugmynd að afhendingu hússins, tekur um 4-6 mánuði, í það minnsta.


Gott að vita! Lóðarblað og skilamálar: Á lóðarblaði sem fæst hjá viðkomandi sveitarfélagi kemur fram hvort leyfi sé fyrir því að byggja hús á einni eða tveimur hæðum. Þar kemur líka fram stærð byggingareits, nýtingarhlutfall, stærð lóðar, staðsetning bílastæða og lega á byggingareit. Byggingareitur er afmarkaður innan lóðamarkanna. Húsbyggingin skal vera staðsett innan hans. Í byggingarreglugerðum eru tilgreindar lámarksfjarlægðir milli húsa.

Hvar er sólin?: Huga þarf að afstöðu lóðar og húss gagnvart sól. Oftast er aðkoma að húsum úr norðri eða suðri. Ef aðkoman er úr suðri Þá er aðal garðurinn götu meginn, framan við húsið. Ef aðkoman er úr norðri er aðal garðurinn sunnan megin við húsið, á bak við það.

Helstu rými íbúðarhúss – lágmarksstærðir: Í byggingareglugerðum eru eftirfarandi staðreyndir sem gott er að hafa í huga: Svefnherbergi – minnst 8,0m² og ekki mjórra en 2,4m Eldhús – minnst 7,0m² Þvottahús – minnst 3,24m² eða 1,8 x 1,8 m. Baðherbergi – minnst 5,0m²

Fjármögnun kaupanda: Við undirskrift:

5%

Við pöntun á húsi

50%

Viku fyrir lestun í Svíþjóð

40%

Mánuði eftir afhendingu á húsi

5%


Breyttu því sem þig langar að breyta Þú getur fengið húsið fullbúið með hreinlætistækjum, innréttingum, skápum og öllum stærri heimilistækjum,


Svona eru húsin frá Belkod Útveggir (utan og inn) - Standandi eða liggjandi timburklæðning. Hægt er að setja nánast alla klæðningu á húsin, sé þess óskað. - Loftunargrind 28*70 . - Vindpappi. - Einangrun 30mm. - 45X170mm fulleinangraður burðarveggur. Fjarlægð á milli uppistöðu er mismunandi en almennt c/c 600. - 0,2mm rakavarnarlag eða rakavarnardúkur Rakavarnarlag kemur á alla útveggi nema á baðherbergi þar er settur sérstakur rakavarnardúkur sem lágmarkar líkur á myglumyndun. - Loftunarrist ofarlega í útveggjum sem dregur úr og lágmarkar hættu á rakaþéttingu í húsinu og eykur loftskipti. - 45X45mm lagnagrind. Eftir uppsetningu - OSB plata 11,5mm - Gifsklæðning 12,5mm - Sparsl og málning

Innveggir - Gifsklæðning 12,5mm - OSB plata 11,5mm - Timburgrind 45X70mm, en þessi þykkt getur breyst eftir aðstæðum: - Þar sem aukin burður þarf að vera (ekki í standard húsum) - Þar sem aukin elvarnarkrafa er sett á vegginn - Þar sem hæð veggjanna fer yfir ákveðna hæð (uppá svignun veggjarins) - Þar sem rafmagnstafla þarf að vera. - 45mm einangrunarlag - OSB plata 11,5mm - Gifsklæðning 12,5mm

Þakeiningar (ofan frá og niður) - Aluzink 0,6mm. - Þakpappi af gerðinni YEP700. - 22mm nótaður fleki - Kraftsperrur (c/c 600mm, til að auðvelda loftafrágang. - Laus einangrun 360mm þykk með vindpappa ofaná - 0,2mm rakavarnarlag - 45X70mm lagnagrind - 12,5mm nótuð gifsplata

Profile for Ráðandi - auglýsingastofa ehf

Belkod ehf - Einingahús  

Belkod ehf - Einingahús