Page 1

Sumar 2011 Ferðaævintýri Heimsferða í vor, sumar og haust

Marmaris – Tyrkland Bodrum – Tyrkland Kemer / Antalya – Tyrkland Costa del Sol Prag

Búdapest Barcelona Sevilla Ljubljana Róm

Alicante Golfferðir Gönguferðir Sérferðir Siglingar

Heimsferðir • Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is

1


Marmaris

119.900 kr.*

Frá

H

eimsferðir bjóða Íslendingum frábærar ferðir til Marmaris í Tyrklandi í sumar. Tyrkland er stórbrotið land þar sem austrið mætir vestrinu og heimsálfurnar Evrópa og Asía mætast, enda er hjartsláttur austursins

alltaf nálægur. Marmaris er Íslendingum að góðu kunnur enda einn eftirsóttasti áfangastaður Tyrklands. Í boði er frábært úrval gististaða; góð íbúðahótel sem og glæsleg hótel, þar sem ýmist fylgir með hálft fæði eða þá að allt er innifalið. Marmaris er gamall fallegur bær sem hefur svolítið evrópskt yfirbragð. Hér er falleg bátahöfn sem er ein sú stærsta í landinu. Bærinn Marmaris kúrir í vík, umkringdur fjöllum og þykir hann með fallegri bæjum landsins. Hér eru veitingastaðir um allan bæinn, við ströndina og höfnina. Þá er hér ekta „bar-street“, sem er þröngt stræti í gamla bænum, sem og fjöldinn allur af næturklúbbum og börum sem gera bæinn mjög líflegan. Svæðið er upplagt til gönguferða, meðfram ströndinni, að útimörkuðum eða um göngugöturnar þar sem tilvalið er að prútta, verði eitthvað fallegt á vegi manns. Tyrkir taka vel á móti ferðamönnum með sinni einstöku gestrisni. Marmaris í Tyrklandi bíður þín með hagstætt verðlag, fallega smábátahöfn með iðandi mannlífi, fjörugt næturlíf, og heillandi markaði. Í Marmaris finna allir eitthvað við sitt hæfi og njóta sumarleyfisins til hins ítrasta. *) Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð í 10 nætur á Club Kibele, 21. maí.

Einn eftirsóttasti áfangastaður Tyrklands


Íbúðir

Þetta er frekar einföld íbúðagisting, ýmist stúdíó, íbúðir með einu svefnherbergi eða íbúðir með tveimur svefnherbergjum. Allar íbúðir eru með loftkælingu, öryggishólfi, síma og á baðherbergi er hárþurrka. Hótelið er á þremur hæðum en þar er ekki lyfta. Á hótelinu eru 44 íbúðir og 16 hótelherbergi. Garðurinn er lítill og notalegur, með sundlaug, barnalaug og sólbekkjum, bar og veitingastað. Athugið að ekki er hægt að fá leigð handklæði hér. Hægt er að ná þráðlausu internetsambandi á ákveðnum svæðum á hótelinu (WiFi) gegn gjaldi. Um 2 km eru í miðbæ Marmaris en örstudd er niður á strönd og hótelið er í göngufjarlægð við verslanir, veitingastaði og bari. Hótelið þykir sérlega fjölskylduvænt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Marmaris

Club Kibele

Frábært verð

Frá kr. 119.900 – 2 vikur Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð í 2 vikur, 2. júlí. Netverð a mann m.v. 2 fullorðna kr. 149.900 í studio í 2 vikur, 2. júlí.

Grand Cettia Gott 190 herbergja hótel í norðurhluta Marmaris. Öll herbergi eru með svölum, loftkælingu, öryggishólfi, sjónvarpi síma og minibar. Á hótelinu eru tvö útivistarsvæði með sundlaugum og veitingarstöðum. Þar er m.a. að finna vatnsrennibraut, körfuboltavöll og tennisvelli auk þess er tyrkneskt bað, sauna og nuddpottar á hótelinu. Þráðlaust internet er á hótelinu. Góðar samgöngur er með strætisvagni á ströndina, sem er í eins kílómetra fjarlægð.

„allt innifalið“

Frábært verð Frá kr. 125.940

– 10 nætur með „öllu inniföldu“ Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára í herbergi í 10 nætur með „öllu inniföldu“, 21. maí, Verð m.v. gistingu í tvíbýli með „öllu inniföldu“ kr. 149.280.

3


Cettia Beach Resort Glæsilegt og fjölskylduvænt hótel í um 3,5 km fjarlægð frá miðbæ Marmaris og rétt við ströndina. Það er fjölskyldurekið og er mikið lagt upp úr persónulegri þjónustu og vellíðan gesta. Hótelið er innréttað á smekklegan hátt og eru herbergi flest rúmgóð. Hér eru 214 herbergi, öll með sjónvarpi (flatskjá), loftkælingu, minibar, öryggishólfi, síma og litlum svölum. Á baðherbergi eru hárþurrkur og baðkar. Á hótelinu eru tvær útisundlaugar, innilaug og barnalaug. Í garðinum er vatnsrennibraut og leiksvæði fyrir börnin. Á hótelinu, eru barir, veitingastaður, líkamsræktaraðstaða og heilsulind. Þá er barnaklúbbur starfræktur hérna og hægt er að spila borðtennis, billiard, fótbolta, blak eða tölvuleiki. Einhver skemmtidagskrá er í gangi yfir daginn og á kvöldin. Þá er hér einnig háhraða internettenging, hárgreiðslustofa og þvottaaðstaða. Cettia Beach Resort er eitt besta fjögurra stjörnu hótelið á Marmaris!

„allt innifalið“

Frábært verð Frá kr. 149.940 – 10 nætur með „öllu inniföldu“

Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára í herbergi í 10 nætur með „öllu inniföldu“, 21. maí, Verð m.v. gistingu í tvíbýli með „öllu inniföldu“ kr. 164.580.

Elegance Eitt af betri lúxushótelum Marmaris með mjög góðan aðbúnað og einstaklega fjölbreytta þjónustu. Herbergi eru fallega og hlýlega innréttuð, með loftkælingu, minibar, síma, sjónvarpi og svölum. Baðherbergi eru með hárþurrku og baðkari. Hótelgarðurinn er einstaklega fallegur og þar er stór og góð sundlaug og lítill foss. Rétt við ströndina er einnig minni sundlaug og þar er líka ísbar, ef einhver þarf að kæla sig í hitanum. Á hótelinu er heilsulind, hægt er að komast í alls konar sjó- og vatnasport eða spila billiard, borðtennis og tölvuleiki. Skemmtidagskrá er í boði bæði á daginn og á kvöldin. Þá eru á hótelinu veitingastaðir, barir, ísbar og snarlbar. Þetta er frábær valkostur fyrir þá sem vilja hafa það sem allra best í fríinu, sameina góða og fjölbreytta þjónustu ásamt íburði og nálægð við strönd.

„allt innifalið“

Frábært verð Frá kr. 159.900

– 10 nætur með „öllu inniföldu“ Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára í herbergi í 10 nætur með „öllu inniföldu“, 21. maí, Verð m.v. gistingu í tvíbýli með „öllu inniföldu“ kr. 199.900.


Bodrum Frá

121.640 kr.*

H

eimsferðir bjóða enn á ný Íslendingum ferðir til Bodrum í Tyrklandi, sem sló svo sannarlega í gegn í fyrra. Bodrum er fallegur hafnarbær sem stendur á samnefndum skaga á Eyjahafsströnd Tyrklands með endalaust

úrval veitingastaða, bara, kaffihúsa, verslana og mikið nætur-og skemmtanalíf í boði. Stutt er að fara frá flugvellinum í Bodrum og á gististaði Heimsferða sem eru í bæjunum Gumbet, Bitez og Turgutreis, sem standa hver við sína vík við suðurströnd Bodrumskagans. Bæirnir eru allir skammt frá Bodrum bænum og gengur strætisvagn (s.k. Dolmus) á milli bæjanna á svæðinu. Í Gumbet eru fallegar strendur og urmull veitingastaða, bara og kaffihúsa. Gumbet er staðurinn fyrir þá sem vilja vera í eða við hringiðu mesta næturlífsins. Bitez er fjölbreyttur og skemmtilegur bær en hér er andrúmsloftið rólegra en í Gumbet. Bærinn býður fallega strönd, gott úrval veitingastaða og bara auk verslana. Hér er falleg strönd og allt til staðar sem þarf til að virkilega njóta lífsins í sumarleyfinu í frábæru umhverfi. Turgutreis er næst stærsti bær á Bodrumskaga og býður úrval veitingastaða, bara og verslana og eina allra bestu ströndina á svæðinu. Fallegur bær sem er einstakur dvalarstaður í fríinu fyrir jafnt fjölskyldur sem einstaklinga. *) Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð Netverð á Eken, mann. báðar leiðir með sköttum. Fargjald A. í 10*)nætur á Hotel 21.Flugsæti maí með allt innifalið.

Frábærar 10, 11 eða 14 nátta ferðir í allt sumar og haust!

5


Glæsileg gisting – „allt innifalið“

La Blanche Resort & Spa La Blanche Resort & Spa er glæsilegt lúxushótel sem er frábærlega staðsett rétt við hinn fallega bæ Turgutreis. Á hótelinu eru 362 herbergi sem eru rúmgóð og bjóða öll þægindi sem vænta má, s.s. baðherbergi með baðkari, síma og hárþurrku, gervihnattasjónvarp, öryggishólf, síma, minibar, loftkælingu og svalir eða verönd. Hótelsvæðið er stórt og aðstaðan þar hreint frábær. Við hótelið er einkaströnd í sérstöku lóni þannig að aðstæður eru alveg einstakar. Sundlaugargarðurinn og sundlaugarnar eru stórar 1800m2 og sólbaðsaðstaðan er mjög góð. Frábært barnasundlaugarsvæði með vatnsrennibrautum o.fl. Á hótelinu eru fjórir veitingastaðir (þar af þrír A la Carte veitingastaðir), 5 barir þar af einn sportbar og vítamínbar. Skemmtidagskrá í boði á daginn og á kvöldin. Sérstök skemmtidagskrá fyrir börnin (4-12 ára). Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða, tennisvellir, bortennisborð, leiktækjasalur og margt fleira til afþreyingar. Þráðlaust internetaðgengi fyrir gesti. Glæsileg heilsulind (spa) er á hótelinu, þar sem mjög fjölbreytt þjónusta er í boði fyrir þá sem vilja nota tækifærið og láta dekra við sig í fríinu. Frá hótelinu er aðeins um 1 km til Turgutreis og um 19 km eru til miðbæjar Bodrum Á hótelinu er allt innifalið (s.k. Ultra All Inclusive), þ.e. morgun-, hádegis- og kvöldverðir, áfengir og óáfengir drykkir (allir innlendir drykkir og tilteknir innfluttir drykkir), snarl milli mála, vatnasport á ströndinni (án mótors), afnot af öryggishólfi, skemmtidagskrá, barnaklúbbur, handklæði á ströndina, þráðlaust internet o.fl. Fyrir ýmsa þjónustu á hótelinu þarf að greiða sérstaklega, t.d. sérstaka innflutta drykki, alla þjónustu í heilsulind o.fl.

Bitez Garden Life Hotel & Suites

Frábært verð Frá kr. 165.840

– 10 nætur með „öllu inniföldu“ Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í herbergi í 10 nætur á La Blanche Resort & Spa, 21. maí. Netverð a mann m.v. 2 fullorðna kr. 195.180 í herbergi í 10 nætur, 21. maí með allt innifalið.

„allt innifalið“

Fallegt og gott hótel í Bitez sem býður einstaklega góðan aðbúnað og fjölbreytta þjónustu. Hótelið var endunýjað á smekklegan hátt fyrir um tveimur árum. Stutt er að ganga frá hótelinu bæði á ströndina og í miðbæinn. Fallegur sundlaugargarður með sólbekkjum og sólhlífum, sundlaug, barnalaug og sundlaugarbar. Á hótelinu eru veitingastaðir, vínbar og bar. 107 herbergi eru á hótelinu. Herbergin eru smekklega innréttuð og með loftkælingu (gegn aukagjaldi), síma, öryggishólfi, sjónvarpi, baðherbergi með hárþurrku og svölum eða verönd. Skemmtidagskrá á daginn og kvöldskemmtun þrisvar í viku. Þráðlaust internetaðgengi, sauna, tyrkneskt bað o.fl. fyrir gesti. Hálft fæði er innifalið, morgun- og kvöldverður.

Frábært verð Frá kr. 125.940

– 10 nætur með „öllu inniföldu“ Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára í herbergi í 10 nætur með „öllu inniföldu“, 21. maí, Verð m.v. gistingu í tvíbýli með „öllu inniföldu“ kr. 149.280.


„allt innifalið“

Hotel Eken Resort er vel staðsett við ströndina í Gümbet og stutt frá miðbænum. Aðeins eru um 3 km til miðbæjar Bodrum. Hótelið var byggt árið 2004 og býður gestum fjölbreytta þjónustu og góðan aððbúnað í fríinu. Á hótelinu eru 101 herbergi með öll helstu þægindi, s.s. loftkælingu, baðherbergi með hárþurrku, gervihnattasjónvarp, öryggishólf (leiga), síma og litlar svalir eða verönd. Aðeins eru um 30 m. á ströndina. Í sundlaugargarðinum er góð sólbaðsaðstaða með sólbekkjum, sólhlífum og sundlaugarbar. Á hótelinu er veitingastaður og 2 barir. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða, sauna, lítil verslun, internetaðstaða, bortennisborð og fleira til afþreyingar. Hér er allt innifalið, þ.e. morgun-, hádegis- og kvöldverðir, innlendir áfengir og óáfengir drykkir (kl. 10.00-24.00), snarl milli mála o.fl. Fyrir ýmsa þjónustu á hótelinu þarf að greiða sérstaklega, t.d. sérstaka innflutta drykki o.fl.

Blue Bay Hotel

Bodrum

Hotel Eken Resort

Frábært verð Frá kr. 142.840

– 14 nætur með „öllu inniföldu“ Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í herbergi í 14 nætur á Hotel Eken, 2. júlí í 14 nætur. Netverð a mann m.v. 2 fullorðna kr. 176.480 í herbergi í 14 nætur, 2. júlí með allt innifalið.

Frábært verð

„allt innifalið“

Gott og einstaklega vel staðsett hótel í Bitez sem var algjörlega endurnýjað 2009. Hótelið stendur við ströndina og miðbæinn. Herbergi eru með loftkælingu, gervihnattasjónvarpi, síma og baðherbergi með hárþurrku. Við hótelið er sundlaugargarður með sólbekkjum, sundlaug, barnalaug og sundlaugarbar. Á hótelinu er veitingastaður og bar. Mjög gott og notalegt fjölskyldurekið hótel á frábærum kjörum. Örstutt er að skreppa til Bodrum og stoppar strætóinn við hótelið. Hér er allt innifalið, þ.e. morgun-, hádegis- og kvöldverður auk innlendra áfengra og óáfengra drykkja (til kl. 23). Fyrir ýmsa aðra þjónustu á hótelinu þarf að greiða sérstaklega.

Frá kr. 128.820

– 10 nætur með „öllu inniföldu“ Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára í herbergi í 10 nætur með „öllu inniföldu“, 21. maí, Verð m.v. gistingu í tvíbýli með „öllu inniföldu“ kr. 139.080.

Nýlega endurnýjað – mjög góður kostur!

L’Ambiance Resort

„allt innifalið“

L’Ambience Resort er fallegt og notalegt hótel í Gümbet. Hér er góður aðbúnaður og vel hugað að þörfum gesta í fríinu. Á hótelinu eru 162 herbergi sem bjóða öll helstu þægindi, s.s. baðherbergi með hárþurrku, gervihnattasjónvarp, öryggishólf (leiga), síma, lítinn kæli, loftkælingu og litlar svalir eða verönd. Sundlaugargarðurinn er fallegur og sólbaðsaðstaða er góð með sólbekkjum, sólhlífum og sundlaugarbar. Í garðinum er góð sundlaug og barnalaug. Á hótelinu eru veitingastaðir og barir auk setustofu, líkamsræktaraðstöðu, lítillar verslunar, bortennisborðs, pílukasts og fleiru til afþreyingar. Um 10 mín. gangur er í miðbæ Gümbet og álíka langt á ströndina. Hótelskutla gengur á ströndina á morgnana og til baka í eftirmiðdaginn. Hér er allt innifalið, þ.e. morgun-, hádegis- og kvöldverðir, innlendir áfengir og óáfengir drykkir (kl. 10-23), snarl milli mála o.fl. Fyrir ýmsa þjónustu á hótelinu þarf að greiða sérstaklega.

Frábært verð

Frá kr. 123.740 – 10 nætur Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í herbergi í 10 nætur á L´Ambiance, 21. maí Netverð á mann m.v. 2 fullorðna kr. 145.880 í herbergi í 10 nætur, 21. maí með allt innifalið.

7


Kemer – Antalya Frá

164.840 kr.*

H

eimsferðir bjóða tvær frábærar haustferðir til Antalya í Tyrklandi í október. Antalya er einn allra vinsælasti ferðamannastaður Tyrklands og býður einstaklega glæsileg hótel, fjölbreytt mannlíf og fyrsta flokks aðstæður í

hvívetna fyrir ferðamenn. Hótel Heimsferða eru annars vegar staðsett á Lara ströndinni, rétt utan við borgina Antalya. Þetta svæði er oft kallað Vegas Tyrklands því þar eru hótelin stór og mjög tilkomumikil. Hins vegar eru hótel Heimsferða staðsett í litla sjávarþorpinu Kemer, sem var þar til fyrir nokkrum árum síðan alveg óþekktur ferðamannastaður. Nú er

þar blómleg ferðaþjónusta og það er ekki erfitt að sjá hvers vegna. Bærinn er sannur gimsteinn, rétt vestan við Antalya. Í bænum búa um 12 þúsund manns, en mikill fjöldi ferðamanna njóta þess að dvelja í þessum yndislega bæ. Strandgatan er ótrúlega falleg og mikið er af veitingahúsum og börum í bænum. Margar skútur og bátar liggja við höfnina, enda er bærinn mjög þekktur meðal áhugamanna um siglingar. Þá er Moonlight Park, dýra- og skemmtigarðurinn einstaklega skemmtilegur. Við garðinn er einnig mjög fjörugt skemmtanalíf *) Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð í 11 nætur á Hotel Ambassador, 18. okt með allt innifalið.

á kvöldin.


Kemer – Antalya Melas Lara – Kemer

Ambassador – Kemer

Melas Lara er afar glæsilegt 5 stjörnu hótel sem opnaði vorið 2009 og stendur alveg við ströndina. Á hótelinu eru 264 herbergi, öll vel búin með loftkælingu, síma, öryggishólfi, LCD sjónvarpi og minibar. Í hverju herbergi er einnig te-/kaffivél og baðherbergin eru með góðu baðkari og hárþurrku. Þá eru öll herbergin með svölum. Á hótelinu eru nokkrir barir og veitingastaðir og úr mörgu að velja meðan á dvölinni stendur. Sundlaugagarðurinn er glæsilegur með sundlaugum, rennibrautum og góðri aðstöðu til sólbaða. Hér er einnig afar góð líkamsræktarstöð – 11 nætur með og heilsulind með gufubaði og innisundlaug og hægt er að komast í „öllu inniföldu“ hið rómaða tyrkneska bað eða nudd Netverð á mann með 10.000 kr. (gegn aukagjaldi). Við hótelið er afslætti, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í herbergi í 11 nætur á tennisvöllur og hægt er að komast Melas Lara, 18. okt. í billiard og þá er skemmtidagskrá í Netverð á mann m.v. 2 fullorðna boði fyrir hótelgesti.

Ambassador Group hótelið er notalegt 4ra stjörnu fjölskyldurekið hótel í göngufæri við lífið og fjörið í miðbæ Kemer, þar sem urmull af verslunum, veitingastöðum og börum er að finna. Hótelið var allt endurinnréttað árið 2007 og samanstendur af fimm fjögurra hæða byggingum. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, a la carte veitingastaður og fjórir barir. Hér er einnig nýleg heilsulind og góð líkamsræktaraðstaða og þá er góður garður umhverfis hótelið með vatnsrennibrautum og fossum í – 11 nætur með sundlaugunum tveimur. Nuddpottar (jacuzzi) eru bæði á úti- og innisvæði. „öllu inniföldu“ Einkaströnd er rétt við hótelgarðinn Netverð á mann með 10.000 kr. og þar eru sólbekkir og sólhlífar í afslætti, m.v. 2 fullorðna og 2 boði án aukagjalds. Herbergin eru börn, 2-11 ára í herbergi á Hotel rúmgóð (25 fermetrar) og öll með Ambassador í 11 nætur 18. okt. loftkælingu, minibar, öryggishólfi, Netverð á mann m.v. 2 fullorðna síma og LCD sjónvarpi. Þá er sturta kr. 184.900 í herbergi í 10 nætur, 8.okt. með allt innifalið. á baði og hárþurrka.

Limak Lara – Antalya

Kemer Resort – Kemer

Limak Lara hótelið á Lara ströndinni er eitt það glæsilegasta, ef hægt er að gera upp á milli þeirra 5 stjörnu hótela sem eru hér staðsett. Hótelið er í um 25 km fjarlægð frá miðbæ Antalya og ganga hótelskutlur frá hótelinu á daginn. Herbergin eru nútímalega innréttuð og mjög rúmgóð. Öll eru þau búin loftkælingu, öryggishólfi, síma, sjónvarpi, minibar og hægt er að komast á internetið gegn aukagjaldi, baðherbergi eru með hárþurrku, baðkari og sturtu. Á hótelinu eru barir, kaffitería og veitingastaðir og þar er veitt fjölbreytt og góð þjónusta og eitthvað í boði fyrir alla. A la carté veitingastaðir eru líka fjölbreyttir m.a. sushi og indverskur staður. Athugið að panta þarf í móttöku, við komu á hótelið, borð á A la carté veitingastöðunum. Garðurinn er stórkostlegur með – 11 nætur nokkrum sundlaugum, vatnsrenniNetverð á mann með 10.000 kr. brautum, börum, veitingastöðum afslætti, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, og skemmtidagskrá er í gangi allan 2-11 ára í herbergi í 11 nætur á daginn. Hægt að er að komast Limak Lara, 18. okt. í tennis, blak, fótbolta, bocchia Netverð a mann m.v. 2 fullorðna og fleira sport, allt eftir því hvað kr. 244.280 í herbergi í 11 nætur, hugurinn girnist hverju sinni. 18. okt. með allt innifalið.

Afar gott hótel í Kemer sem býður mjög fjölbreytta þjónustu. Á hótelinu eru 357 ákaflega vel búin herbergi, öll með loftkælingu, síma, öryggishólfi, internetaðgengi og minibar, þá er hárþurrka á baðherbergi. Á hótelinu eru nokkrir veitingastaðir og ber fyrst að nefna hlaðborðsveitingastaðinn Merhaba en á hótelinu eru einnig kínverskur, japanskur og ítalskur a la carté veitingastaðir. Nokkrir barir eru á hótelinu, bæði á inni- og útisvæði og vert að nefna að einn þeirra er sérstakur Karaoke bar, ef einhvern langar að taka lagið. Fjölbreytt afþreying er í boði fyrir gesti hótelsins og skemmtidagskrá í gangi bæði fyrir fullorðna og börn. Hægt er að spila blak, tennis, mini-golf, pílukast eða læra hinn tælandi tyrkneska magadans. Þá er hér “diskótek” og á stundum eru haldin sérstök – 11 nætur bryggjupartí eða strandpartí á Netverð á mann með 10.000 kr. vegum hótelsins. Á hótelinu er afslætti, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, að sjálfsögðu heilsulind (spa) þar 2-11 ára í fjölskyldu herbergi í 11 sem upplagt er að fara í nudd eða nætur á Kemer Resort, 18. okt. aðra slökun, því fjölbreytt þjónusta Netverð á mann m.v. 2 fullorðna er þar í boði. Vatnasport af öllum kr. 182.580 í herbergi í 11 nætur, tegundum er að finna við ströndina 18. okt. með allt innifalið. og mikið úrval í boði.

Frábært verð Frá kr. 174.840

kr. 235.380 í herbergi í 11 nætur, 18. okt. með allt innifalið.

Frábært verð Frá kr. 193.840

Frábært verð Frá kr. 164.840

Frábært verð Frá kr. 171.140

9


Costa del Sol 98.840 kr.*

Frá

C

osta del Sol er tvímælalaust vinsælasti áfangastaður Íslendinga í sólinni, enda býður enginn annar áfangastaður á Spáni jafn glæsilegt úrval gististaða, veitingastaða og skemmtunar. Héðan er örstutt að skreppa yfir

til Afríku og Gibraltar og töfrar Andalúsíu heilla alla þá sem henni kynnast. Hér ertu í hjarta fegursta hluta Spánar í seilingarfjarlægð frá Granada, Sevilla og Cordoba, Jerez, Ronda og Cadiz. Heimsferðir bjóða frábært úrval vinsælla gististaða á Costa del Sol. Hér er frábær

aðstaða fyrir ferðamanninn, einstakt loftslag og ótrúlegt úrval veitinga- og skemmtistaða. Ströndin hefur ár eftir ár verið valin hreinasta strönd Evrópu og fyrir þá sem vilja upplifa menningu, músík og fagra byggingarlist þá er Andalúsía sá staður Spánar sem hefur mest að bjóða, enda er hér að finna sterkustu sérkenni spænskrar menningar. *) Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð í 10 nætur á Apartamentos Alay´s, 15. maí.


Costa del Sol Á Costa del Sol er eitt mesta úrval af glæsilegum veitingastöðum á Spáni. Bæirnir Torremolinos, Fuengirola og Marbella státa af úrvali veitingastaða af öllum þjóðernum, enda fátt skemmtilegra en að upplifa mismunandi stemmningu í fríinu. Andalúsía er ótrúlega falleg og upplagt að nota dvölina, taka sér bílaleigubíl og flakka á meðan maður er í fríi. Hér eru ótrúlega falleg þorp upp um allar sveitir, hvítu þorpin, með einstöku andrúmslofti horfins tíma. Jerez de la Frontera, Chiclana, Arcos de la Frontera með kastalanum uppi á toppi, Ronda með gljúfrinu fræga, hvíta ströndin í Tarifa, Granada, Sevilla og Cordoba.

Hotel Palmasol

„allt innifalið“

Nýr frábær valkostur á Costa del Sol

Mjög gott 3ja og hálfs stjörnu hótel með 269 herbergjum á Benalmadena ströndinni, rétt hjá Puerto Marina snekkjubátahöfninni. Á hótelinu eru upphituð sundlaug, líkamsræktaðstaða, sauna, nuddpottur og góður garður umhverfis hótelið. Öll herbergin eru með loftkælingu og á baðherbergjum er hárþurrka. Næstum öll herbergi eru með svölum eða verönd. Á hótelinu er bar og veitingastaður, hægt að spila borðtennis og fara í billiard og á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir hótelgesti. Athugið að fjölskylduherbergin eru eitt stórt herbergi með 2 tvíbreiðum rúmum þar sem gert er ráð fyrir að 2 fullorðnir og 2 börn geti sofið. Örstutt á ströndina eða einungis um 250 metrar.

Frábært verð Frá kr. 123.940

– 10 nætur með „öllu inniföldu“ Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í herbergi í 10 nætur á hotel Palmasol, 15. maí. Netverð a mann m.v. 2 fullorðna kr. 151.280 í herbergi í 10 nætur, 15. maí með allt innifalið.

11


Hotel Roc Flamingo Roc Flamingo er gott og huggulegt hótel rétt við miðbæ Torremolinos. Við hótelið er sundlaug, sundlaugarbar og sólbaðsaðstaða. Á herbergjum er loftkæling, sími, öryggishólf, gervihnattasjónvarp, baðherbergi og svalir eða verönd. Rétt við hótelið er hringiða Torremolinos með ótrúlegu úrvali verslana, veitingastaða, næturklúbba „allt innifalið“ og bara. Skemmtidagskrá í boði fyrir hótelgesti. Frá hótelinu er aðeins um 15 mín. gangur á ströndina. Á hótelinu er „allt innifalið“ sem felur í sér morgun, hádegis- og kvöldverð auk áfengra og óáfengra innlendra drykkja, s.s. bjór, gos, vatn, léttvín og sterkt vín. Jafnframt er snarl o.fl. á milli mála.

Hotel Griego Mar

Frá kr. 110.900

– 10 nætur með „öllu inniföldu“ Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára í herbergi í 10 nætur á Hotel Roc Flamingo, 15. maí. Netverð a mann m.v. 2 fullorðna kr. 126.280 í herbergi í 10 nætur, 15.maí með allt innifalið.

„allt innifalið“

Mjög gott þriggja stjörnu hótel skammt frá miðbæ Torremolinos. Hótelið er nokkuð stórt og býður mjög fjölbreytta aðstöðu og þjónustu fyrir gesti. Á hótelinu er stór veitingastaður, kaffitería, snarl-bar og barir. Fjölbreytt afþreying í er boði á hótelinu, m.a. billiard og borðtennis. Þá er við hótelið góður sundlaugargarður með sundlaug, sundlaugarbar og sólbaðsaðstöðu. Á herbergjum er loftkæling, sími, öryggishólf, gervihnattasjónvarp, baðherbergi og svalir eða verönd. Skemmtidagskrá er í boði fyrir hótelgesti. Rétt við hótelið er hringiða Torremolinos með úrvali verslana, veitingastaða, næturklúbba og bara. Frá hótelinu er um 15 mín. gangur á ströndina. Hér er allt innifalið, þjónusta sem felur í sér að morgun-, hádegis-, og kvöldverður er innifalinn ásamt léttu snarli á milli mála. Þá eru drykkir, áfengir og óáfengir (innlendir) einnig innifaldir meðan á dvöl stendur. Fyrir einhverja tegund af drykkjum og þjónustu þarf að greiða aukalega, fáið upplýsingar um það við komu á hótel.

Hotel Las Palomas

Frábært verð

fullt fæði

Gott hótel sem býður fína aðstöðu og góða staðsetningu í Torremolinos við hið vinsæla Carihuela svæði. Hótelið var endurnýjað árið 2007. Fullt af verslunum og veitingastöðum í næsta nágrenni. Veitingastaður, bar, fallegur og góður sundlaugargarður með sólbaðsaðstöðu, sundlaug og barnalaug. Örstutt á hina frábæru Carihuela strönd og aðeins um 15 mín. gangur í miðbæ Torremolinos. Hentar ekki vel fyrir þá sem eiga erfitt með gang þar sem ganga þarf upp brekku að hótelinu. Herbergin eru smekkleg með baðherbergi, loftkælingu, gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi, síma og internetaðgengi. Ath. ekki eru öll herbergi með svölum eða verönd. Kvöldskemmtanir á hótelinu nokkrum sinnum í viku.

Frábært verð Frá kr. 104.240

– 12 nætur með „öllu inniföldu“ Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í herbergi í 12 nætur á hotel Griego Mar, 28. mars. Netverð a mann m.v. 2 fullorðna kr. 124.900 í herbergi í 12 nætur, 28. mars með allt innifalið.

Frábært verð

Frá kr. 112.640

– 10 nætur með fullu fæði Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í fjölskyldu herbergi í 10 nætur á Hotel Las Palmas, 15. maí. Netverð a mann m.v. 2 fullorðna kr. 135.900 í herbergi í 10 nætur, 15. maí með fullu fæði.


Frá kr. 101.840

Gott íbúðahótel sem býður góða aðstöðu og frábæra staðsetningu. Hér er að finna fallegar stúdíóíbúðir og íbúðir með 1 eða 2 svefnherbergjum, með eldhúskrók, baði, svölum, sjónvarpi og síma. Athugið að ekki eru allar stúdíóíbúðirnar með svölum. Íbúðirnar með einu svefnherbergi eru með glugga á svefnherberginu sem opnast inní stofu. Móttaka á jarðhæð og veitingastaður sem opnast út í garðinn. Örstutt er að fara í gamla bæinn, því ef farið er með lyftunni á efstu hæð hótelsins, er gengið beint út á götu sem liggur að göngugötunni í gamla bænum. Góður kostur fyrir þá sem leita að rólegum og þægilegum gististað.

– 11 nætur

Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð í 11 nætur, 14. júní. Netverð a mann m.v. 2 fullorðna kr. 119.700 í studio í 11 nætur, 14. júní.

Frábært verð

Aparthotel Bajondillo

Frá kr. 110.540

Frá­bær­lega sta›­sett hótel vi› strönd­ina me› afar fal­leg­um ­gar›i og mik­illi fljón­ustu. Ör­stutt er a› ­ganga í mi›­bæ­inn og geng­i› er úr gar›­in­um, yfir göt­una og ni›­ur á strönd. Í bo›i eru stúdíó­í­bú›­ ir og í­bú›­ir me› einu svefn­her­ bergi, all­ar me› ba›i, eld­hús­krók og svöl­um. Inn­rétt­a›­ar á ein­fald­an en smekk­leg­an hátt. ­Tveir veit­inga­ sta›­ir, sundlaugar, b­ar og leikja­ her­bergi. Bajond­illo hef­ur ver­i› einn vin­sæl­asti gisti­sta›­ur Heims­ fer›a­far­flega og nú eru all­ar í­bú›­ir me› sjón­varpi, síma og loft­kæl­ ingu.

– 11 nætur

Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð í 11 nætur, 14. júní. Netverð a mann m.v. 2 fullorðna kr. 117.800 í studio í 11 nætur, 14. júní.

Frábært verð

Melia Costa del Sol

Frá kr. 149.520

Glæsilegt hótel í Sol hótelkeðjunni sem staðsett er rétt við Bajondillo. Hér er að finna alla þá þjónustu sem þú vilt á einu hóteli, veitingastaður, bar, verslun, hárgreiðslustofa o.fl. Úr garðinum er gengið beint niður á strönd. Á hótelinu eru 540 herbergi öll með loftkælingu, gervihnattasjónvarpi, síma, minibar, öryggishólfi, mjög vel útbúnu baðherbergi. Aðeins 5 mín. gangur í gamla bæinn (með því að nota lyftu við hlið hótelsins). Frábær kostur fyrir þá sem vilja gistingu með fullri þjónustu.

Aðrir gististaðir í boði

Costa del Sol

Frábært verð

Aguamarina

– 10 nætur með hálfu fæði Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára í herbergi í 10 nætur á Melia Costa del Sol, 15. maí. Netverð a mann m.v. 2 fullorðna kr. 165.380 í herbergi í 10 nætur, 15.maí með hálfu fæði.

• • • •

Partamentos MS Alay’s Ecuador Park Sunset Beach Club Hotel Amaragua

• Hotel Marbella Banus • Hotel Puente Real • Hotel Balmoral

13


Prag

Í VOR OG HAUST Frá

69.900 kr.

P

rag er ótvírætt ein fegursta borg Evrópu. Stórkostlegar byggingar og listaverk bera vott um ríkidæmi og völd, baráttu, hugsjónir og listsköpun allt fram til þessa dags. Hradcanykastalinn og Vitusarkirkjan sem gnæfa

yfir borgina, iðandi Karlsbrúin, gamli bærinn með Staromestske-torginu, þröngar göturnar og Wenceslas-torgið; allt eru þetta ógleymanlegir staðir. Ekkert jafnast á við að rölta um götur Prag og drekka í sig mannlífið og söguna. Í Prag er endalaust úrval veitingastaða, bara og kaffihúsa og í borginni er einnig hreint frábært að versla. Heimsferðir bjóða fjölbreytta gistingu auk spennandi kynnisferða með fararstjórum Heimsferða sem gjörþekkja borgina.

Frábærar helgarferðir í vor og haust

Frábært verð 69.900 kr. Flugsæti báðar leiðir með sköttum.

79.900 kr. Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 3 nætur á Hotel Ilf. Sértilboð 28. apríl.

Vorferð

28. apríl – 3 nætur

Haustferðir

29. sept. – 3 nætur 6. okt. – 4 nætur


Prag Ibis Wenslas Square

Crowne Plaza Prague Castle

Adria

Clarion Congress

Önnur hótel í Prag Hotel Ilf Hotel IBIS Mala Strana Jurys Inn Park Inn Novotel Hotel IBIS Old Town Century Old Town Prague Hotel Pachtúv Place

Nánar á www.heimsferdir.is 15


Búdapest

Í VOR OG HAUST

69.900 kr.

Frá

H

eimsferðir bjóða nú beint flug til Búdapest, einnar eftirsóttustu borgar Evrópu, tíunda árið í röð. Vorin og haustin eru vinsælasti tíminn til að heimsækja borgina en þá iðar hún af lífi auk þess sem menningarlífið er

með fjörugasta móti. Búdapest stendur á einstökum stað við Dóná sem skiptir henni í tvennt: annarsvegar er Búda, eldri hluti borgarinnar, sem stendur í hlíð vestan árinnar og hinsvegar Pest.

Frábært verð Frá aðeins

69.900 kr. Flugsæti báðar leiðir með sköttum.

89.900 kr. Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Hotel Arena ****. Sértilboð 21. apríl. Ath. takmarkaður fjöldi herbergja!

Vorferðir

21. apríl – 4 nætur (páskaferð) 28. apríl – 4 nætur (uppselt)

Haustferðir

6. okt. – 4 nætur 20. okt. – 4 nætur


listaverk og sögulegar minjar. Má þar nefna Kastalahverfið, sem gnæfir yfir borgina og hina stórfenglegu Matthíasarkirkju, rústir Aquincum sem var fyrsta baðhús Rómverja,

Spennandi kynnisferðir í boði Nánar á heimsferdir.is

hellana og Gellért-hæðina með hinni 14

Búdapest

Í Búda eru margar stórfenglegar byggingar,

metra háu frelsisstyttu. Frá henni er frábært útsýni yfir Pest sem byggð er á sléttunni austan megin árinnar. Í Pest er verslunarhverfið, leikhúsin og Óperan. Þar blómstrar menningarlífið, en alla daga má velja um fjölda leiksýninga, tónleika eða listsýninga. Pest státar einnig af hinu fræga hetjutorgi og þinghúsinu, sem er hið þriðja

Radisson BLU Beke

stærsta í Evrópu. Ungverjar eru orðlagðir fyrir gestrisni og í Búdapest er frábært að njóta góðra veitinga og kynnast þessari heillandi og fögru borg í fylgd með fararstjórum Heimsferða sem gjörþekkja hana.

Önnur hótel í Búdapest Ibis Váci út Mercure Duna Mercure Metropol Mercure Museum Mercure Korona Hotel Marmara Novotel Centrum Radisson SAS Hotel Arena Hotel Erzsébet

Mercure Duna

Vorin og haustin eru vinsælir tímar í borginni sem iðar af lífi auk þess sem menningarlífið er með fjörugasta móti

Mercure Museum

17


Róm

28. október – 4 nætur

79.900 kr.

Frá

H

eimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til borgarinnar eilífu, í beinu leiguflugi í október. Nú getur þú kynnst þessari einstöku borg, sem á ekki sinn líka í fylgd fararstjóra Heimsferða og upplifað árþúsundamenningu og

andrúmsloft sem er einstakt í heiminum. Péturstorgið og Péturskirkjan, Vatíkanið, Spænsku tröppurnar, Colosseum, Forum Romanum og Pantheon hofið. Skoðaðar verða hallir og meistaraverk endurreisnartímans, barokk-kirkjur og stórkostleg

Frábært verð Frá aðeins

79.900 kr. Flugsæti báðar leiðir með sköttum.

119.900 kr. Netverð á mann í tvíbýli á Hotel Galles í 4 nætur, 28. okt.


Við skoðum torgin í Róm, sérstaklega litríkt mannlífið á Piazza Novona og við hinn fræga Trevi brunn. Eyðum kvöldstund í gömlu

Róm

Spennandi kynnisferðir í boði Nánar á heimsferdir.is

meistarverk þeirra Rafaels og Michelangelos.

miðborginni Trastevere og borðum gómsætan ítalskan kvöldverð. Eða einfaldlega að rölta um þessa stórkostlegu borg, drekka í sig mannlífið, njóta veitinga- og skemmtistaða og upplifa hversvegna allar leiðir liggja til Rómar

Hotel Galles

NH Hotel Vittorio Veneto

Nýr ferðamannaskattur í Róm

Þann 1. janúar 2011 var settur á nýr ferðamannaskattur í Róm. Skattinn þurfa ferðamenn að greiða sjálfir á viðkomandi hóteli. Upphæðin er: 3 Eur á mann á dag á 3* hótelum og 4 Eur á mann á dag á 4* hótelum. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn. Sjá nánar á vefsíðu: http://en.turismoroma.it

Hotel Beverly Roma

Hotel Torino

Hotel Royal Santina 19


Sevilla

Helgarferð 31. mars - 4 nætur

H

eimsferðir bjóða nú frábæra helgarferð til Sevilla, höfuðborgar hins einstaka Andalúsíuhéraðs á Spáni. Sevilla er einstaklega fögur borg, rík af sögu og stórfenglegum byggingum, s.s. Dómkirkjunni með Giraldaturninn þeirri

þriðju stærstu í heimi. Í miborginni og hinum eldri hlutum borgarinnar er einstök

Frábært verð

99.900 kr.

Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Hotel Monte Carmelo.

stemmning, þröngar götur, veitinga- og kaffihús og heillandi torg. Auk þess er óendanlegt úrval verslana í borginni. Vorið bregður Sevilla í sinn fegursta búning og hún skartar öllu sem hún hefur til að bera. Gríptu þetta einstaka tækifæri og smelltu þér í einstaka helgarferð.

Frábær 4 nátta helgarferð

Hótel í Sevilla

Frá

Hotel Hotel Hotel Hotel

69.900 kr.*

Monte Carmelo Monte Triana Vime Corregidor Becquer

Nánar á www.heimsferdir.is

*) Flugsæti báðar leiðir með sköttum.

Heimsferðir 25. febrúar 2011 Umbrot og hönnun: ENNEMM Prentun: Oddi

Sjá upplýsingar um umboðsmenn Heimsferða um land allt á www.heimsferdir.is

M

E R F I S ME HV R KI

Innifalið í verði pakkaferða: Flug fram og til baka, gisting og íslensk fararstjórn. Staðgreiðsla miðast við að ferð sé greidd a.m.k. mánuði fyrir brottför. Annars gildir almennt verð sem er 5% hærra. Greiðsla með kreditkorti þarf að hafa borist 6 vikum fyrir brottför svo staðgreiðsluverð gildi. Í boði eru staðgreiðslulán MasterCard og VISA skv. sérstökum skilmálum þar um. Verðbreytingar: Verð er háð almennum gengisbreytingum fram að brottför og miðast við gengi evru, dollars og verð eldsneytis 1. febrúar 2011. Athygli er vakin á því að ef ferð er að fullu greidd tekur hún ekki verðbreytingum vegna gengisbreytinga sem kunna að verða fram að brottför. Uppgefið áætlað verð við staðfestingu pöntunar kann að taka breytingum ef breyting verður á einum eða fleiri eftirfarandi verðmyndunarþátta: • Flutningskostnaði, þar með töldum eldsneytiskostnaði. • Sköttum eða gjöldum fyrir tiltekna þjónustu, s.s. lendingargjöldum eða gjöldum fyrir að fara um borð eða frá borði í höfnum eða á flugvöllum. • Gengi þess gjaldmiðils sem á við um tiltekna ferð, þ.e. 1. febrúar 2011 sbr. hér að ofan. Athygli er vakin á að þessi gengisviðmiðunarákvæði eru liður í samningi milli aðila. Ekki er gripið til verðbreytinga nema heildarverð ferðar breytist um 10% eða meira. Ferð sem er að fullu greidd tekur ekki verðbreytingum og sé ferðin greidd að meiru en hálfu en þó ekki að fullu tekur ferðin verðbreytingum að 50% hluta. Ekki má breyta umsömdu verði síðustu 20 dagana áður en ferð hefst. Ath. að allt verð er viðmiðunarverð og getur tekið breytingum án fyrirvara. Bókunargjald: Öll verð í bæklingi miðast við netbókun á www.heimsferdir.is. Ef bókað er á skrifstofu eða í síma bætist við bókunargjald kr. 2.400 á mann. Forfallagjald: Fullorðnir kr. 2.200 og börn kr. 1.100. Valkvætt. Afsláttur: Smábarn greiðir kr. 7.000. Breytingargjald: Eftir að pöntun er staðfest skal greiða kr. 5.000 breytingargjald fyrir hverja breytingu, s.s breytingu á farþegafjölda, gististað, framlengingu ferðar o.s.frv. Með 14 daga fyrirvara er unnt að breyta flugfarseðli eftir að ferð er hafin, gegn greiðslu breytingargjalds kr. 5.000. Breytingar á flugfarseðli með minna en

7 daga fyrirvara eru ekki mögulegar. Pöntun á sérþjónustu: Bókunargjald fyrir miða á söngleiki, leikhús, fótboltaleiki, o.s.frv er kr. 2.000 fyrir hverja bókun. Bókun og afpöntun ferða: Til að staðfesta farpöntun skal greiða kr. 25.000 fyrir fullorðna og kr. 25.000 fyrir börn, nema þar sem annað er tekið fram (sbr. sérferðir og siglingar). Almennt skal staðfesta pöntun innan 5 daga, annars fellur hún sjálfkrafa niður. Staðfestingargjald er óafturkræft. Heimilt er að afturkalla farpöntun, sem borist hefur fimm vikum fyrir brottför eða fyrr, án kostnaðar, sé það gert innan viku frá því að pöntun var gerð. Berist afpöntun síðar, en þó fjórum vikum fyrir brottför, áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að halda staðfestingargjaldinu eftir. Sé pöntun afturkölluð með minna en 28 daga en meira en 14 daga fyrirvara heldur ferðaskrifstofan eftir 50% af verði ferðarinnar en þó aldrei lægri upphæð en sem nemur staðfestingargjaldi. Berist afpöntun með skemmri en 14 daga fyrirvara á ferðaskrifstofan kröfu á 75% fargjaldsins, en sé fyrirvarinn aðeins fjórir virkir dagar eða skemmri er allt fargjaldið óafturkræft. Sjá frekari skilmála um afpantanir í ferðaskilmálum Heimsferða. Forfallagjald: Forfallagjald tryggir endurgreiðslu (6.000 kr. sjálfsábyrgð á mann) ferðakostnaðar ef forföll eru vegna veikinda, slyss, þungunar, barnsburðar og veikinda eða andláts ættingja. Slíkt verður að staðfesta með læknisvottorði og áskilja Heimsferðir sér rétt til að kalla til tryggingalækni sinn. Greiðsla forfallagjalds er ekki í boði í allar ferðir, s.s. sérferðir og siglingar. Gerður er fyrirvari um villur, s.s. prentvillur sem kunna að vera í bæklingi þessum og áskilja Heimsferðir sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að allt verð í bæklingi er viðmiðunarverð og getur tekið breytingum án fyrirvara. Skilmálar: Ferðaskilmálar Heimsferða.

U

Almennir skilmálar

141

776

PRENTGRIPUR


Einstök 4 nátta helgarferð

Frábært verð 79.900 kr. Flugsæti með sköttum.

99.900 kr. Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði á Hotel Park, 20. okt. í 4 nætur.

Haustferð 20. október

Ljubljana

Frá

79.900 kr.

H

eimsferðir bjóða nú aftur frábæra fjögurra nátta helgarferð til Ljubljana höfuðborgar Slóveníu, einnar af leyndu perlum Evrópu sem allt of fáir þekkja. Á hæð ofan við borgina gnæfir Ljubljana kastali og áin Ljubljanica

liðast um borgina. Það er einstakt að rölta með ánni og fylgjast með iðandi mannlífinu. Miðbærinn er fullur af kaffi- og veitingahúsum og skemmtistöðum. Margar verslanir eru í borginni, bæði risastór verslunarmiðstöð, sérverslanir af öllu tagi og skemmtilegur miðbæjarmarkaður.

Hótel í Ljubljana Hotel Hotel Hotel Hotel

Lev Best Western Slon Park City

Nánar á www.heimsferdir.is

Spennandi kynnisferðir • Ljubljana - bæjarferð • Fjallaperlan Bled • Postojna – hellarnir

Nánar á heimsferdir.is 21


Barcelona Frá

H

69.900 kr.

eimsferðir bjóða, nítjánda árið í röð, beint flug til Barcelona. Í Barcelona er iðandi mannlíf jafnt að nóttu sem degi, frægustu veitingastaðir og skemmtistaðir Spánar, blómlegt tónlistarlíf og frábært veðurfar. Hér nýtur

þú daganna innan um fræg listasöfn og byggingarlist sem er ólík allri annarri í heiminum. Gamli borgarhlutinn, Barrio Gotico, er frá 13. öld og hefur einstakt aðdráttarafl. Þar drekkur þú í þig mörghundruð ára gamla sögu, á göngu um þröng strætin, innan um gallerí, veitingastaði, verslanir og söfn.

Frábært að versla Í Barcelona er frábært að versla. Stórglæsilegar verslanir eru á Diagonal breiðgötunni og gaman er að rölta innan um litlar smáverslanir í Barrio Gotico. Ekki má gleyma verslunarmiðstöðvunum sem eru fullar af spennandi búðum.

Frábært verð Frá aðeins

69.900 kr. Flugsæti báðar leiðir með sköttum.

109.900 kr. Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Hotel Ayre Gran Via. Sértilboð 5. maí. Ath. takmarkaður fjöldi herbergja!

Vorferð

5. maí – 4 nætur

Haustferð

13. okt. – 4 nætur


Barcelona

Spennandi kynnisferðir í boði Nánar á heimsferdir.is

Menningarlífið Menningarlífið er með ólíkindum í þessari fögru borg enda hefur hún alið af sér marga frægustu syni Spánar. Tónleikar á hverjum degi, hvort sem er klassík, jass, einhver alþjóðleg poppstjarnan eða hinn hefðbundni flamenkó. Liceu, óperuhöllin, Palau de Musica með klassík og óperur, listasöfn Picassos, Mirós og Dalís. Þjóðlistasafnið, MNAC, hefur að geyma minjar Katalóníu og nýlistasafnið, MACBA, í miðju Raval hverfinu hýsir nýstárlegar sýningar nútímalistamanna. Ekki má gleyma að í borginni eru heimkynni eins frægasta fótboltaliði heims, FC Barcelona. Óhætt er að fullyrða að heimsókn á Camp Nou leikvanginn líður þeim sem reyna seint úr minni.

Hotel Ayre Gran Via

Önnur hótel í Barcelona Hotel Hotel Hotel Hotel Hotel Hotel Hotel Hotel Hotel Hotel

Catalonia Atenas Catalonia Barcelona Palace Numancia Zenit Borrel Ayre Rosellon Atlantis Barcelo Sants Husa Oriente Catalonia Berna Astoria

Hotel Zenit Barcelona

Tryp Apolo 23


COSTA BALLENA I NOVO SANcTI PETRI I ARCOS GARDENS I MONTE CASTILLO

Golfveisla

Frábær golfsvæði – traust fararstjórn

Í HAUST

Frábært verð Kr. 169.900

Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 7 nætur, 28. sept. Innifalið: Flug, skattar, gisting með hálfu fæði, ferðir til og frá flugvelli, ótakmarkað golf alla daga, golfkerrur, æfingaboltar og fararstjórn.

Nánari upplýsingar á heimsferdir.is og hjá Herði H. Arnarsyni í síma 618 4300 og á sport@heimsferdir.is

28. september – 7 nætur 5. október – 10 nætur 15. október – 10 nætur 25. október – 7 nætur


209.900 kr.

með „öllu inniföldu“ Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með öllu inniföldu í 21 nótt á Hotel Mediterraneo. Verð fyrir einbýli kr. 277.580.

Benidorm - Alicante

Sértilboð

Tilboðið gildir til 20. mars! Eftir það hækkar verðið um 10.000 kr.

Benidorm

Frábær haustferð fyrir eldri borgara

1.-22. október

Benidorm hefur verið einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga í yfir 30 ár, enda er hér að finna eitt öruggasta veðurfar í Evrópu, sól og blíða í yfir 300 daga ár ári. Hingað sækja margir ár eftir ár til að njóta lífsins í veðurblíðunni og við aðstæður eins og þær gerast bestar. Það er notalegt að rölta eftir strandgötunni, bregða sér á kaffihús, sýna snilli sína í minigolfi eða fara á útimarkaðinn sem er haldinn á hverjum miðviku- og laugardegi. Á Benidorm er fjöldi frábærra veitingastaða, bæði í gamla bænum og við strandgötuna og þar eru skemmtistaðir með lifandi tónlist sem ómar langt fram á kvöld. Gamli bærinn er heillandi og hefur mikið aðdráttarafl þar kemur fólk saman til að sýna sig og sjá aðra. Í þessum vor- og haustferð er boðið uppá gistingu á stórglæsilega 4* hóteli Hotel Mediterraneo og ÖLLU INNIFÖLDU.

Frá

59.900 kr.

Hotel Mediterraneo Avda.Dr.Severo Ochoa, N. 16 3503 Benidorm Sími: 0034 96 688 9353 www.mediterraneobenidorm.com

Hótel Mediterraneo er staðsett beint á móti Benidorm Palace. Gott 4 * hótel sem fyllilega er hægt að mæla með. Góður aðbúnaður á allan hátt og hlaðborðið þeirra svíkur engann. Það tekur um 25 mínútur að ganga niður á strönd. Strætisvagn sem gengur meðfram ströndinni og niður í gamla bæinn stoppar beint fyrir utan hótelið. Sameiginleg aðstaða er mikil og góð. Stór móttaka er á jarðhæð með glæsilegum veitingastað, setustofu og bar. Skemmtidagskrá er á kvöldin og hljómsveit sem leikur fyrir dansi til miðnættis. Stór og fallegur garður með stórum sundlaugum og góðri sólbaðsaðstöðu. Að auki er á hótelinu innisundlaug, sauna, heitir pottar og líkamsræktarsalur. Hótelið er 3ja hæða með 172 loftkæld herbergin eru rúmgóð og fallega innréttuð með sjónvarpi, öryggishólfi, síma, ísskáp, internettengingu og öll með svölum. Hárþurrka á baði.

flugsæti til

Alicante V

insældir Alicante svæðisins hafa vaxið ár frá ári enda fara

ferðamenn þangað aftur og aftur til að njóta alls þess sem það hefur að bjóða. Hér er að finna eitt stöðugasta veðurfar á Spáni,

sól alla daga og hitinn er milli 25-30 gráður yfir sumartímann. Heimsferðir bjóða flugsæti til Alicante frá apríl og fram í október. Nánar á www.heimsferdir.is

25


Sérferðir

H

eimsferðum er það mikil ánægja að kynna glæsilegar sérferðir sem verða í boði vor, sumar og haust 2011. Í boði eru spennandi ferðir til staða sem notið hafa mikillar hylli auk fjölda ferða um nýjar og framandi slóðir. Heimsferðir hafa á að skipa

einvala hópi sérfræðinga og fararstjóra með áratuga reynslu af skipulagningu og framkvæmd sérferða um allan heim. Það er einlæg von okkar að þú finnir ferð við þitt hæfi og við óskum þér og þínum góðrar ferðar hvert sem leiðin liggur á árinu 2011. Við kappkostum að gera þína ferð sem ánægjulegasta.

Gönguferðir

Ítalía – á bökkum Gardavatnsins 4.-11. júní • 22.-29. ágúst Fararstjóri: Einar Garibaldi Eiríksson

Netverð á mann 4.-11. júní kr. 196.600 á mann í tvíbýli kr. 214.700 á mann í einbýli

Netverð á mann 22.-29. ágúst kr. 203.800 á mann í tvíbýli. kr. 219.900 á mann í einbýli.

Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3*+ hóteli með hálfu fæði ( morgunverður og kvöldverður). Akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 15 manns. Ekki innifalið: Tilfallandi kostnaður á göngu; s.s. aðgangseyrir, bátar, kláfar, rútur og annað sem ekki er tilghreint í ferðalýsingu. Staðfestingargjald er kr. 50.000. Lágmarksþátttaka er 15 manns. Hámarksþátttaka er 20 manns.

Vikulöng gönguferð til hins undurfagra Gardavatns þar sem dvalið verður á góðu 3*+ hóteli í útjaðri bæjarins Malcesine við norðausturenda Gardavatnsins. Scaligero kastalinn stendur á litlum tanga við vatnið og setur sterkan svip sinn á umhverfið. Í bakgrunni gnæfir fjallið Monte Baldo. Bærinn er mikið eftirlæti ferðamanna enda einstaklega skemmtilegur bær með þröngum hellulögðum strætum, litlum veitingastöðum, kaffihúsum og spennandi sérverslunum - og þar fær maður líklega besta ísinn við Gardavatnið!. Góðar samgöngur eru frá höfninni í Malcesine um Gardavatið vítt og breitt. Daglega verður haldið í spennandi dagsgöngur eftir ægifögrum göngustígum á milli litskrúðugra þorpa, gróðursællra unaðslunda og fjallstinda með óviðjafnanlegu útsýni yfir eina rómuðustu náttúruperlu Norður-Ítalíu.

Ítalía – Cinque Terre 28. maí - 4. júní 22.-29. ágúst 29. ágúst - 6. sept. Vinsælasta gönguferð Heimsferða!

Netverð á mann 28. maí - 4. júni kr. 199.900 á mann í tvíbýli. kr. 246.600 á mann í einbýli.

Netverð á mann 22.-29. ágúst kr. 193.700 á mann í tvíbýli. kr. 237.300 á mann í einbýli.

Netverð á mann 29. ágúst - 6. sept. kr. 229.600 á mann í tvíbýli. kr. 276.100 á mann í einbýli. Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3* hóteli með morgunverðarhlaðborði. Akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 15 manns. 5 kvöldverðir innifaldir í síðustu ferðinni. Í þeirri ferð er flogið til Íslands með millilendingu í London. Ekki innifalið: Tilfallandi kostnaður á göngu; s.s. aðgangseyrir, bátar, kláfar, rútur og annað sem ekki er tilgreint í ferðalýsingu. Staðfestingargjald er kr. 25.000. Lágmarksþátttaka er 15 manns. Hámarksþátttaka er 20 manns.

Vikulöng gönguferð um ströndina og þorpin í Cinque Terre á Ítalíu, á svæði sem býr yfir óviðjafnanlegri náttúrufegurð, menningu og sögu. Cinque Terre heitir eftir fimm þorpum sem virðast hanga utan í bröttum hlíðunum við ströndina sunnan við Genúa. Þarna mynda fallegar hafnir, fullar af litskrúðugum fiskibátum og þröng strætin mjög sérstaka stemmningu. Á millli þorpanna liggur fjöldi göngustíga, ýmist um þverhníptar klettasnasir eða um iðagrænar og ávalar hæðir þaktar vínviði og ólífuviðarlundum. Gist er á heimilislegu hóteli í einu þorpinu og farið þaðan í dagsgöngur. Gengið er í um 4-6 tíma á dag og flokkast ferðirnar sem léttar til miðlungserfiðar og henta því flestum sem eru í nokkuð góðu formi.


Hjólaferð við Balatonvatnið 21.-25 apríl – Páskar Dásamleg páskaferð til Ungverjalands. Ferðin hefst á einnar náttar dvöl í Búdapest. Á öðrum degi er ekið til smábæjarins Tihany er stendur við Balaton vatnið. Þar er dvalið í 3 dýrðar daga og hjólað meðfram bökkum Balaton vatnsins sem er stærsta stöðuvatn mið-Evrópu og mikil náttúruperla. Lítil þorp og bæir standa við vatnið og státa af gömlum fallegum byggingum og forvitnilegri sögu. Héraðið í kring um Balatonvatnið er mikið vínræktarhérað og í ferðinni munu farþegar hjóla í gegnum um lítil syfjuleg þorp, heimsækja vínbændur og fræðast um daglegt líf þorpsbúa. Dagleiðir eru hvorki langar (frá 22-44 km á dag) né erfiðar, þannig að flestir sem eru í góðu formi geta tekið þátt í þessari ferð. Leiga á hjólum er innifalið í verði ferðarinnar.

Netverð á mann: kr. 149.900 á mann í tvíbýli. kr. 153.400 á mann í einbýli.

Sérferðir

Aðrar sérferðir Innifalið: Flug til og frá Budapest, skattar, gisting á góðu 3* hóteli í Budapest í eina nótt með morgunverði, gisting í 3 nætur á 4* hóteli í Tihany með morgunverði, 2 kvöldverðir. Leiga á hjólum í 3 daga. Akstur til og frá flugveli og áfangastöðum. Kynnisferð í Budapest. Enskumælandi fararstjóri. Ekki innifalið: Hádegisverðir, drykkir, aðgangseyrir á söfn, tónleika og aðrar kynnisferðir en þær er tilgreindar eru í ferðalýsingu. Staðfestingargjald er kr. 25.000. Lágmarksþátttaka er 10 manns.

Györ

Györ - Vínarborg - Bratislava - Budapest

21.-25 apríl – Páskar Fararstjóri: Gunnhildur Gunnarsdóttir Skemmtileg 5 daga sérferð til borgarinnar GYÖR sem er í norðvestur hluta Ungverjalands. Borgin stendur við ármót Rába árinnar og þverár Dónár. Afar falleg og vinaleg borg með litríkum miðbæ og stórkostlegum byggingum í barrok stíl. Þar er mikið af sögulegum minjum, og er það aðeins höfuðborgin Búdapest sem státar af fleiri. Györ hefur hlotið Evrópu-verðlaunin fyrir varðveislu og viðhald sögulegra bygginga í gamla miðbænum. Kirkjur, hallir, söfn og þröng hellulögð stræti þar sem notalegt er að fá sér göngutúr og skoða sig um og njóta líðandi stundar. Úrval kaffihúsa, veitingastaða, spennandi sérverslanna og næturklúbba eru einnig að finna í Györ. Borgin er skammt frá landamærum Austuríkis og Slóvakíu svo það er stutt að heimsækja borgir á borð við Vín og Bratislava og í þessari ferð munum við nota það einstaka tækifæri með Gunnhildi fararstjóra sem er hér nánast á heimaslóðum.

Netverð á mann: Kr. 129.900 á mann í tvíbýli. Kr. 139.900 á mann í einbýli. Kr. 7.800 aukagjald á mann v/stærri herbergis / tvíbýli. Innifalið: Flug til og frá Budapest, skattar, gisting á góðu 3* hóteli í 4 nætur með morgunverð. 3 kvöldverðir. Kynnisferðir um: Györ, Sopron, Vínarborg, Bratislava og Budapest. Akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns. Ekki innifalið: Hádegisverður, aðgangseyrir á söfn, tónleika og aðrar kynnisferðir en þær er tilgreindar eru í ferðalýsingu. Staðfestingargjald er kr. 25.000. Lágmarksþátttaka er 20 manns.

Töfrar Andalúsíu og sólskin á Torremolinos Sevilla – Cordoba – Granada – Torremolinos

15.-25. maí Andalúsía er syðsta hérað Spánar eitt fallegasta og frægasta hérað landsins. Allt frá hrikalegum fjallvegum með stórkostlegu útsýni yfir í gróskumikla vínviði og ógrynni ólífutrjáa, til sögufrægra kastala og mikilfenglegra bygginga sem minnir á þann tíma er márar ríktu á Spáni. Í héraðinu er mikil vínrækt og er Andalúsía einkum frægust fyrir framleiðslu sína á sérrí og sætum desert vínum. Mataræði er jafn fjölbreytilegt og landslagið í Andalúsíu og hér er hjarta tapasréttanna. Gist í Sevilla í 4 nætur. Miðborg Sevilla er einstaklega fögur með þröngum skuggsælum göngugötum, fallegum lágreistum húsum, líflegum gosbrunnum og dásamlegum torgum, kaffihúsum og litríku mannlífi. Hér er sögusvið óperunnar um Carmen og í Sevilla má sjá bestu flamenkódansarar Spánar sýna list sína. Á fimmta degi er ekið til hinnar sögufrægu borgar Córdoba. Á tímum máraveldisins var Córdoba höfuðborg héraðsins og var lengi vel talin glæsilegri en nokkur önnur borg þess tíma og menningarstarfsemin öll hin blómlegasta. Kynnisferð um miðborgina. Þá er haldið í suðurátt til baðstrandarbæjarins Torremolinos þar sem dvalið verður í 6 nætur á góðu hóteli í miðbænum með öllu inniföldu.

Netverð á mann kr. 179.900 á mann í tvíbýli. kr. 222.900 á mann í einbýli. Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3* hótelum í 10 nætur með hálfu fæði í Sevilla, og öllu inniföldu í Torremolinos. Kynnisferðir um Sevilla, Córdoba og Malaga. Akstur á milli áfangastaða og íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns. Ekki innifalið: Aðrar kynnisferðir en tilgreindar eru í ferðalýsingu. Staðfestingargjald er kr.25.000. Lágmarksþátttaka er 20 manns.

27


Náttúruperla í Austurríki Íslendingahótelið í St. Michael í Lungau

7.-14. júní • 25. ágúst - 1. september Smábærinn Lungau í Austurríki er mikil náttúruperla og vel þekktur meðal íslenskra skíðamanna sem þar hafa dvalið að vetri til. Á sumrin er bærinn himnaríki útivistarmannsins, því möguleikarnir eru nær endalausir; útreiðartúrar, sundlaugar, fjallarússíbani, svifdrekaflug, tennis, náttúrustígar og í göngufæri er fallegur 18 holu golfvöllur. Fjöllin í kring eru tilvalin fyrir léttar gönguferðir og njóta fjalladýrðarinnar, en ótalmargir möguleikar eru einnig fyrir hjólreiðafólk og annað útivistarfólk. Dvalið er á hinu stórgóða íslendingahóteli Hotel Speiereck þar sem gestir njóta vinalegrar þjónustu hótelhaldara í afslöppuðu andrúmslofti. Staðsetning Lungau er afar miðsvæði og t.d. eru einungis um 100 km til Salzburg, fæðingarbæjar Mozarts. Í boði verða stuttar kynnis- og gönguferðir um Lungau og næsta nágrenni.

7. - 14 júní kr. 169.300 á mann í tvíbýli kr. 187.400 á mann í einbýli 25. ágúst - 1. september kr. 152.800 á mann í tvíbýli kr. 164.400 á mann í einbýli Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3* hóteli með hálfu fæði. Akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns. Ekki innifalið: Kynnisferðir, aðgangseyrir að söfnum og annað sem ekki er tilgreint í ferðalýsingu. Staðfestingargjald er kr. 50.000. Lágmarksþátttaka er 20 manns, einnig í kynnisferðum.

Ævintýri í Tyrklandi saga – fornminjar – kastalar – siglingar – léttar göngur – leirböð – sund – strandlíf

11.-21. júní Fararstjóri: Ólafur Gíslason Sannkölluð ævintýraferð um suðvestur strönd Tyrklands. Suðurströnd Tyrklands er vogskorin með litlum víkum og vogum þar sem ilvolgur sandurinn gælir við túrkislitaðann sjóinn sem kallast á við skógi vaxnar hlíðar svo langt sem augað eygir. Litríkir bæjir og lítil þorp standa meðfram ströndinni eða kúra í hlíðunum fyrir ofan. Fornminjar og fornar borgir eru víða og munu verða hluti af því sem skoðað verður í ferðinni. Stórar og smáar snekkjubátahafnar setja svip sinn á landslagið en þar má sjá allt frá litlum skonnortum vaggandi í flæðamálinu til seglskútna og glæsilegra lystisnekkja. Það er á þessar slóðir sem ferð okkar er heitið og dvöl í dásamlega 10 daga. Í upphafi ferðar er dvalið í Bodrum í 3 nætur, þá er dvalið í 2 nætur í Marmaris, 3 nætur í Fethiye og í lok ferðar er dvalið í Pamukkale í 2 nætur en þaðan er ekið til Bodrum flugvallar. Á hverjum áfangastað er haldið í spennandi kynnisferðir um staðinn og næsta nágrenni hans og eru þær innifaldar í verði ferðarinnar.

Perlur Tyrklands Sól – saga – menning

2.-16. júlí Fararstjóri: Ólafur Gíslason Bodrum – Istanbul – Grand Bazaar – Hippodrom – Bláa moskan – Topkapi höllin – Hagia Sophia – Sigling á Bosphorussundi – Canakkale – Troy – Assos – Pergamon – Izmir – Kusadasi – Efsus – Hús Maríu Guðsmóður – Pamukkale – Hierapolis

Netverð á mann kr. 227.200 á mann í tvíbýli. kr. 251.700 á mann í einbýli. Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3 4* hóteli í 10 nætur með öllu inniföldu í Bodrum og Marmaris, hálfu fæði á öðrum stöðum. Kynnisferðir samkvæmt leiðarlýsingu. Akstur á milli áfangastaða og íslensk fararstjórn miða við lágmarksþátttöku 20 manns. Ekki innifalið: Aðrar kynnisferðir en tilgreindar eru í leiðarlýsingu. Staðfestingargjald er kr. 50.000. Lágmarksþátttaka er 20 manns.

Netverð á mann kr. 289.900 á mann í tvíbýli. kr. 324.200 á mann í einbýli. Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3-4* hóteli í 14 nætur með öllu inniföldu í Bodrum og hálfu fæði á öðrum stöðum. Flug frá Bodrum til Istanbul. Kynnisferðir samkvæmt leiðarlýsingu. Akstur á milli áfangastaða og íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns. Ekki innifalið:

Ógleymanleg ferð um Tyrkland þar sem fortíð og nútíð blandast Aðrar kynnisferðir en tilgreindar eru í leiðarlýsingu. á heillandi hátt. Ferðin hefst á flugi til Bodrum. Dvalið í Bodrum í 3 nætur. Á fjórða degi er flogið til borgarinnar Istanbul við Staðfestingargjald er kr. 50.000. Lágmarksþátttaka er 20 manns. Bosporussundið sem skilur á milli Evrópu og Asíu. Ein af merkustu menningarborgum heims og ógleymanleg öllum þeim sem hana heimsækja. Dvalið þar í 4 daga. Á meðan á dvöl stendur er farið í spennandi kynnisferðir um þessa sögufrægu borg þar sem við skoðum m.a. turna, moskur, kirkjur, hallir, markaði og torg. Siglum á Bosphorussundi og njótum tyrkneskrar kvöldveislu með tilheyrandi dansi og gómsætum mat. Á áttunda degi er ekið í suðurvestur átt til borgarinnar Canakkale sem stendur beggja megin við Dardanellasundið sem tengir Eyja- og Marmarahafið. Á meðan á dvöl okkar stendur skoðum við meðal annars rústir borganna Assos og Troy (Tróju). Frá Canakkale er haldið til borgarinn Bergama sem er skammt norðan við Izmir. Dvalið þar í eina nótt. Kusadasi er næsti áfangastaður. Á leiðinni er komið við í hinni fornu borg Pergamon. Þar skoðum við hof, hallir, stræti ásamt víðfrægu bókasafni staðarins og rústum leikhúsins. Izmir er fjölmenn hafnarborgarinnar á vesturströnd Tyrklands. Stutt kynnisferð um borgina. Dvalið í Kusadasi í 2 nætur. Farið verður í kynnisferð til hinnar fornu borgar Efsus sem er eitt best varðveitta fornleifasvæði heims. Í lok ferðar okkar um Tyrkland er haldið til Pamukkale sem er eitt frægasta náttúrufyrirbæri Tyrklands. Gist í Pamukkale í 2 nætur. Frá Pamukkale er ekið til Bodrum flugvallar.


25. júlí - 1. ágúst Fararstjóri: Una Sigurðardóttir Við safírbláan Napolíflóann kúrir bærinn Sorrento í hlíðum fyrir ofan flóann innan um vínekrur og sítrustré. Frá Sorrento er stórkostlegt útsýni yfir flóann, með eyjarnar Capri á vinstri hönd og Ischia beint af augum. Þá trjónir Vesuvíus á hægri hönd sem fullkomnar þessa mynd. Stórkostleg umgjörð um þennan fallega bæ. Það er ekki einungis einstök fegurð staðarins sem hefur þetta aðdráttarafl heldur einnig staðsetning hans. Borgin Pompei sem grófst undir ösku um 79 e.kr. er nú í úthverfi Napólíborgar og aðeins um klukkutíma akstur þangað. Þá tekur það aðeins um 15 mínútur með svifnökkva að sigla frá Sorrento til hinnar fögru eyju Capri. Eyjunar þar sem að rómversku keisarnir áttu sín sumarhús og má enn sjá leifar af. Stórkostlegur staður og einstök upplifun. Síðast en ekki síst þá er fallegasta ökuleið Ítalíu aðeins steinsnar frá Sorrento en það er hin svokallaða Amalfi leið. Flogið er til og frá Bologna. Á leiðinni til Sorrento er gist í eina nótt skammt frá Bologna. Í Sorrento er dvalið í 6 nætur á góðu 4* hóteli með hálfu fæði. Kynnisferðir um Sorrento, sigling til Capri og ferð til Amalfi innifaldar í verði. Á heimleið verður stoppað í Pompei og dvalið þar um stund áður en haldið er til flugvallar.

Á rómantískum slóðum á Englandi 15.-23. ágúst Oxford – Coventry – Stratford upon Avon – Blenheim Palace – Waddesdon Manor – Cotswold – Bourton on the Water – Tetbury – Lacock – Chipping – Bath – Wells – Glastonbury – Cheddar – Stonehenge – Winchester – Windsor Skemmtileg 9 daga ferð þar sem ekið er um og dvalið á rómantískum og sögulegum bæjum og þorpum mið- og suður Englands. Alls staðar gefur að líta spennandi söguslóðirr, töfrandi náttúrufegurð, minningarminjar frá fortíðinni og öfugt listalíf nútímans. Dvalið í bæjunum Oxford, Bath og Windsor og þaðan haldið í kynnisferðri á hverjum degi. Dagleiðir eru stuttar og góður tími að njóta að skoða kastala, herragarða, dásamlega fallega garða og lítil vinaleg þorp sem lítið hafa breyst í tímans rás. Alls staðar er sagan við hvert fótmál og náttúrufegurðin er einstök.

Netverð á mann kr. 179.900 á mann í tvíbýli. kr. 199.700 á mann í einbýli.

Sérferðir

Sumar í Sorrento

Innifalið: Flug til og frá Bologna, skattar, gisting á góðu 4* hóteli í 7 nætur með morgunverð. 6 kvöldverðir. Kynnisferðir til: Capri, um Amalfi ströndina og til Pompei. Akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn miðað við lágmarks þátttöku 20 manns. Ekki innifalið: Hádegisverður, aðgangseyrir á söfn, tónleika og aðrar kynnisferðir en þær sem tilgreindar eru í ferðalýsingu. Staðfestingargjald er kr. 25.000. Lágmarksþátttaka er 20 manns.

Netverð á mann kr. 199.800 á mann í tvíbýli. kr. 239.600 á mann í einbýli. Innifalið: Flug til og frá London, skattar, gisting á góðum 4* hóteli í 8 nætur með hálfu fæði. Kynnisferðir. Aðgangseyrir að: heimili Shakespeares og Önnu Hathaways, Blenheim höllinni, Christchurch stúdentagarðinn í Oxford, hellaskoðun í Cheddar, akstur í geng um Gorge gilið í Cheddar, Rómversku böðin í Bath, Winchester kastalann og Windsor kastalann. Akstur til og frá flugvelli og milli áfangastaða og íslensk fararstjórn miðað við lágmarks þátttöku 25 manns. Ekki innifalið: Aðrar kynnisferðir, siglingar eða aðgangur að söfnum en þær er tilgreint í ferðalýsingu. Staðfestingargjald er kr. 50.000. Lágmarksþátttaka er 25 manns.

Töfrar Tyrklands Bodrum – Kos – Ankara – Kappadocia – Konya – Pamukkale

27. ágúst - 6. september Fararstjóri: Ólafur Gíslason Glæsileg sérferð þar sem farþegar skoða og fræðast um einstaka staði Tyrklands. Ferðin hefst á 4ra nátta dvöl í Bodrum. Á fimmta degi er flogið til höfuðborgarinnar Ankara. Farið verður í stutta kynnisferð um Ankara áður en haldið verður af stað til Kappadocia í hinu einstaka landsvæði Görene þjóðgarðsins sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Landslagið í þessu litla héraði mið Tyrklands er vindsorfið móberg, sem varð til í eldgosum fyrir mörgum öldum. Það er ævintýri líkast að skoða þetta landsvæði þar sem meðal annars má sjá álfabyggðir, neðanjarðarþorp á mörgum hæðum, klaustur og kirkjur sem víða hafa verið höggvin í mjúkt bergið. Þarna eru líka fjölbreyttar höggmyndir sem náttúran hefur sjálf mótað, keilur, pýramýdar, súlur og stallar. Dvalið í Kappadókía og Konya í fimm eftiminnilega daga. Þá er ekið að einu frægasta náttúrundri Tyrklands Pamukkale. Oft nefnt Bómullarhöllin. Kalksteinsklettar sem hafa ummyndast og mynda orðið eins konar svalir með rennandi vatni og þykir afar heilsusamlegt að baði sig í heitum uppsprettunum. Gisting við Pamukkale í eina nótt. Frá Pamukkale er ekið til Bodrum flugvallar og flogið til Íslands.

Netverð á mann kr. 269.900 á mann í tvíbýli. kr. 299.800 á mann í einbýli. Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3-4* hótelum í 10 nætur með öllu inniföldu í Bodrum með hálfu fæði á öðrum gististöðum. Flug frá Bodrum til Ankara. Kynnisferðir samkvæmt leiðarlýsingu. Akstur á milli áfangastaða og íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns. Ekki innifalið: Aðrar kynnisferðir en tilgreindar eru í leiðarlýsingu. Staðfestingargjald er kr. 50.000. Lágmarksþátttaka er 20 manns.

29


Aðventuferðir til Heidelberg 24.-28. nóvember • 2.-5. desember Heidelberg stendur við ána Neckar og 2-5 desember er að flesta mati ein rómantískasta borg Netverð á mann: Þýskalands. Borgin er mikil háskólaborg Hótel Crown Plaza Hótel Central Heidelberg kr. 113.800 á mann í tvíbýli. kr. 109.500 á mann í tvíbýli. og iðar af lífi. Ein lengsta göngugata í kr. 133.900 á mann í einbýli. kr. 129.800 á mann í einbýli. Þýskalandi, Hauptstrasse er lífæð og hjarta 24.-28. nóvember bæjarins með fjölda verslana, veitingastaða Netverð á mann: Hótel Crown Plaza Hótel Central Heidelberg og iðandi mannlífi. Jólamarkaðurinn kr. 123.800 á mann í tvíbýli. kr. 115.900 á mann í tvíbýli. í Heidelberg er með eldri og þekktari kr. 149.900 á mann í einbýli. kr. 142.800 á mann í einbýli. jólamörkuðum í Þýskalandi. Hann opnar Innifalið: í lok nóvember og er fram að jólum og Flug til og frá Frankfurt, skattar, gisting með morgunverðarhlaðborði. Kynnisferð um Heidelberg. Akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn stemmningin er aldeilis frábær. Miðbærinn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns. er fagurlega skreyttur og ljósum prýddur Ekki innifalið: og fallegar byggingar borgarinnar búa Fæði, aðgangseyrir á söfn,kastalann, tónleika og aðrar kynnisferðir. til einstaka umgjörð um jólamarkaðinn. Í Staðfestingargjald er kr.25.000. Lágmarksþátttaka er 20 manns. fagurlega skreyttum jólahúsum má finna alls konar skemmtilegan jólavarning, skreytingar, handverk, gjafavöru og góðgæti af ýmsu tagi.

Siglingar H

MEÐ COSTA CRUISES

eimsferðir eru umboðsaðili Costa Cruises á Íslandi. Costa Cruises býður glæsileg lúxusskip sem sigla um Miðjarðarhafið, Eyjahafið og Atlantshafið að sumri til, en á veturna sigla þau um hið sólríka Karíbahaf. Auk þess býður Costa Cruises uppá spennandi siglingar í Asíu og Mið-Austurlöndum. Þá skapast spennandi möguleikar á óvenjulegum og spennandi siglingum þegar verið er að sigla skipunum á milli heimsálfa. Víst er að áfangastaðirnir eru fjölbreyttir og spennandi og það ásamt góðum aðbúnað á skipunum gerir siglingar með Costa Cruises að sannkölluðu ævintýri. Val um spennandi kynnisferðir á öllum áfangastöðum. Heimsferðir bjóða skipulagðar hópferðir (lágmarksþátttaka 20 manns), einnig bókum við siglingar flug og gistingu fyrir einstaklinga og hópa, allt eftir óskum hvers og eins.

Sigling um Miðjarðarhafið og sæludagar á Benidorm 5.-19. maí • 13.-27. október

Kynntu þér nýjan og glæsilegan bækling frá Costa Cruises sem væntanlegur er í byrjun apríl. Spennandi nýjung hjá Costa Cruises fyrir árið 2012 er 100 daga heimsreisa! – sigling með Costa Deliziosa sem er eitt af nýjustu skipum Costa. Dásamleg sigling um öll helstu heimsins höf og margir spennandi viðkomustaðir á dagskrá. Nánari upplýsingar um þessa skemmtilegu nýjung liggur fyrir í byrjun maí 2011. Kynntu þér spennandi siglingar á www.heimsferdir.is en þar má einnig finna tilfallandi tilboð sem Costa Cruises býður viðskiptavinum sínum.

Kynntu þér spennandi siglingar á www.heimsferdir.is

Barcelona – Marseille – Savona – Napolí – Catania/ Sikiley – Palma – Benidorm

Netverð á mann vorferð kr. 324.600 á mann í klefa án glugga kr. 352.600 á mann í klefa með glugga kr. 369.600 á mann í klefa með svölum Netverð á mann haustferð kr. 339.400 á mann í tvíbýli í klefa án glugga. kr. 381.400 á mann í tvíbýli í klefa með glugga. kr. 408.400 á mann í tvíbýli í klefa með svölum

Sigling með glæsilegu skemmtiferða skipi verður sífellt vinsælli ferðamáti og þeir sem hafa einu sinni farið í Innifalið: lug, skattar, gisting á 4* hóteli með morgunverði siglingu kjósa að endurtaka það á ný. Í þessum siglingunni í Barcelona í 1 nótt og í 6 nætur á Benidorm meö öllu um Miðjarðarhafið er siglt með glæsiskipinu Costa Serena inniföldu. Vikusigling með fullu fæði, hafnargjöld og akstur til og frá flugvelli og til og frá skipi. Fararstjóri miðað við sem sjósett var árið 2007. Fimm stjörnu skip með fullu lágmarksþátttöku 20 manns. fæði og daglegri afþreyingar- og skemmtidagskrá. Þar Ekki innifalið: Kynnisferðir og annað sem ekki er tilgreint í er meðal annars „Samsara Spa“ sem er ein stærsta og ferðalýsingu. Þjórfé um borð í skipi. glæsilegasta heilsulind um borð í skemmtiferðaskipi í Bókunargjald á skrifstofu eða hjá umboðsmönnum er dag. Fræðandi og skemmtilegar kynnisferðir eru í boði kr. 2.400 á mann. á hverjum áfangastað. Ferðin hefst á flugi til Barcelona Staðfestingargjald er kr. 50.000. þar verður dvalið í eina nótt. Þá tekur við dásamleg Lágmarksþátttaka er 20 manns. vikusigling um Miðjarðarhafið Sigling 6.-13. maí þar sem við heimsækjum nýjan og spennandi áfangastað á hverjum degi. Þeir staðir sem siglt verður til eru Marseille í Frakklandi, Savona og Napolí á Ítalíu, Dagur: Staður: Land: Komutími: Brottför: Catania á Sikiley og Palma á Mallorca. Að lokum er siglt til Barcelona þar sem Föstudagur Barcelona Spánn 18:00 siglingunni lýkur. Frá Barcelona er ekið suður á bóginn til sólskins staðarins Laugardagur Marseille Frakkland 9:00 18:00 Sunnudagur Savona Ítalía 8:00 17:00 Benidorm sem ávallt hefur verið mikið eftirlæti Íslendinga. Þar er dvalið á góðu Mánudagur Napolí Ítalía 13:00 19:00 4* hóteli með öllu inniföldu í 6 sæludaga. Sannarlega góður endir á skemmtilegri Þriðudagur Catania Sikiley 8:00 18:00 ferð. Frá Benidorm er ekið til Alicante og flogið þaðan til Íslands Miðvikudagur Sigling Fimmtudagur Föstudagur

Palma Barcelona

Mallorca Spánn

8:00 8:00

18:00 Siglingu lýkur


ásamt dvöl í Flórens og Róm 20. júní - 4. júlí

Flórens – Civitavecchia – Messina / Sikiley – Rhodos – Mykonos – Katakolon/ Olympia – Róm

Netverð á mann 362.600 á mann í tvíbýli í klefa án glugga. 404.200 á mann í tvíbýli í klefa með glugga Innifalið: Flug, skattar, gisting á 4 * hóteli með morgunverði í Flórens í 4 nætur og Róm í 3 nætur. Vikusigling með fullu fæði og hafnargjöldum. Akstur samkvæmt leiðarlýsingu og íslensk fararstjórn miðað við lágmarks þátttöku 20 manns.

Skemmtisigling undir suðrænni sól er sannarlega draumur sem marga Ekki innifalið: Kynnisferðir og annað sem ekki er tilgreint að ofan. dreymir um. Og nú er sannarlega Þjórfé um borð í skipi. Bókunargjald á skrifstofu eða hjá tækifærið á að láta drauminn rætast. umboðsmönnum er kr. 2.400 á mann. Heimsferðir bjóða afar spennandi ferð Staðfestingargjald er kr. 50.000. sem sameinar dvöl í nokkra daga í Lágmarksþátttaka er 20 manns. tveimur af dásamlegust borgum Ítalíu Flórens og Róm ásamt viku siglingu um töfrandi Eyjahafið. Ferðin hefst á flugi til Bologna á Ítalíu. Þaðan er ekið til Flórens er stendur á bökkum árinnar Arno. Hún er höfuðborg hins heillandi Toscana héraðs sem er eitt það frjósamasta á Ítalíu, hvort sem litið er til matar, drykkjar og lista. Þar er dvalið í 4 dýrðar daga. Stórbrotin saga og menning Ítalíu drýpur af hverju strái í þessari fögru borg. Á fimmta degi er ekið suður á bóginn til hafnarborgarinnar Civitavecchia. Þaðan hefst vikusigling með Costa Romantica. Skipið tekur um 1.500 farþega, fallegt og vel búið skip og mikið eftirlæti farþega. Siglingin er í sjö dýrðardaga þar sem fyrsti viðkomustaðurinn er borgin Messina á Sikiley. Eftir dagssiglingu taka við nokkrar perlur Eyjahafsins eins og Rhodos, Mykonos og Katakolon. Grísku eyjarnar Sigling með Costa Romantica 24. júní - 1. júlí. Fullt fæði innifalið. láta engan ósnortin og seiða stöðugt til sín ferðamenn aftur og aftur. Þá Dagur: Staður: Land: Komutími: Brottför: er dagssigling áður er komið er til Civitavecchia á ný. Þaðan er ekið til Rómar og dvalið í 3 nætur. Við kynnumst þessari einstöku borg sem á Föstudagur Civitavecchia/ Róm Ítalía 17:00 engan sinn líka og upplifum árþúsundamenningu og andrúmsloft sem er Laugardagur Messina Sikiley 13:00 19:00 Sunnudagur Sigling einstakt í heiminum. Péturstorgið og Péturskirkjan, Vatíkanið, Spænsku Mánudagur Rhodos Grikkland 12:00 19:00 tröppurnar, Colosseum, Forum Romanum og Pantheon hofið er bara Þriðjudagur Mykonos Grikkland 8:00 18:00 Miðvikudagur Katakolon / Olymia Grikkland 12:00 19:00 brot af þeim stöðum sem verða á vegi ferðamannsins í Róm. Á öllu Fimmtudagur Sigling áfangastöðum verða fjölbreyttar kynnisferðir í boði. Kvöldflug til Íslands Föstudagur Civitavecchia / Róm Ítalía 9:00 Siglingu lýkur 4. júlí.

Gersemar Miðjarðarhafsins og Rómarborgar 13.-28. október

Civitavecchia – Savona – Katakolon/Olympia – Haifa/ Ísrael – Ashdod/Ísrael – Izmir – Piraeus/Aþena – Róm

Sérferðir – siglingar

Sigling um Gríska Eyjahafið

Netverð á mann kr. 383.800 á mann í tvíbýli í klefa án glugga. kr. 428.800 á mann í tvíbýli í klefa með glugga kr. 448.800 á mann í tvíbýli í klefa með svölum Innifalið: Flug, skattar, gisting á 4 * hóteli með morgunverði í Civitavecchia í 1 nótt og Róm í 3 nætur. Ellefu daga sigling með fullu fæði og hafnargjöldum. Akstur samkvæmt leiðarlýsingu og íslensk fararstjórn miðað við lágmarks þátttöku 20 manns.

Lúxussiglingar eru einstaklega þægilegur ferðamáti og afar spennandi að heimsækja nýtt Ekki innifalið: land og upplifa nýja menningu á Kynnisferðir og annað sem ekki er tilgreint í leiðarlýsingu. hverjum degi. Glæsiskipið Costa Þjórfé um borð í skipi. Pacifica er eitt af nýjustu skipum Staðfestingargjald er kr. 50.000. Costa Cruises sjósett í júlí 2009. Lágmarksþátttaka er 20 manns. Afar glæsilegt 5 stjörnu skip með daglegri afþreyingar- og skemmtidagskrá og veislu í öllum aðbúnaði ásamt mat og drykk. Siglingin um gersemar Miðjarðarhafsins hefst á flugi til Rómar með millilendingu í London. Frá Róm er ekið í norðurátt til hafnarborgarinnar Civitavecchia og dvalið þar í eina nótt. Þann 14. október hefst stórkostleg 11 daga sigling um austurhluta Miðjarðarhafsins þar sem við skoðum gersemar og fornar minjar Grikklands, Tyrklands og helgar borgir í Ísrael. Viðkomustaðirnir í siglingunni eru Savona við Genovaflóann. Þá tekur við dagssigling áður en komið er til Katakolon / Olympia á Grikklandi. Þaðan er siglt til Ísrael og komið til Haifa sem er stærsta hafnarborg Ísrael byggð á gömlum merg en borgarinnar er getið bæði í gamla og nýja Testamentinu. Borgin stendur undir norðurhlíðum Karmelfjallana við skjólgóða Akkovíkina. Frá Haifa eru kynnisferðir til hinna helgu borga Jerúsalem og Betlehem. Ashdod í Ísrael er næsti áfangastaður. Þetta er lítil hafnarborg við Sigling með Costa Pacifica Miðjarðarhafið og sívaxandri ferðamannastaður. Kynnisferðir um borgina og næsta nágrenni hennar. Þá tekur við dagssigling áður en komið er Dagur: Staður: Land: Komutími: Brottför: til Izmir sem er þriðja stærsta borg Tyrklands og mikilvæg hafnarborg. Föstudagur Civitavecchia Ítalia 19:00 Skammt frá borginni er hina forna borg Efsus sem er eitt best varðveitta Laugardagur Savona Ítalía 8:00 17:00 Sunnudagur Á siglingu fornleifasvæði heims. Þá er siglt til til Piraeus hafnarborgar Aþenu í Mánudagur Katakolon / Olympia Grikkland 13:00 18:00 Grikklandi. Að lokum er dagssigling til Civitavecchia. Þaðan er ekið til Þriðjudagur Á siglingu Rómar og þar dvalið í þessari dásamlegu borg í 3 nætur. Fræðandi og Miðvikudagur Haifa Ísrael 9:00 21:00 Fimmtudagur Ashdod Ísrael 7:00 20:00 skemmtilegar kynnisferðir eru í boði á hverjum áfangastað. Þann 28. Föstudagur Á siglingu október er flogið frá Róm til Íslands. Laugardagur Izmir Tyrkland 8:00 18:00 Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur

Piraeus / Aþena Grikkland 8:00 Á siglingu Civitavecchia Ítalía 8:00

17:00 Siglingu lýkur

31


GÓÐA FERÐ! VISA ER ÚTBREIDDASTA GREIÐSLUKORT Í HEIMI

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Ef þú ert með VISA-greiðslukort getur þú verið viss um að það er vel tekið á móti þér, hvert sem þú ferð. Erlendis er oftast notast við PIN-númer í stað undirskriftar, leggðu það á minnið áður en haldið er af stað. Kynntu þér einnig hvaða ferðatryggingar fylgja VISA kortinu þínu. Aðrar gagnlegar upplýsingar færðu á valitor.is.

VISA – alltaf, allstaðar VALITOR er alþjóðlegt greiðslumiðlunarfyrirtæki og útgefandi VISA á Íslandi

Heimsferðir Sumar 2011  

Ferðaævintýri Heimsferða í vor, sumar og haust

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you